Hæstiréttur íslands

Mál nr. 287/2001


Lykilorð

  • Niðurfelling máls
  • Málskostnaður
  • Gjafsókn


Fimmtudaginn 6

 

Fimmtudaginn 6. desember 2001.

Nr. 287/2001.

Berglind Svava Grétarsdóttir

(Stefán Geir Þórisson hrl.)

gegn

Magnúsi Kjartanssyni og

Sigríði Oddsdóttur

(Jóhannes Rúnar Jóhannesson hdl.)

 

Niðurfelling máls. Málskostnaður. Gjafsókn.

Mál B gegn M og S var fellt niður eftir að aðilar höfðu lýst því yfir að þeir hefðu gert sátt í málinu og væru sammála um að fella það niður fyrir Hæstarétti en leggja það í dóm um málskostnað. Talið var rétt að aðilarnir bæru hvert sinn kostnað af málinu fyrir Hæstarétti, en kveðið á um að gjafsóknarkostnaður B fyrir Hæstarétti greiddist úr ríkissjóði.

 

Dómur Hæstaréttar.

Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson, Gunnlaugur Claessen og Ingibjörg Benediktsdóttir.

Áfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 3. ágúst 2001. Með bréfi 27. nóvember 2001 tilkynnti áfrýjandi að aðilarnir hefðu 26. sama mánaðar gert sátt í málinu um annað en málskostnað fyrir Hæstarétti. Væru aðilarnir sammála um að fella málið niður fyrir Hæstarétti, svo sem tekið væri fram í sáttinni, en legðu málið í dóm um málskostnað. Áfrýjandi krefst þess að stefndu verði gert að greiða sér málskostnað fyrir Hæstarétti án tillits til gjafsóknar, sem henni hefur verið veitt hér fyrir dómi.

Stefndu krefjast málskostnaðar úr hendi áfrýjanda fyrir Hæstarétti.

Með vísan til c. liðar 1. mgr. 105. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, sbr. 166. gr. sömu laga eins og henni var breytt með 20. gr. laga nr. 38/1994, er málið fellt niður fyrir Hæstarétti.

Rétt er að aðilarnir beri hvert sinn kostnað af málinu fyrir Hæstarétti.

Gjafsóknarkostnaður áfrýjanda greiðist úr ríkissjóði eins og nánar greinir í dómsorði.

Dómsorð:

Mál þetta er fellt niður.

Málskostnaður fyrir Hæstarétti fellur niður.

Allur gjafsóknarkostnaður áfrýjanda, Berglindar Svövu Grétarsdóttur, fyrir Hæstarétti greiðist úr ríkissjóði, þar með talin þóknun lögmanns hennar, 75.000 krónur.