Hæstiréttur íslands

Mál nr. 54/2016

Thuy Thi Pham (Steingrímur Þormóðsson hrl.)
gegn
Sjóvá-Almennum tryggingum hf. (Guðjón Ármannsson hrl.)

Lykilorð

  • Niðurfelling máls
  • Málskostnaður
  • Gjafsókn

Reifun

Mál T gegn S hf. var fellt niður fyrir Hæstarétti að ósk þess fyrrnefnda, en aðilar gerðu kröfu hvor á hendur hinum um málskostnað. Þótti rétt að málskostnaður fyrir Hæstarétti félli niður, en að gjafsóknarkostnaður T yrði greiddur úr ríkissjóði.

Dómur Hæstaréttar.

Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Greta Baldursdóttir og Helgi I. Jónsson og Ingveldur Einarsdóttir settur hæstaréttardómari.

Áfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 21. janúar 2016. Með bréfi til réttarins 4. október sama ár tilkynnti áfrýjandi að hún óskaði eftir að fella málið niður. Aðilar krefjast hvor um sig málskostnaðar fyrir Hæstarétti úr hendi hins, en áfrýjandi gerir þá kröfu fyrir sitt leyti án tillits til gjafsóknar sem henni hefur verið veitt fyrir réttinum.

Með vísan til c. liðar 1. mgr. 105. gr., sbr. 166. gr., laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála er málið fellt niður.

Rétt er að málskostnaður fyrir Hæstarétti falli niður.

Gjafsóknarkostnaður áfrýjanda fyrir Hæstarétti greiðist úr ríkissjóði eins og nánar greinir í dómsorði.

Dómsorð:

Mál þetta er fellt niður.

Málskostnaður fyrir Hæstarétti fellur niður.

Allur gjafsóknarkostnaður áfrýjanda, Thuy Thi Pham, fyrir Hæstarétti greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málflutningsþóknun lögmanns hennar, 300.000 krónur.