Hæstiréttur íslands
Mál nr. 48/2003
Lykilorð
- Ávana- og fíkniefni
- Upptaka
|
|
Fimmtudaginn 8. maí 2003. |
|
Nr. 48/2003. |
Ákæruvaldið(Ragnheiður Harðardóttir saksóknari) gegn Sigurði Hilmari Ólasyni (Magnús Thoroddsen hrl.) |
Ávana- og fíkniefni. Upptaka.
S ásamt þremur öðrum mönnum var ákærður fyrir innflutning á fíkniefnum. Í héraðsdómi þótti framburður tveggja meðákærðu um þátt S trúverðugur en framburður S ótrúverðugur. Þótti fyllilega sannað að S hefði gerst sekur um þá háttsemi sem honum var gefin að sök. Í Hæstarétti var staðfest niðurstaða héraðsdóms um sakfellingu S og tekið fram að hann væri þannig sannur að sök um innflutning mikils magns hættulegs fíkniefnis til landsins í hagnaðarskyni. Var niðurstaða héraðsdóms um þriggja ára fangelsi staðfest.
Dómur Hæstaréttar.
Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Hrafn Bragason, Garðar Gíslason, Gunnlaugur Claessen, Haraldur Henrysson og Pétur Kr. Hafstein.
Ríkissaksóknari skaut málinu til Hæstaréttar 17. desember 2002 að ósk ákærða en jafnframt af hálfu ákæruvaldsins, sem krefst staðfestingar á sakfellingu ákærða og þyngingar á refsingu hans.
Ákærði krefst sýknu af kröfum ákæruvaldsins.
Málið var höfðað gegn þremur mönnum auk ákærða og voru þeir sakfelldir og dæmdir til refsingar í héraðsdómi. Honum hefur ekki verið áfrýjað að því er þá varðar og er þáttur þeirra því ekki til endurskoðunar hér fyrir dómi.
Með skírskotun til forsendna héraðsdóms er staðfest niðurstaða hans um sakfellingu ákærða. Ákærði er þannig sannur að sök um innflutning mikils magns hættulegs fíkniefnis til landsins í hagnaðarskyni. Með þeirri athugasemd verður ákvæði dómsins um refsingu ákærða einnig staðfest, svo og um upptöku fíkniefna.
Staðfest er niðurstaða héraðsdóms um sakarkostnað að því er ákærða varðar. Þá verður hann dæmdur til greiðslu áfrýjunarkostnaðar eins og nánar segir í dómsorði.
Dómsorð:
Héraðsdómur skal vera óraskaður að því er varðar ákærða, Sigurð Hilmar Ólason.
Ákærði greiði áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns fyrir Hæstarétti, Magnúsar Thoroddsen hæstaréttarlögmanns, 250.000 krónur.
Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 7. nóvember 2002.
Málið er höfðað með ákæru ríkissaksóknara, dagsettri 10. júlí sl., á hendur ákærðu, X, Y, Sigurði Hilmari Ólasyni [...] og Z.
“Fyrir fíkniefnalagabrot með því að hafa í hagnaðarskyni staðið að innflutningi á kannabis sem ætlað var til söludreifingar hérlendis, svo sem hér er rakið:
I. Ákærða X er gefið að sök:
Að hafa í desember 2001 ásamt meðákærða Sigurði Hilmari lagt á ráðin um innflutning á 30 kg af kannabis, fengið meðákærða Z til að flytja fíkniefnin til landsins frá Danmörku og í janúar 2002 afhent meðákærða Sigurði Hilmari 3 milljónir króna til kaupa á helmingi fíkniefnanna, en um helming fjárhæðarinnar hafði ákærði áður móttekið frá meðákærða Y. Lagði lögregla hald á fikniefnin, sbr. lið III.
II. Ákærða Sigurði Hilmari er gefið að sök:
Að hafa í desember 2001 ásamt meðákærða X lagt á ráðin um innflutning á 30 kg af kannabis, í janúar 2002 móttekið 3 milljónir króna frá honum til kaupa á helmingi fíkniefnanna, annast kaup á fíkniefnunum og afhent þau meðákærða Z í Kaupmannahöfn þann 4. mars 2002. Lagði lögregla hald á fíkniefnin, sbr. lið III.
II.(svo) Ákærða Z er gefið að sök:
Að hafa í desember 2001 að beiðni meðákærða X samþykkt að flytja til landsins umrætt kannabis, sbr. lið I. Móttók ákærði þann 4. mars 2002 í Kaupmannahöfn af meðákærða Sigurði Hilmari tæp 30 kg af kannabis og bjó um efnið í vörusendingu sem ákærði sendi með skipi til landsins á vegum einkahlutafélags síns. Lögregla lagði hald á fíkniefnin sem komu til Reykjavíkur þann 12. mars 2002 og kom gerfiefnum (svo) fyrir í þeirra stað. Móttók ákærði sendinguna sem hann taldi innihalda fíkniefnin þann 13. mars 2002 og hafði í vörslum sínum þar til lögregla handtók hann daginn eftir.
IV. Ákærða Y er gefið að sök:
Að hafa í desember 2001 sammælst meðákærða X um innflutning á 5,4 til 7,5 kg af kannabis og í janúar 2002 afhent honum um 1,5 milljónir króna til kaupa á fíkniefnunum erlendis. Lagði lögregla hald á fíkniefnin, sbr. lið III.
Brot ákærðu X, Sigurðar Hilmars og Z teljast varða við 173. gr. a. almennra hegningarlaga nr. 19,1940, sbr. lög nr. 65,1974 um ávana- og fikniefni, en brot ákærða Y telst varða við 2. gr., sbr. 5. gr. og 6. gr. laga síðastgreindu laga, sbr. lög nr. 60,1980, sbr. lög nr. 13,1985, og 2. gr., sbr. 1. mgr. 14.gr., reglugerðar um ávana- og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld lyf nr. 233, 2001.
Þess er krafist að ákærðu verði dæmdir til refsingar.
Ennfremur er þess krafist að eftirtalin fíkniefni sem lögregla lagði hald á við rannsókn málsins verði gerð upptæk samkvæmt 6. mgr. 5. gr. laga um ávana- og fíkniefni nr. 65,1974 og 2. mgr. 14. gr. reglugerðar um sölu og meðferð ávana- og fíkniefna nr. 233,2001:
a) Framangreind 29.804,13 g af kannabis sem fannst við leit lögreglu og tollgæslu.
b) 0,22 g af hassi sem fannst þann 15. apríl 2002 við leit lögreglu í bifreiðinni OB-453 sem ákærði Sigurður Hilmar hafði til umráða.”
Málavextir
Ákærðu X, Sigurður Hilmar og Z.
Áður en mál þetta kom upp hafði lögreglan í Reykjavík um nokkurt skeið haft þann grun á ákærða, X, að hann væri viðriðinn innflutning fíkniefna til landsins. Var farið að hlera síma hans þegar í októberlok 2001 og leiddi það til þess að grunur beindist einnig að meðákærða, Z, sem rak þá innflutningsfyrirtækið Cats á Íslandi ehf. Tollgæsla og lögregla gerðu hinn 12. mars sl. leit í vörugámi sem fluttur var inn á vegum fyrirtækisins frá Gautaborg. Við gegnumlýsingu á húsgögnum úr gáminum sáust ummerki um tortryggilega böggla í kistli og tveimur dragkistum. Þegar þeir voru opnaðir reyndust þeir innihalda hassplötur, samtals 29,804,13 kg að þyngd. Lögreglumenn lögðu hald á hassið en settu annað efni í staðinn og gengu þannig frá bögglunum að þeir litu eins út og áður. Var svo fylgst með gáminum og því þegar ákærði, Z, vitjaði um sendinguna daginn eftir. Hann var svo handtekinn næsta dag og hafði hann þá bögglana í vörslum sínum í fyrirtæki sínu á [...]. Hann kannaðist við það í yfirheyrslu að eiga aðild að innflutningi efnisins og sagðist hafa tekið þetta að sér fyrir mann að nafni Guðmundur sem hefði komið að finna sig á [...]. Ákærði kvaðst hafa flogið út til Kaupmannahafnar 4. mars og síðar þann dag hefðu þeir “Guðmundur” svo hist úti í Kaupmannahöfn. Hefði “Guðmundur” þessi komið akandi með hassið í ferðatösku að hótelinu þar sem ákærði bjó. Kvaðst hann hafa borgað manninum 2 ½ milljón króna og tekið töskuna úr bílnum hjá honum og borið inn á hótelherbergið sitt. Þar hefði hann búið efnin í minni töskur og bakpoka og hefðu þetta verið 30 kg. Daginn eftir hefði hann gengið frá efnunum í vörugáminum og komið heim miðvikudaginn 6. mars. Hann hefði svo leyst út vörugáminn og gámurinn verið kominn til hans á [...] hinn 13. mars. Þar hefði hann tekið efnin inn og gengið frá þeim í kistli sem hann kom fyrir baka til í versluninni. Ákærði var úrskurðaður í gæsluvarðhald 15. mars sl. Í yfirheyrslu hjá lögreglu 16. mars sagði hann frá þætti meðákærða, X. Skýrði hann svo frá að “Guðmundur” sá, sem hann hefði talað um, væri ekki til. Höfuðpaurinn í málinu væri ákærði, X, sem séð hefði um alla skipulagningu og fjármögnun þessa fyrirtækis. Kvaðst hann hafa kynnst X í gegnum Siggu kærustu Y. Hefði meðákærði leitað til hans í desemberbyrjun um aðstoð við innflutninginn í gegnum fyrirtækið. Þóknun til ákærða hefði átt að vera 2,5 milljónir og greiðast honum eftir að efnin væru komin til landsins. Hefði X verið búinn að kaupa þessi fíkniefni en sá sem hefði ætlað að flytja þau hingað hefði brugðist. Hefði X því þurft að fara út til Danmerkur til þess að láta geyma fyrir sig efnin þangað til ákærði gæti flutt þau hingað, sem hefði dregist. Skömmu áður en hann fór út hefði X komið til sín á lagerinn og sagt honum að taka sér vist á tilteknu hóteli þegar út kæmi. Yrði hringt í hann í farsímann þegar hann væri kominn þangað. Um fjögurleytið á mánudeginum 4. mars þegar ákærði var kominn til Hafnar, algerlega á eigin kostnað og vegum, og hafði í misgripum komið sér fyrir á öðru hóteli með líku nafni, hótel Ascot, hefði maður hringt, og talað íslensku. Hefðu þeir mælt sér mót þarna á hótelinu klukkan sjö. Á slaginu sjö hefði maður komið að finna hann. Hefði þetta verið rúmlega fertugur maður, um 175 sm á hæð, skolhærður og kringluleitur, um 100 kíló á þyngd, mjög snyrtilega klæddur. Þeir hefðu farið niður og út, maðurinn aðeins á undan. Þegar ákærði kom út hefði maðurinn tekið tösku hjá öðrum manni sem beið þar fyrir utan. Sá maður hefði verið um tvítugt, um tveir metrar á hæð, þrekvaxinn og stuttklipptur. Ákærði kvaðst hafa farið upp til sín með töskuna og skipt pakkningunum í þrennt og komið þessu fyrir eins og fyrr sagði. Hann hefði aðeins átt von á því að þetta væru 20 kíló en ekki 30 eins og raun varð á. Hann hefði komið til landsins 6. mars en heimsótt X nokkrum dögum síðar. Hefði þá verið ákveðið að X sækti fíkniefnin í fyrirtækið til hans þegar hann teldi það óhætt og að ákærði yrði þá viðstaddur. Ákærði kvaðst hafa verið illa fyrir kallaður þegar X kom að vitja um efnin, að hann áleit, og því hefði hann beðið hann að koma seinna þar sem hann treysti sér ekki í það. Daginn eftir hefði F, kærasta X, komið að finna hann á [...] og spurt hvort ekki væri allt í lagi varðandi fíkniefnainnflutninginn en hann kveðið nei við því.
Ákærði var fenginn til þess að skoða 79 ljósmyndir úr safni ríkislögreglustjóraembættisins 26. mars sl. Fór “myndfletting” þessi, eins og hún er nefnd í verkbeiðni Þórbjarnar Sigurðssonar rannsóknarlögreglumanns, fram í tæknideild lögreglunnar í Reykjavík. Bar ákærði þar kennsl á mann þann sem afhent hefði honum töskuna með fíkniefnunum í Kaupmannahöfn og sagðist halda að maður þessi væri kallaður “Siggi Óla”. Myndirnar sem ákærði bar kennsl á eru tvær á einu og sama spjaldinu og eru þær ekki auðkenndar með nafni þess sem á þeim er, heldur með númerum og bókstöfum. Myndir þessar eru af ákærða, Sigurði Hilmari. Ómar Pálmason, rannsóknarlögreglumaður í tæknideild, var viðstaddur þegar ákærði bar kennsl á myndirnar, en ekki aðrir. Að þessari myndflettingu lokinni gaf ákærði skýrslu hjá lögreglunni 26. mars sl. Hann sagði þá frá því að X hefði lofað að láta hann fá 300 þúsund krónur þegar ákærði fór að hitta hann 8. mars, en ekki 11. mars, eins og áður kom fram, heima hjá þeim F. Hefði sú greiðsla verið til þess að hann gæti leyst út gáminn og skyldi dragast frá þóknun hans fyrir innflutninginn. X hefði komið með peningana til hans 11. mars sl. Þá sagði hann að X hefði sent einhvern fyrir sig út til þess að ganga frá fíkniefnunum til geymslu en áður var haft eftir honum að X hefði farið sjálfur út í þessum erindum. Ákærði var spurður hvort einhver annar en X ætti hlut í fíkniefnunum. Hann kvaðst hafa grun um það og að það væri maðurinn sem hann hefði bent á ljósmyndirnar af og afhent hefði honum hassið í Danmörku. Myndi sá maður fljúga hingað til lands deginum á undan ákærða, 5. mars, því hann vildi ekki að þeir kæmu með sömu vél hingað. Kvaðst hann ekki hafa hugmynd um hvað sá maður héti.
Ákærði, X og sambýliskona hans, , voru handtekin 21. mars sl. og einnig var gerð húsleit á heimili þeirra, Hamravík 24, Reykjavík, og í bíl þeirra. X var úrskurðaður í gæsluvarðhald daginn eftir. Hann neitaði því framan af að vera viðriðinn brotið en í yfirheyrslu 4. apríl sl. játaði hann að hafa fengið Z til þess að flytja inn hass í gegnum fyrirtækið Cats. Hefði hann ámálgað það við hann í desember 2001 og Z samþykkt að flytja inn 20-25 kg af hassi en svo fallist á að flytja inn allt að 30 kg. Þetta hefði hann gert að beiðni manns sem hann vildi ekki segja deili á. Hefði verið ákveðið að Z færi til Kaupmannahafnar og tæki við efninu þar og gengi frá því til flutnings í húsgagnasendingu. Yrði gámi með sendingunni skipað út í Svíþjóð. Kvaðst ákærði ekki hafa átt annan þátt í þessu en að útvega innflytjanda og hefði hann aðeins gert þetta í greiðaskyni við þennan ónefnda þriðja mann. Kvaðst hann því ekkert hafa vitað hvernig eða hvenær efnin voru keypt ytra. Aftur á móti hefði verið ákveðið að Z, sem mun hafa verið í fjárkröggum, fengi 10% af söluandvirði efnanna hér á landi, um 3 milljónir króna. Í yfirheyrslu 11. apríl kvaðst ákærði vilja upplýsa að annar maður til hefði komið að þessu fyrirtæki. Sagði hann að þriðji maðurinn ætti 15 kg af sendingunni en sjálfur ætti hann 7 ½ kg og fjórði maðurinn, sem hann vildi heldur ekki nafngreina, ætti 7 ½ kg. Sá maður hefði haft samband um mánuði áður en þetta kom til tals og spurt hvort hann vissi af ferð sem hægt væri að nýta til þess að flytja inn hass. Kvaðst hann hafa látið manninn vita að hann gæti flutt in 7 ½ kg. Kvaðst ákærði hafa beðið þriðja manninn um að kaupa fyrir sig 15 kg af efninu og hefði hann látið hann fá 3 milljónir króna fyrir þessu um mánaðarmótin janúar - febrúar. Af því fé hefði fjórði maðurinn lagt fram 1 ½ milljón. Z hefði átt að fá 750.000 krónur frá hvorum þeirra en 1 ½ milljón frá þriðja manninum. Fyrst hefði þó átt að selja hassið, en þó hefði verið rætt um með þeim Z að ákærði greiddi honum nokkrum dögum eftir innflutninginn. Daginn eftir gaf ákærði fyllri skýrslu og skýrði nú frá því að þriðji maðurinn sem hann hafði sagt frá væri meðákærði, Sigurður Hilmar, og fjórði maðurinn væri ákærði Y, sbr. hér á eftir. Hefði hugmyndin að því að flytja inn hassið komið upp í spjalli ákærða og Sigurðar Hilmars og skyldu þeir hvor um sig flytja inn 15 kg af efninu. Hefði Sigurður Óli sagst geta útvegað efnið erlendis. Áður hefði Y verið búinn að hafa samband við hann, eins og áður segir. Í framhaldi af þessu hefði hann haft samband við Z og rætt við hann. Hefði hann tekið við 1400 eða 1500 þúsund krónum frá Y og svo afhent Sigurði Hilmari 3 milljónir króna og látið hann hafa farsímanúmer Z og sagt að Z yrði á tilteknu hóteli í Kaupmannahöfn.
F, sambýliskona X, skýrði frá því í skýrslu hjá lögreglu 3. apríl, sem hún hefur staðfest fyrir dómi, að hún hefði haft grun um fyrirætlanir ákærðu. Eitt sinn eftir jól hefðu þau X ekið niður í miðbæ þar sem hann hefði farið úr bílnum og talað við mann sem hún vildi ekki nafngreina vegna ótta við hefndaraðgerðir. Hefði hún beðið í bílnum meðan þeir ræddust við, þrjár til fjórar mínútur. Þaðan hefðu þau farið inn á [...] til Z og staðið við í um 10 mínútur. Þar hefðu ákærðu talað saman í hálfum hljóðum en hún hefði þó heyrt Z segja við X: “Þetta verður ekki meira en 30 kíló.” Ákærðu hefðu talað saman í síma og hist út af þessum innflutningi. Hún kvaðst svo hafa fundið inn á það, þegar því seinkaði að vörugámurinn yrði til taks í Danmörku, að X hefði orðið fyrir mikilli “pressu” frá þessum manni sem hann hefði hitt í miðbænum. Þá kvaðst hún vita að X hefði farið nokkrum sinnum niður í miðbæ á þessum tíma til að hitta þennan mann og í framhaldi af því farið að hitta Z. Hefði hún ekki vitað hvað þeim fór á milli en taldi sig vita að þessi ónafngreindi maður vildi að X hlutaðist til um að flutt yrði inn meira magn en 30 kíló af hassi. X hefði haft á orði að þá þyrfti hann að “pressa” á Z til að flytja meira inn. Hefði hann sagt þennan ónafngreinda mann vilja strax sækja annan gám, þegar þessi gámur væri komin til landsins. Hefði X sagt að þessi maður væri mjög ágengur við sig. F kvaðst hafa vitað til þess að Z hefði farið til Danmerkur í marsbyrjum til þess að ganga frá gáminum til flutnings til Íslands. Á mánudegi meðan hann var þar ytra hefði verið hringt í farsíma X og hún þá heyrt hann segja: " Ég trúi því ekki að þú sért að hringja..... Þú vissir að þetta yrði í dag...” eða eitthvað í þá veru. Þegar samtalinu lauk hefði X sagt að þetta hefði verið maðurinn sem hún vildi ekki nafngreina og X hefði hitt í miðbænum vegna þessa máls. Hefði hann sagt að maðurinn væri staddur erlendis.
Vegna rannsóknar málsins fékk lögreglan heimild til þess að hlera nokkur símtöl. Voru símtölin tekin upp og fylgja hér í endurriti.
A.
Símtal 17. janúar sl. sem hófst kl. 16.57. Voru þar taldir ræðast við bræðurnir X og A.
“A Halló. X Heyrðu? A Já.
X Hann er sko brjálaður út um allt að leita af þér, sko. A Já, er það ekki?
X Jú, heyrðu? A Já.
X Hringdu í hann, skilurðu... A Já.
X ...þú veist, gerðu það fyrir mig, skilurðu... A Já.
X ...hringdu í hann... A Já.
X . . .og biðstu afsökunar á að hafa skellt á hann, skilurðu.. . A Nei, ég bið ekki af. . . !
X .. .segðu bara að þér hafi fundist þetta frekja. A Nei! Nei!
X Ha?
A Nei, ég geri það ekki.
X Veist það, hann er út um allt að leita að þér, skilurðu, farðu þá til Sigga, skilurðu, ég ætla ekkert að fara horfa upp á að hann fari að stúta þér, skilurðu!
A Þá geri ég það. X Ha?
A Þá geri ég það.
X Já, A, þetta kemur ekki til greina, skilurðu. Ha?
X Það er ekki smuga í helvíti að ég biðji hann afsökunar!
X Hann sagðist ætla að gera það fyrir mig að láta þig í friði ef þú myndir hringja og biðjast afsökunar á að þú hefðir skellt á hann, skilurðu.
A Nei.
X Þú veist, hann er bara svo klikkaður í hausnum, A. . .
A Mér er alveg sama.
X ...með þetta að skella á og... kjaftæði, skilurðu. Ja, þú ferð þá allavega ekki heim til þín og, ég meina, hringdu í Sigga, skilurðu, í alvöru talað, ég nenni þessu ekki.
A Ég geri það.
X Ha? Hringdu í mig og láttu mig vita af þessu, skilurðu, því að ég átti að hringja í hann aftur og láta hann vita hvort þú ætlaðir að hringja i sig eða ekk... eða ekki. Og, ég meina, hvað á ég að segja honum?
A X. X Já.
A Það skipar mér enginn eitthvað til og þó ég skelli á þá á ég ekkert að hringja og biðjast afsökunar. Ef hann ætlar að berja mig þá verður hann bara að gera það.
X Ja, hérna. Veistu það... það er... það er, sko... eru bara, þú veist... eru tilfinningarnar bara flæðandi út um allt í dag eða hvað?
A Hvað... hvað meinarðu?
X Æ, ég bara, hann vangefinn, skilurðu, af því að það er skellt á hann, skilurðu, og, ég meina, þú veist... af hverju getur þú ekki bara leyst þetta með því að hringja í hann, skilurðu?
A Ég ætla ekkert að fara að lúffa fyrir honum, maður!
X Þetta er ekkert spurningin um það, maður, þú veist bara hvað þetta er klikkað. A Já, það... þetta er víst spurningin um það. Ef ég hringi í hann og biðst afsökunar þá er ég bara að lúffa.
X Þú segir bara. . .
A ...ég má skella á þann sem mér sýnist!
X ...segir bara að þér hafi fundist þetta frekja, skilurðu. A Já, me... ég sagði það við hann.
X Ja, hérna. A Humm? X Ja, hérna. A Já.
X Ja, hérna. Ég ætla að prófa að hringja í hann aftur, hringdu í Sigga. A Já, ég geri það.
X Ha? En ég meina þú. . . þú veist það, hann er að leita að þér þá? A Já.
X Ha? A Ókei. X Ókei, bæ. A Bæ, bæ.”
B.
Símtal 17. janúar sl. sem hófst kl. 17.08. Talið var að símtal þetta væri einnig á milli þeirra bræðranna.
“X Já. A Hæ. X Hæ.
A Heyrðu, já, Siggi vill bara... hann bara, ef B kemur. .. X Já.
A ...það er þá bara leyfa honum að taka í mig og kæra hann og ef hann ætli að gera eitthvað eftir það þá ætlar Siggi að bakka mig upp.
X Ja, hérna.
A Hann segist ekki... hann nenni eiginlega ekki, þú veist, hann geti ekki verið að láta mig innkalla svona greiða, svona þú veist, þegar þetta er ekki orðið að neinu, sko.
X Ja, hérna. Og viltu það að hann taki þig og stúti þér eða. . .
A Taki mig og stúti mér? Hvað, hann þyrfti að drepa mig til þess að ég, þú veist, ég mundi hefna mín á honum eða eitthvað. Þú veist, ég nenni ekki að standa í svona... að láta eitthvað vaða yfir mig af einhverjum "B-lögum" skilurðu, það er bara ekki smuga.
X Ja, hann er bara virkilega heimskur ef hann gerir eitthvað. Ég er búinn að segja við hann að ég loki öllu á hann, sko.
A Já, ég meina, og þá bara sveltur hann fjárhagslega.
X Ég er ekkert að gera neitt fyrir hann fjárhagslega, ég er bara búinn að gera honum svo marga greiða.
A Já. Það er kannski einn greiði sem ég ætti eftir að innheimta svo sem...
X Hvað?
A . . . svona sem ég gæti talað við, ég gæti talað við C.
X Ja, ég meina, þú veist, ég er að segja þér það, sko... en bara í guðanna bænum gerðu mér þá greiða, skilurðu. . .
A Já.
X . . . ekki fara upp á stofu í kvöld og ekki, þú veist, fara heim til þín í kvöld, skilurðu. Því að, þú veist, hann er þannig, skilurðu, á meðan hann er brjálaður, hann er brjálaður þangað til, þú veist, einhvern tímann seint í kvöld, skilurðu, svo rennur það af honum og þá, þú veist, þá er hann ekkert eins klikkaður, skilurðu. Það er bara á meðan hann er alveg geðveikur sem hann er bara stórhættulegur. A Já.
X Þú veist, ég er búinn að vera það mikið í kringum hann að ég veit þetta, skilurðu.
A Já,
X Já. Ég sagði honum að ég hefði ekki náð þér... hann bara, þú veist... ég er að segja þér það A, þú getur spurt Óla að því einhvern tímann seinna, skilurðu, ég... ég grátbað hann um að láta þig í friði, skilurðu. Þú veist, og ég innkallaði alla greiða og allan andskotann sem ég átti inni hjá honum, skilurðu...
A Já.
X ...þú, veist, það var ekki séns í helvíti nema þú myndir hringja í hann og biðjast afsökunar og redda þessari viðgerð á tölvunni. Hann var ekki að tala um að, þú veist, að... eða, þú veist, hann sagði: "Ég var aldrei að fara fram á að hann mundi gera þetta frítt," skilurðu, en bara ef hann hefði ekki haft tíma þá vildi hann að þú hefði bara sagt sér það, skilurðu, en þú veist, hann höndlar það ekki að það sé skellt á sig.
A Já, hann verður bara að höndla það, ég bið hann ekki afsökunar.
X Ég meina, þú sérða.. að eins og þegar Siggi gerði þetta við hann þá var Siggi inni... inni, hérna, hjá sýslumanni eða einhverjum djöflinum, og þú veist, hann hringir og þá: bara skellir hann á, skilurðu, svo það sé ekki verið að hringja því að hann var að tala við... ég man ekki hvað það var, sýslumann eða lögfræðing eða eitthvað.
A Já.
X Þú veist, og gaurinn bara trylltist. A Já.
X Þetta er bara... en, ég meina, málið er það bara að þetta er ekkert bara þetta, skilurðu, þetta er. . . þetta er, þú veist, þetta er svo margt annað líka, skilurðu, ég meina, þú veist... þetta er svo lítið land, ég meina, ætlarðu að segja mér það að þið eigið aldrei eftir að rekast á hvorn annan, skilurðu, í einhverju... eða eitthvað, fattarðu?
A Jú, heyrðu, ég skal bara... við skulum rifja upp seinast þegar við rákumst á hvorn annan í eitthvað, einhverju. Það var þegar B blandaði sér inn í rukkun hjá mér með kjaft og læti og við það að ráðast á mig og berja mig fyrir að ég ætti að vera að ljúga upp á eitthvað grey sem að skuldaði mér enga peninga sem kom svo í ljós að var allt kjaftæði og gæinn skuldaði mér peninga og B þurfti að játa það allt saman, þú veist... þetta var seinast sem við rákumst saman. Þess vegna ætla ég ekkert að fara að lúffa fyrir einhverjum gæja sem er bara með loft í hausnum, sko!
X Nei, nei. En þetta er bara, eins og ég segi. .. A Ég geri það ekki!
X ...þetta er bara svo margt annað, ég meina, þú veist... ja, ég veit það ekki.
A Þú veist, ég er... ég skal lofa þér því.. .
X Ég er að segja þér, skilurðu, ég náttúrulega skil þig alveg, skilurðu, ég...
A Já, en ég skal lofa þér því, X, ef þetta gengur eitthvað svona langt, ha...
X Um.
A ...þá næ ég mér í pening, ég hringi út og ég læt koma og drep'ann og ég lofa þér því. Þetta er bara loforð mitt til þín!
X Ég er að segja þér það, mér finnst bara, þú veist, sko, ég skil þig alveg, skilurðu, en, ég meina... þú veist, en eitthvað sem að hægt er að leysa með einu símtali, þú veist, þó svo að það sé þetta, skilurðu. . .
A Já.
X ...að þú veist, þá bara... æ, ég veit það ekki, mér finnst þú bara vera helvíti kaldur, þú veist, að láta berja þig fyrir þetta, skilurðu, sem að hægt er að leysa með einu símtali.
A Já, ég læt frekar berja mig heldur en að lúffa svona, veistu það, mér er alveg sama, það er. . það er enginn kóngur yfir mér, sko.
X Nei.
A Og ef þetta fer eitthvað að ganga eitthvað svona langt að... að, þú veist, að ég eigi að fara eitthvað að vera að pæla í því hvert ég er að fara og hvenær og hvort ég eigi að sofa heima hjá mér og annað að þá. . . þá læt ég drepa hann. Það bara. . . ég ábyrgist það.
X Ja, gerðu það fyrir mig að ekki fara heim til þín í kvöld allavega. Það er það eina sem ég bið þig um fyrst þú vilt ekki hringja í hann, skilurðu. A Já.
X Ha? Því hann er klikkaður og verður það í kvöld, skilurðu. Þú veist, hann verður aðeins rólegri á morgun, ég meina, þú veist, ég er pottþéttur á því að hann tekur ekki eins mikið í þig á morgun eins og hann gerir í kvöld, skilurðu.
A Nei, ég... ókei, ef þetta er eitthvað svona kjaftæði ég sendi þá bara "e-mail" út í kvöld eða eitthvað, mér er alveg sama, ég ætla bara að tékka á því hvað það kostar fyrir mig.
X Já, en ekki, þú veist, gerðu það fyrir mig, ekki vera að þessu í kvöld. Ha?
A Heyrðu, ég tala við þig.
X Ætlarðu að gera það fyrir mig? A Já.
X Ekki fara upp á stofu heldur. A Ókei.
X Ókei, "sir". A Bæ, bæ.
X Bæ.”
C.
Símtal 17. janúar sl. sem hófst kl. 18.27. Þar voru taldir ræðast við ákærðu X og Sigurður Hilmar. .
“S Halló. X Blessaður. S Heyrðu. X Já.
S Er þér runnin reiðin? X Já, frekar.
S Af. . . hvernig, þarna, ætlar þú að halda áfram samstarfi við okkur með svona hótunum?
X Hótunum? S Ha?
X Það var enginn með hótanir, ég sagðist bara ekki gera neinum greiða sem. . . eða þú veist. . . ef að ég fengi enga greiða, skilurðu, þá myndi ég ekki gera neinum greiða.
S Nei.
X Það er bara ósköp einfalt. S Já, já.
X En, hérna... en, hérna...
S Heyrðu, við skoðum þetta bara í ljósi þess, sko, ég er búinn að bakka þig upp í mörg, mörg ár...
X Ég veit allt um það.
S ...án þess að telja það eftir mér eitt einasta, einasta sekúndubrot. X Já.
S Ég... ég, þarna, sko, uh... ég er búinn að styðja við bakið á þér og peppa þig upp, ég hef aldrei ætlast til nokkurs skapaðar hlutar í staðinn. . .
X Ég...
S og annað er, X, að ég get ekki unnið undir hótunum.. X Nei, bíddu aðeins... bíddu aðeins rólegur...
S . ..þannig að við skulum endurskoða okkar samstarf að þessu leytinu til.
X Finnst þér þetta skrýtið, þú veist, það á að fara að taka hann og berja hann í klessu...
S Heyrðu, það er bara verið að segja það... heyrðu, heyrðu, X, ég mætti með bróður þínum niður á Fógeta og stoppaði þegar átti að berja hann í klessu
síðast. . . X Já.
S Og, þarna, það átti að taka hann til andskotans. X Já.
S B þorir ekki í bróður þinn. X Af hverju ekki?
S Af hverju heldurðu að hann hafi ekki farið í hann þá? X Ég veit það ekki, ég veit það bara að hann hringdi.. .
S Málið er það að það er eitthvað meira í þessu, það er eitthvað meira í þessu, ég get sagt þér það að ég mundi sofa heima hjá þér ef það ætti að gera þér eitthvað . . .
X Já. . .
S ...alveg óháð því hverju... hvað við erum að snúast í.
X En þú veist alveg, Siggi minn, hvað... hvernig maður getur orðið, skilurðu, ég bara, þú veist, ég átti ekkert að vera að (?) eitt eða neitt. . .
S Já, en sko, ég sagði líka við þig. . . X Já.
S A getur ekkert hringt bara hérna í mig og heimtað það að ég geri þetta og geri hitt...
X Nei, ég veit allt um. ..
S. . . ég skulda A ekki nokkurn skapaðan hlut. . . X Ég veit... ég veit...
S. . . ég hef heyrt þig oftar kvarta yfir honum heldur en hitt. X Ég veit það, maður.
S Þannig að ég veit ekkert hvort hann er að kvarta eða hvað hann er að gera, hvað heldurðu að það sé ekki oft beðíð um að redda þessu og redda hinu?
X Ég veit það, maður.
S Það er, sko, það er í hverri einustu viku þá hringir einhver sem á að gera eitthvað, einhvern veginn, eitthvað til eitthvað...
X Já. ... S..veistu það, ég hreyfi ekki rassgatið á mér úr stólnum til þess að gera svona. X Nei.
S..og allra síst fyrir bara einhvern útí bæ. Ég, sko, það er ekki til. . . það eru einhverjir tveir geðsjúklingar sem ég er ekki hræddur við heldur kæri mig ekki að koma neitt nálægt og B er ekki í þeim hópi.
X Nei. S En þú verður bara að ákveða það, X minn, hvort að þú vilt sitja undir einhverju svona; og ég. . . ég get ekki gert það.
X Ég er bara... ég er bara drullu.. . þú veist... mér er bara... þú veist. .. S Þú þarft ekki að vera hræddur sjálfur...
X Nei, ég veit það...
S. . .málið er það, það kemur enginn nálægt þér. . . X Ég er bara. . .
S Ég er marg búinn að lofa þér því; það eru mörg ár síðan ég lofaðí þér því. X Ég veit það, Siggi minn.
S Láttu A greiða úr sínum skít...
X Já.
S ...og, þarna, ég sagði þér... ég sagði þér þetta alveg hreint, þú getur hringt í B sjálfur ef þú vilt blanda þér í þetta, málið er það að þú ert í ekkert í góðri aðstöðu til að fara inn í svona mál.
X Nei, ég veit allt um það.
S Það er... þessir kallar, þeir gera hvað sem er til að hefna sín einhvern veginn.
X Ég veit allt um það.
S Og ef að þeir.. . ef ég stoppa þá af þá fara þeir bara einhverja aðra leið, þá fara
þeir í bróður hans eða. . . eða eitthvað annað, en, en þarna. . .
X Nei, ég sá... ég sá þetta í öðru ljósi, skilurðu, þegar þú sagðir þett... þessa útskýringu áðan, skilurðu.
S Og hringdir beint í Sigga?
X Nei, ég hringdi í hann áður en ég talaði við þig.
S Já, en málið er það, X, að ég er búinn að segja það við fullt af fólki um allan bæ.
X Já.
S “X er vinur minn."
X Já, ég veit það.
S Ég hélt að. . . að þú værir það, sko.
X Ég er það, skilurðu, en. . .
S en,..en það þýðir ekkert að hringja í mig og segja bara: "Já, þetta er allt svona, þetta er bara svona og þetta gera svona og gera svona." Ég hendi öllu frá mér frekar heldur en að... að hlusta á svoleiðis. Ég er ekkert að segja þér að ég geri þér neitt.. . ekki... all... alls ekki, sko... bara ekki... ef menn vilja ekki vera vinir mínir þá nær það ekkert lengra, ég vel mér vini sjálfur, sko...
X En...
S Þannig að. . . en. . . en það er ekkert í þessu, ég get ekki verið undir pressu.
X Nei...
S Þú lærir það einhvern daginn að þú getur það ekki heldur. Þú þarft þess ekki.
X Ég veit það.
S Það þarf bara, sko. . . þú ert í glerhúsi, athugaðu það.
X Ég veit það.
S Og... og, þarna... þetta er ekkert, ég meina, B...
X Já.
S ...hann... hann lemur engan. Hefurðu séð hann lemja einhvern... hvern hefurðu séð hann lemja?
X Veistu það, ég bara... eins og ég segi... ég bara læt...
S Segðu mér, hvern hefurðu séð hann lemja?
X Ég hef ekki séð hann lemja neinn.
S Akkúrat.
X Já.
S Bróðir hans. . . hann B getur peppað bróður si. . . bróður sinn upp í að gera eitthvað. A getur alveg sagt, ég meina, ef hann ætlar að fara að berja hann eitthvað: "Ég verð... ég verð bara að fá vin minn með mér og eitthvað og eitthvað og eitthvað og Sigga Óla eða eitthvað, sko." Hann getur sagt það. En hann getur ekki, sko, "garenterað" hann geti bara hringt í mig. . . ég veit alveg í hvaða vafasömu hlutum A er fyrir utan tölvugeirann.
X Já.
S Á ég að hlaupa í hvert skipti sem að... sem að eitthvað kemur uppá? Ég er margbúinn að segja þér það, X...
X Nei, ég... málið er...
S Ég er margbúinn að segja þér það að, þarna, það gerir þér enginn neitt án þess að hann eigi mér að mæta.
X Ég veit það. Málið var það bara að þetta kom uppá áðan, skilurðu, og, hérna, akkúrat þá, skilurðu, var hann með einhverjum bjána að leita að honum...
S Hann er.. .
X ...og þá náttúrulega reyni ég að hringja eitthvert sem ég get hringt, skilurðu? S Já, A hringdi í mig fyrst. Svo sagðir þú við mig að ég skuldaði A, ég skulda A ekki rassgat.
X Ég sagði ekkert að þú skuldaðir honum eitt eða neitt. S Nú?
X Hvenær sagði ég það.
S Já, ég. .. þú sagðir: "Ég hélt að A ætti inni hjá þér greiða." Þú sagðir þetta bara orðrétt.
X Sagði ég?
S Já. Eini greiðinn sem A á inni hjá mér það er að hann er bróðir þinn. Það er enginn að fara...
X Ja, það hefur þá bara verið einhver misskilningur, ég. . .
S ...það er enginn að fara að berja neinn. Og... og, þarna, eins og ég sagði við hann A: "A, ég get náttúrulega ekki farið að hlaupa svona og búa til eitthvað... eitthvað vesen, það... það er ekki inni í myndinni, sjáður bara hvort þú getir sjatlað þetta." Það besta sem hann mundi gera það er að hringja bara í B, hann þarf ekkert að vera hræddur við hann, það er það sem B finnst flottast að einhver skríði fyrir honum, sko.
X Já, en málið er það, bara, að, þú veist, að ég skil það vel að hann vilji ekki hringja í hann. Ég veit alveg nákvæmlega útaf hverju þetta var. Því að ég var heima hjá. . . heima hjá honum B. . .
S Ég er ekkert að efa það, X.
X Þegar A hringdi. . . nei, þegar B hringdi í A. . . S Já.
X ...og bað hann að gera sér þennan greiða með því að gera við þessa tölvu. .. S Það á enginn að koma nálægt honum.
X ...þá var ég við hliðina á B.
S Já, sko, varstu við hliðina á B?
X Ja, þegar hann hringdi í hann og bað hann að gera við tölvuna fyrir sig, já, svo...
S Varstu við hliðina á B þegar hann hringdi? X Já, svo, hérna...
S Já. . . þú átt ekki að koma nálægt þessu liði, X. X Ég veit allt um það, skilurðu.
S Þetta er bara stórhættulegt lið. X Ég veit allt um það, maður.
S En ég get ekkert verið að ala þig upp. En. .. en, þarna, það er rosalega erfitt. . . ég er bara að segja þér það og alveg í fullu að...
X Já.
S . . .að, þarna, þú hefur frekar lært að ræða þá út málin ef þú hefur verið eitthvað ósáttur og yfirleitt hefur náðst lending, þannig að... að, þarna...
X Lendum... lendum einu sinni enn og það...
S Ja, ég er bara að segja þér þetta X, ég er bara að reyna að skýra það fyrir þér í hverju þú ert.
X Ég veit það, en ég bara, þú veist, ég er ekki... ekki einn af þeim sem get setið niðri og haldið kjafti þegar það á að fara taka bróður minn og...
S Það er enginn að segja að þú eigir að gera það, það er bara spurningin hvað þú segir og við hvern.
X Já, ég veit...
S Ég er ekkert að segja að ég sé betri heldur en neinn annar, það er betra að eiga mig að en á móti, sko.
X Ég veit það, heyrðu? S Ha?
X Kaffi á morgun klukkan eitt.
S Ég. . . en. . . en, sko, það er um leið og maður fær að heyra eitthvað svona þá. . . þá gefur maður yfirleitt bara þá s. . . segir maður bara: "Já, "what´s the heck" það er þá ekki meiri. . . meira á bak við vináttuna heldur en þetta."
X Já...
S En.. . en ég tími þér ekkert alveg... og það tengist ekkert því sem þú ert að gera.
X Nei.
S Ekki neitt. Ég er margbúinn að segja þér: "Ég get hætt því á morgun, punktur, basta, ekkert vesen."
X Ókei, ég kem til þín á morgun.
S Þannig að. . . að, þarna, þú ert mér eiginlega meir virði heldur en það. X Ég veit það...
S Sjáumst. X ...sömuleiðis. S Bæ.
X Bæ.”
D.
Hluti af símtali 7. mars sem hófst kl. 13.33. Talið var að þar töluðust við ákærði X og sambýliskona hans, F.
..........
“F Ert þú inn á Laugavegi eða....
X Já. Á ég að segja þér hver hérna ég hitti Sigga aðeins hérna, ég er að fara að hitta þá aftur á eftir. F Já. X Æ, ég segi þér það bara betur í dag.
F Já, gerðu, komdu, sussss, ekki fara að segja neitt í símann X Nei, þetta var bara svoldið skondið. F Já, heyrðu ég ætla að hringja í ömmu ég hringi aftur í þig....”
Í yfirheyrslu 4. apríl sl. var F látin hlusta á upptöku af símtali D. á milli hennar og X, 7. mars sl. Þegar hún var spurð út í það sagðist hún hafa tekið svo til orða þar eð hún vildi ekki að ákærði væri að tala við hana um [...] í símann, þ.e.a.s. Sigga Óla og E, og væri Siggi Óla sami maður og Sigurður Hilmar Ólason, sem hún kvaðst þekkja í gegnum ákærða. Hún var spurð um Sigurð Hilmar en færðist undan því að veita upplýsingar um hann, hvort hann tengdist máli þessu eða væri maðurinn sem X hefði hitt í bænum og hún hafði sagt frá. Sama dag kom hún fyrir dóm og staðfesti þessa skýrslu. Gaf hún þá sömu skýringu á símtalinu. Sagði að Siggi Óla og E væru kallaðir [...] og hefði hún oft sagt við X að hún vildi ekki að hann væri að tala um [...] í síma við hana. Sérstaklega ætti þetta við um Sigga Óla vegna þess að hann hefði staðið í alls konar viðskiptum sem hún vildi ekkert vita af. Fleira vildi hún ekki segja um þessa menn, enda óttaðist hún hefndir.
E, sem fyrr er nefndur, var yfirheyrður sem vitni hjá lögreglunni 7. maí sl. Hann kannaðist við að hafa farið til Kaupmannahafnar með ákærða Sigurði Hilmari 28. febrúar og komið með honum aftur 5. mars sl. Sagðist hann hafa farið til þess að skemmta sér og ákærði einnig en eins hefði hann farið til þess að sækja “antikuppboð”. Kvaðst E hafa keypt miðana fyrir þá og borgað með peningum. Þeir ákærði hefðu tekið sér gistingu á gistiheimilinu Valberg. Þeir ákærði hefðu haldið saman mestallan tímann, nema þegar ákærði hitti dóttur sína og fór með henni að versla. Þeir hefðu farið tvisvar á uppboð þar sem keypt var stytta og hefðu þeir gengið frá henni til sendingar heim. Þá hefðu þeir farið út að borða með dóttur ákærða og eins hefðu þeir verið mikið á börum og drukkið bjór. Þá kvað hann ákærða hafa þurft að ná í ljósrit af reikningum sem hann hefði verið búinn að týna. Hann kvað nokkra Íslendinga sem ákærði þekkti í Höfn hafa heimsótt ákærða á hótelherbergi þeirra. Þá skýrði hann frá því að þeir hefðu farið í leigubíl eitt kvöldið að hitta Íslending sem vitnið kvaðst ekki vita deili á. Hefði ákærði stokkið út úr bílnum við hótel sem vitnið sagði að væri í miðborginni á bak við kvikmyndahúsið Scala. Hefði ákærði komið aftur í bílinn eftir eina til tvær mínútur. Kvaðst hann hafa séð mann þennan og minnti að þeir ákærði og maðurinn hefðu hist fyrir utan þetta tiltekna hótel. Maður þessi hefði verið unglegur, hávaxinn, grannur og ljóshærður. Vitnið kannaðist við það að hafa selt X bíl fyrir tveimur árum og skuldaði X enn í bílnum.
Fyrir liggur að ákærði Sigurður Hilmar fór til Kaupmannahafnar ásamt E 28. febrúar sl. og að þeir komu aftur hingað til lands 5. mars. Vegna þess sem komið var fram í rannsókninni um hugsanlega aðild hans að þessu máli, og að nokkru leyti hefur verið gerð grein fyrir, var lögreglu heimilað með dómsúrskurði 15. apríl sl. að gera húsleit heima hjá honum í [...] og á vinnustað hans í [...]. Ákærði var þann dag handtekinn á vinnustaðnum og heimilaði hann að leit væri gerð í bíl hans. Í bílnum fannst dálítill hassmoli á milli framsætanna, 0,22 g að þyngd, en á vinnustaðnum fannst ekkert markvert. Við húsleitina í [...] fannst heldur ekkert sem þýðingu hefur fyrir málið. Ákærði neitaði allri sök í yfirheyrslu þennan dag og kvaðst hann hvorki neyta fíkniefna né hafa nokkuð haft með innflutning á þeim að gera. Neitaði hann að vita nokkuð um mál þetta. Þá kvaðst hann ekki þekkja Z en aftur á móti kvaðst hann þekkja meðákærða X og væru þeir vinir og hefðu þekkst í um 12 ár. Ekki væru önnur fjárhagsleg tengsl á milli þeirra en að X skuldaði honum 1200 - 1400 þúsund krónur fyrir bíl sem hann hefði keypt af ákærða um fimm árum áður. Daginn eftir var ákærði spurður út í ferð sína til Kaupmannahafnar 28. febrúar til 5. mars. Kvaðst hann hafa farið með E sem fyrr er nefndur. Hefði tilgangurinn með ferðinni verið sá að fá ljósrit af nótum sem hann hefði glatað og einnig til þess að leysa út málverk og höggmyndir sem ætlunin hefði verið að flytja hingað til lands. Hefði ferðin ekki verið tengd fíkniefnum á neinn veg. Hinn 23. apríl var enn tekin skýrsla af ákærða hjá lögreglu. Ítrekaði hann að hann væri saklaus af allri aðild að málinu. Ákærði var látinn hlýða á upptöku af símtali C, 17. janúar sl., sem hófst kl. 18.27. Kvaðst ákærði þar þekkja rödd X en ekki hina röddina.
Ákærði var yfirheyrður aftur 29. sama mánaðar. Voru þá bornar undir hann skýrslur meðákærðu Z og X. Harðneitaði hann að hafa nokkru sinni hitt ákærða Z eða að vera nokkuð riðinn við málið. Næst var tekin skýrsla af ákærða 6. maí sl. Neitaði hann þá í fyrstu að hann hefði átt þetta símtal við X. Eftir að ákærði hafði ráðfært sig við verjanda sinn, gekkst hann með semingi við því að vera viðmælandi X. Var yfirheyrslunni haldið áfram og símtalsupptakan borin undir ákærða, lið fyrir lið. Hann kvað þetta símtal ekki tengjast þessu máli en gaf ýmist engar skýringar á orðaskiptunum eða þá mjög almennar skýringar. Einnig neitaði hann að skýra sumt. Hann neitaði því að hann hefðu átt samstarf af nokkru tagi við X heldur hefði hann reynt að greiða götu X sem hefði leitað til hans sem vinar. Loks neitaði ákærði því að vita nokkuð um hassmolann sem fannst í bíl hans. Enn var ákærði yfirheyrður 7. maí. Hann var spurður út í ferðir sínar og athafnir í Kaupmannahöfn. Hann sagðist hafa búið á Valberg-hótelinu við Sønder Boulevard. Hann hefði rekið erindi vegna atvinnu sinnar sem hann hafði skýrt frá en einnig sagðist hann hafa hitt dóttur sína og verið með henni heilan dag. Hann kvaðst hafa gengið um borgina þvera og endilanga og hefði E yfirleitt verið með honum meðan þeir voru í Kaupmannahöfn. Hann var spurður hvort hann hefði hitt Íslending fyrir utan tiltekið hótel í Kaupmannahöfn. Kvaðst hann ekki hafa farið að hitta Íslending þar. Undir hann var þá borin frásögn E í þessa veru og sagði ákærði þá að hann ræki ekki minni til þessa. Hefði hann engan Íslending hitt nema fyrir utan eigið hótel. Var það þá borið undir hann sem E sagði að þeir ákærði hefðu farið í leigubíl til fundar við þennan mann á þessum stað. Kvaðst ákærði ekki muna eftir þessu. Síðar um daginn staðfesti ákærði fyrir dómi skýrslurnar sem hann hafði þá gefið hjá lögreglu.
Verður nú gerð grein fyrir því sem fram hefur komið í aðalmeðferð málsins.
Ákærði, X, hefur skýrt frá því að upphaf þessa máls hafi verið tal þeirra meðákærða, Sigurðar Hilmars, í desember í fyrra þar sem hafi komið fram að Sigurður Hilmar gæti útvegað fíkniefni erlendis og að ákærði gæti útvegað einhvern til þess að flytja það inn. Hafi verið ákveðið að ákærði útvegaði einhvern til flutningsins en meðákærði útvegaði efnin erlendis. Síðar hefðu þeir ákveðið hversu mikið magn skyldi flytja inn og hvernig það yrði fjármagnað. Hefðu þeir þá ákveðið að þetta skyldu verða 30 kg og að hvor þeirra um sig fjármagnaði kaup á sínum hluta efnanna. Kveðst ákærði hafa tekið okurlán til þess að standa straum af sínum hluta. Þar sem þeir Z voru góðir kunningjar hafi hann fært þetta í tal við hann. Z hafi verið fjárþurfi og litist vel á þetta. Ekki hafi verið talað um meira en 20-25 kg í upphafi en síðar hafi þeir talað um að þetta yrðu 30 kg. Hafi Z verið fullkunnugt áður en þetta var framkvæmt að magnið yrði 30 kg. Töf hafi orðið á því að flytja efnin hingað þar sem Z hafi gengið seint að útvega húsgögn í gáminn ytra. Ákærði kveðst ekki vera hræddur við meðákærða, Sigurð Hilmar, en hann kveðst óttast margt “í kringum hann”. Kveðst ákærði í upphafi rannsóknarinnar ekki hafa þorað að játa á sig sakirnar eða bendla aðra við málið vegna þessarar hræðslu. Undir ákærða hafa verið borin nokkur símtöl sem lögregla hafði hlerað og tekið upp, sbr. hér að framan. Hýddu allir ákærðu á þessar upptökur í réttinum. Um símtal A, 17. janúar, sem hófst kl. 16.57, segir ákærði, sem fyrr, að þar sem þeir bræðurnir tali um Sigga í þessu símtali, sé átt við ákærða, Sigurð Hilmar. Sá sem þeir tali um að sé brjálaður og að þurfi að friða heiti B. Um símtal B, sama dag, sem hófst kl. 17.01, segir ákærði að þar komi fram að hann hafi beðið B um að láta A í friði. Um símtal C, sama dag, sem hófst kl. 18.27, segist ákærði þar tala við Sigurð Hilmar og komi þar fram að Sigurður Hilmar hafi ekki viljað hjálpa sér við að “passa” bróður sinn. Þar sem Sigurður Hilmar tali um “samstarf” tekur ákærði fram að það hafi ekki falist í öðru en því að Sigurður Hilmar hafi bent sér á hitt og þetta sem væri til sölu. Undir ákærða er borið það sem hann sagði hjá lögreglu um símtalið að “samstarfið” ætti við fíkniefnainnflutninginn sem málið varðar. Segir ákærði að innflutningurinn falli einnig undir samstarf í þessu samhengi. Loks segir ákærði um símtal D, 7. mars sl., sem hófst kl. 13.33 að þar sem hann tali um Sigga eigi hann við ákærða Sigurð Hilmar.
Ákærði, Sigurður Hilmar, kveðst hafa stundað innflutning, verslun með antik-húsgögn og hafi hann farið til Kaupmannahafnar, í það sinn sem um ræðir, vegna þessarar atvinnu sinnar. Gögn hefðu glatast varðandi hluta af þessum viðskiptum og hann orðið að fara út til þess að afla þessara gagna. Auk þess hafi hann átt vörur hjá uppboðshúsi í Höfn sem hann þurfti að leysa út og ganga frá til sendingar. Loks hafi verið þar áhugaverð uppboð sem ákærði vildi fara á. Loks hafi E, félagi hans og vinur, viljað gera úr þessu skemmtiferð til Hafnar og borgað ferðina en ákærði segist ekki hafa haft peninga til þess. Hann segist hafa farið 16 sinnum til Hafnar á síðustu tveimur árum til þess að kaupa húsgögn. Ákærði segist hafa kynnst X fyrir 10-12 árum þegar hann réð sig í vinnu hjá ákærða. Þeim hafi orðið vel til vina og X hafi auk þess gert honum greiða sem hann hafi alltaf metið við hann. Hafi hann haft mætur á X fram að því að þetta mál kom upp og stutt hann og styrkt. Viðskipti hafi ekki verið á milli þeirra önnur en bílakaup og þar hafi X notið velvildar og greiðasemi þeirra E. Ákærði skýrir það sem í símtali C á milli þeirra er nefnt “samstarf” og “hótanir”. Samstarf taki til samskipta þeirra almennt í áranna rás. Kveðst ákærði hafa boðið honum eignir til kaups og gefið honum ýmsar upplýsingar um viðskipti. Auk þess líti hann svo á að 12 ára kunningskapur og jafnvel vinátta sé samstarf. Ekki hafi orðið úr því að þeir færu út í fyrirtæki saman. Þá segir ákærði að með orðunum samstarf “við okkur” sé átt við að hann sé í mjög góðu samstarfi við meðeiganda sinn og samstarfsmann. Um þau orð að hann geti ekki unnið undir hótunum segir ákærði að hann geti ekki unnið undir hótunum og hótanirnar hafi verið um “að slíta samstarfi”. Segir hann aðspurður að það hafi skipt hann miklu máli “að tapa vini”. Hafi það enda komið fram í samtali X og bróður hans að á þessum tíma, þ.e. frá og með 17. janúar, hafi slitnað vinátta þeirra X og þeir ekki talast við síðan. Virðist þetta “símtal bara vera eitthvert leikrit í gegn um allt þetta mál og skiptir engu máli í sjálfu sér”. Ákærði neitar því að hafa afhent Z fíkniefni í Kaupmannahöfn. Segist hann aðspurður telja að Z sé ekki að ljúga upp á hann, enda eigi lýsing Z á manninum sem kom með fíkniefnin ekki við sig. Ákærði segir það ganga í gegnum yfirheyrslurnar á Z að það sé verið að síspyrja hann, áður en hann hafi séð sig, hvort hann kannist við Sigurð Ólafsson. Sé þetta aðferð lögreglunnar til þess að fá Z til þess að trúa þessu. Skiljist honum að Z hafi liðið mjög illa í einangrunarvistinni. Z hafi því auðvitað viljað kannast við Sigurð Ólafsson. Segir ákærði í þessu sambandi að þeir tímar hafi komið síðustu sjö mánuði að hann hafi sjálfur verið “tilbúinn til þess nánast að hafa krossfest Jesú” en það kveðst hann ekki hafa gert. Um myndirnar í safni lögreglunnar segir ákærði að í dag vildi hann gjarna líta eins út og hann lítur út á þeim. Þá segir hann það vera runnið undan rifjum lögreglunnar að bendla hann við málið. Beri allt málið það með sér. Ákærði segir aðspurður af verjanda sínum að hann hafi verið á Hótel Valberg sem fyrr er nefnt, föstudaginn 4. mars sl., um klukkan sjö. Með honum hafi verið félagi hans og þeir verið að pakka. Líklega hafi verið staddur hjá þeim íslenskur eigandi hótelsins. Þeir hafi svo farið út og fengið sér að borða og öl að drekka. Ákærði segist engan mann hafa hitt fyrir utan hótel Ascot, sem fyrr er nefnt. Segist hann aldrei hafa komið að þessu hóteli, þótt það hafi hent að hann æki þar fram hjá. Ákærði segir einnig aðspurður af verjandanum að hann hafi ekki haft efni á því að leggja 3 milljónir króna í fíkniefnakaup. Hafi fjárhagur hans verið fremur bágur á þessum tíma. Nú sé svo komið fjárhag hans, eftir langt gæsluvarðhald, að hann sé á barmi gjaldþrots, bæði persónulega og eins fyrirtæki hans. Hann segir X skulda sér fyrir bíl, sem áður er fram komið. Þá segist hann aldrei hafa komið nálægt fíkniefnakaupum eða öðrum viðskiptum með slík efni.
Ákærði, Z, hefur skýrt frá því að upphaf málsins hafi verið í desembermánuði í fyrra að X kom að máli við ákærða og fór að brydda upp á innflutningi á hassi. Um miðjan janúar hafi verið ákveðið að ráðast í þetta en einungis hafi verið talað um 20 kg og 2 ½ milljón króna. Þá hafi verið samið um að ákærði fengi þóknun sína greidda um tíu dögum eftir að efnin kæmu til landsins. Í upphafi hefði þetta átt að gerast í febrúar en það hafi tafist þar sem vörugámur hafi ekki fengist fyrr. Hafi X þá farið mjög að ýta á eftir þessu og komið oft að finna sig út af þessu. Ákærði kveðst ekki hafa vitað um aðra en X sem tengdust málinu. Þegar gámurinn hafi loks verið tiltækur hafi hann haft samband við X en þá hafi X beðið um einnar til tveggja vikna frest til þess að kippa einhverju í lag. Að lokum kveðst ákærði hafa pantað sér far til Kaupmannahafnar í samráði við X, því X hefði viljað sjá til þess að ferðaáætlun ákærða rækist ekki á eitthver atriði í fyrirætlunum sínum. Þannig hafi heimfarardagurinn verið ákveðinn til þess að hann færi ekki saman við heimferð þess sem afhenti ákærða hassið í Danmörku. Eftir að ákærði kom út til Danmerkur hafi maður hringt í símann hans, eins og X hefði verið búinn að tala um. Hafi maðurinn sagt sér að vera á hótelinu kl. sjö og þeir mælt sér mót. Klukkan sjö hafi komið til hans á herbergið snyrtilega klæddur maður og hafi þar verið á ferð meðákærði, Sigurður Hilmar. Kveðst ákærði vera viss um þetta. Þeir hafi farið út og Sigurður Hilmar farið aðeins á undan. Þegar ákærði kom út hafi hann séð að Sigurður Hilmar var kominn með svarta tösku. Segist ákærði hafa séð annan mann þarna álengdar og kveðst hann hafa álitið að þeir Sigurður Hilmar væru saman. Ákærði segist hafa farið með töskuna upp á herbergi og í henni hafi verið pakkar með fíkniefnunum. Um myndskoðunina hjá lögreglunni segir ákærði að hún hafi farið þannig fram að hann fékk mikinn bunka af myndum, e.t.v. hundruð, til þess að skoða. Hafi hann verið látinn skoða myndirnar út af fyrir sig en lögreglumaður hafi verið álengdar. Hann hafi verið beðinn um að segja til ef hann kannaðist við einhvern á myndunum. Þegar hann hafi verið að fletta myndabunkanum hafi komið upp mynd af manni sem hann kannaðist við. Hafi það verið Sigurður Hilmar. Ákærði segist hafa sagt lögreglunni að þessi maður væri kallaður Siggi Óla, enda hefði X verið búinn að nefna það nafn við hann nokkrum sinnum. Ákærði segist aldrei hafa séð Sigurð Hilmar fyrr en þeir hittust í Kaupmannahöfn. Ákærði segir lögregluna aldrei hafa lagt að sér að draga Sigurð Hilmar inn í málið. Allar myndirnar hafi verið af karlmönnum og allar eins upp settar. Hafi myndin af Sigurði Hilmari ekki skorið sig úr.
F, sambýliskona X til þriggja ára, hefur skýrt frá því að fyrir síðustu jól hafi X og Z farið að tala um að flytja inn stera. Hún hafi heyrt að von væri á gámi til landsins en heyrt að honum hefði seinkað. Hún hafi svo heyrt það eitt sinn þegar þau voru öll þrjú stödd í fyrirtæki Z [...] að þeir voru að tala um 30 kg af einhverju og Z sagt að þetta yrðu ekki meira en 30 kg. Kveðst hún ekki hafa spurt út í þetta. Hafi þetta verið eftir að hún fór með X niður í bæ þar sem hann fór að hitta mann nokkurn. Segist hún hafa nokkrum sinnum farið með X niður í bæ þar sem hann hitti mann, og reyndar menn, að hún telur. Hún segist ekki hafa heyrt tal þeirra þar eð hún hafi setið í bílnum meðan X fór og talaði við þá. Eftir þessa fundi með manninum eða mönnunum hafi þau oft farið til Z. Hún kveðst ekki beinlínis hafa tengt þessa fundi innflutningnum sem þeir Z voru með á prjónunum, enda vissi hún ekki hvað mennirnir töluðu sín á milli. Hún færist undan því að tala um þessa menn. Vitnið hlýddi á símtal D, 7. mars sl., kl. 13.33 í réttinum, þar sem þau tala saman og X nefnir þar “Sigga” á nafn. Segist hún þar sussa á hann í varúðarskyni.
D, sambýliskona Sigurðar Hilmars, hefur komið fyrir dóm. Hún hefur sagt að á þeim tíma sem málið varðar hafi þau barist nokkuð í bökkum fjárhagslega. Bæði hafi þau átt í basli með að halda íbúðarhúsinu og eins hafi fyrirtækið ekki gengið vel. Hún kveðst hafa hringt í lögregluna og boðið fram hjálp sína við að upplýsa málið, enda væri maður hennar bendlaður við það fyrir einhvern misskilning. Hafi hún boðist til þess að leggja fram öll gögn um fjármál þeirra. Hafi henni verið sagt að vera ekki að blanda sér í málið. Hún er spurð hvort maður hennar eigi vanda til þess að vera snyrtilegur til fara í ferðum sínum út. Svarar hún því til að í fyrstu uppboðsferðina hefði hún pakkað niður fyrir hann betri fötum en svo komist að því að þessar ferðir væru ekki þannig að þær útheimtu betri föt. Hann þurfi enda í þessum ferðum að vera að búa varning í gáma. Henti gallaföt best í þetta.
E hefur komið fyrir dóm og skýrt frá því að Sigurður Hilmar sé góður vinur hans og X sé ágætur kunningi. Muni hann hafa kynnst þeim á árinu 1995. Um ferðina til Kaupmannahafnar segir E að Sigurður Hilmar hefði týnt pappírum varðandi vörusendingu hingað og hann reynt að fá pappírana senda en það ekki gengið. Hafi hann því ákveðið að fara út að reyna að fá þá. Auk þess hafi hann átt úti styttu og málverk sem þurfti að flytja heim. Sjálfur kveðst vitnið hafa farið með til þess að skemmta sér og kveðst hafa borgað ferðina fyrir þá báða. Segir hann þá hafa búið á gistiheimilinu Valberg og verið saman allan tímann þarna, nema á laugardeginum, að Sigurður Hilmar hafi verið með dóttur sinni, sem hafi komið frá [...] að hitta hann. Þeir hafi hitt þarna einhverja Íslendinga sem nafni hans þekki. Spurður um það hvort nafni hans hafi farið að hitta íslenskan mann að kvöldi laugardagsins segist hann hafa farið út að borða með þeim feðginum þetta kvöld. Um klukkan ellefu hafi dóttirin farið í lestina heim til sín en þeir farið út á skrall. Þeir hafi ekið um í leigubíl og við járnbrautarteina nokkra, ekki langt frá stöðinni, hafi þeir séð hóp fólks af báðum kynjum sem virtist vera að bjóða fram blíðu sína. Sigurður Hilmar hafi stokkið út úr leigubílnum og farið til fólksins. Hann hafi svo komið aftur skellihlæjandi og sagt að hann væri búinn að komast að því hvaða skilmálar giltu í viðskiptunum við fólkið. Svo bætir vitnið við “Það sem gerist kannski hjá lögreglu er það að kemur þetta orðið Íslendingur..að þeir voru alltaf að hamra á því hvort þetta gæti verið Íslendingur.” Segist vitnið þá hafa sagt við lögregluna að “þetta gæti þess vegna verið Íslendingur, því hann var eins og hann var.” Segir vitnið þennan tiltekna mann hafa staðið í hópnum og boðið blíðu sína. Vitnið skýrir þessa breyttu frásögn sína með því að hann viti að nafni hans sé saklaus og hann hafi áður ekki viljað koma honum í vandræði með því að segja frá því að hann hefði verið að setja sig í samband við “karlmellur”. Maður þessi sem þarna var hafi verið ljósleitur og grannvaxinn. Vitnið segist hafa verið að pakka málverki með Sigurði Hilmari mánudaginn 4. mars um sjöleytið að kvöldi. Þeir hafi farið út og fengið sér að borða um níu- eða tíuleytið. Eftir það hafi þeir farið á hótelherbergið aftur.
Þórbjörn Sigurðsson rannsóknarlögreglumaður, hefur sagt frá því að hann hafi stýrt rannsókn málsins frá því að það kom upp. Hafi athygli þeirra beinst að ákærða, Z, og fyrirtæki hans vegna tengsla og samskipta hans við X, en með þeim síðarnefnda hefði lögreglan fylgst um skeið. Þeir hafi beint þeim tilmælum til tollgæslunnar að hafa vakandi auga með vörusendingum til þessa fyrirtækis. Ekki hafi verið sérstakur grunur vegna þessarar tilteknu sendingar. Það hafi svo verið í mars að hringt var frá tollinum og sagt að gámur væri kominn til þessa fyrirtækis. Kveðst hann hafa beðið um að leitað yrði í gáminum og hafi efnin fundist við þá leit. Varðandi verkbeiðnina um myndflettingu sem gerð hefur verið grein fyrir segir hann að ástæðan fyrir því að mynd af ákærða, Sigurði Hilmari, hafi verið höfð þar með öðrum myndum hafi verið sú að Z hafi sagt frá því að maður hefði afhent honum fíkniefni í Kaupmannahöfn og enn fremur sú að símhleranir í janúar hafi leitt í ljós að X hafi átt samskipti eða samvinnu við Sigurð Hilmar. Lögreglunni hafi einnig verið kunnugt um það að Sigurður Hilmar hefði verið úti á þessum tíma og loks að komið hefði fram hjá Z að X hefði ekki viljað að hann kæmi heim á tilteknum degi, að því er vitnið minnir. Þeir lögreglumenn hafi sagt við Z áður en hann fór í myndflettinguna að þeir væru að leita að manninum sem hann hefði hitt í Kaupmannahöfn. Framkvæmd myndflettingarinnar hafi algerlega verið á vegum tæknideildarinnar og lögreglumenn úr fíknideildinni hafi ekki verið viðstaddir hana. Sé það enda bannað. Vitnið segir gangverð á hassi vera óstöðugt en 1500 2000 krónur á grammið sé ekki fjarri lagi, þótt stundum heyrist af stærri sveiflum. Vitnið segir að önnur skýrsla Z sem hann gaf á [...], 16. mars sl., hafi verið gerð eftir að hann hefði hringt til þeirra og sagt að fyrsta skýrslan hefði verið röng og hann vildi gefa rétta skýrslu. Þessi nýja skýrsla hefði haft mikla þýðingu fyrir málið og beint rannsókninni inn á rétta braut. Þá hafi það verið þýðingarmikið þegar X gaf upp nafn Sigurðar. Þá hafi og framburður F beint sjónum þeirra lögreglumannanna að Sigurði. Loks segir vitnið að lögreglan hafi enga hugmynd haft um aðild ákærða Y fyrr en X sagði til hans.
Ómar Þorgils Pálsson, lögreglumaður í tæknideild, hafði með að gera myndflettinguna. Hann segir þá reglu gilda að rannsóknarmenn, sem biðja um myndflettingu í þágu rannsóknar sem þeir hafa með að gera, komi ekki nálægt myndflettingunni. Sé þetta gert til þess að hlutleysis sé gætt við þessa aðgerð. Sjálfur segist vitnið ekki hafa vitað um hvað rannsóknin snerist, að öðru leyti en því að hún hafi verið í fíkniefnadeildinni. Hann hafi ekki vitað annað en að Z væri vitni og því hafi hann brýnt hann á vitnaábyrgðinni. Allar myndirnar hafi verið úr sama safni, þ.e. safni ríkislögreglustjórans, og haft sama yfirbragð. Z hafi sagt, þegar hann var búinn að taka út myndina sem um ræðir, að maður þessi væri kallaður Siggi Óla. Kveðst vitnið einskis hafa spurt um málið.
Niðurstaða
Ákærðu, X og Z, hafa skýlaust játað brot sitt, bæði hjá lögreglu og fyrir dómi. Lítið ber á milli skýrslna þeirra um undirbúning og framkvæmd innflutningsins. Eru skýrslurnar og framganga ákærðu fyrir dómi trúverðugar og í samræmi við sýnileg sönnunargögn. Teljast þeir vera sannir að því að hafa staðið að innflutningi á 29,804,13 grömmum af kannabisefnum til landsins, eins og lýst er í ákærunni.
Ákærði, X, hefur skýrt frá samskiptum sínum við Sigurð Hilmar áður en ráðist var í innflutninginn og frásögn hans um fundi þeirra nýtur stuðnings af trúverðugum framburði sambýliskonunnar, F. Þá liggur það fyrir, að ákærðu, Z og Sigurður Hilmar, voru báðir í Kaupmannahöfn á þeim tíma, sem hér skiptir máli. E, sem var með ákærða, Sigurði Hilmari, í Höfn, skýrði frá því hjá lögreglu að þeir ákærði hefðu eitt kvöldið farið að hóteli einu í miðborginni þar sem ákærði hitti mann. Lýsing hans á manni þessum getur átt við ákærða, Z. Breyttur framburður hans um þetta fyrir dómi þykir vera einkar ótrúverðugur. Ákærði Z hefur fyrir sitt leyti lýst því hvernig íslenskur maður hafði samband við hann og kom að finna hann á hótelinu þar sem hann bjó og afhenti fíkniefnin. Bar ákærði kennsl á myndir af ákærða, Sigurði Hilmari, úr myndasafni lögreglu og sagði manninn vera kallaðan Sigga Óla. Ekkert hefur komið fram í málinu sem gerir myndflettingu þessa tortryggilega. Hann hefur síðan séð Sigurð Hilmar vegna málsmeðferðarinnar og staðfest að ákærði sé sá sem kom með fíkniefnin til hans í Höfn. Símtöl þau sem tekin voru upp, bæði á milli X og A bróður hans og þess fyrrnefnda og Sigurðar Hilmars, þykja styrkja mjög framburð ákærðu, X og Z, um þátt meðákærða, Sigurðar Hilmars, í málinu, enda þykja skýringar hans á samtali þeirra X vera harla ótrúverðugar. Þykir framburður hans fyrir dómi að öðru leyti heldur ekki vera trúverðugur. Með skýrslum ákærða, X, sem hann gaf bæði hjá lögreglu og fyrir dómi og studdar eru skýrslum F, bæði hjá lögreglu og fyrir dómi, með skýrslum ákærða, Z, sem hann gaf bæði hjá lögreglu og fyrir dómi og studdar eru myndflettingunni hjá lögreglu, með því sem fyrir liggur um ferð ákærða til Kaupmannahafnar, með skýrslu E hjá lögreglu og loks með símaupptökunum sem gerð hefur verið grein fyrir, þykir vera fyllilega sannað að ákærði, Sigurður Hilmar, stóð að því með ákærðu, X og Z, að flytja inn 29,804,13 kílógrömm af kannabisefnum til landsins, eins og lýst er í ákærunni. Ákærðu hafa allir gerst brotlegir við þau refsiákvæði sem tilfærð eru í ákærunni um verknað þeirra.
Ákærði Y.
Ákærði, Y, var handtekinn 16. apríl sl. Hann var yfirheyrður sama dag hjá lögreglu og viðurkenndi hann brot sitt greiðlega. Skýrði hann svo frá að X hefði komið að finna hann í desember 2001 og spurt hvort hann væri tilbúinn að kaupa hass af honum því hann væri kominn með innflutningsleið fyrir hass til landsins. Hefðu þeir rætt um það að ákærði myndi leggja til peninga fyrir kaupum á 5,4 kílóum af hassi, sem hann myndi borga fyrirfram og fengi hann hassið afhent þegar það væri komið til landsins. Ekki hefði verið talað um það hvernig hann átti að fá hassið afhent, en hann kvaðst hafa gengið út frá því að X kæmi með það til hans þegar það væri komið til landsins. Hefði hann látið X fá peningana rétt eftir áramótin, 1,4 til 1,5 milljónir króna, og hefði það verið fullnaðargreiðsla. Hann kvaðst hafa verið búinn að safna sér fyrir greiðslunni og hefði enginn annar verið með honum í þessum kaupum. Hann kvaðst ekki hafa haft hugmynd um það hvernig flytja ætti efnið inn og ekki kært sig um að vita það eða hversu mikið magn yrði flutt inn. Þá hefði hann ekki vitað hverjir stæðu að þessu aðrir en meðákærði. X hefði svo sagt honum það í janúar eða byrjun febrúar að þessi innflutningur drægist eitthvað en það hefði í fyrstu átt að koma í febrúar. Kvaðst ákærði ekki hafa rekið á eftir þessu en þegar X hefði sagt að eitthvað “vesen” hefði komið upp, hefði hann þó orðið hræddur um að hann hefði tapað peningunum á þessu. Rétt áður en sendingin kom til landsins, í byrjun mars, hefði X sagt honum að hassið væri á leiðinni. X hefði svo haft samband eftir að lögreglan lagði hald á hassið og sagt honum frá því. Ákærði kvaðst hafa ætlað hassið til eigin neyslu og ekki hugsað sér að selja neitt af því. Ákærði var færður fyrir dóm um kvöldið og gaf hann þá sjálfstæða skýrslu sem var í öllum atriðum samhljóða skýrslu hans hjá lögreglunni. Hann var sérstaklega spurður hvort hann hefði vitað að efnið hefði verið komið til landsins þegar hann tók þátt í þessu eða hvort eða eftir var að flytja það inn. Sagði ákærði að X hefði átt eftir að að flytja það inn. Hann ítrekaði það sérstaklega aðspurður að hans þáttur hefði ekki náð til meira efnis en 5,4 kílóa af því. Sérstaklega aðspurður sagðist hann hafa ætlað hassið til eigin neyslu.
Verður nú gerð grein fyrir því sem fram er komið um þennan þátt málsins fyrir dómi.
Ákærði, Y, segir þá X vera góða vini og hafa umgengist mikið. Segir hann að eitt sinn í desember hafi hann verið á tali við X. Hafi X þá spurt hvort hann vildi kaupa hass af sér. Úr þessu hafi það orðið að ákærði sagðist myndu kaupa 5,4 kíló af hassi sem hann myndi fá afhent hér á landi, og segir ákærði að hann hafi litið svo á að hann myndi kaupa þetta af X hér á landi. Kveðst hann ekki hafa vitað hvort efnin væru komin til landsins eða ekki. Undir ákærða er borið það sem haft er eftir honum í lögregluskýrslunni 16. apríl sl., að X hefði sagt að hann væri kominn með innflutningsleið fyrir efnin. Segir ákærði þá: “Segi ég þetta ?.....Ne..ja, þú veist...nei”. Ákærði segir greiðsluna til X hafa verið fyrirframgreiðslu eða innáborgun, en samt allsherjarborgun og fullnaðargreiðsla, 1400 þúsund krónur, að hann heldur, en hann myndi þó ekki fá efnin afhent fyrr en síðar og yrðu það 5,4 kg. Hafi X nefnt þessa tölu. Ákærði kveðst hafi afhent X greiðsluna í janúar. Hafi hann átt fyrir greiðslunni og látið X fá hana í reiðufé. Hann kveðst nú líta svo á að þetta fé sé glatað og X sé skuldlaus við sig. Ákærði segir það vera rangt sem X segi um hve mikið af efninu hafi átti að koma í hlut ákærða. Undir ákærða er borið það sem segir í skýrslu hans hjá lögreglu að X hefði sagt í janúar eða febrúar að innflutningur efnisins drægist eitthvað. Kannast ákærði við að X hafi sagt þetta. Skýrslan er borin undir ákærða í heild sinni og segir hann skýrsluna vera nokkuð rétta og vill hvorki bæta við hana né leiðrétta neitt í henni. Ákærði segist hafa verið í mikilli hassneyslu á þessum tíma og reykt frá morgni til kvölds. Hafi hann ætlað þetta efni til eigin neyslu. Hann hafi svo farið í meðferð og hafa verið edrú í 8 mánuði. Hafi hann ekki gengið eftir því að fá efnin til sín eftir að hann fór í meðferð.
Ákærði, X, segir þá Y vera góða vini. Hann kveður þá eitt sinn hafa verið að tala saman, og þá hafi þetta komið upp. Geti þetta hafa verið í desember. Hafi þeir talað um að þetta yrðu í allt 15 kg og fengi X 8 kíló en Y 7 kg. Í upphafi hefðu þeir ætlað að skipta þessu jafnt og komi það fram í lögreglurannsókninni. Við umhugsun hafi hann svo áttað sig á því að þeir hafi svo komið sér saman um að þetta skiptist í 8 og 7 kíló á milli þeirra. Skyldi Y afhenda honum peninga fyrir sínum hluta fíkniefnanna og síðan myndi ákærði afhenda Y fíkniefnin. Ekki hafi þeir rætt um það hvernig fíkniefnanna yrði aflað. Y hafi afhent peningana, 1400 þúsund krónur, og það hafi verið fullnaðargreiðsla, enda sjáist það af fjárhæðinni. Segist ákærði hafa greitt 1600 þúsund fyrir 8 kg. Ekki muni hann hvenær Y lét hann fá greiðsluna, en það hafi þó verið í desember eða janúar. Hann kveðst hafa afhent peningana áfram og það hafi verið töluvert löngu áður en efnin voru flutt inn. Þegar sú staðhæfing Y að hann hafi keypt efnin af honum segir X að hann hafi vissulega keypt efnin “hjá” honum í þeim skilningi að Y hafi afhent sér peningana og hann síðan komið þeim áfram. Efnin hafi svo átt að koma til hans fyrir peningana og hann að afhenda þau áfram til Y. Það megi því “túlka” það svo að Y hafi keypt af honum efnin. Hann segir Y hafa reykt mikið hass á þessum tíma. Hann kveðst vera skuldlaus við Y, enda viti menn að þegar þeir leggi fé í fíkniefnaviðskipti þá séu þeir að hætta því fé.
Niðurstaða
Ákærði játaði það skýlaust hjá lögreglu sama dag og hann var handtekinn og einnig fyrir dómi um kvöldið að hann hefði vitað að eftir væri að flytja efnin inn þegar þeir X komu sér saman um þátttöku hans og hann borgaði sinn hlut í fyrirtækinu. Við aðalmeðferðina hefur hann dregið úr því að hann hefði vitað þetta en þegar skýrslan sem hann hafði gefið hefur verið borin undir hann hefur hann sagt hana vera nokkuð rétta og vill hvorki bæta við hana né leiðrétta hana. Verður að telja sannað að ákærði hafi ásamt X staðið að því að flytja inn til landsins hass, eins og lýst er í ákærunni. Ákærði hefur staðfastlega haldið því fram að hlutur hans í þessu hafi ekki verið meiri en 5,4 kg. Enda þótt fjárframlag hans til fyrirtækisins bendi til þess að hlutur hans í því hafi verið stærri gæti annað komið hér til og þykir ekki óhætt að telja sannað að hann hafi ætlað sér meira en 5,4 kg af efnunum. Sú viðbára ákærða að hann hafi ætlað sér að neyta alls þessa magns einn þykir ekki vera trúleg og verður að hafna henni og telja að ákærði hafi ætlað talsverðan hluta af efnunum til sölu. Hefur ákærði brotið þau lagaákvæði sem tilfærð eru um þetta athæfi hans í ákærunni.
Viðurlög og sakarkostnaður
Ákærði, X, á að baki nokkurn sakferil. Á árunum 1989 til 1996 var hann sektaður fjórum sinnum fyrir umferðarlagabrot og árið 1998 var hann dæmdur í 10 mánaða fangelsi fyrir skjalafals, frelsissviptingu, fíkniefnalaga- og umferðarlagabrot, 1996 og 1997. Loks var hann dæmdur árið 1999 í 10 mánaða fangelsi fyrir hilmingu og skjalafals. Hann fékk skilorðsbundna reynslulausn af 300 fangelsisdögum 30. september það ár og telst hann hafa staðist það skilorð. Þegar ákærða er ákvörðuð refsing verður að líta til þess að hann sagði til annarra í málinu og hefur mjög stuðlað að því að það upplýstist, sbr. 9. tölulið 70. gr. almennra hegningarlaga, sbr. lög um breytingu á þeim nr. 39, 2000. Þá verður höfð hliðsjón af því að hér var um mikið magn að ræða en einnig af því að kannabis getur ekki talist vera bráðhættulegt fíkniefni. Loks ber að hafa hliðsjón af því að ákærði var, ásamt ákærða, Sigurði Hilmari, aðalskipuleggjandi brotsins. Þykir refsing ákærða vera hæfilega ákveðin fangelsi í 2 ár. Frá refsingunni ber að draga gæsluvarðhaldsvist sem ákærði hefur sætt nærri óslitið frá 22. mars sl., samtals 225 daga.
Ákærði, Y, á einnig að baki nokkurn sakferil. Hann hefur verið sektaður fimm sinnum frá því á árinu 1994 fyrir umferðarlagabrot og í nóvember 1997 var hann dæmdur í 3ja ára fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnabrot gegn 173. gr. a í almennum hegningarlögum. Hann fékk skilorðsbundna reynslulausn í ágúst 1999 af 360 fangelsisdögum og telst hann hafa staðist það skilorð. Brot ákærða er allverulegt en á hinn bóginn er á það að líta að ekki er um bráðhættulegt efni að ræða. Hafa verður hliðsjón af því að ákærði játaði þegar brot sitt og þykir rétt að láta hann njóta þess, þótt hann hafi reynt að draga nokkuð í land við meðferð málsins fyrir dómi. Loks ber að líta til þess að brot ákærða er ítrekað, sbr. 8. mgr. 5. gr. laga um ávana- og fíkniefni. Telst refsing hans vera hæfilega ákveðin fangelsi í 12 mánuði.
Ákærði, Sigurður Hilmar, hefur nokkurn sakferil að baki. Hann hefur frá árinu 1980 verið sektaður sjö sinnum fyrir umferðarlagabrot. Þá var hann árið 1994 dæmdur í 10 mánaða fangelsi fyrir fjársvik og tékkalagabrot, þar af 7 mánuði skilorðsbundið. Var dómur þessi staðfestur í Hæstarétti árið eftir að öðru leyti en því að 8 mánuðir af refsingunni voru skilorðsbundnir. Þegar ákærða er gerð refsing ber að hafa hliðsjón af því að hér var um mikið magn að ræða en einnig af því að kannabis getur ekki talist vera bráðhættulegt fíkniefni. Þá ber að hafa hliðsjón af því að ákærði var, ásamt ákærða, X, aðalskipuleggjandi brotsins. Ákærði getur ekki talist hafa neinar málsbætur og þykir refsing hans hæfilega ákveðin fangelsi í 3 ár. Frá henni ber að draga gæsluvarðhaldsvist sem hann hefur sætt frá 16. apríl sl., samtals 205 daga.
Ákærði, Z, var sektaður árið 1985 fyrir minni háttar líkamsárás og á árunum 1986 til 1991 var hann sektaður þrisvar sinnum fyrir umferðarlagabrot. Þegar ákærða er ákvörðuð refsing verður að líta til þess að hann sagði til annarra í málinu og hefur mjög stuðlað að því að það upplýstist, sbr. 9. tölulið 70. gr. almennra hegningarlaga. Þá verður höfð hliðsjón af því að hér var um mikið magn að ræða en einnig af því að kannabis getur ekki talist vera bráðhættulegt fíkniefni. Loks ber að líta til þess að þáttur ákærða í brotinu tók ekki til annars en að flytja efnið inn gegn þóknun. Þykir refsing ákærða vera hæfilega ákveðin fangelsi í 20 mánuði. Frá refsingunni ber að draga gæsluvarðhaldsvist sem ákærði hefur sætt frá 15. mars sl., samtals 232 daga.
Dæma ber ákærðu til þess að þola upptöku á 29.804,13 g af kannabis sem fannst við leit lögreglu og tollgæslu og einnig ber að gera upptæk 0,22 g af hassi sem fannst þann 15. apríl 2002 við leit lögreglu í bifreið ákærða, Sigurðar Hilmars.
Dæma ber ákærðu til þess að greiða málsvarnarlaun sem hér segir: Ákærði, X, 250.000 krónur til Guðmundar Ágústssonar hdl., ákærði, Y, 250.000 krónur til Kristjáns Stefánssonar hrl., ákærði, Sigurður Hilmar, 350.000 krónur til Þóris Arnar Árnasonar hdl. og ákærði, Z, 250.000 krónur til Karls Georgs Sigurbjörnssonar hdl. Annan sakarkostnað ber að dæma ákærðu til þess að greiða óskipt.
Pétur Guðgeirson héraðsdómari og dómsformaður, Friðgeir Björnsson dómstjóri og Hervör Þorvaldsdóttir, héraðsdómari, kváðu upp dóminn
DÓMSORÐ:
Ákærði, X, sæti fangelsi í 2 ár. Frá refsingunni dregst 225 daga gæsluvarðhaldsvist.
Ákærði, Y, sæti fangelsi í 12 mánuði.
Ákærði, Sigurður Hilmar Ólason, sæti fangelsi í 3 ár. Frá refsingunni dregst 205 daga gæsluvarðhaldsvist.
Ákærði, Z, sæti fangelsi í 20 mánuði. Frá refsingunni dregst 232 daga gæsluvarðhaldsvist.
Ákærðu þoli upptöku á 29.804,13 g af kannabis og einnig eru upptæk 0,22 g af hassi.
Ákærðu greiði málsvarnarlaun sem hér segir: Ákærði, X, 250.000 krónur til Guðmundar Ágústssonar hdl., ákærði, Y, 250.000 krónur til Kristjáns Stefánssonar hrl., ákærði, Sigurður Hilmar, 350.000 krónur til Þóris Arnar Árnasonar hdl. og ákærði, Z, 250.000 krónur til Karls Georgs Sigurbjörnssonar hdl. Annan sakarkostnað greiði ákærðu óskipt.