Hæstiréttur íslands
Mál nr. 478/2003
Lykilorð
- Kærumál
- Gæsluvarðhald. A. liður 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991
- Gæsluvarðhaldsúrskurður felldur úr gildi
|
|
Miðvikudaginn 17. desember 2003. |
|
Nr. 478/2003. |
Ríkislögreglustjóri (Jón H. Snorrason saksóknari) gegn X (Gylfi Thorlacius hrl.) |
Kærumál. Gæsluvarðhald. A. liður 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991.
Gæsluvarðhaldsúrskurður fellur úr gildi.
Hæstiréttur felldi úr gildi úrskurð héraðsdóms um að X skyldi sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli a. liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála.
Dómur Hæstaréttar.
Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Gunnlaugur Claessen, Ingibjörg Benediktsdóttir og Ólafur Börkur Þorvaldsson.
Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 15. desember 2003. Kærumálsgögn bárust réttinum 16. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 15. desember 2003, þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til föstudagsins 19. desember 2003. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi en til vara að gæsluvarðhaldi verði markaður skemmri tími. Þá krefst hann kærumálskostnaðar.
Sóknaraðili krefst þess að úrskurður héraðsdómara verði staðfestur.
Varnaraðili hefur sætt gæsluvarðhaldi frá 6. desember 2003 til 15. sama mánaðar á grundvelli a. liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991, sbr. dóm Hæstaréttar 11. desember 2003 í máli nr. 470/2003. [...].
Sóknaraðili reisir sem fyrr kröfu um gæsluvarðhald á a. lið 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991. [...] Þær ástæður, sem sóknaraðili hefur fært fram fyrir kröfu sinni, nægja ekki til þess að uppfyllt séu skilyrði a. liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 fyrir gæsluvarðhaldi yfir varnaraðila. Gögn málsins gefa heldur ekki nægilegt tilefni til frekara gæsluvarðhalds. Samkvæmt framansögðu verður hinn kærði úrskurður felldur úr gildi.
Kærumálskostnaður verður ekki dæmdur.
Dómsorð:
Hinn kærði úrskurður er felldur úr gildi.
Kærumálskostnaður fellur niður.
Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 15. desember 2003.
Ríkislögreglustjóri hefur krafist þess að X verði með vísan til a-liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19,1991 um meðferð opinberra mála, gert að sæta áfram gæsluvarðhaldi allt til föstudagsins 19. desember nk. kl. 16.00.
Í greinargerð Ríkislögreglustjórans segir að embættið vinni nú, í samvinnu við sýslumanninn á Patreksfirði, að rannsókn á meintum brotum kærða gegn 1. og 2. mgr. 202. gr., 1. mgr. 201. gr. og 4. mgr. 210. gr. almennra hegningarlaga. Aðstoð efnahagsbrotadeildar byggi á beiðni sýslumannsins á grundvelli skyldu Ríkislögreglustjórans samkvæmt b. liðar 1. mgr. 5. gr. lögreglulaga nr. 90,1996, um að aðstoða lögregluembættin.
[...]
[...] Fallist er á það að hætta sé á að kærði gæti torveldar rannsókn málsins, svo sem með því að hafa áhrif á vitni, færi hann frjáls ferða sinna.
Samkvæmt a-lið 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19,1991 um meðferð opinberra mála er fallist á kröfu ríkislögreglustjóra eins og hún er fram sett og nánar greinir í úrskurðarorði.
Valtýr Sigurðsson héraðsdómari kvað upp úrskurðinn.
Ú R S K U R Ð A R O R Ð
Kærði, X, skal sæta gæsluvarðhaldi allt til föstudagsins 19. desember 2003 kl. 16.00.