Hæstiréttur íslands
Mál nr. 334/1998
Lykilorð
- Skjalafals
- Tollalagabrot
- Bókhaldsbrot
- Skilorð
|
|
Fimmtudaginn 29. apríl 1999. |
|
Nr. 334/1998. |
Ákæruvaldið (Sigríður Jósefsdóttir saksóknari) gegn Ágústi Kristjánssyni og (Páll Arnór Pálsson hrl.) Einari Jóhanni Stefánssyni (Björgvin Þorsteinsson hrl.) |
Skjalafals. Tollalagabrot. Bókhaldsbrot. Skilorð.
Á og E voru ákærðir fyrir brot í tengslum við innflutning á bifreiðum. E var sakfelldur fyrir skjalafals og hlutdeild í skjalafalsi, tollalagabrot og hlutdeild í tollalagabrotum og bókhaldsbrot. Á var sakfelldur fyrir tollalagabrot og bókhaldsbrot. E var dæmdur til greiðslu sektar og fangelsisrefsingar, en Á var dæmdur til greiðslu sektar og skilorðsbundinnar fangelsisrefsingar.
Dómur Hæstaréttar.
Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Arnljótur Björnsson og Markús Sigurbjörnsson.
Ríkissaksóknari skaut málinu til Hæstaréttar 10. ágúst 1998 í samræmi við yfirlýsingu ákærða Einars Jóhanns Stefánssonar um áfrýjun, en einnig af hálfu ákæruvaldsins að því er hann og ákærða Ágúst Kristjánsson varðar. Í áfrýjunarstefnu krafðist ákæruvaldið þess að ákærði Ágúst yrði sakfelldur að öllu leyti samkvæmt ákæru og dæmdur til refsingar. Við flutning málsins fyrir Hæstarétti féll ákæruvaldið frá kröfu um að ákærða Ágústi yrði refsað fyrir skjalafals. Ákæruvaldið krefst þess að refsing ákærða Einars Jóhanns verði þyngd.
Ákærði Ágúst Kristjánsson krefst þess að sér verði gerð vægasta refsing, sem lög leyfa fyrir brot, sem hann var sakfelldur fyrir í héraðsdómi. Þá krefst hann staðfestingar sýknu af þeim brotum, sem honum voru gefin að sök í II. kafla ákæru.
Ákærði Einar Jóhann Stefánsson krefst þess að refsing hans verði milduð og hún skilorðsbundin. Þá dragist frá refsingu gæsluvarðhald, er hann sætti í ellefu daga.
Samkvæmt fæðingarvottorði, sem lagt var fyrir Hæstarétt, er ákærði Einar Jóhann Stefánsson fæddur á Akureyri 6. apríl 1951. Hann fékk nafnritun sinni breytt í Jóhann Stefánsson 29. júní 1993, en 14. janúar 1999 fékk hann aftur breytingu á nafnritun í Einar Jóhann Stefánsson. Eftir búsetuvottorði hafði hann skráð lögheimili í Þýskalandi frá 1. desember 1989 til 17. júní 1992 og í Frakklandi frá 3. febrúar 1994 til 30. september 1997, en frá þeim degi hefur lögheimili hans verið á Akureyri.
I.
Mál þetta var höfðað með ákæru ríkislögreglustjóra 6. mars 1998, einkum fyrir brot í tengslum við innflutning á bifreiðum frá Þýskalandi.
Báðum ákærðu var í II. kafla ákæru, liðum A og B, gefið að sök skjalafals og tollsvik með því að hafa við tollafgreiðslu hjá sýslumanninum á Selfossi á árunum 1996 og 1997 notað falsaða vörureikninga í því skyni að komast hjá að greiða rétt aðflutningsgjöld af samtals 39 bifreiðum, en svo sem áður kom fram tekur krafa ákæruvalds um refsingu vegna skjalafals nú eingöngu til ákærða Einars Jóhanns. Einnig hefur ákæruvaldið fallið frá kröfum, sem sýknað var af í héraði og lutu að stafliðum s, t og y í B lið II. kafla ákæru, og koma þær ekki til álita fyrir Hæstarétti.
Í III. kafla ákæru er báðum ákærðu gefið að sök að brjóta gegn nánar tilteknum ákvæðum laga nr. 145/1994 um bókhald og almennra hegningarlaga nr. 19/1940 með því að vanrækja að halda til haga gögnum og færa bókhald um starfsemi í tengslum við kaup og innflutning notaðra bifreiða frá Þýskalandi, svo og sölu þeirra hér á landi.
Að öðru leyti tekur ákæra aðeins til ákærða Einars Jóhanns. Í I. kafla hennar, lið A, er hann ákærður fyrir skjalafals og tollsvik með því að hafa notað falsaða vörureikninga við tollafgreiðslu hjá sýslumanninum á Akureyri á árunum 1995 og 1996 í því skyni að komast hjá að greiða rétt aðflutningsgjöld af fjórum bifreiðum. Ákærði var í héraði sýknaður af seinni lið II. kafla ákæru, merktum B. Unir ákæruvald þeirri niðurstöðu, sem ekki verður fjallað um hér. Í II. kafla ákæru, lið C, er þessi ákærði talinn hafa gerst sekur um skjalafals og fjársvik með því að hafa með fölsunum blekkt starfsmenn í vöruafgreiðslu Samskipa hf. til að afhenda fimm bifreiðir eftir tollafgreiðslu án þess að kaupverð þeirra hafi verið greitt eða seljendur bifreiðanna veitt heimild til afhendingar þeirra. Með héraðsdómi var ákærði Einar Jóhann sakfelldur fyrir að hafa brotið með þessari háttsemi gegn 1. mgr. 155. gr. almennra hegningarlaga og unir ákæruvaldið þeirri niðurstöðu.
II.
Svo sem fram kemur í héraðsdómi er ákærða Einari Jóhanni gefið að sök í I. kafla A í ákæru að hafa við tollafgreiðslu hjá sýslumanninum á Akureyri á fjórum notuðum bifreiðum, sem hann keypti í Þýskalandi og flutti til Íslands, notað vörureikninga, sem hann útbjó að öllu leyti á óútfyllt eyðublöð. Sama á við um innflutning hans í félagi við ákærða Ágúst á alls 39 bifreiðum, sem tollafgreiddar voru hjá sýslumanninum á Selfossi, sbr. liði A og B í II. kafla ákæru, en eins og áður segir koma fyrir Hæstarétti aðeins til álita brot varðandi 36 bifreiðanna.
Þessi háttsemi er í ákæru meðal annars talin varða við ákvæði 1. mgr. 155. gr. almennra hegningarlaga. Ákærði fullyrðir að hann hafi haft heimild frá hinum erlendu seljendum bifreiðanna til að útfylla eyðublöðin með þeim fjárhæðum, sem hann setti á þau. Því hafi hann ekki gerst sekur um skjalafals.
Flestir vörureikningar þeir, er komu í ljós við rannsókn málsins og báru með sér hærri fjárhæð en reikningarnir, sem framvísað var við tollafgreiðslu með öðrum aðflutningsskjölum, eru auðkenndir sama seljanda og hinir ætluðu fölsuðu reikningar. Þótt draga megi í efa trúverðugleika frásagnar ákærða um að hann hafi haft leyfi seljendanna til að búa til vörureikninga með öðrum fjárhæðum en voru á reikningum, sem stöfuðu frá þeim sjálfum, er ekki loku fyrir það skotið að slíkt leyfi geti hafa verið gefið. Ekki verður séð að ákæruvaldið hafi leitast við að afla upplýsinga frá seljendunum um hvort þeir hafi berum orðum eða á annan hátt veitt ákærða slíkt leyfi. Nýtur ekki við neinna gagna, sem hnekkja staðhæfingum ákærða í þessu efni. Verður því ekki hjá því komist að sýkna hann af ákæru um skjalafals að því er varðar þau tilvik, þar sem ætlaður falsaður vörureikningur og upphaflegur vörureikningur bera með sér að þeir séu komnir frá sama seljanda.
Öðru máli gegnir um innflutning sjö bifreiða, þar sem reikningar vegna sömu bifreiða en með mismunandi fjárhæðum eru ekki merktir sama útgefanda. Í þeim tilvikum er haldlaus sú viðbára ákærða að hann hafi haft heimild frá erlendum seljanda til að fylla út vörureikningseyðublað. Sannað er með játningu ákærða að efni þessara sjö vörureikninga stafar ekki frá þeim aðila, sem þeir sjálfir gefa til kynna að þeir séu frá. Samkvæmt því teljast reikningarnir falsaðir.
Skilja verður málflutning ákærða svo, að hann beri því við að hann hafi ekki notað fyrrnefnda falsaða vörureikninga til að blekkja með þeim í lögskiptum, heldur hafi þeir, sem ritað hafi nöfn sín á aðflutningsskýrslur sem innflytjendur, gerst sekir um þann verknað. Í fimm af sjö áðurgreindum tilvikum ritaði ákærði nafn sitt á aðflutningsskýrslu fyrir hönd einkahlutafélags síns og meðákærða og var skýrslunum framvísað hjá yfirvöldum. Er hér um að ræða tilvik í stafliðum d, f, i, r og u í II. kafla ákæru, lið B. Með þeirri háttsemi notaði hann skjölin í blekkingarskyni og braut því gegn 1. mgr. 155. gr. almennra hegningarlaga. Verður honum gerð refsing fyrir það, eins og nánar greinir síðar. Í þeim tveimur tilvikum, þar sem aðrir en ákærði rituðu nöfn sín undir aðflutningsskýrslur, sem fylgdu falsaðir vörureikningar frá honum, hefur ákærði gerst sekur um hlutdeild í brotum hlutaðeigandi manna gegn 1. mgr. 155. gr. almennra hegningarlaga, sbr. 1. mgr. 22. gr. laganna.
III.
Í A lið I. kafla ákæru er ákærða Einari Jóhanni einnig gefið að sök að hafa í þeim fjórum tilvikum, sem getur í upphafi II. kafla hér á undan, brotið gegn 1. mgr. 126. gr. tollalaga nr. 55/1987 með áorðnum breytingum. Hér að framan er komist að þeirri niðurstöðu að ekki sé fullsannað að ákærði hafi gerst sekur um að falsa vörureikninga vegna innflutnings þessara fjögurra bifreiða. Samkvæmt aðflutningsskýrslum um þær var innflytjandi annar en ákærði. Hins vegar hefur hann játað að hafa átt hlut að innflutningnum með ýmsum hætti, meðal annars með því að búa til vörureikninga á eyðublöð frá erlendum seljanda. Í þremur þessara tilvika hefur ákærði borið fyrir dómi, að raunverulegt kaupverð erlendis hafi verið meira en fram kom í hinum tilbúnu reikningum. Í tilviki því, sem lýst er í staflið c í A lið I. kafla ákæru, kvaðst ákærði halda að hann hafi greitt nákvæmlega það verð, sem hann greindi á tilbúna vörureikningnum.
Samkvæmt framansögðu hefur ákærði játað að hafa átt hlut að því að ekki var við tollafgreiðslu greint rétt kaupverð þriggja af bifreiðum þessum. Verður honum refsað fyrir hlutdeild í broti gegn 126. gr. tollalaga að því er varðar innflutning þeirra, sbr. 2. mgr. 125. gr. laganna. Hins vegar verður ekki komist hjá að sýkna hann af ákæru vegna innflutnings fjórðu bifreiðarinnar, sbr. staflið c í A lið I. kafla ákæru, þar sem varhugavert þykir að telja sannað að upplýsingar þær, sem gefnar voru um verð hennar, hafi verið rangar.
IV.
Með vísan til forsendna héraðsdóms er staðfest niðurstaða hans um sakfellingu ákærða Einars Jóhanns fyrir þau fimm skjalafalsbrot, sem greinir í C lið II. kafla ákæru, og heimfærslu þeirra til refsiákvæðis.
V.
Tollalagabrotum, sem báðum ákærðu er gefið að sök, er lýst í II. kafla ákæru. Upphaf A liðar kaflans er svohljóðandi: „Ákærðu er gefið að sök að hafa við tollafgreiðslu hjá sýslumanninum á Selfossi á notuðum bifreiðum sem ákærðu keyptu í Þýskalandi frá 1. febrúar til 15. maí 1996 og fluttu inn til Íslands og seldu hér á landi í nafni ákærða Ágústar Kristjánssonar í öllum tilvikum nema í neðangreindu tilviki nr. 16, merkt r), þar sem innflytjandi var Jón G. Gunnlaugsson, notað falsaða vörureikninga, sem ákærði Jóhann Stefánsson útbjó að öllu leyti sjálfur á tilbúin reikningseyðublöð hinna þýsku seljenda, þar sem ákærði tilgreindi kaupanda annan en raunverulega var og kaupverð hverrar bifreiðar lægra en það hafði verið og með því að aðflutningsgjöld voru á aðflutningsskýrslunum, sem áritaðar voru af ákærða Ágústi og lagðar fram í hans nafni, reiknuð á grundvelli þeirra fölsuðu og röngu gagna sem að framan greinir, komust ákærðu hjá greiðslu þeirra gjalda að hluta, svo sem rakið verður í hverju eftirgreindra tilvika fyrir sig“.
Í stafliðum, merktum frá a til s, er síðan lýst sérstaklega ákæruefnum varðandi hverja einstaka bifreið, sem þessi hluti ákærunnar tekur til. Kemur þar meðal annars fram að aðflutningsskýrslurnar voru dagsettar á tímabilinu frá 1. febrúar til 15. maí 1996. Á þeim var innflytjandi talinn ákærði Ágúst og ritaði hann á þær með eigin hendi, að undanskilinni skýrslu 11. apríl 1996, sem árituð var af Jóni G. Gunnlaugssyni.
Í upphafi B liðar II. kafla ákæru segir svo: „Ákærðu er gefið að sök að hafa við tollafgreiðslu á notuðum bifreiðum, sem keyptar voru í Þýskalandi og fluttar inn til Íslands frá september 1996 til og með september 1997 og seldar hér á landi í nafni einkahlutafélags ákærðu Frjáls markaðar, kt. 690596-2299, sem ákærði Ágúst Kristjánsson var framkvæmdastjóri og ákærði Jóhann Stefánsson stjórnarformaður og starfsmaður og báðir prókúruhafar fyrir, notað falsaða vörureikninga, sem ákærði Jóhann Stefánsson hafði að öllu leyti sjálfur útbúið á tilbúin reikningseyðublöð, þar sem ákærði tilgreindi kaupverð hverrar bifreiðar lægra en það hafði verið og í nokkrum tilvikum, sem nánar er skýrt, seljanda og kaupanda aðra en raunverulega var og með því að aðflutningsgjöld voru á aðflutningsskýrslunum, sem lagðar voru fram í nafni Frjáls markaðar ehf., reiknuð á grundvelli þeirra fölsuðu og röngu gagna sem að framan greinir, komust ákærðu hjá greiðslu þeirra gjalda að hluta, svo sem rakið verður í hverju eftirgreindra tilvika fyrir sig“.
Þar á eftir fer í 22 stafliðum lýsing ákæruefna varðandi hverja einstaka bifreið, sem þessi hluti ákærunnar tekur til, en fyrir Hæstarétti eru sem áður segir aðeins til úrlausnar 19 tilvikanna. Í 18 þeirra voru aðflutningsskýrslur dagsettar á tímabilinu frá 4. september 1996 til 20. ágúst 1997. Á þeim var innflytjandi talinn Frjáls markaður ehf. og ritaði ákærði Einar Jóhann á 16 þeirra sem prókúruhafi. Á einni skýrslunni, dagsettri 14. maí 1996, var innflytjandi skráður Magnús Kristjánsson og var það nafn skrifað á skýrsluna í reit merktan áritun prókúruhafa, sbr. staflið v í B lið II. kafla ákæru.
VI.
Ákærði Einar Jóhann hefur játað að hafa í tilvikum, sem greinir í V. kafla hér að ofan, átt þátt í því að ekki var gefið upp rétt verð til tolls með því að útbúa vörureikninga um bifreiðirnar. Voru vörusendingarnar tollafgreiddar á grundvelli reikninga, sem hann bjó til með þeim ásetningi að komast hjá að greiða full aðflutningsgjöld. Í þeim sextán tilvikum, sem ákærði áritaði sjálfur aðflutningsskýrslu, sbr. stafliði c til r, u og ú í B lið II. kafla ákæru, gerðist hann brotlegur við 1. mgr. 126. gr. tollalaga, sbr. 38. gr. laga nr. 69/1996. Öll þessi brot voru framin eftir 19. júní 1996, en þá tóku gildi síðastgreind lög um breytingar á tollalögum. Í öðrum tilvikum, sem ákært er fyrir í A og B lið II. kafla ákæru, það er í stafliðum a til s í A lið og stafliðum a, b og v í B lið, alls 20 tilvikum, verður honum gerð refsing sem hlutdeildarmanni í broti gegn 126. gr. tollalaga, sbr. 2. mgr. 125. gr. laganna. Þessi brot voru framin áður en lög nr. 69/1996 öðluðust gildi að undanteknum brotum, sem lýst er í stafliðum a og b í B lið II. kafla ákæru, en þau voru framin í september og nóvember 1996.
VII.
Ákærði Ágúst ber að hlutur sinn í viðskiptum með bifreiðirnar hafi verið sá, að hann hafi séð um sölu þeirra eftir að þær komu til Íslands. Um greiðslur kaupverðs bifreiðanna erlendis sagðist hann í einhverjum tilvikum hafa lagt peninga á reikning meðákærða, sem síðan hafi komið þeim áfram. Hins vegar kvaðst hann ekki hafa átt neinn þátt í að kaupa bifreiðirnar erlendis, heldur hafi meðákærði séð um það að öllu leyti. Sagði Ágúst fyrir dómi að hann gæti ekki útskýrt vörureikningana á neinn hátt og tollskýrslurnar, sem hann hafi ritað undir, hafi hann fengið í hendur tilbúnar frá meðákærða. Taldi hann sig hvorki geta fullyrt að meðákærði hafi útbúið skýrslurnar né hafi hann vitað að meðákærði útbjó vörureikningana. Verkaskiptingu ákærðu lýsti ákærði Ágúst nánar þannig, að þeir hafi yfirleitt hist á Selfossi. Meðákærði hafi komið með aðflutningsskýrslur og þau gögn, sem þurfti til að leysa bifreiðirnar úr tolli. Hafi ýmist hann eða meðákærði lagt skýrslurnar fram hjá sýslumanni. Ákærði Ágúst bar einnig að eftir að aðflutningsgjöld hafi verið greidd hafi hann yfirleitt séð um að selja bifreiðirnar og eftir atvikum bifreiðir, sem þeir hafi tekið upp í kaupverð hinna innfluttu bifreiða.
Ákærði Ágúst skýrði ennfremur svo frá, að meðákærði hefði gefið sér upp þá fjárhæð, sem selja þyrfti hverja bifreið fyrir. Fyrir dómi var hann meðal annars spurður um frumrit vörureikninga, sem fundust við húsleit í starfsstöð hans og báru með sér mun hærra kaupverð tveggja bifreiða en reikningar, sem afhentir voru í nafni Frjáls markaðar ehf. með aðflutningsskjölum til tollafgreiðslu. Kvaðst hann ekki geta útskýrt þennan mun á einn eða annan hátt. Hann hafi ekki „spáð“ í þetta ósamræmi. Aðspurður um skýringar á því, hvers vegna hann hafi opnað bankaábyrgð að fjárhæð 50.000 þýsk mörk vegna bifreiðar, sem tollafgreidd var á grundvelli vörureiknings sem sýndi 23.680 þýsk mörk, svaraði ákærði þannig: „... sú upphæð var ekki, átti ekki að vera kaupverð þessarar ákveðnu bifreiðar heldur átti þar að vera væntanlega meiri kaup, alltso uppígreiðsla upp í væntanleg kaup á fleiri bifreiðum, já ég get ekki svosem svarað því öðru vísi en svo.“
Ákærði Ágúst var framkvæmdastjóri og prókúruhafi Frjáls markaðar ehf. og stóð ýmist í eigin nafni eða í nafni félagsins að miklum innflutningi í samvinnu við meðákærða. Atvinnustarfsemi þessari var ætlað að færa ákærðu ágóða. Er með ólíkindum að ákærða Ágústi hafi verið ókunnugt um raunverulegt kaupverð bifreiða, sem hann átti viðskipti með. Ekki er nægilega sannað, að hann hafi af ásetningi gerst sekur um brot á því ákvæði tollalaga, sem ákæran lýtur að. Hins vegar þykir ekki orka tvímælis, að hann hafi af stórfelldu gáleysi veitt rangar upplýsingar um verðmæti bifreiðanna.
Í átján af tilvikum þeim, sem greind eru í ákæru, flutti ákærði bifreiðir inn í eigin nafni, sbr. stafliði a til o og s í A lið II. kafla og stafliði a og b í B lið II. kafla ákæru. Brot samkvæmt tilvitnuðum stafliðum í A lið II. kafla ákæru voru framin fyrir 19. júní 1996 og varða þau við 1. mgr. 126. gr. tollalaga, eins og hún hljóðaði fyrir gildistöku 38. gr. laga nr. 69/1996. Önnur brot, sem hér um ræðir, voru framin eftir nefndan dag. Verður ákærða gerð refsing fyrir þau samkvæmt 1. mgr. 126. gr. tollalaga, sbr. 38. gr. laga nr. 69/1996. Hins vegar eru ekki lagaskilyrði til að gera ákærða refsingu vegna innflutnings samkvæmt aðflutningsskýrslum, er aðrir árituðu sem innflytjendur, þar á meðal skýrslum, sem meðákærði ritaði í nafni Frjáls markaðar ehf. Verður því að sýkna ákærða Ágúst af kröfum ákæruvalds samkvæmt staflið r í A lið og stafliðum c til r, u, ú og v í B lið II. kafla ákæru, en stafliðir s, t og y í A lið eru sem fyrr segir ekki til endurskoðunar hér fyrir dómi.
VIII.
Í III. kafla ákæru er báðum ákærðu gefið að sök að hafa látið undir höfuð leggjast að halda til haga fylgiskjölum og bókhaldsgögnum og að færa ekki tilskilið bókhald um viðskipti og starfsemi vegna kaupa notaðra bifreiða frá Þýskalandi, innflutnings þeirra og sölu á Íslandi, sem þeir stóðu að saman og ráku í nafni ákærða Ágústs frá febrúar til maí 1996 og á vegum Frjáls markaðar ehf., sem ákærði Ágúst var framkvæmdastjóri fyrir og ákærði Einar Jóhann stjórnarformaður og starfsmaður hjá frá 18. maí 1996 til loka september 1997. Í ákæru segir, að brot þessi teljist varða við 36. gr., sbr. 1. og 2. tölulið 1. mgr. 37. gr. laga nr. 145/1994 um bókhald, sbr. a. og b. liði 1. gr. laga nr. 37/1995, svo og 2. mgr. 262. gr. almennra hegningarlaga. Engar refsikröfur eru hafðar uppi gegn ákærða Einari Jóhanni vegna brota á þessum lagaákvæðum út af háttsemi hans, sem lýst er í I. kafla ákæru.
Ákærðu hafa viðurkennt að hafa vanrækt skyldur sínar í þessu efni. Verður niðurstaða héraðsdóms um sakfellingu þeirra staðfest með skírskotun til forsenda hans, að öðru leyti en því að sýkna verður ákærða Einar Jóhann af ákæru um brot á lagaákvæðum þessum í tengslum við viðskipti, sem fóru fram í nafni ákærða Ágústs frá febrúar til maí 1996, þar eð ákærði Einar Jóhann var ekki bókhaldsskyldur vegna þeirra, sbr. 8. tölulið 1. gr. laga nr. 145/1994.
IX.
Ákærði Einar Jóhann er samkvæmt framansögðu sakfelldur fyrir tíu skjalafalsbrot og í 16 tilvikum fyrir tollalagabrot. Þá er hann sakfelldur fyrir hlutdeild í tveimur skjalafalsbrotum og 23 tollalagabrotum. Loks er hann sakfelldur fyrir bókhaldsbrot.
Við ákvörðun refsingar fyrir tollalagabrot verður þess fyrst að gæta að með 38. gr. laga nr. 69/1996, sem tóku gildi 19. júní 1996, var gerð breyting á 126. gr. tollalaga. Fyrstu tvær málsgreinar 126. gr. hljóða nú svo:
„Hver sem af ásetningi, stórfelldu gáleysi eða ítrekað veitir rangar eða villandi upplýsingar um tegund, magn eða verðmæti farms eða vöru eða leggur ekki fram til tollmeðferðar gögn sem lög þessi taka til skal sæta sektum sem nema skulu að lágmarki tvöfaldri en að hámarki tífaldri þeirri fjárhæð sem undan var dregin af aðflutningsgjöldum.
Hafi brot skv. 1. mgr. verið framið með þeim ásetningi að svíkja undan eða fá ívilnun á aðflutningsgjöldum skal það, auk sekta, varða ... fangelsi ef miklar sakir eru eða brot er ítrekað.“
Þegar ákærði áritaði sjálfur aðflutningsskýrslu, sbr. stafliði c til r, u og ú í B lið II. kafla ákæru, gerðist hann samkvæmt því, sem greinir í VI. kafla hér að framan, brotlegur við 1. mgr. 126. gr. tollalaga, sbr. 38. gr. laga nr. 69/1996, en öll greind brot, alls 16 að tölu, voru framin eftir 19. júní 1996, þegar síðastgreind lög um breyting á tollalögum tóku gildi. Þar sem ekkert liggur fyrir um ávinning ákærða af brotum þessum verður honum ekki dæmd sekt vegna þeirra eftir 1. mgr. 126. gr. tollalaga með áorðnum breytingum, en samkvæmt núverandi orðalagi hennar er skilyrði sektarrefsingar að staðreynt sé hver sú fjárhæð var, sem undan var dregin af aðflutningsgjöldum. Hins vegar verður honum dæmd fangelsisrefsing eftir 2. mgr. 126. gr. fyrir að brjóta af ásetningi gegn því ákvæði.
Sama á við um tilvik greind í stafliðum a og b í B lið II. kafla ákæru, er hann var sakfelldur fyrir sem hlutdeildarmaður í broti gegn 126. gr. tollalaga, en þau voru drýgð eftir gildistöku laga nr. 69/1996.
Önnur hlutdeildarbrot ákærða voru framin áður en lög nr. 69/1996 öðluðust gildi. Eru þau talin í A lið II. kafla ákæru og staflið v í B lið II. kafla hennar. Samkvæmt 126. gr. tollalaga, eins og hún var þá orðuð, var heimilt að dæma manni sekt, þótt ekkert væri sannað um ávinning af broti. Verður ákærði því dæmdur til sektargreiðslu vegna þessara brota.
Við ákvörðun á refsihæð ber að hafa í huga að brot ákærða gegn almennum hegningarlögum og tollalögum voru margendurtekin og stórfelld, svo og að bókhaldsbrot hans urðu til þess að ákærðu áttu auðveldara með að leyna brotum sínum og gera alla rannsókn málsins erfiðari en ella.
Þegar brot ákærða Einars Jóhanns eru virt í heild og litið til ákvæða 70. gr. og 1. mgr. 77. gr. almennra hegningarlaga, svo og sakaferils hans, sem greint er frá í héraðsdómi, þykir refsing hans hæfilega ákveðin fangelsi í tvö ár. Til frádráttar refsivistinni komi gæsluvarðhald, eins og nánar segir í dómsorði. Þá þykir rétt að dæma hann til greiðslu sektar í ríkissjóð að fjárhæð 1.000.000 krónur. Verði sektin ekki greidd innan fjögurra vikna frá birtingu dómsins, komi þriggja mánaða fangelsi í hennar stað.
X.
Ákærði Ágúst er samkvæmt framansögðu sakfelldur fyrir endurtekin og stórfelld tollalagabrot. Þá er hann sakfelldur fyrir bókhaldsbrot, en um þau eiga við sömu sjónarmið og fram komu um bókhaldsbrot meðákærða, að öðru leyti en að þau brot hins síðarnefnda eru færri.
Sextán tollalagabrot ákærða Ágústs voru framin áður en 126. gr. þeirra var breytt með lögum nr. 69/1996. Vegna þeirra verður honum gerð sekt, sem þykir hæfilega ákveðin 1.000.000 krónur. Verði sektin ekki greidd innan fjögurra vikna frá birtingu dómsins, komi þriggja mánaða fangelsi í hennar stað.
Önnur tollalagabrot, sem ákærði var sakfelldur fyrir, eru tvö, framin í september og nóvember 1996, eftir að 126. gr. tollalaga hafði sætt áðurgreindum breytingum. Ekkert er vitað um hve mikið var dregið undan af aðflutningsgjöldum vegna tollalagabrotanna. Skortir því skilyrði til að dæma sektarrefsingu eftir 1. mgr. 126. gr. vegna brotanna tveggja. Ekki verður ákærði Ágúst heldur dæmdur til fangelsisrefsingar vegna þeirra, þar sem ásetningur er skilyrði slíkrar refsingar samkvæmt 2. mgr. 126. gr.
Bókhaldsbrot ákærða Ágústs teljast meiri háttar í skilningi 2. mgr. 262. gr. almennra hegningarlaga og þykir hæfilegt að dæma hann til að sæta fangelsi í þrjá mánuði. Til frádráttar refsivistinni komi gæsluvarðhald, eins og nánar segir í dómsorði. Rétt er að fresta fullnustu refsingarinnar og falli hún niður að tveimur árum liðnum frá uppsögu þessa dóms, ef ákærði heldur almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955.
Ákvæði héraðsdóms um sakarkostnað skulu vera óröskuð um annað en skyldu til greiðslu málsvarnarlauna skipaðs verjanda ákærða Ágústs, sem honum verður gert að greiða að fullu, svo og um annan sakarkostnað en málsvarnarlaun, sem honum verður gert að greiða óskipt með ákærða Einari Jóhanni.
Ákærðu verða dæmdir til að greiða allan áfrýjunarkostnað málsins, svo sem í dómsorði greinir.
Dómsorð:
Ákærði Einar Jóhann Stefánsson sæti fangelsi í tvö ár. Til frádráttar refsivistinni komi gæsluvarðhald, sem ákærði sætti frá 30. september til 10. október 1997.
Ákærði Einar Jóhann greiði 1.000.000 krónur í sekt í ríkissjóð innan fjögurra vikna frá birtingu þessa dóms, en sæti annars fangelsi í þrjá mánuði.
Ákærði Ágúst Kristjánsson sæti fangelsi í þrjá mánuði. Til frádráttar refsivistinni komi gæsluvarðhald, sem ákærði sætti frá 30. september til 10. október 1997. Fresta skal fullnustu fangelsisrefsingarinnar og hún falla niður að liðnum tveimur árum frá uppsögu þessa dóms, ef ákærði heldur almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955.
Ákærði Ágúst greiði 1.000.000 krónur í sekt í ríkissjóð innan fjögurra vikna frá birtingu þessa dóms, en sæti annars fangelsi í þrjá mánuði.
Ákvæði héraðsdóms um sakarkostnað skulu vera óröskuð um annað en málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærða Ágústs, Páls Arnórs Pálssonar hæstaréttarlögmanns, sem ákærði Ágúst skal greiða að fullu, svo og um annan sakarkostnað en málsvarnarlaun, sem hann skal greiða óskipt með ákærða Einari Jóhanni.
Ákærði Einar Jóhann greiði málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns fyrir Hæstarétti, Björgvins Þorsteinssonar hæstaréttarlögmanns, 200.000 krónur.
Ákærði Ágúst greiði málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns fyrir Hæstarétti, Páls Arnórs Pálssonar hæstaréttarlögmanns, 200.000 krónur.
Allan annan áfrýjunarkostnað málsins greiði ákærðu óskipt, þar með talin saksóknarlaun í ríkissjóð, 200.000 krónur.
Dómur Héraðsdóms Suðurlands 29. júní 1998.
Ár 1998, mánudaginn 29. júní er í Héraðsdómi Suðurlands í málinu nr. S-20/1998: Ákæruvaldið gegn Ágústi Kristjánssyni og Jóhanni Stefánssyni kveðinn upp svohljóðandi dómur:
I
Mál þetta höfðaði Ríkislögreglustjóri með ákæru dags. 6. mars 1998 á hendur Ágústi Kristjánssyni, Öldugerði 13, Hvolsvelli, kt. 110261-5199 og Jóhanni Stefánssyni, Keilusíðu 12 C, Akureyri, kt. 060451-4199. Málið var dómtekið 8. júní sl.
Sakargiftum er lýst í ákæru:
„I.
gegn ákærða Jóhanni Stefánssyni fyrir skjalafals og tollsvik.
A.
Ákærða er gefið að sök að hafa við tollafgreiðslu hjá sýslumanninum á Akureyri á notuðum bifreiðum sem hann keypti í Þýskalandi frá 23. október 1995 til 9. janúar 1996 og flutti inn til Íslands, notað falsaða vörureikninga, sem ákærði útbjó að öllu leyti á tilbúin reikningseyðublöð þýskra fyrirtækja, þar sem ákærði tilgreindi kaupverð hverrar bifreiðar lægra en það hafði verið og með því að aðflutningsgjöld voru á aðflutningsskýrslum, reiknuð á grundvelli þeirra fölsuðu og röngu gagna sem að framan greinir komist hjá greiðslu þeirra gjalda að hluta, svo sem rakið verður í hverju eftirgreindra tilvika fyrir sig:
a) Við tollafgreiðslu nr. 1-960125-082003 notað vörureikning dagsettan 07.11.1995, þar sem kaupverð bifreiðarinnar, PI-898, Toyota Landcruiser, árgerð 1994 er tilgreint DM 27.580 og kaupandi Hjorleifur Gíslason, Longumyri 18, 600 Akureyri, í stað kaupverðs DM 50.000, samkvæmt réttum vörureikningi TREND OFF ROAD CENTER HAMBURG, dagsettum 23.10.1995.
Með aðflutningsskýrslunni, dagsettri 05.01.1996, sem lögð var inn til tollafgreiðslu 10.01.1996, voru aðflutningsgjöld vangreidd sem nam kr 446.610 virðisaukaskatti og kr 781.242 vörugjaldi, samtals kr 1.227.852.
b) Við tollafgreiðslu nr. 1-960110-104946 notað vörureikning dagsettan 11.12.1995, þar sem kaupverð bifreiðarinnar, RY-614, Toyota Landcruiser, árgerð 1994 er tilgreint DM 28.660 og kaupandi SS Byggir, Vidjulundi 600 Akureyri, í stað kaupverðs DM 41.869,57 samkvæmt réttum vörureikningi TREND OFF ROAD CENTER HAMBURG, dagsettum 30.11.1995.
Með aðflutningsskýrslunni, dagsettri 05.01.1996, sem lögð var inn til tollafgreiðslu 10.01.1996, voru aðflutningsgjöld vangreidd sem nam kr 263.137 virðisaukaskatti og kr 460.279 vörugjaldi, samtals kr 723.434.
c) Við tollafgreiðslu nr. 1-960124-102836 notað vörureikning dagsettan 23.10.1995, þar sem kaupverð bifreiðarinnar, BS-488, Nissan Patrol, árgerð 1991 er tilgreint DM 8.360 og kaupandi Heidar Bjarni Heidarsson, Sak, 601 Akureyri, í stað kaupverðs DM 16.521,74 samkvæmt réttum vörureikningi TREND OFF ROAD CENTER HAMBURG, dagsettum 23.10.1995.
Með aðflutningsskýrslunni, dagsettri 23.01.1996, sem lögð var inn til tollafgreiðslu 23.01.1996, voru aðflutningsgjöld vangreidd sem nam kr 148.647 virðisaukaskatti og kr 227.521 vörugjaldi, samtals kr 376.168.
d) Við tollafgreiðslu nr. 1-960223-100609 notað vörureikning dagsettan 16.01.1996, þar sem kaupverð bifreiðarinnar, DS-975, Nissan Patrol, árgerð 1994 er tilgreint DM 17.300 og kaupandi Thorarinn Ingvarsson, Munkthverarstraeti 600 Akureyri, í stað kaupverðs DM 32.900 samkvæmt réttum vörureikningi TREND OFF ROAD CENTER HAMBURG, dagsettum 09.01.1996.
Með aðflutningsskýrslunni, dagsettri 21.02.1996, sem lögð var inn til tollafgreiðslu 22.02.1996, voru aðflutningsgjöld vangreidd sem nam kr 246.639 virðisaukaskatti og kr 287.625 vörugjaldi, samtals kr 534.264.
Framanlýst háttsemi ákærða skv., stafliðum a-d, hafði í för með sér, að aðflutningsgjöld á grundvelli hinna röngu aðflutningsskýrslna og vörureikninga voru lægri en vera átti, og nam sá mismunur samtals kr 2.861.718.
Brot ákærða Jóhanns telst varða við 1. mgr. 155. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940 og 2. mgr. sbr. 1. mgr. 126. gr. tollalaga nr. 55, 1987, sbr. a-lið 38. gr. laga nr. 69, 1996.
B.
Ákærða er gefið að sök að hafa við tollafgreiðslu hjá sýslumanninum á Selfossi í eftirgreindum þrem tilvikum, falsað vörureikninga um kaup á bifreiðunum, reikningana falsaði ákærði að öllu leyti sjálfur og lagði fram í þeim tilgangi að fá tollafgreiðslu:
a) Við tollafgreiðslu nr. 1-970109-144814 notað vörureikning í nafni Heinrich Ninenkötter Brechte 8, 48493 Wettringen, óundirritaðan dagsettan 10.12.1996, þar sem kaupverð bifreiðarinnar, LZ-406, Nissan Patrol, árgerð 1993 er tilgreint DM 18.000 og kaupandi Saevar Haraldsson, Grenibyggd Mosfellesbae, í stað rétts vörureiknings frá Heinrich Ninenkötter Brechte 8, 48493 Wettringen dagsettan sama dag undirritaðan af Sævari Haraldssyn og ólæsilegri undirritun seljanda.
b) Við tollafgreiðslu nr. 1-970207-145429 notað vörureikning í nafni Autohaus Kraus, óundirritaðan dagsettan 16.12.1996, þar sem kaupverð bifreiðarinnar, UA-418, Mersedes Benz, árgerð 1989 er tilgreint DM 11.000 og kaupandi Frjáls markaður, Ormsvöllum 7, 860 Hvolsvöllur, Ísland, í stað rétts vörureiknings frá B&K, Hildeshausen, í Þýskalandi.
c) Við tollafgreiðslu nr. 1-970207-145429 notað vörureikning í nafni Mersedes Benz AG, óundirritaðan dagsettan 14.03.1997, þar sem kaupverð bifreiðarinnar, NM-661, Mersedes Benz, 220T, árgerð 1994 er tilgreint DM 24.348,80, í stað rétts vörureiknings frá B&K, Hildeshausen, í Þýskalandi.
Brot ákærða Jóhanns telst varða við 1. mgr. 155. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940 og 1. mgr. 126. gr. tollalaga nr. 55, 1987, sbr. a-lið 38. gr. laga nr. 69, 1996.
II.
gegn ákærðu Jóhanni Stefánssyni og Ágústi Kristjánssyni fyrir skjalafals og tollsvik.
A.
Ákærðu er gefið að sök að hafa við tollafgreiðslu hjá sýslumanninum á Selfossi á notuðum bifreiðum sem ákærðu keyptu í Þýskalandi frá 1. febrúar til 15. maí 1996 og fluttu inn til Íslands og seldu hér á landi í nafni ákærða Ágústar Kristjánssonar í öllum tilvikum nema í neðangreindu tilviki nr. 16, merkt r), þar sem innflytjandi var Jón G. Gunnlaugsson, notað falsaða vörureikninga, sem ákærði Jóhann Stefánsson útbjó að öllu leyti sjálfur á tilbúin reikningseyðublöð hinna þýsku seljenda, þar sem ákærði tilgreindi kaupanda annan en raunverulega var og kaupverð hverrar bifreiðar lægra en það hafði verið og með því að aðflutningsgjöld voru á aðflutningsskýrslunum, sem áritaðar voru af ákærða Ágústi og lagðar fram í hans nafni, reiknuð á grundvelli þeirra fölsuðu og röngu gagna sem að framan greinir, komust ákærðu hjá greiðslu þeirra gjalda að hluta, svo sem rakið verður í hverju eftirgreindra tilvika fyrir sig:
a) Við tollafgreiðslu nr. 1-960206-104736 notað vörureikning, dagsettan 16.01.1996, þar sem kaupverð bifreiðarinnar, PM-265, Nissan Patrol, árgerð 1994 er tilgreint DM 15.900 og kaupandi Ágúst Kristjánsson, Oldugerði 13, 860 Hvolsvelli/Island, í stað kaupverðs DM 26.086,96 þar sem kaupandi er Jóhann Stefánsson, Ármúla 29, Reykjavík, samkvæmt réttum reikningi seljanda TRENT OFF ROAD CENTER HAMBURG, Automobile Handels GmbH, Langenhorner Chaussee 109, Hamburg, dagsettum 09.01.1996.
Með aðflutningsskýrslunni, dagsettri 01.02.1996, sem lögð var inn til tollafgreiðslu sama dag, voru aðflutningsgjöld vangreidd sem nam kr 184.066 virðisaukaskatti og kr 281.734 vörugjaldi, samtals kr 465.800.
b) Við tollafgreiðslu nr. 1-960201-142458 notað vörureikning, dagsettan 16.01.1996, þar sem kaupverð bifreiðarinnar, RS-831, Nissan Patrol, árgerð 1994 er tilgreint DM 17.900 og kaupandi Ágúst Kristjánsson, Oldugerði 13, 860 Hvolsvelli/Island, í stað kaupverðs DM 32.956,52 þar sem kaupandi er Jóhann Stefánsson, Ármúla 29, Reykjavík, samkvæmt réttum reikningi seljanda TRENT OFF ROAD CENTER HAMBURG, Automobile Handels GmbH, Langenhorner Chaussee 109, Hamburg, dagsettum 09.01.1996.
Með aðflutningsskýrslunni, dagsettri 01.02.1996, sem lögð var inn til tollafgreiðslu sama dag, voru aðflutningsgjöld vangreidd sem nam kr 272.053 virðisaukaskatti og kr 416.407 vörugjaldi, samtals kr 688.460.
c) Við tollafgreiðslu nr. 1-960216-145426 notað vörureikning, dagsettan 23.01.1996, þar sem kaupverð bifreiðarinnar, BI-271, Toyota Landcruiser, árgerð 1995 er tilgreint DM 25.500 og kaupandi Ágúst Kristjánsson, Oldugerði 13, 860 Hvolsvelli/Island, í stað kaupverðs DM 46.956,52 þar sem kaupandi er Jóhann Stefánsson, Ármúla 29, Reykjavík, samkvæmt réttum reikningi seljanda TRENT OFF ROAD CENTER HAMBURG, Automobile Handels GmbH, Langenhorner Chaussee 109, Hamburg, dagsettum 18.01.1996.
Með aðflutningsskýrslunni, dagsettri 15.02.1996, sem lögð var inn til tollafgreiðslu 16.02.1996, voru aðflutningsgjöld vangreidd sem nam kr 424.039 virðisaukaskatti og kr 741.759 vörugjaldi, samtals kr 1.165.798.
d) Við tollafgreiðslu nr. 1-960223-130407 notað vörureikning, dagsettan 18.01.1996, þar sem kaupverð bifreiðarinnar, KG-321, Toyota Landcruiser, árgerð 1995 er tilgreint DM 28.590 og kaupandi Ágúst Kristjánsson, Oldugerði 13, 860 Hvolsvelli/Island, í stað kaupverðs DM 51.000 þar sem kaupandi er Jóhann Stefánsson, Ármúla 29, Reykjavík, samkvæmt réttum reikningi seljanda TRENT OFF ROAD CENTER HAMBURG, Automobile Handels GmbH, Langenhorner Chaussee 109, Hamburg, dagsettum 23.01.1996.
Með aðflutningsskýrslunni, dagsettri 15.02.1996, sem lögð var inn til tollafgreiðslu 19.02.1996, voru aðflutningsgjöld vangreidd sem nam kr 442.883 virðisaukaskatti og kr 774.722 vörugjaldi, samtals kr 1.217.605.
e) Við tollafgreiðslu nr. 1-960412-144112 notað vörureikning, dagsettan 18.01.1996, þar sem kaupverð bifreiðarinnar, DL-164, Nissan Terrano, árgerð 1993 er tilgreint DM 18.500 og kaupandi Ágúst Kristjánsson, Oldugerði 13, 860 Hvolsvelli/Island, í stað kaupverðs DM 26.078,26 þar sem kaupandi er Jóhann Stefánsson, Ármúla 29, Reykjavík, samkvæmt réttum reikningi seljanda TRENT OFF ROAD CENTER HAMBURG, Automobile Handels GmbH, Langenhorner Chaussee 109, Hamburg, dagsettum 05.02.1996.
Með aðflutningsskýrslunni, dagsettri 15.02.1996, sem lögð var inn til tollafgreiðslu 19.02.1996, voru aðflutningsgjöld vangreidd sem nam kr 148.707 virðisaukaskatti og kr 260.128 vörugjaldi, samtals kr 408.835.
f) Við tollafgreiðslu nr. 1-960327-135237 notað vörureikning, dagsettan 15.02.1996, þar sem kaupverð bifreiðarinnar, MF-121, Nissan Terrano, árgerð 1993 er tilgreint DM 14.800 og kaupandi Ágúst Kristjánsson, Oldugerði 13, 860 Hvolsvelli/Island, í stað kaupverðs DM 25.075 þar sem kaupandi er Jóhann Stefánsson, Ármúla 29, Reykjavík, samkvæmt réttum reikningi seljanda TRENT OFF ROAD CENTER HAMBURG, Automobile Handels GmbH, Langenhorner Chaussee 109, Hamburg, dagsettum 20.02.1996.
Með aðflutningsskýrslunni, dagsettri 12.03.1996, sem lögð var inn til tollafgreiðslu 27.03.1996, voru aðfluttningsgjöld vangreidd sem nam kr 186.232 virðisaukaskatti og kr 285.049 vörugjaldi, samtals kr 471.281.
g) Við tollafgreiðslu nr. 1-960318-142953 notað vörureikning, dagsettan 22.01.1996, þar sem kaupverð bifreiðarinnar, VY-825, Nissan Patrol, árgerð 1992 er tilgreint DM 14.650 og kaupandi Ágúst Kristjánsson, Oldugerði 13, 860 Hvolsvelli/Island, í stað kaupverðs DM 22.608,70 þar sem kaupandi er Jóhann Stefánsson, Ármúla 29, Reykjavík, samkvæmt réttum reikningi seljanda TRENT OFF ROAD CENTER HAMBURG, Automobile Handels GmbH, Langenhorner Chaussee 109, Hamburg, dagsettum 09.02.1996.
Með aðflutningsskýrslunni, dagsettri 12.03.1996, sem lögð var inn til tollafgreiðslu 18.03.1996, voru aðflutningsgjöld vangreidd sem nam kr 144.249 virðisaukaskatti og kr 220.789 vörugjaldi, samtals kr 365.038.
h) Við tollafgreiðslu nr. 1-960319-150313 notað vörureikning, dagsettan 19.02.1996, þar sem kaupverð bifreiðarinnar, NT-174, Toyota 4Runner, árgerð 1995 er tilgreint DM 17.900 og kaupandi Ágúst Kristjánsson, Oldugerði 13, 860 Hvolsvelli/Island, í stað kaupverðs DM 40.869,56 þar sem kaupandi er Jóhann Stefánsson, Ármúla 29, Reykjavík, samkvæmt réttum reikningi seljanda TRENT OFF ROAD CENTER HAMBURG, Automobile Handels GmbH, Langenhorner Chaussee 109, Hamburg, dagsettum 24.02.1996.
Með aðflutningsskýrslunni, dagsettri 18.03.1996, sem lögð var inn til tollafgreiðslu 19.03.1996, voru aðflutningsgjöld vangreidd sem nam kr 416.318 virðisaukaskatti og kr 637.221 vörugjaldi, samtals kr 1.053.539.
i) Við tollafgreiðslu nr. 1-960403-133134 notað vörureikning, dagsettan 17.02.1996, þar sem kaupverð bifreiðarinnar, TF-862, Nissan Patrol, árgerð 1993 er tilgreint DM 16.200 og kaupandi Ágúst Kristjánsson, Oldugerði 13, 860 Hvolsvelli/Island, í stað kaupverðs DM 30.447,83 þar sem kaupandi er Jóhann Stefánsson, Ármúla 29, Reykjavík, samkvæmt réttum reikningi seljanda TRENT OFF ROAD CENTER HAMBURG, Automobile Handels GmbH, Langenhorner Chaussee 109, Hamburg, dagsettum 24.02.1996.
Með aðflutningsskýrslunni, dagsettri 18.03.1996, sem lögð var inn til tollafgreiðslu 03.04.1996, voru aðflutningsgjöld vangreidd sem nam kr 255.618 virðisaukaskatti og kr 391.251 vörugjaldi, samtals kr 646.869.
j) Við tollafgreiðslu nr. 1-960327-135225 notað vörureikning, dagsettan 17.02.1996, þar sem kaupverð bifreiðarinnar, YY-243, Nissan Patrol, árgerð 1994 er tilgreint DM 15.860 og kaupandi Ágúst Kristjánsson, Oldugerði 13, 860 Hvolsvelli/Island, í stað kaupverðs DM 26.000 þar sem kaupandi er Jóhann Stefánsson, Ármúla 29, Reykjavík, samkvæmt réttum reikningi seljanda TRENT OFF ROAD CENTER HAMBURG, Automobile Handels GmbH, Langenhorner Chaussee 109, Hamburg, dagsettum 24.02.1996.
Með aðflutningsskýrslunni, dagsettri 18.03.1996, sem lögð var inn til tollafgreiðslu 27.03.1996, voru aðflutningsgjöld vangreidd sem nam kr 201.015 virðisaukaskatti og kr 351.629 vörugjaldi, samtals kr 552.644.
k) Við tollafgreiðslu nr. 1-960319-150236 notað vörureikning, dagsettan 17.02.1996, þar sem kaupverð bifreiðarinnar, JY-453, Toyota Landcruiser, árgerð 1993 er tilgreint DM 22.600 og kaupandi Ágúst Kristjánsson, Oldugerði 13, 860 Hvolsvelli/Island, í stað kaupverðs DM 29.500 þar sem kaupandi er Jóhann Stefánsson, Ármúla 29, Reykjavík, samkvæmt réttum reikningi seljanda TRENT OFF ROAD CENTER HAMBURG, Automobile Handels GmbH, Langenhorner Chaussee 109, Hamburg, dagsettum 26.02.1996.
Með aðflutningsskýrslunni, dagsettri 18.03.1996, sem lögð var inn til tollafgreiðslu 19.03.1996, voru aðflutningsgjöld vangreidd sem nam kr 136.785 virðisaukaskatti og kr 239.275 vörugjaldi, samtals kr 376.060.
l) Við tollafgreiðslu nr. 1-960403-133142 notað vörureikning, dagsettan 18.02.1996, þar sem kaupverð bifreiðarinnar, PU-343, Toyota Landcruiser, árgerð 1993 er tilgreint DM 26.680 og kaupandi Ágúst Kristjánsson, Oldugerði 13, 860 Hvolsvelli/Island, í stað kaupverðs DM 50.000 þar sem kaupandi er Jóhann Stefánsson, Ármúla 29, Reykjavík, samkvæmt réttum reikningi seljanda TRENT OFF ROAD CENTER HAMBURG, Automobile Handels GmbH, Langenhorner Chaussee 109, Hamburg, dagsettum 24.02.1996.
Með aðflutningsskýrslunni, dagsettri 18.03.1996, sem lögð var inn til tollafgreiðslu 03.04.1996, voru aðflutningsgjöld vangreidd sem nam kr 457.603 virðisaukaskatti og kr 800.472 vörugjaldi, samtals kr 1.258.075.
m) Við tollafgreiðslu nr. 1-960503-142404 notað vörureikning, dagsettan 10.03.1996, þar sem kaupverð bifreiðarinnar, MM-933, Toyota Landcrusier, árgerð 1993 er tilgreint DM 22.660 og kaupandi Ágúst Kristjánsson, Oldugerði 13, 860 Hvolsvelli/Island, í stað kaupverðs DM 40.000 þar sem kaupandi er Jóhann Stefánsson, Ármúla 29, Reykjavík, samkvæmt réttum reikningi seljanda TRENT OFF ROAD CENTER HAMBURG, Automobile Handels GmbH, Langenhorner Chaussee 109, Hamburg, dagsettum 08.03.1996.
Með aðflutningsskýrslunni, dagsettri 18.04.1996, sem lögð var inn til tollafgreiðslu 29.04.1996, voru aðflutningsgjöld vangreidd sem nam kr 334.799 virðisaukaskatti og kr 585.654 vörugjaldi, samtals kr 920.453.
n) Við tollafgreiðslu nr. 1-960419-144038 notað vörureikning, dagsettan 16.03.1996, þar sem kaupverð bifreiðarinnar, OK-562, Nissan Patrol, árgerð 1992 er tilgreint DM 13.200 og kaupandi Ágúst Kristjánsson, Oldugerði 13, 860 Hvolsvelli/Island, í stað kaupverðs DM 26.956 þar sem kaupandi er Jóhann Stefánsson, Ármúla 29, Reykjavík, samkvæmt réttum reikningi seljanda TRENT OFF ROAD CENTER HAMBURG, Automobile Handels GmbH, Langenhorner Chaussee 109, Hamburg, dagsettum 16.03.1996.
Með aðflutningsskýrslunni, dagsettri 18.04.1996, sem lögð var inn til tollafgreiðslu 19.04.1996, voru aðflutningsgjöld vangreidd sem nam kr 269.931 virðisaukaskatti og kr 472.183 vörugjaldi, samtals kr 742.114.
o) Við tollafgreiðslu nr. 1-960423-141114 notað vörureikning, dagsettan 16.03.1996, þar sem kaupverð bifreiðarinnar, LV-201, Toyota 4Runner, árgerð 1994 er tilgreint DM 15.760 og kaupandi Ágúst Kristjánsson, Oldugerði 13, 860 Hvolsvelli/Island, í stað kaupverðs DM 31.304 þar sem kaupandi er Jóhann Stefánsson, Ármúla 29, Reykjavík, samkvæmt réttum reikningi seljanda TRENT OFF ROAD CENTER HAMBURG, Automobile Handels GmbH, Langenhorner Chaussee 109, Hamburg, dagsettum 16.03.1996.
Með aðflutningsskýrslunni, dagsettri 18.04.1996, sem lögð var inn til tollafgreiðslu 23.04.1996, voru aðflutningsgjöld vangreidd sem nam kr 278.872 virðisaukaskatti og kr 426.845 vörugjaldi, samtals kr 705.717.
r) Við tollafgreiðslu nr. 1-960412-144128 notað vörureikning, dagsettan 10.03.1996, þar sem kaupverð bifreiðarinnar, DD-234, Toyota Landcrusier, árgerð 1988 er tilgreint DM 10.260,87 og kaupandi Jón G. Gunnlaugsson, Brekkukoti, Bessastaðahreppur, í stað kaupverðs DM 17.391 þar sem kaupandi er Jóhann Stefánsson, Ármúla 29, Reykjavík, samkvæmt réttum reikningi seljanda TRENT OFF ROAD CENTER HAMBURG, Automobile Handels GmbH, Langenhorner Chaussee 109, Hamburg, dagsettum 16.03.1996.
Með aðflutningsskýrslunni, dagsettri 11.04.1996, sem lögð var inn til tollafgreiðslu 12.04.1996, voru aðflutningsgjöld vangreidd sem nam kr 139.913 virðisaukaskatti og kr 244.745 vörugjaldi, samtals kr 384.658.
s) Við tollafgreiðslu nr. 1-960515-150544 notað vörureikning, dagsettan 30.04.1996, þar sem kaupverð bifreiðarinnar, KL-691, Toyota 4Runner, árgerð 1994 er tilgreint DM 17.200 og kaupandi Ágúst Kristjánsson, Oldugerði 13, 860 Hvolsvelli/Island, í stað kaupverðs DM 31.304,35 þar sem kaupandi er Jóhann Stefánsson, Ármúla 29, Reykjavík, samkvæmt réttum reikningi seljanda TRENT OFF ROAD CENTER HAMBURG, Automobile Handels GmbH, Langenhorner Chaussee 109, Hamburg, dagsettum 17.04.1996.
Með aðflutningsskýrslunni, dagsettri 15.05.1996, sem lögð var inn til tollafgreiðslu 15.05.1996, voru aðflutningsgjöld vangreidd sem nam kr 248.983 virðisaukaskatti og kr 381.097 vörugjaldi, samtals kr 630.080.
B.
Ákærðu er gefið að sök að hafa við tollafgreiðslu á notuðum bifreiðum, sem keyptar voru í Þýskalandi og fluttar inn til Íslands frá september 1996 til og með september 1997 og seldar hér á landi í nafni einkahlutafélags ákærðu Frjáls markaðar, kt. 690596-2299, sem ákærði Ágúst Kristjánsson var framkvæmdastjóri og ákærði Jóhann Stefánsson stjórnarformaður og starfsmaður og báðir prókúruhafar fyrir, notað falsaða vörureikninga, sem ákærði Jóhann Stefánsson hafði að öllu leyti sjálfur útbúið á tilbúin reikningseyðublöð, þar sem ákærði tilgreindi kaupverð hverrar bifreiðar lægra en það hafði verið og í nokkrum tilvikum, sem nánar er skýrt, seljanda og kaupanda aðra en raunverulega var og með því að aðflutningsgjöld voru á aðflutningsskýrslunum, sem lagðar voru fram í nafni Frjáls markaðar ehf., reiknuð á grundvelli þeirra fölsuðu og röngu gagna sem að framan greinir, komust ákærðu hjá greiðslu þeirra gjalda að hluta, svo sem rakið verður í hverju eftirgreindra tilvika fyrir sig:
a) Við tollafgreiðslu nr. 1-960905-145814 notað vörureikning, dagsettan 03.04.1996, þar sem kaupverð bifreiðarinnar, BJ-851, Mercdes Benz, 250GD, árgerð 1989 er tilgreint DM 9.800 og kaupandi Frjáls markaður ehf., Öldugerði 13, 860 Hvolsvelli/Island, í stað kaupverðs DM 19.565,22 þar sem kaupandi er Jóhann Stefánsson, Ármúla 29, Reykjavík, samkvæmt réttum reikningi seljanda TRENT OFF ROAD CENTER HAMBURG, Automobile Handels GmbH, Langenhorner Chaussee 109, Hamburg, dagsettum 09.04.1996.
Með aðflutningsskýrslunni, dagsettri 04.09.1996, sem lögð var inn til tollafgreiðslu 05.09.1996, voru aðflutningsgjöld vangreidd sem nam kr 153.297 virðisaukaskatti og kr 178.772 vörugjaldi, samtals kr 332.069.
b) Við tollafgreiðslu nr. 1-961126-142119 notað vörureikning, dagsettan 22.08.1996, þar sem kaupverð bifreiðarinnar, YG-980, Nissan Patrol, árgerð 1992 er tilgreint DM 13.650 og kaupandi Frjáls markaður ehf., Öldugerði 13, 860 Hvolsvelli/Island, í stað kaupverðs DM 34.000 þar sem kaupandi er Frjáls markaður, samkvæmt réttum reikningi seljanda AUTOHAUS SCHÖNBUCH GmbH, 71083 Herrenberg, dagsettum 22.08.1996.
Með aðflutningsskýrslunni, dagsettri 26.11.1996, sem lögð var inn til tollafgreiðslu 26.11.1996, voru aðflutningsgjöld vangreidd sem nam kr 312.980 virðisaukaskatti og kr 364.991 vörugjaldi, samtals kr 677.971.
c) Við tollafgreiðslu nr. 1-961212-133240 notað vörureikning frá Mercedes Benz, Möhrle, dagsettan 19.11.1996, þar sem kaupverð bifreiðarinnar, BO-756, Toyota Landcruiser, árgerð 1992 er tilgreint DM 18.960 og kaupandi Frjáls markaður ehf., Öldugerði 13, 860 Hvolsvelli/Island, í stað DM 26.000, samkvæmt reikningi seljanda Mercedes Benz, Möhrle, þar sem kaupandi var Jóhann Stefánsson, samkvæmt játningu ákærða Jóhanns.
Með aðflutningsskýrslunni, dagsettri 11.12.1996, sem lögð var inn til tollafgreiðslu 12.12.1996, voru aðflutningsgjöld vangreidd sem nam kr 126.564 virðisaukaskatti og kr 203.504 vörugjaldi, samtals kr 330.068.
d) Við tollafgreiðslu nr. 1-970109-144803 notað vörureikning með nafni seljanda AUTOHAUS ENTERMANN, GmbH, Dornieerstrabe 8 73730 Esslingen, dagsettan 13.11.1996, þar sem kaupverð bifreiðarinnar, ZV-429, Nissan Patrol, árgerð 1994 er tilgreint DM 18.960 og kaupandi Frjáls markaður ehf., Öldugerði 13, 860 Hvolsvelli/Island, í stað kaupverðs DM 34.780, þar sem kaupandi er Frjáls Markaður Öldugerði 13, Hvolsvöllur samkvæmt réttum reikningi seljanda AUTO-LEHMACHER, 58553 Halver 2, Am Hägelchen 10, dagsettum 09.10.1996.
Með aðflutningsskýrslunni, dagsettri 16.12.1996, sem lögð var inn til tollafgreiðslu 03.01.1997, voru aðflutningsgjöld vangreidd sem nam kr 281.669 virðisaukaskatti og kr 452.900 vörugjaldi, samtals kr 734.569.
e) Við tollafgreiðslu nr. 1-970416-132050 notað vörureikning, dagsettan 30.01.1997, þar sem kaupverð bifreiðarinnar, ZY-712, Toyota Landcruiser, árgerð 1992 er tilgreint DM 22.100 og kaupandi Frjáls markaður ehf., Öldugerði 13, 860 Hvolsvelli/Island, í stað kaupverðs DM 37.500, þar sem kaupandi er Frjáls Markaður Öldugerði 13, Hvolsvöllur samkvæmt réttum reikningi seljanda AUTO-Haus, Schiller, Grossberg- Regensburger, dagsettum 30.01.1997.
Með aðflutningsskýrslunni, dagsettri 11.04.1997, sem lögð var inn til tollafgreiðslu 16.04.1997, voru aðflutningsgjöld vangreidd sem nam kr 267.841 virðisaukaskatti og kr 430.666 vörugjaldi, samtals kr 698.507.
f) Við tollafgreiðslu nr. 1-970416-115216 notað vörureikning dagsettan 04.03.1997, þar sem kaupverð bifreiðarinnar, RF-121, Nissan Patrol, árgerð 1991 er tilgreint DM 14.100 og kaupandi Frjáls markaður ehf., Öldugerði 13, 860 Hvolsvelli/Island, í stað kaupverðs DM 30.000, samkvæmt vörureikningi Autohaus Krauss til B&K. GmbH sem dagsettur er 17.01.1997 sem seldi Jóhanni Stefánssyni bifreiðina í framhaldi.
Með aðflutningsskýrslunni, dagsettri 11.04.1997, sem lögð var inn til tollafgreiðslu 16.04.1997, voru aðflutningsgjöld vangreidd sem nam kr 234.638 virðisaukaskatti og kr 273.630 vörugjaldi, samtals kr 508.268.
g) Við tollafgreiðslu nr. 1-970512-150102 notað vörureikning, dagsettan 15.04.1997, þar sem kaupverð bifreiðarinnar, TL-584, Grand Cherokee Laredo, árgerð 1994 er tilgreint DM 23.000, í stað kaupverðs DM 29.500, þar sem kaupandi er Frjáls Markaður Öldugerði 13, Hvolsvöllur samkvæmt réttum reikningi seljanda B&K GmbH, dagsettum 15.04.1997.
Með aðflutningsskýrslunni, dagsettri 07.05.1997, sem lögð var inn til tollafgreiðslu 09.05.1997, voru aðflutningsgjöld vangreidd sem nam kr 111.147 virðisaukaskatti og kr 178.714 vörugjaldi, samtals kr 289.861.
h) Við tollafgreiðslu nr. 1-970521-150441 notað vörureikning, dagsettan 15.04.1997, þar sem kaupverð bifreiðarinnar, YL-721, Nissan Patrol, árgerð 1991 er tilgreint DM 13.260, í stað kaupverðs DM 14.500, þar sem kaupandi er Frjáls Markaður Öldugerði 13, Hvolsvöllur samkvæmt réttum reikningi seljanda B&K GmbH, dagsettum 17.04.1997.
Með aðflutningsskýrslunni, dagsettri 16.05.1997, sem lögð var inn til tollafgreiðslu 21.05.1997, voru aðflutningsgjöld vangreidd sem nam kr 17.991 virðisaukaskatti og kr 20.980 vörugjaldi, samtals kr 38.971.
i) Við tollafgreiðslu nr. 1-970527-131136 notað vörureikning með nafni B&K GmbH, dagsettan 28.04.1997, þar sem kaupverð bifreiðarinnar, RS-115, Toyota Landcruiser, árgerð 1993 er tilgreint DM 25.300, í stað kaupverðs DM 42.608,70 þar sem kaupandi er Frjáls Markaður Öldugerði 13, Hvolsvöllur samkvæmt réttum reikningi seljanda AUTOHAUS VOGEL GmbH, 7300 Esslingen-Zell, Hauptstrasse 24-34, dagsettum 28.04.1997.
Með aðflutningsskýrslunni, dagsettri 27.05.1997, sem lögð var inn til tollafgreiðslu 27.05.1997, voru aðflutningsgjöld vangreidd sem nam kr 295.970 virðisaukaskatti og kr 475.895 vörugjaldi, samtals kr 771.865.
j) Við tollafgreiðslu nr. 1-970530-113503 notað vörureikning dagsettan 20.04.1997, þar sem kaupverð bifreiðarinnar, ST-842, Toyota Landcruiser, árgerð 1993 er tilgreint DM 25.000, í stað kaupverðs DM 49.565,22 þar sem kaupandi er Frjáls Markaður Öldugerði 13, Hvolsvöllur samkvæmt réttum reikningi seljanda AUTOHAUS VOGEL GmbH, 7300 Esslingen-Zell, Hauptstrasse 24-34, dagsettum 28.04.1997.
Með aðflutningsskýrslunni, dagsettri 29.05.1997, sem lögð var inn til tollafgreiðslu 30.05.1997, voru aðflutningsgjöld vangreidd sem nam kr 420.054 virðisaukaskatti og kr 675.411 vörugjaldi, samtals kr 1.095.465.
k) Við tollafgreiðslu nr. 1-970730-145639 notað vörureikning með nafni B&K GmbH, dagsettan 17.07.1997, þar sem kaupverð bifreiðarinnar, KZ-478, Toyota Landcruiser, árgerð 1994 er tilgreint DM 24.900, í stað kaupverðs DM 45.200 samkvæmt bankaábyrgð Sparisjóðs Hafnarfjarðar sem Guðlaugs Birnis Ásgeirssonar, kt. 020267-3649, opnaði vegna kaupa á bifreiðinn hjá þýska seljandanum.
Með aðflutningsskýrslunni, dagsettri 17.07.1997, sem lögð var inn til tollafgreiðslu 18.07.1997, voru aðflutningsgjöld vangreidd sem nam kr 339.420 virðisaukaskatti og kr 545.759 vörugjaldi, samtals kr 885.179.
l) Við tollafgreiðslu nr. 1-970725-140713 notað vörureikning, dagsettan 01.07.1997, þar sem kaupverð bifreiðarinnar, KM-350, Toyota Landcruiser, árgerð 1992 er tilgreint DM 18.990, í stað kaupverðs DM 28.100 þar sem kaupandi er Frjáls Markaður Öldugerði 13, Hvolsvöllur samkvæmt réttum reikningi seljanda JRC Jung import export GmbH, 66663 Merzeng Losheimer Strasse 46-50, Germany, dagsettum 11.06.1997.
Með aðflutningsskýrslunni, dagsettri 17.07.1997, sem lögð var inn til tollafgreiðslu 21.07.1997, voru aðflutningsgjöld vangreidd sem nam kr 152.320 virðisaukaskatti og kr 244.918 vörugjaldi, samtals kr 397.238.
m) Við tollafgreiðslu nr. 1-970721-152554 notað vörureikning dagsettan 01.07.1997, þar sem kaupverð bifreiðarinnar, KH-538, Nissan Patrol, árgerð 1993 er tilgreint DM 15.980, í stað kaupverðs DM 30.000 þar sem kaupandi er Frjáls Markaður samkvæmt réttum reikningi seljanda JRC Jung import export GmbH, 66663 Merzeng Losheimer Strasse 46-50, Germany, dagsettum 11.06.1997.
Með aðflutningsskýrslunni, dagsettri 17.07.1997, sem lögð var inn til tollafgreiðslu 21.07.1997, voru aðflutningsgjöld vangreidd sem nam kr 198.900 virðisaukaskatti og kr 231.953 vörugjaldi, samtals kr 430.853.
n) Við tollafgreiðslu nr. 1-970725-140658 notað vörureikning dagsettan 01.07.1997, þar sem kaupverð bifreiðarinnar, DT-847, Nissan Patrol, árgerð 1993 er tilgreint DM 15.560, í stað kaupverðs DM 30.400 þar sem kaupandi er Frjáls Markaður samkvæmt réttum reikningi seljanda JRC Jung import export GmbH, 66663 Merzeng Losheimer Strasse 46-50, Germany, dagsettum 11.06.1997.
Með aðflutningsskýrslunni, dagsettri 17.07.1997, sem lögð var inn til tollafgreiðslu 21.07.1997, voru aðflutningsgjöld vangreidd sem nam kr 210.532 virðisaukaskatti og kr 245.519 vörugjaldi, samtals kr 456.051.
o) Við tollafgreiðslu nr. 2-970725-100233 notað vörureikning dagsettan 01.07.1997, þar sem kaupverð bifreiðarinnar, BH-388, Landrover Discovery, árgerð 1993 er tilgreint DM 15.660, í stað kaupverðs DM 26.000 frá seljanda JRC Jung import export GmbH, 66663 Merzeng Losheimer Strasse 46-50, Germany.
Með aðflutningsskýrslunni, dagsettri 17.07.1997, sem lögð var inn til tollafgreiðslu 22.07.1997, voru aðflutningsgjöld vangreidd sem nam kr 146.692 virðisaukaskatti og kr 171.070 vörugjaldi, samtals kr 317.762.
r) Við tollafgreiðslu nr. 1-970721-150434 notað vörureikning með nafni seljanda B&K GmbH, Hans-Klemn Str. 4, 71157 Hildrizhausen, dagsettan 08.07.1997, þar sem kaupverð bifreiðarinnar, PO-427, Toyota Landcruiser, árgerð 1993 er tilgreint DM 21.900 og kaupandi Frjáls markaður ehf., Öldugerði 13, 860 Hvolsvelli/Island, í stað kaupverðs DM 33.500, þar sem kaupandi er Óli Fjalar Böðvarsson, Suðurengi 18, 800 Selfoss, samkvæmt réttum reikningi seljanda N.C. Automobile Hauptatrafle 93 70771 L-Echterdingen, dagsettum 08.07.1997.
Með aðflutningsskýrslunni, dagsettri 21.07.1997, sem lögð var inn til tollafgreiðslu 21.07.1997, voru aðflutningsgjöld vangreidd sem nam kr 193.954 virðisaukaskatti og kr 311.863 vörugjaldi, samtals kr 505.817.
s) Við tollafgreiðslu nr. 1-970729-13292 notað vörureikning með nafni seljanda B&K GmbH, Hans-Klemn Str. 4 71157 Hildrizhausen, dagsettan 14.07.1997, þar sem kaupverð bifreiðarinnar, JR-906, Toyota Landcruiser, árgerð 1994 er tilgreint DM 23.900 og kaupandi Frjáls markaður ehf., Öldugerði 13, 860 Hvolsvelli/Island, í stað kaupverðs DM 50.869,57 þar sem kaupandi er Frjáls Markaður Öldugerði 13, Hvolsvöllur samkvæmt réttum reikningi seljanda IDEAL Autovermietung, Endrich GmbH, Brückenstz 5 97828 Markcheidenfelt, dagsettum 18.02.1997.
Með aðflutningsskýrslunni, dagsettri 29.07.1997, sem lögð var inn til tollafgreiðslu 29.07.1997, voru aðflutningsgjöld vangreidd sem nam kr 450.936 virðisaukaskatti og kr 725.067 vörugjaldi, samtals kr 1.176.003.
t) Við tollafgreiðslu nr. 1-970729-132952 notað vörureikning dagsettan 14.07.1997, þar sem kaupverð bifreiðarinnar, IR-036, Toyota Landcruiser, árgerð 1996 er tilgreint DM 30.900 og kaupandi Frjáls markaður ehf., Öldugerði 13, 860 Hvolsvelli/Island, í stað kaupverðs DM 61.500, samkvæmt bankaábyrgð Sparisjóðs Hafnarfjarðar sem opnuð var vegna kaupa á bifreiðinni í Þýskalandi af B&K GmbH.
Með aðflutningsskýrslunni, dagsettri 29.07.1996, sem lögð var inn til tollafgreiðslu 29.07.1997, voru aðflutningsgjöld vangreidd sem nam kr 511.637 virðisaukaskatti og kr 822.670 vörugjaldi, samtals kr 1.334.307.
u) Við tollafgreiðslu nr. 1-970801-120149 notað vörureikning með nafni JRC Jung import export GmbH, 66663 Merzeng Losheimer Strasse 46-50, Germany sem seljanda, dagsettan 07.07.1997, þar sem kaupverð bifreiðarinnar, TD-326, Toyota Landcruiser, árgerð 1992, er tilgreint DM 18.600 og kaupandi Frjáls markaður ehf., Öldugerði 13, 860 Hvolsvelli/Island, í stað kaupverðs DM 32.000, þar sem kaupandi er Bragi Sverrisson, Sílatjörn 10, 800 Selfoss-island, samkvæmt réttum reikningi seljanda Mercedes-Automobile A.Horrer, Speiberweg 11 D-71032 Böblingen, dagsettum 09.07.1997.
Með aðflutningsskýrslunni, dagsettri 31.07.1997, sem lögð var inn til tollafgreiðslu 01.08.1997, voru aðflutningsgjöld vangreidd sem nam kr 216.425 virðisaukaskatti og kr 347.994 vörugjaldi, samtals kr 564.419.
ú) Við tollafgreiðslu nr. 1-970829-161942 notað vörureikning dagsettan 21.07.1997, þar sem seljandi er B&K GmbH, og kaupverð bifreiðarinnar, NY-529, Toyota Landcruiser, árgerð 1994 er tilgreint DM 23.680 og kaupandi Frjáls markaður ehf., Öldugerði 13, 860 Hvolsvelli/Island, í stað kaupverðs DM 50.000, samkvæmt réttum reikningi B&K GmbH, og kaupandi Hamragarðar ehf., Öldugerði 13, 850, Hella, dagsettum 04.08.1997.
Með aðflutningsskýrslunni, dagsettri 20.08.1997, sem lögð var inn til tollafgreiðslu 29.08.1997, voru aðflutningsgjöld vangreidd sem nam kr 425.098 virðisaukaskatti og kr 683.522 vörugjaldi, samtals kr 1.108.620.
v) Við tollafgreiðslu nr. 1-970514-142803 notað vörureikning dagsettan 10.04.1996, þar sem kaupverð bifreiðarinnar, UO-191, BMW, 318IA, árgerð 1993 er tilgreint DM 12.627 og kaupandi Magnus Kristjansson, Geitalandi 6, 850 Hella Island og seljandi AUTOHAUS-KRAUS, GmbH, 78005 Villingen-Schwenningen, í stað kaupverðs DM 24.000, samkvæmt réttum reikningi Trend off road center Hamburg, dagsettum 09.04.1996, þar sem kaupandi er Jóhann Stefánsson, Ármúla 29, 108 Reykjavík Ísland.
Með aðflutningsskýrslunni, dagsettri 14.05.1995, sem lögð var inn til tollafgreiðslu 14.05.1996, voru aðflutningsgjöld vangreidd sem nam kr 201.111 virðisaukaskatti og kr 234.532 vörugjaldi, samtals kr 435.643.
y) Við tollafgreiðslu nr. 1-971001-115919 notað vörureikning dagsettan 08.07.1997, þar sem kaupverð bifreiðarinnar, KG-776, Nissan Patrol, árgerð 1993 er tilgreint DM 15.900 og kaupandi Herren Slava Davidsdóttir, Sílatjörn 10, 800 Selfoss/ Island, í stað kaupverðs DM 32.000, samkvæmt réttum reikningi Autohaus Marktanner, Wolv-Hirth Strasse 29, 71034 Böblingen, dagsettum.08.07.1997, þar sem kaupandi er Herren Slava Davidsdóttir, Sílatjörn 10, 800 Selfoss/Island.
Með aðflutningsskýrslunni, dagsettri 24.09.1997, sem lögð var inn til tollafgreiðslu 30.09.1997, voru aðflutningsgjöld vangreidd sem nam kr 228.690 virðisaukaskatti og kr 266.694 vörugjaldi, samtals kr 495.384.
Framanlýst háttsemi ákærðu skv. lið A. stafliðum a-s og lið B. stafliðum a-y., hafði í för með sér, að aðflutningsgjöld á grundvelli hinna röngu aðflutningsskýrslna og vörureikninga voru lægri en vera átti, og nam sá mismunur skv. lið A. kr 12.053.026 og skv. lið B. kr 13.584.890 eða samtals kr 25.637.916.
Teljast brot ákærðu Jóhanns og Ágústar skv. lið A. og B. varða við 1. mgr., 155. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940 og 2. mgr. sbr. 1. mgr. 126. gr. tollalaga nr. 55, 1987, sbr. a-lið 38. gr. laga nr. 69, 1996.
C.
Ákærða Jóhanni er gefið að sök að hafa blekkt starfsmenn Samskipa hf., í vöruafgreiðslu félagsins á Selfossi til þess að afhenda 5 bifreiðar eftir tollafgreiðslu samkvæmt stafliðum h, k, l, m og n í lið B. kafla II., án þess að kaupverð þeirra hafi verið greitt og án heimildar frá seljendum með því að falsa á farmbréf Samskipa yfirlýsingu Íslandsbanka um að bifreiðarnar megi afhenda á ábyrgð bankans, jafnframt því að framvísa í tilviki undir staflið l, skaðleysisyfirlýsingu seljanda JRC, Jung Import Export GmbH til Samskipa um afhendingu tiltekinnar bifreiðar og með því gert Samskip hf., sem farmflytjanda ábyrgan fyrir greiðslu kaupverðs til seljanda.
Telst brot ákærða Jóhanns varða við 1. mgr. 155. gr. og 248. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940.
III.
Ákærðu Ágústi Kristjánssyni og Jóhanni Stefánssyni er gefið að sök að hafa látið undir höfuð leggjast að halda til haga fylgiskjölum og bókhaldsgögnum og að færa ekki tilskilið bókhald um viðskipti og starfsemi vegna kaupa notaðra bifreiða frá Þýskalandi, innflutnings þeirra og sölu á Íslandi, sem þeir stóðu að saman og ráku í nafni Ágústar Kristjánssonar á tímabilinu frá og með febrúar til og með maí 1996 og á vegum einkahlutafélagsins Frjáls markaðar, kt. 690596-2299, sem ákærði Ágúst var framkvæmdastjóri fyrir og ákærði Jóhann stjórnarformaður og starfsmaður hjá, frá stofnun þess 18. maí 1996 til lok september 1997.
Teljast brot ákærðu Jóhanns og Ágústar varða við 36. gr. sbr. 1. og 2. tölulið 1. mgr. 37. gr. laga nr. 145, 1994, um bókhald, sbr. a- og b-liði 1. gr. laga nr. 37, 1995 um breytingu á þeim lögum, sbr. 2. mgr. 262. gr., almennra hegningarlaga, nr. 19, 1940, sbr. 1. gr. laga nr. 35, 1995 um breytingu á þeim lögum.
Þess er krafist að ákærðu verði dæmdir til refsingar lögum samkvæmt.
Bótakrafa.
Ríkistollstjóri krefst þess fyrir hönd ríkissjóðs, að ákærðu verði dæmdir til greiðslu aðflutningsgjalda samtals að fjárhæð kr. 28.499.632,-, auk dráttarvaxta frá tollafgreiðsludegi samkvæmt vaxtalögum nr. 25, 1987, með síðari breytingum, sbr, 2. og 3. mgr. 108. gr. tollalaga nr. 55, 1987, og öðrum kostnaði sem kann að leiða af innheimtu kröfunnar."
II
Eins og fram kemur í ákæru varðar málið innflutning talsvert margra bifreiða til landsins frá Þýskalandi og eru meint brot talin framin við innflutning og tollafgreiðslu þeirra hér. Má skipta því í þrjá þætti:
Aðalatriði málsins er framlagning „falsaðra reikninga” og tollskýrslu sem útfyllt er í samræmi við þá til tollyfirvalda, til að gefa þeim upp annað og lægra verð en í raun bar að greiða fyrir bifreiðina ytra, til þess að greidd yrðu lægri aðflutningsgjöld en ella.
Þá er ákært í C-lið ákæru fyrir skjalafals með því að framvísa í fimm tilvikum tilbúnum ábyrgðaryfirlýsingum banka gagnvart farmflytjanda, til að bifreið yrði afhent án framvísunar frumrits farmskírteinis. Auk þess sem í einu þessara tilvika er lögð fram skaðleysisyfirlýsing seljanda bifreiðarinnar.
Loks er í D-lið ákært fyrir vanrækslu á að halda bókhald eins og lög mæla fyrir um.
Áður en til aðalmeðferðar kom beindi dómari því til málflytjenda að sleppa allri umfjöllun um bótakröfu Ríkistollstjóra, sbr. 1. mgr. 172. gr. laga nr. 19/1991. Sýndist sem nákvæm umfjöllun og skjalaframlagning til að leyst yrði skýrlega úr um bótakröfuna yrði of umfangsmikil miðað við sakarefnið. Verður mælt fyrir um frávísun kröfunnar í dómsorði.
Rannsókn máls þessa hófst hjá lögreglu að beiðni Ríkistollstjóra í september 1997. Þá hafði um nokkurt skeið verið til athugunar við embættið innflutningur notaðra bifreiða frá Þýskalandi, á vegum ákærðu og fleiri aðila. Ákærðu voru handteknir 30. september. Sama dag var gerð húsleit á heimili og í starfsstöð ákærða Ágústs á Hvolsvelli og í Ármúla 29 í Reykjavík. Þar hafði ákærði Jóhann skrifstofuaðstöðu og Frjáls markaður ehf., félag er ákærðu stofnuðu. Þá var einnig framkvæmd húsleit í starfsstöð Benedikts Þórs Jónssonar, viðskiptafræðings, að Ármúla 29, en hann hafði tekið að sér að sjá um bókhald fyrir Frjálsan markað ehf. Eftir handtöku ákærðu var þess krafist að þeim yrði gert að sæta gæsluvarðhaldi. Voru ítarlegar skýrslur teknar af þeim fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur þann dag og sátu þeir í gæsluvarðhaldi til 10. október. Þann dag var ákærði Jóhann settur í farbann er framlengt var nokkrum sinnum og allt til 17. apríl sl., er hafnað var kröfu um frekari framlengingu.
III
Brot gegn 1. mgr. 155. gr. alm. hgl. og 2. mgr. sbr. 1. mgr. 126. gr. tollalaga
Um er að ræða samtals 46 rannsóknartilvik þar sem ákærðu er gefið að sök að hafa framvísað fölsuðum reikningum við tollafgreiðslu til að fá aðflutningsgjöld lægri en rétt hefði verið. Fyrstu tollafgreiðslurnar fóru fram 10. janúar 1996 (I A a-b), en þær síðustu 30. september 1997 (II C y) Hér verður í framhaldi fjallað um þátt ákærða Jóhanns, en þáttur meðákærða Ágústs verður tekinn til sérstakrar umfjöllunar í lokin.
Ákærði Jóhann hefur játað að hafa útbúið alla þá 46 reikninga sem ákæra greinir. Hann hefur hins vegar fyrir dómi haldið því fram að þetta hafi hann gert í samráði og með samþykki seljenda bílanna ytra. Hann hafi fengið bréfsefni þeirra til þessara nota. Við skýrslutöku fyrir dómi 17. apríl og aftur við aðalmeðferð 8. júní lýsti ákærði því að hann hefði ekki greitt þær fjárhæðir sem í ákæru eru taldar vera samkvæmt „réttum reikningi”. Nánar kvað hann að draga yrði virðisaukaskatt frá fjárhæðinni og auk þess hefðu verið innifalin umboðslaun er hann hefði greitt seljendum ytra. Þá hafi oft verið samið um afslátt síðar vegna þess að bifreiðarnar reyndust eldri en uppgefið var og margar hafi reynst vera beinskiptar en ekki sjálfskiptar. Sumpart hélt ákærði því einnig fram að aldrei hefði verið samið um þau verð sem skráð eru á þessa „réttu reikninga". Benti hann á að seljendur hefðu hag af því að sýna sem hæst söluverð til að endurgreiðsla virðisaukaskatts til þeirra yrði hærri.
Um tilkomu hinna „réttu reikninga" er þessa að geta:
Með bréfi dags. 24, september 1996 fór ríkistollstjóri þess á leit við stjórnvöld í Þýskalandi að teknar yrðu til rannsóknar meint undanskot undan aðflutningsgjöldum með fölsunum skjala o.fl.
Erindi Ríkistollstjóra var svarað 12. ágúst 1997 með bréf Zollkriminalamt í Köln. Þar er vísað til rannsóknarskýrslu Zollfahndungsamt Hamburg, dags. 28. maí 1997. Þar segir að skorað hafi verið á seljendur bifreiðanna að leggja fram fylgiskjöl um sölu tiltekinna bifreiða. Með því hafi komið fram að íslensku innflytjendurnir hefðu við tollafgreiðslu notast að hluta til við „Blankokaufverträge”. Notað hafi verið nafn fyrri eigenda bifreiðanna án þess að þeir vissu af því, og að uppgefið kaupverð hafi ekki í neinu tilviki verið í samræmi við raunverulegt verðmæti bifreiðarinnar. Síðan segir orðrétt:
„So mußten durch zeitaufwendige Ermittlungen die letzten Halter/Eigentümer der nach Island verschifften PKW ermittelt werden, um beweiserhebliche Verkaufsunterlagen erheben zu können.
Soweit die Verkäufer und die tatsächlichen Verkaufspreise ermittelt werden konnten, wurden die entsprechenden kaufmännische Unterlagen beziehungsweise Erklärungen der Verkäufer über die Höhe des Verkaufspreises dem jeweiligen Beweismittel nachgeheftet.
In den fällen, in denen weder der Verkäufer noch der tatsächliche Verkaufspreis ermittelt werden konnte, wurde der Wert des Fahrzeugs (Händlerverkaufspreis einschließlich Umsatzsteuer) im zeitpunkt der Einfuhr aus dem Marktbericht für Gebrauchtwagen (Schwackeliste) angegeben.”
Nánari sundurliðun er ekki að finna á því hvaða gögn liggja fyrir um hvert tilvik, eða hvar þau fundust. Þá hefur enginn staðfest gögn þessi fyrir dómi eða lögreglu hér og ekki ytra svo séð verði. Þessi skýrsla varðar 19 af þeim 49 tilvikum sem fjallað er um í þessu máli. Þá er í þessari skýrslu fjallað um önnur tilvik en þau sem ákært er fyrir í þessu máli, en ákærðu koma þar ekki við sögu.
Frekari greinargerð um rannsókn þýskra tollyfirvalda liggur ekki frammi í málinu.
Aðrir þeir reikningar sem liggja frammi fundust við húsleit að Ármúla 29, en einn þeirra þó við húsleit hjá ákærða Ágústi á Hvolsvelli. Þeir hafa ekki verið rannsakaðir frekar.
Er ákærði Jóhann hafði gefið skýrslu fyrir dómi 17. apríl sl. skoruðu verjendur á saksóknara að leiða sem vitni seljendur bifreiðanna í Þýskalandi. Þeirri áskorun var ekki sinnt.
Ákærði Jóhann hefur játað í þeim 46 tilvikum sem talin eru í ákæru, að hafa útbúið vörureikninga í því skyni að leggja þá fram við tollafgreiðslu.
Um einstök tilvik af þessum 46 verður að taka fram:
Ákæruliðir I -B - a, b og c. (rannsóknartilvik 24, 25 og 30):
Í þessum liðum er ekki ákært fyrir að hafa tilgreint rangt verð. Fyrir dómi skýrði ákærði Jóhann svo frá að hann hefði er tollyfirvöld hér vildu ekki afgreiða bílana samkvæmt réttum reikningum og kaupsamningum, útbúið í samráði við seljendur nýja reikninga á eyðublöð þeirra. Kvaðst hann hafa haft samráð við seljendur áður en hann útbjó reikningana. Þessar fullyrðingar ákærða Jóhanns hafa ekki verið hraktar og stangast ekki á við nein gögn sem frammi liggja. Verður því ekki sakfellt samkvæmt þessum þremur liðum.
Ákæruliður II - B - s, t, (rannsóknartilvik 40 og 41):
Ákærði kveðst hafa útbúið skjöl þessi að beiðni B & K GmbH, hins þýska seljanda, en hann hafi ekki verið kaupandi þessara bifreiða. Fjárhæðir hafi hann sett inn eftir fyrirmælum seljandans. Samkvæmt þessu er ekki sannað að ákærði hafi falsað skjöl þessi eða haft ásetning til að beita blekkingum og verður ekki sakfellt samkvæmt þessum lið.
Ákæruliður II - B - y, (rannsóknartilvik 45):
Guðlaugur Birnir Ásgeirsson leysti þessa bifreið úr tolli og notaði við það reikning er ákærði Jóhann hafði falsað. Tilraun ákærða til að fá bílinn leystan úr tolli með þessum sama reikningi hafði mistekist. Aðgerð Guðlaugs Birnis virðist ekki hafa verið að frumkvæði ákærðu. Samkvæmt þessu er málavaxtalýsing í þessum ákærulið í svo miklu ósamræmi við atvik að ekki er unnt að sakfella fyrir brot eða tilraun til brots samkvæmt þessum lið.
Ákærði hefur játað að verð sem hann setti í kaupsamningana hafi ekki verið í samræmi við frágenginn samning hans við seljendur, ellegar að kaupverð hafi ekki verið ákveðið þegar tollskýrsla var lögð inn. Í nokkrum tilvikum hélt hann því fram að endanlega hefði verið greitt það verð sem hann hafði sett á hina fölsuðu reikninga, en staðhæfði þó ekki í neinu tilviki að hann hefði skráð rétt og endanlega umsamið verð. Eru þá undanskilin þau tilvik er nefnd voru að framan. Benti hann á áritun á nokkra hinna „réttu reikninga” á þýsku þess efnis að ekki væri að fullu greitt.
Síðari leiðréttingar á verði eða hugsanlegt leyfi frá seljendum ytra til að útbúa reikningana breyta því ekki að með þessari háttsemi hefur ákærði blekkt tollyfirvöld um verð bifreiðanna og varðar þessi háttsemi hann refsingu samkvæmt 1. mgr. 155. gr. almennra hegningarlaga og 2. mgr. sbr. 1. mgr. 126. gr. tollalaga. Tilvísanir ákærða til þess að frá verði samkvæmt „réttum reikningum” eigi eftir að draga virðisaukaskatt og fleira eru ekki ýkja trúverðugar. Reikningarnir nota yfirleitt orðið „netto” í tengslum við kaupverð, sem gefur til kynna að um sé að ræða þá fjárhæð sem greidd skal að frádregnum virðisaukaskatti. Gögn og rannsókn um hina „réttu reikninga” eru hins vegar ekki ítarleg. Þau sönnunargögn eru því ekki komin fram að unnt sé að leggja þær tölur sem greinir í ákæru til grundvallar. Gegn andmælum ákærða hefur ákæruvald ekki sannað að um sé að ræða raunverulegt kaupverð bifreiðanna og að þessar fjárhæðir hafi verið greiddar eða borið hafi að greiða þær. Ekki hafa verið lögð fram í dóminum önnur gögn um rannsókn í Þýskalandi en áðurgreind skýrsla tollyfirvalda, sem ekki fjallar nema um hluta þeirra tilvika sem um ræðir, auk þess sem framsetning er ekki með þeim hætti að í skýrslunni felist endanleg sönnun um atvik. Gögn um ábyrgðir fyrir tilteknum fjárhæðum sem liggja frammi um sum tilvikanna sanna heldur ekki svo óyggjandi sé að þar sé um að ræða kaupverð er leggja bæri til grundvallar við tollafgreiðslu.
Um þátt ákærða Ágústs í þessum brotum eru sönnunargögn ekki afgerandi. Ljóst er að hann áritaði talsverðan fjölda tollskýrslna, en jafnljóst er að ákærði Jóhann útbjó skýrslurnar í samræmi við gögn er hann falsaði samkvæmt framansögðu. Ósannað er að Ágúst hafi komið nálægt kaupum bifreiðanna ytra, eða yfirleitt haft nokkuð samband við seljendur. Einn hinna „réttu reikninga” fannst við húsleit hjá ákærða Ágústi. Þó kom fram að hann hefði tvívegis farið til Þýskalands, en þá hafi engin kaup verið gerð. Þó talsverðar líkur séu til þess að ákærða Ágústi hafi verið kunnugt um falsanir meðákærða, er meðákærði ekki skýr í frásögn af vitneskju Ágústs og hann hefur sjálfur frá upphafi neitað með öllu vitneskju um falsanirnar. Gögn málsins sýna ekki fram á að Ágúst hafi haft vitneskju um falsanir meðákærða. Verður að sýkna hann af ákæruatriðum þessum.
IV
Skjalafals og fjársvik.
Ákærði Jóhann hefur játað að hafa falsað skjöl svo sem lýst er í þessum ákærulið. Hann heldur því hins vegar fram að hann hafi verið búinn að borga fyrir bílana sem um ræðir og því hafi hann ekki blekkt neinn með þessu.
Hvað sem líður síðari greiðslum til seljenda hafði ákærði enga heimild til að skrá heimild til afhendingar á ábyrgð Íslandsbanka hf. Sama á við um yfirlýsingu hins þýska seljanda í ákærulið II - B - l. Notkun þessara skjala með svofelldri fölsun varðar við 1. mgr. 155. gr. almennra hegningarlaga, sem tæmir hér sök gagnvart 248. gr. sömu laga.
V
Bókhaldsbrot.
Ákærðu hafa ekki mótmælt þessum ákærulið. Segja þeir málavaxtalýsingu í honum rétta. Draga má saman að af gögnum og skýrslum er ljóst að bókhald hefur ekki verið fært í rekstri ákærðu. Fylgiskjölum hefur verið safnað óskipulega saman, en úttekt á því hvort verulega vanti á hefur ekki farið fram. Þá verður ekki eins og að framan er skýrt af gögnum raktar greiðslur til seljenda bifreiða eða annars kostnaðar. Brot ákærðu samkvæmt þessum lið varða við þau ákvæði er í ákæru greinir, en vegna umfangs viðskiptanna verður að heimfæra brotið til 262. gr. almennra hegningarlaga.
VI
Refsingar o.fl.
Ákærði Jóhann er sakfelldur fyrir samtals 45 skjalafalsbrot og í 40 tilfellum auk þess fyrir tollalagabrot. Þá er hann sakfelldur fyrir bókhaldsbrot.
Venja er að dæma fjársekt samhliða refsivist við brotum eins og þeim sem ákærði Jóhann er nú sakfelldur fyrir. Þar sem ekki er sannað hvaða fjárhæð ákærði kom sér hjá að greiða er ekki fært að ákveða fjársekt. Þá hefur hann ekki haft umtalsverðan hagnað af brotastarfsemi þessari. Er ekki unnt að ákveða sekt í samræmi við undanskotið, sbr. 38. gr. laga nr. 69/1996 um breytingu á 1. mgr. 126. gr. laga nr. 55/1987, sem tók gildi 19. júní 1996, skömmu eftir að fyrstu brotin voru framin. Ætlun ákærða var þó að hagnast af brotum sínum og verður að hafa það í huga er lengd refsivistar er ákveðin. Til hliðsjónar ber einnig að líta til þess að ákærði sætti farbanni í liðlega hálft ár.
Á Íslandi hefur ákærði Jóhann tvívegis sætt refsingum. 11. maí 1989 var hann dæmdur til fögurra mánaða fangelsisvistar, skilorðsbundið, fyrir skjalafals, tékka- og tollalagabrot. Auk þess var hann sektaður um 150.000 krónur í desember 1995 fyrir tollalagabrot. Hann var fimm sinnum á árunum 1989 til 1993 dæmdur til refsingar í Þýskalandi fyrir fjárdrátt og fjársvik, síðast til fangelsisvistar í eitt ár og tíu mánuði (dómur 27. apríl 1993).
Refsingu ákærða ber að ákveða samkvæmt 77. gr. almennra hegningarlaga. Verður hún ákveðin fangelsi eitt ár. Ekki er nein forsenda til skilorðsbindingar. Frá refsingu ber að draga gæsluvarðhaldsvist ákærða.
Ákærði Ágúst hefur ekki sætt refsingum áður. Hann lét um all langt skeið undir höfuð leggjast að sinna skyldum sínum sem framkvæmdastjóri Frjáls markaðar ehf., en veltan var töluverð. Við ákvörðun refsingar má líta svo á að hann hafi lokið hluta hennar með því að sæta gæsluvarðhaldi í ellefu daga. Að því frágengnu verður refsing hans ákveðin 100.000 króna sekt, en vararefsing skal vera varðhald 20 daga.
Sakarkostnað ber að dæma ákærða Jóhann til að greiða, annan en málsvarnarlaun verjanda meðákærða. Ákærða Ágústi verður gert að greiða 1/5 hluta málsvarnarlauna verjanda síns, en þau ber að öðru leyti að greiða úr ríkissjóði. Saksóknar- og málsvarnarlaun greinir í dómsorði.
Jón Finnbjörnsson héraðsdómari kveður upp dóm þennan.
Dómsorð:
Ákærði Ágúst Kristjánsson greiði 100.000 króna sekt til ríkissjóðs innan fjögurra vikna frá birtingu dóms þessa, en sæti ella varðhaldi 20 daga.
Ákærði Jóhann Stefánsson sæti fangelsi eitt ár. Frá refsingunni skal draga gæsluvarðhaldsvist hans í ellefu daga.
Bótakröfu Ríkistollstjóra er vísað frá dómi.
Ákærði Jóhann greiði sakarkostnað annan en málsvarnarlaun Páls Arnórs Pálssonar hrl., er greiða skal úr ríkissjóði að 4/5, en ákærða Ágústi ber að greiða þau að 1/5 hluta.
Saksóknarlaun til ríkissjóðs nema kr. 150.000.
Málsvarnarlaun Björgvins Þorsteinssonar hrl. nema kr. 350.000.
Málsvarnarlaun Páls Arnórs Pálssonar hrl. nema kr. 300.000.