Hæstiréttur íslands
Mál nr. 688/2011
Lykilorð
- Niðurfelling máls
- Málskostnaður
- Gjafsókn
|
|
Fimmtudaginn 14. júní 2012. |
|
Nr. 688/2011.
|
K (Valborg Þ. Snævarr hrl.) gegn M (Jóhannes Albert Sævarsson hrl.) |
Niðurfelling. Málskostnaður. Gjafsókn.
Aðilar deildu um forsjá barns síns en gerðu með sér samkomulag um að fella málið niður fyrir Hæstarétti.
Dómur Hæstaréttar.
Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson, Árni Kolbeinsson og Þorgeir Örlygsson.
Áfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 22. desember 2011. Með bréfum 1. og 4. júní 2012 lýstu aðilarnir því yfir að samkomulag hefði tekist um að fella málið niður fyrir Hæstarétti að öðru leyti en því að það gengi til dóms um málskostnað og gjafsóknarkostnað. Áfrýjandi krefst málskostnaðar fyrir Hæstarétti án tillits til gjafsóknar, sem henni hefur verið veitt. Stefndi krefst þess sama fyrir sitt leyti.
Með vísan til c. liðar 1. mgr. 105. gr., sbr. 166. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála með áorðnum breytingum er málið fellt niður.
Rétt er að málskostnaður fyrir Hæstarétti falli niður, en um gjafsóknarkostnað aðilanna fer samkvæmt því, sem í dómsorði greinir.
Dómsorð:
Mál þetta er fellt niður.
Málskostnaður fyrir Hæstarétti fellur niður.
Allur gjafsóknarkostnaður áfrýjanda, K, og stefnda, M, greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málflutningsþóknun lögmanns hvors þeirra, 400.000 krónur.