Hæstiréttur íslands
Mál nr. 218/2015
Lykilorð
- Kærumál
- Gjaldþrotaskipti
- Meðalganga
|
|
Föstudaginn 27. mars 2015 |
|
Nr. 218/2015 |
ACMO S.a.r.l. AIO III Finance (Ireland) Ltd. AIO III S.a.r.l. AIO IV Finance (Ireland) Ltd. AIO S.a.r.l. Allen Global Partners LP Allen Global Partners Offshore Altair Global Credit Opportunities Fund (A) LLC Anchorage IO II S.a.r.l. Andromeda Global Credit Fund LTD Aristeia European Investments S.a.r.l. Aspen Creek Partners LP Barclays Bank PLC Bayerische Landesbank Black Diamond Offshore Black Diamond Arbitrage Offshore Ltd. Blue Mountain Credit Alternatives Master Fund LP Blue Mountain Distressed Master Fund LP Blue Mountain Kicking Horse Fund LP Blue Mountain Long/Short Credit and Distressed Reflection Fund Blue Mountain Long/Short Credit Master Fund LP Blue Mountain Montenvers Master Fund SCA SICAV-SIF Blue Mountain Timberline Ltd. Burlington Loan Management Ltd. Candlewood Special Situations Master Fund Ltd. Canyon Capital Finance S.a.r.l. Castlelake III Lu S.a.r.l. CCP Credit Acquisitions Holdings Luxco S.a.r.l. Citigroup Financial Products Inc. Citigroup Global Markets Ltd. Compass ESMA LP Compass TSMA LP Contrarian Funds LLC Cornell University Crown Managed Accounts SPC CWD OC 522 Master Fund Ltd. Deutsche Bank AG Double Black Diamond Offshore Entrust PC Segregated Portfolio Company 2 GGI Lux S.a r.l. GGIE Lux S.a r.l. GMO Credit Opportunities Fund LP GOF Lux S.a r.l. GS Raven Holdings LP Halcyon Loan Trading Fund LLC Hayman Capital Master Fund LP HHLF LP Howard Hughes Medical Institute Indaba Capital Fund LP JMB Capital Partners Master Fund LP Latigo Advisors Master Fund Ltd. Latigo Partners MA2 LP Latigo Ultra Master Fund Ltd. LLSM LP LMA SPC Luminous Capital Global Credit Opportunities Fund (A) LP Luminous Capital Senior Credit Fund-A LP Luminous Capital Senior Credit Fund LP Lyxor/Andromeda Global Credit Fund Managed Accounts Master Fund Services-MAP 15 Map 139 Segregated Portfolio of LMA SPC Max Participations II S.a.r.l. Merrill Lynch International Nomura Corporate Funding Americas LLC North Atlantic Investors LLC OCP Investment Trust Onex Debt Opportunity Fund Ltd. Owl Creek Investments I LLC PAC Credit Fund Ltd. PAC Merger Fund I Ltd. PAC Merger Fund II Ltd. PAC Merger Fund III Ltd. PAC Merger Fund IV Ltd. Paulson Partners Premium LP PCI Fund LLC Permal Stone Lion Fund Ltd. Pine River Credit Relative Value Master Fund Ltd. Pine River Fixed Income Master Fund Ltd. Pine River Master Fund Ltd. Pine River Fixed Income LUX Investments S.a.r.l. Pine River LUX Investments S.a.r.l. Pine River Structured Credit Opportunities Master Fund LP PP Opportunities Ltd. Recovery Opportunities S.a.r.l. Regiment Capital Ltd. RKV Holdings LLC SB Special Situations Fund Ltd. Scoggin International Fund Ltd. Scoggin Capital Management II LLC Scoggin Worldwide Fund Ltd. Serengeti Manyara Cooperatief U.A. Silver Point Luxembourg Platform S.a.r.l. SL Investments S.a r.l. SL Liquidation Fund LP SL Portfolio Investments LLC Sola Ltd. Solus Core Opportunities LP Solus Opportunities Fund 1 LP Solus Opportunities Fund 2 LP Solus Opportunities Fund 3 LP Solus Recovery Fund II Master LP Solus Recovery Fund III Master LP Solus Recovery Fund LP Solus Recovery Fund Offshore Master LP Solus Recovery LH Fund LP Southpaw Credit Opportunity Master Fund LP TCA Event Investments S.a.r.l. TCA Opportunity Investments S.a.r.l. TCA Sidecar I S.a.r.l. TCS II Lu S.a.r.l. TCS II Opportunities Lu S.a.r.l. TCW/Scoggin Event Driven Master Fund LP Third Point Loan LLC TP Lux HoldCo S.a.r.l. Ultra Master Ltd. Venor Capital Master Fund Ltd. Whilton Holdings LLC Windermere Ireland Fund plc og XL Re Ltd. (Sigurður Örn Hilmarsson hdl.) gegn Ursusi ehf. (Reimar Pétursson hrl.) |
Kærumál. Gjaldþrotaskipti. Meðalganga.
Staðfestur var úrskurður héraðsdóms þar sem kröfu A o.fl., um að þeim yrði heimiluð meðalganga í máli þar sem U ehf. krafðist þess að bú G hf. yrði tekið til gjaldþrotaskipta, var hafnað. Krafa A o.fl., sem voru kröfuhafar í G hf., beindist eins og krafa G hf. að því að kröfu U ehf. yrði vísað frá dómi eða hafnað. Í úrskurði héraðsdóms, sem staðfestur var í Hæstarétti með vísan til forsendna hans, kom fram að telja yrði að hagsmunir A o.fl. væru nægilega tryggðir með því að G hf. hefði tekið til varna í málinu og haldið þar fram tilteknum málsástæðum máli sínu til stuðnings. Var því talið að A o.fl. hefðu ekki lögvarða hagsmuni af því að eiga aðild að málinu.
Dómur Hæstaréttar.
Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson, Benedikt Bogason og Ólafur Börkur Þorvaldsson.
Sóknaraðilar skutu málinu til Hæstaréttar með kæru 13. mars 2015, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 19. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 27. febrúar 2015, þar sem hafnað var kröfu sóknaraðila um að þeim yrði heimiluð meðalganga í máli, sem rekið er um kröfu varnaraðila um að bú Glitnis hf. verði tekið til gjaldþrotaskipta. Kæruheimild er í 1. mgr. 179. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl. Sóknaraðilar krefjast þess að þeim verði heimiluð meðalganga.
Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar og kærumálskostnaðar.
Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur.
Sóknaraðilum verður gert óskipt að greiða varnaraðila kærumálskostnað eins og greinir í dómsorði.
Dómsorð:
Hinn kærði úrskurður er staðfestur.
Sóknaraðilar, ACMO S.a.r.l., AIO III Finance (Ireland) Ltd., AIO III S.a.r.l., AIO IV Finance (Ireland) Ltd., AIO S.a.r.l., Allen Global Partners LP, Allen Global Partners Offshore, Altair Global Credit Opportunities Fund (A) LLC, Anchorage IO II S.a.r.l., Andromeda Global Credit Fund LTD, Aristeia European Investments S.a.r.l., Aspen Creek Partners LP, Barclays Bank PLC, Bayerische Landesbank, Black Diamond Offshore, Black Diamond Arbitrage Offshore Ltd., Blue Mountain Credit Alternatives Master Fund LP, Blue Mountain Distressed Master Fund LP, Blue Mountain Kicking Horse Fund LP, Blue Mountain Long/Short Credit and Distressed Reflection Fund, Blue Mountain Long/Short Credit Master Fund LP, Blue Mountain Montenvers Master Fund SCA SICAV-SIF, Blue Mountain Timberline Ltd., Burlington Loan Management Ltd., Candlewood Special Situations Master Fund Ltd., Canyon Capital Finance S.a.r.l., Castlelake III Lu S.a.r.l., CCP Credit Acquisitions Holdings Luxco S.a.r.l., Citigroup Financial Products Inc., Citigroup Global Markets Ltd., Compass ESMA LP, Compass TSMA LP, Contrarian Funds LLC, Cornell University, Crown Managed Accounts SPC, CWD OC 522 Master Fund Ltd., Deutsche Bank AG, Double Black Diamond Offshore, Entrust PC Segregated Portfolio Company 2, GGI Lux S.a r.l., GGIE Lux S.a r.l., GMO Credit Opportunities Fund LP, GOF Lux S.a r.l., GS Raven Holdings LP, Halcyon Loan Trading Fund LLC, Hayman Capital Master Fund LP, HHLF LP, Howard Hughes Medical Institute, Indaba Capital Fund LP, JMB Capital Partners Master Fund LP, Latigo Advisors Master Fund Ltd., Latigo Partners MA2 LP, Latigo Ultra Master Fund Ltd., LLSM LP, LMA SPC, Luminous Capital Global Credit Opportunities Fund (A) LP, Luminous Capital Senior Credit Fund-A LP, Luminous Capital Senior Credit Fund LP, Lyxor/Andromeda Global Credit Fund, Managed Accounts Master Fund Services- MAP 15, Map 139 Segregated Portfolio of LMA SPC, Max Participations II S.a.r.l., Merrill Lynch International, Nomura Corporate Funding Americas LLC, North Atlantic Investors L.L.C., OCP Investment Trust, Onex Debt Opportunity Fund Ltd., Owl Creek Investments I LLC, PAC Credit Fund Ltd., PAC Merger Fund I Ltd., PAC Merger Fund II Ltd., PAC Merger Fund III Ltd., PAC Meerger Fund IV Ltd., Paulson Partners Premium LP, PCI Fund LLC, Permal Stone Lion Fund Ltd., Pine River Credit Relative Value Master Fund Ltd., Pine River Fixed Income Master Fund Ltd., Pine River Master Fund Ltd., Pine River Fixed Income LUX Investments S.a.r.l., Pine River LUX Investments S.a.r.l., Pine River Structured Credit Opportunities Master Fund LP, PP Opportunities Ltd., Recovery Opportunities S.a.r.l., Regiment Capital Ltd., RKV Holdings LLC, SB Special Situations Fund Ltd., Scoggin International Fund Ltd., Scoggin Capital Management II LLC, Scoggin Worldwide Fund Ltd., Serengeti Manyara Cooperatief U.A., Silver Point Luxembourg Platform S.a.r.l., SL Investments S.a r.l., SL Liquidation Fund LP, SL Portfolio Investments LLC, Sola Ltd., Solus Core Opportunities LP, Solus Opportunities Fund 1 LP, Solus Opportunities Fund 2 LP, Solus Opportunities Fund 3 LP, Solus Recovery Fund II Master LP, Solus Recovery Fund III Master LP, Solus Recovery Fund LP, Solus Recovery Fund Offshore Master LP, Solus Recovery LH Fund LP, Southpaw Credit Opportunity Master Fund LP, TCA Event Investments S.a.r.l., TCA Opportunity Investments S.a.r.l., TCA Sidecar I S.a.r.l., TCS II Lu S.a.r.l., TCS II Opportunities Lu S.a.r.l., TCW/Scoggin Event Driven Master Fund LP, Third Point Loan LLC, TP Lux HoldCo S.a.r.l., Ultra Master Ltd., Venor Capital Master Fund Ltd., Whilton Holdings LLC, Windermere Ireland Fund plc og XL Re Ltd., greiði varnaraðila, Ursusi ehf., óskipt 1.000.000 krónur í kærumálskostnað.
Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 27. febrúar 2015.
Með beiðni 4. desember 2014 sem móttekin var í héraðsdómi sama dag hefur sóknaraðili Ursus ehf., kt. 451205-0480, Túngötu 5, Reykjavík, krafist þess að bú varnaraðila Glitnis hf., kt. 550500-3530, Sóltúni 26, Reykjavík, verði tekið til gjaldþrotaskipta. Þá krefst hann málskostnaðar úr hendi varnaraðila. Varnaraðili krefst þess aðallega að kröfu sóknaraðila verði vísað frá dómi en til vara að kröfu varnaraðila verði hafnað. Þá krefst hann málskostnaðar úr hendi varnaraðila.
Málið var þingfest 7. janúar sl. Sótti þá þing Sigurður Örn Hilmarsson héraðsdómslögmaður fyrir hönd 87 kröfuhafa sem kröfðust þess að gerast meðalgönguaðilar að málinu og var lögð fram beiðni þess efnis dagsett sama dag. Áskildi hann sér rétt til þess að fjölga þeim kröfuhöfum er meðalgöngu krefðust. Sætti það ekki andmælum af hálfu aðila. Lögmaður sóknaraðila mótmælti meðalgöngunni en af hálfu lögmanns varnaraðila voru ekki gerðar við hana athugasemdir. Málinu var þá frestað til 23. janúar sl. til skila greinargerðar af hálfu aðila og þeirra er kröfðust meðalgöngu og var þá þetta ágreiningsmál þingfest. Í þinghaldi þann dag var greinargerðum skilað og var þá enn haldið uppi kröfu um meðalgöngu en nú vegna 119 kröfuhafa. Kröfu um meðalgöngu var enn mótmælt af hálfu sóknaraðila. Af hálfu varnaraðila voru ekki hafðar uppi athugasemdir við framkomna kröfu um meðalgönguaðild. Málinu var þá frestað til 5. febrúar sl. til munnlegs flutnings um kröfuna.
Eftirtaldir 119 kröfuhafar krefjast meðalgöngu í málinu: ACMO Sarl, AIO III Finance (Ireland) Limited, AIO III Sarl, AIO IV (Finance) Ireland Limited, AIO Sarl, Allen Global Partners LP, Allen Global Partners Offshore, Altair Global Credit Opportunities Fund (A) LLC, Anchorage IO II Sarl, Andromeda Global Credit Fund LTD, Aristeia European Investments S.A.R.L., Aspen Creek Partners LP, Barclays Bank PLC, Bayerische Landesbank, Black Diamond Offshore, Black Diamond Arbitrage Offshore Ltd., Blue Mountain Credit Alternatives Master Fund L.P., Blue Mountain Distressed Master Fund L.P., Blue Mountain Kicking Horse Fund L.P., Blue Mountain Long/Short Credit and Distressed Reflection Fund a Sub-Fund of AAI Blue Mountain Fund PLC, Blue Mountain Long/Short Credit Master Fund L.P., Blue Mountain Montenvers Master Fund SCA SICAV-SIF, Blue Mountain Timberline Ltd., Burlington Loan Management Limited, Candlewood Special Situations Master Fund Ltd., Canyon Capital Finance S.a.rl., Castlelake III Lu Sarl, CCP CREDIT ACQUISITIONS HOLDINGS LUXCO S.A.R.L, Citigroup Financial Products Inc, Citigroup Global Markets Limited, Compass ESMA LP, Compass TSMA LP, Contrarian Funds LLC, Cornell University, Crown Managed Accounts SPC f.h. Crown/Latigo Segregated Portfolio, CWD OC 522 Master Fund Ltd., Deutsche Bank AG London Branch, Double Black Diamond Offshore, Entrust PC Segregated Portfolio Company 2 in respect of Segregated Investment Portfolio 1 (Entrust PC SPC 2 SEG INV POR 1), GGI Lux S.a r.l., GGIE Lux S.a r.l., GMO Credit Opportunities Fund LP, GOF Lux S.a r.l., GS Raven Holdings LP, Halcyon Loan Trading Fund LLC, Hayman Capital Master Fund LP, HHLF L.P., Howard Hughes Medical Institute, Indaba Capital Fund L.P., JMB Capital Partners Master Fund L.P, Latigo Advisors Master Fund Ltd., Latigo Partners MA2 LP, Latigo Ultra Master Fund Ltd., LLSM L.P., LMA SPC f.h. Map 89 Segregated Portfolio, Luminous Capital Global Credit Opportunities Fund (A) L.P., Luminous Capital Senior Credit Fund-A L.P., Luminous Capital Senior Credit Fund L.P., Lyxor/ Andromeda Global Credit Fund, Managed Accounts Master Fund Services- MAP 15, Map 139 Segregated Portfolio of LMA SPC, Max Participations II Sàrl, Merrill Lynch International, Nomura Corporate Funding Americas LLC, North Atlantic Investors L.L.C., OCP Investment Trust, Onex Debt Opportunity Fund Ltd., Owl Creek Investments I LLC, PAC CREDIT FUND LIMITED, PAC MERGER FUND I LIMITED, PAC MERGER FUND II LIMITED, PAC MERGER FUND III LIMITED, PAC MERGER FUND IV LIMITED, Paulson Partners Premium LP, PCI Fund LLC, Permal Stone Lion Fund Ltd., Pine River Credit Relative Value Master Fund Ltd., Pine River Fixed Income Master Fund Ltd., Pine River Master Fund Ltd., PINE RIVER FIXED INCOME LUX INVESTMENTS S.A.R.L., PINE RIVER LUX INVESTMENTS S.A.R.L., Pine River Structured Credit Opportunities Master Fund LP, PP OPPORTUNITIES LTD, Recovery Opportunities S.A.R.L., Regiment Capital Ltd., RKV Holdings LLC, SB Special Situations Fund Ltd., Scoggin International Fund Ltd., Scoggin Capital Management II LLC, Scoggin Worldwide Fund Ltd., Serengeti Manyara Cooperatief U.A., Silver Point Luxembourg Platform Sarl, SL Investments S.a r.l., SL Liquidation Fund L.P., SL Portfolio Investments LLC, Sola Ltd., Solus Core Opportunities LP, Solus Opportunities Fund 1 LP, Solus Opportunities Fund 2 LP, Solus Opportunities Fund 3 LP, Solus Recovery Fund II Master LP, Solus Recovery Fund III Master LP, Solus Recovery Fund LP, Solus Recovery Fund Offshore Master LP, Solus Recovery LH Fund LP, Southpaw Credit Opportunity Master Fund LP, TCA Event Investments Sarl, TCA Opportunity Investments Sarl, TCA Sidecar I Sarl, TCS II Lu Sarl, TCS II Opportunities Lu Sarl, TCW/Scoggin Event Driven Master Fund LP, Third Point Loan LLC, TP Lux HoldCo Sarl, Ultra Master Ltd., Venor Capital Master Fund Ltd., Whilton Holdings LLC, Windermere Ireland Fund plc, XL Re Ltd.
Hér er eingöngu til úrlausnar sá þáttur málsins er lýtur að kröfu áðurnefndra 119 kröfuhafa um að þeim verði heimiluð meðalganga í málinu. Verði fallist á kröfu þeirra um meðalgöngu er af þeirra hálfu aðallega gerð sú krafa, hvað efnishlið málsins varðar, að kröfu sóknaraðila á hendur varnaraðila verði vísað frá dómi en til vara að kröfu sóknaraðila verði hafnað. Sóknaraðili krefst þess að kröfu um meðalgöngu verði hafnað. Þá krefst hann málskostnaðar sameiginlega úr hendi þeirra er meðalgöngu krefjast. Eins og áður er fram komið gerir varnaraðili málsins ekki athugasemdir við fram komna kröfu um meðalgöngu en lætur þennan þátt ágreiningsins að öðru leyti ekki til sín taka. Málið var tekið til úrskurðar um þennan þátt málsins 5. febrúar sl. að loknum málflutningi lögmanns þeirra er meðalgöngu krefjast til sóknar og lögmanns sóknaraðila til varnar um kröfur aðila í þessum þætti málsins.
I
Málavextir og helstu málsástæður aðila varðandi form- og efnishlið málsins
Samkvæmt heimild í 100. gr. a laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki, sbr. 5. gr. laga nr. 125/2005 um heimild til fjárveitingar úr ríkissjóði vegna sérstakra aðstæðna á fjármálamarkaði o.fl., tók Fjármálaeftirlitið 7. október 2008 yfir vald hluthafafundar í varnaraðila, vék stjórn hans frá og setti yfir hann skilanefnd sem tók við öllum heimildum stjórnar félagsins. Skilanefnd óskaði eftir greiðslustöðvun samkvæmt 3. mgr. 98. laga nr. 161/2002, sbr. lög nr. 129/2008 og var varnaraðila veitt heimild til greiðslustöðvunar með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur 24. nóvember 2008. Hún var síðar framlengd með úrskurðum dómsins til 24. nóvember 2010. Með lögum nr. 44/2009, um breytingu á lögum nr. 161/2002, var sett sérregla um upphaf slitameðferðar fjármálafyrirtækja sem hafði verið skipuð skilanefnd fyrir gildistöku laganna. Var kveðið á um að um greiðslustöðvun fjármálafyrirtækja, sem nutu heimildar til greiðslustöðvunar við gildistöku breytingalaganna, skyldu gilda tiltekin ákvæði sem gilda um slit fjármálafyrirtækja, eins og hann hefði verið tekinn til slita með dómsúrskurði á þeim degi sem lögin öðluðust gildi, eða þann 22. apríl 2009. Á þeim grundvelli hófst slitameðferð varnaraðila 22. apríl 2009. Héraðsdómur Reykjavíkur skipaði slitastjórn yfir varnaraðila 12. maí 2009. Við þá skipun tók slitastjórn við þeim réttindum og skyldum sem stjórn varnaraðila og hluthafafundur höfðu áður haft, sbr. 2. málslið 4. mgr. 101. gr. laga nr. 161/2002.
Með lögum nr. 132/2010 var ákvæðum um greiðslustöðvun fjármálafyrirtækja sem nutu heimildar til greiðslustöðvunar aftur breytt. Kveðið var á um að áður en heimild til greiðslustöðvunar rynni út gætu skilanefnd og slitastjórn sameiginlega gert kröfu um að félagið yrði tekið til slitameðferðar með dómsúrskurði eftir almennum reglum. Slitastjórn og skilanefnd varnaraðila settu fram slíka kröfu og féllst Héraðsdómur Reykjavíkur á hana með úrskurði þann 22. nóvember 2010.
Með beiðni 4. desember sl., sem móttekin var í héraðsdómi sama dag, krafðist sóknaraðili þess að bú varnaraðila yrði tekið til gjaldþrotaskipta. Fram kemur í beiðni sóknaraðila að hann sé eigandi kröfu á hendur varnaraðila að fjárhæð 3.126.694 krónur sem við slitameðferð varnaraðila hafi fengið tilvísunarnúmerið CL20090720-41-T1. Sú krafa hafi verið viðurkennd af slitastjórn varnaraðila sem almenn krafa samkvæmt 113. gr. laga nr. 21/1991.
Sóknaraðili styður kröfu sína um töku varnaraðila til gjaldþrotaskipta annars vegar við 2. og 3. málslið 4. mgr. 103. gr. a laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki og hins vegar við 4. tölulið 2. mgr. 65. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl. og byggir á því að skilyrði þeirra beggja séu uppfyllt þótt nægjanlegt sé að skilyrði annars ákvæðisins eigi við.
Hvað fyrra ákvæðið varðar rökstyður sóknaraðili kröfu sína svo að slitastjórn varnaraðila hafi um margra ára bil leitað nauðasamnings en án árangurs. Þá segir að svo virðist sem slitastjórnin einblíni á gerð nauðasamnings sem útheimti undanþágu Seðlabanka Íslands. Þá virðist sem slitastjórn hafi gerst þáttakandi í, og reynt að hafa áhrif á, mótun hugmynda um afnám fjármagnshafta. Vandséð sé að slíkt samrýmist hlutverki slitastjórnar sem einkum sé að „hámarka endurheimtur eigna og úthluta til kröfuhafa við fyrsta mögulega tækifæri“ sem sé orðalag slitastjórnar sjálfrar í kynningu 19. maí 2010. Sóknaraðili byggir á því að fullreynt sé að nauðasamningar náist og að hann hafi sem almennur kröfuhafi í bú varnaraðila lögvarða hagsmuni af því að koma fram gjaldþrotaskiptum fremur en að varnaraðili verði áfram í slitameðferð. Hagsmunir hans lúti m.a. að því að slitastjórn fylgi „þeim lagaúrræðum“ sem séu til staðar m.a. til „hlutagreiðslna“ og vísar sóknaraðili þar til orðalags slitastjórnarinnar 19. maí 2010.
Sóknaraðili kveður að af 6. mgr. 102. gr. laga nr. 161/2002 leiði að slitastjórn sé óheimilt að úthluta upp í aðrar kröfur en þær sem falla undir 109.-112. gr. laga nr. 21/1991. Þar sem krafa hans falli undir 113. gr. sé slitastjórn óheimilt að lögum að úthluta honum upp í kröfu hans. Verði bú varnaraðila tekið til gjaldþrotaskipta myndu slíkar greiðslur á hinn bóginn verða heimilar, sbr. m.a. 2. mgr. 156. gr. laga nr. 21/1991. Stór hluti eigna varnaraðila sé í formi handbærs fjár og því séu allar forsendur fyrir því að myndarleg úthlutun eigi sér stað fljótlega eftir upphaf gjaldþrotaskipta. Sóknaraðili hafi því lögvarða hagsmuni af því að gjaldþrotaskipti hefjist þegar í stað. Hann geti ekki þurft að bíða þess að viðleitni slitastjórnar varnaraðila til þátttöku í ferli um afnám gjaldeyrishafta leiði til nauðasamnings. Engin vissa sé fyrir því hvort og hvenær slíkt gangi eftir.
Hvað skilyrði síðara ákvæðisins varðar byggir sóknaraðili á því að samkvæmt 4. tölulið 2. mgr. 65. gr. laga nr. 21/1991 geti lánardrottinn krafist þess að bú skuldara verði tekið til gjaldþrotaskipta hafi skuldarinn lýst því yfir að fjárhagur hans sé slíkur sem segi í 1. mgr. 64. gr. laganna. Sóknaraðili teljist lánardrottinn í þessum skilningi enda eigi hann viðurkennda kröfu á hendur varnaraðila. Sóknaraðili byggir á því að slitastjórn Glitnis hafi ítrekað lýst því yfir að fjárhagur félagsins sé slíkur sem segir í 1. mgr. 64. gr. laganna. Þannig komi t.d. fram í skýrslum hennar frá 9. apríl 2010 og 20. nóvember sama ár að félagið standi fjarri því undir skuldum. Sama megi lesa úr og álykta af öðrum upplýsingum slitastjórnarinnar um fjárhag varnaraðila. Gjalddagi krafna á varnaraðila miðist við 22. apríl 2009 sem sé löngu liðinn og allar yfirlýsingar slitastjórnarinnar staðfesti að kröfurnar fáist aldrei greiddar að fullu. Því sé fullnægt áskilnaði 4. töluliðar 2 mgr. 65. gr. laga nr. 21/1991.
Varnaraðili málsins, Glitnir hf., krefst þess aðallega að kröfu sóknaraðila, Ursusar ehf., verði vísað frá dómi, til vara að henni verði hafnað. Þá krefst hann málskostnaðar. Frávísunarkröfu sína byggir varnaraðili annars vegar á því að gjaldþrotaskiptabeiðni sóknaraðila sé svo vanreifuð að hún sé ekki tæk til efnismeðferðar og hins vegar á því að sóknaraðila skorti lögvarða hagsmuni.
Hvað fyrra atriðið varðar þá virðist sóknaraðili byggja kröfu sína á 2. og 3. málslið 4. mgr. 103. gr. a laga nr. 161/2002. Ekki komi skýrlega fram í gjaldþrotaskiptabeiðni rökstuðningur fyrir því á hverju kröfuhafi byggi og hvernig málsástæður hans styðji lagaskilyrði til upphafs gjaldþrotaskipta, þ.e. að sýnt sé fram á að uppfylltur sé áskilnaður 4. mgr. 103. gr. laga nr. 161/2002. Í beiðninni séu skilyrði ákvæðisins ekki nefnd einu orði, ekki sé rökstutt með skýrum hætti á hvaða grundvelli þau teljist uppfyllt. Þetta hamli möguleikum varnaraðila til að taka til varna og sé í engu samræmi við meginreglu einkamálaréttarfars um ákveðna og ljósa kröfugerð, sbr. 1 mgr. 80. gr. laga nr. 91/1991.
Hvað síðara atriðið varðar telur varnaraðili ljóst að sóknaraðili málsins hafi ekki lögvarða hagsmuni af úrlausn þess. Við mat á þessu verði að horfa til þess hvort hagsmunir njóti verndar laga og landsréttar, hvort hagsmunir séu einstaklegir og sóknaraðili réttur aðili að þeim og hvort úrlausn um hagsmunina hafi raunhæft gildi fyrir réttarstöðu aðila. Hagsmunir sóknaraðila geti því aðeins talist njóta lögverndar ef þeir vega þyngra en hagsmunir annarra kröfuhafa af því að kröfu sóknaraðila verði hafnað. Fyrir liggi að kröfuhafafundur varnaraðila 18. desember 2014 ályktaði um áframhaldandi nauðasamningsumleitanir varnaraðila. Á fundinn voru mætt 69,38% kröfuhafa við slitameðferð varnaraðila. Af þeim kusu 97,54% með ályktun fundarins, 0,35% höfnuðu henni og 2,11% sátu hjá eða kusu ekki. Afstaða fundarins sé því óumdeild. Þá liggi fyrir að nauðasamningsfrumvarp varnaraðila var unnið að tilstuðlan meirihluta kröfuhafa hans og séu þeir samþykkir því að leita nauðasamnings. Fjárhæð kröfu sóknaraðila sé lág og nemi 3,126.694 krónum eða um 0,00013% af almennum kröfum við slitameðferð varnaraðila. Eignir sóknaraðila hafi numið 778.853.045 krónum í árslok 2013. Krafa hans við slitameðferð varnaraðila sé því óveruleg miðað við efnahag sóknaraðila. Ekki verði séð að það hafi sérstaka þýðingu fyrir hann að fá kröfuna greidda þar sem félagið eigi umtalsverðar eignir.
Þá verði að líta til þess að sóknaraðili hafi eignast kröfu sína fyrir tveimur mánuðum en þá hafi honum mátt vera ljós staða slitameðferðar varnaraðila. Hann hafi því ekki getað haft réttmætar væntingar til þess að bú varnaraðila yrði tekið til skipta og hann fengi kröfu sína greidda. Þá vísar varnaraðili til 100. gr. laga nr. 21/1991 sem girði fyrir að kröfuhafi nýti til skuldajafnaðar kröfu sem hann hefur fengið framselda til sín í þeim eina tilgangi að nýta skuldajafnaðarréttinn. Þá telur varnaraðili að í kröfu sóknaraðila felist misbeiting hlutafélagaformsins. Hluthafi félagsins virðist vilja beita félaginu til að koma fram aðstöðu þar sem heimturnar verði minni í þágu persónulegra markmiða. Af ofansögðu sé ljóst að hagsmunir sóknaraðila njóti ekki verndar laga og landsréttar.
Þá telur varnaraðili að sóknaraðili hafi ekki einstaklega hagsmuni af úrlausn málsins umfram aðra. Svo virðist sem fyrirsvarsmaður sóknaraðila telji sig vera að gæta hagsmuna íslenska ríkisins eða íslenskra kröfuhafa varnaraðila auk þess að sinna eftirliti með störfum slitastjórna. Hafi hann lýst því yfir að „besta leiðin fyrir Ísland“ sé að setja gömlu bankana í þrot. Í raun sé tilgangur gjaldþrotaskiptabeiðninnar að leggja lögspurningu fyrir dómstóla um það hvort áframhaldandi slitameðferð sé æskileg fyrir þjóðarbúið. Slíkir hagsmunir séu ekki einstaklegir heldur almennir og því sé þetta skilyrði ekki uppfyllt. Þá byggir varnaraðili að lokum á því að sóknaraðili hafi ekki lögvarða hagsmuni þar sem úrlausn um hagsmunina hafi ekki raunhæft gildi fyrir réttarstöðu hans. Svo virðist sem sóknaraðili hafi gagngert fengið kröfu í slitabú varnaraðila framselda til sín í þeim tilgangi að leitast við að stöðva slitameðferð varnaraðila. Í 4. mgr. 103. gr. a laga nr. 161/2002 sé áskilið að það hafi raunhæft gildi fyrir réttarstöðu sóknaraðila að komið verði fram gjaldþrotaskiptum fremur en að varnaraðili verði í slitameðferð. Hagsmunir kröfuhafa af framgangi slitameðferðar felist einkum í því hvaða stöð krafa hans hefur í réttindaröð krafna á hendur slitabúi, hverjar endurheimturnar séu, hvenær hann fái greitt og með hvaða hætti. Staða kröfuhafa í réttindaröð breytist ekki við töku bús til skipta. Sama skylda myndi hvíla á skiptastjóra og hvílir nú á slitastjórn um það markmið að fá sem mest fyrir eignir fjármálafyrirtækis og að bíða eftir þörfum efndatíma á útistandandi kröfum fremur en að koma þeim fyrr í verð. Það flýti þannig ekki fyrir losun eigna búsins að slitabú sé tekið til gjaldþrotaskipta. Þá sé ekki einsýnt að kröfuhafar almennt eða sóknaraðili sérstaklega, fái greitt fyrr í gjaldþrotaskiptum sem tæki við af slitameðferð, eins og sóknaraðili haldi fram, þar sem um sé að ræða heimild til að inna af hendi hlutagreiðslur en ekki skyldu sbr. skýrt orðalag 6. mgr. 102. gr. laga nr. 161/2002. Engin fullvissa sé um að slitastjórn myndi nýta slíka heimild. Að öllu þessu virtu telur varnaraðili ljóst að sóknaraðili hafi ekki lögvarða hagsmuni af því að slitameðferð ljúki með gjaldþrotaskiptum frekar en nauðasamningi.
Þá áréttar varnaraðili að sóknaraðili styðji kröfu sína einnig við 4. tölulið 2. mgr. 65. gr. laga nr. 21/1991. Það sé grundvallar misskilningur hjá sóknaraðila þar sem skýrt komi fram í ákvæðum 1. mgr. 101. gr. laga nr. 161/2002 að bú fjármálafyrirtækis verði ekki tekið til gjaldþrotaskipta eftir almennum reglum. Enda sé sérstaklega tekið fram í 103. gr. a í síðarnefndu lögunum að slitameðferð geti lokið með gerð nauðasamnings þótt fyrir liggi að eignir fjármálafyrirtækis nægi ekki til fullrar greiðslu krafna. Sóknaraðili geti því ekki byggt kröfu sína um töku bús varnaraðila til gjaldþrotaskipta á ákvæðum 65. gr. laga nr. 21/1991. Í þessu felst að almenn ákvæði um skilyrði gjaldþrotaskipta samkvæmt ákvæðum laga nr. 21/1991, nánar tiltekið 64. og 65 gr. þeirra, gilda ekki um fjármálafyrirtæki heldur gilda sérreglur um gjaldþrota fjármálafyrirtækja, sérreglur sem ganga framar í samræmi við almennar lögskýringarreglur um túlkun yngri sérlaga gagnvart eldri og almennari lögum.
Kröfu um að kröfu sóknaraðila verði hafnað byggir varnaraðili á því að ekki séu uppfyllt efnisskilyrði 4. mgr. 103. gr. a laga nr. 161/2002 um að nauðasamningsumleitanir slitastjórnar hafi ekki borið árangur, sýnt sé fram á að ekki séu lagaskilyrði til að leita nauðasamnings og sá fjöldi kröfuhafa sé andvígur nauðasamningi að útilokað sé að tekist geti að koma honum fram miðað við fyrirliggjandi upplýsingar um fjárhag varnaraðila. Sóknaraðili beri ríka sönnunarbyrði um að eitthvert þessara efnisskilyrða sé fyrir hendi. Þá verði að túlka efnisskilyrðin þröngt í ljósi þess að nauðasamningur sé lögum samkvæmt fyrsti kostur um lok slitameðferðar. Þannig mæli lög nr. 161/2002 fyrir um að slitabú skuli því aðeins tekið til gjaldþrotaskipta að ekki verði forsendur til að leita nauðasamnings eða frumvarp að honum hafi ekki fengist samþykkt eða hafnað hefur verið kröfu um staðfestingu hans. Byggir varnaraðili á því að skýra beri ákvæði 4 mgr. 103. gr. laga nr. 161/2002 með hliðsjón af því hvert sé eðli efnisskilyrðanna, þ.e. að kröfuhafi geti aldrei talist eiga lögvarða hagsmuni af því að koma fram gjaldþrotaskiptum fremur en að búið verði áfram í slitameðferð, nema það liggi fyrir að fullreynt sé að nauðasamningsumleitanir hafi ekki borið árangur eða séu útilokaðar. Komist dómurinn að þeirri niðurstöðu að skilyrði um lögvarða hagsmuni í 103. gr. a laga nr. 161/2002 sé efnisskilyrði en ekki formskilyrði telur varnaraðili að það skilyrði sé ekki uppfyllt en vísar að öðru leyti til þess sem að framan greinir um hvers vegna sóknaraðili eigi ekki slíka lögvarða hagsmuni. Varnaraðili bendir á að nauðsamningsumleitanir séu ekki hafnar og þaðan af síður hafi þær reynst árangurslausar. Þá hafi frumvarpið hvorki fengist samþykkt né hafi héraðsdómur hafnað staðfestingu nauðasamnings. Því sé fyrsta efnisskilyrði ákvæðisins ekki uppfyllt. Verði talið að nauðasamningsumleitanir séu hafnar geti þær að mati varnaraðila ekki talist hafa reynst árangurslausar þar sem enn liggi ekki fyrir hvort kröfu um staðfestingu nauðasamnings verður hafnað. Kröfuhafar og dómstólar hafa ekki tekið endanlega afstöðu til frumvarpsins. Þá telur varnaraðili einsýnt að lagaskilyrði séu til staðar til að leita nauðasamnings, enda séu fyrir hendi sérstakar lagaheimildir þar að lútandi, sbr. 3. mgr. 103. gr. a laga nr. 161/2002. Skilyrðin séu ekki önnur en þau að bú varnaraðila sé slitabú samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki og að eignir þess nægi ekki til fullrar greiðslu krafna sem ekki hefur verið endanlega hafnað. Afstaða Seðlabanka Íslands til undanþágubeiðni hans frá lögum um gjaldeyrismál hafi ekki þýðingu í þessu sambandi. Þá hvíli það ekki á dóminum að leggja mat á hvort skilyrði sé til að veita slíka undanþágu, eins og sóknaraðili sé í raun að leita eftir með kröfugerð sinni. Þá hafi sóknaraðila ekki tekist að sýna fram á að sá fjöldi kröfuhafa sé andvígur nauðasamningi að útilokað sé að tekist geti að koma honum fram. Ekki nægi að leiða að því líkur að ólíklegt sé að „tekist geti“ að koma nauðasamningi fram miðað við fyrirliggjandi upplýsingar um fjárhag varnaraðila. Ákvæðið geri ráð fyrir því að sýnt sé fram á að „útilokað“ sé að „tekist geti“ að koma nauðasamningi fram. Að öllu þessu virtu telur varnaraðili að hafna beri kröfu sóknaraðila.
Í þessum þætti málsins hafa 119 aðilar krafist meðalgöngu í málinu, en allir eru þeir kröfuhafar sem eiga almennar kröfur á hendur varnaraðila sem samþykktar hafa verið af hálfu slitastjórnar varnaraðila. Kröfur þeirra, hvað efnishlið málsins varðar, eru aðallega þær að kröfum sóknaraðila þess, Ursusar ehf., verði vísað frá dómi en til vara að þeim verði hafnað. Þá krefjast þeir málskostnaðar úr hendi sóknaraðila. Frávísunarkröfu sína byggja þeir á því að krafa sóknaraðila uppfylli ekki formkröfur íslenskra laga þar sem hún sé vanreifuð og þá hafi sóknaraðili málsins ekki lögvarða hagsmuni af því að krafa hans um gjaldþrotaskipti á varnaraðila nái fram að ganga. Nánar byggja meðalgönguaðilar á því að þær röksemdir sem sóknaraðili tefli fram og samspil þeirra við þau lagaskilyrði sem sett séu fyrir því að fallist verði á gjaldþrotaskipti séu svo vanreifaðar að krafan sé ekki tæk til efnismeðferðar. Beiðni sóknaraðila uppfylli ekki lágmarksskilyrði sem fram koma í 4. mgr. 103. gr. a laga nr. 161/2002, sbr. 7. gr. og XI. kafla laga nr. 21/1991, sbr. einnig 80. gr. laga nr. 91/1991. Þá hafi sóknaraðili ekki lögvarða hagsmuni af því að krafa hans nái fram á ganga en við mat á því beri að taka mið af því hvort kröfuhafi hafi frekari hagsmuni af gjaldþrotaskiptum en nauðasamningi, sbr. ákvæði 4. mgr. 103. gr. a laga nr. 161/2002. Telja meðalgönguaðilar að færa megi rök fyrir því að sóknaraðili geti fengið hærra hlutfall kröfu sinnar greitt gegnum nauðasamning samanborið við úthlutun við gjaldþrotaskipti vegna ákvæða 2. mgr. 36. gr. laga nr. 21/1991. Þá telja þeir að horfa verði til þess að mikil vinna hafi farið fram í langan tíma við að leita nauðasamnings. Sóknaraðili hafi á hinn bóginn keypt kröfu sína síðla árs 2014 og hafi honum mátt vera fullljóst að um langa hríð hafi bæði varnaraðili og meirihluti kröfuhafa stefnt að því að ná nauðasamningi. Draga megi þá ályktun að megintilgangur með kaupum á kröfunni hafi verið að freista þess að binda enda á slitameðferð varnaraðila. Sóknaraðili hafi því ekki lögvarða hagsmuni í skilningi 4. mgr. 103. gr. laga nr. 161/2002 og telja meðalgönguaðilar að í raun sé hægt að jafna gjaldþrotaskiptabeiðni sóknaraðila til þess að fyrir dóminn hafi verið lögð lögspurning sbr. 1. mgr. 25. gr. laga nr. 91/1991. Þá telja meðalgönguaðilar að bera þurfi saman kröfu sóknaraðila við virði lögvarinna hagsmuna meðalgönguaðila og virði lögvarinna hagsmuna kröfuhafa sem studdu ályktun sem kynnt hafi verið á kröfuhafafundi varnaraðila 18. desember sl. Þar hafi verið mætt af hálfu 69,8% kröfuhafa varnaraðila. Alls hafi 97,54% þeirra lýst sig samþykk ályktun fundarins um stuðning við að skiptum yrði lokið með nauðasamningi. Meðalgönguaðilum sé ekki kunnugt um að sóknaraðili hafi hreyft andmælum/mótmælum á þessum fundi né að hann hafi talað fyrir því að varnaraðili yrði tekinn til gjaldþrotaskipta. Stuðningur kröfuhafa hafi verið byggðar á því mati að nauðasamningur leiddi til hærri og skjótari endurgreiðslna til kröfuhafa almennra krafna, þ. á m. til sóknaraðila sjálfs, heldur en ef af gjaldþrotaskiptum yrði. Þá sé ljóst að verði bú varnaraðila tekið til gjaldþrotaskipta hefjist nýtt ferli sem óvíst er hversu langan tíma taki. Það sé því í þágu almennra kröfuhafa að kröfunni verði hafnað. Með vísan til alls ofangreinds telja meðalgönguaðilar því að sóknaraðili verði ekki talinn hafa lögvarða hagsmuni af úrslausn málsins.
Kröfu sína um að kröfu sóknaraðila verði hafnað byggja þeir á því að ekki séu uppfyllt lagaskilyrði fyrir gjaldþrotaskiptum sem sett séu fram í 4 mgr. 103. gr. laga nr. 161/2002 en sóknaraðili beri sönnunarbyrði fyrir því. Sóknaraðili hafi enga hagsmuni af því að slitameðferð varnaraðila ljúki og gjaldþrotaskiptameðferð hefjist. Telji dómurinn þetta ekki leiða til frávísunar kröfunnar sé byggt á þessari málsástæðu til stuðnings því að kröfu sóknaraðila verði hafnað. Þá byggja meðalgönguaðilar einnig á því að skilyrði til að leita nauðasamnings séu uppfyllt. Sóknaraðila hafi ekki tekist að sanna hið gagnstæða. Vinna varnaraðila við nauðasamning sé í gangi og hún sé studd af yfirgnæfandi meirihluta kröfuhafa. Sóknaraðila hafi á engan hátt tekist að sýna fram á að nauðasamningsumleitanir hafi ekki borið árangur eins og fram komi í 4. mgr. 103. gr. laga nr. 161/2002. Enginn fundur hafi verið haldinn til atkvæðagreiðslu um frumvarp að nauðasamningi, sbr. 152. gr. laga nr. 21/1991, sbr. 3. mgr. 103. gr. laga nr. 161/2002. Frumvarp að nauðasamningi hafi því ekki verið lagt fyrir héraðsdómara og frumvarpið því hvorki verið staðfest né því synjað. Þá byggja þeir á því að kröfunni verði að hafna enda kunni gjaldþrot að leiða til þess að selja þurfi eignir búsins án tillits til þess hvort mögulegt sé að hámarka virði þeirra frekar. Endurheimtur vegna lýstra krafna verði lægri en ef nauðasamningsferlinu verði fram haldið. Þá njóti kröfur meðalgönguaðila verndar 72. gr. stjórnarskrárinnar, sbr. 1. gr. 1. viðauka mannréttindasáttmála Evrópu. Skerðing á eignarréttindum meðalgönguaðila verði að vera í samræmi við það markmið sem að sé stefnt. Gjaldþrotaskipti, sem lokaúrræði til uppgjörs varnaraðila, sé ónauðsynlegt og í ósamræmi við megintilgang laga nr. 161/2002 og laga nr. 21/1991. Gjaldþrotaskipti nú á þessum tímapunkti teljist því brot á grundvallarreglu stjórnarskrárinnar um meðalhóf. Þá sé til þess að líta að á meðan á nauðasamningsferlinu stendur hafi hagsmunaaðilar betri möguleika á að hafa áhrif á niðurstöðuna með atkvæðagreiðslu um frumvarp að nauðasamningi. Þá geri nauðasamningar almennt ráð fyrir fjölbreyttari möguleikum á greiðsluháttum við útgreiðslu samanborið við útgreiðslu og það sé í þágu meðalgönguaðila sem og annarra. Að lokum hafna meðalgönguaðilar tilvísun sóknaraðila til 65. gr. laga nr. 21/1991 og vísa um það til 1. mgr. 101. gr. laga nr. 161/2002 um að bú fjármálafyrirtækis verði ekki tekið til gjaldþrotaskipta eftir almennum reglum.
Í þessum þætti málsins er eingöngu til úrlausnar ágreiningur er lýtur að heimild þeirra 119 kröfuhafa sem krafist hafa meðalgöngu í málinu. Verður hér í framhaldinu til skýringar vísað til þeirra sem sóknaraðila þessa þáttar málsins. Sóknaraðili, sem vísað verður til sem varnaraðila þessa þáttar málsins, krefst þess í þessum þætti málsins að kröfu um meðalgöngu verði hafnað. Þá krefst hann málskostnaðar sameiginlega úr hendi þeirra er meðalgöngu krefjast. Eins og áður er fram komið gerir varnaraðili málsins ekki athugasemd við kröfu um meðalgöngu en lætur þennan hluta ágreiningsins að öðru leyti ekki til sín taka.
II
Málsástæður og lagarök sóknaraðila þessa þáttar málsins, ACMO Sarl, o.fl., vegna kröfu um meðalgöngu
Sóknaraðilar þessa þáttar málsins byggja kröfu sína um að þeim verði heimiluð meðalganga á því að þeir eigi allir almennar kröfur á hendur varnaraðila málsins. Þeir hafi lýst þeim kröfum lögum samkvæmt og þær verið samþykktar af slitastjórn á grundvelli 113. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl. sem almennar kröfur. Vísa þeir til 20. gr. laga nr. 91/1991 til stuðnings kröfu sinni um meðalgönguaðild og byggja á því að almennum reglum um meðferð einkamála um rétt þriðja aðila sem hafi lögvarða hagsmuni af úrlausn máls til að ganga inn í það, skuli beitt um kröfu þeirra. Önnur niðurstaða myndi tefla réttindum meðalgönguaðila um aðgang að dómstólum í tvísýnu.
Á kröfuhafafund 18. desember sl. hafi mætt kröfuhafar fyrir 69,8% lýstra krafna. Á fundinum hafi 97,54% lýst yfir stuðningi við undirbúning varnaraðila að nauðasamningsumleitunum. Í ályktun kröfuhafafundarins komi fram að nauðasamningarnir séu taldir til hagsbóta öllum almennum kröfuhöfum varnaraðila enda séu meiri líkur á hærri endurheimtum fyrir kröfuhafa ásamt því að greiðslur muni berast fyrr en ef kæmi til gjaldþrotaskipta. Verði varnaraðili neyddur í gjaldþrotaskipti muni kröfuhafar hans fá lægri endurheimtur af kröfum sínum en ef hægt væri að ljúka slitum varnaraðila með nauðasamningum eins og stefnt hafi verið að.
Meðalgönguaðilar hafi ótvíræða lögvarða hagsmuni af úrslaun máls þessa sem kröfuhafar varnaraðila og eigendur samtals 66,9% almennra krafna sem samþykktar hafa verið við slitameðferð varnaraðila. Þeir hafi verið fylgjandi því að leitað yrði nauðasamninga við slitameðferð varnaraðila. Drög að nauðasamningum hafi verið kynnt Seðlabanka Íslands í nóvember 2012 og uppfærð drög, þar sem tekið hafði verið tillit til athugasemda bankans, ári síðar eða í nóvember 2013. Undanfarin misseri hafi kröfuhafar, varnaraðili málsins, Seðlabankinn og íslensk stjórnvöld unnið að því að komast að samkomulagi um leiðir sem gætu greitt fyrir uppgjöri samkvæmt nauðasamningi. Slitastjórn varnaraðila hafi fundað síðast með fulltrúum stjórnvalda 9. desember 2014 í tengslum við ofangreint. Því sé ljóst að vinna við nauðasamningana standi enn yfir. Niðurstaða málsins hafi því bein áhrif á réttarstöðu þessara aðila.
Nánar um heimild til meðalgöngu vísa sóknaraðilar þessa þáttar málsins til 20. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála en fyrsti málsliður ákvæðisins hljóði svo að þriðja manni sé heimilt að ganga inn í mál annarra skipti úrslit þess hann máli að lögum. Samkvæmt 1. mgr. 101. gr. laga nr. 161/2002 verði bú fjármálafyrirtækis ekki tekið til gjaldþrotaskipta eftir almennum reglum. Sóknaraðili málsins geti því ekki byggt kröfu sína um gjaldþrotaskipti á búi varnaraðila á 64. og 65. gr. laga nr. 21/1991. Eftir standi 4. mgr. 103. gr. a laga nr. 161/2002 en í lögunum sé hvergi getið um hvernig haga skuli málsmeðferð gjaldþrotaskiptabeiðna kröfuhafa fyrir dómstólum. Virðist þó mega ganga út frá því að lög nr. 21/1991 skuli gilda um þá meðferð enda sé ekki á annan veg mælt í lögum nr. 161/2002. Telja sóknaraðilar þessa þáttar málsins því að beita beri almennum reglum einkamálaréttarfars um rétt þriðja aðila sem hefur lögvarða hagsmuni af því að ganga inn í mál annarra Því til stuðnings vísa þeir til þess að ekki séu sérreglur í lögum nr. 21/1991 um meðalgöngu heldur, vísi 2. mgr. 178. gr. laganna til almennra reglna um meðferð einkamála í héraði. Vísa sóknaraðilar þessa þáttar málsins m.a. til dóma Hæstaréttar í málum nr. 474/1994, 663/2009 og 80/2014 en tvö síðastgreindu málin hafi verið svokölluð ágreiningsmál við gjaldþrotaskipti og hafi Hæstiréttur í þeim dómum staðfest að almennar reglur einkamálaréttarfars, hvað varðar heimild til meðalgöngu, eigi við í málum sem rekin séu samkvæmt ákvæðum laga um gjaldþrotaskipti. Telja sóknaraðilar þessa þáttar málsins það hafið yfir allan vafa að beita beri almennum reglum einkamálaréttarfars við mat á því hvort rétt sé að heimila þriðja aðila sem hafi lögvarða hagsmuni af úrslitum máls að ganga inn í mál annarra, sbr. 20. gr. laga nr. 91/1991. Þá vísa þeir til þess að varast beri að túlka reglur um meðalgöngu of þröngt þar sem um sé að ræða eina réttarfarsúrræðið sem standi þeim til boða. Sé úrræðið takmarkað sé vegið að rétti þeirra til aðgangs að dómstólum sem m.a. njóti verndar 70. gr. stjórnarskrárinnar og 1. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. lög nr. 62/1994. Að sama skapi sé óheimilt að túlka ákvæði laga nr. 21/1991 og laga nr. 161/2002 þannig að girt sé fyrir rétt þeirra til aðgangs að dómstólum.
Sóknaraðilar þessa þáttar málsins byggja á því að þeir hafi lögvarða hagsmuni af því að ganga inn í málið með meðalgöngu. Samkvæmt 4. mgr. 103. gr. laga nr. 161/2002 geti kröfuhafi einungis krafist gjaldþrotaskipta sýni hann fram á að hann hafi lögvarða hagsmuni af því að koma fram gjaldþrotaskiptum fremur en að fyrirtæki verði áfram í slitameðferð. Ómögulegt sé að komast að þeirri niðurstöðu að sóknaraðili málsins, sem almennur kröfuhafi varnaraðila, hafi lögvarða hagsmuni af því að krefjast gjaldþrotaskipta án þess að telja að sóknaraðilar þessa þáttar málsins hafi sem almennir kröfuhafar álíka sjálfstæða lögvarða hagsmuni af því að gjaldþrotaskiptabeiðninni verði hafnað. Sóknaraðilar þessa þáttar málsins byggja á því að kröfur þeirra njóti verndar 72. gr. stjórnarskrárinnar, sbr. 1. gr. 1. samningsviðauka mannréttindasáttmála Evrópu. Verði fallist á kröfu sóknaraðila um gjaldþrotaskipti á varnaraðila muni slík niðurstaða hafa áhrif á endurheimtur sóknaraðila þessa þáttar málsins, til lækkunar. Því sé þeim nauðugur einn kostur að taka til varna í máli þessu sem meðalgönguaðilar til að gæta hagsmuna sinna. Ef fallist yrði á kröfu varnaraðila þessa þáttar málsins yrði þeim valdið óafturkræfu tjóni þar sem endurheimtuhlutfall krafna þeirra yrði lakara en annars hefði verið. Þannig yrðu stjórnarskrárvarin eignarréttindi sem felist í kröfuréttindum þeirra skert bótalaust. Um væri að ræða réttindaskerðingu sem gangi gegn meðalhófsreglu íslensks stjórnskipunarréttar, enda yrði réttindaskerðingin ónauðsynleg og í engu samræmi við þau markmið sem stefnt hafi verið að með lögum um fjármálafyrirtæki og lögum um gjaldþrotaskipti. Gjaldþrotaskipti sé lokaúrræði sem grípa skuli til þegar reynt hafi verið til þrautar að ljúka skiptum, í þessu tilviki, slitum, með öðrum úrræðum laga. Að mati sóknaraðila þessa þáttar málsins er ekki heimilt að úrskurða um gjaldþrotaskipti sem leiða til slíkrar réttindaskerðingar á meðan unnið sé að nauðasamningum af fullum þunga með stuðningi mikils meirihluta kröfuhafa varnaraðila.
Verði ekki fallist á kröfu um meðalgöngu og komi til þess að dómstólar fallist ekki á málsástæður varnaraðila í málinu leiði það til þess að sóknaraðilar þessa þáttar málsins fái minna úthlutað upp í almennar kröfur án þess að þeim hafi gefist kostur á að færa fram öll sín sjónarmið gegn þeirri niðurstöðu sem væri endanleg. Þegar af þessari ástæðu telja sóknaraðilar máls þessa sig hafa beina og verulega fjárhagslega hagsmuni af niðurstöðu dómstóla um ágreining þann sem til umfjöllunar sé í málinu.
Meðalgönguaðild sé eina úrræðið fyrir þessa aðila til að gæta lögvarinna hagsmuna sinna gegn kröfu um gjaldþrotaskipti. Verði þeim meinuð aðild að málinu sé brotið gegn gegn réttindum sem 70. gr. stjórnarskrárinnar og 1. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu, um að öllum beri réttur til að fá úrlausn um réttindi sín og skyldur fyrir dómstólum, sé ætlað að tryggja. Óheimilt sé að túlka ákvæði laga nr. 21/1991 og 161/2002 þannig að girt sé fyrir rétt meðalgönguaðila til aðgangs að dómstólum.
Þá byggja sóknaraðilar máls þessa einnig á því að varnaraðila sé ekki mögulegt að gæta lögvarinna hagsmuna þeirra í þessu tilliti. Varnaraðila beri lögum samkvæmt að gæta hagsmuna allra kröfuhafa. Varnaraðili þessa þáttar málsins sé einn þeirra kröfuhafa sem eigi hagsmuni sem varnaraðila málsins beri lögum samkvæmt að gæta en hagsmunir hans stangist alfarið á við hagsmuni sóknaraðila þessa þáttar málsins. Málsástæður varnaraðila málsins taki mið af því að hann fer með hagsmuni allra kröfuhafa í búinu til jafns. Þrátt fyrir að ætla megi að hagsmunir hans og sóknaraðila þessa þáttar málsins fari að mestu saman sé þó sá meginmunur að sóknaraðilar þessa þáttar málsins byggja afstöðu sína hvað varðar sjálfstæða lögvarða hagsmuni þeirra af úrslitum málsins á málsástæðum er lúta að stjórnarskrárvörðum rétti þeirra til verndar eignarréttindum sem felist í kröfuréttindum þeirra og jafnræði kröfuhafa.
Benda þeir einnig á að beiðni þeirra um meðalgöngu hafi þegar komið fram við fyrstu fyrirtöku málsins og valdi því ekki óhagræði eða töfum á rekstri málsins.
III
Málsástæður og lagarök varnaraðila þessa þáttar málsins, Ursusar ehf., vegna kröfu um meðalgöngu
Varnaraðili þessa þáttar málsins krefst þess að kröfum sóknaraðila þessa þáttar þess verði hafnað. Þá krefst hann málskostnaðar sameiginlega úr hendi sóknaraðila þessa þáttar málsins.
Vekur hann í fyrsta lagi athygli á því að aðildarhæfi allra þessara 119 kröfuhafa sé ekki ljóst. Í sumum tilvikum sé um að ræða útibú banka sem ekki geti átt aðild að dómsmálum en í öðrum tilvikum sé um eignasöfn að ræða eða jafnvel undirsjóði sjóðs. Með öllu sé sóknaraðila þessa þáttar málsins að allir þessir kröfuhafar geti átt aðild að dómsmáli.
Verði það á hinn bóginn ekki talið standa meðalgönguaðild þessara kröfuhafa í vegi byggir varnaraðili þessa þáttar málsins á því að engin lagaskilyrði séu fyrir því að játa þessum aðilum meðalgöngu í málinu. Gjaldþrot sé sameiginleg fullnustugerð allra kröfuhafa sem eiga kröfur á hendur skuldara. Í lögum sé mælt fyrir um heimild kröfuhafa til að knýja fram gjaldþrotaskipti á búi skuldara að tilteknum skilyrðum uppfylltum. Fordæmalaus sé sú aðstaða að þriðji maður reyni að varna því að beiðni um fullnustugerð verði tekin til greina og ekki sé gert ráð fyrir því í lögum að aðrir kröfuhafar geti stillt sér upp við hlið skuldara til að varna því að skipti geti farið fram enda sé sú staða ótæk. Í 3. og 4. mgr. 70. gr. laga nr. 21/1991 sé fjallað um réttarfar í málum er varða gjaldþrotaskipti. Sæki skuldari þing og mótmæli kröfunni skal fara með málið eftir 168. gr. laganna. Ekki er gert ráð fyrir að nokkur annar en skuldari geti gætt og mótmælt kröfu um gjaldþrotaskipti. Í 168. gr. er eingöngu gert ráð fyrir að mótmæli geti komið fram af hálfu skuldara. Engir aðrir geti átt aðild að málum er varða framkomna kröfu um gjaldþrotaskipti. Afskipti annarra af málum af þessu tagi grafi undan þessum reglum.
Ákvæði 20. gr. laga nr. 91/1991 eigi því ekki við um beiðni um gjaldþrotaskipti og því komi meðalganga ekki til greina í málum sem þessum.
Jafnvel þó að talið verði að 20. gr. laganna eigi við heimili hún ekki meðalgöngu þeirra aðila sem þess hafa krafist í málinu. Skilyrði fyrir meðalgöngu samkvæmt ákvæðinu er að úrslit máls skipti hann máli að lögum. Meðalgönguaðilarnir krefjist þess ekki að þeim verði dæmt sakarefnið. Þeir gera ekki kröfu um dóm sér til handa heldur taka undir og gera sömu kröfur í málinu og gera sömu kröfu um málalok og varnaraðili málsins, þ.e. að kröfu um gjaldþrotaskipti verði hafnað. Líta verði svo á að krafa sóknaraðila þessa þáttar málsins sé því krafa um aukameðalgöngu. Þeir byggi á hinn bóginn á öðrum málsástæðum en varnaraðili sjálfur. Þannig byggi sóknaraðilar þessa þáttar málsins á ætluðum brotum á ákvæðum stjórnarskrár um eignarrétt, um aðgang að dómstólum og meðalhófsreglu. Þá vísi þeir um það sama til ákvæða mannréttindasáttamál Evrópu. Varnaraðili málsins sjálfur, byggir ekki á þessum málsástæðum. Þetta kveður varnaraðili máls þessa ekki vera heimilt og hafi Hæstiréttur margoft kveðið upp úr með það í dómum sínum, sbr. ummæli í dómi Hæstaréttar 10. desember 2009 í máli nr. 663/2009 sem ítrekuð voru í dómi réttarins frá 7. janúar 2011 í máli nr. 638/2010. Meðalganga geti af þessum sökum ekki komið til greina þar sem þeir reisa málið á öðrum málsástæðum. Þegar af þeirri ástæðu verði að hafna kröfu sóknaraðila þessa þáttar málsins.
Þá bendir varnaraðili þessa þáttar málsins á að hvorki kröfuhafar þrotabúa né hluthafar félaga geti samkvæmt reglum Mannréttindadómstólsins sjálfs átt aðild að málum fyrir dómstólnum heldur einungis skiptastjórar þrotabúa enda hafi þeir forræði á hagsmunum búsins.
Þá kveður varnaraðili þessa þáttar málsins sóknaraðila þessa þáttar málsins ekki hafa neina lögvarða hagsmuni af því að eiga aðild að málinu. Ósannað sé að heimtur þeirra verði minni komi til gjaldþrotaskipti á varnaraðila heldur en ef nauðasamningar takast. Engan veginn sé í ljós leitt að gjaldþrotaskipti muni rýra verðmæti eigna varnaraðila. Um sé að ræða mjög almenna fjárhagslega hagsmuni. Verði fallist á meðalgöngu þessara aðila geti allir kröfuhafar alltaf krafist meðalgöngu í öllum dómsmálum á þeim forsendum að tapist málið skerðist réttur þeirra en vinnist það styrkist staða þeirra. Slíkt hefði ófyrirsjáanlegar afleiðingar í málum af þessu tagi þar sem kröfuhafar gætu stillt sér upp við hlið búsins. Bendir varnaraðili á að allt annað gildi um veðhafa í málum þar sem deilt sé um stöðu í réttindaröð við slit þrotabúa eins og fjallað sé um í dómi Hæstaréttar frá 19. febrúar 2014 í máli nr. 80/2014. Það mál sé því ekki sambærilegt því ágreiningsefni sem hér er til úrlausnar.
Að öllu þessu virtu telur varnaraðili þessa þáttar málsins að hafna verði kröfu sóknaraðila þessa þáttar þess. Hann mótmælir því sérstaklega að krafa um málskostnað sé of seint fram komin enda engin skilyrði til að setja hana fram fyrr en við flutning um þennan ágreiningsþátt málsins.
IV
Niðurstaða
Í máli þessu snýst efnislegur ágreiningur aðila um það hvort skilyrði séu til þess að taka bú varnaraðila, Glitnis hf., til gjaldþrotaskipta að kröfu sóknaraðila málsins, Ursusar ehf. Í þessum þætti málsins er eingöngu til úrlausnar sá hluti ágreiningsins er lýtur að heimild sóknaraðila þessa þáttar þess, sem eru 119 kröfuhafar við slit varnaraðila, til þess að ganga inn í mál aðila. Munu kröfur allra þessara kröfuhafa hafa verið viðurkenndar sem almennar kröfur við slit varnaraðilans, Glitnis hf., og hefur því ekki verið mótmælt af hálfu annarra aðila málsins. Verður að telja með vísan til framangreinds að taka beri kröfu þeirra um meðalgöngu til efnislegrar úrlausnar.
Samkvæmt 1. mgr. 101. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki verður bú fjármálafyrirtækis ekki tekið til gjaldþrotaskipta eftir almennum reglum og er því gert ráð fyrir því að um slík gjaldþrotaskipti verði beitt sérstökum reglum. Í 2. mgr. lagagreinarinnar eru rakin þau tilvik sem leiða til þess að fjármálafyrirtæki verður tekið til slita. Í 102. gr. laganna er rakið hvernig meðferð krafna við slit fjármálafyrirtækis er háttað og í 103. gr. þeirra er mælt fyrir um ráðstöfun hagsmuna fjármálafyrirtækis við slit þess. Í þessum ákvæðum öllum er að finna tilvísanir til laga um gjaldþrotaskipti o.fl. nr. 21/1991. Ljóst er því að þótt meginreglan sé sú að bú fjármálafyrirtækja verði ekki tekið til gjaldþrotaskipta eftir almennum reglum gilda um margt sömu reglur og gilda um gjaldþrotaskipti og verður þeim beitt um slitameðferð þar sem við á. Þannig er gert ráð fyrir því að reglur laga nr. 21/1991 gildi um efni kröfu um gjaldþrotaskipti og að farið sé með kröfuna fyrir dómi eins og kröfu um gjaldþrotaskipti sbr. IX. kafla laga nr. 21/1991. Þá er kveðið á um að slitastjórn hafi um flest sömu heimildir og skiptastjóri þrotabús. Þá er gert ráð fyrir því að kröfuhafar geti með svipuðum hætti og tíðkast við gjaldþrotaskipti gætt hagsmuna sinna við slitameðferð og átt þess kost að bera ágreining um réttmæti krafna sinna og ákvarðanir og ráðstafanir slitastjórnar undir dómstóla eins og fram kemur í athugasemdum með frumvarpi því er varð að lögum nr. 44/2009 um breytingu á lögum nr. 161/2002.
Í 103. gr. a er fjallað um lok slitameðferðar fjármálafyrirtækis. Í 4. mgr. lagagreinarinnar er mælt fyrir um að ef eignir fjármálafyrirtækis nægja ekki til að standa að fullu við skuldbindingar þess og slitastjórn telur sýnt að ekki verði forsendur til að leita nauðasamnings samkvæmt 3. mgr. greinarinnar eða frumvarp að honum hefur ekki fengist samþykkt eða hafnað hefur verið kröfu um staðfestingu hans skuli slitastjórn krefjast þess fyrir héraðsdómi, þar sem hún var skipuð til starfa, að bú fyrirtækisins verði tekið til gjaldþrotaskipta. Það sama getur kröfuhafi gert hafi krafa hans verið viðurkennd við slitameðferð og annaðhvort hafa nauðasamningsumleitanir slitastjórnar ekki borið árangur eða hann sýnir fram á að ekki séu lagaskilyrði til að leita nauðasamnings eða sá fjöldi kröfuhafa sé honum andvígur að útilokað sé að tekist geti að koma honum fram miðað við fyrirliggjandi upplýsingar um fjárhag fyrirtækisins. Til að hafa slíka kröfu uppi verður kröfuhafi þó að sýna fram á að hann hafi lögvarða hagsmuni af því að koma fram gjaldþrotaskiptum fremur en að fyrirtæki verði áfram í slitameðferð. Þá er í 5. mgr. áðurnefndrar lagagreinar m.a. kveðið á um að sé bú fjármálafyrirtækis tekið til gjaldþrotaskipta skuli það standa óraskað sem gert hafi verið við slitameðferð varðandi kröfur á hendur fyrirtækinu, þ. á m. innköllun til kröfuhafa og meðferð lýstra krafna. Að lokum segir að um gjaldþrotaskiptin fari annars eftir almennum reglum að öðru leyti en því að ákvæði 2. mgr. 103. gr. laganna gildi að breyttu breytanda auk þess sem sá dagur sem dómsúrlausn gekk um að fjármálafyrirtækið væri tekið til slita, skuli við gjaldþrotaskiptin svara að því er varðar réttaráhrif til þess dags sem úrskurður gekk um þau.
Með vísan til ofangreinds samspils laga nr. 161/2002 og laga nr. 21/1991 er mál þetta rekið fyrir dóminum eftir ákvæðum 168. gr., sbr. 3. mgr. 166. gr. og XXIV. kafla laga nr. 21/1991. Er þá engin efnisleg afstaða tekin til þess hvort um skilyrði til gjaldþrotaskipta fari að öðru leyti eftir lögum nr. 161/2002 eða lögum nr. 21/1991. Almennar reglur um meðferð einkamála í héraði gilda um mál samkvæmt þessum kafla laganna eftir því sem við getur átt, sbr. 2. mgr. 178. gr. sem er að finna í XXIV. kafla laganna.
Í máli þessu hafa sóknaraðilar þessa þáttar málsins krafist meðalgöngu á grundvelli 20. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Samkvæmt 2. mgr. 178. gr. laga nr. 21/1991 gilda, eins og áður sagði, almennar reglur laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála við meðferð máls, sem rekið er til að fá leyst úr kröfu um gjaldþrotaskipti á búi aðila. Á þessum grunni getur þriðji maður samkvæmt 20. gr. síðarnefndu laganna krafist þess að ganga inn í mál af þessum toga annaðhvort til að fá sakarefnið dæmt sér eða að dómur verði annars felldur þannig að réttur hans verði verndaður. Því er hafnað þeim sjónarmiðum varnaraðila þessa þáttar málsins að sjónarmið 20. gr. laga nr. 91/1991 eigi ekki við um meðalgöngu í máli þar sem krafist er gjaldþrotaskipta á búi aðila, hvort sem er á grundvelli laga nr. 21/1991 eða laga nr. 161/2002.
Almennt hefur verið talið að afskipti þriðja manns af dómsmáli annarra með meðalgöngu eigi yfirleitt engan rétt á sér, enda sé henni almennt ofaukið ef hún á sér einvörðungu stað til þess að taka undir kröfu annars hvors aðilans. Þannig verður að gera strangar kröfur til þess að þriðji maður sýni fram á brýna og sjálfstæða hagsmuni sína af því að úrslit máls verði á tiltekinn veg, til þess að krafa um meðalgöngu verði tekin til greina. Þriðji maður þarf með öðrum orðum að sýna fram á að úrslit málsins skipti hann sjálfstæðu máli að lögum.
Í málinu hafa sóknaraðilar þessa þáttar málsins ekki krafist þess að sakarefni verði dæmt þeim í skilningi 20. gr. laga nr. 91/1991. Þeir gera á hinn bóginn sömu kröfur og varnaraðilinn Glitnir hf., aðallega um frávísun málsins en til vara að kröfu um gjaldþrotaskipti verði hafnað, og gera því sömu kröfur um málalok og sá varnaraðili. Verði málinu ekki vísað frá verður að líta svo á að þeir telji hagsmunum sínum best borgið með því að kröfu um gjaldþrotaskipti verði hafnað. Krafa þeirra er því að mati dómsins krafa um aukameðalgöngu í skilningi áðurnefndrar 20. gr. laga nr. 91/1991 með vísan til niðurlags greinarinnar um að gerð sé krafa um að dómur verði felldur þannig að réttur þess er meðalgöngu krefst sé varinn.
Kröfur aðila hvað varðar form- og efnishlið þess eru ítarlega raktar hér framar. Varnaraðilinn, Glitnir hf., hefur á því byggt að vísa beri málinu frá vegna vanreifunar og sökum þess að varnaraðila þessa þáttar málsins skorti lögvarða hagsmuni af því að koma fram gjaldþrotaskiptum. Þannig njóti hagsmunir varnaraðila þessa þáttar málsins ekki vernda laga og landsréttar, þeir séu ekki einstaklegir heldur almennir og úrlausn um hagsmunina hafi ekki raunhæft gildi fyrir réttarstöðu þeirra. Þá byggir hann kröfu sína um að kröfu um gjaldþrotaskipti verði hafnað á því að efnisskilyrði 4. mgr. 103. gr. a laga nr. 21/1991 séu ekki uppfyllt. Þannig séu nauðasamningsumleitanir í raun ekki hafnar og þaðan af síður hafi þær reynst árangurslausar. Þá séu enn fyrir hendi lagaskilyrði til þess að leita nauðasamnings og varnaraðila þessa þáttar málsins hafi ekki tekist að sýna fram á að sá fjöldi kröfuhafa sé andvígur nauðasamningi að útilokað sé að tekist geti að koma honum fram.
Sóknaraðilar þessa þáttar málsins hafa á því byggt að vísa bera málinu frá vegna vanreifunar og sökum þess að varnaraðila þessa þáttar málsins skorti lögvarða hagsmuni af því að koma fram gjaldþrotaskiptum. Þá hafa þeir byggt kröfu sína um að kröfu um gjaldþrotaskipti verði hafnað á því að skilyrði 103. gr. a laga nr. 161/2002 um lögvarða hagsmuni séu ekki uppfyllt. Þá séu lagaskilyrði til að leita nauðasamnings uppfyllt enda sé vinna við nauðasamning í gangi og studd af yfirgnæfandi meirihluta kröfuhafa. Þá byggja þeir einnig á því að hafna beri kröfunni þar sem krafa þeirra við slit varnaraðila njóti verndar eignarréttarákvæðis stjórnarskrárinnar og verði fallist á kröfu um gjaldþrotaskipti hafi það í för með sér réttindaskerðingu fyrir þá sem valdi þeim óafturkræfu tjóni þar sem endurheimtuhlutfall krafna þeirra verði lakara en annars hefði orðið.
Málatilbúnaður sóknaraðila þessa þáttar málsins verður ekki skilinn öðruvísi en svo að hann sé að hluta til reistur á sömu málsástæðum og varnaraðilinn Glitnir hf. byggir á í málinu. Að öðru leyti byggja þeir á sjálfstæðum málsástæðum sem þeir telja að færa megi fram til stuðnings því að þeir hafi sjálfstæða hagsmuni af frávísun málsins og að hafnað verði kröfu um gjaldþrotaskipti sem þessi varnaraðili hefur á hinn bóginn í engu hreyft í málatilbúnaði sínum eins og áður sagði. Auk þess er nokkur blæbrigðamunur á framsetningu þeirra málsástæðna er varnaraðilinn, Glitnir hf., byggir einnig á. Þegar litið er á málatilbúnað sóknaraðila þessa þáttar málsins í heild verður ekki annað séð en að með kröfu um meðalgöngu þessara aðila sé verið að bæta við nýjum rökum og sjónarmiðum, bæði hvað varðar kröfu um frávísun málsins og að kröfu um gjaldþrotaskipti verði hafnað, sem ekki er byggt á af hálfu varnaraðila. Aukameðalganga samkvæmt áðurnefndri 20. gr. laga nr. 91/1991 veitir ekki þriðja manni heimild til að bera upp málsástæðu til stuðnings kröfu annars upphaflegs málsaðilans, sem sá vill ekki sjálfur halda fram. Má um þessi sjónarmið vísa til dóma Hæstaréttar frá 7. janúar 2011 í máli nr. 638/2010 og frá 10. desember 2009 í máli nr. 663/2009 sem bæði varða úrlausn ágreinings um rétthæð krafna við gjaldþrotaskipti á búi fjármálafyrirtækja.
Sóknaraðilar þessa þáttar málsins byggja á því að þeir hafi slíka sjálfstæða, lögvarða hagsmuni af því að kröfu varnaraðila þessa þáttar málsins um gjaldþrotaskipti á varnaraðilanum Glitni hf. verði hafnað. Telja þeir ljóst að verði varnaraðilinn Glitnir hf. tekinn til gjaldþrotaskipta verði heimtur þeirra mun minni en ef nauðasamningar ná fram að ganga. Fjárhagslegir hagsmunir þeirra séu því mjög miklir af því að kröfu um gjaldþrotaskipti verði hafnað. Þá hafa þeir og byggt á því að verði fallist á kröfu um gjaldþrotaskipti fari það gegn stjórnarskrárvörðum réttindum þeirra sem varin séu af eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar. Vísa þeir einnig til ákvæða mannréttindasáttmála Evrópu þar að lútandi. Með þessu yrðu þeir fyrir tjóni vegna skerðingu eigna sinna. Þá hafa þeir einnig á því byggt að varnaraðilanum, Glitni hf., sé ekki mögulegt að gæta hagsmuna þeirra í þessu tilfelli þar sem honum beri lögum samkvæmt að gæta hagsmuna allra kröfuhafa og málsástæður þessa varnaraðila taki því mið af því. Þrátt fyrir að hagsmunir þeirra og áðurnefnds varnaraðila fari að mestu saman þá telja þeir sér heimilt og í raun nauðsynlegt að byggja á sjálfstæðum málsástæðum sem styðji kröfu þeirra um sjálfstæða lögvarða hagsmuni af úrslitum málsins sem ekki sé eðli málsins samkvæmt byggt á af hálfu varnaraðilans Glitnis hf.
Dómurinn telur að ofangreindum sjónarmiðum sóknaraðila þessa þáttar málsins verði að hafna. Við mat á þessu er til þess að líta að krafa sóknaraðila málsins beinist að því að varnaraðili þess verði tekinn til gjaldþrotaskipta. Telja verður að hagsmunir sóknaraðila þessa þáttar málsins séu nægilega tryggðir með því að varnaraðili málsins hafi tekið til varna til að verjast kröfunni og haldið þar fram tilteknum málsástæðum máli sínu til stuðnings. Er þá einnig höfð í huga sú grundvallarregla gjaldþrotaskiptaréttar að skiptastjóri, í þessu tilviki slitastjórn, hafi forræði á hagsmunum félagsins, ráðstafi hagsmunum þess og fari með hagsmuni þess út á við, t.d. í dómsmálum. Verður ekki séð að í lögum nr. 161/2002 sé horfið frá þessari grundvallarreglu. Því verður ekki talið að nein þörf sé á meðalgöngu sóknaraðila þessa þáttar málsins til að gæta hagsmuna sinna eins og málinu er háttað. Þykir þá ekki skipta máli þótt samþykktar kröfur þeirra við slit varnaraðila nemi samtals 66,9% af samþykktum almennum kröfum. Verða þeir af þeirri ástæðu einni ekki taldir hafa svo brýna og sjálfstæða hagsmuni að fallast beri á kröfu þeirra um meðalgöngu í málinu. Með vísan til ofangreinds verður ekki fallist á þau sjónarmið sóknaraðila þessa þáttar málsins að með þessu sé vegið að réttindum þeirra sem vernduð séu af ákvæði 72. gr. stjórnarskrárinnar um eignarrétt.
Að öllu því virtu sem nú hefur verið rakið hafa sóknaraðilar þessa þáttar málsins ekki sýnt fram á að þeir hafi lögvarða hagsmuni af því að eiga aðild að máli þessu. Verður kröfum þeirra um meðalgöngu því hafnað. Með þeirri niðurstöðu er ekki girt fyrir aðgang þessara aðila að dómstólum, eins og þeir hafa haldið fram, enda er sá réttur tryggður öllum þeim sem lögvarinna hagsmuna hafa að gæta í 70. gr. stjórnarskrár og 1. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu. Verður sjónarmiðum sóknaraðila þessa þáttar málsins hvað þetta varðar því hafnað. Þá er hafnað sjónarmiðum þessara aðila um að niðurstaða þessi feli í sér brot á öðrum stjórnarskrárvörðum réttindum þeirra.
Eins og áður er fram komið veitir aukameðalganga samkvæmt 20. gr. laga nr. 21/1991 ekki þriðja manni heimild til að bera upp málsástæðu til stuðnings kröfu annars upphaflegs málsaðilans, sem sá vill ekki sjálfur halda fram. Þá verður samkvæmt öllu ofansögðu ekki talið að sóknaraðilar í þessum þætti málsins hafi fært fram haldbær rök fyrir því að þeir geti af öðrum sökum haft lögvarða hagsmuni af þátttöku í máli sóknaraðila og varnaraðila.
Eftir þessum úrslitum verður sóknaraðilum þessa þáttar málsins sameiginlega gert að greiða varnaraðila þessa þáttar málsins málskostnað. Ekki verður fallist á að krafa varnaraðila þessa þáttar málsins um málskostnað sé of seint fram komin en henni var haldið fram við munnlegan flutning um þennan þátt málsins. Þykir málskostnaður, eftir atvikum og með hliðsjón af umfangi þessa þáttar málsins, vera hæfilega ákveðinn 500.000 krónur.
Hólmfríður Grímsdóttir héraðsdómari kveður upp úrskurð þennan.
Ú R S K U R Ð A R O R Ð:
Kröfum sóknaraðila þessa þáttar málsins, ACMO Sarl, AIO III Finance (Ireland) Limited, AIO III Sarl, AIO IV (Finance) Ireland Limited, AIO Sarl, Allen Global Partners LP, Allen Global Partners Offshore, Altair Global Credit Opportunities Fund (A) LLC, Anchorage IO II Sarl, Andromeda Global Credit Fund LTD, Aristeia European Investments S.A.R.L., Aspen Creek Partners LP, Barclays Bank PLC, Bayerische Landesbank, Black Diamond Offshore, Black Diamond Arbitrage Offshore Ltd., Blue Mountain Credit Alternatives Master Fund L.P., Blue Mountain Distressed Master Fund L.P., Blue Mountain Kicking Horse Fund L.P., Blue Mountain Long/Short Credit and Distressed Reflection Fund a Sub-Fund of AAI Blue Mountain Fund PLC, Blue Mountain Long/Short Credit Master Fund L.P., Blue Mountain Montenvers Master Fund SCA SICAV-SIF, Blue Mountain Timberline Ltd., Burlington Loan Management Limited, Candlewood Special Situations Master Fund Ltd., Canyon Capital Finance S.a.rl., Castlelake III Lu Sarl, CCP CREDIT ACQUISITIONS HOLDINGS LUXCO S.A.R.L, Citigroup Financial Products Inc, Citigroup Global Markets Limited, Compass ESMA LP, Compass TSMA LP, Contrarian Funds LLC, Cornell University, Crown Managed Accounts SPC f.h. Crown/Latigo Segregated Portfolio, CWD OC 522 Master Fund Ltd., Deutsche Bank AG London Branch, Double Black Diamond Offshore, Entrust PC Segregated Portfolio Company 2 in respect of Segregated Investment Portfolio 1 (Entrust PC SPC 2 SEG INV POR 1), GGI Lux S.a r.l., GGIE Lux S.a r.l., GMO Credit Opportunities Fund LP, GOF Lux S.a r.l., GS Raven Holdings LP, Halcyon Loan Trading Fund LLC, Hayman Capital Master Fund LP, HHLF L.P., Howard Hughes Medical Institute, Indaba Capital Fund L.P., JMB Capital Partners Master Fund L.P, Latigo Advisors Master Fund Ltd., Latigo Partners MA2 LP, Latigo Ultra Master Fund Ltd., LLSM L.P., LMA SPC f.h. Map 89 Segregated Portfolio, Luminous Capital Global Credit Opportunities Fund (A) L.P., Luminous Capital Senior Credit Fund-A L.P., Luminous Capital Senior Credit Fund L.P., Lyxor/ Andromeda Global Credit Fund, Managed Accounts Master Fund Services- MAP 15, Map 139 Segregated Portfolio of LMA SPC, Max Participations II Sàrl, Merrill Lynch International, Nomura Corporate Funding Americas LLC, North Atlantic Investors L.L.C., OCP Investment Trust, Onex Debt Opportunity Fund Ltd., Owl Creek Investments I LLC, PAC CREDIT FUND LIMITED, PAC MERGER FUND I LIMITED, PAC MERGER FUND II LIMITED, PAC MERGER FUND III LIMITED, PAC MERGER FUND IV LIMITED, Paulson Partners Premium LP, PCI Fund LLC, Permal Stone Lion Fund Ltd., Pine River Credit Relative Value Master Fund Ltd., Pine River Fixed Income Master Fund Ltd., Pine River Master Fund Ltd., PINE RIVER FIXED INCOME LUX INVESTMENTS S.A.R.L., PINE RIVER LUX INVESTMENTS S.A.R.L., Pine River Structured Credit Opportunities Master Fund LP, PP OPPORTUNITIES LTD, Recovery Opportunities S.A.R.L., Regiment Capital Ltd., RKV Holdings LLC, SB Special Situations Fund Ltd., Scoggin International Fund Ltd., Scoggin Capital Management II LLC, Scoggin Worldwide Fund Ltd., Serengeti Manyara Cooperatief U.A., Silver Point Luxembourg Platform Sarl, SL Investments S.a r.l., SL Liquidation Fund L.P., SL Portfolio Investments LLC, Sola Ltd., Solus Core Opportunities LP, Solus Opportunities Fund 1 LP, Solus Opportunities Fund 2 LP, Solus Opportunities Fund 3 LP, Solus Recovery Fund II Master LP, Solus Recovery Fund III Master LP, Solus Recovery Fund LP, Solus Recovery Fund Offshore Master LP, Solus Recovery LH Fund LP, Southpaw Credit Opportunity Master Fund LP, TCA Event Investments Sarl, TCA Opportunity Investments Sarl, TCA Sidecar I Sarl, TCS II Lu Sarl, TCS II Opportunities Lu Sarl, TCW/Scoggin Event Driven Master Fund LP, Third Point Loan LLC, TP Lux HoldCo Sarl, Ultra Master Ltd., Venor Capital Master Fund Ltd., Whilton Holdings LLC, Windermere Ireland Fund plc, XL Re Ltd., um meðalgöngu í máli þessu, er hafnað.
Sóknaraðilar þessa þáttar málsins greiði sameiginlega varnaraðila þessa þáttar þess, Ursusi ehf., 500.000 krónur í málskostnað.