Hæstiréttur íslands
Mál nr. 380/2000
Lykilorð
- Kærumál
- Gæsluvarðhald. A. liður 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991
|
|
Þriðjudaginn 10. október 2000. |
|
Nr. 380/2000. |
Lögreglustjórinn í Reykjavík (Böðvar Bragason lögreglustjóri) gegn X (Brynjar Níelsson hrl.) |
Kærumál. Gæsluvarðhald. A. liður 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991.
Úrskurður héraðsdóms um að X skyldi sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli a. liðs 103. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála var staðfestur.
Dómur Hæstaréttar.
Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Gunnlaugur Claessen og Markús Sigurbjörnsson.
Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 5. október 2000, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 9. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 5. október 2000, þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til fimmtudagsins 19. október nk. kl. 16. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi, en til vara að gæsluvarðhaldi verði markaður skemmri tími.
Sóknaraðili krefst staðfestingar úrskurðar héraðsdómara.
Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur.
Dómsorð:
Hinn kærði úrskurður er staðfestur.
Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 5. október 2000.
Lögreglustjórinn í Reykjavík hefur krafist þess að X, [...] verði áfram gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til fimmtudagsins 19. október 2000 kl. 16.00.
[...]
Samkvæmt gögnum máls er ljóst að viðamikil rannsókn stendur yfir vegna innflutnings á miklu magni fíkniefna. Þeirri rannsókn er enn ólokið. Meðal rannsóknargagna eru útskriftir af umfangsmiklum símhlerunum sem benda sterklega til þess að kærði tengist fíkniefnainnflutningi og er rökstuddur grunur um aðild hans að málinu. Rannsókn málsins er ólokið og er fallist er á með lögreglu að hætta sé á því að kærði gæti torveldað rannsókn málsins ef hann endurheimti nú frelsi sitt. Með vísan til alls ofanritaðs þykir rétt, sbr. a-lið 1. mgr. 103. gr. laga 19/1991, að verða við kröfu lögreglustjórans í Reykjavík. Er því krafa lögreglunnar tekin til greina að öllu leyti og kærða gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til fimmtudagsins 19. október nk. kl. 16.00 eins og nánar greinir í úrskurðarorði. Ekki eru efni til að gæsluvarðhaldsvist kærða sé markaður skemmri tími en krafist er.
Eggert Óskarsson héraðsdómari kvað upp úrskurðinn.
Ú R S K U R Ð A R O R Ð
Kærði, X, sæti gæsluvarðhaldi allt til fimmtudagsins 19. október 2000 kl. 16:00.