Hæstiréttur íslands

Mál nr. 59/2011


Lykilorð

  • Nauðungarvistun
  • Kærumál


                                                         

Þriðjudaginn 1. febrúar 2011.

Nr. 59/2011.

A

(Stefán Karl Kristjánsson hdl.)

gegn

Velferðarsviði Reykjavíkurborgar

(Gunnar Eydal hrl.)

 

Kærumál. Nauðungarvistun.

 

Staðfest var niðurstaða héraðsdóms um nauðungarvistun A á sjúkrahúsi, sem ákveðin hafði verið var af innanríkisráðuneytinu 14. janúar 2011. 

 

Dómur Hæstaréttar.

Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Árni Kolbeinsson og Jón Steinar Gunnlaugsson.

Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 25. janúar 2011, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 28. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 24. janúar 2011, þar sem staðfest var ákvörðun innanríkisráðuneytisins 14. janúar 2011 um vistun sóknaraðila á sjúkrahúsi af ástæðum sem greinir í 2. mgr. 19. gr. lögræðislaga nr. 71/1997. Kæruheimild er í 1. mgr. 16. gr., sbr. 4. mgr. 31. gr., sömu laga. Sóknaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi og kærumálskostnaðar úr ríkissjóði.

Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar.

Varnaraðili hefur lagt fyrir Hæstarétt læknisvottorð C geðlæknis 25. janúar 2011, þar sem tekið er undir að heilsufar sóknaraðila sé með þeim hætti að nauðsyn beri til að staðfesta hinn kærða úrskurð. Læknirinn hefur ekki staðfest vottorðið fyrir dómi.

Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur.

Kærumálskostnaður verður ekki dæmdur. Þóknun skipaðs verjanda sóknaraðila fyrir Hæstarétti sem ákveðin er að meðtöldum virðisaukaskatti greiðist úr ríkissjóði samkvæmt 1. mgr. 17. gr., sbr. 4. mgr. 31. gr. lögræðislaga, eins og nánar greinir í dómsorði.

Dómsorð:

Hinn kærði úrskurður er staðfestur.

Þóknun skipaðs verjanda sóknaraðila fyrir Hæstarétti, Stefáns Karls Kristjánssonar héraðsdómslögmanns, 100.400 krónur, greiðist úr ríkissjóði.

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 24. janúar 2011.

Með beiðni, dagsettri 17. þ.m. hefur A, kt. [...], [...], Reykjavík, farið þess á leit felld verði úr gildi ákvörðun innanríkisráðuneytisins, 14. þ. m., um það hann skuli vistast á sjúkrahúsi.  Í málinu er vottorð og vætti B læknis, 13. janúar sl., þar sem fram kemur sóknaraðili hefur um árabil verið haldinn alvarlegum geðsjúkdómi, geðklofaSegir þar hann í geðrofsástandi, undarlegur í hegðun, með ranghugmyndir og hugsanatruflanir og hafi ekki inn sæi í sjúkdóminn óhjákvæmilegt vista hann áfram á sjúkrahúsi en þangað hafði verið komið með hann daginn áður.  Sóknaraðili hefur komið fyrir dóminn og talað máli sínuEr tal hans og framganga með mjög annarlegum blæ.

Dómarinn telur ljóst af því sem rakið hefur verið brýn nauðsyn til þess vista sóknaraðila á sjúkrahúsiBer því, með vísan til 2. mgr. 19. gr. og 5. mgr. 31. gr. lögræðislaga ákveða fyrrgreind ákvörðun ráðuneytisins skuli haldast

Þóknun til talsmanns sóknaraðila, Stefáns Karls Kristjánssonar hdl., 50.000 krónur meðtöldum virðisaukaskatti, ber greiða úr ríkissjóði.

Pétur Guðgeirsson héraðsdómari kvað upp úrskurðinn.

Úrskurðarorð:

Staðfest er ákvörðun innanríkisráðuneytisins, 14. janúar 2011, um það sóknaraðili, A, kt. [...], [...], Reykjavík, skuli vistast á sjúkrahúsi.

Þóknun talsmanns sóknaraðila, Stefáns Karls Kristjánssonar hdl., 50.000 krónur, greiðist úr ríkissjóði.