Hæstiréttur íslands

Mál nr. 162/2012


Lykilorð

  • Fasteignakaup
  • Galli
  • Skaðabætur
  • Fjöleignarhús
  • Skuldajöfnuður
  • Málskostnaður


                                     

Fimmtudaginn 31. janúar 2013.

Nr. 162/2012.

Bára Samúelsdóttir

Kjartan Sveinn Guðjónsson

Brynjar Traustason

Helga Camilla Agnarsdóttir

Þórarinn Þórarinsson

Hjördís Reykdal

Vilhjálmur H. Þorgrímsson

Helga Dís Sigurðardóttir

Þórður Björn Sigurðsson

Hólmfríður Böðvarsdóttir

Sveinn Kjartansson

Sigurlaug Guðrún Gunnarsdóttir

Heiðar Arnfinnsson

Sigríður Bjarnadóttir

Hulda Margrét Eggertsdóttir

Rajan Sedhai

Auður Eygló Kjartansdóttir

Steinar Jónsson

Grétar Sigmarsson

Bjarki Heiðar Bjarnason

Haraldur Aðalbjörn Haraldsson

Gerður Garðarsdóttir

Helgi Sigurgeirsson

Bára Margrét Pálsdóttir

Ólafur Sverrisson

Rósa Jónsdóttir

Elva Ýr Magnúsdóttir

Magnús Örn Ragnarsson

Georg Arnar Halldórsson

Sif Sveinsdóttir

Bjarni Ólafur Magnússon

Ásta María Gunnarsdóttir

Sveinn Aðalbergsson og

Nadia Tamimi

(Guðjón Ólafur Jónsson hrl.)

gegn

þrotabúi VLX 4530 ehf.

(enginn)

Jóni Inga Lárussyni og

(Einar Baldvin Axelsson hrl.)

Helga Bergmanni Sigurðssyni og

(Ingvar Sveinbjörnsson hrl.)

Helgi Bergmann Sigurðsson

(Ingvar Sveinbjörnsson hrl.)

gegn

Báru Samúelsdóttur

Kjartani Sveini Guðjónssyni

Brynjari Traustasyni

Helgu Camillu Agnarsdóttur

Þórarni Þórarinssyni

Helgu Dís Sigurðardóttur

Þórði Birni Sigurðssyni

Hólmfríði Böðvarsdóttur

Sveini Kjartanssyni

Heiðari Arnfinnssyni

Sigríði Bjarnadóttur

Huldu Margréti Eggertsdóttur

Rajan Sedhai

Auði Eygló Kjartansdóttur

Steinari Jónssyni

Grétari Sigmarssyni

Bjarka Heiðari Bjarnasyni

Haraldi Aðalbirni Haraldssyni

Gerði Garðarsdóttur

Helga Sigurgeirssyni

Báru Margréti Pálsdóttur

Ólafi Sverrissyni

Rósu Jónsdóttur

Elvu Ýri Magnúsdóttur

Magnúsi Erni Ragnarssyni

Georg Arnari Halldórssyni

Sif Sveinsdóttur

Bjarna Ólafi Magnússyni

Ástu Maríu Gunnarsdóttur og

Sveini Aðalbergssyni

(Guðjón Ólafur Jónsson hrl.)

Fasteignakaup. Galli. Skaðabætur. Fjöleignarhús. Skuldajöfnuður. Málskostnaður.

Eigendur 22 íbúða í fjöleignarhúsi höfðu uppi kröfur á hendur seljanda hússins, byggingarstjóra þess og hönnuði vegna margvíslegra galla sem komið höfðu í ljós eftir afhendingu íbúðanna. Hæstiréttur féllst á að seljandi íbúðanna, þb. V ehf., bæri ábyrgð á hluta þeirra galla sem eigendur þeirra töldu vera fyrir hendi. Var J, byggingarstjóri hússins, talinn bera sameiginlega ábyrgð með þb. V ehf. vegna hluta gallanna og H, hönnuður hússins, vegna vatnshalla á svalagöngum. 

Dómur Hæstaréttar

Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Viðar Már Matthíasson, Benedikt Bogason og Greta Baldursdóttir.

Aðaláfrýjendur skutu málinu til Hæstaréttar 19. mars 2012. Þeir krefjast þess að gagnáfrýjanda og stefndu þrotabúi VLX 4530 ehf. og Jóni Inga Lárussyni verði óskipt gert að greiða sér eftirtaldar fjárhæðir auk dráttarvaxta samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 28. ágúst 2009 til greiðsludags.

Aðaláfrýjendurnir Bára Samúelsdóttir og Kjartan Sveinn Guðjónsson krefjast 1.205.593 króna, að frádreginni innborgun 22. júní 2012 að fjárhæð 59.630 krónur miðað við stöðu kröfunnar þann dag, þó þannig að óskipt ábyrgð gagnáfrýjanda takmarkist við höfuðstól að fjárhæð 374.441 króna með tildæmdum vöxtum.

Aðaláfrýjandinn Brynjar Traustason krefst 1.186.144 króna, að frádreginni innborgun 22. júní 2012 að fjárhæð 57.492 krónur miðað við stöðu kröfunnar þann dag, þó þannig að óskipt ábyrgð gagnáfrýjanda takmarkist við höfuðstól að fjárhæð 342.875 krónur með tildæmdum vöxtum.

Aðaláfrýjendurnir Helga Camilla Agnarsdóttir og Þórarinn Þórarinsson krefjast 1.156.949 króna, að frádreginni innborgun 22. júní 2012 að fjárhæð 57.681 króna miðað við stöðu kröfunnar þann dag, þó þannig að óskipt ábyrgð gagnáfrýjanda takmarkist við höfuðstól að fjárhæð 345.799 krónur með tildæmdum vöxtum.

Aðaláfrýjendurnir Hjördís Reykdal og Vilhjálmur H. Þorgrímsson krefjast 1.222.874 króna, þó þannig að óskipt ábyrgð gagnáfrýjanda takmarkist við höfuðstól að fjárhæð 373.466 krónur með tildæmdum vöxtum.

Aðaláfrýjendurnir Helga Dís Sigurðardóttir og Þórður Björn Sigurðsson krefjast 1.347.809 króna, að frádreginni innborgun 22. júní 2012 að fjárhæð 65.165 krónur miðað við stöðu kröfunnar þann dag, þó þannig að óskipt ábyrgð gagnáfrýjanda takmarkist við höfuðstól að fjárhæð 455.942 krónur með tildæmdum vöxtum.

Aðaláfrýjendurnir Hólmfríður Böðvarsdóttir og Sveinn Kjartansson krefjast 1.322.661 krónu, að frádreginni innborgun 22. júní 2012 að fjárhæð 63.277 miðað við stöðu kröfunnar þann dag, þó þannig að óskipt ábyrgð gagnáfrýjanda takmarkist við höfuðstól að fjárhæð 428.275 krónur með tildæmdum vöxtum.

Aðaláfrýjandinn Sigurlaug Guðrún Gunnarsdóttir krefst 1.167.801 krónu, þó þannig að óskipt ábyrgð gagnáfrýjanda takmarkist við höfuðstól að fjárhæð 352.172 krónur með tildæmdum vöxtum.

Aðaláfrýjandinn Heiðar Arnfinnsson krefst 1.131.873 króna, þó þannig að óskipt ábyrgð gagnáfrýjanda takmarkist við höfuðstól að fjárhæð 319.632 krónur með tildæmdum vöxtum.

Aðaláfrýjandinn Sigríður Bjarnadóttir krefst 1.119.157 króna, þó þannig að óskipt ábyrgð gagnáfrýjanda takmarkist við höfuðstól að fjárhæð 323.531 króna með tildæmdum vöxtum.

Aðaláfrýjendurnir Hulda Margrét Eggertsdóttir og Rajan Sedhai krefjast 1.247.331 krónu, þó þannig að óskipt ábyrgð gagnáfrýjanda takmarkist við höfuðstól að fjárhæð 357.796 krónur með tildæmdum vöxtum. 

Aðaláfrýjendurnir Auður Eygló Kjartansdóttir og Steinar Jónsson krefjast 1.413.516 króna, þó þannig að óskipt ábyrgð gagnáfrýjanda takmarkist við höfuðstól að fjárhæð 430.225 krónur með tildæmdum vöxtum.

Aðaláfrýjandinn Grétar Sigmarsson krefst 1.174.047 króna, þó þannig að óskipt ábyrgð gagnáfrýjanda takmarkist við höfuðstól að fjárhæð 355.846 krónur með tildæmdum vöxtum.

Aðaláfrýjandinn Bjarki Heiðar Bjarnason krefst 1.112.596 króna, að frádreginni innborgun 22. júní 2012 að fjárhæð 55.920 krónur miðað við stöðu kröfunnar þann dag, þó þannig að óskipt ábyrgð gagnáfrýjanda takmarkist við höfuðstól að fjárhæð 319.632 krónur með tildæmdum vöxtum.

Aðaláfrýjandinn Haraldur Aðalbjörn Haraldsson krefst 1.142.289 króna, að frádreginni innborgun 22. júní 2012 að fjárhæð 56.171 króna miðað við stöðu kröfunnar þann dag, þó þannig að óskipt ábyrgð gagnáfrýjanda takmarkist við höfuðstól að fjárhæð 323.531 króna með tildæmdum vöxtum.

Aðaláfrýjendurnir Gerður Garðarsdóttir og Helgi Sigurgeirsson krefjast 1.176.587 króna, að frádreginni innborgun 22. júní 2012 að fjárhæð 58.057 krónur miðað við stöðu kröfunnar þann dag, þó þannig að óskipt ábyrgð gagnáfrýjanda takmarkist við höfuðstól að fjárhæð 351.423 krónur með tildæmdum vöxtum.

Aðaláfrýjandinn Bára Margrét Pálsdóttir krefst 1.340.605 króna, að frádreginni innborgun 22. júní 2012 að fjárhæð 64.095 krónur miðað við stöðu kröfunnar þann dag, þó þannig að óskipt ábyrgð gagnáfrýjanda takmarkist við höfuðstól að fjárhæð 440.272 krónur með tildæmdum vöxtum.

Aðaláfrýjendurnir Ólafur Sverrisson og Rósa Jónsdóttir krefjast 1.380.105 króna, að frádreginni innborgun 22. júní 2012 að fjárhæð 66.611 krónur miðað við stöðu kröfunnar þann dag, þó þannig að óskipt ábyrgð gagnáfrýjanda takmarkist við höfuðstól að fjárhæð 477.236 krónur með tildæmdum vöxtum.

Aðaláfrýjendurnir Elva Ýr Magnúsdóttir og Magnús Örn Ragnarsson krefjast 1.238.779 króna, þó þannig að óskipt ábyrgð gagnáfrýjanda takmarkist við höfuðstól að fjárhæð 394.010 krónur með tildæmdum vöxtum.

Aðaláfrýjendurnir Georg Arnar Halldórsson og Sif Sveinsdóttir krefjast 1.177.328 króna, þó þannig að óskipt ábyrgð gagnáfrýjanda takmarkist við höfuðstól að fjárhæð 357.796 krónur með tildæmdum vöxtum.

Aðaláfrýjandinn Bjarni Ólafur Magnússon krefst 1.180.293 króna, þó þannig að óskipt ábyrgð gagnáfrýjanda takmarkist við höfuðstól að fjárhæð 359.520 krónur með tildæmdum vöxtum.

Aðaláfrýjendurnir Ásta María Gunnarsdóttir og Sveinn Aðalbergsson krefjast 1.232.218 króna, þó þannig að óskipt ábyrgð gagnáfrýjanda takmarkist við höfuðstól að fjárhæð 390.111 krónur með tildæmdum vöxtum.

Aðaláfrýjandinn Nadia Tamimi krefst 1.463.270 króna, þó þannig að óskipt ábyrgð gagnáfrýjanda takmarkist við höfuðstól að fjárhæð 486.759 krónur með tildæmdum vöxtum.

Í öllum tilvikum krefjast aðaláfrýjendur málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Aðaláfrýjandinn Nadia Tamimi gerir auk þess kröfu um að stefnda þrotabúi VLX 4530 ehf., verði gert að greiða henni málskostnað vegna héraðsdómsmálsins nr. E-9008/2008.

Gagnáfrýjandi áfrýjaði fyrir sitt leyti 14. mars 2012. Hann krefst aðallega sýknu af kröfum aðaláfrýjenda og málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti, en til vara að kröfur aðaláfrýjenda verði lækkaðar og málskostnaður felldur niður.

Stefndi, þrotabú VLX 4530 ehf., hefur ekki látið málið til sín taka fyrir Hæstarétti. Verður því litið svo á að hann krefjist staðfestingar héraðsdóms, sbr. 3. mgr. 158. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála.

Stefndi, Jón Ingi Lárusson, krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti.

Aðaláfrýjendur hafa stefnt Vátryggingafélagi Íslands hf. og Sjóvá-Almennum tryggingum hf. til réttargæslu fyrir Hæstarétti.

I

Málavextir eru þeir að Verkland ehf. byggði fjöleignarhúsin að Rauðamýri 1 og 3 í Mosfellsbæ. Húsin standa á sameignlegri lóð en þau eru ekki sambyggð. Hlutdeild Rauðamýrar 1 í lóðinni er 78,72% en Rauðamýrar 3 21,28%. Gagnáfrýjandi var hönnuður húsanna og áritaði hann aðaluppdrátt sem var samþykktur af byggingafulltrúa Mosfellsbæjar 14. nóvember 2005. Stefndi Jón Ingi Lárusson var byggingarstjóri, en hann mun jafnframt hafa verið annar af eigendum Verklands ehf. Starfsábyrgðartrygging hönnuðar var hjá Sjóvá-Almennum tryggingum hf., en byggingarstjóra hjá Vátryggingafélagi Íslands hf.

Fjöleignarhúsið að Rauðamýri 1 er sjálfstæður matshluti, en húsið skiptist í 24 íbúðir. Í hinum áfrýjaða dómi er tilgreindur sá eignarhluti sem fylgir hverri íbúð í húsinu og sameiginlegri lóð samkvæmt eignaskiptayfirlýsingu. Á árinu 2007 keyptu aðaláfrýjendur af Verklandi ehf. íbúðir í húsinu, en samtals eru íbúðir þeirra 22 að tölu. Eigendur tveggja íbúða í húsinu eiga ekki aðild að málinu, en um er að ræða matshluta nr. 01 0101 og 01 0206. Í kaupsamningum um íbúðirnar var tekið fram að þær væru afhentar fullbúnar að utan sem innan en án gólfefna. Nánari lýsingu að þessu leyti var að finna í skilalýsingum en þær voru hluti af kaupsamningum.

Skömmu eftir að aðaláfrýjendur höfðu fengið íbúðir sínar afhentar töldu þeir sig verða vara við fjölþætta galla á húsinu. Af þeirri ástæðu gerðu þau ítrekaðar athugasemdir og kröfðust úrbóta. Bréfaskipti aðila og fundahöld af þessu tilefni eru rakin í hinum áfrýjaða dómi. Við þessum aðfinnslum var brugðist með lagfæringum en aðaláfrýjendur töldu þær úrbætur alls ófullnægjandi. Hinn 13. mars 2009 voru dómkvaddir tveir matsmenn til að meta ætlaða galla á húsinu og skiluðu þeir matsgerðinni í júní sama ár. Skömmu eftir dómkvaðninguna eða 16. sama mánaðar undirritaði stefndi Jón Ingi yfirlýsingu sem byggingarstjóri að húsið væri fullbúið og byggt samkvæmt teikningum. Yfirlýsing þessi er einnig undirrituð af pípulagningameistara og rafvirkjameistara hússins. Lokaúttekt vegna framkvæmdanna mun ekki hafa farið fram en stefndi Jón Ingi sagði sig af húsinu 19. janúar 2011.

Í fyrrgreindri matsgerð eru ýmsir gallar taldir á húsinu, bæði í sameign þess og einstökum íbúðum. Var sundurliðaður viðgerðarkostnaður talinn nema samtals 33.335.320 krónum að meðtöldum virðisaukaskatti. Aðaláfrýjendur höfðuðu málið á grundvelli matsgerðarinnar og beindu kröfum að stefndu og gagnáfrýjanda. Nánari sundurliðun krafna kemur fram í hinum áfrýjaða dómi en aðaláfrýjendur hafa dregið frá kröfum sínum fjárhæð sem svarar til virðisaukaskatts af vinnu á byggingarstað. Eftir að málið var höfðað var nafni Verklands ehf. breytt í VLX 4530 ehf. en bú félagsins var síðan tekið til gjaldþrotaskipta. Þegar búið var tekið til skipta hafði stefndi skilað greinargerð í héraði en í kjölfarið féll niður þingsókn af hans hálfu.

Með hinum áfrýjaða dómi voru kröfur aðaláfrýjenda á hendur stefnda þrotabúi VLX 4530 ehf. að hluta teknar til greina. Þó voru ekki teknar til greina kröfur vegna þriggja íbúða þar sem aðaláfrýjendur sem áttu þar í hlut höfðu haldið eftir af kaupverði hærri fjárhæð en nemur skaðabótum vegna þeirra íbúða. Þá var gagnáfrýjanda gert að greiða óskipt með stefnda þrotabúi VLX 4530 ehf. bætur vegna sjö matsatriða en stefnda Jóni Inga vegna tveggja matsatriða. Stefndi Jón Ingi unir hinum áfrýjaða dómi og hefur réttargæslustefndi Vátryggingafélag Íslands hf. gert upp við aðaláfrýjendur í samræmi við dóminn. Tekur kröfugerð aðaláfrýjenda hér fyrir dómi mið að þeirri innborgun að fjárhæð 1.135.272 krónur sem innt var af hendi 22. júní 2012.

II

Aðaláfrýjendur hafa uppi kröfur á hendur stefnda þrotabúi VLX 4530 ehf. á efndagrundvelli vegna galla og krefjast skaðabóta samkvæmt 43. gr. laga nr. 40/2002 um fasteignakaup. Kröfur þeirra á hendur gagnáfrýjanda og stefnda Jóni Inga eru reistar á sakarreglunni, sem gildir utan samninga, vegna ábyrgðar þeirra sem hönnuðar og byggingarstjóra hússins.

Samkvæmt þágildandi skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997 hvíldu umfangsmiklar skyldur á byggingarstjóra. Samkvæmt 3. mgr. 51. gr. laganna bar hann ábyrgð á því að byggt væri í samræmi við samþykkta uppdrætti, lög og reglugerðir. Hæstiréttur hefur í nokkrum dómum fjallað um skaðabótaábyrgð byggingarstjóra eftir þeim lögum, sbr. dóma réttarins 20. desember 2005 í máli nr. 267/2005, 13. mars 2008 í máli nr. 318/2007, 5. nóvember 2009 í máli nr. 37/2009 og 4. mars 2010 í máli nr. 369/2009. Af þeim dómum leiðir að byggingarstjóra bar ekki aðeins að sjá til þess að byggt væri í samræmi við samþykkta uppdrætti, lög og reglugerðir, heldur hvíldi einnig á honum skylda til að hafa yfirumsjón og eftirlit með byggingarframkvæmdum sem hann stýrði, þar á meðal að iðnmeistarar, sem kæmu að verkinu fyrir atbeina hans, sinntu skyldum sínum og að framkvæmdin væri tæknilega og faglega fullnægjandi. Með dómum þessum er því jafnframt slegið föstu að byggingarstjóri felldi á sig skaðabótaskyldu með saknæmri vanrækslu á þessum skyldum. Af þessu leiðir aftur á móti ekki að byggingarstjóri beri ábyrgð á galla, sem rakinn verði til ófullnægjandi hönnunar, ef byggt var í samræmi við samþykkta uppdrætti og hann verður ekki talinn hafa mátt gera sér grein fyrir þessum annmarka við verkið, sbr. til hliðsjónar dóm Hæstaréttar 13. desember 2012 í máli nr. 239/2012. Þá verður heldur ekki talið að byggingarstjóri hafi borið ábyrgð á galla í aðkeyptum einingum eða byggingarhlutum nema annmarkinn verði rakinn til uppsetningar á byggingarstað eða hann hafi mátt gera sér grein fyrir að þær tilbúnu einingar sem notaðar voru hentuðu ekki fyrir bygginguna eða voru gallaðar. Við mat á bótaábyrgð stefnda Jóns Inga í einstökum matsatriðum er þess á hinn bóginn að gæta að hann hafði 16. mars 2009 lýst því yfir að húsið væri fullbúið og byggt samkvæmt teikningum, en þrátt fyrir það fór lokaúttekt ekki fram áður en hann sagði sig frá húsinu 19. janúar 2011. Með þessu braut hann í bága við skyldur sínar sem byggingarstjóri samkvæmt 53. gr. þágildandi byggingarreglugerðar nr. 441/1998, sbr. 3. mgr. 37. gr. þágildandi skipulags- og byggingarlaga.

Samkvæmt 1. mgr. 47. gr. þágildandi skipulags- og byggingarlaga bar hönnuði að árita teikningar sínar og þannig ábyrgjast að hönnunin væri faglega unnin og í samræmi við lög og reglugerðir um byggingamál. Sá sem áritaði aðaluppdrátt var samræmingarhönnuður og hann bar ábyrgð gagnvart byggingaryfirvöldum á því að séruppdrættir, sem lagðir voru fram til samþykktar, væru í samræmi innbyrðis og við aðaluppdrætti. Ef um saknæma vanrækslu á þessum skyldum var að ræða þannig að hönnun reyndist ábótavant felldi hönnuður á sig skaðabótaábyrgð eftir almennum reglum.

III

Aðaláfrýjendur telja það galla á húsinu að útidyr leki. Í matsgerð segir að komið hafi í ljós við skoðun matsmanna greinileg ummerki eftir leka meðfram hurðarspjaldi. Svo virðist sem vatn nái að renna undir hurðarblað og framhjá þéttilistum þegar veðurhæð er mikil og slagveður standi beint á hurðina. Hér skipti mestu að hurðin opnist inn en ef hún opnaðist út myndi hurðarblaðið í slagveðrum þrýstast inn að þéttingum í falsi. Í hinum áfrýjaða dómi var fallist á kröfu að fjárhæð 532.810 krónur vegna þessa matsliðar gagnvart stefnda þrotabúi VLX 4530 ehf. en krafan var ekki tekin til greina á hendur stefnda Jóni Inga. Á samþykktum uppdráttum hússins er gert ráð fyrir að útidyr að stigahúsi opnist inn og er því húsið í samræmi við teikningar að þessu leyti. Þessi galli verður rakinn til þess að aðkeyptur byggingarhlutur er ófullnægjandi. Ekki hefur verið leitt í ljós að stefnda Jóni Inga hafi mátt vera þetta ljóst og því er þessum kröfulið á hendur honum hafnað.

Um útidyr í stigahúsi segir jafnframt í matsgerð að sjá megi á tveimur stöðum skemmdir í veggjum eftir arma á hurðapumpum sem rekist hafi í aðliggjandi vegg. Héraðsdómur tók til greina kröfu aðaláfrýjenda á hendur stefnda þrotabúi VLX 4530 ehf. vegna þessa matsliðar en ekki á hendur stefnda Jóni Inga. Þessi frágangur var ófullnægjandi og því í ósamræmi við yfirlýsingu er stefndi Jón Ingi gaf sem byggingarstjóri um að húsið væri fullbúið. Þessi krafa á hendur stefnda að fjárhæð 40.414 krónur verður því tekin til greina.

Aðaláfrýjendur krefjast bóta vegna fimm stálhurða í kjallara en þeir telja að hurðirnar séu skemmdar og frágangi þeirra ábótavant. Samkvæmt matsgerð hefur verið slípað af köntum til þess að fá hurðarnar til að falla betur að stöfum. Einnig segir að brúnir á hurðum hafi verið hvassar og skörðóttar og lakkhúð hurða rispuð. Þá hafi þéttilistar í fölsum ekki verið settir upp á réttan máta og hurðapumpur ekki stilltar rétt. Krafa á hendur stefnda þrotabúi VLX 4530 ehf. var tekin til greina í hinum áfrýjaða dómi en ekki á hendur stefnda Jóni Inga. Þessi frágangur var ófullnægjandi og í ósamræmi við yfirlýsingu hans sem byggingarstjóra um að húsið væri fullbúið. Krafa á hendur honum að fjárhæð 109.942 krónur verður því tekin til greina.

Aðaláfrýjendur telja að gluggar í stigahúsi séu gallaðir. Í matsgerð segir að sjá hafi mátt greinileg ummerki um leka á glugga á 4. hæð. Lekinn virðist vera inn um samskeyti á körmum en það bendi til galla í samsetningu gluggans. Einnig segir að sjá megi leka með gleri í samskonar glugga á 1. hæð, en það bendi til að glerjun gluggans sé óþétt. Þá kemur fram að þessir gluggar séu framleiddir í Lettlandi og vottaðir í Danmörku, en þeir hafi verið fluttir til landsins glerjaðir og tilbúnir til ísetningar. Krafa að fjárhæð 224.311 krónur var tekin til greina á hendur stefnda þrotabúi VLX 4530 ehf. en ekki á hendur stefnda Jóni Inga. Ekki hefur verið leitt í ljós að stefnda hafi sem byggingarstjóra mátt vera ljós þessi galli á aðkeyptum byggingarhluta. Þessi krafa á hendur honum verður því ekki tekin til greina.

Aðaláfrýjendur halda því fram að annmarki sé á viðgerð á undirstöðum undir stálsúlum fyrir framan húsið. Í matsgerð segir að þessi viðgerð hafi verið fullnægjandi að öðru leyti en því að nú heyrist dropahljóð þegar leki á klæðningu sem sett hafi verið á undirstöðurnar, en þetta megi laga með hljóðeinangrandi kvoðu á bakhlið klæðningar. Um er að ræða ófullnægjandi frágang sem er í ósamræmi við yfirlýsingu stefnda Jóns Inga um að húsið væri fullbúið. Þessi krafa á hendur honum og stefnda þrotabúi VLX 4530 ehf. að fjárhæð 84.686 krónur verður því tekin til greina.

Í matsgerð kemur fram að við hnoð í klæðningu á jarðhæð hússins sé lakkhúð rispuð eftir að klæðningin var losuð vegna viðgerðar og sett á aftur. Kostnaður við að bletta við hnoð með rauðu lakki er talinn nema 20.198 krónum. Þessi frágangur var í ósamræmi við yfirlýsingu stefnda Jóns Inga um að húsið væri fullbúið og verður honum og stefnda þrotabúi VLX 4530 ehf. gert að greiða þá fjárhæð.

Áfrýjendur telja að ekki hafi verið gengið nægjanlega vel frá yfirborði lofts og veggja í kjallara í kjölfar lagfæringar vegna leka. Þessi annmarki er staðfestur með matsgerð og telja matsmenn að hreinsa þurfi ummerki vegna leka og mála, en kostnaður við það er talinn nema 70.764 krónum. Í hinum áfrýjaða dómi var stefnda þrotabúi VLX 4530 ehf. gert að greiða þá fjárhæð en krafan var ekki tekin til greina á hendur stefnda Jóni Inga. Þar sem þessi frágangur var í ósamræmi við yfirlýsingu hans um að húsið væri fullbúið verður einnig fallist á kröfuna gagnvart honum.

Áfrýjendur halda því fram að sprungur í stoðvegg við innkeyrslu í bílageymslu, sem fyllt er að með jarðvegi, verði rakin til ófullnægjandi hönnunar auk þess sem framkvæmdinni hafi verið ábótavant. Kröfu vegna þessa matsliðar var beint að stefndu og gagnáfrýjanda en krafan var aðeins tekin til greina á hendur stefnda þrotabúi VLX 4530 ehf. í hinum áfrýjaða dómi. Í matsbeiðni var þess farið á leit að matsmenn fjölluðu um hvort sprungur væru í veggnum, leiðir til úrbóta og kostnað við þær. Í matsgerðinni segir að skoðun matsmanna staðfesti að margar sprungur séu í veggnum. Út um þær leki vatn og af því megi ráða að sprungurnar gangi í gegnum vegginn og vatn sem safnast upp í jarðveg seytli í gegnum hann. Einnig segir að skoðun á frárennslisuppdrætti leiði í ljós að við hönnun þeirra sé ekki gert ráð fyrir drenlögn jarðvegsmegin við vegginn. Þá sé heldur hvergi að finna séruppdrátt um hvernig ganga skuli frá yfirborði veggjarins sem snýr að jarðvegi. Matsmenn leggja síðan til úrbætur með því að drenlögn verði lögð meðfram veggnum. Við aðalmeðferð málsins í héraði var annar matsmanna beðinn um að skýra ástæður þess að veggurinn væri sprunginn. Tók matsmaðurinn fram að ekki hefði verið óskað eftir að það yrði kannað sérstaklega en á því kynnu að vera ýmsar skýringar, svo sem hreyfing á loftplötu bílageymslunnar sem veggurinn er festur við eða rýrnun í steypu. Að þessu virtur er ósannað að galli á umræddum vegg verði rakinn til þess að hönnun hafi verið ábótavant og verður því krafa á hendur gagnáfrýjanda ekki tekin til greina. Aftur á móti er þessi frágangur ófullnægjandi og í ósamræmi við yfirlýsingu stefnda Jóns Inga um að húsið væri fullbúið og verður honum gert að greiða bætur vegna þessa matsliðar með stefnda þrotabúi VLX 4530 ehf., en þær nema 553.675 krónum.   

Aðaláfrýjendur krefjast bóta úr hendi stefnda þrotabúi VXL 4530 ehf. og stefnda Jóni Inga þar sem þvottastæði í bílageymslu hafi ekki verið sett upp á þeim stað sem sýnt er á aðaluppdrætti. Fallist er á það með héraðsdómi, sem skipaður var sérfróðum meðdómendum, að þetta geti ekki falið í sér slíkt óhagræði að um galla sé að ræða í skilningi 18. og 19. gr. laga nr. 40/2002, enda ósannað að stæðið henti ekki til þeirra afnota sem gert var ráð fyrir. Þessi krafa á hendur stefndu verður því ekki tekin til greina.

Aðaláfrýjendur reisa málatilbúnað sinn á því að sá annmarki sé á húsinu að vatni sé ekki veitt frá svalagöngum hússins og því myndist pollar. Telja aðaláfrýjendur að þetta verði rakið til galla á hönnun og frágangi. Í matsgerð segir að ekki sé gert ráð fyrir niðurföllum á svalagöngum á uppdráttum. Af því megi draga þá ályktun að gert sé ráð fyrir að það regnvatn sem berist inn á svalaganga eigi að renna fram af brún þeirra. Fram kemur að matsmenn hafi mælt hallann á svalagöngunum. Þær mælingar hafi leitt í ljós að halli sé hvergi nægur til að tryggja fráveitu vatns af göngunum og á mörgum stöðum hafi hallinn verið í öfuga átt þannig að vatni sé veitt að húsinu. Matsmenn urðu ekki varir við skemmdir á klæðningu af þessum sökum en pollar myndist á göngunum sem geti skapað hættu í frosti. Telja matsmenn að leggja þurfi aftur í gólfin til að fá nægan halla frá húsinu. Með hinum áfrýjaða dómi var tekin til greina krafa vegna þessa matsliðar að fjárhæð 6.544.501 króna gagnvart stefnda þrotabúi VLX 4530 ehf. og gagnáfrýjanda, en kröfunni var hafnað á hendur stefnda Jóni Inga. Þar sem ekki voru höfð niðurföll á svalagöngum, eins og gert var ráð fyrir á veggsvölum í 101. gr. þágildandi byggingarreglugerð, bar við hönnun á svalagöngum að hafa nægan halla svo vatn safnaðist þar ekki fyrir. Verður því fallist á þá niðurstöðu hins áfrýjaða dóms, sem skipaður var sérfróðum meðdómendum, að um sé að ræða galla á hönnun sem gagnáfrýjanda ber ábyrgð á með stefnda þrotabúi VLX 4530 ehf. Aftur á móti hefur ekki verið leitt í ljós að að stefnda Jóni Inga hafi sem byggingarstjóra mátt vera ljós þessi annmarki á hönnun hússins og verður krafan því ekki tekin til greina á hendur honum. Samkvæmt þessu verður hinn áfrýjaði dómur staðfestur um þetta matsatriði.  

Við úrbætur vegna leka í kjallara braut stefndi þrotabú VLX 4530 ehf. upp ílögn fyrir framan íbúðir á jarðhæð og lagði síðan gólfdúk í stað þess að hafa þann frágang sem áður var á jarðhæð. Telja aðaláfrýjendur að um sé að ræða útlitslýti og gera kröfu um bætur sem nema áætluðum kostnaði við að koma þessum frágangi í fyrra horf. Í matsbeiðni var þess aðeins farið á leit að matsmenn áætluðu kostnað við úrbætur og því var ekki metið hvort þessi frágangur væri fullnægjandi. Þá taldi héraðsdómur, sem skipaður var sérfróðum meðdómsmönnum, að um væri að ræða smekksatriði og tók kröfuna ekki til greina. Engin efni eru til að hnekkja þessu og verður krafa vegna þessa matsliðar ekki tekin til greina.

Aðaláfrýjendur telja að ekki sé nægur vatnshalli á bílaplani, en það leiði til pollamyndunar fyrir framan húsið. Einnig sé malbikið óslétt og frágangur á planinu verulegt útlitslýti. Í matsgerð segir að matsmenn hafi mælt yfirboð bílaplansins og borið þær saman við uppgefin vatnshalla á uppdráttum. Niðurstöður mælinga hafi leitt það í ljós að vatnshalli á bílaplani sé hvergi nærri nógur, en hann hafi reynst vera á bilinu 0,2 til 0,7% í hallaþversniði meðan uppgefinn halli á teikningu sé 2,5%. Samkvæmt þessu var frágangur bílastæðisins ekki í samræmi við samþykkta uppdrætti. Þá hefur ekki verið leitt í ljós að misræmi sé að þessu leyti milli aðalteikningar og lóðateikningar. Af þessum ástæðum verður krafa aðaláfrýjenda á hendur gagnáfrýjanda vegna ófullnægjandi hönnunar ekki tekin til greina. Aftur á móti var þessi frágangur ófullnægjandi og í ósamræmi við uppdrætti eins og áður greinir. Verður stefnda Jóni Inga því gert að greiða bætur að fjárhæð 1.774.842 krónur vegna þessa matsliðar með stefnda þrotabúi VLX 4530 ehf., en sú fjárhæð tekur mið af því hlutfalli lóðar sem fylgir húsinu.

Aðaláfrýjendur halda því fram að galli sé á niðurfallsrennu fyrir framan dyr að bílageymslu og beina kröfum sínum að stefndu VLX 4530 ehf. og Jóni Inga. Með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms verður krafa vegna þessa matsatriðis ekki tekin til greina.

Aðaláfrýjendur telja að snjóbræðslukerfi akbrautar á lóðinni að bílageymslu sé ófullnægjandi þar sem snjór safnist fyrir á tilteknum svæðum. Í matsgerð segir að svæði á akbrautinni verði án hitalagnar ef rör hafi verið lögð eins og fram komi á uppdrætti. Af þeim uppdrætti verður ráðið að um er að ræða óverulegan flöt utarlega og innarlega þar sem akbrautin tekur sveig á tveimur stöðum. Þar sem ekki er vefengt að hitalögnin sé lögð eins og sýnt er á uppdrættinum þykir ekki leitt í ljós að um galla hafi verið að ræða. Hinn áfrýjaði dómur verður því staðfestur um þennan kröfulið.

Aðaláfrýjendur byggja á því að frágangi lóðar sé víða ábótavant og telja þau hann ekki í samræmi við samþykkta uppdrætti og skilalýsingar. Í matsgerð er því lýst að túnþökur hafi rofnað á samskeytum á nokkrum stöðum en það bendi til að þökur hafi þornað upp og áburður ekki verið borinn á flötina eftir að þökur voru lagðar. Þá kemur fram að nokkuð vanti upp á að hönnun lóðar sé fylgt eins og hún sé sýnd á lóðauppdrætti. Í matsgerðinni er kostnaður við úrbætur á lóðinni talinn nema 704.573 krónum miðað við hlutfall hússins í lóðinni. Með hinum áfrýjaða dómi var stefnda þrotabúi VLX 4530 ehf. gert að greiða þá fjárhæð og verður sú krafa einnig tekin til greina á hendur stefnda Jóns Inga, enda var þessi frágangur í ósamræmi við yfirlýsingu hans um að húsið væri fullbúið.

Í matsgerð kemur fram að setja þurfi hurðastoppara við hurð að geymslugangi svo hurðin rekist ekki niður í flísalögn vegna óverulegs halla í gólfi. Héraðsdómur féllst á kröfu að fjárhæð 20.966 krónur vegna þessa matsliðar á hendur stefnda þrotabúi VLX 4530 ehf. Verður krafan einnig tekin til greina gegn stefnda Jóni Inga enda var þessi frágangur í ósamræmi við yfirlýsingu hans um að húsið væri fullbúið.

Aðaláfrýjendur halda því fram gluggar hússins séu gallaðir þar sem gluggar leki. Með hinum áfrýjaða dómi voru kröfuliðir vegna þessa matsatriðis að fullu teknar til greina á hendur stefnda þrotabúi VLX 4530 ehf. Aftur á móti var aðeins tekinn til greina kröfuliður að fjárhæð 497.859 krónur á hendur stefnda Jóni Inga vegna leka meðfram gluggum. Aðaláfrýjendur krefjast þess að aðrir kröfuliðir á hendur honum vegna þessa matsatriðis verði einnig teknir til greina. Svo sem nánar er rakið í héraðsdómi er um að ræða aðkeypta byggingarhluti og þar sem ekki hefur verið leitt í ljós að stefnda hafi mátt vera ljóst að þeim var ábótavant verður ekki fallist á þessa kröfuliði á hendur honum.

Í matsgerð kemur fram að smíða þurfi kassa utan um útloftunarrör á þaki til að mynda skjól og setja upp útsogsventil á niðurfallsrör þar sem rör ganga upp úr þaki. Með hinum áfrýjaða dómi var krafa vegna þessa matsatriðis tekin til greina gegn stefnda þrotabúi VLX 4530 ehf. en henni hafnað gagnvart stefnda Jóni Inga. Þessi frágangur var ekki í samræmi við yfirlýsingu hans um að húsið væri fullbúið og verður krafan að fjárhæð 57.214 krónur einnig tekin til greina á hendur honum.

Aðaláfrýjendur telja að frágangur á loftljósi á svölum tveggja íbúða sé ófullnægjandi. Í matsgerð segir að loftleki komi fram í slökkvurum sem tengdir séu ljósum. Ljós séu fest í lok á rafmagnsdósum og hylji því ekki samskeyti loks og dósar, auk þess sem rifa sé á milli ljósakúpuls og ljósaumgjörðar. Héraðsdómur féllst á kröfu vegna þessa matsatriðis gagnvart stefnda þrotabúi VLX 4530 ehf. en ekki gegn stefnda Jóni Inga. Þessi frágangur var ekki í samræmi við yfirlýsingu hans um að húsið væri fullbúið og verður krafan að fjárhæð 51.422 krónur einnig tekin til greina á hendur honum.

Í matsgerð kemur fram að leki hafi verið frá svalagólfi í íbúð á 3. hæð, en um er að ræða matshluta 01 0301. Fram kemur að taka þurfi niður utanhúsklæðningu, þétta vatnslás í kverk svalagólfs og veggjar, bræða tjöruborða yfir samskeyti í kverkinni og laga skemmdir. Þessi kröfuliður að fjárhæð 79.241 króna verður tekin til greina á hendur stefnda þrotabúi VLX 4530 ehf. Einnig verður kröfuliðurinn tekin til greina á hendur stefnda Jóni Inga enda var þessi frágangur hans ekki í samræm við yfirlýsingu hans um að húsið væri fullbúið.

Þá kemur fram í matgerð að vatnsbretti á glugga íbúðar á 3. hæð, sem er matshluti 01 0304, sé laust. Héraðsdómur féllst á kröfu vegna þessa matsatriðis gagnvart stefnda þrotabúi VLX 4530 ehf. en ekki gegn stefnda Jóni Inga. Þessi frágangur var ekki í samræmi við yfirlýsingu hans um að húsið væri fullbúið og verður krafan að fjárhæð 4.055 krónur einnig tekin til greina á hendur honum.

IV

Nokkrir af aðaláfrýjendum telja að íbúðir þeirra í húsinu hafi verið gallaðar. Hér á eftir verður leyst úr kröfum þeirra á þeim grundvelli.

Aðaláfrýjendur telja að útidyr íbúða í húsinu séu gallaðar. Í matsgerð segir að við skoðun hafi komið í ljós merki um leka með hurðafölsum og að hurðaspjöld séu undin þannig að hurð falli ekki að stöfum í þeim 17 af 24 dyrum sem opnist inn. Telja matsmenn að þessar útidyr þoli ekki álag miðað við veðurfar hér á landi. Í hinum áfrýjaða dómi var vegna þessa matsliðar fallist á kröfu gagnvart stefnda þrotabú VLX 4530 ehf. að fjárhæð 541.686 krónur fyrir hvern eignarhluta í húsinu. Aftur á móti var krafan ekki tekin til greina á hendur stefnda Jóni Inga. Þessi galli verður rakinn til þess að aðkeyptur byggingarhlutur er ófullnægjandi. Þar sem ekki hefur verið leitt í ljós að stefnda Jóni Inga hafi mátt vera þessi galli ljós verður þessum kröfulið hafnað gagnvart honum.

Aðaláfrýjandinn Brynjar Traustason, sem er eigandi matshluta 01 0103, telur ófullnægjandi að kantlíming á borðplötum í eldhúsi og baðherbergi hafi losnað og rifnað af. Í matsgerð segir að svo stuttur endingartími bendi til þess að um galla í límingu hafi verið að ræða. Niðurstaða matsmanna er ekki afdráttarlaus og eru engin efni til að hnekkja því mati héraðsdóms, sem skipaður var sérfróðum meðdómsmönnum, að ekki hafi verið leitt í ljós að um galla hafi verið að ræða. Þessum kröfulið verður því hafnað.

Aðaláfrýjendurnir Hjördís Reykdal og Vilhjálmur Þorgrímsson, sem eru eigendur matshluta 01 0105, telja íbúðina gallaða þar sem veggflís á baði hafi verið sprungin út frá horni glugga, eins og staðfest sé í matsgerð. Telja matsmenn líklega orsök vera að við rýrnun steypts veggjar myndist sprunga út frá horni glugga, enda sennilegast að slík sprunga myndist þar sem þversnið veggjar er minnst. Héraðsdómur tók kröfu vegna þessa matsatriðis til greina gagnvart stefnda þrotabúi VLX 4530 ehf. en féllst ekki á hana gegn stefnda Jóni Inga. Þessi frágangur var ekki í samræmi við yfirlýsingu hans um að húsið væri fullbúið og verður krafan að fjárhæð 18.921 króna einnig tekin til greina á hendur honum.

Aðaláfrýjendurnir Helga Dís Sigurðardóttir og Þórður Björn Sigurðsson, sem eru eigendur matshluta 01 0106, halda því fram að galli hafi verið á íbúðinni vegna þess að stilla þurfi lamir á tveimur hurðum. Fallist verður á það með héraðsdómi að þetta sé ekki galli og verður þessi kröfuliður ekki tekin til greina.

Aðaláfrýjandinn Heiðar Arnfinnsson, sem er eigandi matshluta 01 0203, telur að frágangur á svalahurð hafi verið ófullnægjandi. Taka þurfi hurðina niður stilla hana af og setja upp aftur. Fallist verður á það með héraðsdómi að þetta sé ekki galli og verður þessi kröfuliður ekki tekin til greina.

Aðaláfrýjendurnir Hulda Margrét Eggertsdóttir og Rajan Sedhai, sem eru eigendur matshluta nr. 01 0205, halda því fram að frágangur á íbúð þeirra hafi verið ófullnægjandi þar sem þröskuldur hafi verið laus á hurðarkarmi milli anddyris og stofu, auk þess sem sprunga hafi verið í kverk milliveggjar og burðarveggjar í geymslu íbúðarinnar. Héraðsdómur féllst á kröfu vegna þessa matsatriðis gagnvart stefnda þrotabúi VLX 4530 ehf. en ekki gegn stefnda Jóni Inga. Þessi frágangur var ekki í samræmi við yfirlýsingu hans um að húsið væri fullbúið og verður krafan að fjárhæð 70.003 krónur einnig tekin til greina á hendur honum.

Aðaláfrýjendurnir Auður Eygló Kjartansdóttir og Steinar Jónsson, sem eru eigendur matshluta nr. 01 0301, halda því fram að galli hafi verið á íbúðinni í nokkrum atriðum. Í matsgerð kemur fram að fjórar gólfflísar hafi verið lausar. Einnig kemur fram að rakaskemmdir hafi verið á veggjum anddyris. Héraðsdómur féllst á kröfu vegna þessa matsatriðis gagnvart stefnda þrotabúi VLX 4530 ehf. en ekki gegn stefnda Jóni Inga. Þessi frágangur var ekki í samræmi við yfirlýsingu hans um að húsið væri fullbúið og verður krafan að fjárhæð 68.940 krónur einnig tekin til greina á hendur honum. Aftur á móti verður fallist á það með héraðsdómi að skökk svalahurð í falsi sem þarf að stilla geti ekki talist galli og verður sá kröfuliður ekki tekinn til greina.

Aðaláfrýjandinn Haraldur Aðalbjörn Haraldsson, sem er eigandi matshluta 01 0304, telur að frágangur á íbúðinni hafi verið ófullnægjandi þar sem forstofuhurð hafi verið skökk og hurð á baði lokist illa, en stilla þurfi lamir og hurðir í falsi. Fallist er á það með héraðsdómi að hér sé ekki um galla að ræða og verður þessum kröfulið hafnað.

Aðaláfrýjendurnir Gerður Garðarsdóttir og Helgi Sigurgeirsson, sem eru eigendur matshluta 01 0305, telja að frágangur á íbúð þeirra hafi verið ófullnægjandi þar sem svalahurð hafi verið óþétt. Í matsgerð kemur fram að loftleki sé meðfram hurðinni, sem þó sé hvorki skökk í falsi né brotin. Til að bæta úr þessu þurfi að setja þykkari þéttilista í falsið. Héraðsdómur tók til greina kröfu vegna þessa matsatriðis á hendur stefnda þrotabúi VLX 4530 ehf. Aftur á móti var krafan ekki tekin til greina á hendur stefnda Jóni Inga. Svo sem greinir í héraðsdómi verður þessi galli rakinn til þess að aðkeyptur byggingarhlutur er ófullnægjandi. Þar sem ekki hefur verið leitt í ljós að stefnda Jóni Inga hafi mátt vera gallinn ljós verður þessi kröfuliður ekki tekin til greina gegn honum.

Aðaláfrýjandinn Bára Margrét Pálsdóttir, sem er eigandi matshluta nr. 01 0306, heldur því fram að skemmdir hafi verið á íbúðinni eftir leka. Í matsgerð kemur fram að þrjár flísar hafi verið lausar á gólfi anddyris. Héraðsdómur tók kröfuna til greina gegn stefnda þrotabúi VLX 4530 ehf. en hafnaði henni gagnvart stefnda Jóni Inga. Þessi frágangur var ekki í samræmi við yfirlýsingu hans um að húsið væri fullbúið og verður krafan að fjárhæð 23.276 krónur einnig tekin til greina á hendur honum.

Aðaláfrýjandinn Nadia Tamimi, sem er eigandi matshluta nr. 01 0406, telur að frágangur á burðarvegg í stofu íbúðarinnar hafi verið ófullnægjandi. Í matsgerð segir að steyptur burðaveggur í stofu íbúðarinnar hafi auðsjáanlega verið ósléttur og frágangurinn geti ekki talist samræmast góðum venjum við slíkar framkvæmdir. Héraðsdómur féllst á kröfuna gagnvart stefnda þrotabúi VLX 4530 ehf. en hafnaði henni gegn stefnda Jóni Inga. Þessi frágangur var ekki í samræmi við yfirlýsingu hans um að húsið væri fullbúið og verður krafan að fjárhæð 67.077 krónur einnig tekin til greina á hendur honum.

V

Með hinum áfrýjaða dómi var fallist á kröfur aðaláfrýjenda á hendur stefnda þrotabúi VLX 4530 ehf. vegna matsatriða sem snerta sameign hússins og nema samtals 13.375.899 krónum. Var í samræmi við kröfugerð aðaláfrýjenda tekin til greina sá hluti fjárhæðarinnar sem svarar til eignarhlutdeildar þeirra í húsinu og fjárhæðinni skipt í þeim hlutföllum að því frátöldu að matsliðir vegna vatnshalla á bílaplani og frágangs lóðar tóku mið af eignarhlutdeild í sameiginlegri lóð með öðru húsi. Af hálfu stefnda þrotabús VLX 4530 ehf. hefur málinu ekki verið gagnáfrýjað og því kemur niðurstaða héraðsdóms ekki til endurskoðunar hvað þetta varðar. Aftur á móti hafa aðaláfrýjendur haft uppi frekari kröfur á hendur þessum stefnda vegna sameignar hússins og hafa þær að hluta til verið teknar til greina, svo sem fram kemur í III. kafla dómsins. Nánar tiltekið er um að ræða eftirtaldar kröfur: 84.686 krónur vegna annmarka á viðgerð á undirstöðum undir stálsúlum fyrir framan húsið, 20.198 krónur vegna skemmda á lakkhúð klæðningar og 79.241 króna vegna leka frá svalagólfi íbúðar á 3. hæð hússins. Þessir kröfuliðir eru samtals að fjárhæð 184.125 krónur og skiptast þeir milli aðaláfrýjenda eftir eignarhluta sem fylgir íbúðum þeirra í húsinu. Samkvæmt framansögðu nema kröfur á hendur stefnda þrotabúi VLX 4530 ehf. vegna sameignarinnar 13.560.024 krónum og verður sá hluti hennar tekin til greina sem nemur eignarhlutdeild aðaláfrýjenda í húsinu og skiptist samkvæmt því sem áður er rakið.

Til viðbótar tók héraðsdómur til greina kröfur sem aðaláfrýjendur höfðu uppi á hendur stefnda þrotabúi VLX 4530 ehf. vegna galla á séreignahluta íbúða þeirra í húsinu. Nánar tiltekið er um að ræða kröfur vegna útidyra á íbúðum hússins samtals að fjárhæð 11.917.092 krónur og kröfur vegna viðgerða á hurðum að geymslum í húsinu samtals að fjárhæð 623.018 krónur. Þá voru teknar til greina á hendur þessum stefnda kröfur aðaláfrýjendanna Hjördísar Reykdal og Vilhjálms Þorgrímssonar að fjárhæð 18.921 króna vegna matshluta 01 0105, aðaláfrýjendanna Huldu Margrétar Eggertsdóttur og Rajan Sedhai að fjárhæð 70.003 krónur vegna matshluta 01 0205, aðaláfrýjendanna Auðar Eyglóar Kjartansdóttur og Steinars Jónssonar að fjárhæð 68.940 krónur vegna matshluta 01 0301, aðaláfrýjendanna Gerðar Garðarsdóttur og Helga Sigurgeirssonar að fjárhæð 10.111 krónur vegna matshluta 01 0305, aðaláfrýjandans Báru Margrétar Pálsdóttur að fjárhæð 23.276 krónur vegna matshluta 01 0306 og aðaláfrýjandans Nadiu Tamimi að fjárhæð 67.077 krónur vegna matshluta 01 0406. Niðurstaða hins áfrýjaða dóms kemur ekki til endurskoðunar að þessu leyti. Svo sem rakið er í IV. kafla dómsins hafa frekari kröfur, sem nokkrir aðaláfrýjenda hafa gert vegna séreignahluta íbúða þeirra, ekki verið teknar til greina.  

Með hinum áfrýjaða dómi var fallist á kröfu aðaláfrýjenda á hendur stefnda Jóni Inga vegna tveggja matsatriða en um er að ræða bætur vegna leka meðfram gluggum og vegna hurða að geymslum í húsinu. Svo sem áður greinir hefur réttargæslustefndi Vátryggingafélag Íslands hf. gert upp við aðaláfrýjendur samkvæmt hinum áfrýjaða dómi og tekur kröfugerð aðaláfrýjenda fyrir Hæstarétti mið af því. Aðaláfrýjendur hafa haft uppi frekari kröfur á hendur þessum stefnda vegna sameignar hússins og hafa þær að hluta til verið teknar til greina, svo sem fram kemur í III. kafla dómsins. Nánar tiltekið er um að ræða eftirtaldar kröfur: 40.414 krónur vegna skemmda á vegg í stigahúsi, 109.942 krónur vegna stálhurða í kjallara, 84.686 krónur vegna annmarka á viðgerð á undirstöðum undir stálsúlum fyrir framan húsið, 20.198 krónur vegna skemmda á lakkhúð klæðningar, 70.764 krónur vegna ófullnægjandi lagfæringar eftir leka í kjallara, 553.675 krónur vegna stoðveggjar við innkeyrslu í bílageymslu, 1.774.842 krónur vegna vatnshalla á bílaplani, 704.573 krónur vegna frágangs lóðar, 20.966 krónur vegna frágangs hurðar að geymslugangi, 57.214 krónur vegna útloftunarrörs á þaki, 51.422 krónur vegna frágangs á loftljósi á svölum tveggja íbúða, 79.241 krónu vegna leka frá svalagólfi íbúðar á 3. hæð hússins og 4.055 krónur vegna vatnsbrettis á glugga íbúðar á sömu hæð. Samtals nemur fjárhæð þessara kröfuliða 3.571.992 krónur og verður stefnda Jóni Inga gert í samræmi við kröfugerð aðaláfrýjenda að greiða þann hluta kröfunnar sem svarar til eignarhlutdeildar þeirra í húsinu og skiptist milli þeirra í þeim hlutföllum að frátöldum kröfuliðum vegna vatnshalla á bílaplani og frágangs lóðar sem taka mið af eignarhlutdeild í lóðinni.

Eins og greinir í IV. kafla dómsins hafa jafnframt, vegna séreignahluta í húsinu, verið teknar til greina á hendur stefnda Jóni Inga kröfur aðaláfrýjendanna Hjördísar Reykdal og Vilhjálms Þorgrímssonar að fjárhæð 18.921 króna vegna matshluta 01 0105, aðaláfrýjendanna Huldu Margrétar Eggertsdóttur og Rajan Sedhai að fjárhæð 70.003 krónur vegna matshluta 01 0205, aðaláfrýjendanna Auðar Eyglóar Kjartansdóttur og Steinars Jónssonar að fjárhæð 68.940 krónur vegna matshluta 01 0301, aðaláfrýjandans Báru Margrétar Pálsdóttur að fjárhæð 23.276 krónur vegna matshluta 01 0306 og aðaláfrýjandans Nadiu Tamimi að fjárhæð 67.077 krónur vegna matshluta 01 0406.

Á hendur gagnáfrýjanda hefur verið fallist á kröfu vegna eins matsliðar sem lýtur að svalagöngum. Fjárhæð kröfunnar nemur 6.544.501 krónu og skiptist hún í samræmi við kröfugerð aðaláfrýjenda eftir eignarhluta sem fylgir íbúðum þeirra í húsinu.

Með hinum áfrýjaða dómi var dregin frá kröfum aðaláfrýjanda fjárhæð sem svaraði til ívilnunar vegna endurbóta og viðhalds samkvæmt lögum nr. 92/2010 um breyting á lögum nr. 90/2003 um tekjuskatt. Um var að ræða tímabundna heimild til frádráttar tekjuskattsstofni hluta af þeirri fjárhæð sem greidd var vegna vinnu án virðisaukaskatts sem unnin var á árunum 2010 og 2011. Var þetta reist á skyldu aðaláfrýjenda til að draga úr tjóninu eftir mætti. Til að fá umrædda ívilnun hefði þurft að ráðast í og ljúka endurbótum á húsinu fyrir árslok 2011. Aðalmeðferð málsins í héraði fór fram 24. nóvember 2011, en daginn áður gengu dómendur á vettvang ásamt lögmönnum aðila. Hinn áfrýjaði dómur var síðan kveðinn upp 20. desember sama ár. Meðan málið var rekið fyrir héraðsdómi var aðaláfrýjendum ókleift að ráðast í endurbætur á húsinu án þess að taka þá áhættu að verða fyrir réttarspjöllum. Þá var ekki loku fyrir það skotið að aflað yrði yfirmats meðan málið væri undir áfrýjun. Að þessu gættu verður ekki talið að aðaláfrýjendum hafi borið að takmarka tjónið með þessu móti og verður því ekki fallist á að fjárhæð sem svarar til þessarar ívilnunar komi til frádráttar kröfum þeirra.

Stefndu þrotabú VLX 4530 ehf. og Jón Ingi og gagnáfrýjandi voru með hinum áfrýjaða dómi sýknaðir af kröfum aðaláfrýjendanna Hjördísar Reykdal og Vilhjálms Þorgrímssonar, Sigurlaugar Gunnarsdóttur og Nadiu Tamimi. Þótt það komi ekki berlega fram í forsendum dómsins má ráða það af útreikningum að þetta hafi verið gert þar sem þessir aðaláfrýjendur hafi haldið eftir hærri fjárhæð af kaupverði íbúða þeirra en nemur þeim kröfum sem teknar voru til greina. Einnig voru kröfur þeirra aðaláfrýjenda sem haldið höfðu eftir lægri fjárhæð af kaupverðinu en nemur kröfum þeirra lækkaðar í samræmi við það. Stefndi þrotabú VLX 4530 ehf. hafði lagt fram greinargerð áður en þingsókn af hálfu þrotabúsins féll niður. Þar er því hvergi hreyft að stefndi sem seljandi íbúða í húsinu hafi uppi til skuldajafnaðar gagnkröfur vegna þeirra eftirstöðva kaupverðs sem haldið var eftir. Þetta hefur því ekki áhrif á úrslit málsins, enda geta stefndi Jón Ingi og gagnáfrýjandi ekki haft uppi til skuldajafnaðar gagnkröfur stefnda VLX 4530 ehf. Því hefur á hinn bóginn verið lýst yfir af hálfu aðaláfrýjenda, bæði við meðferð málsins í héraði og fyrir Hæstarétti, að á grundvelli dómsins muni fara fram uppgjör gagnvart stefnda þrotabúi VLX 4530 ehf. vegna eftirstöðva kaupverðs og við það eru þeir bundnir gagnvart stefnda Jóni Inga og gagnáfrýjanda.

Krafa aðaláfrýjenda um dráttarvexti verður tekin til greina, en þeir eru reiknaðir að liðnum mánuði frá því aðaláfrýjendur kröfðust bóta á grundvelli matsgerðar með bréfi 28. júlí 2009.

Eftir þessum úrslitum verður gagnáfrýjanda og stefndu þrotabúi VLX 4530 ehf. og Jóni Inga gert að greiða aðaláfrýjendum málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti sem ákveðinn verður í einu lagi eins og í dómsorði greinir.

Aðaláfrýjandinn Nadia Tamimi krefst þess að stefnda þrotabúi VLX 4530 ehf. verði gert að greiða henni málskostnað vegna máls sem stefndi höfðaði árið 2008 á hendur henni til heimtu eftirstöðva kaupverðs íbúðar hennar í húsinu. Það mál var fellt niður 12. febrúar 2010 án þess að hafðar væru uppi kröfur um málskostnað. Aftur á móti var lögð fram bókun aðila þar sem fram kom áskilnaður aðaláfrýjandans um að kostnaður vegna málsins yrði hluti af málskostnaði í öðru máli ef það yrði höfðað vegna ágreinings aðila. Verður þessi krafa skilin þannig að við ákvörðun málskostnaðar í þessu máli beri að taka tillit til kostnaðar vegna málsins sem fellt var niður. Samkvæmt 1. mgr. 129. gr. laga nr. 91/1991 telst ekki til málskostnaðar kostnaður vegna fyrra máls milli aðila. Gildir þá einu hvort gerður hafi verið áskilnaður í þá veru, enda var aðaláfrýjandanum í lófa lagið að hafa uppi kröfu um málskostnað við niðurfellingu málsins.

Dómsorð:

Stefndi þrotabú VLX 4530 ehf. greiði aðaláfrýjendunum Báru Samúelsdóttur og Kjartani Sveini Guðjónssyni 1.117.821 krónu með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 28. ágúst 2009 til greiðsludags, allt að frádreginni innborgun að fjárhæð 59.630 krónur miðað við 22. júní 2012. Þar af greiði stefndi Jón Ingi Lárusson 191.885 krónur og gagnáfrýjandi Helgi Bergmann Sigurðsson 264.398 krónur óskipt með sömu vöxtum.

Stefndi þrotabú VLX 4530 ehf. greiði aðaláfrýjandanum Brynjari Traustasyni 1.071.643 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá 28. ágúst 2009 til greiðsludags, allt að frádreginni innborgun að fjárhæð 57.492 krónur miðað við 22. júní 2012. Þar af greiði stefndi Jón Ingi 178.045 krónur og gagnáfrýjandi 242.147 krónur óskipt með sömu vöxtum.

Stefndi þrotabú VLX 4530 ehf. greiði aðaláfrýjendunum Helgu Camillu Agnarsdóttur og Þórarni Þórarinssyni 1.075.912 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá 28. ágúst 2009 til greiðsludags, allt að frádreginni innborgun að fjárhæð 57.681 króna miðað við 22. júní 2012. Þar af greiði stefndi Jón Ingi 179.460 krónur og gagnáfrýjandi 244.110 krónur óskipt með sömu vöxtum.

Stefndi þrotabú VLX 4530 ehf. greiði aðaláfrýjendunum Hjördísi Reykdal og Vilhjálmi H. Þorgrímssyni 1.135.319 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá 28. ágúst 2009 til greiðsludags. Þar af greiði stefndi Jón Ingi 210.334 krónur og gagnáfrýjandi 263.743 krónur óskipt með sömu vöxtum.

Stefndi þrotabú VLX 4530 ehf. greiði aðaláfrýjendunum Helgu Dís Sigurðardóttur og Þórði Birni Sigurðssyni 1.237.063 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá 28. ágúst 2009 til greiðsludags, allt að frádreginni innborgun að fjárhæð 65.165 krónur miðað við 22. júní 2012. Þar af greiði stefndi Jón Ingi 227.429 krónur og gagnáfrýjandi 321.989 krónur óskipt með sömu vöxtum.

Stefndi þrotabú VLX 4530 ehf. greiði aðaláfrýjendunum Hólmfríði Böðvarsdóttur og Sveini Kjartanssyni 1.196.577 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá 28. ágúst 2009 til greiðsludags, allt að frádreginni innborgun að fjárhæð 63.277 krónur miðað við 22. júní 2012. Þar af greiði stefndi Jón Ingi 215.476 krónur og gagnáfrýjandi 302.356 krónur óskipt með sömu vöxtum.

Stefndi þrotabú VLX 4530 ehf. greiði aðaláfrýjandanum Sigurlaugu Guðrúnu Gunnarsdóttur 1.085.243 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá 28. ágúst 2009 til greiðsludags. Þar af greiði stefndi Jón Ingi 182.134 krónur og gagnáfrýjandi 248.691 krónu óskipt með sömu vöxtum.

Stefndi þrotabú VLX 4530 ehf. greiði aðaláfrýjandanum Heiðari Arnfinnssyni 1.037.642 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá 28. ágúst 2009 til greiðsludags. Þar af greiði stefndi Jón Ingi 167.822 krónur og gagnáfrýjandi 225.785 krónur óskipt með sömu vöxtum.

Stefndi þrotabú VLX 4530 ehf. greiði aðaláfrýjandanum Sigríði Bjarnadóttur 1.043.334 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá 28. ágúst 2009 til greiðsludags. Þar af greiði stefndi Jón Ingi 169.709 krónur og gagnáfrýjandi 228.403 krónur óskipt með sömu vöxtum.

Stefndi þrotabú VLX 4530 ehf. greiði aðaláfrýjendunum Huldu Margréti Eggertsdóttur og Rajan Sedhai 1.163.469 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá 28. ágúst 2009 til greiðsludags. Þar af greiði stefndi Jón Ingi 254.653 krónur og gagnáfrýjandi 252.618 krónur óskipt með sömu vöxtum.

Stefndi þrotabú VLX 4530 ehf. greiði aðaláfrýjendunum Auði Eygló Kjartansdóttur og Steinari Jónssyni 1.268.363 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá 28. ágúst 2009 til greiðsludags. Þar af greiði stefndi Jón Ingi 285.360 krónur og gagnáfrýjandi 303.665 krónur óskipt með sömu vöxtum.

Stefndi þrotabú VLX 4530 ehf. greiði aðaláfrýjandanum Grétari Sigmarssyni 1.090.620 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá 28. ágúst 2009 til greiðsludags. Þar af greiði stefndi Jón Ingi 183.707 krónur og gagnáfrýjandi 251.309 krónur óskipt með sömu vöxtum.

Stefndi þrotabú VLX 4530 ehf. greiði aðaláfrýjandanum Bjarka Heiðari Bjarnasyni 1.037.642 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá 28. ágúst 2009 til greiðsludags, allt að frádreginni innborgun að fjárhæð 55.920 krónur miðað við 22. júní 2012. Þar af greiði stefndi Jón Ingi 167.822 krónur og gagnáfrýjandi 225.785 krónur óskipt með sömu vöxtum.

Stefndi þrotabú VLX 4530 ehf. greiði aðaláfrýjandanum Haraldi Aðalbirni Haraldssyni 1.043.334 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá 28. ágúst 2009 til greiðsludags, allt að frádreginni innborgun að fjárhæð 56.171 króna miðað við 22. júní 2012. Þar af greiði stefndi Jón Ingi 169.709 krónur og gagnáfrýjandi 228.403 krónur óskipt með sömu vöxtum.

Stefndi þrotabú VLX 4530 ehf. greiði aðaláfrýjendunum Gerði Garðarsdóttur og Helga Sigurgeirssyni 1.094.246 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá 28. ágúst 2009 til greiðsludags, allt að frádreginni innborgun að fjárhæð 58.057 krónur miðað við 22. júní 2012. Þar af greiði stefndi Jón Ingi 181.977 krónur og gagnáfrýjandi 248.037 krónur óskipt með sömu vöxtum.

Stefndi þrotabú VLX 4530 ehf. greiði aðaláfrýjandanum Báru Margréti Pálsdóttur 1.237.407 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá 28. ágúst 2009 til greiðsludags, allt að frádreginni innborgun að fjárhæð 64.095 krónur miðað við 22. júní 2012. Þar af greiði stefndi Jón Ingi 243.942 krónur og gagnáfrýjandi 310.864 krónur óskipt með sömu vöxtum.

Stefndi þrotabú VLX 4530 ehf. greiði aðaláfrýjendunum Ólafi Sverrissyni og Rósu Jónsdóttur 1.268.218 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá 28. ágúst 2009 til greiðsludags, allt að frádreginni innborgun að fjárhæð 66.611 krónur miðað við 22. júní 2012. Þar af greiði stefndi Jón Ingi 236.708 krónur og gagnáfrýjandi 337.042 krónur óskipt með sömu vöxtum.

Stefndi þrotabú VLX 4530 ehf. greiði aðaláfrýjendunum Elvu Ýri Magnúsdóttur og Magnúsi Erni Ragnarssyni 1.146.445 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá 28. ágúst 2009 til greiðsludags. Þar af greiði stefndi Jón Ingi 200.535 krónur og gagnáfrýjandi 278.141 krónu óskipt með sömu vöxtum.

Stefndi þrotabú VLX 4530 ehf. greiði aðaláfrýjendunum Georg Arnari Halldórssyni og Sif Sveinsdóttur 1.093.466 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá 28. ágúst 2009 til greiðsludags. Þar af greiði stefndi Jón Ingi 184.650 krónur og gagnáfrýjandi 252.618 krónur óskipt með sömu vöxtum.

Stefndi þrotabú VLX 4530 ehf. greiði aðaláfrýjandanum Bjarna Ólafi Magnússyni 1.095.997 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá 28. ágúst 2009 til greiðsludags. Þar af greiði stefndi Jón Ingi 185.279 krónur og gagnáfrýjandi 253.927 krónur óskipt með sömu vöxtum.

Stefndi þrotabú VLX 4530 ehf. greiði aðaláfrýjendunum Ástu Maríu Gunnarsdóttur og Sveini Aðalbergssyni 1.140.753 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá 28. ágúst 2009 til greiðsludags. Þar af greiði stefndi Jón Ingi 198.648 krónur og gagnáfrýjandi 275.523 krónur óskipt með sömu vöxtum.

Stefndi þrotabú VLX 4530 ehf. greiði aðaláfrýjandanum Nadiu Tamimi 1.349.210 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá 28. ágúst 2009 til greiðsludags. Þar af greiði stefndi Jón Ingi 308.189 krónur og gagnáfrýjandi 343.586 krónur óskipt með sömu vöxtum.

Stefndu þrotabú VLX 4530 ehf. og Jón Ingi greiði óskipt aðaláfrýjendunum Brynjari Traustasyni, Sigurlaugu Guðrúnu Gunnarsdóttur, Heiðari Arnfinnssyni, Sigríði Bjarnadóttur, Grétari Sigmarssyni, Bjarka Heiðari Bjarnasyni, Haraldi Aðalbirni Haraldssyni, Báru Margréti Pálsdóttur, Bjarna Ólafi Magnússyni og Nadiu Tamimi hverjum fyrir sig 150.000 krónur í málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Þar af greiði gagnáfrýjandi óskipt með stefndu hverjum þessara aðaláfrýjenda fyrir sig 30.000 krónur. Stefndu þrotabú VLX 4530 ehf. og Jón Ingi greiði óskipt aðaláfrýjendunum Báru Samúelsdóttur og Kjartani Sveini Guðjónssyni, Helgu Camillu Agnarsdóttur og Þórarni Þórarinssyni, Hjördísi Reykdal og Vilhjálmi H. Þorgrímssyni, Helgu Dís Sigurðardóttur og Þórði Birni Sigurðssyni, Hólmfríði Böðvarsdóttur og Sveini Kjartanssyni, Huldu Margréti Eggertsdóttur og Rajan Sedhai, Auði Eygló Kjartansdóttur og Steinari Jónssyni, Gerði Garðarsdóttur og Helga Sigurgeirssyni, Ólafi Sverrissyni og Rósu Jónsdóttur, Elvu Ýri Magnúsdóttur og Magnúsi Erni Ragnarssyni, Georg Arnari Halldórssyni og Sif Sveinsdóttur og Ástu Maríu Gunnarsdóttur og Sveini Aðalbergssyni sem sameigendum að eignarhluta í húsinu sameiginlega vegna hvers eignarhluta 150.000 krónur í málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Þar af greiði gagnáfrýjandi vegna hvers eignarhluta 30.000 krónur óskipt með stefndu.

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 20. desember 2011.

Mál þetta, sem var dómtekið 24. nóvember sl., er höfðað fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur af

1.       Kjartani Sveini Guðjónssyni og Báru Samúelsdóttur, Rauðumýri 1, Mosfellsbæ, vegna eignarhluta 01 0102 að Rauðumýri 1, Mosfellsbæ, fastanúmer 229-0639,

2.       Brynjari Traustasyni, Rauðumýri 1, Mosfellsbæ, vegna eignarhluta 01 0103 að Rauðumýri 1, Mosfellsbæ, fastanúmer 229-0640,

3.       Helgu Camillu Agnarsdóttur, og Þórarni Þórarinssyni, Rauðumýri 1, Mosfellsbæ, vegna eignarhluta 01 0104 að Rauðumýri 1, Mosfellsbæ, fastanúmer 229-0641,

4.       Vilhjálmi H. Þorgrímssyni og Hjördísi Reykdal, Rauðumýri 1, Mosfellsbæ, vegna eignarhluta 01 0105 að Rauðumýri 1, Mosfellsbæ, fastanúmer 229-0642, 

5.       Helgu Dís Sigurðardóttur og Þórði Birni Sigurðssyni, Rauðumýri 1, Mosfellsbæ, vegna eignarhluta 01 0106 að Rauðumýri 1, Mosfellsbæ, fastanúmer 229-0643,

6.       Sveini Kjartanssyni og Hólmfríði Böðvarsdóttur, Rauðumýri 1, Mosfellsbæ, vegna eignarhluta 01 0201 að Rauðumýri 1, Mosfellsbæ, fastanúmer 229-0644,

7.       Sigurlaugu Guðrúnu Gunnarsdóttur, Rauðumýri 1, Mosfellsbæ, vegna eignarhluta 01 0202 að Rauðumýri 1, Mosfellsbæ, fastanúmer 229-0645, 

8.       Heiðari Arnfinnssyni, Rauðumýri 1, Mosfellsbæ, vegna eignarhluta 01 0203 að Rauðumýri 1, Mosfellsbæ, fastanúmer 229-0646,

9.       Sigríði Bjarnadóttur, Rauðumýri 1, Mosfellsbæ, vegna eignarhluta 01 0204 að Rauðumýri 1, Mosfellsbæ, fastanúmer 229-0647,  

10.    Huldu Margréti Eggertsdóttur og Rajan Sedhai, Rauðumýri 1, Mosfellsbæ, vegna eignarhluta 01 0205 að Rauðumýri 1, Mosfellsbæ, fastanúmer 229-0648, 

11.    Steinari Jónssyni og Auði Eygló Kjartansdóttur, Rauðumýri 1, Mosfellsbæ, vegna eignarhluta 01 0301 að Rauðumýri 1, Mosfellsbæ, fastanúmer 229-0650,

12.    Grétari Sigmarssyni, Rauðumýri 1, Mosfellsbæ, vegna eignarhluta 01 0302 að Rauðumýri 1, Mosfellsbæ, fastanúmer 229-0652,  

13.    Bjarka Heiðari Bjarnasyni, Rauðumýri 1, Mosfellsbæ, vegna eignarhluta 01 0303 að Rauðumýri 1, Mosfellsbæ, fastanúmer 229-0653,

14.    Haraldi Aðalbirni Haraldssyni, Rauðumýri 1, Mosfellsbæ, vegna eignarhluta 01 0304 að Rauðumýri 1, Mosfellsbæ, fastanúmer 229-0654,

15.    Helga Sigurgeirssyni og Gerði Garðarsdóttur, Rauðumýri 1, Mosfellsbæ, vegna eignarhluta 01 0305 að Rauðumýri 1, Mosfellsbæ, fastanúmer 229-0655,   

16.    Báru Margréti Pálsdóttur, Rauðumýri 1, Mosfellsbæ, vegna eignarhluta 01 0306 að Rauðumýri 1, Mosfellsbæ,  fastanúmer 229-0656,

17.    Ólafi Sverrissyni og Rósu Jónsdóttur, Rauðumýri 1, Mosfellsbæ, vegna eignarhluta 01 0401 að Rauðumýri 1, Mosfellsbæ, fastanúmer 229-0657, 

18.    Elvu Ýr Magnúsdóttur, og Magnúsi Arnari Ragnarssyni, Rauðumýri 1, Mosfellsbæ, vegna eignarhluta 01 0402 að Rauðumýri 1, Mosfellsbæ, fastanúmer 229-0658, 

19.    Sif Sveinsdóttur og Georg Arnari Halldórsyni, Rauðumýri 1, Mosfellsbæ, vegna eignarhluta 01 0403 að Rauðumýri 1, Mosfellsbæ, fastanúmer 229-0659, 

20.    Bjarna Ólafi Magnússyni, Rauðumýri 1, Mosfellsbæ, vegna eignarhluta 01 0404 að Rauðumýri 1, Mosfellsbæ, fastanúmer 229-0660,

21.    Sveini Aðalbergssyni og Ástu Maríu Gunnarsdóttur, Rauðumýri 1, Mosfellsbæ, vegna eignarhluta 01 0405 að Rauðumýri 1, Mosfellsbæ, fastanúmer 229-0661, og

22.    Nadiu Tamimi, Rauðumýri 1, Mosfellsbæ, vegna eignarhluta 01 0406 að Rauðumýri 1, Mosfellsbæ, fastanúmer 229-0662;

á hendur Þrotabúi VLX 4530 (áður Verklandi ehf.), Smyrlahrauni 25, Hafnarfirði, Jóni Inga Lárussyni, Jónsgeisla 41, Reykjavík, og hans vegna til réttargæslu Vátryggingafélagi Íslands hf., Ármúla 3, Reykjavík, og Helga Bergmann Sigurðssyni, Gvendargeisla 78, Reykjavík, og hans vegna til réttargæslu Sjóvá-Almennum tryggingum hf., Kringlunni 5, Reykjavík.

Dómkröfur stefnenda

  1. Þess er krafist að stefndu verði in solidum gert að greiða stefnendum, Kjartani Sveini Guðjónssyni og Báru Samúelsdóttur, 1.205.593 kr. auk dráttarvaxta frá 28. ágúst 2009 til greiðsludags, skv. 9. gr. sbr. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu, þó þannig að in solidum ábyrgð stefnda, Helga Bergmanns Sigurðssonar, takmarkist við höfuðstól að fjárhæð 374.441 kr. með tildæmdum vöxtum. Þá krefjast stefnendur þess að stefnda, Verklandi, verði gert að gefa út afsal fyrir eignarhluta 01 0102 að Rauðumýri 1, Mosfellsbæ, fastanúmer 229-0639. Þá krefjast stefnendur að stefndu verði dæmdir in solidum til að greiða stefnendum málskostnað samkvæmt framlögðum málskostnaðarreikningi, auk virðisaukaskatts. 
  2. Þess er krafist að stefndu verði in solidum gert að greiða stefnanda, Brynjari Traustasyni, 1.186.144 kr. auk dráttarvaxta frá 28. ágúst 2009 til greiðsludags, skv. 9. gr. sbr. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu, þó þannig að in solidum ábyrgð stefnda, Helga Bergmanns Sigurðssonar, takmarkist við höfuðstól að fjárhæð 342.875 kr. með tildæmdum vöxtum. Þá krefst stefnandi þess að stefndu verði dæmdir in solidum til að greiða stefnanda málskostnað samkvæmt framlögðum málskostnaðarreikningi, auk virðisaukaskatts. 
  3. Þess er krafist að stefndu verði in solidum gert að greiða stefnendum, Helgu Camillu Agnarsdóttur og Þórarni Þórarinssyni, 1.156.949 kr. auk dráttarvaxta frá 28. ágúst 2009 til greiðsludags, skv. 9. gr. sbr. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu, þó þannig að in solidum ábyrgð stefnda, Helga Bergmanns Sigurðssonar, takmarkist við höfuðstól að fjárhæð 345.799 kr. með tildæmdum vöxtum. Þá krefjast stefnendur þess að stefnda, Verklandi, verði gert að gefa út afsal fyrir eignarhluta 01 0104 að Rauðumýri 1, Mosfellsbæ, fastanúmer 229-0641. Þá krefjast stefnendur þess að stefndu verði dæmdir in solidum til að greiða stefnendum málskostnað samkvæmt framlögðum málskostnaðarreikningi, auk virðisaukaskatts. 
  4. Þess er krafist að stefndu verði in solidum gert að greiða stefnendum, Vilhjálmi H. Þorgrímssyni og Hjördísi Reykdal, 1.222.874 kr. auk dráttarvaxta frá 28. ágúst 2009 til greiðsludags, skv. 9. gr. sbr. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu, þó þannig að in solidum ábyrgð stefnda, Helga Bergmanns Sigurðssonar, takmarkist við höfuðstól að fjárhæð 373.466 kr. með tildæmdum vöxtum. Þá krefjast stefnendur þess að stefndu verði dæmdir in solidum til að greiða stefnendum málskostnað samkvæmt framlögðum málskostnaðarreikningi, auk virðisaukaskatts. 
  5. Þess er krafist að stefndu verði in solidum gert að greiða stefnendum, Helgu Dís Sigurðardóttur og Þórði Birni Sigurðssyni, 1.347.809 kr. auk dráttarvaxta frá 28. ágúst 2009 til greiðsludags, skv. 9. gr. sbr. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu, þó þannig að in solidum ábyrgð stefnda, Helga Bergmanns Sigurðssonar, takmarkist við höfuðstól að fjárhæð 455.942 kr. með tildæmdum vöxtum. Þá krefjast stefnendur þess að stefnda, Verklandi, verði gert að gefa út afsal fyrir eignarhluta 01 0106 að Rauðumýri 1, Mosfellsbæ, fastanúmer 229-0643. Þá krefjast stefnendur að stefndu verði dæmdir in solidum til að greiða stefnendum málskostnað samkvæmt framlögðum málskostnaðarreikningi, auk virðisaukaskatts. 
  6. Þess er krafist að stefndu verði in solidum gert að greiða stefnendum Sveini Kjartanssyni og Hólmfríði Böðvarsdóttur, 1.322.661 kr. auk dráttarvaxta frá 28. ágúst 2009 til greiðsludags, skv. 9. gr. sbr. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu, þó þannig að in solidum ábyrgð stefnda, Helga Bergmanns Sigurðssonar, takmarkist við höfuðstól að fjárhæð 428.275 kr., með tildæmdum vöxtum. Þá krefjast stefnendur þess að stefnda, Verklandi, verði gert að gefa út afsal fyrir eignarhluta 01 0201 að Rauðumýri 1, Mosfellsbæ, fastanúmer 229-0644. Þá krefjast stefnendur þess að stefndu verði dæmdir in solidum til að greiða stefnendum málskostnað samkvæmt framlögðum málskostnaðarreikningi, auk virðisaukaskatts. 
  7. Þess er krafist að stefndu verði in solidum gert að greiða stefnanda, Sigurlaugu Guðrúnu Gunnarsdóttur, 1.167.801 kr., auk dráttarvaxta frá 28. ágúst 2009 til greiðsludags, skv. 9. gr. sbr. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu, þó þannig að in solidum ábyrgð stefnda, Helga Bergmanns Sigurðssonar, takmarkist við höfuðstól að fjárhæð 352.172 kr., með tildæmdum vöxtum. Þá krefst stefnandi þess að stefndu verði dæmdir in solidum til að greiða stefnanda málskostnað samkvæmt framlögðum málskostnaðarreikningi, auk virðisaukaskatts. 
  8. Þess er krafist að stefndu verði in solidum gert að greiða stefnanda, Heiðari Arnfinnssyni, 1.131.873 kr., auk dráttarvaxta frá 28. ágúst 2009 til greiðsludags, skv. 9. gr. sbr. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu, þó þannig að in solidum ábyrgð stefnda, Helga Bergmanns Sigurðssonar, takmarkist við höfuðstól að fjárhæð 319.632 kr., með tildæmdum vöxtum. Þá krefst stefnandi þess að stefnda, Verklandi, verði gert að gefa út afsal fyrir eignarhluta 01 0203 að Rauðumýri 1, Mosfellsbæ, fastanúmer 229-0646. Þá krefst stefnandi þess að stefndu verði dæmdir in solidum til að greiða stefnanda málskostnað samkvæmt framlögðum málskostnaðarreikningi, auk virðisaukaskatts. 
  9. Þess er krafist að stefndu verði in solidum gert að greiða stefnanda, Sigríði Bjarnadóttur, 1.119.157 kr., auk dráttarvaxta frá 28. ágúst 2009 til greiðsludags, skv. 9. gr. sbr. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu, þó þannig að in solidum ábyrgð stefnda, Helga Bergmanns Sigurðssonar, takmarkist við höfuðstól að fjárhæð 323.531 kr., með tildæmdum vöxtum. Þá krefst stefnandi þess að stefnda, Verklandi, verði gert að gefa út afsal fyrir eignarhluta 01 0204 að Rauðumýri 1, Mosfellsbæ, fastanúmer 229-0647. Þá krefst stefnandi þess að stefndu verði dæmdir in solidum til að greiða stefnanda málskostnað samkvæmt framlögðum málskostnaðarreikningi, auk virðisaukaskatts. 
  10. Þess er krafist að stefndu verði in solidum gert að greiða stefnendum, Huldu Margréti Eggertsdóttur og Rajan Sedhai, 1.247.331 kr., auk dráttarvaxta frá 28. ágúst 2009 til greiðsludags, skv. 9. gr. sbr. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu, þó þannig að in solidum ábyrgð stefnda, Helga Bergmanns Sigurðssonar, takmarkist við höfuðstól að fjárhæð 357.796 kr., með tildæmdum vöxtum. Þá krefjast stefnendur þess að stefnda, Verklandi, verði gert að gefa út afsal fyrir eignarhluta 01 0205 að Rauðumýri 1, Mosfellsbæ, fastanúmer 229-0648. Þá krefjast stefnendur þess að stefndu verði dæmdir in solidum til að greiða stefnendum málskostnað samkvæmt framlögðum málskostnaðarreikningi, auk virðisaukaskatts. 
  11. Þess er krafist að stefndu verði in solidum gert að greiða stefnendum, Steinari Jónssyni og Auði Eygló Kjartansdóttur, 1.413.516 kr., auk dráttarvaxta frá 28. ágúst 2009 til greiðsludags, skv. 9. gr. sbr. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu, þó þannig að in solidum ábyrgð stefnda, Helga Bergmanns Sigurðssonar, takmarkist við höfuðstól að fjárhæð 430.225 kr., með tildæmdum vöxtum. Þá krefjast stefnendur þess að stefnda, Verklandi, verði gert að gefa út afsal fyrir eignarhluta 01 0301 að Rauðumýri 1, Mosfellsbæ, fastanúmer 229-0650. Þá krefjast stefnendur þess að stefndu verði dæmdir in solidum til að greiða stefnendum málskostnað samkvæmt framlögðum málskostnaðarreikningi, auk virðisaukaskatts. 
  12. Þess er krafist að stefndu verði in solidum gert að greiða stefnanda, Grétari Sigmarssyni, 1.174.047 kr., auk dráttarvaxta frá 28. ágúst 2009 til greiðsludags, skv. 9. gr. sbr. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu, þó þannig að in solidum ábyrgð stefnda, Helga Bergmanns Sigurðssonar, takmarkist við höfuðstól að fjárhæð 355.846 kr., með tildæmdum vöxtum. Þá krefst stefnandi þess að stefnda, Verklandi, verði gert að gefa út afsal fyrir eignarhluta 01 0302 að Rauðumýri 1, Mosfellsbæ, fastanúmer 229-0652. Þá krefst stefnandi þess að stefndu verði dæmdir in solidum til að greiða stefnanda málskostnað samkvæmt framlögðum málskostnaðarreikningi, auk virðisaukaskatts. 
  13. Þess er krafist að stefndu verði in solidum gert að greiða stefnanda, Bjarka Heiðari Bjarnasyni, 1.112.596 kr., auk dráttarvaxta frá 28. ágúst 2009 til greiðsludags, skv. 9. gr. sbr. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu, þó þannig að in solidum ábyrgð stefnda, Helga Bergmanns Sigurðssonar, takmarkist við höfuðstól að fjárhæð 319.632 kr., með tildæmdum vöxtum. Þá krefst stefnandi þess að stefndu verði dæmdir in solidum til að greiða stefnanda málskostnað samkvæmt framlögðum málskostnaðarreikningi, auk virðisaukaskatts. 
  14. Þess er krafist að stefndu verði gert að greiða stefnanda, Haraldi Aðalbirni Haraldssyni, 1.142.289 kr., auk dráttarvaxta frá 28. ágúst 2009 til greiðsludags, skv. 9. gr. sbr. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu, þó þannig að in solidum ábyrgð stefnda, Helga Bergmanns Sigurðssonar, takmarkist við höfuðstól að fjárhæð 323.531 kr., með tildæmdum vöxtum. Þá krefst stefnandi þess að stefnda, Verklandi, verði gert að gefa út afsal fyrir eignarhluta 01 0304 að Rauðumýri 1, Mosfellsbæ, fastanúmer 229-0654. Þá krefst stefnandi þess að stefndu verði dæmdir in solidum til að greiða stefnanda málskostnað samkvæmt framlögðum málskostnaðarreikningi, auk virðisaukaskatts. 
  15. Þess er krafist að stefndu verði in solidum gert að greiða stefnendum, Helga Sigurgeirssyni og Gerði Garðarsdóttur, 1.176.587 kr., auk dráttarvaxta frá 28. ágúst 2009 til greiðsludags, skv. 9. gr. sbr. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu, þó þannig að in solidum ábyrgð stefnda, Helga Bergmanns Sigurðssonar, takmarkist við höfuðstól að fjárhæð 351.423 kr., með tildæmdum vöxtum. Þá krefjast stefnendur þess að stefnda, Verklandi, verði gert að gefa út afsal fyrir eignarhluta 01 0305 að Rauðumýri 1, Mosfellsbæ, fastanúmer 229-0655. Þá krefjast stefnendur þess að stefndu verði dæmdir in solidum til að greiða stefnendum málskostnað samkvæmt framlögðum málskostnaðarreikningi, auk virðisaukaskatts. 
  16. Þess er krafist að stefndu verði in solidum gert að greiða stefnanda, Báru Margréti Pálsdóttur, 1.340.605 kr., auk dráttarvaxta frá 28. ágúst 2009 til greiðsludags, skv. 9. gr. sbr. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu, þó þannig að in solidum ábyrgð stefnda, Helga Bergmanns Sigurðssonar, takmarkist við höfuðstól að fjárhæð 440.272 kr., með tildæmdum vöxtum. Þá krefst stefnandi þess að stefnda, Verklandi, verði gert að gefa út afsal fyrir eignarhluta 01 0306 að Rauðumýri 1, Mosfellsbæ, fastanúmer 229-0656. Þá krefst stefnandi þess að stefndu verði dæmdir in solidum til að greiða stefnanda málskostnað samkvæmt framlögðum málskostnaðarreikningi, auk virðisaukaskatts. 
  17. Þess er krafist að stefndu verði in solidum gert að greiða stefnendum, Ólafi Sverrissyni og Rósu Jónsdóttur, 1.380.105 kr., auk dráttarvaxta frá 28. ágúst 2009 til greiðsludags, skv. 9. gr. sbr. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu, þó þannig að in solidum ábyrgð stefnda, Helga Bergmanns Sigurðssonar, takmarkist við höfuðstól að fjárhæð 477.236 kr., með tildæmdum vöxtum. Þá krefjast stefnendur þess að stefndu verði dæmdir in solidum til að greiða stefnendum málskostnað samkvæmt framlögðum málskostnaðarreikningi, auk virðisaukaskatts. 
  18. Þess er krafist að stefndu verði in solidum gert að greiða stefnendum, Elvu Ýri Magnúsdóttur og Magnúsi Erni Ragnarssyni, 1.238.779 kr., auk dráttarvaxta frá 28. ágúst 2009 til greiðsludags, skv. 9. gr. sbr. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu, þó þannig að in solidum ábyrgð stefnda, Helga Bergmanns Sigurðssonar, takmarkist við höfuðstól að fjárhæð 394.010 kr., með tildæmdum vöxtum. Þá krefjast stefnendur þess að stefndu verði dæmdir in solidum til að greiða stefnendum málskostnað samkvæmt framlögðum málskostnaðarreikningi, auk virðisaukaskatts. 
  19. Þess er krafist að stefndu verði in solidum gert að greiða stefnendum, Sif Sveinsdóttur og Georg Erni Halldórssyni, 1.177.328 kr., auk dráttarvaxta frá 28. ágúst 2009 til greiðsludags, skv. 9. gr. sbr. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu þó þannig að in solidum ábyrgð stefnda, Helga Bergmanns Sigurðssonar, takmarkist við höfuðstól að fjárhæð 357.796 kr., með tildæmdum vöxtum. Þá krefjast stefnendur þess að stefnda, Verklandi, verði gert að gefa út afsal fyrir eignarhluta 01 0403 að Rauðumýri 1, Mosfellsbæ, fastanúmer 229-0659. Þá krefjast stefnendur þess að stefndu verði dæmdir in solidum til að greiða stefnendum málskostnað samkvæmt framlögðum málskostnaðarreikningi, auk virðisaukaskatts. 
  20. Þess er krafist að stefndu verði in solidum gert að greiða stefnanda, Bjarna Ólafi Magnússyni, 1.180.293 kr., auk dráttarvaxta frá 28. ágúst 2009 til greiðsludags, skv. 9. gr. sbr. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu, þó þannig að in solidum ábyrgð stefnda, Helga Bergmanns Sigurðssonar, takmarkist við höfuðstól að fjárhæð 359.520 kr., með tildæmdum vöxtum. Þá krefst stefnandi þess að stefndu verði dæmdir in solidum til að greiða stefnanda málskostnað samkvæmt framlögðum málskostnaðarreikningi, auk virðisaukaskatts. 
  21. Þess er krafist að stefndu verði in solidum gert að greiða stefnendum, Sveini Aðalbergssyni og Ástu Maríu Gunnarsdóttur, 1.232.218 kr., auk dráttarvaxta frá 28. ágúst 2009 til greiðsludags, skv. 9. gr. sbr. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu, þó þannig að in solidum ábyrgð stefnda, Helga Bergmanns Sigurðssonar, takmarkist við höfuðstól að fjárhæð 390.111 kr., með tildæmdum vöxtum. Þá krefjast stefnendur þess að stefnda, Verklandi, verði gert að gefa út afsal fyrir eignarhluta 01 0405 að Rauðumýri 1, Mosfellsbæ, fastanúmer 229-0661. Þá krefjast stefnendur þess að stefndu verði dæmdir in solidum til að greiða stefnendum málskostnað samkvæmt framlögðum málskostnaðarreikningi, auk virðisaukaskatts. 
  22. Þess er krafist að stefndu verði in solidum gert að greiða stefnanda, Nadiu Tamimi, 1.463.270 kr. auk dráttarvaxta frá 28. ágúst 2009 til greiðsludags, skv. 9. gr. sbr. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu, þó þannig að in solidum ábyrgð stefnda, Helga Bergmanns Sigurðssonar, takmarkist við höfuðstól að fjárhæð 486.759 kr. með tildæmdum vöxtum. Þá krefst stefnandi þess að stefndu verði dæmdir in solidum til að greiða stefnanda málskostnað samkvæmt framlögðum málskostnaðarreikningi, auk virðisaukaskatts.  Jafnframt krefst stefnandi þess að stefndi, Verkland, verði dæmdur til að greiða stefnanda málskostnað að skaðlausu vegna héraðsdómsmáls E-9008/2008.

Stefndi, þrotabú VLX 4530 (áður Verklandi ehf.), krefst sýknu af öllum kröfum stefnenda.  Til vara er krafist lækkunar á öllum kröfum stefnenda. Í báðum tilvikum er krafist málskostnaðar að skaðlausu.

Stefndi, Jón Ingi Lárusson, krefst aðalega sýknu af kröfum stefnenda. Til vara krefst stefndi lækkunar á kröfum stefnenda. Í báðum tilvikum krefst stefndi málskostnaður, auk virðisaukaskatts, úr hendi stefnenda að mati dómsins eða samkvæmt síðar framlögðum málskostnaðarreikningi.

Stefndi, Helgi Bergmann Sigurðsson, krefst aðallega sýknu af öllum kröfum stefnanda. Þá krefst hann málskostnaðar. 

Réttargæslustefndu, Vátryggingarfélag Íslands hf. og Sjóvá-Almennar tryggingar hf., gera engar kröfur í málinu, enda er engum kröfum að þeim beint.

Málavextir

Upphaf málsins er að rekja til þess að Erum arkitektar ehf. gerði samning við fyrirtækið Verkland ehf. um aðaluppdrætti fyrir fjöleignarhúsin Rauðumýri 1 og 3 ásamt sameiginlegri bílageymslu. Ábyrgur hönnuður vegna Erum Arkitekta, er Helgi Bergmann Sigurðsson, arkitekt.  Voru aðaluppdrættir samþykktir af byggingarnefnd Mosfellsbæjar í nóvember 2005.  Eftir að  byggingarleyfi var gefið út gerðu Erum Arkitektar tilteknar verkteikningar sem venja er að hönnuður aðaluppdrátta geri, svo sem verkteikningar fyrir uppsteypuvinnu og glugga- og hurðateikningar. Hönnun lóðar var á hendi Forma ehf. og burðarþols- og lagnateikningar gerði Sveinbjörn Hinriksson, byggingatæknifræðingur. Stefndi, Helgi Bergmann Sigurðsson, var samræmingarhönnuður gagnvart byggingaryfirvöldum.

Á aðaluppdráttum er tekið fram að gluggar og hurðir skuli vera úr timbri með álkápu og voru gluggar valdir af hálfu Verklands án samráðs við Erum Arkitekta. 

              Stefnendur eru allir íbúðareigendur í fjöleignarhúsinu Rauðumýri 1, Mosfellsbæ, nema eigendur íbúða nr. 01 0101 og 01 0206. Stefndi, Verkland ehf., byggði húsið og seldi stefnendum íbúðirnar nýjar. Stefndi, Jón Ingi Lárusson, er byggingarstjóri hússins. Stefndi, Helgi Bergmann Sigurðsson, er hönnuður hússins. Starfsábyrgðartrygging byggingarstjóra er hjá Vátryggingafélagi Íslands. Starfsábyrgðartrygging hönnuðar er hjá Sjóvá-Almennum tryggingum.

Í eignaskiptayfirlýsingu fyrir Rauðamýri 1-3, dags. í ágúst 2006, kemur fram að Rauðamýri 1 stendur á lóðinni Rauðumýri 1-3 og á henni eru tveir matshlutar, þ.e. Rauðamýri 1, matshluti 01, og Rauðumýri 3, matshluti 02. Fjöleignarhúsin eru ekki sambyggð. Bílastæði á lóðinni eru samtals 38 í óskiptri sameign en lóðin skiptist þannig að hlutfallstala matshluta 01, þ.e. Rauðumýri 1, er samtals 78,72% en hlutfallstala matshluta 02, þ.e. Rauðumýri 3, er samtals 21,28%. Í eignaskiptayfirlýsingunni kemur fram að heimreiðin framan við rennihurð sé til sérnota fyrir viðkomandi rými eðli málsins samkvæmt. Samkvæmt eignaskiptayfirlýsingu hússins eru hlutfallstölur eignarhluta að Rauðumýri 1 eftirfarandi:

Eignarhlutar

Eignarhlutfall

Hlutfall

Eignarhlutar

Eignarhlutfall

Hlutfall

 

í húsi

Í lóð

 

í húsi

í lóð

01-0101

5,05%

3,97%

01-0301

4,64%

3,66%

01-0102

4,04%

3,18%

01-0302

3,84%

3,02%

01-0103

3,70%

2,91%

01-0303

3,45%

2,71%

01-0104

3,73%

2,94%

01-0304

3,49%

2,75%

01-0105

4,03%

3,17%

01-0305

3,79%

2,99%

01-0106

4,92%

3,87%

01-0306

4,75%

3,74%

01-0201

4,62%

3,64%

01-0401

5,15%

4,05%

01-0202

3,80%

2,99%

01-0402

4,25%

3,35%

01-0203

3,45%

2,71%

01-0403

3,86%

3,04%

01-0204

3,49%

2,75%

01-0404

3,88%

3,05%

01-0205

3,86%

3,04%

01-0405

4,21%

3,31%

01-0206

4,75%

3,74%

01-0406

5,25%

4,14%

Með öllum eignarhlutanum fylgir bílastæði í bílageymslu. Í kaupsamningum milli stefnenda og stefnda, Verklands, kemur fram að íbúðirnar afhendist fullbúnar að utan sem innan, án gólfefna, sbr. nánar skilalýsingu seljanda. Þá kemur fram hvaða geymslur og bílastæði í bílakjallara hússins fylgi viðkomandi eignarhlutum. Í skilalýsingu kemur m.a. fram að húsið sé byggt samkvæmt byggingarnefndarteikningum Erum arkitekta og lóð frágengin samkvæmt teikningum Ingu Rutar Gylfadóttur landslagsarkitekts, þ.m.t. leiktæki á leiksvæðum, timburpallar fyrir íbúðir á jarðhæð og gróður.

Kaupsamningar

1.         Með kaupsamningi, dags. 4. júlí 2007, kaupa stefnendur, Kjartan Sveinn Guðjónsson og Bára Samúelsdóttir, íbúð 01-0102 og stæði í bílageymslu 01-B08, að Rauðumýri 1, Mosfellsbæ, af stefnda, Verklandi. Afhendingardagur er 11. júlí 2007 og kaupverð 25.900.000 kr.  Samkvæmt kaupsamningnum skyldi afsal fara fram 1. nóvember 2007 og var kaupendum heimilt að halda eftir 300.000 kr. fram að lokafrágangi og afsali. Greiðslur skyldu fara fram með eftirfarandi hætti: Við kaupsamning með peningum 1.500.000 kr., með láni 9.000.000 kr. og eins og greiðslur myndu berast úr eign stefnenda eigi síðar en 1. nóvember 2007, 15.400.000 kr. Stefnendur greiddu samtals 25.600.000 kr. í samræmi við ákvæði kaupsamningsins en héldu eftir 300.000 kr. af lokagreiðslu kaupverðsins.  

2.         Með kaupsamningi, dags. 30. mars 2007, kaupir stefnandi, Brynjar Traustason, íbúð merkta 01-0103 og stæði í bílageymslu B09, að Rauðumýri 1 Mosfellsbæ, af stefnda, Verklandi. Afhendingardagur er júní 2007 og kaupverð 22.900.000 kr. sem er að fullu greitt. Afsal var gefið út 29. nóvember 2007. 

3.         Með kaupsamningi, dags. 25. apríl 2007, kaupa stefnendur Þórarinn Þórarinsson og Helga Camilla Agnarsdóttir, íbúð merkta 01-0104 og stæði í bílageymslu B24, að Rauðumýri 1, Mosfellsbæ, af stefnda, Verklandi. Afhendingardagur er júní 2007 og kaupverð 22.900.000 kr. Greiðslur skyldu fara fram með eftirfarandi hætti: Við kaupsamning með peningum 500.000 kr. og með láni við kaupsamning 8.500.000 kr., með láni við brunabótamat 9.820.000 kr., við afhendingu 3.180.000 kr. og 900.000 kr. við afsal og lokauppgjör 15. september 2007. Stefnendur greiddu samtals 22.046.033 kr. í samræmi við ákvæði kaupsamningsins en héldu eftir 853.967 kr. af lokagreiðslu kaupverðsins.  

4.         Með kaupsamningi, dags. 14. september 2007, kaupa stefnendur, Vilhjálmur Þorgrímsson og Hjördís Reykdal, íbúð merkta 01-0105 og stæði í bílageymslu B19 að Rauðumýri 1, Mosfellsbæ, af stefnda Verklandi.  Afhendingardagur er 14. september 2007 og kaupverð 25.900.000 kr. sem skyldi greiðast þannig: Við kaupsamning með peningum 1.000.000 kr. og með láni við kaupsamning 500.000 kr., 5.400.000 kr. eins og greiðslur myndu berast úr eign sem stefnendur voru að selja þó eigi síðar en 2. desember 2007, með ÍLS-láni 18.000.000 kr. og með peningum 2. janúar 2008 1.000.000 kr. Stefndu héldu eftir hluta af greiðslu sem átti að að greiða eigi síðar en 2. desember 2007 eða samtals 402.831 kr. og lokagreiðslu sem átti að greiða 2. janúar 2008, 1.000.000 kr. Stefnendur hafa því haldið eftir samtals 1.402.831 kr. af  eftirstöðvum kaupverðsins.

5.         Með kaupsamningi, dags. 19. júlí 2007, kaupa stefnendur, Helga Dís Sigurðardóttir og Þórður Björn Sigurðsson, íbúð merkta 01-0106 og stæði í bílageymslu B14 að Rauðumýri 1, Mosfellsbæ af stefnda, Verklandi.  Afhendingardagur var við kaupsamning og kaupverð 30.900.000 kr. sem skyldi greiðast þannig: Við kaupsamning í peningum 500.000 kr. og með láni 21.630.000 kr. og 8.770.000 kr. í samræmi við sölu stefnenda á eign sinni þó eigi síðar en 1. febrúar 2008. Stefnendur héldu eftir 2.500.000 kr. af greiðslunni, sem átti að greiðast eigi síðar en 1. febrúar 2008, vegna galla á eigninni en greiddu hinn 9. október 2008, 1.500.000 kr. Stefnendur halda því eftir 1.000.000 kr.

6.         Með kaupsamningi, dags. 11. júní 2007, kaupa stefnendur, Sveinn Kjartansson og Hólmfríður Böðvarsdóttir, íbúð merkta 01-0201 og stæði í bílageymslu merkt B04 að Rauðumýri 1, Mosfellsbæ af stefnda, Verklandi. Eignin var afhent 10. júlí 2007 og kaupverð  30.900.000 kr.  Samkvæmt kaupsamningnum skyldi afsal fara fram 5. október 2007 og var kaupendum heimilt að halda eftir 300.000 kr. fram að lokafrágangi og afsali. Kaupverðið skyldi greiðast með skilyrtu veðleyfi að veðflutningi loknum 26.000.000 kr. og 4.900.000 kr. eins og greiðslur myndu berast úr sölu á eign stefnenda þó eigi síðar en 5. október 2007. Stefnendur hafa greitt samtals 30.600.000 kr. í samræmi við ákvæði kaupsamnings, en héldu eftir 300.000 kr. af lokagreiðslu kaupverðsins.

7.         Með kaupsamningi, dags. 5. ágúst 2008, kaupir stefnandi, Sigurlaug Guðrún Gunnarsdóttir, íbúð merkta 01-0202 og stæði í bílageymslu merkt B01 að Rauðumýri 1, Mosfellsbæ af stefnda, Verklandi. Eignin var afhent 5. ágúst 2008. Kaupverð var 26.000.000 kr. Greiðslur skyldu fara fram með eftirfarandi hætti: Við kaupsamning 1.000.000 kr., 20.000.000 kr. gegn skilyrtu veðleyfi vegna veðflutnings og viðbót með nýju láni, 30. nóvember 2008, 1.000.000 kr., 31. desember 2008, 1.500.000 kr., 28. febrúar 2009,  1.000.000 kr. og við lokauppgjör og afsal 31. maí 2009,  1.500.000 kr. Stefnandi hefur haldið eftir 2.750.000 kr. af kaupverðinu.

8.         Með kaupsamningi, dags. 28. júní 2007, kaupir stefnandi, Heiðar Arnfinnsson, íbúð merkta 01-0203 og stæði í bílageymslu B11 að Rauðumýri 1, Mosfellsbæ af stefnda, Verklandi. Eignin var afhent 20. júlí 2007 og kaupverð 22.900.000 kr.  Samkvæmt kaupsamningnum skyldi afsal fara fram 1. september 2007 og var kaupanda heimilt að halda eftir 300.000 kr. fram að lokafrágangi og afsali. Greiðslur skyldu fara fram með eftirfarandi hætti: Við kaupsamning 2.000.000 kr., með láni við kaupsamning 11.442.600 kr., með láni við brunabótamat 8.457.400 kr., við afhendingu 700.000 kr. og við lokafrágang og afsal 1. september 2007, 300.000 kr. Stefnandi hefur greitt samtals 22.704.284 kr. í samræmi við ákvæði kaupsamningsins, en hélt eftir 195.716 kr. af lokagreiðslu kaupverðsins. 

9.         Með kaupsamningi, dags. 9. febrúar 2007, kaupir stefnandi, Sigríður  Bjarnadóttir, íbúð merkta 01-0204 og stæði í bílageymslu B23 að Rauðumýri 1, Mosfellsbæ af stefnda Verklandi. Eignina skyldi afhenda í apríl/maí 2007 og kaupverð vera 22.900.000 kr. Greiðslur skyldu fara fram með eftirfarandi hætti: Við kaupsamning 2.000.000 kr., með láni 17.000.000 kr., 2.000.000 kr. við afhendingu og 1.900.000 kr. við lokauppgjör og afsal 60 dögum eftir afhendingu. Stefnandi hefur greitt samtals 22.600.000 kr. í samræmi við ákvæði kaupsamningsins en haldið eftir 300.000 kr. af lokagreiðslu kaupverðsins.

10.       Með kaupsamningi, dags. 3. september 2007, kaupa stefnendur, Hulda Margrét Eggertsdóttir og Rajan Sedhai, íbúð merkta 01-0205 og stæði í bílageymslu B17 að Rauðumýri 1, Mosfellsbæ af stefnda, Verklandi. Afhending var við kaupsamning og kaupverð 25.900.000 kr. Afsal skyldi fara fram 2. janúar 2008. Greiðslur skyldu fara fram með eftirfarandi hætti: Við kaupsamning 700.000 kr., með láni 10.400.000 kr. og eins og greiðslur myndu berast úr sölu á eign stefnenda þó eigi síðar en 1. janúar 2008, 14.800.000 kr. Stefnendur hafa greitt samtals 25.059.800 kr. í samræmi við ákvæði kaupsamnings en haldið eftir 840.200 kr. af lokagreiðslu kaupverðsins.

11.       Með kaupsamningi, dags. 21. mars 2007, kaupa stefnendur, Steinar Jónsson og Auður Eygló Kjartansdóttir, íbúð merkta 01-0301 og stæði í bílageymslu B05 að Rauðumýri 1, Mosfellsbæ af stefnda, Verklandi. Afhendingardagur er í júní 2007 og kaupverð 31.900.000 kr. Samkvæmt kaupsamningnum skyldi afsal fara fram 1. október 2007 og var kaupendum heimilt að halda eftir 300.000 kr. fram að lokafrágangi og afsali. Greiðslur skyldu fara fram með eftirfarandi hætti: Við kaupsamning 500.000 kr., með láni 8.000.000 kr. og 23.400.000 kr. eins og greiðslur myndu berast úr sölu á eign stefnenda þó eigi síðar en 1. október 2007. Stefnendur hafa greitt samtals 31.396.100 kr. í samræmi við ákvæði kaupsamnings, en hafa haldið eftir 503.900 kr. af lokagreiðslu kaupverðsins. 

12.       Með kaupsamningi, dags. 2. október 2007, kaupir stefnandi, Grétar Sigmarsson, íbúð merkta 01-0302 og stæði í bílageymslu B03 að Rauðumýri 1, Mosfellsbæ af stefnda, Verklandi. Eignin er afhent við kaupsamning og er kaupverð 26.600.000 kr. Greiðslur skyldu fara fram með eftirfarandi hætti: Við kaupsamning 500.000 kr., með láni 18.000.000 kr. og 8.100.000 kr. eins og greiðslur myndu berast úr sölu á eign stefnanda þó eigi síðar en 15. febrúar 2008. Stefnandi hefur greitt í samræmi við kaupsamninginn en hélt eftir 630.000 kr. af lokagreiðslu kaupverðsins.

13.       Með kaupsamningi, dags. 23. mars 2007, kaupir stefnandi, Bjarki Heiðar Bjarnason, íbúð 01-0303 og stæði í bílageymslu B13 að Rauðumýri 1, Mosfellsbæ af stefnda, Verklandi. Eignin var afhent 30. júní 2007 og kaupverð 23.500.000 kr. Kaupverð er að fullu greitt og var afsal gefið út 11. desember 2008.

14.       Með kaupsamningi, dags. 8. júní 2007, kaupir stefnandi, Haraldur Aðalbjörn Haraldsson, íbúð merkta 01-0304 og stæði í bílageymslu B22 að Rauðumýri 1, Mosfellsbæ af stefnda, Verklandi. Eignin var afhent í byrjun júlí 2007 og kaupverð 23.500.000 kr.  Greiðslur skyldu fara fram með eftirfarandi hætti: Við kaupsamning 3.000.000 kr., með láni við fokheldi/brunabótamat 18.800.000 kr. og 1.700.000 kr. við lokafrágang húss og lóðar 15. ágúst 2007 og þá skyldi afsal fara fram. Stefnandi hefur greitt samtals 22.928.721 kr. í samræmi við ákvæði kaupsamnings en haldið eftir 571.279 kr. af lokagreiðslu kaupverðsins.

15.       Með kaupsamningi, dags. 5. nóvember 2007, kaupa stefnendur, Helgi Sigurgeirsson og Gerður Garðarsdóttir, íbúð merkta 01-0305 og stæði í bílageymslu B10 að Rauðumýri 1, Mosfellsbæ af stefnda, Verklandi. Eignin var afhent við kaupsamning og kaupverð 27.300.000 kr. Kaupverð skyldi greiðast með eftirfarandi hætti: Við kaupsamning 13.000.000 kr., 10.300.000 kr. eins og greiðslur myndu berast úr sölu á eign stefnenda 10. mars 2008 og að veðflutningi loknum 4.000.000 kr. Afsal átti að fara fram 10. mars 2008.  Stefnendur hafa greitt samtals 26.500.000 kr. í samræmi við ákvæði kaupsamningsins en haldið eftir 800.000 kr. af lokagreiðslu kaupverðsins.

16.       Með kaupsamningi, dags. 4. júlí 2007, kaupir Ólafur Magnússon, íbúð merkta 01-0306 og stæði í bílageymslu B18 að Rauðumýri 1, Mosfellsbæ af stefnda, Verklandi. Afhendingardagur er 11. júlí 2007 og kaupverð 31.900.000 kr. Kaupverðið skyldi greiðast með eftirfarandi hætti: Við kaupsamning 10.000.000 kr., við afhendingu 6.000.000 kr., með láni 15.000.000 kr. og 900.000 kr. við lokafrágang húss og lóðar í september 2007. Ólafur greiddi samtals 31.000.000 kr. í samræmi við kaupsamninginn en hélt eftir lokagreiðslu kaupverðsins 900.000 kr. Ólafur lést 4. nóvember 2008. Með úrskurði héraðsdóms Vestfjarða 21. apríl 2009 var bú hans tekið til opinberra skipta. Ekkja Ólafs, Bára Pálsdóttir, ákvað að nýta sér heimild samkvæmt 35. gr. laga nr. 20/1991 til þess að leysa til sín eignir búsins. Með skiptayfirlýsingu, dags. 18. desember 2009, er lýst yfir skiptalokum og að stefnandi, Bára Pálsdóttir, sé eigandi umræddrar eignar að Rauðumýri 1.

17.       Með kaupsamningi, dags. 20. mars 2007 kaupa stefnendur, Ólafur Sverrisson og Rósa Jónsdóttir, íbúð merkta 01-0401 og stæði í bílageymslu B06 að Rauðumýri 1, Mosfellsbæ af stefnda Verklandi. Afhendingardagur er júní 2007 og kaupverð 32.900.000 kr. Kaupverð er að fullu greitt og var afsal gefið út 17. september 2007.  

18.       Með kaupsamningi, dags. 14. júní 2007, kaupa stefnendur, Elva Ýr Magnúsdóttir og Magnús Örn Ragnarsson, íbúð merkta 01-0402 og stæði í bílageymslu B07 að Rauðumýri 1, Mosfellsbæ af stefnda, Verklandi. Afhendingardagur er 1. ágúst 2007 og kaupverð 27.300.000 kr.  Kaupverð er að fullu greitt og var afsal gefið út 30. október 2007.

19.       Með kaupsamningi, dags. 26. janúar 2007, kaupa stefnendur, Sif Sveinsdóttir  og Georg Arnar Halldórsson, íbúð merkta 01-0403 og stæði í bílageymslu B15 að Rauðumýri 1, Mosfellsbæ af stefnda, Verklandi. Afhendingardagur er apríl/maí 2007 og kaupverð 24.200.000 kr. Samkvæmt kaupsamningnum skyldi afsal fara fram 1. ágúst 2007 og var kaupendum heimilt að halda eftir 300.000 kr. fram að lokafrágangi. Kaupverð skyldi greiðast þannig: Við kaupsamning 500.000 kr., með láni 17.000.000 kr., með láni við fokheldi/brunabótamat 4.780.000 kr. og 1.920.000 kr. eins og greiðslur myndu berast úr eign stefnenda þó eigi síðar en 1. ágúst 2007. Stefnendur hafa greitt samtals 23.887.325 kr. í samræmi við ákvæði kaupsamningsins en hafa haldið eftir 312.675 kr. af lokagreiðslu kaupverðsins.

20.       Með kaupsamningi, dags. 26. febrúar 2007 kaupir stefnandi, Bjarni Ólafur Magnússon, íbúð merkta 01-0404 og stæði í bílageymslu B21 að Rauðumýri 1, Mosfellsbæ, af stefnda, Verklandi. Afhendingardagur er júní 2007 og kaupverð 24.200.000 kr. Kaupverð er að fullu greitt og var afsal gefið út 29. ágúst 2007.

21.       Með kaupsamningi, dags. 14. maí 2007, kaupa stefnendur, Sveinn Aðalbergsson og Ásta María Gunnarsdóttir, íbúð merkta 01-0405 og stæði í bílageymslu B12 að Rauðumýri 1, Mosfellsbæ af stefnda, Verklandi. Afhendingardagur er júní 2007 og kaupverð 27.300.000 kr. Kaupverðið skyldi greiðast með eftirfarandi hætti: Við kaupsamning 10.000.000 kr., 4. júlí 2007 13.500.000 kr., 3. ágúst 2007 3.500.000 kr. og við lokafrágang lóðar og eignar 300.000 kr. Afsal skyldi fara fram við lokagreiðslu. Stefnendur hafa greitt samtals 27.000.000 kr. í samræmi við ákvæði kaupsamningsins en haldið eftir  300.000 kr. af lokagreiðslu kaupverðsins.

22.       Með kaupsamningi, dags. 22. mars 2007, kaupir stefnandi, Nadia Tamimi, íbúð merkta 01-0406 og stæði í bílageymslu B16 að Rauðumýri 1, Mosfellsbæ af stefnda, Verklandi. Afhendingardagur er júlí 2007 og kaupverð 32.900.000 kr. Kaupverðið skyldi greiðast með eftirfarandi hætti: Við kaupsamning 548.655 kr., eigi síðar en 28. mars 2007 2.751.345 kr., með láni við fokheldi/brunabótamat 26.300.000 kr. og 3.300.000 kr. eins og greiðslur myndu berast úr eign stefnanda, eigi síðar en 11. september 2007. Þó skyldi halda eftir 300.000 kr. fram að afsali og lokafrágangi sem áætlaður var 1. september 2007. Stefnandi greiddi í samræmi við kaupsamninginn en hélt eftir 2.000.000 kr. af lokagreiðslu kaupverðsins. Stefndi, Verkland, höfðaði mál á hendur henni með stefnu þingfestri fyrir héraðsdómi Reykjavíkur 16. október 2008. Málið var fellt niður en bókað að stefnda í málinu gerði ekki í því máli kröfu um málskostnað en áskildi sér þann rétt ef til nýrra málaferla kæmi milli aðila, vegna galla og uppgjörs á kaupsamningsgreiðslum, að allur sá kostnaður sem þegar væri fallinn teldist í málinu hluti af málskostnaðarkröfu í því máli enda ódæmdt í málinu. Var það samþykkt af hálfu stefnda, Verklandi.

Stefnendur telja að fljótlega eftir afhendingu íbúðanna hafi komið í ljós að ýmsum frágangi var ekki lokið, auk þess sem gallar voru á eigninni. Af hálfu stefnenda var þrýst mjög á úrbætur m.a. með fundahöldum, tölvuskeytum, bréfskriftum, símtölum o.fl. Stefnendur telja sig ítrekað hafa reynt að ná lausn á málinu og gefið seljanda kost á að lagfæra galla. Sumir af göllunum hafi verið lagfærðir og reynt hafi verið að lagfæra aðra, en stærstur hluti gallanna hafi ekki verið lagfærður. Á aðalfundi húsfélagsins 19. september 2007 var farið yfir galla á eigninni. Stefndi, Jón Ingi Lárusson, sat fundinn og var ákveðið í samráði við hann að stjórn húsfélagsins myndi safna saman athugasemdum kaupenda. Með bréfi, dags. 5. október 2007, sendi húsfélagið Hraunhömrum fasteignasölu, sem sá um sölu íbúðanna, og stefnda, Verklandi, yfirlit yfir galla á eigninni og óskaði úrbóta. Með bréfi lögmanns stefnda, Verklands, dags. 31. október 2007, eru athugasemdir stefnda raktar við þá galla sem tilgreindir eru í bréfi húsfélagsins. Með bréfi lögmanns stefnenda, dags. 5. desember 2007, eru sendar athugasemdir stefnenda um stöðu framkvæmdanna og tilgreindir gallar sem bæst höfðu við, úrbóta krafist og upplýsinga um það innan 10 daga hvenær lagfæringum verði lokið og lokaúttekt fari fram. Þá er tekið fram að stefnendur áskilji sér rétt til að beita stöðvunarrétti og halda eftir lokagreiðslu kaupverðs þar til úr göllum verði bætt. Með svarbréfi lögmanns stefnda, Verklands, dags. 11. desember 2007, er bent á að Verkland muni bregðast fljótt við en lögmaðurinn muni ekki skipta sér meir af málinu nema Verkland biðji hann um það sérstaklega. Bent er á að hann muni koma bréfinu á framfæri við Verkland og lögmanni húsfélagsins sé heimilt að vera í beinu sambandi við Verkland, hann muni láta vita ef það breytist. 

             Hinn 10. janúar 2008 var haldinn húsfundur í húsfélaginu og mætti fyrirsvarsmaður stefnda, Verklands, Ingi Ljótsson, á fundinn. Á fundinum var lagt fram bréf frá Mest, 10. janúar 2008 vegna leka með hurðum og gluggum og tilkynnt að Mest hafi unnið í því undanfarið að lagfæra og stilla hurðir og glugga. Þá hafi Mest fengið Línuhönnun til að gera úttekt á hurðum og gluggum og verði skýrslan send húsfélagi. Óskað er eftir að eigendur hafi samband ef útihurðir eða gluggar leka. Á fundinum var ákveðið að eigendur sendu Mest þessar upplýsingar og Verklandi gallalista og í kjölfarið myndu lögmaður húsfélagsins og Ingi Ljótsson, fyrirsvarsmaður stefnda, Verklands, hittast og fara yfir málið. Með bréfi, dags. 24. janúar 2008, eru Mest sendar athugasemdir íbúa um leka með hurðum og gluggum og óskað eftir að lögmaður húsfélagsins og stjórnarmaður verði viðstödd úttekt Línuhönnunar en þau munu ekki hafa verið boðuð. Einnig var Inga Ljótssyni, fyrirsvarsmanni stefnda, Verklandi, sendur tölvupóstur 24. janúar 2008, ásamt gallalista, dags. 23. janúar 2008, og óskað eftir fundi með honum.

             Hinn 6. febrúar 2008 hittust lögmaður stefnenda og Ingi Ljótsson og fóru yfir galla á húsinu. Var gallalistinn, dags. 6. febrúar 2008, sendur honum í tölvupósti strax eftir fundinn ásamt athugasemdum hans af fundinum. Ákveðið var að fara að Rauðumýri 1 á næstu dögum til að skoða galla á sameign og var það gert 12. febrúar 2008. Þar upplýsti Ingi að ákveðin verk þyrftu að bíða fram á vor/sumar en önnur væri hægt að komast í strax. Með tölvupósti sama dag var Inga sent yfirlit yfir þessi atriði og setti hann athugasemdir sínar við þær og sendi til baka með tölvupósti 14. febrúar 2008. Með minnisblaði Línuhönnunar sem Mest lét vinna fyrir sig, dags. 20. febrúar 2008, er upplýst að skoðaðir hefðu verið gluggar og útihurðir í tveimur íbúðum. Með tölvupósti 13. mars 2008 var Inga sendur gallalisti, dags. 14. febrúar 2008, og óskað eftir upplýsingum um hvað búið væri að lagfæra og hver yrðu næstu skref varðandi hurðir og glugga. Í svarpósti hans, 14. mars 2008, tilkynnir hann að stefndi, Verkland, sé búinn að fá tilboð í sérsmíði nýrra útihurða hjá trésmiðju úti á landi vegna aðgerðarleysis Mest og hann sé búinn að fara yfir gallalistann, dags. 14. febrúar 2008, og merkja inn athugasemdir. Frá 18. mars 2008 var ítrekað reynt að koma á fundi með aðilum en stefndi hafði m.a. lýst yfir áhuga á að reynt yrði að ná heildarsamkomulagi. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir var slíkur fundur ekki haldinn. Með bréfi lögmanns stefnenda, dags. 6. maí 2008, er sendur gallalisti, dags. 25. apríl 2008, og frestur til úrbóta veittur til 15. júní 2008.  Stefndi, Verkland, svarar bréfinu með tölvupósti 21. maí 2008 og tilkynnir að þar sem dómkvaddir matsmenn séu að meta íbúð 206, en dómsmál var þá í gangi milli eigenda íbúðar 206 og Verklands, og þar sé tekið á mörgum þeim málum sem varða sameign muni stefndi, Verkland, bíða með frekari svör þar til matsgerðin liggi fyrir. Með bréfi lögmanns stefnda, Verklands, dags. 10. júní 2008, er matsgerð í fyrrnefndu dómsmáli send, ásamt bréfi lögmanns Verklands til Mest v/glugga og hurða. Í bréfinu er óskað eftir fresti til 10. júlí 2008.  Er frestur samþykktur með tölvupósti, 25. júní 2008, en þess óskað að tilgreind atriði sem ekki sé deilt um í umræddu dómsmáli sem stefndi, Verkland, hafði áður samþykkt að lagfæra yrðu lagfærð á meðan. Með bréfi Mest, dags. 8. júlí 2008, er sent afrit af bréfi Mest til lögmanns Verklands þar sem Mest hafnar mati dómkvaddra matsmanna en tekur fram að Mest hafi pantað nýja hurðarfleka fyrir íbúðirnar. Með tölvupósti 11. júlí 2008 tilkynnir lögmaður stefnda að hurðir séu á leiðinni til landsins og leggur til að aðilar fundi um málið. Fundur er haldinn hjá Mest 15. júlí 2008 með lögmönnum, Inga Ljótssyni og stjórn húsfélagsins. Strax eftir fundinn fóru allir aðilar sem sátu fundinn, þó ekki fulltrúar Mest, að Rauðumýri 1 þar sem farið var yfir málið. Ítrekað var að ef stefndi ætlaði í úrbætur þyrfti það að liggja fyrir á næstu dögum og jafnframt þyrfti að ganga frá samkomulagi vegna málsins. Lögmaður stefnda upplýsti að hann væri að fara í frí næsta dag og kæmi ekki aftur til starfa fyrr en í lok ágúst.  

             Hinn 17. júlí 2008 hittust lögmaður stefnenda og Ingi Ljótsson og fóru yfir galla á húsinu, sbr. gallalista dags. 17. júlí 2008. Tilkynnti Ingi að UPB ehf. myndi lagfæra glugga en þeir höfðu áður reynt lagfæringar í nokkrum íbúðum sem ekki höfðu gengið vel. Var stungið upp á laugardeginum 26. júlí 2008 en síðan hentaði það ekki UPB svo ákveðið var að þeir kæmu 9. ágúst 2008 og var það auglýst í húsinu. Hinn 5. ágúst tilkynntu aðilar frá UPB að þeir kæmust ekki á þeim tíma. Jafnframt tilkynnt Ingi um það á fundinum að skipt yrði um hurðir og byrjaði Verkland á því í lok september 2008. Í ljós kom hins vegar að hann setti alveg eins hurðir í og fyrir voru og áfram lak. Þá lagði hann fram tvær tillögur á fundinum um lagfæringar á svalagöngum sem hvorug var í samræmi við þá tillögu sem dómkvaddir matsmenn höfðu lagt til í málinu milli stefnda og eins eiganda hússins. Óskaði húsfélagið eftir því að fenginn yrði óháður aðili til að skoða tillögurnar þar sem þær væru ekki í samræmi við tillögur dómkvaddra matsmanna í framangreindu dómsmáli og var það samþykkt. Var VST fengið til að skoða tillögur stefnda. Í minnisblaði VST, 28. júlí 2008, kemur fram að teikningin frá stefnda væri ófullnægjandi, auk fleiri athugasemda. Er minnisblaðið sent Inga sama dag í tölvupósti og tilkynnt að VST sé búið að fara yfir tillögurnar og telji teikningarnar ófullnægjandi. Í lok júlí 2008 brýtur stefndi upp ílögn fyrir framan íbúðir á jarðhæð til að stöðva leka niður í kjallara og setur í staðinn dúk sem stefnendur telja ekki í neinu samræmi við það sem var þar áður. 

             Í byrjun september 2008 hittast lögmenn aðila á fundi og er ákveðið að lögmaður stefnda stilli upp drögum að samkomulagi. Með tölvupósti lögmanns stefnenda, 15. september 2008, er sendur listi yfir galla og óskað eftir svörum um hvort stefndi ætlaði að lagfæra þessi atriði eða ekki. Með tölvupósti lögmanns stefnenda, 16. september 2008, er bent á að þolinmæði stefnenda sé á þrotum og á það bent að lítið hafi verið aðhafst af hálfu stefnda á því ári sem liðið er og þurfi drög að samkomulagi að liggja fyrir, ásamt yfirliti yfir tíma- og verkáætlun, ekki seinna en 18. september. Með tölvupósti lögmanns stefnda, 18. september 2008, eru annars vegar send svör stefnda við listanum frá 15. september 2008 og hins vegar drög að samkomulagi. Hinn 26. september 2008 sendir lögmaður stefnenda lögmanni stefnda drög að samkomulagi og er óskað viðbragða 30. september 2008. Lögmaður stefnda sendir ný drög 2. október 2008 og er þeim svarað með tölvupósti sama dag. Nýr gallalisti er sendur 14. október 2008. Húsfundur er haldinn 16. október 2008 og var eigendum tveggja íbúða í húsinu birt stefna sama kvöld frá stefnda. Með tölvupósti, 17. október 2008, var ennþá reynt að ná fram samkomulagi og furðu lýst á því eigendum tveggja íbúða í húsinu væri stefnt. Með bréfi stefnda, dags. 10. desember 2008, lá endanlega ljóst fyrir að stefndi ætlaði ekki í frekari úrbætur eða leysa málið utan réttar. Haldinn var húsfundur, 16. desember 2008, þar sem ákveðið var að fá dómkvadda matsmenn til að meta galla á eigninni, leiðir til úrbóta og kostnað við úrbætur.  Var lögmanni stefnda tilkynnt það með bréfi, dags. 17. desember 2008. Matsmenn voru skipaðir í Héraðsdómi Reykjavíkur 13. mars 2009, sbr. mál nr. M-28/2009 og lá matsgerð fyrir í júní 2009. Var niðurstaða dómkvaddra matsmanna sú að heildarkostnaður við úrbætur á göllum væri samtals 33.335.320 kr. með vsk. Með bréfum, dags. 28. júlí 2009, var matsgerðin send matsþolum og krafa gerð um bætur. Stefndi, Verkland, hafnaði öllum kröfum munnlega. Með bréfi Sjóvár, dags. 21. desember 2009, er kröfu í starfsábyrgðartryggingu hönnuðar hafnað og með tölvupósti frá Vátryggingafélagi Íslands 27. janúar 2010 er kröfum í starfsábyrgðartryggingu byggingarstjóra hafnað. Var stefnda, Verklandi, tilkynnt með bréfi, dags. 2. febrúar 2010, að tryggingarfélögin hefðu hafnað bótaskyldu úr tryggingunum og var honum gefinn lokafrestur til að ganga til samninga til lausnar málsins. Þar sem samningar hafa ekki náðst er nauðsynlegt að höfða mál þetta. 

Málsástæður og lagarök stefnanda

Hér að neðan er umfjöllun um einstaka matsliði í matsgerðinni og tilgreint undir hverjum matslið á hendur hverjum stefnendur gera kröfu og hvort um kröfur vegna sameignar eða séreignar sé að ræða. 

             Fyrst verður fjallað um atriði er varða alla matsbeiðendur.

1. Hurðir og gluggar, leki og raki

1.a       Útidyrahurð við aðalinngang í stigahúsi, 1.a.(1) 558.000 kr., og skemmdir eftir hurðapumpur, 1.a.(2). 46.200 kr. - Krafa á hendur stefnda, Verklandi og Jóni Inga Lárussyni, in solidum. Sameign.

Stefnendur taka fram að í matsgerðinni sé staðfest að við skoðun hafi komið í ljós greinileg ummerki eftir leka með fram hurðarspjaldi og hafi verktaki reynt viðgerðir með því að festa viðbótarþéttilista á hurðarspjald en án árangurs. Vatn nái að renna undir hurðarblað og fram hjá þéttilistum þegar veðurhæð sé mikil og slagveður standi beint á hurðina og skipti hér mestu að hurðin opnast inn en ef hún opnaðist út myndi þrýstingur í slagveðrum þrýsta hurðarblaði inn að þéttingum í falsi. Er staðfest að á tveimur stöðum í stigahúsi megi sjá skemmdir í veggjum eftir arma á hurðapumpum sem rekast í aðliggjandi veggi. Leggja matsmenn það til að utanhússklæðning verði losuð upp, útihurðarkarmur og hurðaspjald aðalinngangs í stigahús verði fjarlægð og sett verði í þeirra stað hurðarkarmur og hurðarspjald sem opnast út og standist álagskröfur íslenskrar vottunar og utanhússklæðingin verði fest upp aftur í kringum hurð. Þá þurfi að setja upp hurðastoppara fyrir báðar hurðir á 1. hæð, spartla í skemmd eftir pumpur og blettamála.

             Af hálfu stefnenda er á því byggt að um galla sé að ræða þar sem hurðir í nýbyggingum eigi ekki að leka. Verði að setja upp hurðir sem henta aðstæðum hverju sinni sem ekki hafi verið gert í þessu tilviki. Reyndar hafi verið viðgerðir en án árangurs. Þá séu skemmdir eftir hurðarpumpur sem beri að bæta enda eigi þær ekki að vera staðsettar með þeim hætti að þær valdi skemmdum, a.m.k. verði að gera þær kröfur að settir séu hurðarstopparar svo skemmdir verði ekki. Af hálfu stefnenda er á því byggt að stefndu, Verkland og Jón Ingi Lárusson, beri ábyrgð gagnvart stefnendum á framangreindum göllum með þeim rökum sem greinir síðar í stefnunni um ábyrgð hvors þeirra gagnvart stefnendum og beinast kröfur stefnenda skv. þessum lið að þeim báðum in solidum. Er á því byggt að umrædd hurð og hurðarpumpur séu í sameign allra eigenda hússins og gera stefnendur kröfur um að þeim verði bættir umræddir gallar eftir hlutfallstölum hvers eignarhluta stefnenda í sameign allra í húsinu, þ.e. í matshluta 01.          

1.b.      Stálhurðir (5 stk) í kjallara, 1.b. 131.000 kr. – Krafa á hendur stefnda, Verklandi og Jóni Inga Lárussyni, in solidum. Sameign.

Í matsgerðinni kemur fram að við skoðun á hurðunum hafi komið í ljós að slípað hafi verið af köntunum til þess að fá þær til að falla betur að stöfum. Brúnir á hurðum séu hvassar og skörðóttar eftir þessa aðgerð og lakkhúð rispuð. Þá hafi þéttilistar í fölsum ekki verið settir upp á réttan máta, settir á vitlausan stað og snúi öfugt. Einnig séu hurðarpumpur ekki stilltar rétt til að tryggja örugga lokun. Rúnna þurfi brúnir á köntum hurða, grunna tvær umferðir yfir slípaða hluta, lakka hurðir tvisvar, stilla pumpur og endurnýja þéttilista í falsi.

             Af hálfu stefnenda er á því byggt að um galla sé að ræða þar sem bæði séu skemmdir á hurðunum og sé frágangi og ísetningu ábótavant. Reyndar hafi verið viðgerðir af hálfu stefndu þar sem hurðir féllu ekki að stöfum, voru stífar o.s.frv. Hafi röngum aðferðum verið beitt við uppsetningu þeirra. Sé m.a. staðfest í matsgerðinni að reynt hafi verið að „sníða“ hurðirnar til svo þær pössuðu. Af hálfu stefnenda er á því byggt að stefndu, Verkland og Jón Ingi Lárusson, beri ábyrgð gagnvart stefnendum á framangreindum göllum með þeim rökum sem greinir síðar í stefnunni um ábyrgð hvors þeirra gagnvart stefnendum og beinast kröfur stefnenda skv. þessum lið að þeim báðum in solidum. Er á því byggt að umræddar hurðir séu í sameign allra eigenda hússins gera stefnendur kröfur um það að þeim verði bættir umræddir gallar eftir hlutfallstölum hvers eignarhluta stefnenda í sameign allra í húsinu, þ.e. í matshluta 01.            

1.c.      Gluggar í stigahúsi, 1.c.(1) og 1.c.(2) samtals 248.400 kr. – Krafa á hendur stefnda, Verklandi og Jóni Inga Lárussyni, in solidum. Sameign.

Í matsgerðinni kemur fram að greinileg ummerki séu á glugga á 4. hæð í stigahúsi. Svo virðist sem leki inn um samskeyti á körmum og bendi það til galla í samsetningu gluggans. Þá megi sjá sams konar ummerki um leka með gleri í sams konar glugga á 1. hæð í stigahúsi. Lekinn bendi til þess að glerjun gluggans sé óþétt. Losa þurfi utanhússklæðningu kringum glugga, losa glugga úr, festa upp nýjan glugga og klæða utanhússklæðninguna aftur að glugga.

             Af hálfu stefnenda er á því byggt að um galla sé að ræða enda eigi nýir gluggar ekki að leka. Sé uppsetningu m.a. ábótavant. Af hálfu stefnenda er á því byggt að stefndu, Verkland og Jón Ingi Lárusson, beri ábyrgð gagnvart stefnendum á framangreindum göllum með þeim rökum sem greinir síðar í stefnunni um ábyrgð hvors þeirra gagnvart stefnendum og beinast kröfur stefnenda skv. þessum lið að þeim báðum in solidum. Er á því byggt að umræddir gluggar séu í sameign allra eigenda hússins og gera stefnendur kröfur um að þeim verði bættir umræddir gallar eftir hlutfallstölum hvers eignarhluta stefnenda í sameign allra í húsinu, þ.e. í matshluta 01.        

2. Frágangur utan á húsinu

2.c.      Steyptar festingar svalaganga 99.800 kr. – Krafa á hendur stefnda, Verklandi og Jóni Inga Lárussyni, in solidum. Sameign.

Í matsgerðinni kemur fram að stefndi hafi klætt af steyptar undirstöður undir stálsúlur til þess að verja steypuna frostskemmdum og sé um fullnægjandi viðgerð að ræða. Hins vegar heyrist nú dropahljóð þegar dropar falla á klæðninguna sem ekki heyrðust áður og telja matsmenn það vera galla á umræddri viðgerð. Þurfi að losa í sundur hlífar og bera hljóðdempandi kvoðu á bakhlið þeirra og festa þær upp aftur.

             Af hálfu stefnenda er á því byggt að um galla sé að ræða. Eftir að flutt var inn í húsið fóru fram viðgerðir af hálfu stefnda fyrir framan húsið og voru klæddar af undirstöður undir stálsúlur. Að mati stefnenda sé um verulega breytingu að ræða og útlitslýti. Eftir viðgerðina heyrist nú dropahljóð þegar dropar falla á klæðninguna sem ekki heyrðust áður og sé verulegt ónæði af því sérstaklega fyrir íbúa í íbúðum 102-105. Sé frágangi eftir viðgerðirnar ábótavant. Að mati dómkvaddra matsmanna sé um fullnægjandi viðgerð að ræða á undirstöðunum, hins vegar heyrist nú dropahljóð þegar dropar falla á klæðninguna og soghljóð sem ekki var áður. Af hálfu stefnenda sé á því byggt að stefndu, Verkland og Jón Ingi Lárusson, beri ábyrgð á gagnvart stefnendum með þeim rökum sem greinir síðar í stefnunni um ábyrgð hvors þeirra gagnvart stefnendum og beinast kröfur stefnenda skv. þessum lið að þeim báðum in solidum. Sé á því byggt að um sameign allra eigenda hússins sé að ræða og gera stefnendur kröfur um að þeim verði bættur umræddur galli eftir hlutfallstölum hvers eignarhluta stefnenda í sameign allra í húsinu, þ.e. í matshluta 01.            

 2.d.     Skemmdir á klæðningu 24.480 kr.– Krafa á hendur stefnda, Verklandi og Jóni Inga Lárussyni, in solidum. Sameign.

Í matsgerðinni er staðfest að við skoðun á klæðningu hafi komið í ljós að tæki sem notað hafi verið til þess að festa/losa hnoð hafi rispað lakkhúð hennar. Þurfi að bletta með rauðu lakki í kringum hnoð.

             Af hálfu stefnenda sé á því byggt að um galla sé að ræða þar sem skemmdir hafa hlotist á klæðningunni eftir viðgerð á húsinu. Eftir að flutt var inn í húsið hófst stefndi handa við viðgerð til að koma í veg fyrir leka niður í kjallara og losaði klæðningu af og setti aftur á. Sé frágangi ábótavant, för og blettir séu á klæðningunni, eftir að hún var tekin af og fest upp aftur. Af hálfu stefnenda sé á því byggt að stefndu, Verkland og Jón Ingi Lárusson, beri ábyrgð á þessum galla gagnvart stefnendum með þeim rökum sem greinir síðar í stefnunni um ábyrgð hvors þeirra gagnvart stefnendum og beinast kröfur stefnenda skv. þessum lið að þeim báðum in solidum. Sé á því byggt að um sameign allra eigenda hússins sé að ræða og gera stefnendur kröfur um að þeim verði bættur umræddur galli eftir hlutfallstölum hvers eignarhluta stefnenda í sameign allra í húsinu, þ.e. í matshluta 01.            

 3. Leki og sprungur

3.a.      Leki í kjallara 3.a. 83.300 kr. – Krafa á hendur stefnda, Verklandi og Jóni Inga Lárussyni, in solidum. Sameign.

Í matsgerðinni er staðfest að viðgerðir á þaki kjallara vegna leka hafi borið fullnægjandi árangur en ekki hafi verið nægilega vel gengið frá yfirborði lofta og veggja í þeim rýmum þar sem leki kom fram og sé það galli. Hreinsa þurfi lekaummerki, blettamála yfir skemmdir og heilmála loft og veggi eina umferð.

             Af hálfu stefnenda sé á því byggt, að um galla sé að ræða enda sé frágangi eftir viðgerðir vegna leka í kjallara ekki lokið. Sé á því byggt að stefndu, Verkland og Jón Ingi Lárusson, beri ábyrgð á þessum galla gagnvart stefnendum með þeim rökum sem greinir síðar í stefnunni um ábyrgð hvors þeirra gagnvart stefnendum og beinast kröfur stefnenda skv. þessum lið að þeim báðum in solidum. Sé á því byggt að um sameign allra eigenda hússins sé að ræða og gera stefnendur kröfur um að þeim verði bættir umræddir galli eftir hlutfallstölum hvers eignarhluta stefnenda í sameign allra í húsinu, þ.e. í matshluta 01.            

3.b.      Veggur við innkeyrslu, b1-b4, samtals 628.400 kr. – Krafa á hendur öllum stefndu in solidum. Sameign.

Í matsgerðinni kemur fram að margar sprungur hafi myndast í stoðveggi við innkeyrslu í bílageymslu sem fyllt sé að með jarðvegi. Út um þessar sprungur leki vatn. Við hönnun hafi ekki verið gert ráð fyrir drenlögn jarðvegsmegin við vegginn. Þá sé hvergi að finna á séruppdráttum hvernig ganga skuli frá yfirborði veggjarins sem snúi að jarðvegi. Forsenda fyrir því að koma í veg fyrir frekari skemmdir á veggnum sé að gera yfirborð veggjarins sem snúi að jarðvegi vatnsþéttan. Sé um galla að ræða að mati matsmanna. Hanna þurfi drenlögn og færa inn á uppdrætti. Grafa þurfi jarðveg frá vegg, hreinsa veggflöt og tjarga með sökkulsasfalti, leggja drendúk á vegg, leggja drenlögn meðfram vegg, fylla að með drenmöl og leggja jarðvegsdúk. Fylla þurfi með jarðsvegsfyllingu, háþrýstiþvo veggflötinn, filta og sílanbaða og mála veggflötinn tvisvar.

             Af hálfu stefnenda sé á því byggt að um galla sé að ræða. Bæði hönnun og frágangi sé ábótavant. Hafi ekki verið gætt ásættanlegra aðferða, hvorki við hönnunina né verkið sjálft. Sé á því byggt að allir stefndu beri ábyrgð þessum galla gagnvart stefnendum með þeim rökum sem greinir síðar í stefnunni um ábyrgð hvers þeirra gagnvart stefnendum og beinast kröfur stefnenda skv. þessum lið að þeim öllum in solidum. Sé á því byggt að um sameign allra eigenda hússins sé að ræða og gera stefnendur kröfur um að þeim verði bættur umræddur galli eftir hlutfallstölum hvers eignarhluta stefnenda í sameign allra í húsinu, þ.e. í matshluta 01.            

4. Bílageymsla

4.d.      Þvottastæði, d1-d2, samtals. 155.700 kr.– Krafa á hendur stefnda, Verklandi og Jóni Inga Lárussyni, in solidum. Sameign.

Í matsgerðinni kemur fram að á aðaluppdrætti sé eitt stórt þvottastæði við austurvegg bílageymslu og við það merkt kalt vatn. Í bílageymslu sé að finna eitt lítið þvottastæði með köldu vatni skáhalt gegn þvottastæði aðaluppdráttar en þar eru engar vatnslagnir. Er það niðurstaða matsmanna að þvottastæði og lagnir séu ekki á þeim stað sem aðaluppdrættir greina. Framlengja þurfi vatnslögn frá núverandi þvottaaðstöðu að þvottastæði og setja upp krana fyrir skolslöngu. Uppfæra þurfi einn séruppdrátt af neysluvatnslögn.

             Af hálfu stefnenda sé á því byggt að um galla sé að ræða enda sé þvottastæðið hvorki á þeim stað sem það á að vera skv. aðaluppdráttum og kynnt var stefnendum né uppfylli það kröfur um gæði sem það átti að uppfylla. Ekkert samráð hafi verið haft við stefnendur um færslu stæðisins og telja stefnendur að núverandi aðstaða til bílaþvotta sé ófullnægjandi. Af hálfu stefnenda sé á því byggt að stefndu, Verkland og Jón Ingi Lárusson, beri ábyrgð á þessum galla gagnvart stefnendum með þeim rökum sem greinir síðar í stefnunni um ábyrgð hvors þeirra gagnvart stefnendum og beinast kröfur stefnenda skv. þessum lið að þeim báðum in solidum. Sé á því byggt að um sameign allra eigenda hússins sé að ræða og gera stefnendur kröfur um að þeim verði bættur umræddur galli eftir hlutfallstölum hvers eignarhluta stefnenda í sameign allra í húsinu, þ.e. í matshluta 01.            

4.f.       Geymsluhurðir 796.800 kr.– Krafa á hendur stefnda, Verklandi og Jóni Inga Lárussyni, in solidum. Séreign.

Í matsgerðinni kemur fram að sagað hafi verið ofan af geymsluhurðum og límband límt yfir sárið. Að mati dómkvaddra matsmanna sé um ófullnægjandi frágang að ræða þar sem hætta sé á að límband losni af með tímanum og teljist hurðir því gallaðar. Taka þurfi hurðirnar niður, líma kantlista úr málaðri furu ofan á hurðarspjöldin og setja hurðir upp á ný.

             Af hálfu stefnenda sé á því byggt að um galla sé að ræða. Frágangur geymsluhurða sé algjörlega óásættanlegur. Sé á því byggt að stefndu, Verkland og Jón Ingi Lárusson, beri ábyrgð gagnvart stefnendum með þeim rökum sem greinir síðar í stefnunni og beinast kröfur skv. þessum lið að þeim báðum in solidum. Er á því byggt að um séreign sé að ræða og gera stefnendur því hver fyrir sig kröfu skv. þessum lið.

5.a       Svalagangar og niðurföll, a (1-4) og c 7.660.200 kr. – Krafa á hendur öllum stefndu in solidum. Sameign. Í matsgerðinni kemur fram að skoðun á uppdráttum hafi leitt í ljós að ekki sé gert ráð fyrir niðurföllum á svalagöngum í hönnun hússins. Verði því að draga þá ályktun að gert sé ráð fyrir að regnvatn sem berst inn á svalaganga eigi að renna fram af brún ganganna. Matsmenn mældu hallann á svalagöngum fyrstu, annarrar, þriðju og fjórðu hæðar og leiddu mælingarnar í ljós að vatnshalli sé hvergi nógur til að tryggja fráveitingu vatns af göngunum og að á mörgum stöðum sé hallinn öfugur þannig að vatni sé veitt að húsinu. Pollar myndast á göngunum sem geti skapað hætti í frosti. Er það niðurstaða matsmanna að húsið sé gallað af ofangreindum sökum. Taka þurfi niður klæðningu á útveggjum, hreinsa burt lausan múr af svalagöngum, leggja múrílögn yfir gangagólf, minnst 1 cm þykka við frambrún ganga og að steyptum vegg á bak við klæðninguna. Miða skuli við 1,5% halla frá vegg. Bera skuli vatnsfælu á yfirborð ganga til þess að hindra ísog ílagnar. Festa þurfi upp klæðningu á ný og stytta hana þannig að minnst 2 cm bil sé á milli hennar og svalagólfs.

             Af hálfu stefnenda sé á því byggt að um galla sé að ræða, vatn renni ekki af svalagöngum, halli sé ekki réttur, vatn liggi að húsinu og pollar myndist á göngunum. Sé bæði hönnun og frágangi ábótavant. Hafi ekki verið gætt ásættanlegra aðferða hvorki við hönnunina né verkið sjálft. Sé á því byggt að allir stefndu beri ábyrgð gagnvart stefnendum með þeim rökum sem greinir síðar í stefnunni og beinast kröfur skv. þessum lið að þeim öllum in solidum. Er á því byggt að um sameign allra eigenda hússins sé að ræða og gera stefnendur kröfur um að þeim verði bættur umræddur galli eftir hlutfallstölum hvers eignarhluta stefnenda í sameign allra í húsinu, þ.e. í matshluta 01.                   

5.b       Gólfefni á jarðhæð, b(1-3). 1.740.810 kr. – Krafa á hendur stefnda, Verklandi og Jóni Inga Lárussyni, in solidum. Sameign. Stefndi, Verkland, fjarlægði ílögn sem var fyrir framan íbúðir á jarðhæð og setti dúk í staðinn án samráðs við stefnendur. Um verulegt útlitslýti sé að ræða og ósamræmi á húsinu. Í matsgerðinni kemur fram að til að fjarlægja gólfefnið þurfi að taka niður utanhússklæðingu sem liggi að því, saga raufar í gólfefni, höggva það upp eða fræsa niður. Fjarlægja þurfi vatnsheldan dúk af steyptu yfirborði, hreinsa steypt yfirborð, leggja nýjan vatnsheldan dúk á steypt yfirborð, steypa ílögn ofan á dúk og pússa slétt og festa klæðinguna upp aftur.

             Af hálfu stefnenda sé á því byggt að um galla sé að ræða á frágangi. Stefndi braut upp ílögn vegna viðgerða á leka niður í kjallara og í stað þess að frágangur á yfirborði jarðhæðar yrði í samræmi við það sem áður var og í samræmi við húsið setti hann gólfdúk sem felur í sér verulegt útlitslýti á húsinu. Af hálfu stefnenda sé á því byggt að stefndu, Verkland og Jón Ingi Lárusson, beri ábyrgð á þessum galla gagnvart stefnendum með þeim rökum sem greinir síðar í stefnunni og beinast kröfur skv. þessum lið að þeim báðum in solidum. Sé á því byggt, að um sameign allra eigenda hússins sé að ræða og gera stefnendur kröfur um að þeim verði bættur umræddur galli eftir hlutfallstölum hvers eignarhluta stefnenda í sameign allra í húsinu, þ.e. í matshluta 01.            

7. Bílaplan og rampur

Bílaplan 7.a og b, samtals 2.432.200 kr. – Krafa á hendur öllum stefndu in solidum. Sameign.

Matsmenn mældu yfirborð bílaplans fyrir framan Rauðumýri 1 og báru það saman við upp gefinn vatnshalla á uppdráttum. Niðurstöður mælinganna leiddu í ljós að vatnshalli á bílaplani sé hvergi nærri nógur. Samkvæmt mælingum reyndist hallinn vera á bilinu 0,2-0,7% í hallaþversniði á meðan uppgefinn halli á teikningu sé 2,5%. Fræsa þurfi niður malbikað yfirborð með halla frá gangstétt framan við hús, losa upp niðurfallsbrunna og færa neðar og malbika ofan á bílaplan, 2 cm lag á 420 m² og 3 cm lag á 170 m².

             Af hálfu stefnenda sé á því byggt að um galla sé að ræða enda leiði rangur vatnshalli til mikillar pollamyndunar á bílaplaninu framan við húsið og sé frárennsli ábótavant. Malbikið sé óslétt og frágangur á bílaplani verulegt útlitslýti. Af hálfu stefnenda sé á því byggt að allir stefndu beri ábyrgð á þessum galla gagnvart stefnendum með þeim rökum sem greinir síðar í stefnunni og beinast kröfur skv. þessum lið að þeim öllum in solidum. Sé á því byggt að um sameign allra eigenda hússins sé að ræða og gera stefnendur kröfur um að þeim verði bættur umræddur galli eftir hlutfallstölum hvers eignarhluta stefnenda í sameign allra í lóðinni.                  

Niðurfallsrenna 7.c(1-3) 285.080 kr. – Krafa á hendur stefnda, Verklandi og Jóni Inga Lárussyni, in solidum. Sameign. Í matsgerð kemur fram að lengd niðurfallsrennu fyrir framan akstursdyr sé með styttra móti þannig að hætta sé á að vatn safnist fyrir til hliðar við dyrnar. Niðurfallsrennan sé staðsett í hellulögn sem hafi sigið töluvert í hjólförum og myndast við það brún að niðurfallsrennunni ofan við hellulögn. Sé um galla að ræða. Taka þurfi upp hellulögn við akstursdyr, skipta út niðurfallsrennu og fá rennu sem nái út yfir dyr beggja vegna og leggja aftur hellulögn á vel þjappað undirlag.

Af hálfu stefnenda sé á því byggt að um galla sé að ræða. Gegni niðurfallið ekki réttu hlutverki og hafi ítrekað stíflast. Af hálfu stefnenda sé á því byggt að stefndu, Verkland og Jón Ingi Lárusson, beri ábyrgð á þessum galla gagnvart stefnendum með þeim rökum sem greinir síðar í stefnunni og beinast kröfur skv. þessum lið að þeim báðum in solidum. Sé á því byggt að um sameign allra eigenda hússins sé að ræða og gera stefnendur kröfur um að þeim verði bættur umræddur galli eftir hlutfallstölum hvers eignarhluta stefnenda í sameign allra í húsinu, þ.e. í matshluta 01.            

7.d.      Hitalögn í rampi, 7. d.(1-2) 462.000 kr.– Krafa á hendur öllum stefndu in solidum. Sameign. Í matsgerðinni kemur fram að stefndu hafi staðfest að hitalögn í rampi sé lögð eins og uppdráttur sýnir. Við skoðun á uppdrætti hafi komið í ljós að sé lagningu röra fylgt nákvæmlega eins og sýnt sé á uppdrætti verða svæði í rampi án hitalagnar og styður það frásögn beggja aðila að það hafi verið gert en að sögn stefnenda hleðst upp ís og snjór á vissum svæðum og samkvæmt upplýsingum frá stefndu sé hitalögnin lögð eins og upprættir sýna. Markmiðið með því að leggja hitalögn í ramp sé að halda aðkeyrslu að bílakjallara íslausum. Það að skilja undan svæði í rampinum brýtur í bága við þetta markmið og sé það galli að mati matsmanna. Þurfi að hanna og teikna viðbót við hitalögn, brjóta upp malbik á þeim stöðum þar sem vantar lagnir, þjappa sandundirlag, bæta við slaufu á svæðunum og malbika yfir bletti.

             Af hálfu stefnenda sé á því byggt að um galla sé að ræða. Frá upphafi hafi snjóbræðslukerfið ekki virkað sem skyldi í rampinum og hefur það valdið því að bifreiðar hafa rekist utan í vegginn, fest sig o.s.frv. Ís og snjór hleðst upp á vetrum á vissum svæðum í rampinum. Bæði hönnun og frágangi sé ábótavant. Ásættanlegar aðferðir hafi ekki verið notaðar, hvorki við hönnunina né verkið sjálft. Snjóbræðslan virki ekki sem skyldi og hafi stefndu átt að sjá til þess að hún væri lögð með þeim hætti að hún virkaði. Af hálfu stefnenda er á því byggt að allir stefndu beri ábyrgð á þessum galla gagnvart stefnendum með þeim rökum sem greinir síðar í stefnunni og beinast kröfur skv. þessum lið að þeim öllum in solidum. Sé á því byggt að um sameign allra eigenda hússins sé að ræða og gera stefnendur kröfur um að þeim verði bættur umræddur galli eftir hlutfallstölum hvers eignarhluta stefnenda í sameign allra í húsinu, þ.e. í matshluta 01.            

8.a.      Lóð, 8a(1-2), samtals 967.450 kr. – Krafa á hendur stefndu, Verklandi og Jóna Inga Lárussyni, in solidum. Sameign. Í matsgerðinni kemur fram að á nokkrum stöðum hafi grasþekja rofnað á samskeytum túnþaka sem bendi til þess að þær hafi þornað upp og ekki hafi verið borinn áburður á grasflöt eftir þökulögn. Þurfi að taka upp túnþökur á blettum og fjarlægja, jafna jarðveg og leggja nýjar þökur í bletti. Þá gæti allnokkurs ósamræmis í gróðri sem sýndur sé á uppdrætti landslagsarkitekts og gróðri á lóð. Nokkuð vanti upp á að hönnun lóðar sé fylgt í framkvæmd og vanti m.a. um 19 stk. af trjám að hæð 2-5 metrar, um 90 lengdarmetra af runnagróðri og um 20 lengdarmetra af limgerði. Við útreikninga miða matsmenn við ilmreyni sem trjátegund, mispil sem runna og ilmbjörk sem limgerði. Gróðursetja þurfi tré, runna og limgerði í samræmi við lóðauppdrátt.

             Af hálfu stefnenda sé á því byggt að um galla sé að ræða. Frágangi lóðar sé víða ábótavant og hann sé ekki í samræmi við samþykktar teikningar og skilalýsingar. Af hálfu stefnenda sé á því byggt að stefndu, Verkland og Jón Ingi Lárusson, beri ábyrgð á göllunum gagnvart stefnendum með þeim rökum sem greinir síðar í stefnunni. Sé á því byggt að um sameign allra eigenda hússins sé að ræða (auk sameignar eigenda að Rauðumýri 3) gera stefnendur kröfur um það að þeim verði bættur umræddur galli eftir hlutfallstölum hvers eignarhluta stefnenda í sameign allra í lóðinni.                  

Flísar– Krafa á hendur stefndu, Verklandi og Jóni Inga Lárussyni, in solidum.

Sameign.

9.a.      Flísar-hurðastopparar 23.800 kr. Í matsgerð kemur fram að í kjallara halli gólffleti þannig að hurð að geymslugangi taki niður þegar henni sé lokið upp um  meira en 90°. Setja þurfi upp hurðastoppara fyrir hurð að geymslugangi svo hún rekist ekki niður í flísalögn.

             Af hálfu stefnenda sé á því byggt að um galla sé að ræða sem stefndu, Verkland og Jón Ingi Lárusson, beri ábyrgð á gagnvart stefnendum með þeim rökum sem greinir síðar í stefnunni og beinast kröfur skv. þessum lið að þeim báðum in solidum. Sé á því byggt að um sameign allra eigenda hússins sé að ræða og gera stefnendur kröfur um að þeim verði bættur umræddur galli eftir hlutfallstölum hvers eignarhluta stefnenda í sameign allra í húsinu, þ.e. í matshluta 01.            

             Næst verður vikið að atriðum er varða hvern matsbeiðanda þ.e. hvern eignarhluta.

1. Útidyrahurðir. – Krafa á hendur stefndu, Verklandi og Jóni Inga Lárussyni, in solidum. Séreign. Útidyrahurðir íbúða hafa lekið frá upphafi. Hefur bæði verið reynt að þétta þær og einnig var skipt um hurðarfleka í öllum íbúðum. Þrátt fyrir það lagaðist ástandið ekki og hélt áfram að leka og blása inn. Skoðuðu matsmenn allar útidyrahurðir að íbúðum í húsinu.

             Í matsgerðinni benda matsmenn á að útihurðir séu úr ál/tré af Pro-tec gerð, framleiddar í Danmörku og vottaðar af Dans Vindues Certificering. Til þess að öðlast vottum frá íslenskum vottunaraðila þurfi hurðir að þola minnst 1100 Pa þrýsting í slagregnsprófi sem framkvæmt er samkvæmt stöðluðum forskriftum. Ummerki séu eftir leka með 17 af 24 útihurðum af ýmsum toga. Sjá megi merki þess að vatn leki með hurðafölsum og að hurðarspjald sé undið þannig að hurð falli ekki þétt að stöfum. Einnig sjáist ummerki leka meðfram körmum og á samskeytum þröskuldar og gluggakarms. Pro-tec hurðir sem opnast inn séu vottaðar fyrir 750 Pa þrýsting. Niðurstaða matsmanna er sú að útidyrahurðir sem opnast inn séu ekki vottaðar fyrir það álag sem miðað sé við á Íslandi og sé um galla að ræða. Fjarlægja þurfi allar útidyrahurðir og hurðarkarma, ásamt gluggaparti og setja í staðinn nýjar hurðir sem opnast út með gluggaparti og sama útliti .  

             Af hálfu stefnenda sé á því byggt að stefndu, Verkland og Jón Ingi Lárusson, beri ábyrgð gagnvart stefnendum á framangreindum göllum með þeim rökum sem greinir síðar í stefnunni og beinast kröfur skv. þessum lið að þeim báðum in solidum. Sé á því byggt að útidyrahurðir séu í séreign eigenda og gera eigendur hvers eignarhluta fyrir sig kröfu á hendur stefndu vegna umræddra galla. Verði ekki á það fallist er gerð krafa um að hurðirnar séu í sameign allra eigenda hússins skv. hlutfallstölum eignarhluta.

2. Gluggar og gler. – Krafa á hendur stefnda, Verklandi og Jóni Inga Lárussyni, in solidum. Sameign Í matsgerðinni kemur fram að gluggar séu af ál/tré gerð og hafi komið glerjaðir og fullfrágengnir frá framleiðanda til landsins. Gluggarnir séu af UPB-gerð, framleiddir í Lettlandi í samræmi við framleiðsluleyfi Pro-tec og vottaðir af Dansk Vindues Certificering (DVC) sem tekin sé gild hér á landi. Leiddi skoðun matsmanna í ljós að um ferns konar leka á gluggum sé að ræða:

1. Gluggar leki sem búnir séu útloftunarristum og leki í gegnum þær ristar. Orsakir leka um útloftunarristar séu þær að ristarnar þola ekki það vindálag sem þær verða fyrir í slagveðri og vegna þeirra sé vottun DVC ekki í gildi. 

Í matsgerðinni kemur fram að fjarlægja þurfi allar útloftunarristar og glerrúður úr þeim fölsum þar sem ristar séu og setja í stað heilar rúður.

Glugga með útloftunarristum er að finna í öllum íbúðum, þ.e. einn glugga í hverri íbúð nema í íbúðum 106, 201, 206, 301, 306, 401 og 406 en þar eru þeir tveir.

2. Leki sé með fram gleri í allnokkrum gluggum. Orsök leka með gleri sé sú að glerjun gluggans sé óþétt. Gluggar af þessari gerð eru glerjaðir innanfrá þannig að eftir að gleri hefur verið komið fyrir í falsi eru glerlistar úr áli festir upp að utanverðu og þessu næst er glerjunarborða úr EPDM-gúmmíi þrýst í falsið á milli viðarramma og rúðunnar þannig að hann leggst þétt að rúðunni.

Í matsgerðinni kemur fram að fjarlægja þurfi núverandi þéttilista með gleri og setja annan þykkari í staðinn.

Um er að ræða glugga í íbúðum 0102, 0103, 0104, 0105, 0203, 0206, 0301, 0302, 0305 og 0306 og er vísað til matsgerðar um fjölda glugga. 

3. Leki sé í gegnum föls með opnanlegum fögum á nokkrum stöðum. Í þeim tilvikum sem leki með opnanlegu fagi virðist sem smíði og uppsetning opnanlegra faga hafi misfarist þannig að þegar gluggar séu lokaðir séu þeir ekki þéttir.

Í matsgerðinni kemur fram að fjarlægja þurfi opnanlegt fag, smíða nýtt af sömu stærð með sömu einkennum, sama lit og sama búnaði, festa það upp í gluggaopi og stilla af.

Í íbúðum 0106, 0206, 0301 og 0306 sé leki með opnanlegum fögum og er vísað til matsgerðar um fjölda glugga í hverri íbúð fyrir sig.

4. Leki sé með fram karmi á fáeinum stöðum. Þar sem leki komi fram með fram karmi virðist þéttingu milli glugga og steypts veggjar vera ábótavant.

Í matsgerðinni kemur fram að fjarlægja þurfi utanhússklæðningu í kringum glugga, þétta yfir og niður með fram glugga milli steins og tréhluta gluggans með bakfyllingu og úrethankítti og setja utanhússklæðninguna upp aftur. Um er að ræða glugga í íbúðum 0106 og 0301.

Niðurstaða matsmanna er sú að þeir gluggar sem hafa útloftunarristar standist ekki það veðurálag sem miðað sé við á Íslandi og vottun glugganna eigi ekki við um þá. Leki með gleri, opnanlegu fagi og með fram karmi séu gallar þó að gluggarnir séu vottaðir. Í matsgerðinni er nákvæm útlistun á því um hvaða glugga sé að ræða og hvar leki sé og er að öðru leyti vísað til hennar. Þá er á því byggt að ísetningu glugga sé ábótavant.

Af hálfu stefnenda sé á því byggt að um galla sé að ræða sem stefndu, Verkland og Jón Ingi Lárusson, beri ábyrgð á gagnvart stefnendum með þeim rökum sem greinir síðar í stefnunni og beinast kröfur skv. þessum lið að þeim báðum in solidum. Takist ekki sönnun á því að um galla á sameign hússins sé að ræða að einhverju leyti eða öllu er á því byggt að um galla á séreign sé að ræða sem beri að bæta stefnendum.

             Þá verður vikið að öðrum matsliðum.

Íbúð 01 0103, kantlíming á borðplötum í eldhúsi og baði hafi losnað og rifnað af. Telja matsmenn að svo stuttur endingartími bendi til þess að um galla í límingu sé að ræða og þurfi að hreinsa flöt undir kantlímingu og kantlíma nýjan lista á borðplötur. Þar sem um galla í séreign sé að ræða geri eigandi eignarhlutans einn kröfu í málinu vegna þessa atriðis.

Íbúð 01 0105, veggflís á baði sé sprungin út frá horni glugga. Telja matsmenn að líkleg orsök sé að við rýrnun steypts veggjar myndist sprunga út frá horni glugga. Þurfi að saga fúgu í kringum flísina, losa flísina, hreinsa flötinn, skera flís sömu gerðar og líma niður, fastlíma stærri flötinn og punktlíma minni flötinn með teygjanlegu lími og fúga. Þar sem um galla í séreign sé að ræða geri eigandi eignarhlutans einn kröfu í málinu vegna þessa atriðis.

Íbúð 01 0106, stilla þurfi lamir á hurðum í hjónabergi og miðherbergi svo þær falli rétt að stöfum. Þá þurfi að smíða skjólkassa utan um útloftunarrör á þaki til að mynda skjól og setja upp útsogsventil á niðurfallsrör þar sem rör gangi upp úr þaki. Þar sem um hurðir í séreign sé að ræða geri eigandi eignarhlutans einn kröfu í málinu vegna þessa atriðis. Hins vegar sé útloftunarrör í sameign og því sé um sameignarkröfu að ræða.

Íbúð 01 201, frágangur á loftljósi á neðri byrði svala sé með þeim hætti að loftleki komi fram í slökkvara sem tengdur er ljósinu. Ljósið sé fest í lok á rafmagnsdós og hylur því ekki samskeyti loks og dósar auk þess sem rifa sé á milli ljósakúpuls og ljósaumgjarðar. Fjarlægja þurfi núverandi ljós, þétta samsetningu rafmagnsrörs og dósar og setja upp nýtt ljós með hlíf sem hylur dós. Þar sem um galla í séreign sé að ræða geri eigandi eignarhlutans einn kröfu í málinu vegna þessa atriðis.

Íbúð 01 203, svalahurð sé óþétt og falli ekki rétt að stöfum. Taka þurfi hurðina niður stilla af og setja upp aftur. Þar sem um galla í séreign sé að ræða geri eigandi eignarhlutans einn kröfu í málinu vegna þessa atriðis.

Íbúð 01 0205, laus þröskuldur sé á hurðarkarmi milli anddyris og stofu. Kjarnabora þurfi í þröskuld fyrir 2 stk. 90 mm rekskrúfum, bora í stein, festa þröskuld, sponsa yfir og lakka. Þá sé áberandi sprunga í geymslu íbúðarinnar og þurfi að setja múrspartl í, sprauta úrethan lími og bletta yfir. Þar sem um galla í séreign sé að ræða geri eigandi eignarhlutans einn kröfu í málinu vegna þessa atriðis.

Íbúð 01 0301, skemmdir séu eftir leka frá útidyrahurð, þ.e. 4 lausar gólfflísar í anddyri og raki í vegg, svalahurð sé skökk í falsi, leki sé frá svalagólfi auk loftleka. Þar sem um galla í séreign sé að ræða geri eigandi eignarhlutans einn kröfu í málinu vegna þessa atriðis að undanskyldri kröfu um lekann frá svalagólfinu en þar sé um sameignarkröfu að ræða.

Íbúð 01 0304, forstofuhurð sé skökk, hurð á baði lokist illa og laust vatnsbretti sé á svölum. Þar sem um galla í séreign sé að ræða geri eigandi eignarhlutans einn kröfu í málinu vegna þessa atriðis.

Íbúð 01 0305, svalahurð sé óþétt. Þar sem um galla í séreign sé að ræða geri eigandi eignarhlutans einn kröfu í málinu vegna þessa atriðis.

Íbúð 01 0306, skemmdir séu eftir leka frá útidyrahurð, flísar séu skemmdar. Þar sem um galla í séreign sé að ræða geri eigandi eignarhlutans einn kröfu í málinu vegna þessa atriðis.

Íbúð 01 0406, steyptur burðarveggur í stofu sé auðsjáanlega ósléttur og geti frágangur hans ekki talist samrýmast góðum venjum við sambærilegar byggingaframkvæmdir. Hreinsa þurfi vegg, heilspartla hann og mála tvisvar. Þar sem um galla í séreign sé að ræða geri eigandi eignarhlutans einn kröfu í málinu vegna þessa atriðis.

Um galla í íbúðum og úrbætur er að öðru leyti vísað til matsgerðar.

Töflur 1-4

Stefnendur telja að áður en kröfugerðin sé sundurliðuð sé nauðsynlegt að tilgreina þau atriði og útreikninga sem kröfugerðin byggist á sem ekki hafi komið fram hér að framan. Ekki séu gerðar kröfur í málinu af hálfu eigenda íbúða 01 0101 og 01 0206 þó gert sé ráð fyrir þessum íbúðum í töflum 1-4 hér á eftir, en þessar íbúðir eru hafðar með í töflunum til skýringar á útreikningum. Það sé því ekki gerð krafa í málinu um að kostnaður vegna útidyrahurða og geymsluhurða sé bættur í íbúðum 01 0101 og 01 0206 eða gallar á sameign skv. hlutfallstölum þessara eignarhluta þó svo að þessir liðir séu inni í töflum 1-4.

  1. Kostnaðarmatið í matsgerð dómkvaddra matsmanna miðar við verðlag í maí 2009 með virðisauka á efni og vinnu en vsk. á vinnu á þeim tíma var 24,5%. Þar sem matsgerðin gerir ráð fyrir 24,5% vsk. sé í kröfugerð stefnenda búið að draga frá 19,68% vsk. af öllum kostnaði vegna vinnu við að bæta úr göllum skv. matsgerðinni.
  2. Varðandi galla í sameign gera stefnendur kröfur eftir hlutfallstölum eignarhluta stefnenda. Hlutfallstölur stefnenda séu tvenns konar, þ.e. annars vegar hlutfallstölur í sameign allra í húsinu og hins vegar hlutfallstölur í lóð. Kröfur samkvæmt hlutfallstölum stefnenda í lóð séu gerðar vegna liða 7.a. og 8.a. í matsgerð dómkvaddra matsmanna, þ.e. varðandi vatnshalla á bílaplani og frágangi á lóð, en kröfur vegna annarra liða í matsgerð dómkvaddra matsmanna vegna sameignar eru gerðar eftir hlutfallstölum eignarhluta stefnenda í húsinu.
  3. Skv. matsgerðinni sé kostnaður skv. lið 7.a., 2.432.200 kr. og skv. lið 8.a. 967.450 kr. eða samtals 3.399.650 kr. Að frádregnum vsk. vegna vinnu sé kostnaður skv. lið 7.a. 2.254.627 kr. og skv. lið 8.a. 895.037 kr. eða samtals 3.149.664 kr. Hlutfallstala Rauðumýri 1 í lóð sé 78,72% og því er heildarkostnaður eigenda að Rauðumýri 1, að frádregnum vsk. vegna vinnu, skv. lið 7.a. 1.774.843 kr. og skv. lið 8.a. 704.573 kr. eða samtals 2.479.416 kr.

Tafla 1. Útreikningur á göllum skv. matsgerð að frádregnum vsk. vegna vinnu. Skýringar eru við hvern lið á hendur hverjum kröfur eru gerðar í málinu. Eigendur íbúða 01 0101 og 01 0206 gera ekki kröfur í málinu þótt gert sé ráð fyrir því í töflunni.

[...]

Tafla 2. Sundurliðun á kostnaði v/glugga og glers í íbúðum flokkað eftir orsökum leka. Heildarkostnaður að frádregnum vsk. v/vinnu 2.686.410 kr.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

V og J

 Íbúð

1

Gluggar m/útloftunarristum

Efni

Vinna

Samtals

Vsk.

Samtals

 

in solidum**

101

2

Gluggar og gler, útloftunarristar

38.800

44200

83.000

8699

74.301

74.301

102

2.(1)

Gluggar og gler, útloftunarristar

19.400

22100

41.500

4349

37.151

37.151

103

2.(1)

Gluggar og gler, útloftunarristar

19.400

22100

41.500

4.349

37.151

37.151

104

2.(1)

Gluggar og gler, útloftunarristar

19.400

22100

41.500

4.349

37.151

37.151

105

2.(1)

Gluggar og gler, útloftunarristar

19.400

22100

41.500

4.349

37.151

37.151

106

2

Gluggar og gler, útloftunarristar

38.800

44200

83.000

8.699

74.301

74.301

201

2

Gluggar og gler, útloftunarristar

38.800

44200

83.000

8.699

74.301

74.301

202

2

Gluggar og gler, útloftunarristar

19.400

22100

41.500

4.349

37.151

37.151

203

2.(1)

Gluggar og gler, útloftunarristar

19.400

22100

41.500

4.349

37.151

37.151

204

2

Gluggar og gler, útloftunarristar

19.400

22100

41.500

4.349

37.151

37.151

205

2

Gluggar og gler, útloftunarristar

19.400

22100

41.500

4.349

37.151

37.151

206

2.(1)

Gluggar og gler, útloftunarristar

38.800

44200

83.000

8.699

74.301

74.301

301

d.

Gluggar og gler, útloftunarristar

38.800

44200

83.000

8.699

74.301

74.301

302

2.(1)

Gluggar og gler, útloftunarristar

19.400

22100

41.500

4.349

37.151

37.151

303

2

Gluggar og gler, útloftunarristar

19.400

22100

41.500

4.349

37.151

37.151

304

2

Gluggar og gler, útloftunarristar

19.400

22100

41.500

4.349

37.151

37.151

305

2.(1)

Gluggar og gler, útloftunarristar

19.400

22100

41.500

4.349

37.151

37.151

306

2.(1)

Gluggar og gler, útloftunarristar

38.800

44200

83.000

8.699

74.301

74.301

401

2

Gluggar og gler, útloftunarristar

38.800

44200

83.000

8.699

74.301

74.301

402

2

Gluggar og gler, útloftunarristar

19.400

22100

41.500

4.349

37.151

37.151

403

2

Gluggar og gler, útloftunarristar

19.400

22100

41.500

4.349

37.151

37.151

404

2

Gluggar og gler, útloftunarristar

19.400

22100

41.500

4.349

37.151

37.151

405

2

Gluggar og gler, útloftunarristar

19.400

22100

41.500

4.349

37.151

37.151

406

2

Gluggar og gler, útloftunarristar

38.800

44200

83.000

8.699

74.301

 

74.301

 

 

Samtals

 

 

 

 

 

 

1.188.824

 

 

 

 

 

 

 

 

 

V og J

 

2

Gluggar og gler, leki með gleri

Efni

Vinna

Samtals

Vsk.

Samtals

 

in solidum**

102

2.(2)

Gluggar og gler, leki með gleri

5.600

22000

27.600

4.330

23.270

23.270

103

2.(2)

Gluggar og gler, leki með gleri

5.600

22000

27.600

4.330

23.270

23.270

104

2.(2)

Gluggar og gler, leki með gleri

7.800

32400

40.200

6.376

33.824

33.824

105

2.(2)

Gluggar og gler, leki með gleri

5.600

22000

27.600

4.330

23.270

23.270

203

2.(2)

Gluggar og gler, leki með gleri

5.600

22000

27.600

4.330

23.270

23.270

206

2.(2)

Gluggar og gler, leki með gleri

15.600

63600

79.200

12.516

66.684

66.684

301

b.

Gluggar og gler, leki með gleri

6.400

24400

30.800

4.802

25.998

25.998

302

2.(2)

Gluggar og gler, leki með gleri

5.600

22000

27.600

4.330

23.270

23.270

305

2.(2)

Gluggar og gler, leki með gleri

5.600

22000

27.600

4.330

23.270

23.270

306

2.(3)

Gluggar og gler, leki með gleri

6.400

24000

30.400

4.723

25.677

 

25.677

 

 

Samtals

 

 

 

 

 

 

291.803

 

 

 

 

 

 

 

 

 

V og J

 

3

Opnanleg fög

Efni

Vinna

Samtals

Vsk.

Samtals

 

in solidum**

106

2.(1)

Gluggar og gler, opnanl. fag í forst.

39.000

14400

53.400

2.834

50.566

50.566

106

2.(2)

Gluggar og gler, opnanl. fag á baði

39.000

14400

53.400

2.834

50.566

50.566

206

2.(3)

Gluggar og gler

78.000

28800

106.800

5.668

101.132

101.132

301

a.(2)

Borðstofugluggi, opnanlegt fag

39.000

14400

53.400

2.834

50.566

50.566

301

c.

Opnanleg fög á A-hlið leka

117.000

43200

160.200

8.502

151.698

151.698

306

2.(2)

Gluggar og gler

234.000

86400

320.400

17.004

303.396

 

303.396

 

 

Samtals

 

 

 

 

 

 

707.924

 

 

 

 

 

 

 

 

 

V og J

 

4.

Leki með karmi

Efni

Vinna

Samtals

Vsk.

Samtals

 

in solidum**

106

2.(3)

Gluggar og gler, gluggi í miðherb.

28.000

66000

94.000

12.989

81.011

81.011

106

2.(4)

Gluggar og gler, gluggi í hornherb.

28.000

66000

94.000

12.989

81.011

81.011

301

2.(1)

Gluggar og gler

28.000

66000

94.000

12.989

81.011

81.011

301

a.(1)

Borðstofugluggi endurnýjaður

148.000

133000

281.000

26.174

254.826

 

254.826

 

 

Samtals

 

 

 

 

 

 

497.859

Tafla 3. Útreikningur v/allra galla flokkað eftir því hvort um sameign eða séreign er að ræða. Eigendur íbúða 01 0101 og 01 0206 gera ekki kröfur í málinu þótt gert sé ráð fyrir því í töflunni.

[...]

Tafla 4. Sundurliðun eftir íbúðum.

[...]

Sundurliðun kröfugerðar:

  1. Kröfur stefnenda, Kjartans Sveins Guðjónssonar og Báru Samúelsdóttur:

 

 

 

 

 

 

Stefndu allir

Verkland og Jón Ingi

 

 

Hlutfallstala

Hlutfallstala

 

 

 

 

 

hús

lóðar

 

in solidum

in solidum

 

Sameign

Sameign

Sameign

Séreign

 

 

Liðir

Texti

Samtals

 

 

Samtals

 

 

102

Íbúð 0102

 

4,04%

3,18%

 

 

 

1.a.(1)

Aðalinngangur í stigahús

532.810

21.526

 

 

 

21.526

1.a.(2)

Skemmdir eftir hurðapumpur

40.414

1.633

 

 

 

1.633

1.b.

Stálhurðir í kjallara

109.942

4.442

 

 

 

4.442

1.c.(1)

Gluggar í stigahúsi

217.171

8.774

 

 

 

8.774

1.c.(2)

Gluggar í stigahúsi

7.140

288

 

 

 

288

2.c.

Klæðn. á undirstöðum f. stálsúlur

84.686

3.421

 

 

 

3.421

2.d.

Skemmdir í kringum hnoð á klæðn.

20.198

816

 

 

 

816

3.a.

Leki/raki í sameign í kjallara

70.764

2.859

 

 

 

2.859

3.b.(1)

Stoðv. v/innkeyrslu, hönnun á dreni

48.192

1.947

 

 

1.947

 

3.b.(2)

Stoðv. v/innk., jarðv. og tjörgun

133.213

5.382

 

 

5.382

 

3.b.(3)

Stoðv. við innk., drenlögn og fylling

260.644

10.530

 

 

10.530

 

3.b.(4)

Stoðv. við innk., viðgerð og málun

111.626

4.510

 

 

4.510

 

4.d.(1)

Þvottast., framlengja vatnslögn

84.010

3.394

 

 

 

3.394

4.d.(2)

Þvottastæði, breyta uppdráttum

48.192

1.947

 

 

 

1.947

5.a.(1)

Vatnshalli á svalagö., klæðning á veggjum

1.419.333

57.341

 

 

57.341

 

5.a.(2)

Vatnshalli á svalagö., yfirborð svalagólfa

1.858.397

75.079

 

 

75.079

 

5.a.(3)

Vatnshalli á svalagö., vatnsfæla á gólf

812.619

32.830

 

 

32.830

 

5.a.(4)

Vatnshalli á svalagö., klæðning á veggjum

2.454.152

99.148

 

 

99.148

 

5.b.(1)

Gólfefni á jarðhæð, klæðning á veggjum

333.642

13.479

 

 

 

13.479

5.b.(2)

Gólfefni á jarðhæð, yfirborð gólfs

546.370

22.073

 

 

 

22.073

5.b.(3)

Gólfefni á jarðhæð, klæðn.á veggjum

576.896

23.307

 

 

 

23.307

7.c.(1)

Niðurfall við bílageymsluhurð, hellulögn

46.586

1.882

 

 

 

1.882

7.c.(2)

Niðurfall við bílageymsluhurð, niðurf.renna

93.138

3.763

 

 

 

3.763

7.c.(3)

Niðurfall við bílageymsluhurð, hellulögn

99.683

4.027

 

 

 

4.027

7.d.(1)

Hitalögn í rampi, hönnun

48.192

1.947

 

 

1.947

 

7.d.(2)

Hitalögn í rampi, viðbætur

347.290

14.031

 

 

14.031

 

9.a.

Flísalögn á stigagangi

20.966

847

 

 

 

847

1.

Gluggar m/útloftuanrristum

1.188.824

48.028

 

 

 

48.028

2.

Gluggar og gler, leki m/gleri

291.803

11.789

 

 

11.789

3.

Opnanleg fög

707.924

28.600

 

 

28.600

4.

Gluggar, leki m/karmi

497.859

20.114

 

 

20.114

2.(11)(2)

Sog í niðurf.stamma, útsogsventill, íb. 106

43.859

1.772

 

 

 

1.772

2.(11)(2)

Sog í niðurf.stamma, útsogsventill, íb.106

13.355

540

 

540

3.(1)

Niðurfall á svölum, íbúð 301

12.966

524

 

524

3.(2)

Niðurfall á svölum, íbúð 301

31.632

1.278

 

1.278

3.(3)

Niðurfall á svölum, íbúð 301

34.643

1.400

 

1.400

5

Laust vatnsbretti, íbúð 304

4.055

164

 

 

 

164

7.a.(1)*

Vatnshalli á bílapl.,  fræsa yfirborð

710.875

 

22.606

 

22.606

 

7.a.(2)*

Vatnshalli á bílapl., niðurf. brunnar

55.347

 

1.760

1.760

 

7.a.(3)*

Vatnshalli á bílapl., malb. yfirborð

1.488.405

 

47.331

47.331

 

8.a.(1)*

Frágangur á lóð

260.938

 

8.298

 

8.298

8.a.(2)*

Frágangur á lóð

147.154

 

4.679

 

4.679

8.a.(2)*

Frágangur á lóð

201.902

 

6.420

 

6.420

8.a.(2)*

Frágangur á lóð

285.043

 

9.064

 

 

9.064

4.f.

Geymsluhurðir

 

 

 

28.319

 

28.319

1

Útidyrahurð og dyraumbúnaður

 

 

541.686

 

541.686

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Samtals

16.402.850

535.429

100.159

570.005

374.441

831.152

 

 

 

 

 

Heildarkrafa

1.205.593

  1. Kröfur stefnanda, Brynjars Traustasonar:

 

 

 

 

 

 

Stefndu allir

Verkland  og Jón Ingi

 

 

Hlutfallstala

Hlutfallstala

 

 

 

 

 

hús

lóðar

 

in solidum

in solidum

 

Sameign

Sameign

Sameign

Séreign

 

 

Liðir

Texti

Samtals

 

 

Samtals

 

 

103

Íbúð 0103

 

3,70%

2,91%

 

 

 

1.a.(1)

Aðalinngangur í stigahús

532.810

19.714

 

 

 

19.714

1.a.(2)

Skemmdir eftir hurðapumpur

40.414

1.495

 

 

 

1.495

1.b.

Stálhurðir í kjallara

109.942

4.068

 

 

 

4.068

1.c.(1)

Gluggar í stigahúsi

217.171

8.035

 

 

 

8.035

1.c.(2)

Gluggar í stigahúsi

7.140

264

 

 

 

264

2.c.

Klæðn. á undirstöðum f. stálsúlur

84.686

3.133

 

 

 

3.133

2.d.

Skemmdir í kringum hnoð á klæðn.

20.198

747

 

 

 

747

3.a.

Leki/raki í sameign í kjallara

70.764

2.618

 

 

 

2.618

3.b.(1)

Stoðv.v/innkeyrslu, hönnun á dreni

48.192

1.783

 

 

1.783

 

3.b.(2)

Stoðv.v/innk., jarðv. og tjörgun

133.213

4.929

 

 

4.929

 

3.b.(3)

Stoðv. við innk., drenlögn og fylling

260.644

9.644

 

 

9.644

 

3.b.(4)

Stoðv. við innk., viðgerð og málun

111.626

4.130

 

 

4.130

 

4.d.(1)

Þvottast.,f ramlengja vatnslögn

84.010

3.108

 

 

 

3.108

4.d.(2)

Þvottastæði, breyta uppdráttum

48.192

1.783

 

 

 

1.783

5.a.(1)

Vatnshalli á svalagö., klæðning á veggjum

1.419.333

52.515

 

 

52.515

 

5.a.(2)

Vatnshalli á svalagö., yfirborð svalagólfa

1.858.397

68.761

 

 

68.761

 

5.a.(3)

Vatnshalli á svalagö., vatnsfæla á gólf

812.619

30.067

 

 

30.067

 

5.a.(4)

Vatnshalli á svalagö., klæðning á veggjum

2.454.152

90.804

 

 

90.804

 

5.b.(1)

Gólfefni á jarðhæð, klæðning á veggjum

333.642

12.345

 

 

 

12.345

5.b.(2)

Gólfefni á jarðhæð, yfirborð gólfs

546.370

20.216

 

 

 

20.216

5.b.(3)

Gólfefni á jarðhæð, klæðn. á veggjum

576.896

21.345

 

 

 

21.345

7.c.(1)

Niðurfall við bílageymsluhurð, hellulögn

46.586

1.724

 

 

 

1.724

7.c.(2)

Niðurfall við bílageym.hurð, niðurf.renna

93.138

3.446

 

 

 

3.446

7.c.(3)

Niðurfall við bílageymsluhurð, hellulögn

99.683

3.688

 

 

 

3.688

7.d.(1)

Hitalögn í rampi, hönnun

48.192

1.783

 

 

1.783

 

7.d.(2)

Hitalögn í rampi, viðbætur

347.290

12.850

 

 

12.850

 

9.a.

Flísalögn á stigagangi

20.966

776

 

 

 

776

1.

Gluggar m/útloftuanrristum

1.188.824

43.986

 

 

 

43.986

2.

Gluggar og gler, leki m/gleri

291.803

10.797

 

 

10.797

3.

Opnanleg fög

707.924

26.193

 

 

26.193

4.

Gluggar, leki m/karmi

497.859

18.421

 

 

18.421

2.(11)(2)

Sog í niðurf.stamma, útsogsventill, íb. 106

43.859

1.623

 

 

 

1.623

2.(11)(2)

Sog í niðurf.stamma, útsogsventill, íb. 106

13.355

494

 

494

3.(1)

Niðurfall á svölum, íbúð 301

12.966

480

 

480

3.(2)

Niðurfall á svölum, íbúð 301

31.632

1.170

 

1.170

3.(3)

Niðurfall á svölum, íbúð 301

34.643

1.282

 

1.282

5

Laust vatnsbretti, íbúð 304

4.055

150

 

 

 

150

7.a.(1)*

Vatnshalli á bílapl., fræsa yfirborð

710.875

 

20.686

 

20.686

 

7.a.(2)*

Vatnshalli á bílapl., niðurf.brunnar

55.347

 

1.611

1.611

 

7.a.(3)*

Vatnshalli á bílapl., malb. yfirborð

1.488.405

 

43.313

43.313

 

8.a.(1)*

Frágangur á lóð

260.938

 

7.593

 

7.593

8.a.(2)*

Frágangur á lóð

147.154

 

4.282

 

4.282

8.a.(2)*

Frágangur á lóð

201.902

 

5.875

 

5.875

8.a.(2)*

Frágangur á lóð

285.043

 

8.295

 

 

8.295

4.f.

Geymsluhurðir

 

 

 

28.319

 

28.319

1

Útidyrahurð og dyraumbúnaður

 

 

541.686

 

541.686

3

Kantlíming á borðplötum

 

 

 

34.116

 

34.116

 

Samtals

16.402.850

490.368

91.655

604.121

342.875

843.269

 

 

 

 

 

Heildarkrafa

1.186.144

  1. Kröfur stefnenda, Helgu Camillu Agnarsdóttur og Þórarins Þórarinssonar:

 

 

 

 

 

 

Stefndu allir

Verkland og Jón Ingi

 

 

Hlutfallstala

Hlutfallstala

 

 

 

 

 

hús

lóðar

 

in solidum

in solidum

 

Sameign

Sameign

Sameign

Séreign

 

 

Liðir

Texti

Samtals

 

 

Samtals

 

 

104

Íbúð 0104

 

3,73%

2,94%

 

 

 

1.a.(1)

Aðalinngangur í stigahús

532.810

19.874

 

 

 

19.874

1.a.(2)

Skemmdir eftir hurðapumpur

40.414

1.507

 

 

 

1.507

1.b.

Stálhurðir í kjallara

109.942

4.101

 

 

 

4.101

1.c.(1)

Gluggar í stigahúsi

217.171

8.100

 

 

 

8.100

1.c.(2)

Gluggar í stigahúsi

7.140

266

 

 

 

266

2.c.

Klæðn. á undirstöðum f. stálsúlur

84.686

3.159

 

 

 

3.159

2.d.

Skemmdir í kringum hnoð á klæðn.

20.198

753

 

 

 

753

3.a.

Leki/raki í sameign í kjallara

70.764

2.639

 

 

 

2.639

3.b.(1)

Stoðv. v/innkeyrslu, hönnun á dreni

48.192

1.798

 

 

1.798

 

3.b.(2)

Stoðv. v/innk., jarðv. og tjörgun

133.213

4.969

 

 

4.969

 

3.b.(3)

Stoðv. við innk., drenlögn og fylling

260.644

9.722

 

 

9.722

 

3.b.(4)

Stoðv. við innk., viðgerð og málun

111.626

4.164

 

 

4.164

 

4.d.(1)

Þvottast., framlengja vatnslögn

84.010

3.134

 

 

 

3.134

4.d.(2)

Þvottastæði, breyta uppdráttum

48.192

1.798

 

 

 

1.798

5.a.(1)

Vatnshalli á svalagö., klæðning á veggjum

1.419.333

52.941

 

 

52.941

 

5.a.(2)

Vatnshalli á svalagö., yfirborð svalagólfa

1.858.397

69.318

 

 

69.318

 

5.a.(3)

Vatnshalli á svalagö., vatnsfæla á golf

812.619

30.311

 

 

30.311

 

5.a.(4)

Vatnshalli á svalagö., klæðning á veggjum

2.454.152

91.540

 

 

91.540

 

5.b.(1)

Gólfefni á jarðhæð, klæðning á veggjum

333.642

12.445

 

 

 

12.445

5.b.(2)

Gólfefni á jarðhæð, yfirborð gólfs

546.370

20.380

 

 

 

20.380

5.b.(3)

Gólfefni á jarðhæð, klæðn. á veggjum

576.896

21.518

 

 

 

21.518

7.c.(1)

Niðurfall við bílageymsluhurð, hellulögn

46.586

1.738

 

 

 

1.738

7.c.(2)

Niðurfall við bílageymsluhurð, niðurf.renna

93.138

3.474

 

 

 

3.474

7.c.(3)

Niðurfall við bílageymsluhurð, hellulögn

99.683

3.718

 

 

 

3.718

7.d.(1)

Hitalögn í rampi, hönnun

48.192

1.798

 

 

1.798

 

7.d.(2)

Hitalögn í rampi, viðbætur

347.290

12.954

 

 

12.954

 

9.a.

Flísalögn á stigagangi

20.966

782

 

 

 

782

1.

Gluggar m/útloftuanrristum

1.188.824

44.343

 

 

 

44.343

2.

Gluggar og gler, leki m/gleri

291.803

10.884

 

 

10.884

3.

Opnanleg fög

707.924

26.406

 

 

26.406

4.

Gluggar, leki m/karmi

497.859

18.570

 

 

18.570

2.(11)(2)

Sog í niðurf.stamma, útsogsventill, íb. 106

43.859

1.636

 

 

 

1.636

2.(11)(2)

Sog í niðurf.stamma, útsogsventill, íb. 106

13.355

498

 

498

3.(1)

Niðurfall á svölum, íbúð 301

12.966

484

 

484

3.(2)

Niðurfall á svölum, íbúð 301

31.632

1.180

 

1.180

3.(3)

Niðurfall á svölum, íbúð 301

34.643

1.292

 

1.292

5

Laust vatnsbretti, íbúð 304

4.055

151

 

 

 

151

7.a.(1)*

Vatnshalli á bílapl., fræsa yfirborð

710.875

 

20.900

 

20.900

 

7.a.(2)*

Vatnshalli á bílapl., niðurf.brunnar

55.347

 

1.627

1.627

 

7.a.(3)*

Vatnshalli á bílapl ,.malb .yfirborð

1.488.405

 

43.759

43.759

 

8.a.(1)*

Frágangur á lóð

260.938

 

7.672

 

7.672

8.a.(2)*

Frágangur á lóð

147.154

 

4.326

 

4.326

8.a.(2)*

Frágangur á lóð

201.902

 

5.936

 

5.936

8.a.(2)*

Frágangur á lóð

285.043

 

8.380

 

 

8.380

4.f.

Geymsluhurðir

 

 

 

28.319

 

28.319

1

Útidyrahurð og dyraumbúnaður

 

 

541.686

 

541.686

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Samtals

16.402.850

494.344

92.600

570.005

345.799

811.149

 

 

 

 

 

Heildarkrafa

1.156.949

  1. Kröfur stefnenda, Vilhjálms H. Þorgrímssonar og Hjördísar Reykdal:

 

 

 

 

 

 

Stefndu allir

Verkland og Jón Ingi

 

 

Hlutfallstala

Hlutfallstala

 

 

 

 

 

hús

lóðar

 

in solidum

in solidum

 

Sameign

Sameign

Sameign

Séreign

 

 

Liðir

Texti

Samtals

 

 

Samtals

 

 

105

Íbúð 0105

 

4,03%

3,17%

 

 

 

1.a.(1)

Aðalinngangur í stigahús

532.810

21.472

 

 

 

21.472

1.a.(2)

Skemmdir eftir hurðapumpur

40.414

1.629

 

 

 

1.629

1.b.

Stálhurðir í kjallara

109.942

4.431

 

 

 

4.431

1.c.(1)

Gluggar í stigahúsi

217.171

8.752

 

 

 

8.752

1.c.(2)

Gluggar í stigahúsi

7.140

288

 

 

 

288

2.c.

Klæðn. á undirstöðum f. stálsúlur

84.686

3.413

 

 

 

3.413

2.d.

Skemmdir í kringum hnoð á klæðn.

20.198

814

 

 

 

814

3.a.

Leki/raki í sameign í kjallara

70.764

2.852

 

 

 

2.852

3.b.(1)

Stoðv. v/innkeyrslu, hönnun á dreni

48.192

1.942

 

 

1.942

 

3.b.(2)

Stoðv. v/innk., jarðv. og tjörgun

133.213

5.368

 

 

5.368

 

3.b.(3)

Stoðv. við innk., drenlögn og fylling

260.644

10.504

 

 

10.504

 

3.b.(4)

Stoðv.við innk., viðgerð og málun

111.626

4.499

 

 

4.499

 

4.d.(1)

Þvottast., framlengja vatnslögn

84.010

3.386

 

 

 

3.386

4.d.(2)

Þvottastæði, breyta uppdráttum

48.192

1.942

 

 

 

1.942

5.a.(1)

Vatnshalli á svalagö., klæðning á veggjum

1.419.333

57.199

 

 

57.199

 

5.a.(2)

Vatnshalli á svalagö.,  yfirborð svalagólfa

1.858.397

74.893

 

 

74.893

 

5.a.(3)

Vatnshalli á svalagö., vatnsfæla á gólf

812.619

32.749

 

 

32.749

 

5.a.(4)

Vatnshalli á svalagö., klæðning á veggjum

2.454.152

98.902

 

 

98.902

 

5.b.(1)

Gólfefni á jarðhæð, klæðning á veggjum

333.642

13.446

 

 

 

13.446

5.b.(2)

Gólfefni á jarðhæð, yfirborð gólfs

546.370

22.019

 

 

 

22.019

5.b.(3)

Gólfefni á jarðhæð, klæðn. á veggjum

576.896

23.249

 

 

 

23.249

7.c.(1)

Niðurfall við bílageymsluhurð, hellulögn

46.586

1.877

 

 

 

1.877

7.c.(2)

Niðurfall við bílageymsluhurð, niðurf.renna

93.138

3.753

 

 

 

3.753

7.c.(3)

Niðurfall við bílageymsluhurð, hellulögn

99.683

4.017

 

 

 

4.017

7.d.(1)

Hitalögn í rampi, hönnun

48.192

1.942

 

 

1.942

 

7.d.(2)

Hitalögn í rampi, viðbætur

347.290

13.996

 

 

13.996

 

9.a.

Flísalögn á stigagangi

20.966

845

 

 

 

845

1.

Gluggar m/útloftuanrristum

1.188.824

47.910

 

 

 

47.910

2.

Gluggar og gler, leki m/gleri

291.803

11.760

 

 

11.760

3.

Opnanleg fög

707.924

28.529

 

 

28.529

4.

Gluggar, leki m/karmi

497.859

20.064

 

 

20.064

2.(11)(2)

Sog í niðurf.stamma, útsogsvent., íb. 106

43.859

1.768

 

 

 

1.768

2.(11)(2)

Sog í niðurf.stamma, útsogsvent., íb. 106

13.355

538

 

538

3.(1)

Niðurfall á svölum, íbúð 301

12.966

523

 

523

3.(2)

Niðurfall á svölum, íbúð 301

31.632

1.275

 

1.275

3.(3)

Niðurfall á svölum, íbúð 301

34.643

1.396

 

1.396

5

Laust vatnsbretti, íbúð 304

4.055

163

 

 

 

163

7.a.(1)*

Vatnshalli á bílapl., fræsa yfirborð

710.875

 

22.535

 

22.535

 

7.a.(2)*

Vatnshalli á bílapl., niðurf.brunnar

55.347

 

1.754

1.754

 

7.a.(3)*

Vatnshalli á bílapl., malb. yfirborð

1.488.405

 

47.182

47.182

 

8.a.(1)*

Frágangur á lóð

260.938

 

8.272

 

8.272

8.a.(2)*

Frágangur á lóð

147.154

 

4.665

 

4.665

8.a.(2)*

Frágangur á lóð

201.902

 

6.400

 

6.400

8.a.(2)*

Frágangur á lóð

285.043

 

9.036

 

 

9.036

4.f.

Geymsluhurðir

 

 

 

28.319

 

28.319

1

Útidyrahurð og dyraumbúnaður

 

 

541.686

 

541.686

3

Sprungin veggflís

 

 

 

18.921

 

18.921

 

Samtals

16.402.850

534.103

99.844

588.926

373.466

849.408

 

 

 

 

 

Heildarkrafa

1.222.874

  1. Kröfur stefnenda, Helgu Dísar Sigurðardóttur og Þórðar Björns Sigurðssonar:

 

 

 

 

 

 

Stefndu allir

Verkland og Jón Ingi

 

 

Hlutfallstala

Hlutfallstala

 

 

 

 

 

hús

lóðar

 

in solidum

in solidum

 

Sameign

Sameign

Sameign

Séreign

 

 

Liðir

Texti

Samtals

 

 

Samtals

 

 

106

Íbúð 0106

 

4,92%

3,87%

 

 

 

1.a.(1)

Aðalinngangur í stigahús

532.810

26.214

 

 

 

26.214

1.a.(2)

Skemmdir eftir hurðapumpur

40.414

1.988

 

 

 

1.988

1.b.

Stálhurðir í kjallara

109.942

5.409

 

 

 

5.409

1.c.(1)

Gluggar í stigahúsi

217.171

10.685

 

 

 

10.685

1.c.(2)

Gluggar í stigahúsi

7.140

351

 

 

 

351

2.c.

Klæðn. á undirstöðum f. stálsúlur

84.686

4.167

 

 

 

4.167

2.d.

Skemmdir í kringum hnoð á klæðn.

20.198

994

 

 

 

994

3.a.

Leki/raki í sameign í kjallara

70.764

3.482

 

 

 

3.482

3.b.(1)

Stoðv. v/innkeyrslu, á hönnun dreni

48.192

2.371

 

 

2.371

 

3.b.(2)

Stoðv. v/innk., jarðv. og tjörgun

133.213

6.554

 

 

6.554

 

3.b.(3)

Stoðv. við innk., drenlögn og fylling

260.644

12.824

 

 

12.824

 

3.b.(4)

Stoðv. við innk., viðgerð og málun

111.626

5.492

 

 

5.492

 

4.d.(1)

Þvottast., framlengja vatnslögn

84.010

4.133

 

 

 

4.133

4.d.(2)

Þvottastæði, breyta uppdráttum

48.192

2.371

 

 

 

2.371

5.a.(1)

Vatnshalli á svalagö., klæðning á veggjum

1.419.333

69.831

 

 

69.831

 

5.a.(2)

Vatnshalli á svalagö., yfirborð svalagólfa

1.858.397

91.433

 

 

91.433

 

5.a.(3)

Vatnshalli á svalagö., vatnsfæla á gólf

812.619

39.981

 

 

39.981

 

5.a.(4)

Vatnshalli á svalagö., klæðning á veggjum

2.454.152

120.744

 

 

120.744

 

5.b.(1)

Gólfefni á jarðhæð, klæðning á veggjum

333.642

16.415

 

 

 

16.415

5.b.(2)

Gólfefni á jarðhæð, yfirborð gólfs

546.370

26.881

 

 

 

26.881

5.b.(3)

Gólfefni á jarðhæð, klæðn. á veggjum

576.896

28.383

 

 

 

28.383

7.c.(1)

Niðurfall við bílageymsluhurð, hellulögn

46.586

2.292

 

 

 

2.292

7.c.(2)

Niðurfall við bílageymsluhurð, niðurf.renna

93.138

4.582

 

 

 

4.582

7.c.(3)

Niðurfall við bílageymsluhurð, hellulögn

99.683

4.904

 

 

 

4.904

7.d.(1)

Hitalögn í rampi, hönnun

48.192

2.371

 

 

2.371

 

7.d.(2)

Hitalögn í rampi, viðbætur

347.290

17.087

 

 

17.087

 

9.a.

Flísalögn á stigagangi

20.966

1.032

 

 

 

1.032

1.

Gluggar m/útloftuanrristum

1.188.824

58.490

 

 

 

58.490

2.

Gluggar og gler, leki m/gleri

291.803

14.357

 

 

14.357

3.

Opnanleg fög

707.924

34.830

 

 

34.830

4.

Gluggar, leki m/karmi

497.859

24.495

 

 

24.495

2.(11)(2)

Sog í niðurf.stamma, útsogsvent., íb. 106

43.859

2.158

 

 

 

2.158

2.(11)(2)

Sog í niðurf.stamma, útsogsvent., íb. 106

13.355

657

 

657

3.(1)

Niðurfall á svölum, íbúð 301

12.966

638

 

638

3.(2)

Niðurfall á svölum, íbúð 301

31.632

1.556

 

1.556

3.(3)

Niðurfall á svölum, íbúð 301

34.643

1.704

 

1.704

5

Laust vatnsbretti, íbúð 304

4.055

200

 

 

 

200

7.a.(1)*

Vatnshalli á bílapl., fræsa yfirborð

710.875

 

27.511

 

27.511

 

7.a.(2)*

Vatnshalli á bílapl., niðurf.brunnar

55.347

 

2.142

2.142

 

7.a.(3)*

Vatnshalli á bílapl., malb. yfirborð

1.488.405

 

57.601

57.601

 

8.a.(1)*

Frágangur á lóð

260.938

 

10.098

 

10.098

8.a.(2)*

Frágangur á lóð

147.154

 

5.695

 

5.695

8.a.(2)*

Frágangur á lóð

201.902

 

7.814

 

7.814

8.a.(2)*

Frágangur á lóð

285.043

 

11.031

 

 

11.031

4.f.

Geymsluhurðir

 

 

 

28.319

 

28.319

1

Útidyrahurð og dyraumbúnaður

 

 

541.686

 

541.686

2.(9)

Skakkar hurðir

3.855

3.855

 

Samtals

16.402.850

652.057

121.892

573.860

455.942

891.867

 

 

 

 

 

Heildarkrafa

1.347.809

  1. Kröfur stefnenda, Sveins Kjartanssonar og Hólmfríðar Böðvarsdóttur:

 

 

 

 

 

 

Stefndu allir

Verkland og Jón Ingi

 

 

Hlutfallstala

Hlutfallstala

 

 

 

 

 

hús

lóðar

 

in solidum

in solidum

 

Sameign

Sameign

Sameign

Séreign

 

 

Liðir

Texti

Samtals

 

 

Samtals

 

 

201

Íbúð 0201

 

4,62%

3,64%

 

 

 

1.a.(1)

Aðalinngangur í stigahús

532.810

24.616

 

 

 

24.616

1.a.(2)

Skemmdir eftir hurðapumpur

40.414

1.867

 

 

 

1.867

1.b.

Stálhurðir í kjallara

109.942

5.079

 

 

 

5.079

1.c.(1)

Gluggar í stigahúsi

217.171

10.033

 

 

 

10.033

1.c.(2)

Gluggar í stigahúsi

7.140

330

 

 

 

330

2.c.

Klæðn. á undirstöðum f. stálsúlur

84.686

3.912

 

 

 

3.912

2.d.

Skemmdir í kringum hnoð á klæðn.

20.198

933

 

 

 

933

3.a.

Leki/raki í sameign í kjallara

70.764

3.269

 

 

 

3.269

3.b.(1)

Stoðv. v/innkeyrslu, á hönnun dreni

48.192

2.226

 

 

2.226

 

3.b.(2)

Stoðv. v/innk., jarðv. og tjörgun

133.213

6.154

 

 

6.154

 

3.b.(3)

Stoðv. við innk., drenlögn og fylling

260.644

12.042

 

 

12.042

 

3.b.(4)

Stoðv. við innk., viðgerð og málun

111.626

5.157

 

 

5.157

 

4.d.(1)

Þvottast., framlengja vatnslögn

84.010

3.881

 

 

 

3.881

4.d.(2)

Þvottastæði, breyta uppdráttum

48.192

2.226

 

 

 

2.226

5.a.(1)

Vatnshalli á svalagö., klæðning á veggjum

1.419.333

65.573

 

 

65.573

 

5.a.(2)

Vatnshalli á svalagö., yfirborð svalagólfa

1.858.397

85.858

 

 

85.858

 

5.a.(3)

Vatnshalli á svalagö., vatnsfæla á gólf

812.619

37.543

 

 

37.543

 

5.a.(4)

Vatnshalli á svalagö., klæðning á veggjum

2.454.152

113.382

 

 

113.382

 

5.b.(1)

Gólfefni á jarðhæð, klæðning á veggjum

333.642

15.414

 

 

 

15.414

5.b.(2)

Gólfefni á jarðhæð, yfirborð gólfs

546.370

25.242

 

 

 

25.242

5.b.(3)

Gólfefni á jarðhæð, klæðn. á veggjum

576.896

26.653

 

 

 

26.653

7.c.(1)

Niðurfall við bílageymsluhurð, hellulögn

46.586

2.152

 

 

 

2.152

7.c.(2)

Niðurfall við bílageymsluhurð, niðurf.renna

93.138

4.303

 

 

 

4.303

7.c.(3)

Niðurfall við bílageymsluhurð, hellulögn

99.683

4.605

 

 

 

4.605

7.d.(1)

Hitalögn í rampi, hönnun

48.192

2.226

 

 

2.226

 

7.d.(2)

Hitalögn í rampi, viðbætur

347.290

16.045

 

 

16.045

 

9.a.

Flísalögn á stigagangi

20.966

969

 

 

 

969

1.

Gluggar m/útloftuanrristum

1.188.824

54.924

 

 

 

54.924

2.

Gluggar og gler, leki m/gleri

291.803

13.481

 

 

13.481

3.

Opnanleg fög

707.924

32.706

 

 

32.706

4.

Gluggar, leki m/karmi

497.859

23.001

 

 

23.001

2.(11)(2)

Sog í niðurf.stamma, útsogsvent., íb. 106

43.859

2.026

 

 

 

2.026

2.(11)(2)

Sog í niðurf.stamma, útsogsvent., íb. 106

13.355

617

 

617

3.(1)

Niðurfall á svölum, íbúð 301

12.966

599

 

599

3.(2)

Niðurfall á svölum, íbúð 301

31.632

1.461

 

1.461

3.(3)

Niðurfall á svölum, íbúð 301

34.643

1.601

 

1.601

5

Laust vatnsbretti, íbúð 304

4.055

187

 

 

 

187

7.a.(1)*

Vatnshalli á bílapl., fræsa yfirborð

710.875

 

25.876

 

25.876

 

7.a.(2)*

Vatnshalli á bílapl., niðurf.brunnar

55.347

 

2.015

2.015

 

7.a.(3)*

Vatnshalli á bílapl., malb.yfirborð

1.488.405

 

54.178

54.178

 

8.a.(1)*

Frágangur á lóð

260.938

 

9.498

 

9.498

8.a.(2)*

Frágangur á lóð

147.154

 

5.356

 

5.356

8.a.(2)*

Frágangur á lóð

201.902

 

7.349

 

7.349

8.a.(2)*

Frágangur á lóð

285.043

 

10.376

 

 

10.376

4.f.

Geymsluhurðir

 

 

 

28.319

 

28.319

1

Útidyrahurð og dyraumbúnaður

 

 

541.686

 

541.686

4

Loftleki með svalaljósi

25.711

25.711

 

Samtals

16.402.850

612.297

114.648

595.716

428.275

894.386

 

 

 

 

 

Heildarkrafa

1.322.661

  1. Kröfur stefnanda, Sigurlaugar Guðrúnar Gunnarsdóttur:

 

 

 

 

 

 

Stefndu allir

Verkland og Jón Ingi

 

 

Hlutfallstala

Hlutfallstala

 

 

 

 

 

hús

lóðar

 

in solidum

in solidum

 

Sameign

Sameign

Sameign

Séreign

 

 

Liðir

Texti

Samtals

 

 

Samtals

 

 

202

Íbúð 0202

 

3,80%

2,99%

 

 

 

1.a.(1)

Aðalinngangur í stigahús

532.810

20.247

 

 

 

20.247

1.a.(2)

Skemmdir eftir hurðapumpur

40.414

1.536

 

 

 

1.536

1.b.

Stálhurðir í kjallara

109.942

4.178

 

 

 

4.178

1.c.(1)

Gluggar í stigahúsi

217.171

8.252

 

 

 

8.252

1.c.(2)

Gluggar í stigahúsi

7.140

271

 

 

 

271

2.c.

Klæðn. á undirstöðum f. stálsúlur

84.686

3.218

 

 

 

3.218

2.d.

Skemmdir í kringum hnoð á klæðn.

20.198

768

 

 

 

768

3.a.

Leki/raki í sameign í kjallara

70.764

2.689

 

 

 

2.689

3.b.(1)

Stoðv. v/innkeyrslu, hönnun dreni

48.192

1.831

 

 

1.831

 

3.b.(2)

Stoðv. v/innk. jarðv. og tjörgun

133.213

5.062

 

 

5.062

 

3.b.(3)

Stoðv. við innk., drenlögn og fylling

260.644

9.904

 

 

9.904

 

3.b.(4)

Stoðv. við innk., viðgerð og málun

111.626

4.242

 

 

4.242

 

4.d.(1)

Þvottast., framlengja vatnslögn

84.010

3.192

 

 

 

3.192

4.d.(2)

Þvottastæði, breyta uppdráttum

48.192

1.831

 

 

 

1.831

5.a.(1)

Vatnshalli á svalagö., klæðning á veggjum

1.419.333

53.935

 

 

53.935

 

5.a.(2)

Vatnshalli á svalagö., yfirborð svalagólfa

1.858.397

70.619

 

 

70.619

 

5.a.(3)

Vatnshalli á svalagö., vatnsfæla á gólf

812.619

30.880

 

 

30.880

 

5.a.(4)

Vatnshalli á svalagö., klæðning á veggjum

2.454.152

93.258

 

 

93.258

 

5.b.(1)

Gólfefni á jarðhæð, klæðning á veggjum

333.642

12.678

 

 

 

12.678

5.b.(2)

Gólfefni á jarðhæð, yfirborð gólfs

546.370

20.762

 

 

 

20.762

5.b.(3)

Gólfefni á jarðhæð, klæðn. á veggjum

576.896

21.922

 

 

 

21.922

7.c.(1)

Niðurfall við bílageymsluhurð, hellulögn

46.586

1.770

 

 

 

1.770

7.c.(2)

Niðurfall við bílageymsluhurð, niðurf.renna

93.138

3.539

 

 

 

3.539

7.c.(3)

Niðurfall við bílageymsluhurð, hellulögn

99.683

3.788

 

 

 

3.788

7.d.(1)

Hitalögn í rampi, hönnun

48.192

1.831

 

 

1.831

 

7.d.(2)

Hitalögn í rampi, viðbætur

347.290

13.197

 

 

13.197

 

9.a.

Flísalögn á stigagangi

20.966

797

 

 

 

797

1.

Gluggar m/útloftuanrristum

1.188.824

45.175

 

 

 

45.175

2.

Gluggar og gler, leki m/gleri

291.803

11.089

 

 

11.089

3.

Opnanleg fög

707.924

26.901

 

 

26.901

4.

Gluggar, leki m/karmi

497.859

18.919

 

 

18.919

2.(11)(2)

Sog í niðurf.stamma, útsogsvent., íb. 106

43.859

1.667

 

 

 

1.667

2.(11)(2)

Sog í niðurf.stamma, útsogsvent., íb. 106

13.355

507

 

507

3.(1)

Niðurfall á svölum, íbúð 301

12.966

493

 

493

3.(2)

Niðurfall á svölum, íbúð 301

31.632

1.202

 

1.202

3.(3)

Niðurfall á svölum, íbúð 301

34.643

1.316

 

1.316

5

Laust vatnsbretti, íbúð 304

4.055

154

 

 

 

154

7.a.(1)*

Vatnshalli á bílapl., fræsa yfirborð

710.875

 

21.255

 

21.255

 

7.a.(2)*

Vatnshalli á bílapl., niðurf.brunnar

55.347

 

1.655

1.655

 

7.a.(3)*

Vatnshalli á bílapl., malb.yfirborð

1.488.405

 

44.503

44.503

 

8.a.(1)*

Frágangur á lóð

260.938

 

7.802

 

7.802

8.a.(2)*

Frágangur á lóð

147.154

 

4.400

 

4.400

8.a.(2)*

Frágangur á lóð

201.902

 

6.037

 

6.037

8.a.(2)*

Frágangur á lóð

285.043

 

8.523

 

 

8.523

4.f.

Geymsluhurðir

 

 

 

28.319

 

28.319

1

Útidyrahurð og dyraumbúnaður

 

 

541.686

 

541.686

 

Samtals

16.402.850

503.621

94.175

570.005

352.172

815.629

 

 

 

 

 

Heildarkrafa

1.167.801

  1. Kröfur stefnanda, Heiðars Arnfinnssonar:

 

 

 

 

 

 

Stefndu allir

Verkland og Jón Ingi

 

 

Hlutfallstala

Hlutfallstala

 

 

 

 

 

hús

lóðar

 

in solidum

in solidum

 

Sameign

Sameign

Sameign

Séreign

 

 

Liðir

Texti

Samtals

 

 

Samtals

 

 

203

Íbúð 0203

 

3,45%

2,71%

 

 

 

1.a.(1)

Aðalinngangur í stigahús

532.810

18.382

 

 

 

18.382

1.a.(2)

Skemmdir eftir hurðapumpur

40.414

1.394

 

 

 

1.394

1.b.

Stálhurðir í kjallara

109.942

3.793

 

 

 

3.793

1.c.(1)

Gluggar í stigahúsi

217.171

7.492

 

 

 

7.492

1.c.(2)

Gluggar í stigahúsi

7.140

246

 

 

 

246

2.c.

Klæðn. á undirstöðum f. stálsúlur

84.686

2.922

 

 

 

2.922

2.d.

Skemmdir í kringum hnoð á klæðn.

20.198

697

 

 

 

697

3.a.

Leki/raki í sameign í kjallara

70.764

2.441

 

 

 

2.441

3.b.(1)

Stoðv. v/innkeyrslu, hönnun á dreni

48.192

1.663

 

 

1.663

 

3.b.(2)

Stoðv. v/innk., jarðv. og tjörgun

133.213

4.596

 

 

4.596

 

3.b.(3)

Stoðv. við innk., drenlögn og fylling

260.644

8.992

 

 

8.992

 

3.b.(4)

Stoðv. við innk., viðgerð og málun

111.626

3.851

 

 

3.851

 

4.d.(1)

Þvottast., framlengja vatnslögn

84.010

2.898

 

 

 

2.898

4.d.(2)

Þvottastæði, breyta uppdráttum

48.192

1.663

 

 

 

1.663

5.a.(1)

Vatnshalli á svalagö., klæðning á veggjum

1.419.333

48.967

 

 

48.967

 

5.a.(2)

Vatnshalli á svalagö., yfirborð svalagólfa

1.858.397

64.115

 

 

64.115

 

5.a.(3)

Vatnshalli á svalagö., vatnsfæla á gólf

812.619

28.035

 

 

28.035

 

5.a.(4)

Vatnshalli á svalagö., klæðning á veggjum

2.454.152

84.668

 

 

84.668

 

5.b.(1)

Gólfefni á jarðhæð, klæðning á veggjum

333.642

11.511

 

 

 

11.511

5.b.(2)

Gólfefni á jarðhæð, yfirborð gólfs

546.370

18.850

 

 

 

18.850

5.b.(3)

Gólfefni á jarðhæð, klæðn. á veggjum

576.896

19.903

 

 

 

19.903

7.c.(1)

Niðurfall við bílageymsluhurð, hellulögn

46.586

1.607

 

 

 

1.607

7.c.(2)

Niðurfall við bílageymsluhurð, niðurf.renna

93.138

3.213

 

 

 

3.213

7.c.(3)

Niðurfall við bílageymsluhurð, hellulögn

99.683

3.439

 

 

 

3.439

7.d.(1)

Hitalögn í rampi, hönnun

48.192

1.663

 

 

1.663

 

7.d.(2)

Hitalögn í rampi, viðbætur

347.290

11.982

 

 

11.982

 

9.a.

Flísalögn á stigagangi

20.966

723

 

 

 

723

1.

Gluggar m/útloftuanrristum

1.188.824

41.014

 

 

 

41.014

2.

Gluggar og gler, leki m/gleri

291.803

10.067

 

 

10.067

3.

Opnanleg fög

707.924

24.423

 

 

24.423

4.

Gluggar, leki m/karmi

497.859

17.176

 

 

17.176

2.(11)(2)

Sog í niðurf.stamma, útsogsvent., íb. 106

43.859

1.513

 

 

 

1.513

2.(11)(2)

Sog í niðurf.stamma, útsogsvent., íb. 106

13.355

461

 

461

3.(1)

Niðurfall á svölum, íbúð 301

12.966

447

 

447

3.(2)

Niðurfall á svölum, íbúð 301

31.632

1.091

 

1.091

3.(3)

Niðurfall á svölum, íbúð 301

34.643

1.195

 

1.195

5

Laust vatnsbretti, íbúð 304

4.055

140

 

 

 

140

7.a.(1)*

Vatnshalli á bílapl., fræsa yfirborð

710.875

 

19.265

 

19.265

 

7.a.(2)*

Vatnshalli á bílapl., niðurf.brunnar

55.347

 

1.500

1.500

 

7.a.(3)*

Vatnshalli á bílapl., malb. yfirborð

1.488.405

 

40.336

40.336

 

8.a.(1)*

Frágangur á lóð

260.938

 

7.071

 

7.071

8.a.(2)*

Frágangur á lóð

147.154

 

3.988

 

3.988

8.a.(2)*

Frágangur á lóð

201.902

 

5.472

 

5.472

8.a.(2)*

Frágangur á lóð

285.043

 

7.725

 

 

7.725

4.f.

Geymsluhurðir

 

 

 

28.319

 

28.319

1

Útidyrahurð og dyraumbúnaður

 

 

541.686

 

541.686

4.

Óþétt svalahurð

19.277

19.277

 

Samtals

16.402.850

457.235

85.356

589.282

319.632

812.241

 

 

 

 

 

Heildarkrafa

1.131.873

  1. Kröfur stefnanda, Sigríðar Bjarnadóttur:

 

 

 

 

 

 

Stefndu allir

Verkland og Jón Ingi

 

 

Hlutfallstala

Hlutfallstala

 

 

 

 

 

hús

lóðar

 

in solidum

in solidum

 

Sameign

Sameign

Sameign

Séreign

 

 

Liðir

Texti

Samtals

 

 

Samtals

 

 

204

Íbúð 0204

 

3,49%

2,75%

 

 

 

1.a.(1)

Aðalinngangur í stigahús

532.810

18.595

 

 

 

18.595

1.a.(2)

Skemmdir eftir hurðapumpur

40.414

1.410

 

 

 

1.410

1.b.

Stálhurðir í kjallara

109.942

3.837

 

 

 

3.837

1.c.(1)

Gluggar í stigahúsi

217.171

7.579

 

 

 

7.579

1.c.(2)

Gluggar í stigahúsi

7.140

249

 

 

 

249

2.c.

Klæðn. á undirstöðum f. stálsúlur

84.686

2.956

 

 

 

2.956

2.d.

Skemmdir í kringum hnoð á klæðn.

20.198

705

 

 

 

705

3.a.

Leki/raki í sameign í kjallara

70.764

2.470

 

 

 

2.470

3.b.(1)

Stoðv. v/innkeyrslu, á hönnun dreni

48.192

1.682

 

 

1.682

 

3.b.(2)

Stoðv. v/innk., jarðv. og tjörgun

133.213

4.649

 

 

4.649

 

3.b.(3)

Stoðv. við innk., drenlögn og fylling

260.644

9.096

 

 

9.096

 

3.b.(4)

Stoðv. við innk., viðgerð og málun

111.626

3.896

 

 

3.896

 

4.d.(1)

Þvottast., framlengja vatnslögn

84.010

2.932

 

 

 

2.932

4.d.(2)

Þvottastæði, breyta uppdráttum

48.192

1.682

 

 

 

1.682

5.a.(1)

Vatnshalli á svalagö., klæðning á veggjum

1.419.333

49.535

 

 

49.535

 

5.a.(2)

Vatnshalli á svalagö., yfirborð svalagólfa

1.858.397

64.858

 

 

64.858

 

5.a.(3)

Vatnshalli á svalagö., vatnsfæla á gólf

812.619

28.360

 

 

28.360

 

5.a.(4)

Vatnshalli á svalagö., klæðning á veggjum

2.454.152

85.650

 

 

85.650

 

5.b.(1)

Gólfefni á jarðhæð, klæðning á veggjum

333.642

11.644

 

 

 

11.644

5.b.(2)

Gólfefni á jarðhæð, yfirborð gólfs

546.370

19.068

 

 

 

19.068

5.b.(3)

Gólfefni á jarðhæð, klæðn.á veggjum

576.896

20.134

 

 

 

20.134

7.c.(1)

Niðurfall við bílageymsluhurð, hellulögn

46.586

1.626

 

 

 

1.626

7.c.(2)

Niðurfall við bílageymsluhurð, niðurf.renna

93.138

3.251

 

 

 

3.251

7.c.(3)

Niðurfall við bílageymsluhurð, hellulögn

99.683

3.479

 

 

 

3.479

7.d.(1)

Hitalögn í rampi, hönnun

48.192

1.682

 

 

1.682

 

7.d.(2)

Hitalögn í rampi, viðbætur

347.290

12.120

 

 

12.120

 

9.a.

Flísalögn á stigagangi

20.966

732

 

 

 

732

1.

Gluggar m/útloftuanrristum

1.188.824

41.490

 

 

 

41.490

2.

Gluggar og gler, leki m/gleri

291.803

10.184

 

 

10.184

3.

Opnanleg fög

707.924

24.707

 

 

24.707

4.

Gluggar, leki m/karmi

497.859

17.375

 

 

17.375

2.(11)(2)

Sog í niðurf.stamma, útsogsvent., íb. 106

43.859

1.531

 

 

 

1.531

2.(11)(2)

Sog í niðurf.stamma, útsogsvent., íb. 106

13.355

466

 

466

3.(1)

Niðurfall á svölum, íbúð 301

12.966

453

 

453

3.(2)

Niðurfall á svölum, íbúð 301

31.632

1.104

 

1.104

3.(3)

Niðurfall á svölum, íbúð 301

34.643

1.209

 

1.209

5

Laust vatnsbretti, íbúð 304

4.055

142

 

 

 

142

7.a.(1)*

Vatnshalli á bílapl. fræsa yfirborð

710.875

 

19.549

 

19.549

 

7.a.(2)*

Vatnshalli á bílapl., niðurf.brunnar

55.347

 

1.522

1.522

 

7.a.(3)*

Vatnshalli á bílapl., malb. yfirborð

1.488.405

 

40.931

40.931

 

8.a.(1)*

Frágangur á lóð

260.938

 

7.176

 

7.176

8.a.(2)*

Frágangur á lóð

147.154

 

4.047

 

4.047

8.a.(2)*

Frágangur á lóð

201.902

 

5.552

 

5.552

8.a.(2)*

Frágangur á lóð

285.043

 

7.839

 

 

7.839

4.f.

Geymsluhurðir

 

 

 

28.319

 

28.319

1

Útidyrahurð og dyraumbúnaður

 

 

541.686

 

541.686

 

Samtals

16.402.850

462.536

86.616

570.005

323.531

795.626

 

 

 

 

 

Heildarkrafa

1.119.157

  1. Kröfur stefnenda, Huldu Margrétar Eggertsdóttur og Rajan Sedhai:

 

 

 

 

 

 

Stefndu allir

Verkland og Jón Ingi

 

 

Hlutfallstala

Hlutfallstala

 

 

 

 

 

hús

lóðar

 

in solidum

in solidum

 

Sameign

Sameign

Sameign

Séreign

 

 

Liðir

Texti

Samtals

 

 

Samtals

 

 

205

Íbúð 0205

 

3,86%

3,04%

 

 

 

1.a.(1)

Aðalinngangur í stigahús

532.810

20.566

 

 

 

20.566

1.a.(2)

Skemmdir eftir hurðapumpur

40.414

1.560

 

 

 

1.560

1.b.

Stálhurðir í kjallara

109.942

4.244

 

 

 

4.244

1.c.(1)

Gluggar í stigahúsi

217.171

8.383

 

 

 

8.383

1.c.(2)

Gluggar í stigahúsi

7.140

276

 

 

 

276

2.c.

Klæðn. á undirstöðum f. stálsúlur

84.686

3.269

 

 

 

3.269

2.d.

Skemmdir í kringum hnoð á klæðn.

20.198

780

 

 

 

780

3.a.

Leki/raki í sameign í kjallara

70.764

2.731

 

 

 

2.731

3.b.(1)

Stoðv. v/innkeyrslu, hönnun á dreni

48.192

1.860

 

 

1.860

 

3.b.(2)

Stoðv. v/innk., jarðv. og tjörgun

133.213

5.142

 

 

5.142

 

3.b.(3)

Stoðv. við innk., drenlögn og fylling

260.644

10.061

 

 

10.061

 

3.b.(4)

Stoðv. við innk., viðgerð og málun

111.626

4.309

 

 

4.309

 

4.d.(1)

Þvottast., framlengja vatnslögn

84.010

3.243

 

 

 

3.243

4.d.(2)

Þvottastæði, breyta uppdráttum

48.192

1.860

 

 

 

1.860

5.a.(1)

Vatnshalli á svalagö.,klæðning á veggjum

1.419.333

54.786

 

 

54.786

 

5.a.(2)

Vatnshalli á svalagö., yfirborð svalagólfa

1.858.397

71.734

 

 

71.734

 

5.a.(3)

Vatnshalli á svalagö., vatnsfæla á gólf

812.619

31.367

 

 

31.367

 

5.a.(4)

Vatnshalli á svalagö., klæðning á veggjum

2.454.152

94.730

 

 

94.730

 

5.b.(1)

Gólfefni á jarðhæð, klæðning á veggjum

333.642

12.879

 

 

 

12.879

5.b.(2)

Gólfefni á jarðhæð, yfirborð gólfs

546.370

21.090

 

 

 

21.090

5.b.(3)

Gólfefni á jarðhæð, klæðn. á veggjum

576.896

22.268

 

 

 

22.268

7.c.(1)

Niðurfall við bílageymsluhurð, hellulögn

46.586

1.798

 

 

 

1.798

7.c.(2)

Niðurfall við bílageymsluhurð, niðurf.renna

93.138

3.595

 

 

 

3.595

7.c.(3)

Niðurfall við bílageymsluhurð, hellulögn

99.683

3.848

 

 

 

3.848

7.d.(1)

Hitalögn í rampi, hönnun

48.192

1.860

 

 

1.860

 

7.d.(2)

Hitalögn í rampi, viðbætur

347.290

13.405

 

 

13.405

 

9.a.

Flísalögn á stigagangi

20.966

809

 

 

 

809

1.

Gluggar m/útloftuanrristum

1.188.824

45.889

 

 

 

45.889

2.

Gluggar og gler, leki m/gleri

291.803

11.264

 

 

11.264

3.

Opnanleg fög

707.924

27.326

 

 

27.326

4.

Gluggar, leki m/karmi

497.859

19.217

 

 

19.217

2.(11)(2)

Sog í niðurf.stamma, útsogsvent., íb. 106

43.859

1.693

 

 

 

1.693

2.(11)(2)

Sog í niðurf.stamma, útsogsvent., íb. 106

13.355

516

 

516

3.(1)

Niðurfall á svölum, íbúð 301

12.966

500

 

500

3.(2)

Niðurfall á svölum, íbúð 301

31.632

1.221

 

1.221

3.(3)

Niðurfall á svölum, íbúð 301

34.643

1.337

 

1.337

5

Laust vatnsbretti, íbúð 304

4.055

157

 

 

 

157

7.a.(1)*

Vatnshalli á bílapl., fræsa yfirborð

710.875

 

21.611

 

21.611

 

7.a.(2)*

Vatnshalli á bílapl., niðurf.brunnar

55.347

 

1.683

1.683

 

7.a.(3)*

Vatnshalli á bílapl., malb. yfirborð

1.488.405

 

45.248

45.248

 

8.a.(1)*

Frágangur á lóð

260.938

 

7.933

 

7.933

8.a.(2)*

Frágangur á lóð

147.154

 

4.473

 

4.473

8.a.(2)*

Frágangur á lóð

201.902

 

6.138

 

6.138

8.a.(2)*

Frágangur á lóð

285.043

 

8.665

 

 

8.665

4.f.

Geymsluhurðir

 

 

 

28.319

 

28.319

1

Útidyrahurð og dyraumbúnaðar

 

 

541.686

 

541.686

4

Laus þröskuldur

12.766

12.766

5

Sprungur í millivegg í geymslu

57.237

57.237

 

Samtals

16.402.850

511.573

95.750

640.008

357.796

889.535

 

 

 

 

 

Heildarkrafa

1.247.331

  1. Kröfur stefnenda, Steinars Jónssonar og Auðar Eyglóar Kjartansdóttur:

 

 

 

 

 

 

Stefndu allir

Verkland og Jón Ingi

 

 

Hlutfallstala

Hlutfallstala

 

 

 

 

 

hús

lóðar

 

in solidum

in solidum

 

Sameign

Sameign

Sameign

Séreign

 

 

Liðir

Texti

Samtals

 

 

Samtals

 

 

301

Íbúð 0301

 

4,64%

3,66%

 

 

 

1.a.(1)

Aðalinngangur í stigahús

532.810

24.722

 

 

 

24.722

1.a.(2)

Skemmdir eftir hurðapumpur

40.414

1.875

 

 

 

1.875

1.b.

Stálhurðir í kjallara

109.942

5.101

 

 

 

5.101

1.c.(1)

Gluggar í stigahúsi

217.171

10.077

 

 

 

10.077

1.c.(2)

Gluggar í stigahúsi

7.140

331

 

 

 

331

2.c.

Klæðn. á undirstöðum f. stálsúlur

84.686

3.929

 

 

 

3.929

2.d.

Skemmdir í kringum hnoð á klæðn.

20.198

937

 

 

 

937

3.a.

Leki/raki í sameign í kjallara

70.764

3.283

 

 

 

3.283

3.b.(1)

Stoðv. v/innkeyrslu, hönnun á dreni

48.192

2.236

 

 

2.236

 

3.b.(2)

Stoðv. v/innk., jarðv. og tjörgun

133.213

6.181

 

 

6.181

 

3.b.(3)

Stoðv. við innk., drenlögn og fylling

260.644

12.094

 

 

12.094

 

3.b.(4)

Stoðv. við innk.,viðgerð og málun

111.626

5.179

 

 

5.179

 

4.d.(1)

Þvottast., framlengja vatnslögn

84.010

3.898

 

 

 

3.898

4.d.(2)

Þvottastæði, breyta uppdráttum

48.192

2.236

 

 

 

2.236

5.a.(1)

Vatnshalli á svalagö., klæðning á veggjum

1.419.333

65.857

 

 

65.857

 

5.a.(2)

Vatnshalli á svalagö., yfirborð svalagólfa

1.858.397

86.230

 

 

86.230

 

5.a.(3)

Vatnshalli á svalagö., vatnsfæla á gólf

812.619

37.706

 

 

37.706

 

5.a.(4)

Vatnshalli á svalagö., klæðning á veggjum

2.454.152

113.873

 

 

113.873

 

5.b.(1)

Gólfefni á jarðhæð, klæðning á veggjum

333.642

15.481

 

 

 

15.481

5.b.(2)

Gólfefni á jarðhæð, yfirborð gólfs

546.370

25.352

 

 

 

25.352

5.b.(3)

Gólfefni á jarðhæð, klæðn. á veggjum

576.896

26.768

 

 

 

26.768

7.c.(1)

Niðurfall við bílageymsluhurð, hellulögn

46.586

2.162

 

 

 

2.162

7.c.(2)

Niðurfall við bílageymsluhurð, niðurf.renna

93.138

4.322

 

 

 

4.322

7.c.(3)

Niðurfall við bílageymsluhurð, hellulögn

99.683

4.625

 

 

 

4.625

7.d.(1)

Hitalögn í rampi, hönnun

48.192

2.236

 

 

2.236

 

7.d.(2)

Hitalögn í rampi, viðbætur

347.290

16.114

 

 

16.114

 

9.a.

Flísalögn á stigagangi

20.966

973

 

 

 

973

1.

Gluggar m/útloftuanrristum

1.188.824

55.161

 

 

 

55.161

2.

Gluggar og gler, leki m/gleri

291.803

13.540

 

 

13.540

3.

Opnanleg föt

707.924

32.848

 

 

32.848

4.

Gluggar, leki m/karmi

497.859

23.101

 

 

23.101

2.(11)(2)

Sog í niðurf.stamma, útsogsvent., íb. 106

43.859

2.035

 

 

 

2.035

2.(11)(2)

Sog í niðurf.stamma, útsogsvent., íb. 106

13.355

620

 

620

3.(1)

Niðurfall á svölum, íbúð 301

12.966

602

 

602

3.(2)

Niðurfall á svölum, íbúð 301

31.632

1.468

 

1.468

3.(3)

Niðurfall á svölum, íbúð 301

34.643

1.607

 

1.607

5

Laust vatnsbretti, íbúð 304

4.055

188

 

 

 

188

7.a.(1)*

Vatnshalli á bílapl., fræsa yfirborð

710.875

 

26.018

 

26.018

 

7.a.(2)*

Vatnshalli á bílapl., niðurf.brunnar

55.347

 

2.026

2.026

 

7.a.(3)*

Vatnshalli á bílapl., malb. yfirborð

1.488.405

 

54.476

54.476

 

8.a.(1)*

Frágangur á lóð

260.938

 

9.550

 

9.550

8.a.(2)*

Frágangur á lóð

147.154

 

5.386

 

5.386

8.a.(2)*

Frágangur á lóð

201.902

 

7.390

 

7.390

8.a.(2)*

Frágangur á lóð

285.043

 

10.433

 

 

10.433

4.f.

Geymsluhurðir

 

 

 

28.319

 

28.319

1

Útidyrahurð og dyraumbúnaður

 

 

541.686

 

541.686

1.(2)

Útidyrah. og dyraumb., sk. e. leka

 

 

37.906

 

37.906

e.

Gólflistar í forstofu

 

 

31.034

 

31.034

f.

Skökk svalahurð

 

 

18.634

 

18.634

4

Loftleki með svalaljósi

 

 

 

25.711

 

25.711

 

Samtals

16.402.850

614.948

115.278

683.290

430.225

983.290

 

 

 

 

 

Heildarkrafa

1.413.516

  1. Kröfur stefnanda, Grétars Sigmarssonar:

 

 

 

 

 

 

Stefndu allir

Verkland og Jón Ingi

 

 

Hlutfallstala

Hlutfallstala

 

 

 

 

 

hús

lóðar

 

in solidum

in solidum

 

Sameign

Sameign

Sameign

Séreign

 

 

Liðir

Texti

Samtals

 

 

Samtals

 

 

302

Íbúð 0302

 

3,84%

3,02%

 

 

 

1.a.(1)

Aðalinngangur í stigahús

532.810

20.460

 

 

 

20.460

1.a.(2)

Skemmdir eftir hurðapumpur

40.414

1.552

 

 

 

1.552

1.b.

Stálhurðir í kjallara

109.942

4.222

 

 

 

4.222

1.c.(1)

Gluggar í stigahúsi

217.171

8.339

 

 

 

8.339

1.c.(2)

Gluggar í stigahúsi

7.140

274

 

 

 

274

2.c.

Klæðn. á undirstöðum f. stálsúlur

84.686

3.252

 

 

 

3.252

2.d.

Skemmdir í kringum hnoð á klæðn.

20.198

776

 

 

 

776

3.a.

Leki/raki í sameign í kjallara

70.764

2.717

 

 

 

2.717

3.b.(1)

Stoðv. v/innkeyrslu, hönnun á dreni

48.192

1.851

 

 

1.851

 

3.b.(2)

Stoðv. v/innk., jarðv. og tjörgun

133.213

5.115

 

 

5.115

 

3.b.(3)

Stoðv. við innk., drenlögn og fylling

260.644

10.009

 

 

10.009

 

3.b.(4)

Stoðv. við innk., viðgerð og málun

111.626

4.286

 

 

4.286

 

4.d.(1)

Þvottast., framlengja vatnslögn

84.010

3.226

 

 

 

3.226

4.d.(2)

Þvottastæði, breyta uppdráttum

48.192

1.851

 

 

 

1.851

5.a.(1)

Vatnshalli á svalagö., klæðning á veggjum

1.419.333

54.502

 

 

54.502

 

5.a.(2)

Vatnshalli á svalagö., yfirborð svalagólfa

1.858.397

71.362

 

 

71.362

 

5.a.(3)

Vatnshalli á svalagö., vatnsfæla á gólf

812.619

31.205

 

 

31.205

 

5.a.(4)

Vatnshalli á svalagö., klæðning á veggjum

2.454.152

94.239

 

 

94.239

 

5.b.(1)

Gólfefni á jarðhæð, klæðning á veggjum

333.642

12.812

 

 

 

12.812

5.b.(2)

Gólfefni á jarðhæð, yfirborð gólfs

546.370

20.981

 

 

 

20.981

5.b.(3)

Gólfefni á jarðhæð, klæðn. á veggjum

576.896

22.153

 

 

 

22.153

7.c.(1)

Niðurfall við bílageymsluhurð, hellulögn

46.586

1.789

 

 

 

1.789

7.c.(2)

Niðurfall við bílageymsluhurð, niðurf.renna

93.138

3.576

 

 

 

3.576

7.c.(3)

Niðurfall við bílageymsluhurð, hellulögn

99.683

3.828

 

 

 

3.828

7.d.(1)

Hitalögn í rampi, hönnun

48.192

1.851

 

 

1.851

 

7.d.(2)

Hitalögn í rampi, viðbætur

347.290

13.336

 

 

13.336

 

9.a.

Flísalögn á stigagangi

20.966

805

 

 

 

805

1.

Gluggar m/útloftuanrristum

1.188.824

45.651

 

 

 

45.651

2.

Gluggar og gler, leki m/gleri

291.803

11.205

 

 

11.205

3.

Opnanleg fög

707.924

27.184

 

 

27.184

4.

Gluggar, leki m/karmi

497.859

19.118

 

 

19.118

2.(11)(2)

Sog í niðurf.stamma, útsogsvent., íb. 106

43.859

1.684

 

 

 

1.684

2.(11)(2)

Sog í niðurf.stamma, útsogsvent., íb. 106

13.355

513

 

513

3.(1)

Niðurfall á svölum, íbúð 301

12.966

498

 

498

3.(2)

Niðurfall á svölum, íbúð 301

31.632

1.215

 

1.215

3.(3)

Niðurfall á svölum, íbúð 301

34.643

1.330

 

1.330

5

Laust vatnsbretti, íbúð 304

4.055

156

 

 

 

156

7.a.(1)*

Vatnshalli á bílapl., fræsa yfirborð

710.875

 

21.468

 

21.468

 

7.a.(2)*

Vatnshalli á bílap., niðurf.brunnar

55.347

 

1.671

1.671

 

7.a.(3)*

Vatnshalli á bílapl., malb. yfirborð

1.488.405

 

44.950

44.950

 

8.a.(1)*

Frágangur á lóð

260.938

 

7.880

 

7.880

8.a.(2)*

Frágangur á lóð

147.154

 

4.444

 

4.444

8.a.(2)*

Frágangur á lóð

201.902

 

6.097

 

6.097

8.a.(2)*

Frágangur á lóð

285.043

 

8.608

 

 

8.608

4.f.

Geymsluhurðir

 

 

 

28.319

 

28.319

1

Útidyrahurð og dyraumbúnaður

 

 

541.686

 

541.686

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Samtals

16.402.850

508.922

95.120

570.005

355.846

818.201

 

 

 

 

 

Heildarkrafa

1.174.047

  1. Kröfur stefnanda, Bjarki Heiðars Bjarnasonar:

 

 

 

 

 

 

Stefndu allir

Verkland og Jón Ingi

 

 

Hlutfallstala

Hlutfallstala

 

 

 

 

 

hús

lóðar

 

in solidum

in solidum

 

Sameign

Sameign

Sameign

Séreign

 

 

Liðir

Texti

Samtals

 

 

Samtals

 

 

303

Íbúð 0303

 

3,45%

2,71%

 

 

 

1.a.(1)

Aðalinngangur í stigahús

532.810

18.382

 

 

 

18.382

1.a.(2)

Skemmdir eftir hurðapumpur

40.414

1.394

 

 

 

1.394

1.b.

Stálhurðir í kjallara

109.942

3.793

 

 

 

3.793

1.c.(1)

Gluggar í stigahúsi

217.171

7.492

 

 

 

7.492

1.c.(2)

Gluggar í stigahúsi

7.140

246

 

 

 

246

2.c.

Klæðn. á undirstöðum f. stálsúlur

84.686

2.922

 

 

 

2.922

2.d.

Skemmdir í kringum hnoð á klæðn.

20.198

697

 

 

 

697

3.a.

Leki/raki í sameign í kjallara

70.764

2.441

 

 

 

2.441

3.b.(1)

Stoðv. v/innkeyrslu, hönnun dreni

48.192

1.663

 

 

1.663

 

3.b.(2)

Stoðv. v/innk., jarðv. og tjörgun

133.213

4.596

 

 

4.596

 

3.b.(3)

Stoðv. við innk., drenlögn og fylling

260.644

8.992

 

 

8.992

 

3.b.(4)

Stoðv. við innk., viðgerð og málun

111.626

3.851

 

 

3.851

 

4.d.(1)

Þvottast., framlengja vatnslögn

84.010

2.898

 

 

 

2.898

4.d.(2)

Þvottastæði, breyta uppdráttum

48.192

1.663

 

 

 

1.663

5.a.(1)

Vatnshalli á svalagö., klæðning á veggjum

1.419.333

48.967

 

 

48.967

 

5.a.(2)

Vatnshalli á svalagö., yfirborð svalagólfa

1.858.397

64.115

 

 

64.115

 

5.a.(3)

Vatnshalli á svalagö., vatnsfæla á gólf

812.619

28.035

 

 

28.035

 

5.a.(4)

Vatnshalli á svalagö., klæðning á veggjum

2.454.152

84.668

 

 

84.668

 

5.b.(1)

Gólfefni á jarðhæð, klæðning á veggjum

333.642

11.511

 

 

 

11.511

5.b.(2)

Gólfefni á jarðhæð, yfirborð gólfs

546.370

18.850

 

 

 

18.850

5.b.(3)

Gólfefni á jarðhæð, klæðn. á veggjum

576.896

19.903

 

 

 

19.903

7.c.(1)

Niðurfall við bílageymsluhurð, hellulögn

46.586

1.607

 

 

 

1.607

7.c.(2)

Niðurfall við bílageymsluhurð, niðurf.renna

93.138

3.213

 

 

 

3.213

7.c.(3)

Niðurfall við bílageymsluhurð, hellulögn

99.683

3.439

 

 

 

3.439

7.d.(1)

Hitalögn í rampi, hönnun

48.192

1.663

 

 

1.663

 

7.d.(2)

Hitalögn í rampi, viðbætur

347.290

11.982

 

 

11.982

 

9.a.

Flísalögn á stigagangi

20.966

723

 

 

 

723

1.

Gluggar m/útloftuanrristum

1.188.824

41.014

 

 

 

41.014

2.

Gluggar og gler, leki m/gleri

291.803

10.067

 

 

10.067

3.

Opnanleg fög

707.924

24.423

 

 

24.423

4.

Gluggar, leki m/karmi

497.859

17.176

 

 

17.176

2.(11)(2)

Sog í niðurf.stamma, útsogsvent., íb. 106

43.859

1.513

 

 

 

1.513

2.(11)(2)

Sog í niðurf.stamma, útsogsvent., íb. 106

13.355

461

 

461

3.(1)

Niðurfall á svölum, íbúð 301

12.966

447

 

447

3.(2)

Niðurfall á svölum, íbúð 301

31.632

1.091

 

1.091

3.(3)

Niðurfall á svölum, íbúð 301

34.643

1.195

 

1.195

5

Laust vatnsbretti, íbúð 304

4.055

140

 

 

 

140

7.a.(1)*

Vatnshalli á bílapl., fræsa yfirborð

710.875

 

19.265

 

19.265

 

7.a.(2)*

Vatnshalli á bílapl., niðurf.brunnar

55.347

 

1.500

1.500

 

7.a.(3)*

Vatnshalli á bílapl., malb. yfirborð

1.488.405

 

40.336

40.336

 

8.a.(1)*

Frágangur á lóð

260.938

 

7.071

 

7.071

8.a.(2)*

Frágangur á lóð

147.154

 

3.988

 

3.988

8.a.(2)*

Frágangur á lóð

201.902

 

5.472

 

5.472

8.a.(2)*

Frágangur á lóð

285.043

 

7.725

 

 

7.725

4.f.

Geymsluhurðir

 

 

 

28.319

 

28.319

1

Útidyrahurð og dyraumbúnaðr

 

 

541.686

 

541.686

 

 

 

 

 

 

Samtals

16.402.850

457.235

85.356

570.005

319.632

792.964

 

 

 

 

 

Heildarkrafa

1.112.596

14. Kröfur stefnanda, Haraldar Aðalbjörns Haraldssonar:

 

 

 

 

 

 

Stefndu allir

Verkland og Jón Ingi

 

 

Hlutfallstala

Hlutfallstala

 

 

 

 

 

hús

lóðar

 

in solidum

in solidum

 

Sameign

Sameign

Sameign

Séreign

 

 

Liðir

Texti

Samtals

 

 

Samtals

 

 

304

Íbúð 0304

 

3,49%

2,75%

 

 

 

1.a.(1)

Aðalinngangur í stigahús

532.810

18.595

 

 

 

18.595

1.a.(2)

Skemmdir eftir hurðapumpur

40.414

1.410

 

 

 

1.410

1.b.

Stálhurðir í kjallara

109.942

3.837

 

 

 

3.837

1.c.(1)

Gluggar í stigahúsi

217.171

7.579

 

 

 

7.579

1.c.(2)

Gluggar í stigahúsi

7.140

249

 

 

 

249

2.c.

Klæðn. á undirstöðum f. stálsúlur

84.686

2.956

 

 

 

2.956

2.d.

Skemmdir í kringum hnoð á klæðn.

20.198

705

 

 

 

705

3.a.

Leki/raki í sameign í kjallara

70.764

2.470

 

 

 

2.470

3.b.(1)

Stoðv. v/innkeyrslu, hönnun á dreni

48.192

1.682

 

 

1.682

 

3.b.(2)

Stoðv. v/innk., jarðv. og tjörgun

133.213

4.649

 

 

4.649

 

3.b.(3)

Stoðv. við innk., drenlögn og fylling

260.644

9.096

 

 

9.096

 

3.b.(4)

Stoðv. við innk., viðgerð og málun

111.626

3.896

 

 

3.896

 

4.d.(1)

Þvottast., framlengja vatnslögn

84.010

2.932

 

 

 

2.932

4.d.(2)

Þvottastæði, breyta uppdráttum

48.192

1.682

 

 

 

1.682

5.a.(1)

Vatnshalli á svalagö., klæðning á veggjum

1.419.333

49.535

 

 

49.535

 

5.a.(2)

Vatnshalli á svalagö., yfirborð svalagólfa

1.858.397

64.858

 

 

64.858

 

5.a.(3)

Vatnshalli á svalagö., vatnsfæla á gólf

812.619

28.360

 

 

28.360

 

5.a.(4)

Vatnshalli á svalagö., klæðning á veggjum

2.454.152

85.650

 

 

85.650

 

5.b.(1)

Gólfefni á jarðhæð, klæðning á veggjum

333.642

11.644

 

 

 

11.644

5.b.(2)

Gólfefni á jarðhæð, yfirborð gólfs

546.370

19.068

 

 

 

19.068

5.b.(3)

Gólfefni á jarðhæð, klæðn. á veggjum

576.896

20.134

 

 

 

20.134

7.c.(1)

Niðurfall við bílageymsluhurð, hellulögn

46.586

1.626

 

 

 

1.626

7.c.(2)

Niðurfall við bílageymsluhurð, niðurf.renna

93.138

3.251

 

 

 

3.251

7.c.(3)

Niðurfall við bílageymsluhurð, hellulögn

99.683

3.479

 

 

 

3.479

7.d.(1)

Hitalögn í rampi, hönnun

48.192

1.682

 

 

1.682

 

7.d.(2)

Hitalögn í rampi, viðbætur

347.290

12.120

 

 

12.120

 

9.a.

Flísalögn á stigagangi

20.966

732

 

 

 

732

1.

Gluggar m/útloftuanrristum

1.188.824

41.490

 

 

 

41.490

2.

Gluggar og gler, leki m/gleri

291.803

10.184

 

 

10.184

3.

Opnanleg fög

707.924

24.707

 

 

24.707

4.

Gluggar, leki m/karmi

497.859

17.375

 

 

17.375

2.(11)(2)

Sog í niðurf.stamma, útsogsvent., íb.106

43.859

1.531

 

 

 

1.531

2.(11)(2)

Sog í niðurf.stamma, útsogsvent., íb. 106

13.355

466

 

466

3.(1)

Niðurfall á svölum, íbúð 301

12.966

453

 

453

3.(2)

Niðurfall á svölum, íbúð 301

31.632

1.104

 

1.104

3.(3)

Niðurfall á svölum, íbúð 301

34.643

1.209

 

1.209

5

Laust vatnsbretti, íbúð 304

4.055

142

 

 

 

142

7.a.(1)*

Vatnshalli á bílapl., fræsa yfirborð

710.875

 

19.549

 

19.549

 

7.a.(2)*

Vatnshalli á bílapl., niðurf.brunnar

55.347

 

1.522

1.522

 

7.a.(3)*

Vatnshalli á bílapl. malb. yfirborð

1.488.405

 

40.931

40.931

 

8.a.(1)*

Frágangur á lóð

260.938

 

7.176

 

7.176

8.a.(2)*

Frágangur á lóð

147.154

 

4.047

 

4.047

8.a.(2)*

Frágangur á lóð

201.902

 

5.552

 

5.552

8.a.(2)*

Frágangur á lóð

285.043

 

7.839

 

 

7.839

4.f.

Geymsluhurðir

 

 

 

28.319

 

28.319

1

Útidyrahurð og dyraumbúnaður

 

 

541.686

 

541.686

4

Skökk innihurð

23.132

23.132

 

Samtals

16.402.850

462.536

86.616

593.137

323.531

818.758

 

 

 

 

 

Heildarkrafa

1.142.289

  1. Kröfur stefnenda, Helga Sigurgeirssonar og Gerðar Garðarsdóttur:

 

 

 

 

 

 

Stefndu allir

Verkland og Jón Ingi

 

 

Hlutfallstala

Hlutfallstala

 

 

 

 

 

hús

lóðar

 

in solidum

in solidum

 

Sameign

Sameign

Sameign

Séreign

 

 

Liðir

Texti

Samtals

 

 

Samtals

 

 

305

Íbúð 0305

 

3,79%

2,99%

 

 

 

1.a.(1)

Aðalinngangur í stigahús

532.810

20.193

 

 

 

20.193

1.a.(2)

Skemmdir eftir hurðapumpur

40.414

1.532

 

 

 

1.532

1.b.

Stálhurðir í kjallara

109.942

4.167

 

 

 

4.167

1.c.(1)

Gluggar í stigahúsi

217.171

8.231

 

 

 

8.231

1.c.(2)

Gluggar í stigahúsi

7.140

271

 

 

 

271

2.c.

Klæðn. á undirstöðum f. stálsúlur

84.686

3.210

 

 

 

3.210

2.d.

Skemmdir í kringum hnoð á klæðn.

20.198

766

 

 

 

766

3.a.

Leki/raki í sameign í kjallara

70.764

2.682

 

 

 

2.682

3.b.(1)

Stoðv. v/innkeyrslu,hönnun dreni

48.192

1.826

 

 

1.826

 

3.b.(2)

Stoðv.v/innk. jarðv. og tjörgun

133.213

5.049

 

 

5.049

 

3.b.(3)

Stoðv. við innk., drenlögn og fylling

260.644

9.878

 

 

9.878

 

3.b.(4)

Stoðv. við innk., viðgerð og málun

111.626

4.231

 

 

4.231

 

4.d.(1)

Þvottast., framlengja vatnslögn

84.010

3.184

 

 

 

3.184

4.d.(2)

Þvottastæði, breyta uppdráttum

48.192

1.826

 

 

 

1.826

5.a.(1)

Vatnshalli á svalagö., klæðning á veggjum

1.419.333

53.793

 

 

53.793

 

5.a.(2)

Vatnshalli á svalagö., yfirborð svalagólfa

1.858.397

70.433

 

 

70.433

 

5.a.(3)

Vatnshalli á svalagö., vatnsfæla á gólf

812.619

30.798

 

 

30.798

 

5.a.(4)

Vatnshalli á svalagö., klæðning á veggjum

2.454.152

93.012

 

 

93.012

 

5.b.(1)

Gólfefni á jarðhæð, klæðning á veggjum

333.642

12.645

 

 

 

12.645

5.b.(2)

Gólfefni á jarðhæð, yfirborð gólfs

546.370

20.707

 

 

 

20.707

5.b.(3)

Gólfefni á jarðhæð, klæðn. á veggjum

576.896

21.864

 

 

 

21.864

7.c.(1)

Niðurfall við bílageymsluhurð, hellulögn

46.586

1.766

 

 

 

1.766

7.c.(2)

Niðurfall við bílageymsluhurð, niðurf.renna

93.138

3.530

 

 

 

3.530

7.c.(3)

Niðurfall við bílageymsluhurð, hellulögn

99.683

3.778

 

 

 

3.778

7.d.(1)

Hitalögn í rampi, hönnun

48.192

1.826

 

 

1.826

 

7.d.(2)

Hitalögn í rampi, viðbætur

347.290

13.162

 

 

13.162

 

9.a.

Flísalögn á stigagangi

20.966

795

 

 

 

795

1.

Gluggar m/útloftuanrristum

1.188.824

45.056

 

 

 

45.056

2.

Gluggar og gler, leki m/gleri

291.803

11.059

 

 

11.059

3.

Opnanleg fög

707.924

26.830

 

 

26.830

4.

Gluggar, leki m/karmi

497.859

18.869

 

 

18.869

2.(11)(2)

Sog í niðurf.stamma, útsogsvent., íb. 106

43.859

1.662

 

 

 

1.662

2.(11)(2)

Sog í niðurf.stamma, útsogsvent., íb. 106

13.355

506

 

506

3.(1)

Niðurfall á svölum, íbúð 301

12.966

491

 

491

3.(2)

Niðurfall á svölum, íbúð 301

31.632

1.199

 

1.199

3.(3)

Niðurfall á svölum, íbúð 301

34.643

1.313

 

1.313

5

Laust vatnsbretti, íbúð 304

4.055

154

 

 

 

154

7.a.(1)*

Vatnshalli á bílapl., fræsa yfirborð

710.875

 

21.255

 

21.255

 

7.a.(2)*

Vatnshalli á bílapl., niðurf.brunnar

55.347

 

1.655

1.655

 

7.a.(3)*

Vatnshalli á bílapl., malb. yfirborð

1.488.405

 

44.503

44.503

 

8.a.(1)*

Frágangur á lóð

260.938

 

7.802

 

7.802

8.a.(2)*

Frágangur á lóð

147.154

 

4.400

 

4.400

8.a.(2)*

Frágangur á lóð

201.902

 

6.037

 

6.037

8.a.(2)*

Frágangur á lóð

285.043

 

8.523

 

 

8.523

4.f.

Geymsluhurðir

 

 

 

28.319

 

28.319

1

Útidyrahurð og dyraumbúnaður

 

 

541.686

 

541.686

4

Svalahurð óþétt

10.111

10.111

 

Samtals

16.402.850

502.296

94.175

580.116

351.423

825.164

 

 

 

 

 

Heildarkrafa

1.176.587

  1. Kröfur stefnanda, Báru Margrétar Pálsdóttur:

 

 

 

 

 

 

Stefndu allir

Verkland og Jón Ingi

 

 

Hlutfallstala

Hlutfallstala

 

 

 

 

 

hús

lóðar

 

in solidum

in solidum

 

Sameign

Sameign

Sameign

Séreign

 

 

Liðir

Texti

Samtals

 

 

Samtals

 

 

306

Íbúð 0306

 

4,75%

3,74%

 

 

 

1.a.(1)

Aðalinngangur í stigahús

532.810

25.308

 

 

 

25.308

1.a.(2)

Skemmdir eftir hurðapumpur

40.414

1.920

 

 

 

1.920

1.b.

Stálhurðir í kjallara

109.942

5.222

 

 

 

5.222

1.c.(1)

Gluggar í stigahúsi

217.171

10.316

 

 

 

10.316

1.c.(2)

Gluggar í stigahúsi

7.140

339

 

 

 

339

2.c.

Klæðn. á undirstöðum f. stálsúlur

84.686

4.023

 

 

 

4.023

2.d.

Skemmdir í kringum hnoð á klæðn.

20.198

959

 

 

 

959

3.a.

Leki/raki í sameign í kjallara

70.764

3.361

 

 

 

3.361

3.b.(1)

Stoðv. v/innkeyrslu, hönnun á dreni

48.192

2.289

 

 

2.289

 

3.b.(2)

Stoðv. v/innk., jarðv. og tjörgun

133.213

6.328

 

 

6.328

 

3.b.(3)

Stoðv. við innk., drenlögn og fylling

260.644

12.381

 

 

12.381

 

3.b.(4)

Stoðv. við innk., viðgerð og málun

111.626

5.302

 

 

5.302

 

4.d.(1)

Þvottast., framlengja vatnslögn

84.010

3.990

 

 

 

3.990

4.d.(2)

Þvottastæði, breyta uppdráttum

48.192

2.289

 

 

 

2.289

5.a.(1)

Vatnshalli á svalagö., klæðning á veggjum

1.419.333

67.418

 

 

67.418

 

5.a.(2)

Vatnshalli á svalagö., yfirborð svalagólfa

1.858.397

88.274

 

 

88.274

 

5.a.(3)

Vatnshalli á svalagö., vatnsfæla á gólf

812.619

38.599

 

 

38.599

 

5.a.(4)

Vatnshalli á svalagö., klæðning á veggjum

2.454.152

116.572

 

 

116.572

 

5.b.(1)

Gólfefni á jarðhæð, klæðning á veggjum

333.642

15.848

 

 

 

15.848

5.b.(2)

Gólfefni á jarðhæð, yfirborð gólfs

546.370

25.953

 

 

 

25.953

5.b.(3)

Gólfefni á jarðhæð, klæðn. á veggjum

576.896

27.403

 

 

 

27.403

7.c.(1)

Niðurfall við bílageymsluhurð, hellulögn

46.586

2.213

 

 

 

2.213

7.c.(2)

Niðurfall við bílageymsluhurð, niðurf.renna

93.138

4.424

 

 

 

4.424

7.c.(3)

Niðurfall við bílageymsluhurð, hellulögn

99.683

4.735

 

 

 

4.735

7.d.(1)

Hitalögn í rampi, hönnun

48.192

2.289

 

 

2.289

 

7.d.(2)

Hitalögn í rampi, viðbætur

347.290

16.496

 

 

16.496

 

9.a.

Flísalögn á stigagangi

20.966

996

 

 

 

996

1.

Gluggar m/útloftuanrristum

1.188.824

56.469

 

 

 

56.469

2.

Gluggar og gler, leki m/gleri

291.803

13.861

 

 

13.861

3.

Opnanleg fög

707.924

33.626

 

 

33.626

4.

Gluggar, leki m/karmi

497.859

23.648

 

 

23.648

2.(11)(2)

Sog í niðurf.stamma, útsogsvent., íb. 106

43.859

2.083

 

 

 

2.083

2.(11)(2)

Sog í niðurf.stamma, útsogsvent., íb. 106

13.355

634

 

634

3.(1)

Niðurfall á svölum, íbúð 301

12.966

616

 

616

3.(2)

Niðurfall á svölum, íbúð 301

31.632

1.503

 

1.503

3.(3)

Niðurfall á svölum, íbúð 301

34.643

1.646

 

1.646

5

Laust vatnsbretti, íbúð 304

4.055

193

 

 

 

193

7.a.(1)*

Vatnshalli á bílapl., fræsa yfirborð

710.875

 

26.587

 

26.587

 

7.a.(2)*

Vatnshalli á bílapl., niðurf.brunnar

55.347

 

2.070

2.070

 

7.a.(3)*

Vatnshalli á bílapl., malb. yfirborð

1.488.405

 

55.666

55.666

 

8.a.(1)*

Frágangur á lóð

260.938

 

9.759

 

9.759

8.a.(2)*

Frágangur á lóð

147.154

 

5.504

 

5.504

8.a.(2)*

Frágangur á lóð

201.902

 

7.551

 

7.551

8.a.(2)*

Frágangur á lóð

285.043

 

10.661

 

 

10.661

4.f.

Geymsluhurðir

 

 

 

28.319

 

28.319

1

Útidyrahurð og dyraumbúnaður

 

 

541.686

 

541.686

1.(2)

Útidyrah. og dyraumb, sk. e. leka

23.276

23.276

 

Samtals

16.402.850

629.526

117.797

593.281

440.272

900.333

 

 

 

 

 

Heildarkrafa

1.340.605

                                                                  

  1. Kröfur stefnenda, Ólafs Sverrissonar og Rósu Jónsdóttur:

 

 

 

 

 

 

Stefndu allir

Verkland og Jón Ingi

 

 

Hlutfallstala

Hlutfallstala

 

 

 

 

 

hús

lóðar

 

in solidum

in solidum

 

Sameign

Sameign

Sameign

Séreign

 

 

Liðir

Texti

Samtals

 

 

Samtals

 

 

401

Íbúð 0401

 

5,15%

4,05%

 

 

 

1.a.(1)

Aðalinngangur í stigahús

532.810

27.440

 

 

 

27.440

1.a.(2)

Skemmdir eftir hurðapumpur

40.414

2.081

 

 

 

2.081

1.b.

Stálhurðir í kjallara

109.942

5.662

 

 

 

5.662

1.c.(1)

Gluggar í stigahúsi

217.171

11.184

 

 

 

11.184

1.c.(2)

Gluggar í stigahúsi

7.140

368

 

 

 

368

2.c.

Klæðn. á undirstöðum f. stálsúlur

84.686

4.361

 

 

 

4.361

2.d.

Skemmdir í kringum hnoð á klæðn.

20.198

1.040

 

 

 

1.040

3.a.

Leki/raki í sameign í kjallara

70.764

3.644

 

 

 

3.644

3.b.(1)

Stoðv.v/innkeyrslu,hönnun dreni

48.192

2.482

 

 

2.482

 

3.b.(2)

Stoðv. v/innk., jarðv. og tjörgun

133.213

6.860

 

 

6.860

 

3.b.(3)

Stoðv. við innk., drenlögn og fylling

260.644

13.423

 

 

13.423

 

3.b.(4)

Stoðv. við innk., viðgerð og málun

111.626

5.749

 

 

5.749

 

4.d.(1)

Þvottast., framlengja vatnslögn

84.010

4.327

 

 

 

4.327

4.d.(2)

Þvottastæði, breyta uppdráttum

48.192

2.482

 

 

 

2.482

5.a.(1)

Vatnshalli á svalagö., klæðning á veggjum

1.419.333

73.096

 

 

73.096

 

5.a.(2)

Vatnshalli á svalagö., yfirborð svalagólfa

1.858.397

95.707

 

 

95.707

 

5.a.(3)

Vatnshalli á svalagö., vatnsfæla á gólf

812.619

41.850

 

 

41.850

 

5.a.(4)

Vatnshalli á svalagö., klæðning á veggjum

2.454.152

126.389

 

 

126.389

 

5.b.(1)

Gólfefni á jarðhæð, klæðning á veggjum

333.642

17.183

 

 

 

17.183

5.b.(2)

Gólfefni á jarðhæð, yfirborð gólfs

546.370

28.138

 

 

 

28.138

5.b.(3)

Gólfefni á jarðhæð, klæðn. á veggjum

576.896

29.710

 

 

 

29.710

7.c.(1)

Niðurfall við bílageymsluhurð, hellulögn

46.586

2.399

 

 

 

2.399

7.c.(2)

Niðurfall við bílageymsluhurð, niðurf.renna

93.138

4.797

 

 

 

4.797

7.c.(3)

Niðurfall við bílageymsluhurð, hellulögn

99.683

5.134

 

 

 

5.134

7.d.(1)

Hitalögn í rampi, hönnun

48.192

2.482

 

 

2.482

 

7.d.(2)

Hitalögn í rampi, viðbætur

347.290

17.885

 

 

17.885

 

9.a.

Flísalögn á stigagangi

20.966

1.080

 

 

 

1.080

1.

Gluggar m/útloftuanrristum

1.188.824

61.224

 

 

 

61.224

2.

Gluggar og gler, leki m/gleri

291.803

15.028

 

 

15.028

3.

Opnanleg fög

707.924

36.458

 

 

36.458

4.

Gluggar, leki m/karmi

497.859

25.640

 

 

25.640

2.(11)(2)

Sog í niðurf.stamma, útsogsvent., íb. 106

43.859

2.259

 

 

 

2.259

2.(11)(2)

Sog í niðurf.stamma, útsogsvent., íb. 106

13.355

688

 

688

3.(1)

Niðurfall á svölum, íbúð 301

12.966

668

 

668

3.(2)

Niðurfall á svölum, íbúð 301

31.632

1.629

 

1.629

3.(3)

Niðurfall á svölum, íbúð 301

34.643

1.784

 

1.784

5

Laust vatnsbretti, íbúð 304

4.055

209

 

 

 

209

7.a.(1)*

Vatnshalli á bílapl., fræsa yfirborð

710.875

 

28.790

 

28.790

 

7.a.(2)*

Vatnshalli á bílapl., niðurf.brunnar

55.347

 

2.242

2.242

 

7.a.(3)*

Vatnshalli á bílapl., malb. yfirborð

1.488.405

 

60.280

60.280

 

8.a.(1)*

Frágangur á lóð

260.938

 

10.568

 

10.568

8.a.(2)*

Frágangur á lóð

147.154

 

5.960

 

5.960

8.a.(2)*

Frágangur á lóð

201.902

 

8.177

 

8.177

8.a.(2)*

Frágangur á lóð

285.043

 

11.544

 

 

11.544

4.f.

Geymsluhurðir

 

 

 

28.319

 

28.319

1

Útidyrahurð og dyraumbúnaður

 

 

541.686

 

541.686

 

Samtals

16.402.850

682.539

127.561

570.005

477.236

902.870

 

 

 

 

 

Heildarkrafa

1.380.105

  1. Kröfur stefnenda, Elvu Ýrar Magnúsdóttur og Magnúsar Arnar Ragnarssonar:

 

 

 

 

 

 

Stefndu allir

Verkland og Jón Ingi

 

 

Hlutfallstala

Hlutfallstala

 

 

 

 

 

hús

lóðar

 

in solidum

in solidum

 

Sameign

Sameign

Sameign

Séreign

 

 

Liðir

Texti

Samtals

 

 

Samtals

 

 

402

Íbúð 0402

 

4,25%

3,35%

 

 

 

1.a.(1)

Aðalinngangur í stigahús

532.810

22.644

 

 

 

22.644

1.a.(2)

Skemmdir eftir hurðapumpur

40.414

1.718

 

 

 

1.718

1.b.

Stálhurðir í kjallara

109.942

4.673

 

 

 

4.673

1.c.(1)

Gluggar í stigahúsi

217.171

9.230

 

 

 

9.230

1.c.(2)

Gluggar í stigahúsi

7.140

303

 

 

 

303

2.c.

Klæðn. á undirstöðum f. stálsúlur

84.686

3.599

 

 

 

3.599

2.d.

Skemmdir í kringum hnoð á klæðn.

20.198

858

 

 

 

858

3.a.

Leki/raki í sameign í kjallara

70.764

3.007

 

 

 

3.007

3.b.(1)

Stoðv. v/innkeyrslu, hönnun á dreni

48.192

2.048

 

 

2.048

 

3.b.(2)

Stoðv. v/innk., jarðv. og tjörgun

133.213

5.662

 

 

5.662

 

3.b.(3)

Stoðv. við innk., drenlögn og fylling

260.644

11.077

 

 

11.077

 

3.b.(4)

Stoðv. við innk,.viðgerð og málun

111.626

4.744

 

 

4.744

 

4.d.(1)

Þvottast., framlengja vatnslögn

84.010

3.570

 

 

 

3.570

4.d.(2)

Þvottastæði, breyta uppdráttum

48.192

2.048

 

 

 

2.048

5.a.(1)

Vatnshalli á svalagö., klæðning á veggjum

1.419.333

60.322

 

 

60.322

 

5.a.(2)

Vatnshalli á svalagö., yfirborð svalagólfa

1.858.397

78.982

 

 

78.982

 

5.a.(3)

Vatnshalli á svalagö., vatnsfæla á gólf

812.619

34.536

 

 

34.536

 

5.a.(4)

Vatnshalli á svalagö., klæðning á veggjum

2.454.152

104.301

 

 

104.301

 

5.b.(1)

Gólfefni á jarðhæð, klæðning á veggjum

333.642

14.180

 

 

 

14.180

5.b.(2)

Gólfefni á jarðhæð, yfirborð gólfs

546.370

23.221

 

 

 

23.221

5.b.(3)

Gólfefni á jarðhæð, klæðn. á veggjum

576.896

24.518

 

 

 

24.518

7.c.(1)

Niðurfall við bílageymsluhurð, hellulögn

46.586

1.980

 

 

 

1.980

7.c.(2)

Niðurfall við bílageymsluhurð, niðurf.renna

93.138

3.958

 

 

 

3.958

7.c.(3)

Niðurfall við bílageymsluhurð, hellulögn

99.683

4.237

 

 

 

4.237

7.d.(1)

Hitalögn í rampi, hönnun

48.192

2.048

 

 

2.048

 

7.d.(2)

Hitalögn í rampi, viðbætur

347.290

14.760

 

 

14.760

 

9.a.

Flísalögn á stigagangi

20.966

891

 

 

 

891

1.

Gluggar m/útloftuanrristum

1.188.824

50.525

 

 

 

50.525

2.

Gluggar og gler, leki m/gleri

291.803

12.402

 

 

12.402

3.

Opnanleg fög

707.924

30.087

 

 

30.087

4.

Gluggar, leki m/karmi

497.859

21.159

 

 

21.159

2.(11)(2)

Sog í niðurf.stamma, útsogsvent., íb. 106

43.859

1.864

 

 

 

1.864

2.(11)(2)

Sog í niðurf.stamma, útsogsvent., íb. 106

13.355

568

 

568

3.(1)

Niðurfall á svölum, íbúð 301

12.966

551

 

551

3.(2)

Niðurfall á svölum, íbúð 301

31.632

1.344

 

1.344

3.(3)

Niðurfall á svölum, íbúð 301

34.643

1.472

 

1.472

5

Laust vatnsbretti, íbúð 304

4.055

172

 

 

 

172

7.a.(1)*

Vatnshalli á bílapl., fræsa yfirborð

710.875

 

23.814

 

23.814

 

7.a.(2)*

Vatnshalli á bílapl., niðurf.brunnar

55.347

 

1.854

1.854

 

7.a.(3)*

Vatnshalli á bílapl., malb. yfirborð

1.488.405

 

49.862

49.862

 

8.a.(1)*

Frágangur á lóð

260.938

 

8.741

 

8.741

8.a.(2)*

Frágangur á lóð

147.154

 

4.930

 

4.930

8.a.(2)*

Frágangur á lóð

201.902

 

6.764

 

6.764

8.a.(2)*

Frágangur á lóð

285.043

 

9.549

 

 

9.549

4.f.

Geymsluhurðir

 

 

 

28.319

 

28.319

1

Útidyrahurð og dyraumbúnaður

 

 

541.686

 

541.686

 

Samtals

16.402.850

563.260

105.514

570.005

394.010

844.769

 

 

 

 

 

Heildarkrafa

1.238.779

  1. Kröfur stefnenda, Sifjar Sveinsdóttur og Georgs Arnar Halldórssonar:

Stefndu allir

Verkland og Jón Ingi

Hlutfallstala

Hlutfallstala

hús

lóðar

in solidum

in solidum

Sameign

Sameign

Sameign

Séreign

Liðir

Texti

Samtals

Samtals

403

Íbúð 0403

3,86%

3,04%

1.a.(1)

Aðalinngangur í stigahús

532.810

20.566

20.566

1.a.(2)

Skemmdir eftir hurðapumpur

40.414

1.560

1.560

1.b.

Stálhurðir í kjallara

109.942

4.244

4.244

1.c.(1)

Gluggar í stigahúsi

217.171

8.383

8.383

1.c.(2)

Gluggar í stigahúsi

7.140

276

276

2.c.

Klæðn. á undirstöðum f. stálsúlur

84.686

3.269

3.269

2.d.

Skemmdir í kringum hnoð á klæðn.

20.198

780

780

3.a.

Leki/raki í sameign í kjallara

70.764

2.731

2.731

3.b.(1)

Stoðv. v/innkeyrslu, hönnun dreni

48.192

1.860

1.860

3.b.(2)

Stoðv. v/innk., jarðv. og tjörgun

133.213

5.142

5.142

3.b.(3)

Stoðv. við innk., drenlögn og fylling

260.644

10.061

10.061

3.b.(4)

Stoðv. við innk,.viðgerð og málun

111.626

4.309

4.309

4.d.(1)

Þvottast., framlengja vatnslögn

84.010

3.243

3.243

4.d.(2)

Þvottastæði, breyta uppdráttum

48.192

1.860

1.860

5.a.(1)

Vatnshalli á svalagö., klæðning á veggjum

1.419.333

54.786

54.786

5.a.(2)

Vatnshalli á svalagö., yfirborð svalagólfa

1.858.397

71.734

71.734

5.a.(3)

Vatnshalli á svalagö., vatnsfæla á golf

812.619

31.367

31.367

5.a.(4)

Vatnshalli á svalagö., klæðning á veggjum

2.454.152

94.730

94.730

5.b.(1)

Gólfefni á jarðhæð, klæðning á veggjum

333.642

12.879

12.879

5.b.(2)

Gólfefni á jarðhæð, yfirborð gólfs

546.370

21.090

21.090

5.b.(3)

Gólfefni á jarðhæð, klæðn. á veggjum

576.896

22.268

22.268

7.c.(1)

Niðurfall við bílageymsluhurð, hellulögn

46.586

1.798

1.798

7.c.(2)

Niðurfall við bílageymsluhurð, niðurf.renna

93.138

3.595

3.595

7.c.(3)

Niðurfall við bílageymsluhurð, hellulögn

99.683

3.848

3.848

7.d.(1)

Hitalögn í rampi, hönnun

48.192

1.860

1.860

7.d.(2)

Hitalögn í rampi, viðbætur

347.290

13.405

13.405

9.a.

Flísalögn á stigagangi

20.966

809

809

1.

Gluggar m/útloftuanrristum

1.188.824

45.889

45.889

2.

Gluggar og gler, leki m/gleri

291.803

11.264

11.264

3.

Opnanleg fög

707.924

27.326

27.326

4.

Gluggar, leki m/karmi

497.859

19.217

19.217

2.(11)(2)

Sog í niðurf.stamma, útsogsvent., íb. 106

43.859

1.693

1.693

2.(11)(2)

Sog í niðurf.stamma, útsogsvent., íb. 106

13.355

516

516

3.(1)

Niðurfall á svölum, íbúð 301

12.966

500

500

3.(2)

Niðurfall á svölum, íbúð 301

31.632

1.221

1.221

3.(3)

Niðurfall á svölum, íbúð 301

34.643

1.337

1.337

5

Laust vatnsbretti, íbúð 304

4.055

157

157

7.a.(1)*

Vatnshalli á bílapl., fræsa yfirborð

710.875

21.611

21.611

7.a.(2)*

Vatnshalli á bílapl., niðurf.brunnar

55.347

1.683

1.683

7.a.(3)*

Vatnshalli á bílapl., malb. yfirborð

1.488.405

45.248

45.248

8.a.(1)*

Frágangur á lóð

260.938

7.933

7.933

8.a.(2)*

Frágangur á lóð

147.154

4.473

4.473

8.a.(2)*

Frágangur á lóð

201.902

6.138

6.138

8.a.(2)*

Frágangur á lóð

285.043

8.665

8.665

4.f.

Geymsluhurðir

28.319

28.319

1

Útidyrahurð og dyraumbúnuðar

541.686

541.686

Samtals

16.402.850

511.573

95.750

570.005

357.796

819.532

Heildarkrafa

1.177.328

  1. Kröfur stefnanda Bjarna Ólafs Magnússonar:

 

 

 

 

 

 

Stefndu allir

Verkland og Jón Ingi

 

 

Hlutfallstala

Hlutfallstala

 

 

 

 

 

hús

lóðar

 

in solidum

in solidum

 

Sameign

Sameign

Sameign

Séreign

 

 

Liðir

Texti

Samtals

 

 

Samtals

 

 

404

Íbúð 0404

 

3,88%

3,05%

 

 

 

1.a.(1)

Aðalinngangur í stigahús

532.810

20.673

 

 

 

20.673

1.a.(2)

Skemmdir eftir hurðapumpur

40.414

1.568

 

 

 

1.568

1.b.

Stálhurðir í kjallara

109.942

4.266

 

 

 

4.266

1.c.(1)

Gluggar í stigahúsi

217.171

8.426

 

 

 

8.426

1.c.(2)

Gluggar í stigahúsi

7.140

277

 

 

 

277

2.c.

Klæðn. á undirstöðum f. stálsúlur

84.686

3.286

 

 

 

3.286

2.d.

Skemmdir í kringum hnoð á klæðn.

20.198

784

 

 

 

784

3.a.

Leki/raki í sameign í kjallara

70.764

2.746

 

 

 

2.746

3.b.(1)

Stoðv. v/innkeyrslu, hönnun á dreni

48.192

1.870

 

 

1.870

 

3.b.(2)

Stoðv. v/innk., jarðv. og tjörgun

133.213

5.169

 

 

5.169

 

3.b.(3)

Stoðv.við innk.,drenlögn og fylling

260.644

10.113

 

 

10.113

 

3.b.(4)

Stoðv. við innk., viðgerð og málun

111.626

4.331

 

 

4.331

 

4.d.(1)

Þvottast., framlengja vatnslögn

84.010

3.260

 

 

 

3.260

4.d.(2)

Þvottastæði, breyta uppdráttum

48.192

1.870

 

 

 

1.870

5.a.(1)

Vatnshalli á svalagö.,klæðning á veggjum

1.419.333

55.070

 

 

55.070

 

5.a.(2)

Vatnshalli á svalagö., yfirborð svalagólfa

1.858.397

72.106

 

 

72.106

 

5.a.(3)

Vatnshalli á svalagö., vatnsfæla á gólf

812.619

31.530

 

 

31.530

 

5.a.(4)

Vatnshalli á svalagö., klæðning á veggjum

2.454.152

95.221

 

 

95.221

 

5.b.(1)

Gólfefni á jarðhæð, klæðning á veggjum

333.642

12.945

 

 

 

12.945

5.b.(2)

Gólfefni á jarðhæð, yfirborð gólfs

546.370

21.199

 

 

 

21.199

5.b.(3)

Gólfefni á jarðhæð, klæðn. á veggjum

576.896

22.384

 

 

 

22.384

7.c.(1)

Niðurfall við bílageymsluhurð, hellulögn

46.586

1.808

 

 

 

1.808

7.c.(2)

Niðurfall við bílageymsluhurð, niðurf.renna

93.138

3.614

 

 

 

3.614

7.c.(3)

Niðurfall við bílageymsluhurð, hellulögn

99.683

3.868

 

 

 

3.868

7.d.(1)

Hitalögn í rampi, hönnun

48.192

1.870

 

 

1.870

 

7.d.(2)

Hitalögn í rampi, viðbætur

347.290

13.475

 

 

13.475

 

9.a.

Flísalögn á stigagangi

20.966

813

 

 

 

813

1.

Gluggar m/útloftuanrristum

1.188.824

46.126

 

 

 

46.126

2.

Gluggar og gler, leki m/gleri

291.803

11.322

 

 

11.322

3.

Opnanleg fög

707.924

27.467

 

 

27.467

4.

Gluggar, leki m/karmi

497.859

19.317

 

 

19.317

2.(11)(2)

Sog í niðurf.stamma, útsogsvent., íb. 106

43.859

1.702

 

 

 

1.702

2.(11)(2)

Sog í niðurf.stamma, útsogsvent., íb. 106

13.355

518

 

518

3.(1)

Niðurfall á svölum, íbúð 301

12.966

503

 

503

3.(2)

Niðurfall á svölum, íbúð 301

31.632

1.227

 

1.227

3.(3)

Niðurfall á svölum, íbúð 301

34.643

1.344

 

1.344

5

Laust vatnsbretti, íbúð 304

4.055

157

 

 

 

157

7.a.(1)*

Vatnshalli á bílapl., fræsa yfirborð

710.875

 

21.682

 

21.682

 

7.a.(2)*

Vatnshalli á bílapl., niðurf.brunnar

55.347

 

1.688

1.688

 

7.a.(3)*

Vatnshalli á bílapl., malb. yfirborð

1.488.405

 

45.396

45.396

 

8.a.(1)*

Frágangur á lóð

260.938

 

7.959

 

7.959

8.a.(2)*

Frágangur á lóð

147.154

 

4.488

 

4.488

8.a.(2)*

Frágangur á lóð

201.902

 

6.158

 

6.158

8.a.(2)*

Frágangur á lóð

285.043

 

8.694

 

 

8.694

4.f.

Geymsluhurðir

 

 

 

28.319

 

28.319

1

Útidyrahurð og dyraumbúnaður

 

 

541.686

 

541.686

 

Samtals

16.402.850

514.224

96.065

570.005

359.520

820.773

 

 

 

 

 

Heildarkrafa

1.180.293

  1. Kröfur stefnenda, Sveins Aðalbergssonar og Ástu Maríu Gunnarsdóttur:

Stefndu allir

Verkland og Jón Ingi

Hlutfallstala

Hlutfallstala

hús

lóðar

in solidum

in solidum

Sameign

Sameign

Sameign

Séreign

Liðir

Texti

Samtals

Samtals

405

Íbúð 0405

4,21%

3,31%

1.a.(1)

Aðalinngangur í stigahús

532.810

22.431

22.431

1.a.(2)

Skemmdir eftir hurðapumpur

40.414

1.701

1.701

1.b.

Stálhurðir í kjallara

109.942

4.629

4.629

1.c.(1)

Gluggar í stigahúsi

217.171

9.143

9.143

1.c.(2)

Gluggar í stigahúsi

7.140

301

301

2.c.

Klæðn. á undirstöðum f. stálsúlur

84.686

3.565

3.565

2.d.

Skemmdir í kringum hnoð á klæðn .

20.198

850

850

3.a.

Leki/raki í sameign í kjallara

70.764

2.979

2.979

3.b.(1)

Stoðv. v/innkeyrslu, hönnun á dreni

48.192

2.029

2.029

3.b.(2)

Stoðv. v/innk., jarðv. og tjörgun

133.213

5.608

5.608

3.b.(3)

Stoðv. við innk., drenlögn og fylling

260.644

10.973

10.973

3.b.(4)

Stoðv. við innk., viðgerð og málun

111.626

4.699

4.699

4.d.(1)

Þvottast., framlengja vatnslögn

84.010

3.537

3.537

4.d.(2)

Þvottastæði, breyta uppdráttum

48.192

2.029

2.029

5.a.(1)

Vatnshalli á svalagö., klæðning á veggjum

1.419.333

59.754

59.754

5.a.(2)

Vatnshalli á svalagö., yfirborð svalagólfa

1.858.397

78.239

78.239

5.a.(3)

Vatnshalli á svalagö., vatnsfæla á gólf

812.619

34.211

34.211

5.a.(4)

Vatnshalli á svalagö., klæðning á veggjum

2.454.152

103.320

103.320

5.b.(1)

Gólfefni á jarðhæð, klæðning á veggjum

333.642

14.046

14.046

5.b.(2)

Gólfefni á jarðhæð, yfirborð gólfs

546.370

23.002

23.002

5.b.(3)

Gólfefni á jarðhæð, klæðn.á veggjum

576.896

24.287

24.287

7.c.(1)

Niðurfall við bílageymsluhurð, hellulögn

46.586

1.961

1.961

7.c.(2)

Niðurfall við bílageymsluhurð, niðurf.renna

93.138

3.921

3.921

7.c.(3)

Niðurfall við bílageymsluhurð, hellulögn

99.683

4.197

4.197

7.d.(1)

Hitalögn í rampi, hönnun

48.192

2.029

2.029

7.d.(2)

Hitalögn í rampi, viðbætur

347.290

14.621

14.621

9.a.

Flísalögn á stigagangi

20.966

883

883

1.

Gluggar m/útloftuanrristum

1.188.824

50.049

50.049

2.

Gluggar og gler, leki m/gleri

291.803

12.285

12.285

3.

Opnanleg fög

707.924

29.804

29.804

4.

Gluggar, leki m/karmi

497.859

20.960

20.960

2.(11)(2)

Sog í niðurf.stamma, útsogsvent., íb. 106

43.859

1.846

1.846

2.(11)(2)

Sog í niðurf.stamma, útsogsvent., íb. 106

13.355

562

562

3.(1)

Niðurfall á svölum, íbúð 301

12.966

546

546

3.(2)

Niðurfall á svölum, íbúð 301

31.632

1.332

1.332

3.(3)

Niðurfall á svölum, íbúð 301

34.643

1.458

1.458

5

Laust vatnsbretti, íbúð 304

4.055

171

171

7.a.(1)*

Vatnshalli á bílapl., fræsa yfirborð

710.875

23.530

23.530

7.a.(2)*

Vatnshalli á bílapl., niðurf.brunnar

55.347

1.832

1.832

7.a.(3)*

Vatnshalli á bílapl., malb. yfirborð

1.488.405

49.266

49.266

8.a.(1)*

Frágangur á lóð

260.938

8.637

8.637

8.a.(2)*

Frágangur á lóð

147.154

4.871

4.871

8.a.(2)*

Frágangur á lóð

201.902

6.683

6.683

8.a.(2)*

Frágangur á lóð

285.043

9.435

9.435

4.f.

Geymsluhurðir

28.319

28.319

1

Útidyrahurð og dyraumbúnaður

541.686

541.686

Samtals

16.402.850

557.959

104.254

570.005

390.111

842.107

Heildarkrafa

1.232.218

  1. Kröfur stefnanda, Nadiu Tamimi:

 

 

 

 

 

 

Stefndu allir

Verkland og Jón Ingi

 

 

Hlutfallstala

Hlutfallstala

 

 

 

 

 

hús

lóðar

 

in solidum

in solidum

 

Sameign

Sameign

Sameign

Séreign

 

 

Liðir

Texti

Samtals

 

 

Samtals

 

 

406

Íbúð 0406

 

5,25%

4,14%

 

 

 

1.a.(1)

Aðalinngangur í stigahús

532.810

27.973

 

 

 

27.973

1.a.(2)

Skemmdir eftir hurðapumpur

40.414

2.122

 

 

 

2.122

1.b.

Stálhurðir í kjallara

109.942

5.772

 

 

 

5.772

1.c.(1)

Gluggar í stigahúsi

217.171

11.401

 

 

 

11.401

1.c.(2)

Gluggar í stigahúsi

7.140

375

 

 

 

375

2.c.

Klæðn. á undirstöðum f. stálsúlur

84.686

4.446

 

 

 

4.446

2.d.

Skemmdir í kringum hnoð á klæðn.

20.198

1.060

 

 

 

1.060

3.a.

Leki/raki í sameign í kjallara

70.764

3.715

 

 

 

3.715

3.b.(1)

Stoðv. v/innkeyrslu, á hönnun dreni

48.192

2.530

 

 

2.530

 

3.b.(2)

Stoðv. v/innk., jarðv. og tjörgun

133.213

6.994

 

 

6.994

 

3.b.(3)

Stoðv. við innk., drenlögn og fylling

260.644

13.684

 

 

13.684

 

3.b.(4)

Stoðv. við innk., viðgerð og málun

111.626

5.860

 

 

5.860

 

4.d.(1)

Þvottast., framlengja vatnslögn

84.010

4.411

 

 

 

4.411

4.d.(2)

Þvottastæði, breyta uppdráttum

48.192

2.530

 

 

 

2.530

5.a.(1)

Vatnshalli á svalagö., klæðning á veggjum

1.419.333

74.515

 

 

74.515

 

5.a.(2)

Vatnshalli á svalagö., yfirborð svalagólfa

1.858.397

97.566

 

 

97.566

 

5.a.(3)

Vatnshalli á svalagö., vatnsfæla á gólf

812.619

42.662

 

 

42.662

 

5.a.(4)

Vatnshalli á svalagö., klæðning á veggjum

2.454.152

128.843

 

 

128.843

 

5.b.(1)

Gólfefni á jarðhæð, klæðning á veggjum

333.642

17.516

 

 

 

17.516

5.b.(2)

Gólfefni á jarðhæð, yfirborð gólfs

546.370

28.684

 

 

 

28.684

5.b.(3)

Gólfefni á jarðhæð, klæðn. á veggjum

576.896

30.287

 

 

 

30.287

7.c.(1)

Niðurfall við bílageymsluhurð, hellulögn

46.586

2.446

 

 

 

2.446

7.c.(2)

Niðurfall við bílageymsluhurð, niðurf.renna

93.138

4.890

 

 

 

4.890

7.c.(3)

Niðurfall við bílageymsluhurð, hellulögn

99.683

5.233

 

 

 

5.233

7.d.(1)

Hitalögn í rampi, hönnun

48.192

2.530

 

 

2.530

 

7.d.(2)

Hitalögn í rampi, viðbætur

347.290

18.233

 

 

18.233

 

9.a.

Flísalögn á stigagangi

20.966

1.101

 

 

 

1.101

1.

Gluggar m/útloftuanrristum

1.188.824

62.413

 

 

 

62.413

2.

Gluggar og gler, leki m/gleri

291.803

15.320

 

 

15.320

3.

Opnanleg fög

707.924

37.166

 

 

37.166

4.

Gluggar, leki m/karmi

497.859

26.138

 

 

26.138

2.(11)(2)

Sog í niðurf.stamma, útsogsvent., íb. 106

43.859

2.303

 

 

 

2.303

2.(11)(2)

Sog í niðurf.stamma, útsogsvent., íb. 106

13.355

701

 

701

3.(1)

Niðurfall á svölum, íbúð 301

12.966

681

 

681

3.(2)

Niðurfall á svölum, íbúð 301

31.632

1.661

 

1.661

3.(3)

Niðurfall á svölum, íbúð 301

34.643

1.819

 

1.819

5

Laust vatnsbretti, íbúð 304

4.055

213

 

 

 

213

7.a.(1)*

Vatnshalli á bílapl., fræsa yfirborð

710.875

 

29.430

 

29.430

 

7.a.(2)*

Vatnshalli á bílapl., niðurf.brunnar

55.347

 

2.291

2.291

 

7.a.(3)*

Vatnshalli á bílapl., malb. yfirborð

1.488.405

 

61.620

61.620

 

8.a.(1)*

Frágangur á lóð

260.938

 

10.803

 

10.803

8.a.(2)*

Frágangur á lóð

147.154

 

6.092

 

6.092

8.a.(2)*

Frágangur á lóð

201.902

 

8.359

 

8.359

8.a.(2)*

Frágangur á lóð

285.043

 

11.801

 

 

11.801

4.f.

Geymsluhurðir

 

 

 

28.319

 

28.319

1

Útidyrahurð og dyraumbúnaður

 

 

541.686

 

541.686

7

Steyptur veggur í stofu

 

 

67.077

 

67.077

 

Samtals

16.402.850

695.792

130.396

637.082

486.759

976.512

 

 

 

 

 

Heildarkrafa

1.463.270

Almennt: Stefnendur kveða að á því sé byggt að þau atriði sem fram koma í matsgerð dómkvaddra matsmanna séu gallar og sé á því byggt að matsgerðin verði lögð til grundvallar kröfum á hendur stefndu. Byggja stefnendur á því að fasteignin Rauðamýri 1 í Mosfellsbæ sé gölluð enda standist eignin ekki þær kröfur um gæði og búnað sem leiði af fasteignakaupalögunum, kaupsamningum, skilalýsingu og þeim lögum, reglum og venjum sem gilda um nýbyggingar. Um neytendakaup sé að ræða og stefnendur séu að festa kaup á alveg nýjum fasteignum. Gallaþröskuldurinn sé því mjög lágur. Þrátt fyrir ítrekaðar áskoranir og fjölda tækifæra hafi stefndu ekki sinnt skyldu sinni til úrbóta né leitast við að ljúka framkvæmdum. Kröfur stefnenda um skaðabætur vegna galla nemi þeim kostnaði við nauðsynlegar úrbætur og lagfæringar á þeim göllum sem annars vegar eru á sameign hússins eftir hlutfallstölu eignarhluta og hins vegar á séreignum skv. matsgerð hinna dómkvöddu matsmanna. Stefnendur byggja jafnframt kröfu sína um skaðabætur á hinni almennu sakarreglu íslensks réttar og reglunni um húsbóndaábyrgð. Eftirliti við byggingu hússins og viðgerðum hafi augljóslega verið verulega ábótavant af hálfu stefnda og þeirra sem störfuðu á hans vegum. Þá hafi hönnun hússins verið ábótavant að nokkru leyti. Verði ekki fallist á að stefnendur eigi rétt til skaðabóta úr hendi stefnda, Verklands, byggja stefnendur á því að þeir eigi rétt til afsláttar í samræmi við niðurstöður hinna dómkvöddu matsmanna. 

Byggt sé á því að núverandi eigandi eignarhluta 0306, sem sé ekkja kaupanda eignarinnar, eigi sama rétt og eiginmaður hennar hafi átt, a.m.k. eigi hún kröfur á grundvelli springende regress. Með kröfugerð þessari krefjast stefnendur bóta fyrir það tjón sem þeir verða fyrir, annars vegar vegna galla á séreign og hins vegar vegna galla í sameign, þ.e. samkvæmt hlutfallstölu þeirra í sameign. Í þeim tilvikum sem stefnendur hafa haldið eftir hluta kaupverðsins sé á því byggt að stefnendum hafi verið heimilt að beita stöðvunarrétti vegna galla á eigninni, enda eigi stefnendur kröfur á hendur stefndu um skaðabætur og/eða afslátt vegna galla og eigi þær kröfur að koma til skuldajafnaðar við eftirstöðvar kaupverðs. Þar sem kröfur stefnenda á hendur stefndu séu hærri en sem nemur eftirstöðvum kaupverðs sé gerð krafa um greiðslu eftirstöðva krafnanna. Þá sé á því byggt að stefndi Verkland geti ekki krafist dráttarvaxta af þeim stefnendum sem hafa haldið eftir hærri fjárhæðum af greiðslu kaupverðsins en sem nemur gallakröfu þeirra.

Af hálfu stefnenda sé á því byggt að stefndu, Verkland og Jón Ingi Lárusson, séu ábyrgir in solidum vegna allra þeirra galla sem fram koma í matsgerð dómkvaddra matsmanna en stefndi Helgi Bergmann Sigurðsson sé einungis ábyrgur in solidum með meðstefndu vegna galla skv. matsliðum  3b, 5a, 5c, 7a, 7b og 7d í matsgerðinni.

Kröfur á hendur stefnda, Verklandi

Kröfur stefnenda á hendur stefnda, Verklandi, eru byggðar á því að fasteignin Rauðamýri 1, Mosfellsbæ sé gölluð. Stefnendur telja sannað með matsgerð dómkvaddra matsmanna að fasteignin sé gölluð í skilningi fasteignakauparéttar og standist ekki þær kröfur sem kaupendur eignarinnar hafi með réttu mátt gera til hennar um ástand, eiginleika, gæði og búnað. Er á því byggt að stefndi, Verkland, sem seljandi fasteignarinnar, beri ábyrgð gagnvart stefnendum á öllum þeim göllum sem tilgreindir eru í matsgerð dómkvaddra matsmanna. Stefndi, Verkland, hafi reist húsið til þess að selja íbúðirnar í atvinnuskyni og er á því byggt að um neytendakaup sé að ræða. Hafi stefndi, Verkland, ekki efnt samningsskyldur sínar við stefnendur samkvæmt kaupsamningum og afhent eignirnar gallaðar og ekki í samræmi við skilalýsingu og þær kröfur sem gera má til nýbygginga. Beri hann ábyrgð á göllum við byggingu hússins, göllum við misheppnaðar lagfæringar á síðari stigum sem og ófullnægjandi frágangi. Breyti engu þó einstakir eigendur hafi að fullu staðið skil á greiðslu kaupverðsins og fengið gefið út afsal. Stefnendur hafi mátt leggja til grundvallar við kaupin að hið selda væri byggt og frá því gengið í samræmi við það sem almennt megi gera ráð fyrir um nýbyggðar eignir og að eignin væri ekki haldin neinum göllum. Nýbygging sé gölluð þegar hún hafi ekki þá kosti sem kaupendur megi gera ráð fyrir á grundvelli framangreindra almennra forsendna. Stefnendur byggja á því að þeir sem kaupendur nýrrar fasteignar þurfi ekki að þola að eignin sé haldin nokkrum göllum. Seljandi, sem reisi hús í atvinnuskyni, beri ábyrgð á því að húsið sé í samræmi við ákvæði byggingarlaga, byggingarreglugerðar og viðurkenndar byggingarvenjur. 

Er á því byggt að stefnendum hafi verið heimilt að beita stöðvunarrétti vegna galla á eigninni í þeim tilvikum sem stefnendur hafa haldið eftir hluta kaupverðsins enda eigi stefnendur kröfur á hendur stefnda um skaðabætur og/eða afslátt vegna galla.

Af hálfu stefnenda er á því byggt að eignin sé haldin göllum sem stefndi, Verkland, beri ábyrgð eins og staðreynt hefur verið með mati dómkvaddra matsmanna. Eignin sé hvorki í samræmi þær kröfur sem gera má til nýbygginga né samþykktar teikningar, skilalýsingu og kynningargögn. Er á því byggt að fasteignin sé gölluð í skilningi 18. og 19. gr. laga um fasteignakaup. Er á því byggt að stefnendur eigi rétt til skaðabóta og/eða afsláttar úr hendi stefnanda Verklands, sbr. 34. gr., 37. gr., 41. gr. og 43. gr. fasteignakaupalaga.  

Kröfur á hendur stefnda, Jóni Inga Lárussyni byggingarstjóra

Kröfur stefnenda á hendur stefnda, Jóni Inga, byggingarstjóra hússins, eru byggðar á 51. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 og á hinni almennu sakarreglu íslensks réttar. Ábyrgð byggingarstjóra grundvallist á strangri sakarábyrgð hans sem sérfræðings í mannvirkjagerð og beri hann ábyrgð á göllum á grundvelli reglna skaðabótaréttar um sérfræðiábyrgð.

Með 51. gr. skipulags- og byggingarlaga, og tengdum ákvæðum, eru lagðar þær skyldur á byggingarstjóra að hafa yfirumsjón og eftirlit með byggingarframkvæmdum sem hann stýrir. Þannig hvílir ekki aðeins sú skylda á byggingarstjóra að byggt sé í samræmi við samþykkta uppdrætti, lög og reglugerðir, heldur einnig skylda til að hafa yfirumsjón og eftirlit með byggingarframkvæmdum sem hann stýrir, þ. á m. að iðnmeistarar sem koma að verkinu fyrir hans atbeina sinni skyldum sínum og að framkvæmdin sé tæknilega og faglega fullnægjandi, sbr. 3. mgr. 51. gr. skipulags- og byggingarlaga. Vanræki byggingarstjóri þessar skyldur sínar með saknæmum hætti ber hann ábyrgð á því tjóni sem af hlýst. Af hálfu stefnenda er byggt á því að svo sé.

Af hálfu stefnenda er á því byggt að húsið sé gallað og megi rekja alla þá galla sem fram koma í matsgerð dómkvaddra matsmanna til atriða sem byggingarstjóri hússins beri ábyrgð á. Er á því byggt að hann beri bótaábyrgð gagnvart stefnendum hvort sem um var að ræða galla sem rekja má til byggingarinnar eða til viðgerða sem framkvæmdar voru eftir á sem og til ófullnægjandi frágangs. Fram komna galla, sem staðfestir eru í matsgerðinni, megi rekja til stórfelldrar vanrækslu byggingarstjóra á skyldum sínum sem lýsir sér í því að tæknileg og faglega fullnægjandi vinnubrögð voru ekki viðhöfð og eftirliti ekki framfylgt. Verði að meta það byggingarstjóra til vanrækslu að hafa látið slík vinnubrögð viðgangast. Þannig hafi stefndi valdið stefnendum tjóni sem raski verulega hagsmunum stefnenda. Stefndi, byggingarstjóri hússins, sé því ábyrgur gagnvart stefnendum vegna þess tjóns sem hlotist hefur af saknæmri vanrækslu hans á lögbundnum skyldum sínum.

Stefnendur telja ljóst að byggingarframkvæmdin, sem og úrbætur á síðari stigum, hafi ekki verið faglega og tæknilega fullnægjandi, eins og ráða megi af matsgerð dómkvaddra matsmanna. Í matsgerðinni sé staðreynt að margt hefur farið úrskeiðis við byggingu hússins, úrbætur og frágang. Í matsgerðinni kemur víða fram að bygging hússins, frágangur og vinnubrögð séu ófullnægjandi, ófagleg, ekki í samræmi við teikningar, byggingarreglugerð o.fl. Hurðir og gluggar leki og megi m.a. rekja það til ófullnægjandi frágangs og efnisvals, skemmdir séu á stálhurðum og veggjum þar sem ekki var gætt réttra vinnubragða, frágangur eftir viðgerðir vegna leka niður í bílakjallara séu ófullnægjandi, þvottastæði og frágangur lóðar ekki í samræmi við samþykktar teikningar, sagað hafi verið ofan af geymsluhurðum, rétts vatnshalla hafi hvorki verið gætt til að tryggja fráveitingu vatns af svalagöngum né bílaplani auk fleiri atriði sem rakin eru í matsgerð dómkvaddra matsmanna. Stefndur byggja á því að við framkvæmdina hafi ekki verið gætt fullnægjandi og faglegra vinnubragða og skort hafi á umsjón og eftirlit þannig að framkvæmdin hafi hvorki verið tæknilega né faglega fullnægjandi. Beri byggingarstjóri ábyrgð á því að ekki hafi verið fylgt forsvaranlegum vinnubrögðum við smíði hússins og frágang þess. Verði að virða það byggingarstjóranum til vanrækslu að hafa látið slík vinnubrögð viðgangast. Þá bar byggingarstjóra að gæta þess að efnisval sem notað var við byggingu hússins hentaði aðstæðum.

Hefði byggingarstjóri mátt, með viðhlítandi vinnubrögðum og eftirliti, koma í veg fyrir fram komna galla og verði að meta honum til sakar að hafa ekki gert það. Er á því byggt að byggingarstjóri beri ábyrgð á saknæmri vanrækslu á þessum skyldum sínum og eigi það við um alla þá galla sem raktir eru í matsgerð dómkvaddra matsmanna.

Er tryggingarfélagi byggingarstjóra, Vátryggingafélagi Íslands, stefnt til réttargæslu í málinu en byggingarstjóri er með lögbundna starfsábyrgðartryggingu hjá félaginu.

Krafa á hendur stefnda, Helga Bergmann Sigurðssyni, hönnuði

Stefnendur byggja á því að stefndi, Helgi Bergmann, hönnuður fasteignarinnar að Rauðumýri 1, Mosfellsbæ beri skaðabótaábyrgð á þeim göllum sem rekja megi til þess að hönnun umræddrar fasteignar hafi verið ábótavant. Er á því byggt að ábyrgð hönnuðar grundvallist á strangri sakarábyrgð hans sem sérfræðings í hönnun mannvirkja og beri hann ábyrgð á göllum á grundvelli reglna skaðabótaréttar um sérfræðiábyrgð og hinnar almennu sakarreglu íslensks réttar.

Stefnendur telja að hönnun fasteignarinnar hafi verið gölluð að því er varðar matsliði 3b, 5a og c, 7a, 7b og 7d í matsgerð. Er á því byggt að hönnuður hússins hafi átt að gæta þess við hönnun sína að sett yrði drenlögn jarðvegs megin við stoðvegg í rampi bílageymslu og tryggja hvernig ganga hefði átt frá yfirborði veggjarsins sem snúi að jarðvegi, tryggja að vatnshalli væri réttur og fráveiting vatns af svalagöngum og bílaplani væri rétt og að hitalögn í rampi að bílageymslu væri hönnuð svo hún virkaði.  Hafi faglegra vinnubragða ekki verið gætt við hönnunina og beri hönnuður hússins skaðabótaábyrgð á því tjóni sem af því hefur hlotist. Beri hönnuður ábyrgð á því að við hönnun húsa sé gætt faglegra vinnubragða og að hönnun sé unnin í samræmi við lög og reglugerðir um byggingarmál. Gildi einu hvort um sé að ræða atriði sem fram koma á uppdráttum sem hönnuður áritar eða hvort um sé að ræða atriði sem hönnuði hefur láðst að hanna þannig að tjón verði vegna ófullnægjandi hönnunar.

Stefnendur byggja á því að telja verði ljóst að hönnun stefnda uppfylli ekki þær kröfur sem gerðar séu í lögum nr. 73/1997, sbr. einkum 47. gr. laganna og í byggingarreglugerð nr. 441/1998, sbr. einkum 17. gr., 18., 19., 24., 101.1., 184., 185., 188. og 196 gr. og hafi stefndi sýnt af sér vanrækslu í störfum sínum sem aðalhönnuður fasteignarinnar og beri því skaðabótaábyrgð gagnvart stefnendum.

Er tryggingarfélagi hönnuðar, Sjóvá-Almennum tryggingum hf., stefnt til réttargæslu í málinu en hönnuður er með lögbundna starfsábyrgðartryggingu hjá félaginu.

Dráttarvaxtakrafa stefnenda er byggð á 9. gr., sbr. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu. Dráttarvaxta er krafist frá 28. ágúst 2009, þ.e. mánuði eftir að stefndu var send matsgerð hinna dómkvöddu matsmanna, sbr. bréf dags. 28. júlí 2009.

Um aðild sóknar- og varnarmegin vísa stefnendur til heimildar í 1. mgr. 19. gr. eml. um samlagsaðild þar sem kröfur séu af sama uppruna, sama atvikalýsing eigi við, þær séu studdar sömu röksemdum og sönnunargögnum.

Um aðild réttargæslustefndu er vísað til 1. mgr. 21. gr. eml. Réttargæslustefndi, Sjóvá Almennar tryggingar hf. er tryggingaraðili stefnda og réttargæslustefndi, Vátryggingafélag Íslands, er tryggingaraðili byggingarstjóra og Sjóvá Almennar er tryggingarfélag hönnuðar. Ekki eru gerðar kröfur á hendur réttargæslustefndu.

Stefnendur vísa til meginreglna samninga-, skaðabóta- og kröfuréttar, laga nr. 40/2002 um fasteignakaup, laga nr. 26/1994 um fjöleignarhús, skipulags- og byggingarlaga og byggingarreglugerðar, vaxtalaga nr. 38/2001 og laga nr. 19/1991 um meðferð einkamála. Um málskostnað er vísað til 129. og 130. gr. laga um meðferð einkamála nr. 19/1991. Um virðisaukaskatt á málskostnað vísast til laga nr. 50/1988. 

Málsástæður og lagarök VLX 4530 ehf. (áður Verkland ehf.)

Stefnendur krefja stefndu um greiðslu á tjóni sem þeir telja sig hafa orðið fyrir. Stefnendur lýsa málsgrundvellinum fyrst almennt og síðan greina þeir á hvaða málsástæðum málið byggist á hendur hverjum stefndu.

Byggja stefnendur mál sitt á hendur stefnda eingöngu á samningssambandi aðilanna, nánar tiltekið á eftirfarandi; fasteignin sé gölluð í skilningi laga um fasteignakaup nr. 40/2002 (hér eftir skammstöfuð fek.) og á þessu beri stefndi ábyrgð, þar sem stefndi hafi selt íbúðirnar í atvinnuskyni sé um neytendakaup að ræða, afhending eignanna sé ekki í samræmi við samning, réttarstaða sé í hvívetna hin sama óháð því hvort greiðsla kaupverðs eða afsal hafi farið fram, stöðvun greiðslna hafi verið lögmæt og réttmæt þar sem slíkt átti sér stað, stefnendur eigi rétt til skaðabóta og/eða afsláttar á grundvelli tiltekinna greina fek.

Stefndi vísar til þess sem á eftir greinir um afstöðu hans til staðhæfinga stefnenda um meinta galla. Stefndi mótmælir því að hann hafi ekki staðið við samninga í hvívetna. Hann mótmælir því einnig að það skipti ekki máli þótt fullnaðaruppgjör hafi farið fram milli aðila, einkum uppgjör sem fóru fram eftir að einstakir eigendur fóru að efna til samblásturs í húsinu, sumt í átt að hysteríu. Byggir stefndi á að í ýmsum atriðum hafi stefnendur sýnt af sér tómlæti sem nánar verður vikið að síðar í greinargerðinni. Stefndi telur einnig að matsgerðin sanni ekki rauntjón stefnenda. Stefndi telur einnig að til skoðunar komi hjá dómara hvort hann vísi kröfum stefnenda frá ex officio því ekki sé hægt að láta dómara velja hvort hann dæmi skaðabætur eða afslátt. Reyndar er engin krafa í málinu um hlutfallslegan afslátt. Eigi málið að ganga til efnisdóms verður því að túlka málatilbúnaðinn svo að í raun sé eingöngu um skaðabótakröfu að ræða enda engar aðrar kröfur settar fram.  Annars þarf að vísa málinu frá dómi þar sem þetta getur ekki verið valkvætt. 

Stefnendur taka í upphafi fram að þeir hafi byggt tvær blokkir að Rauðumýri 1 og Rauðumýri 3. Íbúar að Rauðumýri 3 séu sáttir og hafi ekki kvartað yfir neinu. Íbúar að Rauðumýri 1 séu einnig mesta friðsemdarfólk og jafn sátt við lífið og tilveruna. Í hópnum hafi hins vegar verið örfáir hvatamenn málsýfinga sem leitt hafi mál þetta og fengið hina með sér. Væntanlega hafi átt sér stað fortölur og hjarðáhrif.

Stefndi telur að í málatilbúnaði stefnenda gæti þess grundvallarmisskilnings að þótt almenni gallaþröskuldurinn gildi ekki í neytendakaupum um fasteignir þá sé hægt að vera með hvers kyns sparðatíning og kalla hann „galla“. Slíkt uppnefni á minnstu smámunum eða eðlilegum hlutum í fasteignum á Íslandi séu hreinar öfgar. Engar réttarheimildir standi til slíkrar kröfugerðar.

Finnist stefnda að ýmsar af kröfunum beri með sér eftirsókn stefnenda í afslátt af kaupverði án tillits til rauntjóns eða þess að þau verði fyrir einhvers konar óþægindum. Virðist hugmyndin vera að finna eitthvað sem ekkert er eða mjög smávægilegt en kostar mikla fjármuni að breyta, fá síðan kostnaðinn við það greiddan í formi bóta en síðan verði auðvitað ekkert gert enda hlutirnir í stakasta lagi. 

Í matsbeiðnum sé beðið um mat á ýmsu milli himins og jarðar þar sem matsmenn fundu ekkert að eða ekkert sem teljist til galla. Þetta kosti stefnda aukna vinnu og lögfræðiaðstoð sem verði að taka tillit til við ákvörðun málskostnaðar. Verði einhverjir gallar taldir á fasteigninni er mikilvægt að ekki verði dæmdur matskostnaður á stefnda fyrir kostnaði við tilgangslausa liði í matsbeiðni eða liðum þar sem ekki er talið að um galla sé að ræða. Matskostnað verði því aldrei hægt að dæma í heild sinni á hendur stefnda, hvernig sem málið fer.

I.          Atriði sem varða alla matsbeiðendur.

1.a.      Útihurð við aðalinngang í stigahúsi. Þegar stefndi afhenti eignirnar voru hurðir og gluggar í fullkomnu lagi. Allt sem gerist eftir það sé á áhættu kaupenda, sbr. 1. mgr. 12. gr. fek. Hurðirnar voru ógallaðar og vinnan óaðfinnanleg við uppsetningu. Það hefur hins vegar komið í ljós að náttúruöflin við Rauðumýri eru óblíð og að í verstu veðrum sleppur að sögn inn lítils háttar bleyta. Náttúruöflin eru hins vegar ekki á ábyrgð stefnda enda verður honum ekki um þau kennt. Ef þau hafa veitt byggingunni óblíðari viðtökur heldur en gengur og gerist hér á landi er það ekki neitt sem stefndi vissi eða mátti vita um. Húsið er óaðfinnanlegt að þessu leyti. Í matsgerð á dskj. nr. 64 virðist því haldið fram að útihurð þoli ekki þrýsting í slagveðrum af því að hún opnist inn. Slíkt fyrirkomulag er hins vegar viðtekin venja hér á landi og hefur fólk þá sætt sig við þann möguleika að í verstu veðrum takist að finna bleytu við hurð ef vel er að gáð. Hönnun hússins er hefðbundin og samþykkt af byggingaryfirvöldum. Hér sé um hreina smámuni að ræða. Gallinn við að hurð opnist út er aukin hætta á að hurð fjúki upp. Varðandi skemmdir eftir arma í hurðapumpum þá sé slíkum kröfum vísað á bug. Væntanlega hefur einhver hurðaskellir átt leið um húsið eftir afhendingardag þegar húsið var komið á áhættu kaupenda. Á þeim jólasveini beri stefndi ekki ábyrgð. Tillaga um breytingar á hurðinni sé út í hött miðað við tilefni enda er verið að kalla yfir húsfélagið ný og verri vandamál. Á vettvangi húsfélagsins hefur ekki verið gerð samþykkt um að breyta húsinu á þennan hátt og geti einstakir eigendur þar af leiðandi ekki gert kröfu um kostnað við slíkt. Ekki liggi heldur fyrir að byggingaryfirvöld eða arkitekt samþykki breytta hönnun hússins. Ekki sé því hægt að krefja um bætur á þessum grunni sem gert er og beri því að sýkna en ella vísa kröfunni frá dómi. Vilji menn gera gott betur megi fara út í frekari framkvæmdir við skyggni, vindbrjóta o.þ.h.

1.b.      Stálhurðir (5 stk.) í kjallara. Því sé mótmælt að nokkuð sé að hurðunum. Þéttilisti hafi ekkert með brunavarnir að gera og mætti fjarlægja. Það sé smekksatriði hvort menn telji að brúnir eigi að vera rúnnaðar eða ekki og hafi ekkert með gallahugtak fek. að gera. Fráleitt sé að fara að mála hurðirnar tvisvar sinnum. Ósannað sé að lakk hurða hafi rispast í höndum seljanda á meðan þær voru á áhættu hans. Hurðapumpur þurfi að stilla reglulega og sé ósannað að þær hafi ekki verið rétt stilltar við afhendingu eignarinnar. Þótt sorfið hafi verið af hurðum sé ekkert sem bendi til að þær teljist gallaðar á eftir. Í þessum hluta matsgerðar er lagt til mikið fyrir lítið og nánast ekki neitt. 

1.c.      Gluggar í stigahúsi. Því sé mótmælt að það leki með körmum eða eitthvað sé að uppsetningu gluggans. Sé um leka að ræða kemur hann ábyggilega með gleri og sé auðvelt að bæta úr. Sú tillaga sem matsmenn leggja til eigi því ekki við enda ósannað með öllu að þörf sé á þessari framkvæmd þar sem matsmenn treysti sér ekki til að fullyrða um orsakir lekans. 

2.         Frágangur utan á húsinu.

Eins og sjá megi af liðum 1.b. til 2.b. hafa forystumenn stefnenda innan húsfélagsins rýnt í húsið eins og fornleifafræðingar í kuml í þeirri viðleitni að finna eitthvað til málsýfinga. Sést þarna og víðar hversu langt sé gengið að menn verði jafnvel áskynja um eitthvað sem ekkert er. Allt málið beri þessa merki. 

2.c.      Steyptar festingar svalaganga. Þessari kröfu sé hafnað. Þegar rignir heyrist þúsundir drophljóða og sé þetta minna en einn keppur í sláturtíð. Ekkert liggi fyrir um í hvaða fjarlægð drophljóðin heyrast, hverjir heyra eða hverjir gætu mögulega orðið fyrir ónæði eða greint þessi drophljóð frá öðrum drophljóðum vegna rigninga af himnum ofan. Sé þessum lið alfarið hafnað. Því sé mótmælt að um nokkurt ónæði sé að ræða. Ekki liggi fyrir nægar upplýsingar til að hægt sé að taka afstöðu til þess hvort þarna sé um galla að ræða.

2.d.      Skemmdir á klæðningu. Því sé alfarið hafnað að þarna sé um nokkurn galla að ræða. Það smáræði sem menn þykjast sjá sé slíkt að ekki sé ástæða til þess að gera neitt sérstaklega í þessu og það hverfur seinna þegar málað verður. Jafnvel þótt ekki gildi almennur gallaþröskuldur í neytendakaupum sé óþarfi að fá sjóntruflanir út af þessu. Hér sé ekki um nokkurn galla að ræða. 

3.         Leki og sprungur.

3.a.      Leki í kjallara. Því sé mótmælt að þarna sé nokkur galli . Matsmenn lýsi ekki hvers konar frágangsvandamál þeir telji sig sjá.

3.b.      Veggur við innkeyrslu. Ekki hafi verið gert ráð fyrir að þessum vegg fylgdi drenlögn og ekki sé að sjá að þetta eigi eftir að valda neinum vandkvæðum enda átti ekki að verja innkeyrsluna fyrir vatni. Sjálfsagt hefði mátt hanna þetta m.t.t. drenlagnar en eftir því sem meira sé í lagt því hærra verði verðið á fasteignunum. Sé gerð hússins og framkvæmd að mati stefnda til fyrirmyndar og felist ekki í þessu nein samningsbrot. 

4.         Bílageymsla.

4.d.      Þvottastæði. Því sé hafnað að ósamræmi sé á milli teikninga á lagnateikningu. Vatnslagnir eru teiknaðar á lagnateikningunni í núverandi þvottastæði. Því er mótmælt að túlka beri samning aðila með þeim hætti sem gert var. Hér sé á ferðinni rangur skilningur hjá stefnendum. Flestir íbúðareigendur keyptu eignina eins og hún var við skoðun. Í þeim frágangi sem þarna er telst heldur enginn galli, allt er með felldu. Þetta er dæmi um hvernig stefnendur leita eins og í smásjá að öllu sem þeim kynni að detta í hug en margir liðir séu þess eðlis að jafnvel þrautreyndir matsmenn gátu ekki fundið þá galla sem stefnendur þóttust hafa séð.

4.f.       Geymsluhurðir. Þessu sé hafnað. Engin eyðilegging hafi átt sér stað á hurðunum og sé um algengan frágang að ræða. Alltaf sé höfð loftunarrifa á hurðum sem þessum. Óþarft var að setja límband og má að skaðlausu rífa það af. Ekki sé því um neinn galla að ræða. Að reikna 33.200 kr. á hverja hurð út af þessu sé fráleitt, enda séu hurðir af þessu tagi ódýrar og fljótlegra að setja þær nýjar í. Að fá nýjar hurðir sé ódýrari lausn. Fái stefnendur bætur muni þeir aldrei hrófla við þessum frágangi enda sé ekkert að honum. Finnst stefnda að þessi krafa ásamt ýmsum öðrum beri með sér ótæpilega eftirsókn stefnenda í afslátt af kaupverði án tillits til rauntjóns eða hvort þeir verði fyrir einhvers konar óþægindum. Virðist hugmyndin vera að finna eitthvað smávægilegt, fá síðan tillögur um stórkostlegar tilfæringar til að laga það, í engu samræmi við tilefni, og ná þannig fram endurgreiðslu eða lækkun kaupverðs. 

5.a.      Svalagangur og niðurföll. Ekki sé fallist á að neitt sé að svalagöngum.  Hvergi sé gert ráð fyrir að ekki megi vera vatn á þeim. Algengt sé að gengið sé inn í hús þannig að það rigni á menn beint af himnum ofan og vatn sé alstaðar, m.a. við útidyr. Þótt húsið sé hannað með svalagöngum felist í því ekkert loforð um að ekki megi vera þar vatn. Ef um sé að ræða hönnunargalla þá gæti hann eingöngu falist í að hafa ekki niðurföll. Ekki sé unnt að bæta ílögn við inngang hurðar í anddyri vegna þess hvernig hönnun hússins sé háttað. Sú tillaga sem matsmenn leggja til gengur ekki upp. Því hefði úrbótatillagan átt að ganga út á niðurföll ef þetta væri vandamál sem þyrfti að leysa, en svo sé ekki. Hér sé bara um ósköp venjulegt vatn að ræða fyrir framan útidyr á húsum eins og við útidyr flestra húsa á Íslandi. Vegna glerveggjanna berist lítið vatn inn á svalaganga. Ekki sé um að ræða brot á byggingarreglugerð af neinu tagi.

5.b.      Gólfefni á jarðhæð. Þarna sé ekki um neina galla að ræða og fásinna að fara að breyta einhverju í fyrra horf en þetta var gert til að koma í veg fyrir leka niður í geymslugang. Hefði lekinn verið ennþá hefðu matsmenn sjálfsagt ráðlagt að breyta þessu í það horf sem nú er. Ekkert í fek. gefur til kynna að hér sé um galla að ræða. Ekki var gert ráð fyrir vatnsheldum dúk á þaki og að leggja ílögn á dúk virkar aldrei. Þá væri mikil hætta á losi en hugsanlega væri hægt að leggja mjög þykka ílögn, 10-15 cm. Þá væri komið þrep frá svalagangi inn á sameign sem er ekki viðtekin venja og myndi geta leitt til slysa- og lekahættu. Verði fallist á kröfu stefnenda væri um að ræða lækkun á kaupverði án þess að nokkur vandamál væru á ferðinni og án þess að þeir myndu nokkurn tímann hrófla við þessu því allar ráðagerðir um breytingar séu til óþurftar.

7.         Bílaplan og rampur.

7.a.-b. Bílaplan. Samkvæmt byggingarnefndarteikningu sé gert ráð fyrir halla 0,2% - 0,7%. Ef færa eigi niðurfallsbrunna neðar séu menn komnir niður fyrir steypta plötu. Það að eitthvert vatn finnist á bílaplani sé almennt séð ekki galli. Þar að auki mætti leysa svona vandamál með niðurföllum sem væri miklu ódýrari framkvæmd. Varðandi polla sem myndast við kantstein mætti einfaldlega bora í gegnum kantsteinana eða gera lítil skörð. Hafi sú lausn verið notuð víða um land.

7.c.      Niðurfallsrenna. Þessu sé hafnað. Niðurfallsrennan gerir sitt gagn og engin vatnsmyndun eða óþægindi séu vegna stærðar hennar. Ekki sé óeðlilegt að hellulögn sígi í hjólförum. Þessi liður virðist byggjast á einhverjum ranghugmyndum hjá stefnendum um að ekkert geti látið á sjá við notkun. 

7.d.      Hitalögn í rampi. Þessi liður sé byggður á ranghugmyndum. Í fyrsta lagi sé byggt skv. teikningum. Í öðru lagi var ekki markmiðið að aðkeyrslan yrði íslaus heldur að tryggja nægilegt viðnám þegar keyrt væri niður rampinn. Eftir því sem snjóbræðsla gangi lengra því orkufrekari sé hún. Engin samningsbrot felist í þessum lið og engu var lofað umfram það sem gert var. Áherslan sé lögð á að hitalögn í rampi sé þar sem hennar sé þörf í aksturslínu og í mesta hallanum. Það liggi í hlutarins eðli að upphitaður flötur mæti óupphituðum. Hvort sem það er 50 eða 100 cm lengra eða styttra en einhver viðmiðun þá geti það ekki talist galli. Í hvívetna hafi verið farið eftir teikningum. Ekki sé skylt að hafa hitalögn í rampi en sú sem sé þar þjóni fullkomlega sínu hlutverki.

8.a.      Lóð. Stefndi frábiður sér að bera ábyrgð á því ef íbúar hússins bera ekki á túnin eða vökva þau. Botnar stefndi ekkert í tali um að það vanti 2-5 metra tré. Í fyrsta lagi var ekki lofað að planta trjám og því síður ákveðið hvaða trjátegundir yrðu settar niður, auk þess sem venjan er ekki sú að setja niður stór tré heldur lítil og svo kemur stærðin með tímanum. Ekki var unnt að gróðursetja við lóðamörk bæjarlands Mosfellsbæjar því bæjarfélagið var ekki búið að ganga frá yfirborði sín megin fyrr en lóðafrágangi var löngu lokið að Rauðumýri 1-3. Ef einhverjir liðir teldust vera bótaskyldir þá sé ekki hægt að greina af matsgerðinni hver kostnaður við þá liði sé. Beri því að sýkna.

9.a.      Flísar-hurðastopparar. Verðið á kostnaði við hurðastoppara sé helmingi of hátt. Þar að auki sé ekki um að galla að ræða í skilningi laga og ekkert samningsbrot. 

II.         Atriði sem varða hvern matsbeiðanda (hvern eignarhluta).

1.         Útidyrahurðir. Ekkert sé fram komið um að hurðir standist ekki 1100 Pa þrýsting eða að þörf sé á slíku. Ósannað sé að nokkur galli sé á hurðunum. Hins vegar kunni að vera að við tilteknar veðuraðstæður myndist einhver leki. Ekkert sé að gerð hússins, ástandi hurða eða hönnun þess. Húsið sé byggt að venjulegum gæðum og allt sé með eðlilegum hætti. Við ýmsar veðuraðstæður á Íslandi geti komið einhver bleyta í verstu veðrum, það sé ekki galli.

Ekki sé hægt að láta hurðir opnast út því um svalagang sé að ræða og ekki til siðs að láta hurðir opnast á andlit þeirra sem leið eigi um. Óvíst sé að byggingarleyfi fengist fyrir slíkum breytingum og að samþykktar yrðu nýjar teikningar af hálfu byggingaryfirvalda. Væri slíkt byggingarleyfi löglaust. Væntanlega fylgdi slíku slysahætta sem væri saknæm og ólögmæt af hálfu húsfélagsins og þar með séu matsmenn með tillögu um framkvæmd sem ekki sé lögleg eins og á stendur. Við veðuraðstæður þarna gætu þá hurðir fokið upp og væri því farið úr öskunni í eldinn að snúa þeim við. Á vettvangi húsfélagsins hafi þessi breyting á útliti húss ekki verið samþykkt en hún er veruleg og þyrfti væntanlega samþykki allra en annars 2/3 hluta eigenda, sbr. m.a. 30. gr. l. nr. 26/1994.

Þarna séu engin vandamál á ferð önnur en þau sem felist í því að búa á Íslandi. Slíkt sé ekki galli. Þar að auki sé um hreint smáræði að ræða. Aðeins á einum stað sáust ummerki eftir leka á milli hæða, frá íbúð 301 yfir í 201. Sá leki hafi verið lagfærður. Ef leki væri með ísetningu hurðakarma myndu að öllum líkindum sjást ummerki í lofti íbúðar fyrir neðan. Ef hanna hefði átt hús sem væri með sama þéttleika og kafbátur við allar íslenskar veðuraðstæður hefði það verið hannað og teiknað með öðrum hætti og orðið allmiklu dýrara í byggingu og söluverð töluvert hærra. 

2.         Gluggar og gler. Ef leki með gleri sé auðvelt að laga það. Boðin hafi verið fram viðgerð en henni hafnað. Boðið var að skipta út rúðum með úthlutunarristum en því boði hafi ekki verið tekið. Á örfáum stöðum sáust ummerki eftir leka með opnanlegu fagi og það virtist gerast einu sinni til fimm sinnum á ári í allra verstu veðrum. Þetta sé ekki galli nema það sé galli að búa í landinu. Sá raki, sem sést hefur á 1-3 stöðum í húsinu í kverkum, geti allt eins stafað af innanhússraka eins og raka utan frá. Þessum lið sé hafnað. 

Aðrir meintir gallar.

Íbúð 01 0103. Þau vandamál, sem haldið sé fram að séu, geti aðeins verið eftir eigendaskipti; eignin var afhent óaðfinnanleg. Staðhæfingum um annað en þarna er sagt sé mótmælt. 

Íbúð 01 0105. Því sé mótmælt að nokkrir gallar séu fyrir hendi. Eignin hafi verið afhent óaðfinnanleg við eigendaskipti. 

Íbúð 01 0106. Þessi íbúð sé í eigu stefnendanna, Þórðar Björns Sigurðssonar og Helgu Dísar Sigurðardóttur. Hann sé einn af þeim sem hafi haft forystu um að finna galla á eigninni. Megi af matsgerðinni sjá hversu mikið sé tínt til af meintum göllum sem matsmenn gátu ekki fundið nein ummerki um (sjá dskj.nr. 64, bls. 34-39). Því sé mótmælt að nokkuð hafi verið að eigninni við afhendingu hennar og að allt sem kunni að hafa gerst hafi gerst eftir eigendaskipti. Stefnda sé kunnugt um að mikill raki hefur verið í íbúðinni þar sem gluggar hafi verið lítt opnaðir, þvottur þurrkaður, m.a. í stofu, og mikill innanhússraki. Skýri það það sem að kynni að vera. Varðandi vandamál í gluggum telur stefndi að um innanhússraka sé að ræða og gardínu-þéttingar. 

Íbúð 01 0201. Því sé mótmælt að um nokkurn galla hafi verið að ræða við afhendingu eignarinnar. Það sem að kynni að vera að hafi gerst eftir eigendaskipti. Útilokað sé að vatn komi inn í rafmagnsdós undir svalaþaki og út um slökkvara. Fræðilega mætti hugsa sér að í miklu frosti yrði rakaþétting við dósina sem gæti orsakað svona. Hafi slíkt átt sér stað gerist það varla nema afar sjaldan.

Íbúð 01 0203. Því sé mótmælt að eignin hafi verið á nokkurn hátt gölluð við afhendingu hennar. Hurð kann að hafa fokið upp o.s.frv. en því sé lýst yfir að eignin hafi verið afhent óaðfinnanleg. 

Íbúð 01 0205. Þarna sé loksins kominn hinn margfrægi gallaþröskuldur sem sagður er laus á hurðarkarmi. Eignin hafi verið óaðfinnanleg við afhendingu og eigi þetta rætur að rekja til þess sem gerst hefur eftir eigendaskipti, ef eitthvað er þarna að. 

Íbúðir 01 0304, 01 0305, 01 0306, 01 0406. Eignirnar hafi verið óaðfinnanlegar við afhendingu. Ef eitthvað kunni að vera að hafi það gerst eftir eigendaskipti. 

Nánar um málsástæður stefnda.

Byggt sé á að engir gallar hafi fundist á fasteigninni sem rætur eigi að rekja til stefnda. Þeir gallar sem kynnu að vera hafi átt sér stað eftir eigendaskipti og ekki verið fyrir hendi við afhendingu til einstakra eigenda. Ástand eignarinnar var sýnilegt við skoðun og ekkert við hana ætti að koma á óvart. Að því leyti sem gallar kynnu að vera á eiginni hefðu stefnendur átt að kvarta yfir þeim þegar í stað og sé allur hugsanlegur réttur fallinn niður fyrir tómlætis sakir. Ekki sé gerð krafa um hlutfallslegan afslátt. Ef krafist er skaðabóta hvíli sú skylda á tjónþola að draga úr tjóni sínu og velja hagkvæmustu leiðina til að bæta úr skaðanum. Eins og að framan hefur verið rakið sé þessi ekki raunin. Þeir gallar, sem kynnu að vera og kynnu að vera á ábyrgð stefnda, séu allir því marki brenndir að farið sé út í óþarflega dýrar aðgerðir til að bæta úr þeim. Séu þeir reyndar þannig að dæma hefði átt afslátt að tiltölu því ekki sé raunhæft að fara út í allar þær stóraðgerðir sem lagðar séu til til að leysa megi úr smámunum. Verði því að sýkna af kröfum stefnenda. Þeir hafi ekki sýnt fram á að þeir hafi orðið fyrir tjóni og hversu umfangsmikið það sé í raun og veru miðað við það sem af sanngirni má ætlast til að stefndi verði látinn bera, í ljósi m.a. framangreinds. Samþykktir á vettvangi húsfélagsins um aðgerðir liggi ekki fyrir og því ósannað að ráðist verði í framkvæmdirnar. Ekki liggi heldur lengur fyrir samþykki byggingarfulltrúa um byggingarleyfi fyrir þeim tillögum sem matsmennirnir gera ráð fyrir. Verði því þegar af þeim ástæðum að sýkna af kröfum stefnenda. 

Á eftirfarandi er byggt þar til annað kemur í ljós varðandi einstaka eigendur:

1.          Að allir þeir liðir sem mögulega gætu talist gallar hafi verið sýnilegir við skoðun eignarinnar þegar stefnendur keyptu.

2.          Enginn þeirra liða sem krafist er bóta út af séu í öðru ástandi en leiðir af samningi aðila.

3.          Enginn þessara liða teljist galli.

4.          Allar kvartanir sem hafa komið fram séu of seint fram komnar og allur réttur niður fallinn fyrir tómlæti.  Í þessu sambandi gæti þurft að skoða kvartanir einstakra eigenda. 

Að öðru leyti vill stefndi taka fram að matsgerð beri ekki með sér raunhæfar tillögur til úrbóta í samræmi við tilefnið og beri því að sýkna. Því sé mótmælt að húsinu hafi verið í nokkru áfátt við afhendingu til kaupenda.

Málsástæður og lagarök stefnda, Jóns Inga Lárussonar

             Stefndi tekur undir málsástæður fyrir sýknukröfum meðstefnda VLX 4530 ehf. (áður Verklands ehf.) að breyttu breytanda. Jafnframt tekur stefndi undir málsástæður og lagarök réttargæslustefnda VÍS hf.

Almennt um ábyrgð byggingarstjóra. Skaðabótakrafa á hendur stefnda byggist eingöngu á ábyrgð hans sem byggingarstjóra. Ábyrgð byggingarstjóra grundvallast á almennu sakarreglu íslensks réttar eins og Hæstiréttur hefur staðfest í dómum sínum. Engar réttarreglur leiði til þess að skaðabótaábyrgð byggingarstjóra sé víðtækari. Þó sakarábyrgð byggingarstjóra sé ströng eigi hlutlægar bótareglur ekki við, sakarlíkindaregla eða reglur eða sjónarmið breyti ekki sönnunarbyrði. Það sé því stefnenda að sanna tilvist og umfang tjóns síns og sýna fram á grundvöll sakarábyrgðar stefnda. 

             Stefndi verði því ekki dæmdur til að greiða stefnendum skaðabætur í þessu máli nema stefnendur sanni að stefndi hafi valdið þeim tjóni með saknæmum og ólögmætum hætti, tjónið sé sennileg afleiðing af háttsemi hans og raski hagsmunum sem verndaðir séu af skaðabótareglum.

             Hæstiréttur hefur með dómum sínum slegið því föstu að byggingarstjóra beri að tryggja að byggt sé í samræmi við samþykkta uppdrætti, lög og reglugerðir. Þá beri byggingarstjóra að hafa yfirumsjón og eftirlit með byggingarframkvæmdum sem hann stýri þ. á m. að iðnmeistarar sem koma að verkinu sinni skyldum sínum og að framkvæmdin sé tæknilega og faglega fullnægjandi. Byggingarstjóri felli á sig ábyrgð með saknæmri vanrækslu á þessum skyldum.

             Ábyrgð verði því ekki felld á byggingarstjóra nema sannað sé að honum hafi verið unnt að gera sér grein fyrir að ágallar væru á verki iðnmeistara og verði í því samhengi að hafa hliðsjón af umfangi starfsskyldna byggingarstjóra og þeirra mörgu verkþátta sem í húsbyggingum felast. Skilyrðum hinnar almennu sakarreglu sé ekki fullnægt nema góður og gegn byggingarstjóri, sem yfirumsjónarmaður með mannvirkjagerð, hefði mátt gera sér grein fyrir því að tilteknir verkhlutar væru ekki unnir með tæknilega og faglega fullnægjandi hætti. Hafi verkþættir verið teknir út af byggingaryfirvöldum, eða byggingarstjóri með öðrum hætti fengið staðfestingu yfirvalda á því að tilteknir verkhlutar væru unnir með tæknilega og faglega fullnægjandi hætti, geti ekki verið um sök byggingarstjóra að ræða.

             Stefndi byggi á því að hann beri ekki ábyrgð að tjóni stefnenda sem byggt sé á matsliðum sem lýsa ókláruðum verkum eða verkum sem ekki voru unnin. Stefndi geri ekki lítið úr því tjóni stefnenda en slíkt tjón eða afleitt tjón vegna slíkra verka falli ekki undir ábyrgð byggingarstjóra. Stefndi sé ekki aðili að kaupsamningum stefnenda og verði því ekki krafinn um efndir þeirra né bætur sökum þess að þeir séu ekki réttilega efndir. Minnt sé á að byggingarstjóri hafi ekkert boðvald yfir byggingaraðila og geti ekki þvingað hann til að ljúka framkvæmdum né beri byggingarstjóra skylda til að ráðast í framkvæmdir á eigin kostnað.

             Stefndi byggi jafnframt á því að byggingarstjóri beri ekki ábyrgð á hönnun húss eða framkvæmda. Þvert á móti beri byggingarstjóra að fara að samþykktum uppdráttum við byggingarframkvæmdir og tryggja að byggt sé í samræmi við þá. Bendi stefndi á að samkvæmt 47. gr. skipulags og byggingarlaga beri hönnuður húss ábyrgð á að hönnun sé faglega unnin og í samræmi við lög og reglugerðir um byggingarmál. Þá sé hönnuði skylt að afla sér ábyrgðartryggingar sökum þessarar ábyrgðar sinnar. Hönnuðir beri því sjálfstæða skaðabótaábyrgð á því ef hönnun húsa er ábótavant. Sjálfstæð ábyrgð hönnuða hafi m.a. verið staðfest í dómum Hæstaréttar í málum nr. 114/1999 og 182/1981.

             Þá byggi stefndi á því að byggingarstjóri beri ekki ábyrgð á gæðum þess efnis/muna sem notaðir séu við byggingu húss nema augljóst sé að efni/munir uppfylli ekki kröfur laga og reglna sem gilda um framkvæmdir hér á landi. Byggingarstjóri beri því ekki ábyrgð á samsetningu hluta sem smíðaðir séu utan byggingarstaðar og settir tilbúnir í hús nema honum megi vera ljóst að þeir séu gallaðir eða henti ekki til þeirra nota sem þeir séu ætlaðir.

             Stefnufjárhæðir miði við kostnað við að færa fjölbýlishúsið og fasteignir í því að öllu leyti til samræmis við teikningar, lög, reglugerðir og samninga sem stefndi sé ekki skuldbundinn af. Tjón stefnenda sé hins vegar með öllu ósannað enda ekki metið í fyrirliggjandi matsgerð. Telur stefnandi að fjárhagslegt tjón af meintum frávikum frá teikningum eða ákvæðum laga og reglugerða sé í mörgum tilvikum ekkert og í flestum tilvikum lægra en kostnaður við úrbætur sem lýst sé í matsgerð.

             Samkvæmt almennum reglum skaðabóta- og kröfuréttar verði að vega hagsmuni tjónþola af því að fá úr galla bætt við kostnað sem á tjónvald myndi falla. Augljóst sé að kostnaður við lagfæringu ýmissa kröfuliða sé slíkur að meintum tjónvaldi verði ekki gert að greiða fyrir lagfæringar í ljósi þess í hversu óverulegum mæli gallarnir rýri notagildi og verðmæti fasteignarinnar.

Aðildarskortur. Sýknukrafa stefnda, Jóns Inga Lárussonar, byggist í fyrsta lagi á aðildarskorti skv. 2. mgr. 16. gr. laga nr. 91 frá 1991 um meðferð einkamála. Kröfur stefnenda byggist á því að ekki hafi verið lokið frágangi tiltekinna verkhluta í húsinu og að munir sem notaðir hafi verið við byggingu hússins séu gallaðir, s.s. útihurðir og gluggar/gler. Þá lúti hluti krafna að tjóni vegna rangrar hönnunar. Stefndi eigi ekki í neinu samningssambandi við stefnendur og beri því ekki ábyrgð á óloknum verkum, gölluðum hlutum sem notaðir hafi verið í húsið né á hönnun hússins. Stefndi telji að þetta eigi við um alla kröfuliði stefnenda. Að minnsta kosti sé ljóst að þetta eigi við um flesta þeirra og þá stærstu. Þegar á þessum forsendum telji stefndi að sýkna beri hann af kröfum stefnenda. Nánar verður vikið að rökstuðningi fyrir framangreindu varðandi einstaka kröfuliði stefnenda síðar í greinargerð þessari.

Tjón stefnenda ekkert. Sýknukrafa stefnda byggist jafnframt á því að í kröfugerð stefnu sé ekki tekið tillit til þeirra eftirstöðva kaupverðs sem stefnendur hafi haldið eftir á grundvelli stöðvunarréttar. Þrátt fyrir að svo virðist sem stefnendur hafi ekki skuldajafnað eftirstöðvum þessum þá sé ljóst að þeir muni gera það. Verði ekki á það fallist verði að telja að sá hluti kröfunnar, sem sé jafn hár þeirri greiðslu sem haldið sé eftir, sé ekki til orðinn. Leiði það til sömu niðurstöðu. Kröfur stefnenda sem hafa haldið eftir greiðslum muni því lækka um sem nemi þeirri fjárhæð sem hver þeirra hafi haldið eftir. Á þessum grundvelli sé ljóst að kröfur vegna þriggja íbúða falli strax niður. Eigendur þeirra hafi haldið eftir hærri fjárhæð en sem nemur kröfu þeirra í máli þessu. Þannig hátti til um kröfu stefnenda Vilhjálms Þorgrímssonar og Hjördísar Reykdal (haldið eftir 179.957 kr. umfram kröfu), stefnenda Sigurlaugar Guðrúnar Gunnarsdóttur (haldið eftir 1.582.199 kr. umfram kröfu) og kröfu stefnanda Nadiu Tamimi (haldið eftir 536.730 kr. umfram kröfu).

             Auk framangreindra stefnenda telji stefndi að kröfur fleiri stefnenda verða lægri dómkröfur, að teknu tilliti til greiðslna sem stefnendur hafi haldið eftir, endurgreiðslu skattyfirvalda vegna framkvæmda sem numið getur 400.000 kr. til 600.000 kr. á íbúð vegna framkvæmda eftir því hvort einn eða tveir eigi íbúð, sbr. samkvæmt lögum nr. 92/2010 um breytingu á lögum nr. 90/2003 um tekjuskatt, og þegar tekið hefur verið tillit til þeirra krafna sem stefndi getur ekki borið ábyrgð á. Sem dæmi um slíkar kröfur eru kröfur sem allir stefnendur hafa uppi í málinu, þ.e. vegna þess að skipta þurfi um útihurð og fjarlægja ristar úr gluggum en kröfur vegna þessa nemi 615.212 kr. eða 578.124 kr. eftir því hvort fjarlægja þurfi ristar úr einum eða tveimur gluggum (tekið hefur verið tillit til til endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu í þeim tölum). Nánar verður nú vikið að rökstuðningi fyrir því af hverju byggingarstjóri beri ekki ábyrgð á slíkum kröfum auk þess sem fjallað sé nánar um einstaka kröfuliði stefnenda síðar í greinargerð þessari.

Athugasemdir við einstaka kröfuliði eins og þeir eru settir fram í stefnu.

Stefndi byggi á því að öll þau sjónarmið sem gerð sé grein fyrir að framan eigi við um alla kröfuliði en hann geri eftirfarandi nánari athugasemdir við einstakakröfuliði.

Atriði sem varða alla stefnendur:

1. Hurðir og gluggar, leki og raki: 

1.a       Leki með fram hurðarspjaldi útidyrahurðar og skortur á hurðastoppurum. Hurðin sé sett upp í samræmi við samþykkta uppdrætti, lög og reglur og venjur við byggingu húsa á Íslandi. Matsmenn fullyrða að svo virðist sem leki undir hurðarblað „... þegar veðurhæð er mikil og slagveður stendur beint á hurðina“. Er niðurstaða matsmanna sú að ástæða þess sé að hurðin opnist inn. Ekki sé gerð athugasemd við vinnu við uppsetningu hurðarinnar. Engin sök sé því hjá byggingarstjóra vegna þessa liðar og hann geti ekki borið ábyrgð á meintu tjóni vegna hans.

             Varðandi uppsetningu hurðastoppara þá virðist það bara vera hugdetta hjá matsmönnum að setja beri hann upp. Verði litið svo á að setja hafi átt upp hurðastoppara byggi stefndi á því að um óklárað verk sé að ræða sem byggingarstjóri geti ekki borið ábyrgð á enda hefur hann engar heimildir til að knýja byggingaraðila til að vinna verkið né skyldu til að efna samninga stefnenda við seljanda fasteignarinnar eða byggingaraðila. Skemmdir á veggjum sökum skorts á hurðastoppara séu afleitt tjón sem ekki væri til komið nema vegna skorts á að stefnendur hafi takmarkað tjón sitt. Stefndi byggir að auki á því að hafa verði í huga að húsið hafi nú verið í notkun til fjölda ára og því ekki óeðlilegt að það láti á sjá eins og búast megi við. Byggingarstjóri beri ekki ábyrgð á viðhaldi hússins.

1.b       Frágangur hurðablaða, þéttilista og hurðapumpa í kjallarahurðum. Matsmenn staðfesta að hurðir uppfylli allar kröfur en bendi á að slípað hafi verið af köntum. Rúnna þurfi slípunina og lakka þurfi hurðir. Þá þurfi að stilla hurðapumpur auk þess sem þéttilistar séu rangt settir í.

             Stefndi telur að í fyrsta lagi sé um að ræða ólokið verk af hálfu húsbyggjanda sem hann beri ekki ábyrgð á að hafi ekki verið lokið. Að auki sé hinn meinti ófullnægjandi frágangur á slípun hurðakarma og ísetning þéttilista ágallar sem byggingarstjóra sé ekki unnt að gera sér grein fyrir í ljósi umfangs starfsskyldna enda um einföld og afmörkuð verk að ræða sem ekki geti talist saknæmt að fela iðnaðarmanni eða meistara að framkvæma án frekari eftirfylgni. Stefndi mótmæli að auki fullyrðingu matsmanna um að þéttilisti sé rangt settur í.

1.c       Glerjun glugga á 1. og 4. hæð stigahúss. Eins og fram kemur í matsgerð fór glerjun og samsetning gluggans fram hjá framleiðanda gluggans í Lettlandi en gluggarnir séu vottaðir. Byggingarstjóri geti ekki borið sakarábyrgð á galla á verki sem hann kom ekki nálægt og verði ekki látinn bera á því ábyrgð að byggingaraðili hafi valið þessa glugga. Þá hafi byggingarstjóri enga ástæðu haft til að ætla að galli væri á glerjun glugganna. 

2.         Frágangur utan á húsinu:

2.c       Dropahljóð frá klæðningu undirstöðu stálsúlna. Víða heyrast hljóð þegar rignir og vatn rennur eða lendir á einstaka byggingarhlutum. Slíkt geti ekki talist til galla að mati stefnda nema hljóðið sé mjög óvanalegt. Ekki sé um brot á lögum né reglugerðum að ræða né augljósa handvömm iðnmeistara sem stefnda hafi mátt vera ljós. Ekki komi fram í matsgerð að hávaði eða hljóðið sé umfram það sem fólk verði almennt að þola. Ábyrgð byggingarstjóra sé því ekki fyrir hendi að mati stefnda og tjónið ósannað. Þá séu þær aðgerðir sem lagðar séu til í matsgerð að mati stefnda ekki í neinu samhengi við efni máls enda verði ekki séð að stefnendur hafi orðið fyrir tjóni.

2.d       Rispur kringum hnoð á klæðningu á jarðhæð. Stefndi telur erfitt að losa slíka klæðningu frá vegg og setja hana upp að nýju án þess að einhverjar rispur verði á klæðningu í kringum hnoð. Byggingaraðili tók að sér að taka klæðninguna niður og setja hana upp aftur og þar sem ómögulegt sé að gera það öðruvísi en þannig að bletta þurfi í kringum hnoð eftir tilfærsluna sé um óunnið verk að ræða sem byggingarstjóri geti ekki borið ábyrgð á enda hafi hann engar heimildir til að knýja byggingaraðila til að vinna verkið né skyldu til að efna samninga stefnenda við seljanda fasteignarinnar eða byggingaraðila. Rispur þessar verði ekki raktar til saknæmrar háttsemi byggingarstjóra. Auk framangreinds vilji byggingarstjóri benda á að hið metna tjón vegna þessa sé ekki í samræmi við tilefni vegna notkunar hússins í þau ár sem það hefur verið í notkun og séu víða stærri skemmdir í lakkinu en umræddar rispur. Þýðing þeirra og áhrif á útlit hvað þá verðmæti hússins sé því óverulegt ef nokkuð.

3.         Leki og sprungur:

3.a       Frágangur á yfirborði lofta og veggja í kjallara. Stefndu byggja sjálf á því að frágangi verksins sé ólokið í stefnu. Stefndi geti ekki borið ábyrgð á því enda hafi hann engar heimildir til að knýja byggingaraðila til að vinna verkið né skyldu til að efna samninga stefnenda við seljanda fasteignarinnar eða byggingaraðila. Ekkert liggi heldur fyrir um að hinn upprunalegi ágalli, sem hinni ókláruðu viðgerð var ætlað að lagfæra, hafi verið á ábyrgð byggingarstjóra. 

3.b       Sprungur í vegg við innkeyrslu. Samkvæmt matsgerð sé um að ræða hönnunargalla. Byggingarstjóri beri ekki ábyrgð á slíkum göllum enda beri honum að fylgja samþykktum teikningum og hafi ekki haft sérstaka ástæðu til að ætla að hönnun væri ábótavant. Sprungur á veggnum sem leiða af galla á hönnun séu afleitt tjón og þar sem byggingarstjóri beri ekki ábyrgð á gallaðri hönnun beri hann augljóslega ekki ábyrgð á skemmdum sem af henni leiði.

4.         Bílageymsla:

4.d       Staðsetning þvottastæðis.

Stefndi mótmæli því að um galla sé að ræða gagnvart stefnendum enda hafi þeim verið sýnt umrætt fyrirkomulag við sölu. Ekki sé allskostar rétt að þvottastæðið hafið verið fellt niður heldur sé gert ráð fyrir að bílarnir séu þvegnir í nýja stæðinu en þurrkaðir í því stæði sem skv. uppdráttum er gert ráð fyrir að verði eina þvottastæðið. Það eina sem þurfi að gera til að lagfæra núverandi ástand, sé það ósk stefnenda, sé að leggja nýja vatnslögn í upprunalega þvottastæðið. Það sé því í raun ólokið verk sem stefndi geti ekki borið ábyrgð á. Ekki liggi fyrir nokkur sönnun fjártjóns sökum annarrar staðsetningar þvottastæðis en á aðaluppdrætti. Hönnuður hafi samþykkt teikningar þar sem þvottastæði er á núverandi stað. Þá beri byggingarstjóri ekki ábyrgð á því að teikningar séu réttar né að verkinu verði lokið með uppsetningu nýrrar lagnar og gerð nýrra uppdrátta.

4.f        Kantlíming ofan á hurðir að geymslum. Stefndi telur að hægt væri að fjarlægja límband af hurðum en ekki sé nauðsynlegt að kantlíma þær enda séu hurðir á markaði sem ekki séu kantlímdar. Verði ekki fallist á það sé augljóslega um að ræða óklárað verk sem byggingarstjóri geti ekki borið ábyrgð á enda hafi hann engar heimildir til að knýja byggingaraðila til að vinna verkið né skyldu til að efna samninga stefnenda við seljanda fasteignarinnar eða byggingaraðila.

5.         Svalagangar og niðurföll:

5.a       Vatnshalli svalaganga.        Um sé að ræða stærsta einstaka matsliðinn varðandi sameign. Feli hann í sér viðgerð sem kosti rúmar 7,6 m.kr. samkvæmt matsskýrslu. Á uppdráttum af húsinu séu hvorki teiknuð niðurföll né vatnshalli á umrædda svalaganga. Í því sambandi sé minnt á að um hálflokaða ganga er að ræða. Matsmenn draga þá ályktun að þar sem ekki séu teiknuð niðurföll hafi átt að vera vatnshalli á svölunum frá húsinu. Stefndi mótmæli þessu og slík ályktun sé fráleitt sjálfgefin. Í ljósi þess að hvorki voru teiknuð niðurföll né vatnshalli frá vegg út að brún var það ekki í verkahring byggingarstjóra að hlutast til um slíkar framkvæmdir enda beri honum að fylgja samþykktum uppdráttum. Niðurstaða matsmanna sé sú að um sé að ræða galla sem þurfi að lagfæra. Stefndi telur augljóst að verði fallist á það sé um hönnunargalla að ræða sem hönnuður beri ábyrgð á enda hvorki hægt að ætlast til þess að byggingarstjóri eða múrari setji vatnshalla eða niðurföll þar sem ekki sé gert ráð fyrir slíkum hlutum á samþykktum uppdráttum. 

5.b       Fjarlæging gólfefna og uppsetning á ílögn fyrir framan íbúðir á jarðhæð. Ekki komi fram í matsgerð að um galla sé að ræða eða útlitslýti eins og fullyrt sé í stefnu. Þegar af þeirri ástæðu beri að sýkna stefnda af þessum kröfulið. Vakin sé sérstök athygli á því að úrbæturnar sem matsmenn geri ráð fyrir, sem eru verulega umfangsmiklar og kostnaðarsamar, séu ekki tillaga matsmanna heldur sé spurt í matinu hvað kosti að fjarlægja dúkinn og setja ílögn í staðinn. Stefndi telji jafnframt að sýkna beri hann af þessum kröfulið enda sök stefnda vegna lagningar efnisins og tjónsins órökstudd.

             Þá telji byggingarstjóri þær úrbætur sem matsmenn kostnaðarmeta að kröfu matsbeiðanda ekki framkvæmanlegar og kostnað við þær að sama skapi allt of háan einkum ef eingöngu er um að ræða útlitslýti að mati stefnenda. Það væri mögulegt að laga á mun ódýrari hátt, s.s. með öðrum dúk eða sambærilegum aðferðum.

7.         Bílaplan og rampur:

7.a       Vatnshalli á bílaplani. Stefndi bendi á að ekki sé um frávik frá samþykktum uppdráttum að ræða hvað varði niðurföll og slíkan augljósan frágang. Misræmi sé á uppdráttum varðandi halla á plani og því ekki ljóst hvaða uppdrætti beri að fylgja. Stefndi byggi hins vegar á því að við skoðun á planinu við framkvæmdir hafi honum a.m.k. ekki mátt vera ljóst að halli var ekki nægur m.t.t. niðurstöðu matsmanna. Hann hafi því ekki sýnt af sér sök við eftirlit með framkvæmdum við planið. Framkvæmdin sé því hvorki andstæð uppdráttum, lögum eða reglum eða góðri venju. M.t.t. þess og misvísandi uppdrátta sé líklega um að ræða galla í hönnun. Sé unnt að laga halla með þeim hætti sem lýst er í matsgerð verði þetta vandamál fljótlega úr sögunni við viðhald á bílastæðinu. Stefndi mótmælir að stefnendur hafi orðið fyrir nokkru fjártjóni sökum þess að pollar myndist á stöku stað á bílastæði þar til þá enda sé það nánast algilt að slíkt gerist á bílastæðum og ekkert ónæði né skemmdir hljótist af.

7.c       Niðurfallsrenna við bílageymsluhurð. Stefndi mótmæli að um sé að ræða galla. Matsmenn bendi á að þeir telji rennu í styttra lagi og að um galla sé að ræða án þess að rökstyðja það. Stefndi bendir á að ekki sé um að ræða frávik frá lögum, reglugerð né samþykktum uppdráttum. Verði þrátt fyrir það komist að þeirri niðurstöðu að um sé að ræða galla telur stefndi að honum hafi ekki mátt vera hinn meinti galli ljós við eftirlit með framkvæmdum. Stefndi geti því ekki borið ábyrgð á tjóni vegna hans. Hvað varði hellulögn með niðurfallsrennu þá sé lagfæring á henni eðlilegt viðhald m.t.t. þess að húsið hafi verið í notkun um langan tíma. Því sé mótmælt að stefnendur hafi orðið fyrir nokkru fjártjóni sökum þess að vatn eigi ekki greiðustu mögulegu leið ofan í niðurfall við bílageymsluhurð enda sé um minni háttar vatnssöfnun að ræða sem ekkert ónæði né skemmdir hljótist af. 

7.d       Hitalögn í rampi. Hitalögn í rampi sé nákvæmlega eins og hún var teiknuð og fullnægi öllum skilyrðum laga og reglugerða skv. niðurstöðu matsmanna. Sé galli á henni sé því ekki um sök að ræða hjá byggingarstjóra heldur um að ræða galla á hönnun. Á slíkum galla beri stefndi ekki ábyrgð. 

8.         Frágangur lóðar. Skortur á gróðursetningu trjágróðurs er óklárað verk sem byggingarstjóri geti ekki borið ábyrgð á enda hafi hann engar heimildir til að knýja byggingaraðila til að vinna verkið né skyldu til að efna samninga stefnenda við seljanda fasteignarinnar. Þá geti stefnendur ekki gert kröfu um að tré séu í fullri stærð á lóð nýbyggingar. Þó teikningar sýni stærri trjágróður þá verði að leyfa trjám að vaxa úr grasi.

             Hvað varðar skemmdir á grasflöt þá telur stefndi að frágangur túnþaka hafi verið í lagi þegar lokið var við hann. Stefndi geti ekki borið ábyrgð á skemmdum á grasinu vegna skorts á vökvun og áburði. Stefnendum hafi borið að hugsa um lóðina með þeim hætti að fullnægjandi væri. Ef litið væri svo á að byggingaraðili hafi átt að framkvæma vökvun og dreifingu áburðar þá sé um að ræða óklárað verk sem byggingarstjóri geti ekki borið ábyrgð á.

9.         Hurðastoppari við hurð að geymslugangi. Hér sé um afar skýrt dæmi um óklárað verk að ræða sem byggingarstjóri geti ekki borið ábyrgð á enda hafi hann engar heimildir til að knýja byggingaraðila til að vinna verkið né skyldu til að efna samninga stefnenda við seljanda fasteignarinnar eða byggingaraðila.

Önnur sameiginleg atriði:

1.         Útidyrahurðir sem opnast inn. Niðurstaða matsmanna er að útihurðir sem opnast inn séu ekki vottaðar fyrir það álag sem miðað sé við á Íslandi og húsið sé gallað af þeim sökum. Stefndi bendir á að fjölbýlishúsið sé hannað með þeim hætti að þessar hurðir opnist inn. Sé það í fullu samræmi við lög, reglur og venjur á Íslandi. Sé slík hönnun ekki fullnægjandi sé um hönnunargalla að ræða en ekki handvömm við eftirlit af hálfu byggingarstjóra. Byggingarstjóri geti ekki borið sakarábyrgð á slíkum galla enda beri honum að fylgja samþykktum teikningum og hafði ekki sérstaka ástæðu til að ætla að hönnun væri ábótavant. Samkvæmt 2. mgr. 42. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73 frá 1997 skuli byggingarvörur á markaði, þ.m.t. byggingarefni, raðframleiddar byggingareiningar og raðframleidd hús, uppfylla ákvæði reglugerða um viðskipti með byggingarvörur og mátti byggingarstjóri gera ráð fyrir að svo væri enda umræddar hurðir vandaðar að allri gerð. Samsetning hurða og prófun fór ekki fram undir yfirumsjón byggingarstjóra heldur hjá framleiðanda í Danmörku. Byggingarstjóri geti ekki borið sakarábyrgð á galla á verki sem hann kom ekki nálægt og verði ekki látinn bera á því ábyrgð að byggingaraðili hafi valið þessar hurðir umfram aðrar hurðir sem opnast inn. Matsmenn gera ekki athugasemdir við frágang eða uppsetningu hurðanna.

2.         Óþétt glerjun glugga, leki gegnum útloftunarristar og leki um opnanleg fög. Matsmenn benda á að umræddir gluggar komi glerjaðir og fullfrágengnir frá framleiðanda. Þá séu þeir vottaðir af Dansk Vindues Certifering sem tekin sé gild hér á landi. Byggingarstjóri geti því ekki borið ábyrgð á lekum með gleri, lekum með loftristum eða lekum með opnanlegum fölsum enda setti hann gluggana bara í eins og þeir komu frá framleiðanda. Byggingarstjóri geti ekki borið sakarábyrgð á galla á verki sem hann kom ekki nálægt og verði ekki látinn bera á því ábyrgð að byggingaraðili hafi valið þessa glugga. Þá hafði byggingarstjóri enga ástæðu til að ætla að galli væri á glerjun glugganna. Vottað sé frá viðurkenndum aðilar að gluggarnir þoli 1600 Pa þrýsting og geti byggingarstjóri því ekki borið á því sakarábyrgð ef slíkt sé ekki raunin. Byggingarstjóri geti heldur ekki borið ábyrgð á að timbur glugganna hafi orðið fyrir rakabreytingum á byggingartíma. Byggingarstjóri verði því ekki látinn bera ábyrgð á tjóni samkvæmt þessum liðum.

             Stefndi bendir á að kröfur vegna hurða og glugga skv. liðum 1-2 hér að ofan séu kröfur sem allir stefnendur hafi upp í málinu. Nema kröfur þessar 615.212 kr. eða 578.124 kr. á hverja íbúð eftir því hvort fjarlægja þarf ristar úr einum eða tveimur gluggum, þrátt fyrir að tekið hafi verið tillit til til endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu í þeim tölum. Þetta tjón sé reiknað inn í tjón vegna hverrar séreignar.

Séreignir:

Íbúð 103- Laus kantlíming á borðplötum. Þessari kröfu sé sérstaklega mótmælt en byggingarstjóra hafi ekki verið unnt að gera sér grein fyrir umræddum ágalla í ljósi umfangs starfsskyldna enda um einfalt og afmarkað verk að ræða sem ekki geti talist saknæmt að fela iðnaðarmanni eða meistara að framkvæma án frekari eftirfylgni. Þá sé um verklið að ræða sem framkvæmdur er margoft við byggingu fjölbýlishússins. Þar sem samskonar ágalli sé ekki á öðrum samskonar verkum sé ljóst að byggingarstjóri hafi uppfyllt yfirumsjónarskyldur sínar og geti hann ekki borið sakarábyrgð á því að einhver ónefndur starfsmaður byggingaraðila hafi sýnt af sér handvömm við framkvæmd þessa afmarkaða verks í þetta eina skipti. Að auki bendir byggingarstjóri á að það var starfsmaður þess fyrirtækis sem seldi byggingaraðila innréttingarnar sem annaðist umrætt verk á ábyrgð þess aðila. Þá telur byggingarstjóri að auki hæpið að líta á þetta tjón sem galla enda þurfi ekki annað en óhappatilviljun til að slíkur límkantur flettist af t.d. ef einhver krækist í kantinn.

Íbúð 105- Sprungin veggflís. Þá sé um verklið að ræða sem framkvæmdur sé  margoft við byggingu fjölbýlishússins. Þar sem samskonar ágalli sé ekki á öðrum samskonar verkum er ljóst að byggingarstjóri hefur uppfyllt yfirumsjónarskyldur sínar og geti hann ekki borið sakarábyrgð á því að einhver ónefndur starfsmaður byggingaraðila hafi sýnt af sér handvömm við framkvæmd þessa afmarkaða verks í þetta eina skipti. Ástæða skemmdarinnar sé eðlileg hegðun í steypu sem ekki sé unnt að koma í veg fyrir en ekki saknæm vanræksla. Ekki sé unnt að lesa af matsgerð að handvömm hafi verið við uppsetningu flísarinnar en sé svo hafi ekki verið unnt fyrir byggingarstjóra að gera sér grein fyrir umræddum ágalla í ljósi umfangs starfsskyldna enda um einfalt og afmarkað verk að ræða sem ekki geti talist saknæmt að fela iðnaðarmanni eða meistara að framkvæma án frekari eftirfylgni.

Íbúð 106- Stilla lamir hurða-, blástur upp úr niðurfalli á baði. Byggingarstjóri telur að stilling lama hafi verið í lagi er íbúðin var afhent. Hafa verði í huga að búið hafi verið í húsinu í langan tíma. Hafi lamirnar ekki verið stilltar í upphafi bendir byggingarstjóri á að um sé að ræða óklárað verk sem byggingarstjóri geti ekki borið ábyrgð á enda hafi hann engar heimildir til að knýja byggingaraðila til að vinna verkið né skyldu til að efna samninga stefnenda við seljanda fasteignarinnar eða byggingaraðila. Ósannað sé að blási upp úr niðurfalli á baði enda hafi matsmenn ekki staðfest það. Jafnvel þótt það væri talið sannað sé ekki um að ræða galla sem byggingarstjóri beri ábyrgð á enda frágangur í samræmi við uppdrætti, lög og reglur og eðlileg vinnubrögð.

Íbúð 201- Rangur frágangur loftljóss á svölum. Byggingarstjóra var ekki unnt að gera sér grein fyrir umræddum ágalla í ljósi umfangs starfsskyldna enda um einfalt og afmarkað verk að ræða sem ekki geti talist saknæmt að fela iðnaðarmanni eða meistara að framkvæma án frekari eftirfylgni. Þá sé um verklið að ræða sem framkvæmdur er margoft við byggingu fjölbýlishússins. Þar sem samskonar ágalli er ekki á öðrum samskonar verkum sé ljóst að byggingarstjóri hafi uppfyllt yfirumsjónarskyldur sínar og hann geti ekki borið sakarábyrgð á því að einhver ónefndur starfsmaður byggingaraðila hafi sýnt af sér handvömm við framkvæmd þessa afmarkaða verks í þetta eina skipti.

Íbúð 203- Óþétt svalahurð. Byggingarstjóra var ekki unnt að gera sér grein fyrir umræddum ágalla í ljósi umfangs starfsskyldna enda um einfalt og afmarkað verk að ræða sem ekki geti talist saknæmt að fela iðnaðarmanni eða meistara að framkvæma án frekari eftirfylgni. Þá sé um verklið að ræða sem framkvæmdur sé margoft við byggingu fjölbýlishússins. Þar sem samskonar ágalli sé ekki á öðrum samskonar verkum sé ljóst að byggingarstjóri hafi uppfyllt yfirumsjónarskyldur sínar og geti hann ekki borið sakarábyrgð á því að einhver ónefndur starfsmaður byggingaraðila hafi sýnt af sér handvömm við framkvæmd þessa afmarkaða verks í þetta eina skipti. Stefndi byggir jafnframt á því að hurðin hafi verið rétt stillt við afhendingu íbúðarinnar en hafa verði í huga að langt sé síðan íbúðin var tekin í notkun.

Íbúð 205- laus þröskuldur, sprunga í geymslu. Byggingarstjóra var ekki unnt að gera sér grein fyrir umræddum ágalla í ljósi umfangs starfsskyldna enda um einfalt og afmarkað verk að ræða sem ekki geti talist saknæmt að fela iðnaðarmanni eða meistara að framkvæma án frekari eftirfylgni. Þá sé um verklið að ræða sem framkvæmdur sé margoft við byggingu fjölbýlishússins. Þar sem samskonar ágalli sé ekki á öðrum samskonar verkum sé ljóst að byggingarstjóri hafi uppfyllt yfirumsjónarskyldur sínar og geti hann ekki borið sakarábyrgð á því að einhver ónefndur starfsmaður byggingaraðila hafi sýnt af sér handvömm við framkvæmd þessa afmarkaða verks í þetta eina skipti. Þá liggi ekki fyrir að þröskuldurinn hafi verið laus við afhendingu íbúðarinnar. Hafi svo verið verði að líta á það sem óklárað verk. Byggingarstjóri geti ekki borið ábyrgð á slíku enda hafi hann engar heimildir til að knýja byggingaraðila til að vinna verkið né beri honum skylda til að efna samninga stefnenda við seljanda fasteignarinnar eða byggingaraðila. Byggingarstjóri vari mjög við þeim lagfæringum sem matsmenn geri ráð fyrir þar sem hiti sé í gólfi íbúðarinnar og mikil hætta á að borað verði í lagnir verði borað í gólf. Hvað varðar sprungu í geymslu þá bendir stefndi á að sprungur myndist oft í nýjum húsum að lokinni byggingu vegna hreyfingar og þornunar byggingar. Slíka sprungumyndun sé ekki að rekja til saknæmrar háttsemi byggingarstjóra. Stefndi geti ekki borið ábyrgð á slíku.

             Íbúð 301- Skemmdir vegna leka frá útidyrahurð, sveigja á botnstykki glugga í borðstofu, skökk svalahurð og  leki frá svölum. Þar sem byggingarstjóri beri ekki ábyrgð á lekanum frá útidyrahurð sem sé orsök skemmdanna beri hann ekki ábyrgð á hinu afleidda tjóni.

             Hvað varðar botnstykki glugga í borðstofu þá er áréttað að byggingarstjóri beri ekki ábyrgð á samsetningu glugganna eins og rakið hefur verið. Verði talið að um sé að ræða galla vegna ísetningar bendir stefndi á að byggingarstjóra hafi ekki verið unnt að gera sér grein fyrir umræddum ágalla í ljósi umfangs starfsskyldna enda um einfalt og afmarkað verk að ræða sem ekki geti talist saknæmt að fela iðnaðarmanni eða meistara að framkvæma án frekari eftirfylgni. Þá sé um verklið að ræða sem framkvæmdur er margoft við byggingu fjölbýlishússins. Þar sem samskonar ágalli sé ekki á öðrum samskonar verkum sé ljóst að byggingarstjóri hafi uppfyllt yfirumsjónarskyldur sínar og geti hann ekki borið sakarábyrgð á því að einhver ónefndur starfsmaður byggingaraðila hafi sýnt af sér handvömm við framkvæmd þessa afmarkaða verks í þetta eina skipti. Byggingarstjóri telur að mögulegt sé að laga umrædda sveigju með mun einfaldari hætti en matsmenn leggi til. Hægt sé að losa bolta sem haldi glugganum og stilla þetta af.

             Hvað varði svalahurðina þá sé eingöngu um að ræða stillingaratriði sem ekki verði rakið til saknæmrar háttsemi byggingarstjóra enda telur byggingarstjóri að hurðin hafi verið rétt stillt við afhendingu íbúðar. Ella verði að líta svo á að um sé að ræða óklárað verk sem byggingarstjóri geti ekki borið ábyrgð á.

Varðandi leka af svölum þá sé þetta eina íbúðin þar sem fram komi raki frá svölum. Matsmenn séu þó ekki vissir um ástæðu hans en telji vatnslás gallaðan. Í ljósi þess að um afmarkað tilvik sé að ræða sem hvergi komi fram á öðrum svölum eða stöðum í húsinu verði ekki unnt að rekja ábyrgð á þessum galla til saknæmrar háttsemi byggingarstjóra. Því beri að sýkna hann af kröfu vegna þessa liðar.

Íbúð 304- Skökk forstofuhurð, lokun baðhurðar og laust vatnsbretti. Hvað varðar hurðir þá sé eingöngu um að ræða stillingaratriði sem ekki verði rakið til saknæmrar háttsemi byggingarstjóra enda telji byggingarstjóri að hurðirnar hafi verið rétt stilltar við afhendingu íbúðar. Ella verði að líta svo á að um sé að ræða óklárað verk sem byggingarstjóri geti ekki borið ábyrgð á. Ljóst sé að sé vatnsbretti laust þurfi að festa það. Um sé að ræða óklárað verk sem byggingarstjóri geti ekki borið ábyrgð á enda hafi hann engar heimildir til að knýja byggingaraðila til að vinna verkið né beri honum skylda til að efna samninga stefnenda við seljanda fasteignarinnar eða byggingaraðila. Byggingarstjóra hafi ekki verið unnt að gera sér grein fyrir umræddum ágalla í ljósi umfangs starfsskyldna enda um einfalt og afmarkað verk að ræða sem ekki geti talist saknæmt að fela iðnaðarmanni eða meistara að framkvæma án frekari eftirfylgni. Þá sé um verklið að ræða sem framkvæmdur er margoft við byggingu fjölbýlishússins. Þar sem samskonar ágalli sé ekki á öðrum samskonar verkum sé ljóst að byggingarstjóri hafi uppfyllt yfirumsjónarskyldur sínar og geti hann ekki borið sakarábyrgð á því að einhver ónefndur starfsmaður byggingaraðila hafi sýnt af sér handvömm við framkvæmd þessa afmarkaða verks í þetta eina skipti.

Íbúð 305- Óþétt svalahurð. Svalahurðir komu samsettar og voru settar í húsið. Byggingarstjóra var ekki unnt að gera sér grein fyrir umræddum ágalla í ljósi umfangs starfsskyldna enda um einfalt og afmarkað verk að ræða sem ekki geti talist saknæmt að fela iðnaðarmanni eða meistara að framkvæma án frekari eftirfylgni. Þá sé um verklið að ræða sem framkvæmdur er margoft við byggingu fjölbýlishússins. Þar sem samskonar ágalli sé ekki á öðrum samskonar verkum sé ljóst að byggingarstjóri hafi uppfyllt yfirumsjónarskyldur sínar og geti hann ekki borið sakarábyrgð á því að einhver ónefndur starfsmaður byggingaraðila hafi sýnt af sér handvömm við framkvæmd þessa afmarkaða verks í þetta eina skipti.

Íbúð 306- Skemmdir vegna leka frá útidyrahurð. Þar sem byggingarstjóri ber ekki ábyrgð á lekanum sem er orsök skemmdanna beri hann ekki ábyrgð á hinu afleidda tjóni.

Íbúð 406- Ósléttur veggur. Byggingarstjóra var ekki unnt að gera sér grein fyrir umræddum ágalla í ljósi umfangs starfsskyldna enda um einfalt og afmarkað verk að ræða sem ekki geti talist saknæmt að fela iðnaðarmanni eða meistara að framkvæma án frekari eftirfylgni. Þá sé um verklið að ræða sem framkvæmdur sé margoft við byggingu fjölbýlishússins. Þar sem samskonar ágalli sé ekki á öðrum samskonar verkum sé ljóst að byggingarstjóri hafi uppfyllt yfirumsjónarskyldur sínar og geti hann ekki borið sakarábyrgð á því að einhver ónefndur starfsmaður byggingaraðila hafi sýnt af sér handvömm við framkvæmd þessa afmarkaða verks í þetta eina skipti.

             Stefndi tekur undir ábendingu réttargæslustefnda VÍS að ósannað sé í málinu að stefnendur séu núverandi eigendur þeirra fasteigna sem dómkröfur miða við að eigi að endurbæta. Sé þetta atriði ekki sannað undir rekstri málsins beri að sýkna alla stefndu sökum aðildarskorts til sóknar.

Almennt. Auk alls framangreinds telur stefndi að verulega skorti á að gerð sé grein fyrir því í stefnu á hvaða forsendum ábyrgð hvers einstaks kröfuliðar eigi að falla á hann með stefnda Verklandi eða hönnuði. Í þeim tilvikum sem þetta sé óljóst beri að sýkna stefnda af viðkomandi kröfulið. Stefndi telur reyndar að þannig hátti til um flesta ef ekki alla kröfuliði. Stefnendum hafi borið að afmarka þetta, þ.e. á hvaða þætti hver stefndi beri ábyrgð og á hvaða forsendum. Þetta sé raunar svo mikill galli á kröfugerð stefnanda að leitt geti til frávísunar án kröfu skv. d. og e. lið 80. gr. laga nr. 91 frá 1991. Að minnsta kosti leiði þetta til sýknu af þeim kröfuliðum þar sem ekki sé ljóst á hverju byggt er. Þessi óskýrleiki skapi stefnda nokkra erfiðleika við málsvörn sína.

             Þá bendir stefndi einnig á að í mörgum tilvikum sé niðurstaða matsmanna ekki sönnun á tjóni heldur eingöngu mat á kostnaði við tilteknar úrbætur.

Verði ekki fallist á sýknukröfu stefnda telur stefndi að sömu málsástæður og raktar eru fyrir sýknukröfu leiði a.m.k. til lækkunar dómkrafna.

             Þá tekur stefndi einnig undir þá málsástæðu réttargæslustefnda VÍS að við tjónið verði að taka tillit til ívilnunar á tekjuskattsstofn sem sá er að endurbótunum stendur eigi rétt á samkvæmt lögum nr. 92/2010 um breytingu á lögum nr. 90/2003 um tekjuskatt. Skorað sé á stefnendur að leggja fram útreikninga á hagræði sökum framangreindrar ívilnunar og gögn sem nauðsynleg eru til að sannreyna réttmæti þeirra útreikninga. Skortur á framangreindu geti leitt til þess að vísa beri málinu frá dómi án kröfu enda ekki hægt að taka afstöðu til kröfufjárhæðar án þess. Skortur á framlagningu gagna um fjárhæðir lögmætra frádráttarliða leiði til frávísunar máls þar sem ekki sé unnt að leggja mat á dómkröfur í því horfi sem þær séu fram settar og stefndu ekki gefið tækifæri til að gera athugasemdir við veigamikinn hluta útreiknings stefnufjárhæða undir rekstri máls.

             Á sömu forsendum er skorað á stefnendur að leggja fram útreikning og leiðrétta kröfur m.t.t. þeirra greiðslna sem stefnendur hafi haldið eftir vegna hinna meintu vanefnda.

             Verði ekki orðið við framangreindri áskorun og verði málinu ekki vísað frá dómi af þeim sökum hljóti að þurfa að lækka dómkröfur hvers þess aðila sem er einn eigandi fasteignar í fjölbýlishúsinu að Rauðumýri 1 sem nemur 400.000 kr. sökum ákvæða laga um ívilnun á tekjuskattsstofn og dómkröfu hverra þeirra aðila þar sem fleiri en einn eiga sameiginlega fasteignar í fjölbýlishúsinu að Rauðumýri 1 sem nemur 600.000 kr. sökum sömu réttarreglna og er þá miðað við fulla tekjuskattsstofnsívilnun einstaklings og samskattaðra aðila í bæði þau skattaár sem ívilnunin stendur til boða enda ólíklegt að ráðist verði í allar framkvæmdir á sama ári.

             Þá er augljóst að lækka þarf kröfur stefnenda um þær greiðslur sem stefnendur hafa haldið eftir af greiðslu kaupverðs sbr. sjónarmið og lagarök sem rakin eru í umfjöllun um sýknukröfu stefnda.

             Verði talið að stefndi beri að einhverju leyti ábyrgð á hinum umkröfðu bótum er þess krafist á grundvelli 24. gr. skaðabótalaga nr. 50 frá 1993 að bótaábyrgð stefnda verði lækkuð enda ósanngjarnt að einstaklingur eins og hann verði látinn bera slíkt tjón m.t.t. aðstæðna og málavaxta. Hámark bóta sem stefndi verði dæmdur til að greiða verði miðað við fjárhæð ábyrgðartryggingar stefnda hjá réttargæslustefnda VÍS.

Stefndi vísar að öðru leyti til meginreglna skipulags- og byggingarlaga, skaðabóta- og kröfuréttar og laga um meðferð einkamála nr. 91 frá 1991. Málskostnaðarkrafa stefndu á sér stoð í 129. og 130. gr. laga um meðferð einkamála nr. 91/1991. Krafa um virðisaukaskatt byggist á lögum nr. 50/frá 1988 um virðisaukaskatt en stefndi sé ekki virðisaukaskattskyldur.

             Verði ekki fallist á sýknu mótmæli stefndi kröfu um dráttarvexti, sbr. m.a. 7. gr. laga nr. 38 frá 2001. Telji stefndi að dráttarvextir verði ekki miðaðir við fyrra tímamark en mánuði eftir dómsuppsögu m.a. með hliðsjón af því hvernig málatilbúnaði og kröfugerð stefnenda er háttað. Þannig hafa stefnendur ekki kynnt stefndu nauðsynleg gögn til að stefndi geti metið greiðsluskyldu sína og að auki hafa þeir haldið fram allt of háum kröfum á hendur stefnda.

Málsástæður og lagarök stefnda, Vátryggingafélags Íslands hf.

             VÍS tekur undir sýknukröfu stefnda, Jóns, og allar helstu málsástæður hans í máli þessu en áskilur sér þó rétt til frekari varna verði kröfu sökum sakarefnis máls þessa á einhverjum tímapunkti beint að VÍS. VÍS leggur sérstaka áherslu á eftirfarandi:

Skaðabótakrafa verði ekki gerð á hendur stefnda, Jóni, í þessu máli á grundvelli annarra réttarreglna en hinni almennu sakarreglu. Engar réttarreglur leiði til þess að skaðabótaábyrgð hans sé víðtækari en samkvæmt hinni almennu sakarreglu. Þó að sakarábyrgð byggingarstjóra sé ströng eigi engar hlutlægar skaðabótareglur við um ábyrgð byggingarstjóra né sakarlíkindareglur eða sjónarmið um frávik frá þeirri grunnreglu skaðabótaréttar að það sé tjónþola að sanna tilvist og umfang tjóns síns og grundvöll ábyrgðar þriðja manns.   

             Stefndi, Jón, verði því ekki dæmdur til að greiða stefnendum skaðabætur í þessu máli nema að því skilyrði uppfylltu að stefnendur sanni að hann hafi valdið þeim tjóni með saknæmum og ólögmætum hætti og að tjónið sé sennileg afleiðing af hegðan hans og raski hagsmunum sem verndaðir eru af skaðabótareglum.

             Hæstiréttur hefur slegið því föstu að um ábyrgð byggingarstjóra gildi sakarreglan og hefur að auki orðað það skilyrði fyrir ábyrgð byggingarstjóra á mistökum og vanrækslu þeirra iðnmeistara sem vinna að verki að um umfangsmikla galla á verki sé að ræða. Byggingarstjóri sé þannig einskonar yfirumsjónarmaður og þeir gallar sem á verki eru verða að vera það verulegir að hann hafi mátt, sem yfirumsjónarmaður með verkinu í heild sinni, vera það ljóst að iðnmeistarar væru ekki að sinna starfi sínu með tæknilega og faglega fullnægjandi hætti.

             Ábyrgð verði því ekki felld á byggingarstjóra nema sannað sé að honum hafi verið unnt að gera sér grein fyrir að ágallar væru á verki iðnmeistara og verði í því samhengi að hafa hliðsjón af umfangi starfsskyldna byggingarstjóra og þeirra mörgu verkþátta sem í húsbyggingum felast. Sem dæmi má nefna verk sem unnið sé ítrekað við byggingu húseignar eins og ísetningu glugga. Ef slíkt verk er í einu tilviki haldið galla geti þannig ekki verið um sök hjá byggingarstjóra að ræða enda sé þá ljóst að yfirumsjón er ekki ábótavant heldur handverki einhvers ótiltekins starfsmanns eða iðnmeistara.

             Þá sé skilyrðum hinnar almennu sakarreglu ekki fullnægt nema góður og gegn byggingarstjóri sem yfirumsjónarmaður með mannvirkjagerð hefði mátt gera sér grein fyrir því að tilteknir verkhlutar væru ekki unnir með tæknilega og faglega fullnægjandi hætti. Hafi verkþættir verið teknir út af byggingaryfirvöldum eða byggingarstjóri með öðrum hætti fengið staðfestingu yfirvalda á því að tilteknir verkhlutar væru unnir með tæknilega og faglega fullnægjandi hætti geti ekki verið um sök byggingarstjóra að ræða þó síðar komi í ljós að finna megi að verkhlutunum.

             VÍS bendir á að ábyrgð byggingarstjóra sé lögum samkvæmt bundin við tjón sem rakið verði til þess að ekki hafi verið byggt í samræmi við samþykkta uppdrætti, lög og reglugerðir. Í þeim tilvikum sem tjón stefnenda sé byggt á matsliðum sem lýsa ókláruðum verkum eða verkum sem ekki voru unnin sé um brot á annaðhvort verksamningi eða kaupsamningi að ræða en ekki tjón sem falli undir ábyrgð byggingarstjóra. Stefndi, Jón, sé ekki aðili að verksamningi né kaupsamningi og verði ekki krafinn um efndir þeirra né bætur sökum þess að þeir séu ekki réttilega efndir.

             Þannig beri byggingarstjóri einungis ábyrgð á þeim verkum sem raunverulega voru framkvæmd og haldin séu göllum en ekki á því að byggingaraðili efni skyldur sínar samkvæmt verksamningi eða seljandi fasteignar efni skyldur sínar samkvæmt kaupsamningi eða fasteignakaupalögum. Ókláruð verk verði því ekki felld undir ábyrgð byggingarstjóra.

             Þá virðist sem einhverjir þeir gallar sem tilteknir eru í matsgerð séu til komnir vegna þess að stefnendur aðhöfðust ekkert til að takmarka tjón sitt eða hafi ekki klárað þau verk sem voru óunnin er þeir tóku við íbúðum sínum. Óháð því í hvaða horfi seljandi fasteignarinnar lofaði að afhenda fasteignina þá beri byggingarstjóri ekki ábyrgð á efndum þess samnings og hafi ókláruð verk leitt til skemmda sé slíkt ekki á ábyrgð byggingarstjóra.

             Í þessu samhengi sé nauðsynlegt að haft sé hugfast að byggingarstjóri hafi ekkert boðvald yfir byggingaraðila og geti því ekki borið ábyrgð á tjóni sem verður vegna þess að ókláruð verk leiði til skemmda frekar en hann beri ábyrgð á ókláruðum verkum sem slíkum.

             VÍS telur afar mikilvægt að haft sé í huga að samkvæmt 47. gr. skipulags- og byggingarlaga ber hönnuður húss ábyrgð á að hönnun sé faglega unnin og í samræmi við lög og reglugerðir um byggingarmál. Þá sé hönnuði skylt að afla sér ábyrgðartryggingar sökum þessarar ábyrgðar sinnar. Hönnuðir beri því sjálfstæða skaðabótaábyrgð á því ef hönnun húsa er ekki í samræmi við vænta notkun þeirra. Þessi sjálfstæða ábyrgð hönnuða var staðfest í dómum Hæstaréttar í málum nr. 114/1999 og 182/1981. Byggingarstjóra beri að sjá til þess að hús sé byggt í samræmi við teikningar hönnuðar. Ábyrgð á því að byggja í samræmi við teikningar hönnuðar er ekki samræmanleg við ábyrgð á göllum í hönnun.

             Í þessu máli séu ekki uppi atvik lík og í dómi Hæstaréttar í máli nr. 369/2009 þar sem ábyrgð var felld á byggingarstjóra þar sem honum hafði borið að gera sérstakar ráðstafanir eða fá teikningum breytt. Stefndi, Jón, var ekki meðvitaður um að hönnun væri ábótavant og að tjón myndi hljótast af. Enginn af þeim matsliðum sem lýsa hönnunargalla sé þannig að byggingarstjóri hafi vitað eða mátt vita fyrir fram að hönnun væri ábótavant.

             Svipuð sjónarmið eigi við um þær einingar sem byggingaraðili notaði til verksins, en voru settir saman utan verkstaðar. Að auki sé afar erfitt að sjá hvernig byggingarstjóri getur mögulega borið sakarábyrgð á tjóni sökum mistaka við verkhluta sem ekki voru unnir undir hans yfirumsjón heldur á verkstæðum eða í verksmiðjum erlendis.

Stefnufjárhæðir miða við kostnað við að færa fjölbýlishúsið og fasteignir í því að öllu leyti til samræmis við teikningar, lög, reglugerðir og samninga sem stefndi, Jón, sé ekki skuldbundinn af. Tjón stefnenda sé hins vegar með öllu ósannað. Augljóst sé að fjárhagslegt tjón af meintum frávikum frá teikningum eða ákvæðum laga og reglugerða sé í mörgum tilvikum ekkert og í flestum tilvikum lægra en kostnaður sem lýst sé í matsgerð.

             VÍS telur eingöngu unnt að dæma stefnda, Jón, til greiðslu bóta vegna kostnaðar við að færa ástand fjölbýlishússins í það horf sem lýst er í teikningum, ákvæðum laga eða reglugerða, ef frávik sé þess eðlis að nauðsynlegt sé að framkvæma það sem lýst er í matsgerð til að fasteignir í fjölbýlishúsinu geti þjónað tilgangi sínum með fullnægjandi hætti. Að öðrum kosti telur VÍS að miða verði skaðabætur við fjárhagslegt tjón sem af frávikum hlýst og hefur engin tilraun verið gerð til sönnunar slíks tjóns í máli þessu.

             Þá beri byggingarstjóri sem áður segir enga ábyrgð á því að fasteign sé skilað í samræmi við samninga stefnenda við seljanda fasteignar eða byggingaraðila og stefnda, Jóni, verði því ekki gert að greiða kostnað við að færa fasteign í það horf sem um var samið nema sé frávik frá samningum séu einnig frávik frá teikningum, lögum eða reglugerðum og nauðsynlegt sé skv. almennum mælikvarða að lagfæra frávikin til þess að fasteignin geti þjónað tilgangi sínum með fullnægjandi hætti.

             Samkvæmt almennum reglum skaðabóta- og kröfuréttar verður að vega hagsmuni tjónþola af því að fá úr galla bætt við kostnað sem á tjónvald myndi falla. Augljóst sé að kostnaður við lagfæringu ýmissa kröfuliða sé slíkur að meintum tjónvaldi verði ekki gert að greiða fyrir lagfæringar í ljósi þess í hversu óverulegum mæli gallarnir rýri notagildi og verðmæti fasteignarinnar.

Athugasemdir við matsliði

VÍS telur öll þau sjónarmið sem að framan er getið eigi við um alla matsliði en tiltekur eftirfarandi sérstaklega hvað hvern matslið fyrir sig varðar.

1.         Hurðir og gluggar, leki og raki.

1.a       Leki með fram hurðarspjaldi útidyrahurðar og skortur á hurðastoppurum. Fjölbýlishúsið sé hannað með hurðir sem opnast inn. Sé það ekki fullnægjandi sé um hönnunargalla að ræða. Byggingarstjóri geti ekki borið sakarábyrgð á slíkum galla enda beri honum að fylgja samþykktum teikningum og hafði ekki sérstaka ástæðu til að ætla að hönnun væri ábótavant. Varðandi uppsetningu hurðastoppara sé um óklárað verk að ræða sem byggingarstjóri geti ekki borið ábyrgð á enda hafir hann engar heimildir til að knýja byggingaraðila til að vinna verkið né skyldu til að efna samninga stefnenda við seljanda fasteignarinnar eða byggingaraðila. Skemmdir á veggjum sökum skorts á hurðastoppara eru séu afleitt tjón sem ekki væri til komið nema vegna skorts á að stefnendur hafi takmarkað tjón sitt. Þá sé orsök skemmdanna óklárað verk en ekki gallað verk og þar sem byggingarstjóri beri ekki ábyrgð á ókláruðum verkum beri hann augljóslega ekki ábyrgð á tjóni sem af þeim leiðir.

1.b       Frágangur hurðarblaða, þéttilista og hurðapumpa í kjallarahurðum. Illa unnin slípun hurðakarma og ísetning þéttilista eru ágallar sem byggingarstjóra sé ekki unnt að gera sér grein fyrir í ljósi umfangs starfsskyldna enda um einföld og afmörkuð verk að ræða sem ekki geti talist saknæmt að fela iðnaðarmanni eða meistara að framkvæma án frekari eftirfylgni. Að hluta til sé um verkliði að ræða sem framkvæmdir séu margoft við byggingu fjölbýlishússins. Þar sem samskonar ágalli sé ekki á öðrum samskonar verkum sé ljóst að byggingarstjóri hafi uppfyllt yfirumsjónarskyldur sínar og geti hann ekki borið sakarábyrgð á því að einhver ónefndur starfsmaður byggingaraðila hafi sýnt af sér handvömm við framkvæmd þessara afmörkuðu verka í þetta eina skipti. Stilling á pumpum er augljóslega óunnið verk sem byggingarstjóri geti ekki borið ábyrgð á enda hafi hann engar heimildir til að knýja byggingaraðila til að vinna verkið né beri honum skylda til að efna samninga stefnenda við seljanda fasteignarinnar eða byggingaraðila.

1.c       Glerjun glugga á 1. og 4. hæð stigahúss.   Glerjun umræddra glugga fór ekki fram undir yfirumsjón byggingarstjóra heldur hjá framleiðanda í Lettlandi. Byggingarstjóri geti ekki borið sakarábyrgð á galla á verki sem hann kom ekki nálægt og verði ekki látinn bera á því ábyrgð að byggingaraðili hafi valið þessa glugga. Þá hafi byggingarstjóri enga ástæðu haft til að ætla að galli væri á glerjun glugganna. 

2.         Frágangur utan á húsinu:

2.a       Dropahljóð frá klæðningu undirstöðu stálsúlna. Hafi stefnendum verið lofað undirstöðum undir stálsúlur sem ekki gefa frá sér dropahljóð sé það ekki á ábyrgð byggingarstjóra að efna slík loforð. Ekki er um brot á lögum né reglugerðum að ræða og ábyrgð byggingarstjóra því ekki til staðar. Þær framkvæmdir sem lagðar séu til í matsgerð séu ekki í neinu samhengi við umfang gallans né fjártjón stefnenda sökum hans.

2.b       Rispur kringum hnoð á klæðningu á jarðhæð. Ómögulegt sé að losa klæðningu frá vegg og setja hana upp að nýju án þess að einhverjar rispur verði á klæðningu í kringum hnoð. Þar sem byggingaraðili virðist hafa tekið að sér að taka klæðninguna niður og setja hana upp aftur og þar sem ómögulegt sé að gera það öðruvísi en þannig að bletta þurfi í kringum hnoð eftir tilfærsluna sé um óunnið verk að ræða sem byggingarstjóri geti ekki borið ábyrgð á enda hafi hann engar heimildir til að knýja byggingaraðila til að vinna verkið né beri honum skylda til að efna samninga stefnenda við seljanda fasteignarinnar eða byggingaraðila

3.         Leki og sprungur:

3.a       Frágangur á yfirborði lofta og veggja í kjallara. Þar sem byggingaraðili virðist hafa tekið að sér að framkvæma viðgerð á einhverju ótilteknu atriði í þaki kjallara og þar sem óaðskiljanlegur hluti frágangs eftir slíkt sé að hreinsa ummerki og blettamála yfir skemmdir sé um óunnið verk að ræða sem byggingarstjóri geti ekki borið ábyrgð á enda hafi hann engar heimildir til að knýja byggingaraðila til að vinna verkið né skyldu til að efna samninga stefnenda við seljanda fasteignarinnar eða byggingaraðila. Þá sé ósannað að hinn upprunalegi ágalli sem hinni ókláruðu viðgerð var ætlað að lagfæra hafi verið á ábyrgð byggingarstjóra. Sé einnig ósannað að byggingarstjóri beri ábyrgð á afleiddum skemmdum.

3.b       Sprungur í vegg við innkeyrslu. Hér sé um hönnunargalla að ræða sem byggingarstjóri geti ekki borið sakarábyrgð á enda beri honum að fylgja samþykktum teikningum og hafi ekki haft sérstaka ástæðu til að ætla að hönnun væri ábótavant. Sprungur á veggnum sem leiða af galla á hönnun séu afleitt tjón og þar sem byggingarstjóri beri ekki ábyrgð á gallaðri hönnun beri hann augljóslega ekki ábyrgð á skemmdum sem af henni leiði.

4.         Bílageymsla:

4.a       Staðsetning þvottastæðis. Ekki liggi fyrir nokkur sönnun fjártjóns sökum annarrar staðsetningar þvottastæðis en á aðaluppdrætti. Hönnuður hafi samþykkt teikningar þar sem þvottastæði sé á núverandi stað. Þá beri byggingarstjóri ekki ábyrgð á því að teikningar séu réttar og ekki sé unnt að sjá hvaða lögmætu hagsmuni stefnendur hafi af því að séruppdráttur af neysluvatnslögnum sé uppfærður.

4.b       Kantlíming ofan á hurðir að geymslum. Greinilegt sé að límband hafi verið sett ofan á hurðir til bráðabirgða og sé því um óklárað verk að ræða sem byggingarstjóri geti ekki borið ábyrgð á enda hafi hann engar heimildir til að knýja byggingaraðila til að vinna verkið né beri honum skylda til að efna samninga stefnenda við seljanda fasteignarinnar eða byggingaraðila.

5.         Svalagangar og niðurföll:

5.a       Vatnshalli svalaganga. Ekki sé um frávik frá lögum, reglugerð né teikningu að ræða. Sé skortur á ræstingu vatns frá útidyrahurðum sé um hönnunargalla að ræða sem byggingarstjóri geti ekki borið sakarábyrgð á enda beri honum að fylgja samþykktum teikningum og hafi ekki haft sérstaka ástæðu til að ætla að hönnun væri ábótavant. Ætla verði að tillaga matsmanns feli ekki í sér ódýrustu lausn á meintu vandamáli og kostnaður við breytingar sé ekki í samræmi við það ónæði sem því fylgi að einfaldlega ræsa vatn fram af svalagöngum eftir þörfum með vatnsköfu eða öðru tilfallandi verkfæri. 

5.b       Fjarlæging gólfefna og uppsetning á ílögn fyrir framan íbúðir á jarðhæð. Ekki komi fram í matsgerð að um galla sé að ræða. Ekki verði því séð hvernig byggingarstjóri beri mögulega ábyrgð á þessari framkvæmd. Helst megi lesa af gögnum málsins að hér sé byggingarstjóra ætlað að standa straum af kostnaði við að byggingaraðili, eða seljandi fasteignarinnar, efni samninga sína við stefnendur eða að byggingarstjóri standi straum af kostnaði við aðgerðir sem miði að því að bæta úr galla á hönnun.

7.         Bílaplan og rampur:

7.a       Vatnshalli á bílaplani. Ekki sé um frávik frá teikningum að ræða hvað niðurföll varðar. Halli var gerður eins mikill og unnt var en aðstæður buðu ekki uppá frekari halla og sé þá um hönnunargalla sem felst í ósamræmanlegum teikningum að ræða. Sé unnt að laga halla með þeim hætti sem lýst er í matsgerð sé þetta vandamál úr sögunni í einhvern tíma næst þegar bílastæði verði lagfært en slíkt þarf að gera reglulega. Því sé mótmælt að stefnendur hafi orðið fyrir nokkru fjártjóni sökum þess að pollar myndist á stöku stað á bílastæði þar til þá enda er það nánast algilt að slíkt gerist á bílastæðum og ekkert ónæði né skemmdir hljótist af.

7.b       Niðurfallsrenna við bílageymsluhurð. Ekki sé um frávik frá lögum, reglugerð né teikningu að ræða. Sé lengd niðurfallsrennu galli sé um hönnunargalla að ræða sem byggingarstjóri geti ekki borið sakarábyrgð á enda beri honum að fylgja samþykktum teikningum og hafi hann ekki haft sérstaka ástæðu til að ætla að hönnun væri ábótavant. Algilt sé að hellulögn þurfi að endurnýja reglulega og fyrir utan lengd niðurfallsrennu verði þetta vandamál úr sögunni í einhvern tíma við næstu reglulegu endurnýjun hellulagnar. Því sé mótmælt að stefnendur hafi orðið fyrir nokkru fjártjóni sökum þess að vatn eigi ekki greiðustu mögulegu leið ofan í niðurfall við bílageymsluhurð enda sé um minni háttar vatnssöfnun að ræða sem ekkert ónæði né skemmdir hljótist af. 

7.c       Hitalögn í rampi. Hitalögn í rampi er nákvæmlega eins og hún var teiknuð og fullnægir öllum skilyrðum laga og reglugerða. Geri stefnendur meiri kröfur til fasteignarinnar en hún átti að vera búin skv. samþykktum teikningum verði þeir að bera kostnað að slíku sjálfir og hafi seljandi fasteignarinnar lofað eiginleikum sem ekki voru teiknaðir beri hann einn ábyrgð á efndum þess loforðs.

8. Frágangur lóðar. Skortur á gróðursetningu trjágróðurs er óklárað verk sem byggingarstjóri getur ekki borið ábyrgð á enda hafi hann engar heimildir til að knýja byggingaraðila til að vinna verkið né skyldu til að efna samninga stefnenda við seljanda fasteignarinnar eða byggingaraðila. Þá geti stefnendur ekki gert kröfu um að tré séu í fullri stærð á lóð nýbyggingar. Þó svo að teikningar sýni stærri trjágróður þá verði að sýna þá biðlund að leyfa trjám að vaxa úr grasi. Að svo miklu leyti sem skemmdir séu á lóð vegna þess að ekki var borinn áburður á grasflöt er um afleitt tjón að ræða sem ekki væri til komið nema vegna skorts á að stefnendur hafi takmarkað tjón sitt. Þá sé orsök skemmdanna óklárað verk en ekki gallað verk og þar sem byggingarstjóri beri ekki ábyrgð á ókláruðum verkum beri hann augljóslega ekki ábyrgð á tjóni sem af þeim leiði.

9. Hurðastoppari við hurð að geymslugangi. Hér sé um afar skýrt dæmi um óklárað verk að ræða sem byggingarstjóri geti ekki borið ábyrgð á enda hafi hann engar heimildir til að knýja byggingaraðila til að vinna verkið né beri honum skyulda til að efna samninga stefnenda við seljanda fasteignarinnar eða byggingaraðila.

Önnur sameiginleg atriði:

1.         Útidyrahurðir ekki vottaðar fyrir 1100 Ps og opnast inn.

Fjölbýlishúsið er hannað með hurðir sem opnast inn og sé það í fullu samræmi við lög og reglugerðir. Sé það ekki fullnægjandi sé um hönnunargalla að ræða. Byggingarstjóri geti ekki borið sakarábyrgð á slíkum galla enda beri honum að fylgja samþykktum teikningum og hafði ekki sérstaka ástæðu til að ætla að hönnun væri ábótavant. Ætla megi að frekari kröfur um vottun hurða hér á landi en annarsstaðar á Evrópska efnahagssvæðinu myndi fela í sér óbeina hindrun á frjálsri för vara ef skilyrði væri samkvæmt byggingarreglugerð eða lögun að hurðir hefðu íslenska vottun. Samsetning hurða og prófun fór ekki fram undir yfirumsjón byggingarstjóra heldur hjá framleiðanda í Danmörku. Byggingarstjóri geti ekki borið sakarábyrgð á galla á verki sem hann kom ekki nálægt og verði ekki látinn bera á því ábyrgð að byggingaraðili hafi valið þessar hurðir umfram aðrar hurðir sem opnast inn. 

2.         Óþétt glerjun glugga, leki gegnum útloftunarristar og leki um opnanleg fög. Glerjun umræddra glugga fór ekki fram undir yfirumsjón byggingarstjóra heldur hjá framleiðanda í Lettlandi. Byggingarstjóri geti ekki borið sakarábyrgð á galla á verki sem hann kom ekki nálægt og verði ekki látinn bera á því ábyrgð að byggingaraðili hafi valið þessa glugga. Þá hafi byggingarstjóri enga ástæðu haft til að ætla að galli væri á glerjun glugganna. Vottað er frá viðurkenndum aðila að gluggarnir þoli 1600 Pa þrýsting og geti byggingarstjóri því ekki borið á því sakarábyrgð ef slíkt reynist ekki raunin.

Séreignir:

Íbúð 103 Laus kantlíming á borðplötum. Byggingarstjóra var ekki unnt að gera sér grein fyrir umræddum ágalla í ljósi umfangs starfsskyldna enda um einfalt og afmarkað verk að ræða sem ekki getur talist saknæmt að fela iðnaðarmanni eða meistara að framkvæma án frekari eftirfylgni. Þá sé um verklið að ræða sem framkvæmdur er margoft við byggingu fjölbýlishússins. Þar sem samskonar ágalli sé ekki á öðrum samskonar verkum sé ljóst að byggingarstjóri hafi uppfyllt yfirumsjónarskyldur sínar og geti hann ekki borið sakarábyrgð á því að einhver ónefndur starfsmaður byggingaraðila hafi sýnt af sér handvömm við framkvæmd þessa afmarkaða verks í þetta eina skipti.

             Íbúð 105 Sprungin veggflís. Hér sé um verklið að ræða sem framkvæmdur sé margoft við byggingu fjölbýlishússins. Þar sem samskonar ágalli sé ekki á öðrum samskonar verkum sé ljóst að byggingarstjóri hafi uppfyllt yfirumsjónarskyldur sínar og geti hann ekki borið sakarábyrgð á því að einhver ónefndur starfsmaður byggingaraðila hafi sýnt af sér handvömm við framkvæmd þessa afmarkaða verks í þetta eina skipti. Ástæða skemmdarinnar sé eðlileg hegðun í steypu sem ekki sé unnt að koma í veg fyrir en ekki saknæm vanræksla. Ekki sé unnt að lesa af matsgerð að handvömm hafi verið við uppsetningu flísarinnar en sé svo hafi byggingarstjóra ekki verið unnt að gera sér grein fyrir umræddum ágalla í ljósi umfangs starfsskyldna enda um einfalt og afmarkað verk að ræða sem ekki geti talist saknæmt að fela iðnaðarmanni eða meistara að framkvæma án frekari eftirfylgni.

Íbúð 106 Stilla lamir hurða, rör á þaki. Hér sé um óklárað verk að ræða sem byggingarstjóri geti ekki borið ábyrgð á enda hafi hann engar heimildir til að knýja byggingaraðila til að vinna verkið né beri honum skylda til að efna samninga stefnenda við seljanda fasteignarinnar eða byggingaraðila. Þá séu sumir gallanna ósannaðir enda ekki skoðaðir af matsmönnum.

Íbúð 201 Rangur frágangur loftljóss á svölum. Byggingarstjóra hafi ekki verið unnt að gera sér grein fyrir umræddum ágalla í ljósi umfangs starfsskyldna enda um einfalt og afmarkað verk að ræða sem ekki geti talist saknæmt að fela iðnaðarmanni eða meistara að framkvæma án frekari eftirfylgni. Þá sé um verklið að ræða sem framkvæmdur sé margoft við byggingu fjölbýlishússins. Þar sem samskonar ágalli sé ekki á öðrum samskonar verkum sé ljóst að byggingarstjóri hafi uppfyllt yfirumsjónarskyldur sínar og geti hann ekki borið sakarábyrgð á því að einhver ónefndur starfsmaður byggingaraðila hafi sýnt handvömm við framkvæmd þessa afmarkaða verks í þetta eina skipti.

Íbúð 203 Óþétt svalahurð. Byggingarstjóra hafi ekki verið unnt að gera sér grein fyrir umræddum ágalla í ljósi umfangs starfsskyldna enda um einfalt og afmarkað verk að ræða sem ekki geti talist saknæmt að fela iðnaðarmanni eða meistara að framkvæma án frekari eftirfylgni. Þá sé um verklið að ræða sem framkvæmdur sé margoft við byggingu fjölbýlishússins. Þar sem samskonar ágalli sé ekki á öðrum samskonar verkum sé ljóst að byggingarstjóri hafi uppfyllt yfirumsjónarskyldur sínar og geti hann ekki borið sakarábyrgð á því að einhver ónefndur starfsmaður byggingaraðila hafi sýnt af sér handvömm við framkvæmd þessa afmarkaða verks í þetta eina skipti.

Íbúð 205 laus þröskuldur. Þetta virðist, miðað við tillögur matsmanna um úrbætur, vera óklárað verk. Byggingarstjóri geti ekki borið ábyrgð á slíku enda hafi hann engar heimildir til að knýja byggingaraðila til að vinna verkið né beri honum skylda til að efna samninga stefnenda við seljanda fasteignarinnar eða byggingaraðila. Þá séu sumir gallanna ósannaðir enda ekki skoðaðir af matsmönnum.

Íbúð 301 Skemmdir vegna leka frá útidyrahurð. Þar sem byggingarstjóri beri ekki ábyrgð á lekanum sem sé orsök skemmdanna beri hann ekki ábyrgð á hinu afleidda tjóni.

Íbúð 304 Skökk forstofuhurð. Þetta virðist, miðað við tillögur matsmanna um úrbætur, vera óklárað verk. Byggingarstjóri geti ekki borið ábyrgð á slíku enda hafi hann engar heimildir til að knýja byggingaraðila til að vinna verkið né skyldu til að efna samninga stefnenda við seljanda fasteignarinnar eða byggingaraðila. Þá séu sumir gallanna ósannaðir enda ekki skoðaðir af matsmönnum. Ef ekki sé um óklárað verk að ræða sé þetta augljóslega minniháttar verk sem sé orsök handvammar einstaks starfsmanns en ekki afleiðing skorts á yfirumsjón með verkinu.

Íbúð 305 Óþétt svalahurð. Byggingarstjóra hafi ekki verið unnt að gera sér grein fyrir umræddum ágalla í ljósi umfangs starfsskyldna enda um einfalt og afmarkað verk að ræða sem ekki geti talist saknæmt að fela iðnaðarmanni eða meistara að framkvæma án frekari eftirfylgni. Þá sé um verklið að ræða sem framkvæmdur sé margoft við byggingu fjölbýlishússins. Þar sem samskonar ágalli er ekki á öðrum samskonar verkum sé ljóst að byggingarstjóri hafi uppfyllt yfirumsjónarskyldur sínar og hann geti ekki borið sakarábyrgð á því að einhver ónefndur starfsmaður byggingaraðila hafi sýnt af sér handvömm við framkvæmd þessa afmarkaða verks í þetta eina skipti.

Íbúð 306 Skemmdir vegna leka frá útidyrahurð. Þar sem byggingarstjóri beri ekki ábyrgð á lekanum sem sé orsök skemmdanna beri hann ekki ábyrgð á hinu afleidda tjóni.

Íbúð 406 Ósléttur veggur. Byggingarstjóra hafi ekki verið unnt að gera sér grein fyrir umræddum ágalla í ljósi umfangs starfsskyldna enda um einfalt og afmarkað verk að ræða sem ekki geti talist saknæmt að fela iðnaðarmanni eða meistara að framkvæma án frekari eftirfylgni. Þá sé um verklið að ræða sem framkvæmdur er margoft við byggingu fjölbýlishússins. Þar sem samskonar ágalli sé ekki á öðrum samskonar verkum sé ljóst að byggingarstjóri hefur uppfyllt yfirumsjónarskyldur sínar og hann getur ekki borið sakarábyrgð á því að einhver ónefndur starfsmaður byggingaraðila hafi sýnt handvömm við framkvæmd þessa afmarkaða verks í þetta eina skipti.

             Að lokum vill VÍS benda á að ósannað sé í málinu að stefnendur séu núverandi eigendur þeirra fasteigna sem dómkröfur miða við að eigi að endurbæta. Sé þetta atriði ekki sannað undir rekstri málsins beri að sýkna alla stefndu sökum aðildarskorts til sóknar.

Verði stefndi, Jón, ekki sýknaður af kröfum stefnenda í máli þessu telur VÍS að sömu sjónarmið og að framan er getið leiði að minnsta kosti til lækkunar dómkrafna. Þá telur VÍS einnig að önnur sjónarmið leiði til lækkunar dómkrafna. VÍS bendir í því samhengi sérstaklega á að taka verði tillit til ívilnunar á tekjuskattsstofn sem sá er að endurbótunum stæði ætti rétt á samkvæmt lögum nr. 92/2010 um breytingu á lögum nr. 90/2003 um tekjuskatt. Skorað er á stefnendur að leggja fram útreikninga á hagræði sökum framangreindrar ívilnunar og gögn sem nauðsynleg eru til að sannreyna réttmæti þeirra útreikninga. Verði ekki orðið við þessari kröfu undir rekstri málsins telur VÍS að vísa beri málinu frá dómi án kröfu enda væri ekki hægt að taka afstöðu til kröfufjárhæðar. Skortur á framlagningu gagna um fjárhæðir lögmætra frádráttarliða leiði til frávísunar máls þar sem ekki sé unnt að leggja mat á dómkröfur í því horfi sem þær eru fram settar og stefndu ekki gefið tækifæri til að gera athugasemdir við veigamikinn hluta útreiknings stefnufjárhæða undir rekstri máls. Verði ekki orðið við framangreindri áskorun og verði málinu ekki vísað frá dómi af þeim sökum hlýtur að þurfa að lækka dómkröfur hvers þess aðila sem er einn eigandi fasteignar í fjölbýlishúsinu að Rauðumýri 1 sem nemur 400.000 kr. sökum ákvæða laga um ívilnun á tekjuskattsstofn og dómkröfu hverra þeirra aðila sem fleiri en einn eiga sameiginlega fasteignir í fjölbýlishúsinu að Rauðumýri 1 sem nemur 600.000 kr. sökum sömu réttarreglna og er þá miðað við fulla tekjuskattsstofnsívilnun einstaklings og samskattaðra aðila í bæði þau skattaár sem ívilnunin stendur til boða enda ólíklegt að ráðist verði í allar framkvæmdir á sama ári.

Réttargæslustefnda, VÍS, gerir sem áður segir engar kröfur í málinu enda er engum kröfum að því beint. Réttargæslustefnda áskilur sér rétt til að bera fyrir sig þær ábyrgðartakmarkanir sem leiða af vátryggingaskilmálum nr. AP28 um lögboðna ábyrgðartryggingu byggingarstjóra og lögum um vátryggingarsamninga nr. 30/2004 ef til þess kemur að kröfum verði að því beint á grundvelli tryggingar stefnda, Jóns, hjá því.

             Réttargæslustefnda telur sérstaka ástæðu til að taka fram, í þessu sambandi, að afleitt tjón sé ekki bótaskylt samkvæmt ábyrgðartryggingu stefnda, Jóns. Þetta byggir m.a. á 4.4. gr. skilmála AP28 sem segir að vátryggingin bæti ekki líkamstjón og skemmdir á munum. Einnig er þetta byggt á gr. 4.1. en skv. henni bætir vátryggingin almennt fjártjón viðskiptamanns vátryggðs sem rakið verði til þess að ekki hefur verið byggt í samræmi við samþykkta uppdrætti, lög og reglugerðir o.s.frv. Af sömu grein og raunar ákvæðum laga má ráða að ábyrgð réttargæslustefnda sé takmörkuð við tjón sem varð eftir að uppdrættir voru samþykkir.

             Þá tekur réttargæslustefnda einnig fram að dómkröfur í máli þessu eru langt umfram hámark bótagreiðslna úr ábyrgðartryggingu stefnda, Jóns. Á það við bæði um hámark greiðslna vegna eins vátryggingartímabils sem og greiðslur vegna eins tjónsatburðar, en réttargæslustefnda telur að meint tjón allra stefnenda sé afleiðing eins meints tjónsatburðar.

             Að lokum áskilur réttargæslustefnda sér sérstaklega rétt til að bera fyrir sig að krafa stefnenda á hendur réttargæslustefnda sé niður fallin á grundvelli 1. og 2. mgr. 51. gr. laga um vátryggingarsamninga nr. 30/2004

             Málsástæður og lagarök stefndu, Helga Bergmanns Sigurðssonar og Sjóvár-Almennra trygginga hf.

             Af hálfu stefnda, Helga Bergmanns er í fyrsta lagi krafist sýknu vegna aðildarskorts, sbr. 2. mgr. 16. grein lag nr. 91/1991. Skýrt er samkvæmt þágildandi skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997 að hönnuður ber eingöngu ábyrgð gagnvart byggingaryfirvöldum og eftir atvikum gagnvart eiganda byggingarframkvæmda, sbr. nú 23. grein laga nr. 160/2010. Ekki verður ráðið af þágildandi skipulags- og byggingarlögum að hönnuður geti borið ábyrgð gagnvart síðari eigendum. Til þess að svo geti verið þarf skýra lagaheimild. Ákvæði 26 greinar byggingarreglugerðar nr. 441/1998 þar sem gert er ráð fyrir ábyrgð gagnvart þriðja aðila hafi ekki lagastoð að öðru leyti en sem við getur átt gagnvart byggingaryfirvöldum og eiganda framkvæmda. Ber því þegar af þessari ástæðu að sýkna stefnda, Helga. Vísað er í þessu sambandi m.a. til dóma Hæstaréttar í málunum nr. 37/2009 og 315/2009.

             Af hálfu stefnda, Helga Bergmanns Sigurðssonar, er einnig krafist sýknu með tilvísun til þess að hönnunarvinna sú sem hann framkvæmdi vegna Rauðumýri 1 hafi í alla staði verið faglega unnin og í samræmi við lög og reglugerðir um byggingarmál, sbr. 47. grein þágildandi laga nr. 73/1997, sbr. nú 23. grein laga nr. 160/2010. Af hálfu byggingaryfirvalda hafi á byggingartíma og síðar ekki verið gerðar neinar athugasemdir við hönnunarvinnu. Ekki komi heldur fram í matsgerð dómkvaddra matsmanna, sbr. dskj. nr. 64, að hönnunarvinna þessa stefnda hafi verið í ósamræmi og/eða andstöðu við gildandi lög og reglugerðir hvað varðar þá liði matsgerðarinnar sem kröfur stefnenda eru byggðar á gagnvart þessum stefnda.

             Á það sé og bent af hálfu þessa stefnda að engar kvartanir hafi borist eða kröfur vegna meintra mistaka við hönnun Rauðumýri 3 sem er samskonar fjölbýlishús og byggt af sama aðila og byggði Rauðumýri 1. Ekki sé heldur vitað til þess að eigendur þess húss hafi gert gallakröfur á seljanda og/eða byggjanda.

             Ábyrgð stefnda, Helga, sé sakarábyrgð og hafi stefnendur sönnunarbyrði fyrir því að um saknæm mistök hafi verið að ræða í tengslum við hönnunarvinnu Helga. Almenn tilvísun til þess að eitthvað sé gallað, svo sem hurðir o.fl., sé ekki nein sönnun fyrir rangri hönnunarvinnu. Til þess að stefndi, Helgi, geti borið ábyrgð þarf að vera um að ræða saknæm mistök við hönnun og síðan þarf að vera fyrir hendi orsakasamband milli meintra mistaka og tjóns. Fari því fjarri að svo sé í máli þessu.

             Hér á eftir verður fjallað um það sem stefnendur telja áfátt í hönnun og færðar fram þær varnir sem stefndi, Helgi, telur við eiga umfram það sem áður er getið.

             Hvað varðar lið 3b í matsgerð krefst stefndi, Helgi Bergmann, einnig sýknu vegna aðildarskorts. Helgi gerði ekki teikningar af burðarvirki viðkomandi veggjar og frárennslisuppdráttum, sbr. dskj. nr. 64, bls. 12 og fylgiskjal nr. 3. Teikningar af burðarvirki viðkomandi veggjar og frárennslislögnum gerði Sveinbjörn Hinriksson, byggingatæknifræðingur. Stefndi, Helgi, geti ekki undir neinum kringumstæðum borið ábyrgð á sprungum í viðkomandi vegg, skorti á frágangi jarðvegsmegin eða skorti á drenlögn. Það sé á nokkurn veg skýrt í matsgerðinni hvers vegna matsmenn telja þessi atriði vera galla. Hér virðist vera um að ræða huglægt mat án fullnægjandi rökstuðnings til ákvæða í byggingarreglugerð. Af hálfu stefnda, Helga Bergmanns, sé því haldið fram að byggingarreglugerð geri ekki kröfu um að drenlögn sé með stoðveggnum. Það hafi og verið hlutverk viðkomandi burðarþolshönnuðar að hanna járnalögn í vegginn með þeim hætti að hann þyldi jarðvegsálag en líklegt er að  skortur á burðarþoli hafi valdið því að veggurinn er sprunginn. Hugsanleg skýring á sprungum í veggnum geti og verið handvömm við lagningu járna í vegginn og á því geti stefndi, Helgi, ekki borið ábyrgð. Einnig sé fráleitt að frágangur jarðvegsmegin sé á ábyrgð Helga sem aðalhönnuðar en þar sé fyrst og fremst við byggingaaðila að sakast og/eða burðarþolshönnuð.

             Varðandi liði 5a og 5c sem snerti vatnshalla og gólfílögn á svalagöngum á öllum hæðum hafi stefndi fram að færa ýmsar varnir umfram það sem almennt eigi við eins og áður segir. Fyrir það fyrsta séu engin ákvæði í byggingarreglugerð sem mæli fyrir um að niðurföll skuli vera á svalagöngum sem þessum og sé því fráleitt að halda því fram að þar eigi að vera niðurföll. Engin athugasemd var heldur gerð af hálfu byggingaryfirvalda um það að þörf væri á niðurföllum. Er hér reyndar í raun við lagnahönnuð að sakast en ekki aðalhönnuð þar sem ekki er lögskylt að gera grein fyrir niðurföllum á aðaluppdráttum nema í votrýmum. Á það sé og bent að hönnun viðkomandi ganga sem klæddir eru af með glerveggjum gerir það óþarft að hafa niðurföll þar sem afar lítið eða ekkert regnvatn berst inn á viðkomandi ganga og gerist það ekki nema við verstu skilyrði. Á það sé og bent að algengt sé að gangar sem þessir séu ekki klæddir af en þá sé reyndar algengara en hitt að vatnshalli og/eða niðurföll séu til staðar. Þegar svo hátti til eins og í Rauðumýri 1, þ.e. að gangarnir séu klæddir af, sé engin þörf á vatnshalla og/eða niðurföllum til að veita frá því örlitla regnvatni sem kunni að berast inn á gangana við verstu skilyrði. Verði niðurstaða í þessu máli eigi að síður svo að þörf sé á vatnshalla sé það ekki undir neinum kringumstæðum á ábyrgð viðkomandi aðalhönnuðar. Byggjandi hefði auðveldlega getað gert ráð fyrir vatnshalla þegar lagt var í viðkomandi gólf og sé það venja að gera svo þar sem þörf sé á halla. Hallinn er þá að niðurföllum og/eða að útbrún svalaganga. Það að halli sé ekki til staðar sé á ábyrgð byggjanda og/eða þeirra sem lögðu í viðkomandi svalaganga. Á það sé og bent í þessu sambandi að svo virðist sem við vettvangsskoðun hafi verið brotið upp úr ílögn svalaganga á sumum stöðum og gert við en að því er virðist án fullnægjandi árangurs.

Hvað varðar tilvísun til greinar 101.1 í byggingarreglugerð sé rétt að benda á að þetta ákvæði eigi við veggsvalir en ekki svalaganga. Það séu niðurföll á öllum veggsvölum í Rauðumýri 1 en ekki hafi verið talin þörf á niðurföllum á svalagöngum þar sem þeir séu klæddir af auk þess sem venja sé að hafa vatnshalla á svalagöngum að útbrún.

             Hvað varði liði 7a og 7b sem snerti vatnshalla á bílaplani sé bent á að upp gefinn vatnshalli á fyrirliggjandi teikningu hönnuðar sé 2,5%, sbr. dskj. nr. 64, bls.19. Mælingar matsmanna benda til þess að halli sé ekki í samræmi við þetta og sé vandséð hvernig aðalhönnuður geti borðið ábyrgð á þessu. Í öllu falli sé ljóst að í stefnu sé ekki gerð nein grein fyrir því hvernig aðalhönnuður geti borið hér ábyrgð. Aðalhönnuður hafi ekki haft með höndum neitt byggingareftirlit og hafi ekki eftirlitsskyldu samkvæmt lögum að öðru leyti en því að innra samræmi sé í teikningum frá öðrum, en sú skylda sé gagnvart byggingaryfirvöldum og eiganda framkvæmda.

             Hvað varði lið 7d sem snerti hitalögn í rampa að bílageymslu sé bent á að hér sé ekki við aðalhönnuð að sakast þar sem Sveinbjörn Hinriksson, byggingatæknifræðingur hafi hannað snjóbræðslulögn í rampann og geti stefndi, Helgi, því þegar af þeirri ástæðu ekki borið hér ábyrgð. Á það sé og bent að ekki sé skylda að hafa snjóbræðslulögn í aðkeyrslum eða römpum bílageymsluhúsa. Á það sé og bent að snjóbræðsla sé fyrir hendi í viðkomandi rampa og sé á engan veg skýrt í fyrirliggjandi matsgerð hvernig matsmenn komist að þeirri niðurstöðu að um sé að ræða galla. Virðist vera um að ræða huglægt mat. Ekki komi fram að matsmenn hafi staðreynt með skoðun hvernig snjóbræðslan virki í sjókomu og virðast matsmenn byggja á frásögn annarra.   

Á það sé og bent að við vettvangsskoðun, hinn 2. mars 2011, hafi komið í ljós að snjóbræðsla virkaði eðlilega og hafi brætt allan snjó með þeim hætti að unnt hafi verið að aka inn í bílageymslu án hindrunar vegna snjóalaga en snjór hafi verið á jörðu í umhverfinu. Þekkt sé að sjóbræðsla geti aldrei komið í veg fyrir skaflamyndum þegar ofankoma er mikil.

             Fari svo ólíklega að fallist verði á kröfur stefnenda sé þess krafist að ábyrgð stefnda, Helga Bergmanns, verði takmörkuð við 6.612.300 kr. sem hafi verið hámarksábyrgð starfsábyrgðartryggingar hans sem hönnuðar þegar hann lauk við teikningar þær sem hér um ræði.

Vísað sé til þágildandi skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, einkum 47. greinar, til byggingarreglugerðar nr. 441/1998, laga nr. 160/2010, einkum 23. gr., til almennra reglna kröfuréttar og almennra reglna skaðabótaréttar, bæði innan og utan samninga. Vísað sé og í skilamála fyrir ábyrgðartryggingu hönnuðar. Auk þess sé vísað til eldri byggingarlaga nr. 54/1978 og byggingarreglugerðar nr. 192/1979.

Niðurstaða

             Af hálfu stefnenda er byggt á því að þau atriði sem koma fram í matsgerð dómkvaddra matsmanna frá júní 2009 séu gallar og að hún verði lögð til grundvallar kröfum stefnenda á hendur stefndu. Krafa stefnenda á hendur stefnda, Verklandi ehf., nú þb. VLX4530 ehf., er byggð á því að það félag var seljandi fasteignarinnar og beri ábyrgð gagnvart stefnendum á öllum þeim göllum sem tilgreindir eru í matsgerðinni. Íbúðirnar voru seldar í atvinnuskyni og um neytendakaup sé að ræða. Vísað er til 18. og 19. gr. laga um fasteignakaup og að stefnendur eigi rétt á skaðabótum og/eða afslætti, sbr. 34. gr., 37. gr., 41. og 43. gr. sömu laga.

             Kröfur á hendur stefnda, Jóni Inga Lárussyni, byggingarstjóra eru byggðar á 51. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 og á almennu sakarreglu íslensks réttar.

             Kröfur á hendur stefnda, Helga Bergmann Sigurðssyni hönnuði, eru byggðar á strangri sakarábyrgð hans sem sérfræðings í hönnun mannvirkja og beri hann ábyrgð á göllum á grundvelli reglna skaðabótaréttar um sérfræðiábyrgð og á almennri sakarreglu íslensks réttar. Stefnendur vísa til 47. gr. laga nr. 73/1997 og 17., 18., 19., 24., 101.1., 184., 185., 188. og 196. gr. byggingarreglugerðar nr. 441/1998.

Stefnendur byggja á því að stefndu, þb. VLX4530 ehf. og Jón Ingi Lárusson, séu ábyrgir in solidum vegna allra þeirra galla sem fram koma í matsgerð dómkvaddra matsmanna, en stefndi, Helgi Bergmann Sigurðsson, sé einungis ábyrgur in solidum með meðstefndu vegna galla skv. matsliðum  3b, 5a, 5c, 7a, 7b og 7d í matsgerðinni.

Allir stefndu hafna kröfum stefnenda í málinu og krefjast sýknu af öllum kröfum stefnenda. Stefndi, Verkland ehf., breytti um nafn og varð VLX4530 ehf. og var greinargerð skilað í nafni þess félags. Félagið varð gjaldþrota og ekki var frekar mætt af þess hálfu. Á því 96. gr. laga um meðferð einkamála við.

Stefndi, Jón Ingi Lárusson, er byggingarstjóri verksins og ber ábyrgð skv. 51. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Í dómi Hæstaréttar í máli nr. 267/2005, var til úrlausnar hversu víðtæk ábyrgð byggingarstjóra væri eftir ákvæðum skipulags- og byggingarlaga. Þar var því slegið föstu að á honum hvíli ekki aðeins að sjá til þess að byggt sé í samræmi við samþykkta uppdrætti, lög og reglugerðir, heldur einnig sú skylda að hafa yfirumsjón og eftirlit með byggingarframkvæmdunum, sem hann stýrir, þar á meðal með því að iðnmeistarar, sem koma að verkinu fyrir atbeina hans, sinni skyldum sínum og að framkvæmdin sé tæknilega og faglega fullnægjandi. Með saknæmri vanrækslu á þessum skyldum felli byggingarstjóri á sig skaðabótaábyrgð. Að mati dómsins verður hér að horfa til þess að byggingarstjóri getur ekki borið ábyrgð á þeim verkum byggingaraðilans sem hann hefur ekki lokið. Þá nær byggingarstjóraábyrgðin ekki til tilbúinna byggingaeininga sem eru aðkeyptar þótt ábyrgðin geti náð til ísetningar á þeim hlutum. Á sama hátt verður að líta til þess hvort verk séu almennt faglega unnin.

Stefndi, Helgi Bergmann Sigurðsson, er arkitekt og hönnuður hússins. Samkvæmt 1. mgr. 47. gr. skipulags- og byggingarlagar nr. 73/1997 skulu hönnuðir árita teikningar sínar og þannig ábyrgjast að hönnun sé faglega unnin og í samræmi við lög og reglugerðir um byggingarmál. Ákvæðið takmarkar ekki ábyrgðina við byggingaryfirvöld eða gagnvart eiganda byggingaframkvæmda. Því hefur ákvæði 26. gr. byggingarreglugerðar nr. 441/1998 fullnægjandi lagastoð. Er því hafnað kröfu stefnda, Helga Bergmann, um sýknu vegna aðildarskorts.

Krafa stefnenda er um greiðslu skaðabóta úr hendi Verklands ehf., nú þb. VLX4530 ehf. og til vara að þeir eigi rétt á afslætti í samræmi við niðurstöðu hinna dómkvöddu matsmanna. Síðar segir í stefnu að stefnendur eigi rétt á skaðabótum og/eða afslætti úr hendi, stefnda, Verklands, og er vísað til 34., 37., 41.. og 43. gr. laga um fasteignakaup. Málatilbúnaður stefnenda er ekki skýr hvað þetta varðar. Þá er afsláttarkrafa stefnenda vanreifuð. Því lítur dómurinn svo á, að stefnendur séu einvörðungu að gera skaðabótakröfu.

Fyrir liggur í málinu að nokkrir stefnenda hafa haldið eftir verulegum greiðslum af kaupverði íbúðanna vegna hinna umþrættu galla. Lögmaður stefnenda lýsti því yfir við aðalmeðferð dómsins að kröfur umbjóðenda hennar vegna ógreiddra eftirstöðvar kaupverðs íbúðanna kæmu til frádráttar hinum dæmdu bótum.  

Verður þá vikið að hverjum og einum matslið fyrir sig:

Hurðir og gluggar, leki og raki.

1.a.      Leki með fram útidyrahurð og skortur á hurðastoppara. Af hálfu stefnenda er á því byggt að hurðin leki og því sé um galla að ræða þar sem hurðir í nýbyggingum eigi ekki að leka. Stefnendur telja að setja verði upp hurðir sem henta aðstæðum hverju sinni sem ekki hafi verið gert í þessu tilviki. Viðgerðir hafi verið reyndar en án árangurs. Þá séu skemmdir eftir hurðapumpur sem beri að bæta enda eigi þær ekki að vera staðsettar með þeim hætti að þær valdi skemmdum, a.m.k. verði að gera þær kröfur að settir séu hurðastopparar svo skemmdir verði ekki. Af hálfu stefnenda er á því byggt að stefndu, byggingaraðilinn og byggingarstjórinn, beri ábyrgð in soldium gagnvart stefnendum.

Í matsgerðinni er staðfest að við skoðun hafi komið í ljós greinileg ummerki eftir leka með fram hurðarspjaldi og hafi verktaki reynt viðgerðir með því að festa viðbótarþéttilista á hurðarspjald en án árangurs. Vatn nái að renna undir hurðarblað og fram hjá þéttilistum þegar veðurhæð sé mikil og slagveður standi beint á hurðina og skipti mestu að hurðin opnast inn en ef hún opnaðist út myndi þrýstingur í slagveðrum þrýsta hurðarblaði inn að þéttingum í falsi. Er staðfest að á tveimur stöðum í stigahúsi megi sjá skemmdir í veggjum eftir arma á hurðapumpum sem rekast í aðliggjandi veggi. Leggja matsmenn það til að utanhússklæðning verði losuð upp, útihurðarkarmur og hurðarspjald aðalinngangs í stigahús verði fjarlægð og að sett verði í staðinn hurðarkarmur og hurðarspjald sem opnast út og standist álagskröfur íslenskrar vottunar og að utanhússklæðingin verði fest upp aftur í kringum hurð. Þá þurfi að setja upp hurðastoppara fyrir báðar hurðir á 1. hæð, spartla í skemmd eftir pumpur og blettamála.

             Í vitnaskýrslu Helga Bergmanns Sigurðssonar arkitekts hússins kom fram að hann teldi ekki koma til álita að hurð hússins opnaðist út, svo sem matsmenn telji að hún eigi að gera. Þá liggja ekki fyrir leyfi frá byggingaryfirvöldum fyrir þeim breytingum sem matsmenn telja að gera eigi á húsinu. Dómurinn hafnar þeirri lausn matsmanna að láta hurðina snúa út.

             Að mati dómsins er ótvírætt að hurðirnar leka og því sé um galla að ræða. Dómurinn telur að sá kostnaður sem metinn er í matsgerð sé lágmarkskostnaður við nauðsynlegar endurbætur og var það staðfest hjá matsmanni fyrir dómi. Í ljósi þess að um er að ræða aðkeyptan byggingarhlut er hér ekki um ábyrgð byggingarstjórans að ræða. Því beri stefnda, byggingaraðilanum, að bæta stefnendum tjón sitt samkvæmt matsgerð.

1. b.     Frágangur hurðarblaða, þéttilista og hurðapumpa í kjallara (5 hurðir). Af hálfu stefnenda er á því byggt að bæði séu skemmdir á hurðunum og frágangi og ísetningu ábótavant og því sé um galla að ræða. Stefnendur taka fram að reyndar hafi verið viðgerðir af hálfu stefndu þar sem hurðir féllu ekki að stöfum, voru stífar o.s.frv. Hafi röngum aðferðum verið beitt við uppsetningu þeirra. Af hálfu stefnenda er á því byggt að stefndu, byggingaraðilinn og byggingarstjórinn, beri ábyrgð gagnvart stefnendum á framangreindum göllum in solidum. 

Í matsgerðinni kemur fram að við skoðun á hurðunum hafi komið í ljós að slípað hafi verið af köntunum til þess að fá þær til að falla betur að stöfum. Brúnir á hurðum séu hvassar og skörðóttar eftir þessa aðgerð og lakkhúð rispuð. Þá hafi þéttilistar í fölsum ekki verið settir upp á réttan máta, þeir hafi verið settir á vitlausan stað og snúi öfugt. Einnig séu hurðapumpur ekki stilltar rétt til að tryggja örugga lokun. Rúnna þurfi brúnir á köntum hurða, grunna slípaða hluta tvisvar, tvílakka hurðir, stilla pumpur og endurnýja þéttilista í falsi.

             Dómurinn lítur svo á að hér sé viðgerð ekki lokið og sé hún á ábyrgð byggingaraðilans. Stefnda, Verklandi ehf. nú þb. VLX 4530 ehf., beri því að greiða stefnendum í samræmi við matsgerð.

1.c.      Glerjun glugga á 1. og 4. hæð stigahúss. Af hálfu stefnenda er á því byggt að nýir gluggar eigi ekki að leka. Uppsetningu þeirra sé meðal annars ábótavant. Af hálfu stefnenda er á því byggt að stefndu, byggingaraðilinn og byggingarstjórinn, beri ábyrgð gagnvart stefnendum á framangreindum göllum in solidum.

Í matsgerðinni kemur fram að greinileg ummerki um leka megi sjá á glugga á 4. hæð í stigahúsi. Svo virðist sem leki inn um samskeyti á körmum og bendi það til galla í samsetningu gluggans. Þá megi sjá sams konar ummerki um leka með gleri í sams konar glugga á 1. hæð í stigahúsi. Lekinn bendi til þess að glerjun gluggans sé óþétt. Losa þurfi utanhússklæðningu kringum glugga, losa glugga úr, festa upp nýjan glugga og klæða aftur að glugga með utanhússklæðningunni.

             Fyrir liggur í málinu að nefndir gluggar voru keyptir erlendis frá og komu í heilu lagi, þ.e. glerjaðir í gluggakarmi. Matsgerðin staðfestir að um galla sé að ræða. Stefndi, Verkland ehf. nú þb. VLX 4530 ehf., sem er byggingaraðili hússins ber ábyrgð á þessum galla. Í ljósi þess að um er að ræða aðkeyptan byggingarhlut er hér ekki um ábyrgð byggingarstjórans að ræða. Stefndi, þb. VLX 4530 ehf., ber því að greiða stefnendum í samræmi við matsgerð.

Frágangur utan á húsinu.

2.c.      Steyptar festingar svalaganga (dropahljóð frá klæðningu). Stefnendur byggja á því að eftir að flutt hafi verið inn í húsið hafi viðgerðir farið fram af hálfu byggingaraðilans, fyrir framan húsið og undirstöður undir stálsúlur hafi verið klæddar. Stefnendur telja að um verulega breytingu sé að ræða og útlitslýti. Eftir viðgerðina heyrist nú dropahljóð þegar dropar falla á klæðninguna sem ekki hafi heyrst áður og sé verulegt ónæði af því, sérstaklega fyrir íbúa í íbúðum 102-105. Sé frágangi eftir viðgerðirnar ábótavant.

Í matsgerðinni kemur fram að viðgerð á undirstöðunum hafi verið fullnægjandi, hins vegar heyrist nú dropahljóð þegar dropar falla á klæðninguna. Þurfi að losa í sundur hlífarnar, bera hljóðdempandi kvoðu á bakhlið þeirra og festa þær upp aftur.

Alveg er ósannað í matsgerðinni að hér sé um galla að ræða. Fyrir liggur að viðgerðin var fullnægjandi að mati matsmanna. Ekkert liggur fyrir um í hvaða mæli dropahljóðið er og hvort það skeri sig úr öðrum umhverfishljóðum. Eru stefndu því sýknaðir af þessum lið. 

2.d.      Skemmdir á klæðningu. Af hálfu stefnenda er á því byggt að um galla sé að ræða þar sem skemmdir hafi orðið á klæðningunni eftir viðgerð á húsinu, sem gerð var til að lagfæra leka niður í kjallara. Klæðningin hafi verið losuð frá og sett aftur á og sé frágangi hennar ábótavant. Krafan beinist að stefndu, seljanda og byggingastjóra in solidum.

Í matsgerðinni kemur fram að við skoðun á klæðningunni hafi komið í ljós að tæki sem notað hafi verið til þess að losa/festa hnoð hafi rispað lakkhúðina í kringum hnoðin.

Hér er um mjög óverulegt tjón að ræða sem nánast hefur verið ógerningur að komast hjá við viðgerð, þegar klæðningin var losuð. Dómurinn sýknar af þessum kröfulið.

Leki og sprungur

3.a.      Frágangur á yfirborði lofta og veggja í kjallara. Ágreiningslaust er að viðgerðum vegna leka í kjallara er lokið. Hins vegnar hafi ekki verið gengið nægilega vel frá yfirborði lofta og veggja í þeim rýmum þar sem leki kom fram og sé það galli.

Matsmenn telja að hreinsa þurfi lekaummerki, blettamála yfir skemmdir og heilmála einu sinni loft og veggi.

Hinum stefnda byggingaraðila bar að ganga frá viðgerðinni á fullnægjandi hátt og ber hann því ábyrgð samkvæmt þessum lið. Þar sem um ólokið verk er að ræða ber að sýkna byggingarstjórann af þessum lið en stefndi, þb. VLX 4530 ehf., greiði bætur samkvæmt matsgerð.

3.b.      Sprungur í vegg við innkeyrslu. Af hálfu stefnenda er á því byggt að hvorki hafi verið ásættanlegar aðferðir verið notaðar við hönnun á veggnum né hafi bygging hans verið ásættanleg. Bæði hönnuninni og frágangi sé ábótavant. Á því er byggt að allir stefndu beri ábyrgð in solidum á gallanum gagnvart stefnendum.

Í matsgerðinni kemur fram að margar sprungur hafi myndast í stoðveggi við innkeyrslu í bílageymslu sem fyllt sé að með jarðvegi. Út um þessar sprungur leki vatn. Við hönnun hafi ekki verið gert ráð fyrir drenlögn jarðvegsmegin við vegginn. Þá sé hvergi að finna í séruppdráttum hvernig ganga skuli frá yfirborði veggjarins sem snúi að jarðvegi. Forsenda fyrir því að koma í veg fyrir frekari skemmdir á veggnum sé að gera yfirborð veggjarins sem snúi að jarðvegi vatnsþétt. Sé um galla að ræða að mati matsmanna. Hanna þurfi drenlögn og færa inn á uppdrætti. Grafa þurfi jarðveg frá vegg, hreinsa veggflöt og tjarga með sökkulasfalti, leggja drendúk á vegg, leggja drenlögn með fram vegg, fylla að með drenmöl og leggja jarðvegsdúk. Fylla þurfi með jarðvegsfyllingu, háþrýstiþvo veggflötinn, filta og sílanbaða og mála veggflötinn tvisvar.

             Að mati dómsins liggur ekki fyrir að skylt sé samkvæmt byggingarreglugerð að hafa drenlögn. Dómurinn telur að hér sé um galla að ræða. Hins vegar hafi hvorki byggingarstjórinn né hönnuður sýnt af sér saknæma háttsemi. Því er galli þessi á ábyrgð byggingaraðilans.

Bílageymslan

4.d.      Staðsetning þvottastæðis. Af hálfu stefnenda er á því byggt að um galla sé að ræða enda sé þvottastæðið hvorki á þeim stað sem það á að vera skv. aðaluppdráttum og kynnt var stefnendum né uppfylli það þau gæði sem það átti að uppfylla. Þá hafi ekkert samráð verið haft við stefnendur um færslu stæðisins og telja stefnendur að núverandi aðstaða til bílaþvotta sé ófullnægjandi. Af hálfu stefnenda er á því byggt að byggingaraðilinn og byggingarstjórinn, beri ábyrgð á gallanum gagnvart stefnendum.

Í matsgerðinni kemur fram að á aðaluppdrætti sé eitt stórt þvottastæði við austurvegg bílageymslu og við það merkt kalt vatn. Í bílageymslu sé að finna eitt lítið þvottastæði með köldu vatni skáhalt gegn þvottastæði aðaluppdráttar en þar séu engar vatnslagnir. Sé það niðurstaða matsmanna að þvottastæði og lagnir séu ekki á þeim stað sem aðaluppdrættir greina. Framlengja þurfi vatnslögn frá núverandi þvottaaðstöðu að þvottastæði og setja upp krana fyrir skolslöngu. Uppfæra þurfi einn séruppdrátt af neysluvatnslögn.

             Að mati dómsins liggur fyrir að þvottastæðið hafi verið teiknað við austurvegginn, milli tveggja stæða er tilheyra tveimur íbúðum í húsinu. Það stæði er í sameign stefnenda. Hins vegar liggur líka fyrir að lagnateikning gerði ráð fyrir þvottastæði á vesturveggnum þar sem það er nú. Ekki liggur fyrir að þessi tilhögun á þvottastæði valdi stefnendum tjóni né óþægindum. Því er sýknað af þessum lið.

 4.f.      Kantlíming ofan á hurðir að geymslum. Af hálfu stefnenda er á því byggt, að frágangur geymsluhurða sé algjörlega óásættanlegur, en búið var að saga ofan af hurðunum.

Í matsgerðinni kemur fram að sagað hafi verið ofan af geymsluhurðum og límband límt yfir sárið. Að mati dómkvaddra matsmanna sé um ófullnægjandi frágang að ræða þar sem hætta sé á að límband losni af með tímanum og teljist hurðir því gallaðar. Taka þurfi hurðirnar niður, líma kantlista úr málaðri furu ofan á hurðarspjöldin og setja hurðir upp á ný.

Hér er til staðar ófullnægjandi frágangur. Því er um galla að ræða sem er á ábyrgð byggingaraðilans og byggingarstjórans.

Svalagangar og niðurföll.

5.a.      Vatnshalli svalaganga. Af hálfu stefnenda er á því byggt að um galla sé að ræða á svalagöngum á jarðhæð, 2., 3., og 4. hæð þar sem vatnshalli sé ekki nægjanlegur til að tryggja fráveitu vatns. Vatn liggi að húsinu og myndist pollar á göngunum. Stefnendur telja að bæði hönnun og frágangi sé ábótavant. Hafi hvorki verið notaðar ásættanlegar aðferðir við hönnunina né verkið sjálft. Stefnendur byggja á því að allir stefndu beri ábyrgð gagnvart stefnendum in solidum.

Í matsgerðinni kemur fram að skoðun á uppdráttum hafi leitt í ljós að ekki sé gert ráð fyrir niðurföllum á svalagöngum í hönnun hússins. Verði því að draga þá ályktun að gert sé ráð fyrir að regnvatn sem berst inn á svalaganga eigi að renna fram af brún ganganna. Matsmenn mældu hallann á svalagöngum fyrstu, annarrar, þriðju og fjórðu hæðar og leiddu mælingarnar í ljós að vatnshalli sé hvergi nógur til að tryggja fráveitu vatns af göngunum og á mörgum stöðum sé hallinn öfugur þannig að vatni sé veitt að húsinu. Pollar myndist á göngunum sem geti skapað hættu í frosti. Er það niðurstaða matsmanna að húsið sé gallað af ofangreindum sökum. Taka þurfi niður klæðningu á útveggjum, hreinsa burt lausan múr af svalagöngum, leggja múrílögn yfir gangagólf, minnst 1 cm þykka, við frambrún ganga og að steyptum vegg á bak við klæðninguna. Miða skuli við 1,5% halla frá vegg. Bera skuli vatnsfælu á yfirborð ganga til þess að hindra ísog ílagnar. Festa skuli upp klæðningu á ný. Klæðningu þurfi að stytta þannig að minnst 2 cm bil sé á milli hennar og svalagólfs. Matsmaður staðfesti fyrir dómi að hann teldi rétt að svalirnar hefði átt að hanna með niðurföllum og taldi kostnað við þá aðgerð sambærilega við það sem metið er í matsgerð.

Dómurinn lítur svo á að hér sé um galla að ræða og fellst á rökstuðning hinna dómkvöddu matsmanna. Hönnun svalanna sé ekki fullnægjandi og hafi hinum stefnda hönnuði borið að sjá til þess að niðurföll væri á svölunum eins og krafist er í byggingarreglugerð. Þá hvíli ábyrgðin hér einnig á byggingaraðilanum og ber hinum stefnda hönnuði og byggingaraðilanum að greiða in solidum  bætur vegna þessa liðar.   

5.b.      Fjarlæging gólfefna og uppsetning í ílögn fyrir framan íbúðir á jarðhæð. Vegna viðgerðar á leka niður í kjallara braut byggingaraðilinn upp ílögn sem þar var og í stað þess að frágangur á yfirborði jarðhæðar yrði í samræmi við það sem áður var og í samræmi við húsið setti byggingaraðilinn gólfdúk. Stefnendur telja að þessi frágangur feli í sér verulegt útlitslýti á húsinu. Var þetta gert án samráðs við stefnendur. Af hálfu stefnenda er á því byggt að um galla sé að ræða á frágangi. Stefnendur byggja á því byggingaraðilinn og byggingarstjórinn beri ábyrgð á gallanum gagnvart stefnendum in solidum.

Í matsgerðinni kemur fram að til að fjarlægja gólfefnið þurfi að taka niður utanhússklæðingu sem liggi að því, saga raufar í gólfefni og höggva það upp eða fræsa niður. Fjarlægja þurfi vatnsheldan dúk af steyptu yfirborði, hreinsa steypt yfirborð, leggja nýjan vatnsheldan dúk á steypt yfirborð, steypa ílögn ofan á dúk, pússa slétt og festa klæðinguna upp aftur.

             Í matsgerðinni kemur ekki fram að um galla sé að ræða. Hér er um smekksatriði að ræða og er sýknað af þessum lið.            

Bílaplan og rampur

7.a.      Vatnshalli á bílaplani Af hálfu stefnenda er á því byggt að rangur vatnshalli sé á bílaplani og leiði hann til mikillar pollamyndunar á bílaplaninu framan við húsið. Þá sé frárennsli ábótavant. Einnig sé malbikið óslétt og frágangur á bílaplani verulegt útlitslýti. Stefnendur byggja á því að allir stefndu beri ábyrgð in solidum á þessum galla gagnvart stefnendum.

Í matsgerð kemur fram að matsmenn hafi mælt yfirborð bílaplans fyrir framan Rauðumýri 1 og borið það saman við upp gefinn vatnshalla á uppdráttum. Niðurstöður mælinganna hafi leitt í ljós að vatnshalli á bílaplani sé hvergi nærri nógur. Samkvæmt mælingum reyndist hallinn vera á bilinu 0,2-0,7% í hallaþversniði á meðan upp gefinn halli á teikningu sé 2,5%. Matsmenn töldu að fræsa þyrfti niður malbikað yfirborð með halla frá gangstétt framan við hús. Losa þyrfti upp niðurfallsbrunna og færa neðar og malbika þyrfti ofan á bílaplan 2 cm lag á 420 m² og 3 cm lag á 170 m².

Hér er um galla að ræða samanber matsgerð. Hönnunin geri ekki ráð fyrir nægum vatnshalla þannig að pollamyndun á plani er óhjákvæmileg miðað við núverandi hönnun. Ekki er sýnt fram á að byggingarstjórinn beri ábyrgð á þessum verkþætti, enda planið byggt  í samræmi við aðalteikningar. Lóðateikning sem sýnir hæðarlínur á bílaplani er í ósamræmi við aðalteikningar m.t.t. til hæðarkóta bílageymslu að austanverðu. Á þessu bera hönnuður og byggingaraðili ábyrgð in soldium.

7.c.      Niðurfallsrenna við bílageymsluhurð. Stefnendur byggja á því að niðurfallsrennan fyrir framan bílskúrshurð gegni ekki réttu hlutverki og hafi ítrekað stíflast. Á því beri byggingaraðilinn og byggingarstjórinn ábyrgð in soldidum.

Í matsgerð kemur fram að lengd niðurfallsrennu fyrir framan akstursdyr sé með styttra móti þannig að hætta sé á að vatn safnist fyrir til hliðar við dyrnar. Niðurfallsrennan sé staðsett í hellulögn sem hafi sigið töluvert í hjólförum og hafi myndast við það brún að niðurfallsrennunni ofan við hellulögn. Sé um galla að ræða. Taka þurfi upp hellulögn við akstursdyr, skipta út niðurfallsrennu og fá rennu sem nái út yfir dyr beggja vegna og leggja aftur hellulögn á vel þjappað undirlag.

             Dómurinn telur að hvergi sé tilgreint að lengd niðurfallsrennunnar sé ekki í samræmi við byggingarreglugerð eða að hún fari í bága við hönnun. Í matsgerðinni er sagt að hún sé með styttra móti, án þess að frekari rökstuðningur fylgi. Þá er það eðlilegt að hellulögn sigi í hjólförum með tímanum. Ekki er fallist á að um galla sé að ræða og eru stefndu sýknaðir af þessum lið.

7. d.     Hitalögn í rampi. Stefnendur telja að frá upphafi hafi snjóbræðslukerfið ekki virkað sem skyldi í rampinum og hafi það valdið því að bifreiðar hafi rekist utan í vegginn, fest sig o.s.frv. Ís og snjór hafi hlaðist upp á vetrum á vissum svæðum í rampinum. Bæði hönnun og frágangi sé ábótavant. Þá hafi ásættanlegar aðferðir ekki verið  notaðar, hvorki við hönnunina né verkið sjálft. Snjóbræðslan virki ekki sem skyldi og hafi stefndu átt að sjá til þess að hún væri lögð með þeim hætti að hún virkaði. Af hálfu stefnenda er á því byggt að allir stefndu beri ábyrgð in solidum gagnvart stefnendum

Í matsgerðinni kemur fram að stefndu hafi staðfest að hitalögn í rampi sé lögð eins og uppdráttur sýnir. Við skoðun á uppdrætti hafi komið í ljós að sé lagningu röra fylgt nákvæmlega eins og sýnt sé á uppdrætti verða svæði í rampi án hitalagnar og styður það frásögn beggja aðila um að það hafi verið gert en að sögn stefnenda hleðst upp ís og snjór á vissum svæðum og samkvæmt upplýsingum frá stefndu sé hitalögnin lögð eins og upprættir sýna. Markmiðið með því að leggja hitalögn í ramp sé að halda aðkeyrslu að bílakjallara íslausum. Það að skilja undan svæði í rampinum brýtur í bága við þetta markmið og sé það galli að mati matsmanna. Þurfi að hanna og teikna viðbót við hitalögn. Brjóta upp malbik á þeim stöðum þar sem vantar lagnir, þjappa sandundirlag, bæta við slaufu á svæðunum og malbika yfir bletti.

             Hinir dómkvöddu matsmenn telja að hitalögnin sé lögð eins og gert sé ráð fyrir á  teikningum. Ekki hefur verið sýnt fram á að hönnun brjóti í bága við reglugerð. Því er ekki um galla að ræða og sýknað er af þessum lið.

Frágangur lóðar. Stefnendur telja að frágangi lóðar sé víða ábótavant og sé hann ekki í samræmi við samþykktar teikningar og skilalýsingar. Af hálfu stefnenda er á því byggt að stefndu, byggingaraðilinn og byggingarstjórinn, beri ábyrgð in solidum á göllunum gagnvart stefnendum. Stefnendur taka fram að þar sem lóðin sé í sameign með Rauðumýri 3 geri þeir kröfur um að þeim verði bættir umræddir gallar eftir hlutfallstölum hvers eignarhluta stefnenda í sameign allra í lóðinni.

Í matsgerðinni kemur fram að á nokkrum stöðum hafi grasþekja rofnað á samskeytum túnþaka sem bendi til þess að þær hafi þornað upp og ekki hafi verið borinn áburður á grasflöt eftir þökulögn. Þurfi að taka upp túnþökur á blettum og fjarlægja, jafna úr jarðvegi og leggja nýjar þökur í bletti. Þá gæti allnokkurs ósamræmis í gróðri sem sýndur sé á uppdrætti landslagsarkitekts og gróðri á lóð. Nokkuð vanti upp á að hönnun lóðar sé fylgt í framkvæmd og vanti m.a. um 19 stk. af trjám að hæð 2-5 metrar, um 90 lengdarmetra af runnagróðri og um 20 lengdarmetra af limgerði. Við útreikninga miða matsmenn við ilmreyni sem trjátegund, mispil sem runna og ilmbjörk sem limgerði. Gróðursetja þurfi tré, runna og limgerði í samræmi við lóðauppdrátt.

             Dómurinn lítur svo að hér eigi byggingaraðilinn eftir að ljúka verkinu og ber honum því að greiða stefnendum bætur samkvæmt matsgerð.

Hurðastoppari við hurð að geymslugangi. Í matsgerð kemur fram að í kjallara halli gólffleti þannig að hurð að geymslugangi taki niður þegar henni sé lokið upp um meira en 90°. Setja þurfi upp hurðastoppara fyrir hurð að geymslugangi svo hún rekist ekki niður í flísalögn Telja stefnendur að hér sé um galla að ræða sem stefndu, byggingaraðilinn og byggingarstjórinn, beri ábyrgð á in solidum.

             Dómurinn lítur svo á að hér eigi byggingaraðilinn eftir að ljúka verkinu. Því beri honum að greiða stefnendum í samræmi við matsgerð.

Önnur sameiginleg atriði

Útidyrahurðir opnast inn. Stefnendur taka fram að útidyrahurðir íbúða hafa lekið frá upphafi. Hefur bæði verið reynt að þétta þær og einnig var skipt um hurðarfleka í öllum íbúðum. Þrátt fyrir það lagaðist ástandið ekki og hélt áfram að leka og blása inn. Skoðuðu matsmenn allar útidyrahurðir að íbúðum í húsinu. Af hálfu stefnenda er á því byggt að stefndu, byggingaraðilinn og byggingarstjórinn, beri ábyrgð gagnvart stefnendum á framangreindum göllum með þeim rökum sem fram koma í stefnunni og beinast kröfum skv. þessum lið að þeim báðum in solidum. 

             Í matsgerðinni benda matsmenn á að útihurðir séu úr ál/tré af Pro-tec gerð, framleiddar í Danmörku og vottaðar af Dans Vindues Certificering. Til þess að öðlast vottum frá íslenskum vottunaraðila þurfi hurðir að þola minnst 1100 Pa þrýsting í slagregnsprófi sem framkvæmt er samkvæmt stöðluðum forskriftum. Ummerki séu eftir leka með 17 af 24 útihurðum af ýmsum toga. Sjá megi merki þess að vatn leki með hurðarfölsum og að hurðarspjald sé undið þannig að hurð falli ekki þétt að stöfum. Einnig sjáist ummerki leka með fram körmum og á samskeytum þröskuldar og gluggakarms. Pro-tec hurðir sem opnast inn séu vottaðar fyrir 750 Pa þrýsting. Niðurstaða matsmanna er sú að útidyrahurðir sem opnast inn séu ekki vottaðar fyrir það álag sem miðað sé við á Íslandi og sé um galla að ræða. Fjarlægja þurfi allar útidyrahurðir og hurðarkarma, ásamt gluggaparti, og setja í staðinn nýjar hurðir með gluggaparti og sama útliti en sem opnast út.  

             Með vísan til þess sem fram kemur undir lið 1 a hér að framan ber byggingaraðilinn ábyrgð.

             Óþétt glerjun glugga, leki gegnum útloftunarristar og leki um opnanleg fög. Af hálfu stefnenda er á því byggt að um galla sé að ræða í gluggum, sem stefndu, byggingaraðilinn og byggingarstjórinn, beri ábyrgð á gagnvart stefnendum in solidum. Í matsgerðinni kemur fram að gluggar séu af ál/tré gerð og hafi komið glerjaðir og fullfrágengnir frá framleiðanda til landsins. Gluggarnir séu af UPB-gerð, framleiddir í Lettlandi í samræmi við framleiðsluleyfi Pro-tec og vottaðir af Dansk Vindues Certificering (DVC) sem tekin sé gild hér á landi. Leiddi skoðun matsmanna í ljós að um ferns konar leka á gluggum væri að ræða:

1. Gluggar leki sem búnir séu útloftunarristum og leki í gegnum ristarnar. Orsakir leka um útloftunarristar séu þær að ristarnar þoli ekki það vindálag sem þær verða fyrir í slagveðri og vegna þeirra sé vottun DVC ekki í gildi. 

Í matsgerðinni kemur fram að fjarlægja þurfi allar útloftunarristar og glerrúður úr þeim fölsum þar sem ristar séu og setja heilar rúður í staðinn.

Glugga með útloftunarristum er að finna í öllum íbúðum, þ.e. einn glugga í hverri íbúð nema í íbúðum 106, 201, 206, 301, 306, 401 og 406 þar sem þeir eru tveir.

2. Leki sé með fram gleri í allnokkrum gluggum. Orsök leka með gleri sé sú að glerjun gluggans sé óþétt. Gluggar af þessari gerð eru glerjaðir innanfrá þannig að eftir að gleri hefur verið komið fyrir í falsi eru glerlistar úr áli festir upp að utanverðu og þessu næst er glerjunarborða úr EPDM-gúmmí þrýst í falsið á milli viðarramma og rúðunnar þannig að hann leggist þétt að rúðunni.

Í matsgerðinni kemur fram að fjarlægja þurfi núverandi þéttilista með gleri og setja annan þykkari í staðinn.

Um er að ræða glugga í íbúðum 0102, 0103, 0104, 0105, 0203, 0206, 0301, 0302, 0305 og 0306 og er vísað til matsgerðar um fjölda glugga. 

3. Leki sé í gegnum föls með opnanlegum fögum á nokkrum stöðum. Í þeim tilvikum sem leki með opnanlegu fagi virðist sem smíði og uppsetning opnanlegra faga hafi misfarist þannig að gluggar séu ekki þéttir þegar þeir eru lokaðir .

Í matsgerðinni kemur fram að fjarlægja þurfi opnanlegt fag, smíða nýtt af sömu stærð með sömu einkennum, sama lit og sama búnaði, festa upp í gluggaopi og stilla af.

Um er að ræða leka með opnanlegum fögum í íbúðum 0106, 0206, 0301 og 0306 og er vísað til matsgerðar um fjölda glugga í hverri íbúð fyrir sig.

4. Leki með fram karmi á fáeinum stöðum. Þar sem leki komi fram með fram karmi virðist þéttingu milli glugga og steypts veggjar vera ábótavant.

Í matsgerðinni kemur fram að fjarlægja þurfi utanhússklæðningu í kringum glugga, þétta yfir og niður með fram glugga milli steins og tréhluta gluggans með bakfyllingu og úrethankítti og setja utanhússklæðninguna upp aftur. Um er að ræða glugga í íbúðum 0106 og 0301. Niðurstaða matsmanna er sú að þeir gluggar sem hafa útloftunarristar standist ekki það veðurálag sem miðað sé við á Íslandi og vottun glugganna eigi ekki við um þá. Leki með gleri, opnanlegu fagi og með fram karmi séu gallar þó að gluggarnir séu vottaðir. Í matsgerðinni er nákvæm útlistun á því um hvaða glugga sé að ræða og hvar leki sé og er að öðru leyti vísað til þess. Þá er á því byggt að ísetningu glugga sé ábótavant.

             Hér er um að ræða galla á gluggum sem stafa af mismunandi orsökum. Dómurinn fellst á niðurstöðu matsgerðarinnar í þessum lið. Ábyrgð stefndu er þó mismunandi. Eins og að framan greinir voru gluggarnir keyptir erlendis og komu þeir samsettir hingað til lands. Þar af leiðandi ber byggingaraðili ábyrgð á kostnaði þeim sem metinn er í 1.-3. tölulið hér að framan. Hins vegar er galli sá er tilgreindur er í 4. lið, þ.e. lekinn með fram karmi þar sem þéttingu er ábótavant á milli gluggans og steypts veggjar, á ábyrgð byggingarstjóra og byggingaraðilans.

Séreignir

Íbúð 01 0103, kantlíming á borðplötum í eldhúsi og baðherbergi hafa losnað og rifnað af. Telja matsmenn að svo stuttur endingartími bendi til að um galla í límingu sé að ræða og þurfi að hreinsa flöt undir kantlímingu og kantlíma nýjan lista á borðplötur. Þar sem um galla í séreign er að ræða gerir eigandi eignarhlutans einn kröfu í málinu vegna þessa atriðis.

             Hér er um óverulegt atriði að ræða og ósannað að um galla sé að ræða. Því ber að sýkna af þessum lið.

Íbúð 01 0105, veggflís á baði er sprungin út frá horni glugga. Telja matsmenn að líkleg orsök sé að við rýrnun steypts veggjar myndist sprunga út frá horni glugga. Þurfi að saga fúgu í kringum flísina, losa hana, hreinsa flötinn, skera flís sömu gerðar og líma niður, fastlíma stærri flötinn og punktlíma minni flötinn með teygjanlegu lími og fúga. Þar sem um galla í séreign er að ræða gerir eigandi eignarhlutans einn kröfu í málinu vegna þessa atriðis.

             Hér er um galla að ræða, sem er á ábyrgð byggingaraðila. Um einstaka afmarkað tilvik er að ræða sem er ekki á ábyrgð byggingarstjórans.

Íbúð 01 106, stilla þarf lamir á hurðum í hjónabergi og miðherbergi svo þær falli rétt að stöfum. Þá þarf að smíða skjólkassa utan um útloftunarrör á þaki til að mynda skjól og setja upp útsogsventil á niðurfallsrör þar sem rör ganga upp úr þaki. Þar sem um er að ræða hurðir í séreign gerir eigandi eignarhlutans einn kröfu í málinu vegna þessa atriðis. Hins vegar er útloftunarrör í sameign og því er um sameignarkröfu að ræða.

Dómurinn telur að stilling á lömum falli undir viðhald, en ekki galla. Því er sýknað af þessum lið. Hins vegna er frágangur á útloftunarröri óklárað verk og er því á ábyrgð byggingaraðilans.

Íbúð 01 201, frágangur á loftljósi á neðra byrði svala sé með þeim hætti að loftleki kemur fram í rofa sem tengdur er ljósinu. Ljósið sé fest í lok á rafmagnsdós og hylur því ekki samskeyti loks og dósar auk þess sem rifa sé á milli ljósakúpuls og ljósaumgjarðar. Fjarlægja þarf núverandi ljós, þétta samsetningu rafmagnsrörs og dósar, setja upp nýtt ljós með hlíf sem hylur dós. Þar sem um galla í séreign er að ræða gerir eigandi eignarhlutans einn kröfu í málinu vegna þessa atriðis.

Að mati dómsins er hér um galla að ræða sem byggingaraðilinn ber ábyrgð á. Þar sem tilvikið er einangrað ber að sýkna stefnda, byggingarstjórann.

Íbúð 01 203, svalahurð er óþétt og fellur ekki rétt að stöfum. Taka þarf hurðina niður, stilla hana af og og setja upp aftur. Þar sem um galla í séreign er að ræða gerir eigandi eignarhlutans einn kröfu í málinu vegna þessa atriðis.

Að mati dómsins er hér um viðhald að ræða, en ekki galla sem sé ábyrgð stefndu. Ber því að sýkna stefndu af þessum lið.

Íbúð 01 205, laus þröskuldur á hurðarkarmi milli anddyris og stofu. Kjarnabora þarf í þröskuld fyrir 2 stk. 90 mm rekskrúfum, bora í stein, festa þröskuld, sponsa yfir og lakka. Þá er áberandi sprunga í geymslu íbúðarinnar og þarf að setja múrspartl í hana, sprauta úrethan lími og bletta yfir. Þar sem um galla í séreign er að ræða gerir eigandi eignarhlutans einn kröfu í málinu vegna þessa atriðis.

Dómurinn telur að lausi þröskuldurinn og sprungan sé á ábyrgð stefnda, byggingaraðilans, og beri honum að greiða bætur vegna þessara liða. Hins vegar er hér um einangrað tilvik að ræða (þröskuldurinn) og ólokið verk (sprungan) sem leiðir til sýknu byggingarstjórans. 

Íbúð 01 0301, skemmdir eftir leka frá útidyrahurð, þ.e. 4 lausar gólfflísar í anddyri og raki í vegg, svalahurð skökk í falsi, leki frá svalagólfi og loftleki. Þar sem um galla í séreign er að ræða gerir eigandi eignarhlutans einn kröfu í málinu vegna þessa atriðis að undanskyldri kröfu vegna lekans frá svalagólfinu en þar er um sameignarkröfu að ræða.

             Varðandi gólfflísarnar og raka í vegg er um afleitt tjón að ræða sem er á ábyrgð byggingaraðilans. Lekinn frá svalagólfi og loftlekinn eru einnig á ábyrgð byggingaraðilans. Um afmörkuð tilvik er að ræða þannig að byggingarstjórinn er sýknaður. Skökk svalahurð er viðhald.  

Íbúð 01 0304, skökk forstofuhurð, hurð á baði lokast illa og laust vatnsbretti er á svölum. Þar sem um galla í séreign er að ræða gerir eigandi eignarhlutans einn kröfu í málinu vegna þessa atriðis.

             Laust vatnsbretti á svölum er galli á byrgð byggingaraðilans. Um einangrað tilvik er að ræða sem leiðir til sýknu byggingarstjóra. Ekki er um galla að ræða varðandi forstofuhurðina eða baðhurðina heldur fellur þetta undir viðhald.

Íbúð 01 0305, óþétt svalahurð. Þar sem um galla í séreign er að ræða gerir eigandi eignarhlutans einn kröfu í málinu vegna þessa atriðis.

             Dómurinn telur að hér sé um galla að ræða, þar sem þykkari þéttilista vantar. Þetta er ábyrgð byggingaraðilans. Byggingarstjórinn er sýknaður þar sem um aðkeyptan hlut er að ræða.

Íbúð 01 0306, skemmdir eftir leka frá útidyrahurð, flísar. Þar sem um galla í séreign er að ræða gerir eigandi eignarhlutans einn kröfu í málinu vegna þessa atriðis.

             Hér er um afleitt tjón að ræða sem er á ábyrgð byggingaraðilans.

Íbúð 01 0406, steyptur burðarveggur í stofu er auðsjáanlega ósléttur og geti frágangur hans ekki talist samrýmast góðum venjum við sambærilegar byggingaframkvæmdir. Vegginn þarf að hreinsa, heilspartla og mála tvisvar. Þar sem um galla í séreign er að ræða gerir eigandi eignarhlutans einn kröfu í málinu vegna þessa atriðis.

             Þessi frágangur er á ábyrgð byggingaraðilans. Þar sem um einstakt tilvik er að ræða bera að sýkna byggingarstjórann.

             Um tölulega niðurstöðu vísast til eftirfarandi taflna. Rétt þykir að hafa framsetningu þeirra þannig að niðurstöður varðandi hverja íbúð komi fram á sér blaðsíðu.

             Með vísan til þess sem að framan greinir er hafnað kröfu stefnda, Jóns Inga, um sýknu vegna aðildarskorts sem og að ekkert tjón hafi orðið.

             [...]*

Í matsgerð dómkvaddra matsmanna er miðað við verðlag í maí 2009 með virðisauka á efni og vinnu en virðisaukaskattur á þeim tíma var 24,5%. Samkvæmt matsgerð er vinnuliður samtals 14.449.080 kr. Þar af er virðisaukaskattur af vinnu á byggingarstað 2.843.393. Í kröfugerð stefnenda er búið að draga frá 19,68% vsk. af öllum kostnaði vegna vinnu við að bæta úr göllum skv. matsgerðinni. Samkvæmt því er gert ráð fyrir 100% endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnulið. Hér er um tímabundna heimild að ræða sem gildir frá 1. mars 2009 til 1. janúar 2012.

Á sama hátt er tímabundin heimild til að draga frá tekjuskattsstofni 50% af þeirri fjárhæð sem greidd er vegna vinnu án virðisaukaskatts sem unnin er á árunum 2010 og 2011 vegna viðhalds/endurbóta á íbúðarhúsnæði til eigin nota, sbr. 1. gr. laga nr. 92/2010 um breytingu á lögum nr. 90/2003 um tekjuskatt. Stefndi, byggingarstjórinn, heldur því fram að stefnendum hafi borið að takmarka tjón sitt og ráðast í framkvæmdirnar og nýta sér þar með heimildina, en matsgerðin lá fyrir í júní 2009. Í ljósi þess hvernig kröfugerð stefnenda er háttað varðandi frádrátt virðisaukaskattsins telur dómurinn að gæta verði samræmis hvað þetta varðar og því beri að lækka tekjuskattsstofninn á sama hátt. Stefnendum hafi borið að takamarka tjón sitt. Þrátt fyrir áskoranir réttargæslustefnda Vátryggingarfélag Íslands, hafa stefnendur ekki lagt fram gögn um tekjur og samsköttun til að unnt væri að reikna út fjárhæðir ívilnunar á tekjuskattsstofn. Við aðalmeðferð málsins lýsti lögmaður stefnenda því yfir, að ef dómurinn féllist á þessa málsástæðu þá féllist lögmaðurinn á að skattprósentan í Mosfellsbæ væri 44,99%. Því er ívilnun 90.000 kr. hjá einstaklingi og 135.000 kr. hjá hjónum og samsköttuðum einstaklingum og koma þær fjárhæðir til frádráttar dæmdum bótum.

Dómurinn fellst á dráttarvaxtakröfu stefnenda samanber það sem fram kemur í dómsorði.

Eftir atvikum þykir rétt að fella málskostnað niður í þeim tilvikum þar sem stefndu eru sýknaðir af kröfum stefnanda. Að öðru leyti greiðist málskostnaður af stefnda, þb. VLX 4530 ehf. eins og hann er tilgreindur í dómsorði. Rétt þykir að sýkna aðra stefndu af málskostnaðarkröfum stefnenda.

             Sigrún Guðmundsdóttir héraðsdómari kvað upp dóm þennan ásamt verkfræðingunum Ásmundi Ingvarssyni og Gústaf Vífilssyni.

Dómsorð

Stefndu, þb. VLX 4530 ehf., Jón Ingi Lárusson og Helgi Bergmann Sigurðsson eru sýknaðir af kröfum Vilhjálms Þorgrímssonar og Hjördísar Reykdal, Sigurlaugar Gunnarsdóttur og Nadiu Tamimi. Málskostnaðar fellur niður.

Stefndu, þb. VLX 4530 ehf., greiði Kjartani Sveini Guðjónssyni og Báru Samúelsdóttur 725.854 kr. með dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá 28. ágúst 2009 til greiðsludags. Stefndi, Jón Ingi Lárusson greiði stefnendum Kjartani og Báru in soldium með stefnda þb. VLX 4530 ehf. 41.536 kr. ásamt dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá 28. ágúst 2009 til greiðsludags. Stefndi, Helgi Bergmann Sigurðsson, greiði stefnendum Kjartani og Báru in solidum með þb. VLX 4530 ehf. 294.713 kr. ásamt dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá 28. ágúst 2009 til greiðsludags. Stefndi, þb. VLX 4530 ehf. greiði stefnendum Kjartani og Báru 200.000 kr. í málskostnað. Stefnda, þb. VLX 4530 ehf., er skylt að gefa út afsal að fasteigninni að Rauðamýri 1, í Mosfellsbæ fastanr. 229-0639, til handa stefnendum, Kjartani Sveini Guðjónssyni og Báru Samúelsdóttur.

Stefndu, þb. VLX 4530 ehf., greiði Brynjari Traustasyni 985.876 kr. með dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá 28. ágúst 2009 til greiðsludags. Stefndi, Jón Ingi Lárusson greiði Brynjari in soldium með stefnda þb. VLX 4530 ehf. 40.046 kr. ásamt dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá 28. ágúst 2009 til greiðsludags. Stefndi, Helgi Bergmann Sigurðsson, greiði Brynjari in solidum með þb. VLX 4530 ehf. 269.857 kr. ásamt dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá 28. ágúst 2009 til greiðsludags. Stefndi, þb. VLX 4530 ehf. greiði stefnanda Brynjari 200.000 kr. í málskostnað.

Stefndu, þb. VLX 4530 ehf., greiði Helgu Camillu Agnarsdóttur og Þórarni Þórarinssyni 135.617 kr. með dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá 28. ágúst 2009 til greiðsludags. Stefndi, Jón Ingi Lárusson greiði stefnendum Helgu og Þórarni in soldium með stefnda þb. VLX 4530 ehf. 40.178 kr. ásamt dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá 28. ágúst 2009 til greiðsludags. Stefndi, Helgi Bergmann Sigurðsson, greiði stefnendum Helgu og Þórarni in solidum með þb. VLX 4530 ehf. 135.617 kr. þar af in solidum með stefnda Jóni Inga 40.178 kr., ásamt dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá 28. ágúst 2009 til greiðsludags. Stefndi, þb. VLX 4530 ehf. greiði stefnendum Helgu og Þórarni 200.000 kr. í málskostnað. Stefnda, þb. VLX 4530 ehf., er skylt að gefa út afsal að fasteigninni að Rauðamýri 1, í Mosfellsbæ, fastanr. 229-0641, til handa stefnendum, Helgu Camillu Agnarsdóttur og Þórarni Þórarinssyni.

Stefndu, þb. VLX 4530 ehf., greiði Helgu Dís Sigurðardóttur og Þórði Birni Sigurðssyni 129.068 kr. með dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá 28. ágúst 2009 til greiðsludags. Stefndi, Jón Ingi Lárusson, greiði stefnendum Helgu Dís og Þórði Birni in soldium með stefnda þb. VLX 4530 ehf. 45.390 kr. ásamt dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá 28. ágúst 2009 til greiðsludags. Stefndi, Helgi Bergmann Sigurðsson, greiði stefnendum Helgu Dís og Þórði Birni in solidum með þb. VLX 4530 ehf. 129.068 kr., þar af in solidum með stefnda Jóni Inga 45.390 kr., ásamt dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá 28. ágúst 2009 til greiðsludags. Stefndi, þb. VLX 4530 ehf. greiði stefnendum Helgu Dís og Þórði Birni 200.000 kr. í málskostnað. Stefnda, þb. VLX 4530 ehf., er skylt að gefa út afsal að fasteigninni að Rauðamýri 1, í Mosfellsbæ fastanr. 229-0643, til handa stefnendum, Helgu Dís Sigurðardóttur og Þórði Birni Sigurðssyni.

Stefndu, þb. VLX 4530 ehf., greiði Sveini Kjartanssyni og Hólmfríði Böðvarsdóttur 794.034 kr. með dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá 28. ágúst 2009 til greiðsludags. Stefndi, Jón Ingi Lárusson greiði stefnendum Sveini og Hólmfríði in soldium með stefnda þb. VLX 4530 ehf. 44.076 kr. ásamt dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá 28. ágúst 2009 til greiðsludags. Stefndi, Helgi Bergmann Sigurðsson, greiði stefnendum Sveini og Hólmfríði in solidum með þb. VLX 4530 ehf. 337.101 kr. ásamt dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá 28. ágúst 2009 til greiðsludags. Stefndi, þb. VLX 4530 ehf. greiði stefnendum Sveini og Hólmfríði 200.000 kr. í málskostnað. Stefnda, þb. VLX 4530 ehf., er skylt að gefa út afsal að fasteigninni að Rauðamýri 1, í Mosfellsbæ fastanr. 229-0644, til handa stefnendum, Sveini Kjartanssyni og Hólmfríði Böðvarsdóttur.

Stefndu, þb. VLX 4530 ehf., greiði Heiðari Arnfinnssyni 760.722 kr. með dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá 28. ágúst 2009 til greiðsludags. Stefndi, Jón Ingi Lárusson greiði Heiðari in soldium með stefnda þb. VLX 4530 ehf. 38.951 kr. ásamt dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá 28. ágúst 2009 til greiðsludags. Stefndi, Helgi Bergmann Sigurðsson, greiði Heiðari in solidum með þb. VLX 4530 ehf. 251.547 kr. ásamt dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá 28. ágúst 2009 til greiðsludags. Stefndi, þb. VLX 4530 ehf. greiði Heiðari 200.000 kr. í málskostnað. Stefnda, þb. VLX 4530 ehf., er skylt að gefa út afsal að fasteigninni að Rauðamýri 1, í Mosfellsbæ fastanr. 229-0646, til handa stefnanda, Heiðari Arnfinnssyni.

Stefndu, þb. VLX 4530 ehf., greiði Sigríði Bjarnadóttur 661.381 kr. með dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá 28. ágúst 2009 til greiðsludags. Stefndi, Jón Ingi Lárusson greiði Sigríði in soldium með stefnda þb. VLX 4530 ehf. 39.126 kr. ásamt dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá 28. ágúst 2009 til greiðsludags. Stefndi, Helgi Bergmann Sigurðsson, greiði Sigríði in solidum með þb. VLX 4530 ehf. 254.657 kr. ásamt dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá 28. ágúst 2009 til greiðsludags. Stefndi, þb. VLX 4530 ehf. greiði Sigríði 200.000 kr. í málskostnað. Stefnda, þb. VLX 4530 ehf., er skylt að gefa út afsal að fasteigninni að Rauðamýri 1, í Mosfellsbæ fastanr. 229-0647, til handa stefnanda, Sigríði Bjarnadóttur.

Stefndu, þb. VLX 4530 ehf., greiði Huldu Margréti Eggertsdóttur og Rajan Sedhai 222.003 kr. með dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá 28. ágúst 2009 til greiðsludags. Stefndi, Jón Ingi Lárusson greiði stefnendum Huldu Margréti og Rajan in soldium með stefnda þb. VLX 4530 ehf. 40.747 kr. ásamt dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá 28. ágúst 2009 til greiðsludags. Stefndi, Helgi Bergmann Sigurðsson, greiði stefnendum Huldu Margréti og Rajan in solidum með þb. VLX 4530 ehf. 222.003 kr. þar af in solidum með stefnda, Jóni Inga 40.747 kr., ásamt dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá 28. ágúst 2009 til greiðsludags. Stefndi, þb. VLX 4530 ehf. greiði stefnendum Huldu Margréti og Rajan 200.000 kr. í málskostnað. Stefnda, þb. VLX 4530 ehf., er skylt að gefa út afsal að fasteigninni að Rauðamýri 1, í Mosfellsbæ fastanr. 229-0648, til handa stefnendum, Huldu Margréti Eggertsdóttur og Rajan Sedhai

Stefndu, þb. VLX 4530 ehf., greiði Steinari Jónssyni og Auði Eygló Kjartansdóttir  651.347 kr. með dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá 28. ágúst 2009 til greiðsludags. Stefndi, Jón Ingi Lárusson greiði stefnendum Steinari og Auði Eygló in soldium með stefnda þb. VLX 4530 ehf. 44.164 kr. ásamt dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá 28. ágúst 2009 til greiðsludags. Stefndi, Helgi Bergmann Sigurðsson, greiði stefnendum Steinari og Auði Eygló in solidum með þb. VLX 4530 ehf. 338.656 kr. ásamt dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá 28. ágúst 2009 til greiðsludags. Stefndi, þb. VLX 4530 ehf. greiði stefnendum Steinari og Auði Eygló 200.000 kr. í málskostnað. Stefnda, þb. VLX 4530 ehf., er skylt að gefa út afsal að fasteigninni að Rauðamýri 1, í Mosfellsbæ fastanr. 229-0650, til handa stefnendum, Steinari Jónssyni og Auði Eygló Kjartansdóttir.

Stefndu, þb. VLX 4530 ehf., greiði Grétari Sigmarssyni 372.303 kr. með dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá 28. ágúst 2009 til greiðsludags. Stefndi, Jón Ingi Lárusson greiði Grétari in soldium með stefnda þb. VLX 4530 ehf. 40.659 kr. ásamt dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá 28. ágúst 2009 til greiðsludags. Stefndi, Helgi Bergmann Sigurðsson, greiði Grétari in solidum með þb. VLX 4530 ehf. 280.065 kr. ásamt dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá 28. ágúst 2009 til greiðsludags. Stefndi, þb. VLX 4530 ehf. greiði Grétari 200.000 kr. í málskostnað. Stefnda, þb. VLX 4530 ehf., er skylt að gefa út afsal að fasteigninni að Rauðamýri 1, í Mosfellsbæ fastanr. 229-0652, til handa stefnanda Grétari Sigmarssyni.

Stefndu, þb. VLX 4530 ehf., greiði Bjarka Heiðari Bjarnasyni 956.438 kr. með dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá 28. ágúst 2009 til greiðsludags. Stefndi, Jón Ingi Lárusson greiði Bjarka Heiðar in soldium með stefnda þb. VLX 4530 ehf. 38.951 kr. ásamt dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá 28. ágúst 2009 til greiðsludags. Stefndi, Helgi Bergmann Sigurðsson, greiði Bjarka Heiðari in solidum með þb. VLX 4530 ehf. 251.547 kr. ásamt dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá 28. ágúst 2009 til greiðsludags. Stefndi, þb. VLX 4530 ehf. greiði Bjarka Heiðari 200.000 kr. í málskostnað.

Stefndu, þb. VLX 4530 ehf., greiði Haraldi Aðalbirni Haraldssyni 390.102 kr. með dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá 28. ágúst 2009 til greiðsludags. Stefndi, Jón Ingi Lárusson greiði Haraldi in soldium með stefnda þb. VLX 4530 ehf. 39.126 kr. ásamt dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá 28. ágúst 2009 til greiðsludags. Stefndi, Helgi Bergmann Sigurðsson, greiði Haraldi in solidum með þb. VLX 4530 ehf. 254.657 kr. ásamt dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá 28. ágúst 2009 til greiðsludags. Stefndi, þb. VLX 4530 ehf. greiði Haraldi 200.000 kr. í málskostnað. Stefnda, þb. VLX 4530 ehf., er skylt að gefa út afsal að fasteigninni að Rauðamýri 1, í Mosfellsbæ fastanr. 229-0654, til handa Haraldi Aðalbirni Haraldssyni.

Stefndu, þb. VLX 4530 ehf., greiði Helga Sigurgeirssyni og Gerði Garðarsdóttur 205.084 kr. með dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá 28. ágúst 2009 til greiðsludags. Stefndi, Jón Ingi Lárusson greiði stefnendum Helga og Gerði in soldium með stefnda þb. VLX 4530 ehf. 40.440 kr. ásamt dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá 28. ágúst 2009 til greiðsludags. Stefndi, Helgi Bergmann Sigurðsson, greiði stefnendum Helga og Gerði in solidum með þb. VLX 4530 ehf. 205.084 kr., þar af in solidum með stefnda Jóni Inga, 40.440 kr.,  ásamt dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá 28. ágúst 2009 til greiðsludags. Stefndi, þb. VLX 4530 ehf. greiði stefnendum Helga og Gerði 200.000 kr. í málskostnað. Stefnda, þb. VLX 4530 ehf., er skylt að gefa út afsal að fasteigninni að Rauðamýri 1, í Mosfellsbæ fastanr. 229-0655, til handa stefnendum, Helga Sigurgeirssyni og Gerði Garðarsdóttur.

Stefndu, þb. VLX 4530 ehf., greiði Báru Margréti Pálsdóttur 238.661 kr. með dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá 28. ágúst 2009 til greiðsludags. Stefndi, Jón Ingi Lárusson greiði Báru Margréti in soldium með stefnda þb. VLX 4530 ehf. 44.646 kr. ásamt dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá 28. ágúst 2009 til greiðsludags. Stefndi, Helgi Bergmann Sigurðsson, greiði Báru Margréti in solidum með þb. VLX 4530 ehf. 238.661 kr. þar af in solidum með stefnda Jóni Inga 44.646 kr, ásamt dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá 28. ágúst 2009 til greiðsludags. Stefndi, þb. VLX 4530 ehf. greiði Báru Margréti 200.000 kr. í málskostnað. Stefnda, þb. VLX 4530 ehf., er skylt að gefa út afsal að fasteigninni að Rauðamýri 1, í Mosfellsbæ fastanr. 229-0656, til handa stefnanda, Báru Margréti Pálsdóttur.

Stefndu, þb. VLX 4530 ehf., greiði Ólafi Sverrissyni og Rósu Jónsdóttur 1.156.035 kr. með dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá 28. ágúst 2009 til greiðsludags. Stefndi, Jón Ingi Lárusson greiði stefnendum Ólafi og Rósu in soldium með stefnda þb. VLX 4530 ehf. 46.398 kr. ásamt dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá 28. ágúst 2009 til greiðsludags. Stefndi, Helgi Bergmann Sigurðsson, greiði stefnendum Ólafi og Rósu in solidum með þb. VLX 4530 ehf. 375.602 kr. ásamt dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá 28. ágúst 2009 til greiðsludags. Stefndi, þb. VLX 4530 ehf. greiði stefnendum Ólafi og Rósu 200.000 kr. í málskostnað.

Stefndu, þb. VLX 4530 ehf., greiði Elvu Ýr Magnúsdóttur og Magnúsi Erni Ragnarssyni 874.682 kr. með dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá 28. ágúst 2009 til greiðsludags. Stefndi, Jón Ingi Lárusson greiði stefnendum Elvu og Magnúsi in soldium með stefnda þb. VLX 4530 ehf. 42.455 kr. ásamt dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá 28. ágúst 2009 til greiðsludags. Stefndi, Helgi Bergmann Sigurðsson, greiði stefnendum Elvu og Magnúsi in solidum með þb. VLX 4530 ehf. 310.138 kr. ásamt dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá 28. ágúst 2009 til greiðsludags. Stefndi, þb. VLX 4530 ehf. greiði stefnendum Elvu og Magnúsi 200.000 kr. í málskostnað.

Stefndu, þb. VLX 4530 ehf., greiði Sif Sveinsdóttur og Gerorg Erni Halldórssyni 692.100 kr. með dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá 28. ágúst 2009 til greiðsludags. Stefndi, Jón Ingi Lárusson greiði stefnendum Sif og Georg in soldium með stefnda þb. VLX 4530 ehf. 40.747 kr. ásamt dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá 28. ágúst 2009 til greiðsludags. Stefndi, Helgi Bergmann Sigurðsson, greiði stefnendum Sif og Georg in solidum með þb. VLX 4530 ehf. 281.620 kr. ásamt dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá 28. ágúst 2009 til greiðsludags. Stefndi, þb. VLX 4530 ehf. greiði stefnendum Sif og Georg 200.000 kr. í málskostnað. Stefnda, þb. VLX 4530 ehf., er skylt að gefa út afsal að fasteigninni að Rauðamýri 1, í Mosfellsbæ fastanr. 229-0659, til handa stefnendum, Sif Sveinsdóttur og Gerorg Erni Halldórssyni.

Stefndu, þb. VLX 4530 ehf., greiði Bjarna Ólafi Magnússyni 1.006.955 kr. með dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá 28. ágúst 2009 til greiðsludags. Stefndi, Jón Ingi Lárusson greiði Bjarna in soldium með stefnda þb. VLX 4530 ehf. 40.835 kr. ásamt dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá 28. ágúst 2009 til greiðsludags. Stefndi, Helgi Bergmann Sigurðsson, greiði Bjarna in solidum með þb. VLX 4530 ehf. 282.950 kr. ásamt dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá 28. ágúst 2009 til greiðsludags. Stefndi, þb. VLX 4530 ehf. greiði Bjarna 200.000 kr. í málskostnað.

Stefndu, þb. VLX 4530 ehf., greiði Sveini Aðalbergssyni og Ástu Maríu Gunnarsdóttur 745.697 kr. með dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá 28. ágúst 2009 til greiðsludags. Stefndi, Jón Ingi Lárusson greiði stefnendum Sveini og Ástu  in soldium með stefnda þb. VLX 4530 ehf. 42.280 kr. ásamt dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá 28. ágúst 2009 til greiðsludags. Stefndi, Helgi Bergmann Sigurðsson, greiði stefnendum Sveini og Ástu in solidum með þb. VLX 4530 ehf. 307.028 kr. ásamt dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá 28. ágúst 2009 til greiðsludags. Stefndi, þb. VLX 4530 ehf. greiði stefnendum Sveini og Ástu 200.000 kr. í málskostnað. Stefnda, þb. VLX 4530 ehf., er skylt að gefa út afsal að fasteigninni að Rauðamýri 1, í Mosfellsbæ fastanr. 229-0661, til handa stefnendum, Sveini Aðalbergssyni og Ástu Maríu Gunnarsdóttur.

-------------------------------------------------------------------------------

*Vinsamlega athugið að héraðsdómur er verulega styttur.