Hæstiréttur íslands
Mál nr. 27/2004
Lykilorð
- Almannatryggingar
- Lífeyrisréttur
|
|
Fimmtudaginn 3. júní 2004. |
|
Nr. 27/2004. |
Ragnhildur L. Guðmundsdóttir (Jóhannes Albert Sævarsson hrl.) gegn Tryggingastofnun ríkisins (Erla S. Árnadóttir hrl.) |
Almannatryggingar. Lífeyrisréttur.
R, sem metin var til 60% varanlegrar örorku vegna slyss, fór þess á leit við T að fá greiddan barnalífeyri með börnum sínum, sem öll voru fædd eftir að slysið varð. Samkvæmt lögum um almannatryggingar nr. 67/1971, sem í gildi voru á slystíma, skyldi greiða lífeyri vegna barna yngri en 18 ára sem voru á framfæri bótaþega þegar slys bar að höndum. Með lögum nr. 93/1982 var ákvæðinu breytt á þann veg, að væri örorkan 75% eða meiri skyldi greiða lífeyri bæði vegna barna sem voru á framfæri bótaþega þegar slys átti sér stað, svo og þeirra sem hann framfærir síðar. Er ákvæðið þannig breytt í 3. og 4. mgr. 29. gr. laga um almannatryggingar nr. 117/1993. Taldi R að réttur sá sem hún naut á grundvelli 3. mgr. ákvæðisins, hafi verið rýmkaður með 4. mgr. þess og því hafi T ekki farið að lögum er hafnað var fyrrgreindri málaleitan R. Þessu var hafnað þar sem hvorki af orðalagi 4. mgr. né lögskýringargögnum þótti mega ráða að ætlunin hafi verið að breytingin tæki til annarra öryrkja en þeirra sem metnir voru með 75% örorku eða meira. Þá var ekki á það fallist með R að ofangreind ákvæði almannatryggingalaga brytu gegn 65. gr. og 76. gr. stjórnarskrárinnar. T var því sýknuð af kröfum R.
Dómur Hæstaréttar.
Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Gunnlaugur Claessen, Garðar Gíslason og Ingibjörg Benediktsdóttir.
Áfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 20. janúar 2004. Krefst hún þess aðallega að stefnda verði gert að greiða sér 4.126.232 krónur, en til vara 2.197.137 krónur, með dráttarvöxtum samkvæmt III. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 af nánar tilgreindum fjárhæðum frá 16. janúar 1999 til 1. júlí 2001, en samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá þeim degi til greiðsludags. Til þrautavara krefst áfrýjandi þess að stefnda verði gert að greiða sér 4.126.232 krónur með vöxtum af sömu fjárhæðum og greinir í aðalkröfu samkvæmt 7. gr. vaxtalaga frá 16. janúar 1999 til 1. júlí 2001, samkvæmt 7. gr. laga nr. 38/2001 frá þeim degi til 16. febrúar 2003, en dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Að því frágengnu er þess krafist að stefndi verði dæmdur til greiðslu 2.197.137 króna með sömu vöxtum og í þrautavarakröfu. Loks gerir áfrýjandi kröfu um málskostnað úr hendi stefnda í héraði og fyrir Hæstarétti, án tillits til gjafsóknar sem hún hefur notið á báðum dómstigum.
Stefndi krefst aðallega staðfestingar héraðsdóms, en til vara að kröfur áfrýjanda verði lækkaðar. Í báðum tilvikum krefst stefndi málskostnaðar fyrir Hæstarétti.
Með vísan til forsenda hins áfrýjaða dóms verður hann staðfestur.
Málskostnaður fyrir Hæstarétti fellur niður, en gjafsóknarkostnaður áfrýjanda greiðist úr ríkissjóði eins og nánar greinir í dómsorði.
Dómsorð:
Héraðsdómur skal vera óraskaður.
Málskostnaður fyrir Hæstarétti fellur niður.
Gjafsóknarkostnaður áfrýjanda, Ragnhildar L. Guðmundsdóttur, greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málflutningsþóknun lögmanns hennar, 300.000 krónur.
Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 20. október 2003.
I.
Mál þetta, sem dómtekið var föstudaginn 26. september sl., er höfðað fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur af Ragnhildi L. Guðmundsdóttur, kt. 281164-4579, Melteigi 20, Keflavík, með stefnu birtri 13. janúar 2003 á hendur Tryggingastofnun ríkisins, kt. 660269-2669, Laugavegi 114-116, Reykjavík.
Dómkröfur stefnanda eru þær aðallega, að stefndi verði dæmdur til að greiða stefnanda barnalífeyri, samtals að fjárhæð kr. 4.126.232, ásamt dráttarvöxtum samkvæmt III. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 með síðari breytingum af kr. 2.634.194 frá 16.01. 1999 þ.d. til 01.02. s.á., en af kr. 2.672.273 frá þ.d. til 01.03. s.á., en af kr. 2.710.352 frá þ.d. til 01.04. s.á., en af kr. 2.748.431 frá þ.d. til 01.05. s.á., en af kr. 2.786.510 frá þ.d. til 01.06. s.á., en af kr. 2.824.589 frá þ.d. til 01.07. s.á., en af kr. 2.862.668 frá þ.d. til 01.08. s.á., en af kr. 2.900.747 frá þ.d. til 01.09. s.á., en af kr. 2.938.826 frá þ.d. til 01.10. s.á., en af kr. 2.976.905 frá þ.d. til 01.11. s.á., en af kr. 3.014.984 frá þ.d. til 01.12. s.á., en af kr. 3.053.063 frá þ.d. til 01.01. 2000, en af kr. 3.092.513 frá þ.d. til 01.02. s.á., en af kr. 3.131.963 frá þ.d. til 01.03. s.á., en af kr. 3.171.413 frá þ.d. til 01.04. s.á., en af kr. 3.211.217 frá þ.d. til 01.05. s.á., en af kr. 3.251.021 frá þ.d. til 01.06. s.á., en af kr. 3.290.825 frá þ.d. til 01.07. s.á., en af kr. 3.330.629 frá þ.d. til 01.08. s.á., en af kr. 3.370.433 frá þ.d. til 01.09. s.á., en af kr. 3.405.839 frá þ.d. til 01.10. s.á., en af kr. 3.435.901 frá þ.d. til 01.11. s.á., en af kr. 3.465.964 frá þ.d. til 01.12. s.á., en af kr. 3.496.026 frá þ.d. til 01.01. 2001, en af kr. 3.527.290 frá þ.d. til 01.02. s.á., en af kr. 3.558.553 frá þ.d. til 01.03. s.á., en af kr. 3.589.817 frá þ.d. til 01.04. s.á., en af kr. 3.621.081 frá þ.d. til 01.05. s.á., en af kr. 3.652.345 frá þ.d. til 01.06. s.á., en af kr. 3.683.608 frá þ.d. til 01.07. s.á., en ásamt dráttarvöxtum samkvæmt III. kafla vaxtalaga nr. 38/2001 af kr. 3.714.872 frá þ.d. til 01.08. s.á., en af kr. 3.746.136 frá þ.d. til 01.09. s.á., en af kr. 3.777.400 frá þ.d. til 01.10. s.á., en af kr. 3.808.663 frá þ.d. til 01.11. s.á., en af kr. 3.834.022 frá þ.d. til 01.12. s.á., en af kr. 3.854.864 frá þ.d. til 01.01. 2002, en af kr. 3.877.478 frá þ.d. til 01.02. s.á., en af kr. 3.900.092 frá þ.d. til 01.03. s.á., en af kr. 3.922.706 frá þ.d. til 01.04. s.á., en af kr. 3.945.320 frá þ.d. til 01.05. s.á., en af kr. 3.967.934 frá þ.d. til 01.06. s.á., en af kr. 3.990.548 frá þ.d. til 01.07. s.á., en af kr. 4.013.162 frá þ.d. til 01.08. s.á., en af kr. 4.035.776 frá þ.d. til 01.09. s.á., en af kr. 4.058.390 frá þ.d. til 01.10. s.á., en af kr. 4.081.004 frá þ.d. til 01.11. s.á., en af kr. 4.103.618 frá þ.d. til 01.12. s.á., en af stefnufjárhæðinni frá þ.d. til til greiðsludags.
Til vara krefst stefnandi þess, að stefndi verði dæmdur til greiðslu barnalífeyris, samtals að fjárhæð kr. 2.197.137,- ásamt dráttarvöxtum samkvæmt III. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 með síðari breytingum af kr. 1.401.383 frá 16.01. 1999 þ.d. til 01.02. s.á., en af kr. 1.421.692 frá þ.d. til 01.03. s.á., en af kr. 1.442.001 frá þ.d. til 01.04. s.á., en af kr. 1.462.310 frá þ.d. til 01.05. s.á., en af kr. 1.482.618 frá þ.d. til 01.06. s.á., en af kr. 1.502.927 frá þ.d. til 01.07. s.á., en af kr. 1.523.236 frá þ.d. til 01.08. s.á., en af kr. 1.543.545 frá þ.d. til 01.09. s.á., en af kr. 1.563.854 frá þ.d. til 01.10. s.á., en af kr. 1.584.162 frá þ.d. til 01.11. s.á., en af kr. 1.604.471 frá þ.d. til 01.12. s.á., en af kr. 1.624.780 frá þ.d. til 01.01. 2000, en af kr. 1.645.820 frá þ.d. til 01.02. s.á., en af kr. 1.666.860 frá þ.d. til 01.03. s.á., en af kr. 1.687.900 frá þ.d. til 01.04. s.á., en af kr. 1.709.129 frá þ.d. til 01.05. s.á., en af kr. 1.730.358 frá þ.d. til 01.06. s.á., en af kr. 1.751.586 frá þ.d. til 01.07. s.á., en af kr. 1.772.815 frá þ.d. til 01.08. s.á., en af kr. 1.794.044 frá þ.d. til 01.09. s.á., en af kr. 1.812.928 frá þ.d. til 01.10. s.á., en af kr. 1.828.961 frá þ.d. til 01.11. s.á., en af kr. 1.844.994 frá þ.d. til 01.12. s.á., en af kr. 1.861.027 frá þ.d. til 01.01. 2001, en af kr. 1.877.701 frá þ.d. til 01.02. s.á., en af kr. 1.894.375 frá þ.d. til 01.03. s.á., en af kr. 1.911.049 frá þ.d. til 01.04. s.á., en af kr. 1.927.723 frá þ.d. til 01.05. s.á., en af kr. 1.944.397 frá þ.d. til 01.06. s.á., en af kr. 1.961.071 frá þ.d. til 01.07. s.á., en ásamt dráttarvöxtum samkvæmt III. kafla vaxtalaga nr. 38/2001 af kr. 1.977.745 frá þ.d. til 01.08. s.á., en af kr. 1.994.419 frá þ.d. til 01.09. s.á., en af kr. 2.011.093 frá þ.d. til 01.10. s.á., en af kr. 2.027.767 frá þ.d. til 01.11. s.á., en af kr. 2.041.292 frá þ.d. til 01.12. s.á., en af kr. 2.052.408 frá þ.d. til 01.01. 2002, en af kr. 2.064.468 frá þ.d. til 01.02. s.á., en af kr. 2.076.529 frá þ.d. til 01.03. s.á., en af kr. 2.088.590 frá þ.d. til 01.04. s.á., en af kr. 2.100.651 frá þ.d. til 01.05. s.á., en af kr. 2.112.712 frá þ.d. til 01.06. s.á., en af kr. 2.124.772 frá þ.d. til 01.07. s.á., en af kr. 2.136.833 frá þ.d. til 01.08. s.á., en af kr. 2.148.894 frá þ.d. til 01.09. s.á., en af kr. 2.160.955 frá þ.d. til 01.10. s.á., en af kr. 2.173.016 frá þ.d. til 01.11. s.á., en af kr. 2.185.076 frá þ.d. til 01.12. s.á., en af stefnufjárhæðinni frá þ.d. til til greiðsludags.
Í báðum tilvikum krefst stefnandi málskostnaðar úr hendi stefnda samkvæmt framlögðum málskostnaðarreikningi, þ.m.t. kostnaður stefnanda af 24,5% virðisaukaskatti, eins og málið væri eigi gjafsóknarmál.
Dómkröfur stefnda eru þær aðallega, að hann verði sýknaður af öllum kröfum stefnanda. Til vara er þess krafizt, að krafa stefnanda verði lækkuð verulega. Í báðum tilvikum er krafist málskostnaðar úr hendi stefnanda að mati dómsins.
II.
Málavextir:
Stefnandi varð fyrir alvarlegu vinnuslysi þann 4. maí 1981 þá 16 ára að aldri, er hún missti framan af hægri hendi. Slysið var tilkynnt til stefnda 21. september 1981, og var það samþykkt sem bótaskylt slys samkvæmt almannatryggingalögum. Þann 7. júní 1982 var stefnandi metin til 40% varanlegrar örorku vegna slyssins til bráðabirgða, og fékk hún greiddar örorkubætur (eingreiðslu) til samræmis við það. Þann 7. ágúst 1991 var hún síðan metin til 60% varanlegrar örorku vegna afleiðinga slyssins. Eftir það fékk hún greiddar örorkubætur frá stefnda mánaðarlega, þ.e. lífeyri vegna 60% örorku, að frádregnum þeim bótum, sem hún hafði þegar fengið vegna 40% örorku, en lífeyrir er greiddur mánaðarlega, þegar orkutap vegna slyss er 50% eða meira. Frá því að slysið varð hefur stefnandi eignazt fjögur börn, sem fædd eru á árunum 1982, 1983, 1987 og 1993. Árið 1996 fór stefnandi þess á leit að fá barnalífeyri með börnum sínum, en var synjað um það. Stefnandi kærði synjunina munnlega til tryggingaráðs. Tryggingaráð kvað upp úrskurð sinn 27. september 1996, þar sem kröfu stefnanda var synjað. Segir svo m.a. í úrskurði ráðsins:
“Á slystíma voru í gildi lög um almannatryggingar nr. 67/1971. Um barnalífeyri vegna slysaörorku var fjallað í 3. mgr. 34. gr. laganna. Efnislega samhljóða ákvæði er í 3. mgr. 29. gr. núgildandi almannatryggingalaga nr. 117/1993. Í ákvæðinu kemur fram að sé örorkan metin meiri en 50% þá skuli auk örorkulífeyris greiða lífeyri vegna maka og barna yngri en 18 ára sem voru á framfæri bótaþega þegar slys bar að höndum. Með lögum nr. 93/1982 var ákvæðinu breytt þannig að væri örorkan 75% eða meiri skyldi greiða barnalífeyri bæði vegna barna sem voru á framfæri bótaþega þegar slys átti sér stað, svo og þeirra sem hann framfærir síðar. Samkvæmt greinargerð með lögunum var tilefni breytingarinnar það að leiðrétta ákveðið misræmi milli þeirra sem voru 75% öryrkjar af völdum bótaskylds slyss skv. ákvæðum um slysatryggingar almannatrygginga, og annarra örorkulífeyrisþega (þ.e. þeirra sem eru 75% öryrkjar af öðrum ástæðum), þar sem þeir síðarnefndu fá greiddan barnalífeyri með öllum þeim börnum sem eru á framfæri þeirra. Ekkert í greinargerðinni bendir til þess að breytingin hafi átt að ná til þess þegar slysaörorka er metin minni en 75%.
Börn Ragnhildar eru öll fædd eftir að umrætt slys átti sér stað. Örorka hennar er metin 60%. Af skýru orðalagi laganna er ljóst að Tryggingastofnun er því ekki heimilt að greiða barnalífeyri vegna þeirra.
Þess má geta að skv. reglum um úthlutun örorkustyrkja* [*Núgildandi reglur eru nr. 341/1992] hefur verið heimilt að greiða örorkustyrkþegum (þ.e. þeim sem eru 50-74% öryrkjar af völdum annars en bótaskylds slyss skv. III. kafla almannatryggingalaga) viðbót við örorkustyrkinn vegna barna innan 18 ára sem þeir hafa á framfæri sínu. Skv. núgildandi reglum má viðbótin ekki vera hærri en 75% af barnalífeyri fyrir hvert barn á framfæri. Að þessu leyti má segja að örorkustyrkþegar séu betur settir en þeir sem eru 50-74% öryrkjar af völdum bótaskylds slyss skv. III. kafla almannatryggingalaga, þar sem þeir síðarnefndu fá aðeins greitt vegna barna er voru á framfæri þegar slys bar að höndum.”
............
“Af skýru orðalagi tilvitnaðra málsgreina er ljóst að réttur skv. 3. mgr. [29. gr. laga 117/1993] varðandi greiðslur vegna barna er mun þrengri en skv. 4. mgr. [29. gr. laga 117/1993] þ.e. slysaörorkustyrkþegar fá einungis greiðslur vegna barna sem voru á framfæri bótaþega þegar slys bar að höndum. Þeir sem falla undir 4. mgr. njóta og greiðslna vegna barna, sem þeir hafa á framfæri síðar vegna lagabreytingar til rýmkunar, sbr. lög nr. 93/1982.
Ragnhildi er þessi munur ljós, en vonast eftir breytingu. Mál þetta varðar bein lagaákvæði. Lögum verður aðeins breytt af Alþingi. Enga undanþáguheimild er að finna er heimila frávik frá tilvitnuðum ákvæðum. Það er því ekki á valdi tryggingaráðs að verða við beiðni Ragnhildar.”
Stefnandi vildi ekki una þessari niðurstöðu tryggingaráðs. Stefnandi kvartaði því til umboðsmanns Alþingis 1. júlí 1998, sem svaraði kvörtun hennar með bréfi hinn 10. marz 2000. Kveðst stefnandi byggja málatilbúnað sinn í þessu máli m.a. á svari umboðsmanns.
III.
Málsástæður stefnanda:
Stefnandi byggir kröfur sínar á því, að í niðurstöðum tryggingaráðs sé vísað til ákvæða 4. mgr. 29. gr. laga nr. 117/1993, þar sem segi, að sé örorka 75% eða meiri, skuli greiða fullar bætur, og gildi það bæði vegna barna, sem hafi verið á framfæri bótaþega, þegar slys bar að höndum, svo og þeirra sem hann framfæri síðar. Og í 3. mgr. 29. gr. sömu laga komi fram, að sé örorkan metin meira en 50%, skuli, auk örorkulífeyris, greiða lífeyri vegna maka og barna yngri en 18 ára, sem hafi verið á framfæri bótaþega, þegar slys bar að höndum, eftir reglum b- og c-liða 1. mgr. 30. gr. Af skýru orðalagi tilvitnaðra málsgreina telji stefnandi ljóst, að réttur samkvæmt 3. mgr. 29. gr. varðandi greiðslur vegna barna sé mun þrengri en samkvæmt 4. mgr. sömu greinar, þ.e. slysaörorkustyrkþegar fái samkvæmt 3. mgr. einungis greiðslur vegna barna, sem hafi verið á framfæri bótaþega, þegar slys bar að höndum. Þeir sem falli undir 4. mgr. (örorkulífeyrisþegar) njóti og greiðslna vegna barna, sem þeir hafi á framfæri síðar vegna lagabreytingar til rýmkunar, sbr. lög nr. 93/1982.
Tryggingaráð hafi komizt að þeirri niðurstöðu, að hafna beri beiðni stefnanda um greiðslur barnalífeyris, þar sem enga undanþáguheimild sé að finna, er heimili frávik frá tilvitnuðum ákvæðum, og því ekki á valdi tryggingaráðs að verða við beiðni stefnanda, heldur verði lögunum aðeins breytt af Alþingi.
Þessari ákvörðun vilji stefnandi ekki una. Telja verði, að sú mismunun, sem fram komi í þeim lagaákvæðum, sem úrskurður tryggingaráðs byggi á, brjóti í bága við jafnræðisreglu 65. gr. stjórnarskrárinnar nr. 33/1944, sbr. 3. gr. laga nr. 97/1995.
Í 29. gr. almannatryggingalaga sé gerður greinarmunur á því, hvort um sé að ræða örorkulífeyrisþega (75% eða meiri örorka) eða örorkustyrkþega (50-74% örorka), sem metnir hafi verið til örorku af völdum slyss. Þannig njóti örorkulífeyrisþegi, sem hlotið hafi 75% örorku af völdum slyss, jafnt lífeyris með þeim börnum, sem voru á hans framfæri, þegar slys átti sér stað og með þeim börnum, sem kunni að verða á framfæri hans síðar. Örorkustyrkþegi með 50-74% örorku af völdum slyss fái aðeins greiddan barnalífeyri með börnum, sem voru á framfæri hans, þegar slys bar að höndum, en ekki með þeim börnum, sem hann kunni að eignast síðar.
Þá sé í almannatryggingalögum gerður greinarmunur á því, hvort 50-74% örorka hljótist af völdum slyss eða af öðrum ástæðum, sbr. 3. mgr. 13. gr. laga nr. 117/1993. Heimilt sé að greiða örorkustyrkþegum, þ.e. þeim, sem séu 50-74% öryrkjar af völdum annars en bótaskylds slyss samkvæmt III. kafla almannatryggingalaga, sbr. 29. gr., viðbót við örorkustyrkinn vegna barna þeirra innan 18 ára, sem þeir hafi á framfæri sínu. Þessi réttur sé alveg óháður upphafstímamarki örorku. Hinu sama sé ekki til að dreifa hjá þeim, sem njóti örorkustyrks af völdum slysa. Foreldrar njóti ekki barnalífeyris með þeim börnum, sem verði á framfæri þeirra, eftir að slys ber að höndum. Með breytingu á lögum nr. 117/1993, sbr. 5. gr. laga nr. 74/2002, hafi TR verið gert skylt að greiða þessa viðbót til foreldra, sem voru örorkustyrkþegar af völdum annars en slysa.
Stefnandi sé afar ósátt við þá afgreiðslu tryggingaráðs, að hún skuli ekki njóta hlutfallslegs barnalífeyris miðað við örorku með þeim börnum, sem fædd séu eftir umrætt slys, eins og þeir geri, sem slasist og séu metnir til 75% eða meiri örorku hjá TR. Stefnandi hafi verið mjög ung, þegar slysið varð, eða 16 ára að aldri, og því ekki farin að huga að barneignum. Tjón hennar sé jafn mikið og ef slysið hefði átt sér stað, eftir að hún stofnaði fjölskyldu. Stefnandi telji, að almannatryggingar taki að verulegu leyti fjárhagslega ábyrgð á þeim börnum, sem fædd séu fyrir tjónsatburð, á meðan börn, sem fæðast eftir tjónsatburð, skuli eingöngu vera á ábyrgð tjónþola sjálfs. Að baki þessari mismunun liggi engin skynsamleg rök eða málefnalegar ástæður. Börn stefnanda séu þannig ekki lögð að jöfnu við börn annarra þeirra, sem metnir hafi verið til 50-74% örorku hjá TR af þeirri ástæðu einni, að orkutap stefnanda megi rekja til slyss, en ekki til sjúkdóms. Stefnandi telji þá mismunun, sem felist í ofangreindum lagareglum, brjóta í bága við jafnræðisreglu 65 gr. stjórnarskrárinnar og gegn ákvæðum 76. gr., einkum 1. og 3. mgr.
Hinn 23. júlí 1998 hafi stefnandi óskað eftir endurupptöku á máli því fyrir tryggingaráði, sem úrskurðað hafi verið hinn 27.09.96, þar sem synjað hafi verið beiðni um greiðslu barnalífeyris vegna fjögurra barna stefnanda. Endurupptökubeiðnin hafi verið tekin til umfjöllunar á fundi 4. sept. 1998, og með bréfi, dags. 17. sept. 1998, hafi stefnanda verið tilkynnt, að tryggingaráð hefði synjað endurupptöku málsins.
Umboðsmaður Alþingis hafi einnig tekið álitamál þetta til sjálfstæðrar skoðunar, án þess að hann hafi treyst sér til að fjalla um málefni stefnanda samkvæmt úrskurði 27.09.96, sbr. synjun endurupptökubeiðni 1998, þar sem kærufrestur til umboðsmanns hafi verið útrunninn, þegar erindi stefnanda barst upphaflega til hans hinn 1. júlí 1998. Þannig hafi Umboðsmaður Alþingis af sjálfsdáðun óskað eftir upplýsingum frá tryggingaráði um eftirfarandi atriði:
1. Hver er túlkun tryggingaráðs á ákvæði lokamálsliðar 4. mgr. 29. gr. laga nr. 117/1993?
2. Hverja telur tryggingaráð vera þýðingu ákvæðis lokamálsliðar 4. mgr. 29. gr. laga 117/1993, þar sem segir að “sé orkutap minna en 75% lækka bæturnar um 4% fyrir hvert 1% sem vantar á 75% örorku”, fyrir þá aðstöðu, eins og í tilviki stefnanda, þegar örorka bótaþega er minni en 75% vegna slyss en börn bótaþega hafa öll fæðst eftir að slysið átti sér stað?
3. Telji tryggingaráð að ákvæði lokamálsliðar 4. mgr. 29. gr. laga 117/1993 hafi átt að hafa þýðingu fyrir niðurstöðu máls Ragnhildar, en eigi hafa verið tekið tillit til þess í úrskurði ráðsins frá 27. september 1998, er þess óskað að ráðið láti í ljós sjónarmið sín um hvort sú aðstaða hafi áhrif á rétt hennar til endurupptöku málsins á grundvelli óskráðra meginreglna stjórnsýsluréttar.
Umboðsmanni Alþingis hafi ekki borizt svar vegna þessarar fyrirspurnar, þegar stefna er rituð, en hann ætli að tilkynna stefnanda niðurstöðuna, þegar hún liggi fyrir.
Þannig sé komið fram enn eitt álitaefnið, sem stefnandi vilji bera undir dómstóla með málshöfðun þessari, þ.e. hvort ekki megi túlka lokamálslið 4. mgr. 29. gr. laga nr. 117/1993 þannig, að ákvæðið eigi við um aðstöðu þá, sem stefnandi búi við, þ.e. að greiða beri barnalífeyri til þess, er lendi í slysi og eignist börn eftir tjónsatburð í samræmi við lokamálslið 4. mgr. 29. gr. Það sé málsástæða stefnanda að túlka eigi lokamálslið 4. mgr. 29. gr. laga nr. 117/1993 til hagsbóta fyrir stefnanda. Orðalag ákvæðisins bendi til þess, að sé orkutap minna en 75%, skuli lækka bæturnar um 4% fyrir hvert 1%, sem vanti upp á 75% örorku, einnig bætur vegna barna, sem fædd séu eftir slys. Skýra beri orðalag ákvæðisins stefnanda til hagsbóta, þar sem önnur túlkun fæli í sér íþyngjandi skerðingu.
Telji stefnandi, að við úrskurð tryggingaráðs í máli nr. 193/1996 frá 27. september 1996 hafi ráðið ekki gætt jafnræðis í lagalegu tilliti eða meðalhófs við afgreiðslu á erindi stefnanda. Stefnandi gerir kröfu um, að henni verði greiddur barnalífeyrir úr hendi stefnda í samræmi við þær málsástæður, sem raktar hafi verið hér að framan. Ákvæði almannatryggingalaga, sem tryggingaráð byggi úrskurð sinn á, brjóti í bága við stjórnarskrárbundinn rétt stefnanda samkvæmt ákvæði 65. gr. og 76. gr. stjórnarskrárinnar.
Kröfur stefnanda byggi á lögum um almannatryggingar nr. 117/1993, einkum 13., 14., 29. og 30. gr. Byggt sé á stjórnarskrá lýðveldisins Íslands nr. 33/1944, einkum 65. og 76. gr., og á jafnræðisreglu íslenzks réttar og óskráðri meginreglu íslenzks stjórnsýsluréttar um, að ákvarðanir stjórnvalda skuli reistar á málefnalegum sjónarmiðum. Kröfu um dráttarvexti og vaxtavexti styður stefnandi við vaxtalög nr. 25/1987 og eftir 1. júlí 2001 við lög um vexti og verðbætur nr. 38/2001. Kröfuna um málskostnað styður stefnandi við lög nr. 91/1991, einkum 1. mgr. 130. gr. og kröfu um virðisaukaskatt á málskostnað við lög nr. 50/1988, sbr. og reglugerð nr. 562/1989. Stefnandi kveðst ekki vera virðisaukaskattsskyld.
Stefnandi sundurliðar dómkröfur sínar svo:
Aðalkrafa:
Krafizt sé 75% af fullum barnalífeyri til handa stefnanda með hverju barni til þess dags, er þau verði 18 ára, fyrst frá 1. september 1991 með þremur þeirra, sem fædd séu fyrir þann tíma, en ásamt með því yngsta frá 15. júní 1993. Upphafstímamark kröfunnar um barnlífeyri sé 1. dagur næsta mánaðar eftir að stefnandi var metin til 60% varanlegrar örorku hjá TR hinn 7. ágúst 1991. Um útreikning kröfunnar vísist til 2. málsliðar 3. mgr. 13. gr. laga nr. 117/1993, þar sem segi, að viðbót við örorkustyrk til þeirra, sem hafi börn yngri en 18 ára á framfæri, megi aldrei vera hærri en 75% af barnalífeyri fyrir hvert barn á framfæri, sbr. 14. gr. Nánar sundurliðist kröfugerðin þannig:
|
Tímabil |
Fullur barna- |
Barnalífeyrir m/ |
Barnalífeyrir m/ |
Barnalífeyrir m/ |
Barnalífeyrir m/ |
Samtals |
|
|
lífeyrir TR |
Guðmundi Helga |
Daníel Frey |
Eyrúnu Sif |
Sigmari Þór |
|
|
|
|
kt. 160982-5439 |
kt. 131183-2679 |
kt. 030187-3269 |
kt. 150693-3229 |
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
sep-91 |
7.425 |
5.569 |
5.569 |
5.569 |
|
16.706 |
|
okt-91 |
7.425 |
5.569 |
5.569 |
5.569 |
|
33.413 |
|
nóv-91 |
7.425 |
5.569 |
5.569 |
5.569 |
|
50.119 |
|
des-91 |
7.425 |
5.569 |
5.569 |
5.569 |
|
66.825 |
|
jan-92 |
7.425 |
5.569 |
5.569 |
5.569 |
|
83.531 |
|
feb-92 |
7.425 |
5.569 |
5.569 |
5.569 |
|
100.238 |
|
mar-92 |
7.425 |
5.569 |
5.569 |
5.569 |
|
116.944 |
|
apr-92 |
7.425 |
5.569 |
5.569 |
5.569 |
|
133.650 |
|
maí-92 |
7.551 |
5.663 |
5.663 |
5.663 |
|
150.640 |
|
jún-92 |
7.551 |
5.663 |
5.663 |
5.663 |
|
167.630 |
|
júl-92 |
7.551 |
5.663 |
5.663 |
5.663 |
|
184.619 |
|
ágú-92 |
7.551 |
5.663 |
5.663 |
5.663 |
|
201.609 |
|
sep-92 |
7.551 |
5.663 |
5.663 |
5.663 |
|
218.599 |
|
okt-92 |
7.551 |
5.663 |
5.663 |
5.663 |
|
235.589 |
|
nóv-92 |
7.551 |
5.663 |
5.663 |
5.663 |
|
252.578 |
|
des-92 |
7.551 |
5.663 |
5.663 |
5.663 |
|
269.568 |
|
jan-93 |
10.300 |
7.725 |
7.725 |
7.725 |
|
292.743 |
|
feb-93 |
10.300 |
7.725 |
7.725 |
7.725 |
|
315.918 |
|
mar-93 |
10.300 |
7.725 |
7.725 |
7.725 |
|
339.093 |
|
apr-93 |
10.300 |
7.725 |
7.725 |
7.725 |
|
362.268 |
|
maí-93 |
10.300 |
7.725 |
7.725 |
7.725 |
|
385.443 |
|
jún-93 |
10.300 |
7.725 |
7.725 |
7.725 |
3.863 |
412.481 |
|
júl-93 |
10.300 |
7.725 |
7.725 |
7.725 |
7.725 |
443.381 |
|
ágú-93 |
10.300 |
7.725 |
7.725 |
7.725 |
7.725 |
474.281 |
|
sep-93 |
10.300 |
7.725 |
7.725 |
7.725 |
7.725 |
505.181 |
|
okt-93 |
10.300 |
7.725 |
7.725 |
7.725 |
7.725 |
536.081 |
|
nóv-93 |
10.300 |
7.725 |
7.725 |
7.725 |
7.725 |
566.981 |
|
des-93 |
10.300 |
7.725 |
7.725 |
7.725 |
7.725 |
597.881 |
|
jan-94 |
10.300 |
7.725 |
7.725 |
7.725 |
7.725 |
628.781 |
|
feb-94 |
10.300 |
7.725 |
7.725 |
7.725 |
7.725 |
659.681 |
|
mar-94 |
10.300 |
7.725 |
7.725 |
7.725 |
7.725 |
690.581 |
|
apr-94 |
10.300 |
7.725 |
7.725 |
7.725 |
7.725 |
721.481 |
|
maí-94 |
10.300 |
7.725 |
7.725 |
7.725 |
7.725 |
752.381 |
|
jún-94 |
10.300 |
7.725 |
7.725 |
7.725 |
7.725 |
783.281 |
|
júl-94 |
10.300 |
7.725 |
7.725 |
7.725 |
7.725 |
814.181 |
|
ágú-94 |
10.300 |
7.725 |
7.725 |
7.725 |
7.725 |
845.081 |
|
sep-94 |
10.300 |
7.725 |
7.725 |
7.725 |
7.725 |
875.981 |
|
okt-94 |
10.300 |
7.725 |
7.725 |
7.725 |
7.725 |
906.881 |
|
nóv-94 |
10.300 |
7.725 |
7.725 |
7.725 |
7.725 |
937.781 |
|
des-94 |
10.300 |
7.725 |
7.725 |
7.725 |
7.725 |
968.681 |
|
jan-95 |
10.300 |
7.725 |
7.725 |
7.725 |
7.725 |
999.581 |
|
feb-95 |
10.300 |
7.725 |
7.725 |
7.725 |
7.725 |
1.030.481 |
|
mar-95 |
10.794 |
8.096 |
8.096 |
8.096 |
8.096 |
1.062.863 |
|
apr-95 |
10.794 |
8.096 |
8.096 |
8.096 |
8.096 |
1.095.245 |
|
maí-95 |
10.794 |
8.096 |
8.096 |
8.096 |
8.096 |
1.127.627 |
|
jún-95 |
10.794 |
8.096 |
8.096 |
8.096 |
8.096 |
1.160.009 |
|
júl-95 |
10.794 |
8.096 |
8.096 |
8.096 |
8.096 |
1.192.391 |
|
ágú-95 |
10.794 |
8.096 |
8.096 |
8.096 |
8.096 |
1.224.773 |
|
sep-95 |
10.794 |
8.096 |
8.096 |
8.096 |
8.096 |
1.257.155 |
|
okt-95 |
10.794 |
8.096 |
8.096 |
8.096 |
8.096 |
1.289.537 |
|
nóv-95 |
10.794 |
8.096 |
8.096 |
8.096 |
8.096 |
1.321.919 |
|
des-95 |
10.794 |
8.096 |
8.096 |
8.096 |
8.096 |
1.354.301 |
|
jan-96 |
10.794 |
8.096 |
8.096 |
8.096 |
8.096 |
1.386.683 |
|
feb-96 |
10.794 |
8.096 |
8.096 |
8.096 |
8.096 |
1.419.065 |
|
mar-96 |
10.794 |
8.096 |
8.096 |
8.096 |
8.096 |
1.451.447 |
|
apr-96 |
10.794 |
8.096 |
8.096 |
8.096 |
8.096 |
1.483.829 |
|
maí-96 |
10.794 |
8.096 |
8.096 |
8.096 |
8.096 |
1.516.211 |
|
jún-96 |
10.794 |
8.096 |
8.096 |
8.096 |
8.096 |
1.548.593 |
|
júl-96 |
10.794 |
8.096 |
8.096 |
8.096 |
8.096 |
1.580.975 |
|
ágú-96 |
10.794 |
8.096 |
8.096 |
8.096 |
8.096 |
1.613.357 |
|
sep-96 |
10.794 |
8.096 |
8.096 |
8.096 |
8.096 |
1.645.739 |
|
okt-96 |
10.794 |
8.096 |
8.096 |
8.096 |
8.096 |
1.678.121 |
|
nóv-96 |
10.794 |
8.096 |
8.096 |
8.096 |
8.096 |
1.710.503 |
|
des-96 |
10.794 |
8.096 |
8.096 |
8.096 |
8.096 |
1.742.885 |
|
jan-97 |
11.010 |
8.258 |
8.258 |
8.258 |
8.258 |
1.775.915 |
|
feb-97 |
11.010 |
8.258 |
8.258 |
8.258 |
8.258 |
1.808.945 |
|
mar-97 |
11.450 |
8.588 |
8.588 |
8.588 |
8.588 |
1.843.295 |
|
apr-97 |
11.450 |
8.588 |
8.588 |
8.588 |
8.588 |
1.877.645 |
|
maí-97 |
11.450 |
8.588 |
8.588 |
8.588 |
8.588 |
1.911.995 |
|
jún-97 |
11.450 |
8.588 |
8.588 |
8.588 |
8.588 |
1.946.345 |
|
júl-97 |
11.450 |
8.588 |
8.588 |
8.588 |
8.588 |
1.980.695 |
|
ágú-97 |
11.736 |
8.802 |
8.802 |
8.802 |
8.802 |
2.015.903 |
|
sep-97 |
11.736 |
8.802 |
8.802 |
8.802 |
8.802 |
2.051.111 |
|
okt-97 |
11.736 |
8.802 |
8.802 |
8.802 |
8.802 |
2.086.319 |
|
nóv-97 |
11.736 |
8.802 |
8.802 |
8.802 |
8.802 |
2.121.527 |
|
des-97 |
11.736 |
8.802 |
8.802 |
8.802 |
8.802 |
2.156.735 |
|
jan-98 |
12.205 |
9.154 |
9.154 |
9.154 |
9.154 |
2.193.350 |
|
feb-98 |
12.205 |
9.154 |
9.154 |
9.154 |
9.154 |
2.229.965 |
|
mar-98 |
12.205 |
9.154 |
9.154 |
9.154 |
9.154 |
2.266.580 |
|
apr-98 |
12.205 |
9.154 |
9.154 |
9.154 |
9.154 |
2.303.195 |
|
maí-98 |
12.205 |
9.154 |
9.154 |
9.154 |
9.154 |
2.339.810 |
|
jún-98 |
12.205 |
9.154 |
9.154 |
9.154 |
9.154 |
2.376.425 |
|
júl-98 |
12.205 |
9.154 |
9.154 |
9.154 |
9.154 |
2.413.040 |
|
ágú-98 |
12.205 |
9.154 |
9.154 |
9.154 |
9.154 |
2.449.655 |
|
sep-98 |
12.205 |
9.154 |
9.154 |
9.154 |
9.154 |
2.486.270 |
|
okt-98 |
12.205 |
9.154 |
9.154 |
9.154 |
9.154 |
2.522.885 |
|
nóv-98 |
12.205 |
9.154 |
9.154 |
9.154 |
9.154 |
2.559.500 |
|
des-98 |
12.205 |
9.154 |
9.154 |
9.154 |
9.154 |
2.596.115 |
|
jan-99 |
12.693 |
9.520 |
9.520 |
9.520 |
9.520 |
2.634.194 |
|
feb-99 |
12.693 |
9.520 |
9.520 |
9.520 |
9.520 |
2.672.273 |
|
mar-99 |
12.693 |
9.520 |
9.520 |
9.520 |
9.520 |
2.710.352 |
|
apr-99 |
12.693 |
9.520 |
9.520 |
9.520 |
9.520 |
2.748.431 |
|
maí-99 |
12.693 |
9.520 |
9.520 |
9.520 |
9.520 |
2.786.510 |
|
jún-99 |
12.693 |
9.520 |
9.520 |
9.520 |
9.520 |
2.824.589 |
|
júl-99 |
12.693 |
9.520 |
9.520 |
9.520 |
9.520 |
2.862.668 |
|
ágú-99 |
12.693 |
9.520 |
9.520 |
9.520 |
9.520 |
2.900.747 |
|
sep-99 |
12.693 |
9.520 |
9.520 |
9.520 |
9.520 |
2.938.826 |
|
okt-99 |
12.693 |
9.520 |
9.520 |
9.520 |
9.520 |
2.976.905 |
|
nóv-99 |
12.693 |
9.520 |
9.520 |
9.520 |
9.520 |
3.014.984 |
|
des-99 |
12.693 |
9.520 |
9.520 |
9.520 |
9.520 |
3.053.063 |
|
jan-00 |
13.150 |
9.863 |
9.863 |
9.863 |
9.863 |
3.092.513 |
|
feb-00 |
13.150 |
9.863 |
9.863 |
9.863 |
9.863 |
3.131.963 |
|
mar-00 |
13.150 |
9.863 |
9.863 |
9.863 |
9.863 |
3.171.413 |
|
apr-00 |
13.268 |
9.951 |
9.951 |
9.951 |
9.951 |
3.211.217 |
|
maí-00 |
13.268 |
9.951 |
9.951 |
9.951 |
9.951 |
3.251.021 |
|
jún-00 |
13.268 |
9.951 |
9.951 |
9.951 |
9.951 |
3.290.825 |
|
júl-00 |
13.268 |
9.951 |
9.951 |
9.951 |
9.951 |
3.330.629 |
|
ágú-00 |
13.268 |
9.951 |
9.951 |
9.951 |
9.951 |
3.370.433 |
|
sep-00 |
13.361 |
5.344 |
10.021 |
10.021 |
10.021 |
3.405.839 |
|
okt-00 |
13.361 |
|
10.021 |
10.021 |
10.021 |
3.435.901 |
|
nóv-00 |
13.361 |
|
10.021 |
10.021 |
10.021 |
3.465.964 |
|
des-00 |
13.361 |
|
10.021 |
10.021 |
10.021 |
3.496.026 |
|
jan-01 |
13.895 |
|
10.421 |
10.421 |
10.421 |
3.527.290 |
|
feb-01 |
13.895 |
|
10.421 |
10.421 |
10.421 |
3.558.553 |
|
mar-01 |
13.895 |
|
10.421 |
10.421 |
10.421 |
3.589.817 |
|
apr-01 |
13.895 |
|
10.421 |
10.421 |
10.421 |
3.621.081 |
|
maí-01 |
13.895 |
|
10.421 |
10.421 |
10.421 |
3.652.345 |
|
jún-01 |
13.895 |
|
10.421 |
10.421 |
10.421 |
3.683.608 |
|
júl-01 |
13.895 |
|
10.421 |
10.421 |
10.421 |
3.714.872 |
|
ágú-01 |
13.895 |
|
10.421 |
10.421 |
10.421 |
3.746.136 |
|
sep-01 |
13.895 |
|
10.421 |
10.421 |
10.421 |
3.777.400 |
|
okt-01 |
13.895 |
|
10.421 |
10.421 |
10.421 |
3.808.663 |
|
nóv-01 |
13.895 |
|
4.516 |
10.421 |
10.421 |
3.834.022 |
|
des-01 |
13.895 |
|
|
10.421 |
10.421 |
3.854.864 |
|
jan-02 |
15.076 |
|
|
11.307 |
11.307 |
3.877.478 |
|
feb-02 |
15.076 |
|
|
11.307 |
11.307 |
3.900.092 |
|
mar-02 |
15.076 |
|
|
11.307 |
11.307 |
3.922.706 |
|
apr-02 |
15.076 |
|
|
11.307 |
11.307 |
3.945.320 |
|
maí-02 |
15.076 |
|
|
11.307 |
11.307 |
3.967.934 |
|
jún-02 |
15.076 |
|
|
11.307 |
11.307 |
3.990.548 |
|
júl-02 |
15.076 |
|
|
11.307 |
11.307 |
4.013.162 |
|
ágú-02 |
15.076 |
|
|
11.307 |
11.307 |
4.035.776 |
|
sep-02 |
15.076 |
|
|
11.307 |
11.307 |
4.058.390 |
|
okt-02 |
15.076 |
|
|
11.307 |
11.307 |
4.081.004 |
|
nóv-02 |
15.076 |
|
|
11.307 |
11.307 |
4.103.618 |
|
des-02 |
15.076 |
|
|
11.307 |
11.307 |
4.126.232 |
|
|
|
|
|
|
|
|
Samtals |
|
881.038 |
1.024.505 |
1.176.516 |
1.044.173 |
4.126.232 |
Varakrafa:
Krafizt sé 40% af fullum barnalífeyri til handa stefnanda með hverju barni til þess dags, er þau verði 18 ára, fyrst frá 1. september 1991 með þremur þeirra, sem fædd séu fyrir þann tíma, en ásamt með því yngsta frá 15. júní 1993. Upphafstímamark kröfunnar um barnlífeyri sé 1. dagur næsta mánaðar, eftir að stefnandi var metin til 60% varanlegrar örorku hjá TR hinn 7. ágúst 1991. Um útreikning kröfunnar vísist til síðari málsliðar 4. mgr. 29. gr. laga nr. 117/1993, þar sem bæturnar, þ.m.t. barnalífeyrir, lækki um 4% fyrir hvert 1% sem vanti upp á 75% örorku. Stefnandi hafi verið metin til 60% varanlegrar örorku. Þannig lækki bætur um 60% frá fullum lífeyri, eða um 15 örorkustig, 4% fyrir hvert stig. Barnalífeyrir til handa stefnanda verði því 40% af fullum lífeyri. Nánar sundurliðist kröfugerðin þannig:
|
Tímabil |
Fullur barna- |
Barnalífeyrir m/ |
Barnalífeyrir m/ |
Barnalífeyrir m/ |
Barnalífeyrir m/ |
Samtals |
|
|
lífeyrir TR |
Guðmundi Helga |
Daníel Frey |
Eyrúnu Sif |
Sigmari Þór |
|
|
|
|
kt. 160982-5439 |
kt. 131183-2679 |
kt. 030187-3269 |
kt. 150693-3229 |
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
sep-91 |
7.425 |
2.970 |
2.970 |
2.970 |
|
8.910 |
|
okt-91 |
7.425 |
2.970 |
2.970 |
2.970 |
|
17.820 |
|
nóv-91 |
7.425 |
2.970 |
2.970 |
2.970 |
|
26.730 |
|
des-91 |
7.425 |
2.970 |
2.970 |
2.970 |
|
35.640 |
|
jan-92 |
7.425 |
2.970 |
2.970 |
2.970 |
|
44.550 |
|
feb-92 |
7.425 |
2.970 |
2.970 |
2.970 |
|
53.460 |
|
mar-92 |
7.425 |
2.970 |
2.970 |
2.970 |
|
62.370 |
|
apr-92 |
7.425 |
2.970 |
2.970 |
2.970 |
|
71.280 |
|
maí-92 |
7.551 |
3.020 |
3.020 |
3.020 |
|
80.341 |
|
jún-92 |
7.551 |
3.020 |
3.020 |
3.020 |
|
89.402 |
|
júl-92 |
7.551 |
3.020 |
3.020 |
3.020 |
|
98.464 |
|
ágú-92 |
7.551 |
3.020 |
3.020 |
3.020 |
|
107.525 |
|
sep-92 |
7.551 |
3.020 |
3.020 |
3.020 |
|
116.586 |
|
okt-92 |
7.551 |
3.020 |
3.020 |
3.020 |
|
125.647 |
|
nóv-92 |
7.551 |
3.020 |
3.020 |
3.020 |
|
134.708 |
|
des-92 |
7.551 |
3.020 |
3.020 |
3.020 |
|
143.770 |
|
jan-93 |
10.300 |
4.120 |
4.120 |
4.120 |
|
156.130 |
|
feb-93 |
10.300 |
4.120 |
4.120 |
4.120 |
|
168.490 |
|
mar-93 |
10.300 |
4.120 |
4.120 |
4.120 |
|
180.850 |
|
apr-93 |
10.300 |
4.120 |
4.120 |
4.120 |
|
193.210 |
|
maí-93 |
10.300 |
4.120 |
4.120 |
4.120 |
|
205.570 |
|
jún-93 |
10.300 |
4.120 |
4.120 |
4.120 |
2.060 |
219.990 |
|
júl-93 |
10.300 |
4.120 |
4.120 |
4.120 |
4.120 |
236.470 |
|
ágú-93 |
10.300 |
4.120 |
4.120 |
4.120 |
4.120 |
252.950 |
|
sep-93 |
10.300 |
4.120 |
4.120 |
4.120 |
4.120 |
269.430 |
|
okt-93 |
10.300 |
4.120 |
4.120 |
4.120 |
4.120 |
285.910 |
|
nóv-93 |
10.300 |
4.120 |
4.120 |
4.120 |
4.120 |
302.390 |
|
des-93 |
10.300 |
4.120 |
4.120 |
4.120 |
4.120 |
318.870 |
|
jan-94 |
10.300 |
4.120 |
4.120 |
4.120 |
4.120 |
335.350 |
|
feb-94 |
10.300 |
4.120 |
4.120 |
4.120 |
4.120 |
351.830 |
|
mar-94 |
10.300 |
4.120 |
4.120 |
4.120 |
4.120 |
368.310 |
|
apr-94 |
10.300 |
4.120 |
4.120 |
4.120 |
4.120 |
384.790 |
|
maí-94 |
10.300 |
4.120 |
4.120 |
4.120 |
4.120 |
401.270 |
|
jún-94 |
10.300 |
4.120 |
4.120 |
4.120 |
4.120 |
417.750 |
|
júl-94 |
10.300 |
4.120 |
4.120 |
4.120 |
4.120 |
434.230 |
|
ágú-94 |
10.300 |
4.120 |
4.120 |
4.120 |
4.120 |
450.710 |
|
sep-94 |
10.300 |
4.120 |
4.120 |
4.120 |
4.120 |
467.190 |
|
okt-94 |
10.300 |
4.120 |
4.120 |
4.120 |
4.120 |
483.670 |
|
nóv-94 |
10.300 |
4.120 |
4.120 |
4.120 |
4.120 |
500.150 |
|
des-94 |
10.300 |
4.120 |
4.120 |
4.120 |
4.120 |
516.630 |
|
jan-95 |
10.300 |
4.120 |
4.120 |
4.120 |
4.120 |
533.110 |
|
feb-95 |
10.300 |
4.120 |
4.120 |
4.120 |
4.120 |
549.590 |
|
mar-95 |
10.794 |
4.318 |
4.318 |
4.318 |
4.318 |
566.860 |
|
apr-95 |
10.794 |
4.318 |
4.318 |
4.318 |
4.318 |
584.130 |
|
maí-95 |
10.794 |
4.318 |
4.318 |
4.318 |
4.318 |
601.401 |
|
jún-95 |
10.794 |
4.318 |
4.318 |
4.318 |
4.318 |
618.671 |
|
júl-95 |
10.794 |
4.318 |
4.318 |
4.318 |
4.318 |
635.942 |
|
ágú-95 |
10.794 |
4.318 |
4.318 |
4.318 |
4.318 |
653.212 |
|
sep-95 |
10.794 |
4.318 |
4.318 |
4.318 |
4.318 |
670.482 |
|
okt-95 |
10.794 |
4.318 |
4.318 |
4.318 |
4.318 |
687.753 |
|
nóv-95 |
10.794 |
4.318 |
4.318 |
4.318 |
4.318 |
705.023 |
|
des-95 |
10.794 |
4.318 |
4.318 |
4.318 |
4.318 |
722.294 |
|
jan-96 |
10.794 |
4.318 |
4.318 |
4.318 |
4.318 |
739.564 |
|
feb-96 |
10.794 |
4.318 |
4.318 |
4.318 |
4.318 |
756.834 |
|
mar-96 |
10.794 |
4.318 |
4.318 |
4.318 |
4.318 |
774.105 |
|
apr-96 |
10.794 |
4.318 |
4.318 |
4.318 |
4.318 |
791.375 |
|
maí-96 |
10.794 |
4.318 |
4.318 |
4.318 |
4.318 |
808.646 |
|
jún-96 |
10.794 |
4.318 |
4.318 |
4.318 |
4.318 |
825.916 |
|
júl-96 |
10.794 |
4.318 |
4.318 |
4.318 |
4.318 |
843.186 |
|
ágú-96 |
10.794 |
4.318 |
4.318 |
4.318 |
4.318 |
860.457 |
|
sep-96 |
10.794 |
4.318 |
4.318 |
4.318 |
4.318 |
877.727 |
|
okt-96 |
10.794 |
4.318 |
4.318 |
4.318 |
4.318 |
894.998 |
|
nóv-96 |
10.794 |
4.318 |
4.318 |
4.318 |
4.318 |
912.268 |
|
des-96 |
10.794 |
4.318 |
4.318 |
4.318 |
4.318 |
929.538 |
|
jan-97 |
11.010 |
4.404 |
4.404 |
4.404 |
4.404 |
947.154 |
|
feb-97 |
11.010 |
4.404 |
4.404 |
4.404 |
4.404 |
964.770 |
|
mar-97 |
11.450 |
4.404 |
4.404 |
4.404 |
4.404 |
982.386 |
|
apr-97 |
11.450 |
4.404 |
4.404 |
4.404 |
4.404 |
1.000.002 |
|
maí-97 |
11.450 |
4.404 |
4.404 |
4.404 |
4.404 |
1.017.618 |
|
jún-97 |
11.450 |
4.404 |
4.404 |
4.404 |
4.404 |
1.035.234 |
|
júl-97 |
11.450 |
4.404 |
4.404 |
4.404 |
4.404 |
1.052.850 |
|
ágú-97 |
11.736 |
4.694 |
4.694 |
4.694 |
4.694 |
1.071.628 |
|
sep-97 |
11.736 |
4.694 |
4.694 |
4.694 |
4.694 |
1.090.406 |
|
okt-97 |
11.736 |
4.694 |
4.694 |
4.694 |
4.694 |
1.109.183 |
|
nóv-97 |
11.736 |
4.694 |
4.694 |
4.694 |
4.694 |
1.127.961 |
|
des-97 |
11.736 |
4.694 |
4.694 |
4.694 |
4.694 |
1.146.738 |
|
jan-98 |
12.205 |
4.882 |
4.882 |
4.882 |
4.882 |
1.166.266 |
|
feb-98 |
12.205 |
4.882 |
4.882 |
4.882 |
4.882 |
1.185.794 |
|
mar-98 |
12.205 |
4.882 |
4.882 |
4.882 |
4.882 |
1.205.322 |
|
apr-98 |
12.205 |
4.882 |
4.882 |
4.882 |
4.882 |
1.224.850 |
|
maí-98 |
12.205 |
4.882 |
4.882 |
4.882 |
4.882 |
1.244.378 |
|
jún-98 |
12.205 |
4.882 |
4.882 |
4.882 |
4.882 |
1.263.906 |
|
júl-98 |
12.205 |
4.882 |
4.882 |
4.882 |
4.882 |
1.283.434 |
|
ágú-98 |
12.205 |
4.882 |
4.882 |
4.882 |
4.882 |
1.302.962 |
|
sep-98 |
12.205 |
4.882 |
4.882 |
4.882 |
4.882 |
1.322.490 |
|
okt-98 |
12.205 |
4.882 |
4.882 |
4.882 |
4.882 |
1.342.018 |
|
nóv-98 |
12.205 |
4.882 |
4.882 |
4.882 |
4.882 |
1.361.546 |
|
des-98 |
12.205 |
4.882 |
4.882 |
4.882 |
4.882 |
1.381.074 |
|
jan-99 |
12.693 |
5.077 |
5.077 |
5.077 |
5.077 |
1.401.383 |
|
feb-99 |
12.693 |
5.077 |
5.077 |
5.077 |
5.077 |
1.421.692 |
|
mar-99 |
12.693 |
5.077 |
5.077 |
5.077 |
5.077 |
1.442.001 |
|
apr-99 |
12.693 |
5.077 |
5.077 |
5.077 |
5.077 |
1.462.310 |
|
maí-99 |
12.693 |
5.077 |
5.077 |
5.077 |
5.077 |
1.482.618 |
|
jún-99 |
12.693 |
5.077 |
5.077 |
5.077 |
5.077 |
1.502.927 |
|
júl-99 |
12.693 |
5.077 |
5.077 |
5.077 |
5.077 |
1.523.236 |
|
ágú-99 |
12.693 |
5.077 |
5.077 |
5.077 |
5.077 |
1.543.545 |
|
sep-99 |
12.693 |
5.077 |
5.077 |
5.077 |
5.077 |
1.563.854 |
|
okt-99 |
12.693 |
5.077 |
5.077 |
5.077 |
5.077 |
1.584.162 |
|
nóv-99 |
12.693 |
5.077 |
5.077 |
5.077 |
5.077 |
1.604.471 |
|
des-99 |
12.693 |
5.077 |
5.077 |
5.077 |
5.077 |
1.624.780 |
|
jan-00 |
13.150 |
5.260 |
5.260 |
5.260 |
5.260 |
1.645.820 |
|
feb-00 |
13.150 |
5.260 |
5.260 |
5.260 |
5.260 |
1.666.860 |
|
mar-00 |
13.150 |
5.260 |
5.260 |
5.260 |
5.260 |
1.687.900 |
|
apr-00 |
13.268 |
5.307 |
5.307 |
5.307 |
5.307 |
1.709.129 |
|
maí-00 |
13.268 |
5.307 |
5.307 |
5.307 |
5.307 |
1.730.358 |
|
jún-00 |
13.268 |
5.307 |
5.307 |
5.307 |
5.307 |
1.751.586 |
|
júl-00 |
13.268 |
5.307 |
5.307 |
5.307 |
5.307 |
1.772.815 |
|
ágú-00 |
13.268 |
5.307 |
5.307 |
5.307 |
5.307 |
1.794.044 |
|
sep-00 |
13.361 |
2.850 |
5.344 |
5.344 |
5.344 |
1.812.928 |
|
okt-00 |
13.361 |
|
5.344 |
5.344 |
5.344 |
1.828.961 |
|
nóv-00 |
13.361 |
|
5.344 |
5.344 |
5.344 |
1.844.994 |
|
des-00 |
13.361 |
|
5.344 |
5.344 |
5.344 |
1.861.027 |
|
jan-01 |
13.895 |
|
5.558 |
5.558 |
5.558 |
1.877.701 |
|
feb-01 |
13.895 |
|
5.558 |
5.558 |
5.558 |
1.894.375 |
|
mar-01 |
13.895 |
|
5.558 |
5.558 |
5.558 |
1.911.049 |
|
apr-01 |
13.895 |
|
5.558 |
5.558 |
5.558 |
1.927.723 |
|
maí-01 |
13.895 |
|
5.558 |
5.558 |
5.558 |
1.944.397 |
|
jún-01 |
13.895 |
|
5.558 |
5.558 |
5.558 |
1.961.071 |
|
júl-01 |
13.895 |
|
5.558 |
5.558 |
5.558 |
1.977.745 |
|
ágú-01 |
13.895 |
|
5.558 |
5.558 |
5.558 |
1.994.419 |
|
sep-01 |
13.895 |
|
5.558 |
5.558 |
5.558 |
2.011.093 |
|
okt-01 |
13.895 |
|
5.558 |
5.558 |
5.558 |
2.027.767 |
|
nóv-01 |
13.895 |
|
2.408 |
5.558 |
5.558 |
2.041.292 |
|
des-01 |
13.895 |
|
|
5.558 |
5.558 |
2.052.408 |
|
jan-02 |
15.076 |
|
|
6.030 |
6.030 |
2.064.468 |
|
feb-02 |
15.076 |
|
|
6.030 |
6.030 |
2.076.529 |
|
mar-02 |
15.076 |
|
|
6.030 |
6.030 |
2.088.590 |
|
apr-02 |
15.076 |
|
|
6.030 |
6.030 |
2.100.651 |
|
maí-02 |
15.076 |
|
|
6.030 |
6.030 |
2.112.712 |
|
jún-02 |
15.076 |
|
|
6.030 |
6.030 |
2.124.772 |
|
júl-02 |
15.076 |
|
|
6.030 |
6.030 |
2.136.833 |
|
ágú-02 |
15.076 |
|
|
6.030 |
6.030 |
2.148.894 |
|
sep-02 |
15.076 |
|
|
6.030 |
6.030 |
2.160.955 |
|
okt-02 |
15.076 |
|
|
6.030 |
6.030 |
2.173.016 |
|
nóv-02 |
15.076 |
|
|
6.030 |
6.030 |
2.185.076 |
|
des-02 |
15.076 |
|
|
6.030 |
6.030 |
2.197.137 |
|
|
|
|
|
|
|
|
Samtals |
|
469.007 |
545.523 |
626.595 |
556.012 |
2.197.137 |
Undir báðum kröfuliðum sé krafizt dráttarvaxta af einstökum greiðslum, sem séu 4 ára og eldri, frá 16. janúar 1999, þar sem líta verði þannig á, að eldri dráttarvaxtakrafa sé nú fyrnd. Gjalddagar barnalífeyris séu fyrsti dagur hvers mánaðar samkvæmt 49. gr. laga nr. 117/1993. Sá dagur marki upphafstímamark dráttarvaxtakröfu stefnanda vegna greiðslna, sem fallið hafi í gjalddaga eftir janúar 1999.
Málsástæður stefnda:
Stefndi byggir sýknukröfu sína á því í fyrsta lagi, að ekki sé heimild í lögum til að greiða barnalífeyri með börnum stefnanda, sem voru á framfæri hennar eftir umrætt slys. Í 29. gr. almannatryggingalaga nr. 117/1993 (sem sé sambærilegt ákvæði við 34. gr. almannatryggingalaga nr. 67/1971) sé fjallað um bætur vegna varanlegrar örorku af völdum bótaskylds slyss. Þar segi í 3. mgr., að sé örorka metin meiri en 50%, skuli, auk örorkulífeyris, greiða lífeyri vegna barna yngri en 18 ára, sem voru á framfæri bótaþega, þegar slys bar að höndum. Í 4. mgr. 29. gr. segi, að sé örorka vegna slyssins 75% eða meiri, skuli greiða fullar bætur, og gildi það bæði vegna barna, sem voru á framfæri bótaþega, þegar slys átti sér stað, sem og þeirra, sem hann framfæri síðar.
Stefnandi hafi verið metin til 60% varanlegrar örorku vegna vinnuslyssins og eigi því ákvæði 3. mgr. við í hennar tilviki. Hefði stefnandi átt börn, er hún slasaðist, hefði hún rétt á barnalífeyri með þeim börnum samkvæmt 4. mgr. 29. gr. Samkvæmt 3. mgr. 29. gr. sé hins vegar ekki heimilt að greiða barnalífeyri með börnum stefnanda, sem hún eignaðist, eftir að slysið átti sér stað.
Í lokamálslið 4. mgr. 29. gr. segi: "Sé orkutapið minna en 75% lækka bæturnar um 4% fyrir hvert 1% sem vantar á 75% örorku." Stefnandi telji, að ákvæðið eigi að túlka þannig, að það eigi við um tilvik hennar. Því sé algerlega mótmælt. Hér sé greinilega verið að fjalla um fjárhæð bótanna sem slíkra en ekki verið að rýmka ákvæðin. Ákvæðin taki mjög skilmerkilega fram til hverra þau taki. Slík túlkun væri í algerri andstöðu við ákvæði 3. mgr. 29. greinar. Lokamálsliður 4. mgr. sé í raun framhald á efnisatriðum 3. mgr. og eigi eingöngu við um þá, sem eigi rétt til bóta samkvæmt 3. mgr. Þetta sjáist, þegar forsaga ákvæðisins sé skoðuð. Ákvæði 3. og 4. mgr. 29. gr. laga nr. 117/1993 séu samhljóða 2. og 3. mgr. 34. gr. laga nr. 67/1971, eins og þeim hafi verið breytt með 1. gr. laga nr. 93/1982. Fyrir þá breytingu hafi umrædd ákvæði verið ein málsgrein, tveir málsliðir, og hafi fyrri málsliðurinn verið samhljóða núgildandi 3. mgr. 29. gr., en seinni málsliðurinn samhljóða núgildandi seinni málslið 4. mgr. 29. gr. Ekki sé ljóst, hvers vegna breytingarákvæðinu var skotið þarna inn á milli, eðlilegra hefði verið að skeyta því aftan við gildandi ákvæði. Þegar 3. og 4. mgr. 29. gr. séu lesnar saman, leiki þó enginn vafi á þýðingu lokamálsliðar 4. mgr. Af greinargerð með frumvarpi því, sem varð að lögum nr. 93/1982, sé einnig alveg ljóst, að tilgangur breytingarinnar hafi eingöngu verið sá að breyta réttarstöðu þeirra, sem metnir voru til 75% örorku eða meiri.
Við afgreiðslu mála hjá stefnda fái allir í sambærilegri aðstöðu sömu bætur, og sé því jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar og stjórnsýslulaga gætt í hvívetna. Eðli máls samkvæmt séu bætur almannatrygginga mjög mismunandi eftir eðli bótanna.
Þeirri órökstuddu fullyrðingu, að afgreiðsla málsins hafi byggzt á ómálefnalegum sjónarmiðum, sé alfarið vísað á bug. Allir umsækjendur í sömu stöðu hafi fengið, og muni fá, sams konar afgreiðslu, byggða á gildandi lögum, sem Tryggingastofnun beri að fara eftir.
Krafa stefnanda sé byggð á því, að sama eigi að gilda um barnalífeyrisgreiðslur samkvæmt lífeyristryggingum og slysatryggingum. Því sé alfarið mótmælt. Slysatrygging sé allt annað en lífeyristrygging. Slysatrygging almannatrygginga sé sérstök grunntrygging, sem veiti þeim, sem slasist, margvíslegar bætur vegna slyssins og sé mun víðtækari en lífeyristryggingar.
Vinnuslysatrygging almannatryggingalaga nái til slysa launþega við vinnu, að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Einnig verði atvikin að uppfylla þá skilgreiningu að teljast slys.
Slysatryggingar séu með elztu tryggingum almannatrygginga hér á landi og hafi ætíð haft sérstöðu. Um þær sé fjallað í sérstökum kafla í almannatryggingalögunum, og þær séu fjármagnaðar á annan hátt en sjúkra- og lífeyristryggingar. Slysatryggingar séu fjármagnaðar með tryggingagjaldi og iðgjöldum, sbr. 31. gr. almannatryggingalaga. Það gildi ekki sömu reglur um greiðslu bóta í slysatryggingum og lífeyristryggingum. Það eigi ekki eingöngu við um greiðslu barnalífeyris, heldur önnur skilyrði bóta almennt, persónulegt gildissvið, fjárhæð bóta og fjármögnun. Taka verði tillit til þess við samanburð á réttindum.
Nokkur dæmi megi nefna um mismunandi reglur. Samkvæmt lífeyristryggingum sé nauðsynlegt að hafa búið hér á landi í ákveðinn tíma til að öðlast rétt til bótanna, en slíkt sé ekki skilyrði í slysatryggingum. Allur sjúkrakostnaður vegna slyss, t.d. lækniskostnaður og sjúkraþjálfun, sé greiddur að fullu í slysatryggingum, en lífeyrisþegar þurfi að greiða ákveðið hlutfall af sjúkrakostnaði samkvæmt reglum sjúkratrygginga. Örorkulífeyrir og örorkubætur slysatryggingar greiðist óháð tekjum, en örorkulífeyrir lífeyristrygginga sé hins vegar tekjutengdur. Ekki sé um það að ræða, að greiddur sé örorkustyrkur úr slysatryggingum, heldur sé greiddur fullur lífeyrir, hlutfall af lífeyri eða eingreiðsla, sem svari til verðmætis lífeyris viðkomandi um tiltekið árabil.
Almannatryggingalög geri mun á því, hvort um sé að ræða örorku vegna slyss eða af öðrum orsökum. Slysatryggingar greiði örorkubætur fyrir örorku vegna slyss, sem sé metin a.m.k. 10% og svo hlutfallslega, þar til fullar bætur séu greiddar, þegar varanleg örorka sé metin 75% eða meiri. Skilyrði örorkubóta samkvæmt lífeyristryggingum séu m.a. þau, að umsækjandi verði metinn til a.m.k. 50% varanlegrar örorku. Sé örorka metin á bilinu 50-74% greiðist örorkustyrkur, en lífeyrir, sé örorkan metin 75% eða meiri. Ákvæði 12. gr. almannatryggingalaga sé grundvöllur mats á varanlegri örorku vegna lífeyristrygginga, en þegar metin sé varanleg örorka af völdum slyss, sem bótaskylt sé samkvæmt slysatryggingum, sé örorkan metin með öðrum hætti.
Örorka sú, sem metin sé samkvæmt slysatryggingakafla almannatryggingalaganna, sé hrein líkamleg örorka, þ.e. læknisfræðileg örorka. Ekki sé um að ræða fjárhagslega örorku. Við læknisfræðilegt mat sé stuðzt við örorkumatsskrár/töflur, þar sem ýmsar tegundir líkamsáverka séu metnar til ákveðins örorkustigs í hundraðshlutum, án tillits til starfs eða menntunar tjónþola og án þess að líta til þess, hver áhrif örorkan hafi á getu hans til öflunar vinnutekna. Örorkumat samkvæmt 12. gr. (lífeyristryggingar) sé byggt á öðrum ólíkum grunni, staðli, sem taki mið af afleiðingum sjúkdóma eða fötlunar, sbr. 12. gr. almannatryggingalaga og reglugerð um örorkumat nr. 379/1999.
Vekja megi sérstaka athygli á því, að stefnandi hafi fengið greiddar bætur úr hendi stefnda vegna umrædds vinnuslyss, sem séu langt umfram það, sem hún hefði fengið, ef örorka hennar væri vegna lífeyristrygginga. Megi nefna, að stefnandi hafi fengið greidda eingreiðslu, er hún var metin til 40% varanlegrar örorku, og hún hafi fengið greiddan sjúkrakostnað að fullu vegna slyssins.
Sýknukrafa stefnda sé einnig byggð á því, að um aðildarskort sé að ræða. Krafan varði breytingu á lögum, en stefndi sé stjórnvald, sem hafi ekki forræði á lagasetningu, heldur sé lagasetningarvaldið hjá Alþingi. Stefnda beri að sjálfsögðu að fara eftir settum lögum hverju sinni. Stefndi hafi enga heimild til að víkja frá settum lagaákvæðum við afgreiðslu umsókna, er stefndi hafi lögboðið hlutverk til að afgreiða, varðandi almannatryggingar.
Sýknukrafa stefnda sé einnig byggð á tómlæti stefnanda. Við kröfugerðina séu liðin 23 ár frá slysinu og 20 ár frá fæðingu fyrsta barns hennar, og hafi stefnandi því augljóslega engan veginn sótt mál sitt með eðlilegum hraða og hljóti stefnandi að bera hallann af því.
Sýknukrafan sé auk þess byggð á því, að bætur slysatrygginga almannatrygginga miðist við örorkustig tjónþola. Því geti stefnandi aldrei fengið fullan barnalífeyri, heldur eingöngu í hlutfalli við örorkustig sitt, sbr. 4. mgr. 29. gr. almannatryggingalaga.
Varakrafa:
Varakrafa stefnda sé sú, að stefnufjárhæðin verði lækkuð verulega. Krafan sé byggð á 4. mgr. 29. gr. almannatryggingalaga, þar sem segi, að lífeyrir greiðist í hlutfalli við örorku og greiðist því barnalífeyrir til samræmis við örorku bótaþegans, sem sé 60% í þessu tilviki. Stefnandi ætti því aldrei rétt til hærri bóta er 40% af fullum barnalífeyri, og þar sem orkutapið sé minna en 75% lækki bæturnar um 4% fyrir hvert 1%, sem vanti á 75% örorku, sbr. 4. mgr. 29. gr. almannatryggingalaga.
Upphafstíma kröfugerðar sé einnig mótmælt, því samkvæmt 2. mgr. 48. gr. almannatryggingalaga sé stefnda óheimilt að greiða bætur lengra aftur í tímann en tvö ár frá því að krafa hafi verið gerð, nú í ársbyrjun 2003. Upphafstími kröfunnar ætti því í fyrsta lagi að vera frá ársbyrjun 2001. Verði ekki fallizt á það, sé þess krafizt, að fallizt verði á að miða kröfutíma við úrskurð tryggingaráðs 27. september 1996, en þá hafi krafa um greiðslu barnalífeyris sannanlega verið komin fram.
Fari svo ólíklega, að fallizt verði á kröfu stefnanda, sé þess krafizt, að hliðsjón verði höfð af tekjum stefnanda og maka eftir atvikum, í samræmi við reglur lífeyristrygginga.
Kröfu um greiðslu dráttarvaxta sé sérstaklega mótmælt. Í fyrsta lagi vegna tómlætis stefnanda en auk þess, fari svo ólíklega, að dómurinn telji, að stefnandi eigi rétt á greiðslu barnalífeyris, sé mjög óeðlilegt, að stefndi verði látinn greiða dráttarvexti, eins og um vangreidda kröfu væri að ræða, þar sem stefndi hafi verið í góðri trú um, að framkvæmd hans væri í samræmi við gildandi lög og reglur.
Krafa um málskostnað sé byggð á 130. gr. laga nr. 91/1991.
Með vísan til alls framangreinds sé það krafa stefnda, að hann verði sýknaður af kröfu stefnanda, þar sem ekki sé heimild í almannatryggingalögum til að verða við henni, og til vara sé þess krafizt, að kröfugerðin verði lækkuð vegna viðmiðunar við örorku stefnanda, tómlætis kröfugerðar og fyrningar. Stuðzt sé aðallega við almannatryggingalög nr. 117/1993, sérstaklega 29. gr.
IV.
Forsendur og niðurstaða:
Með hliðsjón af dómi Hæstaréttar í málinu nr. 125/2000: Tryggingastofnun ríkisins gegn Öryrkjabandalaginu, er ekki fallizt á sýknukröfu stefnda, sem byggir á aðildarskorti, en telja verður, að aðild Tryggingastofnunar í því máli og sama aðila í því máli, sem hér er til umfjöllunar, byggi á hliðstæðum forsendum.
Stefnandi byggir kröfur sínar í fyrsta lagi á túlkun 4. mgr. 29. gr. l. nr. 117/1993, sem rýmki þann rétt, sem ákvæði 3. mgr. sömu greinar veiti örorkubótaþegum.
Lög um almannatryggingar taka samkvæmt 1. gr. þeirra til lífeyristrygginga, slysatrygginga og sjúkratrygginga. Gilda sérreglur um hvern þessara tryggingaflokka. Undir fyrsta flokkinn, lífeyristryggingar, heyra m.a. ellilífeyrir, örorkulífeyrir og örorkustyrkur. Samkvæmt b-lið 1. mgr. 12. gr. laganna njóta þeir örorkulífeyris, sem metnir eru til a.m.k. 75% örorku til langframa vegna læknisfræðilega viðurkenndra sjúkdóma eða fötlunar. Örorkustyrkur í flokki lífeyristrygginga er síðan veittur, ef örorka er metin 50-74% af sömu ástæðum og að framan greinir, sbr. 1. mgr. 13. gr. Kostnaður vegna lífeyristrygginga er greiddur úr ríkissjóði og m.a. fjármagnaður af tekjum ríkissjóðs af tryggingagjaldi, sbr. 1. mgr. 19. gr.
Í III. kafla laganna er fjallað um slysatryggingar, en undir þær falla þeir, sem slasast m.a. við vinnu, iðnnám og íþróttaiðkun. Bætur, sem undir þennan kafla falla eru sjúkrahjálp, dagpeningar, örorkubætur og dánarbætur, sbr. 26. gr. laganna. Útgjöld vegna þessa, sbr. 31. gr., eru fjármögnuð af tekjum ríkissjóðs af tryggingagjaldi og iðgjöldum skv. 3. mgr. 31. gr., en sérákvæði er um fjármögnun vegna íþróttaslysa.
Stefnandi hefur fengið greiðslur samkvæmt III. kafla laganna um slysatryggingar, og stendur ágreiningur, eins og fyrr er rakið, um bótarétt hennar samkvæmt 3. mgr., sbr. 4. mgr. 29. gr.
Þegar stefnandi slasaðist voru í gildi lög nr. 67/1971 um almannatryggingar. Í 34. gr. þeirra laga var fjallað um örorkulífeyri og barnalífeyri vegna slysa. 3. mgr. ákvæðisins er svohljóðandi:
“Nú er örorka metin meiri en 50%, og skal þá auk örorkulífeyris greiða lífeyri vegna maka og barna yngri en 16 ára, sem voru á framfæri bótaþega, þegar slysið bar að höndum eftir reglum 35. gr. b. og c. Ef örorkan er 75% eða meiri, skal greiða fullar bætur, en sé orkutapið minna, lækka bæturnar um 4% fyrir hvert 1% sem vantar á 75% örorku.”
Með lögum nr. 93/1982 um breytingu á framangreindum lögum var ákvæði þessu breytt á þann veg, að bætt var inn málslið um rétt til lífeyris vegna barna, sem ekki voru á framfæri bótaþega, þegar slys varð, en hann framfærir síðar. Er ákvæðið þannig breytt í 3. og 4. mgr. 29. gr. l. nr. 117/1993 og hljóðar svo:
“Nú er örorkan metin meiri en 50% og skal þá auk örorkulífeyris greiða lífeyri vegna maka og barna yngri en 18 ára, sem voru á framfæri bótaþega, þegar slysið bar að höndum eftir reglum b- og c- liða 1. mgr. 30. gr.
Ef örorkar er 75% eða meiri, skal greiða fullar bætur og gildir það bæði vegna barna sem voru á framfæri bótaþega þegar slys átti sér stað, svo og þeirra sem hann framfærir síðar. Sé orkutapið minna, lækka bæturnar um 4% fyrir hvert 1% sem vantar á 75% örorku.”
Tilgangur umræddrar breytingar samkvæmt greinargerð með lögunum er sá að bæta rétt bótaþega, sem metinn er 75% öryrki af völdum bótaskylds slyss og gera hann sem jafnastan rétti annarra örorkulífeyrisþega, sem fá greiddan barnalífeyri með öllum börnum á framfæri þeirra.
Hvorki af lagaákvæðinu sjálfu, né af greinargerð með lögunum verður ráðið, að ætlunin hafi verið að breytingin tæki til annarra öryrkja en þeirra, sem metnir eru með 75% örorku eða meira. Með breytingunni hefur 34. gr. eldri laganna verið klofin í tvær málsgreinar og málsliður sá, sem bætt var inn í látinn fylgja seinni málsgreininni. Hins vegar er óhjákvæmilegt að lesa saman 3. og 4. mgr. 29. gr., en í 3. mgr. er tekið af skarið með það, að 50-74% öryrkjar fái einungis barnalífeyri með börnum, sem voru á framfæri þeirra, þegar slys bar að höndum. Hafi ætlunin verið með seinni málslið 4. mgr. 29. gr., að láta bæturnar einnig taka til barna öryrkja með 50-74% örorku, sem hann framfærir síðar, verður 3. mgr. 29. gr. markleysa. Með þetta í huga og með hliðsjón af forsögu ákvæðisins þykir sýnt, að þarna er eingöngu verið að fjalla um fjárhæð bótanna, svo sem ákvæðið hefur verið túlkað af hálfu stefnda. Er því ekki fallizt á, að stefndi hafi ekki farið að lögum við afgreiðslu sína á umsókn stefnanda.
Stefnandi byggir einnig á því, að ákvæði almannatryggingalaga, sem tryggingaráð byggir úrskurð sinn frá 27. september 1996 á, brjóti gegn 65. og 76. gr. stjórnarskrárinnar og við þá afgreiðslu sé ekki gætt jafnræðis í lagalegu tilliti eða meðalhófs.
Svo sem að framan er rakið er bótaréttur þeirra, sem taka bætur samkvæmt kafla almannatryggingalaga um slysatryggingar, byggður á öðrum forsendum en bótaréttur þeirra, sem taka bætur samkvæmt kafla laganna um lífeyristryggingar, og jafnframt ljóst, að ekki eru öll slys bótaskyld, sbr. 24. gr. Þá er fjármögnun bóta ólík eftir eðli bótanna, svo sem fyrr er rakið. Þá er stuðzt við ólíka grunna varðandi mat á örorku eftir orsökum örorkunnar. Lögin tryggja hins vegar, að jafnræðis sé gætt varðandi bótarétt hinna ólíku hópa innan hvers hóps. Er því ekki fallizt á, að brotin hafi verið á stefnanda ákvæði 65. eða 76. gr. stjórnarskrárinnar.
Að öllu þessu athuguðu ber að sýkna stefnda af öllum kröfum stefnanda. Eftir atvikum þykir rétt, að málskostnaður falli niður. Gjafsóknarkostnaður stefnanda, kr. 450.000, greiðist úr ríkissjóði. Hefur þá ekki verið litið til virðisaukaskatts.
Sigríður Ólafsdóttir héraðsdómari kvað upp dóminn.
D Ó M S O R Ð :
Stefndi, Tryggingastofnun ríkisins, skal vera sýkn af öllum kröfum stefnanda, Ragnhildar L. Guðmundsdóttur, í máli þessu.
Málskostnaður fellur niður.
Gjafsóknarkostnaður stefnanda, kr. 450.000, greiðist úr ríkissjóði.