Hæstiréttur íslands

Mál nr. 562/2006


Lykilorð

  • Sakarkostnaður
  • Tilraun
  • Sératkvæði
  • Manndráp
  • Skilorð


Fimmtudaginn 1

 

Fimmtudaginn 1. mars 2007.

Nr. 562/2006.

Ákæruvaldið

(Sigríður J. Friðjónsdóttir saksóknari)

gegn

X

(Sveinn Andri Sveinsson hrl.

 Herdís Hallmarsdóttir hdl.)

 

Manndráp. Tilraun. Skilorð. Sakarkostnaður. Sératkvæði.

X var ákærður fyrir tilraun til manndráps með því að hafa stungið föður sinn með hnífi í hægri síðu með þeim afleiðingum að hann hlaut lífshættulega áverka. Fallist var á með héraðsdómi að ósannað væri að X hefði fyrirfram ætlað að ráða föður sínum bana. Þegar litið var til atvika og þá einkum til þess hve hættulegu og stóru vopni X beitti, hvert hann beindi því og hve langt það gekk inn í líkama árásarþola, svo og með hliðsjón af afleiðingum stungunnar, þótti verða að álykta að X hafi hlotið að vera ljóst, er hann hóf atlöguna með hnífnum, að bani hlytist eða kynni að hljótast af henni. Var hann því sakfelldur fyrir brot gegn 211. gr, sbr. 20. gr. almennra hegningarlaga. Eftir atvikum öllum þótti rétt að ákveða refsingu hans með hliðsjón af 2. mgr. 20. gr. og fyrri málslið 75. gr. almennra hegningarlaga, auk þess sem litið var til 1., 2., 4. og 5. tl. 70. gr. laganna. Að öllu virtu þótti refsing X hæfilega ákveðin fangelsi í 2 ár, en þar af voru 1 ár og 9 mánuðir skilorðsbundnir. Þá var honum gert að sæta sérstöku umsjónarskilyrði í eitt ár, sbr. 1. tl. 3. mgr. 57. gr. almennra hegningarlaga.

 

Dómur Hæstaréttar.

Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Gunnlaugur Claessen, Árni Kolbeinson, Garðar Gíslason og Ólafur Börkur Þorvaldsson og Haraldur Henrysson fyrrverandi hæstaréttardómari.

Ríkissaksóknari skaut máli þessu til Hæstaréttar 2. október 2006 af hálfu ákæruvalds, sem krefst sakfellingar samkvæmt ákæru og þyngingar refsingar. Þá er þess krafist að kostnaður vegna geðrannsókna verði felldur undir sakarkostnað sem ákærða verði gert að greiða.

Ákærði krefst þess að héraðsdómur verði staðfestur.

Í héraðsdómi er ítarlega greint frá málsatvikum. Óumdeilt er í málinu að ákærði stakk föður sinn aðfaranótt 17. júní 2006 í hægri síðu með hnífi. Um var að ræða svokallaðan flökunarhníf með 16,3 cm löngu blaði. Eins og rakið er í héraðsdómi taldi sérfræðingur að hnífurinn hefði gengið 10-15 cm inn í síðu föður ákærða, farið í gegnum lifrarblað og skaddað hægra nýra, allt með þeim afleiðingum að hann var í lífshættu vegna innri blæðinga við komu á slysadeild þá um nóttina. Var það og mat sérfræðingsins að hrein heppni hefði ráðið því að hnífurinn fór ekki í ósæð eða meginbláæð.

Ekki eru efni til að hnekkja þeirri niðurstöðu héraðsdóms að ósannað sé að ákærði hafi fyrirfram ætlað að ráða föður sínum bana. Þegar litið er hins vegar til atvika og þá einkum til þess hve hættulegu og stóru vopni ákærði beitti, hvert hann beindi því og hve langt það gekk inn í líkama árásarþola, svo og með hliðsjón af afleiðingum stungunnar, þykir verða að álykta að ákærða hafi hlotið að vera ljóst, er hann hóf atlöguna með hnífnum, að bani hlytist eða kynni að hljótast af henni. Samkvæmt þessu verður brot hans talið varða við 211. gr., sbr. 20. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940.

Við ákvörðun refsingar ákærða ber að hafa í huga þau sjónarmið sem rakin eru í héraðsdómi. Eftir atvikum öllum er rétt að refsing hans verði ákveðin með hliðsjón af 2. mgr. 20. gr. og fyrri málslið 75. gr. almennra hegningarlaga. Þá ber sérstaklega að hafa í huga annars vegar ungan aldur ákærða og að hann hefur ekki áður gerst brotlegur við lög, sbr. 4. og 5. tl. 1. mgr. 70. gr. almennra hegningarlaga og hins vegar að atferli hans beindist að mikilvægum hagsmunum og olli líkamstjóni, sbr. 1. og 2. tl. sama ákvæðis. Að öllu þessu virtu þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í tvö ár. Með vísan til rökstuðnings héraðsdóms þykir rétt að skilorðsbinda hluta refsingarinnar í 5 ár eins og nánar er kveðið á um í dómsorði. Frá refsingu ákærða skal draga gæsluvarðhaldsvist hans 17. júní til 19. september 2006. Einnig er rétt að ákærði sæti sérstöku umsjónarskilyrði í eitt ár, sbr. 1. tl. 3. mgr. 57. gr. almennra hegningarlaga eins og nánar segir í dómsorði.

Dæma ber ákærða til að greiða allan kostnað sakarinnar á báðum dómstigum þar með talinn kostnað vegna geðrannsóknar Tómasar Zoëga geðlæknis og matsgerðar dr. Páls Matthíassonar geðlæknis og dr. Gunnars Hrafns Birgissonar sálfræðings, sbr. b. lið 1. mgr. 164. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Staðfest er ákvæði héraðsdóms um málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærða. Málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærða í Hæstarétti verða tiltekin í dómsorði að meðtöldum virðisaukaskatti.

Dómsorð:

Ákærði, X, sæti fangelsi í tvö ár, en fresta skal fullnustu eins árs og níu mánaða af refsingunni og sá hluti hennar niður falla að liðnum fimm árum frá uppkvaðningu dóms þessa, haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955. Til frádráttar refsingunni kemur gæsluvarðhaldsvist ákærða 17. júní til 19. september 2006. Þá sæti ákærði í eitt ár frá uppsögu dóms þessa sérstöku umsjónarskilyrði 1. tl. 3. mgr. 57. gr. almennra hegningarlaga.

Ákvæði héraðsdóms um málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærða skal vera óraskað.

Ákærði greiði málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns fyrir Hæstarétti, Sveins Andra Sveinssonar hæstaréttarlögmanns, 311.250 krónur.

Ákærði greiði annan sakarkostnað á báðum dómstigum, samtals 1.851.618 krónur.

 

Sératkvæði

Ólafs Barkar Þorvaldssonar og

Haralds Henryssonar

Ósannað er að fyrir ákærða hafi vakað að svipta föður sinn lífi. Þegar virtur er aðdragandi verknaðar ákærða í heild og aðstæður allar, sem lýst er í héraðsdómi, svo og með hliðsjón af dómaframkvæmd Hæstaréttar, teljum við ekki unnt að staðhæfa svo óyggjandi sé, að ákærða hafi hlotið að vera ljóst á verknaðarstundu að bani kynni að hljótast af atlögu hans. Samkvæmt þessu erum við sammála niðurstöðu héraðsdóms um heimfærslu verknaðar ákærða til 2. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 11. gr. laga nr. 20/1981. Teljum við rétt að staðfesta niðurstöðu héraðsdóms um refsingu ákærða. Við erum sammála atkvæði meirihluta dómenda að því er málskostnað varðar.

 

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 19. september 2006.

Ríkissaksóknari höfðaði málið með ákæru útgefinni 31. júlí 2006 á hendur ákærða, X, kt. [...], Reykjavík, „fyrir tilraun til manndráps, með því að hafa, aðfaranótt laugardagsins 17. júní 2006, í veitinga­húsinu A, Reykjavík, veist að föður sínum, Y og stungið hann hnífi í hægri síðu með þeim afleiðingum að Y hlaut lífshættu­­lega áverka við það að hnífurinn gekk í gegnum lifrarblað og skaddaði hægra nýra hans.“ Er háttsemin talin varða við 211. gr., sbr. 20. gr. almennra hegningar­laga nr. 19/1940, en til vara við 2. mgr. 218. gr. sömu laga og þess krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar.

Ákærði krefst þess að háttsemin verði færð undir 2. mgr. 218. gr. hegningarlaganna, í stað 211. gr., sbr. 20. gr. og hann dæmdur til vægustu refsingar sem lög leyfa.

I.

Aðfaranótt laugardagsins 17. júní 2006 kl. 01:39 var lögreglu tilkynnt að maður hefði verið stunginn með hnífi í A við Laugaveg 103. Þegar lögregla kom á staðinn tók B dyravörður á móti henni og vísaði á hvar Y lá á gólfi fyrir innan afgreiðsluborð veitingahússins. B upplýsti jafn­framt að ákærði hefði stungið Y og að þeir væru feðgar. Eiginkona Y og móðir ákærða, C, var á staðnum og fylgdi hún lögreglu inn í eldhús þar sem ákærði beið ásamt fleira fólki. Hann var handtekinn og færður á lögreglustöð. Y var fluttur á slysadeild Landspítala Háskólasjúkrahúss (LSH), en áður greindi hann frá því að ákærði hefði stungið hann í kjölfar fjölskyldudeilna. Við nánari eftir­grennslun kom í ljós að Y hafði komið inn á veitingastaðinn skömmu áður, beðið B um að vísa öllum gestum á dyr og loka húsinu. Skömmu síðar hafi ákærða borið að og þeir feðgar farið að rífast inni í eldhúsi, en í kjölfar þess hefði ákærði lagt til föður síns með hnífi. Í viðræðum við C kom einnig fram að hún og Y væru að skilja vegna fram­hjáhalds hans. Ákærði hefði verið föður sínum afar reiður vegna þessa og þeir rifist fyrr um kvöldið á heimili fjölskyldunnar að [...].

Laust eftir kl. 02 kom rannsóknarlögregla á vettvang. Í skýrslum hennar er hús­næðinu lýst og þess getið að í horni veitinga­salar sé afgreiðslu­borð og bar. Þar fyrir innan sé opið afgreiðslu- og eldhúsrými (ytra eld­hús). Þaðan sé gengið um dyra­op, sem liggi inn í annað eldhús (innra eld­hús). Af upplýsingum sjónar­votta verði ráðið að feðgarnir hafi rifist í innra eld­húsinu og að þar hafi ákærði stungið föður sinn með hnífi. Deilurnar hafi síðan borist fram í afgreiðslu- og eldhús­rýmið, þar sem Y hafi legið á gólfi fyrir aftan bar­borðið þegar lögregla kom á staðinn. Umræddur hnífurinn (hnífur 1) hafi fundist á borði við hlið ofns í innra eld­húsi, en þar skammt fyrir innan sé rekki með mörgum eldhús­­hnífum. Þá er greint frá öðrum hnífi (hnífi 2), sem fannst stunginn í millivegg, sem skilur eldhúsin að. Af skýrslunum verður ekki séð að staðsetning hnífsins hafi verið mæld, en ljósmyndir sýna að hann stóð í veggnum í innra eldhúsinu, í ríf­lega tveggja metra hæð frá gólfi, talsvert fyrir ofan og til hægri við dyraopið. Hnífi 1 er lýst sem flökunar­hnífi af gerðinni „Fiskars“, með svörtu plastskefti og 16,3 sm löngu blaði. Mesta breidd blaðsins mældist 1,6 sm. Á blaðinu hafi verið sjáanlegt blóð og blóð­kám á skeftinu. Hnífi 2 er lýst sem saxi, með svörtu plast­skefti og 15,4 sm löngu blaði. Ekkert blóð fannst á þeim hnífi og ekki náðust nothæf fingraför af honum.

II.

Ákærði var færður til réttarlæknisfræðilegrar skoðunar kl. 03:30 sömu nótt. Er því lýst að hann hafi verið rólegur og samvinnuþýður. Hann hafi ekki borið merki um áfengis- eða aðra vímuefnaneyslu og hafi niðurstöður rannsókna á blóð- og þvagsýnum stað­­fest það. Við mælingu hafi ákærði reynst 172 sm á hæð og vegið 50 kg. Á líkama hans hafi fundist minniháttar áverkar, meðal annars dauft mar á upphandleggjum og húð­rispur nálægt miðju enni og á nefi. Hefur ákærði borið að Y hafi veitt honum nefnda áverka á heimili þeirra fyrr um kvöldið, þegar hann hafi ráðist á ákærða, gripið um hendur hans og þrýst honum upp að vegg. Ljósmyndir af andliti og líkama ákærða stað­reyna umrædda áverka.

III.

Víkur þá sögunni að föður ákærða, sem lagður var inn á gjörgæsludeild sömu nótt. Í vottorðum Sigurgeirs Kjartanssonar sérfræðings á LSH segir að Y hafi verið með meðvitund við komu á deildina. Tölvusneiðmynd hafi sýnt áverka á lifrarblaði og hægra nýra, sem blætt hafi úr. Hann hafi þó verið í stöðugu ástandi og svarað vökvameðferð og því hafi ekki komið til skurðaðgerða af neinu tagi. Að áliti sérfræðingsins hafi þó enginn vafi leikið á því að um lífshættulega áverka hafi verið að ræða, en umræddur hnífur hafi gengið í gegnum lifrarblað og valdið varanlegri sköddun á efri pól nýrans. Y mun hafa legið á gjörgæsludeild í þrjá sólarhringa og var útskrifaður af LSH 23. júní. Sigur­geir staðfesti vottorð sín fyrir dómi og bar að um djúpa hnífsstungu hefði verið að ræða. Tölvusneiðmyndir hefðu staðreynt þetta og taldi læknirinn að hnífurinn hefði gengið 10-15 sm inn í síðu Y. Hann kvað vafalaust að Y hefði látist vegna lífs­hættu­legra blæðinga hefði hann ekki komist undir læknishendur um nóttina, en „hunda­heppni“ hefði ráðið því að hnífurinn færi ekki í ósæð eða meginbláæð, sem væru millimetrum frá hnífs­bragðinu. Sigurgeir kvað ekki útilokað að hægra nýrað gæti visnað enn frekar í nánustu framtíð, þótt hann teldi það ekki líklegt.                

IV.

Ákærði var 17. júní úrskurðaður í sex daga gæsluvarðhald í þágu máls­rannsóknar. Lá þá fyrir skrifleg játning, undirrituð hjá lögreglu, um að hann hefði þáliðna nótt ráðist á föður sinn með hnífi í miklu reiðiskasti og ætlað sér að drepa hann. Ekki verður séð að sá framburður hafi verið borinn undir ákærða til staðfestingar í dóminum. Með úrskurði 22. júní var gæslu­varðhald framlengt til 4. ágúst, á grundvelli almannahagsmuna samkvæmt 2. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Áður hafði ákærði sam­þykkt að gangast undir geðrannsókn. Hæstiréttur staðfesti niðurstöðu héraðs­dóms með dómi 28. júní. Með úrskurði 4. ágúst var gæsluvarðhald framlengt allt til 24. október, en Hæstiréttur stytti þann tíma til 27. september með dómi sínum 9. ágúst síðast­liðinn.

Tómasi Zoëga geðlækni var falin framkvæmd nefndrar geðrannsóknar. Lágu niður­stöður hennar fyrir 17. júlí, en samkvæmt þeim er ákærði talinn sakhæfur í skilningi 15. gr. almennra hegningarlaga og kom ekkert læknisfræðilegt fram, sem útilokar að refsing geti borið árangur í skilningi 16. gr. sömu laga.

Ákærði undi ekki við ofangreindar niðurstöður. Við þingfestingu málsins 11. ágúst voru því dómkvaddir tveir sér­fræðingar, Páll Matthíasson geðlæknir og Gunnar Hrafn Birgisson sálfræðingur, til að rannsaka geðhagi og sálrænt ástand ákærða og endurmeta hvort skilyrðum 15. og 16. gr. hegningarlaga sé fullnægt til að ákærði teljist sakhæfur og refsing geti borið árangur, komi til hennar á annað borð. Í matsgerð („Geð­rannsókn“) nefndra sérfræðinga 6. september 2006, sem þeir staðfestu fyrir dómi, er komist að sömu niðurstöðu um sakhæfi ákærða. Um matsgerðina og álit sérfræðinganna verður annars fjallað á öðrum stað í dómi þessum.

V.

Ákærði var yfirheyrður þrívegis meðan á lögreglurannsókn stóð, 17. og 22. júní og loks 11. júlí, ávallt að viðstöddum verjanda. Við aðra skýrslutöku dró hann til baka þann framburð sinn frá 17. júní að hann hefði ætlað að drepa föður sinn, en sagði sem fyrr að hann hefði misst stjórn á skapi sínu, gripið hníf og „stungið í mikilli reiði og á þeim tíma­punkti viljað skaða Y“. Ákærði gaf þá skýringu á fyrri framburði að hann hefði verið föður sínum afar reiður og því svarað játandi þegar lögregla hefði spurt hann svo: „Ætlaðir þú að drepa hann?“ Í sömu skýrslu kemur fram að ákærði hafi ekki miðað hnífnum sérstaklega, heldur stungið honum „bara einhvers staðar“.

Y gaf tvær vitnaskýrslur hjá lögreglu, 19. júní og 12. júlí, en auk hans voru yfirheyrð sem vitni D, E, F, G, H, I, B, C og systir hennar J.

Af nefndum vitnum komu aðeins þrjú þau síðasttöldu fyrir dóm, auk Y, sem færðist undan að bera vitni vegna skyldleikans við ákærða. Verður því ekki stuðst með beinum hætti við frásögn Y, en þó er rétt að geta þess að hann staðfesti í mörgu framburð ákærða. Þannig ber feðgunum saman um að Y hafi verið í A þegar hann hringdi heim og bað ákærða að færa honum hleðslutæki fyrir farsíma. Enn fremur, að ákærði hafi neitað þeirri ósk og sagt „fuck you“ við föður sinn í símann. Einnig, að Y hafi þá farið heim, hann verið reiður syni sínum og að komið hafi til orða­­skaks og síðar átaka milli þeirra feðga á heimilinu. Enn fremur, að Y hafi svo haldið aftur á A, ákærði fylgt honum eftir skömmu síðar og þeir rifist harkalega inni á veitinga­­staðnum. Sem og, að Y hafi, meðan á rifrildinu stóð, meðhöndlað hníf og sagt við ákærða eitthvað á þessa leið: „Dreptu mig þá.“ Loks má geta þess að Y gekkst við því hjá lögreglu að hafa skellt í sig einum bjór og nokkrum skotum af Jäger­meister áður en til rifrildis kom í A.

VI.

Fyrir dómi gekkst ákærði greiðlega við því að hafa umrædda nótt veist að föður sínum með hnífi og stungið hann í hægri síðu. Hann kvaðst ekki vita hvort um lífs­hættu­lega áverka hefði verið að ræða, en vefengdi ekki að hnífurinn hefði gengið í gegnum lifrarblað og skaddað hægra nýra Y. Ákærði tók hins vegar fram að hann hefði ekki haft ásetning til að bana föður sínum. Hann gat þess ennfremur, að á nefndum tímapunkti hefði samband þeirra feðga verið afar slæmt, hann verið föður sínum sárreiður og þeir varla talast við vikurnar á undan, eða frá því að ákærði hefði staðið hann að framhjá­haldi í apríl 2006. Í kjölfar þess hefði móðir ákærða óskað eftir skilnaði, en Y engu síður búið áfram á heimilinu, foreldrar hans rifist mikið og Y verið meira og minna drukkinn á hverjum degi.

Nánar aðspurður um aðdraganda árásarinnar skýrði ákærði frá því að hann hefði verið heima að horfa á sjónvarp þegar Y hefði hringt frá A og skipað ákærða að færa honum hleðslu­tæki fyrir farsíma. Ákærði hefði neitað og sagt „fuck you“ við hann í símann. Nokkrum mínútum síðar hefði Y komið heim, reiður og ölvaður. Þar hefði hann ráðist á ákærða, tekið um handleggi hans, skellt honum upp að vegg og slegið hann í andlitið. Ákærði hefði tekið á móti, kýlt Y í andlitið og þeir flogist á. Í framhaldi hefði Y tekið hleðslutækið og horfið á braut. Ákærði kvaðst hafa verið afar reiður í garð föður síns á þeirri stundu og því ákveðið nokkrum mínútum síðar að fara niður á A og „meiða“ hann. Ákærði dró ekki fjöður yfir það að hann hefði verið í hefndar­­­hug þegar hann síðan gekk inn á veitingastaðinn, greip þar til hafnaboltakylfu og hugðist ráðast á Y inni í eldhúsi staðarins. Frændi ákærða hefði hins vegar stöðvað hann og tekið af honum kylfuna. Þeir feðgar hefðu síðan rifist harkalega í eld­húsinu og Y látið þau orð falla að ákærði væri og yrði alltaf „aumingi“. Í kjölfar þeirra ummæla hefði ákærði orðið enn reiðari og öskrað á föður sinn að hann vildi drepa hann. Y hefði þá tekið hníf í innra eldhúsinu, reynt að fá ákærða til að taka við honum og sagt ítrekað: „Dreptu mig þá.“ Að sögn ákærða hefði hann ekki viljað taka við hnífnum, Y þá kastað honum í áttina til hans og hnífurinn stungist í vegg í innra eldhúsinu. Faðir hans hefði síðan farið eitthvert fram, en komið fljótlega aftur og þeir haldið áfram að rífast í einhverjar mínútur. Á meðan hefði Y haldið áfram að egna ákærða til reiði og hann þá endan­lega misst stjórn á sér, gripið til hnífs, sem hann hefði séð í hillu í innra eldhúsinu og stungið honum í föður sinn. Ákærði kvaðst ekki hafa gert sér grein fyrir því hvar hnífurinn hefði komið í Y og ekki hafa hugleitt að atlagan gæti leitt til dauða fyrr en faðir hans hefði legið á eldhús­­gólfinu. Ákærði áréttaði að hann hefði aðeins viljað „meiða“ föður sinn, kvaðst iðrast þess að hafa stungið hann og sagðist óska þess að hann hefði aldrei farið að heiman um nóttina.

C, móðir ákærða, bar fyrir dómi að Y hefði umrædda nótt farið mjög drukkinn út af A og komið til baka um 15-20 mínútum síðar með glóðar­auga. Hann hefði verið æstur og viljað loka veitingastaðnum, en allt að 100 gestir hefðu verið þar inni. Þegar hún hefði spurt hvað hefði komið fyrir hefði hann sagt ákærða hafa slegið hann. Um stundarfjórðungi síðar hefði ákærði birst, mjög reiður og með sár á enni. Aðspurður hefði hann sagt Y hafa lamið hann. Í framhaldi hefði ákærði gengið inn í eldhús til Y og þeir farið að rífast. Að sögn C hefði hún beðið son sinn að slaka á „og tala við mömmu“. Við þetta hefði hann róast í örfáar mínútur, en Y haldið uppteknum hætti, talað illa um drenginn og ítrekað kallað hann „aumingja“. Ákærði hefði þá reiðst að nýju og sagt við föður sinn: „Mig langar að drepa þig.“ Við svo búið hefði Y tekið hníf úr rekka í innra eld­húsinu, reynt að fá ákærða til að taka við honum og sagt: „Dreptu mig þá, dreptu mig þá.“ Þegar ákærði hefði ekki viljað hnífinn hefði Y kastað honum og hann stungist í eldhús­vegg fyrir aftan ákærða. C kvað Y síðan hafa tekið annan hníf og reynt að fá ákærða til að taka við honum, en einhver hefði tekið þann hníf af Y og lagt hann eitthvert. Y hefði í framhaldi skipað ákærða að fara út af veitinga­staðnum og sagt að hann ætti staðinn, en ákærði borið á móti því, sagt að A væri eign móður hans og Y skyldi sjálfur fara út. Að sögn C hefði ákærði svo skyndi­­lega verið kominn með hníf og hún séð Y hníga niður. Hún kvað um 5-10 mínútur hafa liðið frá því að Y hefði kastað hnífi í vegginn þar til ákærði hefði stungið hann, en tók fram að hún hefði ekki séð þá atlögu. Á þessu tímabili hefðu þeir rifist linnu­laust og ekkert hlé orðið á deilunni áður en Y hefði fallið á gólfið.

J, móðursystir ákærða, bar fyrir dómi að hún hefði séð þegar Y hefði hringt frá A um nóttina, hann verið skapvondur, kastað farsíma sínum frá sér og því næst ætt út af veitingastaðnum. Um 10-15 mínútum síðar hefði hann komið til baka og þá viljað slökkva ljósin og loka staðnum, en fjölmargir gestir hefðu verið þar inni. Skömmu síðar hefði ákærði komið á staðinn og farið að rífast harka­lega við Y inni í eldhúsi. Systurnar hefðu reynt að stilla til friðar, en Y haldið áfram að egna son sinn til reiði og meðal annars kallað hann „aumingja“. J tók fram að hún skyldi litla íslensku, en þetta orð hefði hún heyrt og skilið. Í framhaldi hefði Y tekið hníf, reynt að fá ákærða til að taka við honum og sagt ákærða að drepa hann. Þegar ákærði hefði ekki viljað snerta hnífinn hefði Y kastað hnífnum í mikilli reiði í átt að syni sínum og hann hafnað í vegg fyrir ofan höfuð drengsins. Í kjölfar þessa hefði C náð að róa ákærða, en á meðan hefði Y gengið í hringi og farið fram í ytra eldhús. Hann hefði síðan snúið til baka, æstur í bragði, sagt einhver ljót orð við ákærða og skipað honum að yfir­­gefa veitinga­staðinn. Við þetta hefði ákærði orðið brjálaður að nýju, hann mótmælt því að fara og sagt móður sína eiga staðinn. Að sögn J hefði hún næst séð þegar Y hefði hnigið niður á gólf og ákærði þá staðið hjá honum með hníf í annarri hendi. Hún kvaðst ekki vita hvar ákærði hefði fengið þann hníf og sagðist aðeins hafa séð Y hand­fjatla einn hníf í eldhúsinu.  

B dyravörður bar fyrir dómi að hann hefði ekki orðið vitni að árás ákærða á föður sinn. Hann hefði hins vegar séð feðgana rífast í dyragættinni milli innra og ytra eldhússins skömmu fyrir atlöguna og þá reynt að stilla til friðar ásamt móður ákærða. Á þeim tímapunkti hefði hvorugur mannanna handfjatlað hníf. Þeir hefðu síðan virst róast og Y gengið áleiðis út úr eldhúsinu, en ákærði staðið áfram við hlið móður sinnar. Í þeirri stöðu hefði B farið fram í anddyri til að sinna starfi sínu, en áður hefði hann fjarlægt hafnaboltakylfu undan afgreiðsluborði ytra eld­hússins og sett hana á öruggan stað.

VII.

Með framburði ákærða og vitna fyrir dómi, sem samrýmist í stórum dráttum frásögn Y, sem getið er í V. kafla að framan, hefur fengist heildstæð mynd af atburðum aðfaranótt laugardagsins 17. júní síðastliðins, þótt ýmis mikilvæg atriði séu að nokkru óljós. Ber ákærða að njóta alls skyn­sam­legs vafa í þessu sambandi samkvæmt sönnunarreglum 45.-48. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opin­berra mála.

Við úrlausn málsins þykir þannig mega leggja til grundvallar að Y hafi verið ölvaður þegar hann hringdi frá A heim til sonar síns og skipaði ákærða að færa honum umrætt hleðslutæki. Enn fremur, að ákærði hafi hafnað þeim tilmælum með skætingi, Y reiðst framkomu sonar síns, farið heim og veist þar að drengnum með ofbeldi. Í framhaldi hafi ákærði slegið föður sinn í andlitið, Y rokið á dyr, skömmu síðar birst æstur og reiður á A og viljað loka veitingastaðnum þrátt fyrir að fjöldi gesta væri þar inni að skemmta sér. Einnig liggur fyrir samkvæmt fram­burði ákærða sjálfs að hann hafi borið þungan hug til föður síns þegar hann ákvað að elta hann á A, í þeim tilgangi að „meiða“ hann. Ber í þessu sambandi að leggja þann framburð ákærða til grundvallar að hann hafi, þegar eftir komuna á staðinn, gripið til hafnaboltakylfu og ætlað með hana inn í eldhús í því augnamiði að lumbra á Y, en frændi ákærða hafi komið í veg fyrir það með því að taka kylfuna af honum.

Ákærða og vitnunum B, C og J ber saman um að ákærði hafi í kjölfar þessa hitt föður sinn í eldhúsinu og þeir farið að rífast harkalega. Af frásögn vitnanna virðist helst mega ráða að C hafi síðan tekist að róa son sinn skamma stund og B þá látið sig hverfa. Systrunum C og J ber saman um að Y hafi í framhaldi stofnað til illinda að nýju, reynt að egna ákærða til reiði og kallað hann aumingja. Er sá vitnis­burður í samræmi við fram­burð ákærða og verður hann því lagður til grundvallar.

Ákærða og móður hans ber saman um að drengurinn hafi snöggreiðst við nefnd ummæli og annað hvort sagt eða öskrað á föður sinn að hann langaði til að drepa hann. Af frásögn mæðginanna og vætti J verður ekki annað ráðið en að feðgarnir hafi þá verið staddir í innra eldhúsinu, Y tekið þar hníf úr rekka, rétt hann í átt til ákærða og manað ákærða að stinga hann, með því að segja í eitt eða fleiri skipti: „Dreptu mig þá.“ Fær þetta hvoru tveggja stoð í frásögn Y hjá lögreglu, sem fyrr er getið. Er því ekkert fram komið í málinu, sem gefur haldbæra vísbendingu um að atburðarás hafi verið með öðrum hætti. Ber því að leggja frásögn ákærða og vitnanna til grundvallar að þessu leyti.

Ákærða og systrunum ber einnig saman um að þegar ákærði hafi neitað að taka við hnífnum hafi Y kastað honum í átt að syni sínum og hnífurinn hafnað fyrir aftan hann, ofarlega í vegg, sem skilur að innra og ytra eldhús. Verður við þá frásögn miðað, enda staðreyna gögn málsins að hnífur stóð í umræddum eldhúsvegg þegar lögregla rannsakaði vettvang. Liggur þannig fyrir að feðgarnir hafi verið í innra eld­húsinu þegar hnífnum var kastað og að ákærði hafi staðið við dyraop milli eldhúsanna tveggja.

Af framburði ákærða og vætti J má ráða að stutt hlé hafi orðið á deilu feðganna í kjölfar síðastnefnds atviks, Y farið fram í ytra eldhús og verið að vappa þar fram og til baka, en því næst snúið sér að ákærða á nýjan leik í dyraopinu á milli eldhúsanna og egnt hann aftur til reiði. J og C ber saman um að Y hafi í það skipti sagt ákærða að hypja sig út af veitinga­staðnum, en drengurinn and­mælt og borið því við að móðir hans ætti staðinn. Ákærði er einn til frásagnar um atburði í kjölfar þessa, en að hans sögn missti hann stjórn á skapi sínu, greip nálægan hníf af hillu í ytra eldhúsinu og lagði til föður síns í blindni. Af vætti systranna er ljóst að atburða­rás hefur verið hröð, en konurnar bera að þær hafi næst séð Y hníga niður á eldhúsgólfið og ákærða standa við hlið hans með hníf í hendi. Í ljósi fyrr­nefndra sönnunar­reglna ber einnig hér að leggja fram­burð ákærða til grund­vallar og skýra hann með hlið­­sjón af frásögn vitnanna tveggja. Breytir litlu í þessu sambandi þótt Y hafi hugsanlega hand­fjatlað sama hníf skömmu fyrir atlöguna, en sú frásögn C fær ekki stuðning í fram­burði ákærða eða vitnisburði J.

Samkvæmt því sem nú hefur verið rakið er sannað að ákærði hafi umrædda nótt veist að Y föður sínum með hnífi á veitingastaðnum A og stungið hann í hægri síðu. Er óumdeilt að hnífurinn, sem um ræðir, er af gerðinni „Fiskars“, með 16,3 sm löngu blaði. Með hliðsjón af vottorðum Sigurgeirs Kjartanssonar sérfræðings á LSH og vitnis­burði hans fyrir dómi, sem ekki hefur verið hnekkt, er ennfremur sannað að umræddur hnífur hafi gengið allt að 10-15 sm inn í síðu Y, farið í gegnum lifrarblað og skaddað hægra nýra, allt með þeim afleiðingum að Y var í lífshættu vegna innri blæðinga við komu á slysadeild um nóttina. Af sama vitnisburði og framburði ákærða um að hann hafi lagt til föður síns í blindni verður ekki ályktað á annan veg en að hrein heppni hafi ráðið því að hnífurinn fór ekki í ósæð eða meginbláæð.

VIII.

Við mat á því hvort háttsemi ákærða teljist tilraun til manndráps og falli þar með undir ákvæði 211. gr., sbr. 20. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, verður að líta til þess hvort hafið sé yfir skynsamlegan vafa að ákærði hafi haft ásetning til að bana föður sínum á þeirri stundu þegar hann lagði til hans með hnífnum. Ber hér að hafa í huga þann framburð ákærða að hann hafi farið á eftir Y inn á A í þeim tilgangi að meiða hann og í því skyni gripið til hafnaboltakylfu. Í málinu liggur fyrir að kylfan var tekin af honum áður en til ofbeldis kom og verður ekki ráðið af framburði ákærða að hann hafi eftir það ætlað sér að skaða föður sinn fyrr en hann greip til hnífsins í ákafri geðs­hræringu og mikilli reiði með þekktum afleiðingum. Fyrir dómi hefur ákærði stað­fast­lega neitað því að fyrir honum hafi vakað að svipta föður sinn lífi á verknaðarstundu. Gegn þeirri neitun verður að telja það ósannað, sbr. 45., 46. og 48. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Með hliðsjón af hæstaréttardómum 28. janúar 1993 í máli nr. 188/1992, 24. mars 1994 í máli réttarins nr. 463/1993 og loks dómi uppkveðnum 12. júní 1997 í máli nr. 143/1997 þykir og varhugavert að staðhæfa, svo sem atvikum var háttað í eldhúsi veitinga­staðarins, að ákærða hafi hlotið að vera ljóst að mannsbani hlytist eða kynni að hljótast af atlögunni. Samkvæmt þessu verður verknaður hans talinn varða við 2. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga, sbr. 11. gr. laga nr. 20/1981, vegna hinnar sérstöku hættu, sem í atlögunni fólst.

Með hliðsjón af skýrslu Tómasar Zoëga geðlæknis og matsgerð Gunnars Hrafns Birgissonar sálfræðings og Páls Matthíassonar geðlæknis verður að telja ákærða sak­hæfan í skilningi 15. gr. almennra hegningar­laga. Þá er það mat dómsins að niður­stöður sérfræðinganna þriggja leiði ekki til þess að unnt sé að álykta að svo hafi verið ástatt um andlega hagi ákærða á verknaðarstundu að refsing geti ekki borið árangur í skilningi 1. mgr. 16. gr. laganna. Að þessu virtu ber að gera honum refsingu fyrir verknaðinn. Við mat á henni er til margs að líta. Fyrst ber að nefna að mál þetta er um margt sérstætt og óvenjulegt. Eins og áður er rakið verður að leggja til grundvallar að Y hafi ráðist á ákærða með líkamlegu ofbeldi skömmu áður en þeir atburðir urðu, sem mál þetta er sprottið af. Áttu þar í hlut faðir og sonur, annar tæplega fimmtugur og hinn 18 ára. Þá liggur nægjanlega fyrir að Y hafi ítrekað reynt að egna son sinn til reiði inni á veitingastaðnum, kallað hann aumingja og að minnsta kosti einu sinni rétt honum hníf og beinlínis skorað á ákærða að drepa hann. Er vafalaust, ekki síst í ljósi forsögu málsins og fyrri samskipta feðganna sömu nótt, að ákærði hafi verið í mikilli geðshræringu þegar hann síðan lagði til Y. Að þessu virtu þykja hér eiga við ákvæði 4., 6. og 7. töluliðs 1. mgr. 70. gr. almennra hegningarlaga, sem og 4. tölu­liður 1. mgr. 74. gr., fyrri málsliður 75. gr. og loks niðurlagsákvæði 3. mgr. 218. gr. b. hegningarlaganna, sbr. 12. gr. laga nr. 20/1981 og 4. gr. laga nr. 83/2005. Á hinn bóginn verður ekki horft framhjá því að atlaga ákærða var sérlega hættuleg, að hún beindist að mikilvægum hagsmunum og var til þess fallin að valda miklu líkamstjóni, þótt betur hafi farið en á horfði í upphafi. Koma þannig til refsiþyngingar ákvæði 1.-3. töluliðs 1. mgr. 70. gr. títtnefndra laga. Að öllu þessu virtu og með hliðsjón af saka­ferli ákærða og hrein­skilnis­legum framburði hans við rannsókn og meðferð málsins þykir refsing hæfi­lega ákveðin fangelsi í tólf mánuði.

Með ofangreind atriði í huga, sér í lagi aldur ákærða og hinar sérstöku aðstæður að broti hans, sem og því að hann hefur ekki áður orðið uppvís að refsiverðri háttsemi, svo kunnugt sé og loks með hliðsjón af því samdóma áliti dómkvaddra matsmanna að afplánun refsingar í tilviki ákærða, sem teljist óvenju óharðnaður og saklaus miðað við aldur, geti haft skaðlegar afleiðingar á líf drengsins og framtíð, þykir rétt að kveða svo á um að ákærði skuli njóti heimilda 57. gr. almennra hegningarlaga, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955, með þeim hætti að fresta skuli fullnustu níu mánaða dæmdrar refsingar og sá hluti hennar falla niður að liðnum fimm árum frá dómsuppsögu, enda haldi ákærði almennt skilorð téðra lagagreina. Til frádráttar refsingunni komi gæsluvarðhald, sem ákærði hefur sætt óslitið frá 17. júní 2006, sbr. 76. gr. hegningarlaganna. Einnig þykir rétt, með hliðsjón af áliti dómkvaddra mats­manna, að ákærði skuli í eitt ár frá dóms­uppsögu hlíta sérstöku umsjónarskilorði 1. töluliðs 3. mgr. 57. gr. hegningar­laganna, með það í huga að hann fái notið hugrænnar atferlismeðferðar af hálfu sérfræðings í því skyni að vinna bug á reiði í garð föður síns og til þess að byggja upp og móta eigin framtíð í skjóli hins hörmulega verknaðar.    

IX.

Með hliðsjón af framangreindum málsúrslitum og með vísan til 1. mgr. 165. gr. laga um meðferð opinberra mála, sbr. 164. gr. sömu laga, ber að dæma ákærða til greiðslu sakarkostnaðar. Til hans telst þóknun verjanda á rannsóknarstigi máls, 229.583 krónur, lækniskostnaður að sam­tölu krónur 39.562 og rannsókn Lyfjafræðistofnunar að fjárhæð 103.603 krónur. Á hinn bóginn þykir eftir atvikum rétt að 211.180 króna kostnaður vegna geðrannsóknar Tómasar Zoëga geðlæknis skuli greiðast úr ríkissjóði, sem og 787.600 króna kostnaður vegna öflunar matsgerðar, enda í báðum tilvikum um órjúfan­legan kostnað að ræða, sem tengist réttlátri málsmeðferð ákærða til handa. Loks ber að dæma ákærða til að greiða málsvarnarlaun Herdísar Hallmarsdóttur héraðsdómslög­manns, skipaðs verjanda síns hér fyrir dómi. Með hliðsjón af eðli og umfangi máls og að teknu tilliti til tímaskýrslu lögmannsins þykja þau laun hæfilega ákveðin 450.000 krónur, að meðtöldum virðisaukaskatti.        

Sigríður J. Friðjónsdóttir saksóknari sótti málið af hálfu ákæruvaldsins.

Jónas Jóhannsson héraðsdómari kvað upp dóminn.

DÓMSORÐ:

Ákærði, X, sæti fangelsi í tólf mánuði, en fresta skal fullnustu níu mánaða þeirrar refsingar og sá hluti hennar falla niður að liðnum fimm árum frá dómsuppsögu, haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955. Þá sæti ákærði í eitt ár frá dómsuppsögu sérstöku umsjónarskilyrði 1. töluliðs 3. mgr. 57. gr. hegningarlaganna. Til frádráttar dæmdri refsingu komi gæslu­varð­­hald ákærða, sem hann hefur sætt frá 17. júní 2006.

Ákærði greiði 822.748 krónur í sakarkostnað, þar með talin 450.000 króna máls­varnar­laun skipaðs verjanda síns, Herdísar Hallmarsdóttur héraðsdómslögmans.

, sæti fangelsi í tvö ár, en fresta skal fullnustu eins árs og níu mánaða af refsingunni og sá hluti hennar niður falla að liðnum fimm árum frá uppkvaðningu dóms þessa, haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955. Til frádráttar refsingunni kemur gæsluvarðhaldsvist ákærða 17. júní til 19. september 2006. Þá sæti ákærði í eitt ár frá uppsögu dóms þessa sérstöku umsjónarskilyrði 1. tl. 3. mgr. 57. gr. almennra hegningarlaga.

Ákvæði héraðsdóms um málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærða skal vera óraskað.

Ákærði greiði málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns fyrir Hæstarétti, Sveins Andra Sveinssonar hæstaréttarlögmanns, 311.250 krónur.

Ákærði greiði annan sakarkostnað á báðum dómstigum, samtals 1.851.618 krónur.

 

 

Sératkvæði

Ólafs Barkar Þorvaldssonar og

Haralds Henryssonar

Ósannað er að fyrir ákærða hafi vakað að svipta föður sinn lífi. Þegar virtur er aðdragandi verknaðar ákærða í heild og aðstæður allar, sem lýst er í héraðsdómi, svo og með hliðsjón af dómaframkvæmd Hæstaréttar, teljum við ekki unnt að staðhæfa svo óyggjandi sé, að ákærða hafi hlotið að vera ljóst á verknaðarstundu að bani kynni að hljótast af atlögu hans. Samkvæmt þessu erum við sammála niðurstöðu héraðsdóms um heimfærslu verknaðar ákærða til 2. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 11. gr. laga nr. 20/1981. Teljum við rétt að staðfesta niðurstöðu héraðsdóms um refsingu ákærða. Við erum sammála atkvæði meirihluta dómenda að því er málskostnað varðar.

 

 

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 19. september 2006.

Ríkissaksóknari höfðaði málið með ákæru útgefinni 31. júlí 2006 á hendur ákærða, X, kt. [...], Reykjavík, „fyrir tilraun til manndráps, með því að hafa, aðfaranótt laugardagsins 17. júní 2006, í veitinga­húsinu A, Reykjavík, veist að föður sínum, Y og stungið hann hnífi í hægri síðu með þeim afleiðingum að Y hlaut lífshættu­­lega áverka við það að hnífurinn gekk í gegnum lifrarblað og skaddaði hægra nýra hans.“ Er háttsemin talin varða við 211. gr., sbr. 20. gr. almennra hegningar­laga nr. 19/1940, en til vara við 2. mgr. 218. gr. sömu laga og þess krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar.

Ákærði krefst þess að háttsemin verði færð undir 2. mgr. 218. gr. hegningarlaganna, í stað 211. gr., sbr. 20. gr. og hann dæmdur til vægustu refsingar sem lög leyfa.

I.

Aðfaranótt laugardagsins 17. júní 2006 kl. 01:39 var lögreglu tilkynnt að maður hefði verið stunginn með hnífi í A við Laugaveg 103. Þegar lögregla kom á staðinn tók B dyravörður á móti henni og vísaði á hvar Y lá á gólfi fyrir innan afgreiðsluborð veitingahússins. B upplýsti jafn­framt að ákærði hefði stungið Y og að þeir væru feðgar. Eiginkona Y og móðir ákærða, C, var á staðnum og fylgdi hún lögreglu inn í eldhús þar sem ákærði beið ásamt fleira fólki. Hann var handtekinn og færður á lögreglustöð. Y var fluttur á slysadeild Landspítala Háskólasjúkrahúss (LSH), en áður greindi hann frá því að ákærði hefði stungið hann í kjölfar fjölskyldudeilna. Við nánari eftir­grennslun kom í ljós að Y hafði komið inn á veitingastaðinn skömmu áður, beðið B um að vísa öllum gestum á dyr og loka húsinu. Skömmu síðar hafi ákærða borið að og þeir feðgar farið að rífast inni í eldhúsi, en í kjölfar þess hefði ákærði lagt til föður síns með hnífi. Í viðræðum við C kom einnig fram að hún og Y væru að skilja vegna fram­hjáhalds hans. Ákærði hefði verið föður sínum afar reiður vegna þessa og þeir rifist fyrr um kvöldið á heimili fjölskyldunnar að [...].

Laust eftir kl. 02 kom rannsóknarlögregla á vettvang. Í skýrslum hennar er hús­næðinu lýst og þess getið að í horni veitinga­salar sé afgreiðslu­borð og bar. Þar fyrir innan sé opið afgreiðslu- og eldhúsrými (ytra eld­hús). Þaðan sé gengið um dyra­op, sem liggi inn í annað eldhús (innra eld­hús). Af upplýsingum sjónar­votta verði ráðið að feðgarnir hafi rifist í innra eld­húsinu og að þar hafi ákærði stungið föður sinn með hnífi. Deilurnar hafi síðan borist fram í afgreiðslu- og eldhús­rýmið, þar sem Y hafi legið á gólfi fyrir aftan bar­borðið þegar lögregla kom á staðinn. Umræddur hnífurinn (hnífur 1) hafi fundist á borði við hlið ofns í innra eld­húsi, en þar skammt fyrir innan sé rekki með mörgum eldhús­­hnífum. Þá er greint frá öðrum hnífi (hnífi 2), sem fannst stunginn í millivegg, sem skilur eldhúsin að. Af skýrslunum verður ekki séð að staðsetning hnífsins hafi verið mæld, en ljósmyndir sýna að hann stóð í veggnum í innra eldhúsinu, í ríf­lega tveggja metra hæð frá gólfi, talsvert fyrir ofan og til hægri við dyraopið. Hnífi 1 er lýst sem flökunar­hnífi af gerðinni „Fiskars“, með svörtu plastskefti og 16,3 sm löngu blaði. Mesta breidd blaðsins mældist 1,6 sm. Á blaðinu hafi verið sjáanlegt blóð og blóð­kám á skeftinu. Hnífi 2 er lýst sem saxi, með svörtu plast­skefti og 15,4 sm löngu blaði. Ekkert blóð fannst á þeim hnífi og ekki náðust nothæf fingraför af honum.

II.

Ákærði var færður til réttarlæknisfræðilegrar skoðunar kl. 03:30 sömu nótt. Er því lýst að hann hafi verið rólegur og samvinnuþýður. Hann hafi ekki borið merki um áfengis- eða aðra vímuefnaneyslu og hafi niðurstöður rannsókna á blóð- og þvagsýnum stað­­fest það. Við mælingu hafi ákærði reynst 172 sm á hæð og vegið 50 kg. Á líkama hans hafi fundist minniháttar áverkar, meðal annars dauft mar á upphandleggjum og húð­rispur nálægt miðju enni og á nefi. Hefur ákærði borið að Y hafi veitt honum nefnda áverka á heimili þeirra fyrr um kvöldið, þegar hann hafi ráðist á ákærða, gripið um hendur hans og þrýst honum upp að vegg. Ljósmyndir af andliti og líkama ákærða stað­reyna umrædda áverka.

III.

Víkur þá sögunni að föður ákærða, sem lagður var inn á gjörgæsludeild sömu nótt. Í vottorðum Sigurgeirs Kjartanssonar sérfræðings á LSH segir að Y hafi verið með meðvitund við komu á deildina. Tölvusneiðmynd hafi sýnt áverka á lifrarblaði og hægra nýra, sem blætt hafi úr. Hann hafi þó verið í stöðugu ástandi og svarað vökvameðferð og því hafi ekki komið til skurðaðgerða af neinu tagi. Að áliti sérfræðingsins hafi þó enginn vafi leikið á því að um lífshættulega áverka hafi verið að ræða, en umræddur hnífur hafi gengið í gegnum lifrarblað og valdið varanlegri sköddun á efri pól nýrans. Y mun hafa legið á gjörgæsludeild í þrjá sólarhringa og var útskrifaður af LSH 23. júní. Sigur­geir staðfesti vottorð sín fyrir dómi og bar að um djúpa hnífsstungu hefði verið að ræða. Tölvusneiðmyndir hefðu staðreynt þetta og taldi læknirinn að hnífurinn hefði gengið 10-15 sm inn í síðu Y. Hann kvað vafalaust að Y hefði látist vegna lífs­hættu­legra blæðinga hefði hann ekki komist undir læknishendur um nóttina, en „hunda­heppni“ hefði ráðið því að hnífurinn færi ekki í ósæð eða meginbláæð, sem væru millimetrum frá hnífs­bragðinu. Sigurgeir kvað ekki útilokað að hægra nýrað gæti visnað enn frekar í nánustu framtíð, þótt hann teldi það ekki líklegt.                

IV.

Ákærði var 17. júní úrskurðaður í sex daga gæsluvarðhald í þágu máls­rannsóknar. Lá þá fyrir skrifleg játning, undirrituð hjá lögreglu, um að hann hefði þáliðna nótt ráðist á föður sinn með hnífi í miklu reiðiskasti og ætlað sér að drepa hann. Ekki verður séð að sá framburður hafi verið borinn undir ákærða til staðfestingar í dóminum. Með úrskurði 22. júní var gæslu­varðhald framlengt til 4. ágúst, á grundvelli almannahagsmuna samkvæmt 2. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Áður hafði ákærði sam­þykkt að gangast undir geðrannsókn. Hæstiréttur staðfesti niðurstöðu héraðs­dóms með dómi 28. júní. Með úrskurði 4. ágúst var gæsluvarðhald framlengt allt til 24. október, en Hæstiréttur stytti þann tíma til 27. september með dómi sínum 9. ágúst síðast­liðinn.

Tómasi Zoëga geðlækni var falin framkvæmd nefndrar geðrannsóknar. Lágu niður­stöður hennar fyrir 17. júlí, en samkvæmt þeim er ákærði talinn sakhæfur í skilningi 15. gr. almennra hegningarlaga og kom ekkert læknisfræðilegt fram, sem útilokar að refsing geti borið árangur í skilningi 16. gr. sömu laga.

Ákærði undi ekki við ofangreindar niðurstöður. Við þingfestingu málsins 11. ágúst voru því dómkvaddir tveir sér­fræðingar, Páll Matthíasson geðlæknir og Gunnar Hrafn Birgisson sálfræðingur, til að rannsaka geðhagi og sálrænt ástand ákærða og endurmeta hvort skilyrðum 15. og 16. gr. hegningarlaga sé fullnægt til að ákærði teljist sakhæfur og refsing geti borið árangur, komi til hennar á annað borð. Í matsgerð („Geð­rannsókn“) nefndra sérfræðinga 6. september 2006, sem þeir staðfestu fyrir dómi, er komist að sömu niðurstöðu um sakhæfi ákærða. Um matsgerðina og álit sérfræðinganna verður annars fjallað á öðrum stað í dómi þessum.

V.

Ákærði var yfirheyrður þrívegis meðan á lögreglurannsókn stóð, 17. og 22. júní og loks 11. júlí, ávallt að viðstöddum verjanda. Við aðra skýrslutöku dró hann til baka þann framburð sinn frá 17. júní að hann hefði ætlað að drepa föður sinn, en sagði sem fyrr að hann hefði misst stjórn á skapi sínu, gripið hníf og „stungið í mikilli reiði og á þeim tíma­punkti viljað skaða Y“. Ákærði gaf þá skýringu á fyrri framburði að hann hefði verið föður sínum afar reiður og því svarað játandi þegar lögregla hefði spurt hann svo: „Ætlaðir þú að drepa hann?“ Í sömu skýrslu kemur fram að ákærði hafi ekki miðað hnífnum sérstaklega, heldur stungið honum „bara einhvers staðar“.

Y gaf tvær vitnaskýrslur hjá lögreglu, 19. júní og 12. júlí, en auk hans voru yfirheyrð sem vitni D, E, F, G, H, I, B, C og systir hennar J.

Af nefndum vitnum komu aðeins þrjú þau síðasttöldu fyrir dóm, auk Y, sem færðist undan að bera vitni vegna skyldleikans við ákærða. Verður því ekki stuðst með beinum hætti við frásögn Y, en þó er rétt að geta þess að hann staðfesti í mörgu framburð ákærða. Þannig ber feðgunum saman um að Y hafi verið í A þegar hann hringdi heim og bað ákærða að færa honum hleðslutæki fyrir farsíma. Enn fremur, að ákærði hafi neitað þeirri ósk og sagt „fuck you“ við föður sinn í símann. Einnig, að Y hafi þá farið heim, hann verið reiður syni sínum og að komið hafi til orða­­skaks og síðar átaka milli þeirra feðga á heimilinu. Enn fremur, að Y hafi svo haldið aftur á A, ákærði fylgt honum eftir skömmu síðar og þeir rifist harkalega inni á veitinga­­staðnum. Sem og, að Y hafi, meðan á rifrildinu stóð, meðhöndlað hníf og sagt við ákærða eitthvað á þessa leið: „Dreptu mig þá.“ Loks má geta þess að Y gekkst við því hjá lögreglu að hafa skellt í sig einum bjór og nokkrum skotum af Jäger­meister áður en til rifrildis kom í A.

VI.

Fyrir dómi gekkst ákærði greiðlega við því að hafa umrædda nótt veist að föður sínum með hnífi og stungið hann í hægri síðu. Hann kvaðst ekki vita hvort um lífs­hættu­lega áverka hefði verið að ræða, en vefengdi ekki að hnífurinn hefði gengið í gegnum lifrarblað og skaddað hægra nýra Y. Ákærði tók hins vegar fram að hann hefði ekki haft ásetning til að bana föður sínum. Hann gat þess ennfremur, að á nefndum tímapunkti hefði samband þeirra feðga verið afar slæmt, hann verið föður sínum sárreiður og þeir varla talast við vikurnar á undan, eða frá því að ákærði hefði staðið hann að framhjá­haldi í apríl 2006. Í kjölfar þess hefði móðir ákærða óskað eftir skilnaði, en Y engu síður búið áfram á heimilinu, foreldrar hans rifist mikið og Y verið meira og minna drukkinn á hverjum degi.

Nánar aðspurður um aðdraganda árásarinnar skýrði ákærði frá því að hann hefði verið heima að horfa á sjónvarp þegar Y hefði hringt frá A og skipað ákærða að færa honum hleðslu­tæki fyrir farsíma. Ákærði hefði neitað og sagt „fuck you“ við hann í símann. Nokkrum mínútum síðar hefði Y komið heim, reiður og ölvaður. Þar hefði hann ráðist á ákærða, tekið um handleggi hans, skellt honum upp að vegg og slegið hann í andlitið. Ákærði hefði tekið á móti, kýlt Y í andlitið og þeir flogist á. Í framhaldi hefði Y tekið hleðslutækið og horfið á braut. Ákærði kvaðst hafa verið afar reiður í garð föður síns á þeirri stundu og því ákveðið nokkrum mínútum síðar að fara niður á A og „meiða“ hann. Ákærði dró ekki fjöður yfir það að hann hefði verið í hefndar­­­hug þegar hann síðan gekk inn á veitingastaðinn, greip þar til hafnaboltakylfu og hugðist ráðast á Y inni í eldhúsi staðarins. Frændi ákærða hefði hins vegar stöðvað hann og tekið af honum kylfuna. Þeir feðgar hefðu síðan rifist harkalega í eld­húsinu og Y látið þau orð falla að ákærði væri og yrði alltaf „aumingi“. Í kjölfar þeirra ummæla hefði ákærði orðið enn reiðari og öskrað á föður sinn að hann vildi drepa hann. Y hefði þá tekið hníf í innra eldhúsinu, reynt að fá ákærða til að taka við honum og sagt ítrekað: „Dreptu mig þá.“ Að sögn ákærða hefði hann ekki viljað taka við hnífnum, Y þá kastað honum í áttina til hans og hnífurinn stungist í vegg í innra eldhúsinu. Faðir hans hefði síðan farið eitthvert fram, en komið fljótlega aftur og þeir haldið áfram að rífast í einhverjar mínútur. Á meðan hefði Y haldið áfram að egna ákærða til reiði og hann þá endan­lega misst stjórn á sér, gripið til hnífs, sem hann hefði séð í hillu í innra eldhúsinu og stungið honum í föður sinn. Ákærði kvaðst ekki hafa gert sér grein fyrir því hvar hnífurinn hefði komið í Y og ekki hafa hugleitt að atlagan gæti leitt til dauða fyrr en faðir hans hefði legið á eldhús­­gólfinu. Ákærði áréttaði að hann hefði aðeins viljað „meiða“ föður sinn, kvaðst iðrast þess að hafa stungið hann og sagðist óska þess að hann hefði aldrei farið að heiman um nóttina.

C, móðir ákærða, bar fyrir dómi að Y hefði umrædda nótt farið mjög drukkinn út af A og komið til baka um 15-20 mínútum síðar með glóðar­auga. Hann hefði verið æstur og viljað loka veitingastaðnum, en allt að 100 gestir hefðu verið þar inni. Þegar hún hefði spurt hvað hefði komið fyrir hefði hann sagt ákærða hafa slegið hann. Um stundarfjórðungi síðar hefði ákærði birst, mjög reiður og með sár á enni. Aðspurður hefði hann sagt Y hafa lamið hann. Í framhaldi hefði ákærði gengið inn í eldhús til Y og þeir farið að rífast. Að sögn C hefði hún beðið son sinn að slaka á „og tala við mömmu“. Við þetta hefði hann róast í örfáar mínútur, en Y haldið uppteknum hætti, talað illa um drenginn og ítrekað kallað hann „aumingja“. Ákærði hefði þá reiðst að nýju og sagt við föður sinn: „Mig langar að drepa þig.“ Við svo búið hefði Y tekið hníf úr rekka í innra eld­húsinu, reynt að fá ákærða til að taka við honum og sagt: „Dreptu mig þá, dreptu mig þá.“ Þegar ákærði hefði ekki viljað hnífinn hefði Y kastað honum og hann stungist í eldhús­vegg fyrir aftan ákærða. C kvað Y síðan hafa tekið annan hníf og reynt að fá ákærða til að taka við honum, en einhver hefði tekið þann hníf af Y og lagt hann eitthvert. Y hefði í framhaldi skipað ákærða að fara út af veitinga­staðnum og sagt að hann ætti staðinn, en ákærði borið á móti því, sagt að A væri eign móður hans og Y skyldi sjálfur fara út. Að sögn C hefði ákærði svo skyndi­­lega verið kominn með hníf og hún séð Y hníga niður. Hún kvað um 5-10 mínútur hafa liðið frá því að Y hefði kastað hnífi í vegginn þar til ákærði hefði stungið hann, en tók fram að hún hefði ekki séð þá atlögu. Á þessu tímabili hefðu þeir rifist linnu­laust og ekkert hlé orðið á deilunni áður en Y hefði fallið á gólfið.

J, móðursystir ákærða, bar fyrir dómi að hún hefði séð þegar Y hefði hringt frá A um nóttina, hann verið skapvondur, kastað farsíma sínum frá sér og því næst ætt út af veitingastaðnum. Um 10-15 mínútum síðar hefði hann komið til baka og þá viljað slökkva ljósin og loka staðnum, en fjölmargir gestir hefðu verið þar inni. Skömmu síðar hefði ákærði komið á staðinn og farið að rífast harka­lega við Y inni í eldhúsi. Systurnar hefðu reynt að stilla til friðar, en Y haldið áfram að egna son sinn til reiði og meðal annars kallað hann „aumingja“. J tók fram að hún skyldi litla íslensku, en þetta orð hefði hún heyrt og skilið. Í framhaldi hefði Y tekið hníf, reynt að fá ákærða til að taka við honum og sagt ákærða að drepa hann. Þegar ákærði hefði ekki viljað snerta hnífinn hefði Y kastað hnífnum í mikilli reiði í átt að syni sínum og hann hafnað í vegg fyrir ofan höfuð drengsins. Í kjölfar þessa hefði C náð að róa ákærða, en á meðan hefði Y gengið í hringi og farið fram í ytra eldhús. Hann hefði síðan snúið til baka, æstur í bragði, sagt einhver ljót orð við ákærða og skipað honum að yfir­­gefa veitinga­staðinn. Við þetta hefði ákærði orðið brjálaður að nýju, hann mótmælt því að fara og sagt móður sína eiga staðinn. Að sögn J hefði hún næst séð þegar Y hefði hnigið niður á gólf og ákærði þá staðið hjá honum með hníf í annarri hendi. Hún kvaðst ekki vita hvar ákærði hefði fengið þann hníf og sagðist aðeins hafa séð Y hand­fjatla einn hníf í eldhúsinu.  

B dyravörður bar fyrir dómi að hann hefði ekki orðið vitni að árás ákærða á föður sinn. Hann hefði hins vegar séð feðgana rífast í dyragættinni milli innra og ytra eldhússins skömmu fyrir atlöguna og þá reynt að stilla til friðar ásamt móður ákærða. Á þeim tímapunkti hefði hvorugur mannanna handfjatlað hníf. Þeir hefðu síðan virst róast og Y gengið áleiðis út úr eldhúsinu, en ákærði staðið áfram við hlið móður sinnar. Í þeirri stöðu hefði B farið fram í anddyri til að sinna starfi sínu, en áður hefði hann fjarlægt hafnaboltakylfu undan afgreiðsluborði ytra eld­hússins og sett hana á öruggan stað.

VII.

Með framburði ákærða og vitna fyrir dómi, sem samrýmist í stórum dráttum frásögn Y, sem getið er í V. kafla að framan, hefur fengist heildstæð mynd af atburðum aðfaranótt laugardagsins 17. júní síðastliðins, þótt ýmis mikilvæg atriði séu að nokkru óljós. Ber ákærða að njóta alls skyn­sam­legs vafa í þessu sambandi samkvæmt sönnunarreglum 45.-48. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opin­berra mála.

Við úrlausn málsins þykir þannig mega leggja til grundvallar að Y hafi verið ölvaður þegar hann hringdi frá A heim til sonar síns og skipaði ákærða að færa honum umrætt hleðslutæki. Enn fremur, að ákærði hafi hafnað þeim tilmælum með skætingi, Y reiðst framkomu sonar síns, farið heim og veist þar að drengnum með ofbeldi. Í framhaldi hafi ákærði slegið föður sinn í andlitið, Y rokið á dyr, skömmu síðar birst æstur og reiður á A og viljað loka veitingastaðnum þrátt fyrir að fjöldi gesta væri þar inni að skemmta sér. Einnig liggur fyrir samkvæmt fram­burði ákærða sjálfs að hann hafi borið þungan hug til föður síns þegar hann ákvað að elta hann á A, í þeim tilgangi að „meiða“ hann. Ber í þessu sambandi að leggja þann framburð ákærða til grundvallar að hann hafi, þegar eftir komuna á staðinn, gripið til hafnaboltakylfu og ætlað með hana inn í eldhús í því augnamiði að lumbra á Y, en frændi ákærða hafi komið í veg fyrir það með því að taka kylfuna af honum.

Ákærða og vitnunum B, C og J ber saman um að ákærði hafi í kjölfar þessa hitt föður sinn í eldhúsinu og þeir farið að rífast harkalega. Af frásögn vitnanna virðist helst mega ráða að C hafi síðan tekist að róa son sinn skamma stund og B þá látið sig hverfa. Systrunum C og J ber saman um að Y hafi í framhaldi stofnað til illinda að nýju, reynt að egna ákærða til reiði og kallað hann aumingja. Er sá vitnis­burður í samræmi við fram­burð ákærða og verður hann því lagður til grundvallar.

Ákærða og móður hans ber saman um að drengurinn hafi snöggreiðst við nefnd ummæli og annað hvort sagt eða öskrað á föður sinn að hann langaði til að drepa hann. Af frásögn mæðginanna og vætti J verður ekki annað ráðið en að feðgarnir hafi þá verið staddir í innra eldhúsinu, Y tekið þar hníf úr rekka, rétt hann í átt til ákærða og manað ákærða að stinga hann, með því að segja í eitt eða fleiri skipti: „Dreptu mig þá.“ Fær þetta hvoru tveggja stoð í frásögn Y hjá lögreglu, sem fyrr er getið. Er því ekkert fram komið í málinu, sem gefur haldbæra vísbendingu um að atburðarás hafi verið með öðrum hætti. Ber því að leggja frásögn ákærða og vitnanna til grundvallar að þessu leyti.

Ákærða og systrunum ber einnig saman um að þegar ákærði hafi neitað að taka við hnífnum hafi Y kastað honum í átt að syni sínum og hnífurinn hafnað fyrir aftan hann, ofarlega í vegg, sem skilur að innra og ytra eldhús. Verður við þá frásögn miðað, enda staðreyna gögn málsins að hnífur stóð í umræddum eldhúsvegg þegar lögregla rannsakaði vettvang. Liggur þannig fyrir að feðgarnir hafi verið í innra eld­húsinu þegar hnífnum var kastað og að ákærði hafi staðið við dyraop milli eldhúsanna tveggja.

Af framburði ákærða og vætti J má ráða að stutt hlé hafi orðið á deilu feðganna í kjölfar síðastnefnds atviks, Y farið fram í ytra eldhús og verið að vappa þar fram og til baka, en því næst snúið sér að ákærða á nýjan leik í dyraopinu á milli eldhúsanna og egnt hann aftur til reiði. J og C ber saman um að Y hafi í það skipti sagt ákærða að hypja sig út af veitinga­staðnum, en drengurinn and­mælt og borið því við að móðir hans ætti staðinn. Ákærði er einn til frásagnar um atburði í kjölfar þessa, en að hans sögn missti hann stjórn á skapi sínu, greip nálægan hníf af hillu í ytra eldhúsinu og lagði til föður síns í blindni. Af vætti systranna er ljóst að atburða­rás hefur verið hröð, en konurnar bera að þær hafi næst séð Y hníga niður á eldhúsgólfið og ákærða standa við hlið hans með hníf í hendi. Í ljósi fyrr­nefndra sönnunar­reglna ber einnig hér að leggja fram­burð ákærða til grund­vallar og skýra hann með hlið­­sjón af frásögn vitnanna tveggja. Breytir litlu í þessu sambandi þótt Y hafi hugsanlega hand­fjatlað sama hníf skömmu fyrir atlöguna, en sú frásögn C fær ekki stuðning í fram­burði ákærða eða vitnisburði J.

Samkvæmt því sem nú hefur verið rakið er sannað að ákærði hafi umrædda nótt veist að Y föður sínum með hnífi á veitingastaðnum A og stungið hann í hægri síðu. Er óumdeilt að hnífurinn, sem um ræðir, er af gerðinni „Fiskars“, með 16,3 sm löngu blaði. Með hliðsjón af vottorðum Sigurgeirs Kjartanssonar sérfræðings á LSH og vitnis­burði hans fyrir dómi, sem ekki hefur verið hnekkt, er ennfremur sannað að umræddur hnífur hafi gengið allt að 10-15 sm inn í síðu Y, farið í gegnum lifrarblað og skaddað hægra nýra, allt með þeim afleiðingum að Y var í lífshættu vegna innri blæðinga við komu á slysadeild um nóttina. Af sama vitnisburði og framburði ákærða um að hann hafi lagt til föður síns í blindni verður ekki ályktað á annan veg en að hrein heppni hafi ráðið því að hnífurinn fór ekki í ósæð eða meginbláæð.

VIII.

Við mat á því hvort háttsemi ákærða teljist tilraun til manndráps og falli þar með undir ákvæði 211. gr., sbr. 20. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, verður að líta til þess hvort hafið sé yfir skynsamlegan vafa að ákærði hafi haft ásetning til að bana föður sínum á þeirri stundu þegar hann lagði til hans með hnífnum. Ber hér að hafa í huga þann framburð ákærða að hann hafi farið á eftir Y inn á A í þeim tilgangi að meiða hann og í því skyni gripið til hafnaboltakylfu. Í málinu liggur fyrir að kylfan var tekin af honum áður en til ofbeldis kom og verður ekki ráðið af framburði ákærða að hann hafi eftir það ætlað sér að skaða föður sinn fyrr en hann greip til hnífsins í ákafri geðs­hræringu og mikilli reiði með þekktum afleiðingum. Fyrir dómi hefur ákærði stað­fast­lega neitað því að fyrir honum hafi vakað að svipta föður sinn lífi á verknaðarstundu. Gegn þeirri neitun verður að telja það ósannað, sbr. 45., 46. og 48. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Með hliðsjón af hæstaréttardómum 28. janúar 1993 í máli nr. 188/1992, 24. mars 1994 í máli réttarins nr. 463/1993 og loks dómi uppkveðnum 12. júní 1997 í máli nr. 143/1997 þykir og varhugavert að staðhæfa, svo sem atvikum var háttað í eldhúsi veitinga­staðarins, að ákærða hafi hlotið að vera ljóst að mannsbani hlytist eða kynni að hljótast af atlögunni. Samkvæmt þessu verður verknaður hans talinn varða við 2. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga, sbr. 11. gr. laga nr. 20/1981, vegna hinnar sérstöku hættu, sem í atlögunni fólst.

Með hliðsjón af skýrslu Tómasar Zoëga geðlæknis og matsgerð Gunnars Hrafns Birgissonar sálfræðings og Páls Matthíassonar geðlæknis verður að telja ákærða sak­hæfan í skilningi 15. gr. almennra hegningar­laga. Þá er það mat dómsins að niður­stöður sérfræðinganna þriggja leiði ekki til þess að unnt sé að álykta að svo hafi verið ástatt um andlega hagi ákærða á verknaðarstundu að refsing geti ekki borið árangur í skilningi 1. mgr. 16. gr. laganna. Að þessu virtu ber að gera honum refsingu fyrir verknaðinn. Við mat á henni er til margs að líta. Fyrst ber að nefna að mál þetta er um margt sérstætt og óvenjulegt. Eins og áður er rakið verður að leggja til grundvallar að Y hafi ráðist á ákærða með líkamlegu ofbeldi skömmu áður en þeir atburðir urðu, sem mál þetta er sprottið af. Áttu þar í hlut faðir og sonur, annar tæplega fimmtugur og hinn 18 ára. Þá liggur nægjanlega fyrir að Y hafi ítrekað reynt að egna son sinn til reiði inni á veitingastaðnum, kallað hann aumingja og að minnsta kosti einu sinni rétt honum hníf og beinlínis skorað á ákærða að drepa hann. Er vafalaust, ekki síst í ljósi forsögu málsins og fyrri samskipta feðganna sömu nótt, að ákærði hafi verið í mikilli geðshræringu þegar hann síðan lagði til Y. Að þessu virtu þykja hér eiga við ákvæði 4., 6. og 7. töluliðs 1. mgr. 70. gr. almennra hegningarlaga, sem og 4. tölu­liður 1. mgr. 74. gr., fyrri málsliður 75. gr. og loks niðurlagsákvæði 3. mgr. 218. gr. b. hegningarlaganna, sbr. 12. gr. laga nr. 20/1981 og 4. gr. laga nr. 83/2005. Á hinn bóginn verður ekki horft framhjá því að atlaga ákærða var sérlega hættuleg, að hún beindist að mikilvægum hagsmunum og var til þess fallin að valda miklu líkamstjóni, þótt betur hafi farið en á horfði í upphafi. Koma þannig til refsiþyngingar ákvæði 1.-3. töluliðs 1. mgr. 70. gr. títtnefndra laga. Að öllu þessu virtu og með hliðsjón af saka­ferli ákærða og hrein­skilnis­legum framburði hans við rannsókn og meðferð málsins þykir refsing hæfi­lega ákveðin fangelsi í tólf mánuði.

Með ofangreind atriði í huga, sér í lagi aldur ákærða og hinar sérstöku aðstæður að broti hans, sem og því að hann hefur ekki áður orðið uppvís að refsiverðri háttsemi, svo kunnugt sé og loks með hliðsjón af því samdóma áliti dómkvaddra matsmanna að afplánun refsingar í tilviki ákærða, sem teljist óvenju óharðnaður og saklaus miðað við aldur, geti haft skaðlegar afleiðingar á líf drengsins og framtíð, þykir rétt að kveða svo á um að ákærði skuli njóti heimilda 57. gr. almennra hegningarlaga, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955, með þeim hætti að fresta skuli fullnustu níu mánaða dæmdrar refsingar og sá hluti hennar falla niður að liðnum fimm árum frá dómsuppsögu, enda haldi ákærði almennt skilorð téðra lagagreina. Til frádráttar refsingunni komi gæsluvarðhald, sem ákærði hefur sætt óslitið frá 17. júní 2006, sbr. 76. gr. hegningarlaganna. Einnig þykir rétt, með hliðsjón af áliti dómkvaddra mats­manna, að ákærði skuli í eitt ár frá dóms­uppsögu hlíta sérstöku umsjónarskilorði 1. töluliðs 3. mgr. 57. gr. hegningar­laganna, með það í huga að hann fái notið hugrænnar atferlismeðferðar af hálfu sérfræðings í því skyni að vinna bug á reiði í garð föður síns og til þess að byggja upp og móta eigin framtíð í skjóli hins hörmulega verknaðar.    

IX.

Með hliðsjón af framangreindum málsúrslitum og með vísan til 1. mgr. 165. gr. laga um meðferð opinberra mála, sbr. 164. gr. sömu laga, ber að dæma ákærða til greiðslu sakarkostnaðar. Til hans telst þóknun verjanda á rannsóknarstigi máls, 229.583 krónur, lækniskostnaður að sam­tölu krónur 39.562 og rannsókn Lyfjafræðistofnunar að fjárhæð 103.603 krónur. Á hinn bóginn þykir eftir atvikum rétt að 211.180 króna kostnaður vegna geðrannsóknar Tómasar Zoëga geðlæknis skuli greiðast úr ríkissjóði, sem og 787.600 króna kostnaður vegna öflunar matsgerðar, enda í báðum tilvikum um órjúfan­legan kostnað að ræða, sem tengist réttlátri málsmeðferð ákærða til handa. Loks ber að dæma ákærða til að greiða málsvarnarlaun Herdísar Hallmarsdóttur héraðsdómslög­manns, skipaðs verjanda síns hér fyrir dómi. Með hliðsjón af eðli og umfangi máls og að teknu tilliti til tímaskýrslu lögmannsins þykja þau laun hæfilega ákveðin 450.000 krónur, að meðtöldum virðisaukaskatti.        

Sigríður J. Friðjónsdóttir saksóknari sótti málið af hálfu ákæruvaldsins.

Jónas Jóhannsson héraðsdómari kvað upp dóminn.

DÓMSORÐ:

Ákærði, X, sæti fangelsi í tólf mánuði, en fresta skal fullnustu níu mánaða þeirrar refsingar og sá hluti hennar falla niður að liðnum fimm árum frá dómsuppsögu, haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955. Þá sæti ákærði í eitt ár frá dómsuppsögu sérstöku umsjónarskilyrði 1. töluliðs 3. mgr. 57. gr. hegningarlaganna. Til frádráttar dæmdri refsingu komi gæslu­varð­­hald ákærða, sem hann hefur sætt frá 17. júní 2006.

Ákærði greiði 822.748 krónur í sakarkostnað, þar með talin 450.000 króna máls­varnar­laun skipaðs verjanda síns, Herdísar Hallmarsdóttur héraðsdómslögmans.