Hæstiréttur íslands

Mál nr. 208/2003


Lykilorð

  • Kærumál
  • Gæsluvarðhald. A. liður 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991


Miðvikudaginn 28

 

Miðvikudaginn 28. maí 2003.

Nr. 208/2003.

Ríkislögreglustjóri

(Jón H. Snorrason saksóknari)

gegn

X

(enginn)

 

Kærumál. Gæsluvarðhald. A liður 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991.

X var gert að sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli a. liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála.

 

Dómur Hæstaréttar.

Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson, Árni Kolbeinsson og Ingibjörg Benediktsdóttir.

Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 27. maí 2003. Kærumálsgögn  bárust réttinum sama dag. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 27. maí 2003, þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til mánudagsins 2. júní nk. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Ætla verður að varnaraðili kæri úrskurð héraðsdómara í því skyni að fá úrskurðinn felldan úr gildi.

Sóknaraðili krefst þess að úrskurður héraðsdómara verði staðfestur.

Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur.

Dómsorð:

Hinn kærði úrskurður er staðfestur.

 

Úrskurður  Héraðsdóms Reykjavíkur 27. maí 2003.

            Fulltrúi ríkislögreglustjóra hefur krafist þess að X verði á grundvelli a-liðar 1. mgr. 103. gr. laga um meðferð opinberra mála nr. 19/1991 úrskurðaður til að sæta gæsluvarðhaldi allt til mánudagsins 2. júní 2003, kl. 16.00.

                                [...]

[...] Telja verður að hætta sé á því að kærði geti torveldað rannsóknina, svo sem með því að spilla sakargögnum, skjóta undan munum eða hafa áhrif á vitni eða samseka. Skilyrði eru því uppfyllt samkvæmt a-lið 1. mgr. 103. gr. oml. til að taka til greina kröfu ríkislög­reglustjóra um að kærði sæti gæsluvarðhaldi eins og nánar greinir í úrskurðarorði.

Sigríður Ingvarsdóttir héraðsdómari kvað upp dóminn.

            

Úrskurðarorð:

             Kærði, X, sæti gæsluvarðhaldi allt til mánudagsins 2. júní nk. kl. 16.00.