Hæstiréttur íslands

Mál nr. 36/2000


Lykilorð

  • Virðisaukaskattur
  • Staðgreiðsla opinberra gjalda


Fimmtudaginn 30

 

Fimmtudaginn 30. mars 2000.

Nr. 36/2000.

Ákæruvaldið

(Sigríður Jósefsdóttir saksóknari)

gegn

Guðmundi Davíðssyni

(Pétur Þór Sigurðsson hrl.)

 

Virðisaukaskattur. Staðgreiðsla opinberra gjalda.

G, framkvæmdarstjóri og stjórnarmaður einkahlutafélagsins GP, var ákærður fyrir brot gegn lögum nr. 50/1988 um virðisaukaskatt, lögum nr. 45/1987 um staðgreiðslu opinberra gjalda og 1. mgr. 262. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 með því að hafa ekki staðið skil á virðisaukaskatti, sem innheimtur hafði verið í nafni GP á árunum 1993, 1994 og 1995 og staðgreiðslu opinberra gjalda, sem haldið var eftir af launum starfsmanna GP á árunum 1994 og 1995. Ekki var fallist á að mistök við rannsókn málsins vörðuðu frávísun þess frá héraðsdómi, enda ekki sýnt fram á að mistökin hefðu á einhvern hátt orðið G í óhag. Með því að í héraðsdómi var litið svo á að tilteknar innborganir hefðu verið látnar renna til greiðslu virðisaukaskatts, sem myndaðist eftir gildistöku laga nr. 42/1995, þar sem refsing við brotum á lögum um virðisaukaskatt hafði verið þyngd til muna, var talið að ákærði hefði verið látinn njóta þessara greiðslna eins og honum var hagfelldast. Mistök innheimtumanns ríkissjóðs við að þinglýsa fjárnámi í fasteign GP vegna vangoldins virðisaukaskatts þóttu ekki gera háttsemi G refsilausa og því engu skipta fyrir niðurstöðu málsins. Var kröfu G um frávísun málsins frá héraðsdómi hafnað. Ekki var fallist á þá sýknuástæðu G að huglæg skilyrði væru ekki uppfyllt til að honum yrði gerð refsing. Þótti G því hafa unnið sér til refsingar fyrir að hafa ekki skilað staðgreiðslu opinberra gjalda án tillits til þess hvort nægt fé hafði verið til þess hjá GP. Var héraðsdómur staðfestur um sakfellingu og refsingu G, en tekið var tillit til þess að brotin voru að hluta til framin fyrir gildistöku laga nr. 42/1995 og laga nr. 39/1995 um breytingar á almennum hegningarlögum.

 

Dómur Hæstaréttar.

Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Gunnlaugur Claessen og Markús Sigurbjörnsson.

Ríkissaksóknari skaut málinu til Hæstaréttar 24. janúar 2000 í samræmi við yfirlýsingu ákærða um áfrýjun, en einnig af hálfu ákæruvalds, sem krefst þess nú að héraðsdómur verði staðfestur.

Ákærði krefst þess aðallega að héraðsdómur verði ómerktur og málinu vísað frá héraðsdómi. Til vara krefst hann sýknu, en að því frágengnu að refsing verði milduð.

I.

Í I. kafla ákæru er ákærða gefið að sök að hafa brotið gegn lögum nr. 50/1988 um virðisaukaskatt með því að hafa ekki staðið skil á hluta virðisaukaskatts Gifspússningar ehf. frá árunum 1993, 1994 og 1995, samtals að fjárhæð 7.311.958 krónur. Um var að ræða vanskil vegna tveggja greiðslutímabila á árinu 1993, mars til apríl og nóvember til desember, eins tímabils á árinu 1994, mánuðina september og október, og fjögurra á árinu 1995, mánuðina janúar til febrúar, maí til júní, júlí til ágúst og september til október. Fjárhæð vangreidds skatts á einstökum greiðslutímabilum er tilgreind í hinum áfrýjaða dómi.

Í héraðsdómi er getið bréfs tollstjórans í Reykjavík til ríkislögreglustjóra 27. maí 1999 um skuldastöðu Gifspússningar ehf. hjá hinum fyrrnefnda sem innheimtumanni virðisaukaskatts. Eins og rakið er í dóminum segir í bréfi innheimtumanns að með greiðslu 30. júní 1995 með tékka að fjárhæð 4.000.000 krónur hafi gjaldandinn greitt upp virðisaukaskattsskuld sína. Til þess hafi nægt 3.807.961 króna, en mismuninn, 192.039 krónur, leit héraðsdómarinn á sem inneign til greiðslu virðisaukaskatts á næsta gjalddaga 8. ágúst 1995 í stað þess að fjárhæðinni yrði ráðstafað inn á önnur gjöld, svo sem hermt var í bréfi innheimtumanns að hafi verið gert. Með þessu taldi héraðsdómari að greidd væri öll skuld vegna virðisaukaskatts, sem kunnugt var um fram til þess tíma, en virðisaukaskattsskýrslum fyrir greiðslutímabilin janúar til febrúar og mars til apríl 1995 hafði þá ekki verið skilað og var skattur ógreiddur, sem þeim tilheyrði. Skýrslur vegna beggja þessara tímabila munu hafa borist innheimtumanni 17. október 1995.

Skattstjórinn í Reykjavík ákvað 25. september 1995 hvaða fjárhæð félagið skyldi greiða í virðisaukaskatt meðal annars fyrir tvö greiðslutímabil á árinu 1993, sem skýrslum hafði ekki verið skilað fyrir, mánuðina mars til apríl og nóvember til desember það ár. Hið sama var gert 27. júní 1996 vegna greiðslutímabilsins september til október 1994, en fram kemur í héraðsdómi hvað lagt var til grundvallar þessum ákvörðunum. Skattskuld fyrir þessi þrjú greiðslutímabil er ógreidd og hefur innborgunum gjaldandans eftir 30. júní 1995 ekki verið varið til að lækka hana, svo sem rakið er í héraðsdómi. Fram er komið að virðisaukaskattskýrslu var skilað í lok mars 1995, sem hafi átt að vera fyrir tímabilið nóvember til desember 1993. Var þá komið meira en eitt ár fram yfir lögbundinn skiladag skýrslu fyrir það tímabil. Af hálfu skattyfirvalda var skýrslan hins vegar talin eiga við sömu mánuði ársins 1994, en engri skýrslu hafði heldur verið skilað fyrir það tímabil. Verður ekki fallist á þá viðbáru ákærða að þetta hafi valdið slíkum mistökum við rannsókn málsins að varða eigi frávísun þess frá héraðsdómi, enda hefur hann ekki skotið neinum viðhlítandi stoðum undir að mistökin hafi á einhvern hátt orðið honum í óhag.

Gifspússning ehf. innti af hendi nokkrar greiðslur eftir 30. júní 1995 til innheimtumanns, sem lét þær að hluta ganga til greiðslu á virðisaukaskatti, en að hluta  tryggingagjaldi. Er skilmerkilega rakið í héraðsdómi hvaða greiðslur var um að ræða og hvenær þær bárust. Þar er einnig rakið hver staða félagsins var eftir hverja innborgun og hvern nýjan gjalddaga virðisaukaskatts á þessu tímabili fram til 5. desember 1995. Er í dóminum litið svo á að innborgun 17. nóvember 1995 hafi runnið til greiðslu á virðisaukaskatti en ekki tryggingagjaldi og allar greiðslur eru þar látnar ganga til greiðslu skatts, sem myndaðist eftir gildistöku laga nr. 42/1995 um breyting á refsiákvæðum nokkurra skattalaga, þar sem meðal annars refsing við brotum á lögum um virðisaukaskatt var þyngd til muna. Með þessu hefur ákærði verið látinn njóta þessara greiðslna eins og honum var hagfelldast. Innborgun 17. desember 1995 lét innheimtumaður ganga til að lækka skuld fyrir mars til apríl sama árs, en innborgun 17. janúar 1996 var látin ganga til greiðslu vegna tímabilsins janúar til febrúar 1995. Skýrslur vegna þessara tímabila bárust innheimtumanni sem áður segir 17. október 1995 og féll virðisaukaskattur samkvæmt þeim í gjalddaga eftir gildistöku laga nr. 42/1995, en ekki var ákært fyrir vanskil á skatti að þessu leyti. Staðhæfingar ákærða um frekari greiðslur til innheimtumanns eiga sér ekki stoð í gögnum málsins. Samkvæmt öllu þessu verður fallist á með héraðsdómi að ákærði hafi ekki staðið skil á 861.623 krónum af virðisaukaskatti ársins 1993 og 2.998.130 krónum vegna ársins 1994, en að því er varðar árið 1995 verður lagt til grundvallar að fjárhæðin sé 1.730.948 krónur.

Til stuðnings kröfum sínum vísar ákærði jafnframt til þess að tollstjórinn í Reykavík hafi 8. mars 1996 fengið fjárnám fyrir virðisaukaskattsskuld Gifspússningar ehf. í íbúð að Engihjalla 19 í Kópavogi samkvæmt ábendingu fyrirsvarsmanns félagsins. Fjárnáminu hafi hins vegar ekki verið þinglýst. Hafi annar skuldheimtumaður félagsins í kjölfarið fengið fjárnám í sömu íbúð og þinglýst því, en þannig hafi hann komist fram fyrir tollstjóra í veðröð með sína kröfu. Af þessum sökum hafi ekkert fengist upp í virðisaukaskattskuldina af söluverði íbúðarinnar við nauðungarsölu. Varðandi þetta er bæði til þess að líta að hugsanleg mistök innheimtumanns í viðleitni til að tryggja kröfu sína geta ekki gert háttsemi ákærða refsilausa, auk þess sem ekki fæst séð að innheimtumaður hefði fengið kröfu sinni fullnægt þótt fjárnáminu hefði verið þinglýst í tæka tíð. Getur þessi viðbára ákærða engu skipt fyrir niðurstöðu málsins.

II.

Í II. kafla ákæru er ákærði talinn hafa brotið gegn lögum um staðgreiðslu opinberra gjalda nr. 45/1987 með því að standa ekki skil á fé, sem haldið var eftir af launum starfsmanna Gifspússningar ehf. vegna staðgreiðslu opinberra gjalda á árunum 1994 og 1995, samtals að fjárhæð 2.291.545 krónur. Er í héraðsdómi að finna yfirlit um skil félagsins á staðgreiðslu á þessum árum, en í niðurstöðu sinni lækkaði héraðsdómari fjárhæð samkvæmt ákæru vegna þess hluta innborgana, sem látinn var ganga til greiðslu vaxta og álags. Af hálfu ákæruvalds er þessari aðferð ekki andmælt í ljósi þess að aðeins sé krafist staðfestingar héraðsdóms.

Ákærði vísar sérstaklega til þess að hefði innheimta allra opinberra gjalda í Reykjavík á árunum 1993 til 1995 verið á hendi sama innheimtumanns, hefðu greiðslur gjaldandans umfram höfuðstól virðisaukaskatts verið látnar ganga til greiðslu á höfuðstól staðgreiðslu opinberra gjalda. Áður er rakið hvernig farið var með innborganir hans vegna virðisaukaskatts á árinu 1995. Getur engu máli skipt hvernig farið var að þessu leyti með innborganir fyrir þann tíma þegar áðurnefnt félag var í vanskilum bæði að því er varðaði höfuðstól og dráttarvexti af virðisaukaskatti. Er þessi varnarástæða, sem ákærði teflir fram til stuðnings aðalkröfu sinni um frávísun málsins, því haldlaus.

III.

Samkvæmt öllu því, sem rakið er að framan, verður hafnað aðalkröfu ákærða um frávísun málsins frá héraðsdómi.

Sýknukrafa ákærða, sem hann hefur öðrum þræði reist á sömu ástæðum og áður greinir, er að öðru leyti studd þeim rökum að huglæg skilyrði séu ekki uppfyllt svo að honum verði gerð refsing fyrir þær sakir, sem bornar eru á hann í málinu. Að því er varðar II. kafla ákæru er sérstaklega á því byggt að staðgreiðsla opinberra gjalda hafi í reynd aldrei verið dregin af launum, því fé til þess hafi ekki verið til. Um þessa röksemd verður að líta til þess að í fyrri dómum Hæstaréttar, þar sem ákært var fyrir brot á sömu lögum og um ræðir í þessu máli, hefur ítrekað verið komist að þeirri niðurstöðu að unnið sé til refsingar með því einu að láta ógert að skila umræddum gjöldum í ríkissjóð á réttum tíma, sbr. meðal annars dóm í dómasafni réttarins 1997, bls. 789. Verður ekki fallist á með ákærða að þessi varnarástæða sé tæk.

Með háttsemi sinni hefur ákærði gerst sekur um brot á lögum um virðisaukaskatt, lögum um staðgreiðslu opinberra gjalda og almennum hegningarlögum nr. 19/1940, svo sem greinir í héraðsdómi. Við ákvörðun refsingar verður tekið tillit til þess að brot ákærða voru að hluta framin fyrir gildistöku laga nr. 42/1995 og laga nr. 39/1995 um breyting á almennum hegningarlögum. Að gættu því, sem að framan er rakið, og að öðru leyti með skírskotun til forsendna héraðsdóms verður staðfest niðurstaða hans um refsingu ákærða.

Ákvæði hins áfrýjaða dóms um sakarkostnað skal vera óraskað. Ákærði verður dæmdur til að greiða allan áfrýjunarkostnað málsins, eins og nánar greinir í dómsorði.

Dómsorð:

Héraðsdómur skal vera óraskaður.

Ákærði, Guðmundur Davíðsson, greiði allan áfrýjunarkostnað málsins, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns fyrir Hæstarétti, Péturs Þórs Sigurðssonar hæstaréttarlögmanns, 100.000 krónur.

 

 

 

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 8. desember.

Ár 1999, miðvikudaginn 8. desember, er á dómþingi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem háð er í Dómhúsinu við Lækjartorg af Pétri Guðgeirssyni, héraðsdómara, kveðinn upp dómur í sakamálinu nr. 209/1998:  Ákæruvaldið (Jón H. Snorrason) gegn Guðmundi Davíðssyni (Pétur Þór Sigurðsson hrl.) sem tekið var til dóms hinn 3. desember sl.

Málið er höfðað með ákæru Ríkislögreglustjórans, dagsettri 27. febrúar 1998 á hendur ákærða, Guðmundi Davíðssyni, Krókamýri 78, Garðabæ, kennitala 100740-4789,

"I.

Fyrir brot gegn lögum um virðisaukaskatt.

Ákærða sem framkvæmdastjóra og stjórnarmanni Gifspússningar ehf. Hóla­bergi 36, Reykjavík, kt. 670588-1499, er gefið að sök að hafa brotið gegn lögum um virðis­aukaskatt með því að hafa eigi, í samræmi við það sem lög áskilja, staðið Toll­stjóranum í Reykjavík skil á virðisaukaskatti sem innheimtur hafði verið í nafni Gifspússningar ehf. á árinu 1993, 1994 og 1995 samtals að fjárhaeð 7.311.958 og sundurliðast sem hér greinir:

Greiðslutímabil:

Árið 1993

 

 

Mars - apríl

kr. 598.184

 

Nóvember - desember

kr. 263.439

kr.    861.623

Árið 1994

 

 

September - október

kr. 2.998.130

kr. 2.998.130

Árið 1995

 

 

Janúar - febrúar

kr. 29.218

 

Maí - júní

kr. 200.813

 

Júlí - ágúst

kr. 1.448.596

 

September - október

kr. 1.773.578

kr. 3.452.205

 

Samtals:

kr. 7.311.958

 

Telst þetta varða við 1. mgr., sbr. 6. mgr. 40. gr. laga nr. 50,1988, um virðis­aukaskatt, sjá nú 3. gr. laga nr. 42,1995 og 1. mgr. 262. gr. almennra hegningarlaga nr. 19,1940, sbr. 1. gr. laga nr. 39,1995.

II.

Fyrir brot gegn lögum um staðgreiðslu opinberra ~jalda.

Þá er ákærða gefið að sök að hafa brotið gegn lögum um staðgreiðslu opin­berra gjalda með því að hafa eigi, í samræmi við það sem lög áskilja, staðið Gjald­heimtunni í Reykjavík skil á staðgreiðslu opinberra gjalda sem haldið var eftir af launum starfsmanna Gifspússningar ehf. á árunum 1994 og 1995 samtals að fjárhæð kr. 2.291.545 og sundurliðast sem hér segir:

Greiðslutímabil:

Árið 1994

 

 

Október

kr. 305.562

 

Nóvember

kr. 262.868

 

Desember

kr. 165.757

 

Árið 1995

 

 

Maí

kr.13.615

 

Júní

kr.156.829

 

Júlí

kr.292.150

 

Ágúst

kr.259.909

 

September

kr.220.178

 

Október

kr.166.802

 

Nóvember

kr.317.229

 

Desember

kr.130.646

kr. 1.557.358

 

Samtals:

kr. 2.291.545

 

Telst þetta varða við l. mgr. 30. gr. sbr. 7. mgr. laga nr. 45,1987 um stað­greiðslu opinberra gjalda, sjá nú 2. mgr. 30. gr. laga nr. 45,1987, sbr. 2. gr. laga nr. 42,1995 og 1. mgr. 262. gr. almennra hegningalaga, sbr. 1. gr. laga nr. 39,1995.

Þess er krafist að ákaerði verði dæmdur til refsingar fyrir framangreind brot".

Mál þetta var dæmt útivistardómi 25. mars 1998 en með dómi Hæstaréttar 11. febrúar sl. var héraðsdómurinn ómerktur og málið sent til meðferðar að nýju. 

Af hálfu ákærða hefur þess verið krafist að málinu verði vísað frá dómi vegna þess að málið sé vanreifað, ekki fyllilega upplýst eða skýrt.  Hafi þetta komið í ljós við þá gagnaöflun sem fram hafi farið fyrir dóminum.  Á þetta verður ekki fallist því bæði er að sakarefni málsins er skýrt og rannsókn þess ítarleg.  Ber að synja kröfu ákærða um að málinu verði vísað frá dómi.

Málavextir.

Ákærði var framkvæmdastjóri og stjórnarmaður í fyrirtækinu Gifspússning ehf. á þeim tíma sem ákæran tekur til.  Sá ákærði um alla daglega stjórn fyrirtækisins en auk hans voru í stjórn þess eiginkona hans, sonur og tvær dætur. Ákærði kveðst bera ábyrgð á skilum virðisaukaskatts og staðgreiðslufjár.  Fyrirtæki þetta hafði með höndum undirverktöku í byggingariðnaði.  Þegar á leið fór reksturinn að ganga illa.  Telur ákærði það hafa orsakast af því að verkkauparnir hafi ekki getað greitt fyrirtækinu í peningum heldur hafi þeir látið íbúðir sem greiðslu í staðinn.  Þessar fasteignir hafi svo selst seint og þá með stórtapi.  Að lokum varð fyrirtækið að hætta rekstri þegar húsnæði þess var innsiglað vegna vanskila um áramótin 1995/6.  Var það síðan tekið til gjaldþrotaskipta.  Rannsókn málsins fór í fyrstu fram hjá embætti skatt­rannsóknarstjóra ríkisins en að henni lokinni fór fram lögreglurannsókn.  Eru sakar­gögnin allmikil að vöxtum. 

 

I. Virðisaukaskattur.

 

Meðal þeirra gagna sem aflað var þegar skattrannsókn og lögreglurannsókn fóru fram í málinu eru virðisaukaskattskýrslur og árssamanburðarskýrslur varðandi tímabilið sem I. kafli ákærunnar tekur til.  Virðisaukaskattskýrslum mun ekki hafa verið skilað fyrir tímabilin mars-apríl og nóvember-desember 1993 og hefur þess í stað verið stuðst við árssamanburðarskýrslur við rannsóknina.  Hefur komið fram hjá ákærða að þessi gögn séu í samræmi við bókhald félagsins.  Eru ekki efni til þess að vefengja það.  Þá eru í málinu skilagreinar vegna staðgreiðslu opinbera gjalda af laun­um starfsmanna fyrirtækisins fyrir það tímabil sem II. kafli ákærunnar tekur til.  Hefur komið fram hjá ákærða að skilagreinar þessar séu í samræmi við launabókhald félagsins.  Eins og áður er vikið að hefur ákærði borið því við að hann hafi ekki getað staðið í skilum með virðisaukaskattinn og staðgreiðsluféð vegna þess að hann hafi ekki fengið greitt fyrir verkin nema í íbúðum sem selst hafi bæði seint og illa.  Þá hafi hann tapað miklu á húsbréfaafföllum.  Hann hefur ennfremur haldið því fram að fé sem hann greiddi innheimtumönnum ríkissjóðs hafi ekki allt gengið til þess að greiða af höfuðstól skuldanna, heldur hafi það einnig runnið til þess að greiða vexti og önnur opinber gjöld, svo sem vinnueftirlitsgjald.  Telur hann sig ekki hafa átt að sæta þessu heldur hafi borið að ráðstafa greiðslum hans á þann hátt sem sé honum hagfelldastur.  Þá hefur ákærði lagt fram afrit af kvittunum frá tollstjóraembættinu í Reykjavík fyrir kr. 11.720.000 svo og ljósrit af tveimur tékkum stíluðum á embættið, samtals 1.000.000 krónur, og tékka til Gjaldheimtunnar í Reykjavík að fjárhæð 500.000 krónur, sem hann kveðst hafa greitt án þess að þess sjái stað í rannsókn skattrann­sóknarstjóra og lögreglu.  Séu ekki öll kurl komin til grafar og hafi hann látið fleiri tékka til greiðslu á skuld sinni við ríkissjóð.  Loks segir hann að hann hafi ætlað að láta íbúð sem hann hafi átt í Engihjalla í Kópavogi ganga til tollstjórans en það hafi ekki getað orðið af ástæðum sem honum verði ekki kennt um.  Er því haldið fram af ákærða að skuld hans við ríkissjóð sé greidd að fullu og reyndar gott betur.

Dómurinn hefur yfirfarið málsgögnin með hliðsjón af þessum viðbárum ákærða.  Í eftirfarandi yfirliti er gerð grein fyrir öllum greiðslum ákærða inn á skuld hans við tollstjóraembættið í Reykjavík á því tímabili sem ákæran tekur til og hvernig þeim greiðslum var ráðstafað þar.

 

Greitt ´93-4

skv. hreyf.

vsk. tollstj

dags. gr.

vextir

álag

kostn

h. stóll

alls greitt

samt. gr.pr. dag

hvað greitt

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Áv.v/VA skv.

kvitt. tollstj.

18/2 ´93 

22/3 ´93

15.200

 

4.800

 

20.000

20.000

v/40 ´91(þ.e

sept okt ´91)

 

Áv.v/VA skv.

kvitt. tollstj.

 15/3 ´93 

8/6 ´93

42.817

 

 

557.183

600.000

600.000

v/40 ´91(þ.e

sept okt ´91)

 

Áv.v/VA skv.

kvitt. tollstj.

15/6 ´93 

22/6 ´93

 

 

 

153.863

153.863

 

v/40 ´91(þ.e

sept okt ´91)

 

Áv.v/VA skv.

kvitt. tollstj.

15/6 ´93

22/6 ´93

46.137

 

 

 

46.137

200.000

v/48 ´91(þ.e. nóv/des´91)

 

Áv.v/VA skv.

kvitt. tollstj.

15/7 ´93

19/7 ´93

82.101

100.233

 

17.666

200.000

200.000

v/48 ´91(þ.e. nóv/des´91)

 

Áv.v/VA skv.

kvitt. tollstj.

15/8 ´93

20/8 ´93

6.333

 

 

193.667

200.000

200.000

v/48 ´91(þ.e. nóv/des´91)

 

Áv.v/VA skv.

kvitt. tollstj.

15/9 ´93

15/9 ´93

4.260

 

 

185.340

189.600

 

v/48 ´91(þ.e. nóv/des´91)

 

Áv.v/VA skv.

kvitt. tollstj.

15/9 ´93

15/9 ´93

 

 

4.300

 

4.300

 

v/32 ´92(þ.e.

júlí/ág ´92)

 

Áv.v/VA skv.

kvitt.  tollstj.

15/9 ´93

15/9 ´93

 

 

6.100

 

6.100

200.000

v/8   ´93(þ.e

 jan/feb. ´93)

 

Áv.v/VA skv.

kvitt. tollstj. 15/10´93

15/10

´93

1.870

 

 

104.492

106.362

 

v/48 ´91(þ.e. nóv/des´91)

 

Áv.v/VA skv.

kvitt. tollstj. 15/10´93

15/10 ´93

1.371

6.834

 

 

8.205

 

v/16 ´92(þ.e

mars/apr ´92)

 

Áv.v/VA skv.

kvitt.  tollstj. 15/10´93

15/10 ´93

53.553

31.880

 

 

85.433

200.000

v/32 ´92(þ.e.

júlí/ág ´92)

 

Áv.v/VA skv.

kvitt. tollstj. 15/11´93

22/11 ´93

5.547

30.799

 

142.239

178.585

 

v/32 ´92(þ.e.

júlí/ág ´92)

 

Áv.v/VA skv.

kvitt. tollstj. 15/11´93

22/11 ´93

 

 

15.115

 

15.115

 

v/8   ´93(þ.e

 jan/feb. ´93)

 

Áv.v/VA skv.

kvitt. tollstj. 15/11´93

22/11 ´93

 

 

6.300

 

6.300

200.000

v/16 ´93(þ.e

mars/apr ´93)

 

Áv.v/VA skv.

kvitt. tollstj.

15/12 ´93

15/12 ´93

2.841

 

 

171.157

173.998

 

v/32 ´92(þ.e.

júlí/ág ´92)

 

Áv.v/VA skv.

kvitt. tollstj.

15/12 ´93

15/12 ´93

4.142

 

 

21.860

26.002

200.000

v/40 ´92(þ.e

sept okt ´92)

 

Samtals gr.

v/vsk 1993

 

 

 

 

 

2.020.000

 

 

 

 

20/1

´94

133

 

 

9.054

9.187

9.187

v/40 ´92(þ.e.

sept/okt ´92)

 300.000

Áv skv. kvitt.

tollstj. 10/10

´94    

12/10 ´94

104.664

98.000

22.415

61.263

286.342

286.342

v/16 ´93(þ.e

mars/apr ´93)

 (286.342)

Áv.v/VA skv.

kvitt. tollstj.

10/11 ´94

10/11 ´94

123.529

98.000

 

78.471

300.000

300.000

v/8   ´93(þ.e.

jan/feb ´93)

    13.658

     mism.

Áv.v/VA skv.

kvitt.  tollstj.

10/12 ´94

30/12 ´94

4.773

 

 

222.554

227.327

 

v/8   ´93(þ.e.

jan/feb ´93)

 

Áv.v/VA skv.

kvitt.  tollstj.

10/12 ´94

30/12 ´94

 

 

26.858

 

26.858

 

v/48 ´93 (þ.e. nóv/de´93)

 

Áv.v/VA skv.

kvitt. tollstj.

10/12 ´94

30/12 ´94

 

 

45.815

 

45.815

300.000

v/8   ´94 (þ.e.

jan/feb ´94)

 

Samtals gr.

v/vsk 1994

 

 

 

 

 

895.529

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Greitt ´95

skv. hreyf.

vsk. tollstj.

o.fl.

dags. gr.

vextir

álag

kostn.

h. stóll

alls greitt

samt. gr.pr. dag

hvað gr.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Áv.v/VA skv.

kvitt. tollstj.

10/01 ´95

10/01 ´95

2.192

 

 

188.975

191.167

 

v/8  ´93 (þ.e.

jan./feb. ´93)

 

Áv.v/VA skv.

kvitt. tollstj.

10/01 ´95

10/01 ´95

14.919

 

 

93.914

108.833

300.000

v/16 ´93(þ.e. mars/apr93)

 

Áv.v/VA skv.

kvitt. tollstj.

10/02 ´95

20/02 ´95

3.883

 

 

296.117

300.000

300.000

v/16 ´93(þ.e.

mars/ap 93)

 

Áv.v/VA skv.

kvitt. tollstj.

10/03 ´95

10/03 ´95

448

 

 

38.706

39.154

 

v/16 ´93(þ.e. mars/ap´93)

 

Áv.v/VA skv.

kvitt. tollstj.

10/03 ´95

10/03 ´95

1.857

 

 

8.730

10.587

 

v/24 ´93(þ.e.

maí/jún ´93)

 

Áv.v/VA skv.

kvitt. tollstj.

10/03 ´95

10/03 ´95

171.090

79.169

 

 

250.259

300.000

v/32 ´93 (þ.e.

júlí/ ág ´93)

 

Áv.v/VA skv.

kvitt. tollstj.

10/04 ´95

10/04 ´95

9.304

81.244

 

209.452

300.000

300.000

v/32 ´93 (þ.e.

júlí/ ág ´93)

 

Áv.v/VA skv.

kvitt. tollstj.

11/04 ´95

11/04 ´95

 

 

 

592.617

592.617

 

v/32 ´93 (þ.e.

júlí/ ág ´93)

 

Áv.v/VA skv.

kvitt. tollstj.

11/04 ´95

11/04 ´95

119.364

147.000

39.800

101.219

407.383

1.000.000

v/48 ´93 (þ.e.

nóv/des´93)

 

Áv.v/VA skv.

kvitt. tollstj.

10/05 ´95

10/05 ´95

7.351

 

 

292.649

300.000

300.000

v/48 ´93(þ.e.

nóv/des´93)

 

Áv.v/VA skv.

kvitt. tollstj.

16/05 ´95

17/05 ´95

 

 

 

341.132

341.132

 

v/48 ´93 (þ.e.

nóv/des´93)

 

Áv.v/VA skv.

kvitt. tollstj.

16/05 ´95

17/05 ´95

129.311

171.500

 

358.057

658.868

1.000.000

v/8  ´94 (þ.e.

jan./feb. ´94)

 

Áv. v/VA skv. kvitt. tollstj.

10/06 ´95

12/06 ´95

5.843

 

 

294.157

300.000

300.000

v/8  ´94 (þ.e.

jan./feb. ´94)

 

Áv. v/VA skv. kvitt. tollstj.

15/06 ´95

30/06 ´95

 

 

 

205.286

205.286

 

v/8  ´94 (þ.e

.jan./feb. ´94)

 

Áv. v/VA skv. kvitt. tollstj.

15/06 ´95

30/06 ´95

31.091

44.650

 

223.252

298.993

 

v/16 ´94 (þ.e.

mars/ap´94)

 

Áv. v/VA skv. kvitt. tollstj.

15/06 ´95

30/06 ´95

122.435

210.921

53.140

1.054.606

1.441.102

 

v/24 ´94(þ.e.

maí/jún ´94)

 

Áv. v/VA skv. kvitt. tollstj.

15/06 ´95

30/06 ´95

22.641

48.755

 

243.779

315.175

 

v/32 ´94 (þ.e.

júlí/ ág ´94)

 

Áv. v/VA skv. kvitt. tollstj.

15/06 ´95

30/06 ´95

6.826

19.600

28.765

98.000

153.191

 

v/40 ´94(þ.e.

sept/okt.´94)

4.000.000

Áv. v/VA skv. kvitt. tollstj.

15/06 ´95

30/06 ´95

39.481

169.815

 

849.075

1.058.371

 

v/48 ´94 (þ.e. nóv/de´94)

(3.807.961)

Áv. v/VA skv. kvitt. tollstj.

15/06 ´95

30/06 ´95

6.966

29.898

 

298.979

335.843

3.807.961

v/8   ´95 (þ.e.

jan/feb ´95)

    192.039

       mism.

Áv. v/VA skv. kvitt. tollstj.

10/07 ´95

11/09 ´95

59.718

159.250

 

281.032

500.000

500.000

v/16 ´95 (þ.e

mars/apr´95)

 

Áv. v/VA skv. kvitt. tollstj.

10/08 ´95

11/09 ´95

 

 

 

500.000

500.000

500.000

v/16 ´95 (þ.e.

mars/apr´95)

 

Áv. 6909331

dags. 17/12

1995

27/12 ´95

7.992

 

23.925

468.083

500.000

500.000

v/16´95(þ.e.

mars/apr´95)

 

Samtals gr.

1995

 

 

 

 

 

9.107.961

9.107.961

 

 

Áv. 6909332

dags 17/1

1996   

17/01 ´96

62.721

56.608

 

380.671

500.000

500.000

v/8  ´95 (þ.e.

jan/feb ´95)

 

 

20/11 ´96

 

 

19.050

 

19.050

19.050

v/8  ´93 (þ.e.

jan/feb ´93)

 

Samtals gr.

1996

 

 

 

 

 

519.050

519.050

 

 

Alls gr. v/vsk

sbr. að ofan

 

1.324.704

1.584.156

296.383

9.337.297

12.542.540

 

 

 

 

Í ljós kemur að hluti af því fé sem ákærði greiddi var látinn renna til annars en þess að greiða af höfuðstól skuldanna, eins og fram kemur í yfirlitinu.  Þess er þó að gæta að á því tímabili sem mál þetta tekur til greiddi ákærði aldrei virðisaukaskattinn á gjalddaga, eins og lögskylt er, sbr. þó hér á eftir, og ákært er einungis fyrir hluta af þeirri fjárhæð sem ákærði stóð ekki skil á.  Breytir sá hluti af greiðslum ákærða sem ráðstafað var inn á annað en höfuðstól skuldarinnar engu um vanskil þau sem ákært er fyrir.  Af yfirlitinu má sjá að ákærði greiddi 500.000 krónur í virðisaukaskatt 11. september 1995, 500.000 krónur sama dag og 500.000 krónur 27. desember sama ár.  Þessum greiðslum var, eins og sést af yfirlitinu, ráðstafað til þess að greiða virðisaukaskatt vegna uppgjörstímabilsins mars-apríl 1995 svo og dráttarvexti, álag og kostnað.  Meðal gagna málsins, sem ákæruvaldið hefur aflað og hefur ekki verið hnekkt, er bréf Tollstjórans í Reykjavík, dagsett 27. maí 1999 til Ríkislögreglustjórans um skuldastöðu ákærða gagnvart því embætti.  Segir þar m.a. að ávísun að fjárhæð 500.000 krónur, sem ákærði greiddi með 17. nóvember 1995 og ljósrit er af í málinu hafi farið “inn sem greiðsla á ógreiddu tryggingagjaldi.”  Þá segir ennfremur í bréfinu: “Með greiðslu 30. júní 95, ávísun dags 15.06.95 að upphæð 4.000.000,- fer gjaldandi á 0 í virðisaukaskatti með greiðslu að upphæð kr. 3.807.961,-.  Mismunur hefur þegar farið inn á önnur ógreidd gjöld."  Ekki er unnt að skilja þetta öðru vísi en svo að nú sé ákærði talinn hafa verið skuldlaus við tollstjóraembættið að því er tekur til virðis­aukaskatts, eftir þessa greiðslu.  Dómurinn telur að byggja verði á þessu í málinu.  Jafnframt er það álit dómsins að þrátt fyrir ákvæði 27. og 28. gr. laga um virðis­aukaskatt um álag og dráttarvexti beri í sakamáli að draga allar greiðslur ákærða frá höfuðstól skuldarinnar og telja að ákærði hafi frá 30. júní 1995 átt inni hjá toll­stjóra­embættinu 192.039 krónur sem borið hefði að draga frá virðisaukaskatti hans á næsta gjalddaga, þ.e. 8. ágúst. Samkvæmt því sem áður segir hafði ákærði greitt 500.000 krónur í virðisaukaskatt 10. júlí 1995.  Ber þannig að sýkna ákærða alfarið af vanskil­um fyrir uppgjörstímabilið maí-júní 1995.  Var inneign hans hjá tollstjóraembættinu eftir þennan gjalddaga 491.226 krónur.  Eftir innborgun ákærða 10. ágúst, 500.000 krónur, átti hann inni 991.226 krónur hjá tollstjóraembættinu þegar kom að næsta gjalddaga, 5. október.  Ber að draga þá fjárhæð frá því sem þá gjaldféll og telja að vanskil hans vegna uppgjörstímabilsins júlí-ágúst hafi numið 457.370 krónum en ekki 1.448.596 krónum eins og í ákærunni segir.  Innborgun ákærða 17. nóvember með 500.000 króna ávísun ber að skoða sem greiðslu á þeirri skuld og átti hann þannig inni 42.630 krónur þegar kom að næsta gjalddaga, 5. desember.  Vanskil hans fyrir þetta síðasta tímabil ákærunnar námu þannig 1.730.948 krónum en ekki 1.773.578 krónum eins og í ákærunni segir.

Ekki verður séð að ákærði hafi innt af hendi aðrar eða frekari greiðslur en fram hafa komið í málinu og vikið er að hér að framan, en að því er varðar íbúðina í Engihjalla getur hún ekki komið til álita sem greiðsla í þessu samhengi.  Með því að standa Tollstjóranum í Reykjavík ekki skil á 861.623 krónum af virðisaukaskatti ársins 1993, 2.998.130 krónum af virðisaukaskatti ársins 1994 og 2.217.536 krónum af virðisaukaskatti ársins 1995 hefur ákærði gerst sekur um brot gegn 1. mgr., sbr 6. mgr. 40. gr. laga um virðisaukaskatt nr. 50,1988, sbr. nú 3. gr. laga nr. 42,1995.  Vanskil ákærða vegna uppgjörstímabilanna júlí - ágúst og september - október 1995 teljast vera stórfelld og varða við 1. mgr. 262. gr. almennra hegningarlaga nr. 19,1940, sbr. nú 1. gr. laga nr. 39,1995.

 

II. Staðgreiðsla opinberra gjalda.

 

Meðal gagna málsins eru skilagreinar um staðgreiðslu opinberra gjalda af launum starfsmanna ákærða á þeim tímabilum sem tilgreind eru í II. kafla ákærunnar.  Hefur ákærði sagt að skilagreinarnar séu í samræmi við launabókhald fyrirtækis hans.  Segir hann fé það, sem halda hefði átt eftir af launum starfsmannanna og skila gjaldheimtunni, hafi í rauninni aldrei komið inn í fyrirtækið og því verið ómögulegt að standa skil á því.  Samkvæmt útskrift úr tölvubókhaldi innheimtuaðila sem er í málinu voru vanskil þessi vegna ársins 1994 734.187 krónur og vegna ársins 1995 1.557.358 krónur.  Hér á eftir fer yfirlit yfir greiðslur ákærða á staðgreiðslufé á árunum 1993 - 1995 og hvernig greiðslum hans var varið.

 

Samkv. hreyf.

 staðgr. tollstj

Færslud.

vextir

álag

kostn.

höfðstóll

alls greitt

 

 

 

 

 

 

 

Tímabil  01 1994

25/03 ´94

2.463

21.234

 

212.342

236.039

Tímabil  02 1994

02/05 '94

3.570

15.391

 

153.915

172.876

Tímabil  03 1994

19/05 '94

2.388

20.591

 

205.919

228.898

Tímabil  04 1994

02/08 '94

13.494

38.777

 

387.774

440.045

Tímabil  05 1994

19/7,20/9

2.506

17.667

 

176.678

196.851

Tímabil  06 1994

20/9 '94

3.749

16.160

 

161.601

181.510

Tímabil  07 1994

26/9 '94

2.953

25.465

 

254.652

283.070

Tímabil  08 1994

16/12 '94

12.371

35.550

 

355.505

403.426

Tímabil  09 1994

23/1 '95

5.703

16.390

 

163.903

185.996

Tímabil  10 1994

 

 

 

 

 

0

Tímabil  11 1994

 

 

 

 

 

0

Tímabil  12 1994

 

 

 

 

 

0

Samt. gr.  v/1994

 

49.197

207.225

0

2.072.289

2.328.711

Tímabil  01 1995

18/9 '95

16.332

19.260

 

192.601

228.193

Tímabil  02 1995

18/9 '95

11.141

15.221

 

152.213

178.575

Tímabil  03 1995

23/10 o.fl

20.297

28.197

 

281.970

330.464

Tímabil  04 1995

23/10 o.fl

15.983

25.013

 

250.133

291.129

Tímabil  05 1995

21/11 '95

14.703

23.525

 

183.411

221.639

Tímabil  06 1995

 

 

 

 

 

0

Tímabil  07 1995

 

 

 

 

 

0

Tímabil  08 1995

 

 

 

 

 

0

Tímabil  09 1995

 

 

 

 

 

0

Tímabil  10 1995

 

 

 

 

 

0

Tímabil  11 1995

 

 

 

 

 

0

Tímabil  12 1995

 

 

 

 

 

0

Samtals gr. v/1995

 

78.456

111.216

0

1.060.328

1.250.000

 

Af yfirlitinu sést að á árinu 1994 höfðu 256.422 krónur af greiðslum ákærða gengið upp í vexti og álag og á árinu 1995 hafði hann greitt 189.672 krónur upp í vexti og álag.  Það er álit dómsins að þrátt fyrir ákvæði 28. gr. laga um staðgreiðslu opinberra gjalda, varðandi álag og dráttarvexti, beri í sakamáli að draga allar greiðslur ákærða frá vanskilum hans, jafnt álag sem vexti.  Ákærði telst þannig vera sannur að því að hafa ekki staðið Gjaldheimtunni í Reykjavík skil á 477.765 krónum af staðgreiðslufé ársins 1994 og 1.367.686 krónum af staðgreiðslufé ársins 1995, samtals 1.845.451 krónu en ekki 2.291.545 krónum eins og í ákærunni segir.  Hefur hann með þessu orðið brotlegur við 1. mgr. 30. gr. laga um staðgreiðslu opinberra gjalda nr. 45,1987 að því er tekur til ársins 1994 en að því er varðar árið 1995 telst brot hans vera stórfellt og varða við 2. mgr. 30. gr. sömu laga, sbr. lög nr. 42,1995 og 1. mgr. 262. gr. almennra hegningarlaga, sbr. lög nr. 35,1995.  

Refsing og sakarkostnaður.

Sakferill ákærða hefur ekki þýðingu fyrir mál þetta.  Meðferð málsins hefur dregist verulega og verður ákærða ekki kennt um þann drátt.  Er rétt að hafa hliðsjón af drætti þessum þegar ákærða er metin refsing í málinu.  Þykir hún hæfilega ákveðin fangelsi í þrjá mánuði.  Rétt þykir að fresta framkvæmd þeirrar refsingar og ákveða að hún falli niður að liðnu einu ári, haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga.

Þá ber að dæma ákærða til þess að greiða 9.000.000 krónur í sekt til ríkissjóðs og komi 8 mánaða fangelsi í stað sektarinnar, greiðist hún ekki innan fjögurra vikna frá dómsuppsögu.

Dæma ber ákærða til þess að greiða sakarkostnað að 4/5 hlutum, þar með talin 240.000 króna málsvarnarlaun til verjanda síns, Péturs Þórs Sigurðssonar hrl., en 1/5 hluta sakarkostn­aðarins, þar með talin 60.000 króna málsvarnarlaun til verjand­ans, ber að greiða úr ríkissjóði. 

DÓMSORÐ:

Ákærði Guðmundur Davíðsson sæti fangelsi í þrjá mánuði.  Frestað er fram­kvæmd refsingarinnar og fellur hún niður að liðnu einu ári, haldi ákærði almennt skilorð.

Ákærði greiði 9.000.000 krónur í sekt til ríkissjóðs og komi átta mánaða fang­elsi í stað sektarinnar, greiðist hún ekki innan fjögurra vikna frá dómsuppsögu.

Ákærði greiði sakarkostnað að 4/5 hlutum, þar með talin 240.000 króna máls­varnarlaun til verjanda síns, Péturs Þórs Sigurðssonar hrl., en 1/5 hluti sakarkostnað­arins, þar með talin 60.000 króna málsvarnarlaun, greiðist úr ríkissjóði.

Pétur Guðgeirsson.