Hæstiréttur íslands

Mál nr. 35/2014


Lykilorð

  • Niðurfelling máls
  • Málskostnaður
  • Gjafsókn


                                                                                              

Fimmtudaginn 11. september 2014.

Nr. 35/2014.

Einar Ólason

(Stefán Geir Þórisson hrl.)

gegn

Vátryggingafélagi Íslands hf.

(Heiðar Örn Stefánsson hrl.)

Niðurfelling máls. Málskostnaður. Gjafsókn.

Mál E gegn V hf. var fellt niður fyrir Hæstarétti að ósk þess fyrrnefnda, en aðilar gerðu kröfu hvor á hendur hinum um málskostnað. Þótti rétt að málskostnaður fyrir Hæstarétti félli niður, en að gjafsóknarkostnaður E yrði greiddur úr ríkissjóði.

Dómur Hæstaréttar

Mál þetta dæma Benedikt Bogason hæstaréttardómari og Guðrún Erlendsdóttir og Ingveldur Einarsdóttir settir hæstaréttardómarar.

Áfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 16. janúar 2014. Með bréfi til réttarins 1. september 2014 tilkynnti áfrýjandi að hann félli frá áfrýjun málsins. Jafnframt óska aðilar málsins eftir því að dómur gangi um málskostnað og gjafsóknarkostnað, en hvor aðila um sig gerir kröfu um málskostnað fyrir Hæstarétti úr hendi hins. Áfrýjandi gerir málskostnaðarkröfu fyrir sitt leyti án tillits til gjafsóknar sem honum hefur verið veitt fyrir réttinum.

Með vísan til c. liðar 1. mgr. 105. gr., sbr. 166. gr., laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála verður málið fellt niður fyrir Hæstarétti.

Rétt er að aðilarnir beri hvor sinn kostnað af málinu fyrir Hæstarétti.

Gjafsóknarkostnaður áfrýjanda fyrir Hæstarétti greiðist úr ríkissjóði eins og nánar greinir í dómsorði.

Dómsorð:

Mál þetta er fellt niður.

Málskostnaður fyrir Hæstarétti fellur niður.

Allur gjafsóknarkostnaður áfrýjanda, Einars Ólasonar, fyrir Hæstarétti greiðist úr ríkissjóði, þar með talin þóknun lögmanns hans, 300.000 krónur.