Hæstiréttur íslands

Mál nr. 391/2000


Lykilorð

  • Kærumál
  • Gæsluvarðhald. A. liður 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991


Þriðjudaginn 24

 

Þriðjudaginn 24. október 2000.

Nr. 391/2000.

Lögreglustjórinn í Reykjavík

(Sigurður Gísli Gíslason fulltrúi)

gegn

X

(Pétur Örn Sverrisson hdl.)

 

Kærumál. Gæsluvarðhald. A. og B. liður 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991.

Úrskurður héraðsdóms um að X skyldi sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli a. og b. liða 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála var staðfestur.

 

Dómur Hæstaréttar.

Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Gunnlaugur Claessen og Markús Sigurbjörnsson.

Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 20. október 2000, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum sama dag. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 18. október 2000, þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til miðvikudagsins 8. nóvember nk. kl. 16. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi, en til vara að gæsluvarðhaldi verði markaður skemmri tími.

Sóknaraðili krefst þess að úrskurður héraðsdómara verði staðfestur.

Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur.

Dómsorð:

Hinn kærði úrskurður er staðfestur.

 

 

 

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 18. október 2000.

Lögreglustjórinn í Reykjavík hefur krafist þess með vísan til a og b 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19,1991 um meðferð opinberra mála að X, [...] verði gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til miðviku­dagsins 8. nóvember 2000 klukkan 16.00.

                [...]

Rannsókn máls þessa, sem auk kærða varðar tvo aðra einstaklinga sem handteknir voru um leið og hann, er á frumstigi og rannsóknarhagsmunir slíkir að nauðsynlegt er að kærði sæti gæsluvarðhaldi og eru skilyrði a og b liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19,1991 uppfyllt.  Verður því krafa lögreglustjórans í Reykjavík um gæsluvarðhald kærða tekin til greina og þegar litið er til rannsóknargagna þykir rétt að krafa um lengd gæsluvarðhaldsvistar verði tekin til greina.

Allan V. Magnússon héraðsdómari kvað upp úrskurðinn.

Úrskurðarorð:

Kærði, X, sæti gæsluvarðhaldi allt til miðvikudagsins 8. nóvember nk. kl. 16.00.