Hæstiréttur íslands
Mál nr. 190/2010
Lykilorð
- Niðurfelling máls
- Málskostnaður
|
|
Fimmtudaginn 18. nóvember 2010. |
|
Nr. 190/2010.
|
JA Group ehf. (Heiðar Áberg Atlason hrl.) gegn NBI hf. (Indriði Þorkelsson) |
Niðurfelling máls. Málskostnaður.
Mál J gegn N var fellt niður fyrir Hæstarétti að kröfu þess fyrrnefnda og J dæmt, að kröfu N, til greiðslu málskostnaðar.
Dómur Hæstaréttar.
Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Jón Steinar Gunnlaugsson, Páll Hreinsson og Viðar Már Matthíasson.
Áfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 24. mars 2010. Með bréfi til réttarins 15. nóvember 2010 tilkynnti áfrýjandi að hann félli frá áfrýjun málsins. Með bréfi sama dag var af hálfu stefnda gerð krafa um málskostnað fyrir Hæstarétti.
Með vísan til c. liðar 1. mgr. 105. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, sbr. 2. mgr. 164. gr. og 166. gr. þeirra, verður málið fellt niður fyrir Hæstarétti.
Samkvæmt 2. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991, sbr. 166. gr. sömu laga, verður áfrýjandi dæmdur til að greiða málskostnað fyrir Hæstarétti svo sem í dómsorði segir.
Dómsorð:
Mál þetta er fellt niður.
Áfrýjandi, JA Group ehf., greiði stefnda, NBI hf., 150.000 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti.