Hæstiréttur íslands

Mál nr. 270/2014


Lykilorð

  • Skuldamál
  • Lausafjárkaup


                                     

Fimmtudaginn 29. janúar 2015.

Nr. 270/2014.

Kron ehf.

(Daníel Isebarn Ágústsson hrl.)

gegn

Sapena Trading Company SL

(Jóhannes Bjarni Björnsson hrl.)

Skuldamál. Lausafjárkaup.

K ehf. var gert að greiða spænska félaginu S skuld samkvæmt nánar tilgreindum reikningum, vegna skófatnaðar sem fyrrgreinda félagið hafði pantað frá hinu síðargreinda, að teknu tilliti til afsláttar sem K ehf. var talið eiga rétt á sökum galla að því marki sem S hafði viðurkennt hann. K ehf. var ekki talið hafa tekist sönnun um galla á skófatnaði umfram það sem S hafði gengist við, né heldur að félagið ætti rétt til skaðabóta úr hendi S vegna ætlaðrar óheimillar smásölu S á skóm með vörumerki K ehf.

Dómur Hæstaréttar.

Mál þetta dæma Eiríkur Tómasson hæstaréttardómari og Ingveldur Einarsdóttir og Karl Axelsson settir hæstaréttardómarar.

Áfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 22. apríl 2014. Hann krefst sýknu af kröfu stefnda og málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti.

Stefndi krefst staðfestingar héraðsdóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti.

 Eins og greinir í hinum áfrýjaða dómi hefur áfrýjandi borið fyrir sig að stefnufjárhæð sé mun hærri en nemi þeim 41.973.67 evrum sem stefndi hafi krafist greiðslu á með tölvuskeyti 31. október 2011. Í gögnum málsins er tölvuskeyti frá starfsmanni stefnda 27. október 2011 til starfsmanns áfrýjanda þar sem greint var frá þeim skuldum sem gjaldfallnar voru 12. sama mánaðar. Samtala þeirra reikninga nemur ofangreindri fjárhæð, sem einnig kom fram í tölvuskeyti milli sömu starfsmanna 31. október 2011. Reikningar sem þar er getið voru allir gefnir út á tímabilinu 27. júní 2011 til 12. ágúst sama ár. Verður því fallist á þá niðurstöðu hins áfrýjaða dóms að skýrt sé að innheimtubréf þessi vísuðu til reikninga sem eldri voru en 60 daga, en fælu ekki í sér viðurkenningu stefnda á því að heildarskuld áfrýjanda við hann næmu framangreindri fjárhæð.

Af gögnum málsins verður ráðið að í sumum tilvikum óskaði áfrýjandi eftir því að varan yrði send tilgreindum erlendum verslunum, en ekki hefur verið sýnt fram á annað en að hann hafi verið kaupandi vörunnar og borið ábyrgð á greiðslu hennar gagnvart stefnda.

Með þessum athugasemdum verður hinn áfrýjaði dómur staðfestur með vísan til forsendna hans.

Eftir þessum úrslitum verður áfrýjandi dæmdur til að greiða stefnda málskostnað fyrir Hæstarétti eins og í dómsorði greinir.

Dómsorð:

Hinn áfrýjaði dómur skal vera óraskaður.

Áfrýjandi, Kron ehf., greiði stefnda, Sapena Trading Company SL 1.000.000 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti.

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 28. janúar 2014.

Mál þetta sem dómtekið var 8. janúar 2014 var höfðað 27. desember 2012 af hálfu Sapena Trading Company SL, Calle de Paraguay, 6, bajo, 03600 Elda (Alicante), Spáni, á hendur Kron ehf., Laugavegi 48, Reykjavík, til greiðslu skuldar.

Endanlegar dómkröfur stefnanda eru aðallega að stefnda verði gert að greiða stefnanda 75.584,55 evrur með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001, um vexti og verðtryggingu, frá 9. október 2011 til greiðsludags.

Til vara krefst stefnandi þess að stefnda verði gert að greiða stefnanda 64.823,38 evrur með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001, um vexti og verðtryggingu, frá 9. október 2011 til greiðsludags.

Þá er krafist málskostnaðar úr hendi stefnda samkvæmt framlögðum málskostnaðarreikningi eða eftir mati dómsins, að teknu tilliti til virðisaukaskatts.

Stefndi krefst þess að verða sýknaður af öllum kröfum stefnanda. Þá krefst stefndi þess einnig að honum verði dæmdur málskostnaður úr hendi stefnanda að mati dómsins eða samkvæmt málskostnaðarreikningi, að teknu tilliti virðisaukaskatts.

Yfirlit málsatvika og ágreiningsefna

Stefnandi er skóframleiðandi á Spáni, stofnaður árið 2009. Stefndi selur m.a. skófatnað í smásölu hér á landi. Stefnandi og stefndi höfðu átt í viðskiptum sem fólust í því að stefnandi framleiddi skó fyrir stefnda, eftir hönnun og forskrift stefnda. Námu viðskiptin á árinu 2011 samkvæmt endanlegu viðskiptayfirliti stefnanda samtals 220.026,90 evrum og hefur stefndi þegar greitt stefnanda 144.442,35 evrur, síðasta innborgun var 1. desember 2011. Stefnandi krefst í málinu greiðslu mismunarins samtals að fjárhæð 75.584,55 evrur.

Þann 12. ágúst 2011 gaf stefnandi út reikning nr. 724 að fjárhæð 38.192,85 evrur fyrir skófatnaði sem var móttekinn af hálfu stefnda þann dag og þann 29. september 2011 gaf stefnandi m.a. út reikning nr. 865 að fjárhæð 50.358,60 evrur fyrir skófatnaði sem var móttekinn af hálfu stefnda þann 5 október 2011. Þann 17. október 2011 barst stefnanda tölvubréf frá stefnda ásamt lista yfir skófatnað sem stefndi heldur fram að sé gallaður. Á listanum er tilgreindur skófatnaður af átta tegundum, KR16, KR17, KR18, KR19, KR24, KR26, KR30 og KR32, auk nánar tiltekinna undirgerða. Eru umrædd skópör hluti af þeim skófatnaði sem afhentur var samkvæmt fyrrgreindum reikningum nr. 724 og 865. Stefndi heldur því fram að gallar á þeim skópörum sem þar eru tilgreind jafngildi frá 30% upp í 100% af söluverði þeirra.

Stefnandi brást við tilkynningu stefnda með því að kalla, í tölvubréfi 2. nóvember 2011, eftir átta pörum af hverri tegund frá stefnda, samtals 64 skópörum, svo sannreyna mætti hina meintu galla og semja í framhaldinu um niðurstöðuna. Þann 8. nóvember 2011 barst stefnanda sending af skóm frá stefnda sem í voru 38 pör af sex tegundum. Við skoðun stefnanda á þeim skófatnaði sem barst frá stefnda var það niðurstaða hans að meintir gallar á umræddum skófatnaði væru stórlega ofmetnir. Stefnandi bauðst 15. nóvember 2011 til að bæta úr göllum og hækka afslátt af verði sjö af átta skótegundanna, á bilinu 20-50%. Þetta tilboð um viðbótarafslátt nemur samtals 10.761,17 evrum, þ.e. 595,94 evrur af reikningi nr. 724 og 10.165,23 evrur af reikningi nr. 865. Þann 17. nóvember 2011 kallaði stefnandi eftir staðfestingu frá stefnda um að hann myndi senda stefnanda umræddan skófatnað til að hann gæti bætt úr göllum og ítrekaði hann boð sitt um úrbætur og afslátt 29. nóvember s.á. Engin svör bárust frá stefnda við þessum erindum.

Þegar ekki bárust greiðslur frá stefnda vegna reiknings nr. 724 fór viðskiptareikningur hans í skuld. Jókst sú skuld jafnt og þétt í ágúst og september 2011 eftir því sem dró í sundur með þeim reikningum sem stefnandi gaf út til stefnda samkvæmt mótteknum pöntunum og þeim innborgunum sem bárust frá stefnda. Við útgáfu reiknings nr. 865 hækkaði verulega skuldin á viðskiptareikningi stefnda, sem hélt áfram að panta vörur hjá stefnanda. Gerði stefnandi þá kröfur um hærri fyrirframgreiðslur, þ.e. úr 50% í 70% áður en framleiðsla hæfist, en skuld á viðskiptareikningi stefnda var samt sem áður ekki gerð upp. Stefnandi hætti þá að taka við nýjum pöntunum frá stefnda þar til eldri gjaldfallnar skuldir hefðu verið gerðar upp.

Um svipað leyti kveðst stefndi hafa fengið upplýsingar um að stefnandi væri að selja skó, sem hannaðir voru af stefnda og báru hans vörumerki í útsöluverslunum sínum („outlet“) og þá hafi viðskiptasamband aðila tekið snöggan endi. Viðskiptavinir stefnda á Spáni hafi nánast alveg hætt að panta vörur frá stefnda og hafi ekki lengur viljað selja skó frá stefnda, þegar eins skór voru til sölu á mun lægra verði í útsöluverslunum stefnanda.

Samskiptum milli aðila lauk í nóvember 2011 án þess að viðskiptareikningur stefnda hjá stefnanda yrði gerður upp eða bætt yrði úr þeim göllum sem staðreyndir voru í fyrrgreindum tveimur skósendingum. Ágreiningur málsaðila í máli þessu lýtur að uppgjöri aðila vegna viðskiptanna.

Með bréfi 23. apríl 2012 sendi stefnandi stefnda innheimtuviðvörun, sem svarað var með bréfi lögmanns stefnda 9. maí s.á., þar sem greiðsluskyldu var hafnað vegna galla á vörunni og tjóns sem enn væri ósótt og hefði hlotist af broti á samningsskyldum.

Fyrirsvarsmaður stefnanda og aðaleigandi, Salvador Sapena Saura, kom fyrir dóminn og gaf skýrslu við aðalmeðferð málsins með aðstoð löggilts dómtúlks.

Málsástæður og lagarök stefnanda

1) Um höfuðstól aðalkröfu stefnanda

Krafa stefnanda byggist á mismun á útgefnum reikningum stefnanda til stefnda og mótteknum innborgunum stefnda á viðskiptareikning hans hjá stefnanda. Fram komi á viðskiptayfirliti, dags. 12. desember 2011, að stefnandi hafi, á tímabilinu 11. maí 2011 til 1. desember 2011, gefið út reikninga og kreditreikninga til stefnda og nemi fjárhæð þeirra samtals 221.404,40 evrum, sbr. töflu 1 hér að neðan. Eins og sjá megi af viðskiptayfirlitinu og töflu 1 nemi innborganir stefnda hins vegar einungis 144.442,35 evrum. Mismunurinn, 76.962,05 evrur, myndi höfuðstól upphaflegrar aðalkröfu stefnanda í málinu.

Dags.

Skýring

Fjárhæð reiknings

Innborganir

Skuld á viðskipta-reikningi

KRON REIKNINGAR OG INNBORGANIR

11.5.2011

TRF.RECIB.A CTA.KRON

0,00

20.000,00

-20.000,00

13.5.2011

TRF.RECIB.A CTA.KRON

0,00

20.000,00

-40.000,00

7.6.2011

TRF.RECIB.A CTA.KRON

0,00

6.500,00

-46.500,00

10.6.2011

TRF.RECIB.A CTA.KRON

0,00

7.785,00

-54.285,00

27.6.2011

N/F 494 ANTROPOLOGIE

14.808,00

0,00

-39.477,00

27.6.2011

N/F 495 ANTROPOLOGIE

11.421,00

0,00

-28.056,00

12.7.2011

N/F 576 ANTROPOLOGIE

5.215,00

0,00

-22.841,00

12.7.2011

N/F 577 ANTROPOLOGIE

1.937,00

0,00

-20.904,00

20.7.2011

TRF.RECIB.A CTA.KRON

0,00

7.093,27

-27.997,27

11.8.2011

N/F 723 ALISA

2.786,00

0,00

-25.211,27

12.8.2011

N/F 724 KRON EHF

38.192,85

0,00

12.981,58

12.8.2011

N/F 729 FASHION ROAD INT

6.355,00

0,00

19.336,58

12.8.2011

N/F 732 KRON EHF

3.845,60

0,00

23.182,18

12.8.2011

N/F 733 KISAN

2.468,00

0,00

25.650,18

12.8.2011

N/F 734 LITTLE BLACK DRES

7.532,00

0,00

33.182,18

16.8.2011

TRF.RECIB.A CTA.KRON

0,00

7.796,80

25.385,38

17.8.2011

TRF.RECIB.A CTA.KRON

0,00

4.257,33

21.128,05

29.8.2011

N/F 754 KRON EHF

2.375,00

0,00

23.503,05

29.8.2011

N/F 755 KRON EHF

2.787,30

0,00

26.290,35

29.8.2011

N/F 756 KRON EHF

2.614,40

0,00

28.904,75

5.9.2011

N/F811 DFSIGN FORUM

3.444,00

0,00

32.348,75

5.9.2011

N/F812 KRON EHF

2.108,05

0,00

34.456,80

5.9.2011

N/F 813 KRON EHF

2.693,25

0,00

37.150,05

5.9.2011

TRF.RECIB.A CTA.KRON

0,00

2.265,00

34.885,05

6.9.2011

N/F815 KRON EHF

399,00

0,00

35.284,05

6.9.2011

N/F 816 KRON EHF

7.000,00

0,00

42.284,05

7.9.2011

TRF.RECIB.A CTA.KRON

0,00

1.792,00

40.492,05

7.9.2011

TRF.RECIB.A CTA.KRON

0,00

2.811,00

37.681,05

13.9.2011

N/F 828 KRON EHF

929,10

0,00

38.610,15

15.9.2011

N/F 829 FASHION ROAD INT

2.037,00

0,00

40.647,15

15.9.2011

N/F 830 LAMP HARAJUKU

4.047,00

0,00

44.694,15

15.9.2011

N/F 831 KRON EHF

1.397,45

0,00

46.091,60

15.9.2011

TRF.RECIB.A CTA.KRON

0,00

5.381,00

40.710,60

19.9.2011

N/F 835 KRON EHF

-1.000,00

0,00

39.710,60

19.9.2011

N/F836 KRON EHF

4.650,00

0,00

44.360,60

19.9.2011

N/F 837 KRON EHF

1.498,15

0,00

45.858,75

20.9.2011

N/F839 METTE MOLLER

2.931,00

0,00

48.789,75

20.9.2011

TRF.RECIB.A CTA.KRON

0,00

10.220,30

38.569,45

23.9.2011

N/F 854 KRON EHF

2.929,80

0,00

41.499,25

27.9.2011

N/F 859 THE GROCERY

1.874,40

0,00

43.373,65

29.9.2011

N/F 865 KRON EHF

50.358,60

0,00

93.732,25

29.9.2011

N/F866 KRON EHF

1.858,20

0,00

95.590,45

29.9.2011

N/F 867 KRON EHF

820,80

0,00

96.411,25

29.9.2011

N/F 868 KRON EHF

1.235,00

0,00

97.646,25

29.9.2011

N/F 869 KRON EHF

3.100,80

0,00

100.747,05

29.9.2011

N/F 870 KRON EHF

1.732,80

0,00

102.479,85

29.9.2011

N/F871 KRON EHF

568,10

0,00

103.047,95

3.10.2011

TRF.RECIB.A CTA.KRON

0,00

13.000,00

90.047,95

13.10.2011

N/F 892 ANTHROPOLOGIE

5.148,00

0,00

95.195,95

17.10.2011

TRF.REClB.A CTA.KRON

0,00

4.955,58

90.240,37

18.10.2011

N/F 899 KRON EHF

-465,50

0,00

89.774,87

18.10.2011

N/F 900 KRON EHF

-2.269,80

0,00

87.505,07

18.10.2011

N/F 901 KRON EHF

-1.246,40

0,00

86.258,67

26.10.2011

TRF.RECIB.A CTA.KRON

0,00

10.000,00

76.258,67

31.10.2011

TRF.RECIB.A CTA.KRON

0,00

2.855,87

73.402,80

KRON GJÖLD FÆRÐ BEINT Á VIÐSKIPTAVINI KRON

1.9.2011

S/F 1 KRON

0,00

3.240,00

70.162,80

1.9.2011

S/F 2 KRON

0,00

6.240,00

63.922,80

1.9.2011

S/F 152 KRON

0,00

800,00

63.122,80

1.9.2011

S/F 110 KRON

0,00

720,00

62.402,80

1.9.2011

S/F 129 KRON

0,00

2.200,00

60.202,80

1.9.2011

S/F 136 KRON

0,00

1.960,00

58.242,80

5.9.2011

S/F 118 KRON

0,00

960,00

57.282,80

1.12.2011

S/F PDTE.RECIBIR (893)

0,00

1.609,20

55.673,60

PRÓFORMAREIKNINGAR OG FRAMLEIDDUR VARNINGUR SEM BÍÐUR AFHENDINGAR

13.10.2011

N/F 893 ANTHROPOLOGIE

5.166,00

0,00

60.839,60

13.9.2011

N/F PF 7705

2.147,00

0,00

62.986,60

14.4.2011

N/F PF 7420

2.929,80

0,00

65.916,40

14.4.2011

N/F PF 7417

6.365,00

0,00

72.281,40

29.4.2011

N/F PF 7432

983,25

0,00

73.264,65

14.4.2011

N/F PF 7407

3.697,40

0,00

76.962,05

HÖFUÐSTÓLL VIÐSKIPTASKULDAR KRON VIÐ SAPENA TRADING CO.

76.962,05

 

 

221.404,40

144.442,35

76.962,05

Tafla 1: Fjárhæð útgefinna reikninga, innborgana og mismunar

Eins og sjáist á viðskiptayfirlitinu stemmi innborganir stefnda ekki við fjárhæðir einstakra útgefinna reikninga heldur hafi þess í stað verið greitt inn á viðskiptareikninginn, stundum í heilum þúsundum evra og í einhverjum tilvikum í jafnvirði sléttra hundruða þúsunda íslenskra króna í evrum, sbr. t.d. innborgun móttekin 17. ágúst 2011, að fjárhæð 4.257,33 evrur, sem hafi jafngilt rétt um 700.000 krónum samkvæmt þágildandi sölugengi evru.

Stefndi hafi gert athugasemdir við tvo af þeim reikningum sem stefnandi hafi gefið út á árinu 2011, þ.e. reikninga nr. 724 og 865, samtals að fjárhæð 88.550,60 evrur.

Reikningur nr. 724 hafi verið gefinn út 12. ágúst 2011, að fjárhæð 38.192,85 evrur, að veittum 5% afslætti, fyrir 369 pörum af kvenskófatnaði sem stefndi hafi pantað hjá stefnanda, stefnandi hafi framleitt fyrir stefnda og móttekin hafi verið af hálfu stefnda 12. ágúst 2011.

Reikningur nr. 865 hafi verið gefinn út 29. september 2011, að fjárhæð 50.358,60 evrur, að veittum 10% afslætti, fyrir 535 pörum af kvenskófatnaði sem stefndi hafi pantað hjá stefnanda, stefnandi hafi framleitt fyrir stefnda og móttekin hafi verið af hálfu stefnda 5. október 2011.

Þar sem stefndi hafi einungis gert athugasemdir við þessa tvo reikninga líti stefnandi svo á að ekki sé uppi ágreiningur um aðra reikninga sem hann hafi gefið út til stefnda.

Byggi stefnandi aðalkröfu sína á því að stefndi hafi tekið við þeim skófatnaði sem framleiddur hafi verið fyrir hann og tilgreindur sé á umræddum tveimur reikningum. Þá byggi stefnandi á því að umræddur skófatnaður hafi ekki verið gallaður. Stefndi hafi ekki haldið því fram að varningurinn væri gallaður fyrr en 31. október 2011, þ.e. rúmlega einum og hálfum mánuði eftir viðtöku varnings samkvæmt fyrri reikningnum og tæplega mánuði eftir viðtöku varnings samkvæmt seinni reikningnum. Við aðalmeðferð málsins féll stefnandi frá þessari fullyrðingu að því leyti að viðurkennt var að gallatilkynning stefnda hafi borist stefnanda fyrr, eða þann 17. október 2011.

Umræddar viðbárur hafi fyrst verið hafðar uppi þegar stefnda hafi mátt vera orðið fullljóst að stefnandi hygðist ekki afgreiða fleiri pantanir til stefnda fyrr en hann hefði greitt áður gjaldfallna reikninga. Þá hafi stefndi, samhliða því að hafa uppi umræddar viðbárur um galla, knúið á um að afgreiddar yrðu nýjar pantanir til sín án þess að gjaldfallnir reikningar yrðu greiddir. Telji stefnandi að þessi háttsemi bendi til þess að umrædd viðbára stefnda um galla hafi ekki átt við rök að styðjast, heldur hafi verið sett fram til þess að reyna að fá stefnanda til að halda áfram að afgreiða nýjar pantanir til stefnda þrátt fyrir óuppgerð vanskil.

Þá byggi stefnandi á því að þar sem fyrir liggi að stefndi hafi tekið við þeim varningi sem tilgreindur sé á umræddum tveimur reikningum þá hvíli á stefnda sönnunarbyrði um að varningurinn hafi verið gallaður. Engin gögn hafi hins vegar verið lögð fram er sanni tilvist eða umfang meintra galla og ekki verði séð að stefndi hafi gert neinn reka að því að afla slíkra gagna.

Loks byggi stefnandi á því að þrátt fyrir að stefnandi hafi, í viðleitni sinni til að ljúka málinu með sátt, ákveðið að gera stefnda gagntilboð, um að stefnandi myndi bæta úr meintum göllum sem kynnu að vera á skófatnaðinum og hækka veittan afslátt í 20-50%, sbr. tölvubréf 15. nóvember 2011, þá hafi engin viðurkenning falist í því á að varan hafi verið gölluð, hvað þá að þeir gallar hafi numið jafngildi 30-100% af verðmæti þeirra átta tegunda skófatnaðar sem stefndi haldi fram að hafi verið haldnar göllum. Við skoðun stefnanda á endursendum skófatnaði hafi einungis óveruleg frávik fundist og verði þau ekki talin til galla. Þá hafi stefndi einungis sent 38 skópör til skoðunar hjá stefnanda þrátt fyrir að stefnandi hafi sérstaklega óskað eftir að fá til skoðunar 8 pör af hverjum þeirra 8 tegunda sem stefndi haldi fram að hafi verið gallaðar, þ.e. alls 64 pör af skóm. Telji stefnandi þetta benda til þess að stefndi hafi ekki getað fundið fleiri skópör í hinum mótteknu sendingum stefnanda þar sem nokkur frávik hafi verið til staðar. Allt að einu veki stefnandi athygli á því að jafnvel þó að umræddur varningur hefði verið haldinn svo stórkostlegum göllum sem stefndi hafi haldið fram þá stæðu samt sem áður 56.249,85 evrur ógreiddar af umræddum tveimur reikningum, sbr. töflu 2 hér að neðan.

Tegund

Undir-gerð

Skó-pör

Verð

Samtals

Galli skv. stefnda

Boðinn aukaafsláttur

%

evrur

%

Evrur

Reikningur nr. 724

KR 20

1

19

98,00

1.862,00

KR 20

3

19

98,00

1.862,00

KR 21

1

18

109,00

1.962,00

KR 21

2

18

109,00

1.962,00

KR 21

3

19

109,00

2.071,00

KR 22

1

18

109,00

1.962,00

KR 23

1

18

96,00

1.728,00

KR 23

3

18

96,00

1.728,00

KR 27

3

18

123,00

2.214,00

KR 28

1

18

94,00

1.692,00

KR 29

1

16

109,00

1.744,00

KR 29

2

14

109,00

1.526,00

KR 29

3

17

109,00

1.853,00

KR 30

1

17

123,00

2.091,00

50%

-1.045,50

30%

-627,30

KR 31

1

16

145,00

2.320,00

KR 31

3

16

145,00

2.320,00

KR 32

1

18

107,00

1.926,00

30%

-577,80

0%

0,00

KR 32

2

18

107,00

1.926,00

KR 32

3

18

107,00

1.926,00

KR 33

1

18

98,00

1.764,00

KR 33

2

18

98,00

1.764,00

40.203,00

-627,30

5% afsláttur

2.010,15

-31,37

 Reikningur

38.192,85

 

 

 

 

Afsláttarkrafa/-boð

-1.623,30

 

-595,94

Reikn. að frádr. afsl.

 

 

36.569,55

 

37.596,92

Reikningur nr. 865

KR 16

1

15

97,00

1.455,00

100%

-1.455,00

20%

-291,00

KR 16

2

15

97,00

1.455,00

100%

-1.455,00

20%

-291,00

KR 16

3

15

97,00

1.455,00

100%

-1.455,00

20%

-291,00

KR 17

1

18

99,00

1.782,00

100%

-1.782,00

20%

-356,40

KR 17

2

18

99,00

1.782,00

100%

-1.782,00

20%

-356,40

KR 17

3

18

99,00

1.782,00

100%

-1.782,00

20%

-356,40

KR 18

1

18

105,00

1.890,00

100%

-1.890,00

20%

-378,00

KR 18

2

15

105,00

1.575,00

100%

-1.575,00

20%

-315,00

KR 18

3

19

105,00

1.995,00

100%

-1.995,00

20%

-399,00

KR 19

1

19

98,00

1.862,00

30%

-558,60

20%

-372,40

KR 19

2

19

98,00

1.862,00

30%

-558,60

20%

-372,40

KR 19

3

19

98,00

1.862,00

30%

-558,60

20%

-372,40

KR 20

2

19

98,00

1.862,00

KR 22

2

19

109,00

2.071,00

KR 22

3

19

109,00

2.071,00

KR 23

2

18

96,00

1.728,00

KR 24

1

18

109,00

1.962,00

100%

-1.962,00

50%

-981,00

KR 24

2

18

109,00

1.962,00

100%

-1.962,00

50%

-981,00

KR 24

3

18

109,00

1.962,00

100%

-1.962,00

50%

-981,00

KR 26

1

18

105,00

1.890,00

100%

-1.890,00

50%

-945,00

KR 26

2

18

105,00

1.890,00

100%

-1.890,00

50%

-945,00

KR 26

3

18

105,00

1.890,00

100%

-1.890,00

50%

-945,00

KR 27

1

18

123,00

2.214,00

KR 27

2

18

123,00

2.214,00

KR 28

2

18

94,00

1.692,00

KR 28

3

18

94,00

1.692,00

KR 29

1

3

109,00

327,00

KR 29

2

4

109,00

436,00

KR 29

3

1

109,00

109,00

KR 30

1

1

123,00

123,00

50%

-61,50

30%

-36,90

KR 30

2

18

123,00

2.214,00

50%

-1.107,00

30%

-664,20

KR 30

3

18

123,00

2.214,00

50%

-1.107,00

30%

-664,20

KR 33

3

18

98,00

1.764,00

KR 18

3

4

105,00

420,00

KR 33

3

5

98,00

490,00

55.954,00

-11.294,70

10% afsláttur

5.595,40

-1.129,47

 Reikningur

50.358,60

 

 

 

 

Afsláttarkrafa/-boð

-30.678,30

 

-10.165,23

 

Reikn. að frádr. afsl.

 

 

19.680,30

 

40.193,37

Samtölur reikn. nr. 724 og 865

útgefið

skv. stefnda

skv. varakr. stefnanda

Reikningur nr. 724

38.192,85

36.569,55

37.596,92

Reikningur nr. 865

50.358,60

19.680,30

 

40.193,37

 

 

 

Samtals

88.551,45

 

56.249,85

 

77.790,29

Varakrafna stefnanda

Aðalkrafa stefnanda

76.962,05

Boðinn hærri afsláttur af reikningi 724

-595,94

Boðinn hærri afsláttur af reikningi 865

-10.165,23

Boðinn hærri afsláttur, samtals

-10.761,17

Varakrafa stefnanda

66.200,88

Tafla 2: Afsláttarkrafa stefnda, stefnandi býður meiri afslátt og varakrafa stefnanda.

Þar sem stefnandi hafi byggt aðalkröfu sína, samkvæmt framansögðu, á því að stefnda bæri að greiða stefnanda að fullu fyrrgreinda reikninga nr. 724 og 865 og á því að ekki væri uppi ágreiningur um aðra reikninga sem hann hafi gefið út til stefnda hafi stefnandi í upphafi gert þá kröfu að stefnda yrði gert að greiða stefnanda 76.962,05 evrur, þ.e. mismun á útgefnum reikningum hans til stefnda, að fjárhæð 221.404,40 evrur, og mótteknum innborgunum stefnda, að fjárhæð 144.442,35 evrur.

Við meðferð málsins hafi orðið tilefni til leiðréttingar á kröfugerð. Pöntun stefnda fyrir viðskiptavin sinn „GRUPPO ITALIA“ hafi upphaflega verið um 60 skópör, að fjárhæð 6.365 evrur. Síðar hafi pöntuninni verið breytt í 50 pör, að fjárhæð 4.987,50 evrur, sbr. proforma reikning stefnanda N/F PF 7417, dags. 14.4.2011. Þar muni því 1.377,50 evrum. Í ljós hafi komið að á viðskiptayfirliti á dómskjali 3 sé umræddur reikningur sagður vera að hinni upphaflegu fjárhæð. Kröfur stefnanda í málinu voru því lækkaðar um mismuninn, 1.377,50 evrur, sbr. leiðrétt viðskiptayfirlit á dómskjali nr. 45.

Þrátt fyrir innheimtutilraunir stefnanda, sbr. einkum innheimtuviðvörun, dags. 23. apríl 2012, hafi engar frekari innborganir borist frá stefnda. Umrædd fjárkrafa sé því ógreidd og stefnanda hafi verið nauðsynlegt að höfða mál til innheimtu skuldarinnar.

2) Um höfuðstól varakröfu stefnanda

Ekki sé í málinu ekki deilt um aðra reikninga en nr. 724 og 865. Fjárhæð þeirra tveggja reikninga sé samtals 88.551,45 evrur, að veittum 5% afslætti af fyrrnefnda reikningnum og 10% af þeim síðarnefnda, sbr. töflu 2 hér að framan. Af lista stefnda yfir skófatnað sem hann taldi gallaðan virðist mega ráða að stefndi telji að veita beri afslátt sem nemi 30-100% af söluverði viðkomandi skófatnaðar. Verð fyrir hvert skópar sé ranglega tilgreint á umræddum lista frá stefnda, svo sem sjáist með samanburði við hina útgefnu reikninga. Sé rétt söluverð skófatnaðarins notað við útreikning á fjárhæð 30-100% afsláttarkröfu stefnda sé niðurstaðan sú að um sé að ræða kröfu um afslátt sem nemi 1.623,30 evrum af reikningi nr. 724 og 30.678,30 evrum af reikningi nr. 865, sbr. töflu 2 hér að framan. Samkvæmt því nemi afsláttarkrafa stefnda samtals 32.301,60 evrum en ekki 44.061,60 evrum svo sem segi á lista stefnda. Samkvæmt því boði sem stefnandi hafi gert í tölvubréfi 15. nóvember 2011, í viðleitni sinni til að ná sáttum við stefnda, sé boðið að afsláttur verði hækkaður í 10.165,23 evrur af reikningi nr. 724 og í 595,94 evrur af reikningi nr. 865, þ.e. samtals 10.761,17 evrur, sbr. niðurlag í töflu 2 hér að framan. Stefndi hafi ekki svarað þessu boði stefnanda.

Varakrafa stefnanda byggist á að miða skuli við þann afslátt af framangreindum tveimur reikningum stefnanda sem hann hafi boðið stefnda í tölvubréfi 15. nóvember 2011, þ.e. 10.761,17 evrur. Varakrafan sé lægri en aðalkrafan, sem nú sé 75.584,55 evrur, sem nemi þeirri fjárhæð. Því sé endanleg fjárhæð varakröfu stefnanda, að teknu tilliti til leiðréttingar á kröfugerð, 64.823,38 evrur.

3) Um kröfu um dráttarvexti

Kröfu sína um dráttarvexti byggi stefnandi á 1. mgr. 6. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001.

Svo sem hinir ógreiddu reikningar beri með sér hafi aðilar stundum samið um að greiða skyldi 50% söluverðs áður en framleiðsla viðkomandi skófatnaðar hæfist og þau 50% sem eftir stæðu skyldi greiða áður en hann yrði afhentur. Því til samræmis sé gjalddagi hvers reiknings sérstaklega tiltekinn á honum.

Stefnandi miði upphafsdag dráttarvaxtakröfu sinnar við 9. október 2011, gjalddaga seinni reiknings síns af þeim tveimur sem ágreiningur sé um í málinu, þ.e. reiknings nr. 865. Í 1. mgr. 5. gr. laganna sé kveðið á um að hafi gjalddagi verið fyrir fram ákveðinn sé kröfuhafa heimilt að krefja skuldara um dráttarvexti sem reiknist af ógreiddri peningakröfu frá og með gjalddaga fram að greiðsludegi. Stefnanda sé því heimilt að krefja skuldara um dráttarvexti frá 9. október 2011 til greiðsludags.

4) Um kröfu um málskostnað

Stefnandi vísi til XXI. kafla laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála, varðandi kröfu sína til málskostnaðar. Þar sem stefnandi geti ekki nýtt sér greiddan virðisaukaskatt sem innskatt í rekstri sínum sé þess krafist að tekið verði tillit til þess við ákvörðun málskostnaðar.

Tilvísun til helstu lagaraka

Stefnandi byggi kröfu sína á almennum reglum samninga- og kröfuréttar um skuldbindingargildi loforða og greiðslu skulda. Auk þess styðjist krafa stefnanda við ákvæði laga nr. 50/2000 um lausafjárkaup, með áorðnum breytingum, einkum VI. og VII. kafla og við meginreglur íslensks réttar, einkum kröfu- og samningaréttar.

Málsástæður og lagarök stefnda

Stefndi mótmæli öllum kröfum og málsástæðum stefnanda.

Rangur og ósannaður málsgrundvöllur stefnanda

Stefndi byggi sýknukröfu sína á því að málatilbúnaður stefnanda sé rangur og ósannaður. Stefnandi byggi mál sitt á því að hann eigi kröfu á hendur stefnda. Í stefnu sé þó ekki nema að mjög takmörkuðu leyti gerð grein fyrir meintum kröfum stefnanda. Þar fullyrði stefnandi einfaldlega að hann eigi kröfu á stefnda vegna framleiðslu á skóm. Vísað sé til reikninga sem stefnandi staðhæfi að hafi verið gefnir út en ekki greiddir að öllu leyti. Hvorki í stefnu né fylgiskjölum hennar sé þó að finna neina stoð fyrir þeim reikningum sem krafan byggist á.

Með stefnu hafi einungis tveir reikningar fylgt og ekki hafi verið sýnt fram á að aðrir reikningar hafi verið gefnir út. Þá sé auk þess engin sönnun fyrir því hvað búi að baki þeim reikningum sem stefnandi byggi á. Í stefnu sé ekki gerð grein fyrir samningssambandinu sem liggi til grundvallar reikningunum og í fylgiskjölum sé hvorki að finna samninga né önnur sönnunargögn fyrir því að stefndi hafi beðið um alla þá framleiðslu sem stefnandi byggi kröfu sína á.

Krafa stefnanda sé einungis studd tveimur reikningum og nokkrum tölvuskeytum. Stefnandi byggi þannig málatilbúnað sinn fyrst og fremst á eigin fullyrðingum og töflum sem hann hafi sjálfur útbúið. Stefndi hafni því að ósannaðar fullyrðingar og töflur stefnanda hafi nokkurt sönnunargildi í málinu.

Almennar reglur samningaréttar og réttarfars leiði til þess að sá sem haldi fram samningi beri að sýna fram á tilurð hans, aðila, efni og annað sem hann telji felast í samningnum. Þá hafi stefnandi ekki útskýrt hvaða lagareglur gildi um viðskipti aðila en stefnandi sé spænskur. Verði ekki betur séð en að stefnandi byggi málatilbúnað sinn algerlega á íslenskum reglum án þess að víkja að ákvæðum laga nr. 43/2000, um lagaskil á sviði samningaréttar, eða annars sem ráðið geti lagavali.

Verði talið að stefndi sé í skuld við stefnanda sé sú skuld aðeins brot af þeirri kröfu sem stefnandi geri í málinu. Þá eigi stefndi auk þess gagnkröfur til skuldajafnaðar. Verði fallist á kröfur stefnanda að einhverju leyti sé þess krafist að til skuldajafnaðar gagnvart kröfu stefnanda komi gagnkröfur stefnda. Þær kröfur séu mun hærri en krafa stefnanda, sé hún einhver.

Um kröfugerð stefnanda

Jafnvel þótt litið verði svo á að stefnandi eigi einhverja kröfu á hendur stefnda þá sé útreikningur dómkröfunnar rangur. Stefnandi taki ekki tillit til þess að stefndi eigi gagnkröfur á hendur stefnanda sem komi til lækkunar kröfum stefnanda. Auk þess séu útreikningarnir óljósir og erfitt að finna þeim stoð í málatilbúnaði stefnanda. Útreikningunum fylgi nánast engir reikningar eða önnur gögn um þá vinnu sem liggi að baki reikningunum.

Aðalkrafa stefnanda (upphafleg) miði að því að stefndi greiði stefnanda 76.962,05 evrur að höfuðstóli. Stefnandi segi það vera skuld stefnda vegna útgefinna reikninga stefnanda sem ekki hafi verið greiddir. Þetta sé þó í ósamræmi við þau gögn sem stefnandi hafi látið fylgja með stefnu. Samkvæmt tölvuskeyti stefnanda, dags. 31. október 2011, hafi ógreiddir reikningar þann dag verið alls að upphæð 41.973,678 evrur. Bent sé á að samkvæmt töflu 1 í stefnu hafi engir reikningar verið gefnir út eftir 31. október 2011. Þá sé dráttarvaxtakrafa stefnanda miðuð við 9. október 2011. Samkvæmt framansögðu sé aðalkrafa stefnanda í málinu tæplega 35.000 evrum hærri en stefnandi hafi sjálfur sagt að væri heildarskuld stefnda hinn 31. október 2011. Engir reikningar hafi þó bæst við eftir 31. október 2011, eins og sjá megi af stefnu og dómskjölum stefnanda.

Tilhæfulausir reikningar fyrir skóm, sem stefnandi viðurkenni að hafa aldrei afhent

Stefndi hafni kröfum og málatilbúnaði stefnanda með öllu enda hafi stefnandi engin gögn lagt fram sem sýni fram á réttmæti þeirra reikninga sem hann byggi kröfu sína á. Af málatilbúnaði og gögnum stefnanda megi auk þess sjá að stefnandi krefjist greiðslna fyrir skó sem hann viðurkenni sjálfur að hafa aldrei afhent.

Annars vegar geri stefnandi kröfu um tiltekna skó sem ljóst sé af yfirlitum hans sjálfs að hafi aldrei verið afhentir. Svokallaðir „Próformareikningar og framleiddur varningur sem bíður afhendingar‟ er alls 21.288,45 evrur. Stefnandi geti að sjálfsögðu ekki krafist greiðslu fyrir vörur sem hann hafi ekki afhent. Sé algerlega ósannað, eins og svo margt annað í málatilbúnaði stefnanda, að stefnandi hafi yfirhöfuð framleitt þessar vörur.

Hins vegar hafi stefnandi ekki skilað þeim skópörum sem send hafi verið til hans til að sýna fram á galla í framleiðslunni. Tímabilið, sem þessum skóm hafi verið ætlað, sé löngu liðið og skórnir séu því einskis virði fyrir stefnda í dag. Stefnandi geti ekki krafist þess að stefndi greiði fyrir vörur sem séu í vörslum stefnanda. 

Stefnandi bar ábyrgð á ýmsum smásöluverslunum

Stefnandi sé staðsettur á Spáni og stefndi hafi selt hluta af framleiðslu stefnanda til Spánar. Í hagræðingarskyni hafi orðið að samkomulagi að stefnandi myndi senda skósendingar beint til nokkurra fyrirtækja á Spáni og einnig sjá um að rukka þau fyrirtæki. Stefnandi taki þó ekkert tillit til þessa samkomulags í kröfugerð sinni. Stefnandi nefni það ekki í málatilbúnaði sínum að stefnandi hafi skuldbundið sig til þess að innheimta hjá ýmsum smásöluverslunum á Spáni. Ekki nóg með það heldur hafi stefnandi ábyrgst greiðslur frá tilteknum smásöluverslunum. Stefnandi geti að sjálfsögðu ekki beint kröfu að stefnda hafi innheimta ekki tekist hjá umræddum verslunum.

Gallar á vörum frá stefnanda

Stefnandi viti af því að fjöldi skópara hafi verið gallaður en kjósi þó að taka ekki tillit til þess í kröfugerð sinni og málatilbúnaði, nema að örlitlu leyti í varakröfu. 

Skór sem beri vörumerki stefnda séu bæði gæða- og tískuvörur. Gallar á skónum, jafnvel smávægilegir, leiði þannig til þess að skórnir verða ónothæfir enda enginn markaður fyrir lítillega gallaða eða viðgerða skó. Stefndi geri þannig kröfu um 100% afslátt af nánast öllum gölluðum skóm og stefnanda sé ekki rétt að leggja eigið mat á afsláttinn. Þar sem stefndi geti ekki selt gölluð skópör verði afslátturinn að vera 100%.

Stefnandi hafi ekki skilað skónum sem hann hafi fengið senda til að kanna galla. Engu að síður geri stefnandi nú m.a. kröfu um greiðslu fyrir þá skó. Auk þess hafi stefnandi ekki greitt kostnað vegna sendingarinnar eins og honum hafi borið að gera.

Röksemdir og hugleiðingar stefnanda um að stefndi hafi ekki sent 8 pör af hverri tegund hafi enga þýðingu enda hafi slíkt aldrei verið gert að neinni forsendu fyrir vanefndaúrræðum. Stefndi hafi engar athugasemdir gert við fjölda skópara þegar hann hafi tekið við sendingunni. Þá sé auk þess rangt að stefndi hafi dregið það að láta vita af göllunum. Gallar hafi ekki komið í ljós fyrr en skórnir hafi verið komnir í sölu og hafi stefnandi þá umsvifalaust verið látinn vita.

Skaðabætur

Komið hafi í ljós að stefnandi hafi framleitt vörur stefnda til eigin nota. Stefnandi hafi framleitt skó eftir hönnun stefnda, Kron by Kronkron, og selt þá í útsöluverslunum sínum. Stefndi hafi að sjálfsögðu aldrei samþykkt að stefnandi mætti framleiða og selja Kron by Kronkron skóna í sína þágu. Háttsemi stefndanda feli þannig í sér gróft brot gegn trúnaðarskyldu stefnanda sem framleiðanda eftir hönnun stefnda. Stefndi hafi orðið fyrir gríðarmiklu tjóni í kjölfar þessarar ólögmætu háttsemi stefnanda enda hafi stefndi misst viðskiptavini sína á Spáni í kjölfarið. Stefndi eigi því kröfu um skaðabætur vegna þess tjóns. Krafan byggist á almennu skaðabótareglunni og séu öll skilyrði hennar uppfyllt: Háttsemi stefnanda sé saknæm og ólögmæt og hafi valdið stefnda tjóni. Tjón stefnda sé í orsakasambandi við háttsemi stefnanda og sennileg afleiðing af henni.

Stefndi telji að tjón sitt nemi a.m.k. 200.000 evrum. Fyrir sumarið 2011 hafi stefndi selt skó til 11 búða á Spáni fyrir alls 24.776 evrur. Um svipað leyti hafi stefnandi hafið að selja skó, eftir hönnun stefnda, í útsöluverslunum sínum. Sala stefnda á Spáni hafi dregist strax saman fyrir veturinn 2011. Aðeins þrír af þeim ellefu viðskiptavinum sem keypt höfðu skó fyrir sumartímabilið 2011 hafi aftur keypt skó fyrir vetrartímabilið sama ár. Samdráttur í sölu hafi þannig verið 17.393 evrur sé miðað við kaup þeirra 8 viðskiptavina, sem hafi hætt í viðskiptum, fyrir sumarið 2011.

Á sölusýningu fyrir vetrartímabilið 2011 hafi fjórar nýjar spænskar búðir bæst í hóp viðskiptamanna stefnda og gert samninga um kaup á skóm. Þegar átt hafi að afhenda skóna í ágúst 2011 þá hafi þrjár af þessum búðum hætt við. Hafi stefndi þannig orðið af sölum að upphæð 8.130 evrur. Verslanir sem hætt hafi í viðskiptum hefðu annars verslað fyrir samtals 25.532 evrur (17.393 + 8139) vetrartímabilið 2011.

Upp hafi komist um háttsemi stefnanda í nóvember 2011. Þá hafi stefndi fengið tölvuskeyti frá félaginu Serrano Alcazar/Begona Gomez með upplýsingum um að Salvador Sapena væri að selja skó stefnda í útsöluverslun sinni. Verðið í þeim verslunum hafi verið u.þ.b. 100 evrur, eða lægra en heildsöluverðið sem stefndi hafi boðið sínum viðskiptavinum. Í tölvuskeytinu hafi komið fram að viðskiptavinir gætu ekki keppt við þau verð og vildu þannig skila afganginum af lagernum og jafnframt hætta við pöntun fyrir næsta tímabil á eftir, þ.e. sumarið 2012. Þessi viðskiptamaður hafi skilað skópörum fyrir 888 evrur (441+447).

Tímabilið á eftir, þ.e. sumarið 2012, hafi stefndi svo ekki verið með neinn spænskan viðskiptavin og megi rekja það beint til sölu stefnanda á Kron by Kronkron skónum í þeirra útsöluverslun.

Miðað við framangreindar forsendur hafi sölutap stefnda á hverju tímabili verið u.þ.b. 25.000 evrur. Stefndi hafi enn ekki náð að afla sér spænskra viðskiptamanna eftir þetta og alls óvíst hversu langan tíma taki að vinna aftur traust á spænska markaðnum.

Með því að selja skó stefnda á undirverði hafi stefnandi einnig haft skaðleg áhrif á ímynd þeirra verslana sem keypt hafi af stefnda því söluverðið á skónum hafi verið þrisvar sinnum hærra í verslunum þeirra en í útsöluverslun stefnanda.

Stefndi áætli þannig að tjón sitt sé u.þ.b. 200.000 evrur. Séu þá 100.000 evrur vegna þess sem þegar sé til fallið frá því að upp hafi komist um háttsemi stefnanda og allt til dagsins í dag (4 tímabil x 25.000 evrur). Aðrar 100.000 evrur séu til að bæta tjón til framtíðar á meðan stefndi sé að koma sér aftur inn á spænska markaðinn.

Stefndi hafi einnig orðið fyrir tjóni vegna galla í vörum stefnanda. Hafi stefndi m.a. þurft að bæta viðskiptavinum sínum tjón þeirra vegna þess að þeir hafi keypt gallaða skó. Einnig hafi stefndi þurft að senda skó í viðgerð á Íslandi með tilheyrandi kostnaði.

Þá hafi stefndi orðið fyrir miklum tekjumissi vegna þess að ekki hafi verið hægt að selja gallaða skó. Gallaðir skór hafi tilheyrt vörumerkinu Kron by Kronkron en það séu söluhæstu skórnir í verslun stefnda og því sé tjónið vegna sölutaps mikið, eða rúmlega 21 milljón króna.

Stefnandi hafi ekkert gert til að takmarka tjón í viðskiptum aðila. Þannig hafi stefnandi t.d. neitað að afhenda skó nema stefndi greiddi að fullu reikninga, sem þó hafi verið gríðarmikill ágreiningur um. Stefnandi hafi vitað að stefnda hafi verið nauðsynlegt að fá vörurnar á réttum tíma enda um að ræða tískuvöru sem sé aðeins seljanleg á stuttu tímabili, sem spanni varla meira en hálft ár. Þetta, eitt og sér, hafi valdið stefnda tjóni. Skórnir séu tískuvara og verðmæti þeirra verði lítið sem ekkert komist þeir ekki í búðir fyrir það tímabil sem þeim sé ætlað.

Fjárhæð gagnkrafna stefnda

Öll framangreind atriði komi til lækkunar á kröfum stefnanda, séu þær yfirleitt til staðar. Ljóst sé að jafnvel þótt fallist yrði á kröfu stefnanda í heild sinni þá myndu framangreindar gagnkröfur leiða til þess að endanleg krafa stefnanda yrði engin. Í greinargerð áskildi stefndi sér rétt til að leggja síðar fram tölulega útreikninga á gagnkröfum sínum, eftir atvikum að fengnum frekari gögnum, en engir slíkir útreikningar hafa verið lagðir fram í málinu.

Dráttarvextir

Upphafstíma dráttarvaxtakröfu stefnanda sé mótmælt. Engin stoð sé fyrir því að krefjast dráttarvaxta frá 9. október 2011. Dráttarvextir verði fyrst dæmdir af kröfu stefnanda, verði hún dæmd, frá dómsuppsögudegi. Málatilbúnaður stefnanda sé allur ósannaður og krafan svo óskýr að ekki sé hægt að gera ráð fyrir því að stefndi hefði getað lagt mat á hana fyrr en dómur félli, færi svo að krafan yrði dæmd að einhverju leyti. Ósanngjarnt sé að stefnandi njóti þess í formi dráttarvaxta. Vísi stefndi að þessu leyti til 9. gr. laga nr. 38/2001.

Aðrar málsástæður og lagarök

Um rétt til skuldajafnaðar vísist til almennra reglna kröfuréttar, og 1. mgr. 28. gr. laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála. Vísað sé til reglna samninga- og kröfuréttar að því er varði réttar efndir samninga og trúnaðarskyldu samningsaðila. Þá sé vísað til reglna um afpöntun, galla, afslátt og skaðabætur. Vísað sé til sönnunarreglna einkamálaréttarfars um að þeim sem haldi fram kröfu beri að sýna fram á réttmæti kröfunnar, grundvöll hennar og umfang. Málskostnaðarkrafa stefnda eigi sér stoð í 129. og 130. gr. laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála. Sökum óvissu í málinu sé því mótmælt að stefnandi eigi rétt til málskostnaðar úr hendi stefnda þó að kröfur hans verði að öðru leyti teknar til greina, sbr. 3. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála.

Í greinargerð stefnda var gerður áskilnaður um öflun matsgerðar undir rekstri málsins og boðað að starfsmenn stefnda og fleiri yrðu kallaðir til að gefa skýrslur fyrir dómi, en af þessu varð ekkert.

Niðurstaða

Mál þetta er höfðað til innheimtu skuldar stefnda við stefnanda samkvæmt viðskiptayfirliti um útgefna reikninga stefnanda á tímabilinu frá 11. maí 2011 til 18. október 2011 og innborganir stefnda. Stefndi telur tilefni reikninganna ósannað og heldur því jafnframt fram að hann eigi gagnkröfur á hendur stefnanda til skuldajafnaðar. Fyrirsvarsmaður stefnanda kom fyrir dóminn og gerði grein fyrir viðskiptasambandi aðila, sem hófst þegar hann starfaði fyrir fyrirtæki föður síns, Salvador Sapena SL, sem stofnað var 1987. Hann stofnaði eigið fyrirtæki árið 2009 og hluti viðskipta stefnda við Salvador Sapena SL var fluttur yfir í nýja félagið, stefnanda. Hið eldra félag hefur rekið fyrir dóminum sérstakt mál til innheimtu viðskiptaskuldar stefnda við það. Stefndi hefur borið því við að félögin hafi komið fram sem einn og sami aðili gagnvart stefnda og hefur í hinu dómsmálinu uppi sömu varnir og í máli þessu. Fyrir liggur að ekki er um sama lögaðila að ræða og gögn í báðum málum sýna að starfsmönnum stefnda mátti vera það ljóst. Þær kröfur sem dæmt er um í dag í máli Salvador Sapena SL gegn stefnda varða ekki sömu viðskiptareikninga og byggt er á í þessu máli. Stefndi hefur engu að síður í máli þessu lagt fram fjölda skjala sem eingöngu eiga við um viðskipti stefnda við fyrirtækið Salvador Sapena SL og er sú skjalaframlagning hvorki til gagns fyrir málatilbúnað stefnda né skýrleika málsins.

Fyrirsvarsmaður stefnanda staðfesti fyrir dóminum þá reikninga sem hann byggir kröfur sínar á og upplýsingar um pantanir stefnda og framleiðslu á grundvelli þeirra. Þótt stefndi haldi því fram að tilefni reikninganna sé ósannað þá viðurkennir hann að aðilar hafi átt í viðskiptasambandi og að hafa innt af hendi þær innborganir sem tilgreindar eru í viðskiptayfirliti stefnanda. Stefndi hefur ekki lagt fram nein töluleg gögn um viðskipti aðila, en ber fyrir sig að samkvæmt tölvuskeyti stefnanda 31. október 2011 hafi ógreiddir reikningar þann dag verið alls að upphæð 41.973,678 evrur. Samkvæmt töflu 1 í stefnu hafi engir reikningar verið gefnir út eftir 31. október 2011, því virðist skuldin vera lægri fjárhæð en stefnandi krefjist greiðslu á. Stefnandi hefur fyrir dóminum sýnt fram á það með fullnægjandi hætti að umrædd innheimtuskilaboð vísi til reikninga sem þá voru eldri en 60 daga. Verður því ekki fallist á að umrædd tilkynning feli í sér viðurkenningu stefnanda á því að heildarskuld stefnda hafi aðeins numið 41.973,678 evrum 31. október 2011.

Um viðskipti aðila fer að lögum nr. 50/2000 um lausafjárkaup, sbr. 1. mgr. 5. gr. laganna, að teknu tilliti til ákvæða XV. kafla þeirra. Stefnandi þykir, með hliðsjón af þeim lögum og almennum reglum kröfuréttar og samningaréttar, hafa sýnt nægilega fram á að hann eigi kröfu á hendur stefnda sem ógreidd sé.

Af hálfu stefnda er því haldið fram að hann eigi gagnkröfur á hendur stefnanda vegna galla í tilteknum skósendingum og skaðabótakröfu vegna óheimillar smásölu stefnanda á skóm með vörumerki stefnda, en hann hefur ekki lagt fram nein gögn um fjárhæðir slíkra krafna.

Stefndi hefur ekki aflað sér matsgerðar eða annarrar sönnunar um meinta galla á skófatnaði í sendingum frá stefnanda. Verður því aðeins talið upplýst um galla að því marki sem stefnandi hefur viðurkennt þá og verður gagnkrafa stefnda um afslátt vegna galla viðurkennd sem því nemur. Viðurkenning stefnanda á göllum í sáttaboði stefnanda til stefnda leiðir til þeirrar niðurstöðu sem fram kemur í varakröfu stefnanda. Verður stefnandi ekki talinn eiga réttmæta kröfu á hendur stefnda umfram það sem greinir í varakröfu og verður aðalkröfu stefnanda því hafnað.

Stefnandi hefur staðfastlega neitað ásökunum um að hafa boðið til sölu í verslunum sínum skófatnað frá stefnda á útsöluverði. Þau gögn sem fyrir liggja um sölu skófatnaðar frá stefnda í útsöluverslun stefnanda eru tölvupóstur frá viðskiptaaðila stefnda á Spáni og ógreinilegar myndir, sem ómögulegt er að staðreyna hvar teknar séu.  Stefnda hefur ekki tekist gegn eindreginni neitun stefnanda að afla sönnunar um meinta óheimila sölu stefnanda á varningi stefnda í útsöluverslunum stefnanda. Koma gagnkröfur stefnda um meint tjón vegna glataðra viðskiptasambanda því ekki til skoðunar.

Málsástæður stefnda, um að stefnandi hafi skuldbundið sig til að innheimta kröfur fyrir stefnda hjá ýmsum smávöruverslunum á Spáni, hafa ekki verið studdar neinum gögnum eða rökum og verður þeim því hafnað. Stefndi hefur ekki fært fram nein gögn eða rök til stuðnings málsástæðu sinni um eigið tjón að fjárhæð rúmlega 21 milljón króna vegna sölutaps og viðgerðakostnaðar á skóm frá stefnanda. Ekkert liggur fyrir um það hvort vísað sé til sölu stefnda á ógreiddum skóm frá stefnanda eða annars skófatnaðar og er þessari málsástæðu til stuðnings kröfu um lækkun dómkrafna hafnað.

Stefndi mótmælir kröfum vegna svokallaðra Próformareikninga og framleidds varnings sem bíði afhendingar, sem nemi alls 21.288,45 evrum. Stefnandi geti ekki krafist greiðslu fyrir vörur sem hann hafi ekki afhent og ósannað sé að stefnandi hafi yfirhöfuð framleitt þessar vörur. Með framburði fyrirsvarsmanns stefnanda fyrir dóminum, og þeim reikningum, pöntunum frá stefnda og samskiptum aðila sem fyrir liggja, þykir upplýst að í viðskiptunum hafi stefndi átt að greiða fyrir fram hluta framleiðsluverðs þess sem hann pantaði, allt að 70%, en eftirstöðvar við afhendingu vörunnar og útgáfu reiknings eða í síðasta lagi 60 dögum síðar. Upplýst var af hálfu stefnanda fyrir dóminum að vörur sem stefndi hafði pantað hefðu verið framleiddar og væru þær í vörslum stefnanda. Hluti af kröfugerð stefnanda eru reikningar fyrir pantaðar vörur sem ekki hafa verið afhentar stefnda þar sem ekki hefur verið greitt fyrir þær, en stefnandi lét innborganir stefnda almennt fyrst ganga til greiðslu eldri ógreiddra reikninga. Upplýst er að stefnandi hafði boðið stefnda afhendingu á vörunum gegn greiðslu, en þeim boðum sinnti stefndi ekki. Stefndi neytti ekki neinna úrræða til að losna undan kaupunum, hvorki með afpöntun í samræmi við 2. mgr. 52. gr. laga um lausafjárkaup né á annan hátt, og ber honum að greiða fyrir hinn pantaða varning. Stefndi hefur engar kröfur gert í máli þessu um afhendingu varningsins.

Loks ber stefndi fyrir sig að stefnandi hafi ekki skilað þeim skópörum sem send hafi verið til hans til að sýna fram á galla í framleiðslunni, en stefnandi geti ekki krafist þess að stefndi greiði fyrir vörur sem séu í vörslum stefnanda. Upplýst er að 38 skópör sem voru í tveimur skósendingum sem stefndi hafði móttekið, en hefur ekki ennþá greitt fyrir, voru send stefnanda til skoðunar. Afslátturinn sem stefnandi bauð stefnda á þessum reikningum og varakrafa hans miðast við, vegna galla sem fundust í umræddum sýnishornum, nemur næstum þreföldu verðmæti þessara skópara. Stefndi svaraði ekki boði stefnanda um viðgerðir og afslátt og hefur hvorki greitt reikningana né krafist afhendingar á þessum skóm í málinu. Þessi málsástæða gefur ekki tilefni til lækkunar á kröfugerð stefnanda.

Að öllu framangreindu virtu er það mat dómsins að stefnda hafi hvorki tekist að hnekkja réttmæti varakröfu stefnanda, né sýnt fram á að hann hafi greitt skuld sína samkvæmt henni og verður stefnda því gert að greiða hana.

Stefnandi krefst dráttarvaxta á kröfu sína frá 9. október 2011 og miðar þar við gjalddaga seinni reikningsins af þeim tveimur sem ágreiningur er um vegna meintra galla. Stefndi mótmælir þeim upphafsdegi dráttarvaxta. Stefnandi styður dráttarvaxtakröfu sína við 1. mgr. 5. gr. laga um vexti og verðtryggingu, nr. 38/2001, sem heimilar kröfuhafa að reikna dráttarvexti frá og með gjalddaga peningakröfu, hafi gjalddagi verið fyrir fram ákveðinn. Upplýst er að í viðskiptasambandi aðila gaf stefnandi út reikninga fyrir pöntunum, gert var ráð fyrir að hluti greiddist fyrir fram og eftirstöðvar eftir afhendingu sendinga, en í raun greiddi stefndi ekki hvern reikning fyrir sig, heldur greiddi inn á viðskiptareikning sinn hjá stefnanda í slumpum. Í viðskiptasambandinu virðist ekki hafa verið samið um gjalddaga fyrir fram í raun, þótt skráður gjalddagi á reikningum hafi verið útgáfudagur hans. Hvorki verður séð að stefnandi hafi, við ráðstöfun innborgana stefnda inn á elstu skuld hverju sinni, svo sem honum var heimilt, reiknað dráttarvexti eða annars konar viðurlög frá hinum formlega gjalddaga þeirra reikninga sem þannig greiddust, né hafa reiknað dráttarvexti á kröfu sína þegar hann krafði stefnda um greiðslu með kröfubréfi 23. apríl 2012. Að þessu virtu þykir eins og á stendur rétt að taka mið af reglu 3. mgr. 5. gr. vaxtalaga, sem á við þegar ekki hefur verið samið um gjalddaga kröfu, og reikna dráttarvexti frá og með þeim degi þegar liðinn er mánuður frá því að kröfuhafi sannanlega krafði skuldara með réttu um greiðslu. Með kröfubréfi 23. apríl 2012 var stefndi sannanlega krafinn um greiðslu og verður því fallist á kröfu stefnanda um dráttarvexti mánuði síðar eða frá 23. maí 2012.

Stefnda verður í samræmi við úrslit málsins og 1. mgr. 130. gr. laga um meðferð einkamála nr. 91/1991 gert að greiða stefnanda málskostnað, auk virðisaukaskatts á málflutningsþóknun. Engin efni þykja til að fallast á þá málsástæðu stefnda að beita beri 3. mgr. 130. gr. laganna vegna óvissu í málinu. Málskostnaður, sem stefnda verður gert að greiða stefnanda, þykir hæfilega ákveðin 1.400.000 krónur, þar með talinn virðisaukaskattur.

Kristrún Kristinsdóttir héraðsdómari kvað upp dóm þennan.

D Ó M S O R Ð

Stefndi, Kron ehf., greiði stefnanda, Sapena Trading Company SL, 64.823,38 evrur, ásamt dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu, frá 23. maí 2012 til greiðsludags.

Stefndi greiði stefnanda 1.400.000 krónur í málskostnað, þar með talinn er virðisaukaskattur á málflutningsþóknun.