Hæstiréttur íslands

Mál nr. 82/2004


Lykilorð

  • Kærumál
  • Gæsluvarðhald. A. liður 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991


Miðvikudaginn 25

Miðvikudaginn 25. febrúar 2004.

Nr. 82/2004.

Lögreglustjórinn í Reykjavík

(Egill Stephensen saksóknari)

gegn

X

(Björn Þorri Viktorsson hdl.)

 

Kærumál. Gæsluvarðhald. A. liður 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991.

X var gert að sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli a. liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála.

Dómur Hæstaréttar.

Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Gunnlaugur Claessen, Árni Kolbeinsson og Ingibjörg Benediktsdóttir.

Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 21. febrúar 2004. Kærumálsgögn bárust réttinum 23. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 21. febrúar 2004, þar sem fallist var á kröfu sóknaraðila um að varnaraðili sætti gæsluvarðhaldi allt til föstudagsins 27. febrúar 2004 kl. 16. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi.

Sóknaraðili krefst þess að úrskurður héraðsdómara verði staðfestur.

Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur.

Dómsorð:

Hinn kærði úrskurður er staðfestur.

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 21. febrúar 2004.

Lögreglustjórinn í Reykjavík hefur krafist þess að X verði gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til föstudagsins 27. febrúar 2004 klukkan 16.00.

           [...]

          Álit dómsins:

Telja verður að rökstuddur grunur sé fyrir því að kærði, X, hafi átt hlut að brotum gegn lögum um ávana- og fíkniefni, og að hætta geti verið á því að hann torveldi rannsókn málsins, sem enn er ólokið, svo sem með því að hafa áhrif á vitni og eða samseka, fái hann að fara frjáls ferða sinna.  Ber því samkvæmt a. lið 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála að taka kröfu lögreglustjórans í Reykjavík til greina og ákveða að kærði sæti gæsluvarðhaldi allt til föstudagsins 27. febrúar n.k. klukkan 16.00.

Pétur Guðgeirsson héraðsdómari kvað upp úrskurðinn.

Úrskurðarorð

          Kærði, X, skal sæta gæsluvarðhaldi allt til föstudagsins 27. febrúar 2004 klukkan 16.00.