Hæstiréttur íslands

Mál nr. 76/2004


Lykilorð

  • Ómerking
  • Heimvísun


Föstudaginn 18

 

Föstudaginn 18. júní 2004.

Nr. 76/2004.

Jóna Siggeirsdóttir

(Karl Axelsson hrl.)

gegn

Landspítala-háskólasjúkrahúsi

(Einar Karl Hallvarðsson hrl.)

 

Ómerking. Heimvísun.

Í forsendum héraðsdóms var ekki tekin rökstudd afstaða til tiltekins þáttar í kröfum J. Þótti héraðsdómur af þeim sökum haldinn slíkum annmörkum að ekki yrði hjá því komist að ómerkja hann og var málinu vísað heim í hérað til munnlegs flutnings og dómsálagningar að nýju.

 

Dómur Hæstaréttar.

Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Gunnlaugur Claessen, Árni Kolbeinsson og Guðrún Erlendsdóttir.

Áfrýjandi skaut máli þessu til Hæstaréttar 17. febrúar 2004. Hún krefst þess aðallega að viðurkennt verði með dómi að ákvörðun stefnda 20. júlí 2001 um niðurlagningu stöðu áfrýjanda sé ógild og að stefndi greiði henni 1.789.067 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt III. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 af nánar tilgreindum fjárhæðum frá 1. september 2000 til 1. júlí 2001, en samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá þeim degi til greiðsludags. Til vara krefst hún þess að stefndi verði dæmdur til að greiða sér 2.635.901 krónu með dráttarvöxtum af nánar tilgreindum fjárhæðum með sama hætti og í aðalkröfu. Að því frágengnu krefst áfrýjandi þess að stefndi verði dæmdur til að greiða sér 609.718 krónur með dráttarvöxtum af nánar tilgreindum fjárhæðum með sama hætti og í aðal- og varakröfu. Þá krefst hún í öllum tilvikum málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti.

Stefndi krefst aðallega staðfestingar héraðsdóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti, en til vara að fjárkröfur áfrýjanda verði lækkaðar og málskostnaður látinn niður falla.

Áfrýjandi er hjúkrunarfræðingur. Eins og nánar er rakið í hinum áfrýjaða dómi starfaði hún á því sviði frá 1977, fyrst á Kleppspítala og síðar á geðdeild Landsspítala. Fór áfrýjandi í námsleyfi í ágúst 1998 og í framhaldi af því í launalaust leyfi til að stunda meistaranám í heilbrigðisfræðum. Hóf hún störf að nýju í ágúst 2000 á Landsspítala-háskólasjúkrahúsi. Hafði þá komið til framkvæmda nýtt launakerfi á grundvelli kjarasamnings og svonefndra aðlögunarsamninga. Í upphafi árs 2000 var starfsemi Sjúkrahúss Reykjavíkur og Ríkisspítala sameinuð undir nafni stefnda. Urðu í framhaldi þess miklar skipulagsbreytingar á starfseminni. Með bréfi 20. júlí 2001 var áfrýjanda tilkynnt að ákveðið hefði verið að breyta starfi hennar og verksviði með nánar tilgreindum hætti. Áfrýjandi féllst ekki á þessar breytingar og taldi í bréfi 23. ágúst sama árs að í þeim fælist í raun niðurlagning fyrra starfs. Þann 23. nóvember sama árs ritaði hún stefnda annað bréf. Kom þar fram að þar sem engin formleg viðbrögð hafi borist við fyrra bréfinu hafi hún gegnt sínu fyrra starfi með óbreyttum hætti og myndi gera það áfram. Stefndi ritaði áfrýjanda bréf 20. desember 2001. Var þar vísað til framagreindra bréfa áfrýjanda og tekið fram að stefndi féllist ekki á að áfrýjandi gegndi áfram fyrra starfi sínu með óbreyttum hætti. Því verði að líta svo á að áfrýjandi hafi með bréfi sínu 23. nóvember 2001 tekið einhliða ákvörðun um að fara ekki að löglegum fyrirmælum stefnda. Sé því litið svo á að áfrýjandi hafi látið af störfum.

Í stefnu til héraðsdóms krafðist áfrýjandi þess aðallega að viðurkennt yrði með dómi að ákvörðun stefnda 20. júlí 2001 um niðurlagningu stöðu áfrýjanda yrði dæmd ógild og stefndi yrði jafnframt dæmdur til að greiða sér 1.789.067 krónur með nánar tilgreindum dráttarvöxtum. Til vara krafðist áfrýjandi þess að stefndi yrði dæmdur til að greiða sér 2.635.901 krónu með nánar tilgreindum dráttarvöxtum. Fjárkröfur áfrýjanda voru tvíþættar bæði í aðal- og varakröfu. Taldi hún annars vegar að staða hennar hafi verið lögð niður með framangreindum aðgerðum stefnda og gerði af þeim sökum fjárkröfur á hendur honum vegna nánar greindra tímabila eftir að hún hætti störfum. Hins vegar krafði hún stefnda um vangreidd laun fyrir tímabilið frá því að hún hóf aftur störf hjá stefnda eftir áðurnefnt leyfi og þar til hún hætti störfum, það er fyrir tímabilið ágúst 2000 til desember 2001. Þessi síðari þáttur var eins í aðal- og varakröfu. Taldi áfrýjandi annars vegar að sér hefði verið raðað ranglega í launaflokk og hins vegar að ranglega hefði verið af sér tekin greiðsla fyrir óunna yfirvinnu, sem hún hefði notið í áratug. Nam þessi þáttur jafnt í aðal- sem varakröfu hennar 609.718 krónum. Var hann studdur sjálfstæðum málsástæðum, sem voru óháðar því hvort fallist yrði á hinn þátt kröfugerðar áfrýjanda, sem byggði á þeirri forsendu að staða hennar hafi verið lögð niður. Tók stefndi sérstaklega til varna í héraði um þennan þátt krafna áfrýjanda.

Í forsendum héraðsdóms er ekki tekin rökstudd afstaða til þess þáttar í kröfum áfrýjanda, sem nánar er lýst hér að framan og lýtur að vangreiddum launum fyrir tímabilið ágúst 2000 til desember 2001. Er héraðsdómur af þeim sökum haldinn slíkum annmörkum að ekki verður hjá því komist að ómerkja hann og vísa málinu heim í hérað til munnlegs flutnings og dómsálagningar að nýju.

Rétt er að hvor aðili beri sinn kostnað af málinu í héraði og fyrir Hæstarétti.

Dómsorð:

Héraðsdómur er ómerktur og málinu vísað heim í hérað til munnlegs flutnings og dómsálagningar að nýju.

Málskostnaður í héraði og fyrir Hæstarétti fellur niður.

 

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 18. nóvember 2003.

 

         Mál þetta var höfðað 26. júní 2002 og var dómtekið 30. júní sl.  Málið var endurflutt 4. nóvember sl. og dómtekið að nýju.

         Stefnandi er Jóna Siggeirsdóttir, Sólvallagötu 34, Reykjavík.

         Stefndi er Landspítali, háskólasjúkrahús, Eiríksgötu 5, Reykjavík.

 

Dómkröfur

         Dómkröfur stefnanda eru aðallega þær að viðurkennt verði með dómi að ákvörðun stefnda þann 20. júlí 2001 um niðurlagningu á stöðu stefnanda sé ógild og að stefndi greiði henni 1.789.067 kr. með dráttarvöxtum samkvæmt III. kafla eldri vaxtalaga nr. 25/1987 með síðari breytingum, af 36.460 kr. frá 1. september 2000 til 1. október 2000, en af 72.920 kr. frá þeim degi til 1. nóvember 2000 en af 109.380 kr. frá þeim degi til l. desember 2000, en af 145.840 kr. frá þeim degi til l. janúar 2001, en af 182.300 kr. frá þeim degi til 1. febrúar 2001, en af 218.760 kr. frá þeim degi l. mars 2001, en af 255.220 kr. frá þeim degi til 1. apríl 2001, en af 291.680 kr. frá þeim degi til 1. maí 2001, en af 328.140 kr. frá þeim degi til l. júní 2001, en af 364.600 kr. frá þeim degi til 1. júlí 2001, en með dráttarvöxtum samkvæmt III. kafla vaxtalaga nr. 38/2001 af  405.453 kr. frá l. júlí 2001 til 1. ágúst 2001, en af 446.306 kr. frá þeim degi til 1. september 2001, en af 487.159 kr. frá þeim degi til 1. október 2001, en af 528.012 kr. frá þeim degi til 1. nóvember 2001, en af 568.865 kr. frá þeim degi til 1. desember 2001, en af 644.718 kr. frá þeim degi til 1. janúar 2002, en af 806.825 kr. frá þeim degi til 1. febrúar 2002, en af 968.932 kr.frá þeim degi til 1. mars 2002, en af 1.131.039 kr. frá þeim degi til 1. apríl 2002, en af 1.293.146 kr. frá þeim degi til l. maí 2002, en af  1.455.253 kr. frá þeim degi til 1. júní 2002, en af 1.617.360 kr. frá þeim degi til 27. júní 2002 en af 1.789.067 kr. frá þeim degi til greiðsludags.

 

2. Til vara að stefndi verði dæmdur til að greiða stefnanda 2.635.901 kr. með dráttarvöxtum samkvæmt III. kafla eldri vaxtala nr. 25/1987 með síðari breytingum, af  36.460 kr. frá 1. september 2000 til 1. október 2000, en af 72.920 kr. frá þeim degi til l. nóvember 2000 en af 109.380 kr. frá þeim degi til 1. desember 2000, en af 145.840 kr. frá þeim degi til 1. janúar 2001, en af 182.300 kr. frá þeim degi til 1. febrúar 2001, en af 218.760 kr. frá þeim degi til 1. mars 2001, en af 255.220 kr. þeim degi til l. apríl 2001, en af 291.680 kr. frá þeim degi til l. maí 2001, en af 328.140 kr. frá þeim degi til 1. júní 2001, en af 364.600 kr. frá þeim degi til l. júlí 2001, en með dráttarvöxtum skv. III. kafla vaxtalaga nr. 38/2001 af 405.453 kr. frá l. júlí 2001 til l. ágúst 2001, en af 446.306 kr. frá þeim degi til 1. september 2001, en af 487.159 kr. frá þeim degi til 1. október 2001, en af 528.012 kr. frá þeim degi til 1. nóvember 2001, en af 568.865 kr. frá þeim degi til 1. desember 2001, en af  609.718 kr. frá þeim degi til l. janúar 2002, en af 806.825 kr. frá þeim degi til 1. febrúar 2002, en af 968.932 kr. frá þeim degi til 1. mars 2002, en af 1.131.039 kr. frá þeim degi til l. apríl 2002, en af 1.293.146 kr. frá þeim degi til 1.maí 2002, en af 1.455.253 kr. frá þeim degi til 1. júní 2002, en af 1.627.260 kr. frá þeim degi til 1. júlí 2002, en af 1.789.367 kr. frá þeim degi til 1. ágúst 2002, en af 1.951.474 kr. frá þeim degi til 1. september 2002, en af 2.113.581 kr. frá þeim degi til 1. október 2002, en af 2.275.688 kr. frá þeim degi til 1. nóvember 2002, en af 2.437.796 kr. frá þeim degi til 1. desember 2002, en af 2.635.901 kr. frá þeim degi til greiðsludags.

        Þá krefst stefnandi í báðum tilvikum málskostnaðar að skaðlausu að teknu tilliti til skyldu til greiðslu virðisaukaskatts.

        Stefndi krefst þess aðallega að hann verði sýknaður af öllum kröfum stefnanda og að stefnanda verði gert að greiða stefnda málskostnað samkvæmt mati dómsins.

         Til vara að kröfur stefnanda verði stórlega lækkaðar og að málskostnaður verði í því tilviki látinn niður falla.

 

Málavextir

         Stefnandi er hjúkrunarfræðingur og hefur starfað á því sviði frá árinu 1977.  Hún hóf störf við Kleppsspítala sem hjúkrunarfræðingur á árinu 1977 og var ráðin hjúkrunarstjóri á göngudeild spítalans 1978.  Kleppsspítali varð geðdeild Ríkis­spítalanna árið 1978 og síðar geðdeild Landspítalans.  Stefnandi var ráðin deildar­stjóri á göngudeild geðdeildar Landspítalans árið 1979 og sinnti því starfi til ársins 1982.  Hún starfaði síðan á deild 33C, geðdeild Landspítalans frá 1984 til ársins 1987.

         Stefnandi starfaði sem verkefnastjóri við geðdeild Landspítalans frá og með 19. apríl 1987.  Samkvæmt ráðningarsamningi dags. 29. apríl 1987 var stefnandi í 40% starfi á deild 33c fyrir og fór úr því starfi í 60% starf sem verkefnastjóri 2.  Stefnandi var sem launþegi með starfsheitið verkefnastjóri 2 í launaflokki 146 samkvæmt kjarasamningi milli fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs og Félags háskólamenntaðra hjúkrunarfræðinga.   Var starfsheitið skilgreint þannig í 7. gr. kjarasamningsins:  „Starfsheitið verkefna­stjóri 2 tekur til starfanna hjúkrunarstjóri, hjúkrunarfræðslustjóri og ráð­gefandi hjúkrunarfræðingur á sérsviði.” 

         Frá árinu 1992 hafði stefnandi fasta yfirvinnu­tíma, alls 25 miðað við fullt starf. 

         Með nýjum kjarasamningi frá 23. febrúar 1995 voru gerðar breytingar á stöðuheiti stefnanda en starfsskyldur voru þær sömu og fyrr.  Í stað starfsheitisins verkefnastjóri 2 kom stöðuheitið stoðhjúkrunarfræðingur III.             

         Í kjarasamningi sem undirritaður var 9. júní 1997 var tekið upp nýtt launakerfi sem gilti frá 1. febrúar 1998.  Samkvæmt þeim kjarasamningi fór stefnandi í launaramma B.     

         Stefnandi fór í námsleyfi 10. ágúst 1998 og í framhaldi af því í launalaust leyfi til 7. ágúst 2000.  Í leyfinu stundaði stefnandi meistaranám í heilbrigðisfræðum í Bandaríkjunum í því skyni að mennta sig og auka færni sína til þeirra starfa sem hún hafði stundað um árabil.  Stefnandi hóf störf að nýju á Landspítala, háskólasjúkrahúsi, í ágúst 2000 og var starfshlutfall hennar þá 60% meðan hún hugðist ljúka ritgerð sem var hluti af meistaranáminu.  Þegar hún kom til baka til starfa, í ágúst 2000, kom í ljós að búið var að afnema fasta yfirvinnutíma sem hún hafði fengið til þess tíma.  Kveður stefnandi það hafa verið gert án nokkurrar tilkynningar eða samráðs við hana.  Hafði hún frá 1987 fengið greidda 25 fasta yfirvinnutíma fyrir fullt starf en 16.5 fyrir 65% starf.

         Með bréfi dags. 20. júlí 2001, undirrituðu af Önnu Stefánsdóttur, hjúkrunarforstjóra og Eydísi Sveinbjarnardóttur, sviðsstjóra á geðsviði stefnda, var stefnanda tilkynnt að breyta ætti starfi hennar.  Í bréfi þessu segir m.a að vegna sameiningar stóru sjúkrahúsanna hafi orðið miklar skipulagsbreytingar á klínísku sviðunum 11 á Landspítala, háskólasjúkrahúsi.  Geðsvið sé þar engin undantekning.  Skipulagsbreytingar þessar hafi m.a. falist í því að fella niður “skorakerfið” og horfa á þjónustuna út frá sérhæfðum og samstæðum einingum þar sem samþjöppun þjónustu og hagræðing sé höfð að leiðarljósi.  Krefjist slíkar breytingar samhliða endurskoðunar á starfssviði hvers og eins starfsmanns.  Hlutverk og starfssvið hvers og eins hjúkrunarfræðings sé því í sífelldri endurskoðun.  Verkefni, áherslur og forgangsröðun breytist með nýjum stjórnendum.

         Í umræddu bréfi kemur einnig fram að stefnandi hafi átt nokkur viðtöl við Önnu Stefánsdóttur, Eydísi Kr. Sveinbjarnardóttur og Björgu Guðmundsdóttur hjúkrunarframkvæmdastjóra á geðsviði LSH, þar sem rætt hafi verið um starfssvið stefnanda á geðsviði LSH.  Þá segir þar einnig að stefnandi hafi átt viðtöl við hjúkrunarforstjóra LSH og sviðsstjóra fræðsludeildar hjúkrunar á LSH þar sem rætt hafi verið við stefnanda um möguleika á störfum innan hjúkrunar LSH.

         Þá segir einnig í umræddu bréfi að í ljósi fyrrnefndra viðræðna svo og út frá forgangsröðun og þörfum geðsviðs LSH, hafi verið ákveðið að breyta starfi stefnanda og verksviði með svofelldum hætti:

“1)  40% vinna við svokallað RAI-verkefni við hönnun og forprófun á spurningalista sem notaður verður á geðsviði við klíniskt mat á skjóstæðingum þess (áætlaður tími 8 mánuðir).  Samstarfshjúkrunarfræðingur verður Guðrún Guðmundsdóttir, hjúkrunarfræðingur.   

2)  20% klínísk dagvinna á D 11, endurhæfingardeild á Landspítala að Kleppi, í samráði við deildarstjóra þar.  Endurhæfingin á geðsviði verður í hugmynda­fræðilegri endurskoðun á haustmisseri 2001, vinnubrögð, áherslur, sérhæfing innan endurhæfingar o.s.frv.  Rai matið verður forprófað á skjólstæðingum á D-11.

3)  Sumar 2002, júní, júlí og ágúst.  Klínísk vinna á D 11. 

4)  Starfssvið/starfslýsing endurskoðast aftur fyrir 1. september 2002. 

5)  Starfsheiti er hjúkrunarfræðingur.

6)  Sviðsstjóri felur hjúkrunar­fræðingi hlutverk og verkefni í ljósi þróunar á sviði og þörfum hverju sinni.”

         Í téðu bréfi var um heimildir til breytinga á starfi og verksviði vísað m.a. til 19. gr. laga nr. 70/1997 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins (stml.).  Breytingin átti að taka gildi 1. nóvember 2001.

         Með bréfi til stjórnar Landspítala, háskólasjúkrahúss, frá 23. ágúst 2001, mótmælti stefnandi fyrirhuguðum breytingum og taldi að með þeim væri verið að leggja niður starf sem hún hefði gegnt sem verkefnastjóri 2 og síðar stoðhjúkrunarfræðingur III og væri því um að ræða brot á samningi milli hennar og spítalans frá apríl 1987.  Stefnandi mótmælti að 19. gr. stml. ætti við um hana og krafðist, með vísan til 5. mgr. ákvæðis til bráðabirgða stml., biðlauna í 12 mánuði eða skaðabóta sem samsvöruðu 12 mánaða launum.  Ítrekaði stefnandi svo sjónarmið sín með bréfi, dags. 23. nóvember 2001, og tilkynnti að þar sem engin formleg afgreiðsla hefði borist við erindi hennar frá 23. ágúst þá mundi hún gegna fyrra starfi sínu áfram með óbreyttum hætti.

         Með bréfi, dags. 20. desember 2001, var sjónarmiðum stefnanda hafnað og henni m.a. tilkynnt að litið væri svo á af hálfu Landspítala, háskólasjúkrahúss, að stefnandi hefði látið af störfum og jafnframt var tilkynnt að launagreiðslur til stefnanda hefðu verið stöðvaðar.

         Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga sendi stefnda bréf, dags. 17. apríl 2002, og krafðist þess að laun stefnanda yrðu leiðrétt.  Kom fram í bréfinu að félagið teldi að stefnandi ætti rétt á greiðslu fyrir fasta yfirvinnu en sú greiðsla hafi verið felld niður þegar stefnandi kom til baka til vinnu þann l. ágúst 2000.  Enn fremur var krafist leiðréttingar á skekkju í launagreiðslu þar sem stefnanda höfðu verið greidd laun á grundvelli launaflokks B8 en ekki B10 eins og ráðningarsamningur frá 3. ágúst 2000 kvæði á um.  Svör bárust ekki við þessu bréfi.

         Varðandi málsatvik bendir stefndi á að stefnandi hafi starfað hjá stefnda, Ríkisspítölum, síðar Landspítala-háskólasjúkrahúsi, um árabil.  Var stefnandi ráðin í starf hjúkrunarfræðings hjá stefnda á árinu 1977 og hafi starfað sem slík sína starfstíð.  Stefnandi hafi verið ráðin til stefnda á grundvelli ráðningarsamnings og hafi gagnkvæmur uppsagnarfrestur verið 3 mánuðir.  Hafi þó orðið nokkur hlé á störfum stefnanda á þessu tímabili, meðal annars vegna viðbótarnáms.

         Stefnandi hafi sinnt margvíslegum verkefnum í starfi sínu hjá sjúkrahúsinu.  Með yfirlýsingu aðila, frá 29. apríl 1987, hafi verið gerð breyting á starfi stefnanda, eins og áður er rakið. Vekur stefndi athygli á því að bæði stefnandi og stefndi hafi ritað undir sérstaka yfirlýsingu til launadeildar um breytingar á starfi stefnanda.

         Stefnandi hafi starfað á geðdeild Ríkisspítala, síðar stefnda, frá því tímamarki. Hafi verkefni þau sem stefnandi hafi sinnt verið með sambærilegum hætti allt frá þeim tíma en þó tekið mið af sérstökum aðstæðum hverju sinni.  Hafi stefnandi á því tímabili sinnt klínískum störfum sem og margvíslegum rannsóknum og verkefnum sem varði starfsemina.  Er þá sérstaklega bent á að sú tilhögun samrýmist inntaki og eðli hjúkrunarstarfs á sjúkrahúsi stefnda.

         Um áratuga skeið hafi venjur og hefðir myndast um tilhögun og fyrirkomulag klínískra starfa sem og rannsóknarstarfa hjúkrunarfræðinga, og annarra sérfræðinga hjá stefnda.  Á liðnum árum hafi forsvarsmenn sjúkrahússins hvatt hjúkrunarfræðinga, sem og aðra sérfræðinga sjúkrahússins, til að sinna rannsóknar­störfum samhliða klínískum störfum á vegum stofnunarinnar.  Í viðleitni sinni til að stuðla að framangreindum markmiðum hafi sjúkrahúsið leitast við að hliðra til fyrir hlutaðeigandi starfsmönnum varðandi starfshlutfall, starfsaðstöðu auk þess sem leitast hafi verið við að styðja við rannsóknir starfsmanna sjúkrahússins með fjárframlögum o.fl.  Af hálfu Ríkisspítala, síðar stefnda, hafi ávallt verið leitast við að samtvinna klínísk störf og rannsóknarstörf hjúkrunarfræðinga.  Þannig hafi sjúkrahúsið almennt leitast við að fela hjúkrunarfræðingum rannsóknarverkefni samhliða föstu starfshlut­falli í klínískum störfum eða einvörðungu framkvæmd rannsóknarverkefna og þá tímabundið.  Framangreind stefna sjúkrahússins hafi annars vegar miðað að því að tryggja að hlutaðeigandi starfsmenn viðhaldi klínískri þekkingu sinni og hins vegar að tryggja rannsóknarvirkni svo og viðgang sérfræðilegra rannsókna innan sjúkrahússins. Sama gildi um stjórnendur sjúkrahússins og séu ýmis dæmi þess að t.d. sviðsstjórar lækninga og hjúkrunar og jafnvel lækningaforstjórar og hjúkrunarforstjórar sinni klínískum störfum samhliða stjórnunarstörfum. 

         Á árinu 1998 hóf stefnandi meistara­nám í heilbrigðisfræðum í Bandaríkjunum og hafi hún fengið námsleyfi frá 10. ágúst 1998 að telja og launalaust leyfi í kjölfar þess til byrjun ágústmánaðar 2000.  Stefndi hafi þannig leitast við að hliðra til fyrir stefnanda í samræmi við hennar persónulegu þarfir og að afloknu leyfi hafi stefnandi gegnt hlutastarfi hjá sjúkrahúsinu og með því hafi henni verið gert kleift að ljúka námi.  Af hálfu stefnda er athygli vakin á því að fjöldi annarra starfandi hjúkrunarfræðinga hafi stundað framhaldsnám og öðlast viðbótar­menntun.

         Frá upphafi starfs stefnanda hjá stefnda hafi starf stefnanda ávallt tekið mið af aðstæðum, þörfum og áherslum sjúkrahússins á hverjum tíma.  Hafi sama gilt um aðra starfandi hjúkrunarfræðinga hjá stefnda.  Starfsheiti stefnanda hafi á sama hátt tekið mið af gildandi kjarasamningum á hverjum tíma en starfsheiti sérhvers hjúkrunarfræðings samkvæmt ákvæðum kjarasamnings hafi í reynd ekki afdráttar­laust ráðið fyrir um verksvið hlutaðeigandi hverju sinni.

         Í upphafi árs 2000 hafi starfsemi Sjúkrahúss Reykjavíkur og Ríkisspítala verið sameinuð í einni stofnun undir nafni stefnda.  Í kjölfar sameiningarinnar hafi hafist breytingar sem fólust í sameiningu deilda svo og samþættingu starfseminnar að öðru leyti.  Á árinu 2001 hafi Eydís K. Sveinbjarnardóttir verið ráðin nýr sviðsstjóri á geðsviði sjúkrahússins. Hafi hún, ásamt Björgu Guðmundsdóttur, hjúkrunar­framkvæmda­­stjóra, hafið viðræður við stefnanda um starf hennar hjá stefnda.  Viðræður þessar hafi staðið um nokkurra mánaða skeið og af hálfu fulltrúa stefnda hafi verið leitast við að móta sameigin­legar tillögur með stefnanda um breytingar á starfi hennar.  Stefnandi hafi hafnað öllum tillögum þessa efnis svo og frekari viðræðum um breytingar á starfi hennar.  Þá hafi Anna Stefánsdóttir, hjúkrunarforstjóri stefnda, átt viðræður við stefnanda og boðið henni meðal annars starf á fræðasviði.  Stefnandi hafi enn fremur hafnað öllum slíkum boðum frá stefnda. Virðist afstaða stefnanda hafa grundvallast á því að henni væri falið að gegna tilteknum rannsóknarverkefnum og hún hygðist ekki gegna klínískum störfum í náinni framtíð.  Framangreind afstaða hennar hafi verið í andstöðu við almenna stefnu sjúkrahússins og vilja sviðsstjóra geðsviðs sjúkrahússins.  Að afloknum fundum aðila hafi verið ljóst að stefnandi hygðist ekki taka þátt í mótun breytinga á starfi hennar og jafnframt að hún hafi ekki verið til samstarfs um gerð tiltekinna breytinga.  Öll störf eða breytingar á störfum sem stefndi og stefnandi hafi átt viðræður um hafi tekið til starfa samkvæmt skilgreiningu B-ramma í gildandi kjarasamningi.

         Á árinu 1997 hafi fjármálaráðherra, fyrir hönd ríkissjóðs, gert kjarasamning við Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga. Í nefndum kjarasamningi hafi verið kveðið á um gerð breytinga á launakerfi félagsmanna og skyldi það nánar útfært í sérstökum samningi skipaðrar aðlögunarnefndar hlutaðeigandi vinnuveitanda og stéttarfélags.  Með tilkomu nýs launakerfis hafi verið stefnt að því að færa föst laun sem næst mánaðarlaunum og auka hlut dagvinnulauna og draga úr yfirvinnu án þess að dregið væri úr vinnuskilum.  Þessu markmiði hafi meðal annars verið náð með því að færa fastar yfirvinnugreiðslur yfir í dagvinnulaunataxta.  Þann 30. júní 1998 hafi verið undirritaður samningur á milli Ríkisspítala og Sjúkrahúss Reykjavíkur annars vegar og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga hins vegar.  Samhliða samkomulagi aðila um nýtt launakerfi hafi verið gert samkomulag um nýtt framgangskerfi hjúkrunarfræðinga.  Í reynd hafi það verið svo að framangreindir samningar miðuðu í senn að því að lagfæra launakjör félagsmanna í Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga og eftir atvikum samræma kjör þeirra því sem aðrir hópar, sem hafi sambærilega menntun og sambærilegar starfsskyldur, hafi notið.  Þá er bent á að í nefndum samningum aðila hafi enn fremur verið ákveðið að fella brott öll starfsheiti.

        Fyrrgreindir samningar á milli stefnda og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga hafi verið undirritaðir að undangengnum viðræðum aðila en áður hafði nokkur fjöldi hjúkrunarfræðinga sagt upp störfum vegna óánægju með launakjör.  Í fyrrgreindum samningum sé kveðið á um greiðslu launa samkvæmt þremur launarömmum, launa­rammi A, (lfl. A1-A16), launaramma B (lfl. B1-B17) og launaramma C (lfl. C1­C 16).  Á bak við sérhvern launaramma hafi verið skilgreiningar um starfssvið hlutaðeigandi starfsmanna.  Þrátt fyrir tilgreindar skilgreiningar á launarömmum svo og með vísan til aðdraganda gerðar samninga stefnda við Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hafi svo farið að allir starfandi hjúkrunarfræðingar innan Landspítala-háskólasjúkrahúss, fái greidd laun samkvæmt B eða C ramma.  Bendir stefndi á í því sambandi að skilgreining á bak við einstaka launaramma sé því í reynd ekki lýsandi fyrir verksvið og/eða starfs­skyldur sérhvers starfsmanns heldur beri að líta til raunverulegra verkefna og starfsskyldna í hverju einstöku tilviki.  Beri í því sambandi að líta til þess að sérhver starfsmaður starfi samkvæmt sérstakri starfslýsingu frá stefnda.

         Með bréfi stefnda til stefnanda, dags. 20. júlí 2001, hafi stefnanda verið tilkynnt um breytingar á starfssviði hennar.  Er efni þess rakið hér að framan.  Með bréfi stefnanda til stefnda, dags. 23. ágúst 2001, hafi stefnandi lýst því yfir að hún teldi sér ekki fært að taka við starfi því sem henni hafði verið boðið.  Jafnframt hafi stefnandi lýst því yfir að hún teldi stefnda óheimilt að gera breytingar á starfssviði hennar og að starf hennar hefði verið lagt niður og henni hafi á sama tíma ekki verið boðið annað sambærilegt starf.

         Svo hafi farið að stefnandi hafi ekki sinnt verkefnum og störfum í samræmi við breytingar sem gerðar höfðu verið á starfi hennar.  Í september og októbermánuði hafi farið fram viðræður á milli stefnanda og stéttarfélags stefnanda annars vegar og stefnda hins vegar.  Í viðræðum aðila hafi verið leitast við að finna lausn á málinu og meðal annars hafi verið eftir því leitað af hálfu stefnda að stefnandi starfaði áfram innan stofnunarinnar.  Með bréfi stefnanda til stefnda, dags. 23. nóvember 2001, hafi stefnandi áréttað það viðhorf sitt að engin lagaheimild stæði til þess að breyta starfi hennar og í raun hefði starf hennar verið lagt niður.  Í bréfi stefnanda sagði enn fremur að hún hygðist gegna áfram því starfi sem hún hefði verið ráðin til, með óbreyttum hætti.  Með bréfi stefnanda hafi fylgt vinnuskýrsla fyrir nóvembermánuð og af henni hafi ótvírætt mátt ráða fyrir um afstöðu hennar, en með öllu sé óljóst um hvaða vinnu þar gat verið að ræða.  Með bréfi stefnda til stefnanda, dags. 20. desember 2001, hafi verið upplýst, með vísan til bréfs stefnanda frá 23. nóvember 2001, að stofnunin liti svo á að stefnandi hefði tekið einhliða ákvörðun um að láta af störfum hjá stofnuninni og því hefðu launagreiðslur verið stöðvaðar og orlof gert upp.  Segi í bréfi að stefnandi hafi hætt störfum hjá stefnda að eigin ósk og væri harmað að starfslok skyldi bera að með þessum hætti.

         Af hálfu forsvarsmanna stefnda hafi verið leitast við að hafa samráð við stefnanda um gerð breytinga á starfssviði hennar í samræmi við breytingar á starfsskipulagi, sérstakar þarfir stofnunar svo og aðrar áherslur í starfsemi hennar.  Þessi sjónarmið hafi í reynd verið viðurkennd af stefnanda, sbr. bréf stefnanda til stefnda, dags. 23. ágúst 2001.  Þá sé enn fremur áréttað að margir fundir hafi verið haldnir með stefnanda til að leita leiða til að gera breytingar á starfi stefnanda enda hafi það verið gegn vilja stefnda að stefnandi léti af störfum hjá stefnda.

 

Málsástæður stefnanda og lagarök

Aðalkrafa

Ógilding á niðurlagningu stöðu stefnanda

         Stefnandi byggir aðalkröfu sína á því að málsmeðferð Landspítalans, háskólasjúkrahúss, við niðurlagningu á stöðu stefnanda hafi verið verulegum annmörkum háð og ákvörðun stefnda um að fella niður stöðu stefnanda sé ógild af þeim sökum.  Breyting og niðurlagning stöðu sé stjórnvaldsákvörðun og verði því að gæta að málsmeðferðarreglum stjórnsýslulaga við slíka ákvarðanatöku.  Andmæla­réttur stefnanda hafi verið fyrir borð borinn, en stefnanda hafi ekki verið gefinn kostur á að koma sínum sjónarmiðum á framfæri vegna fyrirhugaðra breytinga.  Enn fremur líti stefnandi svo á að gera hefði mátt aðrar ráðstafanir til að ná þeim markmiðum sem að var stefnt með breytingum á stöðu hennar.  Ljóst sé að sú breyting sem gera átti á stöðu stefnanda, og fól í raun í sér niðurlagningu stöðunnar, sé íþyngjandi og aðrar og vægari leiðir hafi verið tækar til að ná fram forgangsröðun og þörfum geðsviðs stefnda sem að hafi verið stefnt með breytingunum.

         Þar sem ákvörðun um niðurfellingu stöðu stefnanda sé ógild beri að líta svo á að ekki hafi verið tekin lögmæt ákvörðun um niðurfellingu á stöðu stefnanda.  Leiði því af sjálfu sér að stefnandi eigi rétt til launa enn þann dag í dag.  Sé því krafist launa frá niðurfellingu stöðunnar og fram að þingfestingardegi en allur réttur sé áskilinn til að krefja um frekari laun eftir það tímamark.  Sé miðað við launaflokkinn B 10, sem hafi verið launaflokkur stefnanda þegar staðan var lögð niður að viðbættum launum fyrir óunna yfirvinnu sem stefnandi hafi átt rétt á á því tímamarki.  Samtals nemi greiðslur vegna þessa 1.134.749 kr. eða 162.107 kr. í sjö mánuði.

        Enn fremur sé krafist desemberuppbótar að fjárhæð 35000. kr. með gjalddaga 1. desember 2001 sem stefnandi hafi átt rétt á samkvæmt ákvæði 1.7. í kjarasamningi fjármálaráðherra og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga sem undirritaður hafi verið 25. júlí 2001.  Orlofsuppbótar að fjárhæð 9.600 kr. sé krafist fyrir árið 2001 á grundvelli greinar 4.2 í sama kjarasamningi með gjalddaga á þingfestingardegi.

 

Krafa um vangreidd laun

         Þá krefur stefnandi stefnda um vangreidd laun á tímabilinu ágúst 2000 til desember en þá hafi hún fengið greidd laun á grundvelli annars launaflokks en gildandi ráðningar­samningur hafi kveðið á um auk þess sem hún hafi ekki fengið greitt fyrir óunna yfirvinnu eins og hún hafi átt rétt á.  Frá 1. ágúst 2000 hafi stefnandi átt að fá greiðslu samkvæmt launaflokki B 10, eins og hún hafi átt rétt á samkvæmt breytingum á ráðningarsamningi, dags. 3. ágúst 2000, sem hafi átt að gilda frá 8. ágúst það ár.  Stefnandi hafi hins vegar fengið greitt samkvæmt launaflokki B 8.  Stefnandi byggi kröfur sínar á því að hún eigi rétt á að fá greiddan mismuninn á þessum tveimur launaflokkum frá 1. ágúst og þar til hún hætti störfum.  Stefnandi hafi átt rétt á greiðslu launa samkvæmt launaflokki B 10 að fjárhæð 1.920.681. kr. en hafi fengið greitt samkvæmt B 8 1.809.635. kr.  Mismunarins, alls 111.046. kr., sé krafist í máli þessu. 

         Samkvæmt framlögðum gögnum málsins hafi stefnandi frá 1992 þegið laun fyrir óunna yfirvinnu.  Krafa stefnanda um vangreidd laun byggist á rétti hennar til greiðslu óunninnar yfirvinnu sem hafi verið tekin af henni án nokkurs fyrirvara eða umræðna við hana á tímabilinu frá 1. ágúst 2000 og þar til hún hætti störfum í nóvember 2001.  Hafi því verið um að ræða brot á launatengdum réttindum hennar sem hún hafi notið í áratug.  Verði að líta svo á að samningi hennar hafi verið rift að hluta án nokkurrar yfirlýsingar þess efnis og jafngildi það í raun fyrirvaralausri brottvikningu hennar úr starfi því sem hún gegndi.  Með þeirri ákvörðun stefnda hafi aflahæfi hennar verið skert fyrirvaralaust en aflahæfi einstaklinga njóti verndar í stjórnarskrá, sbr. 72. gr. stjórnarskrárinnar.  Ákvörðun um að fella niður laun hennar hafi verið stjórnvaldsákvörðun.  Í engu hafi þó verið fylgt reglum stjórnsýslulaga við þá ákvörðunartöku.  Þau laun, fyrir óunna yfirvinnu, sem stefnandi hafi átt rétt á, séu alls 498.672. kr. og því sé krafa stefnanda um greiðslu vangreiddra launa alls 609.718. kr.

 

 

 Sundurliðun aðalkröfu

         Aðalkrafa stefnanda sundurliðast því sem hér segir:

         Laun og aðrar greiðslur frá niðurfellingu stöðu:

         7 x 162.107. kr.              1.134.749. kr.

         Desemberuppbót                                35.000. kr.

         Orlofsuppbót        9.600. kr.

         = 1.179.349. kr.

 

         Vangreidd laun:

         Vegna mismunar á launaflokkum        111.046. kr.

         Óunnin yfirvinna                         498.672. kr.

         = 609.718. kr.

                                                  =1.789.067. kr.

 

         Kröfur stefnanda um vangreidd laun hafi gjaldfallið á því tímamarki þegar hún hafi átt rétt á greiðslu þeirra, þ.e. mánaðarlega frá ágúst 2000 til desember 2001.  Gert sé ráð fyrir að kröfur um greiðslu launa frá niðurfellingu stöðu stefnanda gjaldfalli á því tímamarki þegar stefnandi hafi átt rétt á greiðslu launanna, þ.e. mánaðarlega frá niður­fellingu stöðunnar til þingfestingardags.

 

Varakrafa

         Varakrafa stefnanda samanstandi af kröfu um vangreidd laun eins og aðalkrafa kveði á um og að stefnandi eigi auk þess rétt á biðlaunum í 12 mánuði frá því starf hennar var lagt niður.  Að auki sé krafist kjarasamningsbundinna réttinda hennar um desemberuppbót og orlofsuppbót ofan á biðlaunin.

        Stefnandi reisir varakröfu sína um biðlaun á því að starf hennar, sem skilgreint hafi verið sem verkefnastjóri 2 og síðar stoðhjúkrunarfræðingur III, hafi verið lagt niður.  Samkvæmt 5. mgr. ákvæðis til bráðabirgða starfsmannalaga nr. 70/1996, eigi starfs­maður, sem skipaður hafi verið eða ráðinn í þjónustu ríkisins fyrir gildistöku laganna og fallið hafi undir lög nr. 38/1954, rétt til bóta er nemi launum í tólf mánuði ef hann hefur verið í þjónustu ríkisins í meira en 15 ár og starf hans er lagt niður.  Stefnandi hafi verið í þjónustu ríkisins frá árinu 1977 og falli því undir ákvæðið til bráðabirgða stml.  Stefnanda hafi ekki verið boðið, og þar af leiðandi ekki hafnað, sambærilegu starfi sem sé skilyrði fyrir takmörkun á biðlaunarétti hennar samkvæmt 34. gr. stml.

            Af hálfu stefnanda er á því byggt að starf hennar hafi verið lagt niður í skilningi stml.  Hið nýja starfssvið stefnanda, sem tilkynnt hafi verið með bréfi spítalans, dags. 20. júlí 2001, feli í sér svo veruleg frávik frá þeirri skilgreiningu á starfi hennar sem fram komi í samningum 14. apríl 1987 og 23. febrúar 1995 að augljóst sé að fyrra starf hennar sé ekki til staðar eftir breytingarnar.  Þær breytingar sem gerðar hafi verið á starfi stefnanda jafngildi því að starfið hafi verið lagt niður.  Stefnanda hafi verið ætlað að vinna að 1/3 að klínískri vinnu og 3 mánuði um sumarið.  Jafngildi það yfir helmingstíma í klínískri vinnu yfir tímabilið sem samningur um hina nýja vinnu hafi átt að standa.  Sé því ljóst að starf hennar hafi verið fellt niður um helming auk þess sem vinna við svokallað RAI verkefni feli enn fremur í sér breytingu sem jafna megi til niðurlagningar stöðu stefnanda.  Sé því ekki hægt að hafna rétti stefnanda til biðlauna á þeim grundvelli að um breytingar á stöðu hennar sé að ræða í skilningi 19. gr. stml.  Við niðurfellingu stöðunnar, sem reyndar hafi verið kölluð breyting með vísan til 19. gr. stml., hafi ekkert samráð verið haft við stefnanda.  Verði að líta svo á að það sé skylt að hafa samráð við starfsmann þegar breytingar séu gerðar á stöðu hans samkvæmt 19. gr. stml.

         Til að um breytingar á stöðu geti verið að ræða í skilningi 19. gr. stml. verði starfið að vera sambærilegt því sem það var fyrir breytingar.  Stefnandi byggir kröfur sínar m.a. á því að sú staða sem henni var boðin 20. júlí 2001 hafi ekki verið sambærileg þeirri stöðu sem hún hafði gegnt um árabil.  Hafi hún því með því að hafna nýju stöðunni í engu misst rétt sinn til að fá greidd biðlaun.  Sönnunarbyrðin um að starfið sé sambærilegt hinu fyrra hvíli á stefnda og verði miðað við það tímamark hvernig breytingin horfði við stefnanda þegar henni hafi verið boðið hið nýja starf.

         Stefnandi hafi verið hjúkrunarfræðingur hjá íslenska ríkinu frá 1977 og uppfylli því skilyrði til að fá biðlaun sín greidd í 12 mánuði.  Starf hennar hafi verið lagt niður frá og með 1. nóvember sl. og eigi hún því rétt á biðlaunum frá þeim tíma, sbr. l. mgr. 34. gr. stml.  Hafi hún ekki gegnt öðru starfi síðan, hvorki í þjónustu ríkisins eða annars aðila, og verði bætur hennar skv. 5. mgr. til bráðabirgða stml. ekki takmarkaðar af þeim sökum.

         Svo sem komi fram hér að framan hafi stefnandi verið í 60% starfi þegar starf hennar var lagt niður og miðist stefnufjárhæðin í máli þessu við bætur sem nemi biðlaunum miðað við 60% starf ásamt óunninni yfirvinnu sem stefnandi hafi átt rétt á við niðurfellingu stöðunnar.  Stefnandi hafi verið í launaflokki B 10 þegar starf hennar hafi verið lagt niður og eigi því rétt á greiðslu að fjárhæð 128.695 kr. fyrir hvern mánuð.  Yfirvinnutímar fyrir 60% starf nemi 33.412 kr. og sé því um að ræða biðlaun eða bætur samkvæmt 5. mgr. ákvæðis til bráðabirgða stml. að fjárhæð 194.528. kr.

         Enn fremur sé krafist desemberuppbótar á árinu 2001 sem stefnandi hafi átt rétt á  samkvæmt ákvæði 1.7 í kjarasamningi fjármálaráðherra og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga sem undirritaður hafi verið 25. júlí 2001.  Orlofsuppbótar sé krafist fyrir árið 2002 á grundvelli greinar 4.2 í sama kjarasamningi.

Krafa um vangreidd laun

         Varakrafa stefnanda um vangreidd laun sé rökstudd með sama hætti og aðalkrafan um vangreidd laun og vísist til umfjöllunar um aðalkröfuna.

         Varakrafa stefnanda í máli þessu vegna vangreiddra launa og réttar til biðlauna sundurliðist því í heild sem hér segi:

 

         Biðlaun í 12 mánuði að viðbættum yfirvinnutímum og desemberuppbót:

         12 x 128.695 kr.     1.544.340 kr.

         12 x 33.412 kr.     400.943 kr.

desemberuppbót 2001 og 2002 71.000 kr.

orlofsuppbót 2002 9.900 kr.

         = 2.026.183 kr.

 

         Vangreidd laun:

         Vegna mismunar á launaflokkum 111.046 kr.

         Óunnin yfirvinna 498.672. kr.

          = 609.718 kr.

                                      =2.635.901 kr.

 

         Stefnandi reisir kröfur sínar um dráttarvexti af biðlaunum á því að þær greiðslur hafi gjaldfallið er starf hennar var lagt niður.  Kröfur um vangreidd laun hafi gjaldfallið þegar þær greiðslur voru vanefndar, þ.e. frá 1. ágúst 2000 til 1. desember 2001.

        Vísað sé til 5. mgr. ákvæðis til bráðabirgða stml. um réttinn til biðlauna í 12 mánuði.  Enn fremur sé vísað til 2. mgr. 75. gr. stjórnarskrárinnar.  Um annmarka á málsmeðferð vísar stefnandi til málsmeðferðarreglna stjórnsýslulaga nr. 37/1993, einkum 10., 12. og 13. gr. laganna.  Stefnandi reisir kröfur sínar um dráttarvexti á III. vaxtalaga nr. 25/1987 og III. kafla laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001.  Um málskostnaðarkröfu er vísað til ákvæða í XXI. kafla laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála.

 

Málsástæður stefnda og lagarök

         Stefndi telur í upphafi rétt að vekja athygli á atriðum varðandi málatilbúnað stefnanda og hugsanlegar frávísunarástæður.  Aðalkrafa stefnanda feli í sér viðurkenningarkröfu og fjárkröfu.  Viðurkenningarkrafa stefnanda feli í sér málsástæðu þar sem ágreiningsefni málsins sé forsenda, þ.e. að ákvörðun stefnda frá 20. júlí 2001 hafi verið „niðurlagning stöðu stefnanda”.  Þessu sé mótmælt af hálfu stefnda enda hafi ekki verið tekin ákvörðun um að leggja niður starf eða stöðu stefnanda.  Framsetning kröfugerðar af hálfu stefnanda með þessum hætti feli í sér að vísa ber henni sjálfkrafa frá dómi.  Fjárkrafa stefnanda sé hins vegar krafa til greiðslu launa, sem rökstudd sé á mismunandi hátt, sem afleiðing af því að ógildingarkrafa yrði tekin til greina, með því að henni hafi á tilteknu tímabili ekki verið skipað í réttan launaflokk og hafi að auki átt rétt á greiðslum fyrir „óunna yfirvinnu”.  Þá sé krafist biðlauna til vara.  Fjárkröfur málsins kunni því einnig að vera haldnar annmörkum sem leiði til frávísunar, þar sem þær séu a.m.k. að stórum hluta rökstuddar í beinum tengslum við viðurkenningarkröfu, sem vart geti talist dómhæf.  Fjárkröfur stefnanda kunni einnig að vera vanreifaðar þar sem lýsing þeirra og stofnunartími sé óljós.  Engin grein sé gerð fyrir því á hvaða grundvelli stefnandi telji að kröfur til desemberuppbótar eða orlofsuppbótar séu vanefndar.

        Af hálfu stefnda byggist sýknukröfur á því að staða stefnanda hafi í reynd ekki verið lögð niður heldur hafi stefndi einungis beitt lögvarinni heimild sinni til að gera breytingar á starfssviði stefnanda.  Um heimild sína til að gera breytingar á starfssviði stefnanda vísi stefndi til 19. gr. laga nr. 70/1996.  Stefnda hafi, á grundvelli þess ákvæðis, verið heimilt að gera breytingar á starfssviði stefnanda og hafi breytingin verið gerð að höfðu samráði við stefnanda.  Stefnanda hafi verið skylt að hlíta breytingum en hafi ella haft lögvarinn rétt til að segja upp starfi sínu.  Stefnanda hafi  ítrekað verið veitt færi á að koma að sjónarmiðum sínum í tengslum við umræddar breytingar.  Hafi stefndi í raun haft samráð og samstarf við stefnanda um fyrirhugaðar breytingar langt umfram skyldu þar að lútandi.  Vísist meðal annars um það atriði til funda sem haldnir hafi verið með samningsaðilum, bæði funda stefnanda og Eydísar K. Sveinbjarnardóttur sviðs­stjóra og Bjargar Guðmundsdóttur hjúkrunar­framkvæmdastjóra svo og funda með stefnanda og stéttarfélagi hennar í september- og októbermánuði.  Stefnanda hafi gefist mörg tækifæri til að koma að sjónarmiðum sínum viðvíkjandi fyrirhugaðar breytingar og hafa áhrif á efni þeirra.  Sé óhjákvæmilegt að mótmæla fullyrðingum af hálfu stefnanda um annað sem röngum.  Hafi stefnandi í bréfum sínum til stefnda staðfest að fundað hafi verið með henni vegna fyrirhugaðra breytinga á starfi hennar.  Framangreindu til viðbótar byggir stefndi á því að ákvörðun um breytingar á starfssviði stefnanda hafi ekki verið stjórnvaldsákvörðun í skilningi laga nr. 37/1993.  Ákvarðanir um niðurlagningu á starfi opinbers starfsmanns séu það almennt ekki heldur.  Í því sambandi bendi stefndi á að lög nr. 70/1996 eru sérlög bæði varðandi efni svo og alla málsmeðferð varðandi ríkisstarfsmenn.  Samkvæmt því eigi ákvæði laga nr. 37/1993, stjórnsýslulög, ekki við samkvæmt efni sínu varðandi ákvarðanir sem teknar séu á grundvelli hlutaðeigandi laga.  Þá bendi stefndi á í því sambandi að ákvörðun um breytingu á starfi hafi á engan hátt verið íþyngjandi.  Stefndi hafi engu að síður gætt allra grundvallarreglna stjórnsýsluréttar við töku ákvörðunar um að breyta starfssviði stefnanda og í reynd umfram skyldu.  Verði talið að ákvæði laga nr. 37/1993 eigi við eða óskráðar reglur stjórnsýsluréttar, hafi ákvörðun stefnda eða undirbúningur hennar á engan hátt verið í andstöðu við þær.

         Af hálfu stefnda er því mótmælt sem röngu að breytingar á starfssviði stefnanda hafi verið verulegar og fyrirvaralausar.  Byggir stefndi á því að starf það, sem stefnanda var falið að gegna að afloknum breytingum, hafi fyllilega verið sambærilegt því sem stefnandi hafði áður gegnt.  Þá sé engum vafa undirorpið að starfið hafi verið stefnanda fyllilega samboðið með tilliti til menntunar, starfsreynslu o.fl.  Stefnanda hafi verið gert að gegna klínískum störfum samhliða rannsóknarverkefnum og sé sú tilhögun sambærileg við það sem tíðkist um alla starfandi hjúkrunarfræðinga sem starfi hjá stefnda.  Þá skuli sérstaklega áréttað að stefnandi hafi aldrei í starfi sínu hjá stefnda, hvorki með starfsheiti „verkefnisstjóri” né „stoðhjúkrunarfræðingur III” eða öðrum starfsheitum haft mannaforráð með höndum.  Skuli sérstaklega áréttað að umfjöllun stefnanda í stefnu um starfsheiti og skilgreiningar starfsheita í kjarasamningi sé í reynd villandi og eigi sér ekki stoð í ráðningarsambandi milli aðila sem við lýði var.  Þannig hafi starfsheiti stefnanda í reynd aldrei haft að geyma tæmandi lýsingar á starfsskyldum hennar enda hafi komið fram í framlögðum gögnum stefnanda að starfsskyldur hafi að meginstefnu til haldist óbreyttar hvað svo sem starfsheitum hennar hefur liðið á hverjum tíma.  Hafi starfsheiti stefnanda í reynd fremur miðað að því að umbuna hlutaðeigandi í launalegu tilliti.

         Af hálfu stefnda er því enn fremur mótmælt sem röngu og órökstuddu að breyting sú sem gerð var á starfi stefnanda hafi verið íþyngjandi og aðrar vægari leiðir hafi verið tækar til að ná fram forgangsröðun og þörfum geðsviðs sem stefnt hafi verið að með breytingum.  Byggir stefndi á því að ákvörðun um breytingar á starfssviði stefnda hafi ekki haft í för með sér niðurlagningu á starfi stefnanda.  Í því sambandi bendi stefndi á að stefnandi hafi um árabil gegnt klínískum störfum sem og rannsóknar­störfum á vegum sjúkrahússins og við lok starfa hennar hafði hún gegnt 60% starfi sem að meginstefnu til hafi falist í rannsóknarverkefnum.  Ákvörðun stefnda miðaði að því að blanda saman klínískum störfum og rannsóknarstörfum, líkt og hjá öðrum starfandi hjúkrunarfræðingum, auk þess sem ákveðið hafi verið að framkvæma áherslubreytingar varðandi val á rannsóknarverkefnum.

        Stefndi byggi einnig á því að skýra beri ákvæði laga nr. 70/1996 um rétt vegna niðurlagningar starfs þröngt þannig að í vafatilvikum verði að telja ákvörðun fremur eiga undir 19. gr. laganna.  Komi þar margt til.  Í fyrsta lagi feli lögin í sér að almennt skuli réttur til biðlauna afnuminn.  Í öðru lagi hafi ákvörðun stefnda í eðli sínu verið breyting á starfi í skilningi 19. gr., enda um að ræða starf hjá nákvæmlega sama vinnuveitanda, sömu stofnun, í sömu starfsgrein með sambærilegum viðfangsefnum og starfsskyldum.  Reyndar sé það ekki skilyrði samkvæmt 19. gr. að breyting viti á sambærilegt starf þó svo hafi reynst í tilviki stefnanda.  Ákvörðun stefnda um breytingu á starfi hafi því ekki verið ólögmæt eða ógildanleg þótt ekki yrði fallist á að breytingin hafi miðað að sambærilegu starfi.  Byggi stefndi á því að jafnvel þótt ákvörðun stefnda yrði talin niðurlagning á starfi stefnanda hafi henni að sönnu verið boðið fyllilega sambærilegt starf í skilningi 5. mgr. ákvæðis til bráðabirgða, sbr. 34. gr. laga nr. 70/1996, sem hún hafi hafnað.  Réttur til bóta eða biðlauna á grundvelli niðurlagningar starfs hafi því ekki stofnast.  Verði ákvörðun stefnda talin niðurlagning á starfi og að talið yrði að stefnanda hafi ekki verið boðið sambærilegt starf, kæmi einungis til skoðunar hugsanlegur bótaréttur á grundvelli 5. mgr. ákvæðis til bráðabirgða, sbr. 34. gr. um bótarétt og ákvörðun bóta, enda hafi stefnandi ekki verið embættismaður.  Stefnandi hafi átt kost á starfi með launum og kjörum sem í engu hafi verið lakari en hafi hafnað því.  Með því hafi hún fyrirgert rétti til bóta á grundvelli ákvæðisins.

         Framangreindu til viðbótar bendi stefndi á að ákvörðun sú, sem leitt hafi til starfa stefnanda sem verkefnisstjóra í stað almenns hjúkrunarfræðings á árinu 1987, hafi samkvæmt skýru, undirrituðu skjali aðila, talist til breytinga á starfi en ekki niðurlagningar fyrra starfs.  Byggi stefndi á því að almennt hljóti breyting á starfi til fyrra horfs, a.m.k. að því er varðar afturhvarf til klínískra starfa, á sama hátt að teljast til breytinga á starfi en ekki niðurlagningar á starfi.

         Stefndi byggi enn fremur á því að hvort sem talið yrði að í fyrrgreindri ákvörðun, sem tilkynnt var stefnanda með bréfi dags. 20. júlí 2001, hafi falist breyting á starfssviði eða niðurlagning á starfi þá skorti skilyrði til að telja umrædda ákvörðun ógilda.  Byggi stefndi aðallega á því að ákvörðun þessa efnis teljist á engan hátt stjórnvaldsákvörðun í þeim skilningi.  Ákvörðun hafi verið tekin með formlega réttum hætti af aðila sem telst til þess bær.  Jafnvel þótt talið yrði að ákvörðun þessa efnis hafi verið stjórnvaldsákvörðun hafi stefndi fylgt öllum meginreglum stjórnsýsluréttar,

skráðum sem óskráðum, við töku ákvörðunar.  Þá byggi stefndi enn fremur á því að jafnvel þótt talið yrði að ákvörðun stefnda hafi verið annmörkum háð myndi slíkt á engan hátt leiða til þess að ákvörðun teljist ógild.  Beri í því sambandi ennfremur að hafa í huga að tilgreind ákvörðun varði samband stefnanda og stefnda sem launþega og vinnuveitanda og beri í því sambandi að leggja meginreglur vinnuréttar til grundvallar.  Í máli þessu sé óumdeilt að ákvörðun hafi verið formlega tekin af þar til bærum aðila og samkvæmt því skorti öll skilyrði til að telja ákvörðun ógilda.  Sé því fjárkröfum stefnanda, sem reistar séu á framangreindum sjónarmiðum, einnig mótmælt.

        Af hálfu stefnda er öllum fjárkröfum stefnanda mótmælt sem röngum og órökstuddum.  Stefnandi hafi fengið greidd laun samkvæmt launaflokki B-8 í samræmi við efni ráðningarsamnings og aðlögunarnefndarsamnings.  Þá er því enn fremur mótmælt að stefnanda hafi borið réttur til greiðslu fastrar óunninnar yfirvinnu eins og haldið sé fram í stefnu.  Byggi stefndi á því að ráðningarsamningur stefnanda beri það ótvírætt með sér að ekki skuli greiða yfirvinnu, fasta og/eða óunna og séu laun stefnanda því að fullu og öllu leyti í samræmi við ákvæði ráðningarsamnings og kjarasamnings.  Beri í því sambandi að árétta að stefnandi hafi verið að koma úr launalausu leyfi og hafi laun hennar þá verið ákvörðuð en réttur til fastra yfirvinnutíma ekki verið fyrir hendi.  Þá hafi stefnandi ekki hreyft andmælum og hafi ekki haft uppi athugasemdir vegna þessa og hafi því í reynd fallist á tilhögunina, en stefndi hafði forgangsrétt framkvæmdar kjarasamnings og til röðunar í launaflokk.  Af hálfu stefnda er á því byggt að gerð aðlögunarnefndar­samninga milli stefnda og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga frá 30. júní 1998, hafi verið hluti breytinga á launakerfi starfsmanna.  Í breytingum kjarasamnings hafi falist meðal annars að stefnt skyldi að því að auka vægi fastra mánaðarlauna (taxtalauna) meðal annars með því að föst yfirvinna skyldi tekin inn í mánaðarlaun samkvæmt launatöxtum.  Hafi svo verið gert hjá starfandi hjúkrunarfræðingum stefnda.  Ef bornir séu saman launaseðlar stefnanda fyrir og eftir breytingar megi glöggt sjá að föst mánaðarlaun (taxtalaun) stefnanda hafi hækkað meira en sem nemi fastri yfirvinnu samkvæmt fyrri tilhögun.  Engin ástæða hafi verið fyrir svo umfangsmikilli hækkun fastra launa stefnanda önnur en sú að verið var að breyta samsetningu fastra launa í samræmi við markmið kjarasamninga.  Upptaka nýs launakerfis sem slík hafi ekki átt að horfa til hækkunar launa.  Stefnandi hafi því ekki sýnt fram á vanefndir stefnda á greiðslu fastra launa, þótt hluti þeirra sé ekki lengur talin föst yfirvinna eða „óunnin yfirvinna”. Hafi laun hennar þvert á móti hækkað án kröfu um aukna vinnuskyldu eða annað.  Kröfum stefnanda hér að lútandi sé því alfarið mótmælt.

        Af hálfu stefnda er kröfum stefnanda um greiðslu vangreiddra launa alfarið mótmælt.  Byggir stefndi á því að stefnandi hafi að fullu og öllu leyti fengið greidd laun samkvæmt ráðningarsamningi og kjarasamningi.  Er öllum kröfum stefnanda þar að lútandi mótmælt.  Stefndi mótmælir því alfarið að ákvörðun um breytingar á starfi stefnanda eða að hún hafi ekki lengur notið fastrar yfirvinnu hafi jafngilt fyrirvaralausri brottvikningu úr starfi sem hún gegndi.  Þá mótmælir stefndi því enn fremur að í ákvörðun um breytingu á starfi stefnanda hafi falist brot á ákvæði 72, gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands, þ.e. að aflahæfi stefnanda hafi verið skert með nefndri ákvörðun.  Um sé að ræða stjórnunarrétt vinnuveitanda í 19. gr. en tilkall launþega til vinnu og hvernig vinnuskyldu sé fullnægt, njóti ekki verndar 72. gr. stjórnarskrár.  Bendir stefndi þó á í því sambandi að starf stefnanda eftir breytingar hafi verið fyllilega sambærilegt því starfi sem hún áður hafi gegnt auk þess sem sérstaklega hafi verið tekið fram í bréfi stefnda til stefnanda, dags. 20. júlí 2001, að breytingar á starfi myndu ekki hafa áhrif á launakjör stefnanda.  Þá sé því enn fremur mótmælt að ákvörðun um að fella niður laun til stefnanda hafi verið stjórnvaldsákvörðun og/eða að ekki hafi verið fylgt réttum aðferðum og reglum við töku ákvörðunar.  Byggir stefndi á því að stefnandi hafi einhliða ákveðið að sinna ekki starfi sem hún hafi verið ráðin til og samkvæmt því hafi hún í reynd fyrirgert rétti sínum til starfans og um leið til launagreiðslna frá stefnda.  Stefnandi hafi hafnað starfi sem henni hafi borið að gegna og á því tímamarki hafi legið fyrir skrifleg afstaða hennar til starfsins svo og breytinga sem gerðar höfðu verið á starfi.  Framangreindu til viðbótar skuli áréttað að allar breytingar hafi verið tilkynntar stefnanda með þriggja mánaða fyrirvara sem samsvari gagnkvæmum uppsagnarfresti samkvæmt ráðningarsamningi.

        Framangreindu til viðbótar byggir stefndi sýknukröfu á því að forsenda þess að félagsmenn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, sem gegnt hafi sambærilegum störfum og stefnandi gerði, gætu tekið laun samkvæmt hinu nýja launakerfi hafi verið sú að fastar yfirvinnustundir yrðu felldar brott samhliða hækkun dagvinnulauna (taxta­launa).  Í máli þessu hafi stefnandi uppi kröfu um greiðslu fastra yfirvinnustunda, auk greiðslna samkvæmt nýju launakerfi.  Stefnanda hafi verið skipað í launaflokk B­8 samkvæmt hinu nýja launakerfi og hafi fengið greidd laun samkvæmt því uns hún lét af störfum.  Í samræmi við markmið hins nýja kjarasamnings sem kveðið hafi á um nýtt launakerfi, sem meðal annars hafi falist í að fella fastar yfirvinnugreiðslur inn í mánaðar­laun samkvæmt kauptaxta kjarasamnings, hafi laun hennar hækkað umtalsvert.  Þannig hafi föst laun hennar samkvæmt launaflokki B-8, sem fyrr segi, verið hærri en þau hafi verið samkvæmt eldra launakerfi að viðbættum föstum yfirvinnugreiðslum, burtséð frá þeim almennu taxtahækkunum sem til hafi komið.  Stefnandi hafi á engum stigum mótmælt að hefja töku launa samkvæmt hinu nýja launakerfi og hafi ekki hreyft andmælum við röðun í launaflokk B-8 og hafi ekki skotið slíkum ágreiningi til samstarfsnefndar eins og kjarasamningur geri ráð fyrir.  Tómlæti stefnanda standi því einnig kröfum hennar í vegi að þessu leyti.  Stefnanda hafi verið ljóst að með því að þiggja laun samkvæmt nýju launakerfi kjarasamnings sem hafi verið verulega frábrugðið hinum fyrri væri horfið frá fyrri röðun og yfirvinnugreiðslum.  Lögum samkvæmt og með stoð í ákvæðum ráðningarsamnings hennar hafi hún þannig tekið laun samkvæmt ákvæðum kjarasamnings á hverjum tíma.  Fastar yfirvinnugreiðslur hafi, eftir að hún hafi tekið laun samkvæmt nýju launakerfi, hvergi stoð í kjara- eða ráðningarsamningi, enda hafi þær áður verið reiknaðar út alfarið á grundvelli eldri kjarasamnings.  Beri því að sýkna af öllum kröfum stefnanda um greiðslur fyrir óunna yfirvinnu. 

         Stefndi byggir sýknukröfur sínar að þessu leyti enn fremur á því að skuldajafna beri mismun á föstum taxtalaunum stefnanda fyrir og eftir breytingar annars vegar og föstum yfirvinnustundum á tilgreindu viðmiðunar­tímabili hins vegar.  Krafa stefnda á hendur stefnanda nemi samkvæmt því hærri fjárhæð og beri því að sýkna hann á grundvelli skuldajafnaðar.  Telur stefndi skuldajöfnuð tækan, verði fallist á kröfu stefnanda um greiðslu yfirvinnustunda, enda megi ráða af kröfugerð stefnanda að hún hyggist ekki virða forsendur fyrir breytingum á launum í hinu nýja launakerfi og um leið bresti forsendur fyrir því að stefndi greiddi stefnanda laun í samræmi við það.  Hafi forsendur stefnanda og stefnda að þessu leytinu til verið gagnkvæmar.

         Þá beri enn fremur að líta til þess að stefnanda hafi einungis borið réttur til launa samkvæmt launaflokki B-8 en hún skyldi njóta réttar til tveggja viðbótarlaunaflokka þegar hún hafði lokið mastersnámi sínu. Vísist um það atriði til aðlögunarnefndar­samnings. Meðal skjala sem merkt séu dskj. nr. 4, sé breyting á ráðningarsamningi frá 3. ágúst 2000.  Riti þáverandi yfirmaður stefnanda undir breytingu er lúti að nýju starfshlutfalli, 60%, eftir að stefnandi kæmi úr leyfi.  Líta verði á undirskrift stefnanda þannig að hún hafi þar áréttað að hún félli undir hið nýja launakerfi, enda hafi henni verið skipað í launaflokk B-8 í samræmi við það.  Réttur hennar til að taka laun samkvæmt flokki B-10 hafi hins vegar verið háður því að hún lyki mastersprófi í grein sinni.  Stefnandi hafi hins vegar ekki sýnt fram á að það skilyrði væri uppfyllt.  Þá hafi launaflokkur B-10 ekki verið samþykktur af starfsmanna­stjóra, en breyting á ráðningarskilmálum hafi verið háð samþykki starfsmannastjóra, svo sem fram komi í texta skjalsins sem stefnandi hafi ritað undir.  Verði talið að samningur hafi stofnast um launaflokkinn B-10 sé ókleift að leggja annan skilning í þann löggerning en að krafa til launa samkvæmt honum væri ekki lögvarin fyrr en að skilyrði uppfylltu um masterspróf.  Sé það í samræmi við afstöðu stefnanda með því að hún hafi engar athugasemdir gert við það að laun væru greidd samkvæmt flokki B-8.  Forsendubrestur sé því einnig fyrir því að stefnandi hafi átt rétt til launa samkvæmt launaflokki B-10 þar sem hún hafi ekki lokið mastersprófi svo vitað sé.  Stefndi hafi því í engu vanefnt skyldur sínar samkvæmt ráðningar- eða kjarasamningi.

         Stefndi árétti einnig að sýkna beri af kröfu stefnanda til greiðslu launa „frá niðurlagningu stöðunnar”.  Engri niðurlagningu stöðu hafi verið til að dreifa og því sjálfstæð ástæða til sýknu.  Upphafstímamark þessarar kröfu stefnanda sé auk þess óljóst og fyrir liggi að stefnandi hafi ekki sinnt vinnuskyldu það tímabil sem hún krefjist launa fyrir þrátt fyrir lögleg fyrirmæli stefnda og skyldu stefnanda til að hlíta breytingu á starfi.  Þar sem stefnandi hafi ekki efnt skyldur sínar samkvæmt ráðningarsamningi og lögum sé engin stoð fyrir kröfum hennar um laun það tímabil sem krafist sé.  Þá sé einnig byggt á því að líta verði svo á að hún hafi sagt upp starfi sínu með bréfi því sem hún hafi ritað 23. október (sic) 2001 með því að neita að hlíta breytingunni.  Það hafi hún gert innan mánaðar frá því að hún hafi tekið við bréfi stefnda, dags. 20. júlí, þegar breytingin var tilkynnt.  Hún hafi fengið laun greidd í meira en þrjá mánuði eftir það eða meira en uppsagnarfestinn.  Stefndi hafi því mátt líta svo á, sbr. 19. gr. laga nr. 70/1996, að stefnandi hefði sagt upp starfi sínu og hafi það í raun gengið eftir af hálfu stefnanda.  Hvað sem því líði sé ráðningarsambandi aðila lokið og ekki á valdi dómstóla að dæma stefnanda starfið aftur á þann hátt sem krafist sé í formi ógildingar- og/eða launakröfu.  Að öðru leyti vísist til umfjöllunar stefnda um ógildingarkröfu stefnanda svo og málavaxtalýsingar stefnda.

         Af hálfu stefnda sé varakröfu stefnanda um greiðslu biðlauna mótmælt.  Vísist í fyrsta lagi til framangreindra mótmæla og málsástæðna stefnda gegn aðalkröfu stefnanda til greiðslu launa sem hún telur vangreidd.  Stefndi mótmælir því að stofnast hafi réttur til biðlauna.  Engin ákvörðun um niðurlagningu stöðu hafi verið tekin af hálfu stefnda.  Stefnandi hafi engan rétt átt til svonefndra biðlauna enda ekki embættismaður.  Hins vegar fari um rétt tiltekinna starfsmanna vegna niðurlagningar stöðu eftir ákvæði 5. mgr. ákvæðis til bráðabirgða í lögum nr. 70/1996, en þau skilyrði séu í engu uppfyllt í tilviki stefnanda.  Engin ákvörðun hafi verið tekin af hálfu stefnda um niðurlagningu á starfi eða stöðu stefnanda.  Hafi ákvörðun stefnda um breytingu á starfi verið byggð á ótvíræðri heimild í 19. gr. laga nr. 70/1996, eins og áður segi.  Samkvæmt því hafi starf stefnanda ekki verið lagt niður í skilningi þeirra laga.  Enginn réttur til biðlauna samkvæmt 34. gr. laganna eða 5. mgr. bráðabirgðaákvæðis við þau lög hafi því stofnast stefnanda til handa og skilyrði þeirra ákvæða séu á engan hátt til staðar.  Vísar stefndi til fyrri málsástæðna til stuðnings sýknu af aðalkröfu stefnanda.  Af hálfu stefnda skuli áréttað að líta verði til eiginlegra verkefna, starfsskyldna og starfssviðs stefnanda við skoðun og samanburð á starfi stefnanda fyrir og eftir breytingar.  Af hálfu stefnanda sé haldið fast við skilgreiningar í kjarasamningum, bæði frá 1987 svo og 1995 en ljóst megi vera að tilgreindar skilgreiningar á starfsheitum styðji í engu kröfur stefnanda.  Eins og áður greini hafi stefnandi um árabil að meginstefnu til gegnt starfi sambærilegs eðlis hjá stefnda.  Vísist um það atriði t.d. til dskj. nr. 11.  Áður en til breytinga á starfi stefnanda hafi komið hafi stefnandi lítið sinnt klínískum störfum en svo hafi hins vegar verið á starfstíma hennar hjá stefnda fyrr á árum.  Helstu breytingar hafi því verið í því fólgnar að stefnanda hafi, samkvæmt breytingum á starfssviði, verið gert að sinna klínískum störfum samhliða rannsóknarstörfum.  Verkefni þau, sem stefnanda hafi verið gert að sinna eftir breytingar hafi verið henni að fullu og öllu leyti samboðin og hafi grundvallast á menntun stefnanda sem hjúkrunarfræðings sem og þess viðbótarnáms sem hún hafði stundað.

         Að öðru leyti vísar stefnandi til fyrri umfjöllunar um þetta atriði. Fullyrðingum stefnanda í stefnu þess efnis að vinna við svokallað RAI kerfi feli í sér breytingar sem jafna megi til niðurlagningar er alfarið mótmælt.  Umrætt verkefni sé rannsóknar­verkefni og sé það unnið í þágu starfsemi stofnunar, líkt og önnur verkefni sem stefnandi hafi sinnt.  Óraunhæft sé að ætla að áherslubreytingar á starfsemi geðsviðs varðandi þessa þætti, þ.e. að leggja tímabundið aukna áherslu á svonefnt RAI kerfi, megi jafna til niðurlagningar á starfi enda um að ræða rannsóknarverkefni sem telja megi sambærileg þeim sem hjúkrunarfræðingum hafi verið falið að gegna á stofnuninni á liðnum árum.  Biðlaunakröfu er einnig mótmælt með vísan til þess að stefnandi telur starf sitt hafa verið lagt niður í júlí 2001, en hún hafi verið á launum út nóvember það ár hjá stefnda.  Engu að síður krefjist hún biðlauna í 12 mánuði.  Þá sé ekkert upplýst um hvort stefnandi hafi haft einhverjar tekjur sem til álita kæmu til frádráttar.         

         Um lagarök vísar stefnandi til ákvæða laga nr. 70/1996 svo sem að framan sé rakið, einkum 19. gr.  Enn fremur er vísað til ákvæða laganna um stjórnunarrétt vinnu­veitanda í IV. kafla, einkum 15. gr.  Þá vísar stefndi til meginreglna íslensks vinnuréttar sem og ákvæða stjórnsýslulaga nr. 37/1993.  Er því sérstaklega mótmælt að ákvörðun stefnda hafi verið í andstöðu við ákvæði þeirra laga sem vísað sé til af hálfu stefnanda, þ.e. 10. gr., 12. gr. eða 13. gr.  Að því er fjárhæðir kröfu stefnanda varðar er þeim mótmælt og vísast til allra fram kominna málsástæðna stefnda.  Af þeim mótmælum og málsástæðum leiði að sýkna beri stefnda af kröfum um desember­uppbót og orlofsuppbót.  Desemberuppbót og orlofsuppbót hafi verið greiddar að því marki sem réttur hafi staðið til, en þessa kröfuliði í stefnu sé ekki reynt að rökstyðja af hálfu stefnanda og sé þeim mótmælt.

         Til stuðnings varakröfu stefnda er á því byggt að fari svo að fallist verði á sjónarmið stefnanda í máli þessu beri við lækka kröfur hennar verulega.  Stefndi vísar í fyrsta lagi til fram kominna málsástæðna til stuðnings sýknukröfu.  Þá beri að líta til málavaxta í heild sinni og þá sérstaklega einarðrar og afdráttarlausrar afstöðu stefnanda til heimildar stjórnenda til að beita lagalegum heimildum svo og stjórnunarrétti að öðru leyti.  Frá þeirri stundu hafi legið fyrir ótvíræð afstaða stefnanda til allra þátta er varða mál þetta.  Þá byggir stefndi kröfur um lækkun enn fremur á því að af málatilbúnaði stefnanda verði ekki annað ráðið en að sú ákvörðun að fela henni að sinna klínískum störfum hafi ráðið fyrir um afstöðu hennar til breytinga á starfi.  Virðist sá þáttur vega mest varðandi ákvörðun stefnanda um að láta af störfum hjá stefnda.  Byggir stefndi kröfur um lækkun á því að einungis hafi þá verið um að ræða niðurlagningu hluta starfs, þ.e. 20% starfs (klíníski hlutinn) og beri við þær aðstæður að ákvarða kröfur stefnanda með hliðsjón af því.

         Komi til greiðslu launa með því að ákvörðun stefnda væri ógilt kæmi einungis til álita þriggja mánaða laun, verði ekki fallist á að stefndi hafi fengið laun í uppsagnar­fresti miðað við afstöðu sína í bréfi 23. ágúst 2001, sbr. 2. málslið 19. gr. laga nr. 70/1996.  Verði fallist á sjónarmið stefnda um óunna yfirvinnu beri að líta til þeirrar hækkunar sem í staðinn kom.  Allt að einu verði fallist á að greiða svonefnda óunna yfirvinnu eigi stefnandi ekki rétt á óunninni yfirvinnu lengur en í þrjá mánuði eða sem samsvari uppsagnarfresti, enda um uppsegjan­leg kjör að ræða.  Biðlaunakröfu er einnig mótmælt með vísan til röksemda til stuðnings sýknukröfu og því sérstaklega að stefnandi hafi fengið greidd laun vegna sama tímabils að hluta og biðlaunakrafa hennar spanni.  Þá er einnig mótmælt kröfum um óunna yfirvinnu ef fallist yrði á kröfur stefnanda á þeim grundvelli að starf hennar hafi verið lagt niður svo og vegna desember- og orlofsuppbótar.  Stefndi mótmælir dráttarvaxtakröfum stefnanda, einkum upphafstíma þeirra.

         Til stuðnings kröfum stefnda um málskostnað vísast í öllum tilvikum til XXI. kafla laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála.

 

Niðurstaða

             Stefnandi var ráðin sem hjúkrunarfræðingur að Kleppsspítala árið 1977.  Hún starfaði sem hjúkrunarstjóri á göngudeild Kleppsspítala 1979 og deildarstjóri á göngudeild geðdeildar Landspítalans 1980-1982.  Hún var hjúkrunarfræðingur á deild 33 C 1984-1986, verkefnastjóri við geðdeildina 1987 og stoðhjúkrunarfræðingur III frá 1995.  Samkvæmt breytingu á ráðningarsamningi er stefnandi undirritaði 3. ágúst 2000 er starfsheiti hennar hjúkrunarfræðingur.

             Vegna eðlis málsins þykir rétt að rekja að nokkru framburð stefnanda fyrir dómi svo og nokkurra vitna sem gáfu skýrslu fyrir dómi.

             Stefnandi bar fyrir dómi að hún hefði ekki starfað við klínísk störf, þ.e. inni á sjúkradeildum, frá árinu 1987.  Á árinu 1998 hafi hún fengið eins árs námsleyfi og hafi farið til náms til Bandaríkjanna.  Eftir það hafi hún fengið eins árs launalaust leyfi og síðan komið aftur til starfa í ágúst 2000 og kveðst hún þá hafa gengið inn í það starf sem hún hafi haft áður og unnið við samskonar verkefni og áður.  Hinn 20. júlí 2001 kvaðst stefnandi hafa fengið í hendur bréf þar sem henni er tilkynnt um breytingar á starfi hennar og verksviði.  Í bréfinu hafi verið tilgreind breyting á starfsheiti sem yrði hjúkrunarfræðingur í stað verkefnisstjóra sem áður hafði verið.  Stefnandi kveður aðdraganda þessa bréfs hafa verið þannig að á undan því hafi farið fundur í janúar með Eydísi K. Sveinbjarnardóttur, sviðsstjóra á geðsviði, þar sem Eydís hafi tilkynnt stefnanda að hún færi að vinna á göngudeild áfengisdeildar sem hjúkrunarfræðingur.  Kvaðst stefnandi þetta hafa komið sér á óvart.  Hafi hún litið svo á að þarna væri um að ræða verulegar breytingar á starfi sínu þar sem hún hefði ekki unnið klínískt starf inn á deild frá árinu 1987.  Hafi hún litið svo á að verið væri að setja hana lægra.  Hafi hún litið svo á að samkvæmt lið 6 í bréfi frá 20. júlí 2001, þar sem segi að sviðsstjóri feli hjúkrunarfræðingi hlutverk og verkefni í ljósi þróunar á sviði og þörfum hverju sinni, væri unnt að segja henni að vinna sem hjúkrunarfræðingur eftir þörfum stofnunarinnar og að hún lyti fyrirmælum næsta yfirmanns hvað þetta varðar.  Tekið sé fram í bréfinu að tilgreind verkefni skyldi vinna í dagvinnu eða samkvæmt nánara samkomulagi eða fyrirmælum.  Kvaðst stefnandi hafa litið svo á að þar með væri unnt að gefa henni fyrirmæli um að ganga vaktir en hún hafi áður einungis unnið dagvinnu.

         Kom fram hjá stefnanda að ynni hún við Rai verkefnið yrði það ekki sambærilegt við fyrri störf hennar þar sem henni hafi ekki verið ætlað að bera ábyrgð á verkefninu.  Taldi hún sig geta leyst þetta verkefni af hendi en það væri ekki sambærilegt þeim störfum sem hún hefði verið að vinna að.  Taldi hún umræddar breytingar sér ósamboðnar.

         Þórunn Sigurborg Pálsdóttir, sem var starfandi hjúkrunarforstjóri og yfirmaður stefnanda þegar hún kom aftur til starfa að loknu leyfi, bar fyrir dómi að það hefði verið hennar ætlan að stefnandi starfaði áfram á fullu, og eingöngu við rannsóknir, eins og áður.  Kvaðst hún, aðspurð, líta svo á að störf almenns hjúkrunarfræðings annars vegar og störf starfsmanns sem stundaði eingöngu rannsóknir og það algerlega sjálfstætt, væru ekki sambærileg.

         Anna Stefánsdóttir, hjúkrunarforstjóri stefnda, bar fyrir dómi að eftir sameiningu Landspítala og Sjúkrahúss Reykjavíkur á árinu 2000 hafi miklar skipulagsbreytingar fylgt í kjölfarið, sem standi enn.  Við þessa sameiningu hafi orðið yfirmannaskipti á mörgum svæðum og sjúkrahúsinu skipt upp í nýjar skipulagsheildir.  Þá hafi öll störf í verkefna- og rannsóknarvinnu verið endurskoðuð svo og störf deildarstjóra og hjúkrunarframkvæmdastjóra, sem hafi verið hreinar stjórnunarstöður, og hafi þær margar verið felldar niður.  Það hafi verið ráðið í stöður sviðsstjóra og hafi þeir margir haft aðrar áherslur en áður voru við lýði á ríkisspítölum og það eigi við um stöðu stefnanda.  Áherslur á viðkomandi sviði hafi breyst og það hafi verið önnur verkefni sem stjórnendur hafi talið mikilvægari en það starf sem hér um ræði.  Þess vegna hafi sú ákvörðun verið tekin að ræða um breytt störf. 

         Vegna þessa kvaðst Anna hafa átt fund með stefnanda í mars 2001 þar sem hún hafi gert grein fyrir afstöðu sinni til þeirra breytinga á geðsviðinu sem höfðu verið ræddar við hana.  Anna kvaðst hafa rætt við hana um starfa á skrifstofu kennslu, vísinda og þróunar, þar sem verið sé að vinna þróunar- og rannsóknarstörf svo og kennslustörf.  Kvað hún yfirmann hjúkrunar á skrifstofu kennslu, vísinda og þróunar hafa boðið stefnanda starf, sem þær telji sambærilegt því starfi er stefnandi hafði áður gegnt á geðsviði.  Kvaðst henni kunnugt um að stefnandi hefði hafnað því.  Lýsti Anna þeirri skoðun sinni að þau verkefni sem stefnanda hafi verið boðin með bréfi 20. júlí 2001 hafi að hluta verið sambærileg hennar fyrra starfi, stærri hluti starfsins sé áfram rannsóknar og þróunarvinna.  Kvað hún andmæli stefnanda fyrst og fremst hafa lotið að hinum klíníska þætti.

             Eydís K. Sveinbjarnardóttir var ráðin sviðsstjóri á geðsviði Landspítalans 1. október 2000 og tók þar við starfi Þórunnar Pálsdóttur.  Hún bar fyrir dómi að hún hefði setið tvo fundi með stefnanda eftir að hún tók við þessu starfi.  Þar hefði hún útskýrt fyrir stefnanda að líkur væru á að í vændum væri endurskoðun á allri starfsemi geðsviðs þar á meðal á störfum hennar.  Þá hefði hún reynt að fá upplýsingar um það hjá stefnanda hvað hún hefði verið að starfa við undanfarin ár, en hún hafi vitað að stefnandi væri að koma úr löngu leyfi.  Þá hafi hún átt fund með stefnanda í janúar 2001 ásamt Björgu Guðmundsdóttur.  Þær hafi þá haft hugmyndir um að starf stefnanda myndi breytast í takt við annað á spítalanum.  Þá hafi margt gerst í launamálum síðan stefnandi fór í frí.  Kvaðst Eydís hafa hjúkrunarfræðinga í störfum sem fái ákveðin verkefni sem þörf er á hverju sinni en enginn sé ráðinn í eitthvert fast verkefni.  Umræður þeirra hafi snúist um að finna stefnanda verkefni í tengslum við þá stefnumótun sem hafi verið að gerast á sama tíma.  Eins og hún muni viðræðurnar hafi verið bent á að möguleikinn til launahækkunar væri í gegnum hið svonefnda framgangskerfi en síðan þá bara samkvæmt kjarasamningum.  Kvað hún tveggja flokka launahækkun fást ef viðkomandi hefði lokið meistaraprófi.  Kom fram hjá Eydísi að við vörpun og með tilkomu framgangskerfisins hafi yfirvinnutímar fallið niður. Bar Eydís að stefnandi hefði litið svo á að verið væri að leggja niður starf hennar en yfirmenn hennar á Landspítalanum hafi ekki verið því sammála og hafi einungis verið um að ræða ný verkefni í hlutverki hennar sem hjúkrunarfræðings.  Yfirmenn hafi litið svo á að verið væri að semja við stefnanda um verkefni og innihald í starfi.  Hafi hún rætt við stefnanda um að sækja um framgangskerfið til að fá fram það sem henni bæri launalega samkvæmt framgangskerfinu sem byggir á því hvaða verkefnum viðkomandi er að sinna.

         Björg Guðmundsdóttir hjúkrunarfræðingur bar fyrir dómi að hún hefði setið fundi með sviðsstjóra og stefnanda frá janúar 2001.  Hún hafi á þessum tíma verið hjúkrunarframkvæmdastjóri sem heyrir undir sviðsstjóra, millistjórnandi.  Eydís sé hennar yfirmaður en Anna sé yfir Eydísi.  Kvað hún tilefni fundanna hafa verið að nýr sviðsstjóri var kominn og sú hafi boðað stefnanda á fund til þess að ákveða með henni hvaða verkefnum hún kæmi til með að sinna.  Í þessum viðræðum kvað Björg hafa verið gengið út frá því að það væri verið að bjóða stefnanda sambærilega vinnu, bara önnur viðfangsefni.  Stefnandi hafi verið fastráðin og hafi haft tryggingu fyrir starfi áfram.  Rai verkefnið hafi verið að fara af stað og verið í þróun.  Eðlilegt sé að klínísk vinna sé hluti af verkefnisvinnu til þess að hægt sé að miðla árangri og niðurstöðum verkefna yfir í klíníkina.  Klínísk vinna og rannsóknarvinna geti samþæst í einu starfi þótt ólík séu þannig.

         Helga Birna Ingimundardóttir, hagfræðingur hjá Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga, bar fyrir dómi að stefnandi hefði leitað til félagsins þegar væntanlegar breytingar á starfi hennar stóðu fyrir dyrum.  Hún hafi farið á fund hjá Önnu Stefánsdóttur með stefnanda í október 2001.  Aðspurð kvaðst vitnið minnast þess að Anna hafi hvatt stefnanda til að segja upp, fundir hafi verið þess efnis.  Viðbrögð þeirra hafi verið að þær hafi ekki verið sammála því.  Þá hafi starfslokasamningur við stefnanda komið til umræðu.  Hafi stefnandi og hún haft hugmyndir um að efni þess samkomulags yrði í formi biðlauna í 12 mánuði sem stefnandi hefði átt rétt á en því hafi verið hafnað.  Samkomulag hafi ekki gengið eftir þar sem samkomulag hafi ekki náðst um innihaldið.

 

         Óumdeilt er að stefnandi, sem er hjúkrunarfræðingur, vann við rannsóknar- og þróunarstörf í rúm 10 ár áður en hún fór í 2 ára leyfi frá störfum á árinu 1998.  Þegar stefnandi kom til baka höfðu miklar breytingar átt sér stað í hennar starfsumhverfi.  Starfsemi Landspítalans og Sjúkrahúss Reykjavíkur hafði verið sameinuð.  Eins og kemur fram í framburði Önnu Stefánsdóttur fylgdu miklar skipulagsbreytingar í kjölfar þessarar sameiningar sem að sögn vitnisins standa enn yfir.  Yfirmannaskipti hafi orðið á mörgum sviðum og sjúkrahúsinu hafi verið skipt upp í nýjar skipulagsheildir.

         Stefnandi hóf störf að nýju 1. águst 2000 og var yfirmaður hennar þá Þórunn S. Pálsdóttir hjúkrunarframkvæmdastjóri en samkvæmt framburði Önnu voru stöður hjúkrunarframkvæmdastjóra lagðar niður við sameininguna en ráðið í stöður sviðsstjóra.  Kom fram hjá Önnu að margir sviðsstjórar hafi aðrar áherslur en áður hafi ríkt á ríkisspítölum og eigi það við um geðsvið.

             Í október 2000 tók Eydís K. Sveinbjarnardóttir við sem sviðstjóri hjúkrunar á geðdeild og varð yfirmaður stefnanda.  Bar hún fyrir dómi að frá þeim tíma er hún kom til starfa sem sviðsstjóri á geðsviði hafi stefnandi ekki skilað vinnu til sín.  Hún hafi unnið samkvæmt samkomulagi sem hún sennilega hafi talið sig hafa gert við Þórunni Pálsdóttur, fyrrverandi yfirmann sinn.  Það hafi ekki verið verkefni sem hafi verið í gangi á geðsviði á þeim tíma.

             Liggur hvorki fyrir í málinu hvaða verkefnum var verið að sinna á geðsviði né að hvaða verkefni stefnandi var að vinna á þessum tíma.  En í ljósi þess að stefnandi var ekki að vinna að verkefni er þjónaði hagsmunum geðsviðs, þar sem hún starfaði, sbr. framburð Eydísar K. Sveinbjarnardóttur, þykir sýnt fram á að nauðsyn hafi borið til að finna stefnanda verkefni í tengslum við þá stefnumótun sem átti sér stað á sjúkrahúsinu á þessum tíma.

             Hefur komið fram að það var reynt á nokkrum fundum sem hjúkrunarforstjóri og sviðsstjóri héldu með stefnanda en samkomulag náðist ekki.  Í kjölfarið á þessum árangurslausu viðræðum fékk stefnandi bréf, dags. 20. júlí 2001, sem áður er getið, þar sem henni var tilkynnt ákvörðun yfirmanna hennar um breytingar á starfi hennar og verksviði.

             Með bréfi, dags. 23. ágúst 2001, lýsti stefnandi þeirri skoðun sinni að með umræddum skipulagsbreytingum sem þá stóðu yfir hafi starf hennar sem verkefnastjóra og stoðhjúkrunarfræðings III, eins og það hafi verið skilgreint, verið lagt niður, með því að rjúfa samning sem við hana var gerður 24. apríl 1987.  Kemur fram í bréfi stefnanda að um langt skeið, eða frá því í janúar 2001 hafi staðið yfir viðræður milli hennar og stjórnenda spítalans þar sem henni hafi ítrekað verið boðið að taka við nýrri stöðu með nýjum verkefnum.  Farsæl lausn hafi ekki fundist enda hafi þau verkefni sem henni hafi verið boðin verið langt utan þess sviðs.  Vegna þessa fer stefnandi fram á það í bréfinu að henni verði greidd biðlaun í 12 mánuði eða bætur er samsvari 12 mánaða launum.  Lýsti hún því jafnframt yfir að hún myndi láta af störfum.

        Starfið verkefnastjóri 2 var samkvæmt þágildandi kjarasamningi skilgreint svo:  „Starfsheitið verkefna­stjóri 2 tekur til starfanna hjúkrunarstjóri, hjúkrunarfræðslustjóri og ráð­gefandi hjúkrunarfræðingur á sérsviði.”    Í kjölfar nýs kjarasamnings 1995 var starfsheiti stefnanda breytt í stoðhjúkrunarfræðing III.  Kveður stefnandi starf sitt ekki hafa breyst við það.  Á breytingu á ráðningarsamningi, dags. 3. ágúst 2000, sem stefnandi undirritaði er hún kom til starfa á ný eftir leyfi, er starfsheiti hennar tilgreint hjúkrunarfræðingur en starfsheiti voru felld niður í kjarasamningi 1997.

         Í framlögðu samkomulagi fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs og Reykjalundar og St. Franciskusspítala, Reykjavíkurborgar og St. Jósefspítala annars vegar og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga hins vegar, dags. 23 febrúar 1995, er m.a. að finna skilgreiningu á starfsheitinu stoðhjúkrunarfræðingur 3.  Þar segir m.a. :

“3.1 Skilgreining skv. kjarasamningi (1):

         - ber ábyrgð og hefur umsjón með þróunar- og rannsóknarverkefnum innan stofnunar.

3.2         Viðbótarskilgreining skv. samkomulagi aðila:

             - sinnir tilteknum hópi sjúklinga á grunni viðurkennds framhaldsnáms á sérsviði hjúkrunar (klínískur sérfræðingur í hjúkrun) og ber auk þess ábyrgð á og hefur umsjón með þróunar- og rannsóknarverkefnum innan stofnunar.”

             Í kjarasamningi sem undirritaður var í júní 1997 milli fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs og Reykjavíkurborgar annars vegar og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga hins vegar var tekið upp nýtt launakerfi sem skyldi taka gildi frá 1. febrúar 1998.  Í þeim kjarasamningi voru öll starfsheiti felld niður en starfsmönnum raðað í launaramma A, B og C.

             Var stefnanda raðað í launaramma B og fékk hún greidd laun samkvæmt launaflokki B 08.  Samkvæmt kjarasamningnum eru störf er falla undir launaramma B skilgreind þannig:

             “Starfið  felst fyrst og fremst í því að nota vísindalega þekkingu og hugtök til að leysa verkefni.  Starfið felur í sér umsjón  verkefna og/eða málaflokka.  Með umsjón er m.a. átt við skipulagningu, samhæfingu og/eða stjórnun á áætlanagerð, kostnaðareftirlit eða viðvarandi verkefnastjórnun.”

             Eins og fram er komið höfðu miklar skipulagsbreytingar orðið á spítalanum er stefnandi kom aftur til starfa eftir leyfi.  Samkvæmt framburði Eydísar K. Sveinbjarnardóttur voru þau verkefni sem stefnandi var að vinna að ekki í takt við þau verkefni sem verið var að vinna á geðsviði og virðast því ekki hafa nýst stjórnendum þar.

             Í bréfi sínu til til stjórnar Landspítala, háskólasjúkrahúss, dags. 23. ágúst 2001, lýsir stefnandi því yfir að með þeim skipulagsbreytingum sem þá stóðu yfir hafi starf hennar sem verkefnastjóra og stoðhjúkrunarfræðings, svo sem það hafi verið skilgreint fram að þeim tíma, verið lagt niður.  Með því telur hún að rofinn hafi verið samningur sem gerður var við hana 24. apríl 1987.

             Stefnandi hefur lagt fram í málinu ljósrit ráðningarsamnings sem gerður var við hana í upphafi.  Er starfsheiti hennar þar tilgreint hjúkrunarfræðingur.  Stefnandi hefur einnig lagt fram fleiri ljósrit af breytingum á ráðningarsamningi.  Enginn ráðningarsamningur, eða breyting á ráðningarsamningi, sem dags. er 24. apríl 1987, hefur verið lagður fram í málinu hins vegar er að að finna í skjölum málsins breytingatilkynningu til launadeildar þar sem starfsheiti er tilgreint verkefnastjóri 2.  Frá árinu 1992 er hins vegar að finna breytingu á ráðningarsamningi þar sem starfsheiti stefnanda er tilgreint verkefnastjóri 2.  Frá árinu 1998 og 1999 er að finna nokkrar breytingar á ráðningarsamningum, sem stefnandi undirritar, og er starfsheiti þar tilgreint hjúkrunarfræðingur nema á einum samningi er tilgreint stafsheitið stoðhjúkrunarfræðingur.  Í breytingu á ráðningarsamningi, sem undirrituð var 3. ágúst 2000, eftir að stefnandi kom úr leyfi sínu, er starfsheiti hennar tilgreint hjúkrunarfræðingur.

             Í engum þessara samninga er að finna útlistun á starfsskyldum stefnanda og virðast starfsheiti fylgja kjarasamningum á hverjum tíma.

             Stefnandi hefur ekki sýnt fram á að hún hafi verið ráðin til sjálfstæðra rannsóknar- og þróunarstarfa enda þótt henni hafi hin síðari ár verið falin verkefni á því sviði.  Starfslýsing á starfi því sem hún gegndi liggur ekki fyrir.  Hún hefur ekki sýnt fram á að hún hafi verið í stjórnunarstöðu eða í aðstöðu til þess að taka ákvarðanir um val á verkefnum eða að hún hafi borið stjórnunarlega ábyrgð á slíkum verkefnum.  Að beiðni Eydísar K.Sveinbjarnardóttur vann stefnandi skýrslu yfir þau verkefni sem hún hafði unnið sem verkefnastjóri við geðdeildina og sem stoðhjúkrunarfræðingur III.  Verður ekki annað séð en að flest verkefnin sem tilgreind eru þar hafi verið unnin í samvinnu við þáverandi yfirmann stefnanda, Þórunni S. Pálsdóttur, þar sem nafn hennar er tilgreint ásamt nafni stefnanda í tengslum við þau verkefni sem unnin voru.

             Í skilgreiningu á stöðuheitinu stoðhjúkrunarfræðingur III hér að framan segir m.a. að stoðhjúkrunarfræðingur III sinni tilteknum hópi sjúklinga á grunni viðurkennds framhaldsnáms á sérsviði hjúkrunar (klínískur sérfræðingur í hjúkrun) og beri auk þess ábyrgð á og hafi umsjón með þróunar- og rannsóknarverkefnum innan stofnunar.  Samkvæmt framburði Önnu Stefánsdóttur hafa hjúkrunarfræðingar ýmist sinnt annað hvort rannsóknum eða klínískum störfum eða hvoru tveggja samhliða.  Stefnandi hefur ekki sýnt fram á, og ekki haldið því fram, að stoðhjúkrunarfræðingar III, eða þeir sem hafa raðast í sama launaramma og hún í síðustu kjarasamningum, sinni ekki klínískum störfum heldur einvörðungu rannsóknar- og þróunarstörfum í líkingu við þau störf sem hún hafði gegnt.  Í greinargerð stefnda er því haldið fram að allir hjúkrunarfræðingar hjá stefnda fái greitt samkvæmt ramma B eða C í síðustu kjarasamningum og hefur því ekki verið mótmælt af hálfu stefnanda.

             Þegar virt er það sem fram hefur komið þykir stefnandi ekki hafa sýnt fram á að sú breyting  er gerð var á starfi hennar, og fól ekki í sér launalækkun, hafi fallið utan starfssviðs hennar samkvæmt ráðningarsamningi eða kjarasamningi.  Gegn andmælum stefnda, þykir stefnandi ekki hafa sýnt fram á að starf hennar hafi verið fellt niður enda þótt af skipulagsástæðum hafi verið þörf á að fela henni breytt verkefni í samræmi við þarfir geðsviðsins þar sem hún starfaði.  Telja verður að á þeim fundum sem haldnir voru með stefnanda hafi henni gefist kostur á að koma að öllum sínum sjónarmiðum varðandi breytingar á starfi sínu.  Eins og hún segir sjálf í bréfi sínu, dags. 23. ágúst 2001 til stjórnar stefnda, og fram hefur komið hér fyrir dómi, voru ítrekaðar tilraunir gerðar til að finna stefnanda ný verkefni sem hún hafnaði. 

             Með bréfi því er stefnandi sendi stjórn stefnda, 23. ágúst 2001, verður litið svo á að stefnandi hafi látið af störfum sjálfviljug.     

             Þegar allt þetta er virt ber að hafna fyrri hluta aðalkröfu stefnanda um ógildingu á niðurlagningu á stöðu stefnanda enda ekki litið svo á að staða hennar hafi verið felld niður.

             Eins og fjárkröfur stefnanda eru fram settar í aðalkröfu og varakröfu byggja þær á þeirri forsendu að staða stefnanda hjá stefnda hafi verið lögð niður.  Með því að ekki er litið svo á að staða hennar hafi verið felld niður ber þegar af þeim sökum að sýkna stefnda af fjárkröfum stefnanda.

             Samkvæmt framansögðu ber því að sýkna stefnda af öllum kröfum stefnanda.

             Eftir atvikum þykir rétt að hvor aðila beri sinn kostnað af máli þessu.

             Kristjana Jónsdóttir héraðsdómari kvað upp dóm þennan.

 

D Ó M S O R Ð

         Stefndi, Landspítali, háskólasjúkrahús, skal vera sýkn af kröfum stefnanda, Jónu Siggeirsdóttur.

         Málskostnaður fellur niður.