Hæstiréttur íslands

Mál nr. 163/2009


Lykilorð

  • Kærumál
  • Gjaldþrotaskipti
  • Tryggingarbréf
  • Veðréttindi
  • Lausafé


Föstudaginn 8

 

Föstudaginn 8. maí 2009.

Nr. 163/2009.

Nýi Kaupþing banki hf.

(Skúli Jón Pálmason hrl.)

gegn

Leiguvélum ehf.

(Ólafur Eiríksson hrl.)

 

Kærumál. Gjaldþrotaskipti. Tryggingarbréf. Veðréttindi. Lausafé.

Bú V&Þ var tekið til gjaldþrotaskipta 7. september 2004. Félagið gaf út á árinu 1998 tryggingarbréf til bankans B fyrir greiðslu hvers konar skuldbindinga þess að fjárhæð allt að 404.000.000 krónur, en þessu til tryggingar voru bankanum meðal annars veðsettar með 1. veðrétti allar vörubirgðir félagsins. Með bréfi 27. ágúst 2004, sem birt var samdægurs fyrir fyrirsvarsmanni V&Þ, beindi bankinn K, sem þá var kominn í stað áðurnefnds banka, áskorun til félagsins um að greiða nánar tilteknar skuldir var og jafnframt vísað til tryggingarbréfsins og tekið fram að vegna fyrirmæla í lögum um samningsveð væri félaginu upp frá þessu óheimilt án samþykkis bankans að skipta út eða framselja veðsettar vörubirgðir. V&Þ gaf út reikning dagsettan 26. ágúst 2004 á hendur T fyrir vörubirgðum sem greiða skyldi fyrir samtals 31.186.999 krónur. Nafni T var breytt í V 6. október 2004 en þá var stjórnarmaður og framkvæmdastjóri þess félags sami maður og gegnt hafði starfi framkvæmdastjóra V&Þ. Í skýrslu sem hann gaf skiptastjóra í þrotabúi V&Þ var bókað eftir honum að þessi viðskipti milli félaganna tveggja hefðu verið ákveðin 26. ágúst 2004, en fyrrnefndur reikningur ekki gerður fyrr en þremur eða fjórum dögum síðar. Tékki að fjárhæð 30.440.000 krónur sem T gaf út fyrir meginhluta kaupverðsins var ekki innleystur fyrr en 30. sama mánaðar. Með því var greidd upp skuld vegna yfirdráttar á reikningnum V&Þ hjá K. Með bréfi til K lýsti skiptastjóri þrotabús V&Þ yfir riftun á greiðslu skuldar að fjárhæð 30.440.000 krónur. K greiddi skiptastjóra þessa fjárhæð með fyrirvara. Þrotabú V&Þ höfðaði síðan mál á hendur V og fleirum til riftunar á gjafagerningi, sem þrotabúið taldi fólginn í áðurnefndum viðskiptum. Með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur voru kröfur þrotabúsins teknar til greina og var sú niðurstaða staðfest í Hæstarétti. Ágreiningur um réttindi N, sem tekið hafði yfir réttindi K  gagnvart búinu, samkvæmt tryggingarbréfinu í verðmætum, sem komið hefðu í stað vörubirgða félagsins var skotið til dómstóla. Í dómi Hæstaréttar kom fram að samkvæmt 2. mgr. 34. gr., sbr. 2. mgr. 27. gr. laga nr. 75/1997 var V&Þ óheimilt að skipta út vörubirgðum sínum eða framselja þær án samþykkis K eftir að hann fékk birta greiðsluáskorun á hendur félaginu til undirbúnings fullnustugerðar fyrir veðkröfu sinni 27. ágúst 2004. Eins og staðið var að gerð reiknings og greiðslu hans var talið að forráðamönnum V&Þ hefði verið í lófa lagið að tryggja sér viðhlítandi sönnur fyrir því að þessi kaup hefðu í reynd verið gerð á þeim tíma, sem síðar var haldið fram. Af þeim sökum varð að fella á L sönnunarbyrði fyrir því að svo hefði verið. Gegn andmælum N var talið að slík sönnun hefði ekki komið fram og því til samræmis var lagt til grundvallar að V&Þ hefði ekki selt vörubirgðirnar sem um ræðir fyrr en eftir greiðsluáskorun K hafði verið birt forráðamanni félagsins. Var því fallist á með N að veðréttur samkvæmt tryggingarbréfinu hefði færst yfir á andvirði veðsettra vörubirgða, sem þrotabú V&Þ fékk í hendur annars vegar með greiðslu K 8. október 2004 á 30.440.000 krónum og hins vegar með uppgjöri á kröfu samkvæmt áðurnefndum dómi Hæstaréttar.

Dómur Hæstaréttar.

Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson, Hjördís Hákonardóttir og Ólafur Börkur Þorvaldsson.

Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 30. mars 2009, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 7. apríl sama ár. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 18. mars 2009, þar sem fallist var á andmæli varnaraðila gegn því að sóknaraðili nyti veðréttar yfir tveimur nánar tilteknum greiðslum að fjárhæð samtals 82.198.922 krónur við skipti á þrotabúi V & Þ hf. Kæruheimild er í 179. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl. Sóknaraðili krefst þess að ákveðið verði að andvirði greiðslu til þrotabúsins á annars vegar 30.440.000 krónum 8. október 2004 og hins vegar 51.758.922 krónum 27. desember 2007 verði ráðstafað við skiptin upp í veðtryggðar kröfur hans ásamt áföllnum vöxtum frá innborgunardegi til úthlutunardags. Þá krefst hann málskostnaðar í héraði og kærumálskostnaðar.

Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar og kærumálskostnaðar.

I

Samkvæmt gögnum málsins var bú V & Þ hf. tekið til gjaldþrotaskipta 7. september 2004 samkvæmt beiðni félagsins, en fram til 3. sama mánaðar mun það hafa borið heitið Vélar og þjónusta hf. Félagið gaf út 31. desember 1998 tryggingarbréf til Búnaðarbanka Íslands hf. fyrir greiðslu hvers konar skuldbindinga þess að fjárhæð allt að 404.000.000 krónur, sem bundin yrði vísitölu neysluverðs, en þessu til tryggingar voru bankanum meðal annars veðsettar með 1. veðrétti allar „vörubirgðir, hverju nafni sem nefnast, sem við eigum nú eða eignumst síðar í atvinnurekstri á hverjum tíma, eða hefur til endursölu, - allt í samræmi við 33. gr. laga nr. 75/1997 um samningsveð.“ Í tryggingarbréfinu var tekið fram að veðsetningin næði „ ... til allra hinna veðsettu verðmæta í heild sinni eins og þau eru á hverjum tíma. ... Til vörubirgða teljast; Allar tegundir vörubirgða og rekstrarvara, hvort sem eru verslunarvörur nýjar eða notaðar eða hverskonar rekstrarvörur og aðrar vörur sem notaðar eru í atvinnurekstrinum, hverju nafni sem vörubirgðir eða aðrar rekstrarvörur nefnast, þ.m.t. umbúðir. ... Skrár úr birgðabókhaldi veðsala á hverjum tíma um vörubirgðir eru hluti þessa tryggingarbréfs til nánari tilgreiningar á tegundum, magni og samsetningu vörubirgða og rekstrarvara sem veðsett er á hverjum tíma samkvæmt þessu tryggingarbréfi.“ Bréfinu var þinglýst 12. janúar 1999.

Með bréfi 27. ágúst 2004, sem birt var samdægurs fyrirsvarsmanni Véla og þjónustu hf., beindi Kaupþing Búnaðarbanki hf., sem þá var kominn í stað áðurnefnds banka, áskorun til félagsins um að greiða nánar tilteknar skuldir að fjárhæð samtals 142.035.330 krónur, þar á meðal 41.834.823 krónur vegna yfirdráttarskuldar á tveimur tékkareikningum. Í bréfinu var jafnframt vísað til þess að bankinn nyti veðréttar í vörubirgðum félagsins á grundvelli tryggingarbréfsins frá 31. desember 1998 og tekið fram að vegna ákvæða 2. mgr. 34. gr., sbr. 2. mgr. 27. gr. laga nr. 75/1997 væri félaginu upp frá þessu óheimilt án samþykkis bankans að skipta út, framselja, selja eða ráðstafa á annan hátt að hluta eða öllu leyti veðsettum vörubirgðum.

Vélar og þjónusta hf. gaf út reikning dagsettan 26. ágúst 2004 á hendur Tá ehf. fyrir „vörulager skv. meðf. skjölum“, sem greiða skyldi fyrir 25.048.202 krónur, auk skráningargjalds að fjárhæð 1.597 krónur og 6.137.200 króna í virðisaukaskatt, eða samtals 31.186.999 krónur. Nafni Táar ehf. mun 6. október 2004 hafa verið breytt í Vélaborg ehf., en stjórnarmaður og framkvæmdastjóri þess félags mun þá hafa verið sami maður og gegnt hafði starfi framkvæmdastjóra Véla og þjónustu hf. Í skýrslu, sem hann gaf fyrir skiptastjóra í þrotabúi V & Þ hf. 6. október 2004, var bókað eftir honum að þessi viðskipti milli félaganna tveggja hafi verið ákveðin 26. ágúst 2004, en fyrrnefndur reikningur ekki gerður fyrr en þremur eða fjórum dögum síðar, því það væri „margra klukkustunda verk að ljúka við reikning eins og þennan.“ Sá, sem gegndi starfi stjórnarformanns Véla og þjónustu hf. á þessum tíma, bar á sama veg fyrir skiptastjóra 9. desember 2004. Fyrir liggur að 746.999 krónur af fjárhæð reikningsins munu hafa verið greiddar með skuldajöfnuði, en að öðru leyti gaf Tá ehf. út tékka til Véla og þjónustu hf., dagsettan 26. ágúst 2004 og að fjárhæð 30.440.000 krónur, til greiðslu kaupverðsins. Tékkinn var innleystur í Kaupþingi Búnaðarbanka hf. 30. sama mánaðar og fjárhæðin lögð inn á tékkareikning Véla og þjónustu hf. við bankann. Með því var greidd upp skuld vegna yfirdráttar á reikningnum, sem þá nam 29.986.083 krónum. Fyrir þeirri skuld höfðu áðurnefndir fyrirsvarsmann Véla og þjónustu hf. staðið í sjálfskuldarábyrgð gagnvart bankanum.

Með bréfi til Kaupþings Búnaðarbanka hf. 22. september 2004 lýsti skiptastjóri í þrotabúi V & Þ hf. yfir riftun á greiðslu skuldar að fjárhæð 30.440.000 krónur. Bankinn greiddi skiptastjóra þessa fjárhæð með fyrirvara 8. október 2004, en lýsti í framhaldi af því kröfu í þrotabúið um greiðslu yfirdráttarskuldar á tékkareikningnum, sem áður var getið. Jafnframt mun bankinn hafa lýst frekari kröfum í þrotabúið og krafist fullnustu þeirra í skjóli veðréttinda samkvæmt tryggingarbréfinu frá 31. desember 1998.

Þrotabú V & Þ hf. höfðaði mál 23. maí 2005 á hendur Vélaborg ehf. og fleirum til riftunar á gjafagerningi, sem þrotabúið taldi fólginn í áðurgreindum viðskiptum félaganna með vörubirgðir, svo og til greiðslu af þeim sökum á 46.941.306 krónum með nánar tilgreindum vöxtum. Með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 12. desember 2006 voru kröfur þrotabúsins teknar til greina á þann hátt að rift var gjafagerningi og Vélaborg ehf. ásamt framkvæmdastjóra félagsins gert að greiða þrotabúinu 26.044.108 krónur með dráttarvöxtum frá 28. júní 2005, svo og 5.900.000 krónur í málskostnað. Með dómi Hæstaréttar 20. desember 2007 í máli nr. 212/2007 var héraðsdómur staðfestur og þrotabúinu dæmdar 600.000 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti. Óumdeilt er að skuld samkvæmt þessum dómi, samtals 51.758.922 krónur, hafi verið greidd þrotabúinu 27. desember 2007.

Á skiptafundi í þrotabúi V & Þ hf. 19. nóvember 2008 ítrekaði sóknaraðili, sem þá hafði tekið yfir réttindi Kaupþings Búnaðarbanka hf. gagnvart búinu, kröfu um viðurkenningu veðréttinda samkvæmt tryggingarbréfinu 31. desember 1998 í verðmætum, sem komið hefðu í stað vörubirgða félagsins og væru í vörslum þrotabúsins annars vegar vegna endurgreiðslu eldri bankans 8. október 2004 á 30.440.000 krónum og hins vegar vegna greiðslu 27. desember 2007 á 51.758.922 krónum til uppgjörs á kröfu samkvæmt dómi Hæstaréttar 20. sama mánaðar. Varnaraðili, sem einnig mun fara með kröfu á hendur þrotabúinu, mótmælti kröfu sóknaraðila um viðurkenningu á veðrétti og beindi skiptastjóri því ágreiningsefni 24. nóvember 2008 til úrlausnar héraðsdóms. Mál þetta var þingfest af því tilefni 5. desember sama ár.

II

Fallast verður á með héraðsdómi að ekki séu þeir annmarkar á málatilbúnaði sóknaraðila, sem valdið gætu því að ekki verði leyst úr málinu að efni til.

Áður er rakið hvernig greint var í tryggingarbréfi Véla og þjónustu hf. 31. desember 1998 frá þeim verðmætum, sem þar voru sett að veði fyrir skuldum félagsins við Búnaðarbanka Íslands hf. Að virtu ákvæði 1. málsliðar 3. mgr. 33. gr. laga nr. 75/1997 verður ekki ætlast til að vörubirgðir, sem settar eru á þennan hátt að sjálfsvörsluveði samkvæmt F. lið III. kafla laganna, verði almennt tilgreindar nánar en þar var gert þegar neytt er heimildar til að setja í einni heild að veði allar vörubirgðir veðsalans eins og þær eru á hverjum tíma. Með því að þess var gætt að afla réttarverndar fyrir þessum réttindum eftir 1. mgr. 34. gr. laga nr. 75/1997 og ekki er vefengt að vörubirgðirnar, sem veðsettar voru og Vélar og þjónusta hf. ráðstafaði að hluta til Táar ehf. síðla í ágúst 2004, hafi verið af þeim toga, sem um ræðir í 2. mgr. 33. gr. sömu laga, eru ekki efni til að taka til greina andmæli varnaraðila gegn gildi veðréttar samkvæmt tryggingarbréfinu.

Samkvæmt 2. mgr. 34. gr., sbr. 2. mgr. 27. gr. laga nr. 75/1997 var Vélum og þjónustu hf. óheimilt að skipta út vörubirgðum sínum eða framselja þær án samþykkis Kaupþings Búnaðarbanka hf. eftir að hann fékk 27. ágúst 2004 birta greiðsluáskorun á hendur félaginu til undirbúnings fullnustugerð fyrir veðkröfu sinni. Eins og áður var getið hefur maður sá, sem á þessum tíma gegndi starfi framkvæmdastjóra Véla og þjónustu hf. og var jafnframt stjórnarmaður og framkvæmdastjóri Táar ehf., lýst því að þessi félög hafi 26. ágúst 2004 samið um kaup þess síðarnefnda á vörubirgðum af því fyrrnefnda, sem reikningur með þeirri dagsetningu var gerður fyrir. Hann hefur þó einnig borið fyrir skiptastjóra í þrotabúi V & Þ hf. að reikningurinn hafi ekki verið gerður fyrr en þremur eða fjórum dögum eftir dagsetningu hans og hefur fyrrum stjórnarformaður félagsins borið á sama veg. Skýring þeirra á ástæðum þess er fjarstæð að virtu því að í reikningnum var engra annarra efnisatriða getið en þeirra, sem áður er greint frá. Greiðsla á meginhluta fjárhæðar reikningsins var innt af hendi með tékka, sem dagsettur var 26. ágúst 2004, en honum var þó ekki framvísað af viðtakandanum í banka fyrr en 30. sama mánaðar. Forráðamönnum Véla og þjónustu hf. var í lófa lagið gagnstætt þessu að tryggja sér viðhlítandi sönnur fyrir því að þessi kaup hafi í reynd verið gerð á þeim tíma, sem síðar hefur verið haldið fram, og verður af þeim sökum að fella á varnaraðila sönnunarbyrði fyrir því að svo hafi verið. Gegn andmælum sóknaraðila er slík sönnun ekki komin fram, en í þeim efnum er ekki hald í skriflegum yfirlýsingum tveggja fyrrverandi starfsmanna Véla og þjónustu hf., sem varnaraðili hefur lagt fram í Hæstarétti. Því til samræmis verður að leggja til grundvallar að Vélar og þjónusta hf. hafi ekki selt vörubirgðirnar, sem hér um ræðir, fyrr en eftir að greiðsluáskorun Kaupþings Búnaðarbanka hf. hafði verið birt forráðamanni félagsins.

Að virtu því, sem að framan greinir, verður samkvæmt 2. mgr. 34. gr., sbr. 4. mgr. 27. gr. laga nr. 75/1997 að fallast á með sóknaraðila að veðréttur samkvæmt tryggingarbréfinu frá 31. desember 1998 hafi færst yfir á andvirði veðsettra vörubirgða, sem þrotabú V & Þ hf. fékk í hendur annars vegar með greiðslu Kaupþings Búnaðarbanka hf. 8. október 2004 á 30.440.000 krónum og hins vegar með greiðslu 27. desember 2007 á 51.758.922 krónum til uppgjörs á kröfu samkvæmt dómi Hæstaréttar 20. sama mánaðar. Samkvæmt niðurlagsorðum 1. mgr. 111. gr. laga nr. 21/1991 nær sá veðréttur jafnframt til arðs, sem þrotabúið kann að hafa haft af þessu fé frá því að það var innt af hendi. Af þessum sökum eru ekki efni til að kveða sérstaklega á um tilkall sóknaraðila til vaxta, sem engin nánari grein hefur verið gerð fyrir, svo sem hann gerir kröfu um. Þess er einnig að gæta að eftir gögnum málsins virðist í fjárhæð þeirri, sem þrotabúið fékk greidda 27. desember 2007, vera innifalinn málskostnaður, sem sóknaraðili getur ekki gert kröfu til, sbr. 3. mgr. 111. gr. og 2. tölulið 110. gr. laga nr. 21/1991. Í samræmi við allt framangreint verður krafa sóknaraðila tekin til greina á þann hátt, sem nánar segir í dómsorði.

Varnaraðila verður gert að greiða sóknaraðila málskostnað í héraði og kærumálskostnað, sem ákveðinn er í einu lagi eins og í dómsorði greinir.

Dómsorð:

Viðurkennt er að sóknaraðili, Nýi Kaupþing banki hf., njóti eftir ákvæðum 111. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl. réttar til fullnustu af eignum þrotabús V & Þ hf., sem raktar verða til greiðslna til þess á 30.440.000 krónum 8. október 2004 og 51.758.922 krónum 27. desember 2007.

Varnaraðili, Leiguvélar ehf., greiði sóknaraðila samtals 500.000 krónur í málskostnað í héraði og kærumálskostnað.

 

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 18. mars 2009.

Með bréfi skiptastjóra í þrotabúi V & Þ hf., mótteknu 25. nóvember 2008 var ágrein­ingi á milli Nýja Kaupþings banka hf. og Leiguvéla ehf. skotið til úrlausnar dómsins. Málið var þingfest 5. desember s.á. og tekið til úrskurðar 18. febrúar sl.

Endanlegar dómkröfur sóknaraðila, Nýja Kaupþings banka hf. eru að endur­gjaldi vegna riftunar búsins á gerningum þrotamanns verði ráðstafað með eftirfarandi hætti:

1.  Að andvirði greiðslu til þrotabúsins frá 8. október 2004, að fjárhæð kr. 30.440.000, verði ráðstafað upp í veðkröfur sóknaraðila við úthlutun úr þrota­búi V & Þ hf. með áföllnum vöxtum frá þeim degi til úthlutunardags.

2.    Að andvirði dóms nr. 212/2007 sem greitt var til þrotabúsins þann 27. desember 2007 að fjárhæð kr. 51.758.922, verði ráðstafað upp í veðkröfur sókn­araðila við úthlutun úr þrotabúi V & Þ hf. með áföllnum vöxtum frá þeim degi til úthlutunardags.

Sóknaraðili krefst þess jafnframt að varnaraðila verði gert að greiða sóknar­aðila málskostnað að skaðlausu samkvæmt mati réttarins að viðbættum lögmæltum virðis­aukaskatti.

Varnaraðili, Leiguvélar ehf., krefst þess að öllum kröfum sóknaraðila verði hafnað. Þess er krafist að:

1.   Andvirði greiðslu að fjárhæð kr. 30.440.000 sem innt var af hendi af hálfu sóknaraðila til þrotabús V & Þ hf., hinn 8. október 2004, verði ráðstafað upp í al­mennar kröfur skv. 113. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl. við úthlut­un úr þrotabúi V & Þ hf. með áföllnum vöxtum frá þeim degi til út­hlut­unardags.

2.   Andvirði greiðslu að fjárhæð kr. 51.758.922 sem innt var af hendi af hálfu Véla­borgar ehf., og Gunnars Viðars Bjarnasonar, hinn 27. desember 2007, verði ráðstafað upp í almennar kröfur skv. 113. gr. laga nr. 21/1991 um gjald­þrotaskipti o.fl. við úthlutun úr þrotabúi V & Þ hf. með áföllnum vöxtum frá þeim degi til úthlutunardags.

Þá er krafist málskostnaðar að skaðlausu.

I

Í bréfi skiptastjóra í þrotabúi V & Þ hf. kemur fram að ágreiningur málsaðila snúist í meginatriðum um það hvort sóknaraðili eigi veðréttindi í hluta af peningaeign búsins, en þar sé um að ræða endurgjald vegna riftunar búsins á gerningum þrota­manns samkvæmt XX. kafla laga um gjaldþrotaskipti o.fl. nr. 21/1991. Annars vegar sé um að ræða kröfu um veðréttindi í greiðslu að fjárhæð kr. 30.440.000 inn á tékka­reikning þrotamanns hjá Kaupþingi banka hf. en hins vegar kröfu um veðréttindi vegna sölu á hluta vörulagers hins gjaldþrota félags.

Þann 31. desember 1998 gaf Vélar og þjónusta hf., síðar V & Þ hf., út trygg­inga­bréf upphaflega að fjárhæð 404 milljónir króna til Búnaðarbanka Íslands hf., nú Nýja Kaupþings banka hf., til tryggingar á öllum skuldum félagsins við bankann. Með bréf­inu voru m.a. veðsettar allar vörubirgðir félagsins. Bréfið var innfært í þing­lýs­ingarbók, 13. janúar 1999, með þeirri athugasemd að hvorki tegund né tala hinna veð­settu vörubirgða komi fram í bréfinu.

Samkvæmt reikningi nr. S4-014456, dags. 26. ágúst 2004, keypti Tá ehf., nú Véla­borg ehf., félag í eigu Gunnars Viðars Bjarnasonar, annars fyrirsvarsmanna varn­ar­aðila, hluta vörubirgða Véla og þjónustu hf. fyrir samtals 31.186.999 kr. Var and­virðið greitt með ávísun útgefinni af Tá ehf., þann 30. ágúst 2004, að fjárhæð 30.440.000 kr., en afgangurinn með skuldajöfnuði á milli félaganna.

Þann 27. ágúst 2004, hófust innheimtuaðgerðir sóknaraðila á hendur Vélum og þjón­ustu hf. með því að félaginu var birt greiðsluáskorun þar sem skorað var á félagið að greiða gjaldfallnar kröfur sóknaraðila að fjárhæð 142.035.330 kr., ella yrði krafist að­farar fyrir þeim án frekari tilkynninga. Í greiðsluáskoruninni var skorað á félagið að greiða upp yfirdráttarskuld þess á reikningi 306-26-3746 hjá sóknaraðila.

Þann 30. ágúst 2004 greiddi Vélar og þjónusta hf. andvirði lagersölunnar inn á fram­angreindan yfirdráttarreikning þannig að skuld á reikningnum 29.986.083 kr. var greidd upp, en forsvarsmenn félagsins, þeir Gunnar Viðar Bjarnason og Stefán Bragi Bjarna­son voru í persónulegri ábyrgð fyrir efndum skulda á reikningnum.

Með úrskurði, dagsettum 7. september 2004, var Vélar og þjónusta hf. úr­skurðað gjaldþrota að beiðni félagsins sjálfs, en áður en það gerðist hafði nafni fél­agins verið breytt í V & Þ hf. 

Sóknaraðili heldur því fram að fyrirsvarsmenn varnaraðila hafi, eftir að inn­heimtu­aðgerðir hófust þann 27. ágúst 2004, hafist handa við að selja sjálfum sér þær vörur úr lager félagsins sem mest verðmæti var í.

Frá því að nefnd greiðsluáskorun var birt og þar til félagið var úrskurðað gjald­þrota hafi átti sér stað atburðarrás sem hafi falist í því að fyrirsvarsmenn  V & Þ hf.  hafi flutt  eignir, umboð, tölvukerfi, bókhald, söluhæstu vörur á lager o.fl. inn í nýtt félag, Vélar og þjónusta ehf. (nú Vélaborg ehf.).

Hafi sóknaraðili óskað eftir því við hugbúnaðarfyrirtækið Hug hf. að það stað­festi fullyrðingar fyrirsvarsmanna varnaraðila þess efnis að fyrrgreindur reikningur hafi verið gefinn út þann 26. ágúst 2004. Eftir skoðun starfsmanna fyrirtækisins á bók­haldi V & Þ hf. hafi komið í ljós, miðað við eðlilega virkni kerfisins, að reikningur vegna ofangreindrar sölu hafi verið gefinn út á tímabilinu frá 28. til 31. ágúst 2004, þ.e. eftir að V & Þ hf. hafði verið birt fyrrnefnd greiðsluáskorun. 

Með bréfi dagsettu 22. september 2004 rifti skiptastjóri í þrotabúi V & Þ hf. ofan­greindri greiðslu til sóknaraðila, með vísan til 134. gr. og 141 gr. laga nr. 21/1991, um gjaldþrotaskipti. Byggði skiptastjóri riftunina á því að hann teldi að greiðslan hefði skert greiðslugetu félagsins verulega og með henni hafi kröfuhöfum félagsins verið mis­munað til hagsbóta fyrir sóknaraðila. Í sama bréfi var þess krafist að sóknaraðili end­urgreiddi þrotabúinu ofangreinda fjárhæð með vísan til 142. og 143. gr. sömu laga.

Þann 8. október 2004, endurgreiddi sóknaraðili þrotabúi V & Þ hf. kr. 30.440.000 vegna ofangreindrar riftunar. Áður en að endurgreiðslu kom setti sókn­ar­aðili fyrirvara um endurgreiðsluna þess efnis að greiðslan væri sérgreind eign bankans og hann reiknaði með því að hún yrði endurgreidd bankanum áður en að úthlutun úr búinu kæmi.

Með bréfi dagsettu 15. janúar 2007 gerði sóknaraðili kröfu um að þrotabúið ráð­stafaði andvirði ofangreindrar greiðslu til sóknaraðila. Byggði sóknaraðili m.a. á því að ofangreind fjárhæð sem sóknaraðili hafði endurgreitt búinu teldist til þeirra eigna sem veðsettar væru honum á grundvelli fyrrgreinds tryggingabréfs. Var á því byggt að fyrrgreindar vörubirgðir hafi verið veðsettar sóknaraðila og því ljóst að verð­mæti vörulagersins hefði ekki runnið til þrotabúsins þótt það hefði haft forgöngu um að selja hann heldur til sóknaraðila. 

Skiptastjóri höfðaði riftunarmál vegna sölu á vörulagernum. Taldi skiptastjóri að eignirnar hefðu verið seldar á undirverði. Af þeim sökum höfðaði þrotabú V & Þ hf. mál á hendur Vélaborg ehf. og Gunnari Viðari Bjarnasyni o.fl. Málinu lauk með dómi Hæstaréttar Íslands í málinu nr. 212/2007, sem staðfesti dóm héraðsdóms, en samkvæmt honum var m.a. rift gjafagerningi V & Þ hf. til Vélaborgar ehf. (þá Táar ehf.) um vörubirgðir samkvæmt reikningi S4-014456, dags. 26. ágúst 2004, og lista er reikningnum fylgdi. Þá voru Vélaborg ehf. og Gunnar Viðar Bjarnason dæmd til að greiða óskipt þrotabúi V & Þ hf. 26.044.108 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt III. kafla laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 28. júní 2005 til greiðsludags og 5.900.000 krónur í málskostnað. Vélaborg ehf. og Gunnar Viðar Bjarnason voru dæmd til að greiða þrotabúi V & Þ hf. 600.000 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti.

Samkvæmt bréfi skiptastjóra frá 24. nóvember sl. greiddu Vélaborg ehf. og Gunnar Viðar Bjarnason 51.758.922 krónur til þrotabúsins í lok desember 2007.

II

1.     Sóknaraðili byggir kröfu sína um að andvirði greiðslu til þrotabúsins frá 8. október 2004 að fjárhæð kr. 30.440.000, ásamt vöxtum, verði ráðstafað til sóknaraðila, á tryggingabréfi útgefnu í Reykjavík 31. desember 1998, að fjárhæð 404.000.000 kr., sem tryggt var með veði í öllum vörubirgðum V & Þ hf. Með greiðsluáskorun dagsettri 27. ágúst 2004, birtri sama dag, hafi V & Þ hf. verið krafið um greiðslu skulda að baki fyrrnefndu tryggingabréfi. Enn fremur hafi verið tekið fram í fyrr­nefndri greiðsluáskorun að skv. 2. mgr. 34. gr. laga nr. 75/1997, um samningsveð, sbr. 2. mgr. 27. gr. s.l., sé óheimilt án samþykkis veðhafa að skipta út, framselja, selja, eða á annan hátt ráðstafa að hluta til eða að öllu leyti, hvort sem slíkt er gert með skil­yrðum eða án skilyrða, hinum veðsettu vörubirgðum.  

Samkvæmt 111. gr. laga nr. 21/1991, um gjaldþrotaskipti o.fl., gangi kröfur sem njóta veðréttar eða annarra tryggingarréttinda í eign þrotabúsins framar almennum kröfum. Óumdeilt sé að ofangreind fjárhæð sé andvirði sölu á vörulager sem veðsettur var sóknaraðila. Enn fremur liggi fyrir að kaup á vörulagernum áttu sér stað eftir að inn­heimtuaðgerðir á hendur V & Þ hf. voru hafnar og að kaupin hafi átt sér stað án alls at­beina og samþykkis sóknaraðila. Fyrir liggi jafnframt að Vélaborg ehf. hafi greitt nefnda fjárhæð inn á reikning V & Þ hf. í útibúi sóknaraðila þann 30. ágúst 2004, þremur dögum eftir að greiðsluáskorunin var birt. 

Byggir sóknaraðili á því að með því að hann hafi verið búinn að birta nefnda greiðslu­áskorun þegar bæði vörusalan og greiðslan áttu sér stað, og greiðslan hafi verið andvirði vörulagers sem veðsettur var sóknaraðila, sé ljóst að úthluta eigi and­virði hins veðsetta lagers til sóknaraðila við úthlutun úr búinu. Fyrir liggi að þrotabú V & Þ hf. hafi kosið að rifta greiðslunni til sóknaraðila og gjafagerningi sem fólst í sölu á lag­ernum á undirverði til Vélaborgar, sbr. dómur Hæstaréttar nr. 212/2007. Í báðum til­fellum hafi verið um að ræða verðmæti sem veðsett voru sóknaraðila. Bæði riftunin á greiðslunni að fjárhæð kr. 30.440.000 og greiðslan á andvirði dómsins hafi átt sér stað eftir að úrskurður um gjaldþrot V & Þ hf. gekk. Þrotabúið hafi kosið að taka til sín fyrr­greind verðmæti í stað þess að útleggja þau til sóknaraðila upp í veðkröfu hans. Þrota­búið hafi þannig tekið við greiðslum sem sannanlega voru vegna sölu á vörulager sem veðsettur var sóknaraðila, fyrst 8. október 2004 og síðan í lok desember 2007, í stað þess að útleggja greiðslurnar strax til sóknaraðila, en það þýði einungis að eftir sé að fullnægja veðrétti sóknaraðila af andvirði vörulagersins, sbr. 111. gr. laga um gjald­þrota­skipti nr. 21/1991.

Með móttöku á greiðslum annars vegar að fjárhæð kr. 30.440.000  og hins vegna niðurstöðu í dómi Hæstaréttar nr. 212/2007, hafi þrotabú V & Þ hf. verið að taka við greiðslum vegna vörulagers sem veðsettur var sóknaraðila, eftir að fullnustu­aðgerðir hófust og eftir að úrskurður um gjaldþrotaskipti átti sér stað og því sé ekki neinn vafi á að andvirði hinna veðsettu fjármuna eigi að renna til sóknaraðila sem veð­hafa. Það að þrotabúið hafi þannig komið að sölu á hinum veðsetta vörulager með því að taka við greiðslum vegna hans geti ekki undir neinum kringumstæðum leitt til þess að andvirði sölunnar renni til þrotabúsins. Það að þrotabú taki við greiðslum fyrir veð­setta fjármuni, undir skiptum, geti ekki leitt til þess að veðréttur veðhafa tapist. Auk þessa sé fjárhæð sú sem veðið átti að tryggja mun hærri en fékkst fyrir lag­er­inn og því alveg ljóst að ekki eigi að koma til neinnar úthlutunar upp í kröfur al­mennra kröfuhafa

Enn fremur byggir sóknaraðili á því að það myndi vera mjög óeðlilegt og ósann­gjarnt ef honum yrði ekki úthlutað ofangreindri fjárhæð. Fyrir liggi að fyrir­svars­menn varnaraðila og V & Þ hf. séu sömu mennirnir. Verði niðurstaða dómsins sú að ekki eigi að úthluta fyrrgreindri greiðslu til sóknaraðila hafi það þær afleiðingar að sömu aðilar og voru í fyrirsvari fyrir V & Þ hf. og keyptu hluta úr vörulager þess félags, áður en það varð gjaldþrota, til þess að eignast allar bestu vörubirgðir hins gjald­þrota félags, komast upp með þann gerning sem og fá hluta af andvirði varanna sem þeir sannanlega keyptu og voru veðsettar sóknaraðila fyrir skuldum V & Þ hf.

2.   Auk framangreindra sjónarmiða byggir sóknaraðili á eftirfarandi atriðum vegna endurgjalds af dómi Hæstaréttar nr. 212/2007: 

Sóknaraðili byggir kröfu sína um að andvirði dóms Hæstaréttar nr. 212/2007 í máli Vélaborgar ehf. og Gunnars Viðars Bjarnasonar að fjárhæð kr. 51.758.922, sem Véla­borg ehf. greiddi til þrotabús V & Þ hf. í lok desember 2007, eigi að vera ráð­stafað til hans, á tryggingabréfi útgefnu í Reykjavík 31. desember 1998, að fjárhæð 404.000.000 kr., sem tryggt var með veði í  öllum vörubirgðum V & Þ hf. Samkvæmt 111. gr. laga nr. 21/1991, gangi kröfur sem njóti veðréttar eða annarra trygg­ingar­réttinda í eign þrotabúsins framar almennum kröfum.   

Fyrir liggi í máli þessu að þegar bú V & Þ hf. var tekið til gjaldþrotaskipta hafði veðkrafa sóknaraðila samkvæmt fyrrgreindu tryggingabréfi ekki verið fullnustuð. Innheimta þrotabúsins á kröfunni hafi hafist með stefnu sem þingfest var þann 28. júní 2005 og greiðsla kröfunnar hafi borist þrotabúinu í lok desember 2007, eftir að fyrrgreindur dómur Hæstaréttar féll. Á tímabilinu frá því úrskurður var kveðinn upp og þar til greiðsla fyrir lagerinn barst þrotabúinu, hafi sóknaraðili átt veð­rétt í vörulagernum. Sóknaraðili hafi aldrei gefið þann veðrétt eftir og því verði ekki séð hvernig almennir kröfuhafar eigi, með því einu að höfða dómsmál um riftun á gjafa­gerningi, að öðlast rétt til andlags dómsins sem víki vernduðum veðrétti sóknar­aðila til hliðar.

Sóknaraðili byggir á því að fara eigi með andlag ofangreinds dóms eins og and­virði hverrar annarrar veðsettrar eignar sem þrotabú selji eða útleggi fyrir atbeina skipta­stjóra. En fyrir liggi að með fyrrgreindri greiðslu hafi Vélaborg ehf. verið að efna vangreitt kaupverð vörulagers sem veðsettur var sóknaraðila. Um kröfu þrota­bús­ins segi í stefnu: Krafa stefnanda um riftun gjafagernings við sölu á vörubirgðum frá V & Þ hf. til stefnda Vélaborgar ehf., samkvæmt reikningi S4-014456, dags, 26. ágúst 2004, byggir á 1. mgr. 131. og 141.  gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl.

Stefnandi hefur rökstuddar grunsemdir um að þeir munir, sem seldir voru stefnda Vélaborg ehf. í umrætt sinn, hafi verið seldir á verði sem var lægra en sem talist getur hæfilegt endurgjald fyrir viðkomandi muni og lægra en það verð sem fengist hefði fyrir munina á almennum markaði.

Af ofangreindri tilvitnun í stefnu verði ekki annað ráðið en þrotabúið sé að inn­heimta skuld vegna sölu á vörulager, sem veðsettur var sóknaraðila, og fól í sér gjafa­gerning. Sóknaraðili byggir á því, svo sem fram komi í greiðsluáskorun og ráða megi af 34. gr. sbr. 27. gr. laga nr. 75/1997, um samningsveð, að sala á fyrrgreindum vöru­lager hafi verið óheimil án samþykkis sóknaraðila. Með því að fyrrgreind sala hafi ekki verið samþykkt af sóknaraðila og ekki hafi verið um fullnaðargreiðslu fyrir lag­erinn að ræða, sbr. nefndan dómur Hæstaréttar, hafi krafa sóknaraðila til fullnustu af söluverði lagersins aldrei fallið brott og þar með hafi veðréttindi samkvæmt fyrr­greindu tryggingabréfi aldrei fallið niður. 

Enn fremur bendir sóknaraðili á að það myndi vera mjög óeðlilegt og í raun frá­leit niðurstaða ef þeir aðilar sem dæmdir séu til að þola riftun og gert að greiða þrota­búinu vegna sölu á undirverði á ofangreindum lager, annars vegar persónulega og hins vegar sem fyrirsvarsmenn Vélaborgar ehf., geti undir merkjum annars félags verið taldir eiga kröfu í þrotabúið, til þeirra fjármuna sem til þrotabúsins féllu vegna rift­unarinnar. Sóknaraðili telji að þetta beri að skoða sérstaklega í ljósi þess að fyrir liggi að þær vörur sem fyrirsvarsmenn varnaraðila seldu öðru félagi í sinni eigu voru veð­settar sóknaraðila og fyrrgreind sala gerði það að verkum að umræddar vörur voru sókn­araðila ekki til taks við þrotið til fullnustu á veðkröfum. Með niðurstöðu varn­araðila í hag í þessu máli væri dómurinn að leggja blessun sína yfir það að fyrir­svars­menn hins gjaldþrota félags gætu með þessum hætti bæði þvælst fyrir skiptum með því að taka til varna, líkt og gert er í fyrrgreindu máli og jafnframt notið góðs af nið­urstöðu málsins, hvort sem það tapaðist eða ynnist. Megininntak riftunarreglna gjald­þrota­réttar, um jafnræði kröfuhafa, sem dómur Hæstaréttar nr. 212/2007 byggði m.a. nið­urstöðu sína á sé að koma í veg fyrir að fyrirsvarsmenn félags geti ívilnað sjálfum sér á kostnað annarra kröfuhafa. Niðurstaða varnaraðilum í hag myndi klárlega fara á svig við þessi jafnræðissjónarmið gjaldþrotaréttar. 

III

1.  Varnaraðili byggir í fyrsta lagi á því að málatilbúnaður sóknaraðila í máli þessu sé haldinn slíkum annmörkum að ekki sé hægt að fallast á kröfur hans í málinu. Hér sé um að ræða sömu annmarka og ollu því að kröfum sóknaraðila á hendur fyrr­verandi fyrirsvarsmönnum Véla og þjónustu hf., þeim Stefáni og Gunnari, var vísað frá héraðsdómi með dómi Hæstaréttar Íslands í máli nr. 420/2007.

Í því máli hafi sóknaraðili krafið þá Stefán og Gunnar um greiðslu á andvirði sölu lagers til Vélaborgar ehf. hinn 26. ágúst 2004, eða um 30.440.000 krónur. Hafi mál­sóknin byggst á því að sjálfsábyrgðaryfirlýsing þeirra Stefáns og Gunnars vegna reikn­ings nr. 306-26-3746, sem andvirði sölu lagersins hafi verið lagt inn á, hefði raknað við við riftun skiptastjóra þrotabús V & Þ hf. hinn 22. september 2004. Með dómi Hæstaréttar Íslands í máli nr. 420/2007 hafi málinu verið vísað frá dómi þar sem sókn­araðili byggði málatilbúnað sinn á því að greiðslunni hefði verið rift og hann því end­anlega farið á mis við hana, á sama tíma og hann hélt því fram gagnvart þrotabúinu að hann ætti veðrétt í umræddri greiðslu. Af þessum sökum þótti málatilbúnaðurinn svo ómarkviss að hann uppfyllti ekki ákvæði e-liðar 1. mgr. 80. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála og var málinu því vísað frá héraðsdómi.

Í því máli sem hér er til úrlausnar freisti sóknaraðili þess, að því er virðist í sam­ræmi við niðurstöðu Hæstaréttar í framangreindu máli, að fá leyst úr ágreiningi um hvort að hann eigi veðrétt í andvirði vörulagersins. Ljóst sé hins vegar að ekki verður skorið úr um hvort að veðréttur sóknaraðila sé fyrir hendi, án þess að jafnframt verði tekin afstaða til þess hvort riftun skiptastjóra á greiðslunni hafi verið réttmæt eður ei, eins og Hæstiréttur bendi á í forsendum framangreinds dóms þegar segi að enn hefði ekki verið leyst úr ágreiningi sóknaraðila við þrotabúið um veðrétt hans í fjár­hæðinni sem greidd var ... og lögmæti riftunarinnar þegar mál það var rekið. Hvorki kröfur né málsástæður sóknaraðila lúti hins vegar að því að fá leyst úr gildi rift­unarinnar, auk þess sem ekki verði leyst úr því álitaefni án aðildar þrotabúsins sjálfs, sem rifti umræddri greiðslu. Þegar af þeirri ástæðu sé ekki hægt að fallast á kröfur sóknaraðila í máli þessu.

Raunar sé málatilbúnaður sóknaraðila hvað varðar lögmæti riftunarinnar í heild ómarkviss og mótsagnarkenndur. Strax í upphafi verði ekki betur séð en að sókn­araðili hafi haft efasemdir um riftunina, enda endurgreiddi hann þrotabúinu greiðsl­una með fyrirvara. Með bréfi sóknaraðila, frá 15. janúar 2007, sé riftun greiðsl­unnar mótmælt og krafist úthlutunar hennar á grundvelli eignar eða veðréttar sókn­ar­aðila. Skömmu eftir ritun þessa bréfs, eða hinn 23. febrúar 2007, virðist mála­til­búnaður sóknaraðila hins vegar snarbreytast, en þá höfðaði sóknaraðili framangreint mál á hendur þeim Stefáni og Gunnari á þeim grundvelli að ábyrgðarskuldbinding þeirra Stefáns og Gunnars hefði raknað við í kjölfar riftunar skiptastjóra, sem sókn­ar­aðili virðist þá telja lögmæta.

Þessi mótsögn í málatilbúnaði sóknaraðila hafi orðið til þess að framangreindu máli sóknaraðila á hendur þeim Stefáni og Gunnari hafi verið vísað frá héraðsdómi eins og að framan greini. Úr þessum annmarka á málatilbúnaðinum hafi ekki verið bætt í þessu máli. Sóknaraðili hafi á engan hátt reifað álitaefni um lögmæti rift­un­ar­inn­ar í greinargerð sinni og þar með ekki tekið afstöðu til réttmætis hennar. Þá verði að hafa í huga að úr réttmæti riftunarinnar verði ekki skorið án aðildar þrotabúsins eins og að framan greini. Varnaraðili telji þessa annmarka á málatilbúnaði sóknaraðila leiða til þess að ekki sé hægt að fallast á kröfur þeirra í máli þessu sem leiði til þess að and­virði umræddra greiðslna verði að koma til úthlutunar upp í almennar kröfur. Vegna þessa beri að hafna kröfum sóknaraðila í máli þessu, eða vísa kröfum hans frá dómi ex officio.

Verði ekki fallist á framangreind sjónarmið byggir varnaraðili á því í öðru lagi að það hafi aldrei stofnast gildur veðréttur í vörulager Véla og þjónustu hf. Fyrir liggi að tryggingarbréf það sem sóknaraðili byggir allar kröfur sínar á var útbúið af sókn­ar­aðila sjálfum en undirritað og gefið út af Vélum og þjónustu hf. þann 31. desember 1998. Bréf þetta var móttekið til þinglýsingar 12. janúar 1999 og þinglýst daginn eftir, en þó með eftirfarandi athugasemd þinglýsingastjóra: „Ath. Athygli er vakin á að hvorki tegund né tala vörubirgðanna kemur fram í bréfinu.„

Í 34. gr. svl. sé mælt fyrir um að veðréttur í vörubirgðum öðlist réttarvernd með þinglýsingu á blað veðsala í lausafjárbók í samræmi við ákvæði þinglýsingalaga. Í greinargerð með ákvæðinu komi fram að nauðsynlegt sé að sérgreina hvert veð­and­lagið sé í veðskjali, en almennt nægi að fram komi tegund vörubirgðanna og tala hér um bil. Ljóst sé að tilgreining veðandlagsins í tryggingarbréfinu frá 31. desember 1998 fullnægi þessu ekki, en þar segi einungis að allar vörubirgðir rekstrar Véla og þjón­ustu hf., hverju nafni sem þær nefnist, sem félagið ætti eða eignaðist síðar í atvinnu­rekstri á hverjum tíma, eða hefði til endursölu, væri veðsett sóknaraðila. Ljóst sé því að til veðréttarins hafi ekki verið stofnað í samræmi við ákvæði samn­ings­veðlaga eins og þau beri að skýra samkvæmt framangreindum ummælum í grein­ar­gerð. Veðréttur í vörubirgðum, sem ekki fullnægi skilyrðum laga, sé ógildur milli að­il­anna. Það hafi því aldrei stofnast til gilds veðréttar í vörubirgðum Véla og þjónustu hf. Sókn­araðili, sem hafi her sérfræðinga á sínum snærum, hafi útbúið bréfið sjálfur, en varnar­aðili skrifað undir. Verði sóknaraðili sjálfur að bera hallann af óskýrleika bréfs­ins. Ekki sé því hægt að fallast á kröfur sóknaraðila í málinu og andvirði umræddrar greiðslu verði því að koma til úthlutunar upp í almennar kröfur í þrotabúinu í samræmi við kröfur varnaraðila. 

Verði ekki fallist á framangreind rök byggir varnaraðili í þriðja lagi á því að veð­réttur í vörubirgðunum hafi fallið niður fyrir gjaldþrot Véla og þjónustu hf. hinn 7. september 2004.

Skv. 2. mgr. 34. gr. svl. gildi ákvæði 1.-4. mgr. 27. gr. laganna um veðrétt í vöru­birgðum. Skv. 1. mgr. 27. gr. geti veðsali skipt út eða framselt veðsettar vöru­birgðir svo lengi sem slíkt er í samræmi við eðli rekstrarins eða skerði ekki að mun trygg­ingu veðhafa. Í 2. mgr. sömu greinar segi síðan að eftir að veðhafi hafi komið fram greiðsluáskorun til undirbúnings fullnustugerð til innheimtu veðkröfu hafi veð­sali ekki lengur rétt til þess að skipta út eða framselja vörubirgðir nema fyrir liggi sam­þykki veðhafa.

Í greinargerð sóknaraðila sé byggt á því að sala umrædds vörulagers frá Vélum og þjónustu hf. til Vélaborgar ehf. hafi farið fram eftir að sóknaraðili hafi komið fram greiðslu­áskorun til varnaraðila, þ.e. eftir 27. ágúst 2004, þegar greiðsluáskorun var birt fyrir­svarsmanni Véla og þjónustu hf. Þar með hafi salan verið í andstöðu við ákvæði trygg­ingarbréfsins og ákvæði samningsveðslaganna og veðréttur því enn fyrir hendi. Þetta sé alrangt. Sala umrædds vörulagers hafi farið fram daginn áður, 26. ágúst 2004. Þetta sé staðfest í skýrslum þeim sem teknar voru af fyrirsvarsmönnum Véla og þjón­ustu hf., en þar sé því ávallt lýst að kaupin hafi átt sér stað þennan dag. Það að reikn­ingur vegna sölunnar kunni að hafa verið keyrður úr bókhaldskerfi félagsins nokkrum dögum síðar breyti engu um að salan fór fram 26. ágúst 2004, enda taki ávallt nokkurn tíma að keyra út reikning þegar þó nokkrir hlutir séu seldir í einu eins og í því tilfelli sem hér um ræði. Bréf Hugar hafi því enga þýðingu í málinu. Þá liggi fyrir að fyrir um­ræddan lager hafi verið greitt með ávísun, útgefinni 26. ágúst 2004. Auk þess megi jafn­framt benda á að þennan dag hafi fyrirsvarsmenn Véla og þjónustu hf. lagt fyrir sókn­araðila lista yfir stöðu vörubirgða hinn 26. ágúst 2004, en sá listi hafi verið án þeirra vara sem seldar höfðu verið til Vélaborgar ehf. Þessu til enn frekari stuðnings sé það staðfest í dómi Hæstaréttar nr. 420/2007 að salan hafi farið fram þennan dag en þar segi orðrétt: „Hinn 26. ágúst 2004 keypti Tá ehf. [nú Vélaborg ehf.], félag sem upp­lýst er að hafi verið í eigu áfrýjenda og fleiri aðila, hluta af vörubirgðir V & Þ [svo] og greiddi kaupverðið meðal annars með tékka að fjárhæð 30.440.000 krónur.„

Þannig sé því ranglega haldið fram af sóknaraðila að sala umrædds lagers hafi farið fram eftir að sóknaraðili kom fram greiðsluáskorun til þáverandi fyrirsvarsmanns Véla og þjónustu hf. Beri sóknaraðili alla sönnunarbyrði fyrir þessari staðhæfingu sinni. Sala hins umrædda lagers hafi verið fullkomlega heimil og í samræmi við ákvæði tryggingarbréfsins og ákvæði samningsveðlaganna, enda hafi verið um sölu á afar litlum hluta af heildarvörulager Véla og þjónustu hf. á þeim tíma.

Samkvæmt 3. mgr. 27. gr. svl. falli veðréttur í vörubirgðum á brott þegar þær hafa verið seldar í samræmi við ákvæði 1. og 2. mgr. ákvæðisins og seljandinn hefur ekki lengur umráð þeirra. Ljóst sé því að við sölu umrædds lagers hinn 26. ágúst 2004 féll vörubirgðaveð sóknaraðila, sem hann byggir allar kröfur sínar í málinu á, niður. Engin rök standi til þess að líta svo á að veðréttur sóknaraðila hafi raknað við þegar skipta­stjóri rifti sölu lagersins, enda sé ekki á því byggt af hálfu sóknaraðila í málinu.

Hér verði að hafa í huga að í vörubirgðaveði felst að það séu vörubirgðirnar sjálfar sem eru veðsettar, ekki andvirði þeirra. Samkvæmt tryggingarbréfi sóknaraðila hafi honum verið veitt heimild til ganga að veðinu og annaðhvort leysa það til sín eða koma því í verð. Tryggingabréfið hafi ekki veitt sóknaraðila heimild til þess að ganga í and­virði þegar seldra vara. Engin skilyrði hafi verið sett um það að andvirði seldra vara skyldi lagt inn á tiltekna reikninga sem væru veðsettir sóknaraðila og því hafi and­virði varanna ekki verið veðsett sóknaraðila eins og hann krefjist.

Í þessu samhengi skuli tekið fram að ráðstöfun andvirðisins inn á reikning nr. 306-26-3746 hjá sóknaraðila, sem ekki var veðsettur sóknaraðila, hafi verið full­kom­lega eðlileg, enda greiðslan innt af hendi í samræmi við skýr fyrirmæli sóknaraðila um að allar greiðslur vegna sölu vara ættu að fara inn á þennan tiltekna reikning. Í greiðslu­áskorun sóknaraðila dagsettri 27. ágúst 2004 komi fram að greiðslur megi leggja inn á reikning 301-26-9131. Fyrirsvarsmenn Véla og þjónustu hf. hafi hins vegar fengið munnleg fyrirmæli þann 30. ágúst 2004 um að greiða ætti inn á reikning 306-26-3746 og hafi þau fyrirmæli verið staðfest skriflega strax daginn eftir. Það hafi því verið í samræmi við fyrirmæli sóknaraðila sjálfs sem greiðslur voru lagðar inn á um­ræddan yfirdráttarreikning.

Jafnvel þó komist yrði að því að sala umrædds lagers hafi farið fram eftir að sókn­araðili kom við greiðsluáskorun, breyti það ekki þeirri niðurstöðu að veðréttur skv. tryggingarbréfinu hafi fallið niður. Í slíkum tilfellum beri að fara eftir ákvæði 4. mgr. 27. gr. svl., en sóknaraðili byggi ekki á því að veðréttur hans byggist á því ákvæði, heldur eingöngu tryggingarbréfinu. Vegna þess verði ekki fjallað nánar um þetta atriði hér.

2.  Varnaraðili byggir á sömu sjónarmiðum og fram koma hér að framan varðandi and­virði greiðslu að fjárhæð 51.758.922 kr. Ljóst sé að greiðsla þessi eigi rætur að rekja til sömu atvika og fyrri greiðsla. Sömu sjónarmið og áður séu rakin eigi því við.

Jafnvel þó talið verði að framangreind sjónarmið eigi ekki við, og til veðréttar í and­virði fyrri greiðslu hafi stofnast og hann ekki fallið niður, geti aldrei hafa stofnast veð­réttur í andvirði þeirrar greiðslu sem hér um ræði. Hafa verði í huga að sú greiðsla sem hér um ræði, 51.758.922 krónur, sé mismunurinn á markaðsverði lagersins eins og Hæstiréttur mat það í máli nr. 212/2007, þ.e. 57.231.107 krónur, og kostnaðarverði lag­ersins, sem sé sú greiðsla sem að Vélaborg ehf. greiddi fyrir lagerinn, þ.e. 31.186.999 krónur, að viðbættum dráttarvöxtum og kostnaði (þ.e. mismunurinn á mark­aðsverðinu og því verði sem að Vélaborg ehf. greiddi er 26.044.108 krónur, en restin er málskostnaður og dráttarvextir eða 25.714.814 krónur). Hefði Vélaborg ehf. hinn 26. ágúst 2004 innt af hendi markaðsverðmæti lagersins, þ.e. 57.231.107 krónur,  inn á reikning nr. 306-26-3746, hefðu inneign á reikningnum numið 27.245.024 krón­um þegar greiddur hefði verið upp yfirdráttur á reikningnum sem stóð í 29.986.083 krón­um. Reikningur þessi hafi ekki verið veðsettur sóknaraðila og því hefði inneign þessi við gjaldþrot V & Þ hf. orðið eign þrotabúsins og komið til ráð­stöf­unar upp í almennar kröfur, rétt eins og inneignir á öðrum reikningum félagsins við gjaldþrotið. Ljóst sé því að aldrei geti hafa stofnast til veðréttar í andvirði greiðslu þeirrar sem hér um ræði.  

Að lokum sé rétt að minnast á að í greinargerð sóknaraðila í máli þessu sé mikið gert úr því að það myndi verða óeðlilegt og ósanngjarnt ef sóknaraðila yrði ekki út­hlutað framangreindum fjárhæðum, því ella rynnu þær til varnaraðila, en fyrir­svars­menn hans séu sömu menn og voru í forsvari fyrir Vélar og þjónustu ehf. þegar það fór í þrot. Í þessu sambandi verði að hafa í huga að með niðurstöðu í dómsmáli nr. 212/2007, hafi þrotabúinu verið greitt fullt verð fyrir hinn selda lager og þar með hafi þrota­búið eða kröfuhafar þess ekki glatað neinum verðmætum. Sóknaraðili eigi ein­ungis tilkall til andvirðisins verði komist að því að hann eigi veðrétt í því. Verði komist að því að veðréttur þessi sé ekki fyrir hendi sé ekkert óeðlilegt við það að and­virð­inu verði ráðstafað til almennra kröfuhafa. Varnaraðili eigi lögmætar kröfur í þrota­bú V & Þ hf. Hann eigi ekki að líða fyrir það að fyrirsvarsmenn félagsins séu þeir sömu og fyrirsvarsmenn Véla og þjónustu hf. á sínum tíma.

IV

Fyrir liggur að bú V & Þ hf., áður Vélar og þjónusta hf., var tekið til gjald­þrota­skipta 7. september 2004.

Skiptastjóri þrotabúsins vísaði ágreiningsefni máls þessa til dómsins í sam­ræmi við ákvæði 171. gr. laga um gjaldþrotaskipti o.fl. Úrlausnarefni máls þessa er því einungis ágreiningsefni það sem skiptastjóri vísaði til dómsins en í bréfi hans kemur fram að leyst hafi verið úr öðrum ágreiningsmálum við skiptin.

Ágreiningsefnið lýtur að því hvort að sóknaraðili eigi veðrétt í andvirði vöru­lagers sem var veðsettur sóknaraðila. Er annars vegar um að ræða greiðslu, sem skipta­stjóri rifti, að fjárhæð 30.440.000 kr., sem er andvirði sölu á vörubirgðum V & Þ hf. til Táar ehf. og greitt var inn á tékkareikning þrotamanns hjá Kaupþingi banka hf. Hins vegar er um að ræða greiðslu að fjárhæð, samtals 51.758.922 kr., sem er greiðsla samkvæmt dómi Hæstaréttar í máli  nr. 212/2007 þar sem komist var að þeirri niður­stöðu að mismunur á söluverði og verðmæti vörubirgðanna hefði verið 26.044.108 og að mismunurinn væri svo verulegur að um gjafagerning væri að ræða að því leyti, sem þrota­búið gæti krafist riftunar á. 

Lúta dómkröfur sóknaraðila að því að leyst verði úr ágreiningsefni þessu. Þykir málatilbúnaður sóknaraðila uppfylla skilyrði e- liðar 1. mgr. 80. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Er því ekki fallist á það með varnaraðila að á málinu séu annmarkar er varði frávísun þess frá dómi án kröfu.

Með tryggingarbréfi, dags. 31. desember 1998, upphaflega að fjárhæð 404.000.000 kr., veðsetti Vélar og þjónusta hf. Búnaðarbanka Íslands hf., nú sóknar­aðila, Nýja Kaupþingi banka hf., allar vörubirgðir sínar til tryggingar á öllum skuldum og fjárskuldbindingum félagsins við bankann.

Varnaraðili byggir m.a. á því að aldrei hafi stofnast gildur veðréttur í vöru­birgð­unum þar sem tilgreining veðandlagsins í tryggingabréfinu sé ekki fullnægjandi, sbr. athugasemd þinglýsingarstjóra þar sem fram kemur að hvorki tegund né tala vöru­birgð­anna komi fram í bréfinu.

Veðsetning sú sem hér um ræðir er veðsetning í heildarsafni muna og getur því til­greining á fjölda ekki skipt máli. Þykir því verða að líta svo á að tilgreining vöru­birgða sé fullnægjandi og veðsetning samkvæmt  tryggingarbréfinu hafi verið gild.

Veðréttur í vörubirgðum samkvæmt 33. gr. laga nr. 75/1997 um samningsveð er sjálfsvörsluveðréttur í heildarsafni muna, og heldur veðsali umráðum hins veðsetta, sbr. 2. mgr. 1. gr. laganna. Um slíkan veðrétt gilda ákvæði 1.- 4. mgr. 27. gr. laga nr. 75/1997, sbr. 2. mgr. 34. gr. laganna.

Samkvæmt reikningi, dags. 26. ágúst 2004, seldi Vélar og þjónusta hf., hluta vöru­lagers síns til einkahlutafélagsins Táar ehf. og var kaupverðið kr. 31.186.999 að virðis­aukaskatti meðtöldum. Var stærsti hluti kaupverðsins, kr. 30.440.000, greiddur Vélum og þjónustu hf. með tékka, útgefnum sama dag, sem fyrirsvarsmaður Véla og þjón­ustu hf. framseldi til Kaupþings Búnaðarbanka hf. þann 30. ágúst 2004. Var and­virði hans lagt inn á tékkareikning nr. 3746 með þeim áhrifum að yfirdráttarskuld félags­ins með sjálfskuldarábyrgð, fyrirsvarsmanna félagsins, þeirra Stefáns Braga Bjarna­sonar og Gunnars Viðars Bjarnasonar, greiddist upp.

Þann 22. september 2004 rifti skiptastjóri í þrotabúi V & Þ hf. umræddri greiðslu að fjárhæð kr. 30.440.000. Greiddi bankinn þrotabúinu þessa fjármuni þann 8. október 2004 en áskildi sér allan rétt til að vefengja riftun.

Greinir aðila á um það hvort sóknaraðili eigi veðrétt í umræddri greiðslu.

Fyrir liggur að þann 27. ágúst 2004 var Vélum og þjónustu hf. birt greiðslu­áskorun sóknaraðila þar sem skorað var á félagið að greiða gjaldfallnar kröfur sókn­ar­aðila að fjárhæð 142.035.330 kr.

Heldur sóknaraðili því fram að salan á vörubirgðunum hafi átt sér stað eftir að greiðslu­áskorunin var birt og því hafi Vélar og þjónusta hf., sem veðsali,  ekki haft rétt til að selja vörubirgðirnar án samþykkis hans sem veðhafa, sbr. 2. mgr. 27. gr. laga nr. 75/1997, en þar er kveðið á um að eftir að veðhafi hefur komið fram greiðsluáskorun til undirbúnings fullnustugerð til innheimtu veðkröfu hefur veðsali ekki lengur rétt til þess að skipta út eða framselja rekstrartækin nema fyrir liggi samþykki veðhafa.

Til stuðnings því að salan á vörubirgðunum hafi farið fram eftir birtingu greiðslu­áskorunarinnar, þ.e. eftir 27. ágúst 2004, vísar sóknaraðili til álits Hugar ehf.

Þeir Gunnar Viðar Bjarnason og Stefán Bragi Bjarnason báru báðir við skýrslutöku hjá skiptastjóra að umrædd viðskipti hefðu farið fram 26. ágúst 2004 en reikningurinn hafi hins vegar, af tilgreindum ástæðum, verið útbúinn 3-4 dögum síðar.

Liggur þannig fyrir að umræddur reikningur var gefinn út síðar en dagsetning hans gefur til kynna. Hins vegar er á það að líta að þeirri staðhæfingu varnaraðila að við­skiptin hafi átt sér stað hinn 26. ágúst 2004 hefur ekki verið hnekkt. Verður því við það að miða að þau hafi átt sér stað þá, eða áður en greiðsluáskorunin var birt. Samkvæmt því var Vélum og þjónustu ekki óheimilt að selja vörulagerinn með vísan til 2. mgr. 27. gr. laga nr. 75/1997.

Samkvæmt 1. mgr. 27. gr. getur veðsali skipt út eða framselt veðsett rekstrar­tæki svo lengi sem slíkt er í samræmi við eðli rekstrarins eða skerðir ekki að mun trygg­ingu veðhafa. Ekki er á því byggt af hálfu sóknaraðila að salan hafi brotið í bága við ákvæði greinarinnar.   

Samkvæmt 3. mgr. 27. gr. laga nr. 75/1997 fellur veðréttur í vörubirgðum á brott þegar þær hafa verið seldar í samræmi við ákvæði 1. og 2. mgr. ákvæðisins og seljand­inn hefur ekki lengur umráð þeirra.

Samkvæmt því, að telja verður samkvæmt framangreindu að veðréttur í vöru­birgð­unum hafi fallið niður við söluna, verður ekki tekin til greina sú krafa sókn­ar­aðila að greiðslu að fjárhæð 30.440.000 kr. verði ráðstafað upp í veðkröfur hans.

Þar sem greiðslan að fjárhæð 51.758.922 á rætur að rekja til sömu sölu og að framan er fjallað um þykir með vísan til sömu röksemda, þ.e. að veðréttur í vöru­birgð­un­um hafi fallið niður við sölu þeirra 26. ágúst 2004, að hafna kröfu sóknaraðila um að greiðslunni verði ráðstafað upp í veðkröfur hans.

Eftir atvikum þykir rétt að hvor aðili beri sinn kostnað af málinu.

Þorgerður Erlendsdóttir héraðsdómari kveður upp úrskurðinn.

Úrskurðarorð:

Kröfum sóknaraðila, Nýja Kaupþings banka hf., í málinu er hafnað. Andvirði greiðslu að fjárhæð kr. 30.440.000, sem innt var af hendi af hálfu sóknaraðila til þrota­bús V & Þ hf. hinn 8. október 2004, og greiðslu að fjárhæð kr. 51.758.922, sem innt var af hendi af hálfu Vélaborgar ehf. og Gunnars Viðars Bjarnasonar hinn 27. desember 2007, skal ráðstafað upp í almennar kröfur skv. 113. gr. laga nr. 21/1991 um gjald­þrotaskipti o.fl. við úthlutun úr þrotabúi V & Þ hf. með áföllnum vöxtum af hvorri greiðslu fyrir sig frá greiðsludegi til úthlutunardags.

Málskostnaður fellur niður.