Hæstiréttur íslands

Mál nr. 367/2015


Lykilorð

  • Kærumál
  • Gæsluvarðhald. A. liður 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008


                                     

Miðvikudaginn 27. maí 2015.

Nr. 367/2015.

Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu

(Einar Laxness aðstoðarsaksóknari)

gegn

X

(Eggert Páll Ólason hdl.)

Kærumál. Gæsluvarðhald.

Staðfestur var úrskurður héraðsdóms um að X skyldi sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli a. liðar 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála og einangrun á meðan á gæsluvarðhaldinu stæði.

Dómur Hæstaréttar.

Mál þetta dæma Benedikt Bogason hæstaréttardómari og Ingveldur Einarsdóttir og Karl Axelsson settir hæstaréttardómarar.

Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 24. maí 2015 sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 26. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 24. maí 2015 þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til miðvikudagsins 27. maí 2015 klukkan 16 og einangrun meðan á því stendur. Kæruheimild er í l. lið 1. mgr. 192. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi. Til vara krefst hann þess að gæsluvarðhaldi verði markaður skemmri tími og honum ekki gert að sæta einangrun.

Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar.

Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur.

Dómsorð:

Hinn kærði úrskurður er staðfestur.

Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 24. maí 2015.

                Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur krafist þess fyrir dóminum í dag, að X, kt. [...], verði gert að sæta gæsluvarðhaldi, allt til laugardagsins 30. maí 2015 kl. 16:00. Þá er gerð krafa um að kærði sæti einangrun á meðan á gæsluvarðhaldinu stendur.

                Í greinargerð lögreglustjóra segir að í gærdag hafi lögregla handtekið kærða vegna gruns um kynferðisbrots gegn barni. Meintur brotaþoli, A, tíu ára gömul og stjúpdóttir kærða. Aðdragandi málsins skömmu áður hafi B, sambýliskona C, föður A, hringt í lögreglu og tilkynnt kærði hefði gert eitthvað kynferðislegt við stúlkuna nóttina áður. Muni C hafa borist tilkynning þess efnis frá D, móður A. B kvað sig og C ekki hafa mikið meiri vitneskju um málið en stúlkan hafi sagt kærði hafi káfað á henni og potað í hana.

                Barnaverndaryfirvöldum hafi verið gert viðvart um málið og stúlkan verið færð til læknisskoðunar á barnaspítalanum. Framkvæmd hafi verið leit á og rannsókn á heimili kærða. Teknar hafi verið ljósmyndir og tölvugögn og fleiri munir haldlagðir.

                Rannsóknarlögreglumaður hafi rætt við D sem hafi sagst hafa undrast að A hafi ekki verið komin á fætur og því kallað í hana. Þegar A hafi komið á neðri hæðina hafi D tekið eftir því að hún hafi verið mjög þreytuleg og spurt hvort hún hefði svikist um að fara að sofa á réttum tíma. A hefði sagt við hana „spurðu hann“ og bent á kærða sem hafi sofið í hjónarúmi, sem sé í opnu rými á neðri hæð hússins. D hafi síðan farið með A afsíðis og spurt hana hvað hefði gerst. Þá hafi A sagt henni að um nóttina hefði kærði komið í herbergi hennar og systur hennar. Yngri systirin hafi verið sofandi. Kærði hafi kropið við hlið rúmsins og haldið í hendi hennar og verið að kyssa höndina. Einnig hafi hann kysst magann á henni. Þá hafi hann reynt að kyssa hana á munninn en hún sett hendurnar fyrir og varnað því. D hefði sagt að A hefði líka greint frá því að kærði hafi strokið henni um rassinn og potað í „hitt“ en ekki viljað útskýra það nánar.

                Rannsóknarlögreglumaður hafi ekki talið rétt að kveða D til formlegrar skýrslutöku þar sem hún hafi verið í talsverðu uppnámi vegna málsins.

                Við yfirheyrslu hafi kærði greint frá því að hann hefði setið við tölvuna og verið að drekka vodka. D hafi verið að horfa á sjónvarpið. D hafi farið um klukkan 23:30 í rúmið en hann haldið áfram að horfa og drekka vodka. Hann hafi sagt að hann myndi ekkert eftir því að D hafi farið í háttinn.

                Borið hafi verið undir hann lýsing D á frásögn dóttur hennar en kærði kvaðst ekkert muna.

                Aðspurður hafi kærði neitað að hann væri haldinn barnagirnd. Hann hafi verið spurður hvort hann hefði einhvern tímann leitað kynferðislega á börn. Hann hafi neitað því og sagt að fyrir um það bil tíu árum hefði hann verið sakaður að ósekju um kynferðisbrot gegn barni, en það hafi verið rannsakað af lögreglu og hann verið hreinsaður öllum grun. Þá hafi kærði neitað því að í tölvubúnaði væri að finna klámfengið efni gegn börnum.

                C hafi mætt til skýrslutöku og þar hafi m.a. komið fram að hann hefði farið og sótt A og farið með hana og systkini hennar á heimili sitt. Þegar þangað var komið hafi A beðið hann um að koma og ræða við sig í herbergi hennar. Þar hafi hún spurt hann hvort mamma hennar hafi sagt honum það sem hún hafi sagt henni. C kvað svo vera. Hún hafi nefnt við C að hún hafi haldið að kærði hafi verið fullur og vitlaus, en samt ekki þar sem hann hafi ekki verið þvoglumæltur. Þá hafi C sagt að A hefði nefnt það sérstaklega að hún hefði sagt við kærða: „Þetta eru mínir einkastaðir og ég ræð yfir þeim.“

                Með vísan til framangreinds og til gagna málsins sé að mati lögreglu rökstuddur grunur um að kærði brotið gegn stúlkunni.

                Rannsókn málsins sé á frumstigi. Enn sé ekki að fullu upplýst hversu gróf hin meinta misnotkun hafi verið þar sem ekki hafi enn farið fram skýrslutaka yfir stúlkunni í Barnahúsi. Niðurstöður tæknirannsókna liggi ekki fyrir og ekki hafi gefist tími til að yfirfara tölvugögn.

                Rannsókn málsins á frumstigi. Enn ekki fullu upplýst hversu gróf hin meinta misnotkun hafi verið þar sem ekki hafi enn farið fram skýrslutaka yfir stúlkunni í Barnahúsi. Niðurstöðu tæknirannsókna liggi ekki fyrir og ekki hafi gefist tími til yfirfara tölvugögn.

                Megi ætla að ef kærði verði látinn laus muni hann eiga þess kost að torvelda rannsókn málsins, svo sem með því að hafa samband við brotaþola og vitni og valda þannig réttarspjöllum. Lögregla telur brýnt fyrir framgang málsins að fallist verði á framkomna kröfu um gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna til að koma í veg fyrir að sakborningur geti spillt rannsókn málsins Af framangreindum ástæðum einnig farið fram á sakborningur sæti einangrun á meðan á gæsluvarðhaldi stendur.

                Meint sakarefni brot gegn 1. og/eða 2. mgr. 202. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 en brot gegn ákvæðinu varði allt 16 ára fangelsi en því síðara allt 6 ára fangelsi. Þá sérstök þyngingarheimild í 4. mgr. 202. gr. þegar um ræða geranda sem nákominn brotaþola líkt og í því tilviki sem hér greinir. Um heimild til gæsluvarðhalds sé vísað til a-liðar 1. mgr. 95. gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008. Um heimild til einangrunar á meðan á gæsluvarðhaldinu stendur vísað til b-liðar 1. mgr. 99. gr. sömu laga.

                 Eins og rakið hefur barst lögreglu í gærmorgun tilkynning um meint kynferðisbrot kærða gegn tíu ára gamalli stjúpdóttur sinni nóttina áður. Ákærði var í kjölfarið handtekinn og hefur hann verið yfirheyrður hjá lögreglu. Þá er búið að framkvæma húsleit á vettvangi og leggja hald á muni, s.s. tölvu. Kærði hefur enga möguleika á að torvelda tæknirannsóknir og verður kærða því ekki gert að sæta gæsluvarðhaldi þótt þeim sé ólokið. Hins vegar verður að fallast á að haldi kærði óskertu frelsi sínu er hætta á því að hann geti haft áhrif á brotaþola eða vitni. Með vísan til a-liðar 1. mgr. 95. gr. og b-liðar 1. mgr. 99. gr. laga nr. 88/2008, um meðferð sakamála, er fallist á kröfu lögreglustjóra um að kærði sæti gæsluvarðhaldi og einangrun. Ljóst er að lögreglu ber að hraða rannsókn máls þegar sakborningur sætir gæsluvarðhaldi og einangrun. Verður gæsluvarðhaldinu markaður tími til miðvikudagsins 27. maí 2015 kl. 16:00, en sá tími ætti að nægja lögreglu til að taka skýrslu af brotaþola og þeim tveimur vitnum sem eftir á að taka skýrslu af.

                Sandra Baldvinsdóttir héraðsdómari kveður upp úrskurð þennan.

Úrskurðarorð:

                Kærði, X, skal sæta gæsluvarðhaldi, allt til miðvikudagsins 27. maí 2015 kl. 16:00.

                Kærði skal sæta einangrun meðan á gæsluvarðhaldi stendur.