Hæstiréttur íslands

Mál nr. 312/2016

Viðarsúla ehf. (Karl Georg Sigurbjörnsson hrl.)
gegn
Kjartani H. Bragasyni (Ólafur Örn Svansson hrl.)

Lykilorð

  • Laun
  • Tómlæti
  • Vanreifun
  • Frávísun frá héraðsdómi að hluta

Reifun

K höfðaði mál gegn V ehf. til greiðslu meintra vangreiddra launa en K var sagt upp störfum hjá V ehf. í janúar 2015. Meginágreiningur málsins snérist um hvort laun K hefðu átt að fylgja kjarasamningsbundnum hækkunum. Þá var ágreiningur um ætlað ógreitt orlof og frádrátt frá launum K sem tilgreint hafði verið á launaseðlum sem fyrirfram greitt. Í dómi Hæstaréttar kom fram að óháð því hvort K hefði átt rétt til fyrrnefndra hækkana yrði ekki fram hjá því horft að með tómlæti sínu þau fjögur ár sem hefðu liðið frá fyrstu samningsbundnu launahækkuninni og þar til hann hætti störfum hjá V ehf. og setti fram kröfu sína hefðu hann fyrirgert rétti sínum til ætlaðra vangoldinna launa. Hins vegar var talið að gegn andmælum K væri ósannað að frádráttur af launum hefðu verið vegna fyrirframgreiddra launa og V ehf. gert að greiða K þá fjárhæð. Þá var kröfu um vangreitt orlof vísað frá héraðsdómi vegna vanreifunar.

Dómur Hæstaréttar.

Mál þetta dæma Helgi I. Jónsson hæstaréttardómari og Davíð Þór Björgvinsson og Ingveldur Einarsdóttir settir hæstaréttardómarar.

Áfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 25. apríl 2016. Hann krefst sýknu af kröfum stefnda. Þá krefst hann málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti.

Stefndi krefst staðfestingar héraðsdóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti.

I

Stefndi höfðaði 16. mars 2012 mál á hendur áfrýjanda til greiðslu á 1.873.645 krónum vegna ætlaðra vangreiddra launa áfrýjanda frá 30. júní 2011 til 28. febrúar 2015 og til viðurkenningar á rétti sínum til sex mánaða uppsagnarfrests, en stefnda var sagt upp störfum 30. janúar 2015. Í málinu var einnig uppi ágreiningur um hvort áfrýjanda hafi verið heimilt að draga frá launum skuld  stefnda vegna bátakaupa að fjárhæð 207.000 krónur. Þá höfðaði stefndi 13. maí 2015 mál á hendur áfrýjanda vegna vangreiddra launa í uppsagnarfresti fyrir mars og apríl 2015 að fjárhæð 1.578.068 krónur, en við greiðslu launa fyrir þá mánuði hafði áfrýjandi dregið frá tilgreindar fjárhæðir sem nefndar voru í launaseðlum undir liðnum ,,fyrirfram greitt.“ Málin voru sameinuð og með breyttri kröfugerð stefnda var höfuðstóll kröfu hans tilgreindur 3.451.713 krónur og fallið frá kröfu um að stefndi ætti rétt til uppsagnarfrests eftir 30. apríl 2015. Þá var í kröfugerðinni tekið tillit til skuldar stefnda að fjárhæð 207.000 krónur.

II

Í skjali 29. mars 2010, sem bar yfirskriftina samningspunktar milli Viðarsúlu og KB umbúða sagði að ,,Viðarsúla ehf. … hér eftir nefnt kaupandi, og KB umbúðir ehf., ... hér eftir nefnt seljandi gerum í dag með okkur svohljóðandi samning um kaup og sölu á KB umbúða ehf. Viðarsúla kaupir allan rekstur KB. Umbúða, þ.e. KB umbúðir ehf. verði að fullu í eigu Viðarsúlu ehf. “ Þá voru þar raktar forsendar kaupanna, meðal annars sagði í 3. gr. þess að stefndi yrði starfsmaður Viðarsúlu/KB umbúða eftir undirritun kaupsamnings og að gerður yrði ráðningarsamningur við hann. Undir skjalið rituðu fyrir hönd Viðarsúlu ehf. Sigurður L. Sævarsson og fyrir hönd KB umbúða ehf. ritaði stefndi, sem var eigandi síðarnefnda félagsins og hafði verið eini starfsmaður þess.

Stefndi fékk í fyrsta sinn greidd laun hjá áfrýjanda 30. apríl 2010 að fjárhæð 450.000 krónur, en ekki var gerður skriflegur ráðningarsamningur við hann. Ágreiningslaust er að af launum stefnda voru greidd iðgjöld til Verslunarmannafélags Reykjavíkur. Laun stefnda fylgdu ekki kjarasamningsbundnum hækkunum samkvæmt kjarasamningi Verslunarmannafélags Reykjavíkur og Samtaka atvinnulífsins og allt frá því að stefndi varð starfsmaður áfrýjanda fékk hann greiddar 450.000 krónur í mánaðarlaun þar til 28. febrúar 2013 er þau hækkuðu um 14.600 krónur og síðan aftur 31. janúar 2013 um 13.000 krónur. Þann tíma sem stefndi vann hjá áfrýjanda voru laun hans mun hærri en lágmarkslaun samkvæmt kjarasamningi Verslunarmannafélags Reykjavíkur og Samtaka atvinnulífsins. Þegar stefnda var sagt upp starfi sínu 30. janúar 2015 voru laun hans 477.600 krónur og setti hann fram kröfu um vangoldin laun með bréfi til áfrýjanda 12. febrúar sama ár.

Meginágreiningur málsins snýst um hvort laun stefnda hafi átt að fylgja kjarasamningsbundnum hækkunum. Þá er ágreiningur um ætlað ógreitt orlof á þær hækkanir vegna áranna 2014 og 2015 og frádrátt sem áfrýjandi tiltók í launaseðlum til stefnda vegna mars og apríl 2015. Þá er ágreiningur um hvort stefndi hafi sýnt svo mikið tómlæti við heimtu krafna sinna að hann hafi fyrirgert rétti sínum til ætlaðra vangoldinna launa.

Við flutning málsins fyrir Hæstarétti var því lýst yfir af hálfu áfrýjanda að hann hafi verið kaupandi að KB umbúðum ehf. og að við það hafi réttindi og skyldur KB umbúða ehf. samkvæmt ráðningarsambandi stefnda við félagið færst yfir til áfrýjanda.

III

Eins og að framan er rakið var ekki gerður skriflegur ráðningarsamningur við stefnda, en mánaðarlaun hans voru sem fyrr greinir 450.000 krónur er hann hóf störf hjá áfrýjanda og hækkuðu þau ekki í samræmi við kjarasamning milli Verslunarmannafélags Reykjavíkur og Samtaka atvinnulífsins. Þegar ráðningarsambandi stefnda var slitið í janúar 2015 höfðu laun hans hækkað í 477.600 krónur. Eins og rakið er í stefnu til héraðsdóms heldur stefndi því fram að laun hans hafi fyrst átt að hækka samkvæmt kjarasamningi 1. júní 2011, næst 1. febrúar 2012, þá 1. febrúar 2013 og síðast 1. janúar 2014. Af gögnum málsins verður ekki ráðið að stefndi hafi nokkru sinni á þeim hartnær fimm árum sem hann starfaði hjá áfrýjanda gert athugasemdir við áfrýjanda um að launin væru ekki í samræmi við kjarasamning eða að þær hækkanir sem urðu á launum hans hafi ekki verið í samræmi við kjarasamningsbundnar hækkanir. Það var fyrst eftir starfslok stefnda hjá áfrýjanda að hann setti fram kröfu um að fá mismuninn greiddan. Óháð því hvort stefndi hafi átt rétt til slíkra hækkana verður ekki fram hjá því horft að með tómlæti sínu þau fjögur ár sem liðu frá fyrstu samningsbundnu launahækkuninni og þar til hann hætti störfum hjá áfrýjanda og setti fram kröfu sína hefur hann fyrirgert rétti sínum til ætlaðra vangoldinna launa.

IV

Í máli því sem stefndi höfðaði 13. maí 2015 krafðist hann frekari launa í uppsagnarfresti fyrir mars og apríl 2015 og gerði þá grein fyrir kröfunni að laun fyrir mars hafi samkvæmt kjarasamningi átt að nema 515.361 krónu, en áfrýjandi hafi einungis greitt sér 48.412 krónur. Mismunur næmi því 466.949 krónum. Einnig hafi laun fyrir apríl átt að nema 515.361 krónu  en áfrýjandi hafi aðeins greitt sér 200.939 krónur. Mismunur næmi því 314.422 krónum. Samtala þessara tveggja fjárhæða væri 781.371 króna. Meðal gagna málsins eru launaseðlar vegna tveggja fyrrgreindra mánaða. Samkvæmt þeim hefur áfrýjandi dregið af reiknuðum launum greiðslur til stéttarfélags og lífeyrissjóðs og staðgreiðslu skatta, en einnig það sem nefnt er á launaseðlunum ,,fyrirfram greitt“, samtals að fjárhæð 649.449 krónur. Mun sú fjárhæð vera sá frádráttur sem stefndi telur að áfrýjanda hafi verið óheimilt að beita.

Af gögnum málsins verður ráðið að frádráttarliður þessi er annars vegar vegna eldsneytisúttekta stefnda að fjárhæð 224.449 krónur og hins vegar þeirra launa sem áfrýjandi telur sig hafa greitt stefnda fyrirfram með innborgunum á reikning hans, 5. mars 2012, 70.000 krónur, 30. nóvember sama ár, 83.000 krónur, 25. janúar 2013, 200.000 krónur og 3. mars 2014, 72.000 krónur. Gegn andmælum stefnda er ósannað af hálfu áfrýjanda að framangreindar innborganir á reikning hans hafi verið vegna fyrirframgreiddra launa. Þá hefur áfrýjandi ekki sýnt fram á að svo hafi um samist milli aðila að stefnda hafi borið að endurgreiða áfrýjanda kostnað vegna eldsneytis. Samkvæmt framangreindu er fallist á kröfu stefnda um greiðslu á þeirri fjárhæð sem áfrýjandi dró ranglega frá launum stefnda, samtals 649.449 krónur. Verður áfrýjandi dæmdur til að greiða stefnda þá fjárhæð með dráttarvöxtum eins og nánar greinir í dómsorði.

V

Þá hefur stefndi uppi kröfu vegna ætlaðs ógreidds orlofs fyrir árin 2014 og 2015 sem hann kveður samtals vera 33,5 daga og nema 796.697 krónum. Af hálfu áfrýjanda hefur því verið haldið fram að stefndi hafi einungis átt inni við starfslok 17 daga vegna orlofs sem hann hafi fengið greidda samkvæmt launaseðli fyrir apríl 2015. Samkvæmt þeim launaseðli voru stefnda greiddar 374.702 krónur í orlof, en þá fjárhæð hefur stefndi þó ekki dregið frá kröfu sinni um 33,5 ógreidda orlofsdaga. Gögn málsins eru óglögg um hvort stefndi hafi átt rétt til frekari orlofslauna auk þess sem reifun málsins að þessu leyti er ábótavant af hálfu beggja aðila. Samkvæmt þessu er óhjákvæmilegt að vísa sjálfkrafa frá héraðsdómi kröfu stefnda um vangreitt orlof.

Eftir þessum úrslitum verður málskostnaður felldur niður á báðum dómstigum.

Dómsorð:

Áfrýjandi, Viðarsúla ehf., greiði stefnda, Kjartani Bragasyni, 649.449 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu  frá 13. maí 2015 til greiðsludags.

Kröfu stefnda um ógreitt orlof er vísað frá héraðsdómi.

Málskostnaður í héraði og fyrir Hæstarétti fellur niður.

                                                                        

 

 

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 11. febrúar 2016.

 

Mál þetta, sem dómtekið var 14. janúar sl., var höfðað fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur með stefnu þingfestri 17. mars 2015 af Kjartani Bragasyni, Barrholti 33, 270 Mosfellsbæ, á hendur Viðarsúlu ehf., Suðurmýri 4, 170 Seltjarnarnesi. Með stefnu þingfestri 19. maí 2015 höfðaði stefnandi annað mál á hendur stefnda sem varðaði sömu lögskipti aðila sem hlaut nr. E-1671/2015 og var það mál sameinað fyrra málinu.

I.

        Stefnandi krefst þess að stefnda verði gert að greiða honum 3.451.713 kr. með dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu af 21.619 kr. frá 30. júní 2011 til 31. júlí 2011 en af 43.238 kr. frá þeim degi til 31. ágúst 2011 en af 64.857 kr. frá þeim degi til 30. september 2011 en af 86.476 kr. frá þeim degi til 31. október 2011 en af 108.095 kr. frá þeim degi til 30. nóvember 2011 en af 129.713 kr. frá þeim degi til 31. desember 2011 en af 151.332 kr. frá þeim degi til 31. janúar 2012 en af 172.951 kr. frá þeim degi til 28. febrúar 2012 en af 213.131 kr. frá þeim degi til 31. mars 2012 en af 253.309 kr. frá þeim degi til 30. apríl 2012 en af 293.488 kr. frá þeim degi til 31. maí 2012 en af 333.667 kr. frá þeim degi til 30. júní 2012 en af 373.846 kr. frá þeim degi til 31. júlí 2012 en af 414.025 kr. frá þeim degi til 31. ágúst 2012 en af 454.204 kr. frá þeim degi til 30. september 2012 en af 494.383 kr. frá þeim degi til 31. október 2012 en af 534.562 kr. frá þeim degi til 30. nóvember 2012 en af 574.741 kr. frá þeim degi til 31. desember 2012 en af 614.920 kr. frá þeim degi til 31. janúar 2013 en af 665.099 kr. frá þeim degi til 28. febrúar 2013 en af 696.612 kr. frá þeim degi til 31. mars 2013 en af 738.125 kr. frá þeim degi til 30. apríl 2013 en af 779.638 kr. frá þeim degi til 31. maí 2013 en af 821.150 kr. frá þeim degi til 30. júní 2013 en af 862.663 kr. frá þeim degi til 31. júlí 2013 en af 904.176 kr. frá þeim degi til 31. ágúst 2013 en af 945.689 kr. frá þeim degi til 30. september 2013 en af 987.202 kr. frá þeim degi til 31. október 2013 en af 1.028.714 kr. frá þeim degi til 30. nóvember 2013 en af 1.070.224 kr. frá þeim degi til 31. desember 2013 en af 1.111.740 kr. frá þeim degi til 31. janúar 2014 en af 1.154.425 kr. frá þeim degi til 28. febrúar 2014 en af 1.197.110 kr. frá þeim degi til 31. mars 2014 en af 1.239.795 kr. frá þeim degi til 30. apríl 2014 en af 1.282.480 kr. frá þeim degi til 31. maí 2014 en af 1.325.165 kr. frá þeim degi til 30. júní 2014 en af 1.367.850 kr. frá þeim degi til 31. júlí 2014 en af 1.410.535 kr. frá þeim degi til 31. ágúst 2014 en af 1.453.220 kr. frá þeim degi til 30. september 2014 en af 1.495.905 kr. frá þeim degi til 31. október 2014 en af 1.538.590 kr. frá þeim degi til 30. nóvember 2014 en af 1.581.274 kr. frá þeim degi til 31. desember 2014 en af 1.623.960 kr. frá þeim degi til 31. janúar 2015 en af 1.666.646 kr. frá þeim degi til 28. febrúar 2015 en af 1.873.645 kr. frá þeim degi til 31. mars 2015 en af 2.340.594 kr. frá þeim degi til 30. apríl 2015 en af 3.451.713 kr. frá þeim degi til greiðsludags, allt að frádregnum 207.000 kr. miðað við 22. júlí 2014.

        Þá krefst stefnandi þess að stefndi verði dæmdur til að greiða honum málskostnað samkvæmt mati dómsins.

        Stefnandi lagði við aðalmeðferð þann 14. janúar sl. fram breytta kröfugerð og í henni er tekið tillit til þess að tvö mál sem stefnandi hafði höfðað á hendur stefnda hafa verið sameinuð og verður því til nýr höfuðstóll 3.451.713 kr. (1.873.645 kr.+ 1.578.068 kr.). Þá er fallið frá kröfu um að viðurkennt verði að stefnandi eigi rétt til sex mánaða uppsagnarfrests sem ræðst af því að stefnandi var ráðinn til starfa á nýjum vinnustað í apríl 2015 og því ekki lengur ástæða til að hafa uppi kröfu um laun í uppsagnarfresti umfram þá mánuði sem tilgreindir eru í fjárkröfu stefnanda, þ.e. eftir 30. apríl 2015. Þá er í niðurlagi hinnar breyttu kröfugerðar tekið tillit til skuldar stefnanda að fjárhæð 207.000 kr. sem rekja má til bátakaupa hinn 22. júlí 2014.

II.

Málsatvik

        Stefnandi starfaði hjá stefnda frá því um mánaðamót mars-apríl 2010. Hann hafði áður starfað hjá KB umbúðum ehf., en þegar félagið var selt varð stefnandi starfsmaður stefnda. Samkvæmt 3. gr. samningsins varð stefnandi starfsmaður stefnda við söluna. Í dómskjali sem liggur fyrir í málinu og ber heitið „Samningspunktar milli Viðarsúlu og KB umbúða“, sem undirritað er af stefnanda og Sigurði Lennart Sævarssyni, framkvæmdastjóra stefnda, kemur fram að þegar rekstur KB umbúða ehf. verði yfirtekinn þann 1. apríl 2010 verði stefnandi starfsmaður stefnda, gerður verði ráðningarsamningur við hann og hann fái jafnframt 1.500.000 kr. árlega í hlutafé. Hann þurfi að lágmarki að vinna í þrjú ár til að ávinna sér þennan rétt og þessi réttur geti gilt í fimm ár að hámarki. Þessi hlutur verði metinn sem hlutfall af markaðsvirði stefnanda eftir 36, 48 og 60 mánuði. Ekki var gerður skriflegur ráðningarsamningur milli stefnanda og stefnda. Þegar stefnandi hóf störf hjá stefnda fékk hann 450.000 kr. í laun á mánuði fram til 28. febrúar 2013, en þá hækkuðu þau um 14.600 kr. eða í 464.600 kr. og hækkuðu síðan aftur 31. janúar 2014 um 13.000 kr. eða í 477.600 kr. Laun stefnanda tóku ekki breytingum eftir það. Stefnanda var sagt upp störfum 30. janúar 2015.

        Meðan á uppsagnarfresti stóð dró stefndi af launum stefnanda skuld hans við stefnda að fjárhæð 207.000 kr. sem var tilkominn vegna kaupa stefnanda á bát. Þá dró stefndi af launum stefnanda fyrir mars 2015 83.000 kr. sem hann kvað  fyrirframgreiðslu til stefnanda og 200.000 kr. þann 25. janúar 2013, eða samtals 283.000 kr.

        Þá dró stefndi af launum stefnanda fyrir apríl 2015 ætlaða fyrirframgreiðslu launa frá 5. mars 2012, 70.000 kr., og vegna meintrar fyrirframgreiðslu frá 3. mars 2014 72.000 kr. Þá dró stefndi einnig af launum í apríl 2015 224.499 kr. vegna notkunar dælulykils skv. yfirliti yfir notkun hans frá 29. júlí 2014.       

        Með bréfi, dags. 12. febrúar 2015, krafði lögmaður stefnanda stefnda um 1.474.386 kr. vegna vangreiddra launa þar sem laun hefðu ekki tekið breytingum í samræmi við lögbundnar hækkanir auk þess sem vangreitt orlof af þeirri fjárhæð væri 192.259 kr. Krafan var samtals að fjárhæð 1.666.645 kr. að frádreginni skuld stefnanda við stefnda, 207.000 kr., eða 1.459.645 kr. Þá kvað lögmaður stefnanda hann eiga óuppgert orlof vegna fyrri orlofsára en orlof reiknist sem 30 dagar eða 13,04%. Þá krafðist hann afhendingar hlutafjár í samræmi við samning, 1.500.000 kr. árlega, þar sem stefnandi hefði unnið í a.m.k. þrjú ár.

        Með bréfi lögmanns stefnda, dags. 4. mars 2015, var kröfum stefnanda hafnað. Stefnandi höfðaði síðan mál til innheimtu krafna eins og rakið hefur verið.

III.

Helstu málsástæður og lagarök stefnanda

        Stefnandi vísar til þess að hann hafi starfað hjá stefnda eftir sölu á KB umbúðum ehf. og fengið greidd laun í fyrsta sinn þann 30. apríl 2010 en mánaðarlaun hafi verið 450.000 kr. Samkvæmt 3. gr. samningsins frá 20. mars 2010 hafi stefnda borið að gera skriflegan ráðningarsamning við stefnanda en þá skyldu hafi hann vanrækt og verði því að bera hallann af allri óvissu sem af því geti hlotist. Þó liggi fyrir að af launum stefnanda voru greidd iðgjöld til VR og leggja verði til grundvallar að um ráðningarsamband aðila fari eftir kjarasamningi VR og Samtaka atvinnulífsins.

        Þrátt fyrir þetta hafa laun stefnanda ekki tekið kjarasamningsbundnum hækkunum en samkvæmt kjarasamningum SA og VR hefðu laun stefnanda átt að hækka samkvæmt kjarasamningum um 4,25% eða 19.125 kr. þann 1. júní 2011, um 3,5% eða 16.419 kr. þann 1. febrúar 2012, um 3,25% eða 15.780 kr. þann 1. febrúar 2013 og um 2,8% eða 14.037 kr. þann 1. febrúar 2014.

        Laun stefnanda hafi ekki hækkað í samræmi við fyrrgreindar kjarasamningsbundnar hækkanir. Stefnandi hafi fengið greiddar 450.000 kr. á mánuði frá því starf hans fluttist til stefnda í apríl 2010 allt til 28. febrúar 2013 þegar þau hækkuðu um 14.600 kr. eða í 464.600 kr. Launin hafi síðan hækkað þann 31. janúar 2014 um 13.000 kr. eða í 477.600 kr. Þann 30. janúar 2015 hafi stefnanda verið sagt upp störfum hjá stefnda og þá hafi hann hafið sex mánaða uppsagnarfrest. Meðan á uppsagnarfresti stóð hafi stefndi dregið frá launum stefnanda skuld hans við stefnda að fjárhæð 207.000 kr., en umrædd skuld sé tilkomin vegna kaupa stefnanda á bát.

        Samkvæmt lögum um réttarstöðu starfsmanna við aðilaskipti að fyrirtækjum nr. 72/2002, sem og svokallaðri aðilaskiptatilskipun, sem innleidd var með lögunum, færast öll réttindi yfir við aðilaskiptin, þ.m.t. uppsagnarfrestur og orlofsréttur. Rétt sé að taka fram að með aðilaskiptum er átt við að nýr vinnuveitandi tekur yfir rekstur fyrirtækisins í stað þess fyrri, hvort sem það er á grundvelli framsals, samruna eða með öðrum hætti. Af 2. gr. laganna er ljóst að stefndi varð slíkur framsalshafi gagnvart stefnanda, þ.e. lögpersóna sem við aðilaskipti verður vinnuveitandi starfsmanns fyrirtækis.       

        Stefnandi byggir á því að stefndi hafi vangreitt honum laun og orlof á launin, auk þess sem honum hafi verið óheimilt að skuldajafna skuld vegna bátakaupa við laun stefnanda án samþykkis stefnanda sem launþega. Þá byggði stefnandi á því að hann ætti sex mánaða uppsagnarfrest hjá stefnda, en hefur fallið frá þeirri kröfu.

        Stefnandi kveður óumdeilt að laun hans hafi ekki tekið kjarasamningsbundnum hækkunum. Enn fremur liggi fyrir að stefnandi hafi ekki samið um hærri launahækkanir en kjarasamningar geri ráð fyrir enda hafa laun hans hækkað minna en kjarasamningar gera ráð fyrir á tímabilinu.

        Samkvæmt 1. gr. laga um starfskjör launafólks og skyldutryggingu lífeyrisréttinda nr. 55/1980 eru laun og önnur starfskjör, sem aðildarsamtök vinnumarkaðarins semja um, lágmarkskjör og samningar einstakra launamanna og atvinnurekanda um lakari kjör en hinir almennu kjarasamningar ákveða ógildir. Þeir kjarasamningar VR og SA, sem eigi við um laun stefnanda vegna iðgjaldagreiðslna hans til VR, geri ráð fyrir áðurgreindum launahækkunum. Þannig sé ljóst að ekki hafi verið heimilt að greiða stefnanda lakari laun en sem tækju mið af þeim hækkunum sem kjarasamningar mæltu fyrir um.

        Stefndi hafi byggt á því að þar sem laun stefnanda hafi verið hærri en lágmarkslaun hafi ekki verið skylt að hækka þau í samræmi við kjarasamningshækkanir. Þessu mótmælir stefnandi enda eigi þetta ekki stoð í kjarasamningi. Í fyrsta lagi komi fram í samningnum að „laun“ hækki en ekki að „lágmarkslaun“ hækki. Í öðru lagi sé beinlínis gert ráð fyrir því að laun hækki mismikið eftir fjárhæð þeirra og þannig komi fram í ákvæði 1.2.1 í núgildandi kjarasamningi að laun hækki þann 1. janúar 2014 um 2,8% „Þó að lágmarki kr. 8.000 á mánuði fyrir dagvinnu miðað við fullt starf. Launataxtar sem eru lægri en 230.000 – kr. hækka sérstaklega um 1.750- kr.“. Framangreint ákvæði verði ekki skilið á annan veg en að öll laun hækki, ekki eingöngu lágmarkslaun og það sé í samræmi við viðtekna venju á íslenskum vinnumarkaði. Stefndi hafi þannig brotið gegn kjarasamningsbundnum réttindum stefnanda.

        Krafa stefnanda er um mismun launa sem hann hafði og þeirra sem hann hefði átt að hafa auk orlofs á þessi vangreiddu laun. Sundurliðast krafa stefnanda þannig:

Dags.

Laun skv.   kjarasamn.

Raunlaun

Mismunur

orlof 13,04%

Uppsafnað

30.4.2010

450.000 kr.

450.000 kr.

0 kr.

0 kr.

0 kr.

31.5.2010

450.000 kr.

450.000 kr.

0 kr.

0 kr.

0 kr.

30.6.2010

450.000 kr.

450.000 kr.

0 kr.

0 kr.

0 kr.

31.7.2010

450.000 kr.

450.000 kr.

0 kr.

0 kr.

0 kr.

31.8.2010

450.000 kr.

450.000 kr.

0 kr.

0 kr.

0 kr.

30.9.2010

450.000 kr.

450.000 kr.

0 kr.

0 kr.

0 kr.

31.10.2010

450.000 kr.

450.000 kr.

0 kr.

0 kr.

0 kr.

30.11.2010

450.000 kr.

450.000 kr.

0 kr.

0 kr.

0 kr.

31.12.2010

450.000 kr.

450.000 kr.

0 kr.

0 kr.

0 kr.

31.1.2011

450.000 kr.

450.000 kr.

0 kr.

0 kr.

0 kr.

28.2.2011

450.000 kr.

450.000 kr.

0 kr.

0 kr.

0 kr.

31.3.2011

450.000 kr.

450.000 kr.

0 kr.

0 kr.

0 kr.

30.4.2011

450.000 kr.

450.000 kr.

0 kr.

0 kr.

0 kr.

31.5.2011

450.000 kr.

450.000 kr.

0 kr.

0 kr.

0 kr.

30.6.2011

469.125 kr.

450.000 kr.

19.125 kr.

2.494 kr.

21.619 kr.

31.7.2011

469.125 kr.

450.000 kr.

19.125 kr.

2.494 kr.

43.238 kr.

31.8.2011

469.125 kr.

450.000 kr.

19.125 kr.

2.494 kr.

64.857 kr.

30.9.2011

469.125 kr.

450.000 kr.

19.125 kr.

2.494 kr.

86.476 kr.

31.10.2011

469.125 kr.

450.000 kr.

19.125 kr.

2.494 kr.

108.095 kr.

30.11.2011

469.125 kr.

450.000 kr.

19.125 kr.

2.494 kr.

129.713 kr.

31.12.2011

469.125 kr.

450.000 kr.

19.125 kr.

2.494 kr.

151.332 kr.

31.1.2012

469.125 kr.

450.000 kr.

19.125 kr.

2.494 kr.

172.951 kr.

28.2.2012

485.544 kr.

450.000 kr.

35.544 kr.

4.635 kr.

213.131 kr.

31.3.2012

485.544 kr.

450.000 kr.

35.544 kr.

4.635 kr.

253.309 kr.

30.4.2012

485.544 kr.

450.000 kr.

35.544 kr.

4.635 kr.

293.488 kr.

31.5.2012

485.544 kr.

450.000 kr.

35.544 kr.

4.635 kr.

333.667 kr.

30.6.2012

485.544 kr.

450.000 kr.

35.544 kr.

4.635 kr.

373.846 kr.

31.7.2012

485.544 kr.

450.000 kr.

35.544 kr.

4.635 kr.

414.025 kr.

31.8.2012

485.544 kr.

450.000 kr.

35.544 kr.

4.635 kr.

454.204 kr.

30.9.2012

485.544 kr.

450.000 kr.

35.544 kr.

4.635 kr.

494.383 kr.

31.10.2012

485.544 kr.

450.000 kr.

35.544 kr.

4.635 kr.

534.562 kr.

30.11.2012

485.544 kr.

450.000 kr.

35.544 kr.

4.635 kr.

574.741 kr.

31.12.2012

485.544 kr.

450.000 kr.

35.544 kr.

4.635 kr.

614.920 kr.

31.1.2013

485.544 kr.

450.000 kr.

35.544 kr.

4.635 kr.

655.099 kr.

28.2.2013

501.324 kr.

464.600 kr.

36.724 kr.

4.789 kr.

696.612 kr.

31.3.2013

501.324 kr.

464.600 kr.

36.724 kr.

4.789 kr.

738.125 kr.

30.4.2013

501.324 kr.

464.600 kr.

36.724 kr.

4.789 kr.

779.638 kr.

31.5.2013

501.324 kr.

464.600 kr.

36.724 kr.

4.789 kr.

821.150 kr.

30.6.2013

501.324 kr.

464.600 kr.

36.724 kr.

4.789 kr.

862.663 kr.

31.7.2013

501.324 kr.

464.600 kr.

36.724 kr.

4.789 kr.

904.176 kr.

31.8.2013

501.324 kr.

464.600 kr.

36.724 kr.

4.789 kr.

945.689 kr.

30.9.2013

501.324 kr.

464.600 kr.

36.724 kr.

4.789 kr.

987.202 kr.

31.10.2013

501.324 kr.

464.600 kr.

36.724 kr.

4.789 kr.

1.028.714 kr.

30.11.2013

501.324 kr.

464.600 kr.

36.724 kr.

4.789 kr.

1.070.227 kr.

31.12.2013

501.324 kr.

464.600 kr.

36.724 kr.

4.789 kr.

1.111.740 kr.

31.1.2014

515.361 kr.

477.600 kr.

37.761 kr.

4.924 kr.

1.154.425 kr.

28.2.2014

515.361 kr.

477.600 kr.

37.761 kr.

4.924 kr.

1.197.110 kr.

31.3.2014

515.361 kr.

477.600 kr.

37.761 kr.

4.924 kr.

1.239.795 kr.

30.4.2014

515.361 kr.

477.600 kr.

37.761 kr.

4.924 kr.

1.282.480 kr.

31.5.2014

515.361 kr.

477.600 kr.

37.761 kr.

4.924 kr.

1.325.165 kr.

30.6.2014

515.361 kr.

477.600 kr.

37.761 kr.

4.924 kr.

1.367.850 kr.

31.7.2014

515.361 kr.

477.600 kr.

37.761 kr.

4.924 kr.

1.410.535 kr.

31.8.2014

515.361 kr.

477.600 kr.

37.761 kr.

4.924 kr.

1.453.220 kr.

30.9.2014

515.361 kr.

477.600 kr.

37.761 kr.

4.924 kr.

1.495.905 kr.

31.10.2014

515.361 kr.

477.600 kr.

37.761 kr.

4.924 kr.

1.538.590 kr.

30.11.2014

515.361 kr.

477.600 kr.

37.761 kr.

4.924 kr.

1.581.275 kr.

31.12.2014

515.361 kr.

477.600 kr.

37.761 kr.

4.924 kr.

1.623.960 kr.

31.1.2015

515.361 kr.

477.600 kr.

37.761 kr.

4.924 kr.

1.666.646 kr.

 

        Stefnandi sundurliðar launakröfur sínar í síðari stefnu þannig:

        Laun stefnanda í mars og apríl hefðu átt að vera 515.361 kr. miðað við kjarasamningsbundnar hækkanir launa skv. framangreindu. Stefndi greiddi stefnanda hins vegar 48.412 kr. í laun vegna mars og 200.939 kr. vegna apríl 2015. Krafa stefnanda vegna vangreiddra launa þessara tveggja mánaða sundurliðast þannig:

Dags.

Laun skv.   kjarasamn.

Greitt af stefnda

Mismunur

 

 

31.03.2015

515.361 kr.

-48.412 kr.

466.949 kr.

 

 

30.04.2015

515.361 kr.

-200.939 kr.

314.422 kr.

 

 

        Ógreidd laun vegna mars og apríl séu samkvæmt framangreindu 781.371 kr. (466.949 + 314.422).

        Varðandi orlof þá vísar stefndi til þess að stefnandi hafi hafi störf hjá KB umbúðum ehf. á árinu 2004 sem keypt hafi verið af stefnda á árinu 2010. Stefnandi hafi þá í samræmi við fyrrgreindan samning orðið launþegi hjá KB umbúðum ehf. Í samræmi við kjarasamning VR og SA, grein 4.3, hafi stefnandi átt rétt á orlofsauka eftir fimm ár í starfi hjá sama vinnuveitanda. Á liðnu ári hafi stefnandi unnið níu ár hjá stefnda og KB umbúðum ehf. Í samræmi við fyrrgreint ákvæði kjarasamningsins hafi stefnandi átt rétt á 27 daga orlofi á árinu 2014. Stefnandi hafði hins vegar aðeins nýtt sér 23,4 daga, þ.m.t. fjóra daga í uppsagnarfresti. Ógreitt orlof vegna liðins árs sé því samtals 3,5 dagar (27 dagar - 23,5 dagar)

       Þá hafði stefnandi í ár unnið samtals 10 ár hjá KB umbúðum ehf. og stefnda sem veiti honum rétt til 30 daga orlofs. Stefnandi eigi óskertan rétt til orlofs á árinu 2015 en hann hafi aldrei tekið orlof umfram orlofsrétt sinn og hafi eðli málsins samkvæmt ekki nýtt sér orlofsrétt ársins sem hófst 1. maí sl. eða daginn eftir þann dag sem stefndi miði starfslok stefnanda við.

        Stefnda hafi því borið að greiða stefnanda út orlof við starfslok sem stefndi telur að hafi verið 30. apríl 2015. Laun stefnanda hafi samkvæmt kjarasamningi átt að vera 515.361 kr. eða 23.782 kr. á dag miðað við að meðaltal virkra daga í mánuði sé 21,67. Samtals ógreitt orlof vegna áranna 2014–2015 samkvæmt framangreindu er 33,5 dagar (3,5 dagar + 30 dagar) x 23.782 eða samtals 796.697 kr. Sú fjárhæð bætist við ógreidd laun í mars og apríl en heildarkrafa stefnanda nemur því vegna þess 1.578.068 kr. (781.371 + 796.697).

V.

        Stefndi hafi ranglega haldið því fram að stefnandi sé í skuld við stefnda vegna ætlaðra óskilgreindra úttekta sem nú eru færð sem „fyrirframgreidd laun“ á launaseðli. Stefnandi mótmælir þeirri staðhæfingu að hann hafi fengið fyrirframgreidd laun og bendir á að þeirra sé hvergi getið á fyrri launaseðlum. Stefndi virðist þannig leita leiða til þess að komast undan greiðslu launa með því að færa greiðslur sem kunni að hafa runnið til stefnanda, m.a. vegna ferða á vegum félagsins og o.fl., til lækkunar á launum. Sama eigi við um eldsneytisnotkun stefnanda en hann hafi á tímabili verið með eldsneytislykil frá fyrirtækinu en hann hafi notað einkabíl sinn í söluferðir þ.m.t. út á land. Stefnandi mótmælir því að draga hafi átt eldsneytið frá launum og/eða að stefnandi hafi átt að endurgreiða stefnda eldsneytisúttektir eða greiðslur sem kunna að hafa runnið til hans enda óútskýrt hvers vegna það var þá ekki gert þegar í stað ef svo átti að vera. Stefnandi byggir á því að stefndi hafi glatað rétti sínum til frádráttar launa sakir tómlætis hafi sá réttur verið til staðar í öndverðu. Hvað sem öðru líður er óheimilt að skuldajafna ætluðum skuldum launþega við ógreidd laun sbr. 1. gr. laga nr. 28/1930 um greiðslu verkkaups. Stefnandi mótmælir þannig öllum frádráttum frá launum vegna ætlaðra skulda hans við félagið. Þá hefur stefnandi aldrei veitt heimild til handa stefnda til þess að skuldajafna ætluðum skuldum, sem ekki eru til staðar, við laun en stefnda skortir heimild til þess að greiða mánaðarlaun stefnanda með skuldajöfnuði enda ber að greiða laun með gjaldgengum peningum. Þá viðist stefndi byggja á því að stefnandi hafi nýtt sér orlof síðustu ár umfram orlofsrétt. Ef þessu er raunverulega haldið fram sé þessari málsástæðu harðlega mótmælt enda rangt að stefnandi hafi tekið orlof umfram orlofsrétt. Staðreyndin er sú að hann hefur aldrei í starfi hjá stefnda fullnýtt orlofsrétt sinn. Ef stefnandi hefði farið umfram orlofsrétt sinn hefði stefndi átt að draga umframdaga frá launum eða tiltaka það á launaseðlum sem var ekki gert. Stefndi hafi þannig sýnt af sér slíkt tómlæti að réttur til frádráttar launa á grundvelli þeirrar röngu fullyrðingar sé niður fallinn.

        Stefnandi vísar til þess að samkvæmt 1. mgr. 5. gr. laga nr. 38/2001 sé kröfuhafa heimilt, þegar gjalddagi skuldar er ákveðinn, að krefja skuldara um dráttarvexti, sem reiknast af ógreiddri peningakröfu frá og með gjalddaga fram að greiðsludegi. Stefnandi krefst dráttarvaxta af launakröfum frá gjalddaga, en launin voru greidd síðasta dag mánaðarins allan þann tíma sem stefnandi fékk laun hjá stefnda, í nær fimm ár, og verður þannig að leggja til grundvallar að samið hafi verið um að gjalddagi launagreiðslna hafi verið síðasta dag mánaðarins.

         Kröfur stefnanda styðjast einkum við lög um starfskjör launafólks og skyldutryggingu lífeyrisréttinda nr. 55/1980 og lög um réttarstöðu starfsmanna við aðilaskipti að fyrirtækjum nr. 72/2002. Um heimild til að höfða viðurkenningarmál vísast til 2. mgr. 25. gr. laga um meðferð einkamála nr. 91/1991.

          Krafa stefnanda um dráttarvexti er reist á lögum nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu. Um málskostnað er vísað til XXI. kafla laga um meðferð einkamála nr. 91/1991, einkum 1. mgr. 130. gr. þeirra.

Málsástæður og lagarök stefnda

        Stefndi staðfestir að stefnandi hafi starfað hjá stefnda eins og nánar er lýst í stefnu. Það sé hins vegar rangt að stefndi hafi keypt félagið KB umbúðir ehf. eins og komi fram í samningsdrögum á dskj. nr. 3. Hið rétta sé að í upphafi hafi verið gerð samningsdrög þar sem gert var ráð fyrir því að stefndi keypti félagið KB umbúðir ehf. en í framhaldi af viðræðum aðila orðið úr að framkvæmdastjóri Viðarsúlu ehf., Sigurður Lennart Sævarsson, og eiginkona hans keyptu félagið. Þetta styðjist við framlögð gögn stefnda í málinu, dskj. 12-15, en þar komi fram að Kjartan Bragason og eiginkona hans staðfesti, í tölvupóstsamskiptum og í vitnaleiðslum í héraðsdómsmálinu E-218/2012, að Sigurður Lennart og eiginkona hans séu eigendur að KB umbúðum ehf. en ekki Viðarsúla ehf.

       Það sé því ljóst að ekki hafi verið um að ræða aðilaskipti á vinnusambandi stefnanda og stefnda eins og haldið sé fram í stefnu. Af þeim sökum sé því hafnað að stefnandi eigi rétt til sex mánaða uppsagnarfrests. Hvað varðar auglýsingu á heimasíðu stefnda, sbr. dskj. nr. 7, þá sé ljóst að hún hafi ekkert sönnunargildi og framsetning þar gerð í markaðsskyni. Það sé óumdeilt í málinu að lífeyrissjóðsiðgjöld vegna stefnanda voru greidd til VR. Jafnframt liggi fyrir að samningskjör sem stefnandi naut hjá stefnda voru umfram lágmarkskjör eins og þau eru skilgreind í 1. gr. laga nr. 55/1980. Stefndi hafi haft markaðslaun ,450.000 kr., í byrjun starfs og þau verið töluvert hærri en þau lágmarkslaun sem kjarasamningur VR kveði á um fyrir það starf er hann gegndi. Auk þess hafi hann notið hækkunar á laun sín eins og lýst sé í stefnu. Í þessu sambandi megi vísa til Hrd. nr. 351/1999 og Hrd. 352/1999. Þá vísar stefndi einnig til dóma Hæstaréttar nr. 118/2007, nr. 273/2010 og nr. 308/2010, en þar hafi niðurstaðan verið sú að það beri að líta til heildarmats á launum en ekki einstakra samningsákvæða kjarasamnings við mat á því hvort brotið hafi verið gegn 1. gr. laga nr. 55/1980 og laun í heild verði að nema því lágmarki sem kveðið er á um í kjarasamningum. Ef greidd laun eru hærri en lágmarkslaun skv. kjarasamningi sé komið út fyrir efni kjarasamnings og því ekki brotið gegn 1. gr. laga nr. 55/1980.

        Stefndi byggir á því að almenna reglan sé að í framkvæmd eigi yfirborgaður starfsmaður ekki rétt á launahækkun skv. kjarasamningi kveði ráðningarsamningur á um betri kjör en hin nýju lágmarkslaun. Hið algilda viðmið sé að ef samningur um markaðslaun er hærri en lágmarkskjör skv. kjarasamningi þá þrjóti heimild 1. gr. laga nr. 55/1980 þar sem um sé að ræða frjálsan samning. Samningsfrelsið verði aðeins heft með skýrri lagaheimild og kjarasamningar séu bindandi á gildissvæði þeirra vegna 1. gr. laga nr. 55/1980, en ákvæðið sé þó takmarkað við lágmarkskjör og gildi ekki um almenn kjör/markaðskjör eins og eigi við í þessu máli. Stefnandi hafi verið með markaðskjör sem voru alltaf betri en þau lágmarkskjör er tryggð eru með lögum nr. 55/1980 og kjarasamningum sem vísað er til. Því beri að sýkna stefnda af kröfum um ,,kjarasamningsbundnar hækkanir“ eins gerð sé krafa um í stefnum bæði á laun og orlof í samræmi við ofanritað

        Samkvæmt 1. gr. laga nr. 28/1930 um greiðslu verkkaups megi ekki greiða kaup með skuldajöfnuði nema um það hafi áður verið sérstaklega samið. Fjallað sé um efni þessara laga í Hrd. nr. 335/2002. Stefndi mótmæli því að óheimilt hafi verið að draga 207.000 kr. frá launum vegna bátakaupa stefnanda, en stefnandi féllst á að draga þessa fjárhæð frá kröfum sínum í breyttri kröfugerð skv. framansögðu.

        Stefndi telur einnig að það sýni fram á og sanni tómlæti af hálfu stefnanda að fyrst eftir uppsögn hans hjá stefnda hafi hann farið af stað með kröfu um að hann hafi ekki notið kjarasamningsbundinna hækkana. Það sé tómlæti af hans hálfu að hafa ekki á fyrri stigum gert athugasemdir en stefndi telur einnig að þetta sanni að umsamið hafi verið að stefnandi nyti markaðskjara hjá stefnda sem voru langtum betri en þau lágmarkskjör er kjarasamningar tryggja. Stefndi bendir einnig á að laun stefnanda hafi hækkaði verulega frá því sem áður var hjá fyrrum vinnuveitanda þegar hann hóf störf hjá stefnda eða úr 225.000 kr. í 450.000 kr. og hann hafi svo notið hækkana umfram almennar hækkanir þar á eftir.

        Varðandi uppsögn stefnda þá vill stefndi kom því á framfæri að hún kom til vegna þess að stefnandi stóð ekki undir þeim væntingum sem til hans voru gerðar, sbr. dskj. 3. og 18, þar sem stefnandi hafði samningsskyldur um að ná markmiðum og að ná sér í ábata en það hafi því miður ekki gengið. Allt að einu hafi stefnandi notið hærri launa en lágmarkskjör gera ráð fyrir. Þar að auki gat hann skv. samningi aðila, sbr. dskj. nr. 3 og 18, náð sér í verulega launauppbót.

        Varðandi bensínlykill þá sé það rangt að stefnandi hafi farið á bíl sínum í söluferðir um landið. Hann hafi farið á jeppa norður í land og fengið greitt sérstaklega fyrir það. Þvert á móti hefur stefnandi farið ítrekað norður í land á fyrirtækisbíl, bæði norður í Skagafjörð og norður á Akureyri. Einnig hafi honum ítrekað verið lánaðir bílar upp í sumarbústað til að flytja dót og fleira.

        Bensínúttektir hjá Atlantsolíu hafi verið einkaúttektir sem samkomulag var um að yrðu greiddar og litið var á sem fyrirframgreidd laun. Stefnandi naut þess að fá ódýrari olíu og þurfti ekki að greiða fyrir hana jafnóðum en alltaf var samkomulag aðila um að þetta yrði gert upp enda ekki tengt vinnu heldur verið greiði við stefnanda. Það hafi því verið eðlilegt að gera það upp við lok samningssambands aðila.

        Hvað varðar frádrátt launa vegna fyrirframgreiðslna til stefnanda liggi fyrir að stefnandi fékk greiddar 83.000 kr. fyrir fram þann 30. nóvember 2012 og 200.000 kr. þann 25. janúar 2013 eða samtals 283.000 kr. sem dregnar voru af launum hans fyrir mars 2015. Hvað varðar frádrátt launa vegna fyrirframgreiðslna til stefnanda vegna mars 2015 liggur fyrir að stefnandi fékk 70.000 kr. greiddar fyrir fram þann 5. mars 2012, og 72.000 kr. þann 3. mars 2014, sbr. dskj. nr. 15 þar sem sjá megi millifærslukvittanir vegna umræddra greiðslna.

        Dregnar voru 224.499 kr. af launum fyrir apríl 2015 vegna persónulegs dælulykils hjá Atlantsolíu. Dælulykilinn hafði stefnandi til ráðstöfunar vegna sinnar persónulegu notkunar og naut þar afsláttarkjara sem stefndi hafði hjá Atlantsolíu.

          Stefndi byggir á því að þegar laun eru greidd fyrir fram þá felist í því samþykki þess sem fær laun fyrir fram að á einhverjum tímapunkti verði fyrirframgreiðslan skuldajöfnuð við laun. Í því tilviki er hér um ræðir hafi það verið gert í framhaldi af uppsögn starfsmanns. Því sé mótmælt að ekki hafi verið um að ræða greiðslu í gjaldgengum peningum fyrir vinnuframlag stefnanda enda liggi í eðli málsins að fyrirframgreiðsla frá vinnuveitanda sé gjaldgengir peningar. Þegar vinnusambandi aðila ljúki sé eðlilegt að ganga frá lausum endum er tengjast starfi viðkomandi og þeim launum sem hafa verið greidd fyrir fram með samkomulagi aðila. Öll skilyrði skuldajöfnunar séu uppfyllt þar sem um sé að ræða gagnkvæma kröfu, kröfurnar séu sambærilegar og hæfar til að mætast hvað varðar greiðslutíma og gagnkrafan um endurgreiðslu sé skýr. Hér hafi ekki verið skuldjafnað á móti ógreiddum launum heldur á móti fyrirframgreiddum launum. Því telur stefndi að reglur laga um verkkaup eigi ekki við þar sem fyrirliggjandi samþykki hafi legið fyrir, enda séu fyrirframgreidd laun, skv. orðanna hljóðan, greidd vegna vinnu sem á eftir að inna af hendi en þegar vinnuframlagi hafi verið skilað sé rétt að skuldajafna og samþykki hlutaðeigandi gefið með því að taka við fyrirframgreiðslu.

         Hvað varðar orlof stefnanda þá er hér lagt fram yfirlit á dskj. nr. 17 sem sýnir útreikning launafulltrúa félagsins á orlofsdögum stefnanda og þeir dagar sem teknir hafa verið settir fram eins og þeir höfðu verið skráðir af stefnanda til launafulltrúa. Því er hafnað að stefnandi eigi inni orlof hjá stefnda því að óumdeilt sé að hann átti einungis eftir 17 daga sem hann fékk reiknaða skv. launaseðli fyrir apríl 2015. Það var samkomulag milli aðila að haga þessu með þeim hætti sem var gert og þegar kom að lokum samningssambands þeirra var komið að uppgjöri. Því er þess vegna alfarið hafnað að um tómlæti hafi verið að ræða enda hafi stefnanda verið fullkunnugt um stöðu mála og verið henni samþykkur.

        Eðli máls skv. sé einnig hafnað dráttarvaxtarkröfum stefnanda í máli þessu.

        Þá krefst stefndi sýknu af öllum kröfum stefnanda í ljósi framanritaðs.

        Varðandi lagarök vísar stefndi til laga um starfskjör launafólks og skyldutryggingu lífeyrisréttinda nr. 55/1980, laga um greiðslu verkaups nr. 28/1930, almennra reglna vinnuréttar, samningaréttar og kröfuréttar. Um málskostnað er vísað til XXI. kafla laga um meðferð einkamála nr. 91/1991, aðallega 129. og 130 gr.

IV.

Niðurstaða

        Ágreiningur aðila snýst fyrst og fremst um það hvort stefnandi hafi átt rétt á kjarasamningsbundnum launahækkunum samkvæmt kjarasamningum Samtaka atvinnulífsins og Verslunarmannafélags Reykjavíkur, VR. Þá er einnig deilt um kröfur sem stefndi skuldajafnaði við laun stefnanda. Ágreiningslaust er að stefnandi hóf störf hjá stefnda á grundvelli samnings dags. 29. mars 2010 og að lífeyrisjóðsiðgjöld vegna stefnanda voru greidd til VR. Telja verður því að kjarasamningar Samtaka atvinnulífsins og VR gildi milli aðila.

        Aðilar deila um það hvort stefndi eða Sigurður L. Sævarsson, framkvæmdastjóri og stjórnarmaður stefnda, og eiginkona hans hafi verið kaupendur að KB umbúðum ehf., einkahlutafélagi sem stefnandi átti og var eini starfsmaður hjá. Í málinu liggur fyrir skjal sem ber heitið „Samningspunktar milli Viðarsúlu og KB umbúða.“ Þar er stefndi nefndur kaupandi að öllum rekstri KB umbúða ehf. Enginn samningur liggur fyrir um sölu KB umbúða ehf. til fyrrgreinds Sigurðar L. Sævarssonar og eiginkonu hans og stefnandi mótmælir því að samningur þar að lútandi hafi verið gerður. Eftir sem áður stendur í 1. mgr. þessara samningspunkta að stefndi og KB umbúðir ehf. geri með sér svohljóðandi samning um kaup og sölu á KB umbúðum ehf. Síðan segir að stefndi kaupi allan rekstur KB umbúða ehf. og KB umbúðir ehf. verði að fullu í eigu stefnda. Í samningspunktunum er síðan mælt fyrir um að stefnandi verði frá undirritun kaupsamningsins starfsmaður stefnanda og gerður verði við hann ráðningarsamningur. Þá segir að stefndi yfirtaki rekstur KB umbúða ehf. 1. apríl. Stefnandi hóf síðan störf hjá stefnda samkvæmt þessum ákvæðum og stefndi byggir á samningi varðandi önnur kjör stefnanda, sbr. 3. og 15. tl. samningsins. Þá liggur fyrir í málinu tilkynning til RSK um að póstfangi KB umbúða ehf. hafi verið breytt í þáverandi póstfang stefnda og að netfang félagsins væri vidarsula@vidarsula.is. Þá liggur fyrir útprentun af heimasíðu stefnda þar sem fram kemur að fyrirtækið hafi verið stofnað 2004 undir nafninu KB umbúðir ehf. Sigurður Lennart Sævarsson, framkvæmdastjóri og stjórnarmaður stefnda gaf skýrslu við aðalmeðferð og kvað hann sig og eiginkonu sína hafa verið kaupendur að KB umbúðum ehf. í greint sinn en aldrei hafi verið gegnið frá þessu formlega. Ekki verður annað séð af gögnum málsins en að allur rekstur félagsins hafi verið færður undir stefnda og stefndi hefur ekki fært sönnur á að annar samningur hafi verið gerður en framangreindur samningur dags. 29. mars 2010.

        Ágreiningur aðila um laun snýst um það hvort stefnandi hafi átt rétt, til viðbótar föstum mánaðarlaunum sem voru 450.000 kr., á kjarasamningsbundnum launahækkunum samkvæmt kjarasamningum Samtaka atvinnulífsins og Verslunarmannafélags Reykjavíkur, VR. Enginn ágreiningur er um að þetta hafi verið umsamin mánaðarlaun í upphafi þótt enginn skriflegur ráðningarsamningur hafi verið gerður. Stefndi verður að bera hallann af því að hafa vanrækt að gera skriflegan ráðningarsamning við stefnanda og ber því hallann af óvissu sem af því gat hlotist. Stefnandi byggir á því að mánaðarlaun sín hafi átt að hækka samkvæmt kjarasamningi SA og VR um 4,25% eða 19.125 kr. þann 1. júní 2011, þann 1. febrúar 2012 um 3,25% eða um 16.419 kr. þann 1. febrúar 2013 um 2,85 eða 15.780 kr. og 14.037 kr. þann 1. febrúar 2014. Stefndi hefur ekki sýnt fram á að þær hækkanir sem urðu á mánaðarlaunum stefnanda hafi átt að koma í staðinn fyrir eða fela í sér þær hækkanir sem kjarasamningar kveða á um að verða skyldu á framangreindum dagsetningum. Hafi stefnandi ekki átt að fá lögboðnar kjarabætur samkvæmt kjarasamningum, hefði stefndi þurft að semja um það sérstaklega við stefnanda þar sem annað fæli í sér beina kjaraskerðingu. Þá hefur stefndi ekki sýnt fram á að réttur stefnanda til að fá hlutafé í stefnda skv. 3. gr. samningsins frá 20. mars 2010 hafi átt að koma í staðinn fyrir lögboðnar kjarabætur samkvæmt kjarasamningum. Ekki er tölulegur ágreiningur um útreikning í stefnu á þeim hækkunum sem stefnandi byggir á að hann hafi átt rétt á. Í vinnurétti er óheimilt að semja við launþega um lakari kjör en kjarasamningar segja til um, sbr. 1. gr. laga um starfskjör launafólks og skyldutryggingu lífeyrisréttinda nr. 55/1980. Ekki er fallist á þá málsástæðu stefnda að þar sem laun stefnanda hafi verið hærri en lágmarkslaun hafi ekki borið að hækka launin í samræmi við kjarasamningshækkanir, en stefndi hefur ekki sýnt fram á að þetta eigi sér stoð í kjarasamningi. Ekki er fallist á að stefnandi hafi glatað rétti sínum sakir tómlætis en hann hafi haft uppi kröfur sínar án nokkurs dráttar þegar eftir uppsögn. Samkvæmt því sem rakið hefur verið verður krafa stefnanda um vangreidd laun tekin til greina og af því leiðir að dráttarvaxtakrafa hans verður tekin til greina, sbr. 1. mgr. 5. gr. laga nr. 38/2001.

        Varðandi frádrátt stefnda á launum stefnanda í uppsagnarfresti skv. launaseðli fyrir mars 2015, 83.000 kr. 30. nóvember 2012 og 200.000 kr. 25. janúar 2013, sem stefndi byggir á að séu fyrir fram greidd laun, þá hefur stefndi ekki sýnt fram á að um það hafi verið að ræða. Þessar fjárhæðir voru ekki tilgreindar á launaseðli viðkomandi mánaðar og ekki var skilað staðgreiðslu af þeim né tilgreindi stefndi þær til ríkisskattstjóra sem laun. Ekki er fallist á skuldajöfnun vegna þessa liðar, en samkvæmt 1. gr. laga nr. 28/1930 verða laun ekki greidd með skuldajöfnuði nema með samþykki launþega. Það samþykki liggur ekki fyrir.

           Varðandi frádrátt að fjárhæð 366.499 kr., sem stefndi byggir á að sé annars vegar fyrirframgreidd laun, 70.000 kr. þann 5. mars 2012og 72.000 kr. þann 3. mars 2014, og hins vegar 224.499 kr. vegna bensínúttekta á eldsneytislykli stefnda, þá er þessum kröfum hafnað með sömu rökum og varðandi frádrátt skv. launaseðli í mars 2015. Varðandi kröfu vegna bensínúttekta þá er ágreiningur um það hvort notkunin var vegna einkabifreiðar stefnanda eða bifreiða stefnda. Stefndi hefur ekki fært sönnur á að samkomulag hafi verið um að þessar úttektir hafi átt að skuldajafna við laun stefnanda og ber því að hafna þessari kröfu stefnda með vísan til 1. gr. laga nr. 28/1930.

        Stefnandi krefst þess að stefndi greiði orlof af vangreiddum launahækkunum og ber að taka þess kröfu stefnanda til greina þar sem stefndi hefur ekki sýnt fram á að stefnandi eigi ekki rétt á orlofi á vangreidd laun.

        Varðandi réttarstöðu stefnanda hvað snertir orlofsrétt þá verður ekki annað séð af gögnum málsins en að allur rekstur KB umbúða ehf. hafi verið færður undir stefnda með samningi dags. 29. september 2010, og stefndi hefur ekki fært sönnur á að annar samningur hafi verið gerður. Samkvæmt lögum um réttarstöðu starfsmanna við aðilaskipti að fyrirtækjum nr. 72/2002 færðust öll réttindi stefnanda, þar með talinn áunninn orlofsréttur, yfir við aðilaskiptin. Stefnandi var áður launþegi hjá KB umbúðum ehf. og í samningnum var gert ráð fyrir að stefnandi yrði starfsmaður stefnda.

         Varðandi kröfu um ógreitt orlof vegna liðins árs þá hafði stefnandi unnið níu ár hjá KB umbúðum ehf. og síðar stefnda sem veitti honum 27 daga orlofsrétt. Stefndi byggir á því að stefnandi hafi átt rétt á 24 orlofsdögum á ári en ekki verður fallist á að það samrýmist ákvæði 4.3 í kjarasamningi. Samkvæmt því er orlofsréttur 27 dagar hjá þeim sem hefur unnið fimm ár hjá sama fyrirtæki og 30 dagar hjá þeim sem unnið hafa 10 ár hjá sama fyrirtæki. Stefndi hefur lagt fram skráningu á orlofi sem hann telur stefnanda hafa tekið. Stefnandi gerir athugasemdir við skráninguna. Ef fallist væri á skráningu stefnda er stefnandi ekki búinn að nýta sér orlofsrétt sinn þar sem stefndi byggir á að stefnandi hafi aðeins átt rétt á 24 orlofsdögum. Því er fallist á að stefnandi hafi átt 3,5 daga ónýtta af orlofsrétti sínum vegna orlofsársins 2014.

         Varðandi orlofsrétt á yfirstandandi orlofsári þá hafði stefndi unnið samtals í 10 ár hjá KB umbúðum ehf. og síðan hjá stefnda sem veitir honum 30 daga orlofsrétt. Ekki er fallist á að stefnandi hafi tekið orlof fyrir fram eins og stefndi byggir á þar sem launaseðlar bera ekki með sér að stefnandi hafi oftekið orlof. Þá hefði hann heldur ekki átt að fá greidd laun þegar orlofsrétturinn var þrotinn og þykir stefndi með því hafa sýnt af sér tómlæti sem leiðir til þess að réttur til frádráttar launa á þessum grundvelli er fallinn niður. Stefnandi gerir kröfu um 33,5 orlofsdaga, en stefndi greiddi 17 daga þar sem hann taldi stefnanda hafa nýtt aðra orlofsdaga fyrir fram. Samkvæmt þessu þarf að bæta þremur orlofsdögum við árin 2011 til 2014, eða 12 dögum, og sex orlofsdögum við orlofsárið 2015. Stefnandi á rétt á orlofi vegna vangreiddra launa en orlofsprósentan tekur mið af orlofsrétti hans sem tekur mið af aldri og starfsaldri og er 13,04%. Tölulegum útreikningi stefnanda á ógreiddu orlofi er ekki mótmælt en samkvæmt honum er ógreitt orlof 796.697 kr. sem bætist við ógreidd laun í mars og apríl 2015.

        Samkvæmt því sem rakið hefur verið er fallist á breytta kröfugerð stefnanda sem lögð var fram við aðalmeðferð að höfuðstól 3.451.713 kr. með dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 og upphafstími dráttarvaxtakröfunnar vegna launa tekur mið af gjalddaga launa en gjaldagi orlofs tekur mið af starfslokum stefnanda, allt eins og nánar er kveðið á um í dómsorði.

         Að fenginni þessari niðurstöðu ber að dæma stefnda til að greiða stefnanda málskostnað með vísan til 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála sem telst hæfilega ákveðinn eins og kveðið er á um í dómsorði.

        Dóminn kveður upp Þórður Clausen Þórðarson héraðsdómari. 

Dómsorð:

         Stefndi, Viðarsúla ehf., greiði stefnanda, Kjartani Bragasyni, 3.451.713 kr. með dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu af 21.619 kr. frá 30. júní 2011 til 31. júlí 2011 en af 43.238 kr. frá þeim degi til 31. ágúst 2011 en af 64.857 kr. frá þeim degi til 30. september 2011 en af 86.476 kr. frá þeim degi til 31. október 2011 en af 108.095 kr. frá þeim degi til 30. nóvember 2011 en af 129.713 kr. frá þeim degi til 31. desember 2011 en af 151.332 kr. frá þeim degi til 31. janúar 2012 en af 172.951 kr. frá þeim degi til 28. febrúar 2012 en af 213.131 kr. frá þeim degi til 31. mars 2012 en af 253.309 kr. frá þeim degi til 30. apríl 2012 en af 293.488 kr. frá þeim degi til 31. maí 2012 en af 333.667 kr. frá þeim degi til 30. júní 2012 en af 373.846 kr. frá þeim degi til 31. júlí 2012 en af 414.025 kr. frá þeim degi til 31. ágúst 2012 en af 454.204 kr. frá þeim degi til 30. september 2012 en af 494.383 kr. frá þeim degi til 31. október 2012 en af 534.562 kr. frá þeim degi til 30. nóvember 2012 en af 574.741 kr. frá þeim degi til 31. desember 2012 en af 614.920 kr. frá þeim degi til 31. janúar 2013 en af 665.099 kr. frá þeim degi til 28. febrúar 2013 en af 696.612 kr. frá þeim degi til 31. mars 2013 en af 738.125 kr. frá þeim degi til 30. apríl 2013 en af 779.638 kr. frá þeim degi til 31. maí 2013 en af 821.150 kr. frá þeim degi til 30. júní 2013 en af 862.663 kr. frá þeim degi til 31. júlí 2013 en af 904.176 kr. frá þeim degi til 31. ágúst 2013 en af 945.689 kr. frá þeim degi til 30. september 2013 en af 987.202 kr. frá þeim degi til 31. október 2013 en af 1.028.714 kr. frá þeim degi til 30. nóvember 2013 en af 1.070.224 kr. frá þeim degi til 31. desember 2013 en af 1.111.740 kr. frá þeim degi til 31. janúar 2014 en af 1.154.425 kr. frá þeim degi til 28. febrúar 2014 en af 1.197.110 kr. frá þeim degi til 31. mars 2014 en af 1.239.795 kr. frá þeim degi til 30. apríl 2014 en af 1.282.480 kr. frá þeim degi til 31. maí 2014 en af 1.325.165 kr. frá þeim degi til 30. júní 2014 en af 1.367.850 kr. frá þeim degi til 31. júlí 2014 en af 1.410.535 kr. frá þeim degi til 31. ágúst 2014 en af 1.453.220 kr. frá þeim degi til 30. september 2014 en af 1.495.905 kr. frá þeim degi til 31. október 2014 en af 1.538.590 kr. frá þeim degi til 30. nóvember 2014 en af 1.581.274 kr. frá þeim degi til 31. desember 2014 en af 1.623.960 kr. frá þeim degi til 31. janúar 2015 en af 1.666.646 kr. frá þeim degi til 28. febrúar 2015 en af 1.873.645 kr. frá þeim degi til 31. mars 2015 en af 2.340.594 kr. frá þeim degi til 30. apríl 2015 en af 3.451.713 kr. frá þeim degi til greiðsludags, allt að frádregnum 207.000 kr. miðað við 22. júlí 2014.

        Stefndi greiði stefnanda 1.200.000 kr. í málskostnað.