Hæstiréttur íslands

Mál nr. 355/2000


Lykilorð

  • Kærumál
  • Gæsluvarðhald. A. liður 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991


Mánudaginn 18

 

Mánudaginn 18. september 2000.

Nr. 355/2000.

Ríkislögreglustjóri

(Jón H. Snorrason saksóknari)

gegn

X

(Örn Clausen hrl.)

 

Kærumál. Gæsluvarðhald. A. liður 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991.

Úrskurður héraðsdóms um að X skyldi sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli a. liðs 103. gr. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála var staðfestur.

                                               

Dómur Hæstaréttar.

Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Gunnlaugur Claessen og Markús Sigurbjörnsson.

Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 15. september 2000, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum sama dag. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 14. september 2000, þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til mánudagsins 25. september nk. kl. 16. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Sóknaraðili krefst þess að gæsluvarðhaldi yfir varnaraðila verði markaður tími allt til fimmtudagsins 28. september 2000 kl. 16.

Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar.

Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur.

Dómsorð:

Hinn kærði úrskurður er staðfestur.

 

 

 

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 14. september 2000.

Ríkislögreglustjórinn hefur krafist þess að X, [...], verði á grundvelli a-liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19,1991, gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til 28. september nk. kl. 16.00.

[...]

Lögregla rannsakar nú meint brot kærðu gegn 248. eða 253. gr. almennra hegningarlaga.  Kærða hefur þegar viðurkennt að hafa tekið við rúmlega 28 milljónum króna úr hendi sex roskinna karlmanna sem hún hefur lítil önnur tengsl við.  Ljóst þykir að nauðsynlegt er að yfirheyra þessa karlmenn nánar um meint brot, kanna tengsl barna kærðu við sakarefnið og hvað varð af umræddum fjármunum.  Rann­sóknargögn benda sterklega til að kærða kunni að hafa áhrif á vitni og mögulega samseka ef hún heldur frelsi sínu meðan rannsókn málsins er á þessu stigi. Með vísan til framangreinds og rannsóknargagna málsins er fallist á að skilyrðum um gæslu­varðhald kærðu samkvæmt a - lið 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19,1991 sé fullnægt.  Ekki eru þó efni til að marka gæsluvarðhaldskröfunni jafn langan tíma og krafist er.  Krafa Ríkislögreglustjóra um að kærða sæti gæsluvarðhaldi verður því tekin til greina, en þó þykja ekki rök til að marka gæsluvarðhaldinu lengri tíma en til mánudagsins 25. september nk. kl. 16.00.

Sigurður T. Magnússon héraðsdómari kvað upp úrskurðinn.

ÚRSKURÐARORÐ :

Kærða, X, [...], sæti gæsluvarðhaldi allt til mánudagsins 25. september nk. kl. 16.00.