Hæstiréttur íslands
Mál nr. 284/2014
Lykilorð
- Kærumál
- Gæsluvarðhald. 2. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008
|
|
Mánudaginn 28. apríl 2014. |
|
Nr. 284/2014. |
Ákæruvaldið (Kolbrún Benediktsdóttir saksóknari) gegn X (Sveinn Andri Sveinsson hrl.) |
Kærumál. Gæsluvarðhald. 2. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008.
Staðfestur var
úrskurður héraðsdóms þar sem X var gert að sæta gæsluvarðhaldi samkvæmt 2.
mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð
sakamála.
Dómur
Hæstaréttar
Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Viðar
Már Matthíasson og Ólafur Börkur Þorvaldsson og Ingveldur Einarsdóttir settur
hæstaréttardómari.
Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar
með kæru 23. apríl 2014 sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 25. sama mánaðar. Kærður er úrskurður
Héraðsdóms Reykjavíkur 23. apríl 2014, þar sem varnaraðila var gert að sæta
áframhaldandi gæsluvarðhaldi allt til miðvikudagsins 18. júní 2014 klukkan
16. Kæruheimild er í l. lið 1. mgr. 192.
gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Varnaraðili krefst þess að hinn kærði
úrskurður verði felldur úr gildi
Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða
úrskurðar.
Með vísan til forsendna hins kærða
úrskurðar verður hann staðfestur.
Dómsorð:
Hinn kærði úrskurður er staðfestur.
Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 23. apríl 2014.
Ríkissaksóknari
hefur krafist þess, með vísan til 2. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð
sakamála, að X, kt. [...], verði gert að sæta áfram
gæsluvarðhaldi meðan mál hans er til meðferðar fyrir Hæstarétti Íslands, þó
eigi lengur en til miðvikudagsins 18. júní 2014 kl. 16:00.
Í
greinargerð ríkissaksóknara kemur fram að með ákæru ríkissaksóknara dagsettri
23. júlí 2013 sé ákærða gefið að sök manndráp með því að hafa aðfaranótt
þriðjudagsins 7. maí 2013, veist að A, á heimili hans í íbúð [...] að [...] á [...],
og banað honum með því að stinga hann ítrekað með hnífí
í brjóst, háls, andlit, höfuð, hægri handlegg og vinstra læri og hafi tvær
hnífstungur gengið í hægra hjartahólf, allt með þeim afleiðingum að A hlaut
bana af. Er brot hans heimfært undir
211. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940.
Með dómi Héraðsdóms Austurlands
í máli S-44/2013, uppkveðnum 23. október sl. hafi dómfelldi verið sakfelldur
fyrir brotið og dæmdur í 16 ára fangelsi. Með yfirlýsingu dags. 8. þ.m. hafi
hann lýst því yfir að hann hafi áfrýjað dóminum til Hæstaréttar.
Áfrýjunarstefna hafi verið gefin út 14. s.m. og hafi málsgögn verið send
Hæstarétti. Verjandi ákærða hafi óskað
eftir dómkvaðningu matsmanns í málinu og hafi fyrri beiðni hans þar um verið
hafnað af héraðsdómi og kæru í kjölfarið vísað frá Hæstarétti. Ný matsbeiðni
hafi verið samþykkt af héraðsdómi og síðar staðfest af Hæstarétti. Tveir
dómkvaddir matsmenn hafi verið skipaðir af héraðsdómi Reykjavíkur 11. þ.m. og beri
þeim að skila af sér matinu fyrir 1. júní n.k. Málið verði flutt í Hæstarétti
þann 10. júní n.k. Upphaflega hafi
staðið til að málið yrði flutt í Hæstarétti 2. maí n.k. en vegna ágreinings um
matið og matsmenn hafi því verið frestað um rúman mánuð. Engu að síður telji
ákæruvaldið að sá dráttur geti á engan hátt orðið til þess að ákærði verði
látinn laus úr gæsluvarðhaldi enda hann sjálfur sem hafi óskað eftir umbeðnu
mati.
Ákærði hafi sætt gæsluvarðhaldi
frá 7. maí sl. og hafi hann sætt gæsluvarðhaldi á grundvelli 2. mgr. 95. gr.
laga nr. 88/2008 frá 17. s.m.
Með vísan til 2. mgr. 95. gr., sbr.
3. mgr. 97. gr. laga nr. 88/2008, með hliðsjón af alvarleika sakarefnis og á
grundvelli dóms þyki nauðsynlegt vegna almannahagsmuna að dómfelldi sæti
gæsluvarðhaldi á meðan mál hans sé til meðferðar fyrir Hæstarétti Íslands og
endanlegur dómur fellur í máli hans.
Með
dómi Héraðsdóms Austurlands uppkveðnum 23. október sl. var dómfelldi dæmdur
í 16 ára fangelsi en frá refsivist hans
skal draga gæsluvarðhald frá 7. maí sl. Með tilkynningu, dagsettri 8. nóvember
sl., lýsti dómfelldi því yfir að hann áfrýjaði dóminum til Hæstaréttar.
Áfrýjunarstefna var gefin út og hafa málsgögn verið send Hæstarétti
Íslands. Fyrirhugaður var flutningur
málsins þar 2. maí nk. en því hefur verið frestað til 10. júní nk. þar eð
dómkvaddir voru matsmenn 11. apríl sl. til að meta tiltekin atriði rannsóknar
málsins.
Samkvæmt
3. mgr. 97. gr. laga nr. 88/2008 lýkur gæsluvarðhaldi þegar héraðsdómur hefur
verið kveðinn upp í málinu. Eftir kröfu ákæranda getur dómari þó úrskurðað að
gæsluvarðhald skuli haldast meðan á áfrýjunarfresti samkvæmt 199. gr. laganna
stendur, svo og meðan mál er til meðferðar fyrir Hæstarétti uns dómur er
kveðinn upp. Dómfelldi hefur sætt gæsluvarðhaldi á grundvelli 2. mgr. 95. gr.
laga 88/2008 á grundvelli framandgreinds dóms. Með vísun til framangreinds og
með heimild í nefndri 3. mgr. 97. gr. laga nr. 88/2008 verður krafa
ákæruvaldsins tekin til greina eins og í úrskurðarorði greinir.
Arngrímur
Ísberg héraðsdómari kveður upp úrskurð þennan.
Ú R S K U R Ð A R O R Ð
Dómfelldi,
X, kt. [...], skal áfram sæta gæsluvarðhaldi meðan
mál hans er til meðferðar fyrir Hæstarétti Íslands, þó eigi lengur en til
miðvikudagsins 18. júní 2014 kl. 16:00.