Hæstiréttur íslands
Mál nr. 716/2013
Lykilorð
- Fjárdráttur
- Skilasvik
- Ásetningur
- Vörslur
- Skilorð
- Aðfinnslur
|
|
Miðvikudaginn 28. maí 2014. |
|
Nr. 716/2013.
|
Ákæruvaldið (Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari) gegn Atla Má Bjarnasyni (Guðmundur Ágústsson hrl.) |
Fjárdráttur. Skilasvik. Ásetningur. Vörslur. Skilorð. Aðfinnslur.
A var ákærður fyrir tvö fjárdráttarbrot sem eigandi, stjórnarmaður og daglegur stjórnandi A ehf., annars vegar með því að hafa dregið félaginu og fénýtt í þess þágu lausafjármuni og önnur verðmæti með því að selja þau C ehf. og hins vegar dregið sér eða félaginu og ráðstafað og fénýtt í eigin þágu eða félagsins með óþekktum hætti tilgreinda lausafjármuni, en munirnir og verðmætin voru í eigu B hf. á grundvelli fjármögnunarleigusamninga. A játaði fjárdrátt samkvæmt fyrri ákæruliðnum og var hann því sakfelldur fyrir þá háttsemi sem þar greindi og hún talin varða við 1. mgr. 247. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Að því er varðaði síðari ákæruliðinn vísaði Hæstiréttur til þess að þótt A hefði ekki staðið B hf. skil á umræddum munum, svo sem honum hefði verið skylt kynni það að stafa af orsökum sem honum yrði ekki gefin refsiverð sök á. Með vísan til þess var talið ósannað að A hefði ráðstafað mununum og fénýtt þá í eigin þágu eða félagsins þannig að í bága færi við ákvæði 1. mgr. 247. gr. almennra hegningarlaga. Var A því sýknaður af þeim sakargiftum. Þá var A einnig í tveimur ákæruliðum til viðbótar ákærður fyrir skilasvik og fjárdrátt sem eigandi, stjórnarmaður og framkvæmdastjóri J ehf., annars vegar með því að hafa eftir að J ehf. hafði verið úrskurðað gjaldþrota selt K ehf. rekstur, viðskiptakröfur og hluta af vörubirgðum félagsins en ráðstöfunin samrýmdist ekki þeim réttindum sem M hf. hafði öðlast yfir eignunum, og hins vegar með því að hafa dregið sér eða félaginu og ráðstafað og fénýtt í eign þágu eða félagsins með óþekktum hætti 300 tilgreinda lausafjármuni, sem voru í eigu B hf. á grundvelli fjármögnunarleigusamninga. Var A sakfelldur fyrir skilasvik, en sýnt þótti að söluverð eigna J ehf. hefði verið lægra en raunvirði þeirra. Með því að ráðstafa eignunum án samþykkis M hf. hefði A komið í veg fyrir að bankinn gæti frestað sölu þeirra þar til síðar þegar hærra verð kynni að fást fyrir þær. Taldi Hæstiréttur að A hefði með framferði sínu valdið bankanum verulegri fjártjónsáhættu og þar með gerst brotlegur við 2. tölulið 1. mgr. 250. gr. almennra hegningarlaga, en á hinn bóginn var ekki talið sannað að hann hefði af ásettu ráði brotið gegn 4. tölulið 1. mgr. 250. gr. Að því er varðaði síðast nefndan ákærulið um fjárdrátt vísaði Hæstiréttur til þess að 1. mgr. 247. gr. almennra hegningarlaga áskildi að maður hefði haft fjármuni eða önnur verðmæti í vörslum sínum til þess að honum yrði refsað samkvæmt ákvæðinu. Þrátt fyrir ákvæði í fjármögnunarleigusamningunum um að J ehf. mætti hvorki veita öðrum aðila afnot af hinum leigðu munum né afhenda þá með öðrum hætti nema með samþykki B hf. hefði starfsmönnum B hf. mátt vera það ljóst að J ehf. ætlaði sér að framleigja munina til viðskiptavina sinna og hefði félagið gert það átölulaust af hálfu B hf. Yrði að líta svo á að flestir hinna leigðu muna hefðu með samþykki B hf. verið í vörslum annarra en J ehf. en ekkert benti til að munum í umráðum J ehf. hefði ekki verið skilað til B hf. Var A því sýknaður af þeim sakargiftum. Var refsing A ákveðin fangelsi í 8 mánuði, en fullnustu refsingarinnar var frestað skilorðsbundið í 2 ár.
Dómur Hæstaréttar
Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Viðar Már Matthíasson, Eiríkur Tómasson og Þorgeir Örlygsson.
Ríkissaksóknari skaut málinu til Hæstaréttar 31. október 2013. Af hálfu ákæruvaldsins er þess aðallega krafist að ákærði verði sakfelldur samkvæmt ákæru og refsing hans þyngd, en til vara að hinn áfrýjaði dómur verði ómerktur og málinu vísað heim í hérað til dómsálagningar að nýju.
Ákærði krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms.
I
Eins og fram kemur í hinum áfrýjaða dómi játaði ákærði sök samkvæmt fyrri lið I. kafla ákæru og var hann sakfelldur fyrir þá háttsemi sem þar er lýst og heimfærð undir 1. mgr. 247. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Báðir málsaðilar una þeirri niðurstöðu.
Í síðari lið I. kafla ákæru er ákærða gefinn að sök fjárdráttur samkvæmt sama refsiákvæði með því að hafa, á tímabilinu 18. desember 2008 til 4. nóvember 2009, sem eigandi, stjórnarmaður og daglegur stjórnandi A ehf. dregið sér eða félaginu og ráðstafað og fénýtt í eigin þágu eða félagsins „með óþekktum hætti“ nánar greinda lausafjármuni, ætlaða til veitingahúsareksturs, sem voru í eigu B hf. á grundvelli tiltekins fjármögnunarleigusamnings. Í ákærunni er tekið fram að ákærði hafi ekki skilað tafarlaust hinum leigðu lausafjármunum í samræmi við ákvæði samningsins þrátt fyrir áskoranir þess efnis „og óvíst er hver endanleg ráðstöfun þeirra varð.“
Samkvæmt gögnum málsins var einkahlutafélagið A stofnað 21. maí 2006 og var tilgangur þess meðal annars rekstur matsölustaðar. Þótt P hafi verið skráður framkvæmdastjóri félagsins kom fram í framburði hans og ákærða fyrir héraðsdómi að sá síðarnefndi hafi í raun séð um daglegan rekstur, auk þess að vera stjórnarformaður og aðaleigandi félagsins.
A ehf. rak veitingastað í [...], [...], og tók á leigu hjá B hf. „ýmis eldhúsáhöld“ samkvæmt fjármögnunarleigusamningi sem gerður var milli félaganna 27. júlí 2006. Samkvæmt vörureikningum sem fylgdu samningnum var hér um að ræða margvísleg tæki, áhöld og búnað til veitingarekstrar. Hinn 18. desember 2008 rifti B hf. samningnum vegna vanskila á leigugreiðslum og freistaði þess í kjölfarið að svipta A ehf. vörslum hinna leigðu muna. Þá kom í ljós að félagið hafði selt hluta þeirra til C ehf. sem tekið hafði við veitingarekstrinum í [...] í byrjun ársins. Laut fyrri liður I. kafla ákæru að ráðstöfun þeirra muna, en samkvæmt síðari liðnum, sem hér er til úrlausnar, er ákærði sakaður um að hafa dregið sér eða A ehf. og ráðstafað og fénýtt í eigin þágu eða félagsins „með óþekktum hætti“ aðra muni sem félagið hafði tekið á leigu með fjármögnunarleigusamningnum við B hf.
Samkvæmt 29. gr. þess samnings skyldi A ehf. sem leigutaki skila hinu leigða tafarlaust á þann stað, sem B hf. tilgreindi, væri samningnum rift. Fyrir dómi sagði ákærði að umræddir munir hefðu allir verið skildir eftir á veitingastaðnum þegar rekstri félagsins lauk. Spurður fyrir dómi hvernig á því hafi staðið að þeim hafi ekki verið skilað til B hf. svaraði ákærði: „Þetta voru munir sem við að okkar mati voru ... nánast verðlausir. Þetta voru ... skeiðar og bollar og svona smádót og mikið af þessu var bara týnt og eins og gerist í svona rekstri með bolla sem brotna og svo framvegis.“ Við meðferð málsins í héraði gerði B hf. einkaréttarkröfu á hendur ákærða „fyrir að hafa selt verðmæt tæki í eigu kröfuhafa til þriðja aðila án þess að afla samþykkis frá kröfuhafa fyrir sölunni eða skila söluandvirðinu til kröfuhafa.“ Í kröfu B hf. sagði að um væri að ræða „sex nánar tilgreind tæki og áhöld sem kröfuhafi leigði ... A ehf. ásamt fleiri tækjum samkvæmt fjármögnunarleigusamningi ... 27. júlí 2006.“ Ekki verður annað ráðið af þessu en að krafan hafi verið einskorðuð við bætur fyrir tjón af völdum þess brots, sem ákærði hefur verið sakfelldur fyrir samkvæmt fyrri lið I. kafla ákæru, en ekki brotsins sem hann er sakaður um eftir síðari liðnum. Það að B hf. hafi ekki krafist bóta úr hendi ákærða af þeim sökum styður áðurgreindan framburð hans um að munirnir hafi verið harla lítils virði.
Með 1. mgr. 247. gr. almennra hegningarlaga er það lýst refsivert ef maður dregur sér fjármuni eða önnur verðmæti, sem hann hefur í vörslum sínum, en annar maður er eigandi að. Skilyrði þess að refsað verði samkvæmt ákvæðinu er að sá sem sökum er borinn hafi tileinkað sér eða öðrum verðmætin í auðgunarskyni, sbr. 243. gr. laganna. Þótt ákærði hafi ekki staðið B hf. skil á umræddum munum, svo sem honum var skylt sem fyrirsvarsmanni A ehf. samkvæmt fjármögnunarleigusamningnum 27. júlí 2006, kann það að stafa af orsökum sem honum verður ekki gefin refsiverð sök á. Þegar litið er til þess er ósannað að ákærði hafi ráðstafað mununum og fénýtt þá í eigin þágu eða félagsins þannig að í bága fari við hin tilvitnuðu ákvæði, sbr. til hliðsjónar dóma Hæstaréttar 8. desember 1981 í máli nr. 95/1981 sem birtur er í dómasafni það ár, blaðsíðu 1534, og 22. janúar 1988 í máli nr. 257/1987 sem birtur er í dómasafni 1988, blaðsíðu 51. Verður því staðfest niðurstaða hins áfrýjaða dóms um sýknu ákærða af sakargiftum samkvæmt síðari lið I. kafla ákæru.
II
1
Í II. kafla ákæru er ákærði sakaður um skilasvik með því að hafa 24. október 2008, sem eigandi, stjórnarmaður og framkvæmdastjóri J ehf., er úrskurðað hafi verið gjaldþrota 16. janúar 2009, selt K ehf. rekstur, viðskiptakröfur og hluta af vörubirgðum fyrrgreinda félagsins fyrir 66.378.846 krónur sem M hf. hafi öðlast þau réttindi yfir að ráðstöfunin hafi ekki fengið samrýmst þeim. Með ráðstöfuninni hafi ákærði skert rétt bankans til þess að öðlast fullnægju af eignum J ehf. þar sem söluverð félagsins hafi verið óeðlilega lágt. Í ákærunni er vísað til matsgerðar dómkvaddra manna um rétt og sanngjarnt rekstrarvirði félagsins, auk þess sem þar er gerð grein fyrir áðurgreindum réttindum M hf. Teljist háttsemi ákærða varða við 2. og 4. tölulið 1. mgr. 250. gr. almennra hegningarlaga.
Samkvæmt gögnum málsins var einkahlutafélagið J stofnað 25. mars 2002 og var tilgangur þess meðal annars smásala, heildsala og þjónusta við fyrirtæki. Ákærði var meðal stofnenda, átti sæti í stjórn félagsins og var frá upphafi framkvæmdastjóri þess. Þá átti hann í byrjun þriðjung af hlutafé félagsins. Einkahlutafélögin DD og O voru stofnuð 25. apríl 2007. Hinn 22. júní sama ár eignaðist ákærði allt hlutafé í fyrrnefnda félaginu og það félag samtímis allt hlutafé í því síðarnefnda. Jafnframt varð ákærði eini stjórnarmaður og framkvæmdastjóri beggja félaganna.
Með samkomulagi M hf., sem nú heitir N hf., og ákærða, DD ehf. og O ehf. 11. júlí 2007, sem ákærði undirritaði fyrir hönd beggja einkahlutafélaganna, skuldbatt bankinn sig til þess að veita O ehf. lán „að jafnvirði allt að 280.000.000 kr. ... í erlendum myntum“ til að fjármagna kaup félagsins á öllum hlutum í J ehf. Samkvæmt 2. gr. samkomulagsins voru sett nokkur skilyrði fyrir fjármögnun bankans, þar á meðal að fyrir lægi samningur milli O ehf. annars vegar og þáverandi eigenda J ehf. hins vegar um kaup fyrrnefnda félagsins á öllum hlutum í því síðarnefnda. Einnig að O ehf. setti bankanum að handveði alla hluti sína í J ehf., að DD ehf. setti að handveði alla hluti sína í O ehf. og að ákærði setti að handveði alla hluti sína í DD ehf. Loks að J ehf. hefði „undirritað til handa bankanum veðsetningarbann (negative pledge) á birgðir og viðskiptakröfur sínar.“ Í 3. gr. samkomulagsins lýstu aðilar því meðal annars yfir að „eignir J ehf., þ.m.t. allar fasteignir og birgðir félaganna, verði hvorki veðsettar öðrum né umfram það sem nú er nema með samþykki M.“ Þá skuldbundu aðilar sig í 4. gr. til að halda eignarhaldi í einkahlutafélögunum þremur óbreyttu nema með fyrir fram samþykki M hf. Ennfremur skuldbundu þeir sig meðal annars í 6. gr., fram til þess tíma að lánin hjá bankanum hefðu verið endurgreidd, að taka ekki ákvarðanir um kaup og sölu á eigin hlutum félaganna þriggja nema með fyrir fram samþykki bankans.
Í samræmi við samkomulagið voru gerðir tveir lánssamningar milli O ehf. og M hf. 11. júlí 2007 sem ákærði undirritaði fyrir hönd einkahlutafélagsins. Með hvorum þeirra um sig sömdu aðilar um lán að jafnvirði allt að 140.000.000 krónur í nánar greindum erlendum myntum. Skyldi lánið eftir öðrum samningnum endurgreiðast í einu lagi 1. ágúst 2010, en samkvæmt hinum á þremur árum þannig að 1/84 hluti af höfuðstól yrði greiddur á hverjum gjalddaga, í fyrsta sinn 1. ágúst 2007 og síðan mánaðarlega eftir það, en eftirstöðvar lánsins á lokagjalddaga þess 1. júlí 2010. Í d. lið 10. gr. hvors lánssamnings skuldbatt O ehf. sig sem lántaki til að hlíta eftirgreindum skilmálum gagnvart M hf. sem lánveitanda uns skuld samkvæmt samningnum væri að fullu greidd: „Að selja ekki allar eignir sínar eða verulegan hluta þeirra án samþykkis lánveitanda. Jafnframt ... að sjá til þess að sama gildi um dótturfélög sín.“ Í öðrum samningnum var til viðbótar kveðið svo á um: „Í þessu sambandi telst sala á verulegum hluta eigna vera ef söluverð eða bókfært verð seldra eigna nemur hærra hlutfalli en 15% af heildareignum lántaka samkvæmt endurskoðuðum ársreikningi.“
Eins og fram kom í áðurgreindu samkomulagi hafði O ehf., sem var eins og áður sagði í eigu DD ehf. er ákærði átti að öllu leyti, eignast allt hlutafé í J ehf. á fyrri hluta árs 2007. Í kjölfarið varð ákærði eini stjórnarmaður síðastnefnda félagsins og eftir sem áður framkvæmdastjóri þess. Hinn 11. júlí 2007 ritaði ákærði, fyrir hönd O ehf., undir handveðsyfirlýsingu þar sem félagið setti M hf. að handveði alla hluti sína í J ehf. til tryggingar „greiðslu á öllum skuldum og fjárskuldbindingum veðsala“ við bankann. Í yfirlýsingunni var meðal annars tekið fram að O ehf. sem veðsala væri „óheimilt, meðan skuldir þær sem handveðið á að tryggja eru ekki að fullu greiddar, að selja hina veðsettu hluti, nema hann hafi áður fengið til þess skriflegt leyfi veðhafa“. Sama dag ritaði ákærði, fyrir hönd J ehf., undir yfirlýsingu um kvöð þar sem félagið lýsti því yfir gagnvart M hf. „að ekki verði bent á neðangreindar eignir til aðfarar, þær verði ekki settar að veði fyrir núverandi eða nýjum skuldbindingum félagsins, til tryggingar neinum þeim fjárhagslegu skuldbindingum sem undirritað félag er nú í, eða síðar kann að gangast í, öðrum en þeim sem kunna að stofnast við M hf., nema með samþykki M hf.: 1. Allar almennar fjárkröfur samkvæmt vörureikningum sem félagið á eða fær í rekstri sínum, eins og framast er unnt skv. 47. gr. laga um samningsveð nr. 75/1997 ... Veðsetningarkvöðin nær til útgefinna, óinnheimtra vörureikninga sem og allra þeirra reikninga sem síðar koma til þó svo að skuldari sé ekki nafngreindur. 2. Allar vörubirgðir, hverju nafni sem nefnast, sem félagið nú á eða kann að eignast í atvinnurekstri félagsins á hverjum tíma, eða hefur til endursölu, allt í samræmi við 33. gr. laga nr. 75/1997 ... 3. Allt óskráð lausafé sem félagið á eða kann að eignast og skráð yrði í lausafjárbók félagsins hjá sýslumanninum í [...] í samræmi við 23. gr. laga ... nr. 75/1997.“ Þá var tekið fram að í yfirlýsingunni fælist auk þess skuldbinding gagnvart M hf. að áðurtaldar eignir yrðu „andlag aðfarargerðar, ef á reynir, vegna þeirra skuldbindinga sem félagið er nú í, eða síðar kann að gangast í, við M hf.“ Var yfirlýsingunni þinglýst 13. júlí 2007.
Í tilkynningu til hlutafélagaskrár, sem móttekin var 9. júlí 2008, kom fram að samþykkt hefði verið á hluthafafundum í J ehf. og O ehf. að félögin rynnu saman í eitt félag þannig að fyrrnefnda félagið tæki það síðarnefnda yfir, þar á meðal réttindi þess og skyldur. Í ágúst sama ár munu vanskil hafa orðið á greiðslu J ehf. á öðru af láninu sem félagið hafði tekið hjá M hf. 11. júlí 2007. Fyrir dómi kvað ákærði sig minna að hann hefði af því tilefni haft samband við bankann af fyrra bragði til að leita „mögulegra ráða“ vegna vanskilanna. Sagðist hann hafa farið á einn eða tvo fundi með starfsmönnum bankans, en orðið fljótlega ljóst að ekki hafi verið mikill áhugi af þeirra hálfu til að draga úr fyrirsjáanlegu tjóni J ehf. vegna ört minnkandi viðskipta hjá fyrirtækinu í aðdraganda og kjölfar bankahrunsins. Ákærði kvaðst því hafa í október 2008 leitað ráðgjafar lögfræðistofu til að kanna „hvaða möguleikar væru í stöðunni“. Einnig hafi hann fengið tvö ráðgjafarfyrirtæki „til að meta verðmæti rekstrarins.“ Samkvæmt tölvubréfum, sem fóru milli ákærða og starfsmanns M hf. 15. og 16. október 2008, ætluðu þeir að hittast síðarnefnda daginn, en ekki er ljóst hvort af þeim fundi varð. Hins vegar báru þeir báðir um það fyrir dómi að ekki hafi verið minnst á hugsanlega sölu á J ehf. í samskiptum þeirra á þessum tíma.
Hinn 24. október 2008 ritaði ákærði undir kaupsamning, fyrir hönd J ehf., við K ehf., en þar kom fram að nafngreind lögfræðiþjónusta hefði samið hann. Með greinum 1.1. og 1.3. í samningnum seldi J ehf. „allan rekstur seljanda ásamt öllu tilheyrandi lausafé ... ásamt allri viðskiptavild þessa reksturs, þ.m.t. öll vörumerki rekstrarins og nafnið „J“ ... Til hinnar yfirteknu viðskiptavildar teljast m.a. öll réttindi seljanda skv. þjónustusamningum seljanda við viðskiptamenn sína.“ Samkvæmt greinum 1.4. og 1.5. keypti K ehf. „allar útistandandi viðskiptakröfur seljanda“ og „hluta vörubirgða seljanda er tengjast framangreindum rekstri hans“. Tekið var fram í grein 1.6. að hinu selda fylgdu „engar aðrar eignir firma seljanda, s.s. vörulager að öðru leyti en greinir í lið 1.5. ... hlutabréfaeign, laust fé, innistæður á bankareikningum, verðbréf o.fl. Hinu selda fylgja heldur engar skuldir eða aðrar skuldbindingar reksturs seljanda sem ekki eru tilgreindar í kaupsamningi þessum.“ Í grein 2.1. sagði að kaupverð alls hins selda væri 66.378.846 krónur, þar af 40.000.000 krónur fyrir rekstur, lausafé og viðskiptavild, en 23.378.846 krónur vegna keyptra viðskiptakrafna og hluta vörubirgða. Í grein 2.1.1. var tekið fram að heildarverðmæti lausafjár og viðskiptavildar væri „eftir mati tveggja sérfróðra fasteigna- og fyrirtækjasala“, sem væri nánar sundurliðað á fylgiskjölum með samningnum, og „mati Creditinfo Íslands á innheimtanleika útistandandi viðskiptakrafna“ er fram kæmi á fylgiskjali með honum. Stærsti hluti kaupverðsins skyldi samkvæmt grein 2.2. greiðast með láni, sem seljandi veitti kaupanda til fimm ára, en hinn hluti verðsins með þremur jöfnum greiðslum, þeirri síðustu 15. febrúar 2009, sbr. grein 2.3.
Niðurstaða verðmats T, sem var annað þeirra ráðgjafarfyrirtækja er ákærði leitaði til, á eignum J ehf., að meðtalinni viðskiptavild þess, var að verðmæti eignanna 19. október 2008 væri alls 29.000.000 krónur. Hitt fyrirtækið, U, komst að þeirri niðurstöðu í verðmati sínu 20. sama mánaðar að verðmæti eigna félagsins næmi 40.000.000 krónum. Þeir sérfræðingar hjá fyrirtækjunum, sem lögðu mat á verðmæti eignanna, komu fyrir dóm og staðfestu fyrrgreind álit sín, eins og nánar er gerð grein fyrir í hinum áfrýjaða dómi.
K ehf. sem keypti eignir J ehf. samkvæmt kaupsamningnum 24. október 2008 var stofnað 1. júlí sama ár. Daginn fyrir gerð kaupsamningsins, 23. október, eignaðist [...] allt hlutafé í félaginu og varð jafnframt eini stjórnarmaður og framkvæmdastjóri þess. Nokkrum dögum síðar, 27. október, var nafni félagsins breytt í L ehf.
Spurður fyrir dómi kvaðst ákærði ekki hafa aflað heimildar hjá M hf. „til þess að selja fyrirtækið“. Salan hefði haft þær afleiðingar fyrir J ehf. að ekki hefði verið neinn rekstrargrundvöllur fyrir félagið.
Hinn 16. janúar 2009 var bú J ehf. tekið til gjaldþrotaskipta. Að beiðni skiptastjóra búsins voru dómkvaddir tveir hæfir og óvilhallir menn til að láta í té álit á því hvert hafi verið „rétt og sanngjarnt verð ... J ehf. ... á söludegi þann 24.10.2008.“ Í matsgerð hinna dómkvöddu manna 21. desember 2009 kom fram að rétt og sanngjarnt verð J ehf. hafi verið 87.000.000 krónur, miðað við 24. október 2008. Með því væri átt við „heildarvirði rekstrar“ félagsins og miðað væri við að greitt væri í reiðufé á kaupdegi. Í matsgerðinni sagði ennfremur: „Matsmenn vilja taka fram að „rétt og sanngjarnt verð“ rekstrar er umtalsvert huglæg stærð, sem ræðst jafnan af fleiri þáttum í einstökum viðskiptum en útreikningum einum. Sérstaklega skal þess getið að októbermánuður 2008 er mjög óvenjulegur tími til að meta virði rekstrar á Íslandi. Verulega meiri óvissa var um virði fyrirtækja á þeim tíma en að jafnaði og hægt að líta til virði rekstrar frá mjög ólíkum forsendum. Matsmenn leitast þó við að taka tillit til þessarar óvenjumiklu óvissu við mat á ávöxtunarkröfu til rekstrarins. Matsmenn hafa leitast við að reikna út verðmæti félagsins miðað við 24. október 2008 og þær upplýsingar sem liggja fyrir, út frá viðurkenndum aðferðum, sem algengt er að beita við mat sem þetta.“ Matsmennirnir komu báðir fyrir dóm og staðfestu matið, svo sem rakið er í héraðsdómi. Gerðu þeir meðal annars ítarlega grein fyrir þeim aðferðum sem notaðar voru við matið. Fram kom hjá matsmönnunum að það hefði verið nokkrum erfiðleikum bundið að leggja mat á sanngjarnt verð fyrirtækis síðari hluta október 2008. Tók annar þeirra fram að þeir hefðu ekki verið beðnir um að meta markaðsvirði félagsins og hinn sagði að á þessum tíma hefði ekki verið neinn markaður, allt hefði verið „stopp.“
Skiptastjóri þrotabús J ehf. bar fyrir dómi um ástæður þess að ekki hefði verið höfðað mál til riftunar á sölu eigna félagsins. Sagði hann að ekki væri „svo óheyrilegur verðmunur“ á söluverðinu annars vegar og matsvirðinu hins vegar. Einnig hefði það skipt máli að riftunarmál tæki tvö til þrjú ár með tilheyrandi kostnaði og óvissu.
2
Samkvæmt 2. tölulið 1. mgr. 250. gr. almennra hegningarlaga er það refsivert ef maður selur, veðsetur, tekur undir sig eða ráðstafar á annan hátt fjármunum sínum, sem annar maður hefur eignast þau réttindi yfir, að verknaðurinn verður ekki samrýmdur réttindum hans. Þótt maður hafi brotið gegn ákvæðinu á hlutlægan hátt leiðir það ekki til sakfellis, heldur verður hann að auki að hafa gert það af ásettu ráði og í auðgunarskyni, sbr. 243. gr. laganna, svo sem með því að hafa valdið þeim sem brotið beinist gegn verulegri fjártjónsáhættu, sbr. dóm Hæstaréttar 10. október 2013 í máli nr. 170/2013.
Eins og að framan greinir skuldbatt ákærði sig til þess sem fyrirsvarsmaður O ehf. í lánssamningnum tveimur við M hf. 11. júlí 2007 að selja ekki heildareignir félagsins eða dótturfélaga þess, þar á meðal J ehf., eða verulegan hluta þeirra eigna án samþykkis bankans uns skuld samkvæmt hvorum samningi yrði að fullu greidd. Jafnframt lýsti hann því samdægurs yfir sem fyrirsvarsmaður J ehf. með því að rita undir sérstaka yfirlýsingu um kvöð að allar almennar fjárkröfur félagsins, allar vörubirgðir og allt óskráð lausafé þess yrðu andlag aðfarargerðar, ef á reyndi, vegna skuldbindinga félagsins við bankann. Með því að selja svo til allar eignir J ehf. til K ehf. með kaupsamningnum 24. október 2008 án þess að fyrir lægi samþykki M hf. ráðstafaði ákærði sem eigandi fyrrnefnda félagsins eignunum þannig að ekki samrýmdist réttindum sem bankinn hafði öðlast yfir þeim í skilningi hins tilvitnaða refsiákvæðis, sbr. til hliðsjónar áðurnefndan dóm Hæstaréttar.
Söluverð eignanna nam alls 66.378.846 krónum og skyldi það ekki greitt út í hönd. Samkvæmt mati dómkvaddra manna var rétt og sanngjarnt verð hins selda 87.000.000 krónur, miðað við að greitt væri í reiðufé á kaupdegi. Við dómkvaðningu matsmanna og framkvæmd matsins var gætt ákvæða IX. kafla laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, þar á meðal fékk ákærði tækifæri til að koma að sjónarmiðum sínum á matsfundi. Þá er matsgerð hinna dómkvöddu manna ítarlega rökstudd. Það sama verður ekki sagt um álit þau sem ákærði aflaði einhliða áður en eignirnar voru seldar. Af þeim sökum verður niðurstaða matsgerðarinnar lögð til grundvallar og telst samkvæmt henni sannað að söluverð eignanna hafi verið lægra en nam raunvirði þeirra við gerð kaupsamningsins 24. október 2008. Með því að ráðstafa eignunum án samþykkis M hf. kom ákærði jafnframt í veg fyrir að bankinn gæti frestað því að þær yrðu seldar þar til síðar þegar hærra verð kynni að fást fyrir þær, en af hálfu ákærða hefur verið lögð áhersla á að markaðsverð eignanna í lok október 2008 hafi verið lágt vegna þeirrar miklu óvissu sem ríkti í efnahagsmálum hér á landi á þeim tíma. Þegar þetta hvort tveggja er virt liggur ljóst fyrir að ákærði olli bankanum verulegri fjártjónsáhættu með framferði sínu og gerðist þar með brotlegur við 2. tölulið 1. mgr. 250. gr. almennra hegningarlaga.
Eftir 4. tölulið sömu málsgreinar varðar það mann refsingu ef hann skerðir rétt einhvers lánardrottins síns til þess að öðlast fullnægju af eignum hans, meðal annars með sölu þeirra fyrir óhæfilega lágt verð. Það er jafnframt skilyrði fyrir sakfellingu að sá sem sökum er borinn hafi gert þetta af ásettu ráði, sbr. 18. gr. almennra hegningarlaga.
Fyrr er frá því greint að ákærði naut lögfræðiráðgjafar við gerð kaupsamningsins 24. október 2008, en áður hafði hann aflað sér álitsgerða ráðgjafarfyrirtækja um verðmæti þeirra eigna sem seldar voru. Var tekið mið af þeim við ákvörðun á söluverði eignanna. Samkvæmt framburði skiptastjóra þrotabús J ehf. fyrir dómi taldi hann að ekki væri „svo óheyrilegur verðmunur“ á söluverðinu annars vegar og mati hinna dómkvöddu manna á raunvirði eignanna hins vegar. Að teknu tilliti til þessa verður ekki talið að færðar hafi verið viðhlítandi sönnur á að ákærði hafi brotið af ásettu ráði gegn 4. tölulið 1. mgr. 250. gr. almennra hegningarlaga með þeirri háttsemi sem í II. kafla ákæru greinir.
III
Í III. kafla ákæru er ákærða gefinn að sök fjárdráttur samkvæmt 1. mgr. 247. gr. almennra hegningarlaga með því að hafa, á tímabilinu 24. október 2008 til 16. janúar 2009, sem eigandi, stjórnarmaður og framkvæmdastjóri J ehf., dregið sér eða félaginu og ráðstafað og fénýtt í eigin þágu eða félagsins „með óþekktum hætti“ 300 nánar greinda lausafjármuni, einkum kaffi- og vatnsvélar og vatnskæla, sem voru í eigu B hf. á grundvelli fjögurra tiltekinna fjármögnunarleigusamninga. Í ákærunni er tekið fram að ákærði hafi ekki skilað tafarlaust hinum leigðu lausafjármunum í samræmi við ákvæði samninganna þrátt fyrir áskoranir þess efnis „og óvíst er hver endanleg ráðstöfun þeirra varð.“
Eins og ráðið verður af málsgögnum var starfsemi J ehf., sem hafði starfsstöð að [...], [...], meðal annars fólgin í því að láta fyrirtækjum og öðrum viðskiptavinum sínum í té kaffi- og vatnsvélar og vatnskæla til notkunar á vinnustöðum þeirra. Á tímabilinu 29. mars 2007 til 6. júní 2008 ritaði ákærði, fyrir hönd félagsins, undir þá fjóra fjármögnunarleigusamninga við B hf. sem vísað er til að framan um leigu á alls 499 slíkum munum. Í samningunum var tekið fram að J ehf. væri leigutaki. Í 15. gr. hvers þeirra sagði meðal annars: „B hf. er eitt eigandi hins leigða ... Leigutaki má ekki veita öðrum aðila afnot af hinu leigða, né afhenda það með öðrum hætti, nema með samþykki B hf.“ Samkvæmt 29. gr. skyldi leigutaki tafarlaust skila hinu leigða á þann stað sem B hf. tilgreindi ef samningnum væri rift. Í hinum áfrýjaða dómi er gerð grein fyrir tildrögum þess að B hf. rifti samningunum fjórum 30. desember 2008 og jafnframt lýst samskiptum ákærða við starfsmenn félagsins í kjölfar þess.
Samkvæmt gögnum málsins leigði J ehf. umrædda muni út til mikils fjölda viðskiptavina og seldi jafnframt rekstrarvörur, þeim tengdum. Fyrir dómi sagði ákærði að það hefði verið „fullt af vélum sem við áttum einfaldlega ekki möguleika á að nálgast úti hjá viðskiptavinum“. Því hefði sú leið verið farin að bjóða B hf. sambærilega muni í staðinn þegar krafist hefði verið skila á mununum eftir að fjármögnunarleigusamningunum hafði verið rift. Síðar komst ákærði svo að orði: „Þetta voru náttúrulega mörg tæki og mikið utanumhald en það var farið strax í það að reyna að finna til þessar vélar og þær voru, að mínu mati, allar til staðar á þessum tíma, svona megnið af þeim alla vega. Eins og ég sagði áðan þá voru einhverjar vélar sem höfðu farið erlendis eða voru læstar inni í einhverjum þrotabúum“. Å sem var lánastjóri og staðgengill forstjóra B hf. á árunum frá 1987 til 2007 bar fyrir dómi að J ehf. hefði verið góður viðskiptavinur framan af og traust ríkt milli fyrirtækjanna tveggja. Gert hefði verið ráð fyrir að starfsmenn J ehf. vissu hvar hver og einn munur væri þar sem hlutverk fyrirtækisins hefði verið „að þjónusta í raun og veru kælikerfin og vatnskælana á viðkomandi stöðum.“
Fyrir liggur samkvæmt skýrslum lögreglu og öðrum gögnum málsins að 38 munum af þeim 499, sem J ehf. hafði tekið á leigu hjá B hf. samkvæmt samningunum fjórum, hafi verið skilað réttilega til síðarnefnda félagsins. Til viðbótar hafi fyrrnefnda félagið staðið skil á 161 mun með númerum, sem sett hafi verið á þá af starfsmönnum félagsins, þannig að óljóst sé hvort samningarnir taki til þeirra. Loks hafi nokkrum fjölda annarra áþekkra muna verið skilað sem ekki hafi átt sér neina samsvörun í samningunum.
Í 1. mgr. 247. gr. almennra hegningarlaga er áskilið að maður hafi haft fjármuni eða önnur verðmæti í vörslum sínum til þess að honum verði refsað samkvæmt ákvæðinu. Þegar leyst er úr því hvort maður hafi haft lausafjármuni í vörslum sínum í merkingu ákvæðisins ræður oft úrslitum hvort hann hafi haft aðgang að mununum þannig að hann gæti fénýtt sér þá eða ráðstafað þeim. Einnig ræðst það af réttarsambandi þeirra sem hlut eiga að máli hver eða hverjir teljist hafa vörslurnar hverju sinni.
Samkvæmt fyrrgreindum fjármögnunarleigusamningum mátti J ehf. sem leigutaki hvorki veita öðrum aðila afnot af hinum leigðu munum né afhenda þá með öðrum hætti nema með samþykki B hf. sem var eigandi þeirra eftir samningunum. Með vísan til þess sem að framan greinir, þar á meðal framburðar fyrrverandi lánastjóra B hf., mátti starfsmönnum þess félags vera ljóst að J ehf. ætlaði sér að framleigja viðskiptavinum sínum munina sem það og gerði, átölulaust af hálfu B hf. Verður þar með að líta svo á að flestir hinna leigðu muna hafi með samþykki þess félags verið í vörslum annarra en B ehf., sem ákærði var í fyrirsvari fyrir, en ekkert er fram komið í málinu sem bendir til að munum í umráðum síðarnefnda félagsins hafi ekki verið skilað til þess fyrrnefnda. Þegar af þessari ástæðu verður staðfest niðurstaða héraðsdóms um sýknu ákærða af sakargiftum samkvæmt III. kafla ákæru.
IV
Samkvæmt framansögðu er ákærði sakfelldur fyrir brot gegn 1. mgr. 247. gr. og 2. tölulið 1. mgr. 250. gr. almennra hegningarlaga. Eins og fram kemur á sakavottorði hefur hann ekki áður gerst sekur um refsivert brot. Með hliðsjón af því og eðli brotanna er refsing hans ákveðin átta mánaða fangelsi, en fresta skal fullnustu refsingarinnar skilorðsbundið eins og nánar greinir í dómsorði.
Staðfest verður niðurstaða héraðsdóms um fjárhæð sakarkostnaðar í héraði sem samkvæmt yfirliti ríkissaksóknara nam alls 2.296.650 krónum. Eftir úrslitum málsins verður ákærða gert að greiða helming af þeim kostnaði sem og sakarkostnaði vegna meðferðar málsins fyrir Hæstarétti, þar með töldum málsvarnarlaunum verjanda sem ákveðin verða með virðisaukaskatti eins og í dómsorði segir.
Það athugist að við samningu hins áfrýjaða dóms var ekki gætt ákvæða 2. mgr. 183. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Þá er þar ekki leyst efnislega úr einkaréttarkröfu B hf. vegna fyrri liðar I. kafla ákæru, svo sem ástæða hefði verið til þar sem krafan var sem fyrr greinir einskorðuð við bætur fyrir tjón af völdum brots samkvæmt þeim ákærulið sem ákærði var sakfelldur fyrir í héraði. Er þetta aðfinnsluvert.
Dómsorð:
Ákærði, Atli Már Bjarnason, sæti fangelsi í átta mánuði, en fresta skal fullnustu refsingarinnar og hún niður falla að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dóms þessa, haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940.
Ákærði greiði helming sakarkostnaðar í héraði, sem nam samtals 2.296.650 krónum, og helming sakarkostnaðar fyrir Hæstarétti, sem er alls 778.352 krónur, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærða fyrir Hæstarétti, Guðmundar Ágústssonar hæstaréttarlögmanns, 627.500 krónur.
Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 8. október 2013.
Málið er höfðað með ákæru sérstaks saksóknara, dagsettri 10. desember 2012, á hendur:
,,Atla Má Bjarnasyni, kennitala [...],
[...], [...],
fyrir eftirtalin auðgunarbrot:
I.
1) Fyrir fjárdrátt, með því að hafa, mánudaginn 14. apríl 2008, sem eigandi, stjórnarmaður og daglegur stjórnandi einkahlutafélagsins A, kennitala [...], dregið einkahlutafélaginu og ráðstafað og fénýtt í þess þágu lausafjármuni og önnur verðmæti, ætluð til veitingahúsareksturs, sem voru í eigu fjármálafyrirtækisins B hf., kennitala [...], en í vörslum A ehf. á grundvelli fjármögnunarleigusamnings við B hf., dagsetts 27. júlí 2006, auðkenndum númerinu 135787-790, með því að selja munina og verðmætin einkahlutafélaginu C, kennitala, [...], fyrir 1.500.000 krónur.
Lausafjármunirnir og verðmætin voru samkvæmt fjármögnunarleigusamningnum að andvirði, að meðtöldum virðisaukaskatti, 1.970.797 krónur, sem sundurgreinist þannig:
Reikningur D, dagsettur 7. júní 2006
|
Lýsing munar og/eða verðmæta |
Magn |
Upphæð |
|
„Saml.gr.tvöf.rifl.slétt stál“ |
1 stk. |
80.270 krónur |
|
Samtals með afslætti: |
60.216 krónur |
|
|
Virðisaukaskattur: |
14.753 krónur |
|
|
Fjármögnunarleiguverð: |
79.949 krónur |
|
Reikningur E ehf., dagsettur 8. júní 2006
|
Lýsing munar og/eða verðmæta |
Magn |
Upphæð |
|
„D-30 stólar í Peltech“ |
30 stk. |
354.000 krónur |
|
Samtals: |
354.000 krónur |
|
|
Virðisaukaskattur: |
86.730 krónur |
|
|
Fjármögnunarleiguverð: |
440.730 krónur |
|
Reikningur F ehf., dagsettur 18. júní 2006
|
Lýsing munar og/eða verðmæta |
Magn |
Upphæð |
|
„Kronus bökunarofn 4xGN 2/3“ |
1 stk. |
53.005 krónur |
|
Samtals með afslætti: |
47.704 krónur |
|
|
Virðisaukaskattur: |
11.687 krónur |
|
|
Fjármögnunarleiguverð: |
59.391 krónur |
|
Reikningur G ehf., dagsettur 20. júní 2006
|
Lýsing munar og/eða verðmæta |
Magn |
Upphæð |
|
„MerkurPOS Veitingahúsa Pakki“ |
1 stk. |
239.000 krónur |
|
„Þjónustu- og uppfærslusamningur per útstöð“ |
11 stk. |
27.500 krónur |
|
Samtals með afslætti: |
267.400 krónur |
|
|
Virðisaukaskattur: |
65.513 krónur |
|
|
Fjármögnunarleiguverð: |
332.913 krónur |
|
Reikningur H ehf., dagsettur 21. júní 2006
|
Lýsing munar og/eða verðmæta |
Upphæð |
|
Vinna, akstur, efni og sögun „v. afgreiðsluborða - stólar“ |
498.650 krónur |
|
Samtals: |
498.650 krónur |
|
Virðisaukaskattur: |
122.169 krónur |
|
Fjármögnunarleiguverð: |
620.819 krónur |
Reikningur I ehf., dagsettur 5. júlí 2006
|
Lýsing munar og/eða verðmæta |
Magn |
Upphæð |
|
„ISA CRISTAL PALACE 350 TN“ |
1 stk. |
152.000 krónur |
|
„ÖSTI ECONOMICAL SALAT BAR“ |
1 stk. |
199.000 krónur |
|
Samtals með afslætti: |
351.000 krónur |
|
|
Virðisaukaskattur: |
85.995 krónur |
|
|
Fjármögnunarleiguverð: |
436.995 krónur |
|
2) Fyrir fjárdrátt, með því að hafa, á tímabilinu 18. desember 2008 til 4. nóvember 2009, sem eigandi, stjórnarmaður og daglegur stjórnandi einkahlutafélagsins A ehf. dregið sér eða einkahlutafélaginu og ráðstafað og fénýtt í eigin þágu eða félagsins, með óþekktum hætti, lausafjármuni, ætlaða til veitingahúsareksturs, sem voru í eigu B hf. en í vörslum A ehf. á grundvelli fjármögnunarleigusamnings við B hf., dagsetts 27. júlí 2006, auðkenndum númerinu 135787-790, en ákærði skilaði ekki tafarlaust hinum leigðu lausafjármunum í samræmi við ákvæði fjármögnunarleigusamningsins, þrátt fyrir áskoranir þar um, og óvíst er hver endanleg ráðstöfun þeirra varð.
Lausafjármunir þessir voru samkvæmt fjármögnunarleigusamningnum að andvirði, að meðtöldum virðisaukaskatti, 730.318 krónur, sem sundurgreinist þannig:
Reikningur D, dagsettur 7. júní 2006
|
Lýsing munar |
Magn |
Upphæð |
|
„Grillpanna 60x65“ |
1 stk. |
94.832 krónur |
|
Samtals með afslætti: |
80.607 krónur |
|
|
Virðisaukaskattur: |
19.749 krónur |
|
|
Fjármögnunarleiguverð: |
100.356 krónur |
|
Reikningur D, dagsettur 8. júní 2006
|
Lýsing munar |
Magn |
Upphæð |
|
„„Elisabeth“ skeið“ |
12 stk. |
1.752 krónur |
|
„„Elisabeth“ hnífur“ |
12 stk. |
2.484 krónur |
|
„„Elisabeth“ teskeið“ |
12 stk. |
996 krónur |
|
„Bolli 18cl“ |
12 stk. |
6.240 krónur |
|
„Undirskál 14,5sm“ |
12 stk. |
4.680 krónur |
|
„Combination dj.des.diskur 40cl“ |
12 stk. |
6.840 krónur |
|
„Relieff brauð/forr.diskur 21sm“ |
12 stk. |
6.360 krónur |
|
„Brauðkarfa bast“ |
10 stk. |
2.000 krónur |
|
„Brauðkarfa bast m/stálkanti“ |
4 stk. |
2.900 krónur |
|
„Glerskál 3,6cl (2620C)“ |
30 stk. |
1.479 krónur |
|
„Dropabakki 50x50“ |
1 stk. |
7.000 krónur |
|
Samtals með afslætti: |
34.185 krónur |
|
|
Virðisaukaskattur: |
8.375 krónur |
|
|
Kaupverð með virðisaukaskatti: |
42.560 krónur |
|
|
Fjármögnunarleiguverð: |
35.588 krónur |
|
Reikningur D, dagsettur 8. júní 2006
|
Lýsing munar |
Magn |
Upphæð |
|
„2000/3500 diskur 22,5“ |
40 stk. |
17.600 krónur |
|
„Combination dj.des.diskur 40cl“ |
40 stk. |
22.800 krónur |
|
„Relieff matardiskur 26,5sm“ |
25 stk. |
18.500 krónur |
|
„Bolli 18cl“ |
48 stk. |
24.960 krónur |
|
„Undirskál 14,5sm“ |
48 stk. |
18.720 krónur |
|
„Espresso bolli 8cl“ |
12 stk. |
5.520 krónur |
|
„Undirskál 12,5cm“ |
12 stk. |
4.320 krónur |
|
„Relieff brauð/forr.diskur 21sm“ |
20 stk. |
10.600 krónur |
|
„Rjómakanna 10cl“ |
6 stk. |
4.440 krónur |
|
„Figgjo saltstaukur“ |
2 stk. |
1.420 krónur |
|
„Figgjo piparstaukur“ |
2 stk. |
1.420 krónur |
|
„„Elisabeth“ skeið“ |
48 stk. |
7.008 krónur |
|
„„Elisabeth“ hnífur“ |
48 stk. |
9.936 krónur |
|
„„Elisabeth“ teskeið“ |
24 stk. |
1.992 krónur |
|
„„Elisabeth“ kökugafall“ |
24 stk. |
1.992 krónur |
|
„Mokkaskeið Selena 18/10“ |
24 stk. |
1.073 krónur |
|
„Cortina long drink gl.28cl“ |
60 stk. |
4.104 krónur |
|
„Glerskál 3,6cl (2620C)“ |
40 stk. |
1.972 krónur |
|
„Picardie glas 25cl“ |
48 stk. |
4.800 krónur |
|
„Kanna 1,8l“ |
4 stk. |
3.434 krónur |
|
„Kanna 0,95l“ |
2 stk. |
1.280 krónur |
|
„Matseðlastatív“ |
11 stk. |
5.236 krónur |
|
Samtals með afslætti: |
138.502 krónur |
|
|
Virðisaukaskattur: |
33.933 krónur |
|
|
Fjármögnunarleiguverð: |
172.435 krónur |
|
Reikningur F ehf., dagsettur 18. júní 2006
|
Lýsing munar |
Magn |
Upphæð |
|
„MBM stálborð 200x70x85cm“ |
1 stk. |
54.036 krónur |
|
„Mirror djúpst.pottur“ |
1 stk. |
29.771 krónur |
|
„Icecook þjón.bakk.svartur 40cm“ |
6 stk. |
5.232 krónur |
|
„Icecook skurðarbretti grænt“ |
2 stk. |
3.622 krónur |
|
„Icecook súpupottur 11L Svartur“ |
2 stk. |
22.768 krónur |
|
„Icecook standur fyrir bretti“ |
1 stk. |
2.472 krónur |
|
„pottur“ |
1 stk. |
1.848 krónur |
|
„Pujadas stálpottur 4.5L 18cm“ |
1 stk. |
2.186 krónur |
|
„Pujadas stálpottur 10L 24cm“ |
1 stk. |
2.831 krónur |
|
„Icecook Einsatz fur teigwaren fur 36cm“ |
1 stk. |
2.658 krónur |
|
„Pujadas stálpanna 32cm“ |
1 stk. |
4.013 krónur |
|
„Pujadas stálpottur 16,5L 28cm“ |
1 stk. |
4.080 krónur |
|
„Pujadas skaftpottur 2L 8cm“ |
1 stk. |
1.406 krónur |
|
„Icecook skafa 30cm“ |
1 stk. |
669 krónur |
|
„Icecook kökuhnífur 14 sneiða“ |
1 stk. |
2.902 krónur |
|
„Icecook skurðarbretti rautt“ |
1 stk. |
1.775 krónur |
|
„Icecook skurðarbretti blátt“ |
1 stk. |
1.811 krónur |
|
„Icecook skurðarbr. 1/1 GN Gult“ |
2 stk. |
3.616 krónur |
|
„Icecook tertudiskur á fæti 30 cm“ |
2 stk. |
2.149 krónur |
|
„Icecook tertulok 30cm“ |
2 stk. |
1.019 krónur |
|
„AME serveringsskeið“ |
2 stk. |
470 krónur |
|
„AME gataserveringsskeið“ |
2 stk. |
470 krónur |
|
„Icecook ausa 0,125 L“ |
1 stk. |
669 krónur |
|
„Icecook mælikanna 2L“ |
2 stk. |
1.110 krónur |
|
„Icecook sleikja 35cm“ |
2 stk. |
122 krónur |
|
„Icecook sleikja 40cm“ |
1 stk. |
118 krónur |
|
„Pujadas 12 víra pískari 50cm“ |
2 stk. |
861 krónur |
|
„Pujadas ausa 0,20L“ |
3 stk. |
2.266 krónur |
|
„Icecook rifjárn turn 24 cm“ |
1 stk. |
346 krónur |
|
„Stálbakki 1/3 GN 150mm“ |
3 stk. |
3.599 krónur |
|
„Stálbakki 1/2 GN 150mm“ |
2 stk. |
2.613 krónur |
|
„Pujadas tvöfalt sikti 26cm“ |
1 stk. |
1.945 krónur |
|
„Standur undir MBM eurotec 700 L 70x70x58“ |
1 stk. |
19.673 krónur |
|
„pedrali borðf.svartur 4 fóta“ |
12 stk. |
64.557 krónur |
|
Samtals með afslætti: |
337.505 krónur |
|
|
Virðisaukaskattur: |
82.689 krónur |
|
|
Fjármögnunarleiguverð: |
420.194 krónur |
|
Reikningur D, dagsettur 29. júní 2006
|
Lýsing munar |
Magn |
Upphæð |
|
„„Elisabeth“ gafall“ |
12 stk. |
1.752 krónur |
|
Samtals með afslætti: |
1.402 krónur |
|
|
Virðisaukaskattur: |
343 krónur |
|
|
Fjármögnunarleiguverð: |
1.745 krónur |
|
Telst háttsemi beggja ákæruliða varða við 1. mgr. 247. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940.
Í málinu gerir Gunnhildur Erla Kristjánsdóttir héraðsdómslögmaður, fyrir hönd Ólafs Hvanndals Ólafssonar héraðsdómslögmanns, fyrir hönd kröfuhafa, B hf., kennitala [...], þá kröfu að ákærði verði dæmdur til að greiða kröfuhafa skaðabætur að fjárhæð 245.032 krónur, auk vaxta samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 16. desember 2008 til 19. júní 2012, en dráttarvexti samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags.
Þá er gerð krafa um að ákærði verði dæmdur til að greiða B hf. lögmannsþóknun að mati dómsins fyrir að halda uppi kröfunni. Bótakrefjandi áskilur sér rétt til þess að leggja fram málskostnaðarreikning við aðalmeðferð málsins ef til kemur.
II.
Fyrir skilasvik, með því að hafa, föstudaginn 24. október 2008, sem eigandi, stjórnarmaður og framkvæmdastjóri einkahlutafélagsins J, kennitala [...], sem úrskurðað var gjaldþrota 16. janúar 2009, með kaupsamningi, selt einkahlutafélaginu K (nú L ehf.), kennitala [...], eftirfarandi fjármuni J ehf., fyrir 66.378.846 krónur, sem M hf. (nú N hf.), kennitala [...], hafði öðlast þau réttindi yfir að ráðstöfunin fékk ekki samrýmst þeim réttindum:
1) Allan rekstur J ehf. ásamt öllu tilheyrandi lausafé og viðskiptavild, þar með talið vörumerki og firmaheitið „J“, fyrir samtals 40.000.000 króna.
2) Útistandandi viðskiptakröfur J ehf. fyrir 23.238.716 krónur.
3) Hluta vörubirgða J ehf. fyrir 3.140.130 krónur.
Með ráðstöfuninni skerti ákærði rétt M hf. til þess að öðlast fullnægju af eignum J ehf. þar sem söluverð félagsins var óhæfilega lágt samkvæmt matsgerð dómkvaddra matmanna sem töldu að rétt og sanngjarnt rekstrarvirði félagsins hefði verið 87.000.000 krónur.
Réttindi þau sem M hf. hafði öðlast í hinum seldu fjármunum J ehf. voru eftirfarandi:
1) Samkvæmt tveimur lánssamningum, dagsettum 11. júlí 2007, milli M hf. og einkahlutafélagsins O ehf., kennitala [...], móðurfélags J ehf., sem ákærði jafnframt átti og var stjórnarmaður og framkvæmdastjóri í, veitti bankinn O ehf. tvö lán í erlendum myntum, hvort um sig að jafnvirði allt að 140.000.000 íslenskra króna, vegna fjármögnunar M hf. á kaupum O ehf. á öllum hlutum J ehf., þar sem O ehf. skuldbatt sig til þess að selja ekki allar eignir sínar eða verulegan hluta þeirra, eða dótturfélaga sinna, án samþykkis lánveitanda, uns skuldin samkvæmt lánssamningunum væri að fullu greidd. Með sölu fjármuna J ehf., án samþykkis M hf., braut ákærði ákvæði lánssamninganna um bann við sölu eigna en um var að ræða sölu nálega allra eigna J ehf. Framangreind tvö lán til O ehf. hafa ekki fengist greidd og eru í vanskilum, en af öðru láninu, sem var afborgunarlán, var greitt af í 12 skipti, en af hinu láninu, sem hafði einn gjalddaga, hefur ekki verið greitt.
2) Samkvæmt skriflegri yfirlýsingu um kvöð („negative pledge“) milli M hf. og J ehf., dagsettri 11. júlí 2007, skuldbatt J ehf. sig til þess að allar almennar fjárkröfur samkvæmt vörureikningum, allar vörubirgðir og allt óskráð lausafé félagsins yrði andlag aðfarargerðar, ef á reyndi, vegna skuldbindinga við M hf. Hin skriflega yfirlýsing var eitt af skilyrðum þess að framangreind lán til O ehf. voru veitt. Með sölu fjármuna J ehf., án samþykkis M hf., kom ákærði í veg fyrir að framangreindir fjármunir gætu verið andlag aðfarar, M hf. til handa, vegna skuldbindinga J ehf. við M hf.
3) Samkvæmt handveðsyfirlýsingu, dagsettri 11. júlí 2007, voru allir hlutir J ehf. handveðsettir M hf., en hlutunum var meðal annars ætlað að standa til tryggingar fyrir skaðlausum og skilvísum greiðslum framangreindra lána til O ehf. Handveðsyfirlýsingin var jafnframt eitt af skilyrðum þess að lánin til O ehf. voru veitt. Með sölu fjármuna J ehf., án samþykkis M hf., brast rekstrargrundvöllur félagsins með þeim afleiðingum að hlutir þess rýrnuðu verulega og urðu því sem næst verðlausir.
Telst háttsemin varða við 2. og 4. tölul. 1. mgr. 250. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940.
Í málinu gerir Jón Ármann Guðjónsson héraðsdómslögmaður, fyrir hönd N hf., kennitala [...], þá kröfu að ákærði verði dæmdur til greiðslu skaðabóta vegna tjóns umbjóðanda hans, vegna refsiverðrar háttsemi ákærða, sem nemur kröfufjárhæð þeirri sem lýst var í þrotabú J ehf., samtals að fjárhæð 583.139.043 krónur, en sú fjárhæð er miðuð við þegar félagið var úrskurðað gjaldþrota, hinn 16. janúar 2009. Aðalkrafa tjónþola nemur þannig 583.139.043 krónur en það var gjaldfelld staða lána 3. nóvember 2008 og er krafist dráttarvaxta frá þeim degi til greiðsludags. Til vara krefst tjónþoli skaðabóta að fjárhæð 271.249.271 króna miðað við 3. nóvember 2008, auk dráttarvaxta frá þeim degi til greiðsludags.
III.
Fyrir fjárdrátt, með því að hafa, á tímabilinu 24. október 2008 til 16. janúar 2009, sem eigandi, stjórnarmaður og framkvæmdastjóri einkahlutafélagsins J, kennitala [...], dregið sér eða einkahlutafélaginu og ráðstafað og fénýtt í eigin þágu eða félagsins, með óþekktum hætti, 301 lausafjármun, einkum kaffi- og vatnsvélar og vatnskæla, sem voru í eigu fjármálafyrirtækisins B hf., kennitala [...], en í vörslum J ehf. á grundvelli fjögurra fjármögnunarleigusamninga við B hf., dagsettra 29. mars 2007, 15. maí 2007, 11. mars 2008 og 6. júní 2008, en ákærði skilaði ekki tafarlaust hinum leigðu lausafjármunum í samræmi við ákvæði fjármögnunarleigusamninganna, þrátt fyrir áskoranir þar um, og óvíst er hver endanleg ráðstöfun þeirra varð.
Lausafjármunir þessir voru samkvæmt fjármögnunarleigusamningunum að andvirði, að meðtöldum virðisaukaskatti, 19.825.958 krónur, sem sundurgreinist þannig:
Fjármögnunarleigusamningur 140176-176, dagsettur 29. mars 2007
|
Tegund munar og magn |
Framleiðslunúmer munar |
Upphæð |
|
„Kaffivél Koro“ (6 stk.) |
|
|
|
(1) |
55402666 |
121.885 krónur |
|
(2) |
55402667 |
121.885 krónur |
|
(3) |
55402672 |
121.885 krónur |
|
(4) |
55402682 |
121.885 krónur |
|
(5) |
55402691 |
121.885 krónur |
|
(6) |
55402696 |
121.885 krónur |
|
„Kaffivél Jede Komo“ (3 stk.) |
|
|
|
(1) |
020000625791 |
72.446 krónur |
|
(2) |
020000625800 |
72.446 krónur |
|
(3) |
020000629016 |
72.446 krónur |
|
„Kaffivél Jede Xplore 400“ (2 stk.) |
|
|
|
(1) |
06049266223 |
268.173 krónur |
|
(2) |
06049266224 |
268.173 krónur |
|
„Kosmologik Sódavatnsvél“ (40 stk.) |
|
|
|
(1) |
051236354 |
111.975 krónur |
|
(2) |
051236355 |
111.975 krónur |
|
(3) |
051236356 |
111.975 krónur |
|
(4) |
051236357 |
111.975 krónur |
|
(5) |
051236358 |
111.975 krónur |
|
(6) |
051236359 |
111.975 krónur |
|
(7) |
051236360 |
111.975 krónur |
|
(8) |
051236361 |
111.975 krónur |
|
(9) |
051236362 |
111.975 krónur |
|
(10) |
051236363 |
111.975 krónur |
|
(11) |
051135442 |
111.975 krónur |
|
(12) |
051135443 |
111.975 krónur |
|
(13) |
051135444 |
111.975 krónur |
|
(14) |
051135445 |
111.975 krónur |
|
(15) |
051135446 |
111.975 krónur |
|
(16) |
051135447 |
111.975 krónur |
|
(17) |
051135448 |
111.975 krónur |
|
(18) |
051135449 |
111.975 krónur |
|
(19) |
051135450 |
111.975 krónur |
|
(20) |
051135451 |
111.975 krónur |
|
(21) |
051332770 |
111.975 krónur |
|
(22) |
051332771 |
111.975 krónur |
|
(23) |
051332772 |
111.975 krónur |
|
(24) |
051332773 |
111.975 krónur |
|
(25) |
051332774 |
111.975 krónur |
|
(26) |
051332775 |
111.975 krónur |
|
(27) |
051332776 |
111.975 krónur |
|
(28) |
051332777 |
111.975 krónur |
|
(29) |
051332778 |
111.975 krónur |
|
(30) |
051332779 |
111.975 krónur |
|
(31) |
050834191 |
111.975 krónur |
|
(32) |
050834192 |
111.975 krónur |
|
(33) |
050834193 |
111.975 krónur |
|
(34) |
050834194 |
111.975 krónur |
|
(35) |
050834195 |
111.975 krónur |
|
(36) |
050834196 |
111.975 krónur |
|
(37) |
050834197 |
111.975 krónur |
|
(38) |
050834198 |
111.975 krónur |
|
(39) |
050834199 |
111.975 krónur |
|
(40) |
050834200 |
111.975 krónur |
|
Fjármögnunarleiguverð samtals: |
5.963.944 krónur |
|
Fjármögnunarleigusamningur 140640-641, dagsettur 15. maí 2007
|
Tegund munar og magn |
Framleiðslunúmer munar |
Upphæð |
|
„Kaffivél Jede Xplore 400“ (8 stk.) |
|
|
|
(1) |
061192662544 |
268.173 krónur |
|
(2) |
061092662429 |
268.173 krónur |
|
(3) |
061092662430 |
268.173 krónur |
|
(4) |
060992662362 |
268.173 krónur |
|
(5) |
060692662136 |
268.173 krónur |
|
(6) |
060692662137 |
268.173 krónur |
|
(7) |
060692662138 |
268.173 krónur |
|
(8) |
060692662139 |
268.173 krónur |
|
„Necta Colibri Baunavél“ (2 stk.) |
|
|
|
(1) |
61502683 |
444.206 krónur |
|
(2) |
61502696 |
444.206 krónur |
|
„Kaffivél Jede Komo“ (25 stk.) |
|
|
|
(1) |
020000625749 |
62.097 krónur |
|
(2) |
020000625750 |
62.097 krónur |
|
(3) |
020000628987 |
62.097 krónur |
|
(4) |
020000628988 |
62.097 krónur |
|
(5) |
020000628989 |
62.097 krónur |
|
(6) |
020000628990 |
62.097 krónur |
|
(7) |
020000628992 |
62.097 krónur |
|
(8) |
020000628993 |
62.097 krónur |
|
(9) |
020000628994 |
62.097 krónur |
|
(10) |
020000629000 |
62.097 krónur |
|
(11) |
020000601277 |
62.097 krónur |
|
(12) |
020000607724 |
62.097 krónur |
|
(13) |
020000607779 |
62.097 krónur |
|
(14) |
020000607781 |
62.097 krónur |
|
(15) |
020000607784 |
62.097 krónur |
|
(16) |
020000607785 |
62.097 krónur |
|
(17) |
020000607792 |
62.097 krónur |
|
(18) |
020000607815 |
62.097 krónur |
|
(19) |
020000607816 |
62.097 krónur |
|
(20) |
020000625899 |
62.097 krónur |
|
(21) |
020000625900 |
62.097 krónur |
|
(22) |
020000625902 |
62.097 krónur |
|
(23) |
020000625908 |
62.097 krónur |
|
(24) |
020000625909 |
62.097 krónur |
|
(25) |
020000625914 |
62.097 krónur |
|
Fjármögnunarleiguverð samtals: |
4.586.221 krónur |
|
Fjármögnunarleigusamningur 146630-631, dagsettur 11. mars 2008
|
Tegund munar og magn |
Framleiðslunúmer munar |
Upphæð |
|
„Kaffivél Jede Xplore 400“ (4 stk.) |
|
|
|
(1) |
0709929921064 |
317.973 krónur |
|
(2) |
070892662991 |
317.973 krónur |
|
(3) |
070492662846 |
317.973 krónur |
|
(4) |
0708926621000 |
317.973 krónur |
|
„Kosmologik Sódavatnsvél“ (10 stk.) |
|
|
|
(1) |
65558417 |
111.975 krónur |
|
(2) |
65558418 |
111.975 krónur |
|
(3) |
65558419 |
111.975 krónur |
|
(4) |
65558420 |
111.975 krónur |
|
(5) |
65558421 |
111.975 krónur |
|
(6) |
65558422 |
111.975 krónur |
|
(7) |
65558423 |
111.975 krónur |
|
(8) |
65558424 |
111.975 krónur |
|
(9) |
65558425 |
111.975 krónur |
|
(10) |
65558426 |
111.975 krónur |
|
„Kaffivél Bravilor Freshmore“ (1 stk.) |
|
|
|
(1) |
20000779178 |
206.991 króna |
|
„Kaffivél Jede Komo“ (30 stk.) |
|
|
|
(1) |
020000735198 |
73.209 krónur |
|
(2) |
020000735201 |
73.209 krónur |
|
(3) |
020000735184 |
73.209 krónur |
|
(4) |
020000735180 |
73.209 krónur |
|
(5) |
020000735199 |
73.209 krónur |
|
(6) |
020000735097 |
73.209 krónur |
|
(7) |
020000735090 |
73.209 krónur |
|
(8) |
020000735082 |
73.209 krónur |
|
(9) |
020000735105 |
73.209 krónur |
|
(10) |
020000735094 |
73.209 krónur |
|
(11) |
020000735089 |
73.209 krónur |
|
(12) |
020000735431 |
73.209 krónur |
|
(13) |
020000730421 |
73.209 krónur |
|
(14) |
020000735071 |
73.209 krónur |
|
(15) |
020000735069 |
73.209 krónur |
|
(16) |
020000735080 |
73.209 krónur |
|
(17) |
020000735068 |
73.209 krónur |
|
(18) |
020000735079 |
73.209 krónur |
|
(19) |
020000730472 |
73.209 krónur |
|
(20) |
020000730483 |
73.209 krónur |
|
(21) |
020000730475 |
73.209 krónur |
|
(22) |
020000735140 |
73.209 krónur |
|
(23) |
020000735150 |
73.209 krónur |
|
(24) |
020000735141 |
73.209 krónur |
|
(25) |
020000735144 |
73.209 krónur |
|
(26) |
020000735153 |
73.209 krónur |
|
(27) |
020000735147 |
73.209 krónur |
|
(28) |
020000730530 |
73.209 krónur |
|
(29) |
020000730539 |
73.209 krónur |
|
(30) |
020000730536 |
73.209 krónur |
|
„Barista kaffivél“ (4 stk.) |
|
|
|
(1) |
D19206A021660 |
133.946 krónur |
|
(2) |
D19206A021661 |
133.946 krónur |
|
(3) |
D19206A021662 |
133.946 krónur |
|
(4) |
D19206A021663 |
133.946 krónur |
|
Fjármögnunarleiguverð samtals: |
5.330.687 krónur |
|
Fjármögnunarleigusamningur 148000-001, dagsettur 6. júní 2008
|
Tegund munar og magn |
Framleiðslunúmer munar |
Upphæð |
|
„YLR V-87 Vatnskælir“ (143 stk.) |
|
|
|
(1) |
SER105SB229 |
15.936 krónur |
|
(2) |
SER105SB230 |
15.936 krónur |
|
(3) |
SER105SB231 |
15.936 krónur |
|
(4) |
SER105SB232 |
15.936 krónur |
|
(5) |
SER105SB233 |
15.936 krónur |
|
(6) |
SER105SB234 |
15.936 krónur |
|
(7) |
SER105SB235 |
15.936 krónur |
|
(8) |
SER105SB236 |
15.936 krónur |
|
(9) |
SER105SB237 |
15.936 krónur |
|
(10) |
SER105SB238 |
15.936 krónur |
|
(11) |
SER105SB239 |
15.936 krónur |
|
(12) |
SER105SB240 |
15.936 krónur |
|
(13) |
SER105SB241 |
15.936 krónur |
|
(14) |
SER105SB242 |
15.936 krónur |
|
(15) |
SER105SB243 |
15.936 krónur |
|
(16) |
SER105SB244 |
15.936 krónur |
|
(17) |
SER105SB245 |
15.936 krónur |
|
(18) |
SER105SB246 |
15.936 krónur |
|
(19) |
SER105SB247 |
15.936 krónur |
|
(20) |
SER105SB248 |
15.936 krónur |
|
(21) |
SER105SB249 |
15.936 krónur |
|
(22) |
SER105SB250 |
15.936 krónur |
|
(23) |
SER105SB251 |
15.936 krónur |
|
(24) |
SER105SB252 |
15.936 krónur |
|
(25) |
SER105SB253 |
15.936 krónur |
|
(26) |
SER105SB254 |
15.936 krónur |
|
(27) |
SER105SB255 |
15.936 krónur |
|
(28) |
SER105SB256 |
15.936 krónur |
|
(29) |
SER105SB257 |
15.936 krónur |
|
(30) |
SER105SB258 |
15.936 krónur |
|
(31) |
SER105SB259 |
15.936 krónur |
|
(32) |
SER105SB260 |
15.936 krónur |
|
(33) |
SER105SB261 |
15.936 krónur |
|
(34) |
SER105SB262 |
15.936 krónur |
|
(35) |
SER105SB263 |
15.936 krónur |
|
(36) |
SER105SB264 |
15.936 krónur |
|
(37) |
SER105SB265 |
15.936 krónur |
|
(38) |
SER105SB266 |
15.936 krónur |
|
(39) |
SER105SB267 |
15.936 krónur |
|
(40) |
SER105SB268 |
15.936 krónur |
|
(41) |
SER105SB269 |
15.936 krónur |
|
(42) |
SER105SB270 |
15.936 krónur |
|
(43) |
SER105SB271 |
15.936 krónur |
|
(44) |
SER105SB272 |
15.936 krónur |
|
(45) |
SER105SB273 |
15.936 krónur |
|
(46) |
SER105SB274 |
15.936 krónur |
|
(47) |
SER105SB275 |
15.936 krónur |
|
(48) |
SER105SB276 |
15.936 krónur |
|
(49) |
SER105SB277 |
15.936 krónur |
|
(50) |
SER105SB278 |
15.936 krónur |
|
(51) |
SER105SB279 |
15.936 krónur |
|
(52) |
SER105SB280 |
15.936 krónur |
|
(53) |
SER105SB281 |
15.936 krónur |
|
(54) |
SER105SB282 |
15.936 krónur |
|
(55) |
SER105SB283 |
15.936 krónur |
|
(56) |
SER105SB284 |
15.936 krónur |
|
(57) |
SER105SB285 |
15.936 krónur |
|
(58) |
SER105SB286 |
15.936 krónur |
|
(59) |
SER105SB287 |
15.936 krónur |
|
(60) |
SER105SB288 |
15.936 krónur |
|
(61) |
SER105SB289 |
15.936 krónur |
|
(62) |
SER105SB290 |
15.936 krónur |
|
(63) |
SER105SB291 |
15.936 krónur |
|
(64) |
SER105SB292 |
15.936 krónur |
|
(65) |
SER105SB293 |
15.936 krónur |
|
(66) |
SER105SB294 |
15.936 krónur |
|
(67) |
SER105SB295 |
15.936 krónur |
|
(68) |
SER105SB296 |
15.936 krónur |
|
(69) |
SER105SB297 |
15.936 krónur |
|
(70) |
SER105SB298 |
15.936 krónur |
|
(71) |
SER105SB299 |
15.936 krónur |
|
(72) |
SER105SB300 |
15.936 krónur |
|
(73) |
SER105SB301 |
15.936 krónur |
|
(74) |
SER105SB302 |
15.936 krónur |
|
(75) |
SER105SB303 |
15.936 krónur |
|
(76) |
SER105SB304 |
15.936 krónur |
|
(77) |
SER105SB305 |
15.936 krónur |
|
(78) |
SER105SB306 |
15.936 krónur |
|
(79) |
SER105SB307 |
15.936 krónur |
|
(80) |
SER105SB308 |
15.936 krónur |
|
(81) |
SER105SB309 |
15.936 krónur |
|
(82) |
SER105SB310 |
15.936 krónur |
|
(83) |
SER105SB311 |
15.936 krónur |
|
(84) |
SER105SB312 |
15.936 krónur |
|
(85) |
SER105SB313 |
15.936 krónur |
|
(86) |
SER105SB314 |
15.936 krónur |
|
(87) |
SER105SB315 |
15.936 krónur |
|
(88) |
SER105SB316 |
15.936 krónur |
|
(89) |
SER105SB317 |
15.936 krónur |
|
(90) |
SER105SB318 |
15.936 krónur |
|
(91) |
SER105SB319 |
15.936 krónur |
|
(92) |
SER105SB320 |
15.936 krónur |
|
(93) |
SER105SB321 |
15.936 krónur |
|
(94) |
SER105SB322 |
15.936 krónur |
|
(95) |
SER105SB323 |
15.936 krónur |
|
(96) |
SER105SB324 |
15.936 krónur |
|
(97) |
SER105SB325 |
15.936 krónur |
|
(98) |
SER105SB326 |
15.936 krónur |
|
(99) |
SER105SB327 |
15.936 krónur |
|
(100) |
SER105SB328 |
15.936 krónur |
|
(101) |
SER105SB329 |
15.936 krónur |
|
(102) |
SER105SB330 |
15.936 krónur |
|
(103) |
SER105SB331 |
15.936 krónur |
|
(104) |
SER105SB332 |
15.936 krónur |
|
(105) |
SER105SB333 |
15.936 krónur |
|
(106) |
SER105SB334 |
15.936 krónur |
|
(107) |
SER105SB335 |
15.936 krónur |
|
(108) |
SER105SB336 |
15.936 krónur |
|
(109) |
SER105SB337 |
15.936 krónur |
|
(110) |
SER105SB338 |
15.936 krónur |
|
(111) |
SER105SB339 |
15.936 krónur |
|
(112) |
SER105SB340 |
15.936 krónur |
|
(113) |
SER105SB341 |
15.936 krónur |
|
(114) |
SER105SB342 |
15.936 krónur |
|
(115) |
SER105SB343 |
15.936 krónur |
|
(116) |
SER105SB344 |
15.936 krónur |
|
(117) |
SER105SB345 |
15.936 krónur |
|
(118) |
SER105SB346 |
15.936 krónur |
|
(119) |
SER105SB347 |
15.936 krónur |
|
(120) |
SER105SB348 |
15.936 krónur |
|
(121) |
SER105SB349 |
15.936 krónur |
|
(122) |
SER105SB350 |
15.936 krónur |
|
(123) |
SER105SB351 |
15.936 krónur |
|
(124) |
SER105SB352 |
15.936 krónur |
|
(125) |
SER105SB353 |
15.936 krónur |
|
(126) |
SER105SB354 |
15.936 krónur |
|
(127) |
SER105SB355 |
15.936 krónur |
|
(128) |
SER105SB356 |
15.936 krónur |
|
(129) |
SER105SB357 |
15.936 krónur |
|
(130) |
SER105SB358 |
15.936 krónur |
|
(131) |
SER105SB359 |
15.936 krónur |
|
(132) |
SER105SB360 |
15.936 krónur |
|
(133) |
SER105SB361 |
15.936 krónur |
|
(134) |
SER105SB362 |
15.936 krónur |
|
(135) |
SER105SB363 |
15.936 krónur |
|
(136) |
SER105SB364 |
15.936 krónur |
|
(137) |
SER105SB365 |
15.936 krónur |
|
(138) |
SER105SB366 |
15.936 krónur |
|
(139) |
SER105SB367 |
15.936 krónur |
|
(140) |
SER105SB368 |
15.936 krónur |
|
(141) |
SER105SB369 |
15.936 krónur |
|
(142) |
SER105SB370 |
15.936 krónur |
|
(143) |
SER105SB371 |
15.936 krónur |
|
„Kaffivél Jede Komo“ (23 stk.) |
|
|
|
(1) |
020000784344 |
72.446 krónur |
|
(2) |
020000784349 |
72.446 krónur |
|
(3) |
020000784354 |
72.446 krónur |
|
(4) |
020000784355 |
72.446 krónur |
|
(5) |
020000735086 |
72.446 krónur |
|
(6) |
020000735091 |
72.446 krónur |
|
(7) |
020000735093 |
72.446 krónur |
|
(8) |
020000735095 |
72.446 krónur |
|
(9) |
020000735096 |
72.446 krónur |
|
(10) |
020000735098 |
72.446 krónur |
|
(11) |
020000735099 |
72.446 krónur |
|
(12) |
020000735102 |
72.446 krónur |
|
(13) |
020000735154 |
72.446 krónur |
|
(14) |
020000735163 |
72.446 krónur |
|
(15) |
020000735166 |
72.446 krónur |
|
(16) |
020000735174 |
72.446 krónur |
|
(17) |
020000784339 |
72.446 krónur |
|
(18) |
020000784340 |
72.446 krónur |
|
(19) |
020000784342 |
72.446 krónur |
|
(20) |
020000735110 |
72.446 krónur |
|
(21) |
020000735113 |
72.446 krónur |
|
(22) |
020000735134 |
72.446 krónur |
|
(23) |
020000735179 |
72.446 krónur |
|
Fjármögnunarleiguverð samtals: |
3.945.106 krónur |
|
Telst háttsemin varða við 1. mgr. 247. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940.
Í málinu gerir Gunnhildur Erla Kristjánsdóttir héraðsdómslögmaður, fyrir hönd Ólafs Hvanndals Ólafssonar héraðsdómslögmanns, fyrir hönd kröfuhafa, B hf., kennitala [...], þær dómkröfur að ákærði verið dæmdur til að greiða kröfuhafa skaðabætur að fjárhæð 51.286.407 krónur, auk vaxta samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 frá 16. janúar 2009 til 22. ágúst 2012 en dráttarvexti samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags, allt að frádreginni innborgun að fjárhæð 850.000 krónur hinn 13. nóvember 2011.
Þá er gerð krafa um að ákærði verið dæmdur til að greiða kröfuhafa lögmannsþóknun að mati dómsins fyrir að halda uppi kröfum þessum. Bótakrefjandi áskilur sér rétt til þess að leggja fram málskostnaðarreikning við aðalmeðferð málsins.
Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.“
Undir dómsmeðferð málsins var akærulið III breytt þannig að sakarefnið lýtur að 300 lausafjármunum.
Framhaldsákæra var gefin út 23. apríl 2013 þar sem segir:
,,Að breyta verður ákæru útgefinni 10. desember 2012 á hendur Atla Má Bjarnasyni, kennitala [...], [...], [...], með eftirfarandi hætti:
Í I. kafla á bls. 1, í fyrstu töflu, í stað textans „60.216“ komi textinn „64.216“ og í sama kafla á bls. 2, í fyrirsögn við neðstu töflu, í stað textans „8. júní“ komi textinn „28. júní“.
Verjandi ákærða krefst vægustu refsingar vegna sakargifta í 1. kafla ákæru sem ákærði hefur játað að hluta. Að öðru leyti er krafist sýknu og að bótakröfum verði vísað frá dómi en til vara að ákærði verði sýknaður af bótakröfunum en til þrautarvara að kröfurnar verði lækkaðar. Málsvarnarlaun er krafist úr ríkissjóði að mati dómsins.
Nú verða reifaðir málavextir vegna hvers ákæruliðar um sig.
Ákæruliður I.1
Ákærði játar sök samkvæmt þessum ákærulið þannig að hann kvaðst hafa selt C muni fyrir 1.500.000 krónur en hann viti ekki hvort munirnir sem hér um ræðir séu þeir sem hann seldi C.
Þá neitaði ákærði sök að því er varðar reikning frá H ehf. Ákærði kvað peningana sem um ræðir hafa farið í rekstur A og fjármunirnir hafi verið notaðir við rekstur þess félags svo sem til greiðslu opinberra gjalda og til að greiða sex mánuði af samningum við B hf.
Reikningur H ehf. hafi verið vegna vinnu hans fyrir A, meðal annars smíði borða og fleira og lýsti ákærði því. Flestir munir urðu eftir á staðnum.
Vitnið P var skráður framkvæmdastjóri og prókúruhafi A á þeim tíma sem í ákæru greinir. Hann kvaðst ekki hafa gengt stöðunni í raun þar sem rekstrarstjóri hafi verið á staðnum sem hafi annast starfið. Hann kvaðst ekki hafa fylgst með rekstri fyrirtækisins. Hann kvaðst hafa vitað af því að C hefði tekið yfir rekstur A í apríl 2008. P kvaðst ekkert vita um það hvernig salan fór fram. Hann hafi ekki komið þar að. Hann kvaðst ekki hafa komið inn á staðinn á árinu 2008 og hann viti ekki til að neinir munir hafi verið teknir þaðan af hálfu A. P gat ekkert borið um sakarefnið sem lýst er í ákærulið 1.2.
Vitnið Ólafur Hvanndal Ólafsson var starfandi lögmaður. Hann kvað B hafa falið sér að reyna að innheimta tæki til veitingarekstrar frá A á þeim tíma sem hér um ræðir en B hafi fjármagnað tækjakaupin með eignaleigusamningi sem hafi verið rift og tækjum hafi ekki verið skilað í samræmi við samninginn (1.1.) Eftir að innsetningargerð fékkst, var farið á lögheimili félagsins að [...] en ekki tókst að finna tækin. Hann kvað sig minna að ákærði hafi sagt að munum hafi verið hent eða að þeir væru ekki lengur til.
Síðar var farið í [...] þar sem A hafi verið til húsa. Þar hafi rekstur verið í gangi á vegum C. Vitnið kvaðst þó hafa séð að hluti munanna, sem leitað var að, hafi verið þarna.
Vitnið Q viðskiptastjóri hjá B. Hann var spurðu um einn reikninganna sem B fjármagnaði samkvæmt þessum ákærulið, var reikningur frá byggingaverktaka. Spurður hvort venja hafi verið að fjármagna slíkt, kvað Q svo ekki hafa verið. Hann kvað hraða í viðskiptum hafa verið mikinn á þessum tíma og hugsanlegt að það hafi leitt til þess að slíkur kostnaður var fjármagnaður.
Vitnið R var eigandi C á þeim tíma sem um getur í þessum ákærulið. Hún lýsti kaupum rekstarmuna af ákærða en hún kvaðst ekkert hafa vitað að A hafi verið eigandi munanna fyrr en hálfu ári eftir kaupin er greiðsla var innt af hendi. Hún kvaðst ekki hafa vitað hvort B hafi átt munina sem keyptir voru en rekstri A var hætt einhverjum vikum eða mánuðum áður en kaupin urðu. Hún kvað lista hafa verið gerðan yfir munina sem hún keypti en það hafi einkum verið borð og stólar en hún viti ekki hvað varð um munina sem keyptir voru. Hún kvað B hafa komið nokkru eftir að rekstur var hafinn. Þá taldi hún að B hafi verið greitt eitthvað fyrir stóla og borð en hún viti ekki hvort B tók munina sem voru í geymslu.
Niðurstaða ákæruliðar I.1.
Sannað er með skýlausri játningu ákærða og með öðrum gögnum málsins að ákærði hafi gerst sekur um háttsemi þá sem í þessum ákærulið greinir og er brot hans rétt fært til refsiákvæðis í ákærunni.
Ákæruliður I.2
Ákærði neitar sök. Hann kvaðst hafa verið eigandi, stjórnarmaður og daglegur stjórnandi einkahlutafélagsins sem um ræðir á þeim tíma sem í ákæru greinir. Spurður hvað hafi orðið um munina sem í þessum ákærulið greinir og honum er gefið að sök að hafa ráðstafað með óþekktum hætti, kvað ákærði munina hafa verið skilda eftir í A. Spurður hvers vegna munum var ekki skilað B í stað þess að skilja þá eftir, kvað ákærði ástæðuna þá að munirnir hafi nánast verið verið verðlausir. Þetta hafi verið skeiðar, bollar og ýmislegt smádót auk þess sem mikill hluti munanna hafi verið týndur og farið forgörðum eins og gerist í rekstri sem þeim sem hér um ræðir. Ákærði kvað hins vegar, eftir á að hyggja, hefði verið rétt af honum að koma þessum munum til B sem fjármagnaði kaup þeirra eins og í ákærunni greinir.
Ákærði kvað samningnum við B hafa verið rift í lok árs 2008 og vörslusviptingaraðilar hefðu komið í tvisvar eða þrisvar sinnum til að reyna að hafa uppi á mununum sem um ræðir og ákærði hafi vísað á munina.
Fyrir liggja gögn sem sýna að greitt var af samningum við B í 26 skipti af 48 og staðfesti ákærði þetta.
Fyrir liggja gögn sem sýna að P var skráður framkvæmdastjóri A á þessum tíma. Spurður um þetta, kvað ákærði P ekki hafa komið að rekstrinum. Ákærði hafi verið daglegur stjórnandi. Ákærði kvað A hafa verið lokað í desember 2007 en taprekstur hafi verið frá upphafi. Ákærði kvað hafa verið búið að loka staðnum þegar S, starfsmaður B, hafði fyrst samband vegna málsins og ákærði hafi verið að reyna að selja staðinn sem rekstrareiningu en ekki einstaka muni. Ákærði kvaðst enga muni hafa tekið af staðnum eftir að honum var lokað og ákærði hafi ekki komið þangað eftir lokun um áramótin 2007 2008.
Niðurstaða ákæruliðar I.2.
Ákærði neitar sök. Sannað er með framburði ákærða og með öðrum gögnum málsins að munirnir sem hér um ræðir voru eign B hf. á grundvelli fjármögnunarleigusamnings sem í ákæru greinir. Samkvæmt samningum var ákærða óheimilt að ráðstafa mununum án heimildar. Ákærða er gefið að sök að hafa sem eigandi, stjórnarmaður og daglegur stjórnandi A ehf. dregið sér eða einkahlutafélaginu og ráðstafað og fénýtt í eigin þágu eða félagsins með óþekktum hætti lausafjármunum sem í ákærunni greinir.
Óumdeilt er að lausafjármunirnir sem um ræðir voru eign B hf. á grundvelli fjármögnunarleigusamningsins. Ákærða bar að skila mununum við riftun samkvæmt ákvæðum í samningnum og bar ákærði um það fyrir dómi að eftir á að hyggja hefði verið rétt af honum að skila mununum til B. Ákærði kvaðst hafa skilið munina eftir í A eins og rakið var. Þá kvað hann munina hafa verið þeirrar gerðar að þeir gangi úr sér, týnist og/eða fari forgörðum í rekstri eins og þeim sem um ræðir. Ákærði neitaði að hafa ráðstafað mununum eins og lýst er í ákærunni. Gegn neitun ákærða er ósannað að hann hafi dregið sér eða einkahlutafélaginu og ráðstafa og fénýtt í eigin þágu eða félagsins eins og lýst er í ákærunni.
Á ákærða hvíldu skyldur að lögum sem stjórnarmaður og daglegur stjórnandi félagsins og skyldur hvíldu á honum samkvæmt samningnum við B. Vanefndir ákærða á samningsskyldunum leiða ekki sjálfkrafa til refsiábyrgðar. Þar sem ósannað er að ákærði hafi ráðstafað mununum, eins og í ákæru greinir, ber að sýkna hann af broti gegn 247. gr. almennra hegningarlaga.
Ákæruliður II
Ákærði neitar sök. Hann kvaðst hafa verið eigandi, stjórnarmaður og framkvæmdastjóri einkahlutafélagsins J á þeim tíma sem hér um ræðir. Hann lýsti því að eftir að gengisvísitalan hrundi í mars 2008 hafi verið ljóst að í óefni stefndi hjá félaginu þar sem skuldir þess höfðu tvöfaldast á stuttum tíma. Í ágúst, sama ár, hafði ákærði samband við M til að leita lausna á vandanum en þá var einn mánuður í vanskilum hjá félaginu gagnvart M. Ákærði kvað fljótlega hafa komið í ljós að áhugi M til að leysa vandann var ekki mikill en félagið hafði frá áramótum 2008 fram til október sama árs misst um 40% af viðskiptavinum sínum.
Vegna þessa hafi hann leitað sér aðstoðar hjá lögmannsstofu um það hvað unnt væri að gera. Eftir þá skoðun var ákveðið að selja og hafi kaupsamningurinn verið saminn á lögmannsstofunni sem leitað var til. Kaupsamningurinn liggur fyrir þar sem þetta kemur fram. Úr varð að verðmæti félagsins yrði metið og það síðan selt. Hann kvaðst hafa fengið tvo aðila til að verðmeta félagið en þessir aðilar voru T og U sem kynnti sig sem fyrirtækjaráðgjafa á ákærði kvaðst hafa reiknað með því að aðilarnir hjá þessum fyrirtækjum væru fasteigna- og fyrirtækjasalar. Í framhaldinu var félagið metið og söluverð félagsins, sem í ákæru greinir og er sagt vera óhæfilega lágt, hafi verið byggt á þessu mati. Hann kvaðst telja verðmatið eðlilegt en miðað við þær aðstæður sem voru á markaðinum á þessum tíma en fullkomin „krísa“ hafi þá verið.
Ákærði kvaðst ekki hafa aflað heimilda hjá M til að selja fyrirtækið. Eftir söluna var ekki rekstragrundvöllur fyrir J ehf. Ástæðu sölunnar kvað ákærði þá að vegna skulda félagsins sem höfðu meira en tvöfaldast á stuttum tíma, hafi rekstrargrundvöllur brostið. Af þessum sökum og einnig vegna þess að félagið tapaði 40 50% viðskiptavina sinna vegna hrunsins og lýsti ákærði þessu. Eftir gjaldþrot fyrirtækisins hafi heimtur þrotabúsins frá kaupanda félagsins verið góðar, eftir því sem ákærði vissi.
Ákærði kvað V [...] eiganda L. Ákærði kveðst ekki hafa setið í stjórn þess félags en síðar hafi orðið starfsmaður þess.
Hinn 16. janúar 2009 var bú J ehf. tekið til gjaldþrotaskipta. Sigurmar K. Albertsson hæstaréttarlögmaður var skiptastjóri búsins. Hinn 15. maí 2009 barst Héraðsdómi Reykjavíkur matsbeiðni frá skiptastjóranum þar sem þess var óskað að dómkvaddir yrðu tveir matsmenn til að láta í té skriflegt og rökstutt álit á eftirfarandi:
„Hvert var rétt og sanngjarnt verð félagsins J ehf., kennitala [...], á söludegi þann 24.10.2008.“
Hinn 25. september 2009 voru dómkvaddir þeir Björgvin Ingi Ólafsson hagfræðingur og Jón Viðar Ívarsson viðskiptafræðingur. Matsmenn og skiluðu þeir matsgerð dagsettri 21. desember 2009. Niðurstöðukafli matsgerðarinnar er svofelldur:
„Niðurstaða matsmanna er að rétt og sanngjarnt verð félagsins J ehf. hafi verið 87 m.kr., miðað við matsdaginn 24. október 2008.
Er að ofan átt við heildarvirði rekstrar (e. enterprise value) félagsins á matsdegi. Getið skal þess að miðað er við að virði félagsins sé greitt í reiðufé á kaupdegi. Ef greiðslumiðill er annar en reiðufé þarf að leggja mat á virði þess greiðslumiðils, til dæmis með núvirðingu.
Matsmenn vilja taka fram að „rétt og sanngjarn verð“ rekstrar er umtalsvert huglæg stærð, sem ræðst jafnan af fleiri þáttum í einstökum viðskiptum en útreikningum seinum. Sérstaklega skal þess getið að októbermánuður 2008 er mjög óvenjulegur tími til að meta virði rekstrar á Íslandi. Verulega meiri óvissa var um virði fyrirtækja á þeim tíma en að jafnaði og hægt að líta til virði rekstrar frá mjög ólíkum forsendum. Matsmenn leitast þó við að taka tillit til þessarar óvenjumiklu óvissu við mat á ávöxtunarkröfu til rekstrarins.
Matsmenn hafa leitast við að reikna út verðmæti félagsins miðað við 24. október 2008 og þær upplýsingar sem liggja fyrir, út frá viðurkenndum aðferðum, sem algengt er að beita við mat sem þetta.“
Vitnin Björgvin Ingi Ólafsson hagfræðingur, annar matsmannanna, kom fyrir dóminn og gerði grein fyrir aðferðum sem notaðar voru við matsgerðina og vinnu við hana, skýrði hana og staðfesti. Hann kvað sérstakar aðstæður hafa verið á söludegi félagsins og meiri óvissu en alla jafnan og skýrði hann það og kvað meðal annars óvissu með verð fyrirtækja ekki áður hafa verið meiri á Íslandi en á þessum tíma. Spurður hvort unnt hefði verið að meta sanngjarnt verð á þessum óvenjulegu tímum, lýsti hann erfiðleikunum við það mat.
Jón Viðar Ívarsson viðskiptafræðingur var annar matsmannanna. Hann kom fyrir dóminn og gerði grein fyrir aðferðum sem notaðar voru við matsgerðina og vinnu við gerð hennar, skýrði hana og staðfesti. Hann skýrði aðstæður, að þær hefðu verið sérstakar vegna hrunsins og óvissa mikil og skýrði hann þetta. Hann kvað mat á því hvað væri sanngjarnt verð vera huglægt og skýrði hann það. Hann kvað engan markað með fyrirtæki hafa verið á þessum tíma. Allt hafi verið stopp á fyrirtækjamarkaði.
Vitnið Á héraðsdómslögmaður vann verðmat á J ehf. og er matsgerð hans dagsett 20. október 2008. Á kvaðst hafa um 20 ára reynslu af fasteigna- og fyrirtækjasölu á þessum tíma. Ákærði hefði leitað til sín og beðið sig um að verðmeta fyrirtækið en hann kvaðst ekki hafa þekkt ákærða fyrir. Hann skýrði og staðfesti matið fyrir dóminum en niðurstaða þess var sú að heildarmat á eignum og viðskiptavild félagsins væri 40.000.000 króna. Aðspurður kvað hann verulega hafa verið þrengt að sölu fyrirtækja á þessum tíma og í því ljósi megi segja að verð fyrirtækisins hafi fremur verið ofmetið en vanmetið og skýrði hann þetta.
Vitnið Ð, starfsmaður fasteignasölunnar T, vann verðmat á J ehf. Matið er dagsett 19. október 2010. Í niðurstöðunni segir að heildarverð fyrirtækisins hafi verið metið 29.000.000 króna. Hann skýrði vinnu við matið og staðfesti það.
Vitnið CC, löggiltur fasteignasali, skýrði og staðfesti verðmatið á fyrirtækinu J ehf. Matið er dagsett 19. október 2008. Hann kvaðst hafa unnið að matinu ásamt Ð en vitnisburður hans var rakinn að framan. CC kvaðst vanur að verðmeta fyrirtæki og hann hafði forsendur til að vinna matið.
Vitnið Sigurmar K. Albertsson hæstaréttarlögmaður er skiptastjóri J ehf. Hann kvað skiptum ekki lokið en enn sé verið að greiða af kaupsamningi sem gerður var árið 2008. Sigurmar kvað tilefni matsbeiðninnar hafa verið að kröfu aðalkröfuhafans í búið en það var þá skilanefnd É. Uppi hafi verið efasemdir um að kaupverðið hefði verið rétt. Hann kvað hafa verið ákveðið að fara ekki í riftunarmál þar sem verðmunurinn á söluverðinu og matsverðinu hefði ekki verið slíkur og aðstæður í þjóðfélaginu hefðu einnig haft áhrif og skýrði Sigurmar þetta nánar.
Vitnið V, [...], kvaðst hafa verið einn af stofnendum J ehf. á árunum 2002 og hann hafi setið í stjórn þess auk þess að vera starfsmaður. Hann kvað K ehf., sem síðar varð L, hafa keypt J ehf. Samkvæmt kaupsamningi var allur rekstur félagsins keyptur. Vitnið skýrði þetta og kvað tækjanna getið á fylgilista og rekstur félagsins hafa verið keyptan.
Vélarnar sem keyptar voru, voru allar eign J ehf. en engin tæki hafi verið eign B. Hann lýsti fjármögnun kaupanna en greitt var með reiðufé, auk þess sem gefið var út skuldabréf. Hann kvað tvo óháða aðila hafa verið fengna til að meta verðmæti félagsins fyrir söluna en félagið hafi verið illa statt og mikil viðskipti höfðu tapast en útleigðar vélar voru áður um 2.000 talsins en voru á þessum tíma um 1.100 og fór fækkandi. Hann lýsti því að allar greiðslur vegna véla sem leigðar voru út hefðu farið inn á reikning þrotabús J ehf. en aðeins hefðu innheimst um 14 15 milljónir króna af viðskiptakröfum sem keyptar voru á 24.000.000 króna að hans sögn. Hann kvaðst þannig hafa greitt of hátt verð fyrir viðskiptakröfurnar en kaupandinn hafi borið tapið. Meðal gagna málsins eru tækjalistar sem voru fylgiskjal með kaupsamningum sem í ákæru greinir og vélarnar sem þar greinir hafi verið leigðar út. Á þessum lista hafi ekki verið vélar sem voru í eigu B en þær hafi verið aðskildar.
Niðurstaða ákæruliðar II
Ákærði neitar sök.
Því er lýst að framan að ákærði fékk tvo ótengda aðila til að verðmeta J ehf. fyrir söluna. Félagið var síðan selt, eins og lýst er í ákærunni, og var stuðst við hærra matsverðið.
Ákærða er gefið að sök að hafa með ráðstöfuninni skert rétt M hf. til þess að öðlast fullnægju af eignum J ehf. þar sem söluverð félagsins var óhæfilega lágt samkvæmt matsgerð dómkvaddra matsmanna sem töldu rétt og sanngjarnt rekstrarvirði 87.000.000 króna.
Skiptastjóri J ehf., sem úrskurðað var gjaldþrota 16. janúar 2009, ákvað að ekki yrði farið í riftunarmál vegna sölunnar enda hafi verðmunur á söluverðinu og matsverðinu ekki verið slíkur, auk þess sem vísað var til ástandsins í þjóðfélaginu á þessum tíma. Þá kvað skiptastjórinn kaupanda félagsins enn vera að greiða þortabúinu vegna kaupanna.
Alkunna er að í október 2008, er félagið var selt, voru aðstæður í samfélaginu mjög óvenjulegar. Kemur þetta m.a. fram í vitnisburði þeirra sem mátu verð fyrirtækisins en vitnið Björgvin Ingi Ólafsson, annar dómkvöddu matsmannanna, kvað óvissu með verð fyrirtækja ekki áður hafa verið meiri á Íslandi en á þessum tíma. Um þetta er einnig vísað til vitnisburðar Jóns Viðars Ívarssonar. Þessi óvissa kom einnig fram í öðrum vitnisburði þeirra sem mátu verð fyrirtækisins.
Munurinn á söluverðinu samkvæmt ákærunni og matsverðinu, þar sem metið var rétt og sanngjarnt verð, er ekki slíkur að hægt sé að slá því föstu að söluverð félagsins hafi verið óhæfilega lágt og að það geti verið grundvöllur sakfellingar fyrir brot gegn 250. gr. almennra hegningarlaga eins og í ákæru greinir. Mat á réttu og sanngjörnu verði getur að mati dómsins ekki orðið grundvöllur sakfellingar enda matið að hluta huglægt. Á þetta alveg sérstaklega við er litið er til hins óvenjulega ástands í þjóðfélaginu á þeim tíma er salan átti sér stað auk þess sem vísað er til vitnisburðar hinna dómkvöddu matsmanna um þetta og fyrirvarana í matsgerð þeirra. Þá er ekki slíkur munur á matsverðinu og söluverðinu, eins og skiptastjóri þortabús J ehf. bar um fyrir dóminum, og er vísað til vitnisburðar hans um þetta.
Samkvæmt því sem nú hefur verið rakið er það mat dómsins að ákærði hafi verið í góðri trú um að söluverðið hafi verið eðlilegt er salan átti sér stað og ósannað að ákærði hafi með sölunni skert rétt M hf. á þann hátt sem í ákæru greinir. Samkvæmt þessu er ósannað að ákærði hafi skert rétt M hf. í auðgunarskyni eins og áskilið er í 243. gr. almennra hegningarlaga en það er skilyrði svo unnt sé að refsa fyrir brot gegn 250. gr. almennra hegningarlaga. Samkvæmt þessu ber að sýkna ákærða af þessum ákærulið.
Skaðabótakrafa sem tekin var upp í ákærunni var afturkölluð.
Ákæruliður III
Ákærði kvað starfi sínu og eignarhaldi hjá félaginu sem hér um ræðir rétt lýst í ákærunni en ákærði neitar sök. Hann kvað málavexti þá að B hf. hefði rift samningum við félagið hinn 30. desember 2008. Eftir það hafði ákærði samband við B vegna skila á munum sem um ræðir og taldir eru upp í ákærunni en B hafi beðið um frest til að taka við mununum sem um ræðir.
Eftir 16. janúar 2009 hafi mál J ehf. verið í höndum skiptastjóra þar sem félagið var úrskurðað gjaldþrota 16. janúar. Þrátt fyrir það kvaðst ákærði hafa haft milligöngu um að aðstoða við skil muna. Hann neitaði því að hafa dregið sér eða J ehf., og ráðstafað eða fénýtt í eigin þágu eða félagsins með óþekktum hætti, 300 lausafjármunum eins og lýst er í ákærunni.
Ákærði kvaðst, svo sem rakið var, hafa komið að skilum muna eftir gjaldþrot félagsins. Spurður hvort hann viti hvað varð um munina, kvaðst hann telja þá flesta í vörslu B.
Munirnir sem B fjármagnaði samkvæmt samningum sem lýst er í þessum ákærulið voru allir til að sögn ákærða. Ákærði hafði keypt munina fyrir hönd J en B hafi ekki skoðað það sem keypt var en ákærða hafi ávallt verið ljóst að munirnir voru eign B. Hann kvað hafa verið lengt í samningum á tímabili til að létta greiðslur er þrengja fór að. Hann lýsti greiðslum til B á grundvelli samninganna sem í ákæru greinir.
Ákærði var í samskiptum við B eftir riftun samninga 30. desember 2008. Í tölvupósti frá B 13. janúar 2009 kemur fram að félagið vildi hinkra með að taka við munum í bili, eins og rakið er í póstinum. Ákærði kvaðst hafa skilið þetta svo að félagið vildi bíða með að taka við munum og mundi ákærði eftir þessum samskiptum. Hann kvaðst hafa verið í sambandi við starfsmenn B, aðallega við Í, strax eftir 6. janúar vegna riftunarinnar og vegna skila verðmæta en í riftunarbréfi, dagsettu 30. desember 2008, er þess óskað að leigumunum verði skilað í samráði við hann.
Ákærði kvað strax hafa verið hafist handa við að finna tækin sem voru í útleigu. Megnið að vélunum hafi verið til staðar þótt einhverjar vélar kunni að hafa verið fastar í þrotabúum og einhverjar höfðu verið sendar úr landi vegna innköllunar þar sem þær reyndust gallaðar. Hann kvaðst þannig ekki vita betur en að vélarnar sem um ræðir í ákæru hafi verið til taks á þessum tíma, með undantekningum vegna þrotabúa og varðandi vélar sem innkallaðar voru, eins og rakið var. Hann kvaðst hafa aðstoðað við skil muna eftir gjaldþrotið eftir bestu getu eins og áður var lýst. Þá tók ákærði fram að á þessum tíma hefði verið mikið um gjaldþrot fyrirtækja og mikið verið um útleigðar vélar hjá slíkum félögum sem ekki hafi verið tök á að nálgast hjá viðskiptavinum.
Vitnið Ólafur Hvanndal Ólafsson kvað J ehf. hafa verið með tæki á eignaleigusamningi hjá B á þessum tíma. Ólafur kvað einhverjum vélum hafa verið skilað áður en aðkoma vitnisins hófst að málinu en Ólafur kom að málinu er J ehf. hafði verið úrskurðað gjaldþrota. Hann lýsti því að um 90 vélum hefði ekki verið skilað og þá hafi seríal-númer véla ekki komið heim og saman við númer véla á reikningum sem fylgdu eignaleigusamningnum hjá B. Hann lýsti þessu nánar og meðal annars því að vélar með tiltekin seríal-númer hefði vantað en aðrar vélar komið í stað þeirra að hans sögn.
Vitnið Ó kvaðst á þeim tíma sem í ákæru greinir hafa verið starfsmaður É. Hann lýsti verksviði sínu hjá bankanum og kvaðst m.a. hafa haft með málefni J ehf. að gera. Félagið hafi verið með tvö lán, þar af annað í vanskilum en hann kvaðst hafa komið að málefnum J ehf. löngu eftir að lánin voru veitt. Hann kvað bankann hafa kært eftir að J ehf. hafði verið selt í nóvember 2008. Ó mundi eftir fundum með ákærða í október 2008 um stöðu J ehf. Spurður hvort ákærði hefði verið gefinn kostur á því að lækka skuldir félagsins og halda rekstri áfram kvað hann hafa verið rætt á fundum hvernig bankinn gæti tryggt hagsmuni sína. Ekkert hafi komið út úr þessu.
Vitnið Ú var viðskiptastjóri M á þeim tíma sem hér um ræðir. Hann kvaðst hafa fengið málefni J í arf frá forvera sínum í starfi og hann hafi ekki komið að upphaflegum lánveitingum. Ákærði hafi haft samband við sig í ágúst 2008 til að ræða skilmálabreytingar á lánum J hjá bankanum. Hann lýsti því sem gert var í framhaldinu, meðal annars gagnaöflun um málefni J ehf. en fjárhagsstaða félagsins hefði verið slæm.
Vitnið V, [...], var spurður hvort hann vissi um afdrif vélanna sem hér um ræðir. Hann kvaðst hafa talið að vélunum hafi verið skilað til B í ársbyrjun 2009. Hann kvaðst hafa annast milligöngu varðandi skil tækjanna til B eftir að J ehf. hafði verið úrskurðað gjaldþrota 16. janúar 2009. Hann kvað hafa verið skilað milli 400 og 500 vélum. Hann gat ekki borið um fjármögnun leigusamninganna sem í þessum ákærulið greinir. Spurður um það hvort hann viti til þess að upp hafi komið galli í vélum sem flytja þurfti úr landi, kvað hann sig minna að þær vélar kunni að hafa verið um 35 talsins.
Vitnið Å starfaði sem ráðgjafi hjá B á þeim tíma sem í ákæru greinir. Hún lýsti samskiptum sínum við ákærða vegna fjármögnunar fyrir hönd J ehf. Viðskiptin hafi verið mjög góð framan af, að hennar sögn, en B hafi fjármagnað kaup á vatnskælum sem leigðir voru út. Gerðir voru hefðbundnir fjármögnunarleigusamningar og lýsti hún því og að samningarnir hafi verið í skilum. Hún lýsti því hvernig B fékk í hendur reikninga vegna kaupanna þar sem fram komu upplýsingar um tækin sem keypt voru, seríal númer og fleira. Hún mundi eftir heimsókn til J ehf. þar sem gegnið var úr skugga um að tækin væru hin réttu. Hún kvað mögulegt að fjármögnuð hafi verið kaup á eldri vélum. Hún kvað þetta hafa verið rætt og þá aðeins kaup á nýlegum, ónotuðum vélum, ekki gömlum.
Vitnið Ä var forstöðumaður eignaumsýslu hjá B á þeim tíma sem hér um ræðir. Hann kvaðst hafa komið að málefnum J ehf. eftir að samningum hafi verið rift og komið var að skilum tækja. Hann lýsti tölvupóstssamskiptum við ákærða vegna þessa auk þess sem hann hitti ákærða einu sinni vegna þessa. Hann kvað miklu magni tækja hafa verið skilað í mörgum ferðum en tækjunum hafi ekki öllum verið skilað. Hann kvað um 90 vélar ekki hafa komist til skila, auk þess sem seríal-númer véla hafi ekki komið heim og saman við reikninga. Hann lýsti vinnu vegna þessa. Hann vissi ekki til þess að starfsmenn B hefðu í upphafi skoðað tækin sem keypt voru á grundvelli þeirra fjögurra samninga sem hér um ræðir. Hann kvað starfsmenn J hafa greint frá því að hluti vélanna hefðu verið gallaður og þær vélar hafi verið sendar úr landi. Hann kvað B ekki hafa kannað þetta.
Vitnið Q var viðskiptastjóri hjá B á þeim tíma sem hér um ræðir. Hann kveðst hafa annast gerð nokkurra samninga við J ehf. sem lutu að vatnstækjum og kaffivélum. Hann kvað samskiptin hafa verið góð og viðskiptasaga hafi verið góð á þessum tíma og mundi hann óljóst eftir þeim fjórum samningum sem í þessum ákærulið greinir. Hann kvaðst ekki hafa skýringu á því hvers vegna árgerð tækja var ekki skráð á reikninga en gengið hafi verið út frá því að fjármögnunin hafi verið vegna nýrra tækja. Betra hefði þó verið ef pappírum hefði verið framvísað hjá B vegna þessa en það var ekki gert. Hann kvað ekki unnt að draga ályktun af samningunum um aldur tækjanna sem fjármögnuð voru kaup á. Hann kvaðst aldrei hafa skoðað tækin sem keypt voru og hann sé ekki viss um að nokkur starfsmaður hjá B hafi skoðað tækin. Spurður hvernig B hafi sannreynt hvaða tæki voru keypt, lýsti vitnið því svo að er hann kom að málum félagsins hafi samband félaganna byggst á trausti og góðri viðskiptasögu og B hafi treyst gögnum frá J ehf. og fjármögnun hafi verið í samræmi við það. Q gat ekki borið um skil á mununum sem hér um ræðir.
Vitnið AA var eftirlitsmaður hjá B á þeim tíma sem um ræðir. Hann kvaðst hafa annast eftirlit með leigumunum. Hann kvaðst hafa heimsótt J ehf. einu sinni í [...] og skoðað vélar sem B fjármagnaði en þetta hafi verið á árunum 2006. Ekki hafi verið talin ástæða til frekari skoðunar. Hann vissi ekkert um riftun samninga eða skil á munum sem hér um ræðir.
Vitnið Í var lögfræðingur hjá innheimtusviði B hf. á þessum tíma. Hann lýsti aðkomu sinni að málefnum J ehf. en vitnið sendi riftunarbréf til J ehf. hinn 30. desember 2008. Í riftunarbréfinu er svofelldur kafli: „Þess er nú krafist að ofangreindum leigumun verði þegar í stað skilað til B hf. í samráði við neðangreindan, að öðrum kosti megið þér búast við vörslusviptingu á yðar kostnað. Mikilvægt er að skila leigumun/veð í löglegu ástandi, vel þrifnum.“
Í gat ekki staðfest hvort viðvörunarbréf hefði verið sent áður en riftunarbréfið var sent. Vitnið kvað tækin sem um ræðir hafa verið um 400 vatnsvélar sem væru dreifðar um allt og ekki væri „spennandi“ að senda slíkt í vörslusviptingu eða það líklegt til árangurs. Betra væri að vinna að skilum tækja í samvinnu við fyrirsvarsmenn fyrirtækisins í tilvikum sem þessum og þessi háttur hefði verið hafður á í tilvikinu sem hér um ræðir. Hann hefði viljað fá lista um hvar tækin voru staðsett og að tækjunum væri skilað. Hvorugt hafi gerst að sögn vitnisins.
Meðal gagna málsins er tölvupóstur Í til ákærða, dagsettur 13. janúar 2009. Þar segir: „Sæll, Þú ert s.s ekki að nota neinn af þessum bílum?
Varðandi kaffivélar/vatnsbrúsa, væri gott ef ég gæti fengið lista yfir hvaða tæki eru hvar. Ég vill hinkra með að taka af þeim stöðum sem tækin eru á í bili. Kveðja Í.“
Vitnið Í kvað þennan póst ekki afturköllun riftunar, heldur frestun á því að senda vörsluskiptingarbeiðni vegna tækjanna. Ákærði hafi verið í sambandi við B eftir þetta en vitnið mundi ekki eftir að hafa rætt við hann. Hann vissi ekki til þess að ákærði hefði greint frá gjaldþroti J ehf. Hann kvað ekki hafa liðið óeðlilega langan tíma frá riftuninni fram að gjaldþroti félagsins, án þess að tekist hefði að endurheimta lausafjármunina á þeim tíma. Vitnið kvaðst iðulega vera með mál í hálft ár frá riftun, uns tækjum væri skilað. Þetta fari eftir eðli hvers máls.
Vitnið BB kvaðst hafa verið innheimtustjóri B á þeim tíma sem hér um ræðir. Hann kveðst telja líklegt að hann hafi komið að málefnum J ehf. en hann mundi það ekki í smáatriðum. Hann mundi ekki eftir því að hafa átt einhver samskipti við ákærða.
Niðurstaða ákæruliðar III.
Ákærði neitar sök. Hann kvað B hf. hafa rift samningum við J ehf. hinn 30. desember 2008. Hann kveðst þegar hafa hafist handa við að finna tækin sem voru í útleigu og kvað hann flest tækin hafa verið til staðar, með undantekningum sem hann lýsti. Hann kvað B hf. hafa beðið um frest til að taka við tækjunum. Í riftunarbréfi B hf., dagsettu 30. desember 2008 til J ehf., segir meðal annars að tækjum sem um ræðir skuli skilað í samráði við Í, lögfræðing hjá félaginu. Í tölvupósti frá Í til ákærða, dagsettum 13. janúar 2009, kemur fram að B vilji bíða með að taka við kaffivélum og vatnsbrúsum eins og rakið var.
Vitnið Í lýsti því fyrir dóminum hvernig venja væri að vinna við skil tækja í tilvikum sem þessum og að ekki hafi liðið óeðlilega langur tími frá riftun til gjaldþrots félagsins, án þess að tekist hafi að endurheimta lausafjármunina á þessum tíma.
Eins og rakið var leigði J ehf. út vélarnar sem um ræðir. Vélarnar hafa því verið víða í útleigu eins og ákærði bar. Það var ekki fyrr en eftir riftunina 30. desember 2008 að ákærði þurfti að bregðast við sem hann kvaðst hafa gert eins og rakið var. Hins vegar bað B hf. um að beðið yrði með skil tækjanna.
Það er mat dómsins, að öllu ofanrituðu og öðrum gögnum málsins virtum, að ósannað sé ákærði hafi dregið sér eða einkahlutafélaginu lausafjármunina og einnig er ósannað að ákærði hafi gert það fyrir riftunina 30. desember 2008. Því ber samkvæmt þessu að sýkna ákærða.
Eftir þessum úrslitum ber að vísa bótakröfu B hf. frá dómi.
Ákærði hefur ekki áður gerst brotlegur við lög. Hann hefur játað brot sitt hreinskilnislega og er það virt til refsilækkunar. Að þessu virtu þykir refsing ákærða hæfilega ákvörðuð fangelsi í 2 mánuði. Langur tími er liðinn frá framningu brots. Með vísan til alls ofanritaðs þykir eftir atvikum rétt að fresta fullnustu refsingarinnar svo sem í dómsorði greinir.
Annar sakarkostnaður en sá sem hér á eftir er sértaklaga tilgreindur greiðist úr ríkissjóði.
Ákærði greiði 1/3 hluta af 1.882.500 króna málsvarnarlaunum Guðmundar Ágústssonar hæstaréttarlögmanns á móti 2/3 hlutum sem greiðast úr ríkissjóði.
Ákærði greiði í sömu hlutföllum á móti ríkissjóði 75.300 króna málsvarnarlaun Lárusar Gauta Georgssonar héraðsdómslögmanns og 338.850 króna málsvarnarlaun Ragnars Guðmundssonar héraðsdómslögmanns en vinna tveggja síðastgreindu lögmannanna fór fram undir rannsókn málsins.
Birgir Jónasson saksóknarfulltrúi flutti málið fyrir ákæruvaldið.
Guðjón St. Marteinsson héraðsdómari kveður upp dóminn.
Dómsorð:
Ákærði, Atli Már Bjarnason, sæti fangelsi í 2 mánuði en fresta skal fullnustu refsingarinnar skilorðsbundið í 2 ár frá birtingu dómsins að telja og falli refsing hans niður að þeim tíma liðnum, haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955.
Skaðabótakröfum B hf. er vísað frá dómi.
Annar sakarkostnaður en sá sem hér á eftir er sértaklaga tilgreindur greiðist úr ríkissjóði.
Ákærði greiði 1/3 hluta af 1.882.500 króna málsvarnarlaunum Guðmundar Ágústssonar hæstaréttarlögmanns á móti 2/3 hlutum sem greiðast úr ríkissjóði.
Ákærði greiði í sömu hlutföllum á móti ríkissjóði 75.300 króna málsvarnarlaun Lárusar Gauta Georgssonar héraðsdómslögmanns og 338.850 króna málsvarnarlaun Ragnars Guðmundssonar héraðsdómslögmanns. Tekið hefur verið tillit til virðisaukaskatts við ákvörðun þóknunar lögmanna.