Hæstiréttur íslands
Mál nr. 623/2013
Lykilorð
- Skaðabótamál
- Líkamstjón
- Tímabundið atvinnutjón
- Varanleg örorka
- Vextir
- Dráttarvextir
- Orlof
Skaðabótamál. Líkamstjón. Tímabundið atvinnutjón. Varanleg örorka. Vextir. Dráttarvextir. Orlof.
Í kjölfar þess að A lenti í umferðarslysi deildu A og T hf. um fjárhæð bóta fyrir tímabundið atvinnutjón, árslaunaviðmið varanlegrar örorku, ársvexti af bótum fyrir tímabundið atvinnutjón og dráttarvexti. Talið var að bæta yrði A skyldubundið framlag vinnuveitanda í lífeyrissjóð, enda teldust þær greiðslur til árslauna við ákvörðun bóta fyrir varanlega örorku, sbr. 1. mgr. 7. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. Ágreiningslaust var að A ætti rétt á að fá greiddar bætur að tiltekinni fjárhæð vegna tímabundins atvinnutjóns sem námu mánaðarlegum launum í tólf mánuði. Var því hafnað að A ætti einnig rétt á að fá bætur vegna orlofs, enda fengi hann þá orlofið tvígreitt. Þá var talið að A hefði verið rétt að krefja vinnuveitanda sinn um forfallalaun sem hann átti rétt á samkvæmt 4. gr. laga nr. 19/1979 um rétt verkafólks til uppsagnarfrests frá störfum og til launa vegna sjúkdóms- og slysaforfalla. Meðal annars breytti engu í því tilliti þótt A hefði þegið laun frá einkahlutafélagi sem hann var í fyrirsvari fyrir og var í hans eigu og að félagið hefði verið tekið til gjaldþrotaskipta rúmum tveimur árum eftir slysið. Ágreiningslaust var að meta skyldi árslaun A eftir 2. mgr. 7. gr. skaðabótalaga og var fallist á með A að miða skyldi við árslaun hans tiltekin tvö ár og að árslaun fyrir annað árið yrðu uppreiknuð. Talið var að kröfu um vexti af bótum fyrir tímabundið atvinnutjón skyldi miða við þann dag er slysið varð. Varðandi upphafsdag dráttarvaxta þótti ekki hafa verið unnt að slá því föstu að A ætti ekki rétt til frekari greiðslu frá almannatryggingum og lífeyrissjóðum fyrr en þann dag sem T hf. miðaði við.
Dómur Hæstaréttar
Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Eiríkur Tómasson og Benedikt Bogason og Ingveldur Einarsdóttir settur hæstaréttardómari.
Aðaláfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 20. september 2013. Hann krefst aðallega sýknu af kröfu gagnáfrýjanda og málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti, en til vara að tildæmd fjárhæð verði lækkuð og málskostnaður felldur niður.
Gagnáfrýjandi áfrýjaði héraðsdómi fyrir sitt leyti 3. desember 2013. Hann krefst þess að aðaláfrýjandi greiði sér 28.640.099 krónur með 4,5% vöxtum af 8.362.886 krónum frá 24. september 2008 til 24. september 2009, af 28.640.099 krónum frá þeim degi til 10. desember 2010 en dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu af þeirri fjárhæð frá þeim degi til greiðsludags, allt að frádregnum 259.445 krónum 24. september 2008, 300.000 krónum 12. mars 2009, 1.925.000 krónum 27. mars 2009, 350.000 krónum 1. apríl 2009, 350.000 krónum 4. maí 2009, 350.000 krónum 2. júní 2009, 350.000 krónum 1. júlí 2009, 350.000 krónum 4. ágúst 2009, 262.000 krónum 8. september 2009, 262.000 krónum 5. október 2009, 262.000 krónum 2. nóvember 2009, 262.000 krónum 27. nóvember 2009, 262.000 krónum 4. janúar 2010, 262.000 krónum 1. febrúar 2010, 262.000 krónum 1. mars 2010, 262.000 krónum 31. mars 2010, 262.000 krónum 3. maí 2010, 262.000 krónum 1. júní 2010, 262.000 krónum 1. júlí 2010, 262.000 krónum 3. ágúst 2010, 262.000 krónum 2. september 2010, 262.000 krónum 1. október 2010, 262.000 krónum 1. nóvember 2010, 3.000.000 krónum 2. desember 2010, 1.285.368 krónum 30. ágúst 2011, 2.000.000 krónum 11. október 2011, 7.714.333 krónum 20. desember 2011 og 138.481 krónu 18. júní 2012. Þá krefst hann málskostnaðar fyrir Hæstarétti.
I
Málsatvikum og málsástæðum aðila er lýst í hinum áfrýjaða dómi. Eins og þar greinir varð gagnáfrýjandi fyrir umferðarslysi 24. september 2008 á leið heim úr vinnu og krefur hann aðaláfrýjanda um bætur úr lögboðinni slysatryggingu ökumanns. Með matsgerð 22. október 2010 var gagnáfrýjandi talinn óvinnufær frá slysdegi til 24. september 2009 en á þeim degi var talið að heilsufar hans væri orðið stöðugt. Varanlegur miski var metinn 30 stig en varanleg örorka 55%.
Í málinu er ekki ágreiningur um bótaskyldu aðaláfrýjanda eða niðurstöður matsgerðar um líkamstjón gagnáfrýjanda. Jafnframt greinir aðila ekki á um fjárhæð þjáningarbóta eða bóta fyrir varanlegan miska. Að öðru leyti deila þeir um uppgjörið, en gagnáfrýjandi tók við bótum frá aðaláfrýjanda 20. desember 2011 með fyrirvara. Þannig stendur ágreiningur þeirra um fjárhæð bóta fyrir tímabundið atvinnutjón, árslaunaviðmið varanlegrar örorku, ársvexti af bótum fyrir tímabundið atvinnutjón og dráttarvexti.
II
Til viðbótar þeim bótum sem gagnáfrýjandi fékk greiddar vegna tímabundins atvinnutjóns gerir hann kröfu sem svarar til 8% framlags vinnuveitanda í lífeyrissjóð og 10,17% vegna orlofs á laun. Þá telur gagnáfrýjandi að ógreiddar séu 491.519 krónur af höfuðstól vegna þessara bóta.
Samkvæmt 1. mgr. 2. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 skal bæta það atvinnutjón sem tjónþoli verður fyrir frá því tjón varð þangað til hann getur hafið störf að nýju eða þar til heilsufar hans er orðið stöðugt. Þetta tekur til fjártjóns og eiga bæturnar að svara til tapaðra launatekna vegna afleiðinga tjónsins á þessu tímabili. Því á að bæta starfsmanni skyldubundið framlag vinnuveitanda í lífeyrissjóð, enda teljast þær greiðslur til árslauna við ákvörðun bóta fyrir varanlega örorku, sbr. 1. mgr. 7. gr. laganna, svo sem því ákvæði var breytt með lögum nr. 37/1999. Samkvæmt þessu verður staðfest sú niðurstaða hins áfrýjaða dóms að taka til greina þennan kröfulið að fjárhæð 358.400 krónur.
Með aðilum er ágreiningslaust að gagnáfrýjanda bar að fá 350.000 krónur í bætur á mánuði vegna tímabundins atvinnutjóns, en sú fjárhæð svaraði til launa hans síðustu tvo mánuði fyrir slysið hjá B ehf. Krafa gagnáfrýjanda um bætur fyrir tímabundið atvinnutjón miðar við að hann hefði notið mánaðarlegra launa á öllu tólf mánaða tímabilinu og verður að ganga út frá því að hann hefði þegið þau laun óskert í orlofi. Gagnáfrýjandi á því ekki rétt að honum verði greiddar bætur sérstaklega vegna orlofs, enda fengi hann með því orlofið tvígreitt. Þessum kröfulið hans að fjárhæð 455.616 krónur verður því hafnað.
Aðaláfrýjandi andmælir ekki tölulega kröfulið gagnáfrýjanda að fjárhæð 491.519 krónur af höfuðstól vegna tímabundins atvinnutjóns. Gegn þessum lið hefur hann hins vegar frá öndverðu teflt fram þeim rökum að gagnáfrýjandi hafi átt rétt á hærri forfallalaunum frá vinnuveitanda í allt að þrjá mánuði, sbr. 4. gr. laga nr. 19/1979 um rétt verkafólks til uppsagnarfrests frá störfum og til launa vegna sjúkdóms- og slysaforfalla, enda hafi hann orðið fyrir slysi á leið úr vinnu. Bætur vátryggingafélags úr slysatryggingu ökumanns samkvæmt 92. gr. umferðarlaga nr. 50/1987 verða ákveðnar eftir reglum skaðabótaréttar. Af því leiðir að tjónþola ber eftir því sem honum er kleift að takmarka tjón sitt. Í samræmi við þetta var gagnáfrýjanda rétt að krefja vinnuveitanda um þau forfallalaun sem hann átti rétt á og breytir engu í því tilliti þótt hann hafi þegið laun frá einkahlutafélagi sem hann var í fyrirsvari fyrir og mun hafa verið í hans eigu. Skiptir heldur ekki máli þótt það fyrirtæki hafi verið tekið til gjaldþrotaskipta 2. desember 2010 eða rúmum tveimur árum eftir slysið. Loks breytir réttur launagreiðanda til endurgreiðslu eftir 2. mgr. 17. gr. skaðabótalaga engu í þessu sambandi, enda getur ekki reynt á slíka kröfu nema hann hafi innt greiðsluna af hendi. Er þess þá að gæta að slík endurkrafa svarar ekki til greiddra forfallalauna, heldur verður hún ákveðin á öðrum grundvelli. Þessi kröfuliður gagnáfrýjanda verður því ekki tekinn til greina.
III
Við uppgjör á bótum til gagnáfrýjanda vegna varanlegrar örorku eru málsaðilar á einu máli um að meta skuli árslaun sérstaklega eftir 2. mgr. 7. gr. skaðabótalaga en ekki á grundvelli tekna síðustu þrjú almanaksárin fyrir þann dag er tjónið varð, sbr. 1. mgr. sömu greinar. Helgast þetta af því að gagnáfrýjandi hafði ekki tekjur árið 2005 vegna veikinda. Aðaláfrýjandi miðaði bætur vegna varanlegrar örorku við árslaun 2006 og 2007. Gagnáfrýjandi telur aftur á móti að miða beri við árslaun 2006, 2007 og 2008 þó þannig að tekjur síðustu tveggja áranna verði uppreiknaðar. Í því sambandi bendir gagnáfrýjandi á að hann hafi á árinu 2007 aðeins fengið laun greidd í sjö mánuði vegna verkefnaskorts hjá fyrirtæki sínu, en brugðist hafi verið við með því að eigendur tóku á sig tekjutap í stað þess að segja upp starfsfólki. Það sama eigi við um árið 2008, en þá hafi hann aðeins fengið laun fyrstu átta mánuðina eða fram að slysinu í september það ár.
Samkvæmt gögnum málsins voru laun gagnáfrýjanda árið 2007 samtals 2.577.500 krónur. Árslaun hans 2006 námu hins vegar 4.131.306 krónum og 2008 námu þau 4.877.628 krónum ef launin eru uppreiknuð miðað við allt árið. Að teknu tilliti til launavísitölu miðað við batahvörf voru launin 5.472.463 árið 2006 en 5.481.605 krónur árið 2008. Þá liggur fyrir að meðaltal árslauna gagnáfrýjanda á árnum 2000 til 2003 var 4.219.256 krónur reiknað miðað við sömu vísitölu, en þar af voru árslaun tveggja síðustu áranna rúmlega 4.800.000 krónur hvort árið. Að virtum þessum upplýsingum um tekjur gagnáfrýjanda verður að fallast á það með héraðsdómi að laun hans árið 2007 gefi ekki rétta mynd af því hverjar líklegar tekjur hans hefðu orðið ef hann hefði ekki orðið fyrir slysinu. Verður því að líta fram hjá þeim tekjum og leggja til grundvallar árslaun gagnáfrýjanda árið 2006 og uppreiknuð laun hans árið 2008. Meðaltekjur þessara ára nema hærri tekjum en þeim meðaltekjum sem gagnáfrýjandi miðar kröfu sína við og verður hún því tekin til greina.
IV
Krafa gagnáfrýjanda um vexti af bótum fyrir tímabundið atvinnutjón er miðuð við 24. september 2008 þegar hann varð fyrir slysinu. Aðaláfrýjandi telur aftur á móti að reikna eigi þá vexti af fjárhæðum sem svara til mánaðarlegra launa og miða upphafsdag vaxta vegna hverrar greiðslu við síðasta dag hvers mánaðar.
Samkvæmt 1. mgr. 16. gr. skaðabótalaga skulu vextir reiknaðir frá því að tjón varð. Eins og þetta ákvæði verður skýrt í ljósi lögskýringargagna verður upphafsdagur þessara vaxta miðaður við slysdag. Frá þeim degi verða vextirnir síðan reiknaðir þar til krafan ber dráttarvexti samkvæmt lögum nr. 38/2001, sbr. 2. mgr. 16. gr. skaðabótalaga. Verður þessi niðurstaða hins áfrýjaða dóms staðfest.
V
Eftir að aflað hafði verið matsgerðar 22. október 2010 um líkamstjón gagnáfrýjanda beindi hann kröfu sinni að aðaláfrýjanda með bréfi 10. nóvember sama ár. Aðaláfrýjandi svaraði erindinu með tölvubréfi 25. sama mánaðar þar sem þess var farið á leit að aflað yrði upplýsinga um rétt gagnáfrýjanda til greiðslna úr almannatryggingum og frá lífeyrissjóði, en þær dragast frá skaðabótum samkvæmt 4. mgr. 5. gr. skaðabótalaga. Hinn 30. ágúst 2011 fékk gagnáfrýjandi eingreiðslu að fjárhæð 1.285.368 krónur frá Sjúkratryggingum Íslands vegna 30% varanlegrar örorku. Þá bárust aðaláfrýjanda upplýsingar frá gagnáfrýjanda 17. október sama ár um greiðslur til hans úr þremur lífeyrissjóðum og í kjölfarið var eingreiðsluverðmæti þeirra metið. Auk fyrrgreindrar greiðslu úr almannatryggingum er ágreiningslaust með aðilum að til frádráttar bótum koma 259.445 krónur sem svara til 40% af reiknuðu eingreiðsluverðmæti örorkulífeyris frá lífeyrissjóðum.
Gagnáfrýjandi telur að með kröfubréfi hans 10. nóvember 2010 hafi verið lagðar fram fullnægjandi upplýsingar til að meta fjárhæð bóta, sbr. 9. gr. laga nr. 38/2001. Því beri að reikna dráttarvexti að liðnum mánuði frá þeim degi. Aðaláfrýjandi heldur því aftur á móti fram að nauðsynlegar upplýsingar til að meta fjárhæðina hafi fyrst legið fyrir 17. október 2011 og því beri að reikna dráttarvexti er mánuður var liðinn frá þeim degi.
Um rétt gagnáfrýjanda til örorkulífeyris úr almannatryggingum fer eftir 34. gr. laga um nr. 100/2007 um almannatryggingar og um rétt hans til örorkulífeyris úr lífeyrissjóðum eftir 15. gr. laga nr. 129/1997 um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, svo og samþykktum þeirra lífeyrissjóða sem gagnáfrýjandi átti aðild að. Í fyrrgreindri matsgerð 22. október 2010 kom fram að gagnáfrýjandi ætti að baki nokkuð flókna og mikla sjúkrasögu, en hann fékk meðal annars heilablóðfall árið 2004. Þegar litið er til þess og afleiðinga slyssins var ekki unnt að slá því föstu að gagnáfrýjandi ætti ekki rétt til frekari greiðslna frá almannatryggingum og lífeyrissjóðum fyrr en aðaláfrýjandi miðar við. Samkvæmt þessu verður staðfest niðurstaða hins áfrýjaða dóms um upphafsdag dráttarvaxta.
VI
Samkvæmt framansögðu verður aðaláfrýjanda gert að greiða gagnáfrýjanda 27.692.964 krónur með vöxtum samkvæmt 1. mgr. 16. gr. skaðabótalaga af 7.415.751 krónu frá 24. september 2008 til 24. september 2009, en af höfuðstól frá þeim degi til 17. nóvember 2011 og með dráttarvöxtum frá þeim degi til greiðsludags, allt að frádregnum 22.302.627 krónum svo sem sundurliðað er í dómsorði.
Ákvæði héraðsdóms um málskostnað verður staðfest. Aðaláfrýjanda verður gert að greiða gagnáfrýjanda málskostnað fyrir Hæstarétti eins og greinir í dómsorði.
Dómsorð:
Aðaláfrýjandi, Tryggingamiðstöðin hf., greiði gagnáfrýjanda, A, 27.692.964 krónur með 4,5% vöxtum af 7.415.751 krónu frá 24. september 2008 til 24. september 2009, af 27.692.964 krónum frá þeim degi til 17. nóvember 2011 en dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu af þeirri fjárhæð frá þeim degi til greiðsludags, allt að frádregnum 259.445 krónum 24. september 2008, 300.000 krónum 12. mars 2009, 1.925.000 krónum 27. mars 2009, 350.000 krónum 1. apríl 2009, 350.000 krónum 4. maí 2009, 350.000 krónum 2. júní 2009, 350.000 krónum 1. júlí 2009, 350.000 krónum 4. ágúst 2009, 262.000 krónum 8. september 2009, 262.000 krónum 5. október 2009, 262.000 krónum 2. nóvember 2009, 262.000 krónum 27. nóvember 2009, 262.000 krónum 4. janúar 2010, 262.000 krónum 1. febrúar 2010, 262.000 krónum 1. mars 2010, 262.000 krónum 31. mars 2010, 262.000 krónum 3. maí 2010, 262.000 krónum 1. júní 2010, 262.000 krónum 1. júlí 2010, 262.000 krónum 3. ágúst 2010, 262.000 krónum 2. september 2010, 262.000 krónum 1. október 2010, 262.000 krónum 1. nóvember 2010, 3.000.000 krónum 2. desember 2010, 1.285.368 krónum 30. ágúst 2011, 2.000.000 krónum 11. október 2011, 7.714.333 krónum 20. desember 2011 og 138.481 krónu 18. júní 2012.
Ákvæði héraðsdóms um málskostnað skulu vera óröskuð.
Aðaláfrýjandi greiði gagnáfrýjanda 800.000 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti.
Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 27. júní 2013.
Mál þetta, sem dómtekið var að lokinni aðalmeðferð hinn 17. maí 2013, var höfðað fyrir dómþinginu af A, […], á hendur Tryggingamiðstöðinni hf., Síðumúla 24, Reykjavík, með stefnu áritaðri um birtingu 26. nóvember 2012.
Dómkröfur stefnanda eru þær, að stefndi verði dæmdur til þess að greiða honum 28.769.342 krónur, með 4,5% vöxtum af 8.362.886 krónum frá 24. september 2008 til 24. september 2009, en frá þeim degi af 28.769.342 krónum til 10. desember 2010, en frá þeim degi með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001, um vexti og verðtryggingu, af þeirri fjárhæð til greiðsludags, en að frádregnum innborgunum, samtals að fjárhæð 22.302.627 krónur, sem greiddar voru hinn 24. september 2008 að fjárhæð 259.445 krónur, hinn 12. mars 2009 að fjárhæð 300.000 krónur, hinn 27. mars 2009 að fjárhæð 1.925.000 krónur, hinn 1. apríl 2009 að fjárhæð 350.000 krónur, hinn 4. maí 2009 að fjárhæð 350.000 krónur, hinn 2. júní 2009 að fjárhæð 350.000 krónur, hinn 1. júlí 2009 að fjárhæð 350.000 krónur, hinn 4. ágúst 2009 að fjárhæð 350.000 krónur, hinn 8. september 2009 að fjárhæð 262.000 krónur, hinn 5. október 2009 að fjárhæð 262.000 krónur, hinn 2. nóvember 2009 að fjárhæð 262.000 krónur, hinn 27. nóvember 2009 að fjárhæð 262.000 krónur, hinn 4. janúar 2010 að fjárhæð 262.000 krónur, hinn 1. febrúar 2010 að fjárhæð 262.000 krónur, hinn 1. mars 2010 að fjárhæð 262.000 krónur, hinn 31. mars 2010 að fjárhæð 262.000 krónur, hinn 3. maí 2010 að fjárhæð 262.000 krónur, hinn 1. júní 2010 að fjárhæð 262.000 krónur, hinn 1. júlí 2010 að fjárhæð 262.000 krónur, hinn 3. ágúst 2010 að fjárhæð 262.000 krónur, hinn 2. september 2010 að fjárhæð 262.000 krónur, hinn 1. október 2010 að fjárhæð 262.000 krónur, hinn 1. nóvember 2010 að fjárhæð 262.000 krónur, hinn 2. desember 2010 að fjárhæð 3.000.000 króna, hinn 30. ágúst 2011 að fjárhæð 1.285.368 krónur, hinn 11. október 2011 að fjárhæð 2.000.000 króna, hinn 20. desember 2011 að fjárhæð 7.714.333 krónur, hinn 18. júní 2012 að fjárhæð 138.481 króna. Þá krefst stefnandi málskostnaðar úr hendi stefnda, auk virðisaukaskatts á málflutningsþóknun.
Dómkröfur stefnda eru þær aðallega, að hann verði sýknaður af kröfum stefnanda, en til vara að dómkröfur verði lækkaðar. Þá krefst stefndi málskostnaðar úr hendi stefnanda, að skaðlausu, en til vara að málskostnaður verði látinn niður falla.
Gætt var ákvæða 115. gr. laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála, áður en dómur var kveðinn upp.
II
Málvextir eru þeir, að stefnandi varð fyrir umferðarslysi sem ökumaður bifreiðarinnar […] hinn 24. september 2008 á […], þegar hann ók á vegrið. Slysið er bótaskylt úr lögbundinni slysatryggingu ökumanns hjá stefnda, Tryggingamiðstöðinni hf.
Samkvæmt matsgerð þeirra C læknis og D hrl., dagsettri 22. október 2010, eru afleiðingar slyssins þær að tímabundið atvinnutjón stefnanda, samkvæmt 2. gr. skaðabótalaga, var frá slysdegi til 24. september 2009, tímabil þjáninga, samkvæmt 3. gr. skaðabótalaga, var frá slysdegi til 24. september 2009, þar af rúmliggjandi í þrjá daga. Batahvörf voru 24. september 2009. Varanlegur miski, samkvæmt 4. gr. skaðabótalaga, var metinn 30 stig og varanleg örorka, samkvæmt 5. gr. skaðabótalaga, 55%.
Lögmaður stefnanda sendi stefnda kröfubréf á grundvelli matsgerðarinnar hinn 10. nóvember 2010. Taldi stefnandi að ekki væri unnt að notast við tekjur stefnanda síðastliðin þrjú almanaksár við útreikning bóta í samræmi við 1. mgr. 7. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993, þar sem stefnandi hefði verið veikur hluta af tímabilinu auk þess sem breytingar hefðu orðið á starfsháttum hans skömmu fyrir slysið.
Að sögn stefnanda krafðist stefndi þess að hann léti reyna á bótarétt sinn hjá Sjúkratryggingum Íslands og lífeyrissjóðum áður en til uppgjörs kæmi úr slysatryggingu ökumanns, og stefnandi léti reyna á hvort hann kæmist á örorkulífeyri samkvæmt almannatryggingum enda þótt miski hans, þ.e. læknisfræðileg örorka, hefði einvörðungu verið metin 30 stig, en samkvæmt almannatryggingum sé það skilyrði til greiðslu örorkulífeyris að hafa hlotið 50% læknisfræðilega örorku, sbr. 34. gr. laga um almannatryggingar nr. 100/2007. Ákvörðun stefnda hafi leitt til þess að uppgjör bóta hefði dregist um u.þ.b. eitt ár, sem sé afgreiðslufrestur Sjúkratrygginga Íslands vegna umsókna um örorkulífeyri.
Ekki náðist samkomulag um uppgjör bóta og tók stefnandi við bótagreiðslum frá stefnda hinn 20. desember 2011, með fyrirvara um bótauppgjörið.
Aðila greinir á um útreikning bóta vegna varanlegrar örorku, árslaunaviðmiðun vegna varanlegrar örorku og dráttarvexti.
III
Stefnandi byggir kröfur sínar á því, að bætur vegna tímabundins atvinnutjóns séu ekki að fullu greiddar. Stefnandi hefur sundurliðað bótakröfu vegna tímabundins atvinnutjóns á eftirgreindan hátt í stefnu:
Tímabil Viðmiðunarlaun 8% lífeyris- 10,17% Greitt frá Samtals
framlag orlof öðrum
sept. 08 350.000 kr. 28.000 kr. 35.595 kr. -175.000 kr. 238.595 kr.
okt. 08 350.000 kr. 28.000 kr. 35.595 kr. 413.595 kr.
nóv. 08 350.000 kr. 28.000 kr. 35.595 kr. 413.595 kr.
des. 08 350.000 kr. 28.000 kr. 35.595 kr. 413.595 kr.
jan. 09 350.000 kr. 28.000 kr. 35.595 kr. 413.595 kr.
feb. 09 350.000 kr. 28.000 kr. 35.595 kr. 413.595 kr.
mars 09 350.000 kr. 28.000 kr. 35.595 kr. 413.595 kr.
apríl 09 350.000 kr. 28.000 kr. 35.595 kr. 413.595 kr.
maí 09 350.000 kr. 28.000 kr. 35.595 kr. 413.595 kr.
júní 09 350.000 kr. 28.000 kr. 35.595 kr. 413.595 kr.
júlí 09 350.000 kr. 28.000 kr. 35.595 kr. 413.595 kr.
ágúst 09 280.000 kr. 22.400 kr. 28.476 kr. 330.876 kr.
sept. 09 350.000 kr. 28.000 kr. 35.595 kr. 413.595 kr.
júní 12 -138.481 kr. -138.481 kr.
Samtals 4.480.000 kr. 358.400 kr. 455.616 kr. 313.481 kr. 4.980.535kr.
Samtals 4.980.535kr.
Greitt af stefnda -3.675.000kr.
Eftirstöðvar 1.305.535kr.
Ekki sé ágreiningur um grunnfjárhæð bóta vegna tímabundins atvinnutjóns, 350.000 kr./mán. Stefndi hafi hins vegar neitað að greiða lífeyrisframlag og orlof ofan á grunnfjárhæðina sem stefndi geti ekki unað við. Þá hafi stefndi heldur ekki greitt bætur fyrir allt tímabilið sem stefnandi hafi verið óvinnufær samkvæmt matsgerð C og D. Án framlags vinnuveitanda til lífeyrissjóðs og orlofs sé höfuðstóll kröfu stefnanda vegna tímabundins atvinnutjóns 4.480.000 krónur, en 4.166.519 krónur þegar tekið hafi verið tillit til greiðslu þriðja aðila, að fjárhæð 313.481 króna (175.000 + 138.481). Heildargreiðsla stefnda inn á tímabundið atvinnutjón sé 3.675.000 krónur. Ef innborgun stefnda er einvörðungu ráðstafað inn á höfuðstól, án orlofs og lífeyrisframlags að frádreginni greiðslu þriðja manns, séu ógreiddar 491.519 krónur (4.166.519 – 3.675.000) af höfuðstól bótanna, þ.e. án tillits til framlags vinnuveitanda til lífeyrissjóðs og orlofs. Á því sé byggt að stefnda beri að greiða stefnanda, auk launa, þau launatengdu gjöld sem stefnandi hefði ella fengið, þ.e. framlag í lífeyrissjóð og orlof. Hvað sem öðru líði séu enn ógreiddar 491.519 krónur ef af einhverri ástæðu yrði ekki fallist á að bæta beri lífeyrisframlagi og orlofi ofan á launakröfu stefnanda vegna tímabundins atvinnutjóns.
Ekki sé tölulegur ágreiningur um þjáningabætur til handa stefnanda og bætur vegna varanlegs miska.
Aðilar deili einnig um útreikning bóta vegna varanlegrar örorku. Ekki sé deilt um að meta beri árslaun sérstaklega með vísan til 2. mgr. 7.gr. skaðabótalaga. Stefndi telji rétt að miða við laun stefnanda síðastliðinna tveggja ára fyrir þann dag er slysið varð eða tekjur hans árin 2006 og 2007. Stefnandi geti ekki fallist á þessa tekjuviðmiðun þar sem hún gefi ekki rétta mynd af tekjutjóni hans til framtíðar sem skaðabótalögum sé ætlað að tryggja. Í þessu sambandi beri til þess að líta að árið 2007 hafi stefnandi verið í hlutastarfi sem hafi ráðist af því að fyrirtæki hans hafi þá búið við verkefnaskort. Fyrirsvarsmenn félagsins hafi því farið þá leið að vinna til skiptis, annan hvern mánuð, í stað þess að segja upp starfsfólki líkt og staðgreiðsluyfirlit stefnanda staðfesti. Hafi stefnandi nýtt starfskrafta sína að öðru leyti til að starfa fyrir sjálfan sig, son sinn og fleiri. Þegar af framangreindri ástæðu sé ekki unnt að byggja ákvörðun bóta á tekjum ársins 2007 eins og þær komi fram á skattframtali enda laun fyrir hlutastarf.
Stefnandi byggir á því, að notast beri við tekjur hans árin 2006, 2007, uppreiknuð árslaun, og 2008 fram til slysdags, uppreiknaðar í árslaun. Þeirri aðferðafræði stefnda að nota laun stefnanda árið 2007 sé sérstaklega mótmælt enda í andstöðu við þá aðferðafræði, sem viðurkennd sé við ákvörðun bóta í þeim tilvikum sem tjónþoli sé í hlutastarfi, sbr. m.a. umfjöllun með 7. gr. frumvarps þess sem varð að lögum nr. 50/1993. Stefnandi hafi þannig verið að bregðast við sérstökum aðstæðum á vinnumarkaði. Raunverulega skipti litlu máli hvort notast sé við tekjur stefnanda árið 2006, uppreiknuð laun ársins 2007, eða þau laun sem stefnandi hafi haft það sem liðið var á árið 2008, þegar hann slasaðist, enda launin sambærileg öll árin. Með hliðsjón af 1. mgr. 7. gr. þyki hins vegar rétt við beitingu 2. mgr. 7. gr. að hafa hliðsjón af tekjum þessi þrjú ár þó þannig að tekjur áranna 2007 og 2008 séu uppreiknaðar.
Tekjur stefnanda árið 2006 hafi verið samtals 4.209.848 krónur. Að teknu tilliti til framlags vinnuveitanda til lífeyrissjóðs og breytinga á launavísitölu til stöðugleikadags séu tekjur þess árs 5.576.502 krónur. Tekjur stefnanda árið 2007 hafi verið 2.577.500 krónur fyrir vinnu í sjö mánuði. Uppreiknaðar tekjur það ár nemi 4.418.571 krónu (2.577.500/7 mánuðir*12 mánuðir) eða 5.368.685 krónur, þegar tekið hafi verið tillit til breytinga á launavísitölu og framlagi vinnuveitanda til lífeyrissjóðs. Tekjur stefnanda á tímabilinu janúar til ágúst 2008 hafi numið 3.251.752 krónum, en uppreiknaðar hafi tekjurnar verið 4.877.628 krónur (3.251.752/8 mánuði*12 mánuðir) eða 5.481.605 krónur, þegar tekið hafi verið tillit til breytinga á launavísitölu og framlags vinnuveitanda til lífeyrissjóðs.
Stefnandi hefur sundurliðað dómkröfu sína nánar þannig í stefnu:
1. Tímabundið atvinnutjón skv. 2. gr. skbl. kr. 5.119.016
Að frádregnum greiðslum stefnda inn á
tímabundið atvinnutjón, samtals kr. -3.675.000 Að frádreginni greiðslu SÍ vegna dagpeninga kr. -13.481
2. Þjáningabætur skv. 3. gr. skbl. kr. 595.470
3. Varanlegur miski skv. 4. gr. skbl. kr. 2.648.400
4. Varanleg örorka skv. 5.-7. gr. skbl. kr.
(2006) 4.209.848 * 1,08/292,7 * 359,0 = 5.576.502
(2007) 4.418.517 * 1,08/345,0 * 359,0 = 5.368.685
(2008) 4.418.517* 1,08/345,0 * 359,0= 5.481.605 16.426.792
16.426.792/3 * 6,776 * 55% kr. 20.406.456
Að frádregnum bótum frá lífeyrissjóði 24. sept. 2008 kr. -259.445
Að frádregnum bótum frá SÍ 30. ágúst 2011 kr. -1.285.368
Að frádregnum innborgunum stefnda
að fjárhæð 9.230.000 krónur, sem sundurliðist svo:
12.03.2009 kr. 300.000 08.09.2009 kr. 262.000
05.10.2009 kr. 262.000
02.11.2009 kr. 262.000
27.11.2009 kr. 262.000
04.01.2010 kr. 262.000
01.02.2010 kr. 262.000 01.03.2010 kr. 262.000 31.03.2010 kr. 262.000 03.05.2010 kr. 262.000 01.06.2010 kr. 262.000 01.07.2010 kr. 262.000 03.08.2010 kr. 262.000 02.09.2010 kr. 262.000 01.10.2010 kr. 262.000 01.11.2010 kr. 262.000 02.12.2010 kr. 3.000.000 11.10.2011 kr. 2.000.000 20.12.2011 kr. 7.714.333
Samtals kr. 6.466.715
Stefnandi byggir á því að hann hafi ekki fengið tjón sitt að fullu bætt. Byggi sú afstaða hans á því að tjón vegna óvinnufærni hans í kjölfar slyssins sé ekki að fullu bætt í samræmi við 3. gr. skaðabótalaga. Þá sé tjón vegna varanlegrar örorku ekki að fullu bætt þar sem viðmiðun stefnda við árið 2007 gefi augljóslega ranga mynd af tekjutjóni stefnanda til framtíðar þar sem stefnandi hafi það ár verið í hálfu starfi vegna sérstakra aðstæðna en verulegt atvinnuleysi hafi verið á […] á árinu 2007. Í kröfubréfi til stefnda, dagsettu 10. nóvember 2010, hafi verið á því byggt að notast ætti við meðaltekjur iðnlærðra blikk- og plötusmiða árið fyrir slys samkvæmt launatöflum Hagstofu Íslands. Ástæðan sé sú að stefnandi hafi lært plötusmíði en hafi þó ekki náð að ljúka því námi vegna eldgossins í Vestmannaeyjum árið 1973. Hann hafi hins vegar tekið réttindanám í rafsuðu árið 1974 og hafi lengst af unnið sem plötusmiður. Þyki sú viðmiðun því koma vel til greina við ákvörðun bóta. Stefnandi hafi hins vegar ákveðið að notast við þá tekjuviðmiðun sem að framan greini, þ.e. árslaun 2006 og uppreiknuð laun áranna 2007 og 2008 (janúar til ágúst). Byggir stefnandi á því að menntun hans og starfsreynsla styðji þá tekjuviðmiðun enn frekar.
Í kröfugerð sé tekið tillit til innborgana stefnda, eingreiðslu Sjúkratrygginga Íslands hinn 30. ágúst 2011, að fjárhæð 1.285.368 krónur, framreiknaðs bótaréttar stefnda frá lífeyrissjóðum, 259.445 krónur og greiðslu dagpeninga frá Sjúkratryggingum Íslands. Við útreikning vaxta og dráttarvaxta sé tekið tillit til framangreindra greiðslna miðað við greiðsludag þó þannig að bótaréttur stefnanda frá lífeyrissjóðum dragist frá bótum miðað við slysdaginn. Vextir af bótum vegna tímabundins atvinnutjóns, þjáningabóta og miska taki mið af slysdegi en bætur vegna varanlegrar örorku taki mið af stöðugleikadegi, sbr. 16. gr. skaðabótalaga.
Stefnandi hefur sundurliðaða vaxtareikning kröfunnar, að teknu tilliti til bótafjárhæða, innborgana og greiðslu frá þriðja aðila, með eftirgreindum hætti í stefnu:
Dags. Skýring Fjárhæð Uppsafnað 24.09.3008 Tímabundið atvinnutjón 5.119.016 5.119.016
24.09.3008 Þjáningabætur 595.470 5.714.486
24.09.2008 Varanlegur miski 2.648.400 8.362.886
24.09.2008 Framreiknaðar greiðslur frá
lífeyrissjóðum -259.445 8.103.441
12.03.2009 Innágreiðsla-óskilgreint -300.000 7.803.441
27.03.2009 Innágreiðsla-óskilgreint -1.925.000 5.878.441
01.04.2009 Tímabundið atvinnutjón -350.000 5.518.441
04.05.2009 Tímabundið atvinnutjón -350.000 5.178.441
02.06.2009 Tímabundið atvinnutjón -350.000 4.828.441
01.07.2009 Tímabundið atvinnutjón -350.000 4.478.441
04.08.2009 Tímabundið atvinnutjón -350.000 4.128.441
08.09.2009 Innágreiðsla-óskilgreint -262.000 3.866.441
24.09.2009 Varanleg örorka 20.406.456 24.272.897
05.10.2009 Innágreiðsla-óskilgreint -262.000 24.010.897
02.11.2009 Innágreiðsla-óskilgreint -262.000 23.748.987
27.11.2009 Innágreiðsla-óskilgreint -262.000 23.486.897
04.01.2010 Innágreiðsla-óskilgreint -262.000 23.224.897
01.02.2010 Innágreiðsla-óskilgreint -262.000 22.962.897
01.03.2010 Innágreiðsla-óskilgreint -262.000 22.700.897
31.03.2010 Innágreiðsla-óskilgreint -262.000 22.438.897
03.05.2010 Innágreiðsla-óskilgreint -262.000 22.176.897
01.06.2010 Innágreiðsla-óskilgreint -262.000 21.914.897
01.07.2010 Innágreiðsla-óskilgreint -262.000 21.652.897
03.08.2010 Innágreiðsla-óskilgreint -262.000 21.390.897
02.09.2010 Innágreiðsla-óskilgreint -262.000 21.128.897
01.10.2010 Innágreiðsla-óskilgreint -262.000 20.866.897
01.11.2010 Innágreiðsla-óskilgreint -262.000 20.604.897
02.12.2010 Innágreiðsla-óskilgreint -3.000.000 17.604.897
30.08.2011 Greiðsla frá Sjúkratryggingum
Íslands -1.285.368 16.319.529
11.10.2011 Innágreiðsla-óskilgreint -2.000.000 14.319.529 20.12.2012 Eftirstöðvar bóta skv.
uppgjöri stefnda -7.714.333 6.605.196
18.06.2012 Greiðsla frá Sjúkratryggingum
Íslands, dagpeningar -138.481 6.466.715
Dráttarvextir reiknist frá 10. desember 2010 í samræmi við 9. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001. Byggir stefnandi á því, að stefnda hafi mátt vera fullkomlega ljóst að stefnandi ætti ekki rétt á örorkulífeyri samkvæmt almannatryggingalögum miðað við fyrirliggjandi matsgerð. Hafi stefndi, eðli máls samkvæmt, borið áhættu af því að halda eftir bótum í rúmlega ár eftir að kröfubréf hafi borist félaginu. Engin ástæða sé til beitingar undantekningarheimilda 2. ml. 9. gr. laga nr. 38/2001, þ.e. að ákveða upphafstíma dráttarvaxta síðar en mánuði eftir að kröfubréf hafi verið sent stefnda.
Um lagarök vísar stefnandi til skaðabótalaga nr. 50/1993, með síðari breytingum.
Kröfu um vexti byggir stefnandi á lögum nr. 50/1993, með síðari breytingum og lögum um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001.
Kröfu um málskostnað byggir stefnandi á 21. kafla laga nr. 91/1991, einkum 1. mgr. 130. gr. þeirra laga.
IV
Stefndi byggir kröfur sínar á því, að stefnandi sem tjónþoli hafi sönnunarbyrðina fyrir því að hann hafi orðið fyrir tjóni á tímabili óvinnufærni og hvaða fjártjóni hann hafi orðið fyrir.
Stefndi kveðst hafa greitt stefnanda bætur vegna tímabundins atvinnutjóns að hans kröfu og á grundvelli óvinnufærnivottorða, áður en skilyrði hafi verið til að afla örorkumats í slysamáli stefnanda. Stefnandi geri nú kröfu um að ofan á viðmiðunarlaun vegna tímabundins atvinnutjóns sé reiknað 10,17% orlof og 8% lífeyrisframlag. Þessu mótmælir stefndi. Engin gögn liggi fyrir í málinu sem sýni og sanni að stefnandi hafi orðið fyrir fjártjóni sem svari til þeirrar fjárhæðar sem þessir þættir hljóði á um í stefnu (358.400 kr. vegna lífeyrisframlags og 455.616 kr. vegna orlofs). Samkvæmt staðgreiðsluyfirlitum á tímabili óvinnufærni virðist stefnandi ekki heldur hafa notið neinna forfallalauna frá vinnuveitanda sem komi til frádráttar bótum vegna tímabundins atvinnutjóns á grundvelli heimildar 2. mgr. 2. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993, með síðari breytingum. Miðað við tímabil óvinnufærni og upplýsingar um tekjur á því tímabili séu allar líkur á að stefnandi eigi rétt til einhverra greiðslna frá vinnuveitanda af þeim sökum. Krafan sé og í raun lítt rökstudd og einungis tilgreint að stefnda beri að greiða stefnanda auk launa, þau launatengdu gjöld sem stefndi hefði ella fengið. Í því sambandi sé þó hægt að nefna að sú fjárhæð dómkröfunnar sem eigi að svara til 8% lífeyrisframlags vinnuveitanda sé fjárhæð sem að öllu óbreyttu renni ekki til stefnanda sjálfs heldur til lífeyrissjóðs. Hvort og þá hvaða fjártjón hafi orðið við það að lífeyrisgreiðslur hafi fallið niður tímabundið sé því með öllu ósannað.
Ágreinungur málsins snúi í öðru lagi að ákvörðun bóta vegna varanlegrar örorku úr lögboðinni slysatryggingu stjórnanda ökutækis vegna slyss stefnanda hinn 24. september 2008. Nánar tiltekið einskorðist sá ágreiningur við hvert skuli vera árslaunaviðmið samkvæmt 7. gr. skaðabótalaga og þá hvort skilyrði 2. mgr. 7. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993, með síðari breytingum, séu fyrir hendi í tilviki stefnanda.
Byggt skuli á meginreglu 1. mgr. 7. gr. skaðabótalaga við útreikning bóta vegna varanlegrar örorku. Til þess að vikið verði frá þessari reglu og byggt á undantekningarreglu 2. mgr. 7. gr. laganna verði tjónþoli að sýna fram á og sanna að skilyrði ákvæðisins séu fyrir hendi, bæði að fyrir hendi séu óvenjulegar aðstæður og að annar mælikvarði sé réttari til að meta hverjar framtíðartekjur hans hefðu orðið.
Ágreiningur sé um hver sé réttur mælikvarði á líklegar framtíðartekjur stefnanda. Málsaðilar séu sammála um að tekjuviðmiðunarárið 2005 verði ekki lagt til grundvallar útreikningi. Stefnandi fari hins vegar þá leið í kröfugerð sinni að miða við árið 2006, árið 2007 með sérstökum uppreikningi og slysárið 2008 með sérstökum uppreikningi. Á þetta geti stefndi ekki fallist. Á árinu 2006 hafi stefnandi starfað hjá E ehf. Tekjur hans hjá E, samkvæmt staðgreiðsluyfirliti 2006, hafi verið 4.131.306 krónur. Á árinu 2007 hafi stefnandi haft í tekjur hjá sama fyrirtæki 2.566.500 krónur. Hann hafi síðar haft tekjur hjá E ehf. í janúar 2008. Stefnandi hafi verið einn af stofnendum þess félags árið 2005 og í stjórn þess, framkvæmdastjóri og prókúruhafi samkvæmt síðustu skráningu þess í hlutafélagaskrá. E hafi verið úrskurðuð gjaldþrota í júní 2008. Í fyrirliggjandi örorkumatsgerð sé haft eftir stefnanda að hann hafi verið í fullu starfi hjá E og hafi haft allt að 12 manns í vinnu þegar umsvif hafi verið sem mest. Í stefnu sé hins vegar byggt á því að stefnandi hafi verið í hlutastarfi á árinu 2007, þar sem E hafi búið við verkefnaskort á því ári og fyrirsvarsmenn þess, stefnandi og sonur hans, hafi farið þá leið að vinna annan hvern mánuð. Þannig hafi þeir brugðist við sérstökum aðstæðum á vinnumarkaði, eins og það sé orðað.
Stefndi kveðst ekki geta fallist á þessa nálgun sem stefnandi noti við útreikning viðmiðunarlauna sem hann telji vera réttan mælikvarða á líklegar framtíðartekjur sínar. Miðað við þá atvinnusögu sem höfð sé eftir stefnanda í fyrirliggjandi örorkumatsgerð hafi hann lengst af stundað eigin atvinnurekstur. Í slíkum rekstri geti tekjur eðlilega verið breytilegar af ýmsum ástæðum. Almennar efnahagsaðstæður og/eða aðstæður í einstökum starfsgreinum geti tekið breytingum til lengri eða skemmri tíma og sveiflan geti verið bæði upp á við og niður á við. Stefnandi haldi því í raun fram að niðursveifla hafi verið í rekstri þegar á árinu 2007 og í rekstrarlegum tilgangi hafi eigendur fyrirtækisins hagað greiðslum til sín með tilteknum hætti. Stefndi mótmælir því að við þessar aðstæður sé unnt að líta á stefnanda sem óbreyttan launþega sem kjósi að starfa í hlutastarfi. Það samræmist ekki 2. mgr. 7. gr. skaðabótalaga eins og hún verði réttilega skýrð. Það samræmist heldur ekki 7. gr. skaðabótalaga að miða eingöngu við þau ár í rekstri þegar vel vegni, en sleppa hinum eða umreikna.
Séu tekjur slysársins teknar til skoðunar, enda á þeim byggt í kröfugerð stefnanda, geti stefndi ekki fallist á nálgun stefnanda. Stefnandi hafi þegið laun á fjögurra mánaða tímabili hjá F ehf., að fjárhæð 2.076.000 krónur. F ehf. hafi verið úrskurðað gjaldþrota 9. október 2008. Í júlímánuði á slysárinu hafi hann þegið laun frá G ehf., síðar B ehf., sem hann hafi stofnað ásamt sonum sínum í júlí það ár; 350.000 krónur fyrir júlí og ágúst en aðeins 175.000 krónur fyrir septembermánuð þegar hann slasaðist. Hvernig laun sem stefnandi hafi haft á stuttu tímabili sem launþegi á sjálfu slysárinu, eigi að leggja megingrundvöll á réttum mælikvarða á framtíðartekjur standist ekki þau lagasjónarmið sem 2. mgr. 7. gr. skaðabótalaga byggi á.
Stefndi mótmælir því að skilyrði 9. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 hafi verið fyrir hendi mánuði eftir dagsetningu kröfubréfs stefnanda 10. nóvember 2010, eins og stefnandi haldi fram. Með tölvupósti 25. nóvember 2010 hafi stefndi staðfest móttöku bótakröfunnar en tilgreint þá að það vantaði allar upplýsingar um rétt stefnanda frá þriðja aðila, sbr. 4. mgr. 5. gr. skaðabótalaga, svo hægt væri að ganga til uppgjörs. Hafi því verið óskað eftir gögnum frá lífeyrissjóðum og almannatryggingastofnunum og í kjölfarið hafi verið staðfest af hálfu lögmanns stefnanda að slíkra gagna yrði aflað. Gögn frá Sjúkratryggingum Íslands hafi síðan borist stefnda með tölvupósti 12. september 2011. Frekari samskipti í tengslum við uppgjör hafi átt sér stað og hafi stefndi ítrekað með tölvuskeyti 7. október 2011, að upplýsingar um rétt hjá lífeyrissjóði hefðu ekki borist. Þau gögn hafi borist 17. október 2011 og hafi daginn eftir verið send tryggingastærðfræðingi til eingreiðsluverðmætisútreiknings. Útreikningur tryggingastærðfræðings hafi borist stefnda 1. nóvember 2011. Stefndi hafi sent tillögu að uppgjöri til lögmanns stefnanda 11. nóvember 2011. Þá liggi því fyrir að stefndi hafi gert þá kröfu skömmu eftir að bótakrafa hafi borist honum, að gengið yrði úr skugga um rétt stefnanda til greiðslna frá þriðja aðila, samkvæmt heimild 4. mgr. 5. gr. skaðabótalaga. Hafi sú ályktun stefnda byggst á metnum afleiðingum slyssins í fyrirliggjandi örorkumatsgerð. Samkvæmt upplýsingum þar að lútandi og löngu óvinnufærnitímabili hafi mátt ráða að stefnandi ætti ekki afturkvæmt til fyrri starfa. Enn fremur hafi verið um vinnuslys að ræða. Öll þessi atriði hafi gefið vísbendingar um réttindi samkvæmt almannatryggingarlögum og hjá lífeyrissjóði, sem síðar hafi komið í ljós að ekki var rétt ályktun. Þannig sé ljóst að bótauppgjör hafi eðlilega ekki getað farið fram við það tímamark sem stefnandi sendi kröfubréf sitt, enda hafi ekki legið fyrir upplýsingar um greiðslur sem kæmu til frádráttar við uppgjör á grundvelli skaðabótalaga. Það hafi ekki verið á forræði stefnda að afla þessara upplýsinga frá almannatryggingum og lífeyrissjóðum og þar með að bera ábyrgð á drætti við þá þeirri gagnaöflun.
Að auki sé ekki annað að sjá en að stefnandi hafi reynt að stofna til ágreinings við sjálfan sig í þessum efnum með því að tiltaka að stefnda hafi mátt vera fullkomlega ljóst að stefnandi ætti ekki rétt á örorkulífeyri samkvæmt almannatryggingalögum miðað við fyrirliggjandi mat. Stefndi hafi aldrei haldið slíku fram eins og áðurnefnd beiðni hans frá 25. nóvember 2010 hljóði á um. Meira að segja hafi ekki verið unnt að útiloka slíkt í tilviki stefnanda þar sem annað heilsufar geti auk afleiðinga slyss leitt til þess að einstaklingur eigi rétt á örorkulífeyri. Við þær aðstæður skuli einungis draga frá skaðabótum þær bætur úr almannatryggingum sem beinlínis stafi af sama slysi og skaðabætur séu greiddar fyrir.
Stefnandi hafi verið rúmlega 53 ára á slysdegi og því hafi meirihluti starfsævi hans verið að baki er slysið varð. Af fyrirliggjandi örorkumatsgerð verði ráðið að stefnandi hafi lengst af starfað sjálfstætt en inn á milli hafi hann, tímabundið, orðið að hverfa af vinnumarkaði.
Atvinnutekjur stefnanda á tímabilinu 2000-2003 liggi fyrir í málinu og þær sé unnt að uppreikna miðað við þróun launavísitölu á stöðugleikapunkti slyss, 359 stig og 8% lífeyristillag, þannig:
Ár Tekjur Launavísitala ársins Uppreiknað
2000 1.866.531 194,1 3.728.446
2001 1.873.464 211,3 3.437.674
2002 2.853.693 226,4 4.887.075
2003 2.974.771 239,1 4.823.832
16.877.024 /4=
4.219.256
Eins og fram komi í fyrirliggjandi matsgerð hafi stefnandi hætt rekstri eigin fyrirtækis á árinu 2004 vegna veikinda, en hafið aftur störf á árinu 2005. Framangreind tekjusaga fyrir þau veikindi gefi meðaltekjur að fjárhæð 4.219.256 krónur. Það sé langt undir því tekjuviðmiði sem stefnandi byggi á í kröfugerð sinni, 5.475.5997 krónur. Jafnvel þó að tekjuhæstu árin væru einvörðungu höfð til hliðsjónar standi þau að baki því tekjuviðmiði sem stefnandi byggi kröfu sína á. Ef miða eigi við annað tekjuviðmið en stefnandi hafi lagt til grundvallar uppgjöri sé ljóst, út frá atvinnusögu stefnanda til lengri tíma og aldurs hans, að önnur tekjuviðmið séu réttari mælikvarði á líklegar framtíðartekjur en það sem krafa sé gerð um. Enn fremur sé ljóst að stutt tekjusaga hjá einkahlutafélaginu B, næst slysinu, gefi heldur ekki það tekjuviðmið sem stefnandi vilji miða við.
Í fyrirliggjandi örorkumatsgerð komi fram saga um fyrra heilsufar sem byggi að mestu á læknisvottorði H. Matsgerðin geti þó um umferðarslys árið 1995, sem læknisvottorðið tilgreini ekki. Ekki sé getið um hvort örorkumat hafi verið framkvæmt vegna þessa slyss eða ekki. Í því ljósi og með hliðsjón af öðru heilsufari stefnanda megi ætla að vafi sé á að niðurstöður fyrirliggjandi matsgerðar séu réttar. Í greinargerð áskildi stefndi sér rétt til að láta dómkveðja matsmenn af þessu tilefni, en gerði þó ekki.
Stefndi mótmælti vaxtaforsendum í dómkröfu að því leyti, að vextir skuli reiknast af þeim hluta kröfunnar er varði tímabundið atvinnutjón frá slysdegi. Skaðabótavexti skuli reikna af tímabundnu atvinnutjóni frá því að tjón varð, samkvæmt 1. mgr. 16. gr. skaðabótalaga. Leiði óvinnufærni til tímabundins atvinnutjóns, þ.e. missis þeirra atvinnutekna sem tjónþoli hefði ellegar haft fyrir störf sín hefði hann getað sinnt þeim, verði tjónið augljóslega þegar sá tekjumissir sé staðreyndur. Það hafi verið við það tímamark er launagreiðslur hafi fallið niður að einhverju leyti eða öllu, enda um fjárhagslegt tjón að ræða.
Um lagarök vísar stefndi til skaðabótalaga nr. 50/1993, með síðari breytingum, laga um almannatryggingar nr. 100/2007, einkum IV. kafla, laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001, og laga um meðferð einkamála nr. 91/1991, einkum 19. kafla þeirra.
Kröfu um málskostnað byggir stefndi á XXI. kafla laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála.
V
Óumdeilt er að stefndi er bótaskyldur vegna slyss stefnanda 24. september 2008 og er ekki ágreiningur um afleiðingar þess. Ágreiningur aðila lýtur annars vegar að bótum fyrir tímabundið atvinnutjón og hins vegar að bótum vegna varanlegrar örorku. Þá greinir aðila á um vexti af greiðslum fyrir tímabundið atvinnutjón og dráttarvexti.
Samkvæmt 2. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993, sbr. lög nr. 97/1999, skal ákveða bætur fyrir atvinnutjón fyrir tímann frá því að tjón varð þangað til tjónþoli getur hafið vinnu að nýju eða þar til heilsufar hans er orðið stöðugt. Síðan er í 2. mgr. sömu greinar kveðið á um frádrátt frá bótunum, þ.e. laun í veikinda- eða slysaforföllum, 60% af greiðslu frá lífeyrissjóði, greiðslur frá sjúkrasjóði, dagpeninga og aðrar bætur frá opinberum tryggingum fyrir tímabundið atvinnutjón og vátryggingabætur þegar greiðsla vátryggingafélags er raunveruleg skaðabót, svo og sambærilegar greiðslur sem tjónþoli fær vegna þess að hann er ekki fullvinnufær.
Aðila greinir ekki á um að stefnanda beri 350.000 krónur á mánuði vegna tímabundins atvinnutjóns hans af völdum slyssins, en stefnandi krefst þess einnig að stefndi greiði honum þau launatengdu gjöld sem hann ella hefði fengið, þ.e. framlag vinnuveitanda til lífeyrissjóðs og orlofs. Þá sé enn ógreiddar 491.519 krónur auk launatengdra gjalda, til þess að tímabundið atvinnutjón hans sé að fullu bætt. Stefndi hefur ekki andmælt því, að enn séu ógreiddar 491.519 krónur af höfuðstól bótanna.
Samkvæmt 1. gr. laga nr. 129/1997, um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrisréttinda, er öllum bæði rétt og skylt að tryggja sér lífeyrisréttindi með aðild að lífeyrissjóði frá 16 ára aldri til 70 ára aldurs. Þá er kveðið á um það í lögum um orlof nr. 30/1987, 1. gr., að allir þeir, sem starfi í þjónustu annarra gegn launum eigi rétt á orlofi og orlofslaunum, samkvæmt reglum laganna. Með því að stefnanda ber, samkvæmt 2. gr. laga nr. 50/1993, að fá tjón sitt vegna tímabundins atvinnutjóns bætt verður að telja að tjón hans sé ekki að fullu bætt nema bætt sé við lögbundnu framlagi vinnuveitanda í lífeyrissjóð sem og lögbundnu orlofi, að öðrum kosti telst tjón hans ekki að fullu bætt. Með vísan til þess verður stefndi því dæmdur til að greiða stefnanda 1.305.535 krónur, eins og krafist er, en ekki er tölulegur ágreiningur um útreikning bóta vegna hins tímabundna atvinnutjóns.
Stefnandi gerir og kröfu um það sem hann telur vanta á bætur til sín vegna varanlegrar örorku.
Óumdeilt er að greiðsla á bótum fyrir varanlega örorku stefnanda var miðuð við atvinnutekjur hans árin 2006 og 2007, en ekki atvinnutekjur hans þrjú síðustu almanaksárin fyrir slysið, sbr. 1. mgr. 7. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. Þetta var gert á grundvelli 2. mgr. 7. gr. laganna. Greinir aðila ekki á um að meta beri árslaun sérstaklega með vísan til 2. mgr. 7. gr. skaðabótalaga. Byggir stefnandi á því að miða hafi átt við atvinnutekjur hans árið 2006, og árin 2007 og 2008 fram til slysdags, uppreiknaðar. Byggir stefnandi á því að hann hafi aðeins verið í hálfu starfi árið 2007, vegna sérstakra aðstæðna, en verulegt atvinnuleysi hafi verið á […] það ár. Samkvæmt gögnum málsins voru tekjur stefnanda árið 2006, uppreiknaðar samkvæmt skaðabótalögum, 5.576.502 krónur. Samkvæmt framlögðum gögnum frá Ríkisskattstjóra fékk stefnandi aðeins greidd laun annan hvern mánuð á árinu 2007, og voru þau því helmingi lægri en árið áður. Þá liggur fyrir í málinu að laun stefnanda árið 2008, voru fram til slysdags 3.426.752 krónur. Þá hefur stefnandi reiknað út meðalatekjur sínar árin 2000 til 2003, uppreiknaðar miðað við launavísitölu, 4.219.256 krónur. Þegar litið er til tekjusögu stefnanda verður að telja að réttur mælikvarði á líklegar framtíðartekjur hans í skilningi 2. mgr. 7. gr. laga nr. 50/1993, verði helst fenginn með þeim hætti sem stefnandi hefur gert, enda verður að telja, samkvæmt því sem fram er komið í málinu, að tekjur stefnanda árið 2007, gefi ekki rétta mynd af líklegum tekjum hans. Samkvæmt því verður fallist á það með stefnanda að heildartjón hans af völdum slyssins, vegna varanlegrar örorku, verði ákvarðað með þeim hætti sem stefnandi gerir í stefnu sinni. Hins vegar verður fallist á það með stefnda, að samkvæmt staðgreiðsluyfirliti voru launatekjur stefnanda árið 2006 4.131.306 krónur. Samkvæmt því, og með vísan til framanritaðs, verður krafa stefnanda vegna varanlegrar örorku tekin til greina, með þeim breytingum, eða með 20.292.932 krónum, en ekki er að öðru leyti tölulegur ágreiningur um útreikning kröfunnar.
Samkvæmt 16. gr. skaðabótalaga bera bætur fyrir tímabundið atvinnutjón vexti frá því að tjón varð, en ekki frá gjalddaga kröfunnar. Samkvæmt því á stefnandi rétt á vöxtum samkvæmt 16. gr. laga nr. 50/1993 frá tjónsdegi, eða 24. september 2008, fram til þess dags að krafan ber dráttarvexti samkvæmt lögum nr. 38/2001, um vexti og verðtryggingu, sbr. 2. mgr. 16. gr. laga nr. 50/1993. Bætur fyrir varanlega örorku bera hins vegar vexti frá upphafsdegi metinnar örorku samkvæmt 5. gr., sbr. 16. gr. laga nr. 50/1993.
Samkvæmt 9. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001, skulu skaðabótakröfur bera dráttarvexti samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001, að liðnum mánuði frá þeim degi er kröfuhafi sannanlega lagði fram þær upplýsingar sem þörf var á til að meta tjónsatvik og fjárhæð bóta. Samkvæmt gögnum málsins bárust stefnda endanlegar upplýsingar frá stefnanda hinn 17. október 2011. Stefndi lét í framhaldinu tryggingastærðfræðing reikna út fjárhæð bótanna og sendi stefnanda tillögu að uppgjöri hinn 11. nóvember 2011. Með vísan til þess að það er á ábyrgð stefnanda að afla allra upplýsinga um greiðslur frá þriðja aðila, svo unnt sé að reikna út fjárhæð bótanna, og úrvinnsla þeirra upplýsinga var innan eðlilegra marka, verður upphafsdagur vaxta í samræmi við 9. gr. laga nr. 38/2001, ákveðinn 17. nóvember 2011.
Með vísan til alls framanritaðs verður því krafa stefnanda tekin til greina, eins og nánar greinir í dómsorði, með dráttarvöxtum frá 17. nóvember 2011 til greiðsludags.
Eftir þessari niðurstöðu ber að dæma stefnda til þess að greiða stefnanda málskostnað, sem þykir hæfilega ákveðinn 800.000 krónur, þ.m.t. virðisaukaskattur.
Hervör Þorvaldsdóttir héraðsdómari kvað upp dóm þennan.
D Ó M S O R Ð:
Stefndi, Tryggingamiðstöðin hf., greiði stefnanda, A, 28.655.818 krónur, með 4,5% vöxtum af 8.362.886 krónum frá 24. september 2008 til 24. september 2009, en frá þeim degi af 28.655.818 krónum til 17. nóvember 2011, en frá þeim degi með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001, um vexti og verðtryggingu, af þeirri fjárhæð til greiðsludags, en að frádregnum innborgunum, samtals að fjárhæð 22.302.627 krónur, sem greiddar voru hinn 24. september 2008 að fjárhæð 259.445 krónur, hinn 12. mars 2009 að fjárhæð 300.000 krónur, hinn 27. mars 2009 að fjárhæð 1.925.000 krónur, hinn 1. apríl 2009 að fjárhæð 350.000 krónur, hinn 4. maí 2009 að fjárhæð 350.000 krónur, hinn 2. júní 2009 að fjárhæð 350.000 krónur, hinn 1. júlí 2009 að fjárhæð 350.000 krónur, hinn 4. ágúst 2009 að fjárhæð 350.000 krónur, hinn 8. september 2009 að fjárhæð 262.000 krónur, hinn 5. október 2009 að fjárhæð 262.000 krónur, hinn 2. nóvember 2009 að fjárhæð 262.000 krónur, hinn 27. nóvember 2009 að fjárhæð 262.000 krónur, hinn 4. janúar 2010 að fjárhæð 262.000 krónur, hinn 1. febrúar 2010 að fjárhæð 262.000 krónur, hinn 1. mars 2010 að fjárhæð 262.000 krónur, hinn 31. mars 2010 að fjárhæð 262.000 krónur, hinn 3. maí 2010 að fjárhæð 262.000 krónur, hinn 1. júní 2010 að fjárhæð 262.000 krónur, hinn 1. júlí 2010 að fjárhæð 262.000 krónur, hinn 3. ágúst 2010 að fjárhæð 262.000 krónur, hinn 2. september 2010 að fjárhæð 262.000 krónur, hinn 1. október 2010 að fjárhæð 262.000 krónur, hinn 1. nóvember 2010 að fjárhæð 262.000 krónur, hinn 2. desember 2010 að fjárhæð 3.000.000 króna, hinn 30. ágúst 2011 að fjárhæð 1.285.368 krónur, hinn 11. október 2011 að fjárhæð 2.000.000 króna, hinn 20. desember 2011 að fjárhæð 7.714.333 krónur, hinn 18. júní 2012 að fjárhæð 138.481 króna.
Stefndi greiði stefnanda 800.000 krónur í málskostnað.