Hæstiréttur íslands

Mál nr. 80/2002


Lykilorð

  • Kærumál
  • Gæsluvarðhald. A. liður 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991


Föstudaginn 15

 

Föstudaginn 15. febrúar 2002.

Nr. 80/2002.

Lögreglustjórinn í Reykjavík

(Egill Stephensen saksóknari)

gegn

X

(Sigurmar K. Albertsson hrl.)

 

Kærumál. Gæsluvarðhald. A. liður 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991.

Hæstiréttur staðfesti úrskurð héraðsdóms um að X skyldi sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli a. liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála.

 

Dómur Hæstaréttar.

Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson, Árni Kolbeinsson og Ingibjörg Benediktsdóttir.

Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 11. febrúar 2002, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 13. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 11. febrúar 2002, þar sem varnaraðila var gert að sæta áfram gæsluvarðhaldi allt til mánudagsins 25. febrúar nk. kl. 16. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi. Þá krefst hún kærumálskostnaðar.

Sóknaraðili krefst þess að úrskurður héraðsdómara verði staðfestur.

Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður fallist á með sóknaraðila að efni séu til að varnaraðili sæti áfram gæsluvarðhaldi á grundvelli a. liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991. Verður að marka gæsluvarðhaldinu tíma eins og gert var í úrskurði héraðsdómara, sem verður þannig staðfestur.

Kærumálskostnaður verður ekki dæmdur.

Dómsorð:

Hinn kærði úrskurður er staðfestur.

 

 

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 11. febrúar 2002:

                Lögreglustjórinn í Reykjavík hefur krafist þess að X verði gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til mánudagsins 25. febrúar nk. klukkan 16.00.

          Í greinargerð lögreglustjórans í Reykjavík kemur fram að [...].

          Fyrirliggjandi rannsóknargögn bera með sér að málið er umfangsmikið.  [...]  Rannsóknargögn sem fyrir liggja veita jafnframt grunsemdir um aðild hennar að málinu þannig að telja verður að rökstuddur grunur sé fram kominn um að hún tengist meintu broti.  Með hliðsjón af því að rannsókn málsins er engan veginn lokið og hætta á því að kærða geti torveldað rannsókn málsins fari hún frjáls ferða sinna með því að hafa samband við aðra sem kunna að tengjast meintu broti og hún hefur tengsl við þykja skilyrði a. liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála vera fyrir hendi.   Þá liggur fyrir að kærða býr erlendis og er hætta á að hún kunni að fara úr landi gangi hún laus.  Nauðsynlegt telst að tryggja nærveru hennar hér við rannsókn málsins.  Teljast skilyrði a og b liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 vera fyrir hendi þannig að taka ber til greina kröfu lögreglustjórans í Reykjavík um að kærða sæti gæsluvarðhaldi allt til mánudagsins 25. febrúar nk. klukkan 16.00, en með hliðsjón af umfangi málsins þykja ekki efni til að marka gæsluvarðhaldinu styttri tíma.

Úrskurðarorð:

          Kærða, X, sæti gæsluvarðhaldi allt til mánudagsins 25. febrúar nk. kl. 16.00.