Hæstiréttur íslands

Mál nr. 321/2011


Lykilorð

  • Kærumál
  • Kæruheimild
  • Framlagning skjals
  • Vitni
  • Frávísun frá Hæstarétti að hluta


Mánudaginn 20. júní 2011.

Nr. 321/2011.

Ákæruvaldið

(Kolbrún Benediktsdóttir

settur saksóknari)

gegn

X

(Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson hrl.)

Kærumál. Kæruheimild. Framlagning skjala. Vitni. Frávísun frá Hæstarétti að hluta.

Kærður var úrskurður héraðsdóms þar sem fallist var á kröfu Á um að lagt yrði fram vottorð sálfræðingsins A og hún leidd fyrir dóminn sem vitni í máli gegn X sem hafði verið ákærður fyrir brot á 2. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Sálfræðingurinn A hafði átt viðtöl við brotaþola. Í dómi Hæstaréttur sagði að í 2. mgr. 192. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála væri mælt fyrir um heimildir til að skjóta úrskurðum, sem kveðnir væru upp eftir að aðalmeðferð máls væri hafin, til æðra dóms. Samkvæmt ákvæðinu yrði úrskurði héraðsdóms að því er lyti að framlagningu vottorðsins ekki kærður til Hæstaréttar. Var þessari kröfu málsins vísað frá Hæstarétti en fallist á með héraðsdómi að Á yrði heimilað að leiða áðurnefnt vitni og niðurstaða dómsins um það staðfest.

Dómur Hæstaréttar.

Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Gunnlaugur Claessen, Ólafur Börkur Þorvaldsson og Viðar Már Matthíasson.

Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 19. maí 2011, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 23. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Norðurlands vestra 17. maí 2011, þar sem fallist var á kröfu sóknaraðila um að lagt yrði fram vottorð A sálfræðings 13. maí 2011 og hún jafnframt leidd fyrir dóminn sem vitni. Varnaraðili kveður kæruheimild vera í n. og p. lið 1. mgr. 192. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Hann krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi og honum breytt á þann hátt að hafnað verði kröfu sóknaraðila um leggja fram áðurnefnt vottorð og kröfu um að sálfræðingurinn verði leidd fyrir héraðsdóm sem vitni í málinu.

Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar.

Varnaraðili er ákærður fyrir brot á 2. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 3. gr. laga nr. 61/2007, í máli sem rekið er fyrir Héraðsdómi Norðurlands vestra. Aðalmeðferð í málinu hófst 16. maí 2011. Sama dag og aðalmeðferð fór fram óskaði sóknaraðili að leggja fram vottorð A sálfræðings 13. maí 2011 og leiða hana sem vitni í málinu. Af hálfu varnaraðila var þessu andmælt. Héraðsdómur ákvað að hefja aðalmeðferðina og yfirheyra þau vitni, sem þegar höfðu verið boðuð, en kveða síðan upp úrskurð um ágreiningsefnið. Voru málsaðilar sammála þessu. Féllst héraðsdómur á kröfur sóknaraðila.

Í 2. mgr. 192. gr. laga nr. 88/2008 er mælt fyrir um heimildir til að skjóta úrskurðum héraðsdóms, sem kveðnir eru upp eftir að aðalmeðferð máls er hafin, til æðra dóms. Samkvæmt þessu ákvæði verður úrskurði héraðsdóms að því er lýtur að framlagningu vottorðsins ekki kærður til Hæstaréttar. Verður því að vísa þessari kröfu málsins frá Hæstarétti. Að öðru leyti er kæruheimild í c. lið 2. mgr. 192. gr. laganna.

Í sakamáli því sem rekið er gegn ákærða leitar ætlaður brotaþoli einnig dóms um skaðabótakröfu á hendur ákærða vegna afleiðinga þess brots sem ákært er fyrir. Er fallist á með héraðsdómi að sóknaraðila verði heimilað að leiða áðurnefnt vitni og verður niðurstaða dómsins um það staðfest.

Dómsorð:

Vísað er frá Hæstarétti kröfu varnaraðila, X, um að hafnað verði framlagningu vottorðs A 13. maí 2011.

Hinn kærði úrskurður er staðfestur um að A verði leidd sem vitni í málinu.

Úrskurður Héraðsdóms Norðurlands vestra 17. maí 2011

I

Boðað var til aðalmeðferðar í máli þessu kl. 11:00 í gær. Í upphafi þinghaldsins og áður en aðalmeðferð hófst óskaði sækjandi eftir leggja fram vottorð A sálfræðings. Skjalið sendi sækjandi til dómara og verjanda með tölvupósti laust fyrir kl. 09:00 í gær. Jafnframt óskaði sækjandi eftir nefndur sálfræðingur kæmi fyrir dóminn sem vitni.

Verjandi ákærða mótmælti framlagningu skjalsins og því sálfræðingurinn kæmi fyrir dóminn til skýrslugjafar sem vitni.

Sakflytjendur gerðu grein fyrir sjónarmiðum sínum varðandi ágreininginn og því búnu var krafa ákæruvaldsins tekin til úrskurðar.

Með samþykki sakflytjenda ákvað dómari taka skýrslur af vitnum sem boðuð höfðu verið fyrir dóminn en bíða með kveða upp úrskurð varðandi þetta eina vitni og framlagningu vottorðs þess enda þá þegar fyrir yfirlýsing sakflytjenda þess efnis niðurstaða dómsins yrði kærð til Hæstaréttar á hvorn veginn sem hún yrði. Var þetta gert vegna þess sumir þeirra sem komu málinu þurftu fara um langan veg.

II

Af hálfu ákæruvalds var vísað til þess löng venja væri fyrir því slík vottorð sem hér um ræðir væru lögð fram í málum af þessum toga. Þeir sem þau rita gæfu jafnaði skýrslu fyrir dómi. Taldi ákæruvaldið skjalið geta haft þýðingu varðandi niðurstöðu málsins.

Verjandi taldi skjalið of seint fram komið og því hafi honum ekki gefist tími til kynna sér efni þess. Þá taldi verjandi skjalið vera dulbúna matsgerð sem einhliða hafi verið aflað án aðkomu ákærða, en ekki læknisvottorð. Vísaði verjandi til 1. málsliðar 1. mgr. 116. gr. laga nr. 88/2008 sem hann taldi augljóslega leiða til þess ekki væru efni til nefndan sálfræðing fyrir dóm. Þá benti hann á A væri sálfræðingur brotaþola og hún hefði ekki komið málinu tilstuðlan ákæruvalds eða ákærða.

III

Hér háttar svo til óskað er eftir lagt verði fram vottorð sálfræðings sem átt hefur viðtöl við brotaþola eftir meint brot ákærða átti sér stað. Í þinghaldi hinn 15. apríl lýstu sakflytjendur gagnaöflun lokið. Ekki eru efni til hafna framlagningu vottorðsins af þeim sökum einum það of seint fram komið, sbr. ákvæði 2. mgr. 171. gr. nefndra laga nr. 88/2008. Hins vegar var rétt gefa verjanda tíma til kynna sér efni vottorðsins og hefur hann svigrúm til þess þar til endanleg niðurstaða fæst um ágreining þann sem hér er til úrlausnar. 

Hæstiréttur Íslands hefur ítrekað í dómum sínum í sakamálum vísað til vottorða af því tagi sem hér um ræðir. Telja verður vottorðið og vætti þess er það ritaði geti mögulega varpað ljósi á líðan brotaþola eftir hinn meinta atburð. Dómurinn metur vottorðið eins og önnur sýnileg sönnunargöng svo sem kveðið er á um í 137. gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008. Þá metur dómurinn framburð vitna eins og fyrir er mælt í 126. gr. nefndra laga. þessu virtu þykir rétt fallast á kröfu ákæruvaldsins um framlagningu vottorðs A sálfræðings. Einnig er fallist á kröfu ákæruvaldsins um nefndur sálfræðingur komi fyrir dóminn sem vitni.

Halldór Halldórsson héraðsdómari kveður upp úrskurð þennan

Úrskurðarorð:

Fallist er á kröfu ákæruvaldsins um í máli þessu verði lagt fram vottorð A sálfræðings dagsett 13. maí 2011. Þá er og fallist á kröfu ákæruvaldsins þess efnis A verði leidd fyrir dóminn sem vitni í málinu.