Hæstiréttur íslands
Mál nr. 183/2002
Lykilorð
- Kærumál
- Gæsluvarðhald. A. liður 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991
|
|
Föstudaginn 19. apríl 2002. |
|
Nr. 183/2002. |
Lögreglustjórinn í Reykjavík |
|
|
(Egill Stephensen saksóknari) |
|
|
gegn |
|
|
X |
|
|
(Róbert Árni Hreiðarsson hdl.) |
Kærumál. Gæsluvarðhald. a. liður 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991.
Hæstiréttur staðfesti úrskurð héraðsdóms um að X skyldi sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli a. liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála.
Dómur Hæstaréttar.
Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson, Árni Kolbeinsson og Gunnlaugur Claessen.
Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 16. apríl 2002. Kærumálsgögn bárust réttinum 18. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 16. apríl 2002, þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til þriðjudagsins 7. maí nk. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Engar kröfur hafa komið fram af hendi varnaraðila í kærumáli þessu. Verður að ætla að hann kæri úrskurð héraðsdómara í því skyni að hann verði felldur úr gildi.
Sóknaraðili krefst þess að úrskurður héraðsdómara verði staðfestur.
Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur.
Dómsorð:
Hinn kærði úrskurður er staðfestur.
Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 16. apríl 2002.
Ár 2002, þriðjudaginn 16. apríl, er á dómþingi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem háð er í Dómhúsinu við Lækjatorg af Hjördísi Hákonardóttur héraðsdómara, kveðinn upp svofelldur úrskurður.
Lögreglan í Reykjavík hefur krafist þess að X verði gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til þriðjudagsins 7. maí 2002, klukkan 16:00.
Í greinargerð lögreglustjórans í Reykjavík kemur fram að [...].
Dómari hefur yfirfarið rannsóknargögn lögreglu. Í þeim koma fram sterkar vísbendingar um að kærði hafi verið þátttakandi í innflutningi á tæpum 30 kg af hassi. Hér er um að ræða rannsókn á sakamáli sem varðar verulegt magn fíkniefna og varðar því jafnframt almannaheill. Verður að fallast á það með fulltrúa lögreglustjóra að fyrir liggi á þessu stigi rökstuddur grunur um að kærði sé viðriðinn málið. Málið er á viðkvæmu rannsóknarstigi, og miklir rannsóknarhagsmunir í húfi sem gætu skerst verulega ef ekki yrði fallist á kröfu lögreglustjóra um gæsluvarðhald yfir kærða. Vegna umfangs málsins þykir því rétt, þrátt fyrir að kærði neiti einarðlega allri aðild að innflutningi fíkniefnanna og bendi á að verulegir persónulegir- og fjárhagslegir hagsmunir eru í húfi fyrir hann, að fallast á kröfu lögreglustjórans í Reykjavík um gæsluvarðhald yfir kærða til 7. maí nk. kl. 16.00. Um niðurstöðu þessa er vísað til a-liðar 1. mgr. 103.gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála.
Hjördís Hákonardóttir héraðsdómari kvað upp úrskurðinn.
Úrskurðarorð:
Kærði, X, sæti gæsluvarðhaldi allt til þriðjudagsins 7. maí nk. kl. 16.00.