Hæstiréttur íslands
Mál nr. 201/2003
Lykilorð
- Gjalddagi
- Dráttarvextir
- Vöruflutningar
- Fyrning
- Útivist í héraði
- Málsástæða
|
|
Fimmtudaginn 22. janúar 2004. |
|
Nr. 201/2003. |
Kaldasel ehf. (Brynjar Níelsson hrl.) gegn Dagsverki ehf. og (Þorsteinn Einarsson hrl.) Flytjanda hf. (Einar Baldvin Axelsson hrl.) og gagnsök |
Gjalddagi. Dráttarvextir. Vöruflutningar. Fyrning. Útivist í héraði. Málsástæður.
K krafði D um greiðslu eftirstöðva kaupverðs og dráttarvaxta vegna tiltekinna viðskipta. Fyrir Hæstarétti var ekki ágreiningur um hverjar væru eftirstöðvar kaupverðs en aðila greindi á um dráttarvexti. Af hálfu D var sótt þing við þingfestingu málsins í héraði en þingsókn féll síðar niður án þess að varnir kæmu fram af hálfu félagsins. D gagnáfrýjaði málinu á grundvelli 4. mgr. 96. gr. eml. Gegn mótmælum K komust kröfur og málsástæður D ekki að fyrir Hæstarétti, sbr. 2. mgr. 163. gr. eml. Frá upphafi viðskipta, sem stóðu í nærfellt tvö og hálft ár, voru vörusendingar frá K afhentar D án greiðslu kaupverðs en D greiddi síðan K eftirá. Með hliðsjón af gögnum málsins var ekki talið að gjalddagi einstakra reikninga hafi verið umsaminn eða fyrirfram ákveðinn. Fór því um upphafstíma dráttarvaxta samkvæmt 3. mgr. 9. gr. þágildandi vaxtalaga. K krafði farmflytjandann F jafnframt um greiðslu eftirstöðva og dráttarvaxta vegna viðskiptanna þar eð hann hefði afhent vörur til D í heimildarleysi án þess að krefjast greiðslu. Farmflytjandinn F krafðist sýknu af kröfu K m.a. á grundvelli þess að krafan væri fyrnd samkvæmt 29. gr. laga nr. 24/1982, en K taldi hinn skamma fyrningarfrest þess ákvæðis ekki taka til kröfunnar og væri hún því ófyrnd. Talið var að 29. gr. tæki til krafna er stöfuðu af óheimilli afhendingu farms án heimtu greiðslu fyrir hana samkvæmt fylgibréfi. Þá varð ekki annað ráðið af reglum félags vöruflytjenda, sem K taldi að gilda ættu í viðskiptum aðila, en að þær væru til fyllingar ákvæðum laga nr. 24/1982 varðandi ábyrgð flytjanda en kæmu ekki í stað þeirra. Samkvæmt því var F sýknaður af kröfum K.
Dómur Hæstaréttar.
Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Gunnlaugur Claessen, Árni Kolbeinsson og Ingibjörg Benediktsdóttir.
Aðaláfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 26. maí 2003. Endanlega krefst hann þess að gagnáfrýjandinn Dagsverk ehf. verði dæmdur til að greiða sér 8.960.849 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt III. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 af nánar tilgreindum fjárhæðum frá 23. september 1996 til 1. júlí 2001, en samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá þeim degi til greiðsludags, allt að frádregnum innborgunum samtals að fjárhæð 8.570.850 krónur, sem komi til frádráttar kröfunni miðað við nánar tilgreinda innborgunardaga. Þá verði gagnáfrýjandinn Flytjandi hf. dæmdur til að greiða sér 8.897.569 krónur ásamt dráttarvöxtum samkvæmt III. kafla laga nr. 25/1987 af nánar tilgreindum fjárhæðum frá 25. september 1996 til 1. júlí 2001, en samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá þeim degi til greiðsludags, allt að frádregnum innborgunum samtals að fjárhæð 8.507.570 krónur, sem komi til frádráttar kröfunni miðað við nánar tilgreinda innborgunardaga. Þá krefst hann málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti óskipt úr hendi gagnáfrýjenda.
Gagnáfrýjandinn Dagsverk ehf. áfrýjaði héraðsdómi fyrir sitt leyti 13. ágúst 2003. Endanleg kröfugerð hans er á þá leið aðallega að krafa aðaláfrýjanda verði lækkuð þannig að hún beri ekki dráttarvexti fyrr en frá málshöfðun, en til vara að niðurstaða héraðsdóms um upphafstíma dráttarvaxta verði staðfest. Þá krefst hann málskostnaðar fyrir Hæstarétti.
Gagnáfrýjandinn Flytjandi hf. áfrýjaði héraðsdómi fyrir sitt leyti 1. ágúst 2003. Hann krefst sýknu af kröfu aðaláfrýjanda og málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti.
I.
Aðaláfrýjandi lækkaði við munnlegan málflutning fyrir Hæstarétti kröfu sína á hendur gagnáfrýjandanum Dagsverki ehf. um 19.370 krónur. Er eftir það ekki ágreiningur um skyldu Dagsverks ehf. til að greiða aðaláfrýjanda 389.999 krónur, en aðila greinir á um greiðslu dráttarvaxta.
Af hálfu gagnáfrýjandans Dagsverks ehf. var sótt þing við þingfestingu málsins í héraði en þingsókn féll síðar niður án þess að varnir kæmu fram af hálfu félagsins. Hefur það gagnáfrýjað málinu á grundvelli 4. mgr. 96. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Aðaláfrýjandi mótmælti við munnlegan málflutning fyrir Hæstarétti að kröfur og málsástæður þessa gagnáfrýjanda kæmust að með vísan til 2. mgr. 163. gr. laga nr. 91/1991, sbr. 17. gr. laga nr. 38/1994. Af hálfu Dagsverks ehf. er því haldið fram að niðurfelling þingsóknar í héraði hafi verið afsakanleg. Hafi hún stafað af þeim misskilningi að Dagsverk ehf. hafi ekki talið þörf á að halda uppi vörnum af sinni hálfu þar sem ljóst hafi verið að meðstefndi Eimskip innanlands hf., nú Flytjandi hf., myndi taka til varna. Ekki verður talið að skilyrðum 2. mgr. 163. gr. laga nr. 91/1991 með síðari breytingum sé fullnægt og koma málsástæður gagnáfrýjandans Dagsverks ehf. því ekki til álita fyrir Hæstarétti.
Krafa aðaláfrýjanda á hendur Dagsverki ehf. lýtur að skuld vegna kaupa þess síðarnefnda á hjólbörðum og fylgihlutum. Eins og nánar er rakið í hinum áfrýjaða dómi varðar krafan 132 reikninga, sem aðaláfrýjandi gaf út vegna þessara viðskipta á nærfellt tveggja og hálfs árs tímabili frá september 1996 til mars 1999.
Ekki nýtur í málinu skriflegra samninga aðila um greiðslukjör vegna þessara viðskipta. Hið selda var sent til Dagsverks ehf. á Egilsstöðum, oftast með bifreiðum forvera gagnáfrýjandans Flytjanda hf. Vegna flestra reikninganna hefur aðaláfrýjandi lagt fram fylgibréf og svonefnda C-gíróseðla. Samkvæmt framlögðum gögnum verður þó ekki séð að fylgibréf eða C-gíróseðlar hafi fylgt 30 reikninganna og með tveimur til viðbótar voru ekki fylgibréf og enn öðrum tveimur fylgdu ekki C-gíróseðlar.
Af hálfu aðaláfrýjanda var í héraði lagður fram bæklingur Landvara, félags íslenskra vöruflytjenda, um gírókröfur. Meðal efnis í bæklingnum eru reglur í 50 greinum um kröfusendingar í landflutningastarfsemi undir heitinu „Gírókröfur Landvara“, sem aðaláfrýjandi telur að gilt hafi varðandi flutning á hjólbörðunum. Eru í 5. kafla reglnanna ákvæði þess efnis að þegar gírókrafa sé sótt skuli flytjandi taka við greiðslu og sé honum að því búnu heimilt að afhenda viðtakanda sendinguna. Bendir form fylgiganga með sendingunum til þess að fyrrnefndum reglum hafi verið ætlað að gilda í viðskiptum aðila og hafi aðaláfrýjandi því miðað við að vörurnar yrðu staðgreiddar. Í þessu sambandi er þess þó að gæta að í 2. kafla reglananna eru ítarleg ákvæði um frágang skjala vegna slíkra sendinga, sem sendanda er ætlað aða annast, og samkvæmt ákvæðum 1. kafla falla þær sendingar einar undir reglurnar, sem fullnægja þessum kröfum. Verður ekki betur séð en að í öllum tilvikum skorti allnokkuð á að þessum fyrirmælum hafi verið fylgt.
Þá er einungis í fjórum þeirra fylgibréfa, sem aðaláfrýjandi hefur lagt fram, útfylltur sá reitur, sem ætlaður er fyrir kröfufjárhæð er innheimta skyldi hjá móttakanda, en slíkt er forsenda þess að flytjandi geti gert greiðslu að skilyrði fyrir afhendingu vöru samkvæmt 12. gr. laga nr. 24/1982 um flutningssamninga og ábyrgð við vöruflutninga á landi.
Samkvæmt því sem að framan er rakið verður ekki með ótvíræðum hætti ráðið af frágangi framlagðra skjala með vörusendingunum hvort aðaláfrýjandi hafi miðað við að þær yrðu ekki afhentar nema gegn staðgreiðslu. Á það er á hinn bóginn að líta að af gögnum málsins er ljóst að alveg frá upphafi viðskipta aðila voru sendingarnar afhentar gagnáfrýjandanum Dagsverki ehf. án greiðslu kaupverðs, en gagnáfrýjandinn greiddi síðan aðaláfrýjanda eftirá vegna viðskiptanna. Verður ekki betur séð en að aðaláfrýjandi hafi látið það átölulaust og haldið áfram að senda vörur með óbreyttum hætti. Var honum þó í lófa lagið að ráða með hvaða hætti vörur yrðu afhentar. Af gögnum málsins verður ekki ráðið að hann hafi áskilið sér greiðslu vaxta meðan á viðskiptum aðila stóð. Var Dagsverk ehf. fyrst krafið um greiðslu 7. apríl 2000, meira en ári eftir að viðskiptum aðila lauk. Verður að fallast á það með héraðsdómara að með hliðsjón af gögnum málsins verði ekki talið að gjalddagi vegna einstakra reikninga hafi verið umsaminn eða fyrirfram ákveðinn. Breytir engu þar um þótt að í 13 fylgibréfanna sé áritun um að ekki megi afhenda viðkomandi vörusendingu nema gegn greiðslu, enda verður ekki séð að hann hafi fylgt því eftir. Fer því um upphafstíma dráttarvaxta samkvæmt 3. mgr. 9. gr. þágildandi vaxtalaga og reiknast dráttarvextir frá 7. maí 2000 eins og nánar greinir í dómsorði.
Gagnáfrýjandinn Dagsverk ehf. verður dæmdur til að greiða aðaláfrýjanda málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti, sem ákveðinn verður í einu lagi eins og nánar greinir í dómsorði.
II.
Eimskip innanlands hf. var sameinað Flytjanda hf. með samrunaáætlun 17. febrúar 2003, sem staðfest hefur verið af báðum félögunum. Eimskip innanlands hf. var afskráð 30. maí 2003 og hefur Flytjandi hf. tekið við aðild þess að málinu.
Gagnáfrýjandinn Flytjandi hf. reisir sýknukröfu sína meðal annars á þeirri málsástæðu að krafa aðaláfrýjanda sé fyrnd enda gildi um hana fyrningarfrestur samkvæmt 29. gr. laga nr. 24/1982, sem hafi verið löngu liðinn er mál þetta var höfðað.
Aðaláfrýjandi telur að hinn skammi fyrningarfrestur í 29. gr. laga nr. 24/1982 taki ekki til kröfu sinnar á hendur Flytjanda hf. og sé hún því ófyrnd. Byggir hann það í fyrsta lagi á því að ákvæðið taki ekki til annarra krafna en þeirra, er rísa af reglum III. kafla laganna um ábyrgð vegna meðferðar farms og ábyrgð vegna tjóns, sem hlýst af völdum dráttar við flutning farms. Greinin eigi því ekki við um kröfu er rísa kann vegna þess að flytjandi afhendi vöru án þess að heimta kröfu samkvæmt fylgibréfi eða öðrum fylgigögnum sendingar. Í 12. gr. laga nr. 24/1982 eru efnisákvæði um skyldur flytjanda varðandi afhendingu vöru gegn greiðslu samkvæmt fylgibréfi. Enda þótt ekki séu í lögunum sérstök ákvæði um skilyrði bótaskyldu flytjanda ef hann sinnir ekki þessum skyldum verður að telja að kröfur, sem til verða vegna slíkra vanefnda, rísi á grundvelli laganna í merkingu 29. gr. þeirra.
Í öðru lagi byggir aðaláfrýjandi í þessu efni á því að í samskiptum aðilanna hafi gilt reglur Landvara um gírókröfur en í því felist að fyrningarreglur 29. gr. laga nr. 24/1982 taki hvað sem öðru líði ekki til kröfu hans á hendur Flytjanda hf., enda séu ákvæði laganna undanþæg. Bendir hann á að í framangreindum upplýsingabæklingi Landvara um gírókröfur sé sérstakur kafli með leiðbeiningum fyrir vöruflytjendur. Sé flytjendum þar meðal annars bent á að hafa í huga að innheimta á gírókröfum sé ekki flutningastarfsemi heldur fjármálaþjónusta.
Eins og að framan er rakið er meðal efnis í fyrrgreindum bæklingi reglur um gírókröfur Landvara. Er í 10. kafla reglnanna fjallað um ábyrgð flytjanda í 36. gr. til 38. gr. Segir í 36. gr. að „flytjandi gírókröfu“ beri „ábyrgð á því sem flutt er“ og hafi „réttarstöðu samkvæmt lögum nr. 24/1982.“ Verður ekki annað af reglunum ráðið en að þær séu til fyllingar ákvæðum laga nr. 24/1982 varðandi ábyrgð flytjanda en komi ekki í stað þeirra. Telst krafa aðaláfrýjanda á hendur gagnáfrýjandanum Flytjanda hf. samkvæmt öllu framansögðu hafa verið fyrnd þegar málið var höfðað. Verður hinn áfrýjaði dómur staðfestur að því er varðar gagnáfrýjandann Flytjanda hf.
Rétt er að aðaláfrýjandi og gagnáfrýjandinn Flytjandi hf. beri hvor sinn kostnað af málinu fyrir Hæstarétti.
Dómsorð:
Gagnáfrýjandinn Dagsverk ehf. greiði aðaláfrýjanda, Kaldaseli ehf., 389.999 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt III. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 frá 7. maí 2000 til 1. júlí 2001, en samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá þeim degi til greiðsludags.
Gagnáfrýjandinn Dagsverk ehf. greiði aðaláfrýjanda samtals 450.000 krónur í málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti.
Hinn áfrýjaði dómur skal vera óraskaður varðandi gagnáfrýjandann Flytjanda hf.
Málskostnaður milli aðaláfrýjanda og gagnáfrýjandans Flytjanda hf. fyrir Hæstarétti fellur niður.
Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 25. febrúar 2003.
I.
Mál þetta, sem dómtekið var mánudaginn 3. febrúar sl., er höfðað fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur af Kaldaseli ehf., kt. 681287-1249, Undralandi 4, Reykjavík, með stefnu birtri 19. október 2001 á hendur Dagsverki ehf., kt. 701293-3989, Vallarvegi, Egilsstöðum, og Eimskipum innanlands hf., kt. 450877-0189, Klettagörðum 15, Reykjavík.
Dómkröfur stefnanda á hendur stefnda, Dagsverki ehf., eru þær, að þessi stefndi verði dæmdur til að greiða stefnanda kr. 8.960.849, ásamt dráttarvöxtum samkvæmt III. kafla vaxtalaga nr. 38/2001 af kr. 27.688 frá 23.09. 1996 til 12.11. s.á., af kr. 102.154 frá þeim degi til 25. s.m., af kr. 195.992 frá þeim degi til 12.04. 1997, af kr. 283.869 frá þeim degi til 20. s.m., af kr. 452.965 frá þeim degi til 22. s.m., af kr. 557.370 frá þeim degi til 26. s.m., af kr. 619.497 frá þeim degi til 30. s.m., af kr. 811.510 frá þeim degi til 01.05. s.á., af kr. 959.061 frá þeim degi til 03. s.m., af kr. 1.055.423 frá þeim degi til 04. s.m., af kr. 1.201.045 frá þeim degi til 05. s.m., af kr. 1.275.259 frá þeim degi til 11. s.m., af kr. 1.285.657 frá þeim degi til s.m., af kr. 1.441.515 þeim degi til 17. s.m., af kr. 1.445.211 frá þeim degi til 19. s.m., af kr. 1.449.005 frá þeim degi til 20. s.m., af kr. 1.620.532 frá þeim degi til 25. s.m., af kr. 1.726.351 frá þeim degi til 26. s.m., af kr. 1.836.264 frá þeim degi til 28. s.m., af kr. 1.846.393 frá þeim degi til 01.06. s.á., af kr. 1.858.242 frá þeim degi til 02. s.m., af kr. 1.947.677 frá þeim degi til 07. s.m., af kr. 2.110.138 frá þeim degi til 08.s.m., af kr. 2.137.538 frá þeim degi til 09. s.m., af kr. 2.268.806 frá þeim degi til 12.s.m., af kr. 2.298.342 frá þeim degi til 14. s.m., af kr. 2.603.892 frá þeim degi til 16. s.m., af kr. 2.651.237 frá þeim degi til 18. s.m., af kr. 2.736.480 frá þeim degi til 21. s.m., af kr. 2.766.330 frá þeim degi til 24. s.m., af kr. 2.831.971 frá þeim degi til 25. s.m., af kr. 2.873.405 frá þeim degi til 28. s.m., af kr. 2.983.211 frá þeim degi til 30. s.m., af kr. 2.998.136 frá þeim degi til 01.07. s.á., af kr. 3.118.039 frá þeim degi til 02.s.m., af kr. 3.153.853 frá þeim degi til 07. s.m., af kr. 3.319.545 frá þeim degi til 14. s.m., af kr. 3.333.440 frá þeim degi til 19. s.m., af kr. 3.361.204 frá þeim degi til 26. s.m., af kr. 3.391.637 frá þeim degi til 27. s.m., af kr. 3.406.405 frá þeim degi til 03.08. s.á., af kr. 3.413.377 frá þeim degi til 06. s.m., af kr. 3.470.625 frá þeim degi til 11. s.m., af kr. 3.614.291 frá þeim degi til 12. s.m., af kr. 3.724.921 frá þeim degi til 16. s.m., af kr. 3.747.660 frá þeim degi til 19. s.m., af kr. 4.012.648 frá þeim degi til 24. s.m., af kr. 4.056.594 frá þeim degi til 25. s.m., af kr. 4.103.040 frá þeim degi til 27. s.m., af kr. 4.189.206 frá þeim degi til 30. s.m., af kr. 4.232.958 frá þeim degi til 02.09. s.á., af kr. 4.262.164 frá þeim degi til 23. s.m., af kr. 4.344.803 frá þeim degi til 05.10. s.á., af kr. 4.362.826 frá þeim degi til 06. s.m., af kr. 4.578.243 frá þeim degi til 11. s.m., af kr. 4.674.021 frá þeim degi til 28. sama mánaðar, af kr. 4.681.989 frá þeim degi til 12.11. s.á., af kr. 4.722.521 frá þeim degi til 15. s.m., af kr. 4.747.832 frá þeim degi til 10.12. s.á., af kr. 4.790.915 frá þeim degi til 11. s.m., af kr. 4.833.998, frá þeim degi til 15. s.m., af kr. 4.928.658 frá þeim degi til 04.01. 1998, af kr. 5.000.491 frá þeim degi til 11. s.m., af kr. 5.048.380 frá 11.01. 1998, til 08.02. s.á., af kr. 5.057.620 frá þeim degi til 02.05. s.á., af kr. 5.209.216 frá þeim degi til 03. s.m., af kr. 5.274.513 frá þeim degi til 09. s.m., af kr. 5.383.569 frá þeim degi til 10. s.m., af kr. 5.394. 195 frá þeim degi til 16. s.m., af kr. 5.402.665 frá þeim degi til 18. s.m., af kr. 5.476.000 frá þeim degi til 23. s.m., af kr. 5.574.208 frá þeim degi til 27. s.m., af kr. 5.661.634 frá þeim degi til 30. s.m., af kr. 5.726.931 frá þeim degi til 31. s.m., af kr. 5.770.759 frá þeim degi til 02.06. s.á., af kr. 6.106.123 frá þeim degi til 03. s.m., af kr. 6.236.715 frá þeim degi til 08. s.m., af kr. 6.317.019 frá þeim degi til 09. s.m., af kr. 6.349.339 frá þeim degi til 15. s.m., af kr. 6.463.574 frá þeim degi til 21. s.m., af kr. 6.594.517 frá þeim degi til 05.07. s.á., af kr. 6.632.958 frá þeim degi til 18. s.m., af kr. 6.655.827 frá þeim degi til 25. s.m., af kr. 6.689.091 frá þeim degi til 04.08. s.á., af kr. 6.712.411 frá þeim degi til 12. s.m., af kr. 6.931.547 frá þeim degi til 15. s.m., af kr. 6.980.651 frá þeim degi til 02.09. s.á., af kr. 6.988.968 frá þeim degi til 06. s.m., af kr. 7.069.245 frá þeim degi til 07. s.m., af kr. 7.187.842 frá þeim degi til 12. s.m., af kr. 7.287.865 frá þeim degi til 14. s.m., af kr. 7.340.648 frá þeim degi til 20. s.m., af kr. 7.349.368 frá þeim degi til 28. s.m., af kr. 7.545.784 frá þeim degi til 05.10. s.á., af kr. 7.611.081 frá þeim degi til 06. s.m., af kr. 7.715.235 frá þeim degi til 07. s.m., af kr. 7.911.123 frá þeim degi til 10. s.m., af kr. 8.016.344 frá þeim degi til 11. s.m., af kr. 8.204.730 frá þeim degi til 12. s.m., af kr. 8.309.951 frá þeim degi til 25. s.m., af kr. 8.367.679 frá þeim degi til 03.11. s.á., af kr. 8.390.089 frá þeim degi til 09. s.m., af kr. 8.438.495 frá þeim degi til 15. s.m., af kr. 8.563.502 frá þeim degi til 22. s.m., af kr. 8.581.057 frá þeim degi til 25. s.m., af kr. 8.633.840 frá þeim degi til 08.12. s.á., af kr. 8.699.137 frá þeim degi til 13. s.m., af kr. 8.748.241 frá þeim degi til 22. s.m., af kr. 8.852.081 frá þeim degi til 08.03. 1999, af kr. 8.960.849 frá þeim degi til greiðsludags, allt að frádregnum innborgunum samtals að fjárhæð kr. 8.551.480, sem greiddar voru þann 17.10. 1996, kr. 25.198; 16.03. 1997, kr. 29.536; 10.04. 1997, kr. 74.466; 07.05. 1997, kr. 171.527; 09.05. 1997, kr. 87.877; 05.06. 1997, kr. 104.405; 09.06. 1997, kr. 119.007; 13.06. 1997, kr. 57.538; 13.06. 1997, kr. 73.006; 13.06. 1997, kr. 4.589; 26.06. 1997, kr. 147.551; 08.07. 1997, kr. 6.991; 08.07. 1997, kr. 145.622; 14.07. 1997, kr. 89.371; 14.07. 1997, kr. 74.214; 22.07. 1997, kr. 3.794; 22.07. 1997, kr. 3.696; 22.07. 1997, kr. 82.862; 22.07. 1997, kr. 10.398; 22.07. 1997, kr. 10.129; 01.08. 1997, kr. 109.913; 01.08. 1997, kr. 42.190; 01.08. 1997, kr. 63.629; 14.08. 1997, kr. 169.096; 24.08. 1997, kr. 33.744; 25.08. 1997, kr. 89.435; 25.08. 1997, kr. 11.849; 31.08. 1997, kr. 93.838; 09.09. 1997, kr. 24.024; 09.09. 1997, kr. 96.284; 09.09. 1997, kr. 66.177; 09.09. 1997, kr. 56.834; 09.09. 1997, kr. 8.030; 02.10. 1997, kr. 107.244; 02.10. 1997, kr. 47.345; 02.10. 1997, kr. 65.641; 10.10. 1997, kr. 248.716; 20.10. 1997, kr. 41.434; 20.10. 1997, kr. 29.850; 20.10. 1997, kr. 26.320; 20.10. 1997, kr. 85.243; 30.10. 1997, kr. 22.522; 30.10. 1997, kr. 14.925; 30.10. 1997, kr. 97.381; 30.10. 1997, kr. 13.895; 30.10. 1997, kr. 27.764; 30.10. 1997, kr. 9.494; 30.10. 1997, kr. 52.641; 30.10. 1997, kr. 57.165; 05.11. 1997, kr. 14.768; 05.11. 1997, kr. 30.433; 05.11. 1997, kr. 20.967; 12.11. 1997, kr. 165.692; 14.11. 1997, kr. 64.220; 14.11. 1997, kr. 172.333; 14.11. 1997, kr. 86.166; 03.12. 1997, kr. 29.206; 03.12. 1997, kr. 92.655; 03.12. 1997, kr. 43.946; 30.12. 1997, kr. 43.752; 30.12. 1997, kr. 86.166; 30.12. 1997, kr. 12.702; 27.03. 1998, kr. 82.639; 29.04. 1998, kr. 110.630; 29.04. 1998, kr. 7.968; 29.04. 1998, kr. 18.023; 07.05. 1998, kr. 95.778; 18.05. 1998, kr. 94.660; 10.06. 1998, kr. 215.417; 23.06. 1998, kr. 71.833; 23.06. 1998, kr. 47.889; 03.07. 1998, kr. 143.666; 10.07. 1998, kr. 65.297; 10.07. 1998, kr. 9.240; 17.07. 1998, kr. 22.869; 22.07. 1998, kr. 151.596; 05.08. 1998, kr. 98.208; 05.08. 1998, kr. 73.335; 05.08. 1998, kr. 43.828; 05.08. 1998, kr. 179.680; 26.08. 1998, kr. 219.136; 08.09. 1998, kr. 12.166; 08.09. 1998, kr. 8.317; 08.09. 1998, kr. 117.758; 22.09. 1998, kr. 65.297; 22.09. 1998, kr. 130.592; 22.09. 1998, kr. 109.056; 01.10. 1998, kr. 100.023; 07.10. 1998, kr. 104.154; 27.10. 1998, kr. 57.728; 03.11. 1998, kr. 87.426; 10.11. 1998, kr. 32.320; 10.11. 1998, kr. 10.626; 10.11. 1998, kr. 8.470; 10.11. 1998, kr. 155.684; 14.12. 1998, kr. 114.235; 29.12. 1998, kr. 103.840; 22.01. 1999, kr. 22.410; 22.01. 1999, kr. 80.304; 22.01. 1999, kr. 25.311; 22.01. 1999, kr. 40.532; 22.01. 1999, kr. 23.320; 05.02. 1999, kr. 33.264; 05.02. 1999, kr. 38.441; 05.02. 1999, kr. 130.943; 03.03. 1999, kr. 108.064; 07.04. 1999, kr. 105.221; 07.04. 1999, kr. 52.783; 07.04. 1999, kr. 105.221; 07.04. 1999, kr. 195.888; 07.04. 1999, kr. 188.386; 07.04. 1999, kr. 196.416; 07.04. 1999, kr. 49.104; 07.04. 1999, kr. 48.406; 07.04. 1999, kr. 8.720; 07.04. 1999, kr. 65.297; 20.05. 1999, kr. 49.104; 24.06. 1999, kr. 17.555, og dragist frá kröfunni miðað við stöðu skuldarinnar á innborgunardegi. Verði þessi stefndi dæmdur til greiðslu framangreindrar skuldar in solidum með stefnda Eimskipum innanlands hf., svo langt sem krafa á hendur þess stefnda nær. Þá er krafizt málskostnaðar samkvæmt framlögðum málskostnaðarreikningi.
Dómkröfur stefnanda á hendur stefnda, Eimskipum innanlands hf., er sú, að þessi stefndi verði dæmdur in solidum ásamt meðstefnda, Dagsverki ehf., til greiðslu skuldar að fjárhæð kr. 8.927.105, ásamt dráttarvöxtum samkvæmt III. kafla vaxtalaga nr. 38/2001 sbr. áður III. kafla laga nr. 25/1987, af kr. 27.688 frá 25.09.1996 til 14.11.1996, af kr. 102.154 frá þeim degi til 27.11.1996, af kr. 195.992 frá þeim degi til 14.04.1997, af kr. 283.869 frá þeim degi til 22.04.1997, af kr. 452.965 frá þeim degi til 24.04.1997, af kr. 557.370 frá þeim degi til 28.04.1997, af kr. 619.497 frá þeim degi til 02.05.1997, af kr. 811.510 frá þeim degi til 03.05.1997, af kr. 959.061 frá þeim degi til 05.05.1997, af kr. 1.055.423 frá þeim degi til 06.05.1997, af kr. 1.201.045 frá þeim degi til 07.05.1997, af kr. 1.275.259 frá þeim degi til 13.05.1997, af kr. 1.285.657 frá þeim degi til 14.05.1997, af kr. 1.441.515 frá þeim degi til 19.05.1997, af kr. 1.445.211 frá þeim degi til 21.05.1997, af kr. 1.449.005 frá þeim degi til 22.05.1997, af kr. 1.620.532 frá þeim degi til 27.05.1997, af kr. 1.726.351 frá þeim degi til 28.05.1997, af kr. 1.836.264 frá þeim degi til 30.05.1997, af kr. 1.846.393 frá þeim degi til 03.06.1997, af kr. 1.858.242 frá þeim degi til 04.06.1997, af kr. 1.947.677 frá þeim degi til 09.06.1997, af kr. 2.110.138 frá þeim degi til 10.06.1997, af kr. 2.137.538 frá þeim degi til 11.06.1997, af kr. 2.268.806 frá þeim degi til 14.06.1997, af kr. 2.298.342 frá þeim degi til 16.06.1997, af kr. 2.603.892 frá þeim degi til 18.06.1997, af kr. 2.651.237 frá þeim degi til 20.06.1997, af kr. 2.736.480 frá þeim degi til 23.06.1997, af kr. 2.766.330 frá þeim degi til 26.06.1997, af kr. 2.831.971 frá þeim degi til 27.06.1997, af kr. 2.873.405 frá þeim degi til 30.06.1997, af kr. 2.983.211 frá þeim degi til 03.07.1997, af kr. 3.118.039 frá þeim degi til 04.07.1997, af kr. 3.153.853 frá þeim degi til 11.07.1997, af kr. 3.319.545 frá þeim degi til 16.07.1997, af kr. 3.333.440 frá þeim degi til 21.07.1997, af kr. 3.361.204 frá þeim degi til 28.07.1997, af kr. 3.391.637 frá þeim degi til 29.07.1997, af kr. 3.406.405 frá þeim degi til 05.08.1997, af kr. 3.413.377 frá þeim degi til 08.08.1997, af kr. 3.470.625 frá þeim degi til 13.08.1997, af kr. 3.614.291 frá þeim degi til 14.08.1997, af kr. 3.724.921 frá þeim degi til 18.08.1997, af kr. 3.747.660 frá þeim degi til 19.08.1997, af kr. 3.840.315 frá þeim degi til 23.08.1997, af kr. 4.012.648 frá þeim degi til 26.08.1997, af kr. 4.056.594 frá þeim degi til 27.08.1997, af kr. 4.069.296 frá þeim degi til 29.08.1997, af kr. 4.155.462 frá þeim degi til 01.09.1997, af kr. 4.199.214 frá þeim degi til 04.09.1997, af kr. 4.228.420 frá þeim degi til 25.09.1997, af kr. 4.311.059 frá þeim degi til 07.10.1997, af kr. 4.329.082 frá þeim degi til 08.10.1997, af kr. 4.544.499 frá þeim degi til 13.10.1997, af kr. 4.640.277 frá þeim degi til 30.10.1997, af kr. 4.648.245 frá þeim degi til 14.11.1997, af kr. 4.688.777 frá þeim degi til 17.11.1997, af kr. 4.714.088 frá þeim degi til 12.12.1997, af kr. 4.757.171 frá þeim degi til 13.12.1997, af kr. 4.800.254 frá þeim degi til 17.12.1997, af kr. 4.894.914 frá þeim degi til 06.01.1998, af kr. 4.966.747 frá þeim degi til 13.01.1998, af kr. 5.014.636 frá þeim degi til 10.02.1998, af kr. 5.023.876 frá þeim degi til 04.05.1998, af kr. 5.175.472 frá þeim degi til 05.05.1998, af kr. 5.240.769 frá þeim degi til 11.05.1998, af kr. 5.349.825 frá þeim degi til 12.05.1998, af kr. 5.360.451 frá þeim degi til 18.05.1998, af kr. 5.368.921 frá þeim degi til 20.05.1998, af kr. 5.442.256 frá þeim degi til 25.05.1998, af kr. 5.540.464 frá þeim degi til 29.05.1998, af kr. 5.627.890 frá þeim degi til 01.06.1998, af kr. 5.693.187 frá þeim degi til 02.06.1998, af kr. 5.737.015 frá þeim degi til 04.06.1998, af kr. 6.072.379 frá þeim degi til 05.06.1998, af kr. 6.202.971 frá þeim degi til 12.06.1998, af kr. 6.283.275 frá þeim degi til 13.06.1998, af kr. 6.315.595 frá þeim degi til 17.06.1998, af kr. 6.429.830 frá þeim degi til 23.06.1998, af kr. 6.560.773 frá þeim degi til 07.07.1998, af kr. 6.599.214 frá þeim degi til 20.07.1998, af kr. 6.622.083 frá þeim degi til 27.07.1998, af kr. 6.655.347 frá þeim degi til 06.08.1998, af kr. 6.678.667 frá þeim degi til 14.08.1998, af kr. 6.897.803 frá þeim degi til 17.08.1998, af kr. 6.946.907 frá þeim degi til 04.09.1998, af kr. 6.955.224 frá þeim degi til 06.09.1998, af kr. 7.023.335 frá þeim degi til 07.09.1998, af kr. 7.141.932 frá þeim degi til 08.09.1998, af kr. 7.154.098 frá þeim degi til 14.09.1998, af kr. 7.254.121 frá þeim degi til 16.09.1998, af kr. 7.306.904 frá þeim degi til 22.09.1998, af kr. 7.315.624 frá þeim degi til 30.09.1998, af kr. 7.512.040 frá þeim degi til 07.10.1998, af kr. 7.577.337 frá þeim degi til 08.10.1998, af kr. 7.681.491 frá þeim degi til 09.10.1998, af kr. 7.877.379 frá þeim degi til 12.10.1998, af kr. 7.982.600 frá þeim degi til 13.10.1998, af kr. 8.170.986 frá þeim degi til 14.10.1998, af kr. 8.276.207 frá þeim degi til 27.10.1998, af kr. 8.333.935 frá þeim degi til 05.11.1998, af kr. 8.356.345 frá þeim degi til 11.11.1998, af kr. 8.404.751 frá þeim degi til 17.11.1998, af kr. 8.529.758 frá þeim degi til 24.11.1998, af kr. 8.547.313 frá þeim degi til 27.11.1998, af kr. 8.600.096 frá þeim degi til 10.12.1998, af kr. 8.665.393 frá þeim degi til 15.12.1998, af kr. 8.714.497 frá þeim degi til 24.12.1998, af kr. 8.818.337 frá þeim degi til 10.03.1999, af kr. 8.927.105 frá þeim degi til greiðsludags, allt að frádregnum innborgunum samtals að fjárhæð kr. 8.517.736 er greiddar voru: 17.10.1996, kr. 25.198; 16.03.1997, kr. 29.536; 10.04.1997, kr. 74.466; 07.05.1997, kr. 171.527; 09.05.1997, kr. 87.877; 05.06.1997, kr. 104.405; 09.06.1997, kr. 119.007; 13.06.1997, kr. 57.538; 13.06.1997, kr. 73.006; 13.06.1997, kr. 4.589; 26.06.1997, kr. 147.551; 08.07.1997, kr. 6.991; 08.07.1997, kr. 145.622; 14.07.1997, kr. 89.371; 14.07.1997, kr. 74.214; 22.07.1997, kr. 3.794; 22.07.1997, kr. 3.696; 22.07.1997, kr. 82.862; 22.07.1997, kr. 10.398; 22.07.1997, kr. 10.129; 01.08.1997, kr. 109.913; 01.08.1997, kr. 42.190; 01.08.1997, kr. 63.629; 14.08.1997, kr. 169.096; 25.08.1997, kr. 89.435; 25.08.1997, kr. 11.849; 31.08.1997, kr. 93.838; 09.09.1997, kr. 24.024; 09.09.1997, kr. 96.284; 09.09.1997, kr. 66.177; 09.09.1997, kr. 56.834; 09.09.1997, kr. 8.030; 02.10.1997, kr. 107.244; 02.10.1997, kr. 47.345; 02.10.1997, kr. 65.641; 10.10.1997, kr. 248.716; 20.10.1997, kr. 41.434; 20.10.1997, kr. 29.850; 20.10.1997, kr. 26.320; 20.10.1997, kr. 85.243; 30.10.1997, kr. 22.522; 30.10.1997, kr. 14.925; 30.10.1997, kr. 97.381; 30.10.1997, kr. 13.895; 30.10.1997, kr. 27.764; 30.10.1997, kr. 9.494; 30.10.1997, kr. 52.641; 30.10.1997, kr. 57.165; 05.11.1997, kr. 14.768; 05.11.1997, kr. 30.433; 05.11.1997, kr. 20.967; 12.11.1997, kr. 165.692;14.11.1997, kr. 64.220; 14.11.1997, kr. 172.333; 14.11.1997, kr. 86.166; 03.12.1997, kr. 29.206; 03.12.1997, kr. 92.655; 03.12.1997, kr. 43.946; 30.12.1997, kr. 43.752; 30.12.1997, kr. 86.166; 30.12.1997, kr. 12.702; 27.03.1998, kr. 82.639; 29.04.1998, kr. 110.630; 29.04.1998, kr. 7.968; 29.04.1998, kr. 18.023; 07.05.1998, kr. 95.778; 18.05.1998, kr. 94.660; 10.06.1998, kr. 215.417; 23.06.1998, kr. 71.833; 23.06.1998, kr. 47.889; 03.07.1998, kr. 143.666; 10.07.1998, kr. 65.297; 10.07.1998, kr. 9.240; 17.07.1998, kr. 22.869; 22.07.1998, kr. 151.596; 05.08.1998, kr. 98.208; 05.08.1998, kr. 73.335; 05.08.1998, kr. 43.828; 05.08.1998, kr. 179.680; 26.08.1998, kr. 219.136; 08.09.1998, kr. 12.166; 08.09.1998, kr. 8.317; 08.09.1998, kr. 117.758; 22.09.1998, kr. 65.297; 22.09.1998, kr. 130.592; 22.09.1998, kr. 109.056; 01.10.1998, kr. 100.023; 07.10.1998, kr. 104.154; 27.10.1998, kr. 57.728; 03.11.1998, kr. 87.426; 10.11.1998, kr. 32.320; 10.11.1998, kr. 10.626; 10.11.1998, kr. 8.470; 10.11.1998, kr. 155.684; 14.12.1998, kr. 114.235; 29.12.1998, kr. 103.840; 22.01.1999 kr. 22.410; 22.01.1999 kr. 80.304; 22.01.1999 kr. 25.311; 22.01.1999 kr. 40.532; 22.01.1999 kr. 23.320; 05.02.1999 kr. 33.264; 05.02.1999 kr. 38.441; 05.02.1999 kr. 130.943; 03.03.1999 kr. 108.064; 07.04.1999 kr. 105.221; 07.04.1999 kr. 52.783; 07.04.1999 kr. 105.221; 07.04.1999 kr. 195.888; 07.04.1999 kr. 188.386; 07.04.1999 kr. 196.416; 07.04.1999 kr. 49.104; 07.04.1999 kr. 48.406; 07.04.1999 kr. 8.720; 07.04.1999 kr. 65.297; 20.05.1999 kr. 49.104; 24.06.1999 kr. 17.555 og dragast frá kröfunni miðað við stöðu skuldarinnar á innborgunardegi. Þá er krafizt málskostnaðar að mati dómsins.
Endanlegar dómkröfur stefnda, Eimskipa innanlands hf., eru þær aðallega, að málinu verði vísað frá dómi, til vara, að stefndi verði sýknaður af öllum kröfum stefnanda og til þrautavara, að stefndi verði sýknaður að svo stöddu af öllum kröfum stefnanda. Þá krefst stefndi málskostnaðar úr hendi stefnanda að mati dómsins að teknu tilliti til virðisaukaskatts.
Af hálfu stefnda, Dagsverks ehf., var sótt þing, en síðan féll þingsókn niður án þess að varnir kæmu fram. Verður málið því dæmt á hendur þessum stefnda samkvæmt framlögðum gögnum.
II.
Málavextir:
Krafa stefnanda á hendur báðum stefndu er byggð á 131 reikningi, útgefnum á tímabilinu 18. september 1996 til 3. marz 1999, og að auki einum reikningi til viðbótar á hendur stefnda, Dagsverki ehf., dskj. nr. 67. Um var að ræða reikninga, útgefna vegna kaupa stefnda, Dagsverks ehf., af stefnanda á hjólbörðum og fylgihlutum. Viðskiptin fóru fram með þeim hætti, að stefndi, Dagsverk ehf., pantaði hjólbarða af stefnanda. Stefnandi skrifaði út reikning og sendi vöruna ásamt reikningi með Viggó ehf. landflutningum. Vörurnar voru sendar með svokallaðri C-gíró sendingu. Kveður stefnandi þennan sendingarmáta hafa falið í sér, að móttakandi greiddi vöruna viðmóttöku. Samkvæmt samningi aðila, Viggós ehf. og Kaldasels ehf., hafi verið óheimilt að afhenda vöruna án greiðslu á meðfylgjandi reikningi. Hafi Viggó ehf. ábyrgzt greiðslu reikninganna við móttöku vörunnar gagnvart Kaldaseli ehf., en slík ábyrgð hafi ekki aðeins gilt í viðskiptum þessara tveggja aðila, heldur gildi um C-gíró kröfur almennt.
Töluverð vanskil urðu á greiðslu reikninganna. Stefnandi kveðst hafa gert athugasemdir við Viggó ehf., þegar eftir þessu var tekið, án árangurs, en óumdeilt er, að vörurnar voru hvað eftir annað afhentar, án þess að staðgreiðsla kæmi fyrir. Kveður stefnandi það hafa verið gert án heimildar frá Kaldaseli ehf. Fyrirsvarsmaður Kaldasels ehf. kveðst einnig hafa skorað munnlega á stefnda, Dagsverk ehf., að greiða skuldina, án árangurs.
Viggó ehf. hefur nú sameinast rekstri Eimskipa innanlands hf. og er óumdeilt, að kröfunni sé réttilega beint að því félagi.
Inn á skuldina voru greiddar innborganir, samtals að fjárhæð kr. 8.551.480, á tímabilinu 17. október 1996 til 24. júní 1999.
Stefnandi skoraði á stefndu að greiða kröfuna með innheimtubréfum, dags. 7. apríl 2000. Stefndi, Dagsverk ehf., svaraði með bréfi, dags. 27. apríl 2000, og gerði athugasemdir við kröfugerðina. Stefndi, Eimskip innanlands hf., svaraði með bréfi, dags. 16. október 2000, og hafnaði greiðsluskyldu. Stefnandi kveðst hafa komið að hluta til móts við sjónarmið stefnda, Dagsverks ehf., og ákveðið að miða gjalddaga reikninga við afhendingu, þ.e. tímamark fimm dögum eftir útgáfudag reikninganna.
Stefndi, Eimskip innanlands hf., kveður þann hátt hafa verið hafðan á í viðskiptunum, að stefnandi hafi sent vörur með stefnda ásamt reikningum á Dagsverk ehf. Því er mótmælt, að samningur hafi verið gerður á milli stefnanda og stefnda þess efnis, að stefnda væri óheimilt að afhenda Dagsverki ehf. vörur án greiðslu á meðfylgjandi reikningi. Jafnframt er því mótmælt, að stefndi hafi með einhverjum hætti ábyrgzt greiðslu reikninganna við móttöku varanna gagnvart Kaldaseli ehf. Stefndi kveður þvert á móti þann hátt hafa verið á viðskiptunum, að vörur hafi verið afhentar Dagsverki ehf., sem greitt hafi reikninga eftir á til Kaldasels ehf. Þessi viðskiptamáti hafi verið í fullu samráði við Kaldasel ehf., en Dagsverk ehf. hafi iðulega verið í greiðsluerfiðleikum og ekki getað leyst hjólbarðana út gegn staðgreiðslu reikninga. Meðal annars hafi hjólbarðar verið afhentir gegn greiðslu síðustu sendingar. Þessi viðskiptamáti hafi viðgengizt athugasemdalaust allt frá árinu 1996 og þar til í desember 1998, er stefndi stöðvaði viðskiptin í samráði við stefnanda.
III.
Málsástæður stefnanda:
Stefnandi byggir kröfur sínar á hendur stefnda, Dagsverki ehf., á því, að félaginu beri að greiða skuldir sínar við stefnanda samkvæmt reikningum á dskj. nr. 3-134. Þá beri stefnda, Dagsverki ehf., að greiða dráttarvexti af höfuðstól skuldarinnar í samræmi við almennar reglur.
Kröfur sínar á hendur stefnda, Eimskipum innanlands hf., byggir stefnandi á því, að félagið beri ábyrgð vegna Viggós ehf. á greiðslu reikninganna gagnvart stefnanda samkvæmt samningi aðila og þeim reglum, er gildi um C-gíró kröfur almennt. Stefnda, Eimskipum innanlands hf., beri einnig að greiða dráttarvexti sem hluta af tjóni stefnanda. Upphaflega gerði stefnandi sömu kröfur á hendur báðum stefndu, en við aðalmeðferð breytti hann kröfum sínum á hendur stefnda, Eimskipum innanlands hf., og skýrði breytingar á kröfugerðinni svo, að fallið væri frá kröfum á hendur þessum stefnda samkvæmt dskj. nr. 67, þar sem sá reikningur væri vegna flutnings á vörum með Flugleiðum hf. og þessum stefnda því óviðkomandi. Þá breytti hann upphafstíma dráttarvaxta, hvað þennan stefnda varðar, þannig, að dráttarvaxta er krafizt að liðnum 7 dögum frá dagsetningu reikninganna, sem stefnandi kvaðst telja, að hefði átt að vera hæfilegur tími til að standa stefnanda skil á greiðslunni.
Við aðalmeðferð mótmælti stefnandi jafnframt sem nýrri málsástæðu og of seint fram kominni varðandi sýknukröfu, að skjöl málsins beri með sér, að skuldin sé öll greidd. Hann kvað hafa verið notaða seðla frá Landflutningum í sumum tilvikum, þar sem seðlar Vöruflutningamiðstöðvarinnar hefðu ekki verið tiltækir og hefði þá verið strikað yfir heiti Landflutninga. Hann mótmælti frávísunarkröfu, sem fram kom við aðalmeðferð, sem og þrautavarakröfu um sýknu að svo stöddu, sem of seint fram komnum. Þá mótmælti hann þeirri málsástæðu efnislega, sem krafa um sýknu að svo stöddu var byggð á, þ.e. að ábyrgð stefnda sé einföld en ekki solidarísk.
Stefnandi vísar til meginreglu kröfuréttarins um efndir fjárskuldbindinga, en regla þessi fái m.a. stoð í 5., 6. og 28. gr. laga nr. 39/1922. Kröfur um dráttarvexti, þ.m.t. vaxtavexti, styður stefnandi við reglur III. kafla vaxtalaga nr. 38/2001 með síðari breytingum, sbr. III. kafla laga nr. 25/1987. Krafan um málskostnað er studd við 21. kafla laga nr. 91/1991, einkum 1. mgr. 130. gr. laganna. Þá vísar stefnandi til meginregla skaðabótaréttar innan samninga.
Málsástæður stefnda, Eimskipa innanlands hf.:
Við aðalmeðferð breytti stefndi kröfugerð sinni á þann veg, að hann krafðist aðallega frávísunar, til vara sýknu og til þrautavara sýknu að svo stöddu.
Frávísunarkröfu sína kvaðst hann byggja á því, að málinu bæri að vísa frá ex officio, þ.e., vegna óglöggs málatilbúnaðar, sem og þess, að gögn beri með sér, að skuldin sé að fullu greidd.
Sýknukröfu sína byggði stefndi í fyrsta lagi á þeirri málsástæðu við aðalmeðferð, að skjöl málsins beri með sér, að krafan sé að fullu greidd, m.a. með vísan til dskj. nr. 7, 8, 37, 60 og 63, sem öll sýni, að vörurnar hafi verið fluttar með Landflutningum, sem séu stefnda óviðkomandi.
Þá byggir stefndi sýknukröfu á sömu málsástæðum og fram koma í greinargerð, þ.e. í fyrsta lagi, að rangt sé og ósannað, að svo hafi verið um samið á milli aðila, að stefndi mætti ekki afhenda vörur stefnanda án greiðslu meðfylgjandi reikninga. Þvert á móti hafi þessi viðskiptamáti tíðkazt um langan tíma í fullu samráði við stefnanda og án nokkurra athugasemda af hans hálfu. Sönnunarbyrði fyrir hinu gagnstæða hvíli á stefnanda. Stefnandi hafi ekki sýnt fram á, að sú regla gildi um C-gírókröfur almennt, að vöruflytjandi ábyrgist greiðslu reiknings fyrir vörur við móttöku þeirra. Um slíka kröfumeðferð þurfi að semja hverju sinni. Jafnvel þótt slík regla gilti, breyti það ekki því, að viðskiptamáti vöruflutninga til Dagsverks ehf. hafi verið með framangreindum hætti. Hafi hann talið viðskiptaháttinn óeðlilegan að einhverju leyti, hafi honum borið að gera athugasemdir og stöðva afgreiðslu frekari sendinga til Dagsverks ehf. Það hafi hann ekki gert, og renni það stoðum undir skilning stefnda.
Stefndi vísar til II. kafla laga um flutningssamninga og vöruflutninga á landi nr. 24/1982 (vöruflutningalög). Þar komi fram í 6. gr., að sendandi (stefnandi) skuli útfylla fylgibréf sem flytjandi (stefndi) útvegi, sé ei um annað samið. Í því skuli m.a. kveðið á um greiðsluskilmála og kröfuupphæðir, sem innheimta eigi hjá móttakanda, sé um slíkt að ræða, sbr. 6. og 7. tl. 6. gr. laganna. Stefnandi hafi ekki fyllt út slíkt fylgibréf. Samkvæmt 7. gr. gildi ákvæði laganna jafnt þó að fylgibréf sé ekki fyllt út. Í 2. mgr. 12. gr. laganna segi, að móttakandi vöru sé skyldur til að greiða þá upphæð, sem í skuld standi samkvæmt fylgibréfi, og framvísa frumriti, sé þess krafizt af sendanda. Ekkert liggi fyrir um, að stefnandi hafi gert slíka kröfu. Ákvæðinu sé ætlað að tryggja, að sendandi vöru geti með auðveldum hætti tryggt, að viðtakandi fái ekki vöruna í hendur, án þess að greiða kaupverð hennar. Túlka beri ákvæði laganna svo, að stefnandi beri sönnunarbyrði fyrir því, að hann hafi sett það skilyrði, sem haldið sé fram, að eigi mætti afhenda vörur til Dagsverks ehf., nema gegn staðgreiðslu. Verði hann að bera hallann af því að hafa ekki kveðið á um meintan viðskiptamáta í fylgibréfi í samræmi við lögin. Vísist hér m.a. til Hæstaréttardóms nr. 1978:385.
Í öðru lagi byggir stefndi sýknukröfu á því, að krafa stefnanda sé fyrnd á grundvelli 29. gr. laga nr. 24/1982. Samkvæmt ákvæðinu fyrnist kröfur, sem rísi á grundvelli laganna, á einu ári frá því, að móttakandi kvitti fyrir móttöku vörunnar, en Dagsverk ehf. hafi kvittað fyrir móttöku í öllum tilvikum. Viðskiptin hafi verið stöðvuð í desember 1998, eins og fyrr segi, og því ljóst, að fyrningarfrestur á grundvelli laganna hafi verið liðinn, er stefnandi gerði fyrst reka að því að krefja stefnda, Eimskip innanlands hf., um greiðslu hinnar umstefndu kröfu. Vart þurfi um það að deila, að viðskipti aðila hafi átt sér stað á grundvelli laganna.
Enn fremur sé á því byggt, að hugsanleg krafa stefnanda sé fallin niður fyrir tómlæti. Til þess verði að líta, að stefnandi hafi engan reka gert að því að innheimta kröfu á hendur stefnda, Eimskipum innanlands ehf., né hafi hann haft uppi nokkurn áskilnað um slíka kröfugerð, fyrr en einu og hálfu ári eftir að viðskiptin voru stöðvuð, en þá hafi jafnframt verið liðin um fjögur ár frá afgreiðslu fyrstu vörusendinganna til Dagsverks ehf. með þeim hætti, sem stefnandi haldi nú fram, að hafi strítt gegn samningi aðila. Innheimtubréfi stefnanda hafi ekki verið fylgt eftir fyrr en um 15 mánuðum eftir að það var ritað. Stefna hafi loks verið gefin út 2. október sl. Sé skeytingarleysi stefnanda slíkt, að brottfalli hugsanlegrar kröfu varði.
Sýknukröfu að svo stöddu byggir stefndi á því, að ábyrgð stefnda sé einföld og verði hann ekki krafinn um greiðslu nema að undangengnu árangurslausu fjárnámi hjá meðstefnda, Dagsverki ehf.
Stefndi mótmælir sérstaklega kröfu um dráttarvexti. Stefndi hafi fyrst verið krafinn um greiðslu þann 7. apríl 2000, og væri með öllu óeðlilegt að miða upphafstíma dráttarvaxta við fyrra tímamark en mánuði síðar, sbr. 3. mgr. 9. gr. vaxtalanga nr. 25/1987. Tómlætisáhrif eigi hér jafnframt við og vísist um það til þess, sem að framan greini.
Stefndi gerir fyrirvara við tölulegt réttmæti stefnufjárhæðar, en hann hafi ekki forsendur til þess að ganga úr skugga um, hvort allir hinir umstefndu reikningar séu ógreiddir.
Stefndi vísar til laga nr. 24/1982 og laga nr. 25/1987, auk almennra reglna kröfu- og samningaréttarins varðandi sönnun samningsskilmála og tómlætisáhrif. Krafa stefnda um málskostnað sé reist á 1. og 3. mgr. 129. gr. og 1. mgr. 130. gr. l. nr. 91/1991, um meðferð einkamála.
IV.
Forsendur og niðurstaða:
Runólfur Oddsson, fyrirsvarsmaður stefnanda, gaf skýrslu fyrir dómi og enn fremur vitnin, Rúnar Gunnarsson og Ægir Axelsson.
Svo sem að framan greinir, féll þingsókn niður af hálfu stefnda, Dagsverks ehf., og verður málið dæmt á hendur þessum stefnda á grundvelli framkominna gagna.
Verður fyrst vikið að kröfum stefnanda á hendur stefnda, Eimskipum innanlands hf.
Stefndi byggir frávísunarkröfu sína á því, að málatilbúnaði stefnanda sé þannig háttað, að varðað geti frávísun ex officio. Líta verður svo á, að um sjálfstæða kröfu sé að ræða, eins og krafan var fram sett við aðalmeðferð, enda þótt rökstuðningur hafi verið sá, að vísa bæri málinu frá ex officio. Krafan telst ekki of seint fram komin með hliðsjón af eðli hennar. Þrautavarakrafa stefnda um sýknu að svo stöddu telst falla innan sýknukröfu að fullu. Málsástæða sú, sem stefndi styður sýknukröfuna með, var hins vegar ekki höfð upp fyrr en við aðalmeðferð og kemur þegar af þeim sökum ekki til greina gegn andmælum stefnanda.
Verður fyrst vikið að frávísunarkröfu stefnda.
Fallast má á með stefnda, að málatilbúnaður stefnanda sé að vissu marki óskýr, með hliðsjón af því, að ekki eru skýrðir þeir reikningar eða fylgiskjöl, sem ekki bera skýrt með sér, hver flutningsaðili var, fyrr en við munnlegan málflutning. Með nokkurri yfirlegu má þó átta sig á fylgigögnum málsins, og verður málinu ekki vísað frá af þessari ástæðu. Hins vegar er töluleg framsetning kröfunnar athugaverð að því leyti, að höfuðstóll kröfunnar er hækkaður jafnskjótt og nýjar kröfur koma til sögunnar og dráttarvaxta krafizt af allri fjárhæðinni, en ekki tekið tillit til innborgana í kröfugerð.
Málsástæða á því byggð, að reikningarnir séu greiddir, leiðir til sýknu, en ekki frávísunar, og er frávísunarkröfu stefnda af þessum sökum hafnað.
Stefnandi byggir kröfur sínar á því, að í samskiptum hans og stefnda, Eimskipa innanlands hf., hafi gilt reglur um C-gírókröfur. Stefndi heldur því fram, að vikið hafi verið frá þeim reglum í samskiptum aðila varðandi kröfu um staðgreiðslu kaupanda vörunnar. Það liggur fyrir, að vörurnar voru sendar í svokallaðri C-gírókröfu. Samkvæmt 33. gr. í 10. kafla reglna um ábyrgðir, sem gilda um C-gírókröfur, byggir réttarstaða sendanda vöru á l. nr. 24/1982. Samkvæmt 36. gr. í sömu reglum ber flytjandi gírókröfu ábyrgð á því, sem flutt er, og hefur réttarstöðu samkvæmt l. nr. 24/1984. Í 29. gr. þeirra laga segir, að kröfur, sem rísa kunni á grundvelli laganna, fyrnist á einu ári frá því að móttakandi kvittar fyrir móttöku vörunnar, eða á einu ári og tveimur mánuðum frá því að vara er afhent til flutnings, sé ekki um kvittun móttakanda að ræða. Síðasta krafa, sem stefnandi krefur stefnda um, er frá því í marz 1999. Málið er höfðað með stefnu birtri 19. október 2001, og eru allir frestir samkvæmt 29. gr. l. nr. 24/1982 því löngu liðnir. Ber því að sýkna stefnda, Eimskip innanlands hf., af öllum kröfum stefnanda í máli þessu. Eftir atvikum þykir rétt, að hvor aðila beri sinn kostnað af málinu.
Kröfur stefnanda á hendur stefnda, Dagsverki ehf., eru byggðar á reikningum á dskj. nr. 3-134. Segir í stefnu, að um sé að ræða skuld vegna kaupa stefnda af stefnanda á hjólbörðum og fylgihlutum, sem fluttir voru með fyrirtækinu Viggó ehf., landflutningum. Eftir að þingsókn féll niður af hálfu þessa stefnda, lagði stefnandi fram í málinu fylgigögn með flestum reikninganna, þ.e. vörufylgibréf og C-gíróseðla. Kom fram við aðalmeðferð í málinu, að flutningur á vöru samkvæmt dskj. nr. 67 hafi farið fram með Flugleiðum hf. Þá eru vörufylgibréf með nokkrum sendingum rituð á eyðublað frá Landflutningum. Í nokkrum tilvikum sést að strikað hefur verið yfir nafnið Landflutningar og skrifað nafn Vöruflutningamiðstöðvarinnar í staðinn, og skýrði lögmaður stefnanda svo frá við aðalmeðferð málsins, að notuð hefðu verið eyðublöð Landflutninga, þar sem seðlar Vöruflutningamiðstöðvarinnar hefðu ekki verið tiltækir.
Með því að allar kröfur í máli þessu beinast að stefnda, Dagsverki ehf., óháð því hvert flutningsfyrirtækið var, og með því að þessi stefndi hefur greitt jafnaðarlega inn á kröfurnar, sem gengið hefur til greiðslu elztu skuldanna hverju sinni, þykir það ekki hafa áhrif á niðurstöðu í máli þessu, að flutningsaðila er ekki í öllum tilvikum rétt lýst, eða óljóst, hver hann hefur verið.
Síðasti reikningur, sem stefnandi byggir kröfur sínar á, er dagsettur 03.03.1999. Síðasta innborgun inn á kröfur stefnanda fór fram þann 24.06. sama ár. Þá stóð höfuðstóll skuldarinnar í kr. 409.369, ef ekki er litið til vaxta. Þegar málið var höfðað þann 19. október 2001, voru eftirstöðvar skuldarinnar ófyrndar og fyrningu þar með slitið. Ber stefnda að greiða stefnanda þá fjárhæð.
Kröfur sínar á hendur stefnda, Dagsverki ehf., byggir stefnandi á því, eins og áður er fram komið, að félaginu beri að greiða skuldir sínar við stefnanda samkvæmt reikningum, sem og dráttarvexti af höfuðstól í samræmi við almennar reglur. Stefnandi krefst dráttarvaxta samkvæmt l. nr. 38/2001, sem gildi tóku 1. júlí 2001. Fyrir þann tíma giltu lög nr. 25/1987, en stefnandi vísar til þeirra laga í kafla um lagarök, og verður að líta svo á, að vaxta sé krafizt samkvæmt eldri lögunum fram til gildistöku yngri laganna.
Samkvæmt 1. mgr. 9. gr. l. nr. 25/1987 skulu dráttarvextir reiknast af peningakröfu frá og með gjalddaga hennar, sé hann fyrirfram ákveðinn, fram að greiðsludegi. Af gögnum málsins má ráða, að upphaflega hafi verið til þess ætlazt, að stefndi staðgreiddi vörurnar við afhendingu. Engar upplýsingar liggja fyrir um afhendingardaga hinna ýmsu vörusendinga. Þá verður af gögnum ráðið, að stefnandi hafi látið það átölulaust við þennan stefnda, að hann greiddi vörurnar eftir afhendingu, og liggur fyrst fyrir, að stefndi hafi verið krafinn um greiðslu með bréfi dags. 7. apríl 2000. Eru gjalddagar þar miðaðir við útgáfudaga reikninganna og virðist upphafstími dráttarvaxta miðaður við þá daga. Mótmælti stefndi því, að dráttarvextir væru reiknaðir með þessum hætti í bréfi, dags. 27. apríl 2000. Með hliðsjón af gögnum málsins er fallizt á með stefnda, að dráttarvextir geti í fyrsta lagi fallið á skuldina á umsömdum gjalddögum. Þar sem gjalddagar liggja ekki fyrir í máli þessu fer um upphafstíma dráttarvaxta samkvæmt 2. mgr. 9. gr. l. nr. 25/1987. Svo sem að framan greinir er innheimtubréf stefnanda dags. 7. apríl 2000. Dráttarvextir reiknast því frá 7. maí 2000, allt eins og nánar greinir í dómsorði.
Eftir þessum úrslitum ber að dæma stefnda, Dagsverk ehf., til að greiða stefnanda málskostnað, sem þykir eftir atvikum hæfilega ákveðinn kr. 130.000.
Sigríður Ólafsdóttir héraðsdómari kvað upp dóminn.
D Ó M S O R Ð :
Stefndi, Eimskip innanlands hf., skal vera sýkn af öllum kröfum stefnanda, Kaldasels ehf., í máli þessu. Málskostnaður milli þessara aðila fellur niður.
Stefndi, Dagsverk ehf., greiði stefnanda, Kaldaseli ehf., kr. 409.369, ásamt dráttarvöxtum samkvæmt III. kafla l. nr. 25/1987 frá 7. maí 2000 til 1. júlí 2001, en með dráttarvöxtum samkvæmt III. kafla l. nr. 38/2001 frá þeim degi til greiðsludags og kr. 130.000 í málskostnað.