Hæstiréttur íslands
Mál nr. 515/2016
Lykilorð
- Fjársvik
- Akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna
- Hegningarauki
- Reynslulausn
- Skilorðsrof
Reifun
Dómur Hæstaréttar.
Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson, Eiríkur Tómasson og Greta Baldursdóttir.
Ríkissaksóknari skaut málinu til Hæstaréttar 12. júlí 2016 í samræmi við yfirlýsingu ákærðu um áfrýjun. Ákæruvaldið krefst þess að refsing ákærðu verði þyngd.
Ákærða krefst þess að refsing hennar verði milduð.
Með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms verður hann staðfestur.
Ákærða verður dæmd til að greiða allan áfrýjunarkostnað málsins, þar með talin málsvarnarlaun verjanda síns, sem ákveðin verða að meðtöldum virðisaukaskatti eins og í dómsorði greinir.
Dómsorð:
Héraðsdómur skal vera óraskaður.
Ákærða, Giovanna Soffía G. Spanó, greiði allan áfrýjunarkostnað málsins, samtals 204.067 krónur, þar með talin málsvarnarlaun verjanda síns, Vilhjálms Hans Vilhjálmssonar hæstaréttarlögmanns, 186.000 krónur.
Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 1. júlí 2016.
Mál þetta, sem dómtekið var 29. júní síðastliðinn, var höfðað með ákæru lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, útgefinni 7. júní síðastliðinn, á hendur Giovanna Soffíu G. Spanó, kt. [...], [...], Reykjavík, „fyrir eftirtalin hegningar- og umferðarlagabrot:
I.
fyrir fjársvik, með því að hafa í alls 38 skipti á tímabilinu 2. apríl 2015 til og með 22. apríl 2015, svikið út vörur á afgreiðslustöðvum Olís víðsvegar um landið, samtals að verðmæti kr. 162.179 með því að framvísa þar í blekkingarskyni og án heimildar ÓB lykli í eigu A, kt. [...], sem ákærða hafði komist yfir og látið þannig skuldfæra andvirði varanna á ÓB lykil eiganda, eins og hér greinir::
|
Tilvik: |
Vettvangur: |
Dags.: |
Vörur: |
Fjárhæð: |
|
|
1. |
ÓB Snorrabraut |
2.4.2015 |
Eldsneyti |
kr. 10.089,- |
|
|
2. |
ÓB Njarðvík |
6.4.2015 |
Eldsneyti |
kr. 9.520- |
|
|
3. |
ÓB Snorrabraut |
9.4.2015 |
Eldsneyti |
kr. 9.745,- |
|
|
4. |
ÓB Akureyri |
11.4.2015 |
Eldsneyti |
kr. 6.773,- |
|
|
5. |
ÓB Akureyri |
13.4. 2015 |
Eldsneyti og olía |
kr. 9.091,- |
|
|
6. |
ÓB Akureyri |
13.4. 2015 |
Tóbak |
kr. 3.825,- |
|
|
7. |
ÓB Akureyri |
13.4. 2015 |
Eldsneyti |
kr. 6.773,- |
|
|
8. |
ÓB Borgarnes |
14.4. 2015 |
Tóbak og matvara |
kr. 3.301,- |
|
|
9. |
ÓB Borgarnes |
14.4. 2015 |
Eldsneyti |
kr. 2.010,- |
|
|
10. |
ÓB Snorrabraut |
16.4. 2015 |
Eldsneyti |
kr. 6.044,- |
|
|
11. |
ÓB Norðlingaholt |
17.4 2015 |
Matvara,símk.olía |
kr. 11.875,- |
|
|
12. |
ÓB Norðlingaholt |
17.4. 2015 |
Tóbak,matvarafatnaður |
kr. 4.937,- |
|
|
13. |
ÓB Norðlingaholt |
17.10.2014 |
Símkort |
kr. 1.990,- |
|
|
14. |
ÓB Norðlingaholt |
18.4. 2015 |
Eldsneyti |
kr. 4.842,- |
|
|
15. |
ÓB Norðlingaholt |
18.4. 2015 |
Tóbak og matvara |
kr. 3.296,- |
|
|
16. |
ÓB Álfheimar |
18.4. 2015 |
Tóbak og matvara |
kr. 5.105- |
|
|
17. |
ÓB Álfheimar |
18.4. 2015 |
Matvara |
kr. 157,- |
|
|
18. |
ÓB Álfheimar |
18.4. 2015 |
Matvara |
kr. 493,- |
|
|
19. |
ÓB Norðlingaholt |
18.4. 2015 |
Tóbak og heimilisvara |
kr. 2.134- |
|
|
20. |
ÓB Norðlingaholt |
18.4. 2015 |
Matvara |
kr. 2.317,- |
|
|
21. |
ÓB Álfheimar |
19.4.2015 |
Tóbak og matvara |
kr. 4.777,- |
|
|
22. |
ÓB Álfheimar |
19.4.2015 |
Bílavörur |
kr. 1.441- |
|
|
23. |
ÓB Norðlingaholt |
19.4.2015 |
Eldsneyti og matvara |
kr. 3.662,- |
|
|
24 |
ÓB Norðlingaholt |
19.4.2015 |
Símkort |
kr. 1.000,- |
|
|
25. |
ÓB Norðlingaholt |
19.4.2015 |
Matvara og heimilisvara |
kr. 5.178- |
|
|
26. |
ÓB Norðlingaholt |
19.4.2015 |
Matvara |
kr. 319,- |
|
|
27. |
ÓB Norðlingaholt |
19.4.2015 |
Tóbak og matvara |
kr. 3.076,- |
|
|
28. |
ÓB Norðlingaholt |
20.4.2015 |
Tóbak og matvara |
kr. 3.564,- |
|
|
29. |
ÓB Norðlingaholt |
20.4.2015 |
Eldsneyti og matvara |
kr. 4.958,- |
|
|
30. |
ÓB Norðlingaholt |
20.4.2015 |
Eldsneyti |
kr. 1.938,- |
|
|
31. |
ÓB Norðlingaholt |
21.4.2015 |
Tóbak og matvara |
kr. 5.082,- |
|
|
32. |
ÓB Álfheimar |
21.4.2015 |
Tóbak og matvara |
kr. 1.508,- |
|
|
33. |
ÓB Knarrarvogi |
21.4.2015 |
Eldsneyti |
kr. 4.537,- |
|
|
34. |
ÓB Norðlingaholt |
21.4.2015 |
Tóbak og matvara |
Kr. 3.124,- |
|
|
35. |
ÓB Norðlingaholt |
21.4.2015 |
Heimilisv. |
kr. 469,- |
|
|
36. |
ÓB Norðlingaholt |
22.4.2015 |
Eldsneyti |
kr. 2.905,- |
|
|
37 |
ÓB Norðlingaholt |
22.4.2015 |
Matvara og heimilisvar |
kr. 6.044,- |
|
|
38. |
ÓB Norðlingaholt |
22.4.2015 |
Eldsneyti og matvara |
kr. 4.280,- |
|
|
|
|
|
|
kr.162.179 |
|
Teljast brot þessi varða við 248. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940.
II.
fyrir umferðarlagabrot með því að hafa að morgni laugardagsins 4. júlí 2015, ekið bifreiðinni [...], óhæf um að stjórna henni örugglega vegna áhrifa ávana- og fíkniefna (í blóði mældist kókaín 45 ng/ml og tetrahýdrókannabínól 2,3 ng/ml), austur Bústaðaveg í Reykjavík þar sem akstri lauk framan við Perluna.
Telst brot þetta varða við 1., sbr. 2. mgr., 45. gr. a., sbr. 1. mgr. 100. gr., umferðarlaga nr. 50/1987.
Þess er krafist að ákærða verði dæmd til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar, og til sviptingar ökuréttar samkvæmt 101. og 102. gr. umferðarlaga nr. 50/1987, sbr. 25. gr. laga nr. 44/1993 og 18. gr. laga nr. 66/2006.“
Ákærða hefur fyrir dómi skýlaust játað að hafa framið brot þau sem henni eru gefin að sök í ákærunni og er játning hennar studd sakargögnum. Það eru því efni til að leggja dóm á málið samkvæmt 1. mgr. 164. gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008. Samkvæmt þessu verður ákærða sakfelld fyrir brotin sem eru réttilega færð til refsiákvæða í ákærunni.
Ákærða var dæmd í tveggja ára og tveggja mánaða fangelsi 2012 fyrir fíkniefna- og umferðarlagabrot. Hún var sektuð fyrir að aka undir áhrifum fíkniefna 2015 og svipt ökurétti í 5 ár frá 9. september það ár. Hún var sektuð fyrir sams konar brot í febrúar 2016 en ekki gerð frekari ökuréttarsvipting. Ákærðu var veitt reynslulausn í 2 ár 18. maí 2014 á eftirstöðvum refsingar, 260 dögum. Ákærða hefur nú rofið skilorð reynslulausnarinnar og verða eftirstöðvarnar teknar upp og dæmdar með þessu máli, sbr. 1. mgr. 82. gr. laga nr. 15/2016. Þá verður ákærðu dæmdur hegningarauki, sbr. 78. gr. almennra hegningarlaga, og refsing hennar ákveðin samkvæmt 77. gr. sömu laga. Samkvæmt þessu er refsing ákærðu ákveðin fangelsi í 12 mánuði.
Ákærða framdi umferðarlagabrotið áður en hún var svipt ökurétti í 5 ár og verður henni því ekki gerð frekari ökuréttarsvipting, sbr. 78. gr. almennra hegningarlaga.
Loks verður ákærða dæmd til að greiða sakarkostnað og málsvarnarþóknun skipaðs verjanda síns að meðtöldum virðisaukaskatti eins og í dómsorði greinir.
Arngrímur Ísberg héraðsdómari kvað upp dóminn.
D ó m s o r ð :
Ákærða, Giovanna Soffíu G. Spanó, sæti fangelsi í 12 mánuði.
Ákærða greiði 191.008 krónur í sakarkostnað og málsvarnarþóknun skipaðs verjanda síns, Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hrl., 163.680 krónur.