Hæstiréttur íslands
Mál nr. 222/2002
Lykilorð
- Kærumál
- Lögbann
- Vitni
|
|
Föstudaginn 24. maí 2002. |
|
Nr. 222/2002. |
Hrönn Sveinsdóttir Árni Sveinsson Böðvar Bjarki Pétursson Inga Rut Sigurðardóttir og Tuttugu geitur sf. (Erla S. Árnadóttir hrl.) gegn Ungfrú Íslandi ehf. Elvu Dögg Melsteð Ingunni Hafdísi Hauksdóttur Írisi Hrund Þórarinsdóttur Margréti JóelsdótturMaren Ösp Hauksdóttur Jóhönnu Ósk Halldórsdóttur Margréti Óskarsdóttur Sunnu Þorsteinsdóttur Halldóru Þorvaldsdóttur Agnesi Ósk Þorsteinsdóttur Ingu Kristínu Campos Írisi Björk Árnadóttur Pálu Hallgrímsdóttur og Elvu Hrönn Eiríksdóttur (Ragnar Aðalsteinsson hrl.) |
Kærumál. Lögbann. Vitni.
Hæstiréttur hafnaði kröfu H o.fl. um að teknar yrðu skýrslur fyrir dómi af fjórum nafngreindum vitnum í tengslum við kærumál um lögbannsgerð, sem H o.fl. ráku á hendur U ehf. o.fl. fyrir Hæstarétti.
Dómur Hæstaréttar.
Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson, Árni Kolbeinsson og Gunnlaugur Claessen.
Sóknaraðilar skutu málinu til Hæstaréttar með kæru 8. maí 2002, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 10. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 8. maí 2002, þar sem hafnað var beiðni sóknaraðila um að teknar yrðu skýrslur fyrir dómi af fjórum nafngreindum vitnum í tengslum við kærumál um lögbannsgerð, sem sóknaraðilar reka nú á hendur varnaraðilum fyrir Hæstarétti. Kæruheimild er í e. lið 1. mgr. 143. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Sóknaraðilar krefjast þess að heimilað verði að taka skýrslur af þessum vitnum og varnaraðilum gert að greiða málskostnað í héraði ásamt kærumálskostnaði.
Varnaraðilar krefjast þess að úrskurður héraðsdómara verði stað
Varnaraðilar krefjasfestur og þeim dæmdur kærumálskostnaður.
Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur.
Sóknaraðilar verða dæmd í sameiningu til að greiða varnaraðilum kærumálskostnað eins og í dómsorði greinir.
Dómsorð:
Hinn kærði úrskurður er staðfestur.
Sóknaraðilar, Hrönn Sveinsdóttir, Árni Sveinsson, Böðvar Bjarki Pétursson, Inga Rut Sigurðardóttir og Tuttugu geitur sf., greiði í sameiningu varnaraðilum, Ungfrú Íslandi ehf., Elvu Dögg Melsteð, Ingunni Hafdísi Hauksdóttur, Írisi Hrund Þórarinsdóttur, Margréti Jóelsdóttur, Maren Ösp Hauksdóttur, Jóhönnu Ósk Halldórsdóttur, Margréti Óskarsdóttur, Sunnu Þorsteinsdóttur, Halldóru Þorvaldsdóttur, Agnesi Ósk Þorsteinsdóttur, Ingu Kristínu Campos, Írisi Björk Árnadóttur, Pálu Hallgrímsdóttur og Elvu Hrönn Eiríksdóttur, hverjum fyrir sig 5.000 krónur í kærumálskostnað.
Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 8. maí 2002.
Mál þetta var þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur 7. maí sl. og tekið til úrskurðar í dag að loknum munnlegum málflutningi.
Með beiðni dags. 30. apríl sl. fóru Hrönn Sveinsdóttir, kt. 250777-5159, Árni Sveinsson, kt. 090576-4539, Böðvar Bjarki Pétursson, kt. 141062-2989 og Inga Rut Sigurðardóttir, kt. 200258-4289, hin tvö síðastnefndu persónulega og fyrir hönd sameignarfélagsins Tuttugu geitur sf., kt. 611189-1769, með vísun til 76., sbr. 75. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, fram á að fram færu skýrslutökur fyrir dómi vegna kærumáls fyrir Hæstarétti. Um sé að ræða kæru framangreindra aðila á úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur frá 24. f. m. í máli nr. K 1/2002, en tilgreindir varnaraðilar í kærumálinu séu eftirgreindir aðilar:
Ungfrú Ísland ehf., kt. 531099-2309, Laugarnesvegi 73, Reykjavík
Elva Dögg Melsteð, kt. 140279-3939, Tómasarhaga 38, Reykjavík
Ingunn Hafdís Hauksdóttir, kt. 010276-3579, Fjörugranda 10, Reykjavík
Íris Hrund Þórarinsdóttir, kt. 111082-5379, Hverafold 35, Reykjavík
Margrét Jóelsdóttir, kt. 130878-4829, Bólstaðarhlíð 23, Reykjavík
Maren Ösp Hauksdóttir, kt. 090379-4539, Esjuvöllum 21, Akranesi
Jóhanna Ósk Halldórsdóttir, kt. 150682-3989, Neðri Breiðdal, Flateyri
Margrét Óskarsdóttir, kt. 270780-5129, Starengi 3, Selfossi
Sunna Þorsteinsdóttir, kt. 090779-5169, Danmörku
Halldóra Þorvaldsdóttir, kt. 200482-3959, Starmóa 14, Njarðvík
Agnes Ósk Þorsteinsdóttir, kt. 080982-5859, Áshamri 69, Vestmannaeyjum
Inga Kristín Campos, kt. 010879-2139, Stuðlabergi 66, Hafnarfirði
Íris Björk Árnadóttir, kt. 220781-4109, Bergsmára 4, Kópavogi
Pála Hallgrímsdóttir, kt. 231282-4409, Heiðarhjalla 39, Kópavogi
Elva Hrönn Eiríksdóttir, kt. 310378-46I9, Langholtsvegi 173, Reykjavík
Þess var óskað að teknar yrðu skýrslur af tilgreindum vitnum:
Karólínu Einarsdóttur, þátttakanda í Ungfrú Ísland.is árið 2000,
Hrafnhildi Hólmgeirsdóttur, fatahönnuði,
Þorsteini Stephensen, blaðamanni,
Sigurjóni Sigurjónssyni, ljósmyndara.
Af hálfu varnaraðila kærumáls K-1/2002 var framangreindri beiðni um skýrslutöku fyrir dómi andmælt. Þess var krafist að þeirri beiðni yrði hafnað í samræmi við 3. mgr. 73. gr. laga um meðferð einkamála nr. 91/1991. Til vara var þess krafist, ef vitnaleiðslur yrðu heimilaðar, að varnaraðili fái að leiða fyrir dóminn vitnin Helgu Braga Jónsdóttur, Móeiði Júníusdóttur og forsvarsmann Ævintýraklúbbsins, svo og eitt eða tvö vitni, sem eru meðlimir í hljómsveitinni Jagúar. Þá var krafist málskostnaðar. Í framlagðri bókun og málflutningi varnaraðila er byggt á því að beiðni um skýrslutökur sé órökstudd og fullnægi ekki skilyrðum laga um meðferð einkamála að öðru leyti, m.a. uppfylli tilgreining vitna og vitnisburðar ekki skilyrði laganna. Engar skýringar séu fram færðar varðandi það af hverju þessi vitni hafi ekki gefið skýrslu við aðalmeðferð og engin rök hnígi að því að þau eigi að gera það nú. Með því að fallast á að vitnin gefi skýrslu nú sé brotið gegn meginreglum réttarfars um milliliðalausa sönnunarfærslu, um að gagnaöflun fari fram fyrir aðalmeðferð máls og að aðilum sé gefinn kostur á að leggja mat á og andmæla framlögðum gögnum, m.a. framburði vitna. Þá væri einnig verið að raska grundvelli málsins eins og hann var við aðalmeðferð þess og uppkvaðningu úrskurðar.
Af hálfu sóknaraðila var varakröfu varnaraðila um vitnaleiðslur mótmælt. Þá var krafist málskostnaðar. Beiðni sóknaraðila um vitnaleiðslur tilgreindra vitna var rökstudd sérstaklega með bókun þannig: Þess sé óskað að Karólína Einarsdóttir komi fyrir dóminn og gefi skýrslu varðandi atvik um þátttöku í keppninni Ungfrú Ísland.is árið 2000 og aðild sína að lögbannsbeiðninni. Þess sé óskað að Hrafnhildur Hólmgeirsdóttir fatahönnuður sem starfaði við keppnina Ungfrú Ísland.is árið 2000 gefi vitnaskýrslu varðandi samskipti sín við þátttakendur og keppnishaldara og atvik varðandi undirbúning keppninnar. Þess sé óskað að Þorsteinn Stephensen staðfesti skriflega yfirlýsingu sem lögð var fram í Héraðsdómsmálinu nr. K-1/2002 sem dskj. nr. 14. Þess sé óskað að Sigurjón Sigurjónsson ljósmyndari sé spurður um starf sitt sem ljósmyndari vegna keppninnar og atvik og samskipti við þátttakendur og keppnishaldara við undirbúning keppninnar.
Umbeðnar vitnaleiðslur eru ætlaðar sem sönnunargögn í lögbannsmáli nr. K-1/2002 við rekstur þess fyrir Hæstarétti. Lögbannsmálið var rekið fyrir héraðsdómi samkvæmt ákvæðum V. kafla laga nr. 31/1990 um kyrrsetningu og lögbann o.fl. Í 1. mgr. 35. gr. þeirra laga segir að um málsmeðferðina að öðru leyti gildi ákvæði 86.91. gr. laga um aðför. Í 1. mgr. 90. gr. þeirra laga segir að vitnaleiðslur og mats- og skoðunargerðir skuli að jafnaði ekki fara fram í þeim málum. Heimild til slíkrar sönnunarfærslu ber því að skýra þröngt og ber að skýra heimildarákvæði 76. gr. laga nr. 91/1991 til gagnaöflunar í samræmi við það. Ber því að hafna framkominni beiðni Hrannar Sveinsdóttur o.fl. um vitnaleiðslur í máli þessu.
Eftir atvikum þykir rétt að málskostnaður falli niður.
Eggert Óskarsson héraðsdómari kvað upp úrskurð þennan.
Ú R S K U R Ð A R O R Ð:
Framkominni beiðni Hrannar Sveinsdóttur o.fl. um vitnaleiðslur er hafnað.
Málskostnaður fellur niður.