Hæstiréttur íslands
Mál nr. 265/2000
Lykilorð
- Lausafjárkaup
- Veðréttindi
- Afurðalán
- Ábyrgð
- Banki
|
|
Fimmtudaginn 25. janúar 2001. |
|
Nr. 265/2000. |
Sparisjóðabanki Íslands hf. (Brynjólfur Kjartansson hrl.) gegn Einari Péturssyni (Jón Steinar Gunnlaugsson hrl.) |
Lausafjárkaup. Veðréttindi. Afurðalán. Ábyrgð. Bankar.
Í samningi um framleiðslulán, sem R ehf. gerði 16. júní 1998 við Sparisjóð B og Sparisjóð Þ, var meðal annars mælt fyrir um að lánveitendurnir skyldu fá til innheimtu allar kröfur R ehf. á hendur kaupendum veðsettra afurða, nema sérstaklega yrði samið um annað. R ehf. seldi 4 maí 1999 um 311 tonn af frystum þorski með skilmálum sem lýst var í símskeyti frá E, 7. sama mánaðar, en hann seldi eða hafði milligöngu um sölu fisksins til erlends kaupanda gegn bankaábyrgð, sem S hf. hafði milligöngu um að fá greidda. Þegar greiðsla barst S hf. var henni ráðstafað til Sparisjóðs B í andstöðu við fyrirmæli E, sem hafði ætlað sér þó nokkurn hluta fjárins til endurgreiðslu útlagðs kostnaðar og umboðslauna. Höfðaði E málið gegn S hf. til greiðslu þess hluta fjárins. Í dómi Hæstaréttar var vísað til þess að ekkert lá fyrir um að farið hefði verið með kröfu R ehf. vegna kaupanna eins og um ræddi í samningnum um framleiðslulán eða að R ehf. hefði framselt kröfuna lánveitendunum. Í símbréfi E til R ehf. 7. maí 1999 gekkst E undir þann skilmála að framselja Sparisjóði B bankaábyrgð vegna kaupanna fyrir 435.400 bandaríkjadölum þegar hún bærist S hf. Talið var að eftir orðanna hljóðan hefði símbréfið ekki falið í sér yfirlýsingu um að bankaábyrgðin væri framseld, heldur skuldbindingu E til að framselja hana síðar þegar nánar tilgreind atvik hefðu gerst. Lá ekkert fyrir um að E hefði nokkru sinni sjálfur komið þessari skuldbindingu á framfæri við Sparisjóð B og þannig gefið honum loforð um að framselja bankaábyrgðina. Hafði S ekki borið því við að E hefði við annað tækifæri lýst yfir framsali bankaábyrgðarinnar. Að þessu gættu þótti S hf. ekki geta kallað til réttinda yfir henni á grundvelli framsals frá E eða loforðs um það. Þá þótti ekki verða litið fram hjá því að hvorki yrði fundin stoð í samningnum né ákvæðum 32. gr., sbr. 27. gr. laga nr. 75/1997 um samningsveð fyrir rétti S hf. til að ráðstafa til veðhafa án sérstakrar heimildar andvirði veðsettra afurða, sem hann fengi í hendur með greiðslu handa öðrum en veðsala. E, sem hér var réttur viðtakandi greiðslunnar, hefði aldrei veitt slíka heimild, en til þess hefði hann einn getað verið bær eins og atvikum var háttað. Þegar af þessum ástæðum gæti S hf. ekki borið fyrir sig ætluð veðréttindi sem grundvöll fyrir því að ráðstafa greiðslunni á annan veg en vilji rétts viðtakanda stóð til. Var því staðfest niðurstaða héraðsdóms um greiðsluskyldu S hf.
Dómur Hæstaréttar.
Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson, Árni Kolbeinsson og Gunnlaugur Claessen.
Áfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 6. júlí 2000. Hann krefst sýknu af kröfu stefnda og málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti.
Stefndi krefst þess að héraðsdómur verði staðfestur og áfrýjanda gert að greiða málskostnað fyrir Hæstarétti.
I.
Samkvæmt gögnum málsins gerði Rauðsíða ehf. samning 16. júní 1998 við Sparisjóð Bolungarvíkur og Sparisjóð Þingeyrarhrepps um framleiðslulán til sjávarútvegs. Skyldi lánið veitt vegna framleiðslu sjávarafurða og rekstrarvörubirgða og nema allt að 30.000.000 krónum. Til tryggingar skuldinni setti lántakinn að sjálfsvörsluveði með 1. veðrétti „allar tegundir afurða og rekstrarvara sem hann á eða eignast kann við framleiðslu”. Áskilið var í samningnum að Rauðsíða ehf. fæli þeim útflytjendum einum, sem lánveitendurnir samþykktu og fullnægðu skilyrðum þeirra, að selja veðsettar afurðir og skyldi það að meginreglu aðeins gert gegn bankaábyrgð eða með greiðslufallstryggingu. Væri félaginu óheimilt að flytja út vörur sínar sjálft eða selja þær innanlands án samþykkis lánveitendanna. Þá var tekið fram að lánveitendurnir þyrftu að samþykkja kaupanda og greiðsluskilmála í hvert sinn, sem selt yrði af afurðum félagsins, og fengju þeir sem veðhafar til innheimtu allar kröfur þess á hendur kaupendum nema um annað yrði sérstaklega samið. Skyldi félagið tilkynna lánveitendunum jafnóðum um afskipun afurða til útflutnings eða sölu þeirra innanlands. Samningi þessum var þinglýst 8. júlí 1998.
Fyrir liggur að Rauðsíða ehf. flutti til landsins í febrúar 1999 tæplega 748 tonn af frystum þorski frá Rússlandi. Var honum komið í geymslu hjá Vestra ehf. á Ísafirði. Stefndi, sem kveðst um fimmtán ára skeið hafa lagt stund á viðskipti með sjávarafurðir, sendi Rauðsíðu ehf. símbréf 7. maí 1999, þar sem greindi frá samkomulagi þeirra 4. sama mánaðar um kaup á 311 tonnum af hausuðum og slægðum þorski, en fyrir hann á skipsfjöl á Ísafirði skyldi greiða 435.400 bandaríkjadali. Er óumdeilt í málinu að þetta hafi verið fiskur úr þeirri sendingu, sem áður er getið. Í símbréfinu sagði að kaupandi gengi frá viðunandi bankaábyrgð, sem Sparisjóður Bolungarvíkur samþykki, svo og að kaupandi skyldi annast alla skjalagerð og aðra vinnu, sem félli til vegna kaupanna. Sagði síðan eftirfarandi: „Þegar ofangreind bankaábyrgð berst Sparisjóðabanka Íslands skal Einar Pétursson framselja Sparisjóði Bolungarvíkur ábyrgðina að fjárhæð USD 435.400-”. Var ráðgert á skjalinu að stefndi myndi rita undir það „F.h. kaupanda”, svo og að það yrði undirritað af hálfu Rauðsíðu ehf. Skjalið ber ekki slíkar undirritanir með sér, en ekki er deilt um að kaup hafi komist á eftir efni þess.
Í framhaldi af þessum kaupum við Rauðsíðu ehf. kveðst stefndi hafa selt fiskinn til Drevik International A/S í Álasundi í Noregi, sem hafi síðan selt hann Hyngye Sea Products Co. Ltd. í Kína. Hafi átt að afhenda þeim kaupanda fiskinn í Dalian í Kína gegn greiðslu á 519.250 bandaríkjadölum og þá verið innifalinn allur kostnaður, þar með talið af vátryggingu og flutningi. Í málinu hefur verið lögð fram bréfleg staðfesting 12. maí 1999, árituð af áfrýjanda, um að Korea First Bank í Pusan hafi gefið út ábyrgð fyrir nefndri fjárhæð og væri fyrsti rétthafi hennar Drevik International A/S, en annar rétthafi stefndi. Tæki ábyrgðin mið af því að seld væru um 310 tonn af þorski samkvæmt nánari lýsingu, sem þar greindi, en seljandi hefði svigrúm til að minnka eða auka magn hins selda um allt að 10% og næði ábyrgðin til kaupverðs, sem tæki breytingum því til samræmis. Greiðsla samkvæmt ábyrgðinni fengist hjá Den Norske Bank í Osló gegn framvísun nánar tilgreindra gagna. Ekki hefur komið fram að þessi ábyrgð hafi verið lögð fyrir Sparisjóð Bolungarvíkur til samþykkis eða að stefndi hafi sérstaklega framselt honum réttindi sín samkvæmt henni.
Að fenginni þessari staðfestingu á bankaábyrgð kveðst stefndi hafa gengið eftir því við Rauðsíðu ehf. að fiskurinn yrði afhentur. Hafi þá komið fram að ekki gæti orðið af því, þar sem sýslumaðurinn á Ísafirði hafi neitað að tollafgreiða fiskinn. Af þessu tilefni hafi stefndi átt fund við sýslumanninn 14. maí 1999 ásamt forsvarsmanni Rauðsíðu ehf., þar sem stefndi hafi að ósk þess síðastnefnda gefið út til sýslumannsins tékka að fjárhæð 15.000.000 krónur, sem hafi verið dagsettur 7. júní 1999. Hafi þar verið gengið út frá því að þegar til kæmi fengi stefndi þessa fjárhæð endurgreidda af áðurnefndri bankaábyrgð. Að svo búnu hafi fiskurinn fengist tollafgreiddur, en hins vegar komið í ljós að hann yrði ekki afhentur frá Vestra ehf. nema gegn greiðslu áfallins geymslukostnaðar. Til að leysa þetta hafi stefndi að ósk forsvarsmanns Rauðsíðu ehf. gefið út tékka til Vestra ehf. fyrir 2.000.000 krónur, sem hafi verið dagsettur 1. júní 1999, en aftur hafi verið ráðgert að stefndi fengi endurgreiðslu af bankaábyrgðinni. Að öllu þessu gerðu hafi stefnda verið afhent 15. maí 1999 tæplega 323 tonn af fiski til útskipunar í samræmi við þá samninga, sem áður er getið. Lýsing stefnda á þessum atvikum, sem í ýmsum atriðum á sér stoð gögnum málsins, hefur ekki sætt sérstökum andmælum.
Á grundvelli bankaábyrgðarinnar, sem áður greinir, mun áfrýjandi hafa fengið í hendur 16. júní 1999 samtals 540.690 bandaríkjadali frá Den Norske Bank. Með bréfi 18. sama mánaðar tjáði Rauðsíða ehf. stefnda að Byggðastofnun hefði hafnað beiðni félagsins um fyrirgreiðslu og væru því málefni þess í óvissu. Af þeim sökum væri þess farið á leit við stefnda að í svokölluðum afreikningi vegna 435.400 bandaríkjadala, sem væru til greiðslu hjá áfrýjanda, yrði ekki ráðstafað 15.000.000 krónum til sýslumannsins á Ísafirði, þrátt fyrir að félagið hefði á fyrri stigum beðið stefnda um að gefa út tékka fyrir þeirri fjárhæð og heimilað honum að taka sér endurgreiðslu hennar þegar greiðsla bærist samkvæmt bankaábyrgðinni. Væri stefnda þess í stað veitt „fullt umboð til að ráðstafa USD 219.000- inn á biðreikning til vörslu í þínu nafni þangað til fullljóst er að ráðstöfun peninganna til sýslumannsins á Ísafirði sé rétt.” Í bréfinu var að öðru leyti vísað til þess að fiskurinn hefði verið seldur gegn umsömdu verði á skipsfjöl á Ísafirði, en „aðrar greiðslur” væru 3% sölulaun, 2.000.000 krónur vegna kostnaðar af frystigeymslu, kostnaður af lestun gáma og hafnar- og útskipunargjöld að fjárhæð 755.710 krónur, en allt þetta væri heimilt að greiða af söluverðinu. Eftirstöðvar þess skyldu hins vegar greiddar inn á nánar tiltekinn reikning félagsins hjá Sparisjóði Bolungarvíkur.
Í bréfi til áfrýjanda 21. júní 1999 var af hálfu Sparisjóðs Bolungarvíkur vísað til þess að í maí sama árs hafi hann samþykkt að Rauðsíða ehf. seldi 311 tonn af hausuðum og slægðum þorski, sem hafi að fullu verið veðsettur honum. Hafi fiskurinn verið seldur með milligöngu stefnda fyrir 435.400 bandaríkjadali. Sparisjóðurinn hafi samþykkt söluna á þeirri forsendu að viðunandi bankaábyrgð fengist og greiðsla yrði afhent honum þegar hún bærist áfrýjanda. Með því að greiðslan hefði borist væri þess krafist að hún yrði afhent sparisjóðnum án tafar. Áfrýjandi varð við þessari kröfu 22. júní 1999. Stefndi afhenti hins vegar áfrýjanda 23. sama mánaðar afreikning vegna kaupanna. Samkvæmt honum áttu að vera til ráðstöfunar 540.690 bandaríkjadalir, en þar af væru 88.770 bandaríkjadalir vegna flutningskostnaðar, sem koma ættu í hlut stefnda. Eftirstöðvarnar, 451.920 bandaríkjadalir, væru umsamið verð fyrir 322,8 tonn af fiski kominn á skipsfjöl. Af þeirri fjárhæð ætti stefndi að fá 3% sölulaun, sem að viðbættum virðisaukaskatti næmu 1.256.826 krónum, endurgreiðslu á 2.000.000 krónum vegna kostnaðar af frystigeymslu, 755.710 krónur vegna hafnar- og útskipunargjalda og endurgreiðslu á 15.000.000 krónum, sem stefndi hefði innt af hendi til sýslumannsins á Ísafirði. Þessir frádráttarliðir næmu samtals 19.012.536 krónum eða sem svaraði 255.338,92 bandaríkjadölum. Ætti mismunurinn, 196.581,02 bandaríkjadalur, að greiðast Rauðsíðu ehf. Í bréfi áfrýjanda til stefnda 25. júní 1999 var áréttað það, sem þeim síðarnefnda væri þegar kunnugt um, að Sparisjóði Bolungarvíkur hefðu verið greiddir 435.400 bandaríkjadalir í samræmi við skriflegt samkomulag stefnda við Rauðsíðu ehf. 4. maí sama árs um ráðstöfun andvirðis nánar tiltekinnar bankaábyrgðar. Í samningnum hefði verið miðað við sölu á 311 tonnum af fiski, sem hafi í reynd orðið 322,8 tonn. Hafi söluverðið þannig orðið hærra sem svaraði 16.520 bandaríkjadölum, sem ættu að renna til Sparisjóðs Bolungarvíkur sem veðhafa í fiskinum. Var stefnda tilkynnt að þessari greiðslu yrði beint til sparisjóðsins, en óskað var eftir fyrirmælum um hvernig fara ætti með það, sem þá stæði eftir af fjárhæð ábyrgðarinnar. Stefndi skoraði á áfrýjanda 29. júní 1999 að ráðstafa fénu, sem hann hefði tekið við, eftir fyrirmælum sínum í áðurnefndum afreikningi, en einnig var þess sérstaklega krafist að mismunur að fjárhæð 88.770 bandaríkjadalir yrði tafarlaust greiddur inn á tiltekinn bankareikning stefnda. Áfrýjandi varð við tilmælum stefnda um síðastnefnt atriði 30. júní 1999.
Frekari bréfaskipti urðu milli aðilanna en að framan greinir, en ekki er ástæða til að rekja þau nánar. Að auki beindi stefndi kvörtun á hendur áfrýjanda til Fjármálaeftirlitsins, sem tilkynnti stefnda 16. júlí 1999 að það sæi ekki tilefni til að skipta sér meira af málinu. Á þeim tíma höfðu stefnda jafnframt borist tilkynningar frá sýslumanninum á Ísafirði og Vestra ehf. um að tékkar, sem hann afhenti þeim og áður er getið, hafi reynst innistæðulausir þegar innleysa átti þá í banka, svo og að gripið yrði til nánar tiltekinna aðgerða gagnvart honum ef ekki yrði ráðin bót á þessu innan ákveðins frests.
Í málinu liggur fyrir að bú Rauðsíðu ehf. var tekið til gjaldþrotaskipta 17. ágúst 1999, en frestdagur við skiptin var 24. júní sama árs.
Stefndi höfðaði mál þetta á hendur áfrýjanda 20. október 1999 til greiðslu á 20.278.356 krónum. Var þar um ræða samtölu fjárhæða, sem greindi í áðurnefndum afreikningi stefnda 23. júní 1999, vegna sölulauna, kostnaðar af frystigeymslu, hafnar- og útskipunargjalda og greiðslu til sýslumannsins á Ísafirði, alls 19.012.536 krónur, að viðbættum 1.265.820 krónum, sem stefndi kvað kaupanda fisksins hafa krafið sig um vegna galla á vörunni. Með hinum áfrýjaða dómi var síðastnefndum lið í kröfu stefnda hafnað, en að öðru leyti var hún tekin til greina. Fyrir Hæstarétti unir stefndi við þá niðurstöðu.
II.
Eins og áður greinir var í samningi um framleiðslulán, sem Rauðsíða ehf. gerði 16. júní 1998 við Sparisjóð Bolungarvíkur og Sparisjóð Þingeyrarhrepps, meðal annars mælt fyrir um að lánveitendurnir skyldu fá til innheimtu allar kröfur félagsins á hendur kaupendum veðsettra afurða, nema sérstaklega yrði samið um annað. Ekkert liggur fyrir um að þannig hafi verið farið með kröfu félagsins vegna kaupanna, sem um ræðir í málinu, eða að það hafi framselt hana lánveitendunum.
Í símbréfi stefnda til Rauðsíðu ehf. 7. maí 1999 gekkst hann sem fyrr segir undir þann skilmála að framselja Sparisjóði Bolungarvíkur bankaábyrgð vegna kaupanna fyrir 435.400 bandaríkjadölum þegar hún bærist áfrýjanda. Eftir orðanna hljóðan fól símbréfið ekki í sér yfirlýsingu um að bankaábyrgðin væri framseld, heldur skuldbindingu stefnda til að framselja hana síðar þegar nánar tilgreind atvik hefðu gerst. Skuldbindingu stefnda í símbréfinu var beint til viðsemjanda hans, Rauðsíðu ehf., sem síðan leysti hann í reynd undan henni að hluta og staðfesti það með áðurgreindu bréfi 18. júní 1999. Liggur ekkert fyrir um að stefndi hafi nokkru sinni sjálfur komið þessari skuldbindingu á framfæri við Sparisjóð Bolungarvíkur og þannig gefið honum loforð um að framselja bankaábyrgðina. Áfrýjandi hefur ekki borið því við að stefndi hafi við annað tækifæri lýst yfir framsali bankaábyrgðarinnar. Að þessu gættu getur áfrýjandi ekki kallað til réttinda yfir henni á grundvelli framsals frá stefnda eða loforðs um það.
Stefndi hefur í málflutningi sínum meðal annars dregið í efa að fiskurinn, sem kaupin við Rauðsíðu ehf. tóku til, hafi að réttu lagi fallið undir þau veðréttindi, sem félagið veitti í afurðum sínum og rekstrarvörum með samningnum um framleiðslulán frá 16. júní 1998. Án tillits til ágreinings aðilanna um það efni verður ekki litið fram hjá því að hvorki verður fundin stoð í samningnum né ákvæðum 32. gr., sbr. 27. gr. laga nr. 75/1997 um samningsveð fyrir rétti áfrýjanda til að ráðstafa til veðhafa án sérstakrar heimildar andvirði veðsettra afurða, sem hann fær í hendur með greiðslu handa öðrum en veðsala. Stefndi, sem hér var réttur viðtakandi greiðslunnar, veitti aldrei slíka heimild, en til þess hefði hann einn getað verið bær eins og atvikum var háttað. Þegar af þessum ástæðum getur áfrýjandi ekki borið fyrir sig ætluð veðréttindi sem grundvöll fyrir því að ráðstafa greiðslunni á annan veg en vilji rétts viðtakanda stóð til.
Samkvæmt framansögðu verður niðurstaða hins áfrýjaða dóms staðfest. Áfrýjandi verður dæmdur til að greiða stefnda málskostnað fyrir Hæstarétti, eins og nánar greinir í dómsorði.
Dómsorð:
Héraðsdómur skal vera óraskaður.
Áfrýjandi, Sparisjóðabanki Íslands hf., greiði stefnda, Einari Péturssyni, 500.000 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti.
Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 10. apríl 2000.
I
Mál þetta, sem tekið var til dóms að loknum munnlegum málflutningi 9. mars. sl., var höfðað fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur með stefnu, birtri 20. október 1999. Málið var þingfest 28. október 1999.
Stefnandi er Einar Pétursson, kt. 010558-2129, Efstahjalla 9, Kópavogi.
Stefndi er Sparisjóðabanki Íslands hf., kt. 681086-1379, Rauðarárstíg 27, Reykjavík.
Dómkröfur stefnanda eru þær að stefndi verði dæmdur til að greiða stefnanda 20.278.356 krónur, auk dráttarvaxta samkvæmt III. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 frá 22. júní 1999 til greiðsludags. Þá krefst stefnandi málskostnaðar að skaðlausu auk virðisaukaskatts úr hendi stefnda.
Dómkröfur stefnda eru þær að hann verði alfarið sýknaður af öllum kröfum stefnanda og að honum verði tildæmdur málskostnaður að mati réttarins.
Málið var tekið til dóms 9. mars sl. en síðan eru liðnar rúmar fjórar vikur. Í samtölum við lögmenn málsaðila í síðustu viku kom fram að þeir teldu ekki þörf á að málið yrði flutt að nýju og staðfestu þeir það í þinghaldi fyrir dómsuppsögu. Dómari málsins var sama sinnis.
II
Óumdeild málsatvik og helstu ágreiningsefni
Fyrirtækið Rauðsíða ehf. á Þingeyri flutti 17. febrúar 1999 inn 747.992 kg af svokölluðum rússaþorski til landsins. Sendingunni var komið til geymslu hjá Vestra ehf. á Ísafirði. Kaupverð vörunnar var USD 1.412.721 eða 98.890.438 krónur samkvæmt tollskýrslu dagsettri 17. febrúar 1999.
Fiskur þessi og aðrar afurðir og rekstrarvörubirgðir Rauðsíðu ehf. var veðsettur Sparisjóði Bolungarvíkur og Sparisjóði Þingeyrarhrepps (hér eftir nefndir einu nafni Sparisjóður Bolungarvíkur) samkvæmt framleiðsluláni vegna sjávarafurðaframleiðslu og rekstrarvörubirgða að fjárhæð 30.000.000 króna, dagsettu 16. júní 1998.
Óumdeilt er að stefnandi gerði 4. maí 1999 samkomulag við Rauðsíðu ehf. um hluta af framangreindri þorsksendingu. Samkomulagið er svohljóðandi:
“Eftirfarandi er sölu samkomulag á 311 M/tonnum af hausuðum og slægðum Rússa þorski sem er í eigu Rauðsíðu ehf. kt: 490697-2179. Verð ofangreindrar vöru er USD: 1.400- per M/tonn X 311 tonn USD: 435.400,00 F.O.B. Ísafjörður/Ísland. Kaupandi gengur frá viðunandi Banka Ábyrgð sem Sparisjóður Bolungarvíkur samþykkir. Kaupandi skal annast alla skjalagerð og aðra vinnu sem til fellur vegna ofangreindrar sölu og afskipunar. Þegar ofangreind banka ábyrgð berst Sparisjóðabanka Íslands skal Einar Pétursson framselja Sparisjóði Bolungarvíkur ábyrgðina að fjárhæð USD: 435.400,00-“
Þegar stefnandi hafði gert kaupsamninginn við Rauðsíðu ehf. seldi hann fiskinn c.i.f. til Drevik International a/s í Noregi. Drevik seldi svo fiskinn áfram til fyrirtækisins Hyngye Sea Products Co. Ltd. í Kína og skyldi afhenda fiskinn í Dalian í Kína. Hyngye Sea Products annaðist að Korea First Bank í Pusan í Kóreu hefði milligöngu um að sett yrði bankaábyrgð sem koma skyldi til greiðslu þegar fiskurinn hefði verið sendur til kaupandans í Kína, reikningur gerður af Drevik International a/s vegna viðskiptanna, farmbréf gefið út og sendingarkostnaður greiddur. Bankaábyrgðin hljóðaði upp á greiðslu á USD 519.250 miðað við 310 M(metric)/tonn með 10% magnfráviki. Fyrsti rétthafi ábyrgðarinnar var Drevik International a/s en stefnandi annar rétthafi. Engir aðrir rétthafar voru skráðir. Í ábyrgðinni var kveðið á um að rétthafi skyldi vitja greiðslu hjá Den Norske Bank í Osló gegn framvísun framangreindra skjala. Stefndi annaðist umsýslu fyrir stefnanda vegna bankaábyrgðarinnar og staðfesti við stefnanda móttöku ábyrgðarinnar 12. maí 1999.
Eftir að kaupandinn var fundinn og staðfesting bankaábyrgðarinnar lá fyrir hófst stefnandi handa við að ganga frá kaupunum við Rauðsíðu ehf. Kom þá í ljós að tollafgreiðslu var ekki lokið á fiskinum á Ísafirði. Eftir fund sem stefnandi átti með forsvarsmanni Rauðsíðu ehf. og sýslumanninum á Ísafirði 14. maí 1999 varð niðurstaðan sú að stefnandi gaf út tékka að fjárhæð 15.000.000 krónur til sýslumannsembættisins og fékkst fiskurinn þá tollafgreiddur. Útgáfudagur tékkans var skráður 7. júní 1999. Sýslumaður gaf stefnanda móttökukvittun, dagsetta 14. maí 1999.
Þegar gengið hafði verið frá málinu gagnvart sýslumanni og stefnandi krafðist afhendingar kom í ljós að vangreidd greiðslugjöld til Vestra ehf. vegna fisksins námu u.þ.b. 2.000.000 króna. Varð úr að stefnandi gaf af út 2.000.000 krónu tékka til Vestra ehf., með útgáfudegi 1. júní 1999. Móttökukvittun Vestra ehf. er dagsett 15. maí 1999.
Stefnandi fékk síðan 322,8 M/tonn af fiski afhent 15. maí 1999 og var það nokkru meira magn en upphaflega var gert ráð fyrir. Fiskurinn var tollafgreiddur og sendur úr landi 20. maí 1999. Stefnandi skilaði gögnum um framangreint til stefnda 26. maí 1999 sem kom þeim áfram til Den Norske Bank og varð greiðsluskylda Den Norske Bank vegna bankaábyrgðarinnar þá virk.
Stefnda barst greiðsla, að fjárhæð USD 540.690, frá Den Norske Bank úr bankaábyrgðinni 16. júní 1999 en sendi stefnanda ekki tilkynningu um að greiðslan hefði borist. Stefnanda barst hins vegar bréf frá framkvæmdastjóra Rauðsíðu ehf. 18. júní 1999 þar sem þess var farið á leit við stefnanda að í afreikningi hans til stefnda myndi hann ekki ráðstafa framangreindum 15.000.000 krónum til sýslumannsins á Ísafirði. Síðan segir í bréfinu:
"Er mér full ljóst að ég fór fram á það við þig að gefa út ávísun upp á ofangreinda fjárhæð til Sýslumannsins á Ísafirði, og heimilaði að kr: 15.000.000 yrðu ráðstafaðar af ofangreindri banka ábyrgð. Þar sem málefni Rauðsíðu eru í ákveðinni óvissu vil ég að þú hafir fullt umboð til að ráðstafa USD: 219.000- inn á biðreikning til vörslu í þínu nafni þangað til fullljóst er að ráðstöfun peningana til Sýslumannsins á Ísafirði sé rétt. Samkvæmt sölu samkomulagi okkar er varan er seld F.O.B. Ísafjörður. Aðrar greiðslur eru, sölulaun 3%, frystigeymsla, kostnaður við lestun gáma, hafna og útskipunargjöld. Þar er kr: 2.000.000 frystigeymsla hjá Vestra á Ísafirði, hafnar og útskipunargjöld kr: 755.710-. Þar sem ofangreindar ráðstafanir eru réttar til fullnustu á sölusamkomulagi okkar, heimila ég þær. Eftirstöðvar ráðstafist til Rauðsíðu ehf. kt. 490697-2129 Reikning í Sparisjóð Bolungarvíkur."
Stefnandi fékk síðar bréf frá lögmanni Rauðsíðu ehf., dagsett 21. júní 1999, þar sem fram kom að þar sem hann væri, að ósk Ketils Helgasonar framkvæmdastjóra Rauðsíðu ehf., að skoða hvort sýslumaðurinn á Ísafirði eða Sparisjóður Bolungarvíkur ætti rétt á greiðslu fyrir ofangreindan fisk væri þess farið á leit að stefndi biði með það til miðvikudagsins 23. júní að ráðstafa kaupverðinu með því að senda afreikning til stefnanda.
Með bréfi til stefnda, dagsettu 21. júní 1999, gerði lögmaður Sparisjóðs Bolungarvíkur kröfu um, að greiðsla að fjárhæð USD 435.400 úr bankaábyrgðinni yrði afhent sparisjóðnum. Var sú krafa studd þeim rökum að fiskur í eigu Rauðsíðu ehf. hefði verið að fullu veðsettur sparisjóðnum. Þrátt fyrir mótmæli stefnanda, í símskeyti 22. júní 1999, greiddi stefndi þann sama dag USD 435.400 til sparisjóðsins með fyrirvara um betri rétt þriðja aðila.
Stefndi sendi stefnanda 23. júní 1999 afreikning þar sem fram kom hvernig greiðslunni úr bankaábyrgðinni skyldi ráðstafað. Í afreikningnum var fyrst vísað til þess að úr bankaábyrgðinni hefðu borist USD 540.690, en af þeirri fjárhæð ætti Rauðsíða ehf. rétt til USD 451.920 samkvæmt sölusamkomulaginu dags. 7. maí 1999. í afreikningnum var gerð krafa til þess að stefnanda yrðu greiddir USD 255.338,92, eða 19.012.536 krónur miðað við gengi þessa dags. Sú fjárhæð var þannig sundurliðuð
Sölulaun 3% USD 13.557,60 x 24,5 vsk kr. 1.256.826
Greiðsla v/frystigeymslu kr. 2.000.000
Hafnar- og útskipunargjöld kr. 755.710
Sýslumaðurinn á Ísafirði kr. 15.000.000
Samtals kr. 19.012.536
Eftirstöðvar vegna viðskipta við Rauðsíðu ehf. voru tilgreindar USD 196.581,02. Þess var sérstaklega farið á leit við stefnda að stofnuð yrði bankabók á nafni stefnanda þar sem varðveitt yrði greiðsla að fjárhæð 15.000.000 krónur þar til ljóst þætti að rétt væri að ráðstafa fjárhæðinni til sýslumannsins á Ísafirði. Þá var óskað eftir að eftirstöðvum, þ. m. t. flutningskostnaði USD 88.770, yrði ráðstafað til stefnanda.
Stefndi varð ekki við þessum fyrirmælum og boðaði í bréfi dagsettu 25. júní 1999 að USD 16.520 til viðbótar yrðu greiddir til Sparisjóðs Bolungarvíkur sem veðhafa, þar sem hið selda hafi numið 322,8 tonnum í stað 311 tonna samkvæmt upphaflegum samningi. Í símbréfi til stefnanda, dagsettu 30. júní 1999, staðfesti stefndi að umrædd viðbótargreiðsla hefði verið innt af hendi til Sparisjóðs Bolungarvíkur. Jafnframt var staðfest að USD 88.700 hefðu verið greiddir inn á reikning stefnanda, samkvæmt afreikningi bankans.
Eftir þetta beindi stefnandi kröfum að stefnda og Sparisjóðs Bolungarvíkur um greiðslu á fé úr bankaábyrgðinni en án árangurs.
Stefnandi beindi kvörtun til Fjármálaeftirlitsins 22. júní 1999 og gerði stutta grein fyrir kvörtunarefni sínu. Stefndi svaraði kvörtuninni 2. júlí 1999. Í bréfi Fjármálaeftirlitsins 16. júlí 1999 kom fram að ekki yrði séð að ráðstöfun stefnda á umræddri ábyrgð til Sparisjóðs Bolungarvíkur teldist óeðlileg í ljósi upplýsinga sem frá stefnda hefðu komið. Fjármálaeftirlitið lýsti því jafnframt yfir að það teldi ekki tilefni til frekari afskipta af sinni hálfu.
Kaupanda fisksins í Kína gerði 22. júlí 1999 kröfu um USD 17.000 afslátt af kaupverðinu vegna meintra galla. Gallakrafan gekk eftir röð seljenda og var á endanum gerð á hendur stefnanda. Miðað við gengi við útgáfu afreikningsins 23. júní 1999, svarar afsláttarkrafan til 1.265.820 króna. Bætist þessi fjárhæð við 19.012.536 króna kröfu sem fram kom í afreikningi og síðar var gerð í bréfi lögmanns stefnanda dagsettu 6. júlí 1999. Nemur kröfufjáræð stefnanda því samtals 20.278.356 krónum.
Fyrirtækið Rauðsíða ehf. var úrskurðað gjaldþrota 17. ágúst 1999.
Aðilar deila einkum um það hvort sölusamkomulag stefnda og Rauðsíðu hf. frá 4. maí 1999 og sú staðreynd að fiskurinn var veðsettur Sparisjóði Bolungarvíkur, hafi veitt stefnda heimild til þess að ráðstafa greiðslum sem komu úr bankaábyrgðinni til sparisjóðsins gegn vilja stefnanda.
III
Málsástæður og lagarök stefnanda
Af hálfu stefnanda er því haldið fram að aldrei hafi verið gerð athugasemd um það af hálfu Rauðsíðu ehf. eða annarra aðila að stefnandi hlutaðist ekki til um að sett yrði bankaábyrgð til handa Rauðsíðu ehf. í samræmi við sölusamkomulagið frá 4. maí 1999. Eftir að stefnandi hafði fundið kaupanda hafi hann hafist handa við að ganga frá viðskiptunum við Rauðsíðu ehf. en þá hafi Ketill Helgason framkvæmdastjóri Rauðsíðu ehf. tjáð honum að ekki gæti orðið af afhendingu vörunnar að óbreyttu.
Stefnandi telur að afhending á tékkum til sýslumannsins á Ísafirði og Vestra ehf. hafi verið forsenda þess að fiskurinn fengist afhentur til sölu. Stefnandi hafi ekki vitað með hvaða hætti ætti að ráðstafa andvirði 15.000.000 króna tékka sem hann hafi afhent sýslumanni en ljóst hafi verið að varan yrði ekki tollafgreidd nema tékkinn yrði afhentur. Samkomulag hafi verið um að fjármunir sem var að vænta úr bankaábyrgðinni ættu að renna til greiðslu á umræddum tveimur tékkum.
Stefnandi kveðst hafa haft samband við ábyrgðadeild stefnda í nokkur skipti eftir að gengið hafði verið frá bankaábyrgðinni til að kanna hvort ekki mætti vænta greiðslu fljótlega. Í þessum samtölum hafi ekki verið gerð athugasemd við rétt stefnanda til ábyrgðarfjárins.
Stefnandi hafi síðan fengið upplýsingar frá Rauðsíðu ehf. um að greiðsla úr bankaábyrgðinni hefði borist stefnda og hafi hann í kjölfarið farið að grennslast nánar fyrir um afdrif greiðslunnar. Hafi honum þá verið tjáð hjá stefnda að til stæði að ráðstafa greiðslunni til Sparisjóðs Bolungarvíkur.
Stefnandi hafi einungis sent Fjármálaeftirliti kvörtun í knöppu máli. Kallað hafi verið eftir athugasemdum frá stefnda. Fjármálaeftirlitið hafi síðan komist að niðurstöðu án þess að nokkur frekari rannsókn færi fram og án þess að stefnanda væri veittur kostur á að tjá sig um athugasemdir stefnda. Svar Fjármálaeftirlitsins við kvörtun stefnanda einkennist af rangfærslum og ósönnuðum fullyrðingum um ýmis veigamikil atriði.
Stefnandi byggir mál sitt á því að stefndi hafi haft undir höndum fjármuni í hans eigu og ráðstafað þeim andstætt vilja hans án nokkurrar heimildar og ollið honum þannig verulegu tjóni. Stefndi beri ríkar skyldur í þessum efnum sem fjármálafyrirtæki og sé alls óheimilt á grundvelli eigin mats að taka ákvarðanir um ráðstöfun fjármuna viðskiptavina sinna til þriðja aðila.
Til vara byggir stefnandi á því að fiskurinn hafi ekki verið veðsettur Sparisjóði Bolungarvíkur eftir að hann var afhentur stefnanda 15. maí 1999 og vísar um það til 3. mgr. 27. gr. og 4. mgr. 32. gr. laga nr. 75/1997 um samningsveð. Stefndi beri án efa sönnunarbyrðina fyrir staðhæfingum um hið gagnstæða. Í öllu falli sé ljóst að hugsanlegur veðréttur Sparisjóðs Bolungarvíkur geti aldrei náð til þess kostnaðar sem fallið hafi á stefnanda vegna kaupanna og krafið sé um greiðslu á í þessu máli.
Fallist dómurinn ekki á framangreint byggir stefnandi á því að hann hafi verið grandlaus um að fiskviðskiptin hafi á nokkurn hátt brotið gegn rétti Sparisjóðs Bolungarvíkur. Stefnandi geti af þessum orsökum ekki borið ábyrgð gagnvart sparisjóðnum á viðskiptunum og vísar stefnandi um það til 4. mgr. 27. gr., sbr. 4. mgr. 32. gr. laga nr. 75/1997 um samningsveð. Stefndi beri án efa sönnunarbyrðina fyrir staðhæfingum um hið gagnstæða.
Loks er byggt á því af hálfu stefnanda, að Sparisjóður Bolungarvíkur geti ekki gert beint tilkall til greiðslunnar úr bankaábyrgðinni. Samkvæmt 4. mgr. 27. gr., sbr. 4. mgr. 32. gr., laga nr. 75/1997 um samningsveð séu heimildir sparisjóðsins í fyrsta lagi takmarkaðar við veðrétt í kröfu Rauðsíðu ehf. á stefnanda og í öðru lagi við bótakröfu á hendur stefnanda að því marki sem stefnandi kann að hafa greitt Rauðsíðu ehf. áður en veðréttur sparisjóðsins í kröfu Rauðsíðu ehf. á hendur stefnanda er niður fallinn. Sparisjóðurinn á samkvæmt þessu ekki heimild til forgangs að eign stefnanda sem var fólgin í réttinum til fjárins úr bankaábyrgðinni. Hafi stefnda því borið að skila fénu til stefnanda. Telji Sparisjóður Bolungarvíkur sig eiga kröfu á hendur stefnanda verði hann að höfða dómsmál til heimtu þeirrar kröfu.
Samhliða öllum framangreindum málsástæðum og sjálfstætt er byggt á því að stefnandi hafi átt forgangsrétt til greiðslunnar úr bankaábyrgðinni fyrir þeim kostnaði sem á hann hafi fallið vegna kaupanna og fram komi í afreikningi dags. 23. júní 1999 og gallakröfu dags. 20. júlí 1999. Réttur stefnanda til greiðslunnar, vegna þess kostnaðar sem hann hafi hlotið af sölunni, sé rétthærri en allur hugsanlegur réttur sem Sparisjóður Bolungarvíkur kunni að eiga til greiðslunnar úr bankaábyrgðinni.
Um lagarök vísar stefnandi m.a. til almennra reglna veðréttarins, m.a. um sérgreiningu veðsettra verðmæta og haldsrétt. Sérstaklega er vísað til laga nr. 75/1997 um samningsveð, almennu skaðabótareglunnar innan samninga, reglna um meðferð fjármálafyrirtækja á fjármunum sem þeim hefur verið falin meðferð á.
Af hálfu lögmanns stefnanda er því mótmælt að í ummælum í stefnu felist aðdróttanir sem varðað geti réttarfarssektum. Einungis hafi verið um að ræða mótmæli gegn staðhæfingum sem fram komi í bréfi stefnda til Fjármálaeftirlitsins.
IV
Málsástæður og lagarök stefnda
Sýknukrafa stefnda er á því byggð að hann hafi í einu og öllu farið eftir samkomulagi sem gert hafi verið á milli stefnanda, Sparisjóðs Bolungarvíkur og Rauðsíðu ehf. um ráðstöfun greiðslu samkvæmt bankaábyrgð Den Norske Bank og hafi honum verið óheimilt að fara eftir öðrum síðari fyrirmælum stefnanda og/eða Rauðsíðu ehf. nema fyrir lægi samþykki Sparisjóðs Bolungarvíkur.
Af hálfu stefnda er það talið grundvallaratriði í máli þessu að allar afurðir Rauðsíðu hf., unnar og óunnar, hafi verið veðsettar Sparisjóði Bolungarvíkur og Sparisjóði Þingeyrarhrepps með veðskjali dagsettu 16. júní 1998, þar sem sparisjóðirnir höfðu veitt Rauðsíðu ehf. framleiðslulán vegna sjávarafurðaframleiðslu og rekstrarvörubirgða.
Samkvæmt b-lið 4. gr. veðskjalsins hafi Rauðsíða ehf. skuldbundið sig til þess að fela eingöngu þeim útflytjendum afurðirnar til sölumeðferðar sem sparisjóðirnir samþykktu og uppfylltu skilyrði þeirra, en meginreglan skyldi vera sú að afurðir skyldu seldar gegn bankaábyrgð eða með greiðslufallstryggingu. Þá segi í veðskjalinu að sparisjóðurinn þurfi að samþykkja viðkomandi kaupanda og greiðsluskilmála í hvert skipti sem slík viðskipti eigi sér stað og skuli fá til innheimtu allar kröfur veðsala á hendur kaupendum veðsettra afurða, nema um annað hafi verið samið.
Stefndi telur að stefnandi og Rauðsíða ehf. hafi gert með sér sölusamkomulag í ljósi þessa veðskjals. Stefndi telur að stefnanda hafi ekki getað dulist að fiskurinn væri veðsettur lánastofnun, enda séu nær allar sjávarafurðir veðsettar á Íslandi. Sölusamkomulagið taki reyndar af allan vafa um það að stefnandi hafi vitað að fiskur sá, er hann hafi keypt af Rauðsiðu ehf. væri veðsettur Sparisjóði Bolungarvíkur.
Réttilega komi fram í stefnu að stefnandi hafi ekki hlutast til um að setja bankaábyrgð Rauðsíðu ehf. til handa og því síður framselt stefnda bankaábyrgð Korea First Bank sem opnuð hafi verið í þágu Drevik International a/s sem fyrsta rétthafa og stefnanda sem annars rétthafa. Fáleitt sé hins vegar að stefnandi hafi, með því að ganga ekki frá ábyrgð Rauðsíðu ehf. til handa, eða framselja hana formlega til Sparisjóðs Bolungarvíkur, unnið einhvern rétt sem hann hafi ekki átt áður.
Af hálfu stefnda er því haldið fram að framvísun sölusamkomulagsins hafi verið nægjanlegt framsal á bankaábyrgðinni í samræmi við það sem hér á undan hafi verið rakið um veðsetningu fisksins. Stefnda hafi því verið rétt og skylt að afhenda Sparisjóði Bolungarvíkur þann hluta greiðslunnar sem hafi verið framseldur, þ.e.a.s. USD 435.400.
Þá vísar stefndi til bréfs Fjármálaeftirlitsins frá 16. júlí 1999 en þar segi svo:
"Með hliðsjón af framansögðu og með vísan til fyrirliggjandi gagna verður ekki séð að ráðstöfun Sparisjóðabanka Íslands h/f á umræddri ábyrgð til Sparisjóðs Bolungarvíkur teljist óeðlileg í ljósi framangreinds". Stefnandi telur bréfið taka af öll tvímæli um það að aðgerðir stefnda hafi verið réttmætar.
Af hálfu stefnda er mótmælt að afhending 15.000.000 króna tékka til sýslumannsins á Ísafirði hafi verið til greiðslu á tollum af umræddum fiski og óútskýrt sé af hálfu stefnanda hvernig honum og forsvarsmanni Rauðsíðu ehf. hafi dottið í hug að afhenda umræddan tékka. Þessi greiðsla hafi alls ekki átt að vera nauðsynleg til þess að fiskurinn yrði fluttur út og hafi stefnandi ætlað sér að fá greiðslu vegna þessa úr bankaábyrgðinni hafi hann átt að fá til þess samþykki Sparisjóðs Bolungarvíkur. Ef stefnandi kynni að eiga rétt til endurgreiðslu þessarar fjárhæðar, eða hluta hennar, yrði hann að beina þeirri kröfu að Sparisjóði Bolungarvíkur. Um aðildarskort sé því að ræða af hálfu stefnda hvað varði þennan hluta kröfunnar sem leiði til sýknu, samanber 2. tl. 16. gr. laga nr. 91/1991. Hið sama eigi við um meinta kröfu stefnanda um greiðslu vegna geymslugjalda, sölulauna, hafnar- og útskipunargjalda. Þá hafnar stefndi því að stefnandi eigi bótakröfu á hendur honum. Af slíkri kröfu sé krafist sýknu vegna aðildarskorts.
Af hálfu stefnda er því alfarið hafnað, að fiskurinn hafi ekki verið veðsettur Sparisjóði Bolungarvíkur eftir að hann hafi verið afhentur stefnanda 15. maí 1999. Ljóst sé að aðgerðir stefnanda og Rauðsíðu ehf. hafi verið til þess fallnar að rýra réttindi Sparisjóðs Bolungarvíkur. Sú ráðstöfun að taka 15.000.000 króna af kröfu Sparisjóðs Bolungarvíkur til þess að greiða sýslumanninum á Ísafirði kröfu, sem ekki hafi verið tengd þessum vörum sérstaklega, hafi verið til þess fallin að eyðileggja kröfu sparisjóðsins. Stefnanda hafi verið kunnugt um veðréttindi sparisjóðsins og hafi því bakað sér ábyrgð á kröfu sparisjóðsins á grundvelli 4. tl. 27. gr. laga nr. 75/1997.
Þá er á því byggt, að þar sem stefndi hafi vitað um veðsetningu afurðanna og að með sölu þeirra færðist veðið yfir á söluandvirðið, hafi honum verið óheimilt að ráðstafa greiðslunni til annarra en veðhafans. Samkvæmt almennum reglum um uppgjör veðhafa á endurgjaldi sem komi úr bankaábyrgð vegna veðsettra afurða hafi stefnda borið að afhenda Sparisjóði Bolungarvíkur greiðslu úr bankaábyrgðinni. Stefnandi hafi síðan borið að senda sparisjóðnum afreikning ef hann taldi sig eiga kröfu til greiðslu úr ábyrgðinni. Stefndi hefði því ótvírætt bakað sér bótaskyldu gagnvart Sparisjóði Bolungarvíkur með því að ráðstafa greiðslunni til stefnanda.
Af hálfu stefnda er bent á að ærin ástæða sé til að dæma lögmenn stefndu til greiðslu réttarfarssektar, með vísan til d- og e-liðar 135. gr. laga nr. 91/1991, fyrir þau ummæli sem höfð hafi verið um Ólaf Ottósson í stefnu: "Einkennist bréf Ólafs af einhliða rangfærslum og ósönnuðum fullyrðingum um ýmis veigamikil atriði". Með þessum orðum sé lögmaðurinn að segja að Ólafur Ottósson hafi sent ranga skýrslu til Fjármálaeftirlitsins. Það að senda Fjármáleftirlitinu skýrslu með rangfærslum sé refsivert. Í bréfi Ólafs sé í einu og öllu skýrt rétt frá atvikum málsins. Aðdróttun lögmannsins varði við 236. gr. alm. hgl. nr. 19/1940
Af hálfu stefnda er óskað eftir að við ákvörðun málskostnaðar verði tekið tillit til þess að stefndi sé lánastofnun sem ekki geti nýtt sér greiddan virðisaukaskatt til frádráttar innheimtum virðisaukaskatti.
V
Niðurstaða
Í skýrslu stefnanda fyrir dómi kom m. a. fram að hann hefði 15 ára reynslu af útflutningi sjávarafurða. Hann kvaðst ekki hafa talið að viðskiptin við Rauðsíðu ehf. væru háð samþykki Sparisjóðs Bolungarvíkur en ekki talið óeðlilegt að viðskiptin færu í gegnum sparisjóðinn. Ákvæði í sölusamkomulaginu um framsal á bankaábyrgð til sparisjóðsins hafi verið ætlað að koma til framkvæmda ef beiðni kæmi frá Rauðsíðu ehf. um slíkt framsal. Stefnandi kvaðst ekki hafa gert skriflegt samkomulag við stefnda um umsýslu vegna bankaábyrgðarinnar. Hann kvaðst ekki hafa talið sér skylt að framselja Rauðsíðu ehf. bankaábyrgðina. Stefnandi kvaðst ekki hafa talið óeðlilegt að Rauðsíða ehf. væri með afurðalán en íslensk sjávarútvegsfyrirtæki væru þó ekki alltaf með slík lán á afurðum. Hann kvað verð það sem fram komi í sölusamkomulagi hafa verið miðað við afhendingu fob á Ísafirði. Frá því verði hafi hann síðan átt að draga 3% þóknun af fob-verði fisksins fyrir að koma viðskiptunum á. Þá hafi hann átt að fá greiddan kostnað vegna hafnar- og útskipunargjalda og annan kostnað tengdan viðskiptunum. Síðan hafi hann lagt á vöruna áætlaðan flutningskostnað til Kína. Með leigu á hagstæðum gámum megi ná flutningskostnaði niður. Stefnandi kvaðst ekki hafa viðurkennt eða greitt afsláttarkröfu þá sem borist hafi frá kínverska kaupandanum. Þá hafi norski milliliðurinn í fiskviðskiptunum, Drevik International a/s, ekki viðurkennt kröfuna. Stefnandi hélt því fram að hann hafi ekki átt að njóta annars hagnaðar af viðskiptunum en söluþóknunarinnar og þess sparnaðar sem hann gæti náð með hagkvæmum flutningasamningi.
Í máli þessu liggur ekki fyrir undirritað eintak af svokölluðu sölusamkomulagi stefnanda og Rauðsíðu ehf. heldur einungis símbréf stefnanda til Rauðsíðu ehf., dagsett 7. maí 1999, en það hefur að geyma óundirritað samkomulag, dagsett 4. maí 1999. Ágreiningslaust er hins vegar að slíkt samkomulag var undirritað og komst á.
Stefnandi byggir á því í málinu að stefnandi hafi keypt umræddan fisk af Rauðsíðu ehf. Í sölusamkomulaginu er ekki minnst á kaup en stefnandi hins vegar nefndur kaupandi og Rauðsíða ehf. seljandi. Þá er einingaverð vörunnar, magn og heildarverð tilgreint. Þar segir einnig að kaupandi skuli annast alla skjalagerð og aðra vinnu sem til falli vegna ofangreindrar sölu og afskipunar en ekki kemur fram hvort kostnaður vegna þess eigi að dragast frá söluverði. Bréf framkvæmdastjóra Rauðsíðu ehf. til stefnanda, dagsett 18. júní 1999, ber hins vegar með sér að stefnandi hafi átt að draga frá uppgefnu verði í sölusamkomulaginu 3% söluþóknun, hafnar- og útskipunarkostnað, svo og annan kostnað sem á hann hafði fallið vegna viðskiptanna. Er það í samræmi við skilning stefnanda á viðskiptaskilmálum þeirra.
Samkvæmt skjölum málsins og framburði stefnanda fyrir dómi bera viðskipti stefnanda og Rauðsíðu ehf. fremur svip umsýsluviðskipta en kaupa. Eðli viðskipta málsaðila þykir þó ekki hafa sérstaka þýðingu í máli þessu þar sem skilningur samningsaðila á þeim samningsskilmálum sem hér skipta máli er sá sami og þykir verða að leggja hann til grundvallar í málinu, að því leyti sem hann samræmist framlögðum gögnum.
Ljóst er að stefndi starfaði í þágu stefnanda við milligöngu um öflun umræddrar bankaábyrgðar. Fyrir liggur að Drevik International a/s var skráður fyrsti rétthafi ábyrgðarinnar en stefnandi annar rétthafi. Aðrir rétthafar voru ekki skráðir. Stefnda bar því að ráðstafa fjárhæð þeirri sem barst vegna ábyrgðarinnar í samræmi við fyrirmæli stefnanda nema sýnt þætti að sú ráðstöfun myndi stefna betri rétti annars aðila í augljósa hættu.
Samkvæmt sölusamkomulagi stefnanda og Rauðsíðu ehf. frá 4. maí 1999 var stefnanda ætlað að ganga frá viðunandi bankaábyrgð sem Sparisjóður Bolungarvíkur samþykkti og að framselja sparisjóðnum slíka ábyrgð að fjárhæð USD 435.400 þegar hún bærist stefnda. Ekkert liggur fyrir um það í málinu að bankaábyrgð sú sem stefndi aflaði hafi verið borin undir Rauðsíðu ehf. og Sparisjóð Bolungarvíkur til samþykktar og hvorki Rauðsíða ehf. né sparisjóðurinn var skráður rétthafi ábyrgðarinnar. Þá framseldi stefnandi sparisjóðnum aldrei ábyrgðina. Stefndi virðist ekki hafa haft milligöngu um eða farið þess á leit við stefnanda svo yrði gert. Skjöl málsins benda samkvæmt framansögðu ekki til þess að Sparisjóður Bolungarvíkur hafi orðið aðili að sölusamkomulaginu eða í því fælist framsal á bankaábyrgðinni til sparisjóðsins.
Ekki liggur fyrir í málinu hvernig stefndi fékk upplýsingar um umrætt sölusamkomulag. Það er að mörgu leyti mjög ófullkominn samningur og skýrir með takmörkuðum hætti samningsskilmála í fiskviðskiptunum. Tilgreindu magni og verði ber ekki saman við magn það sem stefnandi annaðist raunverulega sölu á og fjárhæð þeirrar bankaábyrgðar sem stefndi aflaði var önnur en gert var ráð fyrir í samkomulaginu. Ekki var um endanlegt samkomulag að ræða, enda komu síðar fram örðugleikar varðandi afhendingu fisksins sem leiddu til þess að stefnandi taldi sig tilneyddan að leggja út fé sem framkvæmdastjóri Rauðsíðu ehf. féllst á að kæmi til frádráttar endurgjaldi fyrir fiskinn. Þrátt fyrir skýr fyrirmæli frá stefnanda um að ráðstafa ekki fénu til Sparisjóðs Bolungarvíkur, og framangreinda óvissu um samningsskilmála, virðist stefndi ekki hafa leitað eftir upplýsingum frá stefnanda eða Rauðsíðu ehf. um viðskipti þeirra áður en hann ráðstafaði USD 435.400 af ábyrgðarfénu til sparisjóðsins 22. júní 1999. Eftir að stefndi hafði, 23. júní 1999, fengið afreikning stefnanda með skýrum fyrirmælum um ráðstöfun fjárins ráðstafaði hann USD 16.520 til viðbótar til Sparisjóðs Bolungarvíkur.
Með hliðsjón af framangreindu verður ekki talið að stefndi hafi, á grundvelli þeirra upplýsinga sem hann hafði, mátt ætla að í sölusamkomulaginu fælist skuldbindandi og óafturkallanlegt framsal á greiðslum samkvæmt bankaábyrgðinni þannig að sparisjóðurinn gæti byggt rétt á því gagnvart stefnanda.
Stefndi hefur jafnframt byggt á því, að þar sem umræddur fiskur hafi verið veðsettur Sparisjóði Bolungarvíkur á grundvelli afurðalánaveðsetningar hafi honum verið skylt að ráðstafa greiðslum samkvæmt bankaábyrgðinni til sparisjóðsins.
Af hálfu stefnda hafa ekki verið lögð fram gögn eða færð fullnægjandi rök fyrir því, að í gildi séu skráðar eða óskráðar reglur milli íslenskra banka um að banka sem hefur undir höndum endurgjald fyrir afurðir, sem veðsettar hafi verið öðrum banka, beri að greiða veðhafanum endurgjaldið, gegn vilja þess sem falið hefur bankanum vörslur fjárins.
Fyrir liggur að Sparisjóður Bolungarvíkur og Sparisjóður Þingeyrarhrepps (í máli þessu nefndir nafni þess fyrrnefnda) veittu Rauðsíðu ehf. 16. júní 1998 framleiðslulán vegna sjávarafurðaframleiðslu og rekstrarvörubirgða að fjárhæð allt að 30.000.000 króna. Í veðbréfinu kemur fram að lánið sé veitt með veði í framleiðsluvörum lántaka og nái til veðsettra verðmæta, án tillits til verkunar- eða framleiðslustigs. Veðrétturinn nái einnig til kröfu veðsala á hendur viðtakanda veðsetts verðmætis um endurgjald af hans hálfu fyrir það, sem af hendi var látið. Þá kemur fram í bréfinu að viðtakandi baki sér ábyrgð á kröfunni gagnvart sparisjóðnum ef hann greiðir veðsala hana, áður en veðrétturinn í henni fellur niður. Ennfremur segir í veðbréfinu að lántaki skuldbindi sig til þess að fela eingöngu þeim útflytjendum afurðirnar til sölumeðferðar sem sparisjóðurinn samþykkir og sem uppfylla skilyrði hans og að meginreglan sé sú að afurðir skuli seldar með bankaábyrgð eða með greiðslufallstryggingu. Sparisjóðurinn þurfi einnig að samþykkja viðkomandi kaupanda og greiðsluskilmála í hvert skipti sem slík viðskipti eigi sér stað og skuli sem veðhafi fá til innheimtu allar kröfur framleiðanda/veðsala á hendur kaupendum veðsettra afurða, nema um annað sé samið sérstaklega. Veðskjalinu var þinglýst.
Í margnefndu sölusamkomulagi var ekki minnst á að fiskafurðir þær sem samkomulagið tók til væru veðsettar sparisjóðnum og upplýsingar þar um koma heldur ekki fram í bréfi Rauðsíðu ehf. til stefnda dags. 18. júní 1999 eða í öðrum skjölum sem þeim fóru á milli. Ákvæði sölusamkomulagsins þurfa ekki að benda til annars en þess að Rauðsíða ehf. hafi óskað eftir að sparisjóðurinn hefði faglegt eftirlit með því að tryggilega yrði gengið frá viðskiptunum og hefði milligöngu um ráðstöfun þess hluta ábyrgðarfjárhæðarinnar sem kæmi í hlut Rauðsíðu ehf. Stefndi þykir heldur ekki hafa sýnt fram á að afurðaveð í fiski séu svo algeng hér á landi að stefnandi hafi þess vegna mátt ganga að því sem vísu að umræddur fiskur væri veðsettur.
Í bréfi sem Sparisjóður Bolungarvíkur sendi stefnanda 20. júlí 1999 er vísað til símbréfs þar sem farið hafi verið fram á framvísun gagna sem sýni að umræddur fiskur hafi verið veðsettur sparisjóðnum. Í bréfinu segir að því fylgi útflutningsnótur yfir þessar vörur og ljósrit af afurðalánasamningi milli Rauðsíðu hf. og sparisjóðsins sem staðfesti að allar þessar vörur hafi verið veðsettar sparisjóðnum. Bréf þetta og fylgigögn þykir ekki benda til þess að stefnandi hafi haft samskipti við sparisjóðinn vegna fiskviðskiptanna eða hafi vitað um afurðaveðsetninguna þegar viðskiptin áttu sér stað.
Með vísan til framangreinds þykir stefnda ekki hafa tekist að sýna fram á að stefnandi hafi vitað að fiskurinn væri veðsettur Sparisjóði Bolungarvíkur þegar hann gerði sölusamkomulag við Rauðsíðu ehf.
Í umræddu veðskjali eru sett ströng fyrirmæli um hvernig standa skuli að sölu afurða. Eftir þeim var ekki farið og er það fyrst var það fyrst og fremst á ábyrgð Rauðsíðu ehf. Ekki liggur fyrir að Sparisjóður Bolungarvíkur hafi gert athugasemdir við hvernig staðið var að sölu afurðanna eða öflun ábyrgða. Þar sem ekki þykir sannað að stefnandi hafi um þessa skilmála vitað er hann ekki bundinn af þeim.
Lög um samningsveð nr. 75/1997 taka til veðsetningar þessarar. Í 4. mgr. 32. gr. laganna, sem fjallar um veðsetningu á afla, afurðum og rekstrarvörum, er vísað til 1.-4. mgr. 27. gr. um framsal hins veðsetta. Samkvæmt 1. mgr. 27. gr. er veðsala heimilt að skipta út eða framselja veðsett rekstrartæki svo lengi sem slíkt er í samræmi við eðli rekstrarins eða skerðir ekki að mun tryggingu veðhafa. Í 3. mgr. 27. gr. segir að þegar rekstrartæki hafi verið seld í samræmi við ákvæði 1. og 2. mgr. greinarinnar og seljandi hafi ekki lengur umráð þeirra falli veðrétturinn í tækjunum brott. Í 4. gr. 27. gr. segir hins vegar að ef eigandi veðsettra rekstrartækja hefur, umfram þá heimild sem greinir í 1. og 2. mgr., framselt öðrum hið veðsetta öðlast veðhafinn veðrétt, sams konar og hann átti í veðandlaginu, í kröfu fyrri eiganda á hendur þeim sem við hinu veðsetta tók um endurgjald af hans hálfu fyrir það sem af hendi var látið.
Af framangreindum lagaákvæðum leiðir að veðhafi öðlast ekki veðrétt í endurgjaldi fyrir veðsettar afurðir ef ráðstöfun hins veðsetta er í samræmi við eðli rekstrarins eða skerðir ekki að mun tryggingu veðhafa.
Það leiðir af eðli fiskvinnslu að koma þarf afurðum, sem afurðaveð hvílir á, í verð m.a. til þess að unnt sé að standa við greiðslu á afurðalánum. Þau viðskipti sem Rauðsíða ehf. átti við stefnanda eru því samrýmanleg eðli þess rekstrar sem fyrirtækið stundaði.
Þegar metið er hvort Rauðsíða ehf. hafi skert afurðaveðrétt Sparisjóðs Bolungarvíkur að mun með umræddri ráðstöfun þykir ekki rétt að líta á viðmiðunarverð vörunnar samkvæmt sölusamkomulaginu heldur miklu fremur til endanlegra viðskiptaskilmála stefnanda og framkvæmdastjóra Rauðsíðu ehf. Samkvæmt þeim upplýsingum um viðskiptaskilmála sem fram koma í bréfi Rauðsíðu ehf. frá 18. júní 1999 og afreikningi stefnanda frá 23. júní átti stefnandi rétt á að draga söluþóknun og hafnar- og útskipunargjöld frá því verði sem fram kom í sölusamkomulaginu frá 4. maí 1999. Sömuleiðis virðist eðlilegur sá skilningur þeirra að stefndi mætti draga frá geymslukostnað sem hann hafði greitt til að fá fiskinn afhentan. Telja verður framangreindan kostnað þess eðlis að rétt hafi verið að líta svo á að hann kæmi til frádráttar endurgjaldi fyrir fiskinn. Gat það því ekki skert tryggingu sparisjóðsins þótt stefnandi áskildi sér greiðslu úr bankatryggingunni fyrir þessum kostnaði.
Meiri vafi leikur á um kröfu stefnanda vegna 15.000.000 króna tékka sem hann afhenti sýslumanninum á Ísafirði. Í bréfi fulltrúa sýslumanns frá 8. júlí 1999 kemur fram að tékkinn hafi verið afhentur til greiðslu á virðisaukaskatti Rauðsíðu ehf. Í bréfi sama fulltrúa frá 22. september 1999 er hins vegar upplýst að greiðslan hafi átt að ganga upp í skuldir Rauðsíðu ehf. við embættið. Óumdeilt er að tékkinn var afhentur embættinu í því skyni að fá fiskinn tollafgreiddan. Hins vegar er veruleg óvissa um það í málinu hvort eða að hvað miklu leyti andvirði tékkans gekk til að greiða virðisaukaskatt eða önnur gjöld tengd umræddum fiskafurðum. Þar sem ekki liggur fyrir að stefnandi hafi vitað um að fiskurinn væri veðsettur hefur ekki verið sýnt fram á annað en að hann hafi verið í góðri trú um að samkomulag við Rauðsíðu ehf., um að hann fengi andvirði tékkans greitt af söluandvirði fisksins, héldi. Ekki verður í þessu máli skorið úr lögskiptum stefnanda, þrotabús Rauðsíðu ehf., og Sparisjóðs Bolungarvíkur varðandi afhendingu umrædds tékka eða rétt Rauðsíðu ehf. til að láta hluta af andvirði fisksins renna til sýslumannsins á Ísafirði.
Áður en skorið verði úr um hvort stefnda hafi verið rétt að líta svo á að ráðstöfun á 15.000.000 krónum af endurgjaldi fyrir fiskinn, vegna greiðslu á skuld við sýslumanninn á Ísafirði, skerti að mun tryggingu Sparisjóðs Bolungarvíkur verður að skoða fyrirliggjandi upplýsingar um afurðalán sparisjóðsins og tryggingar fyrir þeim.
Í málinu liggur fyrir veðskjal sem sýnir að 30.000.000 króna afurðaveð hvíldi á þessum og öðrum afurðum Rauðsíðu ehf. Stefnandi annaðist sölu á 322,8 tonnum af fiski af um 748 tonna sendingu af rússaþorski. Samkvæmt afreikningi skyldi Rauðsíða ehf. fá USD 196.581,02 eða rúmlega 14,6 milljónir króna á gengi 22. júní 1999 en stefnandi fá USD 255.338,92 eða rúmlega 19 milljónir króna auk flutningskostnaðar. Í dómkröfum stefnanda er við það miðað að frá hluta Rauðsíðu ehf. dragist að auki 1.265.820 krónur vegna fram kominnar gallakröfu. Ekki er upplýst í málinu hvort endurgjald það sem Rauðsíða ehf. skyldi fá samkvæmt afreikningi stefnanda var innan eðlilegra marka. Ekki liggja fyrir í málinu upplýsingar um verðmæti annarra afurða sem afurðaveðið hvíldi á eða um að önnur afurðaveð hafi hvílt á umræddri fisksendingu.
Þegar allt framangreint er virt verður ekki talið að viðskipti stefnanda og Rauðsíðu ehf. og ráðstöfun endurgjalds fyrir fiskafurðirnar í samræmi við fyrirmæli stefnanda hafi verið til þess fallin að skerða að mun þá tryggingu sem Sparisjóður Bolungarvíkur átti í afurðum Rauðsíðu ehf., samkvæmt veðbréfi því sem liggur frammi í málinu. Samkvæmt því og með vísan til 1. og 3. mgr. 27. gr., sbr. 4. mgr. 32. gr. laga um samningsveð nr. 75/1997, mátti stefndi ekki ganga út frá því að veðréttur Sparisjóðs Bolungarvíkur næði til þess endurgjalds sem hann hafði í vörslum sínum vegna bankaábyrgðar sem hann hafði haft milligöngu um að afla í þágu stefnanda.
Fallast má á með stefnanda að gera verði ríkar kröfur til bankastofnunar, eins og stefnda, þegar um er að ræða ráðstöfun fjármuna viðskiptamanns þvert gegn yfirlýstum vilja hans. Lögskipti stefnanda og Rauðsíðu ehf. við sýslumanninn á Ísafirði vegna afhendingar á fiskinum voru illa upplýst og liggur ekki fyrir að stefndi hafi gert tilraun til að afla sér upplýsinga um þau. Stefnda mátti vera ljóst að umrædd ráðstöfun fjárins gat skaðað lögvarða hagsmuni stefnanda verulega og bar stefnda því að láta stefnanda njóta vafans og fara að fyrirmælum hans um stofnun reiknings vegna þess hluta endurgjaldsins fremur en að afhenda Sparisjóði Bolungarvíkur.
Þar sem ráðstöfun fjárins átti samkvæmt framansögðu ekki stoð í samningsskilmálum stefnanda og Rauðsíðu ehf., lögum um samningsveð nr. 75/1997 eða veðsamningi Rauðsíðu ehf. og Sparisjóðs Bolungarvíkur og verður ekki á annan hátt réttlætt, ber að taka kröfu stefnanda til greina hvað varðar kröfur þær sem settar voru fram í afreikningi hans dagsettum 23. júní 1999.
Hvað varðar þann hluta kröfu stefnanda sem lýtur að 1.265.820 króna afsláttarkröfu hins kínverska kaupanda ber að líta til framburðar stefnanda sjálfs fyrir dómi. Stefnandi bar að hann hefði enn ekki greitt kröfuna og reyndar hefði hún hvorki verið viðurkennd af honum né norska milliliðnum Drevik International a/s. Vegna þessa og þar sem ekki var gert ráð fyrir þessari afsláttarkröfu í upphaflegum afreikningi til stefnda, dagsettum 23. júní 1999, en hins vegar gert ráð fyrir að Rauðsíða ehf. fengi 19.012.536 króna eftirstöðvar greiðslu samkvæmt bankaábyrgðinni, þykir ekki unnt að taka þennan kröfulið til greina.
Af hálfu stefnda hefur verið bent á að ástæða sé að dæma lögmenn stefnanda til greiðslu réttarfarssektar, með vísan til d- og e-liðar 135. gr. laga nr. 91/1991, fyrir eftirfarandi ummæli um Ólaf Ottósson í stefnu: "Einkennist bréf Ólafs af einhliða rangfærslum og ósönnuðum fullyrðingum um ýmis veigamikil atriði". Líta verður svo á að með þessum orðum sé verið að mótmæla með kröftugum hætti fullyrðingum sem fram komu í umræddu bréfi stefnda til Fjármálaeftirlitsins. Ekki verður talið að ummælin séu ósæmileg eða að með þeim hafi verið hafðar uppi vísvitandi rangar staðhæfingar eða mótbárur. Verða þau því ekki talin varða réttarfarssektum.
Samkvæmt framansögðu ber stefnda að greiða stefnanda samtals 19.012.536 krónur. Ekki er ágreiningur um dráttarvexti og reiknast þeir eins og í dómsorði greinir.
Eftir úrslitum málsins ber stefnda að greiða stefnanda málskostnað sem telst hæfilega ákveðinn 1.000.000 krónur.
Af hálfu stefnanda flutti málið Reimar Pétursson hdl. en af hálfu stefnda Brynjólfur Kjartansson hdl.
Sigurður Tómas Magnússon héraðsdómari kvað upp dóminn.
D ó m s o r ð
Stefndi, Sparisjóðabanki Íslands hf., greiði stefnanda, Einari Péturssyni, 19.012.536 krónur, auk dráttarvaxta samkvæmt III. kafla vaxtalaga nr. 25/1987, frá 22. júní 1999 til greiðsludags og 1.000.000 krónur í málskostnað.