Hæstiréttur íslands

Mál nr. 420/2016

K (Þorbjörg I. Jónsdóttir hrl.)
gegn
M (Jónas Jóhannsson hrl.)

Lykilorð

  • Börn
  • Dómsátt
  • Gjafsókn

Reifun

Máli K á hendur M lauk með dómsátt milli þeirra um annað en málskostnað. Talið var rétt að málskostnaður fyrir Hæstarétti félli niður en að gjafsóknarkostnaður K yrði greiddur úr ríkissjóði

Dómur Hæstaréttar.

Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Greta Baldursdóttir og Karl Axelsson og  Ingveldur Einarsdóttir settur hæstaréttardómari.

Áfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 3. júní 2016. Í málinu hefur verið gerð dómsátt um annað en málskostnað. Hvor aðila krefst málskostnaðar fyrir Hæstarétti úr hendi hins, en áfrýjandi gerir þá kröfu fyrir sitt leyti án tillits til gjafsóknar, sem henni hefur verið veitt.

Rétt er að málskostnaður milli aðila falli niður, en um gjafsóknarkostnað áfrýjanda fer eins og í dómsorði greinir.

Dómsorð:

Málskostnaður fyrir Hæstarétti fellur niður.

Allur gjafsóknarkostnaður áfrýjanda, K, fyrir Hæstarétti greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málflutningsþóknun lögmanns hennar, 1.200.000 krónur.