Hæstiréttur íslands

Mál nr. 121/2015


Lykilorð

  • Kærumál
  • Innsetningargerð
  • Fjármögnunarleiga
  • Lánssamningur
  • Gengistrygging


                                     

Miðvikudaginn 4. mars 2015.

Nr. 121/2015.

Leiguvélar ehf.

(Jón Ögmundsson hrl.)

gegn

Lýsingu hf.

(Árni Ármann Árnason hrl.)

Kærumál. Innsetningargerð. Fjármögnunarleiga. Lánssamningur. Gengistrygging.

Kærður var úrskurður héraðsdóms þar sem fallist var á kröfu L hf. um að félaginu yrði með beinni aðfarargerð afhent nánar tilgreind tæki sem L ehf. hafði í sínum vörslum samkvæmt fjármögnunarleigusamningum aðila. Ágreiningur aðilanna laut öðrum þræði að því hvort samningarnir teldust hafa verið um leigu eða lán og þar með hvort þeir væru tengdir með ólögmætum hætti við gengi erlendra gjaldmiðla. Talið var að þeir  fjármögnunarleigusamningar, sem um væri deilt í málinu, væru sambærilegir þeim samningum sem fjallað hefði verið um í dómum Hæstaréttar. Í niðurstöðu Hæstaréttar, sem staðfesti úrskurð héraðsdóms með vísan til forsendna hans, kom fram að ósannað væri að samið hefði verið um að L ehf. myndi eignast hið leigða gegn ákveðinni greiðslu við lok leigutímans og lægi því ekki annað fyrir en að á þeim tíma myndi stofnast ótímabundinn leigumáli. Samkvæmt ákvæðum samninganna hefði L ehf. ekki getað orðið eigandi leigumunanna nema að til frekari samninga kæmi við L hf. og með samþykki af hans hálfu. Þó svo að slíkt hefði verið gert í einhverjum tilvikum í viðskiptum aðila, gæti það ekki orðið til marks um að slíkt hefði einnig átt við um þá samninga sem hér væri deilt um. Var því ekki talið annað leitt í ljós en að samningarnir væru um fjármögnunarleigu.

Dómur Hæstaréttar.

Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Þorgeir Örlygsson og Benedikt Bogason og Karl Axelsson settur hæstaréttardómari.

Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 5. febrúar 2015 sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 16. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 23. janúar 2015, þar sem varnaraðila var heimilað að fá nánar tilgreind tæki tekin með beinni aðfarargerð úr vörslum sóknaraðila og fengin sér. Kæruheimild er í 4. mgr. 84. gr. laga nr. 90/1989 um aðför. Sóknaraðili krefst þess að kröfu varnaraðila um beina aðfarargerð verði hafnað. Þá krefst hann málskostnaðar í héraði og kærumálskostnaðar.

Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar og kærumálskostnaðar.

Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur.

Sóknaraðila verður gert að greiða varnaraðila kærumálskostnað eins og í dómsorði greinir.

Dómsorð:

Hinn kærði úrskurður er staðfestur.

Sóknaraðili, Leiguvélar ehf., greiði varnaraðila, Lýsingu hf., 350.000 krónur í kærumálskostnað.

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 23. janúar 2015.

Mál þetta barst Héraðsdómi Reykjavíkur með bréfi mótteknu 3. desember 2013 og var þingfest 28. mars sl. Sóknaraðili er Lýsing hf., Ármúla 3, Reykjavík. Varnaraðili er Leiguvélar ehf., Járnhálsi 2, Reykjavík.

Sóknaraðili krefst í málinu dómsúrskurðar um að eftirtalin tæki verði með beinni aðfarargerð tekin úr vörslum varnaraðila og fengin sóknaraðila:

  • Hyster H2.50 XM lyftari, skráningarnúmer JL-5639, árgerð 2005.
  • DAF FA LF 45, fastanúmer DU-650, árgerð 2005, ásamt vörukassa m/alopnun og lyftu.
  • DAF FA LF 45, fastanúmer LR-719, árgerð 2005, ásamt vörukassa m/alopnun og lyftu.
  • DAF FA LF55, fastanúmer TY-608, árgerð 2005, ásamt vörukassa m/alopnun og lyftu.
  • DAF FA LF55, fastanúmer SF-286, árgerð 2005, ásamt vörukassa m/alopnun og lyftu.
  • DAF FA LF55, fastanúmer SM-606, árgerð 2005, ásamt vörukassa m/alopnun, lyftu og kælivél.
  • DAF FA LF55, fastanúmer JG-210, árgerð 2005, ásamt vörukassa m/alopnun og lyftu.
  • DAF FA LF55, fastanúmer PX-279, árgerð 2005, ásamt vörukassa m/alopnun og lyftu.
  • DAF FA LF55, fastanúmer YT-487, árgerð 2005, ásamt vörukassa m/alopnun og lyftu.
  • Hyster H5.00 XL lyftari, skráningarnúmer JL-5790, árgerð 2005.
  • Bobcat A-300 dráttarvél, skráningarnúmer IM-1083, árgerð 2006, ásamt fylgihlutum samkvæmt reikningi.
  • Hyster H2.5 lyftari, skráningarnúmer JL-5955, árgerð 2005
  • Jungheinrich EFG 540 lyftari, skráningarnúmer JL-1208, árgerð 2006.
  • Bobcat T 3071 skotbómulyftari, skráningarnúmer JF-0616, árgerð 2006, ásamt fylgihlutum samkvæmt reikningi.
  • Bobcat T3571 skotbómulyftari, skráningarnúmer JF-0609, árgerð 2006, ásamt fylgihlutum samkvæmt reikningi.
  • John Deere dráttarvél, fastanúmer AR-349, árgerð 2006, ásamt fylgihlutum samkvæmt reikningi.
  • Kalmar gámalyftari, skráningarnúmer KG-0141, árgerð 2007.
  • Jungheinrich DFG 435 lyftari, skráningarnúmer JL-6877, árgerð 2007.
  • Jungheinrich DFG 435 lyftari, skráningarnúmer JL-6878, árgerð 2007.
  • Jungheinrich DFG 550 lyftari, skráningarnúmer JL-6875, árgerð 2007.
  • Jungheinrich DFG 550 lyftari, skráningarnúmer JL-6876, árgerð 2007.
  • John Deere 6230 dráttarvél, fastanúmer TS-955, árgerð 2007, ásamt fylgihlutum samkvæmt reikningi.
  • Kalmar DRD 420-65S5 lyftari, skráningarnúmer KG-0143, árgerð 2007.
  • Jungheinrich EFG 430 lyftari, skráningarnúmer JL-6537, árgerð 2006.
  • Kalmar DRD450-60S5X lyftari, skráningarnúmer KG-0144, árgerð 2007.
  • Jungheinrich DFG 550 lyftari, skráningarnúmer JL-6934, árgerð 2007.
  • Bobcat T40170 skotbómulyftari, skráningarnúmer JF-0691, árgerð 2007.
  • Bobcat T40170 skotbómulyftari, skráningarnúmer JF-0697, árgerð 2007.
  • Haulotte HA 18 körfukrani, skráningarnúmer DK-0589, árgerð 2007.
  • Jungheinrich EFG 220 lyftari, skráningarnúmer JL-6941, árgerð 2007, ásamt fylgihlutum samkvæmt reikningi.
  • Bobcat T3571 lyftari, skráningarnúmer JF-0764, árgerð 2008.
  • Bobcat T3571 lyftari, skráningarnúmer JF-0767, árgerð 2008.
  • Jungheinrich ERE 224 lyftari, skráningarnúmer SN-0169, árgerð 2006, ásamt fylgihlutum samkvæmt reikningi.
  • Jungheinrich DFG 550 lyftari, skráningarnúmer JL-6935, árgerð 2007, ásamt fylgihlut samkvæmt reikningi.
  • Jungheinrich EKX 513 lyftari, skráningarnúmer JL-7451, árgerð 2008.
  • Jungheinrich EFG 220 lyftari, skráningarnúmer JL-6943, árgerð 2007.
  • Jungheinrich EJE C20, skráningarnúmer SM-0112, árgerð 2008.
  • Jungheinrich EXT Kombi 125, skráningarnúmer JL-4500, árgerð 2002.
  • Jungheinrich EJC 16, skráningarnúmer JL-5673, árgerð 2005.
  • Avant 220 grafa, skráningarnúmer IM-1668, árgerð 2009.
  • Jungheinrich EFG-Vac 25 SP lyftari, skráningarnúmer JL-4711.
  • Bobcat A 220 smágrafa, skráningarnúmer IM-0556, árgerð 2002.

Þá krefst sóknaraðili málskostnaðar úr hendi varnaraðila samkvæmt málskostnaðarreikningi.

Varnaraðili krefst þess að kröfum sóknaraðila verði hafnað og að hann „verði sýknaður af dómkröfum“ sóknaraðila. Þá krefst hann málskostnaðar úr hendi sóknaraðila. Til vara krefst varnaraðili þess, verði fallist á kröfu sóknaraðila að öllu eða takmörkuðu leyti, að aðfarargerð verði frestað þar til úrskurður Hæstaréttar liggi fyrir.

Með dómi Hæstaréttar frá 4. nóvember 2014 í máli nr. 698/2014 var staðfestur úrskurður sem kveðinn var upp undir rekstri málsins þar sem hafnað var kröfu varnaraðila um að leiða tiltekin vitni.

Málið var tekið til úrskurðar 3. desember sl. að loknum munnlegum málflutningi.

I

Málsatvik

Varnaraðili mun vera félag sem starfar við útleigu og sölu á vinnuvélum til fyrirtækja hér á landi og erlendis. Samkvæmt gögnum málsins gerðu málsaðilar, sóknaraðili sem leigusali og varnaraðili sem leigutaki, með sér fjölmarga fjármögnunarleigusamninga á árunum 2002 til 2010. Aðfararbeiðni sóknaraðila varðar samninga sem gerðir voru á árunum 2005 til 2010.

Samningar aðila, sem mál þetta lýtur að, eru 42 talsins og bera þeir allir yfirskriftina „Fjármögnunarleigusamningur“. Samningarnir eru í 35 greinum og bera með sér að um staðlað samningsform sé að ræða þar sem efni fyrstu tíu greinanna er fyllt út eftir því sem við á hverju sinni en aðrar greinar þeirra eru staðlaðar. Flestir samningarnir voru í íslenskum krónum tengdir við gengi erlendra mynta. Tveir þeirra munu upphaflega hafa verið óverðtryggðir og í íslenskum krónum en með samkomulagi um myntbreytingu tengdir við gengi erlendra gjaldmiðla. Þá er einn samningurinn óverðtryggður og í íslenskum krónum.

Ákvæði flestra samninganna eru sambærileg. Í upphafi þeirra allra kemur fram að sóknaraðili sé leigusali og varnaraðili leigutaki. Í 1. gr. er hinu leigða lýst og er í öllum tilvikum um að ræða vinnuvélar og tæki. Í 2. gr. er leigugrunnur tilgreindur og er sú fjárhæð með virðisaukaskatti. Leigugrunnsfjárhæð án virðisaukaskatts er þar einnig tiltekin og sú fjárhæð umreiknuð í þær myntir sem leigufjárhæðin miðast við hverju sinni.

Í 4. gr. er gerð grein fyrir svokölluðum grunnleigutíma, hvenær leigugreiðslur hefjast og fjölda þeirra. Í 5. gr. er svo yfirlit yfir skiptingu leigugreiðslna í erlendum myntum. Í 6. gr. samninganna kemur fram að þegar grunnleigutíma ljúki hefjist framhaldsleigutímabil og leigufjárhæðin tilgreind á því tímabili.

Í 12. gr. er fjallað um lok samnings. Þar er vísað til 4. gr. um grunnleigutíma og 6. gr. um framhaldsleigutíma. Þar segir að leigutaki geti ekki sagt leigusamningi upp nema með eins mánaðar fyrirvara þegar einn mánuður sé til loka grunnleigutíma en segi leigutaki samningnum ekki upp með framangreindum hætti framlengist hann ótímabundið. Þá segir að leigutaki geti sagt hinum framlengda leigusamningi upp með eins mánaðar fyrirvara. Segi leigutaki hinum framlengda samningi upp gildi ákvæði 29. gr. hans um skil hins leigða og kostnað af þeim.

Í 13.-14. gr. kemur fram að sóknaraðila sé heimilt að endurreikna leiguna miðað við breytingar á gengi og LIBOR-vöxtum. Með tilvísun í breytingar á gengi er vísað til þess að í 2. gr. sé miðað við að leigugreiðslur séu tengdar við gengi erlendra mynta.

Í 15. gr. er kveðið á um að sóknaraðili sé eigandi hins leigða. Þá segir þar að leigutaka sé óheimilt að stofna til hvers kyns löggerninga um hið leigða og ekki sé það heldur gilt andlag aðfarar skuldheimtumanna leigutaka. Þá megi leigutaki ekki veita öðrum aðila afnot af hinu leigða, né afhenda það með öðrum hætti án samþykkis sóknaraðila.

Í 28. gr. er fjallað um skilyrði riftunar. Ákvæðin eru mismunandi eftir aldri samninganna en efnislega eru þau sambærileg. Samkvæmt þeim er sóknaraðila heimilt að rifta samningnum án fyrirvara vanefni eða brjóti leigutaki gegn ákvæðum hans. Í dæmaskyni er tekið að leigutaki inni ekki af hendi tilskildar greiðslur samkvæmt samningnum á umsömdum gjalddögum eða ef riftunarákvæði eiga við um aðra eignarleigusamninga eða lán milli sóknaraðila og leigutaka. Í sumum samninganna er tiltekið að 15 daga vanskil sé riftunarástæða en í öðrum er ekki tiltekið hversu lengi vanskil þurfi að hafa staðið svo riftun geti átt sér stað.

Í 29. gr. er fjallað um skil leigumunar. Þar segir að sé samningi sagt upp samkvæmt ákvæðum 12., 19. eða 21. gr. eða honum rift á grundvelli 28. gr. skuli leigutaki tafarlaust skila hina leigða á þann stað er sóknaraðili tilgreini. Skili leigutaki ekki tækinu viðurkenni hann með undirskrift sinni á samninginn rétt eiganda til þess að taka leigumun til sín á hvaða tíma sem er og hvar sem hann næst, án aðfarargerðar.

Í 34. gr. segir að breytingar á samningi megi aðeins gera með skriflegum viðauka, undirrituðum af samningsaðilum. Þá segir í 35. gr. að leigutaki hafi kynnt sér greinar 1-35 í samningnum og alla skilmála hans og hafi ekkert við þá að athuga.

Samkvæmt aðfararbeiðni sóknaraðila lýtur krafa hans að eftirtöldum samningum:

-          Fjármögnunarleigusamningur nr. 117658, dags. 27. júní 2005. Með samkomulagi um myntbreytingu, dags. 2. september 2005, fékk samningurinn nýtt samningsnúmer: 117730.

Leigumunur: Hyster H2.50 XM lyftari, Skráningarnúmer JL-5639, árgerð 2005, sbr. reikningur nr. 456, dags. 17. apríl 2005.

-          Fjármögnunarleigusamningur nr. 120649-651, dags. 3. október 2005 og viðbót við fjármögnunarleigusamning nr. 120649 (130574-576), dags. 18. nóvember 2005.

Leigumunur: DAF FA LF45 vörubifreið, fastanúmer DU-650, árgerð 2005, sbr. reikningur nr. R5-007081, dags. 15. ágúst 2005.

Leigumunur: Vörukassi m/alopnun og lyftu, sbr. reikningur nr. 5312, dags. 9. nóvember 2005.

-          Fjármögnunarleigusamningur nr. 120652-654, dags. 3. október 2005 og viðbót við fjármögnunarleigusamning nr. 120652 (130571-573), dags. 18. nóvember 2005.

Leigumunur: DAF FA LF45, fastanúmer LR-719, árgerð 2005, sbr. reikningur nr. R5-007081, dags. 15. ágúst 2005.

Leigumunur: Vörukassi m/alopnun og lyftu, sbr. reikningur nr. 5313, dags. 10. nóvember 2005.

-          Fjármögnunarleigusamningur nr. 120655-657, dags. 3. október 2005 og viðbót við fjármögnunarleigusamning nr. 120655 (130335-338), dags. 3. nóvember 2005

Leigumunur: DAF FA LF55, fastanúmer TY-608, árgerð 2005, sbr. reikningur nr. R5-007081, dags. 15. ágúst 2005.

Leigumunur: Vörukassi m/alopnun og lyftu, sbr. reikningur nr. 5195, dags. 20. október 2005.

-          Fjármögnunarleigusamningur nr. 120658-660, dags. 3. október 2005 og viðbót við fjármögnunarleigusamning nr. 120658 (130804-806), dags. 2. desember 2005.

Leigumunur: DAF FA LF55, fastanúmer SF-286, árgerð 2005, sbr. reikningur nr. R5-007081, dags. 15. ágúst 2005.

Leigumunur: Vörukassi m/alopnun og lyftu, sbr. reikningur nr. 5401, dags. 23. nóvember 2005.

-          Fjármögnunarleigusamningur nr. 120661-663, dags. 3. október 2005 og viðbót við fjármögnunarleigusamning nr. 120661 (133447-449), dags. 22. maí 2006.

Leigumunur: DAF FA LF55, fastanúmer SM-606, árgerð 2005, sbr. reikningur nr. R5-007081, dags. 15. ágúst 2005.

Leigumunur: Vörukassi m/alopnun, lyftu og kælivél, sbr. reikningur nr. 6313, dags. 2. maí 2006.

-          Fjármögnunarleigusamningur nr. 120664-666, dags. 3. október 2005 og viðbót við fjármögnunarleigusamning nr. 120664 (131409-411), ódagsettur.

Leigumunur: DAF FA LF55, fastanúmer JG-210, árgerð 2005, sbr. reikningur nr. R5-007081, dags. 15. ágúst 2005.

Leigumunur: Vörukassi m/alopnun og lyftu, sbr. reikningur nr. 5584, dags. 28. desember 2005.

-          Fjármögnunarleigusamningur nr. 120667-669, dags. 3. október 2005 og viðbót við fjármögnunarleigusamning nr. 120667 (131399-401), dags. 11. janúar 2006.

Leigumunur: DAF FA LF55, fastanúmer PX-279, árgerð 2005, sbr. reikningur nr. R5-007081, dags. 15. ágúst 2005.

Leigumunur: Vörukassi m/alopnun og lyftu, sbr. reikningur nr. 5585, dags. 28. desember 2005.

-          Fjármögnunarleigusamningur nr. 120670-672, dags. 3. október 2005 og viðbót við fjármögnunarleigusamning nr. 120670 (130801-803), dags. 2. desember 2005.

Leigumunur: DAF FA LF55, fastanúmer YT-487, árgerð 2005, sbr. reikningur nr. R5-007081, dags. 15. ágúst 2005.

Leigumunur: Vörukassi m/alopnun og lyftu, sbr. reikningur nr. 5399, dags. 23. nóvember 2005.

-          Fjármögnunarleigusamningur nr. 117194, dags. 7. apríl 2005. Með samkomulagi um myntbreytingu, dags. 2. september 2005, fékk samningurinn nýtt samningsnúmer: 117721. Þann 18. maí 2006 var gert samkomulag um breytingu á fjármögnunarleigusamningi nr. 117721 og við það fékk samningurinn númerið 133460.

Leigumunur: Hyster H5.00 XL, skráningarnúmer JL-5790, árgerð 2005, sbr. reikningur nr. 5353, dags. 22. mars 2005.

-          Fjármögnunarleigusamningur nr. 135645-647, dags. 27. júlí 2006.

Leigumunur: Bobcat A-300, skráningarnúmer IM-1083, árgerð 2006, ásamt neðangreindum fylgihlut, sbr. reikningur nr. R6-006868, dags. 17. júlí 2006.

-          Skófla 188 cm

-          Fjármögnunarleigusamningur nr. 137521-523, dags. 27. nóvember 2006.

Leigumunur: Hyster H2.5, skráningarnúmer JL-5955, árgerð 2005, sbr. reikningur nr. R6-010323, dags. 3. nóvember 2006.

-          Fjármögnunarleigusamningur nr. 138105-108, dags. 11. desember 2006.

Leigumunur: Jungheinrich EFG 540, skráningarnúmer JL-1208, árgerð 2006, sbr. reikningur nr. R6-011173, dags. 3. desember 2006.

-          Fjármögnunarleigusamningur nr. 138347-350, dags. 2. janúar 2007.

Leigumunur: Bobcat T3071, skráningarnúmer JF-0616, árgerð 2006, ásamt neðangreindum fylgihlutum, sbr. reikningur nr. R6-011657, dags. 19. desember 2006.

-          Gafflasett f/3571

-          Skófla skotbómulyftari 1500L

-          Fjármögnunarleigusamningur nr. 138352-355, dags. 2. janúar 2007.

Leigumunur: Bobcat T3071, skráningarnúmer JF-0609, árgerð 2006, ásamt neðangreindum fylgihlutum, sbr. reikningur nr. R6-011656, dags. 19. desember 2006.

-          Gafflasett f/2566

-          Skófla skotbómulyftari 1500L

-          Fjármögnunarleigusamningur nr. 138975-978, dags. 4. maí 2007.

Leigumunur: John Deere dráttarvél, fastanúmer AR-349, árgerð 2006, ásamt neðangreindum fylgihlutum, sbr. reikningur nr. R7-000732, dags. 25. janúar 2007.

-          JD 631-MSL ámoksturstæki

-          JD 2.4m skófla-standard

-          JD lyftaragaflar 1500 kg Euro

-          Hitch for JD6020 4 and 6 cyl.

-          Slöngusett f. GL st4.2/Pr.4.2

-          GMR Snjóplógur FS2750V

-          SL14 – Sand og saldreifari

-          Fjármögnunarleigusamningur nr. 139791-794, dags. 19. mars 2007.

Leigumunur: Kalmar gámalyftari, skráningarnúmer KG-0141, árgerð 2007, sbr. reikningur nr. R7-002037, dags. 9. mars 2007.

-          Fjármögnunarleigusamningur nr. 140237-240, dags. 11. apríl 2007.

Leigumunur: Jungheinrich DFG 435, skráningarnúmer JL-6877, árgerð 2007, sbr. reikningur nr. R7-002634, dags. 30. mars 2007.

-          Fjármögnunarleigusamningur nr. 140241-244, dags. 11. apríl 2007.

Leigumunur: Jungheinrich DFG 435, skráningarnúmer JL-6878, árgerð 2007, sbr. reikningur nr. R7-002634, dags. 30. mars 2007.

-          Fjármögnunarleigusamningur nr. 140249-252, dags. 11. apríl 2007.

Leigumunur: Jungheinrich DFG 550, skráningarnúmer JL-6875, árgerð 2007, sbr. reikningur nr. R7-002635, dags. 30. mars 2007.

-          Fjármögnunarleigusamningur nr. 140253-256, dags. 11. apríl 2007.

Leigumunur: Jungheinrich DFG 550, skráningarnúmer JL-6876, árgerð 2007, sbr. reikningur nr. R7-002635, dags. 30. mars 2007.

-          Fjármögnunarleigusamningur nr. 140611-614, dags. 21. maí 2007.

Leigumunur: John Deere 6230 dráttarvél, fastanúmer TS-955, árgerð 2007, ásamt neðangreindum fylgihlutum, sbr. reikningur nr. R7-003918, dags. 2. maí 2007.

-          JD633 ámoksturstæki

-          Fjármögnunarleigusamningur nr. 140746-749, dags. 21. maí 2007.

Leigumunur: Kalmar DRD 420-65S5 lyftari, fastanúmer KG-0143, árgerð 2007, sbr. reikningur nr. R7-004439, dags. 11. maí 2007.

-          Fjármögnunarleigusamningur nr. 141185-188, dags. 9. júní 2007.

Leigumunur: Jungheinrich EFG430, skráningarnúmer JL-6537, árgerð 2006, sbr. reikningur nr. R7-005012, dags. 30. maí 2007.

-          Fjármögnunarleigusamningur nr. 142415-418, ódagsettur.

Leigumunur: Kalmar DRD450-60S5X, skráningarnúmer KG-0144, árgerð 2007, sbr. reikningur nr. R7-006908, dags. 9. júlí 2007.

-          Fjármögnunarleigusamningur nr. 142852-855, dags. 9. ágúst 2007.

Leigumunur: Jungheinrich DFG550, skráningarnúmer JL-6934, árgerð 2007, sbr. reikningur nr. R7-007716, dags. 27. júlí 2007.

-          Fjármögnunarleigusamningur nr. 142477-480, dags. 18. júlí 2007, sbr. samkomulag um yfirtöku á fjármögnunarleigusamningi, dags. 28. desember 2007.

Leigumunur: Bobcat T40170 skotbómulyftari, skráningarnúmer JF-0691, árgerð 2007, sbr. reikningur nr. R7-007099, dags. 12. júlí 2007.

-          Fjármögnunarleigusamningur nr. 142481-484, dags. 18. júlí 2007, sbr. samkomulag um yfirtöku á fjármögnunarleigusamningi, dags. 28. desember 2007.

Leigumunur: Bobcat T40170 skotbómulyftari, skráningarnúmer JF-0697, árgerð 2007, sbr. reikningur nr. R7-007099, dags. 12. júlí 2007.

-          Fjármögnunarleigusamningur nr. 144328-331, dags. 19. nóvember 2007, sbr. samkomulag um yfirtöku á fjármögnunarleigusamningi, dags. 28. desember 2007.

Leigumunur: Haulotte HA18 körfukrani, skráningarnúmer DK-0589, árgerð 2007, sbr. reikningur nr. R7-010738, dags. 14. nóvember 2007.

-          Fjármögnunarleigusamningur nr. 146965-968, dags. 3. apríl 2008.

Leigumunur: Jungheinrich EFG 220, skráningarnúmer JL-6941, árgerð 2007, ásamt neðangreindum fylgihlut, sbr. reikningur nr. R8-001993, dags. 27. mars 2008.

-          Gaffalklemma FCU 3614-0

-          Fjármögnunarleigusamningur nr. 148040-043, dags. 3. júní 2008.

Leigumunur: Bobcat T3571 lyftari, skráningarnúmer JF-0764, árgerð 2008, sbr. reikningur nr. R8-004849, dags. 29. maí 2008.

-          Fjármögnunarleigusamningur nr. 148044-047, dags. 3. júní 2008.

Leigumunur: Bobcat T3571 lyftari, skráningarnúmer JF-0767, árgerð 2008, sbr. reikningur nr. R8-004849, dags. 29. maí 2008.

-          Fjármögnunarleigusamningur nr. 148972-983, dags. 13. ágúst 2008.

Leigumunur: Jungheinrich ERE 224, skráningarnúmer SN-0169, árgerð 2006, ásamt neðangreindum fylgihlutum, sbr. reikningur nr. R8-007916, dags. 31. júlí 2008.

-          G60 IR Rafstöð

-          Ljósaturn IR

-          Fjármögnunarleigusamningur nr. 148964-971, dags. 13. ágúst 2008.

Leigumunur: Jungheinrich DFG 550, skráningarnúmer JL-6935, árgerð 2007, ásamt neðangreindum fylgihlut, sbr. reikningur nr. R8-007911, dags. 31. júlí 2008.

-          Loftpressa 7/41

-          Fjármögnunarleigusamningur nr. 149754-757, dags. 3. desember 2008.

Leigumunur: Jungheinrich EKX 513, skráningarnúmer JL-7451, árgerð 2008, sbr. reikningur nr. R8-010812, dags. 10. nóvember 2008.

-          Fjármögnunarleigusamningur nr. 144344-347, dags. 19. nóvember 2007, sbr. samkomulag um yfirtöku á fjármögnunarleigusamningi, dags. 7. júlí 2009.

Leigumunur: Jungheinrich EFG 220, skráningarnúmer JL-6943, árgerð 2007, sbr. reikningur nr. R7-010738, dags. 14. nóvember 2007.

-          Fjármögnunarleigusamningur nr. 153698, dags. 14. janúar 2010.

Leigumunur: Jungheinrich EJE C20, skráningarnúmer SM-0112, árgerð 2008, sbr. reikningur nr. R9-008298, dags. 21. október 2009.

-          Fjármögnunarleigusamningur nr. 153725, dags. 11. febrúar 2010.

Leigumunur: Jungheinrich EXT Kombi 125, skráningarnúmer JL-4500, árgerð 2002, sbr. reikningur nr. 2456, dags. 4. febrúar 2010.

-          Fjármögnunarleigusamningur nr. 153743, dags. 24. febrúar 2010.

Leigumunur: Jungheinrich EJC16, skráningarnúmer JL-5673, árgerð 2005, sbr. reikningur nr. 2484, dags. 4. febrúar 2010.

-          Fjármögnunarleigusamningur nr. 153745, dags. 24. febrúar 2010.

Leigumunur: Avant 220, skráningarnúmer IM-1668, árgerð 2009, sbr. reikningur nr. R10-000527, dags. 12. febrúar 2010.

-          Fjármögnunarleigusamningur nr. 153759, dags. 3. mars 2010.

Leigumunur: Jungheinrich EFG-Vac 25 SP, skráningarnúmer JL-4711, árgerð 2001, sbr. reikningur nr. 2485, dags. 24. febrúar 2010.

-          Fjármögnunarleigusamningur nr. 154074, dags. 19. október 2010.

Leigumunur: Bobcat A 220, skráningarnúmer IM-0556, árgerð 2002, sbr. reikningur nr. R10-0003059, dags. 15. október 2010.

Sóknaraðili kveður leigugreiðslur vegna allra samninganna vera í vanskilum allt frá ágúst 2011. Heildarvanskil varnaraðila hafi í lok september 2011 numið 35.131.675 krónum, að meðtöldum vöxtum og kostnaði. Sóknaraðili rifti öllum umþrættum samningunum, auk annarra samninga, með yfirlýsingu 7. maí 2013 vegna vanskila á leigugreiðslum og/eða öðrum greiðslum sem leigutaki hafði skuldbundið sig til að greiða samkvæmt ákvæðum samningsanna. Var þess krafist að leigumunum samkvæmt samningunum yrði skilað til sóknaraðila í samræmi við ákvæði samninganna að öðrum kosti yrði leitað til dómstóla eða eftir atvikum sýslumanns án frekari viðvörunar til þess að fá leigumunina afhenta. Vanskil á riftunardegi vegna samninga máls þessa nam 58.415.497 krónum.

Aðilar máls þessa gerðu með sér handveðssamning 16. mars 2012 þar sem varnaraðili setti að handveði bankareikning í MP banka í sinni eigu og alla innistæðu hans eins og hún væri hverju sinni til tryggingar fullnaðargreiðslu tiltekinna fjármögnunarleigusamninga sem þar eru nánar tilgreindir. Skyldi handveðið ná til eftirstöðva uppgreiðsluverðmætis þeirra samninga samkvæmt útreikningum sóknaraðila, auk áfallinna vaxta. Um tilurð handveðssamningsins segir nánar í 4. gr. hans að hann sé gerður vegna þeirrar réttaróvissu sem ríki um hvort gengistrygging fjármögnunarleigusamninga sé heimil og vísað til máls nr. 652/2011 sem rekið væri fyrir Hæstarétti og þar sem enn væri óljóst hvort dómur Hæstaréttar í máli nr. 600/2011 hefði áhrif á mögulegan endurútreikning sóknaraðila færi svo að Hæstiréttur staðfesti dóm Héraðsdóm Reykjavíkur í máli nr. 652/2011

Sóknaraðili kveður varnaraðila ekki hafa staðið í skilum samkvæmt samningunum, neitað að afhenda sóknaraðila eignir sínar en haldi áfram að hagnýta tækin sé honum nauðugur einn kostur að krefjast umráða yfir tækjunum með vísan til 78. gr. laga nr. 90/1989 um aðför.

II

Málsástæður og lagarök sóknaraðila

Sóknaraðili byggir kröfu sína sína um innsetningu í umrædd tæki á því að eignarréttur hans að þeim sé óumdeildur og skýr samkvæmt ákvæðum samninganna og öðrum gögnum málsins. Krafa hans um að umrædd tæki verði tekin úr vörslum varnaraðila uppfylli öll skilyrði 12. kafla laga nr. 90/1989 um aðför. Leigugreiðslur samkvæmt öllum samningunum séu í vanskilum. Samningunum hafi verið rift með sannanlegum og lögmætum hætti.

Sóknaraðili telur ljóst að allir fjármögnunarleigusamningar aðila sem um sé deilt í málinu séu leigusamningar og vísar um það til ákvæða samninganna sjálfra, heitis þeirra, forms, efnis og framkvæmdar og fordæma Hæstaréttar á þessu réttarsviði. Hafnar sóknaraðili sjónarmiðum varnaraðila um að samningarnir séu lánssamningar sem óheimilt sé að tengja við gengi erlendra gjaldmiðla. Máli sínu til stuðnings vitnar sóknaraðili til IAS 17, alþjóðlegs reikningsskilastaðals um leigusamninga, sem lagagildi hafi hér á landi. Þá telur sóknaraðili ákvæði samninganna að öllu leyti vera í samræmi við sambærilega samninga í Danmörku og Noregi. Sóknaraðili kveður málið eingöngu snúast um umráðarétt hans yfir eignum og önnur ágreiningsatriði eigi þar ekki að koma til skoðunar. Skjöl málsins nægi til að sanna eignarrétt hans, sbr. 1. mgr. 78. gr. laga nr. 90/1989. Enginn ágreiningur sé um vanskil varnaraðila.

Sóknaraðili bendir á að fyrir liggi skýr fordæmi Hæstaréttar um að fjármögnunarleigusamningar aðila séu leigusamningar en ekki lánssamningar. Vísar sóknaraðili til þess að í dómi Hæstaréttar Íslands frá 24. maí 2012 í málinu nr. 652/2011 (Smákranamálið) hafi verið fjallað um sambærilegan samning og um sé að ræða í þessu máli og sé hann meðal gagna máls þessa. Rétturinn hafi þar staðfest að umþrættur fjármögnunarleigusamningur væri leigusamningur eins og heiti hans benti til. Í dómi Hæstaréttar komi fram að stöðluð ákvæði samningsins væru skýr og ættu eingöngu við um fjármögnunarleigusamninga. Einnig komi fram að í samningi aðila væri fjallað um leigu og væri sóknaraðili þar ítrekað nefndur leigusali. Þóttu ákvæði laga nr. 38/2001 ekki girða fyrir að aðilum hefði verið heimilt að semja um að leigugjald í viðskiptum þeirra tæki mið af breytingum á gengi erlendra gjaldmiðla. Í tveimur nýlegum dómur Hæstaréttar, annars vegar frá 14. mars sl. 2014 í máli nr. 638/2013 (Suðurverksmál) og hins vegar frá 3. apríl 2014 í máli nr. 717/2013 (Ölgerðarmál), hafi verið komist að þeirri niðurstöðu að fjármögnunarleigusamningsform Lýsingar hf. væri skýrt og að um leigusamning væri að ræða en ekki lánssamning. Í þessum dómum hafi verið til umfjöllunar sams konar fjármögnunarsamningsleiguform og formið sem notað var í viðskiptum aðila þessa máls. Ekki verði séð annað en að varnaraðili byggi mál sitt nær eingöngu á sömu málsástæðum í þessu máli og stefnandi hafði uppi í framangreindum málum.

Sóknaraðili vísar einnig, máli sínu til stuðnings, til dóms Hæstaréttar frá 21. október 2013 í máli nr. 627/2013 (Jarðtaksmál) þar sem sérstaklega hafi verið tekið fram að þeir samningar sem þar var deilt um væru að öllu leyti sambærilegir þeim samningi sem fjallað hafi verið um í máli nr. 652/2011. Þá vísar sóknaraðili einnig sérstaklega til dóms Hæstaréttar nr. 373/2014 frá 5. júní 2014 (Íslensk erfðagreining) en þar hafi héraðsdómur fjallað ítarlega um flestar þær málsástæður sem varnaraðili tefli fram í þessu máli og Hæstiréttur hafi staðfest niðurstöðu héraðsdóms með vísan til forsendna hans. Nú síðast í máli nr. 700/2014 frá 6. nóvember 2014 (Skollanesdómur) hafi Hæstiréttur vísað til þess að samkvæmt ítrekuðum dómafordæmum réttarins um hliðstæða samninga sóknaraðila yrði að líta svo á að ákvæði samninganna um tengingu fjárhæðar leigu við gengi erlendra gjaldmiðla stönguðust ekki á við 13. og 14. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu. Ljóst sé því af þeim fordæmum sem liggi fyrir að dæmt sé um sama samningsformið aftur og aftur.

Sóknaraðili bendir á að fjármögnunarleiga sé ein tegund eignaleigusamninga. Eignaleiga feli í sér leigustarfsemi á lausafé eða fasteignum þar sem leigusali selur leigutaka hið leigða gegn umsömdu leigugjaldi í tiltekinn lágmarksleigutíma, samkvæmt sérstökum skilmálum um eignar- eða afnotarétt að lágmarkstíma liðnum. Í 3. tölulið 1. mgr. 3. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki komi fram að með eignaleigu sé átt við leigustarfsemi með lausafé eða fasteignir þar sem leigusali selur leigutaka hið leigða gegn umsömdu leigugjaldi í tiltekinn lágmarksleigutíma. Í fjármögnunarleigu felist að leigugjald og lágmarksleigutími sé ákvarðað með hliðsjón af því, að í lok lágmarksleigutíma hafi leigusali fengið í sinn hlut upphaflegt kaupverð leigumunar, auk vaxta og kostnaðar. Eftir það hafi leigutaki að jafnaði rétt til áframhaldandi leigu munar gegn lækkuðu leigugjaldi. Gert sé ráð fyrir því að leigutaki geti haft leigumun á framhaldsleigu allt þar til hann sé orðinn úr sér genginn eða ónothæfur. Þetta sé eitt af grunneinkennum fjármögnunarleigusamninga og eitt af því sem aðgreini þá frá kaupleigusamningum, þar sem leigutaki verði að jafnaði sjálfkrafa eigandi hins leigða í lok leigutímans án sérstakrar greiðslu eða frekari samninga. Sóknaraðili vísi um þetta til c-liðar 11. gr. IAS 17, alþjóðlegs reikningsskilastaðals, sem lagagildi hafi hér á landi, um leigusamninga, þar sem komi fram að það sé einkenni fjármögnunarleigusamninga að þá megi framlengja um annað tímabil gegn leigu sem sé töluvert lægri en markaðsleiga.

Sóknaraðili kveður að í lögum nr. 19/1989 um eignarleigustarfsemi, sem nú hafi verið afnumin, hafi fjármögnunarleiga verið skilgreind sem sú starfsemi samkvæmt eignarleigusamningi að leigusali hafi afsalað sér að verulegu leyti áhættu og rétti til arðs sem tengist eignarrétti leigusala, en eignarréttur haldist þó hjá leigusala. Í athugasemdum með frumvarpi því sem orðið hafi að lögum nr. 19/1989 komi fram að þær skilgreiningar sem byggt væri á í forminu, tækju mið af IAS 17. Í 4. gr. IAS-17 sé fjármögnunarleiga skilgreind á þann hátt að um sé að ræða leigusamning þar sem svo til öll áhætta og ávinningur sem fylgi eignarhaldi á eign sé yfirfærð og að eignarréttur ýmist færist eða færist ekki á milli aðila að lokum.

Samningsform sóknaraðila eigi eingöngu við um fjármögnunarleigusamninga. Það sé mjög skýrt fjármögnunarleigusamningsform þar sem allt innihald samningsins bendi til þess að um leigusamning sé að ræða. Samningsformið hafi upphaflega verið að norskri fyrirmynd um fjármögnunarleigusamninga og byggi á alþjóðlegum viðmiðunum um fjármögnunarleigusamninga.

Sóknaraðili kveður samninga aðila í þessu máli hafa öll einkenni fjármögnunarleigusamninga, meðal annars hvað varði form, hugtakanotkun og efnislegt innihald. Varnaraðili hafi kosið að tryggja sér afnot af umræddum leigumunum með fjármögnunarleigusamningum við sóknaraðila en ekki annars konar fjármögnun. Val á þessari samningstegund hafi byggst á fjölmörgum öðrum þáttum en beinum útgjöldum, svo sem þeim mun sem lögum samkvæmt sé á bókhaldslegri og skattalegri meðferð mismunandi samningstegunda.

Sóknaraðili bendir á að samningsform aðila uppfylli öll skilyrði fyrir því að teljast leigusamningur samkvæmt hinum alþjóðlega reikningsskilastaðli IAS 17. Byggt hafi verið á þessum staðli um leigusamninga á Íslandi í áratugi og skilgreiningar á fjármögnunarleigu samkvæmt honum hafi verið notaðar í lögum nr. 19/1989 um eignarleigustarfsemi. Í 4. gr. staðalsins sé fjármögnunarleiga skilgreind sem leigusamningur sem yfirfæri svo til alla áhættu og allan ávinning sem fylgi eignarhaldi á eign. Eignarréttur kunni, eða kunni ekki, að færast á milli aðila að lokum. Kveður sóknaraðili fjölmörg atriði staðalsins sýna ótvírætt fram á að fjármögnunarleigusamningur sóknaraðila sé leigusamningur, en ekki lánssamningur.

Sóknaraðili byggi á því að tilvísun ársreikningalaga í reglugerð og alþjóðlega reikningsskilastaðla sé samhangandi heild sem hafi lagagildi hér á landi. Í því sambandi vísar sóknaraðili til 3. gr. laga nr. 2/1993 um Evrópska efnahagssvæðið þar sem fram komi að skýra skuli lög og reglur, að svo miklu leyti sem við eigi, til samræmis við EES-samninginn og þær reglur sem á honum byggi. Út frá þessu ákvæði verði ekki komist hjá því að túlka hugtökin „leigusamningur“ og „fjármögnunarleigusamningur“ í samræmi við ákvæði IAS 17 í íslenskum rétti. Það leiði tvímælalaust til þess að fjármögnunarleigusamningur sóknaraðila teljist vera leigusamningur.

Leigusamningur sé gagnkvæmur samningur, þar sem annar aðilinn, leigusali, heimili gagnaðilanum, leigutaka, tiltekin afnot af leigumun, gegn greiðslu endurgjalds sem kallist leiga eða leigugjald. Um sé að ræða gagnkvæman samning þar sem báðir samningsaðilar eigi rétt og beri skyldur.

Það sé kallað lánssamningur þegar lánveitandi veiti, eða lofi að veita, lántaka lán í formi greiðslufrests eða svipaðrar fjárhagslegrar fyrirgreiðslu og lántaki lofi að greiða lánið til baka samkvæmt ákvæðum lánssamningsins. Þeir lánssamningar sem falli undir lög nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu séu lánssamningar um peninga, eins og skýrt komi fram í 1. gr. laganna þar sem segi að lögin gildi um vexti af peningakröfum á sviði fjármunaréttar. Telur sóknaraðili að af mismunandi skilgreiningum á leigusamningum og lánssamningum megi ráða að hinir umþrættu fjármögnunarleigusamningar aðila séu leigusamningar en ekki lánssamningar.

Benda megi á ýmis önnur atriði því til stuðnings að um leigusamninga sé að ræða en ekki lánssamninga, t.d. heiti samninganna, þ.e. „fjármögnunarleigusamningur“. Þá sé í öllum samningunum miðað við „leigusala“ og „leigutaka“. Varnaraðili hafi til dæmis skrifað undir samningana í reit sem auðkenndur sé með heitinu „leigutaki“. Þá bendi orðanotkun í samningnum til þess að um leigusamninga sé að ræða. Í þeim séu notuð orð eins og leigumunur, leigugrunnur, grunnleigutími, framhaldsleiga, greiðslutilhögun leigu. Í áðurnefndu máli nr. 652/2011 hafi Hæstiréttur komist að þeirri niðurstöðu að stöðluð ákvæði samninganna væru skýr og ættu eingöngu við um fjármögnunarleigusamninga. Þá leggist virðisaukaskattur ofan á einstakar leigugreiðslur fjármögnunarleigusamninga, en slíkt tíðkist aldrei í lánssamningum. Skattyfirvöld geri til dæmis skýran greinarmun á meðhöndlun virðisaukaskatts annars vegar í kaupleigusamningum og hins vegar í fjármögnunarleigusamningum. Sóknaraðili hafi greitt virðisaukaskatt af kaupverðinu í upphafi til seljenda og gengið út frá því að innheimta virðisaukaskattinn tilbaka í gegnum leigugreiðslur út grunnleigutímann. Varnaraðili hafi innskattað virðisaukaskatt af leigugreiðslum í bókhaldi sínu. Þegar leiga sé innheimt séu sendir út „reikningar fyrir leigu“. Slíkt eigi ekki við þegar um lán sé að ræða. Á tilgreindum leigureikningum komi skýrt fram að við leiguna bætist virðisaukaskattur. Reikningana hafi varnaraðili greitt án athugasemda. Þegar um lánssamninga sé að ræða eignist viðkomandi hið keypta gegn greiðslu kaupverðs. Kaupverð beri að eignfæra og gjaldfæra um leið og notkunin eigi sér stað. Leigugjaldið sé frádráttarbært til skatts sem hver annar rekstrarkostnaður og skapi það leigutaka að jafnaði talsvert hærri skattafrádrátt en afskriftir af keyptum hlut, þ.e. þegar leigutíminn sé styttri en afskriftatími hlutar. Þegar um fjármögnunarleigusamninga sé að ræða haldist eignarréttur hjá leigusala og því teljist fjármögnunarleiga vera leiga. Framangreinda kosti fjármögnunarleigusamninga hafi varnaraðili þekkt vel enda hafi hann haft margra ára reynslu af þessu leiguformi þegar hann hafi undirritað hina umþrættu leigusamninga.

Í ársreikningum varnaraðila séu fjármögnunarleigusamningar í reikningsskilum hans skilgreindir sem leigusamningar. Þannig megi sjá í ársreikningi hans vegna ársins 2005, en á því ári hafi verið stofnað til hluta þeirra fjármögnunarleigusamninga sem mál þetta fjalli um, eftirfarandi skýringu: „Leigusamningar eru flokkaðir sem fjármögnunarleigusamningar þegar samningsskilmálar gera ráð fyrir að verulegur hluti áhættunnar og hagur af eignarréttindunum er framseldur leigukaupa. Eignir samkvæmt fjármögnunar- og kaupleigusamningum eru færðar meðal varanlegra rekstrarfjármuna og afskrifaðar á líftíma þeirra. Skuldbinding við leigusala er færð til skuldar í efnahagsreikningi.“  Þetta bendi eindregið til þess að varnaraðili hafi litið á samningana sem leigusamninga en ekki lánssamninga. Þá sé skilgreiningin í samræmi við 4. og 20. gr. IAS 17. Um samningana er farið sem leigusamninga í reikningsskilum og skattskilum varnaraðila. Sú málsástæða varnaraðila að hann hafi fengið lán og að um dulbúinn lánssamning sé að ræða en ekki leigusamning standist ekki í ljósi þess að hann færir samningana sem leigusamninga í ársreikningi sínum og gjaldfærir leigugreiðslurnar í skattalegu uppgjöri sínu.

Varnaraðili byggi á því að fjármögnunarleigusamningarnir séu lánssamningar í þeirri von að það skapi honum rétt til endurreiknings og lækkunar á leigu og jafnframt að það veiti honum eignarrétt yfir leigumununum. Hins vegar byggi hann á því gagnvart skattyfirvöldum að fjármögnunarleigusamningurinn sé leigusamningur. Varnaraðili eigi ekki að geta komist upp með að kalla samningana ýmist leigusamninga eða lánssamninga eftir því hvað honum henti hverju sinni. Komist hann upp með það auðgist hann á ólögmætan hátt. Hafa verði í huga að reglur um bókhald og ársreikninga séu opinberar reglur sem eigi að tryggja festu og öryggi í viðskiptum. Þær veiti upplýsingar um starfsemi og fjárhagsstöðu fyrirtækja til hagsbóta fyrir viðskiptavini og hið opinbera. Af þeim sökum sé markmið slíkra reglna að segja til um hvert sé inntak viðskipta og hlutast til um að þau séu bókuð á réttan hátt, þannig að rekja megi þau og notkun fjármuna, sbr. 6. gr. laga um bókhald nr. 145/1994. Þá eigi bókhald og ársreikningar að veita glögga mynd af afkomu og efnahag, sbr. 5. gr. laga nr. 3/2006 um ársreikninga.

Eignarréttur haldist hjá leigusala fjármögnunarleigusamnings allan grunnleigutímann og á framhaldsleigutímabilinu og því sé ekki um lánssamning að ræða. Leigusali hafi, sem eigandi hins leigða, einn þær heimildir sem teljist til grunneignarréttar eins og að geta selt eða veðsett eignarrétt sinn. Þessi atriði bendi til þess að um leigusamninga sé að ræða en ekki lánssamninga.

Þá kveðst sóknaraðili mótmæla því að máli þessu verði frestað þar til leitt hafi verið til lykta hvort fjármögnunarleigusamningar aðila feli í sér ólögmæta gengistryggingu. Varnaraðili geri ekki um þetta eiginlega dómkröfu en vísi til 3. mgr. 102. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, sbr. 84. gr. laga nr. 90/189 um aðför. Umrætt ákvæði laga nr. 91/1991 geti vart komið til skoðunar, þar sem þar sé fjallað um heimild dómara til frestunar einkamáls hafi sakamál eða annað einkamál verið höfðað og telja megi að úrslit þess máls eða rannsóknar geti skipt verulegu máli um úrlausn einkamálsins. Í þessu máli skuli eingöngu úrskurða um umráðarétt sóknaraðila yfir eignum sínum. Höfðun varnaraðila á almennu einkamáli á hendur sóknaraðila í kjölfar þingfestingar á aðfararmáli þessu hafi engin áhrif á niðurstöðu þess máls sem hér sé til umfjöllunar.

Varnaraðili haldi því fram að ákvæði fjármögnunarleigusamninganna renni stoðum undir það að um lánssamninga sé að ræða frekar en leigusamninga og vísi hann einkum til 16., 17., 19., 20., 23., 26. og 30. gr. þeirra. Sóknaraðili bendir á að hér sé um sambærilegar málsástæður að ræða og hafðar voru upp í Smákrana-, Suðurverks- og Ölgerðarmálunum, sem áður er getið, en þær voru ekki taldar benda til þess að um lánssamning væri að ræða. Hæstiréttur hafi talið í þessum málum að stöðluð ákvæði þessa samningsforms væru skýr og ættu bara við um fjármögnunarleigusamninga. Ákvæðin séu í samræmi við IAS 17 alþjóðlegan reikningsskilastaðal og norrænar fyrirmyndir á þessu sviði

Ekkert sé óeðlilegt við að varnaraðili þurfi að greiða leigu jafnvel þó seljandi vanefni samning sinn við sóknaraðila, eins og fram komi í 19. gr. samninganna, enda komi skýrt fram að þetta geti leitt til lækkunar á leigu. Þá sé heldur ekkert óeðlilegt við ákvæði 16. gr. þeirra, þar sem fram komi að leigusali taki ekki ábyrgð á hinu leigða, svo sem í þeim tilvikum sem leigutaki sé ekki ánægður með leigumuninn enda sé það leigutaki sjálfur sem velji leigumuninn en ekki leigusali. Þessi ákvæði séu í samræmi við skilgreiningu á fjármögnunarleiguhugtakinu í 4. og 8. gr. IAS 17 þar sem fram komi að fjármögnunarleiga sé leigusamningur þar sem svo til öll áhætta sem fylgi eignarhaldi á eign sé yfirfærð til leigutaka. Þá sé í 30. gr. að finna ákvæði um uppgjör en við riftun fari fram heildaruppgjör á milli aðila. Taka þurfi mið af því við skýringu þessa ákvæðis að oft á tíðum séu leiguhlutir sérhæft lausafé sem úreldist hratt og erfitt sé að endurleigja og því sé nauðsynlegt að hafa ákvæði á þá leið í samningnum að leigutaki verði að greiða ógjaldfallna leigu til að minnka líkur á því að leigusali verði fyrir verulegu fjárhagstjóni vegna vanefnda leigutaka. Líta megi á heimildarákvæðið í 1. tölulið 30. gr. samninganna og uppgjör samkvæmt henni sem mögulegar skaðabætur innan samninga vegna samningsrofa.

Hvað varði 17. gr. samninganna, þar sem tekið sé fram að leigutaki beri áhættuna af því ef hið leigða ferst, skemmist eða rýrnar eftir að seljandi hafi afhent hið leigða, bendi sóknaraðili á að í fjármögnunarleigusamningum sem þessum sé mun nærtækara að umráðamaður leigumunar beri ábyrgðina á framangreindum þáttum og leiði þetta til þess að hann passi betur upp á leigumuninn. Sóknaraðili bendir á að um sé að ræða leigu á lausafé sem taki til mikils hluta af endingartíma tækisins Áhætta varðandi viðhald og meðferð verður þannig miklu meiri en varðandi fasteignir, þar sem leigusali beri ábyrgð á meiri háttar viðhaldi. Einnig sé rétt að benda á að leigutaki beri ábyrgð á því að greiða vátryggingariðgjöld af tækinu, sbr. 23. gr. samninganna, og að hann ber ábyrgð á meðferð leigumunar samkvæmt. 20. gr. þeirra. Sóknaraðili kveður áhættureglur 17. gr. samninga aðila vera eðlilegar. Um hefðbundin ákvæði sé að ræða í fjármögnunarleigusamningum þar sem leigusali hafi í frjálsum samningi aðila, afsalað sér að verulegu leyti áhættu af hinu leigða. Í þessu sambandi megi benda á að þetta atriði komi skýrt fram í 1. gr. um skilgreiningu á fjármögnunarleigu í lögum nr. 19/1989 sem nú hafa verið felld niður. Hér sé einnig rétt að benda á að í IAS 17 reikningsskilastaðlinum um leigusamninga sé fjármögnunarleiga skilgreind þannig í 4. gr. staðalsins að um sé að ræða leigusamning sem yfirfæri svo til alla áhættu og allan ávinning sem fylgi eignarhaldi á eign. Samkvæmt þessu sé ljóst að áhættureglan á milli aðila eins og hún sé sett fram í fjármögnunarleigusamningum þeirra sé í fullu samræmi við alþjóðlegt fyrirkomulag og reikningsskilastaðal sem hafi verið innleiddur með reglugerð sem lagagildi hafi hér á landi.

Það gefi augaleið að ekki er hægt að hafa þetta á annan veg en gengið sé út frá í 17. gr. í samningum aðila. Sem dæmi megi nefna að á framhaldsleigutíma sé leigugjald oft tólf sinnum lægra en á grunnleigutíma. Það myndi aldrei ganga upp, ef leigusali ætti að fá þessa lágu leigu á framhaldsleigutímanum en bera alla ábyrgð á ástandi úr sér gengins leigumunar. Ætti leigusali að bera áhættuna þyrfti leigugjaldið einfaldlega að vera miklu hærra en aðilar sömdu um að fara ekki þá leið. Til samanburðar má nefna að sams konar reglur um ábyrgð á skemmdum er að finna í ákvæðum staðlaðra samninga bílaleigufyrirtækjanna þar sem leigutaki ber ábyrgð á skemmdum en slíkir samningar séu óumdeilanlega leigusamningar. Þá sé ekkert óeðlilegt við 26. gr. samninganna þar sem segi að leigutaki greiði lögreglusektir. Engan veginn sé hægt að réttlæta að leigusali greiði slíkar sektir.

Varnaraðili byggi á því að í 2. gr. samninganna sé tilgreindur leigugrunnur sem sé í raun samningsfjárhæðin eða höfuðstóllinn. Telji varnaraðili að í leigusamningum þurfi ekki að tilgreina höfuðstól enn þess þurfi eðli málsins samkvæmt að gera í lánssamningum. Í raun þurfi ekki að fara frekari öðrum um þessa málsástæðu varnaraðila þar sem hún falli í raun um sig sjálfa. Í fyrsta lagi sé í samningum aðila ekki tilgreindur höfuðstóll heldur leigugrunnur og þó svo að ekki þurfi að tilgreina leigugrunn í leigusamningum þá sé það alþekkt í fjármögnunarleigusamningum á alþjóðavísu að leigugjaldið taki mið af fjármögnunarkostnaði leigusala sem haldist í hendur við upphaflegt kaupverð leiguandlagsins. Þá hafi þegar verið fjallað um þessa málsástæðu í Smákrana-, Suðurverks- og Ölgerðarmálunum.

Þá byggi varnaraðili á því að þar sem í skilmálum samninganna séu ákvæði um vexti bendi það til þess að um lánssamning sé að ræða. Sóknaraðili bendir á að hinir umþrættu fjármögnunarleigusamningar beri alls ekki vexti og hér sé því um misskilning að ræða hjá varnaraðila. Tilvísun til vaxta sé þar einungis sett fram sem viðmiðun fyrir ákvörðun leigugreiðslna en breyti ekki skýru inntaki samninganna sem séu samkvæmt formi og efni dæmigerðir fjármögnunarleigusamningar. Þá hafi ekki verið fallist á þessa á málsástæðu í Smákrana-, Suðurverks- og Ölgerðarmálunum.

Varnaraðili vísi einnig til skyldubundinnar lokagreiðslu sem honum hafi borið að inna af hendi. Um hafi verið að ræða einhvers konar greiðslu sem jafngilti markaðsverði hlutaðeigandi vélar á hverjum tíma. Ekki sé ljóst hvað varnaraðili eigi við enda sé það ekki útskýrt nánar. Hér sé varnaraðili þó væntanlega að vísa til umsaminnar greiðslutilhögunar á leigugreiðslum en aðilar hafi almennt samið svo um að varnaraðili greiddi lægri leigugreiðslur yfir tiltekið tímabil grunnleigutímans og svo eina hærri greiðslu í lok grunnleigutímans. Miðist þessi greiðslutilhögun við leigugrunn samninganna sem byggi á því að við lok grunnleigutímans hafi sóknaraðili fengið í sinn hlut upphaflegt kaupverð leigumuna, auk vaxta og kostnaðar sem sóknaraðili þurfi að greiða á leigutímanum vegna eigin fjármögnunar á leiguandlaginu hjá erlendum fjármögnunaraðilum sínum. Að grunnleigutíma loknum tæki svo við framhaldsleigutímabil, sbr. 6. gr. samninganna, þar sem leigugreiðslur lækkuðu umtalsvert. Sé því vissulega um skyldubundna leigugreiðslu að ræða líkt og varnaraðili bendi á en það hefur ekki áhrif á hvort samningur teljist leigusamningur eða lánssamningur.

Sóknaraðili hafnar þeirri málsástæðu varnaraðila sem rangri og ósannaðri að viðskiptasaga aðila bendi til þess að samið hafi verið um það í upphafi viðskipta að varnaraðili myndi eignast leigumunina við lok samninga. Ekkert komi fram um þetta í gögnum málsins. Þá verði að benda á að öll tölvusamskipti sem varnaraðili vísi til í þessu sambandi séu gerð í nafni Vélaborgar ehf. sem sé ekki aðili máls þessa. Sama eigi við um tilvísanir til samninga og annarra viðskipta sem séu í flestum tilvikum milli sóknaraðila og áðurnefnds félags. Þessi gögn geti því ekki haft nokkra þýðinu í málinu. Þá hafi um þessa málsástæðu verið fjallað í Suðurverksmálinu þar sem ekki hafi verið fallist á að þýðingu hefði við túlkun þess samnings sem þar var deilt um að aðili hefði við lok 77 eldra samninga fengið leigumunum afsalað til sín.

Þótt varnaraðili gæti sýnt fram á að í fyrri viðskiptum hefði hann eignast leigumuni við lok samningstíma skipti það engu máli enda væri í raun ekkert óeðlilegt við það að fjármögnunarleigusamningum aðila hefði lokið með þeim hætti. Á hinn bóginn sé það röng ályktun hjá varnaraðila að það hafi verið gert á grundvelli samkomulags við upphaf samnings aðila. Samningar milli aðila séu skýrir um það að eftir lok grunnleigutíma fari þeir á framhaldsleigu nema leigutaki skili leigumunum til leigusala, sbr. 12. gr. samninganna en það sé ekki gert ráð fyrir neinum kauprétti. Tekur sóknaraðili fram að í mörgum tilvikum hafi hann neitað beiðni varnaraðila um sölu við lok grunnleigutíma enda hafi sóknaraðili það ætíð í hendi sér hvort hann samþykki sölu við lok grunnleigu tíma eða ekki. Í hinum umþrættu fjármögnunarleigusamningum aðila sé ekki um kaupskyldu, kauprétt, söluskyldu eða sjálfkrafa eignayfirfærslu að ræða og því verði leigutaki ekki eigandi við lok grunnleigutímans nema til frekari samninga komi. Leigusali geti að loknum grunnleigutíma tekið einhliða ákvörðun um að bjóða leigutaka leigumunina til kaups. Leigutaka sé það í sjálfsvald sett að taka tilboðinu eða hafna því og þá eftir atvikum haldið áfram að leigja leigumunina á framhaldsleigu gegn umtalsvert lægra leigugjaldi eða skila leigusala leigumununum. Það sé því á engan hátt sjálfgefið að leigutaki eignist leigumuni að grunnleigutíma loknum og raun sé því þveröfugt farið þar sem samningarnir fari sjálfkrafa á framhaldsleigu nema leigutaki skili leigumunum eða aðrir samningar komi til.

Þessi sjónarmið hafi verið staðfest í nýlegum dómi Hæstaréttar í máli nr. 638/2018 (Suðurverksmál). Þar var það ekki talið ráða úrslitum um sönnun fyrir því að samið hefði verið um kaup í upphafi að óumdeilt væri að áfrýjandi þess máls hefði alltaf keypt vélar eða tæki sem hann hafði gert fjármögnunarleigusamning um og samningunum lokið á þann hátt.

Þá sé ekkert í samningum aðila sem bendi til þess að á varnaraðila hafi hvílt samningsbundin skylda til að leysa leigumuni til sín líkt og varnaraðili haldi fram. Hefði sóknaraðili viljað tryggja það að varnaraðili keypti leigumunina í lok grunnleigutíma þá hefði ákvæði þess efnis verið látið koma fram í samningum eins og gert er í kaupleigusamningum.

Varnaraðili mótmælir þeim fullyrðingum sóknaraðila að ákvæði 6. gr. fjármögnunarleigusamninga aðila um framhaldsleigu sé markleysa og hafi ekki átt að koma fram í samningunum. Bendi varnaraðili á 35. gr. í þessu sambandi og að ritað hafi verið undir samninginn af hálfu varnaraðila án athugasemda. Þá komi skýrt fram í 34. gr. þeirra að breytingar á samningum megi aðeins gera með skriflegum viðauka, undirrituðum af samningsaðilum. Aðilar hafi farið eftir þessu ákvæði samninganna og t.d. hafi verið gengið frá skriflegum viðaukum þegar varnaraðili lenti í vandræðum með leigugreiðslur og óskaði eftir tilhliðrun hvað það varðar. Engir viðaukar hafi verið gerðir við samningana sem breyti réttarstöðunni við lok grunnleigutíma frá því sem mælt hafi verið fyrir um í 6. og 12. gr. þeirra.

Þá telur sóknaraðili tilvísanir varnaraðila í yfirlit þar sem greiðslum hafi verið skipt upp í ,,höfuðstól“, ,,lokagjald“ og ,,eftirstöðvar“ enga þýðingu hafa í þessum efnum. Um sams konar málsástæðu sé að ræða og byggt var á í Smákranamálinu en þar hafi hún ekki fengið brautargengi. Um höfuðstól hafi þegar verið fjallað. Eftirstöðvatalan sýni núvirði eftirstöðva af heildarleigugreiðslum á grunnleigutíma samkvæmt fjármögnunarleigusamningum aðila, áður en framhaldsleiga hefst og telur sóknaraðili að slík upplýsingagjöf sé ekkert óeðlileg í leigusamningum. Bendir hann í þessu sambandi á 20. gr. IAS 17 þar sem gengið sé út frá því að þessa fjárhæð þurfi að tilgreina í efnahagsreikningi í reikningsskilum leigutaka. Á umræddu yfirliti sé lokagjald samninganna tilgreint „0“. Vilji varnaraðila meina að þetta sýni fram á að eftirstöðvar samnings hverju sinni feli í sér fullnaðargreiðslu en leggi þó ekkert fram máli sínu til stuðnings. Um sé að ræða staðlað yfirlit úr kerfum sóknaraðila sem eigi jafnt við um kaupleigu, jafngreiðslulán, víxla og handveð eins og sjá megi á umræddu yfirliti sem finna megi í gögnum málsins. Hér sé um heildaryfirlit yfir viðskipti aðila að ræða og til einföldunar fyrir viðskiptavini sína er skjalið sett upp með þessum hætti. Tilgreining á tölunni „0“ undir liðnum „lokagjald“ á yfirlitinu bendi einfaldlega til þess að ekki sé um lokagjald að ræða á samningunum. Það geti á engan hátt verið túlkað á þann veg að varnaraðili myndi eignast leigumun við lok grunnleigutíma án þess að til frekari samninga eða greiðslu kæmi, þvert á ákvæði samninganna.

Sóknaraðili mótmælir, sem röngum og ósönnuðum, fullyrðingum varnaraðila um að hann hafi í einhverjum tilvikum farið fram á ábyrgðaryfirlýsingu frá erlendum framleiðendum leigumuna, þess efnis að þeir ábyrgðust að kaupa vélarnar af sóknaraðila í lok grunnleigutíma á sama verði og varnaraðili hafði skuldbundið sig til að greiða.

Varnaraðili vísi í skýrslur starfsmanna sóknaraðila í héraðsdómsmálinu E-3286/2012 og E-3286/2012 en sóknaraðili bendir á að fyrir liggi dómar Hæstaréttar í umræddum málum, annars vegar nr. 638/2013, frá 13. mars sl. og hins vegar nr. 717/2013, frá 3. apríl sl. Hafi þar verið sérstaklega tekið fram að tillit hafi verið tekið til framburðar umræddra vitna en ósannað talið að svo hafi verið um samið í upphafi viðskipta að leigutaki myndi eignast leiguandlagið að loknum grunnleigutíma gegn greiðslu lokagjalds.

Þá hafi í fyrrgreindum málum einnig verið fjallað um upplýsingar á heimasíðu félagsins og óþarfi að tíunda sjónarmið um það frekar.

Sóknaraðili telur þá staðhæfingu varnaraðila, að færslur leigusamninganna í bókhaldi hans og ársreikningum bendi til þess að kaupskylda hafi verið til staðar af hálfu leigutaka við lok grunnleigutíma en ekki einungis kaupréttur, ekki eiga við nokkur rök að styðjast enda séu leigusamningar aðila færðir í bókhaldi varnaraðila í samræmi við 20.-21. gr. IAS-17, sbr. ársreikning varnaraðila vegna reikningsársins 2005. Þessi málsástæða falli því um sig sjálfa. Þetta bendi til þess að varnaraðili hafi litið á þessa samninga sem leigusamninga en ekki lánssamninga í bókhaldi sínu.

Þá vísi varnaraðili einnig til færslu ársreikninga sóknaraðila og telur þá benda til þess að formleg skráning eignarhalds hafi einungis verið til tryggingar á réttum efndum, en að raunverulegt eignarhald hafi verið hjá varnaraðila. Þessu kveðst sóknaraðila mótmæla sem röngu og bendir á að í tengslum við Smákranamálið hafi sóknaraðili fengið álit frá endurskoðunarfyrirtækinu KPMG um það hvernig haga ætti framsetningu eigna og tekna af fjármögnunarleigusamningum í efnahagsreikningi og rekstrarreikningi leigusala samkvæmt reglum alþjóðlegra reikningsskilastaðla. Niðurstaðan sem fram komi á minnisblaði sem fyrir liggi í málinu sé sú að rétt sé að færa fjármögnunarleigusamninga á þann hátt sem sóknaraðili geri í ársreikningum sínum og að það sé í samræmi við IAS 17. Sóknaraðili vill í þessu sambandi einnig benda á að sambærileg málsástæða hafi verið höfð uppi í Suðurverks- og Ölgerðarmálunum en hún hafi ekki fengið þar brautargengi.

Sóknaraðili bendir á að í dómum Hæstaréttar um lögmæti gengislána hafi komið fram að það verði fyrst og fremst að horfa til texta þeirra samninga sem til skoðunar séu. Sem dæmi um þetta megi nefna dóma réttarins í málum nr. 524/2011 og 446/2013 þar sem form og efni skuldaskjalsins þótti það skýrt að ekki þurfti að líta til annarra atriða varðandi framkvæmd samningsins. Sé óskýrt í samningnum sjálfum hvort hann sé erlent lán eða gengistryggt lán séu samskipti aðilanna og framkvæmd tekin til athugunar til að kanna hvort þau varpi einhverju ljósi á álitaefnið. Hæstiréttur hafi þegar staðfest í máli nr. 652/2011 að efni fjármögnunarleigusamnings sóknaraðila sé skýrt og að stöðluð ákvæði samningsins eigi eingöngu við um fjármögnunarleigusamninga. Því kveður sóknaraðili að ekki þurfi að skoða önnur atriði varðandi framkvæmd samnings aðila. Hið sama hafi ekki átt við í máli Hæstaréttar nr. 282/2011 en þar kom fram kom að ákvæði hinna sérstöku skilmála í samningi aðila hafi verið ruglingsleg og óskýr. Efni almennu skilmálanna væri fyrst og fremst sniðið að kaupleigusamningum og samrýmdist í mörgum atriðum illa að um fjármögnunarleigusamninga gæti verið að ræða. Sóknaraðili telur að þetta hafi leitt til þess að Hæstiréttur hafi í því máli skoðað önnur atriði varðandi framkvæmd samninga aðila.

Sóknaraðili kveðst ekki geta fallast á að þau sjónarmið varnaraðila að samningar aðila séu lánssamningar og gengistrygging þeirra brot á 13., 14. og 15. gr. vaxtalaga nr. 38/2001. Gildissvið vaxtalaga sé skilgreint með víðtækum hætti í 1. gr. laganna. Samkvæmt ákvæðinu nái lögin yfir vexti af peningakröfum á sviði fjármunaréttar og á öðrum sviðum réttarins, eftir því sem við geti átt, svo og um annað endurgjald sem áskilið er eða tekið fyrir lánveitingu eða umlíðun skuldar. Samkvæmt 2. gr. gildi lögin einnig um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár. Í VI. kafla laganna, sem fjalli um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár, sé gildissvið kaflans skilgreint með þrengri hætti en fram komi í 1. gr. laganna. Öfugt við önnur ákvæði laganna sem taki til vaxta á peningakröfum á sviði fjármunaréttar takmarkist verðtryggingarákvæði laganna við sparifé og lánsfé í íslenskum krónum. Ákvæði 13. og 14. gr., sem banni gengistrygginguna, taki því samkvæmt orðalagi sínu einungis til sparifjár og lánsfjár í íslenskum krónum en ekki til annars konar samninga eins og leigusamninga. Leigusamningur sé gagnkvæmur samningur og annars eðlis en hefðbundið peningalán.

Sóknaraðili kveðst byggja á því að til þess að samningsskuldbinding geti fallið undir 1. mgr. 13. gr. vaxtalaga þurfi að vera um hefðbundin peningalánaviðskipti að ræða. Fjármögnunarleigusamningur feli í sér leigu á tækjum en ekki afhendingu á peningum og geti því ekki fallið undir ákvæði VI. kafla laganna. Samningar aðila séu leigusamningar sem ekki falli ekki undir ákvæði laga nr. 38/2001. Sóknaraðili byggi á því að honum hafi verið heimilt að gengistryggja samningana vegna þess að um sé að ræða leigusamninga en þeir falli ekki undir ákvæði VI. kafla vaxtalaga nr. 38/23001 þar sem gengistrygging lánssamninga sé bönnuð.

Af dómaframkvæmd megi ráða að við mat á lögmæti verðtryggingar verði að gera greinarmun á hreinum fjárskuldbindingum eða peningalánaviðskiptum annars vegar og gagnkvæmum samningum hins vegar, en hvað síðarnefnda atriðið varði eigi báðir samningsaðilar að inna af hendi framlög á tilteknu tímamarki eftir samningsgerð, t.d. húsaleigusamningar, verksamningar og kaupsamningar um fasteignir. Lagaákvæði um verðtryggingu fjárskuldbindinga hafi í dómum ekki verið talin ná til þeirra gagnkvæmu samninga, sem hér sé vitnað til. Vísar sóknaraðili í þessu sambandi til dóms Hæstaréttar í máli nr. 98/1978 og til áðurnefnds dóms í máli nr. 652/2011.

Í ljósi ofangreinds telur sóknaraðili ákvæði 13. og 14. gr. vaxtalaga ekki eiga við um þá fjármögnunarleigusamninga sem til umfjöllunar séu í máli þessu.

Sóknaraðili kveðst í máli þessu byggja á reglunni um samningsfrelsi. Í henni felist m.a. að aðilar samnings hafi forræði á því, hvers efnis sá samningur sé, sem þeir gera, þ.e. hvernig þeir ráðstafa réttindum sínum með samningum og undir hvaða skuldbindingar þeir gangast. Af sama meiði sé meginregla leiguréttar um að aðilum samnings sé frjálst að semja um fjárhæð leigu og hvort og þá með hvaða hætti hún skuli breytast á leigutímanum. Meginregla þessi komi m.a. fram í 37. gr. húsaleigulaga nr. 36/1994. Meginreglan um samningsfrelsi aðila í viðskiptum geri það að verkum að gengisviðmiðun sé heimil nema skýrt sé tekið fram í lögum að svo sé ekki. Ekkert lagaákvæði sé í íslenskum lögum sem banni slíka gengisviðmiðun í leigusamningum og sé hún því heimil.

Sóknaraðili telur að við túlkun á því hvort um leigusamninga eða lánssamninga sé að ræða verði að taka mið af forsendum samningsaðila við samningsgerðina. Byggir sóknaraðili á því að við gerð fjármögnunarleigusamninganna hafi báðum aðilum verið það ljóst að gengisáhrif fylgdu því að hafa samningana gengistryggða. Sóknaraðili bendir á í þessu sambandi á að í rökstuddu áliti Eftirlitsstofnunar EFTA frá 22. maí 2013 sé sérstaklega komið inn á það að hin íslenska löggjöf um bann við gengistryggingu samrýmist ekki meðalhófsreglu og þetta sjónarmið eigi alveg sérstaklega við um lögpersónur þar sem sá hópur hafi nauðsynleg efni og aðstöðu til að meta áhættu á fullnægjandi hátt þegar hugað sé að gengistryggðum lánssamningi.

Sóknaraðili kveður það hafa verið forsendu af sinni hálfu að þar sem um gengistryggða leigusamninga væri að ræða, þá skyldu endurgreiðslur bundnar gengi á þeim erlendu myntum sem varnaraðili valdi og að við ákvörðun leigugreiðslna skyldi taka mið af LIBOR vöxtum með nánar tilgreindu álagi. Varnaraðila hafi mátt vera þessi forsenda ljós. Gengisviðmiðunin hafði úrslitaáhrif á samninga aðila um vaxtaviðmiðun. Sjáist það vel á þeirri staðreynd að mun hærri vaxtaviðmiðun hafi ávallt verið hjá sóknaraðila á þeim samningum sem ekki voru með gengisviðmið.

Varnaraðili hafi þekkt forsenduna hvað varðar gengistrygginguna og vitað að hún hafi verið ákvörðunarástæða fyrir vaxtaviðmiði samninganna.

Ef svo vildi til að talið væri að fjármögnunarleigusamningar aðila væru lánssamningar þá myndi það ekki hafa áhrif á skuldastöðu varnaraðila gagnvart sóknaraðila né eignarrétt sóknaraðila á leigumununum.

Samningar aðila séu í erlendum myntum, en lán í erlendri mynt falli ekki undir bannreglur VI. kafla vaxtalaganna og því byggi sóknaraðili á því að gengisviðmiðun fjármögnunarleigusamninganna sé lögmæt. Bent skuli á að í 2. gr. fjármögnunarleigusamninga aðila er leigugrunnur tilgreindur nákvæmlega í erlendum myntum og tilgreining erlendra mynta komi einnig fram á leigureikningum sem sóknaraðili sendi varnaraðila Skýrt sé tekið fram í dómum Hæstaréttar nr. 520/2011 og 551/2011 að samkvæmt forsendum dóma Hæstaréttar frá 16. júní 2010 fari skuldbinding í erlendum gjaldmiðli ekki gegn nefndum ákvæðum laga nr. 38/2001.

Varnaraðili byggir á því að hann hafi þegar greitt upp allar kröfur sem sóknaraðili kunni að eiga á hendur honum samkvæmt samningunum. Varnaraðili byggi umrædda málsástæðu á því að samningar aðila feli í sér lánsskuldbindingu í íslenskum krónum með ólögmætri gengistryggingu. Vísar sóknaraðili alls þess sem fram er komið hér fram hvað þetta varðar. Telur sóknaraðili sýnt, svo ekki verði um villst, að samningar aðila séu leigusamningar í erlendri mynt, eins og heiti þeirra, efni, eðli og framkvæmd bendi til. Einnig ítrekar sóknaraðili að í aðfararmáli þessu skuli einungis fjalla um rétt hans til umráða yfir eignum sínum. Af samningum aðila megi sjá að eignarréttur sóknaraðila sé skýr, sbr. 15. gr. þeirra og af útprentunum úr ökutækja- og vinnuvélaskrá sem liggi fyrir í málinu megi sjá að félagið Vélaborg hf. seldi sóknaraðila umrædda leigumuni og varnaraðili endurleigði þá svo með fjármögnunarleigusamningum þess efnis. Umræddar útprentanir kveður sóknaraðili vera ígildi þinglýsingavottorðs. Vísar hann til 25. gr. þinglýsingarlaga nr. 39/1978 og 3. mgr. 47. gr. sömu laga þar um.

Þá vísi varnaraðili í greinargerð sinni til útreikninga sem hann hafi lagt fram við þingfestingu einkamáls gegn sóknaraðili sem eigi að sanna að varnaraðili hafi þegar greitt skuld sína við sóknaraðila. Í ljósi þess að umræddir útreikningar komi ekki til skoðunar í aðfararmáli þessu auk þess sem ekkert bendi til þess að endurreikna beri umrædda samninga þá verði ekki farið ítarlega í umrædda útreikninga og látið nægja að vísa til þess að fjölmörg atriði þeirra standast ekki skoðun. Má í þeim efnum nefna eftirfarandi dæmi að útreikningarnir séu ekki í samræmi við fordæmi Hæstaréttar. Þá séu þeir ekki í samræmi við meginreglur í kröfurétti um að kröfuhafi sem fengið hefur minna greitt en hann eigi rétt til í lögskiptum aðila, eigi viðbótarkröfu á hendur skuldara um það sem vangreitt sé. Þá beri samningar aðila ekki vexti og þeir verði því ekki tilgreindir á leigureikningum. Sóknaraðili telur að framangreint sýni ljóslega að útreikningar varnaraðila séu rangir. Enn fremur bendir sóknaraðili á að varnaraðili hafi ekki, fyrr en nú, lagt umrædda útreikninga fyrir sóknaraðila né boðið fram greiðslur á þeim grundvelli.

Hvað varði tilvísanir varnaraðila í meintan rétt til að halda eftir greiðslum vegna þeirra samninga sem sé í íslenskum krónum varðar þá er þeim málsástæðum öllum mótmælt. Skilyrði til að halda eftir greiðslum og/eða til skuldajafnaðar eru bersýnilega ekki fyrir hendi og megi í því sambandi nefna að varnaraðili eigi engar gildar kröfur á hendur sóknaraðila, hvað þá að meintar kröfur hans séu á þessum tímapunkti skýrar að efni til um efni og gjalddaga.

Sóknaraðli kveðst byggja á því að það séu óumdeildar vanefndir á samningunum. Það að varnaraðili hafi tekið ákvörðun um að víkja frá fyrri túlkun sinni og skilningi á eðli og efni leigusamninganna í þeirri von að það skapi honum rétt til endurreiknings og lækkunar á leigu, geti á engan hátt haft áhrif þar á. Sóknaraðili hafi verið í fullum rétti til að rifta samningunum á grundvelli 28. gr. þeirra. Sóknaraðili bendir einnig á að vinnueftirlitsgjöld séu í vanskilum vegna fjölmargra samninga en það sé riftunarástæða út af fyrir sig sbr. a-lið 28. gr. samninganna. Ennfremur vísar sóknaraðili til krossriftunarheimildar sem finna megi ýmist í f- eða d- liðum samninganna.

Að lokum mótmælir sóknaraðili kröfu varnaraðila um frestun aðfarargerðar . Heimild til þess sé eingöngu ætluð til nota í algjörum undantekningartilvikum og þá helst þegar tjón af aðfarargerð yrði vart bætt með fjármunum. Varnaraðili hafi ekki sýnt fram á í málinu að bótaréttur dugi ekki til fyrir tjóni sem af kunni að hljótast vegna þessa. Þá séu yfirlýsingar um óvissu í sambærilegum málum ekki á rökum reistar enda hafi fjölmargir úrskurðir og dómar þegar fallið í sambærilegum málum og þetta mál sé því ekki fyrsta sinnar tegundar.

Um lagarök vísar sóknaraðili m.a. til ákvæða laga nr. 90/1989, laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, þ. á m. um málskostnað.

III

Málsástæður og lagarök varnaraðila

Varnaraðili telur ljóst að mál þetta verði ekki til lykta leitt fyrr en niðurstaða sé komin í mál sem hann hafi höfðað á hendur sóknaraðila fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur með stefnu þingfestri 7. janúar 2014. Í því máli verði skorið úr um lögmæti gengistryggingar 24 fjármögnunarleigusamninga, þar af 16 þeirra samninga sem séu hluti af aðfararbeiðni máls þessa.

Ljóst sé að allir hinna 200 fjármögnunarleigusamninga sem aðilar hafa gert með sér séu efnislega samhljóða og því muni niðurstaða þess máls hafa ótvírætt sönnunargildi gagnvart öðrum fjármögnunarleigusamningum aðila og vera alger forsenda þess að unnt sé að reikna út rétta skuldastöðu aðila. Ekki liggi fyrir hvort þeir samningar sem mál þetta lúti að séu í vanskilum fyrr en það hafi verið gert. Með vísan til 3. mgr. 102. gr. laga um meðferð einkamála, sbr. 84. gr. laga nr. 90/1989 um aðför, er því beint til dómsins að fresta niðurstöðu málsins þar sem í raun verði talið varhugavert að gerðin fari fram. Þá telur varnaraðili 79. gr. laga nr. 90/1989 ekki eiga við þar sem þar sé gert ráð fyrir að um aðrar kröfur sé að ræða, eða önnur atriði eins og segi í ákvæðinu, en í þessu máli sé um sömu kröfur að ræða. Þá telur varnaraðili að erfitt geti verið að beita 2. mgr. 96. gr. laganna komi í ljós að aðfarargerðin hafi farið fram með ólögmætum hætti, þar sem áframhaldandi viðskipti með tækin, bæði sala þeirra og leiga, séu flókin og engin leið að leysa úr þeim flækjum sem af þeim hafa hlotist.

Kröfu sína um að öllum kröfum sóknaraðila verði hafnað byggir varnaraðili aðallega á þeirri málsástæðu að allir 42 fjármögnunarleigusamningarnir sem heyra undir aðfararbeiðnina séu í reynd lánssamningar í skilningi VI. kafla laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001. Byggir hann það á tilteknum ákvæðum samninganna sem hann telur bera skýr einkenni lánssamninga. Þá byggir hann einnig á viðskiptasögu og framkvæmd samninganna milli aðila. Vísar varnaraðili til þess að samkvæmt VI. kafla laga nr. 38/2001, einkum 13. og 14. gr. þeirra, og dómafordæmum Hæstaréttar sé ólögmætt að gengistryggja lánsfjárhæðir og séu samningsákvæði af þeim toga óskuldbindandi fyrir lántaka. Þá mótmælir varnaraðili því að skuld sé til staðar eins og sóknaraðili byggi á, í það minnsta sé óljóst hver hún sé, ef hún er á annað borð fyrir hendi. Aðilar hafi gert með sér handveðssamning þar sem söluandvirði tækja sem varnaraðili seldi hafi verið lagt inn á tiltekinn reikning þar til niðurstaða væri fengin um það hvort gengistrygging væri lögmæt eða ekki. Engin athugasemd hafi verið gerð af hálfu sóknaraðila við þá framkvæmd að varnaraðili seldi tækin enda taldi varnaraðili sig vera í fullum rétti til þess samkvæmt fyrri framkvæmd. Varnaraðili kveður meginmáli skipta við úrlausn málsins hvort sannað sé að aðilar hafi samið svo í upphafi viðskipta að varnaraðili yrði eigandi tækjanna. Stöðluð ákvæði samninganna skipti minna máli.

Til stuðnings því að fjármögnunarleigusamningar máls þessa séu lánssamningar, sem óheimilt sé að gengistryggja, teflir varnaraðili fram eftirtölum sjónamiðum:

Af dómum Hæstaréttar í málum nr. 282/2011, nr. 652/2011 og nr. 717/2013 megi ráða að við úrlausn málsins þurfi að greina á milli kaupleigusamninga annars vegar og fjármögnunarleigusamninga hins vegar, en niðurstaða þeirrar aðgreiningar ráði því hvort heimilt sé að gengistryggja endurgreiðslur samkvæmt samningi eða ekki. Hæstiréttur hefur talið muninn á þessum tveimur tegundum samninga endurspeglast í því að með kaupleigusamningi eignist leigutaki samningsandlagið við lok samningstíma eða eignist kauprétt að honum, en við lok fjármögnunarleigusamninga verði leigutaki ekki eigandi hlutarins án þess að til frekari samninga komi. Samkvæmt dómum Hæstaréttar í málum nr. 153/2010 og nr. 92/2010 liggi fyrir að óheimilt sé að gengistryggja greiðslur samkvæmt kaupleigusamningum þar sem líta beri á slíka samninga sem lánssamninga sem heyri undir VI. kafla laga nr. 38/2001.

Í því máli sem hér sé til umfjöllunar ráðist ákvörðun um það hvort um lánssamning sé að ræða sem óheimilt sé að gengistryggja samkvæmt ákvæðum VI. kafla laga nr. 38/2001 af því hvort aðilar hafi samið þannig að varnaraðili myndi í lok grunnleigutíma og gegn umsaminni skyldubundinni lokagreiðslu eignast hið leigða eða öðlast kauprétt að því. Telur varnaraðili ótvírætt að svo hafi verið.

Þá telur varnaraðili að ákvæði fyrirliggjandi fjármögnunarleigusamninga renni mörg hver stoðum undir það að um lánssamning sé að ræða frekar en leigusamning. Vísar hann þar helst til 16. gr., 17. gr., 19. gr., 20. gr., 23. gr., 26. gr. og 30. gr. samninganna þar sem varnaraðili undirgangist skyldur og ábyrgðir sem alla jafna hvíli á lántakendum (eigendum lausafjár) en ekki á leigutökum. Varnaraðili bendir á að samningarnir hafi verið einhliða samdir af hálfu sóknaraðila og með vísan til andskýringarreglu samningaréttarins beri að túlka samning aðila, að því leyti sem hann kann að þykja óljós, varnaraðila í hag.

Þá bendir varnaraðili á að þegar um leigusamninga sé að ræða þurfi ekki að tilgreina höfuðstól en slíkt þurfi eðli málsins samkvæmt að gera í lánssamningum. Í samningum máls þessa sé ávallt í 2. gr. þeirra tilgreindur „leigugrunnur“ sem í raun sé samningsfjárhæðin eða höfuðstóllinn. Þá sé höfuðstóllinn sérstaklega tilgreindur í reglulegum yfirlitum yfir stöðu samninganna sem sóknaraðli hafi sent varnaraðila.

Enn fremur bendi fyrirkomulag vaxtaákvörðunar og afborgana, sbr. 5. og 10. gr. samningana, til þess að um lánssamning sé að ræða, en leigugreiðslur beri almennt ekki vexti. Með hverjum samningi hafi fylgt greiðsluyfirlit þar sem greiðslum varnaraðila hafi verið skipt upp í vexti, afborgunarhluta og eftirstöðvar hverju sinni. Ávallt sé tiltekið sérstaklega hið umsamda lokaverð sem hafi verið lokagreiðsla fyrir hvern samning á síðasta gjalddaga grunnleigutímans.

Þá kveður varnaraðili að lokagreiðslan hafi ekki verið valkvæð fyrir varnaraðila né hafi þurft sérstakt samþykki sóknaraðila til, heldur hafi þvert á móti verið um að ræða skyldubundna greiðslu sem varnaraðila hafi borið að inna af hendi. Hún hafi verið fullkomlega sambærileg við síðustu afborgun lánssamnings sem lántaka beri að inna af hendi. Lokagreiðslan hafi jafngilt markaðsverðmæti hlutaðeigandi véla á þeim tíma og fráleitt að ætla að sóknaraðili myndi halda vélinni í sinni eigu eftir lok grunnleigutíma þrátt fyrir að varnaraðili hefði endurgreitt að fullu þá lánveitingu sem fjármögnun sóknaraðila hafi falið í sér.

Varnaraðili segir umsamdar greiðslur eingöngu hafa tekið mið af upphaflegum leigugrunni (höfuðstól) að viðbættum samningsvöxtum og vaxtaálagi. Það fyrirkomulag svari til endurgreiðslu á láni, en ekki leigu þar sem leigugreiðslur miðist almennt við raunverulegt verðmæti hins leigða og markaðsaðstæður hverju sinni.

Í málinu sé að finna dæmi um tölvupóstsamskipti aðila til stuðnings því að um lánsviðskipti hafi verið að ræða fremur en leiguviðskipti og að varnaraðili hafi sannarlega átt rétt á því að eignast hlutaðeigandi vél gegn uppgreiðslu samnings eða í lok grunnleigutíma.

Varnaraðili telur að líta verði til þess um hvað hafi raunverulega verið samið en ekki eingöngu til orðalags hinna stöðluðu samningsforma sem notuð voru. Viðskiptasaga og samskipti aðila árum saman, sýni fram á að varnaraðili hafði bæði rétt og skyldu til að greiða eftirstöðvar samninganna í síðasta lagi í lok grunnleigutíma, og að það hafi ávallt verið raunin án þess að það hafi nokkru sinni sætt athugasemdum af hálfu sóknaraðila fyrr en árinu 2012.

Þá hafi regluleg yfirlit sóknaraðila til varnaraðila um stöðu óuppgerðra fjármögnunarleigusamninga tilgreint höfuðstól og eftirstöðvar samnings, en lokagjald tiltekið „0 krónur“. Þetta sýni fram á að varnaraðili hafi ekki þurft að semja sérstaklega við sóknaraðila um rétt til að eignast „hið leigða“ heldur hafi beinlínis verið gert ráð fyrir því í samningi aðila að eftirstöðvar samnings hverju sinni fælu í sér fullnaðargreiðslu.

Til stuðnings því að kaupskylda varnaraðila hafi verið til staðar á hlutaðeigandi tæki, sé enn fremur vísað til þess að sóknaraðili hafi í sumum tilvikum farið fram á ábyrgðaryfirlýsingu frá erlendum framleiðendum hlutaðeigandi véla þar sem þeir ábyrgðust að kaupa vélarnar af sóknaraðila í lok grunnleigutíma á sama verði og varnaraðili hafði skuldbundið sig til að gera, ef sá síðarnefndi hefði af einhverjum ástæðum ekki fjárhagslegt bolmagn til að gera það.

Þá kveðst varnaraðili vísa til skýrslna sem starfsmenn sóknaraðila gáfu í málum nr. E-3285/2012 og E-3286/2012 hjá Héraðsdómi Reykjavíkur, að því leyti sem þær eigi við, um eðli fjármögnunarleigusamninga sóknaraðila. Þar staðfesti fjölmargir starfsmenn sóknaraðila, þar á meðal þrír fyrrverandi framkvæmdastjórar félagsins, að við lok grunnleigutíma fjármögnunarleigusamninga sóknaraðila, hafi leigutakar átt rétt á því að eignast hið leigða gegn greiðslu fyrir fram ákveðinnar fjárhæðar. Jafnframt vísar varnaraðili til umfjöllunar í sömu dómum þar sem því er slegið föstu að á heimasíðu sóknaraðila á árunum 2006, 2008, 2009 og 2010 hafi komið fram að leigutakar samkvæmt fjármögnunarleigusamningum ættu þess kost í lok grunnleigutíma að kaupa hið leigða á fyrir fram ákveðnu verði. Þessi texti hafi nú verið fjarlægður af heimasíðu sóknaraðila.

Varnaraðili kveðst í samræmi við kaupskyldu sína í lok grunnleigutíma hafa eignfært hið leigða í bókhaldi sínu og ársreikningum. Í ársreikningum varnaraðila sjáist hvernig vélar sem heyra undir fjármögnunarleigusamninga, þar á meðal samninga máls þessa, séu ávallt tilgreindar sem eignir (fjárfestingaeignir). Ársreikningarnir hafi árum saman verið kynntir og afhentir sóknaraðila sem aldrei hafi gert athugasemdir við þessa eignfærslu varnaraðila. Þá vísar varnaraðili til ársreikninga sóknaraðila þar sem útlán og kröfur samkvæmt fjármögnunarleigusamningum hafi verið færð til eignar hjá sóknaraðila, en vélarnar sjálfar, þ.e. andlag samninganna, hafi ekki verið eignfærðar. Þetta bendi til þess að formleg skráning eignarhalds hjá sóknaraðila samkvæmt 15. gr. samninganna hafi aðeins verið til tryggingar á réttum efndum, en að raunverulegt eignarhald hafi verið hjá varnaraðila.

Í ljósi alls framangreinds telur varnaraðili sannað að aðilar hafi samið þannig, að við gerð fjármögnunarleigusamninganna hafi hann átt að eignast hið leigða við lok grunnleigutíma á fyrir fram umsömdu lokaverði. Síðasta greiðsla samninganna hafi verið lokagreiðsla eða fullnaðargreiðsla og ekki hafi þurft að koma til frekari ráðstafana eða samninga af hálfu aðila til að varnaraðili yrði eigandi tækjanna. Samningarnir, sem fjallað hafi verið um í dómunum þremur sem sóknaraðili nefni til sögunnar, séu því ekki sambærilegir hvað þetta varðar þar sem þar hafi verið gert ráð fyrir að viðkomandi aðili gæti eignast tækin með tilteknum skilmálum. Með hliðsjón af dómum Hæstaréttar í málum nr. 92/2010, nr. 153/2010, nr. 282/2011, nr. 652/2011 og nr. 717/2013 telur varnaraðili ljóst að fjármögnunarleigusamningar máls þessa séu lánssamningar í skilningi VI. kafla laga nr. 38/2001 sem óheimilt sé að gengistryggja. Samningarnir feli því í sér skuldbindingu í íslenskum krónum sem óheimilt sé að tengja við gengi erlendra gjaldmiðla. Einnig vísar varnaraðili til þess að sérstaklega sé tekið fram á forsíðu samninganna að þeir séu „gengistryggðir“. Höfuðstóll eða „leigugrunnur“ sé tilgreindur í 2. gr. í íslenskum krónum en síðan sé sundurliðað í nánar tilgreindum hlutföllum hvernig krónufjárhæðin sé bundin við gengi viðeigandi erlends gjaldmiðils. Þá vísist enn fremur til 14. gr. samninganna til stuðnings því að um gengistryggðan samning sé að ræða þar sem fjallað sé nánar um gengistryggingu leigugreiðslna og vísitölubindingu þeirra.

Varnaraðili kveður lög nr. 38/2001 ekki heimila að lán í íslenskum krónum séu verðtryggð með því að binda þau við gengi erlendra gjaldmiðla. Ákvæði 13. og 14. gr., sbr. 2. gr. laganna, séu ófrávíkjanleg og því óheimilt að semja um grundvöll verðtryggingar sem ekki sé stoð fyrir í lögum. Verðtryggingarákvæði samninganna við gengi erlendra gjaldmiðla séu því óskuldbindandi fyrir varnaraðila og beri því að endurreikna stöðu samninganna með þeim hætti sem lög nr. 38/2001 geri ráð fyrir.

Telur varnaraðili því ljóst að hann eigi rétt á því að allir fjármögnunarleigusamningar aðila, sem innihaldi ólögmæta gengistryggingu, verði endurreiknaðir, þ. á m. hinir gengistryggðu samningar máls þessa. Þar til það hafi verið gert sé alls óvíst hver sé rétt skuldastaða aðila og hvort varnaraðili skuldi sóknaraðila yfirhöfuð nokkuð. Skilyrði 78. gr. laga um aðför um augljós réttindi sóknaraðila séu því alls ekki uppfyllt.

Varnaraðili kveður sóknaraðila enga reikninga hafa sent sér á árunum 2011 til 2013. Það hafi ekki verið fyrr en í apríl 2013 sem sendir voru fjórir reikningar, með útgáfudag 20. apríl 2013 en gjalddaga 25. ágúst 2011. Á tveggja ára tímabili hafi því engir reikningar borist frá sóknaraðila.

Þá segi í 83. gr. aðfararlaga að hafna skuli að jafnaði aðfararbeiðni ef varhugavert verði talið að gerðin nái fram að ganga á grundvelli sýnilegra sönnunargagna, þ.e. án vitnaleiðsla og mats- og skoðunargerða. Ríkari sönnunarkröfur til réttmætis krafna aðila séu þannig gerðar í aðfararmálum heldur en í einkamálum. Er því alfarið hafnað að réttlætanlegt sé að fallast á aðfararbeiðni sóknaraðila áður en þeirri grundvallar spurningu hafi verið svarað hvort samningarnir feli í sér ólögmæta gengistryggingu og hver raunveruleg skuldastaða sé. Fullnægjandi svar við því álitaefni fáist ekki með þeirri málsmeðferð sem 83. gr. aðfararlaga gerir ráð fyrir heldur sé þörf á skýrslugjöf fjölda vitna og aðila.

Með vísan til framangreindra málsástæðna telur varnaraðili sér heimilt að halda eftir greiðslum vegna þeirra samninga aðila sem séu í íslenskum krónum enda standi rök til þess að hann hafi þegar ofgreitt sóknaraðila á grundvelli hinna gengistryggðu samninga sem sóknaraðili hafi neitað að endurreikna. Varnaraðila sé þannig heimilt að halda eftir greiðslum þar til skorið hafi verið úr um raunverulega og rétta skuldastöðu.

Sem dæmi um hve miklu muni á mati sóknaraðila og varnaraðila um raunverulega skuldastöðu aðila leggur varnaraðili fram yfirlit greiðslna vegna þeirra 16 samninga máls þessa sem jafnframt sé deilt um í málinu sem þingfest hafi verið 7. janúar 2014. Varnaraðili telur sig hafa ofgreitt 7.920.874 krónur vegna þessara 16 samninga og að hann eigi endurkröfurétt sem því nemi. Hins vegar telur sóknaraðili vanskil vegna þessara sömu samninga í september 2011 nema 18.131.763 krónum. Hér muni því um 26.000.000 króna vegna 16 samninga eingöngu. Ekki hefur verið tekið saman nákvæmt yfirlit um það hve mikið hafi verið greitt vegna hinna 26 samninga sem falli undir aðfararbeiðnina, en áskilinn er réttur til þess að gera það síðar meir ef þörf þykir.

Með vísan til alls framangreinds verður að telja svo mikinn vafa leika á réttmæti krafna sóknaraðila að því fari fjarri að skilyrðum 78. gr. og 83. gr. laga um aðför séu uppfyllt. Beri því að sýkna varnaraðila af öllum kröfum og dæma honum málskostnað að skaðlausu.

Með vísan til 3. mgr. 84. gr. laga um aðför er til vara krafist, ef fallist verður á aðfararbeiðni sóknaraðila að öllu eða takmörkuðu leyti, að aðfarargerðinni verði frestað þar til úrskurður Hæstaréttar liggur fyrir ef málinu verður skotið þangað í kjölfar úrskurðar héraðsdómara.

Til viðbótar við framangreind lagarök er vísað til meginreglna samninga-, og kröfuréttar. Þá er vísað til sjónarmiða um andskýringarreglu samningaréttarins og sjónarmiða að baki samræmisskýringu. Krafa varnaraðila um málskostnað grundvallast á 130. gr. og 131. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála.

IV

Niðurstaða

Mál þetta er rekið á grundvelli 13. kafla laga nr. 90/1989 um aðför. Krefst sóknaraðili þess að nánar tilgreindar vélar og tæki verði, með beinni aðfarargerð, tekin úr vörslum varnaraðila á grundvelli 78. gr. laganna og fengin sér. Svo fallist verði á kröfu um beina aðfarargerð skulu réttindi sóknaraðila vera svo ljós, að sönnur verði færðar fyrir þeim með gögnum, sem aflað verður samkvæmt 83. gr. laganna, sbr. 1. mgr. 78. gr. þeir. Samkvæmt 3. mgr. 83. gr. laganna skal héraðsdómari að jafnaði hafna aðfararbeiðni ef varhugavert verður talið að gerðin nái fram að ganga á grundvelli þeirra sönnunargagna sem heimilt er að afla í málum af þessu tagi og með þeirri sönnunarfærslu sem lög nr. 90/1989 heimila. Með vísan til framangreinds er í máli þessu ekki heimilt að taka afstöðu til ágreinings aðila að öðru leyti en varðandi rétt til umráða yfir framangreindum vélum og tækjum og verður ekki úr öðrum ágreiningi aðila skorið í máli, sem rekið er á grundvelli 78. gr. laga nr. 90/1989.

Efnislegur ágreiningur aðila lýtur að því hvort þeir fjölmörgu fjármögnunarleigusamningar aðila um nánar tilgreind tæki séu leigusamningar, eins og sóknaraðili heldur fram, eða lánssamningar, eins og varnaraðili byggir á, og þar með háðir banni 13. og 14. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu við því að fjárhæð peningaláns í íslenskum krónum sé bundin við gengi erlends gjaldmiðils.

Varnaraðili hefur í málinu teflt fram fjölmörgum málsástæðum máli sínu til stuðnings. Lúta þær margar að því að ýmis ákvæði samninga aðila, bendi til þess að um lánssamninga sé að ræða en ekki leigusamninga. Samningar aðila hafi því með ólögmætum hætti verið tengdir gengi erlendra gjaldmiðla. Varnaraðili eigi því skýlausan rétt til endurútreiknings vegna ólögmætrar gengistryggingar. Dregur varnaraðili í efa að hann sé í skuld við sóknaraðila, í það minnsta sé ljóst að vafi sé um hver skuldin sé. Því hafi ekki verið réttilega staðið að riftun samninganna. Þá hefur hann haldið því fram að aðilar hafi um það samið í upphafi að hann yrði eigandi tækjanna og sjáist það af því að í flestum samninganna sé að finna ákvæði um að síðasta greiðslan við lok svokallaðs grunnleigutímabils sé umtalsvert hærri en mánaðarlegar greiðslur fram að því og greiðslur á svokölluðu framhaldsleigutímabili. Þá hefur varnaraðili vísað til viðskiptasögu aðila og framkvæmdar fyrri samninga þar sem hann hafi í flestum tilvikum orðið eigandi tækjanna. Hefur hann einnig vísað til þess eðlis rekstrar síns, þ.e. að endurleigja og selja tæki. Því hafi aldrei staðið annað til en að hann myndi eignast umrædd tæki. Telur varnaraðili að ákvæði samninganna ein og sér taki ekki af skarið um það hvort um leigusamninga eða lánssamninga sé að ræða.

Sóknaraðili hefur hafnað öllum framangreindum málsástæðum varnaraðila, flestum þeirra með vísan til skýrra fordæma sem fyrir liggi á þessu réttarsviði þar sem þegar hafi reynt á mörg þeirra sjónarmiða sem varnaraðili tefli fram máli sínu til stuðnings. Með vísan til þessa telur sóknaraðili ljóst að umþrættir fjármögnunarleigusamningar séu leigusamningar þar sem honum hafi verið heimilt að tengja leigugjald við gengi erlendra gjaldmiðla. Þá hefur sóknaraðili vísað til þess að mörg ákvæði samninganna séu til marks um að um leigusamninga sé að ræða en ekki lánssamninga. Þá bendi heiti samninganna og hugtakanotkun eindregið til þess að um leigusamninga sé að ræða. Jafnframt séu ákvæði samninganna um eignarrétt sóknaraðila yfir leigumunum skýr og afdráttarlaus auk þess sem hann sé þinglýstur eigandi allra tækjanna samkvæmt framlögðum gögnum úr vinnuvéla- og ökutækjaskrá. Vanskil varnaraðila séu fyrir hendi. Riftun hafi því farið fram með lögmætum hætti. Réttur hans yfir tækjunum sé skýr og enginn vafi um umráðarétt hans yfir tækjunum. Þá geti tölulegur ágreiningur ekki komið í veg fyrir að gerðin nái fram að ganga. Þá hefur hann vísað til ákvæða ársreikningalaga og alþjóðlegs reikningsskilastaðals IAS 17 og til þess að samningarnir séu í samræmi við norræna framkvæmd á þessu sviði.

Ljóst er að undanfarin misseri hafa gengið fjölmargir dómar á þessu sviði réttarins og liggja fyrir skýr fordæmi um mörg þau sjónarmið og margar þær málsástæður sem á reynir í máli þessu og varnaraðili hefur haldið fram máli sínu til stuðnings. Verður því vísað til þeirra fordæma sem á reynir hverju sinni við umfjöllun um viðkomandi álitaefni eftir því sem við á. Á þetta eðli málsins samkvæmt einkum við um málsástæður er lúta að ákvæðum samninganna sjálfra og túlkun þeirra.

Í málinu liggur fyrir að aðilar máls þessa áttu í áralöngum viðskiptum og gerðu með sér fjölda samninga. Ágreiningur í máli þessu lýtur að 42 samningum sem gerðir voru á árunum 2005 til 2010. Flestir samningarnir voru í íslenskum krónum og tengdir við gengi erlendra mynta. Tveir þeirra munu upphaflega hafa verið óverðtryggðir í upphafi og í íslenskum krónum en með samkomulagi um myntbreytingu tengdir við gengi erlendra gjaldmiðla. Á það við um samninga nr. 117658 og 117194. Þá er einn samningurinn óverðtryggður og í íslenskum krónum og er þar um að ræða samning nr. 154075. Í fjórum tilvikum voru samningarnir upphaflega gerðir við annan leigutaka, Vélaborg ehf., en varnaraðili tók við réttindum og skyldum þess leigutaka með samkomulagi um yfirtöku. Á þetta við um samninga nr. 142477, 142481, 144328 og 144344. Óumdeilt er að ekki hefur verið greitt af samningunum frá því í ágúst 2011 en aðila greinir á um ástæður þess. Allir samningarnir bera yfirskriftina „Fjármögnunarleigusamningur“. Ákvæði þeirra eru að öllu leyti efnislega sambærileg og hafa verið ítarlega rakin hér framar.

Í 3. tölulið 3. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki er eignaleiga skilgreind þannig að átt sé við leigustarfsemi með lausafé eða fasteignir þar sem leigusali selur leigutaka hið leigða gegn umsömdu leigugjaldi í tiltekinn lágmarksleigutíma. Í athugasemdum við 3. gr. frumvarps sem varð að lögum nr. 161/2002 segir meðal annars um þennan tölulið að úr skilgreiningu á eignaleigu sé fellt brott ákvæði um skilmála um eignar- og afnotarétt að lágmarksleigutíma liðnum þar sem í sumum formum eignaleigu skuli skila hinu leigða skilyrðislaust í lok leigutíma. Eignaleigu sé gjarnan skipt í þrennt: fjármögnunarleigu, kaupleigu og rekstrarleigu. Í fjármögnunarleigu haldist eignarréttur hjá leigusala. Lagt sé til að starfsemin nefnist eignaleiga í stað eignarleigu. Eignarleiga sé ekki réttnefni fyrir þá starfsemi sem orðið á að lýsa. Eignarleiga merki leigu á einhverju sem leigutaki eignist síðan. Eignaleiga merki hins vegar leigu á eign, óháð því hvort leigutaki eignist hið leigða í lok samningstíma. Varnaraðili byggir á því að í flestum tilvikum hafi aðilar um það samið í upphafi að hann yrði eigandi umræddra véla og tækja við lok grunnleigutíma og að samningarnir séu því lánssamningar en ekki leigusamningar. Í athugasemdum með greinargerð vegna áðurnefndrar 3. gr. laga nr. 161/2002 kemur fram að um leigusamning getur verið að ræða þótt eignarréttur færist milli aðila við lok hans.

Í dómi Hæstaréttar Íslands 20. október 2011 í máli nr. 282/2011 var leyst úr ágreiningi um það hvort samningur málsaðila, sem bar yfirskriftina fjármögnunarleigusamningur, væri lánssamningur eða leigusamningur. Rétturinn taldi að þegar ákvæði sérstakra og almennra skilmála samningsins væru virt í heild yrði að telja að þótt samningurinn væri nefndur fjármögnunarleigusamningur væri það heiti nafnið tómt. Yrði að líta svo á að í raun hefði verið veitt lán til kaupa á vinnuvél, sem lánveitandi hefði kosið að klæða í búning leigusamnings.

Í dómi Hæstaréttar Íslands 24. maí 2012 í máli nr. 652/2011 var sömuleiðis leyst úr ágreiningi um það hvort fjármögnunarleigusamningur sem sóknaraðili, sem var áfrýjandi málsins, hafði gert við stefnda þess máls, væri lánssamningur eða leigusamningur. Í dómi Hæstaréttar er því slegið föstu að samningurinn sé í ýmsum atriðum frábrugðinn þeim samningi, sem fjallað var um í dómi réttarins í máli nr. 282/2011. Í dóminum segir að stöðluð ákvæði samningsins í því máli séu skýr og eigi eingöngu við um fjármögnunarleigusamninga. Þá sé í samningnum fjallað um leigu og sé áfrýjandi málsins þar ítrekað nefndur leigusali. Nokkur ákvæði í samningnum séu þó hliðstæð samningnum sem dómur í máli nr. 282/2011 tók til. Milli þessara tilvika skilji þó um það meginatriði að gagnstætt því sem var í máli nr. 282/2011 sé ósannað í þessu máli að samið hafi verið um að stefndi málsins myndi eignast hið leigða gegn ákveðinni greiðslu við lok leigutímans og liggi því ekki annað fyrir en að á þeim tíma stofnist ótímabundinn leigumáli gegn verulega lægra gjaldi, sem stefnda sé heimilt að segja upp með eins mánaðar fyrirvara ásamt því að skila hinu leigða. Sé því ekki annað leitt í ljós en að samningurinn sé um fjármögnunarleigu. Af þeim sökum girði ákvæði VI. kafla laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu ekki fyrir að aðilunum hafi verið heimilt að semja um að leigugjald í viðskiptum þeirra taki mið af breytingum á gengi erlendra gjaldmiðla.

Fallast má á með sóknaraðila að mörg ákvæði samninganna og hugtakanotkun í þeim bendi til þess að um leigusamninga sé að ræða. Samkvæmt samningunum tók varnaraðili á leigu nánar tilgreind tæki. Er þannig í upphafi allra samninga talað um varnaraðila sem leigutaka og sóknaraðila sem leigusala. Þá eru umrædd tæki nefnd leigumunir eða hið leigða. Í samningunum er svokallaður grunnleigutími tilgreindur og að honum loknum taki framhaldsleigutímabil við. Einnig eru í samningunum skýr ákvæði um tafarlaus skil tækjanna, sbr. 29. gr. þeirra, vegna riftunar, uppsagnar eða tjóns á tækjunum. Þá er eignarréttur varnaraðila skýr og afdráttarlaus samkvæmt 15. gr. samninganna. Að lokum verður ekki framhjá því litið að leigugreiðslur bera virðisaukaskatt samkvæmt ákvæðum samninganna.

Við mat á ofangreindu hefur dómur Hæstaréttar í máli nr. 652/2011 ótvírætt fordæmisgildi og felur hann í sér skýra leiðbeiningu við úrlausn máls þessa. Afrit samningsins sem þar var deilt um er meðal gagna málsins. Verður ekki betur séð en að sá samningur sé á sama staðlaða samningsforminu og þeir samningar sem deilt er um í máli þessu. Þá bera fyrstu tíu greinar allra samninganna sömu fyrirsagnir og eru fylltar út með sambærilegum hætti. Einnig eru greinar 11 til 35 í samningunum efnislega samhljóða. Í því máli var staðfest að umþrættur samningur væri leigusamningur eins og heiti hans og ýmis ákvæði bentu til og því hafi ákvæði laga nr. 38/2001 ekki þótt standa því í vegi að aðilum væri heimilt að semja um að leigugjald í viðskiptum þeirra tæki mið af breytingum á gengi erlendra gjaldmiðla. Með vísan til þessa verður því ekki talið að ákvæði samninga aðila bendi til þess að um lánssamninga sé að ræða sem sóknaraðili hafi kosið að klæða í búning leigusamnings eins og varnaraðili hefur haldið fram heldur bendi ákvæði þeirra og hugtakanotkun þvert á móti til þess að um leigusamninga sé að ræða. Tilvísun varnaraðila til andskýringarreglu samningaréttar getur ekki hnekkt þessari ályktun. Þessi ályktun fær einnig skýra stoð í fyrrnefndum 3. tölulið 3. gr. laga nr. 161/2002 og athugasemdum við það ákvæði.

Varnaraðili hefur vísað til þess að í fyrri viðskiptum aðila hafi hann ávallt orðið eigandi þeirra véla eða tækja sem samningur aðila tók til hverju sinni. Það bendi til þess að um lánssamninga sé að ræða. Ekki verður það skýrlega ráðið af gögnum málsins að aðilar hafi í fyrri samningsgerð sinni samið um það fyrir fram að varnaraðili yrði eigandi leigumunanna við lok grunnleigutímans. Þykja fyrirliggjandi tölvupóstssamskipti milli starfsmanna sóknaraðila og starfsmanna félagsins Vélaborgar ehf. ekki geta haft þýðingu í málinu auk þess sem efni þessara samskipta færir ekki sönnur á varnaraðili hafi ávallt orðið eigandi tækja eins og hann heldur fram. Þá hefur þegar verið fjallað um sambærilegt álitaefni í dómum Hæstaréttar í málum nr. 638/2013 og nr. 717/2013. Þá getur það ekki ráðið úrslitum í málinu þótt varnaraðili hafi áður í einhverjum tilvikum keypt þau tæki sem hann hafði gert fjármögnunarleigusamninga um og má um þau sjónarmið vísa til áðurnefndra tveggja dóma Hæstaréttar. Verður fyrri framkvæmd ekki talin binda sóknaraðila í máli þessu.

Þá hefur varnaraðili vísað til þess að aldrei hafi staðið til að hann leigði umrædd tæki af sóknaraðila enda hefði það verið í andstöðu við eðli þess rekstrar sem hann stundaði. Tilgangur samninganna hafi verið að fjármagna kaup hans á vinnuvélum og tækjum sem hann hafi síðan leigt eða selt öðrum fyrirtækjum. Sóknaraðili hafi eingöngu verið skráður eigandi að vélunum til að tryggja réttar efndir samningsins. Gegn skýrum ákvæðum samninganna verður ekki talið að eðli rekstrar varnaraðila geti leitt til þeirrar niðurstöðu að talið verði um lánssamninga að ræða. Þá er hafnað ofangreindum sjónarmiðum um skráningu tækjanna. Þá hefur varnaraðili engar sönnur fært á það að sóknaraðili hafi farið fram á ábyrgðaryfirlýsingu frá erlendum framleiðendum leigumuna, þess efnis að þeir ábyrgðust að kaupa vélarnar af sóknaraðila í lok grunnleigutíma á sama verði og varnaraðili hafði skuldbundið sig til að greiða. Verður enda ekki séð að þetta hafi nokkra þýðingu í málinu og er þessum sjónarmiðum því hafnað.

Jafnframt heldur varnaraðili því fram að það hafi verið að undirlagi sóknaraðila að fjármögnunin færi fram á grundvelli fjármögnunarleigusamninga enda hafi verið um staðlað samningsform að ræða sem sóknaraðili hafi samið einhliða. Verður að líta svo á að málatilbúnaður varnaraðila að þessu leyti lúti að því að nokkurs aðstöðumunar hafi gætt milli aðila við samningsgerðina. Við mat á þessu verður ekki fram hjá því litið að aðilar áttu í viðskiptum um margra ára skeið og gerðu með sér fjölmarga samninga. Verður ekki annað séð en varnaraðili hafi verið umfangsmikill á þessu sviði viðskipta. Verður þetta ekki talið geta hnekkt þeirri ályktun að ákvæði samninga aðila bendi til þess að um leigusamninga sé að ræða. Er sjónarmiðum varnaraðila hvað þetta varðar því hafnað. Jafnframt hefur varnaraðili á því byggt að upplýsingar hafi verið á heimasíðu sóknaraðila um að leigutakar ættu þess kost að kaupa vélar og tæki í lok leigutíma. Þegar hefur fjallað um upplýsingar af þessu tagi í dómum Hæstaréttar í málum nr. 638/2013 og 717/2013 og ekki fallist á sambærileg sjónarmið. Með vísan til þess er því hafnað að slíkar upplýsingar geti leitt til þess að samningar aðila teljist lánssamningar.

Þá byggir varnaraðili á því í málinu að einstök ákvæði samninga aðila séu frekar einkennandi fyrir lánssamninga en leigusamninga. Hefur hann um það vísað til þess að í 2. gr. samninganna sé tilgreindur leigugrunnur sem sé í raun samningsfjárhæðin eða höfuðstóllinn. Varnaraðili bendir á að ekki þurfi að tilgreina höfuðstól í leigusamningum en slíkt þurfi eðli málsins samkvæmt að gera í lánssamningum. Þá hefur hann vísað til þess að leigugrunnur samninganna sé sama fjárhæð og kaupverð vélanna og tækjanna og þess að ákvæði sé um vexti í 10. gr. samninganna. Umrædd fjárhæð er í samningum aðila nefnd leigugrunnur en ekki höfuðstóll. Ekki verður fallist á með varnaraðila að óeðlilegt sé að leigugreiðslur taki mið af kaupverði viðkomandi tækis, en fjármögnunarkostnaður leigusala tekur mið af því. Þá hefur þegar verið fjallað um þá málsástæðu að samningsverð hafi verið ákvarðað út frá fjármögnunarkostnaði í áðurnefndum þremur dómum Hæstaréttar í málum nr. 652/2011, 638/2013 og 717/2013. Varðandi þá málsástæðu varnaraðila að í skilmálum samninganna séu ákvæði um vexti sem bendi til þess að um lánssamninga sé að ræða hefur sóknaraðili bent á að tilvísun til vaxta sé einungis sett fram sem viðmiðun fyrir ákvörðun leigugreiðslna en breyti ekki skýru inntaki samninganna sem samkvæmt formi og efni séu dæmigerðir fjármögnunarleigusamningar. Um sambærilega málsástæðu hefur þegar verið fjallað í fyrrgreindum dómum Hæstaréttar og henni hafnað. Þegar af þeirri ástæðu er ekki unnt að fallast á framangreind sjónarmið varnaraðila.

Enn fremur hefur varnaraðili vísað til þess að á greiðsluyfirliti frá sóknaraðila sé greiðslum skipt upp í „höfuðstól“, „lokagjald“og „eftirstöðvar“ og bendi það til þess að um lánssamninga sé að ræða. Fallast verður á með sóknaraðila að þessi hugtakanotkun geti ekki bent til þess að um lánssamninga sé að ræða. Þá verður ekki talið að framsetning þessi sé óeðlileg þótt um leigusamning sé að ræða og feli í sér nauðsynlega upplýsingagjöf af hálfu sóknaraðila. Þá hefur þegar verið fjallað um þessa málsástæðu í dómi Hæstaréttar í máli nr. 652/2011 þar sem ekki var á hana fallist. Verður því að hafna þessum sjónarmiðum varnaraðila. Jafnframt hefur varnaraðili byggt á því að á umræddum yfirlitum sé lokagjald samninganna tilgreint „0“ krónur og það sýni fram á að eftirstöðvar samnings hverju sinni fælu í sér fullnaðargreiðslu og að hann yrði þá sjálfkrafa eigandi tækjanna án sérstaks samnings. Ekki er unnt að fallast á þessi sjónarmið varnaraðila. Verður þvert á móti að líta svo á að tilgreining á tölunni „0“ undir liðnum „lokagjald“ bendi til þess að ekki sé um neitt sérstakt lokagjald að ræða samkvæmt orðanna hljóðan sem einhver sérstök réttaráhrif séu bundin við. Er því engan veginn hægt að líta svo á að þetta sé til stuðnings þeirri málsástæðu varnaraðila að hann myndi eignast umrædd tæki með því að inna af hendi síðustu greiðsluna við lok grunnleigutíma.

Varnaraðili heldur því fram í málinu að ólíkt öðrum málum, sem þegar hafi verið leyst úr á þessu réttarsviði með ýmsum dómum Hæstaréttar, séu ákvæði í þeim samningum sem hér er fjallað um sem leiði til þess að á þá beri að líta sem lánssamninga en ekki leigusamninga. Hefur hann um þetta aðallega vísað til 5. gr. samninganna um greiðslutilhögun. Þar komi fram að leigugreiðslur nemi sömu fjárhæð á tilteknu tímabili en í lokin sé greiðsla sem sé miklu hærri en aðrar greiðslur samkvæmt samningnum. Þetta bendi til þess að svo hafi um samist með aðilum að með skyldubundinni lokagreiðslu hafi að fullu verið greitt fyrir tækin og þar með hafi þau átt að færast til eignar hjá varnaraðila. Þetta leiði til þess að talið verði um lánssamning að ræða en ekki leigusamning. Þá hefur varnaraðili vísað til tölvupóstsamskipta sóknaraðila og fyrirtækisins Vélaborgar ehf., sem mun vera systurfélag varnaraðila í eigu sömu aðila, sem varpi ljósi á það að ætlunin hafi verið að varnaraðili yrði eigandi tækjanna í lok grunnleigutíma.

Telja verður að þessi sjónarmið varnaraðila fái ekki stoð í gögnum málsins og stangist í raun á við skýrt efni samninganna. Ber þar fyrst að nefna ákvæði 15. gr. þeirra um eignarrétt sóknaraðila á hinu leiga. Þá er í 12. gr. þeirra kveðið á um leigutíma og skil tækja. Þar segir að leigutaki geti ekki sagt samningunum upp á grunnleigutíma nema með eins mánaðar fyrirvara þegar einn mánuður sé til loka grunnleigutíma. Segi leigutaki samningnum ekki upp með framangreindum hætti framlengist hann ótímabundið samkvæmt 6. gr. þar sem segir að mánaðarleg framhaldsleiga hefjist að loknum grunnleigutíma sem um er fjallað í 4. gr. þeirra. Leigutaki geti sagt framlengdum leigusamningi upp skriflega með eins mánaðar fyrirvara, enda skili hann þá tafarlaust hinu leigða. Af þessum ákvæðum er ljóst að væri samningi ekki sagt upp við lok grunnleigutíma og hinu leigða skilað færu tækin á framhaldsleigu. Í 34. gr. samningsins kemur fram að honum megi einungis breyta með skriflegum viðauka, undirrituðum af samningsaðilum. Varnaraðili hefur haldið því fram að 6. gr. samninganna sé þarflaust ákvæði sem aldrei hafi staðið til að yrði notað af hálfu samningsaðila. Þetta hefur varnaraðili á engan hátt sýnt fram á og er þessum sjónarmiðum hafnað. Af gögnum málsins verður ekki ráðið að ofangreindum ákvæðum samninganna hafi verið breytt með viðaukum, að því leyti sem hér skiptir máli, með þeim hætti sem mælt er fyrir um í skilmálum samninganna. Er til þess að líta að þeir viðaukar sem gerðir voru við suma samningana fólu þvert á móti í sér að greiðslum var breytt í jafnar mánaðarlegar greiðslur og ekki hróflað við öðrum ákvæðum samninganna. Á þetta við um viðauka við samninga nr. 120649, 120652, 120655 og 120667. Þá verður ekki séð að í umþrættum samningum sé kveðið á um kaupskyldu, kauprétt, söluskyldu eða sjálfkrafa eignayfirfærslu til varnaraðila.

Engan veginn er því hægt að líta svo á að svo hafi um samist með aðilum í upphafi að varnaraðili yrði eigandi tækjanna. Samkvæmt öllu framansögðu gat varnaraðili því samkvæmt ákvæðum samninganna ekki orðið eigandi leigumuna nema til frekari samninga kæmi við sóknaraðila og samþykkis af hans hálfu. Verður að ætla að í þeim tilvikum sem leigutaki hafi óskað eftir að kaupa tækin í lok leigutíma hafi því þurft að semja um það sérstaklega. Jafnvel þótt slíkt hafi verið gert í einhverjum tilvikum í viðskiptum aðila, eins og varnaraðili hefur vísað til, getur það ekki verið til marks um að slíkt hafi átt við um þá samninga sem hér er deilt um og getur fyrri framkvæmd því ekki breytt inntaki eða eðli þeirra sem leigusamninga. Hafi vakað fyrir aðilum að varnaraðili yrði eigandi tækjanna verður að ætla að skýrt ákvæði hefði verið um það í samningunum eða að beitt hefði verið 34. gr. þeirra um um skriflegar breytingar með viðauka í því skyni að breyta réttarstöðu aðila hvað þetta varðar. Er þessari málsástæðu varnaraðila því hafnað.

Þá þykir verða að hafa í huga að aðilar máls þessa sömdu með ýmsum hætti um greiðslutilhögun. Í sumum samninganna er fyrsta greiðslan umtalsvert hærri en aðrar greiðslur, í öðrum samningum er það síðasta greiðslan sem er hærri og í enn öðrum er um jafnar mánaðarlegar greiðslur að ræða. Þá er til þess að líta að þegar hefur verið tekið fram að dómur Hæstaréttar í máli nr. 652/2011 sé ótvírætt fordæmi í máli þessu og sjónarmið þau er þar koma fram skýr leiðsögn um úrlausn sambærilegra mála. Var sá samningur talinn fjármögnunarleigusamningur en ekki lánssamningur. Samningurinn sem um var fjallað í því máli er meðal gagna málsins. Ekki verður betur séð en að ákvæði hans um greiðslutilhögun sé sambærilegt ákvæði þeirra samninga sem hér er deilt um hvað það varðar að ein greiðslan er umtalsvert hærri en aðrar greiðslur. Samkvæmt 5. gr. þess samnings var greiðslutilhögun með þeim hætti að fyrsta greiðsla samningsins nam umtalsvert hærri fjárhæð en mánaðarlegar greiðslur á grunnleigutímabili. Ekki verður það talið skipta meginmáli við afmörkun á því hvort um leigu- eða lánssamning er að ræða hvernig greiðslutilhögun var hagað að þessu leyti, þ.e. hvort fyrsta eða síðasta greiðslan á grunnleigutímabili væri hærri en aðrar greiðslur samkvæmt samningunum. Verður því, með vísan til alls framangreinds, hafnað sjónarmiðum varnaraðila hvað þetta varðar. Dómurinn telur því ljóst að ekki verði ráðið af ákvæðum samninganna um greiðslutilhögun að varnaraðili yrði í lok grunnleigutíma eigandi umræddra tækja. Til þess að svo gæti orðið hefði þurft að koma til frekari samninga milli aðila. Líta verður svo á að á ákvæði 5. gr. samninganna feli eingöngu í sér þá greiðslutilhögun sem aðilar sömdu um hverju sinni.

Varnaraðili hefur auk alls framangreinds byggt á því að í ýmsum ákvæðum samninganna undirgangist leigutaki ýmsar skyldur og ábyrgðir sem alla jafna hvíli á lántakendum, þ.e. eigendum lausafjár, en ekki leigutökum. Í 16. gr. samninga aðila kemur fram að leigutaki hafi valið hið leigða og annist skoðun á því fyrir hönd sóknaraðila. Er þannig gert ráð fyrir því að slíkt sé í höndum varnaraðila. Verður því ekki talið að það sé óeðlilegt að leigusali taki ekki ábyrgð á hinu leigða, svo sem í þeim tilvikum þar sem leigutaki er ekki ánægður með leigumuninn eins og í ákvæðinu segir. Þetta fyrirkomulag þykir ekki gefa tilefni til ályktana um hvort samningar aðila teljist vera lánssamningar eða leigusamningar, enda eru ekki að lögum lagðar hindranir við því að leigusali kaupi leigumun að frumkvæði og ábendingu væntanlegs leigutaka og leigi hann síðan leigutakanum. Þá hefur Hæstiréttur þegar hafnað þessari málsástæðu í málinu nr. 652/2011. Þá þykir áhættureglur í 17. gr., um að varnaraðila verði gert að greiða leigu þrátt fyrir vanefndir seljanda eins og fram kemur í 19. gr. samninganna, ekki hnekkja því að talið verði um leigusamninga að ræða. Sama má segja um ákvæði 30. gr. samninganna hvað varðar uppgjör við riftun þar sem leigutaka er gert að greiða ógjaldfallna leigu vegna vanefnda. Þá dragist verðmat hins leigða frá skuld varnaraðila við sóknaraðila. Í ákvæði þessu felst skaðabótakrafa leigusala. Í dómi Hæstaréttar í málinu nr. 652/2011 var ekki fallist á að framangreint ákvæði leiddi til þess að líta yrði á samninginn sem lánssamning. Verður því ekki fallist á framangreinda málsástæðu varnaraðila. Þá verður ekki talið að færsla aðila í ársreikningi geti breytt þessari niðurstöðu sbr. dóm Hæstaréttar frá 6. nóvember 2014 í máli nr. 700/2014. Þá verður ekki talið að 23. gr. samninganna um greiðslu vátryggingariðgjalda af viðkomandi tæki og 26. gr. um greiðslu skatta og gjalda staðfesti að um lánssamninga sé að ræða.

Verður ekki talið að ofangreind ákvæði geti breytt þeirri niðurstöðu að fjármögnunarleigusamningar aðila, sem um er deilt í þessu máli, séu leigusamningar en ekki lánssamningar. Í samræmi við framangreint girða ákvæði VI. kafla laga nr. 38/2001 þar af leiðandi ekki fyrir að aðilum hafi verið heimilt að semja um að leigugjald í viðskiptum þeirra tæki mið af breytingum á gengi erlends gjaldmiðils.

Varnaraðili hefur andmælt því að vera í vanskilum við sóknaraðila eða í það minnsta sé óljóst hver vanskilin eru. Þá hefur hann haldið því fram að hann hafi í raun ofgreitt sóknaraðila umtalsverðar fjárhæðir og að honum hafi verið heimilt að halda eftir fjárhæðum þeirra samninga sem voru óverðtryggðir.

Óumdeilt er að varnaraðili hefur ekki greitt af umþrættum samningum síðan í ágúst 2011. Aðila greinir þó á um ástæður þess. Hefur varnaraðili á því byggt að aðilar hafi sammælst um að leigugreiðslurnar yrðu ekki greiddar meðan óvissa væri um hvernig líta bæri á umrædda samninga og hann hafi því lagt til hliðar greiðslur af samningunum á meðan réttarstaðan væri óljós í samræmi við samning aðila 16. mars 2012 um handveð. Sóknaraðili hafi ekki hafið innheimtuaðgerðir fyrr en á árinu 2013. Sóknaraðili hefur mótmælt þessu og segir samning aðila um handveð til kominn vegna óska varnaraðila um að selja tiltekna leigumuni sem sóknaraðili hafi viljað koma til móts við. Engan veginn verði litið svo á að með þessu hafi sóknaraðili fallist á að varnaraðili ætti rétt til endurútreiknings þar sem um lánssamninga væri að ræða eða að þetta sýni að varnaraðili sé ekki í skuld við sig.

Ekki verður betur séð en að umræddur handveðssamningur varði aðra samninga en þá fjármögnunarleigusamninga sem mál þetta tekur til. Getur tilvist handveðssamningsins því ekki haft áhrif á úrlausn málsins eða þá niðurstöðu að leigugreiðslur vegna þeirra samninga sem hér er deilt um eru í vanskilum. Samkvæmt 28. gr. samninga aðila var sóknaraðila heimilt að rifta þeim án fyrirvara ef leigutaki greiddi ekki tilskildar greiðslur á umsömdum gjalddögum og vanskil stæðu lengur en í fimmtán daga. Hefur varnaraðili ekki hrundið því að um vanefndir af hans hálfu sé að ræða. Málsástæður varnaraðila um að hann sé ekki í skuld við sóknaraðila verða því ekki teknar til greina. Þá verður ekki talið að skilyrði til skuldajafnaðar geti eins og málinu er háttað komið til álita eða leitt til breyttrar niðurstöðu enda hefur á engan hátt verið sýnt fram á að þau séu fyrir hendi. Því síður verður talið að varnaraðila hafi verið heimilt að halda eftir greiðslum vegna samninga sem voru í íslenskum krónum. Þá liggur ekkert fyrir um að varnaraðili hafi á fyrri stigum kynnt sóknaraðila eigin útreikninga né boðið fram greiðslu af sinni hálfu. Riftun sóknaraðila á samningunum 7. maí 2013 var því lögmæt og umráðaréttur varnaraðila yfir umræddum vélum og tækjum því niður fallinn. Þá er enginn vafi fyrir hendi um réttindi sóknaraðila. Þá getur tölulegur ágreiningur aðila ekki að öðru leyti, eins og hér stendur á, haggað rétti sóknaraðila til þess að krefjast þess að aðfarargerðin fari fram.

Samkvæmt öllu framansögðu er það niðurstaða dómsins að ekki sé unnt að fallast á að svo hafi verið um samið milli aðila í upphafi að varnaraðili yrði, gegn greiðslu við lok grunnleigutíma, eigandi þeirra véla og tækja sem umræddir fjármögnunarleigusamningar taka til. Svo sem að framan er rakið tekur mál þetta til 42 fjármögnunarleigusamninga í ýmsum myntum en eins og fram er komið eru þeir sambærilegir þeim samningum sem fjallað var um í dómum Hæstaréttar í málum nr. 652/2011, nr. 638/2013 og nr. 717/2013. Liggja því fyrir skýr fordæmi um að fjármögnunarleigusamningar sem eru sambærilegir þeim er á reynir í máli þessu séu leigusamningar og því verður ekki talið að ákvæði VI. kafla laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu girði fyrir að aðilum máls þessa hafi verið heimilt að semja um að leigugjald í viðskiptum þeirra tæki mið af breytingum á gengi erlendra gjaldmiðla. Verður því að hafna sjónarmiðum varnaraðila er lúta að rétti hans til endurútreiknings á fjármögnunarleigusamningunum vegna ólögmætrar gengistryggingar. Að lokum verður ekki talið að í þessu máli séu uppi sambærileg atvik og um var fjallað í dómi Hæstaréttar frá 20. október 2011 í máli nr. 282/2011 eins og varnaraðili hefur haldið fram.

Að þessu gættu og að virtum gögnum málsins liggur fyrir að varnaraðili var í slíkum vanskilum við sóknaraðila að honum var heimilt að rifta samningunum 7. maí 2013 eftir skilmálum þeirra. Þá bera gögn málsins ótvírætt með sér að sóknaraðili sé þinglýstur eigandi þeirra véla og tækja samkvæmt ökutækja- og vinnuvélaskrá sem samningar málsins taka til, sbr. 25. gr. og 3. mgr. 47. gr. laga nr. 39/1978. Samkvæmt öllu framangreindu verður því talið að skilyrði 1. mgr. 78. gr. laga nr. 90/1989 um aðför séu uppfyllt, enda verður ekki talið varhugavert að gerðin nái fram að ganga. Verður krafa sóknaraðila því tekin til greina eins og nánar greinir í dómsorði.

Ákvæði 3. mgr. 84. gr. laga nr. 90/1989 hefur í réttarframkvæmd verið túlkað til samræmis við þau ummæli sem fram koma í athugasemdum við 84. gr. frumvarps sem varð að þeim lögum, á þann veg að sú regla eigi við tilvik þar sem hagsmunir gerðarþola af málefni eru ófjárhagslegs eðlis og tjón hans yrði ekki bætt með fégreiðslu, ef gerðin yrði framkvæmd í kjölfar úrskurðar og æðri dómur kæmist síðar að gagnstæðri niðurstöðu við niðurstöðu héraðsdóms. Þeir hagsmunir sem varnaraðili hefur af því að gerðinni verði frestað þar til Hæstiréttur hafi komist að niðurstöðu í málinu eru fjárhagslegs eðlis. Eru því ekki skilyrði til þess að fallast á varakröfu varnaraðila um að málskot til Hæstaréttar fresti aðfarargerð á hendur honum þar til endanlegur dómur Hæstaréttar gengur.

Þá verður það ekki talið standa í vegi aðfarargerðar, samkvæmt 78. gr. laga nr. 90/1989, sbr. 79. sömu laga, þótt varnaraðili hafi höfðað mál á hendur sóknaraðila í því skyni að fá það viðurkennt að samningar aðila séu lánssamningar í skilningi VI. kafla laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu með ólögmætri verðtryggingu.

Varnaraðili hefur í máli þessu farið fram á frestun málsins þar til niðurstaða liggi fyrir í dómsmáli aðila með vísan til 3. mgr. 102. gr. laga nr. 91/1991, sbr. 84. gr. laga nr. 90/1989. Með vísan til þessara ákvæða þykir ekki ástæða til að fjalla sérstaklega um beiðni varnaraðila um frestun málsins vegna dómsmáls þess sem hann mun hafa höfðað gegn sóknaraðila vegna þeirra 200 fjármögnunarleigusamninga sem aðilar gerðu með sér á tilteknu árabili enda var málinu fram haldið og rekið fyrir dóminum með hefðbundnum hætti.

Samkvæmt 2. mgr. 83. gr. laga nr. 90/1989 skal í úrskurði héraðsdómara kveðið á um hvort eða að hvaða leyti gerðin nái fram að ganga. Sá hluti kröfu sóknaraðila að hann verði ,,sýknaður af dómkröfum“ varnaraðila í máli þessu kemur því ekki til álita.

Með hliðsjón af úrslitum málsins verður varnaraðila gert að greiða sóknaraðila málskostnað, sbr. 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991, sbr. 1. mgr. 84. gr. laga nr. 90/1989, sem þykir hæfilega ákveðinn með hliðsjón af umfangi málsins og málatilbúnaði aðila, 800.000 krónur.

Af hálfu sóknaraðila flutti málið Gunnhildur Erla Kristjánsdóttir hdl.

Af hálfu varnaraðila flutti málið Gunnlaugur Úlfsson hdl.

Hólmfríður Grímsdóttir héraðsdómari kveður upp úrskurð þennan. Dómarinn tók við meðferð málsins 2. maí sl. Við uppkvaðningu úrskurðar var gætt ákvæða 115. gr. laga nr. 91/1991, sbr. 1. mgr. 84. gr. laga nr. 90/1989.

Ú R S K U R Ð A R O R Ð:

Hin umbeðna gerð má fara fram.

Málskot til Hæstaréttar frestar ekki aðför samkvæmt þessum úrskurði.

Varnaraðili, Leiguvélar ehf., greiði sóknaraðila, Lýsingu hf., 800.000 krónur í málskostnað.