Hæstiréttur íslands

Mál nr. 413/2004


Lykilorð

  • Kærumál
  • Gæsluvarðhald. A. liður 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991


Föstudaginn 15

 

Föstudaginn 15. október 2004.

Nr. 413/2004.

Lögreglustjórinn í Reykjavík

(Böðvar Bragason lögreglustjóri)

gegn

X

(Hilmar Ingimundarson hrl.)

 

Kærumál. Gæsluvarðhald. A. liður 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991.

X var gert að sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli a. liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála.

 

Dómur Hæstaréttar.

Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Árni Kolbeinsson, Ingibjörg Benediktsdóttir og Ólafur Börkur Þorvaldsson.

Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 13. október 2004. Kærumálsgögn bárust réttinum degi síðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 13. október 2004, þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til mánudagsins 25. október 2004 kl. 16. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi.

Sóknaraðili krefst þess að úrskurður héraðsdómara verði staðfestur.

Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur.

Dómsorð:

Hinn kærði úrskurður er staðfestur.

 

 

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 13. október 2004.

Lögreglustjórinn í Reykjavík hefur krafist þess að X, verði á grundvelli a-liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála, gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til mánudagsins 25. október nk., kl. 16.00. 

[...]

Gögn málsins sýna að grunur sem fellur á kærða um aðild að innflutningi á hálfu kg af amfetamíni er rökstuddur.  Rannsókn er skammt á veg komin og verður kærða gert að sæta gæsluvarðhaldi eins og lögregla krefst, samkvæmt a-lið 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991.

Jón Finnbjörnsson héraðsdómari kvað upp úrskurðinn.

Ú R S K U R Ð A R O R Ð :

Kærði, X, skal sæta gæsluvarðhaldi allt til mánudagsins 25. október nk., kl. 16:00.