Hæstiréttur íslands

Mál nr. 585/2015

Kristrún Grétarsdóttir (Sigurður Gizurarson hrl.)
gegn
Tryggingastofnun ríkisins (Soffía Jónsdóttir hrl.)

Lykilorð

  • Stjórnsýsla
  • Kröfugerð
  • Lögvarðir hagsmunir
  • Frávísun frá héraðsdómi að hluta
  • Frávísun frá Hæstarétti að hluta

Reifun

Í málinu krafðist K annars vegar endurgreiðslu á kostnaði sem hún kvaðst hafa þurft að greiða fyrir sérfræðiaðstoð vegna erindisreksturs síns fyrir T og hins vegar skaðabóta vegna tjóns sem hún taldi sig hafa orðið fyrir sökum þess að starfsmenn T hefðu með skaðabótaskyldum hætti afgreitt erindi hennar ranglega. Í dómi Hæstaréttar kom fram að sú meginregla gildi í íslenskum rétti að borgararnir verði sjálfir að bera þann kostnað sem þeir hafa af erindum sínum til stjórnvalda og málarekstri fyrir þeim. Kysu þeir að nota aðstoð sérfræðinga við slík erindi og hafa af því kostnað gætu þeir ekki krafist þess að sá kostnaður yrði þeim bættur, hvort sem erindið skilaði þeim árangri eða ekki. Þyrfti sérstaka lagaheimild til þess að unnt væri að krefjast endurgreiðslu slíks kostnaðar, en slík lagaheimild væri ekki fyrir hendi í máli þessu. Þótt úrskurðarnefnd almannatrygginga hefði tvívegis hnekkt ákvörðun T leiddi það ekki til skaðabótaskyldu stofnunarinnar á hlutlægum grundvelli. Þá bæru gögn málsins með sér að T hefði afgreitt erindi K með rökstuddum hætti, auk þess sem engin sönnun hefði verið færð fyrir því að starfsmenn T hefðu sýnt af sér saknæma og ólögmæta háttsemi við afgreiðslu erindis hennar. Var T sýknað af kröfum K.

Dómur Hæstaréttar.

Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Viðar Már Matthíasson, Eiríkur Tómasson og Ólafur Börkur Þorvaldsson.

Áfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 7. september 2015. Hún krefst þess aðallega að stefnda verði gert að greiða sér 3.149.933 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 27. desember 2010 til greiðsludags, en til vara 1.484.787 krónur með sömu dráttarvöxtum frá 24. febrúar 2007 til greiðsludags. Að þessu frágengnu krefst hún greiðslu á 1.484.787 krónum með vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 frá 24. janúar 2007 til 10. desember sama ár, en dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Að því frágengnu krefst áfrýjandi þess að „viðurkennd verði með dómi skaðabótaskylda stefnda á tjóni sem [hún] varð fyrir sökum þess að hún þurfti að leggja í kostnað sökum þess að stefnda hafnaði að hún uppfyllti það skilyrði í lögum til heimilisuppbótar, að njóta ekki fjárhagslegs hagræðis af sambýli eða samlögum við aðra um húsnæðisaðstöðu eða fæðiskostnað, ásamt að viðurkennt verði að stefnda beri að auki bótaskyldu er nemi fjárhæð vaxta að því hámarki er lög leyfa hverju sinni, af bótafjárhæð sem [hún] síðar kann að fá til sín á grundvelli dóms um fyrri hluta þessarar kröfu, frá 24. febrúar 2007 til greiðsludags.“ Þá krefst áfrýjandi þess að „viðurkennt verði að [henni] var valdið réttarspjöllum með því að héraðsdómari ... heimilaði ísl. ríkinu að leggja fram greinargerð við fyrirtöku málsins þann 19. janúar 2012.“ Jafnframt krefst áfrýjandi þess, að ,,gögnum sem stefnda lagði fram í Hæstarétti, þann 19. nóvember sl. verði vísað frá Hæstarétti.“ Loks krefst áfrýjandi aðallega málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti, til vara að málskostnaður falli niður á báðum dómstigum en að því frágengnu að „hann verði lágmarkaður á báðum dómstigum.“

Stefndi krefst þess að vísað verði frá Hæstarétti viðurkenningarkröfu áfrýjanda um að henni hafi verið valdið réttarspjöllum með því að héraðsdómari heimilaði íslenska ríkinu að leggja fram greinargerð í sakarauka við fyrirtöku málsins sem var 18. janúar 2012. Þá krefst stefndi staðfestingar héraðsdóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti.

I

Fjórar fyrstu kröfur áfrýjanda eru af tvennum toga. Annars vegar er um að ræða kröfur um endurgreiðslu á kostnaði að fjárhæð 1.484.787 krónur, sem áfrýjandi kveðst hafa greitt fyrir sérfræðiaðstoð við að knýja fram viðurkenningu á því að hún ætti rétt til heimilisuppbótar samkvæmt 9. gr. þágildandi laga nr. 118/1993 um félagslega aðstoð. Sú viðurkenning hafi fengist með niðurstöðu úrskurðarnefndar almannatrygginga 29. nóvember 2006, sem mælt hafi fyrir um þennan rétt hennar frá 1. september 2005. Hins vegar er um að ræða skaðabótakröfur vegna tjóns, sem áfrýjandi telur sig hafa orðið fyrir við erindisreksturinn, en tjónið felist í því að á hana hafi fallið kostnaður vegna þess að starfsmenn stefnda hafi með skaðabótaskyldum hætti afgreitt erindi hennar ranglega. Auk þess reisir hún kröfurnar á því að stefndi beri hlutlæga ábyrgð á tjóni sínu.

Aðalkrafa og fyrsta varakrafa áfrýjanda eru reistar á þeim grundvelli, sem fyrr er nefndur, að stefnda sé skylt að endurgreiða henni kostnað þann sem hún varð fyrir við að ná fram rétti sínum gagnvart stefnda. Aðalkrafan, 3.149.933 krónur, felur í sér kröfu á 1.484.787 krónum, auk dráttarvaxta sem reiknaðir eru fyrir tímabilið 24. febrúar 2007 til 27. desember 2010 og þá bætt við höfuðstól, en jafnframt krafist dráttarvaxta frá þeim degi til greiðsludags. Fyrsta varakrafan er um 1.484.787 krónur með dráttarvöxtum frá 24. febrúar 2007 til greiðsludags. Samkvæmt því er um að ræða sömu kröfu og aðalkröfuna, þótt sett sé fram með öðrum hætti. Áfrýjandi hefur ekki lögvarða hagsmuni af því að fá úrlausn um báðar kröfurnar sérstaklega. Með vísan til þess hvernig kröfugerð hennar er háttað að þessu leyti verður fyrstu varakröfu vísað frá héraðsdómi.

Næstu tvær varakröfur fela báðar í sér kröfu um skaðabætur. Önnur varakrafa felur í sér kröfu um skaðabætur að fjárhæð 1.484.787 krónur auk vaxta samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 frá 24. janúar 2007 til 10. desember sama ár en með dráttarvöxtum frá þeim degi til greiðsludags. Krafan er reist á því að áfrýjandi hafi orðið fyrir tjóni, sem nemi hinni tilgreindu fjárhæð og stefnda beri að bæta, auk vaxta og dráttarvaxta. Í þriðju varakröfu felst á hinn bóginn krafa um viðurkenningu á skaðabótaskyldu stefnda vegna sama tjóns og önnur varakrafa tekur til og er viðurkenningarkrafan reist á sama grundvelli og fjárkrafan. Áfrýjandi hefur ekki lögvarða hagsmuni af því að fá dóm um þá síðarnefndu eftir að tekin hefur verið afstaða til hinnar fyrrnefndu. Verður því þriðju varakröfu vísað frá héraðsdómi.

Krafa áfrýjanda um að viðurkennt verði að henni hafi verið valdið réttarspjöllum með því að héraðsdómari hafi heimilað íslenska ríkinu að leggja fram greinargerð í sakarauka í þinghaldi 18. janúar 2012 kom fyrst fram í greinargerð áfrýjanda til Hæstaréttar. Með vísan til 1. mgr. 163. gr., sbr. 1. mgr. 111. gr., laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála verður þessari kröfu vísað frá Hæstarétti.

Þá krefst áfrýjandi þess í bréfi sem lagt var fram fyrir Hæstarétti að gögnum, sem stefndi lagði fram hér fyrir dómi, verði vísað frá réttinum. Skjöl þessi voru lögð fram við meðferð málsins í héraði, en voru ekki í málsgögnum áfrýjanda. Samkvæmt 2. mgr. 2. gr. reglna nr. 601/2014 um málsgögn í einkamálum var stefnda heimilt að leggja fram málsgögn af sinni hálfu, teldi hann málsgögn áfrýjanda ekki hafa að geyma öll skjöl, sem nauðsynleg væru vegna flutnings málsins fyrir Hæstarétti. Þótt fallast megi á með áfrýjanda að skjöl þessi hafi verið þarflaus vegna flutnings málsins hér fyrir dómi er engin lagastoð fyrir því að vísa gögnum frá Hæstarétti. Verður þessari kröfu áfrýjanda því hafnað.

Samkvæmt framansögðu eru til úrlausnar í málinu auk málskostnaðarkrafna, annars vegar krafa áfrýjanda um endurgreiðslu á þeim kostnaði, 3.149.933 krónur ásamt tilgreindum vöxtum, sem hún kveðst hafa þurft að greiða fyrir sérfræðiaðstoð vegna erindisreksturs síns fyrir stefnda, og hins vegar krafa hennar um skaðabætur vegna ætlaðs tjóns að fjárhæð 1.484.787 krónur, auk tilgreindra vaxta. 

II

Staðfest er sú niðurstaða héraðsdóms að ósannað sé að forstjóri stefnda hafi gefið loforð, sem skuldbindi stofnunina, um greiðslu þess kostnaðar, sem áfrýjandi krefur um í málinu. Þá er því hafnað að stefndi hafi ekki skýrlega neitað greiðsluskyldu á kröfu áfrýjanda um endurgreiðslu útlagðs kostnaðar og að ætlað tómlæti hans eigi að leiða til þess að krafa hennar verði tekin til greina. Sú meginregla gildir í íslenskum rétti að borgararnir verða sjálfir að bera þann kostnað sem þeir hafa af erindum sínum til stjórnvalda og málarekstri fyrir þeim. Kjósi þeir að nota aðstoð sérfræðinga við slík erindi og hafa af því kostnað geta þeir ekki krafist þess að sá kostnaður verði þeim bættur, hvort sem erindið skilar þeim árangri eða ekki. Þarf sérstaka lagaheimild til þess að unnt sé að krefjast endurgreiðslu slíks kostnaðar. Sú lagaheimild er ekki fyrir hendi í því tilviki sem hér um ræðir.

Skaðabótakrafa áfrýjanda á hendur stefnda er reist á því að starfsmenn stofnunarinnar hafi sýnt af sér saknæma og ólögmæta háttsemi við afgreiðslu á erindi hennar. Þeir hafi í þeim störfum sínum brotið reglur stjórnsýslulaga nr. 37/1993 þannig að leiða eigi til skaðabótaskyldu stefnda. Auk þess telur áfrýjandi að stefndi beri hlutlæga ábyrgð á því tjóni sem hún telur sig hafa orðið fyrir.

 Í lögum er ekki að finna ákvæði um hlutlæga ábyrgð stefnda á því tjóni, sem starfsmenn hans kunna að valda í störfum sínum. Þótt úrskurðarnefnd almannatrygginga hafi tvívegis hnekkt ákvörðun stefnda um kröfu áfrýjanda um heimilisuppbót leiðir það ekki til skaðabótaskyldu stefnda á hlutlægum grundvelli. Til bótaábyrgðar stofnunarinnar getur því aðeins komið að starfsmennirnir hafi sýnt af sér saknæma og ólögmæta háttsemi í störfum sínum og þannig valdið tjóni. Gögn málsins bera með sér að stefndi afgreiddi erindi áfrýjanda með rökstuddum hætti og komst að þeirri niðurstöðu að krafa hennar um heimilisuppbót samkvæmt 9. gr. laga nr. 118/1993 ætti sér ekki lagastoð. Úrlausn úrskurðarnefndar almannatrygginga 29. nóvember 2006 þar sem komist var að gagnstæðri niðurstöðu var reist á sérstökum aðstæðum áfrýjanda. Engin sönnun hefur verið færð fyrir því að starfsmenn stefnda hafi sýnt af sér saknæma og ólögmæta háttsemi við afgreiðslu erindis hennar. Verður kröfu um skaðabætur á grundvelli sakarreglunnar því hafnað.

Samkvæmt öllu framansögðu er staðfest niðurstaða héraðsdóms um sýknu stefnda af kröfum áfrýjanda.

Rétt er að málskostnaður í héraði og fyrir Hæstarétti falli niður.

Dómsorð:

Fyrstu og þriðju varakröfu áfrýjanda, Kristrúnar Grétarsdóttur, er vísað frá héraðsdómi.

Kröfu áfrýjanda um að viðurkennt verði að héraðsdómari hafi valdið henni réttarspjöllum með því að heimila framlagningu greinargerðar í sakarauka er vísað frá Hæstarétti.

Hinn áfrýjaði dómur skal vera óraskaður um annað en málskostnað.

Málskostnaður í héraði og fyrir Hæstarétti fellur niður.

 

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 8. júní 2015.

Mál þetta sem dómtekið var 28. maí 2015 var höfðað fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur 11. janúar 2011 af Kristrúnu Grétarsdóttur, Skaftahlíð 34, Reykjavík á hendur Tryggingastofnun ríkisins, Laugavegi 114, Reykjavík og íslenska ríkinu. Með úrskurði uppkveðnum 23. maí 2011 var dómkröfum stefnanda á hendur íslenska ríkinu vísað frá dómi ex officio. Stefnandi kærði úrskurðinn til Hæstaréttar Íslands. Með dómi réttarins, 29. júlí 2011, í máli nr. 370/2011, var kröfum stefnanda á hendur íslenska ríkinu vísað frá héraðsdómi.

Dómkröfur aðila

         Endanlegar dómkröfur stefnanda eru þær aðallega að stefnda verði dæmd til að greiða stefnanda 3.149.933 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 27. desember 2010 til greiðsludags.

         Til vara krefst stefnandi þess að stefnda verði dæmd til að greiða henni

1.484.787 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 24. febrúar 2007 til greiðsludags.

         Til vara vara krefst stefnandi þess að stefnda verði dæmd til að greiða henni 1.484.787 krónur með skaðabótavöxtum, samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verð­tryggingu frá 24. janúar 2007 til 10. desember 2007, en frá þeim degi með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu til greiðsludags.

         Til þrautavara krefst stefnandi þess að viðurkennd verði með dómi skaðabótaskylda stefndu á tjóni sem hún hafi orðið fyrir sökum þess að hún hafi þurft að leggja í kostnað vegna þess að Tryggingastofnun ríkisins hafi hafnað að hún uppfyllti það skilyrði í lögum til heimilisuppbótar, að njóta ekki fjárhagslegs hagræðis af sambýli eða samlögum við aðra um húsnæðisaðstöðu eða fæðiskostnað, ásamt að stefnda beri bótaskyldu er nemi fjárhæð vaxta að því hámarki er lög leyfi hverju sinni, af fjárhæð bótakröfu sem stefnandi fái til sín, með því að ofangreind krafa um viðurkenningu á skaðabótaskyldu stefndu verði tekin til greina, frá 24. febrúar 2007 til greiðsludags.

Þá krefst stefnandi málskostnaðar að skaðlausu úr hendi stefndu, annaðhvort skv. málskostnaðarreikningi eða að mati réttarins, auk virðisaukaskatts á málskostnað.

Stefnda krefst þess að hún verði sýknuð af öllum kröfum stefnanda og að stefnandi verði dæmd til að greiða stefndu málskostnað að mati réttarins.

         Atvik máls

       Hinn 22. ágúst 2005 sótti stefnandi um heimilisuppbót hjá stefndu skv. 9. gr. þágildandi laga um félagslega aðstoð nr. 118/1993, sbr. nú samhljóða ákvæði í 8. gr. laga nr. 99/2007 um félagslega aðstoð. Samkvæmt ákvæðinu var heimilt að greiða einhleypingi svonefnda heimilisuppbót, enda nyti hann óskertrar tekjutryggingar samkvæmt lögum um almannatryggingar og væri einn um heimilisrekstur án þess að njóta fjárhagslegs hagræðis af sambýli eða samlögum við aðra um húsnæðisaðstöðu eða fæðiskostnað. Í ákvæðinu var mælt svo fyrir að ætti viðkomandi rétt á skertri tekjutryggingu samkvæmt lögum um almannatryggingar skyldi lækka heimilisuppbótina eftir sömu reglum. Stefnda hafnaði umsókn stefnanda með bréfi, 9. september 2005, með þeim rökum að þar sem dóttir stefnanda væri skráð til heimilis á sama stað og stefnandi og væri öryrki, uppfyllti stefnandi ekki það skilyrði 9. gr. laga nr. 118/1993 um almannatryggingar og reglugerðar nr. 595/1997, fyrir greiðslu heimilisuppbótar, að vera ein um heimilisrekstur. Stefnandi fór þess á leit við stefndu, með bréfi dagsettu 3. október 2005, að framangreind synjun yrði endurupptekin og umsókn hennar samþykkt. Með bréfi, 11. nóvember 2005, synjaði stefnda stefnanda á ný um heimilisuppbót með vísan til fyrri rökstuðnings og þar sem engin ný gögn hefðu verið lögð fyrir stefndu sem staðfestu fullyrðingu stefnanda um að hún nyti ekki fjárhagslegs hagræðis af sambýli við dóttur sína. Með bréfi til stefndu, 9. febrúar 2006,  fór stefnandi þess enn á leit við stefndu að hún endurskoðaði fyrri ákvörðun um að synja stefnanda um greiðslu heimilisuppbótar en vísaði málinu að öðrum kosti til Úrskurðarnefndar almannatrygginga. Úrskurðarnefnd almannatrygginga kvað upp úrskurð í málinu, 29. mars 2006, sbr. mál nr. 48/2006, og var niðurstaða hennar að aðstæður stefnanda hefðu ekki verið rannsakaðar nægilega af stefndu. Var synjun stefndu á umsókn stefnanda um heimilisuppbót felld úr gildi og málinu heimvísað til nýrrar meðferðar. Hinn 10. maí 2006 ritaði stefnda stefnanda bréf með vísan til niðurstöðu Úrskurðarnefndar almannatrygginga frá 29. mars. Með bréfinu var stefnanda gefinn kostur á að koma að frekari gögnum og upplýsingum áður en ný ákvörðun yrði tekin í máli hennar. Stefnandi svaraði þessu erindi stefndu með bréfi,  29. maí 2006, og fylgdu því m.a. yfirlýsingar prests og læknis, þar sem fram kom að mat þeirra væri að stefnandi nyti ekki fjárhagslegs hagræðis af sambýli með dóttur sinni. Stefnda taldi framangreind gögn ekki staðfesta fullyrðingar stefnanda um að hún nyti ekki fjárhagslegs hagræðis af sambýli með dóttur sinni og veitti stefnanda með bréfi, 7. júní 2006, viðbótarfrest til að leggja fram gögn sem staðfestu að fjárhagslegt hagræði væri ekki til staðar. Stefnanda ritaði stefndu bréf, 23. júní 2006. Í bréfinu var, með vísan til fyrirliggjandi gagna, ítrekað að stefnandi nyti ekki sambýlis við aðra manneskju. Stefnda ritaði stefnanda bréf, 22. ágúst 2006, og voru í því talin upp í dæmaskyni þau gögn sem kynnu að hafa áhrif á niðurstöðu málsins. Var stefnanda veittur þriggja vikna frestur til að koma að nýjum gögnum. Með bréfi, 21. september 2006, tilkynnti stefnda stefnanda að umsókn hennar um greiðslu heimilisuppbótar væri synjað þar sem hún uppfyllti ekki það skilyrði laga- og reglugerðarákvæða, fyrir greiðslu heimilisuppbótar, að vera ein um heimilisrekstur. Stefnandi kærði ákvörðun stefndu, 18. október 2006, til Úrskurðarnefndar almannatrygginga. Hinn 29. nóvember 2006 kvað nefndin upp úrskurð í málinu, sbr. mál nr. 282/2006, og var niðurstaðan að stefnandi uppfyllti skilyrði fyrir greiðslu heimilisuppbótar, frá og með 1. september 2005, þar sem að hún nyti ekki fjárhagslegs hagræðis af nábýli við dóttur sína. Kröfu stefnanda um vexti, verðbætur og málskostnað var vísað frá nefndinni. Hinn 28. desember 2006 fór stefnandi þess á leit við stefndu að hún fengi greidda óskerta uppsafnaða heimilisuppbót fyrir  n.k. áramót. Með bréfi, 29. desember 2006, tilkynnti stefnda stefnanda að vegna tekna hennar  á árunum 2005 og 2006 ætti hún ekki rétt til heimilisuppbótar fyrir þessi ár. Hins vegar ætti hún rétt á heimilisuppbót frá og með 1. janúar 2007. Með bréfi stefndu, 8. október 2007, gerði stefnda stefnanda að endurgreiða meintar ofgreiddar bætur vegna ársins 2006. Stefnandi kærði þá ákvörðun til Úrskurðarnefndar almannatrygginga, 11. desember 2007, jafnframt því sem stefnandi gerði athugasemdir við framangreinda ákvörðun stefndu frá 29. desember. Úrskurðarnefndin kvað upp úrskurð, 12. mars 2007, sbr. mál nr. 319/2007. Staðfesti nefndin ákvörðun stefndu um endurkröfu á hendur stefnanda vegna ofgreiddra bóta á árinu 2006 og synjun á greiðslu heimilisuppbótar vegna áranna 2005 og 2006, vegna tekna stefnanda á þessum árum.

Í málinu liggur fyrir reikningur Hönduls ehf. á hendur stefnanda, dagsettur 16. janúar 2007, að fjárhæð 1.484.787 krónur. Af reikningnum kemur fram að hann sé fyrir vinnu vegna stefndu og er í texta reikningsins, til nánari skýringa, vísað til meðfylgjandi gagna. Í þeim kemur fram að um sé að ræða vinnu vegna málatilbúnaðar og bréfaskipta við stefndu og vinnu við kærumál nr. 48/2006 og 282/2006. Reikningurinn mun hafa borist stefndu, 24. janúar 2007. Stefnda endursendi Höndli ehf. reikninginn með bréfi, 31. janúar 2007, með þeirri athugasemd að engin heimild væri samkvæmt almannatryggingalögum til greiðslu reikningsins. Með bréfi, 10. desember 2007, fór stefnandi þess á leit við Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið að það hlutaðist til um greiðslu reikningsins. Með bréfi, 15. janúar 2008, framsendi ráðuneytið framangreint erindi stefnanda til Félags- og tryggingamálaráðuneytisins, með vísan til breytinga á ýmsum lögum um verkefni innan Stjórnarráðs Íslands. Með bréfi, 12. febrúar 2008, endursendi Félags- og tryggingamálaráðuneytið framangreint erindi til Heilbrigðisráðuneytisins, til þóknanlegra afgreiðslu,  eins og það er orðað.

Í máli þessu er aðallega deilt um skyldu stefndu til greiðslu framangreinds reiknings Hönduls ehf. frá 16. janúar 2007 en jafnframt um meinta bótaskyldu stefndu vegna þess kostnaður sem stefnandi telur sig hafa þurft að stofna til vegna erindisreksturs á hendur stefndu. 

              Málsástæður stefnanda og tilvísun til réttarheimilda  

Stefnandi byggir á því að hún, sem úrskurðuð hafi verið öryrki á árinu 2005, hafi ekki átt að þurfa að stofna til sérstaks kostnaðar við að sanna að hún uppfylli skilyrði til bótagreiðslna skv. almannatryggingalögum nr. 117/1993, sbr. nú lög nr. 100/2007, og lögum nr. 118/1993 um félagslega aðstoð. Þar sem stefnda hafi hins vegar orðið þess valdandi að hún hafi ekki komist hjá að kaupa út vinnu í þessu skyni, þá sé á því byggt að í reynd sé það þannig að stefnda hafi stofnað til hlutaðeigandi kostnaðar og að stefndu hafi þá einnig borið að greiða þann kostnað. Að auki sé á því byggt að stefnda, þ.e. þáverandi forstjóri stefndu, Karl Steinar Guðnason, hafi lýst því yfir og lofað að allur kostnaður stefnanda, af hér viðkomandi ágreiningi við stefndu, yrði greiddur af stofnuninni, ef í ljós kæmi að mat stefndu í hennar málum reyndist rangt. Stefnandi hafi treyst þessum orðum forstjórans. Á því sé og byggt að stefnandi hafði ekki haft efni á að ná fram samþykkt þess efnis að hún uppfyllti skilyrði til heimilisuppbótar og að hún hefði ekki tekið slaginn þar um nema vegna loforðs um að stefnda myndi greiða af því kostnaðinn Auk þess sé byggt á að eðlilegt sé að stefnda greiði kostnað sem reynst hafi nauðsynlegur til leiðréttinga á skilningi stofnunarinnar um beitingu ákvæða laga varðandi skilyrði fyrir bótagreiðslum eins og hér um ræði. Jafnframt sé byggt á að leiðrétting, sem hér um ræði, snúi ekki einvörðungu að stefnanda heldur sé hún einnig almenns eðlis, þannig að hún muni í framhaldi leiða til réttlátari og farsælli afgreiðslu stefndu varðandi afstöðu stofnunarinnar til bótaréttar, öryrkja og aldraðra, við svipað­ar kringumstæður. Það að stefnda hafi ekki leitað endurskoðunar dómstóla á úrskurði Úrskurðarnefndar almannatrygginga, skv. heimild 3. mgr. 7. b. gr. þágildandi laga nr. 117/1993, sé sönnun þess að stefnda hafi viðurkennt þessa leiðréttingu, sem stefnandi hafi náð fram, með þeim kostnaði sem hér um ræði, sem þarfaverk til réttmætrar leiðréttingar á viðkomandi afstöðu og skilningi stefndu. Text Box: 5Einnig sé á því byggt að ekki sé hægt að leggja það á einstaka bótaþega að fjármagna sambærilegt og hér um ræði. Stefnandi hafi sótt, skv. leiðbeiningum stefndu og án kostnaðar, um heimilisuppbót en fengið synjun með þeim rökum frá stefndu að hún uppfyllti ekki skilyrði, þar sem hún nyti hagræðis af sambýli. Stefnandi hafi óskað, án kostnaðar, eftir endurupptöku á umsókn en aftur fengið synjun og rökin þá einnig þau sömu af hálfu stefndu. Skýrt komi þó fram í umsóknarferli hjá stefnanda að hún hafi verið ein um heimilisrekstur og ekki notið fjárhagslegs hagræðis af sambýli. Auk þess sé byggt á að stefnda hafi haft hjá sér gögn, m.a. skýrslur og vottorð lækna og fleiri gögn sem hafi verið óræk sönnun þess að stefnandi hafi sagt stefndu rétt og satt frá, að hún hafi ekki notið fjárhagslegs eða annars hagræðis af dóttur sinni. Þrátt fyrir þessar upplýsingar stefnanda og þau gögn sem stefnda hafi haft hjá sér, um stefnanda og dóttur hennar, hafi stefnda samt haldið hinu gangstæða fram og synjað enn, án þess að sinna ótvíræðri skyldu og lagaskyldu að kanna eða rannsaka mál. Byggt sé á að vegna þessa hafi stefnandi ekki komst hjá að kaupa sér aðstoð til að sýna fram á að hún uppfyllti þau atriði sem stefnda hafi haldið fram að hún uppfyllti ekki. Með tveimur úrskurðum Úrskurðarnefndar almannatrygginga hafi verið leitt í ljós að stefnandi hafi haft rétt fyrir sér en stefnda ekki. Þetta hafi kostað stefnanda það sem í dómkröfum sé farið fram á. Einnig sé á því byggt að stefnandi hafi á tímanum sem um ræði verið fjölsjúk og fársjúk, sárþjáð  og yfirbuguð af kvíða og sorg. Samkvæmt því hafi borið að virða 1. mgr. 76. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands, nr. 33/1944, en þar segi „Öllum, sem þess þurfa, skal tryggður í lögum réttur til aðstoðar vegna sjúkleika, örorku, elli, atvinnuleysis, örbirgðar og sambærilegra atvika." Líta verði einnig svo á að þetta mannúðarákvæði stjórnarskrár nái einnig til aðstoðar í þeim tilvikum sem hér um ræði, með því að stefnandi fái dómkröfu dæmda og greidda. Byggt sé á að krafan um greiðslu kostnaðar, sem dómkröfur taki til, hafi í engu verið mótmælt af hlutaðeigandi opinberum aðilum, hvorki af stefndu né af ráðuneytum, og að bæði krafan og fjárhæð kostnaðar hafi þá einnig með aðgerðarleysi verið samþykkt. Því hafi heldur ekki verið mótmælt, sem haldið sé fram í fylgibréfi, sem stefnandi hafi sent stefndu ásamt reikningi frá Höndli ehf., en þar sé því lýst yfir að stefnda hafi  stofnað til og beri ábyrgð á kostnaði að baki reikningnum og þá sé það einnig ígildi viðurkenningar greiðsluábyrgðar að gera enga athugasemd. Í bréfi stefndu, samhliða að stofnunin hafi endursent reikninginn, sé því einu borið við að ekki sé heimild í almannatryggingarlögum til að greiða hann. Byggt sé þá einnig á að stefnda hafi hér gefið þau skilaboð og samþykk að krafan væri réttmæt en að beina þyrfti henni í annað opinbert hús upp á greiðslu að gera. Eftir þetta hafi krafan þvælst á milli ráðuneyta. Ekkert svar hafi fengist um hvað liði efndum þrátt fyrir fjölmargar ítrekanir, áminningar, óskir og kröfu í því skyni að sá kostnaður sem reikningurinn taki til fáist bættur og greiddur. Byggt sé á að fullnægjandi rökstuðningur fyrir kröfu stefnanda í ljósi reiknings sé m.a. í bréfinu og fylgiskjölum sem fylgt hafi reikningnum til stefndu, 24. janúar 2007. Að auki sé vísað til bréfs stefnanda til heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins undir yfirskrift­inni „Vegna ógreiddur reikningur", dagsetts 10. desember 2007, sem ráðuneytið hafi móttekið samhliða að móttaka reikning og fylgiskjöl. Stefnda og ráðuneytin hafi ekki óskað eftir frekari rökstuðningi fyrir kröfunni. Jafnframt, hvað þetta varði, sé vísað til fjölda annarra bréfa dreifðra um þann tíma sem liðinn sé. Byggt sé á að stefndu og ráðuneyti hafi borið að leiðbeina stefnanda hafi hún ekki farið rétt eða þóknanlega að því að óska eða krefja þessa aðila um greiðslu á nú umstefndum kostnaði. Byggt sé á að sá kostnaður er um ræði, að baki hlutaðeigandi reikningi, sé ennfremur til kominn vegna þess að stefnda hafi ekki gætt ákvæða stjórnsýslulaga nr. 37/1993, m.a. ekki 7., 9., 10., 11., 12. og 25. gr. þeirra laga og einnig vegna þess að stefnda hafi brotið ákvæði laga Text Box: 6nr. 118/1993 um félagslega aðstoð, m.a. ákvæði 9. gr. þeirra laga, ásamt að virða ekki stjórnarskrá Íslands og ekki heldur meginreglur og tilgang almannatryggingalaga. Stefnandi reisi kröfur sínar um skaðabætur m.a. á eftirfarandi atriðum til viðbótar ofangreindu. Við meðferð umsóknar stefnanda um heimilisuppbót hafi stefnda rangtúlkað og misbeitt á saknæman hátt viðeigandi lagaákvæði með þeim afleiðingum að stefnandi hafi orðið að leggja í þann kostnað sem í dómkröfu greini, í þeim tilgangi að fá skorið úr um réttarstöðu sína. Niðurstaðan hafi orðið sú að stefnandi hefði haft rétt fyrir sér en stefnda rangt, sbr. einnig m.a. úrskurð Úrskurðarnefndar almannatrygginga nr. 282/2006, 29. nóvember 2006. Fyrir þessar sakir hafi stefnandi orðið jafnframt fyrir miklu erfiði, miska og raunum. Samhliða hér umræddu hafi stefnda einnig brotið meðalhófsreglu stjórnsýslulaga. Stefnda hafi ekki sinnt lagaboði við hæfismat á rétti til uppbótar og ekki í framhaldi viljað samsinna réttmætum ábendingum þar um, né heldur þeim skjalföstu staðreyndum sem stofnunin sjálf hafi haft hjá sér um hagi stefnanda og dóttur hennar. Skv. 13. gr. stjórnsýslulaga hafi átt að leita eftir sjónarmiðum stefnanda áður en stefnda hafi í upphafi tekið ákvörðun þá sem leitt hafi til synjunar á heimilisuppbót til hennar. Byggt sé á að afstaða stefndu hefði orðið önnur, ef þetta hefði verið gert og að stefnda hafi m.a. valdið stefnanda hér umstefndu tjóni með því að ganga m.a. fram hjá þessum rétti hennar. Á það sé ekki fallist að það hafi verið augljóslega óþarft að veita henni færi á að tjá sig nánar á fyrri stigum máls þessa. Í ljósi lögmætisreglu stjórnsýsluréttar verði synjun um lögmæta samfélagsaðstoð auk þess að hafa fullnægjandi stoð í lögum og vera málefnaleg. Þá verði ástæður synjunar að vera það skýrar að efni til að sá sem fyrir verði geti lagt mat á lögmæti hennar, ásamt að meta réttarstöðu sína með tillit til ástæðna synjunar og ákveðið hvernig bregðast skuli við, m.a. ef um það sé að ræða að uppfylla skilyrðið með nánari upplýsingum og útlistun. Fram hafi komið í rökstuðningi stefnanda á fyrstu stigum að aðstæður væru það bágar hjá henni og dóttur hennar að engin leið væri til að uppfylla það sem stefnda hafi ranglega gert að skilyrði fyrir heimilisuppbót. Byggt sé á að málsmeðferð stefndu hafi ekki verið í samræmi við lög og vandaða stjórnsýsluhætti. Byggt sé á að stefnda hafi jafnframt brotið gegn meðalhófsreglu m.a. með því að skilyrða uppbótina til stefnanda meira íþyngjandi en nauðsynlegt hafi verið, hvað varði að fullnægt væri markmiðinu að fyrirbyggja að viðkomandi heimild laganna um heimilis­uppbót væri misnotuð. Þá byggi stefnandi skaðabótakröfu jafnframt á því að synjun stefndu hafi verið andstæð lögum eins og málið hafi legið fyrir, þegar um umsókn hafi verið fjallað, ásamt að gallar á málsmeðferð, efnislegir og formlegir, við afgreiðslu stefndu á umræddri umsókn, hafi falið í sér saknæma og ólögmæta háttsemi og afgreiðslu, er valdið hafi því að stefnandi hafi orðið fyrir því tjóni sem í dómkröfum stefnunnar greini. Augljóst sé að bein orsakatengsl séu milli saknæmrar og ólögmætrar háttsemi starfsmanna stefndu við afgreiðslu á umsókn stefnanda og þess að hún hafi stofnað til réttmæts kostnaðar í því skyni að framfylgja umsókn og hafi orðið fyrir samsvarandi tjóni í formi kostnaðar, sem stefnda eigi alla sök á og sé bótaskyld fyrir. Á stefndu hafi hvílt skylda til að rannsaka aðstæður stefnanda og taka út frá því afstöðu til umsóknar hennar. Byggt sé á að stefnda hafi ekki gert þetta á réttan hátt og ekki á fullnægjandi hátt. Byggt sé einnig á að það sé meginregla að sá sem sæki um bætur til stefndu eigi ekki að þurfa aðkeypta aðstoð til að fá fram hjá stefndu rétta og réttláta niðurstöðu varðandi skilyrði fyrir greiðslu heimilisuppbótar og að sá sem þess þarfnist og stefndu sé um að kenna, eins og verið hafi í tilviki stefnanda, eigi þann rétt að stefnda eða ríkissjóður endurgreiði honum slíkan kostnaðar, en ef ekki þá eigi eða eignist hann kröfu til skaðabóta á hendur sömu aðilum. Stefnandi byggi jafnframt á að hún hafi í góðri trú og ásetningi keypt sér aðstoð til að fá skorið úr um réttindi, þannig að þau væru virt í ljósi réttlætis og að lögum og að kostnað sinn því samfara fengi hún bættan. Samhliða að byggja á sök og saknæmi af hálfu stefndu gagnvart stefnanda, þá sé í málssókn þessari að auki byggt á hlutlægri bótaábyrgð og í því tilviki m.a. haldið fram að óforsvaranlegt hafi verið hvernig stefndu hafi tekist til gagnvart stefnanda og staðið að þeirri málmeðferð og afgreiðslu sem um ræði í stefnu. Byggt sé á að stefnda geti ekki úr þessu haldið því fram að afgreiðslumáti hafi verið eðlilegur og með þeim hætti að stefnanda hafi verið óþarft að leita aðstoðar til að fá samþykkt að hún uppfyllti skilyrði til heimilisuppbótar í ljósi heimilishalds, ásamt að byggt sé á að stefnda hafi ekki heldur andmælt fjárhæð kostnaðar og ekki heldur andmælt að bera ábyrgð á hér hlutaðeigandi kostnaði. Vegna þessa þurfi ekki að gera frekari grein fyrir þessum þáttum máls. Áskilinn sé þó allur réttur til að setja fram gögn, rök og málsástæður ásamt að leiða vitni þessum atriðum til stuðnings, ætli stefnda í máli þessu að andmæla að þessu leyti, auk þess sem byggt sé einnig á að slík andmæli af hálfu stefnda séu nú allt of seint fram komin. Einnig hafi 9. gr. stjórnsýslulaga um málshraða verið brotin og skylda til að upplýsa um hvað valdi afgreiðsludrætti m.a. Það athugist að stefnandi hafi ekki getað notfært sér kvörtunarleið til Umboðsmanns Alþingis vegna tómlætis af hálfu viðkomandi ráðuneyta að afgreiða ekki og svara ekki erindi hennar, sem hér um ræði. Sú leið hefði þó verið henni bæði ódýrari kostur en dómstólaleiðin ásamt að þá hefði hún ekki átt á hættu að fá dæmdan á sig málskostnað. Jafnframt verði að líta svo á að stefndu sé um að kenna ef stefnandi sé nú að stefna að ósekju og ef slík verði niðurstaðan þá væri auk þess sanngjarnara að hún fengi dæmdan til sín málskostnað. Málshöfðun stefnanda sé á grundvelli laga nr. 91/1991. Byggt sé á reglum samninga- og kröfuréttar um loforð, um gildi loforða, um stofnun kröfuréttar og efndir fjárskuldbind­inga, innan sem utan samninga. Kröfu um skaðabætur styðji stefnandi við meginregluna um fébótaábyrgð ríkissjóðs vegna skaðaverka í stjórnsýslu og meginreglur skaðabótarétt­ar um skaðabótaábyrgð, ásamt við meginreglu íslensks réttar um ábyrgð vinnuveitanda á starfsmönnum, ásamt að byggt sé á að stefnda beri einnig hlutlæga ábyrgð. Auk þess við skaðabótalög nr. 50/1993. Þá byggi stefnandi á ákvæðum stjórnsýslulaga nr. 37/1993, m.a. ákvæðum 7., 9., 10., 11., 12., 13., 22., 24. og 25. gr. þeirra laga, ásamt á stjórnarskrá Lýðveldisins Íslands nr. 33/1944. M.a. sé vísað til 1. mgr. 76. gr. stjórnarskrárinnar. Vísað sé til almannatryggingalaga, nr. 117/1993, nú laga nr. 100/2007 og laga nr. 118/1993 um félagslega aðstoð. Að auki sé byggt á lögmætis- og réttmætisreglu íslensks réttar og meginreglum laga um skuldbindingargildi stjórnvalds­ákvarðana og stjórnsýslusamninga og gildi loforða. Jafnframt sé höfðað til almenns réttlætis-, sanngirnis- og mannúðarsjónarmiða. Að auki sé vísað til annarra þeirra réttarheimilda og lagaákvæða er við geti átt. Kröfu um vexti, dráttarvexti og Text Box: 8skaðabótavexti styðji stefnandi við lög nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu, m.a. 6. gr., 8. gr. og 9. gr. Kröfu um málskostnað styðji stefnandi við XXI. kafla laga nr. 91/1991. Varðandi virðisaukaskatt sé byggt á lögum nr. 50/1988. Réttur til að krefjast dóms til viðurkenningar á bótaskyldu sé m.a. studdur við 2. mgr. 25. gr. laga nr. 91/1991. Við ákvörðun málskostnaðar til stefnanda, ef til komi, verði tekið tillit þess að hann þurfi að greiða virðisaukaskatt þar af, sem ekki fáist endurgreiddur.

Málsástæður stefndu og tilvísun til réttarheimilda

Stefnda kveðst ganga út frá því að allar dómkröfur stefnanda lúti að endurgreiðslu á kostnaði hennar samkvæmt fyrirliggjandi reikningi Hönduls ehf.. Af þeim gögnum sem stefnandi hafi lagt fram í málinu verði ekki séð að hún hafi greitt umræddan reikning og því orðið fyrir því tjóni er hún haldi fram. Því sé mótmælt sem röngu, órökstuddu og ósönnuðu að stefnandi hafi orðið fyrir fjártjóni af völdum stefndu og sé meint fjártjón hennar með öllu ósannað. Reglur skaðabótaréttarins, hvort sem sé á grundvelli sakar eða hlutlægrar bótareglu eigi því ekki við og beri að sýkna stefndu af öllum kröfum stefnanda. Í annan stað byggi stefnda sýknukröfu sína á þeirri meginreglu íslensks réttar að borgararnir verði sjálfir að bera þann kostnað sem þeir hafi af erindum sínum til stjórnvalda og málarekstri fyrir þeim. Kjósi þeir að nota aðstoð sérfræðinga, eða annarra sem þeir telji hæfa til að gæta hagsmuna sinna, við slík erindi og hafi af því kostnað geti þeir ekki krafist þess að sá kostnaður verði þeim bættur. Þurfi sérstaka lagaheimild til, svo unnt sé að krefjast greiðslu slíks kostnaðar úr hendi stjórnvalda. Slíka heimild sé hvorki að finna í lögum nr. 100/2007 um almannatryggingar né í lögum nr. 99/2007 um félagslega aðstoð, sem stefndi starfi eftir, né í eldri lögum um sama efni. Þá hafi kröfu stefnanda um greiðslu málskostnaðar tvisvar sinnum verið vísað frá Úrskurðarnefnd almannatrygginga í málum nr. 282/2006 og 319/2007, þar sem slík ákvörðun falli utan valdsviðs nefndarinnar. Því sé mótmælt sem röngu og ósönnuðu að fyrrum forstjóri stefnda hafi lofað stefnanda greiðslu alls kostnaðar vegna samskipta hennar við stofnunina, enda sé það ekki í valdi stefndu, né einstakra starfsmanna hennar að gefa slík loforð. Starfsmenn stefndu hafi leiðbeiningaskyldu skv. 52. gr. laga um almannatryggingar og 7. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Skjólstæðingar stefndu þurfi því hvorki að leita utanaðkomandi aðstoðar, né leggja út í kostnað til að leita réttar síns. Gögn málsins beri það með sér að starfsmenn stefndu hafi gætt leiðbeiningaskyldu sinnar gagnvart stefnanda. Því sé einnig mótmælt sem röngu, órökstuddu og ósönnuðu að starfsmenn stefndu hafi ekki gætt ákvæða laga nr. 100/2007 um almannatryggingar, laga nr. 99/2007 um félagslega aðstoð og stjórnsýslulaga nr. 37/1993 við málsmeðferð í máli stefnanda, enda bendi gögn málsins til hins gagnstæða. Bótakröfu stefnanda, sem sett sé fram sem þrautavarakrafa sé því mótmælt sem rangri, órökstuddri og ósannaðri. Stefnandi hafi ekki hvorki sýnt fram á tjón, né ólögmæta og saknæma háttsemi starfsmanna stefndu, hvað þá að öðrum bótaskilyrðum sé til að dreifa. Hinn 24. janúar 2007 hafi stefndu borist reikningur vegna vinnu og kostnaðar Hönduls ehf. við málið ásamt fylgibréfi, þar sem gerð hafi verið sú krafa að stefnda greiddi reikninginn með því að leggja fjárhæðina inn á reikning Hönduls ehf.. Stefnda hafi tekið afstöðu til reikningsins og þeirra gagna sem honum hafi fylgt og endursent hann með bréfi, dags. 31. janúar 2007. Það sé því rangt og í andstöðu við rétta málavaxtalýsingu að með viðtöku á reikningnum hafi stefnda samþykkt réttmæti hans og kröfu þá sem í honum sé fólgin. Stefnda hafi engan þátt átt í því að fá Höndul ehf. til starfa fyrir stefnanda og sé ekki í neinu samningssambandi við félagið eða fyrirsvarsmann þess. Það sé á ábyrgð stefnanda að nýta sér þjónustu ólöglærðs aðila. Stefnandi beri einn áhættu á því að sá aðili hafi þurft óeðlilega langan tíma til að sinna málefnum hennar, í stað þess að leita til löglærðs sérfræðings. Stefnda mótmæli fjárhæð reikningsins, sem hún telji vera óeðlilega háa og í engu samræmi við þá hagsmuni sem í húfi hafi verið. Reikningurinn stafi auk þess frá fyrirtæki sem ekki sé að sjá að sé sérhæft til að aðstoða fólk vegna fjárhagsmálefna. Til glöggvunar skuli þess getið að þær fjárhæðir sem um ræði vegna heimilisuppbótar stefnanda á árunum 2005 og 2006 hafi verið rúmlega 18.000 krónur á mánuði. Framsetning dómkrafna stefnanda virðist miða við að hún hafi greitt áðurnefndan reikning á útgáfudegi hans, en ljóst sé af göngum málsins að stefnandi hafi ekki greitt hann. Sé öllum vaxtakröfum stefnanda því mótmælt sem röngum. Þá telji stefnda að vísa beri frá dómi þrautavarakröfu stefnanda, á grundvelli 25. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Stefnandi hafi ekki orðið fyrir neinu fjártjóni. Skorti hana því lögvarða hagsmuni af því að fá viðurkenningu á meintri skaðabótaskyldu stefnda. Stefndi vísi til áðurgreindra laga er varði sýknukröfu. Krafa um málskostnað styðjist við 130. gr. laga um meðferð einkamála nr. 91/1991.

Forsendur og niðurstaða

Eins og áður er rakið sótti stefnandi, 22. ágúst 2005, um svonefnda heimilisuppbót hjá stefndu á grundvelli 9. gr. þágildandi laga um félagslega aðstoð nr. 118/1993 og reglugerðar nr. 595/1997  um heimilisuppbót o.fl.. Beiðninni var hafnað af stefndu með bréfi, 9. september 2005. Þau rök voru færð fyrir synjuninni að þar sem dóttir stefnandi væri skráð til heimilis á sama stað og stefnandi og væri öryrki uppfyllti hún ekki það skilyrði fyrir greiðslu heimilisuppbótar að vera ein um heimilis-rekstur. Þá hefur verið rakið að stefnandi hafi, 3. október 2005, óskað eftir að framangreind ákvörðun stefndu yrði endurskoðuð og fallist yrði á beiðni hennar um heimilisuppbótina en stefnandi staðfest fyrri ákvörðun með bréfi til stefnanda, 11. nóvember 2005. Þá liggur fyrir að stefnandi skaut framangreindri synjun stefndu til Úrskurðarnefndar almannatrygginga, 9. febrúar 2006, og að úrskurðarnefndin vísaði málinu til stefndu, með úrskurði uppkveðnum, 29. mars 2006, með þeim rökum að aðstæður stefnanda hefðu ekki verið rannsakaðar nægilega áður en beiðni hennar um heimilisuppbót var hafnað. Að undangenginni frekari könnun á aðstæðum stefnanda tilkynnti stefnda stefnanda, 21. september 2006, að beiðni hennar væri hafnað og voru rökin að baki synjuninni þau sömu og áður þ.e. að hún uppfyllti ekki það lagaskilyrði fyrir heimilisuppbót að vera ein um heimilisrekstur. Stefnandi vildi ekki una synjuninni og skaut henni til Úrskurðarnefndar almannatrygginga, 18. október 2006. Hinn 29. nóvember 2006 kvað úrskurðarnefndin upp úrskurð í málinu og var niðurstaða hennar að stefnandi uppfyllti skilyrði fyrir greiðslu heimilisuppbótar enda nyti hún ekki fjárhagslegs hagræðis af nábýli við dóttur sína.   

                Í máli þessu er m.a. deilt um skyldu stefndu til að greiða stefnanda kröfu að  fjárhæð 1.484.787 krónur, auk umkrafinna vaxta. Krafan er samkvæmt reikningi Hönduls ehf., dags. 16. janúar 2007, á hendur stefnanda. Er reikningurinn sagður til kominn vegna þjónustu sem stefnandi hafi þurft að kaupa hjá Höndli ehf. vegna framangreindrar beiðni um heimilisuppbót og erindisreksturs af sama tilefndi fyrir stefndu og Úrskurðarnefnd almannatrygginga. Samkvæmt reikningnum krefur Höndull ehf. stefnanda, auk útlagðs kostnaðar, um þóknun fyrir samtals 247,5 klst. og er umkrafið tímagjald 4.800 krónur. Reikningnum fylgir sundurliðuð verklýsing.  

Af  hálfu stefndu var þeirri málsástæðu teflt fram við aðalmeðferð málsins að sýkna bæri stefndu sökum aðildarskorts, sbr. 2. mgr. 16. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, þar sem stefnandi hefði ekki sýnt fram á að hún hefði greitt framangreindan reikning Hönduls ehf. og gæti af þeirri ástæðu krafist endurgreiðslu reikningsfjárhæðarinnar né hefði hún sýnt fram á að henni hefði verið falin milliganga um innheimtu reikningsins. Af hálfu stefnanda var málsástæðunni ekki mótmælt sem of seint fram kominni. Eins og áður er rakið liggur fyrir í málinu reikningur Hönduls ehf. á hendur stefnanda vegna vinnu við framangreindan erindisrekstur stefnanda m.a. fyrir Úrskurðarnefnd almannatrygginga. Eru kröfur stefnanda í málinu reistar á reikningnum. Ekki hefur af hálfu stefndu verið sýnt fram á að reikningskrafan sé niður fallin. Verður því að telja að stefnandi hafi sýnt fram á að hún hafi lögvarða hagsmuni af kröfugerð sinni í málinu og er kröfu stefndu um sýknu vegna aðildarskorts því hafnað.

Af hálfu stefnanda er á því byggt að þáverandi forstjóri stefndu hafi lofað henni að kostnaður hennar vegna umrædds erindisreksturs yrði greiddur af stefndu a.m.k. ef hún reyndist hafa rétt fyrir sér hvað heimilisuppbótina varðaði. Af hálfu stefndu hefur þessari málsástæðu verið mótmælt sem rangri og ósannaðri enda sé það ekki á valdi stefndu né einstakra starfsmanna hennar að gefa slík loforð. Stefnandi  hefur ekki fært sönnur fyrir framangreindri staðhæfingu, hvorki með því að kalla fyrrverandi forstjóra stefndu til skýrslugjafar fyrir dómi eða með öðrum hætti. Er þessari málsástæðu stefnanda því hafnað.

Þá er á því byggt af hálfu stefnanda að stefnda hafi, með þvi að mótmæla ekki þeim kröfum sem dómkröfur stefnanda séu reistar á, meðan mál hennar hafi verið til meðferðar á vegum stefndu, viðurkennt kröfurnar með aðgerðaleysi. Þá hafi stefnda ekki mótmælt því sem haldið hafi verið fram í bréfi til stefndu, sem fylgt hafi reikningi Hönduls ehf., að stefnda hafi stofnað til þess kostnaðar sem legið hafi að baki reikningunum og megi jafna því aðgerðaleysi til viðurkenningar á greiðsluskyldu. Af hálfu stefndu er þessum málsástæðum stefnanda mótmælt með vísan til þess að stefnda hafi hafnað reikningi Hönduls ehf. og endursent hann til félagsins með bréfi, 31. janúar 2007, þar sem fram hafi verið tekið að engin heimild væri í almannatryggingalögum nr. 117/1993 til þess að greiða reikninginn og væri honum þegar af þeirri ástæðu hafnað. Með vísan til framangreinds bréfs stefndu frá 31. janúar 2007, sem felur í sér skýra höfnun á reikningi Hönduls ehf. frá 16. janúar s.á., er framangreindum málsástæðum stefnanda hafnað.

Stefnandi teflir fram í málinu ýmsum málsástæðum sem allar eiga það sameiginlegt, þrátt fyrir ýmis tilbrigði, að stefndu beri að greiða þann kostnað sem stefnandi hafi þurft að stofna til vegna ítrekaðrar synjunar stefndu á beiðni hennar um greiðslu heimilisuppbótar. Vísar stefnandi þessum málsástæðum til stuðnings m.a. til þess eðlilegt sé að stefnda greiði kostnað, sem reynst hafi nauðsynlegur til að leiðrétta rangan lagaskilning stefndu, hvað skilyrði fyrir greiðslu heimilisuppbótar varði. Þá hafi ágreiningur stefndu og stefnanda verið almenns eðlis og muni niðurstaðan þannig leiða til réttlátari og farsælli afgreiðslu stefndu hvað varði afstöðu stefndu til bótaréttar öryrkja og aldraðra, við svipað­ar kringumstæður. Af hálfu stefndu er á því byggt að lagaheimild skorti til greiðslu umrædds kostnaðar. Verði í því sambandi ennfremur að hafa í huga að starfsmenn stefndu hafi leiðbeiningaskyldu m.a. gagnvart  bótakrefjendum skv. 52. gr. laga um almannatryggingar nr. 100/2007, sbr. áður lög  nr. 117/1993 og 7. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Skjólstæðingar stefndu þurfi því hvorki að leita utanaðkomandi aðstoðar, né leggja út í kostnað til að leita réttar síns. Gögn málsins beri það með sér að starfsmenn stefndu hafi gætt leiðbeiningaskyldu sinnar gagnvart stefnanda.

Það er meginregla íslensks réttar að borgararnir verði sjálfir að bera þann kostnað sem þeir hafa af erindum sínum til stjórnvalda og málarekstri fyrir þeim. Kjósi þeir að nota aðstoð sérfræðinga eða annarra við slík erindi og hafi af því kostnað geta þeir ekki krafist þess að sá kostnaður verði þeim bættur. Þarf sérstaka lagaheimild til svo unnt sé að krefjast greiðslu slíks kostnaðar úr hendi stjórnvalda. Slíka heimild er hvorki að finna í þágildandi eða núgildandi lögum um félagslega aðstoð nr. 118/1993 og nr. 99/2007 eða þágildandi eða núgildandi lögum um almannatryggingar nr. 117/1993 og nr. 99/2007. Er framangreindum málsástæðum stefnanda því hafnað.

Af hálfu stefnanda er á því byggt að hún hafi á þeim tíma, sem um ræði, verið fjölsjúk, fársjúk og sárþjáð og yfirbuguð af kvíða og sorg. Samkvæmt því hafi borið að virða 1. mgr. 76. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands, nr. 33/1944, en þar segi „Öllum, sem þess þurfa, skal tryggður í lögum réttur til aðstoðar vegna sjúkleika, örorku, elli, atvinnuleysis, örbirgðar og sambærilegra atvika.“ Líta verði einnig svo á að þetta mannúðarákvæði stjórnarskrár nái einnig til aðstoðar í þeim tilvikum sem hér um ræði, með því að stefnandi fái dómkröfu dæmda og greidda. Af hálfu stefndu er á því byggt að kröfur stefnanda í máli þessu eigi sér ekki stoð í tilvitnuðu ákvæði stjórnarskrárinnar. Ekki verður á það fallist með stefnanda að kröfur hennar í máli þessu styðjist við tilvitnað stjórnarskrárákvæði og er þeirri málstæðu því hafnað.

Af hálfu stefnanda er hvað þrautavarakröfu hennar varðar á því byggt að kostnaður hennar skv. reikningi Hönduls ehf. sé til kominn þar sem stefnda hafi við afgreiðslu á máli hennar ekki gætt ákvæða stjórnsýslulaga nr. 37/1993, m.a. ákvæða 7., 9., 10., 11., 12. og 25. gr. auk þess sem stefnda hafi brotið ákvæði laga Text Box: 6nr. 118/1993 um félagslega aðstoð, m.a. ákvæði 9. gr. þeirra laga, ásamt því að virða ekki stjórnarskrá Íslands né meginreglur og tilgang almannatryggingalaga. Þá sé skaðabótakrafa hennar auk þess á því reist að starfsmenn stefndu hafi við meðferð umsóknar hennar um heimilisuppbót rangtúlkað og misbeitt á saknæman hátt viðeigandi lagaákvæðum með þeim afleiðingum að stefnandi hafi orðið að leggja í þann kostnað sem í dómkröfu hennar  greini, í þeim tilgangi að fá skorið úr um réttarstöðu sína. Niðurstaðan hafi orðið sú að stefnandi hefði haft rétt fyrir sér en stefnda rangt, sbr. m.a. úrskurð Úrskurðarnefndar almannatrygginga nr. 282/2006, 29. nóvember 2006. Fyrir þessar sakir hafi stefnandi orðið fyrir miklu erfiði, miska og raunum. Samhliða hafi stefnda einnig brotið meðalhófsreglu stjórnsýslulaga og ekki sinnt lagaboði við hæfismat á rétti til uppbótar og ekki í framhaldinu viljað samsinna réttmætum ábendingum þar um, né heldur þeim skjalföstu staðreyndum sem stefnda sjálf hafi haft hjá sér um hagi stefnanda og dóttur hennar. Samkvæmt 13. gr. stjórnsýslulaga hafi átt að leita eftir sjónarmiðum stefnanda áður en stefnda hafi í upphafi tekið ákvörðun þá sem leitt hafi til synjunar á heimilisuppbót til hennar. Byggt sé á að afstaða stefndu hefði orðið önnur, ef þetta hefði verið gert og hafi stefnda m.a. valdið stefnanda umstefndu tjóni með því að ganga fram hjá þessum rétti hennar. Málsmeðferð stefndu hafi ekki verið í samræmi við lög og vandaða stjórnsýsluhætti og synjun stefndu verið andstæð lögum eins og málið hafi legið fyrir, þegar um umsókn stefnanda hafi verið fjallað, ásamt að gallar á málsmeðferð, efnislegir og formlegir, við afgreiðslu stefndu á umræddri umsókn, hafi falið í sér saknæma og ólögmæta háttsemi og afgreiðslu, er valdið hafi því að stefnandi hafi orðið fyrir því tjóni sem í dómkröfum í stefnu greini. Augljóst sé að bein orsakatengsl séu milli saknæmrar og ólögmætrar háttsemi starfsmanna stefndu við afgreiðslu á umsókn stefnanda og þess að hún hafi stofnað til réttmæts kostnaðar í því skyni að framfylgja umsókn og hafi orðið fyrir samsvarandi tjóni í formi kostnaðar, sem stefnda eigi alla sök á og sé bótaskyld fyrir. Á stefndu hafi hvílt skylda til að rannsaka aðstæður stefnanda og taka út frá því afstöðu til umsóknar hennar. Byggt sé á að stefnda hafi ekki gert þetta á réttan og Text Box: 7fullnægjandi hátt. Þá sé einnig á því byggt að það sé meginregla að sá sem sæki um bætur til stefndu eigi ekki að þurfa aðkeypta aðstoð til að fá fram hjá stefndu rétta og réttláta niðurstöðu varðandi skilyrði fyrir greiðslu heimilisuppbótar og að sá sem þess þarfnist og stefndu sé um að kenna, eins og verið hafi í tilviki stefnanda, eigi þann rétt að stefnda eða ríkissjóður endurgreiði honum slíkan kostnaðar, en ef ekki þá eigi eða eignist hann kröfu til skaðabóta á hendur sömu aðilum. Stefnandi byggi jafnframt á að hún hafi í góðri trú og ásetningi keypt sér aðstoð til að fá skorið úr um réttindi, þannig að þau væru virt í ljósi réttlætis og að lögum og að kostnað sinn því samfara fengi hún bættan. Af hálfu stefndu er bótakröfu stefnanda mótmælt sem rangri, órökstuddri og ósannaðri enda hafi stefnandi hvorki sýnt fram á tjón, né ólögmæta og saknæma háttsemi starfsmanna stefnda, hvað þá að öðrum bótaskilyrðum sé til að dreifa. Því sé sérstaklega og alfarið mótmælt að starfsmenn stefndu hafi ekki gætt ákvæða laga nr. 100/2007 um almannatryggingar, laga nr. 99/2007 um félagslega aðstoð og stjórnsýslulaga nr. 37/1993 við málsmeðferð í máli stefnanda, enda bendi gögn málsins til hins gagnstæða.

Stefnandi hefur ekki sýnt fram á að starfsmenn stefndu hafi við meðferð á erindi hennar, vegna beiðni um heimilisuppbót, brotið gegn þeim lagaákvæðum sem stefnandi hefur vitnað til máli sínu til stuðnings eða öðrum reglum og sjónarmiðum um góða stjórnsýsluhætti. Hefur stefnandi þannig ekki sýnt fram á að meðferð á beiðni hennar og afgreiðsla hennar af hálfu starfsmanna stefndu hafi verið haldin slíkum annmörkum að skilyrði um saknæmi og ólögmæti sé fullnægt og stefnda því skaðabótaskyld vegna meints tjóns stefnanda. Er framangreindum málsástæðum stefnanda, til grundvallar meintri bótaskyldu stefndu, því hafnað.

Af hálfu stefnanda er á því byggt að stefnda beri ábyrgð á kostnaði hennar á grundvelli hlutlægrar bótareglu. Sé sú regla á því reist að óforsvaranlegt hafi verið hvernig stefndu hafi tekist til gagnvart stefnanda og staðið hafi verið að þeirri málsmeðferð og afgreiðslu sem um ræði í stefnu. Byggt sé á að stefnda geti ekki úr þessu haldið því fram að afgreiðslumáti hafi verið eðlilegur og með þeim hætti að stefnanda hafi verið óþarft að leita aðstoðar til að fá samþykkt að hún uppfyllti skilyrði til heimilisuppbótar, í ljósi heimilishalds, ásamt að byggt sé á að stefnda hafi ekki heldur andmælt fjárhæð kostnaðar og ekki heldur andmælt að bera ábyrgð á hér hlutaðeigandi kostnaði. Vegna þessa þurfi ekki að gera frekari grein fyrir þessum þáttum máls. Af hálfu stefndu er því mótmælt að stefnda beri ábyrgð gagnvart stefnanda á grundvelli hlutlægrar bótareglu enda hafi með engum hætti, af hálfu stefnanda, verið sýnt fram á tilvist slíkar reglu í tilviki stefnanda eða hún eigi við í því tilviki sem til úrlausnar sé.

Stefnda hefur ekki fært nein þau rök fyrir framangreindri málsástæðu um hlutlæga bótaábyrgð stefnda að gári yfirborð lögfræðilegrar röksemdafærslu. Er umræddri málsástæðu stefnanda hafnað.

Með vísan til alls framangreinds verður stefnda sýknuð af öllum kröfum stefnanda í máli þessu. Með hliðsjón af þeirri niðurstöðu og með vísan til 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála þykir rétt að dæma stefnanda til að greiða stefndu málskostnað og þykir hann hæfilega ákveðinn 800.000 krónur.

Rekstur máls þessa hefur tekið óvenju langan tíma. Er það fyrst og fremst að rekja til ítrekaðra óska stefnanda um frestun aðalmeðferðar meðan beðið væri afgreiðslu gjafsóknarnefndar á beiðni stefnanda um gjafsókn í máli þessu og eftir að beiðninni var endanlega hafnað af nefndinni meðan beðið væri afstöðu Umboðsmanns Alþingis til synjunarinnar. Þá frestaðist meðferð málsins á árinu 2014 vegna veikindaleyfis dómara.

Þórður S. Gunnarsson héraðsdómari kveður upp dóm þennan.  

Dómsorð:

Stefnda, Tryggingastofnun ríkisins, skal vera sýkn af kröfum stefnanda, Kristrúnar Grétarsdóttur, í máli þessu. Stefnandi greiði stefndu 800.000 krónur í málskostnað.