Hæstiréttur íslands

Mál nr. 188/2013


Lykilorð

  • Niðurfelling máls
  • Málskostnaður
  • Gjafsókn


                                              

Fimmtudaginn 26. september 2013.

Nr. 188/2013.

K

(Valborg Þ. Snævarr hrl.)

gegn

M

(Árni Pálsson hrl.)

Niðurfelling máls. Málskostnaður. Gjafsókn.

M og K deildu um forsjá dóttur sinnar. Með sameiginlegri yfirlýsingu aðila var málið fellt niður að öðru leyti en því að það gengi til dóms um málskostnað. Talið var rétt að málskostnaður fyrir Hæstarétti félli niður og að gjafsóknarkostnaður beggja aðila fyrir réttinum greiddist úr ríkissjóði.

Dómur Hæstaréttar.

Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Árni Kolbeinsson og Benedikt Bogason og Ingveldur Einarsdóttir settur hæstaréttardómari.

Áfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 20. mars 2013. Með bréfi 17. september sama ár lýstu aðilarnir því yfir að samkomulag hefði tekist um að fella málið niður fyrir Hæstarétti að öðru leyti en því að það gengi til dóms um málskostnað. Krefjast þau hvort fyrir sitt leyti málskostnaðar fyrir Hæstarétti úr hendi hins án tillits til gjafsóknar, sem þeim hefur báðum verið veitt hér fyrir dómi.

Með vísan til c. liðar 1. mgr. 105. gr., sbr. 166. gr., laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála er málið fellt niður.

Rétt er að málskostnaður fyrir Hæstarétti falli niður.

Gjafsóknarkostnaður aðilanna fyrir Hæstarétti greiðist úr ríkissjóði eins og nánar greinir í dómsorði.

Dómsorð:

Mál þetta er fellt niður.

Málskostnaður fyrir Hæstarétti fellur niður.

Allur gjafsóknarkostnaður áfrýjanda, K, og stefnda, M, fyrir Hæstarétti greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málflutningsþóknun lögmanns áfrýjanda, 500.000 krónur, og málflutningsþóknun lögmanns stefnda, 500.000 krónur.