Hæstiréttur íslands
Mál nr. 319/2006
Lykilorð
- Skaðabótamál
- Líkamstjón
- Uppgjör
|
|
Fimmtudaginn 18. janúar 2007. |
|
Nr. 319/2006. |
Hjálmar Þ. Baldursson (Kristján Stefánsson hrl.) gegn Njáli Skarphéðinssyni, Bryndísi Vilhjálmsdóttur og Tryggingamiðstöðinni hf. (Valgeir Pálsson hrl.) |
Skaðabótamál. Líkamstjón. Uppgjör.
H varð fyrir umferðarslysi 20. maí 2000, þar sem hann slasaðist. Ágreiningur aðila stóð um hvort hið bótaskylda vátryggingafélag T hefði að fullu gert upp við H, sem var vélstjóri á frystitogara, bætur vegna varanlegrar örorku og atvinnutjóns. Ekki var talið að við hámarksbætur samkvæmt 4. mgr. 7. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993, sem uppgjör við H var miðað við, bæri að bæta 6% álagi vegna skyldu vinnuveitanda til framlags í lífeyrissjóð hans. Var tjón H vegna varanlegrar örorku því talið að fullu bætt. Að því er varðaði bætur fyrir tímabundið atvinnutjón H var fallist á með T að miða bæri þær bætur við hlutfallið 231/300 af óskertum staðgengilslaunum fyrir allar veiðiferðir á tímabilinu frá slysdegi að stöðugleikapunkti, enda lá fyrir að H hefði í fullri vinnu á þessu tímabili aðeins notið þessa hlutfalls vegna svonefnd frítúrakerfis hjá vinnuveitanda sínum. Jafnframt var fallist á með T að lækka bæri staðgengilslaunin, sem við var miðað, um 30% þar sem H hafði verið metinn til 30% varanlegrar örorku vegna slysa sem hann varð fyrir eftir að viðmiðunartímabilið, sem atvinnutjónið var miðað við, var liðið. Loks var talið að frá bótum H fyrir atvinnutjón skyldi draga tiltekna fjárhæð vegna réttar hans til slysadagpeninga hjá Tryggingastofnun ríkisins á þessu tímabili. Var T því sýknað af öllum kröfum H.
Dómur Hæstaréttar.
Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Hrafn Bragason, Jón Steinar Gunnlaugsson og Ólafur Börkur Þorvaldsson.
Áfrýjandi skaut til Hæstaréttar með áfrýjunarstefnu 13. júní 2006 dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 6. janúar sama ár, og með áfrýjunarstefnu 3. júlí 2006 dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 4. apríl sama ár. Fyrir Hæstarétti hafa málin verið sameinuð.
Áfrýjandi krefst þess að stefndu verði dæmd til að greiða honum óskipt 14.947.821 krónu með 4,5% ársvöxtum af 11.089.720 krónum frá 20. maí 2000 til 31. ágúst 2001, en af 14.947.821 krónu frá þeim degi til 1. febrúar 2002, en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu af sömu fjárhæð frá þeim degi til greiðsludags, allt að frádregnum 723.708 krónum 31. desember 2000, 651.764 krónum 31. ágúst 2001, 232.208 krónum 3. ágúst 2002, 2.000.000 krónum 28. september 2002, 2.588.374 krónum 14. október 2002 og 5.537.486 krónum 14. október 2004. Þá krefst hann málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti.
Stefndu krefjast aðallega staðfestingar hinna áfrýjuðu dóma og málskostnaðar fyrir Hæstarétti, en til vara að krafa áfrýjanda verði lækkuð og málskostnaður felldur niður.
Áfrýjandi varð fyrir umferðarslysi 20. maí 2000, þar sem hann slasaðist. Er ekki ágreiningur um bótaskyldu stefnda Tryggingamiðstöðvarinnar hf. vegna slyssins. Málsaðila greinir hins vegar á um hvort þessi stefndi hafi að fullu gert upp við áfrýjanda bætur vegna varanlegrar örorku og bætur fyrir atvinnutjón. Er ágreiningsefnum lýst í hinum áfrýjaða dómi.
Að því er snertir bætur fyrir varanlega örorku heldur áfrýjandi því fram að við hámarksbætur samkvæmt 4. mgr. 7. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993, sem uppgjör til hans var miðað við, beri að bæta 6% álagi vegna skyldu vinnuveitanda til framlags í lífeyrissjóð hans. Í nefndu ákvæði er ákveðið hámark árslauna sem miða skal við þegar bætur fyrir varanlega örorku eru metnar. Í 1. mgr. 7. gr. laganna er kveðið svo á að til árslauna teljist framlag vinnuveitanda til lífeyrissjóðs. Verður því ekki fallist á málflutning áfrýjanda hér að lútandi og verður dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 6. janúar 2006 staðfestur um sýknu stefndu af kröfum áfrýjanda. Rétt þykir einnig að staðfesta dóminn um að fella niður málskostnað milli málsaðila.
Vísað er til forsendna héraðsdóms 4. apríl 2006 um að lok tímabils bóta til áfrýjanda fyrir atvinnutjón skuli vera svonefndur stöðugleikapunktur sem aðilar eru sammála um að hafi verið 31. ágúst 2001. Í héraðsdómi var fallist á sjónarmið stefnda um að miða beri bætur fyrir atvinnutjón áfrýjanda við hlutfallið 231/300 af óskertum staðgengilslaunum fyrir allar veiðiferðir á tímabilinu frá slysdegi til 31. ágúst 2001. Í málinu liggur fyrir að áfrýjandi hefði í fullri vinnu á þessu tímabili aðeins notið þessa hlutfalls vegna svonefnds frítúrakerfis hjá vinnuveitanda sínum Granda hf. en áfrýjandi hefur ekki mótmælt útreikningi hlutfallsins. Verður því fallist á þessa niðurstöðu. Ennfremur verður fallist á að lækka beri staðgengilslaunin, sem við er miðað, um 30% þar sem áfrýjandi hafði verið metinn til 30% varanlegrar örorku vegna slysa sem hann varð fyrir, eftir að viðmiðunartímabilið, sem atvinnutjónið er miðað við, var liðið. Loks hefur áfrýjandi mótmælt réttmæti þess er stefndi Tryggingamiðstöðin hf. dró frá bótum til hans fyrir atvinnutjón 179.896 krónur vegna réttar hans til slysadagpeninga hjá Tryggingastofnun ríkisins á þessu tímabili. Fyrir liggur að áfrýjandi hefur ekki fengið þessar bætur greiddar, þó að hann hafi átt rétt á þeim. Það getur þó engu máli skipt um ákvörðun bóta honum til handa úr hendi stefndu, þar sem áfrýjanda ber skylda til að takmarka tjón sitt eftir föngum og þar með talið að leita eftir þeim bótum sem hann kann að eiga rétt á hjá öðrum. Er því fallist með stefndu á réttmæti þessa frádráttar.
Samkvæmt því sem nú hefur verið rakið verður dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 4. apríl 2006 um sýknu stefndu staðfestur. Þá þykir einnig rétt að staðfesta niðurstöðu dómsins um málskostnað.
Samkvæmt þessum úrslitum verður áfrýjandi dæmdur til að greiða stefndu málskostnað fyrir Hæstarétti sem í dómsorði greinir.
Dómsorð:
Hinir áfrýjuðu dómar skulu vera óraskaðir um sýknu stefndu, Njáls Skarphéðinssonar, Bryndísar Vilhjálmsdóttur og Tryggingamiðstöðvarinnar hf., af kröfum áfrýjanda, Hjálmars Baldurssonar, og um málskostnað.
Áfrýjandi greiði stefndu 300.000 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti.
Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 6. janúar 2006.
Mál þetta, sem dómtekið var 21. desember 2005, er höfðað fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur af Hjálmari Baldurssyni, kt. 150545-2699, Lóuási 9, Hafnafirði gegn Njáli Skarphéðinssyni, kt. 080877-3749, Herjólfsgötu 2, Hafnarfirði, Bryndísi Vilhjálmsdóttur, kt. 030665-2959, Þúfubarði 13, Hafnarfirði, og Tryggingamiðstöðinni hf., kt. 660269-2079, Aðalstræti 6-8, Reykjavík, með stefnu, sem birt var 11. mars 2004.
Dómkröfur stefnanda eru að stefndu verði in solidum dæmd til að greiða stefnanda skaðabætur sem þannig eru settar fram:
„Bætur
Varanleg örorka kr. 3.639.718,oo
+ 6% " 218.383,oo
kr. 3.858.101,oo
Þjáningabætur " 440.860,oo
Miski " 252.175,oo kr. 693.035,oo
Samtals kr. 4.551.136,oo
4,5% af 693.035 frá 20.5. 2000 til 31.8 2001 en af kr. 4.551.136 frá þeim degi til 1. febrúar 2002, en dráttarvöxtum skv. 6. gr. l. nr. 38/2001 frá þeim degi til greiðsludags.
Til frádráttar innb. 14.10. 2002
kr. 2.985.051,oo
" (396.677,oo)
kr. 2.588.374,oo
Tímabundin örorka
Val 1.
Tímabil 20. maí 2000 31. ágúst 2001.
Aðallega er krafist óskertra heildarlauna staðgengils er nam á árinu 2000
Frá 20. maí áramóta kr. 5.100.124,oo
Á árinu 2001 frá áramótum til 31. ágúst " 5.296.561,oo
Kr. 10.396.685,oo
Vegna dagvinnu 2000 " 485.286,oo
Vegna dagvinnu 2001 " 379.370,oo
Kr. 11.261.341,oo
+ 6% " 675.680,oo
Kr. 11.937.021,oo
Til frádráttar kr. 723.708,oo
" 651.765,oo
" 231.608,oo kr. 1.607.081,oo
Kr. 10.329.040,oo
+ 4,5% ársvextir frá 20. maí 2000 til 1. febrúar 2002 en dráttarvöxtum frá þeim degi til greiðsludags.
Tímabundin örorka
Val 2.
10.396.609 x 231/300 = kr. 8.005.451,oo
+ dagvinna 2000 " 485.286,oo
dagvinna 2001 " 379.370,oo
kr. 8.870.107,oo
fengnar bætur " (1.607.81,oo)
Kr. 7.263.026,oo
+ 4,5% ársvextir frá 20. maí 2000 til 1. febrúar 2002 en dráttarvöxtum frá þeim degi til greiðsludags.
Til frádráttar 15.10 2004 kr. 3.655.497,00
Auk vaxta " 1.881.989,oo
Kr. 5.537.486,oo
Auk þess er krafist málskostnaðar úr hendi stefnda að mati dóms.“
Dómkröfur stefndu eru aðallega að stefndu verði sýknuð af öllum kröfum stefnanda og stefnanda verði gert að greiða stefnda málskostnað að skaðlausu að mati dómsins. Til vara er krafist verulegrar lækkunar á stefnufjárhæð og málskostnaður verði látinn niður falla. Ef bætur verða að einhverju leyti tildæmdar er þess krafist að bætur fyrir þjáningar og varanlegan miska beri 4,5% ársvexti frá 20. maí 2000 til 31. ágúst 2001 og samanlögð bótafjárhæð frá þeim degi til endanlegs dómsuppsögudags, en frá þeim degi til greiðsludags er fallist á að tildæmd bótafjárhæð beri dráttarvexti skv. 4. mgr. 5. gr. laga nr. 38/2001. Til þrautavara er gerð sama krafa og greinir í varakröfu að öðru leyti en því að tildæmd bótafjárhæð beri dráttarvexti skv. 4. mgr. 5. gr. laga nr. 38/2001 frá þingfestingardegi, 11. mars 2004, til greiðsludags.
Helstu málavextir eru að stefnandi varð fyrir því fjórum sinnum á árunum 1999 og 2000 að ekið var á bifreið er hann ók. Fyrst 8. janúar 1999, í annað skiptið 13. apríl 1999, í þriðja skiptið 27. september 1999 og loks í fjórða skiptið 20. maí 2000. Fyrsta slysið varð er ökutæki, sem vátryggt var hjá Tryggingu hf., var ekið á bifreið stefnanda - en upplýst er að vátryggingastofn þess var sameinaður vátryggingastofni stefndu, Tryggingamiðstöðvarinnar hf., 1. nóvember 1999. Annað slysið varð er bifreið, sem vátryggð var hjá IBEX Motor Policies at Lloyds, var ekið á bifreið stefnanda og þriðja slysið varð er bifreið, er vátryggð var hjá Sjóvá-Almennum tryggingum hf., var ekið á bifreið stefnanda. Fjórða og síðasta slysið varð er bifreið, sem vátryggð var hjá stefndu, var ekið á bifreið stefnanda.
Upplýst er að áður en stefnandi lenti í ofangreindum slysum, starfaði hann sem 2. vélstjóri á frystitogaranum Snorra Sturlusyni RE-219, sem gerður er út af Granda hf.. Með bréfi 28. desember 2000 sagði útgerðarfélagið stefnanda upp störfum sem vélstjóra á togaranum vegna „langvarandi veikinda“ stefnanda.
Af hálfu stefnda segir að vorið 1999 hafi þótt ljóst að stefnandi yrði óvinnufær um nokkurn tíma af völdum fyrstu tveggja slysanna og ekki hafi bætt úr skák þegar hann lenti í þriðja slysinu í september sama ár. Hafi á þessum tíma verið vandasamt að greina að hve miklu leyti rekja mætti óvinnufærni stefnanda til hvers tjónsatburðar fyrir sig. Til að auðvelda uppgjör bóta fyrir tímabundið atvinnutjón stefnanda - bæði fyrir hann sjálfan og ekki síður fyrir þau tryggingafélög sem hlut áttu að máli - hafi stefnandi og tryggingafélögin fallist á að Trygging hf. ( síðar Tryggingamiðstöðin hf.) skyldi annast uppgjör bóta fyrir tímabundið atvinnutjón sem síðan yrði jafnað á hvert tjón, þegar örorkumat lægi fyrir.
Stefnandi, Tryggingarmiðstöðin hf., tjónsfulltrúi Lloyds á Íslandi og Sjóvá-Almennar Tryggingar hf. fengu læknana Júlíus Valsson og Ragnar Jónsson til að meta tímabundna óvinnufærni, þjáningartímabil, varanlegan miska og varanlega örorku af völdum hvers slyss fyrir sig. Samkvæmt matsgerð þeirra, dags. 1. febr. 2002 og leiðréttingu matsgerðar 7. ágúst 2002 var niðurstaða þeirra þessi:
I. Umferðarslysið þann 8. janúar 1999:
1. Tímabundið atvinnutjón vegna umferðarslyssins þ. 8. janúar 1999, skv. 2. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993, telst vera 100% frá 8. janúar 1999 til 13. apríl 1999.
2. Varanlegur miski af völdum umferðarslyssins þ. 8. janúar 1999, samkvæmt 4. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993, er 10% (tíu af hundraði).
3. Varanleg örorka af völdum umferðarslyssins þ. 8. janúar 1999, samkvæmt 5. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993, er 20% (tuttugu af hundraði).
4. Tjónþoli telst ekki hafa verið rúmfastur eftir slysið en veiku í skilningi skaðabótalaga frá 8. janúar 1999 til 13. apríl 1999. Eftir þann tíma telst ástand hans hafa verið orðið stöðugt og var þá ekki að vænta frekari bata.
II. Umferðarslysið þann 13. apríl 1999:
1. Tímabundið atvinnutjón vegna umferðarslyssins þ. 13. apríl 1999, skv. 2. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993, telst 100% frá 13. apríl til 27. september 1999.
2. Varanlegur miski af völdum umferðarslyssins þ. 13. apríl 1999, samkvæmt 4. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993, er 5% (fimm af hundraði).
3 Varanleg örorka af völdum umferðarslyssins þ. 13. apríl 1999, samkvæmt 5. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993, er 10% (tíu af hundraði).
4. Tjónþoli telst ekki hafa verið rúmfastur eftir slysið en veikur í skilningi skaðabótalaga frá 13. apríl 1999 til 27. september 1999. Eftir þann tíma telst ástand hans hafa verið orðið stöðugt og var þá ekki að vænta frekari bata.
III. Umferðarslysið þann 27. september 1999:
1. Tímabundið atvinnutjón vegna umferðarslyssins þ. 27. september 1999, skv. 2. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993, telst 100% til 15. apríl 2000.
2. Varanlegur miski af völdum umferðarslyssins þ. 27. september 1999, samkvæmt 4. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993, er enginn.
3. Varanleg örorka af völdum umferðarslyssins þ. 27 september 1999, samkvæmt 5. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993, er engin.
4. Tjónþoli telst ekki hafa verið rúmfastur eftir slysið en veikur í skilningi skaðabótalaga frá 27. september 1999 til 15. apríl 2000. Eftir þann tíma telst ástand hans hafa verið orðið stöðugt og var þá ekki að vænta frekari bata.
IV. Umferðarslysið þann 20. maí 2000:
1. Tímabundið atvinnutjón vegna umferðarslyssins þ. 20. maí 2000, skv. 2. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 telst vera 100% frá 20. maí 2000 til 31. ágúst 2001.
2. Varanlegur miski af völdum umferðarslyssins þ. 20. maí 2000, samkvæmt 4. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993, er 5% (fimm af hundraði).
3. Varanleg örorka af völdum umferðarslyssins þ. 20. maí 2000, samkvæmt 5. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993, er 10% (tíu af hundraði).
4. Tjónþoli telst ekki hafa verið rúmfastur eftir slysið en veikur í skilningi skaðabótalaga frá 20. maí 2000 til 31. ágúst 2001. Eftir þann tíma telst ástand hans hafa verið orðið stöðugt og var þá ekki að vænta frekari bata.
Af hálfu stefnda segir að félagið hafi álitið rétt að ljúka uppgjöri bóta vegna slysanna tveggja sem að félaginu snéru á grundvelli matsgerðarinnar. Þau trygginga-félög sem báru ábyrgð á slysunum 13. apríl 1999 og 27. september 1999, þ.e. IBEX Motor Policies at Lloyds og Sjóvá-Almennar tryggingar hf., hafi hins vegar ekki viljað gera upp tjón vegna þessara slysa á grundvelli matsgerðarinnar, a.m.k. ekki er vörðuðu tímabundið atvinnutjón. Hafi þá brostið forsendur fyrir samkomulaginu um að félögin jöfnuðu greiðslum fyrir tímabundið atvinnutjón stefnanda þegar örorkumat lægi fyrir og um leið grundvöllur fyrir þeim bótagreiðslum sem stefndi hafði greitt til stefnanda. Félagið hafi þá neyðst til að gera upp tjón stefnanda af völdum slysanna 8. janúar 1999 og 20. maí 2000 m.a. með þeim hætti að allar greiðslur, sem inntar höfðu verið af hendi, voru dregnar frá báðum tjónunum eins og efni stóðu til jafnvel þótt þær hefðu verið sérstaklega tilgreindar sem bætur vegna fyrra slyssins.
Þann 14. október kveðst stefnda hafa greitt stefnanda „fullnaðarbætur“ vegna beggja slysanna. Bætur vegna slyssins 8. janúar 1999 hafi numið samtals 9.528.783 krónum auk vaxta og kostnaðar. Að teknu tilliti til tjónsdagsverðmætis innborgana hafi eftirstöðvar tjónsins þá numið 636.266 krónum, en nánar hafi bæturnar sundurliðast þannig:
Tímabundið atvinnutjón 8.1.99-13.4.99 kr. 2.616.432
Laun frá vinnuv. 8.1.99-13.499 - kr. 1.441.849
Bætt af TM 15.4.99-3.6.99 - kr. 1.174.583 kr. 0
Þjáningabætur (940 x 96) kr. 90.240
Varanlegur miski (5.366.000 x 10% x 100%) kr. 536.600
Varanleg örorka (6.037.000 x 10 x 20% x 64%) kr. 7.727.360
Tjónsdagsverðmæti innborgana 21.2.00-15.5.00 - kr. 2.012.854
Tjónsdagsverðmæti innborgana 24.11.99-18.1.02 - kr. 6.154.153
Vextir 8.1.1999-9.10.2002 (187.193 x 7,71%) kr. 14.433
Innhþókn. ás 24,5% vsk. (stofn kr. 9.528.783) kr. 437.640
Samtals kr. 639.266
Vegna slyssins 20. maí 2000 hafi bætur numið samtals 7.988.250 krónum auk vaxta og kostnaðar. Þann 14. október 2002 hafi eftirstöðvar tjónsins numið 2.985.051 krónu að teknu tilliti til tjónsdagsverðmætis innborgunar, en nánar hafi bæturnar sundurliðast þannig:
Tímab. atvtjón 20.5.00-31.8.00 kr. 5.443.073
Greiðslur frá lífeyrissjóði (1.086.273 x 60%)-kr. 651.764
Greiðslur frá sjúkrasjóði - kr. 723.708
Sjúkradagp og endurhæflífeyrir frá TR. - kr. 412.104
Bætt af TM 3.6.99-21.2.00 - kr. 3.655.497 kr. 0
Þjáningabætur (940 x 469) kr. 440.860
Varanlegur miski (3.759.452 x 4403/3282 = 5.043.500 x 5%) kr. 252.175
Varanleg örorka (5.798.500 x 6.277 x 10%) kr. 3.639.718
Tjónsdagsverðm. innborgunar á þjáningar og varanl.miska - kr. 693.035
Tjónsdagsverðm. innborgunar á varanlega örorku - kr. 1.174.600
Vextir 31.8.01 til 9.10.02 (2.465.118 x 5.00%) kr. 112.256
Innheimtuþóknun ás. 24,5% vsk. (stfn kr.7.988.250) kr. 396.677
Samtals kr. 2.985.051
Þann 15. október 2004 greiddi stefndi stefnanda frekari fjárhæð í bætur og skýrði greiðsluna í bréfi til lögmanns stefnanda en þar segir m.a.:
„Það er eindregin skoðun félagsins að Hjálmar hafi fengið tjón sitt að fullu bætt með því uppgjöri sem fram fór af hálfu félagsins þann 14. október 2002 að öðru leyti en því að vera kann að ekki hafi verið heimild til að greiða bætur fyrir tímabundið atvinnutjón af völdum slyssins með greiðslum fyrir sams konar tjón sem félagið greiddi vegna óvinnufærni Hjálmars fyrir slysið í maí 2000.
Hefur Tryggingamiðstöðin hf. afráðið að inna nú af hendi greiðslu til Hjálmars sem samsvarar tímabundnu atvinnutjóni hans vegna slyssins 20.5.2000 og nemur bótafjárhæðin kr. 3.655.497 auk vaxta og kostnaðar. Um útreikning fjárhæðarinnar vísast m.a. til greinargerðar TM í fyrrgreindu dómsmáli (dskj. nr. 21, bls. 6), en að meðtöldum vöxtum og kostnaði nemur greiðslan sem nú er innt af hendi samtals kr. 6.096.152 sem nánar sundurliðast svo:
Tímab. atvtjón 20.5.2000-31.8.2001 3.655.497 kr.
Vextir 1.1.2001-15.9.2002 (3.655.497x7,81%) 285.494 kr.
Dráttarv. 15.9.2002-15.10.2004 (3.940.991x40,51%) 1.596.495 kr. 1.881.989 kr.
Málskostnaður ás. 24,5% vsk. 531.666 kr.
Samtals 6.069.152 kr.
Það athugast að 38,58% staðgreiðsla skatts, kr. 1.410.291, er dregin af bótafjárhæðinni þannig að greiðsla beint til Hjálmars nemur 2.245.206 auk vaxtanna og málskostnaðar og hefur upphæðin verið lögð inn á bankareikning þinn nr. 606-26-303. Það athugist að bótafjárhæðin sjálf að teknu tilliti til frádreginnar staðgreiðslu er á sérstakri skaðabótakvittun (kr. 2.245.206) og vextirnir og málskostnaður (samtals kr. 2.413.655) á annarri, sbr. meðfylgjandi skaðabótakvittanir.
Hvað varðar upphafstíma vaxta þá er á það bent að mjög erfitt er að koma því við að finna nákvæmlega út hvenær bætur vegna hverrar einstakrar launagreiðslu gátu fyrst komið til greiðslu og þá m.a. með hliðsjón af lögbundnum frádráttarliðum skv. 2. mgr. 2. gr. skaðabótalaga. Til einföldunar og hagræðis er því miðað við að heildartjónið vegna tímabundinnar óvinnufærni beri vexti af skaðbótum skv. 16. gr. skaðabótalaga frá u.þ.b. miðju tímabili sem óvinnufærnin varð, eða frá 1.1.2001.
Þá hefur Tryggingamiðstöðin hf. ennfremur afráðið að greiða Hjámari eftirstöðvar bóta fyrir þjáningar, varanlegan miska og varanlega örorku vegna slyssins 8.1.1999 að því marki sem greiðslur fyrir tímabundið atvinnutjón voru nýttar til greiðslu á þessum bótaliðum við uppgjörið 14. október 2002. Um var að ræða greiðslur að tjónsdagsverðmæti kr. 2.012.854 sem auk vaxta frá slysdegi og eftirstöðva innheimtu-þóknunar nema samtals kr. 3.134.694 er nánar sundurliðast svo:
Eftirst. bóta f. þján., varanl. miska og varanl. ör. 2.012.854 kr.
Vextir 8.1.1999-15.9.2002 (2.012.854x7,57%) 152.373 kr.
Dráttarv 15.9.2002-15.10.2004 (2.165.227x40,51%) 877.133 kr. 1.029.506 kr.
Eftirst. innheimtuþóknunar ás. 24,5% vsk. 92.334 kr.
Samtals 3.134.694 kr.
Bætur þessar hafa nú í dag verið lagðar inn á fyrrgreindan bankareikning þinn, sbr. meðf. skaðabótakvittun.
Með þeim bótagreiðslum sem hér að framan greinir er um að ræða fullnaðaruppgjör á bótum til Hjálmars vegna slysanna 8.1.1999 og 20.5.2000. Að því marki sem Tryggingamiðstöðin hf. hefur greitt bætur til Hjálmars vegna tímabundins atvinnutjóns, sem stafar af slysum þeim sem hann varð fyrir 13.4.1999 og 27.9.1999, öðlast félagið rétt Hjálmars á hendur þeim aðilum sem bótaskyldir eru vegna þeirra, svo sem tjónfulltrúa Lloyds á Íslandi og Sjóvá-Almennum tryggingum hf., sbr. 1. mgr. 22. gr. skaðabótalaga.
Að síðust þá athugist að með framangreindri leiðréttingu á uppgjörinu vegna slyssins 8.1.1999 er fallið frá því að nýta greiðslur, sem upphaflega voru inntar af hendi til greiðslu á tímabundnu atvinnutjóni, til greiðslu á bótum fyrir þjáningar, varanlegan miska og varanlega örorku. Hinar upphaflegu greiðslur fyrir tímabundið atvinnutjón munu því eftirleiðis standa óhaggaðar sem slíkar. Í þessu felst að brostnar eru forsendur fyrir því að staðgreiðsla skatta, sem dregin var af greiðslunum hverju sinni, verði nú endurgreidd Hjámari.“
Stefnandi byggir á því að 20. maí 2000 hafi bifreiðinni PY-536 verið ekið harkalega aftan á bifreið er stefnandi ók. Bifreiðin PY-536 hafi verið tryggð lögboðinni ábyrgðar-tryggingu hjá stefnda. Samkvæmt mati tveggja bæklunarlækna hafi stefnandi hlotið tímabundið atvinnutjón vegna slyssins frá 20. maí 2000 til 31. ágúst 2001 og 5% varanlega örorku skv. 5. gr. skaðabótalaga og 5% varanlegan miska skv. 4. gr. skaðbótalaga. Þá hafi stefnandi talist veikur í skilningi 3. gr. skaðbótalaga frá 20. maí til 31. ágúst 2001 eða í 469 daga, en stöðugleikapunkti hafi verið náð 31. ágúst 2001.
Stefndu byggja á því að hafa bætt líkamstjón stefnanda vegna slyssins 20. maí 2000 að fullu.
Varðandi kröfu stefnanda um bætur fyrir varanlega örorku vísa stefndu til þess að fyrir slysið 20. maí 2000 hafði stefnandi ekki unnið í rúma 16 mánuði vegna afleiðinga fyrri slysa. Óvenjulegar aðstæður hafi því verið fyrir hendi þannig að árslaun til ákvörðunar bóta fyrir varanlega örorku bar að meta sérstaklega, sbr. 2. mgr. 7. gr. skaðabótalaga. Skerðing starfsorku vegna fyrri slysa, 8. janúar og 13. apríl 1999 (samtals 30%), leiði líkur að því að aflahæfi stefnanda í maí 2000 hafi verið mun minna en það var fyrir slysið 8. janúar 1999. Stefndu hafi þó miðað við hámarkslaun miðað við vísitölu í ágúst 2001 (4229/3282), þegar heilsufar var orðið stöðugt vegna slyssins 20. maí 2000, eða 5.798.500 kr. - Bent er á að í lok ágúst 2001 hafi stefnandi verið 56 ára og 108 daga gamall. Aldursstuðull við útreikning örorkubótanna sé því 6,277, skv. töflu í 1. mgr. 6. gr., sbr. 9. gr. skaðabótalaga. Að teknu tilliti til lögbundinna frádráttarliða og innborgana hafi stefndu innt af hendi fullar bætur fyrir varanlega örorku stefnanda af völdum slyssins.
Varðandi kröfu stefnanda um bætur fyrir þjáningar og bætur fyrir varanlegan miska vísa stefndu til þess að hafa þegar greitt þær.
Ályktunarorð: Ekki er ágreiningur um bótaábyrgð stefndu vegna umferðarslyss er stefnandi varð fyrir 20. maí 2000. Upplýst er að stefnandi hafði áður tognað á hálsi í þremur öðrum slysum á tæpum 16 ½ mánuði eða 8. janúar, 13. apríl og 27. september 1999 og hafði hann ekki náð fullum bata er hann varð fyrir slysinu í maí 2000. Hafði hann skömmu áður dvalist í u.þ.b. sex vikur eða fram í miðjan apríl 2000 að Reykjalundi og að áliti meðferðarlæknis var þá talið ljóst að stefnandi gæti ekki horfið til fyrri starfa á næstunni.
Eins og greint var frá fengu stefnandi, stefndi, Tryggingamiðstöðin hf., tjónsfulltrúi Lloyds á Íslandi og Sjóvá-Almennar tryggingar hf. læknana Júlíus Valsson og Ragnar Jónsson til að meta tímabundna óvinnufærni, þjáningartímabil, varanlegan miska og varanlega örorku stefnanda af völdum umræddra fjögurra umferðarslysa. Í matsgerð 1. febrúar 2002 er fjallað um hvert þeirra fyrir sig svo sem farið var fram á og afleiðingar þess fyrir heilsufar stefnanda. Þá er upplýst að lögmaður stefnanda óskaði síðar eftir ítarlegum rökstuðningi fyrir tímabundinni tapaðri starfsgetu stefnanda m.a. vegna slyssins 20. maí 2000, en í matsgerðinni 1. febrúar 2002 var tímabundið atvinnutjón ekkert talið vera. Með bréfi 7. ágúst 2002 lýstu matsmenn yfir leiðréttingu á matsgerðinni frá 1. febrúar 2002 sem m.a. fól í sér að tímabundið atvinnutjón stefnanda vegna umferðarslyssins 20. maí 2002 var metið 100% frá 20. maí 2002 til 31. ágúst 2001.
Ekki er ágreiningur um að varanleg örorka stefnanda vegna slyssins 20. maí 2000 reiknist tíu af hundraði né að heilsufar vegna slyssins hafi orðið stöðugt 31. ágúst 2001. Þá eru aðilar sammála um að bætur fyrir varanlega örorku nemi 3.639.718 kr. Þá er ekki ágreiningur um að bætur fyrir þjáningar skuli nema 440.860 kr. og bætur fyrir varanlegan miska nema 252.175 kr.
Fallist verður á með stefndu að þeir hafi greitt að fullu bætur ásamt vöxtum fyrir varanlega örorku, þjáningar, skv. 3. gr. skaðabótalaga, og varanlegan miska vegna slyssins 20. maí 2000 með greiðslum 25. september 2002 og 14. október 2002. Jafnframt verður fallist á með stefndu að ekki séu lagaskilyrði til að leggja 6% álag á launaviðmiðun samkvæmt 3. mgr. 7. gr. skaðabótalaga vegna mótframlags vinnuveitanda í lífeyrissjóð.
Kröfur stefnanda um frekari bætur fyrir „tímabundna örorku“ eru án viðhlítandi rökstuðnings og verður þeim vísað sjálfkrafa frá dómi.
Rétt er að málskostnaður fyrir héraðsdómi falli niður. Er þá litið til þess að stefnda, Tryggingamiðstöðin hf., greiddi stefnanda innheimtuþóknun að fjárhæð 396.677 kr. þann 14. október 2002 og málskostnað að fjárhæð 531.666 kr. vegna uppgjörs 15. október 2004.
Páll Þorsteinsson héraðsdómari kveður upp dóminn.
DÓMSORÐ:
Stefndu, Tryggingamiðstöðin hf., Njáll Skarphéðinsson og Bryndís Vilhjálmsdóttir, skulu vera sýkn af kröfum stefnanda, Hjálmars Baldurssonar, um skaðabætur fyrir varanlega örorku, þjáningar, skv. 3. gr. skaðabótalaga, og varanlegan miska vegna slyss er stefnandi varð fyrir 20. maí 2000.
Kröfum stefnanda um bætur fyrir svokallaða tímabundna örorku er vísað frá dómi.
Málskostnaður fellur niður.
Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 4. apríl 2006.
Mál þetta, sem upphaflega var dómtekið 21. desember 2005, er höfðað fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur af Hjálmari Baldurssyni, kt. 150545-2699, Lóuási 9, Hafnafirði gegn Njáli Skarphéðinssyni, kt. 080877-3749, Herjólfsgötu 2, Hafnarfirði, Bryndísi Vilhjálmsdóttur, kt. 030665-2959, Þúfubarði 13, Hafnarfirði, og Tryggingamiðstöðinni hf., kt. 660269-2079, Aðalstræti 6-8, Reykjavík, með stefnu, sem birt var 11. mars 2004.
Er málið var dómtekið voru dómkröfur stefnanda að stefndu yrðu in solidum dæmd til að greiða stefnanda skaðabætur sem þannig voru settar fram:
„Bætur
Varanleg örorka kr. 3.639.718,oo
+ 6% " 218.383,oo
kr. 3.858.101,oo
Þjáningabætur " 440.860,oo
Miski " 252.175,oo kr. 693.035,oo
Samtals kr. 4.551.136,oo
4,5% af 693.035 frá 20.5. 2000 til 31.8 2001 en af kr. 4.551.136 frá þeim degi til 1. febrúar 2002, en dráttarvöxtum skv. 6. gr. l. nr. 38/2001 frá þeim degi til greiðsludags.
Til frádráttar innb. 14.10. 2002
kr. 2.985.051,oo
" (396.677,oo)
kr. 2.588.374,oo
Tímabundin örorka
Val 1.
Tímabil 20. maí 2000 31. ágúst 2001.
Aðallega er krafist óskertra heildarlauna staðgengils er nam á árinu 2000
Frá 20. maí áramóta kr. 5.100.124,oo
Á árinu 2001 frá áramótum til 31. ágúst " 5.296.561,oo
Kr. 10.396.685,oo
Vegna dagvinnu 2000 " 485.286,oo
Vegna dagvinnu 2001 " 379.370,oo
Kr. 11.261.341,oo
+ 6% " 675.680,oo
Kr. 11.937.021,oo
Til frádráttar kr. 723.708,oo
" 651.765,oo
" 231.608,oo kr. 1.607.081,oo
Kr. 10.329.040,oo
+ 4,5% ársvextir frá 20. maí 2000 til 1. febrúar 2002 en dráttarvöxtum frá þeim degi til greiðsludags.
Tímabundin örorka
Val 2.
10.396.609 x 231/300 = kr. 8.005.451,oo
+ dagvinna 2000 " 485.286,oo
dagvinna 2001 " 379.370,oo
kr. 8.870.107,oo
fengnar bætur " (1.607.81,oo)
Kr. 7.263.026,oo
+ 4,5% ársvextir frá 20. maí 2000 til 1. febrúar 2002 en dráttarvöxtum frá þeim degi til greiðsludags.
Til frádráttar 15.10 2004 kr. 3.655.497,00
Auk vaxta " 1.881.989,oo
Kr. 5.537.486,oo
Auk þess er krafist málskostnaðar úr hendi stefnda að mati dóms.“
Á dómþingi 27. mars 2004 kom stefnandi fram með nýja útgáfu af kröfugerð varðandi bætur fyrir „tímabundna örorku“ er svo hljóðar:
„Tímabundin örorka
Val 1.
Tímabil 20. maí 2000 31. ágúst 2001.
Krafist er óskertra heildarlauna staðgengils er nam á árinu 2000
Frá 20. maí áramóta (dskj. nr. 12) kr. 5.100.124,oo
Árið 2001 frá áramótum til 31. ágúst (dskj. nr. 13) " 5.296.561,oo
Kr. 10.396.685,oo
Til frádráttar " 651.765,oo
" 231.608,oo
+ 4,5% ársvextir frá 20. maí 2000 til 1. febrúar 2002 en dráttarvöxtum frá þeim degi til greiðsludags.
Tímabundin örorka
Val 2.
10.396.609 x 231/300 = kr. 8.005.451,oo
Til frádráttar " 651.765,oo
" 231.608,oo
+ 4,5% ársvextir frá 20. maí 2000 til 1. febrúar 2002 en dráttarvöxtum frá þeim degi til greiðsludags.
Til frádráttar innborgun 15.10 2004 kr. 3.655.497,00
Auk vaxta " 1.881.989,oo
Kr. 5.537.486,oo
Auk þess er krafist málskostnaðar úr hendi stefnda að mati dóms.“
Dómkröfur stefndu eru aðallega að stefndu verði sýknuð af öllum kröfum stefnanda og stefnanda verði gert að greiða stefnda málskostnað að skaðlausu að mati dómsins. Til vara er krafist verulegrar lækkunar á stefnufjárhæð og málskostnaður verði látinn niður falla. Ef bætur verða að einhverju leyti tildæmdar er þess krafist að bætur fyrir þjáningar og varanlegan miska beri 4,5% ársvexti frá 20. maí 2000 til 31. ágúst 2001 og samanlögð bótafjárhæð frá þeim degi til endanlegs dómsuppsögudags, en frá þeim degi til greiðsludags er fallist á að tildæmd bótafjárhæð beri dráttarvexti skv. 4. mgr. 5. gr. laga nr. 38/2001. Til þrautavara er gerð sama krafa og greinir í varakröfu að öðru leyti en því að tildæmd bótafjárhæð beri dráttarvexti skv. 4. mgr. 5. gr. laga nr. 38/2001 frá þingfestingardegi, 11. mars 2004, til greiðsludags.
Dómur var kveðinn upp 6. janúar sl. og er dómsorðið svohljóðandi:
Stefndu, Tryggingamiðstöðin hf., Njáll Skarphéðinsson og Bryndís Vilhjálmsdóttir, skulu vera sýkn af kröfum stefnanda, Hjálmars Baldurssonar, um skaðabætur fyrir varanlega örorku, þjáningar, skv. 3. gr. skaðabótalaga, og varanlegan miska vegna slyss er stefnandi varð fyrir 20. maí 2000.
Kröfum stefnanda um bætur fyrir svokallaða tímabundna örorku er vísað frá dómi.
Málskostnaður fellur niður.
Stefnandi skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 16. janúar sl. Kært var ákvæðið í dómi héraðsdóms um að vísa frá dómi kröfu stefnanda um bætur fyrir tímabundna örorku. Með dómi Hæstaréttar 9. febrúar sl. var hið kærða ákvæði um frávísun dómkröfu stefnanda á hendur stefndu fellt úr gildi og lagt fyrir héraðsdómara að taka kröfuna til efnismeðferðar.
Málið var endurflutt 27. mars sl. um þann þátt þess, sem vísað hafði verið frá dómi 6. janúar sl., og dómtekið að nýju.
Helstu málavextir eru að stefnandi varð fyrir því fjórum sinnum á árunum 1999 og 2000 að ekið var á bifreið er hann ók. Fyrst 8. janúar 1999, í annað skiptið 13. apríl 1999, í þriðja skiptið 27. september 1999 og loks í fjórða skiptið 20. maí 2000. Fyrsta slysið varð er ökutæki, sem vátryggt var hjá Tryggingu hf., var ekið á bifreið stefnanda - en upplýst er að vátryggingastofn þess var sameinaður vátryggingastofni stefndu, Tryggingamiðstöðvarinnar hf., 1. nóvember 1999. Annað slysið varð er bifreið, sem vátryggð var hjá IBEX Motor Policies at Lloyds, var ekið á bifreið stefnanda og þriðja slysið varð er bifreið, er vátryggð var hjá Sjóvá-Almennum tryggingum hf., var ekið á bifreið stefnanda. Fjórða og síðasta slysið varð er bifreið, sem vátryggð var hjá stefndu, var ekið á bifreið stefnanda.
Upplýst er að áður en stefnandi lenti í ofangreindum slysum, starfaði hann sem 2. vélstjóri á frystitogaranum Snorra Sturlusyni RE-219, sem gerður er út af Granda hf.. Með bréfi 28. desember 2000 sagði útgerðarfélagið stefnanda upp störfum sem vélstjóra á togaranum vegna „langvarandi veikinda“ stefnanda.
Af hálfu stefnda segir að vorið 1999 hafi þótt ljóst að stefnandi yrði óvinnufær um nokkurn tíma af völdum fyrstu tveggja slysanna og ekki hafi bætt úr skák þegar hann lenti í þriðja slysinu í september sama ár. Hafi á þessum tíma verið vandasamt að greina að hve miklu leyti rekja mætti óvinnufærni stefnanda til hvers tjónsatburðar fyrir sig. Til að auðvelda uppgjör bóta fyrir tímabundið atvinnutjón stefnanda - bæði fyrir hann sjálfan og ekki síður fyrir þau tryggingafélög sem hlut áttu að máli - hafi stefnandi og tryggingafélögin fallist á að Trygging hf. ( síðar Tryggingamiðstöðin hf.) skyldi annast uppgjör bóta fyrir tímabundið atvinnutjón sem síðan yrði jafnað á hvert tjón, þegar örorkumat lægi fyrir.
Stefnandi, Tryggingarmiðstöðin hf., tjónsfulltrúi Lloyds á Íslandi og Sjóvá-Almennar Tryggingar hf. fengu læknana Júlíus Valsson og Ragnar Jónsson til að meta tímabundna óvinnufærni, þjáningartímabil, varanlegan miska og varanlega örorku af völdum hvers slyss fyrir sig. Samkvæmt matsgerð þeirra, dags. 1. febr. 2002 og leiðréttingu matsgerðar 7. ágúst 2002 var niðurstaða þeirra þessi:
I. Umferðarslysið þann 8. janúar 1999:
1. Tímabundið atvinnutjón vegna umferðarslyssins þ. 8. janúar 1999, skv. 2. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993, telst vera 100% frá 8. janúar 1999 til 13. apríl 1999.
2. Varanlegur miski af völdum umferðarslyssins þ. 8. janúar 1999, samkvæmt 4. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993, er 10% (tíu af hundraði).
3. Varanleg örorka af völdum umferðarslyssins þ. 8. janúar 1999, samkvæmt 5. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993, er 20% (tuttugu af hundraði).
4. Tjónþoli telst ekki hafa verið rúmfastur eftir slysið en veiku í skilningi skaðabótalaga frá 8. janúar 1999 til 13. apríl 1999. Eftir þann tíma telst ástand hans hafa verið orðið stöðugt og var þá ekki að vænta frekari bata.
II. Umferðarslysið þann 13. apríl 1999:
1. Tímabundið atvinnutjón vegna umferðarslyssins þ. 13. apríl 1999, skv. 2. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993, telst 100% frá 13. apríl til 27. september 1999.
2. Varanlegur miski af völdum umferðarslyssins þ. 13. apríl 1999, samkvæmt 4. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993, er 5% (fimm af hundraði).
3 Varanleg örorka af völdum umferðarslyssins þ. 13. apríl 1999, samkvæmt 5. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993, er 10% (tíu af hundraði).
4. Tjónþoli telst ekki hafa verið rúmfastur eftir slysið en veikur í skilningi skaðabótalaga frá 13. apríl 1999 til 27. september 1999. Eftir þann tíma telst ástand hans hafa verið orðið stöðugt og var þá ekki að vænta frekari bata.
III. Umferðarslysið þann 27. september 1999:
1. Tímabundið atvinnutjón vegna umferðarslyssins þ. 27. september 1999, skv. 2. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993, telst 100% til 15. apríl 2000.
2. Varanlegur miski af völdum umferðarslyssins þ. 27. september 1999, samkvæmt 4. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993, er enginn.
3. Varanleg örorka af völdum umferðarslyssins þ. 27 september 1999, samkvæmt 5. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993, er engin.
4. Tjónþoli telst ekki hafa verið rúmfastur eftir slysið en veikur í skilningi skaðabótalaga frá 27. september 1999 til 15. apríl 2000. Eftir þann tíma telst ástand hans hafa verið orðið stöðugt og var þá ekki að vænta frekari bata.
IV. Umferðarslysið þann 20. maí 2000:
1. Tímabundið atvinnutjón vegna umferðarslyssins þ. 20. maí 2000, skv. 2. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 telst vera 100% frá 20. maí 2000 til 31. ágúst 2001.
2. Varanlegur miski af völdum umferðarslyssins þ. 20. maí 2000, samkvæmt 4. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993, er 5% (fimm af hundraði).
3. Varanleg örorka af völdum umferðarslyssins þ. 20. maí 2000, samkvæmt 5. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993, er 10% (tíu af hundraði).
4. Tjónþoli telst ekki hafa verið rúmfastur eftir slysið en veikur í skilningi skaðabótalaga frá 20. maí 2000 til 31. ágúst 2001. Eftir þann tíma telst ástand hans hafa verið orðið stöðugt og var þá ekki að vænta frekari bata.
Af hálfu stefnda segir að félagið hafi álitið rétt að ljúka uppgjöri bóta vegna slysanna tveggja sem að félaginu snéru á grundvelli matsgerðarinnar. Þau trygginga-félög sem báru ábyrgð á slysunum 13. apríl 1999 og 27. september 1999, þ.e. IBEX Motor Policies at Lloyds og Sjóvá-Almennar tryggingar hf., hafi hins vegar ekki viljað gera upp tjón vegna þessara slysa á grundvelli matsgerðarinnar, a.m.k. ekki er vörðuðu tímabundið atvinnutjón. Hafi þá brostið forsendur fyrir samkomulaginu um að félögin jöfnuðu greiðslum fyrir tímabundið atvinnutjón stefnanda þegar örorkumat lægi fyrir og um leið grundvöllur fyrir þeim bótagreiðslum sem stefndi hafði greitt til stefnanda. Félagið hafi þá neyðst til að gera upp tjón stefnanda af völdum slysanna 8. janúar 1999 og 20. maí 2000 m.a. með þeim hætti að allar greiðslur, sem inntar höfðu verið af hendi, voru dregnar frá báðum tjónunum eins og efni stóðu til jafnvel þótt þær hefðu verið sérstaklega tilgreindar sem bætur vegna fyrra slyssins.
Þann 14. október kveðst stefnda hafa greitt stefnanda „fullnaðarbætur“ vegna beggja slysanna. Bætur vegna slyssins 8. janúar 1999 hafi numið samtals 9.528.783 krónum auk vaxta og kostnaðar. Að teknu tilliti til tjónsdagsverðmætis innborgana hafi eftirstöðvar tjónsins þá numið 636.266 krónum, en nánar hafi bæturnar sundurliðast þannig:
Tímabundið atvinnutjón 8.1.99-13.4.99 kr. 2.616.432
Laun frá vinnuv. 8.1.99-13.499 - kr. 1.441.849
Bætt af TM 15.4.99-3.6.99 - kr. 1.174.583 kr. 0
Þjáningabætur (940 x 96) kr. 90.240
Varanlegur miski (5.366.000 x 10% x 100%) kr. 536.600
Varanleg örorka (6.037.000 x 10 x 20% x 64%) kr. 7.727.360
Tjónsdagsverðmæti innborgana 21.2.00-15.5.00 - kr. 2.012.854
Tjónsdagsverðmæti innborgana 24.11.99-18.1.02 - kr. 6.154.153
Vextir 8.1.1999-9.10.2002 (187.193 x 7,71%) kr. 14.433
Innhþókn. ás 24,5% vsk. (stofn kr. 9.528.783) kr. 437.640
Samtals kr. 639.266
Vegna slyssins 20. maí 2000 hafi bætur numið samtals 7.988.250 krónum auk vaxta og kostnaðar. Þann 14. október 2002 hafi eftirstöðvar tjónsins numið 2.985.051 krónu að teknu tilliti til tjónsdagsverðmætis innborgunar, en nánar hafi bæturnar sundurliðast þannig:
Tímab. atvtjón 20.5.00-31.8.00 kr. 5.443.073
Greiðslur frá lífeyrissjóði (1.086.273 x 60%)-kr. 651.764
Greiðslur frá sjúkrasjóði - kr. 723.708
Sjúkradagp og endurhæflífeyrir frá TR. - kr. 412.104
Bætt af TM 3.6.99-21.2.00 - kr. 3.655.497 kr. 0
Þjáningabætur (940 x 469) kr. 440.860
Varanlegur miski (3.759.452 x 4403/3282 = 5.043.500 x 5%) kr. 252.175
Varanleg örorka (5.798.500 x 6.277 x 10%) kr. 3.639.718
Tjónsdagsverðm. innborgunar á þjáningar og varanl.miska - kr. 693.035
Tjónsdagsverðm. innborgunar á varanlega örorku - kr. 1.174.600
Vextir 31.8.01 til 9.10.02 (2.465.118 x 5.00%) kr. 112.256
Innheimtuþóknun ás. 24,5% vsk. (stfn kr.7.988.250) kr. 396.677
Samtals kr. 2.985.051
Þann 15. október 2004 greiddi stefndi stefnanda frekari fjárhæð í bætur og skýrði greiðsluna í bréfi til lögmanns stefnanda en þar segir m.a.:
„Það er eindregin skoðun félagsins að Hjálmar hafi fengið tjón sitt að fullu bætt með því uppgjöri sem fram fór af hálfu félagsins þann 14. október 2002 að öðru leyti en því að vera kann að ekki hafi verið heimild til að greiða bætur fyrir tímabundið atvinnutjón af völdum slyssins með greiðslum fyrir sams konar tjón sem félagið greiddi vegna óvinnufærni Hjálmars fyrir slysið í maí 2000.
Hefur Tryggingamiðstöðin hf. afráðið að inna nú af hendi greiðslu til Hjálmars sem samsvarar tímabundnu atvinnutjóni hans vegna slyssins 20.5.2000 og nemur bótafjárhæðin kr. 3.655.497 auk vaxta og kostnaðar. Um útreikning fjárhæðarinnar vísast m.a. til greinargerðar TM í fyrrgreindu dómsmáli (dskj. nr. 21, bls. 6), en að meðtöldum vöxtum og kostnaði nemur greiðslan sem nú er innt af hendi samtals kr. 6.096.152 sem nánar sundurliðast svo:
Tímab. atvtjón 20.5.2000-31.8.2001 3.655.497 kr.
Vextir 1.1.2001-15.9.2002 (3.655.497x7,81%) 285.494 kr.
Dráttarv. 15.9.2002-15.10.2004 (3.940.991x40,51%) 1.596.495 kr. 1.881.989 kr.
Málskostnaður ás. 24,5% vsk. 531.666 kr.
Samtals 6.069.152 kr.
Það athugast að 38,58% staðgreiðsla skatts, kr. 1.410.291, er dregin af bótafjárhæðinni þannig að greiðsla beint til Hjálmars nemur 2.245.206 auk vaxtanna og málskostnaðar og hefur upphæðin verið lögð inn á bankareikning þinn nr. 606-26-303. Það athugist að bótafjárhæðin sjálf að teknu tilliti til frádreginnar staðgreiðslu er á sérstakri skaðabótakvittun (kr. 2.245.206) og vextirnir og málskostnaður (samtals kr. 2.413.655) á annarri, sbr. meðfylgjandi skaðabótakvittanir.
Hvað varðar upphafstíma vaxta þá er á það bent að mjög erfitt er að koma því við að finna nákvæmlega út hvenær bætur vegna hverrar einstakrar launagreiðslu gátu fyrst komið til greiðslu og þá m.a. með hliðsjón af lögbundnum frádráttarliðum skv. 2. mgr. 2. gr. skaðabótalaga. Til einföldunar og hagræðis er því miðað við að heildartjónið vegna tímabundinnar óvinnufærni beri vexti af skaðbótum skv. 16. gr. skaðabótalaga frá u.þ.b. miðju tímabili sem óvinnufærnin varð, eða frá 1.1.2001.
Þá hefur Tryggingamiðstöðin hf. ennfremur afráðið að greiða Hjámari eftirstöðvar bóta fyrir þjáningar, varanlegan miska og varanlega örorku vegna slyssins 8.1.1999 að því marki sem greiðslur fyrir tímabundið atvinnutjón voru nýttar til greiðslu á þessum bótaliðum við uppgjörið 14. október 2002. Um var að ræða greiðslur að tjónsdagsverðmæti kr. 2.012.854 sem auk vaxta frá slysdegi og eftirstöðva innheimtu-þóknunar nema samtals kr. 3.134.694 er nánar sundurliðast svo:
Eftirst. bóta f. þján., varanl. miska og varanl. ör. 2.012.854 kr.
Vextir 8.1.1999-15.9.2002 (2.012.854x7,57%) 152.373 kr.
Dráttarv 15.9.2002-15.10.2004 (2.165.227x40,51%) 877.133 kr. 1.029.506 kr.
Eftirst. innheimtuþóknunar ás. 24,5% vsk. 92.334 kr.
Samtals 3.134.694 kr.
Bætur þessar hafa nú í dag verið lagðar inn á fyrrgreindan bankareikning þinn, sbr. meðf. skaðabótakvittun.
Með þeim bótagreiðslum sem hér að framan greinir er um að ræða fullnaðaruppgjör á bótum til Hjálmars vegna slysanna 8.1.1999 og 20.5.2000. Að því marki sem Tryggingamiðstöðin hf. hefur greitt bætur til Hjálmars vegna tímabundins atvinnutjóns, sem stafar af slysum þeim sem hann varð fyrir 13.4.1999 og 27.9.1999, öðlast félagið rétt Hjálmars á hendur þeim aðilum sem bótaskyldir eru vegna þeirra, svo sem tjónfulltrúa Lloyds á Íslandi og Sjóvá-Almennum tryggingum hf., sbr. 1. mgr. 22. gr. skaðabótalaga.
Að síðust þá athugist að með framangreindri leiðréttingu á uppgjörinu vegna slyssins 8.1.1999 er fallið frá því að nýta greiðslur, sem upphaflega voru inntar af hendi til greiðslu á tímabundnu atvinnutjóni, til greiðslu á bótum fyrir þjáningar, varanlegan miska og varanlega örorku. Hinar upphaflegu greiðslur fyrir tímabundið atvinnutjón munu því eftirleiðis standa óhaggaðar sem slíkar. Í þessu felst að brostnar eru forsendur fyrir því að staðgreiðsla skatta, sem dregin var af greiðslunum hverju sinni, verði nú endurgreidd Hjámari.“
Stefnandi byggir á því að 20. maí 2000 hafi bifreiðinni PY-536 verið ekið harkalega aftan á bifreið er stefnandi ók. Bifreiðin PY-536 hafi verið tryggð lögboðinni ábyrgðar-tryggingu hjá stefnda. Samkvæmt mati tveggja bæklunarlækna hafi stefnandi hlotið tímabundið atvinnutjón vegna slyssins frá 20. maí 2000 til 31. ágúst 2001 og 5% varanlega örorku skv. 5. gr. skaðabótalaga og 5% varanlegan miska skv. 4. gr. skaðbótalaga. Þá hafi stefnandi talist veikur í skilningi 3. gr. skaðbótalaga frá 20. maí til 31. ágúst 2001 eða í 469 daga, en stöðugleikapunkti hafi verið náð 31. ágúst 2001.
Stefndu byggja á því að hafa bætt líkamstjón stefnanda vegna slyssins 20. maí 2000 að fullu.
Varðandi kröfu stefnanda um bætur fyrir varanlega örorku vísa stefndu til þess að fyrir slysið 20. maí 2000 hafði stefnandi ekki unnið í rúma 16 mánuði vegna afleiðinga fyrri slysa. Óvenjulegar aðstæður hafi því verið fyrir hendi þannig að árslaun til ákvörðunar bóta fyrir varanlega örorku bar að meta sérstaklega, sbr. 2. mgr. 7. gr. skaðabótalaga. Skerðing starfsorku vegna fyrri slysa, 8. janúar og 13. apríl 1999 (samtals 30%), leiði líkur að því að aflahæfi stefnanda í maí 2000 hafi verið mun minna en það var fyrir slysið 8. janúar 1999. Stefndu hafi þó miðað við hámarkslaun miðað við vísitölu í ágúst 2001 (4229/3282), þegar heilsufar var orðið stöðugt vegna slyssins 20. maí 2000, eða 5.798.500 kr. - Bent er á að í lok ágúst 2001 hafi stefnandi verið 56 ára og 108 daga gamall. Aldursstuðull við útreikning örorkubótanna sé því 6,277, skv. töflu í 1. mgr. 6. gr., sbr. 9. gr. skaðabótalaga. Að teknu tilliti til lögbundinna frádráttarliða og innborgana hafi stefndu innt af hendi fullar bætur fyrir varanlega örorku stefnanda af völdum slyssins.
Varðandi kröfu stefnanda um bætur fyrir þjáningar og bætur fyrir varanlegan miska vísa stefndu til þess að hafa þegar greitt þær.
Ágreiningur aðila í þessum þætti málsins snýr að kröfu stefnanda um frekari bætur fyrir tímabundið atvinnutjón en stefndi, Tryggingamiðstöðin hf., hefur þegar greitt honum.
Í kröfugerð stefnanda, vali 1, er ætlað launatap stefnanda miðað við óskert staðgengils-laun 2. vélstjóra allt tímabilið frá 20. maí 2000 til 31. ágúst 2001, sbr. dskj. nr. 12 og 13. Þannig verði launin fyrir tímab. 20. maí 2000 til 31. desember 2000 að fjárhæð 5.100.124 kr. (skv. dskj. nr. 12: 1.537.877 x 15/38 + 924.994 + 638.317 + 1.104.981 + 997.129 + 827.653). Þá verði launin fyrir tímab. 1. janúar 2001 til 31. ágúst 2001 að fjárhæð 5.296.561 kr. (skv. dskj. nr. 13: 683.449 + 1.064.268 + 624.535 + 1.112.291 + 949.939 + 852.081). Heildarstaðgengilslaun á tímabilinu séu því 10.396.685 kr.
Frá 10.396.685 kr. dregur stefnandi svo 651.769 kr. (60% af 1.086.273 kr., sjá dskj. nr. 17.) vegna greiðslna frá Lífeyrissjóði sjómanna og 231.608 kr. vegna endurhæfingarlífeyris og tekjutryggingar frá Tryggingastofnun ríkisins (dskj. nr. 16), eða samtals 883.377 kr. Þannig fæst tölulega val 1 í bótakröfu stefnanda.
Kröfugerð stefnanda, val 2, er í aðalatriðum tölulega byggð upp á sama hátt og kröfugerð stefnanda, val 1, nema í vali 2 er ekki gert ráð fyrir fullum staðgengilslaunum á tímabilinu, heldur er gert ráð fyrir skerðingu í hlutföllunum 231/300 (77%) vegna frítúrakerfis um borð í Snorra Sturlusyni RE-219 (sbr. dskj. nr. 14). Á árinu 1998, sem var síðasta heila árið sem stefnandi vann, áður en hann varð óvinnufær af völdum slysanna, var hann lögskráður á Snorra Sturlusyni RE-219 í 231 dag af 300 lögskráningardögum á skipið það ár (sbr. dskj. nr. 22). Þannig má ætla viðmiðunarlaunin 8.005.451 kr. (10.396.690 x 231/300). Frá þeirri fjárhæð dregur stefnandi svo greiðslur úr lífeyrissjóði, sjúkrasjóði Vélstjórafélags Íslands og frá Tryggingastofnun ríkisins, samtals að fjárhæð 883.377 kr. og fær þannig tölulega val 2 í bótakröfu sinni.
Bæði í vali 1 og vali 2 er gerð krafa um 4,5% ársvexti frá 20. maí 2000 til 1. febrúar 2002. Dráttarvaxta er krafist frá þeim degi til greiðsludags. Til frádráttar virðist síðan eiga að koma 5.537.486 kr. (3.655.497 + 1.88.989) sem stefndi, Tryggingamiðstöðin hf., greiddi til stefnandi 15 október 2004, hvort sem val 1 eða val 2 yrði tekið til greina.
Stefndu byggja á því að með greiðslu bóta fyrir tímabundið atvinnutjón að fjárhæð 3.655.497 kr. auk vaxta að fjárhæð 1.881.989 kr., sem greiddar voru 15. október 2004, hafi stefnandi fengið tímabundið atvinnutjón af völdum slyssins að fullu bætt. Stefnandi hafi verið með öllu óvinnufær síðustu 16 mánuðina fyrir slysið og ekki verið á leið til vinnu þegar það gerðist, 20. maí 2000, og hafi hann hvergi nærri sýnt fram á að raunverulegt atvinnutjón hans hafi numið hærri fjárhæð.
Varðandi vaxtakröfu stefnanda vísa stefndu til þess að upphafstíma vaxtakröfunnar skorti lagagrundvöll.
Ályktunarorð: Stefnandi leiðir tölulega heildarstaðgengilslaun fyrir tímabilið frá 1. janúar 2001 til 31. ágúst 2001 á heildarlaunum annars vélstjóra á Snorra Sturlusyni RE-231 á því tímabili, þ.e. 5.296.561 kr., sbr. dskj. nr. 13. Fær hann með því heildarfjárhæðina 10.396.685 kr. Eru þá tekin að fullu inn í útreikninginn laun vegna síðustu veiðiferðar, sem stóð frá 6. ágúst til 14. september 2001.
Stefnandi miðar sjálfur við að heilsufar hans hafi orðið stöðugt 31. ágúst 2001 vegna áverka sem hann fékk við slysið 20. maí 2000. Stefndi, Tryggingamiðstöðin hf., tók því einungis til greina hluta launa fyrir síðastgreindu veiðiferð í útreikning sinn í hlutföllunum 26/40, þ.e. launa frá 6. ágúst til 31. ágúst 2001, sbr. 1. mgr. 2. gr. laga nr. 50/1993, eins og ákvæðinu var breytt með 1. gr. laga nr. 37/1999, er gerir mismun upp á 298.228 kr. Þannig nema staðgengilslaun annars vélstjóra 10.098.457 kr. á tímabilinu 20. maí 2000 til 31. ágúst 2001, en ekki 10.396.685 kr.
Auk þess að lækka útreiknað tjón skv. vali 1 hjá stefnanda með hlutföllunum 231/300 vegna frítúrakerfisins - eins og stefnandi gerir reyndar skv. vali 2 - þá lækkar stefndi, Tryggingamiðstöðin hf., fjárhæðina til viðbótar einnig um 30% með hliðsjón af því að stefnandi hafði verið metinn samtals til 20% varanlegrar örorku vegna slysanna í janúar og apríl 1999 og fengið greiddar bætur vegna þeirrar örorku. Á þetta er fallist með stefndu.
Þannig þykir rétt skv. hlutfallinu 10.098.457 x 231/330 að lækka fjárhæðina 10.098.685 kr. í 7.775.812 kr. og síðan skv. hlutfallinu 7.775.812 x 70% að lækka fjárhæðina 7.775.812 kr. í 5.443.069 kr. sem er sama fjárhæð og stefndi, Trygginga-miðstöðin hf., leggur til grundvallar við útreikning sinn á tímabundnu atvinnutjóni stefnanda.
Stefnandi gerir ráð fyrir frádrætti vegna greiðslu frá Tryggingastofnun ríkisins að fjárhæð 231.609 kr. skv. vali 1. Samkvæmt dskj. nr. 16, sem er greiðsluyfirlit frá Tryggingastofnun ríkisins sem stefnandi lagði fram í málinu, nemur endurhæfingarlífeyrir og tekjutrygging stefnanda á því tímabili, sem þar um ræðir, samtals að fjárhæð 232.608 kr. Stefndu gera ráð fyrir frádrætti vegna réttar stefnanda til greiðslna frá Tryggingastofnun ríkisins vegna slyssins, samtals að fjárhæð 412.104 kr. Annars vegar endurhæfingarlífeyrir og tekjutrygging stefnanda að fjárhæð 232.608 kr. og hins vegar sjúkradagpeningar, sbr. dskj. nr. 23, fyrir tímabilið 20. maí 2000 til 31. desember 2000, eða í 226 daga, en sjúkradagpeningar á þessu tímabili munu hafa numið 796 kr. á dag. Þannig hefði stefnandi átt að fá sjúkradagpeninga samtals að fjárhæð 179.896 kr.
Með vísun til þess sem hér hefur verið rakið og röksemda stefndu að öðru leyti verður fallist á kröfu stefndu um sýknu.
Rétt er að málskostnaður fyrir héraðsdómi falli niður.
Páll Þorsteinsson héraðsdómari kveður upp dóminn.
DÓMSORÐ:
Stefndu, Tryggingamiðstöðin hf., Njáll Skarphéðinsson og Bryndís Vilhjálmsdóttir, skulu vera sýkn af kröfum stefnanda, Hjálmars Baldurssonar, um umkrafðar skaðabætur fyrir tímabundið atvinnutjón vegna slyss er stefnandi varð fyrir 20. maí 2000.
Málskostnaður fellur niður.