Hæstiréttur íslands

Mál nr. 298/2003


Lykilorð

  • Dómsuppkvaðning
  • Ómerking
  • Heimvísun


Fimmtudaginn 24

 

Fimmtudaginn 24. febrúar 2005.

Nr. 298/2003.

Eggert Haukdal

(Ragnar Aðalsteinsson hrl.)

gegn

Rangárþingi eystra

(Elvar Örn Unnsteinsson hrl.)

 

Dómsuppsaga. Ómerking. Heimvísun.

Héraðsdómur var ómerktur og málinu vísað heim í hérað til munnlegs málflutnings og dómsuppsögu að nýju, þar sem ekki hafði verið fylgt fyrirmælum síðari málsliðar 1. mgr. 115. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála.

 

Dómur Hæstaréttar.

Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Guðrún Erlendsdóttir, Árni Kolbeinsson og Ingibjörg Benediktsdóttir.

Áfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 1. ágúst 2003. Hann krefst þess að stefndi verði dæmdur til að greiða sér 4.144.598 krónur ásamt dráttarvöxtum samkvæmt III. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 frá 1. janúar 1999 til 1. júlí 2001 en samkvæmt III. kafla laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá þeim degi til greiðsludags. Þá krefst hann málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti.

Stefndi krefst staðfestingar héraðsdóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti.

Málið var tekið til dóms í héraði við lok aðalmeðferðar 31. mars 2003. Hinn áfrýjaði dómur var kveðinn upp 5. maí sama ár. Var þá liðinn frestur samkvæmt 1. mgr. 115. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála til að kveða upp dóm í málinu án þess að það yrði munnlega flutt á ný eða að aðilar þess og héraðsdómari væru samdóma um að það væri óþarft. Vegna þessa verður ekki hjá því komist að ómerkja sjálfkrafa hinn áfrýjaða dóm og vísa málinu heim í hérað til munnlegs málflutnings og dómsuppsögu að nýju.

Rétt er að aðilar beri hvor sinn kostnað af þessum þætti málsins fyrir Hæstarétti.

D ó m s o r ð:

Hinn áfrýjaði dómur er ómerktur og málinu vísað heim í hérað til munnlegs flutnings og uppsögu dóms að nýju.

Málskostnaður fyrir Hæstarétti fellur niður.