Hæstiréttur íslands
Mál nr. 103/2015
Lykilorð
- Fjársvik
- Skaðabætur
- Ómerkingu héraðsdóms hafnað
Reifun
Dómur Hæstaréttar.
Mál þetta dæma Helgi I. Jónsson hæstaréttardómari og Hjördís Hákonardóttir og Ingveldur Einarsdóttir settir hæstaréttardómarar.
Ríkissaksóknari skaut málinu til Hæstaréttar 11. nóvember 2014 í samræmi við yfirlýsingu ákærða um áfrýjun. Af hálfu ákæruvaldsins er þess krafist að refsing ákærða verði þyngd.
Ákærði krefst þess aðallega að hinn áfrýjaði dómur verði ómerktur og málinu vísað heim í hérað, til vara að hann verði sýknaður af kröfum ákæruvaldsins, en að því frágengnu að refsing hans verði milduð. Þá krefst hann þess aðallega að einkaréttarkröfum verði vísað frá dómi, til vara að hann verði sýknaður af þeim, en að því frágengnu að þær verði lækkaðar.
Brotaþolarnir S og J krefjast staðfestingar héraðsdóms um einkaréttarkröfur sínar.
Brotaþolarnir A, U, F, E, T, V og H hafa ekki látið málið til sín taka fyrir Hæstarétti og verður því litið svo á að þau krefjist þess að ákvæði héraðsdóms um einkaréttarkröfur þeirra verði staðfest.
I
Engir annmarkar eru á hæfi saksóknara til meðferðar málsins, svo sem ákærði heldur fram, en sú réttarfarsástæða myndi auk þess leiða til frávísunar málsins frá héraðsdómi en ekki ómerkingar þess. Af hálfu ákærða er á því byggt að þar sem hann hafi ekki gefið skýrslu fyrir héraðsdómi kunni að vera rétt „að vísa málinu aftur til héraðsdóms skv. 3. mgr. 208. gr. laga nr. 88/2008“ um meðferð sakamála til að þar fari fram „nauðsynlegar skýrslutökur að mati réttarins.“ Við upphaf aðalmeðferðar málsins 17. febrúar 2014 var bókað í samræmi við yfirlýsingu ákærða 31. janúar sama ár að ákærði, sem þá var ekki mættur, hygðist notfæra sér „þann rétt sem honum er tryggður með lögum um að svara ekki spurningum um sakarefnið“. Í lok þinghaldins var síðan bókað eftir ákærða, sem þá var mættur, að hann staðfesti að hann hygðist ekki ætla að tjá sig um sakarefnið. Ákærði kaus þannig að nýta rétt sinn til að skorast undan að svara spurningum um þá refsiverðu háttsemi sem honum er gefin að sök í ákæru, sbr. 2. mgr. 113. gr. laga nr. 88/2008. Getur þetta engan veginn leitt til þess að hinn áfrýjaði dómur verði ómerktur. Þá er ekkert komið fram í málinu um að niðurstaða héraðsdóms um mat á sönnunargildi munnlegs framburðar fyrir dómi sé rangt svo einhverju skipti um úrslit málsins, sbr. 3. mgr. 208. gr. sömu laga. Samkvæmt þessu er ómerkingarkröfu ákærða hafnað.
II
Með hinum áfrýjaða dómi var ákærði sakfelldur fyrir fjársvik samkvæmt 248. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 gagnvart 15 einstaklingum, þar sem hann hafi haft af þeim samtals 95.990.705 krónur með blekkingum á tímabilinu frá 22. ágúst 2006 til 6. apríl 2010. Við meðferð málsins í héraði var fallið frá ákæru vegna eins kafla ákærunnar. Þá var ákærði sýknaður af sakargiftum samkvæmt einum kafla ákærunnar og að hluta af háttsemi sem honum var gefin að sök eftir öðrum kafla hennar og unir ákæruvaldið við þá niðurstöðu.
Samkvæmt skattframtölum ákærða hafði hann engar launatekjur á árunum 2005, 2008 og 2009, en á árinu 2006 námu þær 3.000.000 krónum og 300.000 krónum árið 2007. Á sama tímabili voru launatekjur eiginkonu hans lágar, en fjármagnstekjur þeirra hjóna námu 1.499.636 krónum árið 2005, 2.847.253 krónum árið 2006, 1.568.195 krónum árið 2007, 1.585.028 krónum árið 2008 og sömu fjárhæð árið 2009. Þá var ákærði dæmdur 12. september 2007 til greiðslu skuldar að fjárhæð 750.000 krónur og 14. apríl sama ár til að greiða skuld að fjárhæð 20.756.085 krónur. Loks var bú ákærða tekið til gjaldþrotaskipta 27. maí 2009. Með vísan til alls þessa var ákærði í fjárþörf allt frá árinu 2005. Þeirri staðreynd leyndi ákærði fyrir brotaþolum þegar hann kom að máli við þá og fékk þá til að afhenda sér fjármuni og jókst fjárþörf hans eftir því sem leið á ákærutímabilið og skuld hans við brotaþola hækkaði. Með framferði sínu vakti ákærði og hagnýtti sér á ólögmætan hátt ranga hugmynd brotaþola um hvernig fjárhag hans var komið og hafði þannig með blekkingum af þeim fé í auðgunarskyni, sbr. 243. gr. almennra hegningarlaga, eins og nánar er lýst í hinum áfrýjaða dómi. Að þessu virtu og að öðru leyti með vísan til forsendna héraðsdóms verður hann staðfestur um sakfellingu ákærða og er brot hans réttilega heimfært undir 248. gr. sömu laga.
Í hinum áfrýjaða dómi segir að ákærði hafi ekki áður gerst sekur um brot, en samkvæmt sakavottorði var hann 13. september 1989 dæmdur í 5 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir fjárdrátt, sbr. 247. gr. almennra hegningarlaga, og 2. maí 1991 í 7 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir sams konar brot, þar sem fyrri dómurinn var tekinn upp og dæmdur með. Að lokum hlaut ákærði 20 mánaða fangelsisdóm 12. maí 1999 fyrir misneytingu eftir 253. gr. almennra hegningarlaga.
Efni eru til að dæma ákærða til þyngri refsingar en gert var í hinum áfrýjaða dómi. Á hinn bóginn er til þess að líta að óútskýrt hlé varð á rannsókn málsins frá því í lok júní 2011 fram í júní 2013. Að því gættu, en að öðru leyti með vísan til refsiforsendna héraðsdóms verður ákvörðun hans um refsingu ákærða staðfest sem og ákvæði dómsins um frádrátt gæsluvarðhalds er ákærði sætti við rannsókn málsins.
Í dómsorði hins áfrýjaða dóms var ranglega bætt við höfuðstöl einkaréttarkröfu A málskostnaði, sem henni var dæmdur vegna kröfunnar, sbr. 3. mgr. 176. gr. laga nr. 88/2008. Fer því um kröfuna og málskostnað vegna hennar eins og í dómsorði greinir. Að öðru leyti verða ákvæði héraðsdóms um einkaréttarkröfur staðfest.
Ákvæði héraðsdóms um sakarkostnað verður staðfest.
Ákærða verður gert að greiða allan áfrýjunarkostnað málsins, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns fyrir Hæstarétti, sem ákveðin verða að meðtöldum virðisaukaskatti eins og í dómsorði greinir.
Dómsorð:
Hinn áfrýjaði dómur skal vera óraskaður að öðru leyti en því að ákærði, X, greiði A 1.730.000 krónur með vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu af 170.000 krónum frá 2. janúar 2009 til 9. sama mánaðar, af 530.000 krónum frá þeim degi til 7. apríl 2009 og af 1.730.000 krónum frá þeim degi til 2. ágúst 2013, en dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags og 125.500 krónur í málskostnað.
Ákærði greiði allan áfrýjunarkostnað málsins, 1.506.227 krónur, þar með talin málsvarnarlaun verjanda síns, Björns Ólafs Hallgrímssonar hæstaréttarlögmanns, 992.000 krónur.
Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 12. mars 2014.
Árið 2014, miðvikudaginn 12. mars, er á dómþingi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem háð er í Dómhúsinu við Lækjartorg af Guðjóni St. Marteinssyni héraðsdómara, kveðinn upp dómur í málinu nr. S-632/2013: Ákæruvaldið gegn X en málið var dómtekið 19. f.m.
Málið er höfðað með ákæru lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, dagsettri 21. júní 2013, á hendur:
,,X, kt. [...],
Skildinganesi 18, Reykjavík,
fyrir eftirtalin hegningarlagabrot framin á árunum 2006 til 2010:
I
Fyrir fjársvik með því að hafa í tvö skipti þann 2. janúar 2009 og 7. janúar 2009 blekkt A til þess að afhenda sér kr. 170.000 og síðar kr. 360.000 með því að bjóða henni, vegna góðrar aðstöðu sinnar í bankakerfinu, að kaupa fyrir hana [...] dollara, sem hann vanefndi og síðar með því að blekkja hana til þess að afhenda sér þann 7. apríl 2009 kr. 1.200.000 þegar ákærði bar því við að hann þyrfti að kaupa flugmiða til þess að efna fyrri loforð um kaup á gjaldeyri, en sú skýring var tilhæfulaus þar sem ákærði leyndi því að hann var peningalaus í mikilli fjárþörf vegna skulda við aðra einstaklinga sem hann hafði blekkt til þess að afhenda sér fé, en fjármuni sem ákærði sveik af A notaði ákærði í eigin þágu.
II
Fyrir fjársvik með því að hafa í tuttugu skipti frá 6. desember 2007 til 14. desember 2009 blekkt B og C til þess að afhenda sér samtals kr. 11.765.400 með því að blekkja kærendur til að taka þátt í kaupum á stofnfjárbréfum í Byr sparisjóði, í nafni nafngreinds einstaklings, og í framhaldi blekkt þá til að afhenda sér fjármuni, sem lán, með tilhæfulausum skýringum um að ákærði hefði keypt fyrir framlag þeirra, og hagnað af þeim viðskiptum, dollarabréf sem ákærði þyrfti frekari fjárframlög frá brotaþolum til þess að leysa út, en ákærði leyndi því að hann var peningalaus í mikilli fjárþörf vegna skulda við aðra einstaklinga sem hann hafði blekkt til þess að afhenda sér fé, en peningana frá brotaþola notaði ákærði í eigin þágu. Greiðslurnar sundurliðast sem hér greinir:
|
Tilvik |
Dags. |
Skýring |
Fjárhæð |
||
|
1 |
6.12.2007 |
B framselur ákærða ávísun nr. [...] |
kr. |
1.250.000 |
|
|
2 |
6.12.2007 |
B framselur ákærða ávísun nr. [...] |
kr. |
150.000 |
|
|
3 |
6.12.2007 |
C framselur ákærða ávísun nr. [...] |
kr. |
1.100.000 |
|
|
4 |
7.12.2007 |
C framselur ákærða ávísun nr. [...] |
kr. |
1.500.000 |
|
|
5 |
7.3.2008 |
Millifærsla frá B á reikning í eigu D |
kr. |
220.000 |
|
|
6 |
17.4.2008 |
B framselur ákærða ávísun nr. [...] |
kr. |
1.520.000 |
|
|
7 |
18.4.2008 |
|
B afhendir ákærða seðla ([...] og [...]) |
kr. |
186.000 |
|
8 |
18.4.2008 |
|
B framselur ákærða ávísun nr. [...] |
kr. |
980.000 |
|
9 |
22.4.2008 |
|
C framselur ákærða ávísun nr.[...] ([...]) |
kr. |
1.480.000 |
|
10 |
22.7.2008 |
|
Millifærsla frá C á reikning í eigu ákærða ([...] á [...]) |
kr. |
244.000 |
|
11 |
22.7.2008 |
|
C afhendir ákærða seðla ([...]) |
kr. |
358.800 |
|
12 |
22.7.2008 |
|
C afhendir ákærða seðla (2000 USD=160.000 ísl. kr.) |
kr. |
160.000 |
|
13 |
22.7.2008 |
|
C afhendir ákærða seðla ([...]) |
kr. |
198.600 |
|
14 |
29.8.2008 |
|
Millif.frá C á reikning í eigu ákærða ([...]) |
kr. |
360.000 |
|
15 |
8.9.2008 |
|
B afhendir ákærða seðla ([...]) |
kr. |
108.000 |
|
16 |
16.4.2009 |
|
Millif.frá C á reikning í eigu ákærða ([...] á [...]) |
kr. |
500.000 |
|
17 |
16.4.2009 |
|
Millif.frá C á reikning í eigu ákærða ([...] og [...] á [...]) |
kr. |
300.000 |
|
18 |
16.4.2009 |
|
Millif.frá C á reikning í eigu ákærða ([...] á [...]) |
kr. |
50.000 |
|
19 |
17.4.2009 |
|
Millif.frá C á ákærða ([...] á [...]) |
kr. |
550.000 |
|
20 |
14.12.2009 |
|
B afhendir ákærða seðla (peningar frá E) |
Kr. |
550.000 |
|
|
|
|
Samtals: |
kr. |
11.765.400 |
III
Fyrir fjársvik með því að blekkja F til að afhenda sér samtals kr. 2.379.000 með eftirgreindum hætti;
- Með því að blekkja hann, þann 4. mars 2009 og í tvö skipti þann 6. mars 2009, til þess að afhenda sér kr. 499.000 og síðar kr. 1.200.000 og kr. 650.000 til þess að gera ákærða mögulegt að efna gjaldeyrissamning, en ákærði lofaði honum hagnaði af viðskiptunum. Fullyrðing ákærða um tilurð gjaldeyrissamningsins var tilhæfulaus og leyndi hann því að hann var peningalaus í mikilli fjárþörf vegna skulda við aðra einstaklinga sem hann hafði blekkt til þess að afhenda sér fé, en peningana notaði ákærði í eigin þágu.
- Með því að blekkja hann til að afhenda sér þann 6. apríl 2010 kr. 30.000 með tilhæfulausum skýringum um að greiðslan væri nauðsynleg til að liðka fyrir upphaflegum gjaldeyrisviðskiptum, en ákærði leyndi því að hann var peningalaus í mikilli fjárþörf vegna skulda við aðra einstaklinga sem hann hafði blekkt til þess að afhenda sér fé, en 30.000 kr. notaði ákærði í eigin þágu.
IV
Fyrir fjársvik með því að hafa í sautján skipti frá 4. maí 2009 til 4. nóvember 2009 blekkt G til þess að afhenda sér samtals kr. 12.090.000 sem ákærði bauð honum að ávaxta með þátttöku í gjaldeyrisviðskiptum ákærða, sem ákærði stundaði ekki, heldur leyndi hann því að hann var peningalaus í mikilli fjárþörf vegna skulda við aðra einstaklinga sem hann hafði blekkt til þess að afhenda sér fé, en peningana notaði ákærði í eigin þágu. Greiðslurnar sundurliðast með eftirgreindum hætti:
|
Tilvik |
Dags. |
Skýring |
Fjárhæð |
||
|
1 |
04.05.2009 |
Lagt inn á reikn. nr. [...] í eigu ákærða |
kr. |
1.200.000 |
|
|
2 |
04.05.2009 |
Lagt inn á reikn. nr. [...] í eigu ákærða |
kr. |
104.000 |
|
|
3 |
15.05.2009 |
Lagt inn á reikn. nr. [...] í eigu ákærða |
kr. |
300.000 |
|
|
4 |
15.05.2009 |
Lagt inn á reikn. nr. [...] í eigu ákærða |
kr. |
1.200.000 |
|
|
5 |
10.06.2009 |
Lagt inn á reikn. nr. [...] í eigu ákærða |
kr. |
27.000 |
|
|
6 |
30.06.2009 |
Lagt inn á banak. [...] í eigu ákærða |
kr. |
280.000 |
|
|
7 |
01.07.2009 |
|
Lagt inn á reikn. nr. [...] í eigu ákærða |
kr. |
1.600.000 |
|
8 |
02.07.2009 |
|
Lagt inn á reikn. nr. [...] í eigu ákærða |
kr. |
450.000 |
|
9 |
06.07.2009 |
|
Framsal ávísunar nr. [...] |
kr. |
2.215.000 |
|
10 |
13.07.2009 |
|
Lagt inn á reikn. nr. [...] í eigu ákærða |
kr. |
475.000 |
|
11 |
14.07.2009 |
|
Lagt inn á reikn. nr. [...] í eigu ákærða |
kr. |
1.655.000 |
|
12 |
21.07.2009 |
|
Lagt inn á reikn. nr. [...] í eigu ákærða |
kr. |
340.000 |
|
13 |
28.07.2009 |
|
Lagt inn á reikn. nr. [...] í eigu ákærða |
kr. |
900.000 |
|
14 |
31.07.2009 |
|
Lagt inn á reikn. nr. [...] í eigu ákærða |
kr. |
780.000 |
|
15 |
27.08.2009 |
|
Lagt inn á reikn. nr. [...] í eigu ákærða |
kr. |
428.000 |
|
16 |
07.09.2009 |
|
Lagt inn á reikn. nr. [...] í eigu ákærða |
kr. |
135.000 |
|
17 |
04.11.2009 |
|
Lagt inn á reikn. nr. [...] í eigu ákærða |
kr. |
1.000 |
|
|
|
|
Samtals: |
kr. |
12.090.000 |
V
Fyrir fjársvik með því að hafa í fimmtán skipti frá 28. nóvember 2008 til 12. mars 2010 blekkt H til þess að afhenda sér samtals kr. 9.950.890 sem ákærði bauð honum að ávaxta með kaupum á gjaldeyri og gjaldeyrisviðskiptum, sem ákærði stundaði ekki, heldur leyndi hann því að hann var peningalaus í mikilli fjárþörf vegna skulda við aðra einstaklinga sem hann hafði blekkt til þess að afhenda sér fé, en fé frá brotaþola notaði ákærði í eigin þágu. Greiðslurnar sundurliðast með eftirgreindum hætti:
|
Tilvik |
Dags. |
Skýring |
Fjárhæð |
||
|
1 |
28.11.2008 |
Framsal ávísunar nr. [...] |
kr. |
750.000 |
|
|
2 |
2.12.2008 |
Framsal ávísunar nr. [...] |
kr. |
1.200.000 |
|
|
3 |
2.12.2008 |
Framsal ávísunar nr. [...] |
kr. |
800.000 |
|
|
4 |
11.12.2008 |
Framsal ávísunar nr. [...] |
kr. |
2.100.000 |
|
|
5 |
12.01.2009 |
Lagt inn á reikn. nr. [...] í eigu ákærða |
kr. |
315.890 |
|
|
6 |
12.01.2009 |
Lagt inn á reikn. nr. [...] í eigu ákærða |
kr. |
63.000 |
|
|
7 |
14.01.2009 |
|
Lagt inn á reikn. nr.. [...] í eigu ákærða |
kr. |
75.000 |
|
8 |
16.01.2009 |
|
Lagt inn á reikn. nr. [...] í eigu ákærða |
kr. |
868.000 |
|
9 |
16.01.2009 |
|
Lagt inn á reikn. nr. [...] í eigu ákærða |
kr. |
600.000 |
|
10 |
16.01.2009 |
|
Lagt inn á reikn. nr. [...] í eigu ákærða |
kr. |
1.053.000 |
|
11 |
22.01.2009 |
|
Lagt inn á reikn. nr. [...] í eigu ákærða |
kr. |
430.000 |
|
12 |
09.02.2010 |
|
Lagt inn á reikn. nr. [...] í eigu ákærða |
kr. |
1.031.000 |
|
13 |
13.02.2010 |
|
Lagt inn á reikn. nr. [...] í eigu ákærða |
kr. |
15.000 |
|
14 |
12.03.2010 |
|
Lagt inn á reikn. nr. [...] í eigu ákærða |
kr. |
350.000 |
|
15 |
12.03.2010 |
|
Lagt inn á reikning [...] í eigu ákærða |
kr. |
300.000 |
|
|
|
|
Samtals |
kr. |
9.950.890 |
VI
Fyrir fjársvik með því að hafa í átta skipti frá 6. desember 2006 til 28. október 2008 blekkt I til þess að afhenda sér samtals kr. 4.924.000 sem ákærði bauð honum að ávaxta með kaupum á gjaldeyri og gjaldeyrisviðskiptum, sem ákærði stundaði ekki, heldur leyndi hann kæranda því að hann var peningalaus í mikilli fjárþörf vegna skulda við aðra einstaklinga sem hann hafði blekkt til þess að afhenda sér fé, en peningana frá brotaþola notaði ákærði í eigin þágu. Greiðslurnar sundurliðast sem hér greinir:
|
Tilvik |
Dags. |
Skýring |
Fjárhæð |
||
|
1 |
06.12.2006 |
Framsal ávísunar nr. [...] |
kr. |
800.000 |
|
|
2 |
07.12.2006 |
Framsal ávísunar nr. [...] |
kr. |
800.000 |
|
|
3 |
11.12.2006 |
Framsal ávísunar nr. [...] |
kr. |
400.000 |
|
|
4 |
12.12.2006 |
Framsal ávísunar nr. [...] |
kr. |
1.000.000 |
|
|
5 |
18.12.2006 |
Framsal ávísunar nr. [...] |
kr. |
700.000 |
|
|
6 |
28.12.2006 |
Framsal ávísunar nr. [...] |
kr. |
1.200.000 |
|
|
7 |
26.06.2007 |
|
Lagt inn á reikning nr. [...] í eigu ákærða |
kr. |
12.000 |
|
8 |
28.10.2008 |
|
Lagt inn á reikning nr. [...] í eigu ákærða |
kr. |
12.000 |
|
|
|
|
Samtals: |
kr. |
4.924.000 |
VII
Fyrir fjársvik gegn J með því að hafa blekkt hann til að afhenda sér samtals kr. 3.765.000 með eftirgreindum hætti:
- Með því að blekkja hann til að afhenda sér samtals kr. 450.000 þann 5. desember 2008 til þess að gera ákærða mögulegt að losa um framvirkan gjaldeyrissamning en ákærði lofaði kæranda hagnaði af viðskiptunum. Fullyrðing ákærða um tilurð framvirka gjaldeyrissamningsins var tilhæfulaus en ákærði leyndi því að hann var peningalaus í mikilli fjárþörf vegna skulda við aðra einstaklinga sem hann hafði blekkt til þess að afhenda sér fé, en peningana frá brotaþola notaði ákærði í eigin þágu.
- Með því að hafa í fjögur skipti frá 12. desember 2008 til 17. desember 2008 blekkt hann til að afhenda sér samtals kr. 3.315.000, með tilhæfulausum skýringum um að greiðslurnar væru nauðsynlegar til að liðka fyrir upphaflegum gjaldeyrisviðskiptum, en ákærði leyndi því að hann var peningalaus í mikilli fjárþörf vegna skulda við aðra einstaklinga sem hann hafði blekkt til þess að afhenda sér fé, en peningana frá brotaþola notaði ákærði í eigin þágu. Greiðslurnar sundurliðast sem hér greinir:
|
Tilvik |
Dags. |
Skýring |
Fjárhæð |
||
|
1 |
12.12.2008 |
Lagt inn á reikn. nr. [...] í eigu ákærða |
kr. |
250.000 |
|
|
2 |
15.12.2008 |
Lagt inn á reikn. nr. [...] í eigu ákærða |
kr. |
60.000 |
|
|
3 |
16.12.2008 |
Framsal ávísunar nr. [...] |
kr. |
2.155.000 |
|
|
4 |
17.12.2008 |
Framsal ávísunar nr. [...] |
kr. |
850.000 |
|
|
|
|
|
Samtals: |
kr. |
3.315.000 |
VIII
Fyrir fjársvik með því að hafa í fjórtán skipti frá 7. nóvember 2008 til 18. febrúar 2010 blekkt K til að afhenda sér samtals kr. 13.096.000 sem ákærði bauð honum í fyrsta lagi að ávaxta með kaupum á gjaldeyri og í gjaldeyrisviðskiptum, sem ákærði stundaði ekki, heldur leyndi því að hann var peningalaus, í mikilli fjárþörf vegna skulda við aðra einstaklinga sem hann hafði blekkt til þess að afhenda sér fé, og í öðru lagi með tilhæfulausum skýringum um að greiðslurnar væru nauðsynlegar til að liðka fyrir upphaflegum gjaldeyrisviðskiptum, en fjármunina frá brotaþola notaði ákærði í eigin þágu. Greiðslurnar sundurliðast með eftirgreindum hætti:
|
Tilvik |
Dags. |
Skýring |
Fjárhæð |
||
|
1 |
7.11.2008 |
Framsal ávísunar nr. [...] |
kr. |
1.200.000 |
|
|
2 |
14.11.2008 |
Framsal ávísunar nr. [...] |
kr. |
600.000 |
|
|
3 |
17.11.2008 |
Framsal ávísunar nr. [...] |
kr. |
850.000 |
|
|
4 |
19.11.2008 |
Framsal ávísunar nr. [...] |
kr. |
1.500.000 |
|
|
5 |
21.11.2008 |
Framsal ávísunar nr. [...] |
kr. |
1.600.000 |
|
|
6 |
25.11.2008 |
Framsal ávísunar nr. [...] |
kr. |
1.470.000 |
|
|
7 |
4.12.2008 |
|
Framsal ávísunar nr. [...] |
kr. |
1.200.000 |
|
8 |
23.12.2008 |
|
Framsal ávísunar nr. [...] |
kr. |
1.500.000 |
|
9 |
26.02.2009 |
|
Framsal ávísunar nr. [...] |
kr. |
431.000 |
|
10 |
26.03.2009 |
|
Lagt inn á reikn. nr. [...] í eigu ákærða |
kr. |
410.000 |
|
11 |
30.04.2009 |
|
Lagt inn á reikn. nr. [...] í eigu ákærða |
kr. |
460.000 |
|
12 |
26.05.2009 |
|
Lagt inn á reikn. nr. [...] í eigu ákærða |
kr. |
305.000 |
|
13 |
28.09.2009 |
|
Lagt inn á reikn. nr. [...] í eigu ákærða |
kr. |
750.000 |
|
14 |
18.02.2010 |
|
Lagt inn á reikn. nr. [...] í eigu ákærða |
kr. |
820.000 |
|
|
|
|
Samtals: |
kr. |
13.096.000 |
IX
Fyrir fjársvik með því að hafa í átta skipti frá 10. mars 2008 til 9. apríl 2010 blekkt L, til þess að afhenda sér samtals kr. 8.309.000, sem lán, til þess að gera ákærða mögulegt að losa um gjaldeyri sem hann sagðist eiga inni á reikningi, en bar við að hann gæti ekki losað út nema að greiða inn á reikninginn fyrst. Fullyrðing ákærða um að hann ætti fjármuni á gjaldeyrisreikningi var tilhæfulaus en ákærði leyndi því að hann var peningalaus í mikilli fjárþörf vegna skulda við aðra einstaklinga sem hann hafði blekkt til þess að afhenda sér fé, en fjárframlög frá brotaþola notaði ákærði í eigin þágu. Greiðslurnar sundurliðast sem hér greinir:
|
Tilvik |
Dags. |
Skýring |
Fjárhæð |
||
|
1 |
10.3.2008 |
Lagt inn á reikn. nr. [...] í eigu ákærða |
kr. |
330.000 |
|
|
2 |
11.3.2008 |
Lagt inn á reikn. nr. [...] í eigu ákærða |
kr. |
160.000 |
|
|
3 |
29.5.2008 |
Lagt inn á reikn. nr. [...] í eigu ákærða |
kr. |
309.000 |
|
|
4 |
26.10.2009 |
Lagt inn á reikn. nr. [...] í eigu ákærða |
kr. |
2.000.000 |
|
|
5 |
28.10.2009 |
Lagt inn á reikn. nr. [...] í eigu ákærða |
kr. |
1.950.000 |
|
|
6 |
26.2.2010 |
Lagt inn á reikn. nr. [...] í eigu ákærða |
kr. |
710.000 |
|
|
7 |
03.03.2010 |
|
Lagt inn á reikn. nr. [...] í eigu ákærða |
kr. |
850.000 |
|
8 |
09.04.2010 |
|
Lagt inn á reikn. nr. [...] í eigu ákærða |
kr. |
2.000.000 |
|
|
|
|
Samtals: |
kr. |
8.309.000 |
XII
Fyrir fjársvik með því að hafa í fjórtán skipti frá 30. nóvember 2009 til 1. mars 2010 blekkt M til þess að afhenda sér samtals kr. 6.800.000 í bankaávísunum sem hún lét gefa út á nafn ákærða, og afhenti honum, og með því að leggja samtals kr. 4.998.000 inn á reikninga ýmissa einstaklinga samkvæmt fyrirmælum ákærða, en ákærði bauð brotaþola að ávaxta fjárframlögin frá henni með kaupum á gjaldeyri og í gjaldeyrisviðskiptum, sem ákærði stundaði ekki, heldur leyndi því að hann var peningalaus í mikilli fjárþörf vegna skulda við aðra einstaklinga sem hann hafði blekkt til þess að afhenda sér fé, en peningana frá brotaþola notaði ákærði í eigin þágu. Greiðslurnar sundurliðast sem hér greinir:
|
Tilvik |
Dags. |
Skýring |
Fjárhæð |
||
|
1 |
30.11.2009 |
Framsal ávísunar nr. [...] |
kr. |
2.500.000 |
|
|
2 |
30.11.2009 |
Framsal ávísunar nr. [...] |
kr. |
320.000 |
|
|
3 |
1.12.2009 |
Framsal ávísunar nr. [...] |
kr. |
1.200.000 |
|
|
4 |
2.12.2009 |
Framsal ávísunar nr. [...] |
kr. |
2.000.000 |
|
|
5 |
3.12.2009 |
|
Lagt inn á reikn. í eigu N |
kr. |
300.000 |
|
6 |
4.12.2009 |
|
Lagt inn á reikn. í eigu [...] (O) |
kr. |
1.500.000 |
|
7 |
7.12.2009 |
|
Lagt inn á reikn. í eigu K |
kr. |
300.000 |
|
8 |
7.12.2009 |
|
Lagt inn á reikn. í eigu K |
kr. |
300.000 |
|
9 |
8.12.2009 |
|
Lagt inn á reikn. í eigu [...] (O) |
kr. |
1.200.000 |
|
10 |
9.12.2009 |
|
Lagt inn á reikn. í eigu K |
kr. |
608.000 |
|
11 |
18.12.2009 |
|
Lagt inn á reikn. í eigu F |
kr. |
700.000 |
|
12 |
23.12.2009 |
|
Framsal ávísunar nr. [...] |
kr. |
780.000 |
|
13 |
22.1.2010 |
|
Lagt inn á reikn. í eigu Ó |
kr. |
40.000 |
|
14 |
1.3.2010 |
|
Lagt inn á reikn. í eigu P |
kr. |
50.000 |
|
|
|
|
Samtals: |
kr. |
11.798.000 |
XI
Fyrir fjársvik með því að hafa blekkt E, með milligöngu M, í desember 2009, til að leggja kr. 600.000 þann 11. desember, kr. 350.000, þann 12. desember og kr. 550.000, þann 14. desember og í framhaldi, að fyrirmælum ákærða, um að leggja kr. 390.000 þann 16. desember, kr. 100.000 þann 31. desember og samdægurs kr. 30.000 inn á reikninga ýmissa einstaklinga, en ákærði bauð henni að ávaxta féð með kaupum á gjaldeyri og í gjaldeyrisviðskiptum, sem ákærði stundaði ekki, heldur leyndi hann því að hann var peningalaus í mikilli fjárþörf vegna skulda við aðra einstaklinga sem hann hafði blekkt til þess að afhenda sér fé, en féð frá brotaþola notaði ákærði í eigin þágu. Greiðslurnar sundurliðast sem hér greinir:
|
Tilvik |
Dags. |
Skýring |
Fjárhæð |
||
|
1 |
11.12.2009 |
Lagt inn á reikn. í eigu K |
kr. |
600.000 |
|
|
2 |
12.12.2009 |
Lagt inn á reikn. í eigu K |
kr. |
350.000 |
|
|
3 |
14.12.2009 |
Lagt inn á reikn. í eigu B |
kr. |
550.000 |
|
|
4 |
16.12.2009 |
Lagt inn á reikn. í eigu F |
kr. |
390.000 |
|
|
5 |
31.12.2009 |
|
Lagt inn á reikn. í eigu R |
kr. |
100.000 |
|
6 |
31.12.2009 |
|
Lagt inn á reikn. í eigu [...] |
kr. |
30.000 |
|
|
|
|
Samtals: |
kr. |
2.020.000 |
XII
Fyrir fjársvik með því að hafa í þrettán skipti frá 9. september 2008 til 11. mars 2010 blekkt S til þess að afhenda sér samtals kr. 1.446.700 sem ákærði bauð henni að ávaxta með kaupum á gjaldeyri og í gjaldeyrisviðskiptum, sem ákærði stundaði ekki, heldur leyndi því að hann var peningalaus í mikilli fjárþörf vegna skulda við aðra einstaklinga sem ákærði hafði blekkt til þess að afhenda sér fé, en peningana frá brotaþola notaði ákærði í eigin þágu. Greiðslurnar sundurliðast sem hér greinir:
|
Tilvik |
Dags. |
Skýring |
Fjárhæð |
||
|
1 |
09.09.2008 |
Lagt inn á reikn. nr. [...] í eigu ákærða |
kr. |
200.000 |
|
|
2 |
09.09.2008 |
Lagt inn á reikning hjá Landsbankanum í eigu ákærða |
kr. |
150.000 |
|
|
3 |
22.09.2008 |
Lagt inn á reikning hjá Landsbankanum í eigu ákærða |
kr. |
200.000 |
|
|
4 |
22.09.2008 |
Lagt inn á reikn. nr. [...] í eigu ákærða |
kr. |
9.500 |
|
|
5 |
06.10.2008 |
Lagt inn á reikn. nr. [...] í eigu ákærða |
kr. |
27.000 |
|
|
6 |
23.02.2009 |
Lagt inn á reikning hjá Landsbankanum í eigu ákærða |
kr. |
35.000 |
|
|
7 |
25.03.2009 |
|
Lagt inn á reikn. nr. [...] í eigu ákærða |
kr. |
400.000 |
|
8 |
30.03.2009 |
|
Lagt inn á reikn. nr. [...] í eigu ákærða |
kr. |
342.000 |
|
9 |
07.09.2009 |
|
Lagt inn á reikning hjá Landsbankanum í eigu ákærða |
kr. |
15.000 |
|
10 |
22.09.2009 |
|
Lagt inn á reikning hjá Landsbankanum í eigu ákærða |
kr. |
20.000 |
|
11 |
22.09.2009 |
|
Lagt inn á reikn. nr. [...] í eigu ákærða |
kr. |
5.000 |
|
12 |
03.11.2009 |
|
Lagt inn á reikning hjá Landsbankanum í eigu ákærða |
kr. |
32.000 |
|
13 |
11.03.2010 |
|
Lagt inn á reikn. nr. [...] í eigu ákærða |
kr. |
11.200 |
|
|
|
|
Samtals |
kr. |
1.446.700 |
XIII
Fyrir fjársvik með því að hafa blekkt V til að afhenda sér kr. 300.000 þann 17. mars og kr. 1.000.000 þann 19. mars 2010 sem ákærði bauð brotaþola að ávaxta með kaupum á gjaldeyri og í gjaldeyrisviðskiptum, sem ákærði stundaði ekki, heldur leyndi því að hann var peningalaus í mikilli fjárþörf vegna skulda við aðra einstaklinga sem ákærði hafði blekkt til þess að afhenda sér fé, en peningana brotaþola notaði ákærði í eigin þágu.
XIV
Fyrir fjársvik gegn T þar sem hann blekkti hann til að afhenda sér samtals kr. 14.608.000 með eftirgreindum hætti:
- Með því að blekkja hann, til að afhenda í sér kr. 700.000 þann 13. desember og kr. 1.100.000 þann 19. desember 2006, samtals kr. 1.800.000, með þeirri tilhæfulausu skýringu að það væri nauðsynlegt til þess að ljúka uppgjöri í tengslum við jarðasölu sem T stóð þá í, en peningana frá brotaþola notaði ákærði í eigin þágu.
- Með því að hafa í fimmtán skipti frá 15. janúar 2007 til 23. maí 2008 blekkt T til að afhenda sér samtals kr. 12.808.000, sem lán, til að gera ákærða mögulegt að endurgreiða, í fyrstu þá fjármuni sem ákærði móttók í desember 2006 og síðar lánveitingar frá þeim tíma til 23. maí 2008, en ákærði leyndi hann því að ákærði var peningalaus í mikilli fjárþörf vegna skulda við aðra einstaklinga sem ákærði hafði blekkt til þess að afhenda sér fé, en peningana frá brotaþola notaði ákærði í eigin þágu. Greiðslurnar sundurliðast með eftirgreindum hætti:
|
Tilvik |
Dags. |
Skýring |
Fjárhæð |
||
|
1 |
15.01.2007 |
Lagt inn á reikn. nr. [...] í eigu ákærða |
kr. |
1.100.000 |
|
|
2 |
14.02.2007 |
Lagt inn á reikn. nr. [...] í eigu ákærða |
kr. |
325.000 |
|
|
3 |
16.02.2007 |
Lagt inn á reikn. nr. [...] í eigu ákærða |
kr. |
1.250.000 |
|
|
4 |
19.02.2007 |
Lagt inn á reikn. nr. [...] í eigu ákærða |
kr. |
473.000 |
|
|
5 |
21.02.2007 |
Lagt inn á reikn. nr. [...] í eigu ákærða |
kr. |
1.503.000 |
|
|
6 |
21.02.2007 |
Lagt inn á reikni. nr. [...] í eigu ákærða |
kr. |
201.000 |
|
|
7 |
22.02.2007 |
|
Lagt inn á reikni. nr. [...] í eigu ákærða |
kr. |
1.200.000 |
|
8 |
23.02.2007 |
|
Lagt inn á reikn. nr. [...] í eigu ákærða |
kr. |
1.080.000 |
|
9 |
27.02.2007 |
|
Lagt inn á reikn. nr. [...] í eigu ákærða |
kr. |
1.420.000 |
|
10 |
04.05.2007 |
|
Lagt inn á reikning [...] í eigu ákærða |
kr. |
68.000 |
|
11 |
18.05.2007 |
|
Lagt inn á reikning [...] í eigu ákærða |
kr. |
2.000.000 |
|
12 |
20.07.2007 |
|
Lagt inn á reikning [...] í eigu ákærða |
kr. |
800.000 |
|
|
|
|
|
|
|
|
13 |
31.08.2007 |
|
Lagt inn á reikn. [...] í eigu ákærða |
kr. |
600.000 |
|
14 |
07.11.2007 |
|
Lagt inn á reikn. [...] í eigu ákærða |
kr. |
750.000 |
|
15 |
23.05.2008 |
|
Lagt inn á reikn. [...] í eigu ákærða |
kr. |
38.000 |
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
Samtals |
kr. |
12.808.000 |
XV
Fyrir fjársvik með því að hafa í nítján skipti, frá 22. ágúst 2006 til 3. júní 2009 blekkt U til þess að afhenda sér samtals kr. 16.242.715 með því að bjóða honum að taka þátt í viðskiptum með svokölluð krónubréf, en viðskiptin voru tilhæfulaus og leyndi ákærði því að hann var peningalaus í mikilli fjárþörf vegna skulda við aðra einstaklinga sem hann hafði blekkt til þess að afhenda sér fé, en peningana frá brotaþola notaði ákærði í eigin þágu. Greiðslurnar sundurliðast sem hér greinir:
|
Tilvik |
Dags. |
Skýring |
Fjárhæð |
||
|
1 |
22.8.2006 |
ávísun nr. [...] framseld af ákærða |
kr. |
1.200.000 |
|
|
2 |
24.8.2006 |
ávísun nr. [...] framseld af ákærða |
kr. |
2.600.000 |
|
|
3 |
26.9.2006 |
ávísun nr. [...] framseld af ákærða |
kr. |
1.200.000 |
|
|
4 |
2.3.2007 |
ávísun nr. [...] framseld af ákærða |
kr. |
619.215 |
|
|
5 |
7.3.2007 |
ávísun nr. [...] framseld af ákærða |
kr. |
1.250.000 |
|
|
6 |
21.3.2007 |
ávísun nr. [...] framseld af ákærða |
kr. |
1.405.000 |
|
|
7 |
22.3.2007 |
|
ávísun nr. [...] framseld af ákærða |
kr. |
361.000 |
|
8 |
24.3.2007 |
|
ávísun nr. [...] framseld af ákærða |
kr. |
465.000 |
|
9 |
16.4.2007 |
|
ávísun nr. [...] framseld af ákærða |
kr. |
1.500.000 |
|
10 |
27.4.2007 |
|
ávísun nr. [...] framseld af ákærða |
kr. |
805.000 |
|
11 |
10.5.2007 |
|
ávísun nr. [...] framseld af ákærða |
kr. |
1.200.000 |
|
12 |
14.5.2007 |
|
Lagt inn á reikn. nr. [...] í eigu ákærða |
kr. |
27.500 |
|
13 |
8.6.2007 |
|
Lagt inn á reikn. nr. [...] í eigu ákærða |
kr. |
15.000 |
|
14 |
21.6.2007 |
|
Lagt inn á reikn. nr. [...] í eigu ákærða |
kr. |
225.000 |
|
15 |
28.6.2007 |
|
ávísun nr. [...] framseld af ákærða |
kr. |
1.600.000 |
|
16 |
24.7.2007 |
|
ávísun nr. [...] framseld af ákærða |
kr. |
1.200.000 |
|
17 |
19.9.2008 |
|
Lagt inn á reikn. nr. [...] í eigu ákærða |
kr. |
90.000 |
|
18 |
24.9.2008 |
|
Lagt inn á reikn. nr. [...] í eigu ákærða |
kr. |
405.000 |
|
19 |
3.6.2009 |
|
Lagt inn á reikn. nr. [...] í eigu ákærða |
kr. |
75.000 |
|
|
|
|
Samtals: |
kr. |
16.242.715 |
XVI
Fyrir fjársvik gegn Ú með því að blekkja hann til að afhenda sér samtals kr. 1.935.000 með eftirgreindum hætti:
- Með því að fá hann til að leggja fram og afhenda sér kr. 1.400.000 þann 26. nóvember 2007 með boði um þátttöku í ábatasömum viðskiptum með hlutabréf eða skuldabréf í erlendum gjaldeyri, en viðskiptin voru tilhæfulaus og leyndi ákærði því að hann var peningalaus í mikilli fjárþörf vegna skulda við aðra einstaklinga sem ákærði hafði blekkt til þess að afhenda sér fé, en peningana frá brotaþola notaði ákærði í eigin þágu.
- Fyrir fjársvik með því að hafa í tíu skipti frá 21. janúar 2008 til 6. desember 2008 blekkt brotaþola til þess að afhenda sér samtals kr. 535.000 sem var samkvæmt skýringum sem ákærði gaf kæranda nauðsynlegt til þess að liðka fyrir því að ákærði gæti lokið hinum upphaflegu viðskiptum. Viðskiptin voru tilhæfulaus og leyndi ákærði því að hann var peningalaus í mikilli fjárþörf vegna skulda við aðra einstaklinga sem hann hafði blekkt til þess að afhenda sér fé, en peningana notaði ákærði í eigin þágu. Greiðslurnar sundurliðast með eftirgreindum hætti:
|
Tilvik |
Dags. |
Skýring |
Fjárhæð |
||
|
1 |
21.01.2008 |
Lagt inn á reikn. nr. [...] í eigu ákærða |
kr. |
207.000 |
|
|
2 |
27.10.2008 |
Lagt inn á reikn. nr. [...] í eigu ákærða |
kr. |
27.000 |
|
|
3 |
11.11.2008 |
Lagt inn á reikn. nr. [...] í eigu ákærða |
kr. |
20.000 |
|
|
4 |
13.11.2008 |
Lagt inn á reikn. nr. [...] í eigu ákærða |
kr. |
25.000 |
|
|
5 |
14.11.2008 |
Lagt inn á reikn. nr. [...] í eigu ákærða |
kr. |
85.000 |
|
|
6 |
15.11.2008 |
Lagt inn á reikn. nr. [...] í eigu ákærða |
kr. |
44.000 |
|
|
7 |
24.11.2008 |
|
Lagt inn á reikn. nr. [...] í eigu ákærða |
kr. |
20.000 |
|
8 |
26.11.2008 |
|
Lagt inn á reikn. nr. [...] í eigu ákærða |
kr. |
25.000 |
|
9 |
03.12.2008 |
|
Lagt inn á reikn. nr. [...] í eigu ákærða |
kr. |
55.000 |
|
10 |
06.12.2008 |
|
Lagt inn á reikn. nr. [...] í eigu ákærða |
kr. |
27.000 |
|
|
|
|
Samtals: |
kr. |
535.000 |
Telst framangreind háttsemi ákærða varða við 248. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940.
Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar.
Í málinu krefjast eftirgreindir þess að ákærði verði dæmdur til greiðslu skaðabóta:
Vegna ákæruliðar I er af hálfu Ólafar H. Guðmundsdóttur, lögfr., f.h. Ragnars Guðmundssonar, hdl., gerð krafa f.h. A, kt. [...], um skaðabætur auk lögmannskostnaðar, samtals að fjárhæð kr. 1.832.792, með vöxtum skv. 7. gr. vaxtalaga nr. 38/2001 af kr. 170.000 frá 2. janúar 2009 til greiðsludags, af kr. 360.000 frá 9. janúar 2009 til greiðsludags og af kr. 1.200.000 frá 7. apríl 2007 til greiðsludags, en síðan með dráttarvöxtum skv. 9. gr., sbr. 1. mgr. 6. gr. vaxtalaga. Jafnframt er gerður áskilnaður um rétt til að leggja fram frekari gögn til stuðnings kröfunni á síðari stigum málsins.
Höfuðstóll kröfunnar sundurliðast þannig:
- Lausafé afhent 2. janúar 2009, kr. 170.000
- Lausafé afhent 9. janúar 2009, kr. 360.000
- Ávísun afhent 7. apríl 2009, kr. 1.200.000
4. Lögmannskostnaður + vsk., kr. 102.792
Samtals höfuðstóll kr. 1.832.792
Vegna ákæruliðar III gerir F þá kröfu að ákærði greiði honum 1.717.940.- kr. auk vaxta samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu frá 6. mars 2009 þar til mánuður er liðinn frá birtingu kröfunnar, en síðan dráttarvaxta samkvæmt 1. mgr. 6. gr., sbr. 9. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Enn fremur er krafist greiðslu á lántökukostnaði og þinglýsingu af bankaláni sem kröfuhafi varð að taka vegna vanefnda X.
Vegna ákæruliðar V er af hálfu Guðrúnar Sesselju Arnardóttur, hrl. f.h. H gerð krafa um skaða- og miskabætur samtals að fjárhæð 8.838.602,-, auk vaxta skv. 8. gr. vaxtalaga nr. 38/2001, frá 1. apríl 2010 þar til mánuður er liðinn frá því sakborningi var kynnt bótakrafa þessi, en dráttarvaxta skv. III. kafla vaxtalaga nr. 38/2001 frá þeim degi til greiðsludags. Þá er krafist greiðslu málskostnaðar að skaðlausu að mati dómara eða samkvæmt framlögðum málskostnaðarreikningi, auk álags er nemi virðisaukaskatti af honum úr hendi sakbornings.
Vegna ákæruliðar VII er af hálfu J, kt. [...], gerð krafa um skaðabætur að fjárhæð kr. 2.105.000, auk vaxta og annars kostnaðar sem tengist málinu. Krafan er byggð á 1. mgr. 172. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, almennum reglum skaðabótaréttar og III. og IV. kafla laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu.
Vegna ákæruliðar VIII gerir Ragnar Baldursson, hrl. þá kröfu f.h. K, að ákærði verði dæmdur til að greiða honum kr. 13.096.000. auk vaxta skv. 1. mgr. 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001, af kr. 1.200.000,00 frá 07.11.2008 til 14.11.2008, af kr. 1.800.000,00 frá 14.11.2008 til 17.11.2008, af kr. 2.650.000,00 kr. frá 17.11.2008 til 19.11.2008, af kr. 4.150.000,00 frá 19.11.2008 til 21.11.2008, af kr. 5.750.000,00 frá 21.11.2008 til 25.11.2008, af kr. 7.220.000,00 frá 25.11.2008 til 04.12.2008, af kr. 8.420.000,00 frá 04.12.2008 til 23.12.2008, af kr. 9.920.000,00 frá 23.12.2008 til 26.02.2009, af kr. 10.351.000,00 frá 26.02.2009 til 26.03.2009, af kr, 10.761.000,00 frá 26.03.2009 til 30.04.2009, af kr. 11.221.000,00 frá 30.04.2009 til 26.05.2009, af kr. 11.526.000,00 frá 26.05.2009 til 28.09.2009, af kr. 12.276.000,00 frá 28.09.2009 til 18.02.2010, af kr. 13.096.000,00 frá 18.02.2010 til 29.04.2010 og frá þeim degi dráttarvaxta af kr. 13.096.000,00 dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 til greiðsludags allt að frádregnum kr. 7.291.000.
Vegna ákæruliðar X er af hálfu Skúla Sigurz, lögfr., f.h. Ólafs Kristinssonar, hdl., gerð krafa f.h. M, kt. [...], um skaðabætur, samtals að fjárhæð kr. 11.798.000, með vöxtum skv. 8. gr. vaxtalaga nr. 38/2001 og dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 6. gr. sömu laga, sbr. sundurliðun hér fyrir neðan:
1. Kr. 2.500.000 ásamt vöxtum skv. 8. gr. vaxtalaga nr. 38/2001 frá 30. nóvember 2009 að frádregnum kr. 122.000 þann 1. desember 2009, kr. 244.000 þann 4. desember 2009, kr. 122.000 þann 7. desember 2009, kr. 680.000 þann 8. desember 2009 og kr. 100.000 þann 8. desember 2009 til 21. júlí 2011, en með dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags.
2. Kr. 320.000 ásamt vöxtum skv. 8. gr. vaxtalaga nr. 38/2001 frá 30. nóvember 2009 til 21. júlí 2011 en með dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags.
3. Kr. 1.200.000 ásamt vöxtum skv. 8. gr. vaxtalaga nr. 38/2001 frá 1. desember 2009 til 21. júlí 2011 en með dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags.
4. Kr. 2.000.000 ásamt vöxtum skv. 8. gr. vaxtalaga nr. 38/2001 frá 2. desember 2009 til 21. júlí 2011 en með dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags.
5. Kr. 300.000 ásamt vöxtum skv. 8. gr. vaxtalaga nr. 38/2001 frá 3. desember 2009 til 21. júlí 2011 en með dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags.
6. Kr. 1.500.000 ásamt vöxtum skv. 8. gr. vaxtalaga nr. 38/2001 frá 4. desember 2009 til 21. júlí 2011 en með dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags.
7. Kr. 300.000 ásamt vöxtum skv. 8. gr. vaxtalaga nr. 38/2001 frá 7. desember 2009 til 21. júlí 2011 en með dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags.
8. Kr. 300.000 ásamt vöxtum skv. 8. gr. vaxtalaga nr. 38/2001 frá 7. desember 2009 til 21. júlí 2011 en með dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags.
9. Kr. 1.200.000 ásamt vöxtum skv. 8. gr. vaxtalaga nr. 38/2001 frá 8. desember 2009 til 21. júlí 2011 en með dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags.
10. Kr. 608.000 ásamt vöxtum skv. 8. gr. vaxtalaga nr. 38/2001 frá 9. desember 2009 til 21. júlí 2011 en með dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags.
11. Kr. 700.000 ásamt vöxtum skv. 8. gr. vaxtalaga nr. 38/2001 frá 18. desember 2009 til 21. júlí 2011 en með dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags.
12. Kr. 780.000 ásamt vöxtum skv. 8. gr. vaxtalaga nr. 38/2001 frá 23. desember 2009 til 21. júlí 2011 en með dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags.
13. Kr. 40.000 ásamt vöxtum skv. 8. gr. vaxtalaga nr. 38/2001 frá 22. janúar 2010 til 21. júlí 2011 en með dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags.
14. Kr. 50.000 ásamt vöxtum skv. 8. gr. vaxtalaga nr. 38/2001 frá 1. mars 2010 til 21. júlí 2011 en með dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags.
Loks er áskilinn réttur til að koma að frekari kröfum, leggja fram frekari gögn og koma að nýjum málsástæðum vegna bótakröfunnar allt fram að aðalmeðferð málsins ef til hennar kemur.
Vegna ákæruliðar XI er af hálfu E, kt. [...], gerð krafa um skaðabætur að fjárhæð kr. 2.020.000, auk vaxta skv. 1. mgr. 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001, frá 11.12.2009 til 31.12.2009, þar til mánuður er liðinn frá birtingu kröfunnar, en síðan dráttarvexti skv. 1. mgr. 6. gr., sbr. 9. gr. sömu laga, frá þeim degi til greiðsludags.
Vegna ákæruliðar XII er af hálfu Róberts Þ. Skarphéðinssonar hdl., f.h. Guðmundar B. Ólafssonar hrl., gerð krafa f.h. S um bætur að fjárhæð kr. 813.575 með vísan til meginreglna kröfuréttar. Þá er krafist miskabóta sbr. 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 úr hendi X vegna ólögmætrar meingerðar hans gagnvart S. Krafist er miskabóta að fjárhæð 500.000 kr. auk dráttarvaxta samkvæmt 1. mgr. 6. gr. vaxtalaga nr. 38/2001 af 500.000 kr. frá 3. mars 2010 til greiðsludags. Með vísan til 172. gr. laga nr. 88/2008 er einnig krafist skaðabóta vegna kostnaðar við að halda fram bótakröfunni s.s. öflun og lestur lögregluskýrslna, samtöl við skjólstæðing og lögreglu, fylgja kröfunni eftir í dómsmáli og gera upp til skjólstæðings m. (áætlað alls 8 klst.), samtals nemur krafan kr. 152.000, - (8 klst. * kr. 19.000, -), auk vsk. kr. 38.760,-, eða alls kr. 190.760. Áskilinn er réttur til að halda fram frekari kröfum, ef í ljós kemur að um frekara tjón er um að ræða og ef lögfræðikostnaður reynist meiri en áætlað er.
Vegna ákæruliðar XIII gerir V þá kröfu að ákærði greiði honum 228.000 kr. auk dráttarvaxta samkvæmt 1. mgr. 6. gr., sbr. 9. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001, frá 17. mars 2010 til greiðsludags. Til vara er þess krafist að ákærði greiði V kr. 228.000 kr. auk vaxta skv. 1. mgr. 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 frá 17. mars 2010 þar til mánuður er liðinn frá birtingu kröfunnar, en síðan dráttarvexti samkvæmt 1. mgr. 6. gr., sbr. 9. gr. sömu laga, frá þeim degi til greiðsludags.
Vegna ákæruliðar XIV gerir T þá kröfu að ákærði greiði honum kr. 577.836,-, auk vaxta, samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001, þar til mánuður er liðinn frá birtingu kröfunnar, en síðan dráttarvexti samkvæmt 1. mgr. 6. gr., sbr. 9. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags.
Vegna ákæruliðar XV er af hálfu U, kt. [...], gerð krafa um skaðabætur að fjárhæð kr. 5.287.943, auk vaxta skv. 1. mgr. 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001, frá dagsetningu tjónsdags þar til mánuður er liðinn frá birtingu kröfunnar, en síðan dráttarvexti skv. 1. mgr. 6. gr., sbr. 9. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags.“
Undir dómsmeðferð málsins var fallið frá sakarefni í IV. kafla ákærunnar.
Verjandi ákærða krefst aðallega sýknu. Til vara er þess krafist að ákvörðun refsingar verði frestað skilorðsbundið. Til þrautavara er þess krafist að dæmd verði vægasta refsing sem lög heimila og að refsivist, ef dæmd verður, verði skilorðsbundin í heild eða að hluta og að gæsluvarðhaldsvist ákærða komi til frádráttar refsivist. Krafist er frávísunar allra bótakrafna en til vara sýknu. Krafist er málsvarnarlauna úr ríkissjóði að mati dómsins.
Við upphaf aðalmeðferðar málsins var lögð fram yfirlýsing frá ákærða þar sem segir að hann hafi ákveðið að gefa ekki skýrslu fyrir dóminum undir aðalmeðferð málsins. Ákærði staðfesti yfirlýsingu sína undir aðalmeðferðinni og kveðst ekki ætla að tjá sig um sakarefnið fyrir dómi. Samkvæmt 2. mgr. 113. gr. sakamálalaga nr. 88/2008 er ákærða óskylt að svara spurningum varðandi refsiverða hegðun sem honum er gefin að sök. Ákærði nýtti sér þennan rétt samkvæmt tilvitnaðri lagagrein og liggur því ekki fyrir annar framburður hans fyrir dómi en neitun hans sem fram kom við þingfestingu málsins.
Samkvæmt 1. mgr. 111. gr. sakamálalaga nr. 88/2008 skal dómur reistur á sönnunargögnum sem færð eru fram við meðferð máls fyrir dómi. Af ástæðum sem raktar voru er ekki um það að ræða að leggja mat á trúverðugleika framburðar ákærða fyrir dómi þar sem hans nýtur ekki við. Verður því við niðurstöðu hvers ákæruliðar um sig að leggja mat á trúverðugleika vitnisburðar um viðkomandi ákærulið, auk þess að meta önnur gögn varðandi hvern ákærulið um sig.
Nú verða raktir málavextir vegna hvers ákæruliðar um sig og niðurstöðukafli strax á eftir.
Ekki þykir ástæða til að rekja, varðandi hvern ákærulið um sig, hvenær kært var og hvenær skýrslur voru teknar af ákærða og vitnum.
Í mörgum köflum ákærunnar er því lýst að ákærði hafi leynt peningaleysi og mikilli fjárþörf og sagst stunda gjaldeyrisviðskipti. Dómurinn telur sannað með gögnum málsins, meðal annars skattframtölum ákærða fyrir árin sem hér um ræðir og með öðrum gögnum málsins, að ákærði hafi verið peningalaus og í fjárþörf er hann kom að máli við einstaklingana sem hann blekkti og síðar verður rakið en bú ákærða var tekið til gjaldþrotameðferðar 27. maí 2009 en ákærði leyndi aðstæðum sínum fyrir þeim sem hann sveik út fjármuni hjá eins og rakið verður. Þá liggur ekkert fyrir um að ákærði hafi stundað gjaldeyrisviðskipti og er það mat dómsins að það sé að mestu eða öllu leyti tilbúningur ákærða sem hann notaði í blekkingarskyni í samskiptunum við einstaklinga eins og rakið verður.
Ákæruliður I
Vitnið A kvaðst hafa kynnst ákærða í janúar 2009 en hún hafi ekki þekkt hann áður. Á þessum tíma hafi hún unnið í verslun hér í borg þar sem ákærði verslaði og þannig hafi hún orðið málkunnug honum. Í mars 2009 hafi A og fjölskyldu hennar verið boðið í brúðkaup í [...]. Er hún greindi ákærða frá þessu og því að bæði þyrfti fjölskylda hennar gjaldeyri vegna ferðarinnar og einnig til að gefa brúðhjónunum, en það væri venja að gefa brúðhjónum peninga, hefði ákærði boðist til að kaupa gjaldeyri fyrir hana en hann sagðist þekkja til starfsmanna í banka og hann gæti aðstoðað við gjaldeyriskaup. A kvaðst hafa komið hingað til lands sem flóttamaður á árið 1990 og hún hafi ávallt treyst Íslendingum sem heiðarlegu fólki og lýsti hún því. Hún hafi því treyst ákærða og trúað honum er hann bauðst til að aðstoða hana við dollarakaup. Hún hafi því afhent ákærða 170.000 krónur 2. janúar 2009 og 360.000 krónur 7. sama mánaðar. Hún kvaðst ekki hafa kvittun fyrir því að hafa afhent ákærða þessa peninga en hún staðfesti að bankagögn í málinu sýni úttektir hennar vegna þessa og 1.200.000 króna ávísun sé sú sem um ræðir. Er A kom til baka eftir brúðkaupsveisluna í [...] hafi ákærði ekki verið búinn að kaupa gjaldeyrinn sem hann hafði lofað að gera en A kvaðst sjálft hafa keypt gjaldeyri fyrir utanferðina. Ákærði hefði engan gjaldeyri afhent. Er hún krafði ákærða um gjaldeyrinn hafi hann sagt ástandið mjög erfitt og hún þyrfti að afhenda honum meiri peninga, sem hún gerði, og afhenti hún ákærða 1.200.000 króna tékka hinn 7. apríl 2009. Spurð um þessa fjárhæð kvað A ákærða hafa sagt sér að hann þyrfti að kaupa flugmiða vegna gjaldeyriskaupanna og hann hefði einnig nefnt að fjárhæðin sem hún hafði áður afhent honum væri of lág til að hann gæti fengið gjaldeyri í bankanum en ákærði hefði enn greint sér frá því að hann þekkti menn í banka í þessu sambandi. Þá gaf ákærði fleiri skýringar sem hún myndi ekki nú. Hún hefði aðeins fengið endurgreiddar 20.000 krónur af þeim fjármunum sem hún afhenti ákærða. Hún vísaði á bug framburði ákærða hjá lögreglunni um að áður en samskiptin sem í ákærunni greinir urðu, hefði ákærði keypt gjaldeyri fyrir hana með ágóða. Það hafi aldrei átt sér stað.
Niðurstaða ákæruliðar I
Ákærði neitar sök.
Fyrir liggja bankagögn sem sýna að A tók út af reikningum sínum 170.000 krónur 2. janúar 2009 og 360.000 krónur 7. sama mánaðar. Þá liggur fyrir ljósrit af 1.200.000 króna tékka, útgefnum 7. apríl 2009 á nafn A. Annað kvaðst hafa afhent ákærða alla þessa fjármuni en fram kemur að ákærði framseldi tékkann sem um ræðir, 7. apríl 2009. Ákærði hefur ekki mótmælt því að hafa fengið þessa fjármuni í hendur frá A en fram kemur í greinargerð verjanda ákærða að ákærði geri þá athugasemd við þennan ákærulið að hann hafi fyrir löngu greitt A að fullu og ríflega það sem henni bar. Engin gögn eru um þetta.
Að þessu virtu er sannað með trúverðugum vitnisburði A, sem fær stoð í gögnum málsins sem rakin voru, gegn neitun ákærða, að hann hafi blekkt A til að afhenda sér fjármunina eins og hún lýsti og lýst er í þessum ákærulið. Með blekkingunni hefur ákærði gerst sekur um fjársvik.
Ákæruliður II
Vitnið C kvaðst hafa unnið fyrir ákærða við húsbyggingu en hann sé [...]. Ákærði hefði hringt í sig um það leyti er útboð átti að fara fram á stofnfjárbréfum í Byr sparisjóði og hefði ákærði boðið sér að vera þátttakandi í að kaupa bréf í Byr. C kvaðst lítið hafa gefið út á þetta og reynt að forðast ákærða í lengstu lög en hann hefði ekki fengið frið fyrir honum. Fyrir rest hefði hann afhent ákærða peninga til kaupa stofnfjárbréfa í Byr. Þannig hófust samskiptin að hans sögn en ákærði hefði nefnt D í þessu sambandi og að hann væri stofnfélagi í Byr. Ákærði hefði gefið fyrirmæli um að C mætti ekki ræða við D vegna þessa þar sem hann mætti ekki frétta af þátttöku hans í kaupum stofnfjárbréfanna. C kvað ákærða alls ekki hafa haft ástæðu til ætla að hann væri að lána ákærða peningana sem hann afhenti honum. Hann kvaðst á þessum tíma hafa haldið áfram að vinna fyrir ákærða við húsbyggingu. Spurður um vitneskju um fjárhagsstöðu ákærða, er samskipti þeirra hófust, kvað C ákærða hafa sýnst mjög vel fjáður og aldrei virst standa á peningum vegna húsbyggingarinnar.
Er C frétti að verið var að selja bréf í Byr hefði hann gengið á ákærða og spurt hvort hann væri ekki búinn að selja bréfin þeirra í Byr, sem var meiningin að gera að hans sögn. Ákærði hefði sagt svo vera en fjárfestar sem ákærði kvaðst hafa verið í samskiptum við vegna þessa hefðu tekið peningana og farið með úr landi til að kaupa „dollarabréf“. Ákærði sagðist ekki hafa ráðið við þá atburðarás og þeir hafi því þurft að fljóta með. Hann lýsti því að í ágúst hefði hann þurft að greiða skatta af þessum viðskiptum og hafi hann enn afhent ákærða peninga vegna þess. Þannig gekk þetta koll af kolli og ákærði hefði stöðugt gengið á C og B son hans. Ákærði hefði sagt að losa hefði þurft um dollarabréfin og koll af kolli og þetta hefði þróast svona þar til C og fjölskylda hans höfðu lagt ákærða til rúmar 11.000.000 króna. C kvaðst ekki hafa átt alla peningana til sem ákærði fékk og hafi B sonur hans lagt til peninga svo, og [...] eiginkona hans, og lýsti hann þessu. Þegar verst lét kvaðst C hafa verið með 4.000.000 króna í yfirdrátt í bankanum til að fjármagna greiðslurnar til ákærða. Hann hefði ekki fengið neitt til baka frá ákærða en ákærði hefði hins vegar ávallt greitt sér vinnulaun. Aldrei hefði komið til tals að ákærði legði fé í þessi samskipti. Hann lýsti því að ákærði hefði notað ýmis brögð til að ná peningum af þeim feðgum og lýsti hann því að ákærði hefði meðal annars sýnt sér bréf frá lögmanni sem væri að innheimta dollarabréfin. Þetta bréf kvaðst C hafa farið með í bankann sinn og lagt fram í því skyni að fá yfirdráttarheimild sína framlengda. C staðfesti að greiðslurnar sem fram koma í þessum ákærulið væru réttar og þær byggjast á gögnum sem liggja frammi. Hann kvað greiðslur til sín, samkvæmt yfirliti, vera greiðslur ákærða fyrir vinnu og fyrir muni sem C hefði greitt fyrir ákærða. Hann nefndi dæmi um þetta en þessar endurgreiðslur væru samtals að fjárhæð 1.939.520 krónur til sín og B sonar síns.
Vitnið B kvaðst ekki hafa þekkt ákærða neitt er hann hitti hann fyrst en ákærði hefði komist inn á föður sinn er hann var að vinna við akstur fyrir ákærða. Hann lýsti því að hann hefði verið með föður sínum er ákærði hringdi í hann til að reyna að fá hann til að leggja fram fjármuni. Ákærði hefði þannig átt frumkvæðið. B kvað föður sinn hafa sagt nei við ákærða tvisvar til þrisvar sinnum. Að því kom að föður hans hafi fundist þetta í lagi og ákærði virst gjörsamlega meinlaus. Ákærði sagðist vera í hópi manna sem hygðust fjárfesta í stofnfjárbréfum í Byr sparisjóði sem var að fara á markað. Fram kom hjá ákærða að búið væri að kaupa stofnfjárbréfin en þau þyrfti að leysa út. Ákærði hefði náð að sannfæra þá feðga um að leggja til peninga og komast í hóp manna er hygðust fjárfesta í stofnfjárbréfum í Byr sem síðan átti að selja stuttu síðar. Ákærði hefði sagt að hann hefði leyst út stofnfjárbréfin en að hann hefði farið í gjaldeyrisviðskipti fyrir þá feðga og ætlað að hækka upphæðina sem hann ætlaði að skila þeim. Á þennan hátt hélt ákærði leiknum áfram og náði alltaf meiri og meiri peningum af þeim feðgum og greindi þeim frá því að meiri peninga þyrfti til að leysa út gjaldeyrinn að utan og til að gera hitt og þetta. Meðal annars hefði hann sagst þurfa að stofna bankareikninga, gjaldeyrisreikninga og fleira. Alltaf hafi þurft meiri peninga til að ná fjármunum þeirra feðga út. Ákærði hefði sagt að hann hefði notað alla peningana sem hann fékk frá þeim feðgum í því skyni að losa út fjármuni sem lýst hefur verið. Ekki hafi komið fram að ákærði hefði haft peninga undir höndum utan fyrst er hann hitti föður vitnisins en þá hefði hann veifað himinháum fjárhæðum til að fá hann til viðskipta og hann hefði þannig komist inn á föður vitnisins. Ákærði hefði beitt blekkingum og gefið tilhæfulausar skýringar eins og rakið var.
Í ákærunni er háttsemi ákærða lýst þannig að um lán hafi verið að ræða með tilhæfulausum skýringum ákærða eins og lýst er. Spurður um þetta kvað vitnið ekki hafa verið um lán að ræða, heldur hafi peningarnir verið afhentir í því skyni að ákærði keypti stofnfjárbréfin í Byr en ákærði hefði falið sig á bak við D sem hefði átt að vera í aðstöðu til að fá stofnfjárbréfin á lágu verði og að bréfin yrðu síðan seld með hagnaði á markaði stuttu síðar. B kvað þetta hafa verið blekkingu hjá ákærða og lygin hafi ekki komið í ljós fyrr en undir lokin. B lýsti því að strax og ákærða voru afhentir peningarnir hefði byrjað eltingaleikur við hann, nánast daglega uns lögreglan bað vitnið að koma til skýrslutöku en þá fyrst vissi hann af því að ákærði sætti lögreglurannsókn vegna málsins.
Fyrir liggur yfirlit um endurgreiðslu ákærða til B og C, föður hans en endurgreiðslurnar hafi að hans sögn verið lágar fjárhæðir til að halda sér góðum. Hann hefði haldið nákvæma skrá yfir þær fjárhæðir en greiðslurnar fóru um bankareikning hans. B skoðaði yfirlitið og staðfesti það en þar koma fram fjárhæðirnar og dagsetningar endurgreiðslna, samtals að fjárhæð 1.939.520 krónur.
Vitnið [...] er eiginkona B og móðir B. Hún kvaðst hafa verið erlendis er samskipti C og ákærða hófust. Henni skyldist að til hafi staðið að kaupa hlutabréf í Byr sparisjóði. Hún kvað ákærða stöðugt hafa beðið um meiri peninga. Hún kvaðst einu sinni hafa hringt í ákærða á þessum tíma og sagt við hann að hann skyldi ekki stela peningum frá C manni sínum sem væri mjög áreiðanlegur maður. Hún væri sjúklingur og hún þyldi ekki svona uppákomur. Ákærði hefði sagt að allt væri í lagi. Allir peningarnir yrðu endurgreiddir á mánudaginn. Hún kvað sér hafa fallið þetta mjög þungt, að ákærði beitti B, syni sínum, þannig að hann afhenti ákærða peninga hennar en um var að ræða sparnað hennar.
Niðurstaða ákæruliðar II
Ákærði neitar sök.
Sannað er með trúverðugum vitnisburði B og C að þeir afhentu ákærða fjármunina sem í þessum ákærulið greinir en fyrir liggja bankagögn sem styðja þessar peningafærslur og þá hefur ákærði framselt allar ávísanirnar sem um ræðir. Þá er sannað með trúverðugum vitnisburði B og C, með stoð í vitnisburði [...] og með stoð í gögnum sem rakin voru, gegn neitun ákærða, að hann blekkti feðgana til að afhenda sér fjármunina eins og lýst er í ákærunni. Með því hefur ákærði gerst sekur um fjársvik svo sem í ákæru greinir.
Ákæruliður III
1
Vitnið F kvað þá ákærða hafa verið [...] en hann hafi ekki vitað af honum fyrr en hann kom nánast daglega í mat þar sem F starfaði. Þeir hafi þá rætt saman. Að því kom að ákærði tók að reifa peningamál við F. Ákærði hefði nefnt að hann ætti í verulegum vandræðum. Hann hefði gert gjaldeyrissamning við Landsbankann og hann vantaði peninga til að leysa gjaldeyrinn út og bað F um að hjálpa sér. Ákærði hefði sagt gjaldeyrinn á afar hagstæðum kjörum og hefði hann nefnt ótrúlegar tölur í þessu sambandi. F kvaðst ekki hafa mikil auraráð en þrátt fyrir það viljað aðstoða ákærða sem var örvæntingarfullur vegna þessa. Hann hafi þá afhent ákærða peninga til að hann gæti leyst út gjaldeyrinn og lofaði ákærði F einhverjum mismun á kaup- og söluverði gjaldeyrisins. Samkomulag þeirra var munnlegt „heiðursmanna-samkomulag“ og ákærði lofaði í upphafi að greiða fljótt sem ekki varð. Þetta hefði því orðið hálfgerður leikur þar sem ákærði var „alltaf að redda þessu“ og virtist vera í stöðugum samskiptum við bankann. F kvað þetta ekki vera hvatann að því að hann aðstoðaði ákærða, heldur hafi það verið vinskapur þeirra sem myndaðist á þessum tíma. F kvaðst ekkert hafa vitað um fjárhag ákærða á þessum tíma. F staðfesti yfirlit sem liggur frammi meðal gagna málsins. Þar koma fram dagsetningar og fjárhæðir sem hann greiddi ákærða, svo sem í þessum kafla ákæru greinir, og yfirlit endurgreiðslna ákærða að fjárhæð 661.060 krónur.
2
Vitnið F kvað ákærða hafa greint sér frá því að hann þyrfti 30.000 krónur til að liðka fyrir upphaflegum gjaldeyrisviðskiptum. Hann hefði greitt ákærða þessa fjárhæð í því skyni.
Vitnið [...] kom fyrir dóminn. Henni var greint frá því að meðal gagna málsins væru upplýsingar um að ákærði hefði gefið upp nafn vitnisins vegna gjaldeyrissamninga ákærða í Landsbankanum og að vitnið væri að vinna að máli ákærða í bankanum á árinu 2009. Hún kvaðst aldrei hafa heyrt þetta og hún hafi aldrei unnið að gjaldeyrismálum hjá bankanum. Hún vissi engin deili á ákærða.
Niðurstaða ákæruliðar III 1 og 2
Ákærði neitar sök.
Sannað er með vitnisburði F, sem styðst við bankagögn og framsal ákærða á 1.200.000 króna tékkanum sem lýst er og styðst einnig við símhlustun þar sem ákærði biður F um að leggja inn 30.000 krónur, sem hann gerði samanber ákærulið III 2, að F hafi afhent ákærða alla fjármunina sem í þessum ákærulið greinir. Þá er sannað með trúverðugum vitnisburði F sem fær stoð í öðrum gögnum málsins, gegn neitun ákærða, að ákærði fékk F til að afhenda sér fjármunina með blekkingum eins og lýst er í ákærunni og F bar um fyrir dóminum. Með þessari háttsemi hefur ákærði gerst sekur um fjársvik.
Ákæruliður IV
Eins og rakið var að framan var fallið frá þessum kafla ákærunnar.
Ákæruliður V
Vitnið H kvaðst hafa hitt ákærða í ágúst 2008 er í gangi var [...] þar sem H starfaði. Hann hafi kynnst ákærða sem oft lagði leið sína að [...]. Í nóvemberlok 2008 hafi ákærði komið að máli við sig og spurt hvort hann gæti aðstoðað sig í erfiðleikum. Hann þyrfti að leysa út gjaldeyrissamning í Seðlabankanum og hann hefði ekki næga fjármuni til þess. H kvaðst ekki hafa haft neina ástæðu til að vantreysta ákærða sem hann þekkti ekki nema af kunningsskap vegna komu hans í kirkjuna. Hann hefði þá afhent ákærða ákveðna upphæð sem ákærði skilaði síðan að hluta viku síðar. Þá kom fram hjá ákærða að hann hefði ekki getað lokið málinu. Hann þyrfti meiri peninga og spurði hvort H gæti hjálpað sér, hann væri í vandræðum. H kvaðst hafa sagt ákærða að hann ætlaði að athuga málið. Hann hefði síðan ráðfært sig við mann og athugað hvort ákærði væri í vanskilum í bönkum sem ekki reyndist vera en hann kvaðst ekki hafa vitað um feril ákærða. H kvaðst síðan hafa afhent ákærða fjármunina sem lýst er í ákærunni. Alltaf hefði verið sama sagan hjá ákærða um gjaldeyrisviðskipti. H kvaðst hafa spurt er fór að líða á, og hann verið úrkula vonar um að fá eitthvað til baka, hverjir væru með þetta í bankanum. Ákærði hefði þá spunnið upp ótrúlegar sögur. H lýsti því að erfitt hefði verið að verjast ákærða er hér var komið sögu. Af sinni hálfu hefði allt snúist um að endurheimta fjármuni sína. Þá hafi ákærði ítrekað lofað endurgreiðslu eftir hádegi ef hann fengi milljón í viðbót og lýsti H þessu. Ákærði hefði gefið mikil loforð og meðal annars sagt „ég sver það við gröf föður míns“ að það væri satt og rétt sem hann segði. Allt hefði verið í þessum dúr. H kvað eftir á að hyggja ljóst að þetta hefði verið flétta hjá ákærða. Ásetningur hans til að svíkja út úr sér peninga hefði verið til staðar frá upphafi. H kvað vonina um að endurheimta fjármuni sína hafa verið drifkraftinn er hann afhenti ákærða stöðugt meira fé, eins og rakið er í ákærunni, og vonaði hann að sér væri sagt rétt frá og hann hefði trúað því en hann hefði ítrekað krafið ákærða um fjárhæðina sem hann hafði látið af hendi. H lýsti því hvernig atburðirnir mögnuðust stig af stigi og hann hefði verið lentur í ferli sem mjög erfitt hafi verið að standast sálfræðilega. Þetta séu verstu aðstæður sem hann hafi lent í. H staðfesti rétt yfirlit meðal gagna málsins þar sem fram koma upplýsingar um greiðslur til ákærða og endurgreiðslur ákærða að fjárhæð 1.712.288 krónur. Gögnin byggjast á bankagögnum að mestum hluta.
Niðurstaða ákæruliðar V
Ákærði neitar sök.
Sannað er með vitnisburði H og með bankagögnum sem liggja frammi, auk framsals ákærða á tékka, að H afhenti ákærða fjármunina eins og lýst er í ákærunni. Meðal gagna málsins eru hljóðrituð samtöl ákærða og H á tímabilinu frá 27. mars 2010 til 11. apríl 2010. Þar má ráða að ákærði reynir að fá H til þess að halda að peningar séu væntanlegir. Þá segir í lögregluskýrslu um hljóðritunina auk þess sem það kemur fram í símtölunum sjálfum, að ákærði þykist á sama tíma og hann er að tala við H vera að tala við aðra í síma. Tæknigögn sýna að svo var ekki. Þetta styður það mat dómsins að ákærði hafi í samskiptum sínum við H stöðugt beitt hann blekkingum.
Sannað er með trúverðugum vitnisburði H með stoð í gögnunum sem rakin voru, gegn neitun ákærða, að hann hafi blekkt H til að afhenda sér fjármunina sem í ákæru greinir, á þann hátt sem þar er lýst. Með blekkingunum hefur ákærði gerst sekur um fjársvik.
Ákæruliður VI
Vitnið I kvaðst hafa kynnst ákærða sem kom reglulega á vinnustað I, sem er [...] hér í borg. Þannig kynntist hann ákærða í spjalli eins og gengur. Það hafi síðan verið í byrjun desember 2006 sem ákærði færði í tal við I hvort hann væri ekki til í að koma í „business“, gjaldeyrisviðskipti, sem gæti gefið góðan ávinning ef I legði til peninga og ákærði kvaðst þá mundu koma með ávinninginn til hans daginn eftir. Einhverra hluta vegna kvaðst I hafa gert þetta og afhent ákærða 800.000 krónur, 6. desember 2006 og hafi ákærði ætlað að koma með ávinninginn daginn eftir. Ákærði kom hins vegar að máli við hann daginn eftir og kvað eitthvað hafa klikkað og hann þyrfti meiri peninga frá I. I kvað sér þá hafa fundist hann kominn í vandræði. Þannig hefði ákærði stöðugt komið fram og ávallt sagt að eitthvað hefði brugðist, hann þyrfti meiri peninga frá I og hann muni skila af sér daginn eftir. I kvaðst síðan hafa afhent ákærða peninga eins og lýst er í ákærunni en sér hafi fundist hann kominn í klemmu. Hann kvaðst ekki hafa þekkt til ákærða áður og ekki vita um greiðslugetu hans eða hvort hann stundaði gjaldeyrisviðskipti. I kvaðst hafa treyst ákærða. I kvaðst hafa gengið hart á eftir ákærða um að fá endurgreitt og lýsti hann þessu nánar. I lýsti því hvernig sér hafi fundist eins og hann væri fastur í eigin gildru.
I var spurður um tvær síðustu greiðslurnar til ákærða, 26. júní 2007 og 28. október 2008, og hvernig á þeim stæði. I kvaðst stöðugt hafa hringt í ákærða. Skilja mátti I svo að þessar 12.000 krónur sem hann lagði inn á reikning ákærða 26. júní 2007 og 28. október 2008 hafi verið lán til ákærða sem hann endurgreiddi daginn eftir. Þær greiðslur tengist þannig ekki gjaldeyrisviðskiptunum sem fyrstu sex töluliðir þessa kafla ákærunnar snúist um. I staðfesti, sem rétt, yfirlit vegna greiðslnanna sem í þessum ákærulið greinir. Þar koma fram dagsetningar og fjárhæðir og er það allt í samræmi við ákæruna. Alls fékk I endurgreiddar frá ákærða 3.763.000 krónur.
Niðurstaða ákæruliðar VI
Ákærði neitar sök.
Með vísan til vitnisburðar I og neitunar ákærða er ósannað að tvær síðustu greiðslurnar inn á reikning ákærða, annars vegar 26. júní 2007 og hins vegar 28. október 2008, 12.000 krónur í hvort sinn, hafi verið fengnar með blekkingum, heldur hafi verið um að ræða lán I til ákærða sem endurgreiddi daginn eftir eins og lýst var. Ákærði verður því ekki sakfelldur fyrir fjársvik að því er þessar fjárhæðir varðar og er hann sýknaður af þessum hluta ákæruliðarins.
Sannað er með vitnisburði I, sem styðst við bankagögn og ávísanir sem ákærði hefur framselt, að I afhenti ákærða fjármunina svo sem lýst er í fyrstu 6 töluliðum ákærunnar. Þá er sannað með trúverðugum vitnisburði I með stoð í ofanrituðu og öðrum gögnum málsins, gegn neitun ákærða, að ákærði blekkti I til að afhenda sér þessa fjármuni eins og I bar og lýst er í ákærunni. Með blekkingunum hefur ákærði gerst sekur um fjársvik.
Ákæruliður VII 1 og 2
Vitnið J kveðst hafa kynnst ákærða eftir umferðaróhapp en ákærði hefði fylgst með líðan sinni. Að því kom að ákærði sagði vitninu að hann hefði verið með framvirka gjaldeyrissamninga og hann vantaði peninga til að leysa út fjármuni. J kvaðst hafa afhent ákærða 450.000 krónur hinn 5. desember 2008 í þessu skyni og átti J að fá ávöxtun af þessu.
Eftir þetta hefði ákærði stöðugt hringt í sig. Það varð til þess að J afhenti ákærða þá peninga sem um getur í 2. lið þessa kafla ákærunnar. Ástæðuna kvað J þá að hann hefði verið farinn að treysta ákærða en ákærði hefði sagst þurfa þessa fjármuni til að losa peningana út vegna hinna framvirku gjaldeyrissamninga, að sögn. J hefði því greitt ákærða þær 3.315.000 krónur sem lýst er í 2. lið ákærunnar. Hann kvað fjármunina sem hann afhenti ákærða ekki hafa verið lán þótt það kunni að vera túlkunaratriði að hans sögn. J kvaðst ekki hafa haft hugmynd um bakland ákærða og hvort hann væri borgunarmaður. Ákærði hefði hins vegar komið mjög vel fyrir. Eftir því sem biðin varð lengri eftir endurgreiðslu, var beðið um frekari greiðslur sem J innti af hendi. Endurgreiðslurnar áttu sér stað eftir að J kvaðst hafa gengið mjög hart fram við að fá þær og lýsti hann mikilli vinnu við þetta, stöðugum samskiptum við ákærða og ferðum á heimili hans. J vísaði til skriflegra yfirlýsinga ákærða sem liggja frammi þar sem fram koma fjárhæðir sem hann kvaðst skulda J. Annars vegar er skjal, dagsett 10. febrúar 2010, þar sem lofað er greiðslu 4.000.000 króna fyrir 10. apríl 2010 og hins vegar er skjal, dagsett 19. mars 2010, þar sem ákærði kvaðst ætla að greiða skuld sína við J að fjárhæð 3.258.400, eigi síðar en 23. mars 2010. J staðfesti yfirlit yfir greiðslur sínar til ákærða, sem eru eins og í ákæru greinir, og yfirlit um endurgreiðslur ákærða alls 1.660.000 krónur.
Niðurstaða ákæruliðar VII 1 og 2
Ákærði neitar sök.
Sannað er með vitnisburði J og með stoð í bankagögnum, en meðal annars liggur fyrir að ákærði framseldi tékkana sem í 2. lið þessa kafla ákæru greinir, að hann afhenti ákærða fjármunina svo sem lýst er í þessum ákærukafla. Vitnisburður J er trúverðugur og fær stoð í ofanrituðu og jafnframt stoð í myndbandsupptökum J af samskiptum við ákærða sem sýna að ákærði játaði að skulda J og fleira, en upptökurnar eru til þess fallnar að styðja vitnisburð J. Er samkvæmt þessu sannað með trúverðugum vitnisburði J með stoð í gögnum sem rakin voru, gegn neitun ákærða, að ákærði blekkti J til að afhenda sér fjármunina sem lýst er í þessum ákærulið. Með blekkingunum hefur ákærði gerst sekur um fjársvik.
Ákæruliður VIII
Vitnið K kvað upphaf samskiptanna við ákærða hafa verið er ákærði hringdi í hann og bað hann að taka þátt í gjaldeyrisviðskiptum erlendis frá en K kvaðst fyrst hafa kynnst ákærða er bifreið ákærða var til viðgerðar á verkstæði K. Ákærði hefði rætt um kostnað sem myndaðist við að láta gjaldeyrisviðskiptin ganga eftir, auk þess að ræða um ávöxtun. K hafi látið til leiðast og afhent ákærða fjármuni, sparifé sem hann átti. Ákærði hefði rætt um ákveðinn dag til endurgreiðslu sem stóðst síðan ekki. Þá hefði ákærði sagt að kostnaður yrði meiri en hann bjóst við og ef K legði meira af mörkum yrði ávöxtun hans meiri. Þannig hefðu samskiptin gengið áfram og ákærði svikið hann „hægri vinstri“. Endurgreiðslur hefðu dottið inn öðru hvoru en aldrei eins og um var rætt. K kvað að ákærði hefði eins og haldið sér volgum en aldrei hafi neitt staðist af því sem ákærði sagði og hann hefði svikið sig trekk í trekk. Þrátt fyrir þetta hefði hann af einhverjum ástæðum afhent ákærða peninga áfram og ákærði ávallt lofað hærri ávöxtun. Ákærði hefði þannig sagt sér að hann stundaði gjaldeyrisviðskipti og K mætti vænta ágóða. Ákærði hefði greint sér frá því að kostnaðurinn væri við að leysa peningana út. K kvaðst ekki hafa skilið þetta en ákærði hefði virst hafa gríðarlega þekkingu til að tala skynsamlega um þessa hluti að því er sér virtist. K hafði ekki aðrar upplýsingar um fjárhagsgetu ákærða en þær sem fram komu, þess efnis að hann ætti gríðarlegar eignir hér og þar. K kvaðst þannig hafa treyst ákærða fullkomlega en hann hefði komið þannig fram og talað þannig um þessi mál að hann skapaði traust. K lýsti endurgreiðslum ákærða til sín en alls endurgreiddi ákærði 7.291.000 krónur.
Niðurstaða ákæruliðar VIII
Ákærði neitar sök.
Sannað er með vitnisburði K með stoð í bankagögnum, en meðal annars liggur fyrir að ákærði framseldi tékkana sem hér um ræðir en aðrar greiðslur áttu sér stað með innlögnum á reikning ákærða, að K afhenti ákærða fjármunina svo sem lýst er í þessum kafla ákærunnar. Sannað er með trúverðugum vitnisburði K, með stoð í því sem rakið var og öðrum gögnum málsins, gegn neitun ákærða, að ákærði fékk K til að afhenda sér fjármunina með blekkingum, eins og K bar og lýst er í ákærunni. Með beitingu blekkinga hefur ákærði gerst sekur um fjársvik.
Ákæruliður IX
Vitnið L kveðst hafa þekkt ákærða lengi. Hann kvað ákærða hafa komið að máli við sig og beðið sig um að lána sér peninga. Hann hefði gert það og lánað ákærða peningana sem í ákærunni greinir en ákærði hafi verið í „kröggum“ á þessum tíma. Ákærði hefði lofað endurgreiðslu og hann hefði lánað honum peningana í trausti þess en samningar vegna þessa hefðu verið munnlegir. L, sem kvaðst hafa þekkt ákærða í áratugi, kvaðst hafa talið hann borgunarmann og lánað honum í trausti þess. Hann kvað ákærða hafa endurgreitt óverulega fjárhæð, eða 200.000 til 300.000 krónur. Lánin eigi að vera greidd nú, sem ekki sé raunin.
L greindi frá því í lögregluskýrslu 13. apríl 2010 að ákærði hefði haft samband í apríl 2008 til að biðja um peningalán til að losa um gjaldeyri sem hann kvaðst eiga og ekki getað losað nema greiða fyrst ákveðna upphæð. Þá kveðst L hafa lánað ákærða 490.000 krónur. Fyrir dómi mundi hann ekki hvers vegna ákærði bað um lánin. Þá segir í skýrslunni að L hefði lánað ákærða 4.000.000 króna árið 2009 og 1.560.000 krónur í byrjun árs 2010 og allt hafi verið til að liðka fyrir dollaragreiðslum sem ákærði kvaðst eiga fastar á reikningi og að hann myndi nota þá fjárhæð til að gera upp skuld sína við L. Ítrekað spurður um þetta fyrir dómi kvaðst L hafa lánað ákærða peningana en hann hafi ekki vitað hvað ákærði ætlaði að gera við þá. L var spurður að því hvort ákærði hefði blekkt hann til lánveitinga eins og í ákæru greinir eða hvort hann hafi veitt ákærða peningalán sem hann hefði ekki greitt. L kvað ákærða ekki hafa greitt. Spurður hvort lánveitingarnar hefðu verið vegna gjaldeyrisviðskiptanna, svo sem í ákæru greinir, kvaðst L ekki muna það. Ákærði hefði sagt eitt í dag og annað á morgun. Spurður hvort hann líti á háttsemi ákærða sem svik, taldi hann svo vera þar sem ákærði hefði ekki endurgreitt lánin. Ákærði hefði ítrekað sagt að peningar væru að koma og hann hefði lánað honum áfram í trausti þess. L staðfesti að yfirlit meðal gagna málsins sýni greiðslur sínar til ákærða og 200.000 króna endurgreiðslu frá honum.
Niðurstaða ákæruliðar IX
Ákærði neitar sök en honum er gefið að sök að hafa blekkt L til að afhenda sér 8.309.000 krónur sem lán, eins og lýst er í ákærunni. Vitnið L, sem kvaðst hafa þekkt ákærða áratugum saman, kvað ákærða, sem verið hafi í kröggum, hafa komið til sín og beðið sig um að veita sér lán sem L kvaðst hafa gert í trausti þess að ákærði endurgreiddi.
Með vísan til vitnisburðar L um lánveitinguna og vitneskju hans um hag ákærða og fleira, og gegn neitun ákærða, er ósannað að ákærði hafi beitt L blekkingum og ber því að sýkna ákærða af þessum ákærulið.
Ákæruliður X
Vitnið M kvaðst hafa kynnst ákærða haustið 2009 en ákærði hefði boðist til að fjárfesta fyrir hana. Þau hefðu verið búin að ræða dálítið saman er ákærði sagði henni að hann hefði sniðugt „fjárfestingardæmi“ sem hann lýsti ekki frekar. Hún kvaðst ekki hafa áttað sig á því um hvað þetta snerist en hún hefði afhent ákærða fjármunina og í fyrstu hefði hann endurgreitt. Ítrekað spurð, vissi hún ekki hvernig ákærði hugðist ávaxta peningana sem hún afhenti honum en málið hafi snúist um það að ávaxta peningana sem hún afhenti ákærða og hún muni ekki hvort gjaldeyrisviðskipti hefðu verið nefnd í þessu sambandi. Það gæti hafa verið. Hún kvaðst ekki hafa veitt ákærða peningalán. Hún kvaðst ekkert hafa vitað um fjárhagsstöðu ákærða á þessum tíma. Í lögregluskýrslu af M segir hún að ákærði hefði sagt sér að hann stundaði fjármálaviðskipti fyrir sig og aðra, auk þess sem hann gerði upp húsnæði. Fyrir dóminum kvað hún þetta rétt og að hún hefði ekki vitað annað um fjárhagsstöðu ákærða en það sem þarna kemur fram. Hún staðfesti yfirlit sem sýnir fjárhæðir sem hún greiddi ákærða og endurgreiðslur frá ákærða að fjárhæð 1.690.000 krónur.
Niðurstaða ákæruliðar X
Ákærði neitar sök.
Sannað er með vitnisburði M og með stoð í bankagögnum að hún afhenti ákærða 6.800.000 í bankaávísunum, eins og lýst er í ákærunni, og að ákærði fékk hana til að leggja inn á reikninga ýmissa einstaklinga 4.998.000 krónur eins og lýst er í ákærunni. Með trúverðugum vitnisburði M og með stoð í ofanrituðu og öðrum gögnum málsins er sannað, gegn neitun ákærða, að hann hafi beitt M blekkingum, eins og hún bar, og lýst er í ákærunni, jafnt til að afhenda sér ávísanir og til að fá hana til að leggja inn á bankareikninga sem lýst er í ákærunni. Með blekkingunum hefur ákærði gerst sekur um fjársvik.
Ákæruliður XI
Vitnið E kvað M hafa hringt í sig og greint sér frá gjaldeyrisviðskiptum sínum en 600.000 krónur vantaði til að ljúka þeim. Fram kom að M var í samskiptum við ákærða vegna þessa. E kvaðst þá hafa greitt þá fjárhæð eins og lýst er í ákærunni og síðan var stöðugt haldið áfram að hennar sögn. Hún hafi spurt út í viðskiptin og fengið þær upplýsingar að þetta væri „allt að ske“ og henni hafi því fundist hún verða að halda áfram fjárútlátum, eins og hún gerði, þar sem hún hefði ella talið 600.000 krónurnar sem hún lagði inn 11. desember 2009 tapað fé. Hún kvaðst hafa talið ákærða nota peningana til að leysa út vörur fyrir fyrirtæki. Hún hefði spurt M að þessu og hún sagt já, þetta væri einhvern veginn svoleiðis. Hún kvað M hafa verið „millistykki“ en E hefði tvisvar sinnum rætt við ákærða símleiðis. Í annað skiptið hefði hann spurt hana hvort hún gæti fengið 1.000.000 króna yfirdrátt í bankanum og í hitt skiptið hefði hann sagt að hann hefði lagt peninga inn á reikning hennar, sem reyndist ekki rétt. Peningana, sem hún innti af hendi og lýst er í ákærunni, hefði hún lagt inn á reikninga sem gefnir voru upp en M veitti henni upplýsingar um þá. Hún hefði spurt M um skýringar á þessu og hafi hún þá sagt að þessar upphæðir vantaði í einhverju skyni. Hún var alls ekki viss í hvaða skyni greiða átti en hún kvað sig minna að fram hefði komið að það vantaði 1.200.000 krónur í einhverju skyni. Hún kvaðst ekki hafa áttað sig á því hvað var á ferðinni en greitt engu að síður. Allar innlagnirnar voru með sömu skýringu M en E kvað sér hafa fundist skrýtið að hún greiddi inn á reikninga margra aðila. M hefði greint frá því að ákærði væri að dreifa peningunum. Hún hefði ekki vitað neitt um ákærða. Hún treysti M og lýsti hún því. Hún kvaðst ekki hafa fengið neitt endurgreitt. Hvorki ákærði né M hefðu haft samband við sig eftir þetta. E staðfesti yfirlit sem liggur frammi þar sem fram koma fjárhæðir og dagsetningar yfir greiðslur sem inntar voru af hendi og eru þær hinar sömu og í ákærunni.
Vitnið M kvaðst hafa rætt við E og greint henni frá því að ákærði væri að ávaxta peninga fyrir hana. Það varð til þess að E hefði látið fé af hendi rakna og talið sig vera að fjárfesta á sama hátt og vitnið. M kvaðst í einhverjum tilvikum hafa gefið E upp nöfn og reikninga sem E átti að leggja peninga inn á. Hún kvað þetta ekki hafa verið fyrirmæli sín heldur hefði E átt sjálf þetta val og ráðið hvort hún greiddi.
Niðurstaða ákæruliðar XI
Ákærði neitar sök.
Sannað er með vitnisburði E, með stoð í bankagögnum sem sýna innleggin sem í ákæru greinir, að hún lagði þessa fjármuni inn á reikningana, svo sem lýst er í ákærunni. Þá er sannað með trúverðugum vitnisburði E og með stoð í vitnisburði M og með stoð í öðrum gögnum málsins, gegn neitun ákærða, að hann blekkti E, með milligöngu M, til fjárútlátanna sem í ákæru greinir. Með beitingu blekkinga hefur ákærði gerst sekur um fjársvik.
Ákæruliður XII
Vitnið S kvaðst hafa lánað syni sínum 800.000 krónur og þeir fjármunir hefðu runnið til ákærða á sínum tíma. Sú fjárhæð var endurgreidd tveimur til þremur dögum síðar, að því er hana minnti. Eftir það fór ákærði að hringja í hana og greindi hann frá því að hann stundaði gjaldeyrisviðskipti og að hún fengi góða ávöxtun, legði hún fram peninga. Hún kvaðst ekki hafa vitað hvort frásögn ákærða af gjaldeyrisviðskiptunum væri rétt en hún hefði treyst honum og lagt inn á reikning hans þær fjárhæðir sem í ákærunni greinir en það hafi hún gert eftir að ákærði hefði hringt í hana og sagt til um hverjar fjárhæðirnar ættu að vera hvert sinn. Ákærði hefði samkvæmt þessu lofað að ávaxta peningana sem hún greiddi honum. Hún kvað ákærða hafa endurgreitt 633.125 krónur og staðfesti hún yfirlit um greiðslur hennar til ákærða og endurgreiðslurnar til sín.
Niðurstaða ákæruliðar XII
Ákærði neitar sök.
Sannað er með vitnisburði S, með stoð í bankagögnum sem sýna innleggin sem í ákæru greinir, að hún lagði þessa fjármuni inn á reikninga ákærða svo sem lýst er í ákærunni. Þá er sannað með trúverðugum vitnisburði S, með stoð í öðrum gögnum málsins, gegn neitun ákærða, að ákærði fékk hana til þessa með blekkingum eins og S lýsti og svo sem í ákæru greinir. Með beitingu blekkinga hefur ákærði gerst sekur um fjársvik.
Ákæruliður XIII
Vitnið V kvaðst hafa verið verktaki hjá [...] á þessum tíma og hann hefði unnið við frágang [...] að heimili ákærða og þá hafi hann kynnst honum. V kvaðst hafa ætlað í ferðalag á árinu 2009 og hinn 17. mars 2009 hefði hann afhent ákærða 300.000 krónur til að hann keypti fyrir sig gjaldeyri. Ákærði skilaði gjaldeyrinum aldrei að sögn vitnisins. Þá lýsti V því að á þessum tíma hefði hann haft hug á því að skipta um gröfu. Ákærði hefði þá sagt að hann væri með nýlega gröfu og ef vitnið gæti útvegað 1.000.000 króna þá gæti hann fengið gröfuna. V kvaðst hafa tekið 1.000.000 króna lán og afhent ákærða í þessu skyni og kvaðst hann hafa beðið eftir að fá gröfulyklana afhenta. Grafan kom hins vegar aldrei. Þá hafi hann frétt að þetta væri allt eitthvað skrýtið og tókst honum að fá milljónina endurgreidda. Ákærði hefði haft samband við sig daginn áður en hann fór í fangelsi, eins og vitnið bar, og greiddi honum 72.000 krónur í reiðufé. Síðan hefði allt farið upp í loft og kvaðst V samkvæmt þessu enn eiga hjá ákærða 228.000 krónur.
V nefndi ekki viðskiptin með gröfuna við skýrslutökur hjá lögreglunni undir rannsókn málsins. Spurður um þetta fyrir dóminum kvað hann þetta hafa verið eins og lýst var. Til hafi staðið að kaupa gröfu sem ekki varð úr. Fyrir liggur handskrifaður miði sem V kvað ákærða hafa afhent sér. Við skýrslutöku hjá lögreglunni greindi V svo frá að þar kæmu fram útreikningar ákærða um 506.000 króna ágóða sem hann gæti vænst ef af gjaldeyrisviðskiptum ákærða yrði. Fyrir dóminum kvað V samskiptin hafa byrjað með gröfuviðskiptum en síðan hafi samskiptin farið út í aðra sálma eins og V bar og ákærði hefði breytt samskiptunum og reiknað vexti af milljóninni sem hann gæti vænst og hafi ákærði þá tekið að ræða gjaldeyriskaup, en fram kom hjá V að hann áttaði sig ekki á því sem ákærði bar á borð fyrir hann á þessum tíma.
Niðurstaða ákæruliðar XIII
Ákærði neitar sök.
Vitnið V lýsti því fyrir dómi að hann hefði afhent ákærða 1.000.000 króna hinn 19. mars 2010 vegna fyrirhugaðra gröfukaupa sem ekki varð úr og fékk hann peningana þá til baka. Með þessum vitnisburði og gegn neitun ákærða er ósannað að ákærði hafi fengið V til að afhenda sér 1.000.000 króna með blekkingum og er ákærði sýknaður af þeim hluta þessa ákæruliðar.
Sannað er með trúverðugum vitnisburði V og með öðrum gögnum málsins að hann afhenti ákærða 300.000 krónur, eins og lýst er í ákærunni, og að ákærði blekkti V til að afhenda sér fjármunina eins og V bar og lýst er í ákærunni. Hefur ákærði með blekkingunum gerst sekur um fjársvik.
Ákæruliður XIV 1 og 2
Vitnið T kvaðst hafa þekkt ákærða lengi vegna fjölskyldutengsla. Á þeim tíma sem í ákæru greinir var ákærði milliliður við jarðarsölu. Strax eftir það hefði ákærði viljað fá peninga frá T og átti það sem ákærði stundaði að vera mjög ábatasamt, að hans sögn. T kvaðst hafa vitað um forsögu ákærða og hann hefði rætt við hann og eftir það trúað því að hann væri að bæta ráð sitt. Er hann afhenti ákærða 1.100.000 krónur hinn 19. desember 2006 hefði T verið á heimleið eftir jarðarsöluna og hafi hann orðið að ganga frá þessari greiðslu í banka á [...] á heimleiðinni, sem hann gerði. Ákærði hefði sagt að peningarnir yrðu komnir aftur inn á reikning T áður en hann kæmi heim til sín. Skýringar ákærða voru þær að hann þyrfti þessa fjárhæð til að losa um peninga sem tengdust jarðarsölunni og að þetta skilaði sér strax á meðan ákærði æki frá [...] í [...]. Hins vegar stóðst ekkert af því sem ákærði sagði. Hann hafi áður afhent ákærða 700.000 krónur hinn 13. desember 2006. Þá kvaðst T hafa afhent ákærða fjármunina sem lýst er í 2. lið þessa kafla ákærunnar. Ákærði hefði gefið þá skýringu að hann væri að losa um fjármagn og allt væri pottþétt. T hefði vitað að svo væri ekki en hann hefði greitt í trausti þess að hann liðkaði fyrir og fengi endurgreitt en T kvaðst oft hafa leitað eftir endurgreiðslum frá ákærða sem þá bað um meira fjármagn til þess að liðka fyrir, eins og það var kallað. T kvaðst ekki hafa vitað um bága fjárhagsstöðu ákærða enda hefði hann ekki lifað þannig og hann hefði treyst því að hann væri borgunarmaður. Fram kom hjá T að „þetta hafi verið ein hringavitleysa frá upphafi til enda og stóðst ekki eitt eða neitt“. T kvaðst hafa hugsað peningana sem hann afhenti ákærða sem lán og hann hefði trúað því að fjármunirnir myndu skila sér. Hann kvaðst í dag ekki hafa góða mynd af þessu máli og hann vildi helst gleyma því. T staðfesti yfirlit um greiðslur sínar til ákærða og endurgreiðslur frá ákærða að fjárhæð 14.030.164 krónur sem komu gegnum banka T en Z, starfsmaður bankans, hefði fundið út hver heildarendurgreiðslan var enda hafi hún öll farið um bankareikninga T og allt sé þar rekjanlegt.
Vitnið Z kvaðst hafa haldið utan um mál T í bankanum þar sem vitnið starfaði á þeim tíma sem í ákærunni greinir. T hafi óskað eftir því að vitnið fylgdist með greiðslum frá ákærða inn á reikning sinn. Ákærði hefði haft samband við vitnið símleiðis, þar sem ákærði talaði en vitnið hlustaði, eins og Z bar. Z lýsti því er ákærði fór þess eitt sinn á leit við hann að hann hefði samband við einhverja aðila, sem hann mundi ekki hverjir voru en ákærði skuldaði peninga, og átti vitnið að fullvissa þá um að peningarnir væru á leiðinni. Z kvaðst ekki hafa tekist þetta verk á hendur. Z lýsti því er T var staddur á skrifstofu vitnisins er T fékk sams konar beiðni frá ákærða um að hringja í aðila fyrir sig. Z staðfesti að hafa tekið saman heildarfjárhæð sem sýni endurgreiðslu ákærða á reikning T, samtals 14.030.164 krónur.
Niðurstaða ákæruliðar XIV 1 og 2
Ákærði neitar sök.
Sannað er með vitnisburði T, með stoð í bankagögnum sem sýna öll innleggin á reikning ákærða, að T hafi afhent ákærða fjármunina svo sem lýst er í þessum ákærulið. Þá er sannað með trúverðugum vitnisburði T, með stoð í vitnisburði Z og öðrum gögnum málsins, gegn neitun ákærða, að ákærði fékk T til að afhenda sér fjármunina með blekkingum, eins og T bar og lýst er í ákærunni. Með beitingu blekkinga hefur ákærði gerst sekur um fjársvik.
Ákæruliður XV
Vitnið U kvaðst hafa verið verslunarstjóri [...] er ákærði kom til hans og sagðist geta aðstoðað hann við að græða peninga á krónubréfum. U kvaðst ekki hafa þekkt ákærða áður utan að hann hefði pantað fyrir hann ákveðnar víntegundir. U kvaðst hafa tekið erindi ákærða fálega í fyrstu. Ákærði hefði verið mjög sannfærandi og hann hefði getað „dáleitt mann“ eins og U bar en hann kvaðst enga vitneskju hafa haft um bakland ákærða sem sjálfur lagði enga peninga í púkkið. Hann kvað ákærða hafa endurgreitt að hluta, eins og síðar verður rakið. Ástæðu fjölda greiðslna til ákærða, sem vitnið kvað ekki hafa verið lán, kvað hann þá að ákærði hefði stöðugt sagt að meiri peninga þyrfti svo unnt yrði að leysa hærri fjárhæðir út svo hann gæti endurgreitt að fullu. Þannig hefði U stöðugt greitt ákærða peninga í þessu skyni. Hann hefði spurt ákærða út í þetta en þetta hefði verið slík vitleysa, að hans sögn, og hann hefði aldrei lent í öðru eins en því miður hefði hann lagt trúnað á frásögn ákærða og greitt. U staðfesti yfirlit um greiðslur til ákærða sem ýmist voru í formi tékka sem ákærði innleysti eða innágreiðslur á bankareikning ákærða og fjárhæðin sem ákærði endurgreiddi, samtals 10.954.772 krónur, en þar vanti í yfirlitið 300.000 króna greiðslu sem ákærði innti af hendi eftir að samantektin sem um ræðir var unnin.
Niðurstaða ákæruliðar XV
Ákærði neitar sök.
Sannað er með vitnisburði U og með stoð í bankagögnum sem sýna framsal ákærða á ávísunum og innlegg á reikning ákærða að U afhenti ákærða fjármunina svo sem lýst er í ákærunni. Þá er sannað með trúverðugum vitnisburði U, sem fær stoð í öðrum gögnum málsins, gegn neitun ákærða, að ákærði fékk U til afhendingar fjárins með blekkingum eins og ákærði bar og lýst er í ákærunni. Hefur ákærði með beitingu blekkinga gerst sekur um fjársvik.
Ákæruliður XVI 1 og 2
Vitnið Ú kvað ákærða hafa vanið komur sínar á vinnustað vitnisins á þessum tíma. Ákærði hefði greint sér frá því að hann stundaði ábatasöm gjaldeyrisviðskipti, eins og lýst er í ákærunni, og bauð hann Ú að taka þátt í þeim en hann kvaðst hafa hugsað sig um. Hann kvaðst síðan hafa lagt til lága upphæð sem ákærði skilaði til baka ásamt ávöxtun. Nánar spurður kvað hann rétt að líta á peningaafhendinguna til ákærða sem lán gegn loforði um endurgreiðslu eins og rakið var. Ákærði hefði verið mjög sannfærandi en öll fóru viðskiptin gegnum reikning í Arion banka. Ú kvaðst ekkert hafa vitað um fjárhagsgetu ákærða en ákærði sagðist stunda gjaldeyrisviðskipti í tengslum við mann sem heiti [...] en Ú kvaðst að einhverju leyti hafa vitað bakgrunn ákærða. Hann hefði þó látið til leiðast og afhent honum 1.400.000 krónur hinn 26. nóvember 2007, gegn loforði um að ákærði afhenti sér vikulega peningana auk ávöxtunar. Fljótlega kom í ljós að þetta gekk ekki eftir og ákærði skilaði engu til baka. Ú kvaðst hafa hringt mjög oft í ákærða til að rukka hann og hafi ákærði endurgreitt hægt og bítandi og það hafi tekið sig um 16 mánuði að ná til baka 1.400.000 krónum sem lýst var, án ávöxtunar.
Ú kvað afhendingarnar í tíu skipti, sem í 2. ákæruliðnum greinir, hafa verið þannig til komnar að ákærði hefði ávallt verið ,,við bjargbrúnina“ eins og vitnið bar, og ákærði hefði sagt að banki kæmi í veg fyrir að hann gæti leyst út fjármuni og sig vantaði peninga til að ljúka viðskiptum. Þótt sig hafi grunað að ekki væri allt með felldu, hefði ákærða engu að síður tekist að fá sig til að halda samskiptunum áfram og þetta hefði snúist um það að ákærði gæti lokið viðskiptunum í því skyni að Ú fengi einhvers konar uppgjör við ákærða, sem aldrei varð. Lýsingin í ákærunni sé því rétt um þessar tíu greiðslur inn á bankareikning ákærða. Hann kvaðst ekki hafa gert bótakröfu í málinu þar sem hann hafi viljað sem minnst um málið vita. Hann telji sig hafa verið blekktan og hafa gert mistök. Ú staðfesti yfirlit vegna þessa ákæruliðar þar sem fram koma greiðslur hans til ákærða og endurgreiðslur frá ákærða að fjárhæð 1.758.000 krónur.
Niðurstaða ákæruliðar XVI 1 og 2
Ákærði neitar sök.
Sannað er með vitnisburði Ú, með stoð í bankagögnum sem sýna öll innlegg sem í ákæru greinir, að Ú lagði alla fjármunina inn á reikning í eigu ákærða. Þá er sannað með trúverðugum vitnisburði Ú, með stoð í öðrum gögnum málsins, gegn neitun ákærða, að ákærði hafi blekkt Ú til þessa svo sem Ú bar og lýst er í ákærunni. Með beitingu blekkinga hefur ákærði gerst sekur um fjársvik.
Samkvæmt því sem nú hefur verið rakið er ákærði sakfelldur fyrir brot gegn 248. gr. almennra hegningarlaga.
Samkvæmt sakavottorði ákærða hefur hann ekki áður gerst sekur um brot. Brot ákærða eru stórfelld og varða verulegar fjárhæðir. Brot ákærða beindust gegn einstaklingum sem urðu fyrir mjög verulegu og tilfinnanlegu fjártjóni, eins og rakið var, og er þetta virt til refsiþyngingar, sbr. 2. tl. 1. mgr. 70. gr. almennra hegningarlaga. Vísað er til umfjöllunar einstakra ákæruliða um fjárhæðir sem ákærði endurgreiddi. Brotavilji ákærða var einbeittur og hefur það áhrif til refsiþyngingar, sbr. 6. tl. 1. mgr. 70. gr. almennra hegningarlaga. Refsing ákærða er ákvörðuð með hliðsjón af 77. gr. almennra hegningarlaga og þykir að öllu ofanrituðu virtu hæfilega ákvörðuð fangelsi í 2 ár og 6 mánuði. Með vísan til 76. gr. almennra hegningarlaga skal draga frá refsivistinni gæsluvarðhald sem ákærði sætti frá 12. apríl 2010 til 21. maí 2010 með fullri dagatölu.
Nú verður vikið að bótakröfum.
Dráttarvextir sem dæmdir eru reiknast í öllum tilvikum frá 2. ágúst 2013 en þá var mánuður liðinn frá birtingu allra bótakrafna fyrir ákærða fyrir dómi.
Þá liggur fyrir að ákærði hefur engin gögn lagt fram sem sýna að hann hafi greitt meira til hvers og eins bótakrefjenda en fram kemur í viðkomandi ákærulið en látið er að því liggja í greinargerð verjanda vegna sumra ákæruliða. Er tekið mið af þessu við ákvörðun bóta.
Bótakrafa A.
Ákærði er bótaskyldur vegna háttseminnar í I. kafla ákæru og er hann dæmdur til að greiða A 1.730.000 krónur auk vaxta eins og í dómsorði greinir. Þá greiði ákærði A 125.500 krónur í málskostnað.
Bótakrafa F.
Ákærði er bótaskyldur vegna háttseminnar í III. kafla ákæru og er hann dæmdur til að greiða F 1.717.940 krónur auk vaxta svo sem í dómsorði greinir. Krafa F um kostnað, eins og lýst er, er óljós og er sá hluti kröfugerðarinnar ódómtækur og er honum vísað frá dómi.
Bótakrafa H.
Ákærði er bótaskyldur vegna háttseminnar í V. kafla ákæru og er hann dæmdur til að greiða H 8.238.602 krónur auk vaxta svo sem í dómsorði greinir. Þá greiði ákærði H 188.250 krónur í málskostnað.
Bótakrafa J.
Ákærði er bótaskyldur vegna háttseminnar í VII. kafla ákæru og er hann dæmdur til að greiða . 2.105.000 krónur. Vaxtakrafa er svo óljós að henni ber að vísa frá dómi.
Bótakrafa E.
Ákærði er bótaskyldur vegna háttseminnar í XI. kafla ákæru og er hann dæmdur til að greiða E 2.020.000 krónur auk vaxta svo sem í dómsorði greinir.
Vísað er til ákærunnar um samsetningu bótakröfu S samkvæmt XII. kafla ákæru. Ákærði er bótaskyldur vegna háttseminnar í XII. kafla ákæru og er hann dæmdur til að greiða S 813.575 krónur en ekki er gerð vaxtakrafa. Engin gögn liggja til grundvallar miskabótakröfunni og er henni vísað frá dómi. Þá greiði ákærði S 125.500 krónur í málskostnað.
Bótakrafa V.
Ákærði er bótaskyldur vegna háttseminnar í XII. kafla ákæru og er hann dæmdur til að greiða V 228.000 krónur auk vaxta svo sem í dómsorði greinir en upphafsdags vaxta er ekki getið og verða því aðeins dæmdir dráttarvextir frá 2. ágúst 2013.
Bótakrafa T.
Ákærði er bótaskyldur vegna háttseminnar í XIV. kafla ákæru og er hann dæmdur til að greiða T 577.836 krónur auk vaxta svo sem í dómsorði greinir.
Bótakrafa U.
Ákærði er bótaskyldur vegna háttseminnar í XV. kafla ákæru og er hann dæmdur til að greiða U 4.987.943 krónur auk vaxta svo sem í dómsorði greinir en upphafsdags vaxta er ekki getið og verða því aðeins dæmdir dráttarvextir frá 2. ágúst 2013. Upphafleg bótakrafa er samkvæmt þessu lækkuð um 300.000 krónur sem U kvað ákærða hafa greitt eftir að krafan var sett fram.
Bótakröfur vegna ákæruliða VIII. og X. kafla ákæru falla niður vegna útivistar.
Ákærði greiði 5.308.650 króna málsvarnarlaun Björns Ólafs Hallgrímssonar hæstaréttarlögmanns að meðtöldum virðisaukaskatti. Þóknun verjandans er fyrir vinnu undir rannsókn málsins og dómsmeðferð. Þá greiði ákærði verjanda sínum 55.680 krónur í aksturskostnað.
Jón H. B. Snorrason saksóknari flutti málið fyrir ákæruvaldið.
Guðjón St. Marteinsson héraðsdómari kveður upp dóminn.
Dómsorð:
Ákærði, X, sæti fangelsi 2 ár og 6 mánuði en til frádráttar refsivistinni komi gæsluvarðhald ákærða frá 12. apríl 2010 til 21. maí 2010 með fullri dagatölu.
Ákærði greiði eftirtöldum aðilum skaðabætur:
A, kt. [...], 1.832.792 krónur með vöxtum skv. 7. gr. vaxtalaga nr. 38/2001 af kr. 170.000 frá 2. janúar 2009, af 360.000 krónum frá 9. janúar 2009 og af 200.000 krónum frá 7. apríl 2007 til 2. ágúst 2013 en frá þeim degi með dráttarvöxtum skv. mgr. 6. gr. vaxtalaga til greiðsludags. Ákærði greiði A 125.500 krónur í málskostnað
F 1.717.940 krónur auk vaxta samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu frá 6. mars 2009 þar til 2. ágúst 2013 en frá þeim degi með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga til greiðsludags.
H 8.238.602 krónur auk vaxta skv. 8. gr. vaxtalaga nr. 38/2001, frá 1. apríl 2010 til 2. ágúst 2013 en frá þeim degi með dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 6. gr. sömu laga til greiðsludags. Ákærði greiði H 188.250 krónur í málskostnað.
J, kt. [...], 2.105.000 krónur.
E, kt. [...], 2.020.000 krónur auk vaxta skv. 1. mgr. 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001, frá 11.12.2009 til 2. ágúst 2013 en frá þeim degi með dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 6. gr. sömu laga til greiðsludags.
S 813.575 krónur í skaðabætur og 125.500 krónur í málskostnað.
V 228.000 krónur auk vaxta skv. 1. mgr. 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 frá 17. mars 2010 til 2. ágúst 2013 en frá þeim degi með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga til greiðsludags.
T 577.836 krónur auk dráttarvaxta samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga um vexti og verðtryggingu frá 2. ágúst 2013 til greiðsludags.
U, kt. [...], 4.987.943 krónur auk dráttarvaxta skv. 1. mgr. 6. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001, frá 2. ágúst 2013 til greiðsludags.
Ákærði greiði 5.308.650 króna málsvarnarlaun Björns Ólafs Hallgrímssonar hæstaréttarlögmanns að meðtöldum virðisaukaskatti og 55.680 krónur í aksturskostnað.