Hæstiréttur íslands

Mál nr. 401/2000


Lykilorð

  • Kærumál
  • Gæsluvarðhald. A. liður 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991


Mánudaginn 6

 

Mánudaginn 6. nóvember 2000.

Nr. 401/2000.

Lögreglustjórinn í Reykjavík

(Sigurður Gísli Gíslason fulltrúi)

gegn

X

(Jón Egilsson hdl.)

                                                   

Kærumál. Gæsluvarðhald. A. liður 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991.

Úrskurður héraðsdóms um að X skyldi sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli a. liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála var staðfestur.

 

Dómur Hæstaréttar.

Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Gunnlaugur Claessen og Markús Sigurbjörnsson.

Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 1. nóvember 2000, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 2. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 1. nóvember 2000, þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til miðvikudagsins 15. nóvember nk. kl 16. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi. Til vara krefst hann þess að gæsluvarðhaldi verði markaður skemmri tími og verði honum þá ekki gert að sæta fjölmiðlabanni meðan á gæsluvarðhaldinu stendur.

Sóknaraðili krefst þess að úrskurður héraðsdómara verði staðfestur.

Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur.

Dómsorð:

Hinn kærði úrskurður er staðfestur.

 

 

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 1. nóvember 2000.

Lögreglustjórinn í Reykjavík hefur krafist þess að X, [...] verði gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til miðvikudagsins 15. nóvember nk. kl. 16:00.

Kærði krefst þess að kröfunni verði hrundið, en til vara að gæsluvarðhaldi verði markaður skemmri tími.

[...]

Niðurstaða

Verið er að rannsaka alvarlegt brot gegn fíkniefnalöggjöfinni sem grunur leikur á að kærði eigi aðild að og sem getur varðað hann fangelsisrefsingu samkvæmt lögum um ávana- og fíkniefni nr. 65, 1974 og/eða 173. gr. a almennra hegningarlaga nr. 19,1940 ef sök sannast. Rannsóknargögn gefa sterka vísbendingu um að kærði tengist fíkniefnainnflutningi þeim sem er til rannsóknar en hann neitar aðild að málinu. Ljóst er að þáttur kærða er ekki full rannsakaður. Vegna alvarleika og umfangs málsins þykja brýnir rannsóknarhagsmunir vera fyrir því að tryggt verði að kærði hafi ekki samband við aðra aðila eða vitni á þessu stigi og er fallist á það með lögreglu að hætta sé á að kærði gæti torveldað rannsókn málsins ef hann er frjáls ferða sinna. Af þessari ástæðu er með vísan til a-liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19,1991 fallist á kröfu lögreglustjórans í Reykjavík um að kærði sæti gæsluvarðhaldi allt til miðvikudagsins 15. nóvember n.k. kl. 16.00.

Hjördís Hákonardóttir héraðsdómari kvað upp úrskurðinn.

 

Úrskurðarorð:

Kærði, X, sæti gæsluvarðhaldi allt til miðvikudagsins 15. nóvember 2000, kl. 16.00.