Hæstiréttur íslands

Mál nr. 247/2000


Lykilorð

  • Kærumál
  • Gæsluvarðhald. 2. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991


Föstudaginn 23

 

Föstudaginn 23. júní 2000.

Nr. 247/2000.

Ákæruvaldið

(Kolbrún Sævarsdóttir settur saksóknari)

gegn

Guðmundi Inga Þóroddssyni

(Hallvarður Einvarðsson hrl.)

                                              

Kærumál. Gæsluvarðhald. 2. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991.

Úrskurður héraðsdóms um að G skyldi sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli 2. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála var staðfestur, en G var grunaður um stórfellt brot gegn lögum um ávana- og fíkniefni.

 

Dómur Hæstaréttar.

Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson, Arnljótur Björnsson og Gunnlaugur Claessen.

Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 21. júní 2000, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 22. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 21. júní 2000, þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til miðvikudagsins 12. júlí nk. kl. 16. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi.

Sóknaraðili krefst þess að úrskurður héraðsdómara verði staðfestur.

Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur.

Dómsorð:

Hinn kærði úrskurður er staðfestur.

 

 

 

Úrskurður héraðsdóms Reykjavíkur miðvikudaginn 21. júní 2000.

 

Ár 2000, þriðjudaginn 21. júní, er á dómþingi Héraðsdóms Reykjavíkur af Sigríði Ólafsdóttur héraðsdómara kveðinn upp úrskurður þessi.

Ríkissaksóknari hefur gert þá kröfu að Guðmundi Inga Þóroddssyni verði gert að sæta áfram gæsluvarð­haldi þar til dómur fellur í máli hans, þó eigi lengur en til miðviku­dagsins 12. júlí í nk., kl. 16.00.

[...]

Samkvæmt því sem nú hefur verið rakið er fallist á það með ríkissaksóknara að sterkur grunur sé um að ákærði hafi framið afbrot er geti varðað hann allt að 10 ára fangelsi sbr. tilvitnaða grein almennra hegningarlaga og að brotið sé þess eðlis að gæsluvarðhald sé nauðsynlegt með tilliti til almannahagsmuna. Sakamálið á hendur ákærða var dómtekið föstudaginn 16. júní sl. og má vænta dóms innan fjögurra vikna frá þeim tíma.  Skilyrðum 2. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála er fullnægt og verður fallist á kröfu ríkissaksóknara og kærði úrskurðaður til að sæta gæsluvarðhaldi þar til dómur fellur í máli hans, þó eigi lengur en til miðvikudagsins 12. júlí nk. kl. 16:00.

Úrskurðarorð:

Ákærða, Guðmundi Inga Þóroddssyni, [...], nú gæslufanga á Litla Hrauni, er gert að sæta áfram gæsluvarðhaldi þar til dómur fellur í máli hans, þó eigi lengur en til miðvikudagsins 12. júlí nk. kl. 16:00.