Hæstiréttur íslands
Mál nr. 69/1999
Lykilorð
- Handtaka
- Skaðabætur
- Stjórnarskrá
- Mannréttindasáttmáli Evrópu
- Gjafsókn
- Sératkvæði
|
|
Fimmtudaginn 30. september 1999. |
|
Nr. 69/1999. |
Íslenska ríkið (Jón G. Tómasson hrl.) gegn Stefáni Þorgrímssyni (Ásgeir Þór Árnason hrl. Björgvin Jónsson hdl.) |
Handtaka. Skaðabætur. Stjórnarskrá. Mannréttindasáttmáli Evrópu. Gjafsókn. Sératkvæði.
Sjá reifun máls nr. 65/1999: Íslenska ríkið gegn Ólafi Högna Ólafssyni.
Dómur Hæstaréttar.
Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Pétur Kr. Hafstein, Guðrún Erlendsdóttir, Haraldur Henrysson, Hjörtur Torfason og Hrafn Bragason.
Áfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 19. febrúar 1999. Hann krefst aðallega sýknu af öllum kröfum stefnda en til vara, að kröfur hans verði verulega lækkaðar. Áfrýjandi krefst einnig málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti.
Stefndi krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti, eins og málið væri eigi gjafsóknarmál.
Mál þetta er samkynja fimm málum, sem dæmd eru samhliða. Um rökstuðning fyrir niðurstöðu þessa máls um efni og máls- og gjafsóknarkostnað vísast til forsendna dóms í málinu nr. 65/1999: Íslenska ríkið gegn Ólafi Högna Ólafssyni.
Dómsorð:
Áfrýjandi, íslenska ríkið, greiði stefnda, Stefáni Þorgrímssyni, 50.000 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt III. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 frá 11. júní 1998 til greiðsludags.
Málskostnaður verður ekki dæmdur í héraði og fyrir Hæstarétti.
Ákvæði héraðsdóms um gjafsóknarkostnað er staðfest.
Gjafsóknarkostnaður stefnda fyrir Hæstarétti greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málflutningsþóknun lögmanns hans, 40.000 krónur.