Hæstiréttur íslands

Mál nr. 244/2013


Lykilorð

  • Niðurfelling máls
  • Málskostnaður
  • Gjafsókn


                                     

Fimmtudaginn 19. september 2013.

 

Nr. 244/2013.

A

(Eva Dís Pálmadóttir hrl.)

gegn

Barnaverndarnefnd X

(Sigurður Sigurjónsson hrl.)

Niðurfelling máls. Málskostnaður. Gjafsókn.

Barnaverndarnefnd X krafðist þess að A yrði svipt forsjá dætra sinna B og C. Með sameiginlegri yfirlýsingu aðila var málið fellt niður en A hélt málskostnaðarkröfu sinni fyrir Hæstarétti til streitu. Talið var rétt að málskostnaður fyrir Hæstarétti félli niður og að gjafsóknarkostnaður A fyrir réttinum greiddist úr ríkissjóði.

Dómur Hæstaréttar.

Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Ólafur Börkur Þorvaldsson og Benedikt Bogason og Ingveldur Einarsdóttir settur hæstaréttardómari.

Áfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 10. apríl 2013. Með bréfi 12. september sama ár féll áfrýjandi frá áfrýjun sinni, að öðru leyti en því að dómur gangi um málskostnað fyrir Hæstarétti án tillits til gjafsóknar, sem henni hefur verið veitt.

Með vísan til c. liðar 1. mgr. 105. gr., sbr. 166. gr., laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála er málið fellt niður.

Rétt er að málskostnaður fyrir Hæstarétti falli niður.

Um gjafsóknarkostnað áfrýjanda fer eftir því sem segir í dómsorði.

Dómsorð:

Mál þetta er fellt niður.

Málskostnaður fyrir Hæstarétti fellur niður.

Allur gjafsóknarkostnaður áfrýjanda, A, fyrir Hæstarétti greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málflutningsþóknun lögmanns hennar, 500.000 krónur.