Hæstiréttur íslands
Mál nr. 457/2011
Lykilorð
- Landamerki
- Þinglýsing
|
|
Fimmtudaginn 11. október 2012. |
|
Nr. 457/2011.
|
HS Orka hf. Aðalsteinn Sigursteinsson Ágúst Þór Guðbergsson Guðmundur Óskarsson Steinar Smári Guðbergsson Aðalsteinn Jóhannsson TÁS ehf. Sólveig Bragadóttir Stefán Árnason Virgill Scheving Einarsson Magnús Ágústsson dánarbú Elínar Bjargar Gísladóttur Guðríður Gísladóttir Hrefna Gísladóttir Lóa Guðrún Gísladóttir Þorgerður Þorleifsdóttir Símon Kristjánsson Árni Klemens Magnússon Brynhildur S. Hafsteinsdóttir Anna S. Kristmundsdóttir Grétar I. Hannesson Sveitarfélagið Vogar Nesbúegg ehf. Geir Sigurðsson Erlingur Sigurðsson Kristjana Sigurðardóttir Sigurður Sigurðsson Ásta Guðrún Óskarsdóttir Óskar Axel Óskarsson Jóhanna Erlingsdóttir dánarbú Ólafar Auðar Erlingsdóttur Þuríður Erla Erlingsdóttir Sigríður Pálína Erlingsdóttir Hulda Erlingsdóttir Sigríður Ida Úlfarsdóttir Jakob Árnason Davíð Hafsteinsson Ester Hafsteinsdóttir Hafdís Hafsteinsdóttir Haukur Hafsteinsson Helga Harari Helgi Davíðsson dánarbú Marinós Davíðssonar Vilborg Hafsteinsdóttir Friðrik Hermann Friðriksson Elísa Jónsdóttir dánarbú Guðrúnar Vilmundardóttur Kristín Þorsteinsdóttir Ólafur Þorsteinsson Þórhallur Vilmundarson Ingibjörg Linda Guðmundsdóttir Maja Þuríður Guðmundsdóttir Sigrún Guðmundsdóttir Kristján Arnfjörð Guðmundsson Ása Ingólfsdóttir Áslaug Hulda Ólafsdóttir Baldur Ellertsson Bjarney Guðrún Ólafsdóttir Bjarni Ástvaldsson Eyjólfur M. Guðmundsson Eyjólfur Ólafsson Fjóla Jóhannsdóttir Guðbergur Ólafsson Guðbjörn Elís Guðmundsson Hrefna Ólafsdóttir Hulda Ástvaldsdóttir Hulda Klara Ingólfsdóttir Matthías Þór Hannesson Ólafur Ástvaldsson Ólafur Ellertsson Ólafur Þór Jónsson Sigríður Jónsdóttir Margrét O. Svendsen dánarbú Huldu K. Ólafsdóttur Ásgeir Friðþjófsson Elías Kristjánsson Anna Rut Sverrisdóttir Birgir Þórarinsson Sauðafell sf. Margrét Guðnadóttir Geirlaug Þorvaldsdóttir Katrín Þorvaldsdóttir Skúli Þorvaldsson Siv Elísabet Sæmundsdóttir og Sæmundur Ásgeir Þórðarson (Ólafur Björnsson hrl.) gegn íslenska ríkinu (Soffía Jónsdóttir hrl. Guðrún Björk Bjarnadóttir hdl.) Hafnarfjarðarkaupstað (Jónas Þór Guðmundsson hrl. Guðmundur H. Pétursson hdl.) Héraðsnefnd á Suðurnesjum Heiðrúnu Láru Kristjánsdóttur Helgu Elísabetu Kristjánsdóttur Hrefnu Birgittu Bjarnadóttur Laufeyju Katrínu Kristjánsdóttur Gísla Grétari Sigurðssyni Herði Sigurðssyni Guðrúnu Ingibjörgu Alexíusdóttur Önnu Þórdísi Guðmundsdóttur Kristínu K. Alexíusdóttur Magneu Katrínu Guðmundsdóttur dánarbúi Einars Guðmundssonar Magnúsi L. Alexíussyni Katrínu S. Alexíusdóttur Sigurliða Guðmundssyni og Margréti Sigurðardóttur (Ragnar Aðalsteinsson hrl.) |
Landamerki. Þinglýsing.
Landeigendur á Vatnsleysuströnd á Reykjanesi, H hf. o.fl., leituðu í sameiningu eftir viðurkenningu á landamerkjum jarðeigna þeirra gagnvart jörðunum Krýsuvík og Hrauni og höfðuðu í því skyni dómsmál gegn eigendum jarðanna. H hf. o.fl. reistu kröfur sínar einkum á landamerkjabréfum fyrir jarðeignir sínar, landfræðilegum aðstæðum og ýmsum eldri heimildum gagnvart eigendum Krýsuvíkur og ætluðum annmörkum á landamerkjabréfum Krýsuvíkur og Hrauns gagnvart jörðum á Vatnsleysuströnd. Töldu þeir að landamerkin væru því sem næst eftir endilöngum miðjum fjallgarði sem liggur á svæðinu frá suðvestri til norðausturs. Eigendur Krýsuvíkur mótmæltu því með vísan til landamerkjabréfs Krýsuvíkur frá 1890. Lagt var til grundvallar að landamerkjabréf jarðeigna á Vatnsleysuströnd og landamerkjabréf Krýsuvíkur væru ósamrýmanleg, þó þannig að óvissa væri um staðsetningu kennileitisins Trölladyngjufjallsrætur að vestan. Talið var að landamerkjabréf fyrir jarðeignir á Vatnsleysuströnd uppfylltu ekki það skilyrði að hafa verið samþykkt af eigendum og umráðamönnum aðliggjandi jarða. Landamerkjabréf fyrir Krýsuvík var hins vegar samþykkt og voru H hf. o.fl. ekki talin hafa fært sönnur á að annmarkar væru á því bréfi. Þá voru kröfur H hf. o.fl. á hendur eigendum Hrauns ekki taldar eiga sér stoð í landamerkjabréfum. Voru landeigendur Krýsuvíkur og Hrauns því sýknaður af kröfum H hf. o.fl.
Dómur Hæstaréttar.
Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson, Árni Kolbeinsson, Gunnlaugur Claessen og Þorgeir Örlygsson og Garðar Gíslason fyrrverandi hæstaréttardómari.
Áfrýjendur skutu málinu til Hæstaréttar 26. júlí 2011. Þeir krefjast þess að landamerki milli Bergskots, Breiðagerðis, Hvassahrauns spildu, Höfða, Kálfatjarnar, Narfakots, Þórustaða, Austurkots, Efri-Brunnastaða 1 og 2, Skjaldarkots, Halakots, Naustakots, Neðri-Brunnastaða, Traðarkots, Suðurkots Efra, Suðurkots Neðra, Hlöðuness, Halldórsstaða, Auðna, Ytri-Ásláksstaða, Sjónarhóls, Stóra-Knarrarness I, Stóra-Knarrarness II, Minna-Knarrarness, Hvassahrauns, Landakots, Minni-Vatnsleysu og Stóru-Vatnsleysu annars vegar og jarðanna Krýsuvíkur og Hrauns í Grindavík hins vegar verði ákveðin og dregin í punkta með nánar tilgreindum hnitasetningum á svofelldan hátt: Aðallega gagnvart jörðinni Krýsuvík úr Markhelluhól beina stefnu um Grænavatnseggjar í Framfell, en þaðan á móti jörðinni Hrauni til vesturs í Hraunsels-Vatnsfell og þaðan í Vatnskatla. Til vara gagnvart jörðinni Krýsuvík úr Markhelluhól beina stefnu í hæsta punkt Trölladyngju og þaðan beina stefnu um Grænavatnseggjar í Framfell, en þaðan á móti jörðinni Hrauni til vesturs í Hraunsels-Vatnsfell og þaðan í Vatnskatla. Að þessu frágengnu gagnvart jörðinni Krýsuvík úr Markhelluhól beina stefnu um Grænavatnseggjar í Framfell/Vesturfell, en þaðan á móti jörðinni Hrauni til vesturs í Hraunsels-Vatnsfell og Vatnskatla. Að því frágengnu gagnvart jörðinni Krýsuvík úr Markhelluhól beina stefnu í hæsta punkt Trölladyngju og síðan beina stefnu um Grænavatnseggjar í Framfell/Vesturfell, en þaðan á móti jörðinni Hrauni til vesturs í Hraunsels-Vatnsfell og Vatnskatla. Í öllum tilvikum er krafist málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti.
Stefndi íslenska ríkið krefst staðfestingar héraðsdóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti.
Stefndi Hafnarfjarðarkaupstaður krefst staðfestingar héraðsdóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti óskipt úr hendi áfrýjenda.
Stefndu Héraðsnefnd á Suðurnesjum, Heiðrún Lára Kristjánsdóttir, Helga Elísabet Kristjánsdóttir, Hrefna Birgitta Bjarnadóttir, Laufey Katrín Kristjánsdóttir, Gísli Grétar Sigurðsson, Hörður Sigurðsson, Guðrún Ingibjörg Alexíusdóttir, Anna Þórdís Guðmundsdóttir, Kristín K. Alexíusdóttir, Magnea Katrín Guðmundsdóttir, dánarbú Einars Guðmundssonar, Magnús L. Alexíusson, Katrín S. Alexíusdóttir, Sigurliði Guðmundsson og Margrét Sigurðardóttir krefjast staðfestingar héraðsdóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti óskipt úr hendi áfrýjenda.
Áfrýjendur hafa stefnt Gunnari S. Kristjánssyni, Ólafi Þór Jónssyni, Sæmundi Kristni Egilssyni, Sigurði Vilberg Egilssyni, Særúnu Jónsdóttur, Sveinbirni Egilssyni, Sigríði Jónsdóttur, Klemens Egilssyni, Guðrúnu Egilsdóttur, Pétri Guðmundssyni, Lónakoti ehf., Reykjaprenti ehf., Eyjólfi M. Guðmundssyni og Guðbirni Elísi Guðmundssyni til réttargæslu fyrir Hæstarétti. Þau hafa ekki látið málið til sín taka.
Fyrir Hæstarétti hefur áfrýjandinn Virgill Scheving Einarsson tekið við aðild að málinu af dánarbúi Eggerts Kristmundssonar, Elínu Kristmundsdóttur og dánarbúi Lárusar Kristmundssonar. Áfrýjendurnir Árni Klemens Magnússon og Brynhildur S. Hafsteinsdóttir hafa tekið við aðild að málinu af Ólafi Karli Brynjarssyni og Guðríði Einarsdóttur. Áfrýjandinn Elías Kristjánsson er orðinn aðili að málinu við hlið áfrýjandans Ásgeirs Friðþjófssonar. Áfrýjendurnir Siv Elísabet Sæmundsdóttir og Sæmundur Ásgeir Þórðarson hafa tekið við aðild málsins af Sæmundi Þórðarsyni. Áfrýjendurnir Ingibjörg Linda Guðmundsdóttir, Maja Þuríður Guðmundsdóttir, Sigrún Guðmundsdóttir og Kristján Arnfjörð Guðmundsson hafa tekið við aðild málsins af dánarbúi Guðfinnu Ólafsdóttur og dánarbúi Ingibjargar Júlíusdóttur. Áfrýjandinn Elísa Jónsdóttir hefur tekið við aðild málsins af dánarbúi Þóris Davíðssonar. Þá hefur látist áfrýjandinn Marinó Davíðsson, sem átti aðild að málinu í héraði, og er dánarbú hans komið í hans stað. Stefndu Guðrún Ingibjörg Alexíusdóttir, Anna Þórdís Guðmundsdóttir, Kristín K. Alexíusdóttir, Magnea Katrín Guðmundsdóttir, dánarbú Einar Guðmundsson, Magnús L. Alexíusson, Katrín S. Alexíusdóttir, Sigurliði Guðmundsson og Margrét Sigurðardóttir hafa tekið við aðild að málinu af Ingibjörgu Magnúsdóttur og Sigrúnu Magnúsdóttur.
Dómendur í málinu fóru á vettvang 26. september 2012.
I
Í máli þessu leita áfrýjendur, sem eru landeigendur á Vatnsleysuströnd, í sameiningu eftir viðurkenningu á landamerkjum jarðeigna þeirra gagnvart tveimur jörðum, Krýsuvík og Hrauni. Gagnvart þeirri fyrrnefndu krefjast þeir aðallega að landamerkin ráðist af kennileitinu Markhelluhól að norðan og þaðan til suðvesturs í beinni stefnu um Grænavatnseggjar og síðan í Framfell, en á móti Hrauni frá síðastnefnda kennileitinu til norðvesturs um Hraunsels-Vatnsfell í Vatnskatla. Til vara gera áfrýjendur sömu kröfu og í aðalkröfu um merki gagnvart Hrauni, en að markalínan að Krýsuvík fari úr Markhelluhól beina stefnu í hæsta punkt Trölladyngju og þaðan beina stefnu um Grænavatnseggjar og síðan í Framfell. Við munnlegan flutning málsins fyrir Hæstarétti gerðu áfrýjendur tvær varakröfur til viðbótar yrði aðalkröfu og varakröfu hafnað. Eftir það er önnur varakrafa þeirra sú að merkin fari úr Markhelluhól beina stefnu um Grænavatnseggjar og síðan í Framfell/Vesturfell, en þaðan til vesturs í Hraunsels-Vatnsfell og Vatnskatla. Þriðja varakrafa þeirra er sú að úr Markhelluhól fari merkin í hæsta punkt Trölladyngju og þaðan um Grænavatnseggjar í Framfell/Vesturfell, en síðan til vesturs í Hraunsels-Vatnsfell og Vatnskatla. Kveðast áfrýjendur reisa hinar nýju varakröfur á sömu málsástæðum og aðal- og varakröfur, einkum þinglýstum landamerkjabréfum framangreindra jarða og ýmsum eldri heimildum. Stefndu krefjast sýknu en gera ekki gagnkröfur um viðurkenningu á landamerkjum jarða sinna og áfrýjenda eins og þeir telja þau eiga með réttu að vera.
Í landamerkjabréfi fyrir Krýsuvík 14. maí 1890 er merkjum til vesturs lýst svo að þau séu „sjónhending úr Dagon (= Raufarkletti), sem sé klettur við flæðarmál á Selatöngum, í Trölldyngjufjallsrætur að vestan, sem er útbrunnið eldfjall norðanvert í Vesturhálsi; þaðan bein stefna í Markhelluhól“. Landamerkjabréfið var samþykkt af hálfu allra jarða í Vatnsleysustrandarhreppi, sem eiga land að kröfulínu áfrýjenda gagnvart Krýsuvík, sem og Brunnastaðahverfis, sem á land að Hrauni. Það var einnig samþykkt af hálfu Hrauns og Ísólfsskála, sem eiga land á móti Krýsuvík vestan merkjalínunnar, en Hraun er þar í framhaldi af jörðum á Vatnsleysuströnd en Ísólfsskáli næst sjó. Bréfið var þinglesið á manntalsþingi fyrir Grindavíkurhrepp 20. júní 1890.
Landamerkjabréf fyrir jarðeignir áfrýjenda voru flest gerð um líkt leyti og bréfið fyrir Krýsuvík. Efni þeirra er rakið í héraðsdómi, en sammerkt með þeim er að suðausturmerkjum var ekki lýst með tilvísun til kennileita, heldur ýmist á þann veg að jarðirnar nái svo langt sem land Vatnsleysustrandarhrepps nái eða að landi Krýsuvíkur. Einungis í bréfi fyrir Þórustaði er getið um eitt örnefni að suðaustanverðu eins og nánar greinir í héraðsdómi. Bréfin voru þinglesin á manntalsþingi fyrir Vatnsleysustrandarhrepp, en hvorki árituð um samþykki af hálfu Krýsuvíkur né Hrauns.
Landamerkjabréf fyrir Hraun er frá 12. október 1889. Í því samhengi, sem hér skiptir máli og snýr að merkjum gagnvart landareignum áfrýjenda á Vatnsleysuströnd og jörðinni Krýsuvík, segir þar: „... sjónhending ræður að Vatnskötlum, fyrir norðan Fagradals-fjall, þaðan til austurs á Selsvallafjall, upp af Sogasels-dal, þá eptir Selsvalla-fjalli, til suðurs, samhliða landamerkjum jarðarinnar Krísuvíkur“. Bréfið var þinglesið á manntalsþingi fyrir Grindavíkurhrepp 20. júní 1890 og samþykkt með athugasemd af hálfu eiganda Krýsuvíkur. Það var hins vegar ekki áritað um samþykki fyrir jarðir í Vatnsleysustrandarhreppi ef frá er skilið land Kálfatjarnarkirkju.
II
Í meginatriðum eru kröfur áfrýjenda á hendur eigendum Krýsuvíkur í senn studdar við landamerkjabréf, landfræðilegar aðstæður og ýmsar eldri heimildir, sem þeir telja falla að því að landamerkin séu eftir sem næst endilöngum miðjum fjallgarði þeim, sem liggur á svæðinu frá suðvestri til norðausturs. Landamerkin falli að hreppamörkum, sem gjarnan hafi verið ákveðin með hliðsjón af áberandi kennileitum sem í þessu tilviki séu augljós. Þau mörk milli jarðanna hafi almennt verið talin gilda enda mun eðlilegri en þau sem landamerkjabréf fyrir Krýsuvík kveði á um, en samkvæmt því fari merkin yfir fjallgarðinn og liggi alveg norðvestan hans að hluta. Með slíkri afmörkun ynni Krýsuvík landsvæði af áfrýjendum, svo sem Sogasel og jafnvel Selsvelli, sem um aldir hafi verið talið ótvíræð eign jarða á Vatnsleysuströnd. Þá telja áfrýjendur að annmarkar hafi orðið á gerð landamerkjabréfs fyrir Krýsuvík, sem leiði til að það sé óskuldbindandi fyrir þá. Þannig hafi ekki allir landeigendur á Vatnsleysuströnd, sem í hlut áttu, samþykkt það en með því er vísað til Sigurðar Jónssonar sem hafi átt hlut í óskiptu landi Vatnsleysujarða. Þá hafi Oddur V. Gíslason, prestur á Stað í Grindavíkurhreppi, mótmælt bréfinu. Landamerkjabréf fyrir Hraun hafi ekki verið áritað um samþykki fyrir jarðeignir á Vatnsleysuströnd utan eina og áfrýjendur séu því ekki heldur bundnir af því. Að auki hafi með bréfinu verið lýst merkjum langt inn í lönd jarða á Vatnsleysuströnd.
Stefndu eigendur Krýsuvíkur kveða landamerkjabréf fyrir jarðeignir áfrýjenda ekki fela í sér sjálfstæða sönnun um suðausturmörk þeirra. Þau dugi því ekki til að hnekkja landamerkjabréfi fyrir Krýsuvík, sem kveði skýrlega á um kennileiti sem ákveði mörk milli jarða. Þá telja þeir einnig að heimildir, sem áfrýjendur reisi kröfur sínar á, skipti ekki máli, enda sé þeim nær öllum sammerkt að vera eldri en landamerkjabréf 14. maí 1890 fyrir Krýsuvík. Með því hafi verið gerður skuldbindandi samningur jarðeigenda beggja vegna fjallgarðsins og eftir það skipti ekki máli eldri heimildir sem geri ráð fyrir merkjum á öðrum stað. Engir annmarkar séu á bréfinu og allir hafi samþykkt það sem lögum samkvæmt þurfti að bera það undir. Sigurður Jónsson hafi ekki verið þinglesinn eigandi að Vatnsleysu og jörðin Staður eigi ekki land að Krýsuvík. Áfrýjendum hafi þannig ekki tekist að sanna að þeir eigi eignarréttindi innan Krýsuvíkur eins og jörðinni sé lýst í meira en aldargömlu landamerkjabréfi.
Stefndu eigendur Hrauns vísa um kröfu sína til landamerkjabréfs fyrir jörðina og eldri heimilda. Þeir mótmæla sérstaklega kröfu áfrýjenda að því leyti sem hún styðjist við örnefnið Framfell eða Framfell/Vesturfell sem þeir telja að eigi enga stoð.
III
Landamerkjabréf fyrir Krýsuvík tilgreinir sjálfstætt þau kennileiti sem mörk jarðarinnar til norðvesturs miðist við. Upphafspunktur merkjalínunnar í norðaustri, Markhelluhóll, er óumdeildur og hið sama á við um klettinn Dágon, endapunkt hennar í suðvestri. Ágreiningur er um kennileitið Trölladyngjufjallsrætur að vestan, sem einnig er vísað til í bréfinu. Það liggur mun lengra í norðvestur en áfrýjendur vilja miða við, en kröfulína þeirra samkvæmt aðalkröfu fer um suðausturhlíðar Grænudyngju. Um þetta verður að líta til þess að síðastnefnd tilgreining merkja í bréfi fyrir Krýsuvík er ekki nákvæm, en þó er ljóst að hún á við um afmarkað svæði. Að þessu leyti eru landamerkjabréf Krýsuvíkur og jarða á Vatnsleysuströnd ólík, en í þeim síðarnefndu eru ekki tilgreind með sjálfstæðum hætti kennileiti, sem marki lönd jarðanna til suðausturs. Með vísan til forsendna héraðsdóms verður staðfest að það eigi jafnframt við um landamerkjabréf fyrir Þórustaði. Þá skilur einnig á milli landamerkjabréfanna að því leyti að bréf fyrir Krýsuvík var samþykkt af hálfu allra þinglesinna jarðeigenda á Vatnsleysuströnd, sem land áttu á móti, en ekki liggur fyrir samþykki eiganda Krýsuvíkur á landamerkjabréfum þeirra. Staðhæfing áfrýjenda um að hann hafi þrátt fyrir það áritað sum bréfanna um samþykki sitt er ósönnuð.
Áfrýjendur byggja á því að annmarkar á landamerkjabréfi fyrir Krýsuvík leiði til þess að það geti ekki ráðið niðurstöðu um merki gagnvart þeim. Er um það í fyrsta lagi vísað til áðurnefndrar athugasemdar séra Odds V. Gíslasonar á Stað, sem hann skráði á bréfið 30. maí 1890. Þar kvaðst hann mótmæla merkjalýsingunni úr Dágon í Trölladyngjufjallsrætur að vestan, en hann hafi aldrei annað heyrt en að „Krísuvík ætti land úr Dagon, eptir Núpshlíð og vesturfjallgarði áfram N-austur eptir ...“. Staður á ekki land að Krýsuvík, en mótmælin munu hafa helgast af ítaksrétti Staðar til selstöðu á Selsvöllum, sem getið var meðal annars um í sóknarlýsingu séra Geirs Bachmann frá 1840, en samkvæmt því er selið í „Strandarmannalandi“. Í landamerkjabréfinu fyrir Krýsuvík var ekki gert ráð fyrir þessum ítaksrétti. Staður hafði þannig hagsmuna að gæta við gerð landamerkjabréfs fyrir Krýsuvík þótt landamerki jarðanna lægju ekki saman. Athugasemdin á bréfinu er næst á eftir áritun eigenda Hrauns og Ísólfsskála, en þar á eftir komu áritanir um samþykki eigenda jarða á Vatnsleysuströnd sem áfrýjendur leiða rétt sinn frá. Mótmæli séra Odds lágu þannig fyrir og jarðeigendum á Vatnsleysuströnd mátti þegar af þeirri ástæðu vera fullljóst hvar merkin lágu samkvæmt landamerkjabréfi Krýsuvíkur. Eigendur jarða á Vatnsleysuströnd tóku ekki undir mótmæli séra Odds heldur samþykktu bréfið fyrirvaralaust um landamerki. Þannig gerðu þeir lýsingu merkja í bréfi fyrir Krýsuvík að sinni og geta áfrýjendur að þessu virtu ekki borið mótmæli umráðamanns Staðar fyrir sig.
Um annmarka á landamerkjabréfi fyrir Krýsuvík vísa áfrýjendur í annan stað til þess að Sigurður Jónsson, einn eigenda Vatnsleysu, hafi ekki áritað það um samþykki sitt. Landamerkjalög nr. 5/1882, sem þá giltu, hafi falið í sér að afla þyrfti samþykkis allra eigenda aðliggjandi jarða en ekki einungis þinglesinna eigenda. Til sönnunar á eignarrétti Sigurðar á jörðinni vísa áfrýjendur til kaupsamnings 4. desember 1889 þar sem hann seldi Guðjóni Jónssyni tómthúsmanni þriðjung af vesturhelmingi Stóru-Vatnsleysu. Ekki liggur fyrir að sá samningur hafi verið þinglesinn, en afsal var veitt 18. október 1890 og það þinglesið 15. júní 1891. Var þá færð athugasemd á afsalið um heimildarskort Sigurðar. Þá hafa áfrýjendur einnig lagt fyrir Hæstarétt ýmis önnur gögn, sem þeir telja að sanni eignarrétt Sigurðar og að mönnum hafi almennt verið kunnugt um hann. Þar á meðal eru bréf hans um dánargjöf frá 1888, lesið á manntalsþingi sama ár og fært í afsals- og veðbréfabók, og bókun á manntalsþingi 1889 um að þinglesið hafi verið veðbréf, útgefið af Sigurði 1876, fyrir láni með veði í Stóru-Vatnsleysu. Einnig vísa áfrýjendur til yfirlýsingar bænda á Vatnsleysuströnd á almennum fundi 1888, sem ber meðal annars áritun Stefáns Pálssonar á Stóru-Vatnsleysu, S. Jónssonar „sama bæ“ og Sæmundar Jónssonar á Minni-Vatnsleysu.
Bréf um landamerki milli Hvassahrauns og „sameignarjarðanna Stóru-Vatnsleysu og Minni-Vatnsleysu“ var gert 15. júní 1889 og þinglesið tveimur dögum síðar. Undir það rituðu af hálfu síðastnefndu jarðanna Stefán Pálsson, Sæmundur Jónsson og Sigurður Jónsson. Tveir þeir fyrstnefndu undirrituðu jafnframt landamerkjabréfið fyrir Krýsuvík um samþykki sitt um ári síðar. Ætla verður að Stefán hafi samþykkt það bréf af hálfu Stóru-Vatnsleysu en Sæmundur af hálfu Minni-Vatnsleysu. Í málinu liggur ekki annað fyrir en að Stefán og Sæmundur hafi verið þinglesnir eigendur Vatnsleysujarða en Sigurður ekki.
Áfrýjendur halda fram að skortur á samþykki Sigurðar Jónssonar á landamerkjabréfi fyrir Krýsuvík sé galli, sem leiði til þess að það verði ekki lagt til grundvallar gagnvart neinni jörð á Vatnsleysuströnd. Hér er þess að gæta að ef fallist yrði á að í þessu fælist annmarki á bréfinu gæti hann einungis haft áhrif á stöðu Vatnsleysu en ekki annarra jarðeigna áfrýjenda. Þeir áfrýjendur, sem koma fram fyrir þær, gætu ekki losnað undan skuldbindingum sem fólust í samþykki þáverandi eigenda jarðanna á bréfi fyrir Krýsuvík, sbr. til hliðsjónar dóm Hæstaréttar 12. febrúar 2009 í máli nr. 297/2008.
Sú regla gildir að sá sem hefur þinglýsta heimild yfir fasteign er talinn eiga þann rétt sem slík heimild greinir frá þar til annað sannast. Þannig er ákveðinn áreiðanleiki eða opinbert trúgildi bundið við þinglýstar heimildir og þinglýsingabækur sem réttarvernd er reist á. Í þessu felst jafnframt að treysta megi að þinglýsingabækur greini frá tilvist allra réttinda yfir eignum þannig að ekki sé um önnur réttindi yfir þeim að ræða en þau sem bækurnar greini frá. Sömu meginreglur giltu að þessu leyti þegar landamerkjabréf jarða voru gerð í kjölfar gildistöku laga nr. 5/1882, meðal annars á grundvelli tilskipunar 24. apríl 1833 „um afsalsbrjef og pantsetningar á Íslandi“ auk þess sem í 4. gr. laga nr. 5/1882 var eigendum og umráðamönnum jarða gert skylt að færa sýslumönnum landamerkjabréf til þinglesturs á manntalsþingi eftir að hafa sýnt þau og leitað eftir samþykki meðal annars þeirra sem lönd áttu á móti. Áður er fram komið að eigandi Krýsuvíkur gegndi þeirri skyldu sinni að leita eftir samþykki eigenda aðliggjandi jarða fyrir landamerkjabréfi sínu og fékk það, en Sigurður Jónsson naut hvorki þinglesinnar eignarheimildar fyrir Stóru-Vatnsleysu né áritaði hann bréf fyrir Krýsuvík. Verður samkvæmt þessu að leggja til grundvallar að eigandi Krýsuvíkur hafi mátt treysta því að Stefán Pálsson og Sæmundur Jónsson væru eigendur Vatnsleysujarða. Að þessu virtu getur engu máli skipt þótt áfrýjendur hafi lagt fram gögn sem gefa vísbendingu um einhvers konar eignaraðild Sigurðar að Stóru-Vatnsleysu á grundvelli óþekktrar heimildar. Sum þessara gagna voru lesin á manntalsþingi og var þá ýmist að bókuð væri athugasemd um heimildarbrest hans eða ekki. Samkvæmt 5. gr. áðurnefndrar tilskipunar 24. apríl 1833 skyldi „rjettarins þjenari ... á sjálfu skjalinu geta sjerhvers brests, er finnast kann á útgefandans heimild til þeirrar fasteignar, sem með því á af hendi að látast eður veðsetjast“. Athugasemdalaus þinglestur gagna, sem áður var getið, fór í bága við gildandi rétt og kemur því ekki frekar til álita við úrlausn málsins.
Landamerkjabréf eru í eðli sínu samningar séu þau samþykkt af eigendum eða umráðamönnum aðliggjandi jarða. Verulega skortir á að þau skilyrði séu uppfyllt að því er varðar landamerkjabréf sem áfrýjendur styðja kröfur sínar við. Hið gagnstæða á við um landamerkjabréf fyrir Krýsuvík. Eins og málið liggur fyrir bera áfrýjendur sönnunarbyrði fyrir því að annmarkar séu á því bréfi þannig að það verði ekki lagt til grundvallar við úrlausn um kröfur áfrýjenda gagnvart Krýsuvík. Sú sönnun hefur samkvæmt öllu framansögðu ekki tekist. Verður lagt til grundvallar að kröfur áfrýjenda samrýmist ekki landamerkjabréfi fyrir Krýsuvík, sbr. þó hér að framan um óvissu að því er varðar staðsetningu kennileitisins Trölladyngjufjallsrætur að vestan.
IV
Í kröfugerð áfrýjenda er miðað við að lönd nokkurra þeirra nái syðst að kennileitinu Framfelli, sem sé hornmark milli þeirra, Krýsuvíkur og Hrauns í áðurnefndum fjallgarði. Var vísað á þennan stað við vettvangsgöngu og jafnframt kennileitið Framfell/Vesturfell, sem áfrýjendur telja vera lítið eitt norðaustar í fjallgarðinum, en báðir staðirnir séu vestan Vigdísarvalla. Er miðað við síðarnefnda kennileitið í annarri og þriðju varakröfu áfrýjenda. Um heimild fyrir þessum kröfum vísa þeir til áðurnefndrar sóknarlýsingar séra Geirs Bachmann, sem hafi talið landamerki jarðanna liggja í Framfell. Telja áfrýjendur fullvíst að Framfell/Vesturfell sé hæsta fjallið í þessum hluta fjallgarðsins. Stefndu eigendur Hrauns vísa um sýknukröfu sína til áðurnefnds landamerkjabréfs fyrir jörðina og mótmæla að kröfulína áfrýjenda, eins og hún liggur að Hrauni, eigi stoð í landamerkjabréfum eða öðrum gögnum málsins. Hvorki sé minnst á örnefnið Framfell né Framfell/Vesturfell í landamerkjabréfum fyrir jarðir áfrýjenda og því er mótmælt að þau séu þar sem áfrýjendur miði við í kröfum sínum. Þá hafi eigendur og ábúendur Hrauns ætíð nýtt alla jörðina innan marka landamerkjabréfs fyrir hana.
Kröfur áfrýjenda um að mörk tiltekinna jarðeigna þeirra liggi í suðri þar sem þeir hafa staðsett Framfell eða Framfell/Vesturfell á uppdráttum eiga sér ekki stoð í landamerkjabréfum. Önnur gögn skjóta alls ónægum stoðum undir það. Verða stefndu að svo virtu sýknaðir af kröfum áfrýjenda.
Í máli þessu reynir á kröfur áfrýjenda einna um landamerki, en við munnlegan flutning þess fyrir Hæstarétti kom fram af hálfu þeirra að þeir hafi skorað á stefndu að höfða gagnsök og hafa þar uppi eigin kröfur um staðsetningu landamerkja. Það gerðu stefndu hins vegar ekki þótt fyrirfram væri ljóst, óháð áskorun áfrýjenda, að yrði ekki fallist á kröfur þeirra síðastnefndu myndi sýkna ekki fela í sér endanlega úrlausn ágreinings málsaðila. Á það bæði við um landamerki jarðeigna áfrýjenda gagnvart Krýsuvík og Hrauni. Ágreiningur áfrýjenda og stefndu eigenda Hrauns um landamerki hefur eftir gögnum málsins staðið yfir í áratugi, en frá lokum síðustu aldar hvað varðar Krýsuvík. Málshöfðun áfrýjenda gaf stefndu brýnt tilefni til að höfða gagnsök svo að þeirra sjónarmið um landamerki mættu fá úrlausn og þannig yrði náð endanlegri niðurstöðu um merki jarðeigna málsaðila. Til að ljúka ágreiningi aðilanna má því vænta að bera þurfi mál að nýju undir dómstóla. Að þessu virtu er rétt að aðilarnir beri hver sinn kostnað af málinu í héraði og fyrir Hæstarétti.
Dómsorð:
Héraðsdómur skal vera óraskaður um annað en málskostnað.
Málskostnaður í héraði og fyrir Hæstarétti fellur niður.
Dómur Héraðsdóms Reykjaness 18. febrúar 2011.
Mál þetta, sem var dómtekið 24. janúar sl., var höfðað 6., 17. og 22. apríl 2009.
Stefnendur eru HS Orka hf., Brekkustíg 36, Njarðvík, Aðalsteinn Sigursteinsson, Sólhaga, Vogum, Ágúst Þór Guðbergsson, Háaleiti 31, Reykjanesbæ, Guðmundur Óskarsson, Skólavegi 28, Reykjanesbæ, Steinar Smári Guðbergsson, Skipholti, Vogum, Aðalsteinn Jóhannsson, Breiðahvarfi 17, Kópavogi, TÁS ehf., Vogagerði 24, Vogum, Sólveig Bragadóttir, Norðurbyggð 1d, Akureyri, Stefán Árnason, Austurkoti, Vogum, dánarbú Eggerts Kristmundssonar, Elín Kristmundsdóttir, Efri-Brunnastöðum, Vogum, dánarbú Lárusar Kristmundssonar, Magnús Ágústsson, Hafnargötu 9, Vogum, dánarbú Elínar Bjargar Gísladóttir, Guðríður Gísladóttir, Austurgerði 7, Kópavogi, Hrefna Gísladóttir, Vallartröð 1, Kópavogi, Lóa Guðrún Gísladóttir, Sandabraut 10, Akranesi, Þorgerður Þorleifsdóttir, Kópavogsbraut 1b, Kópavogi, Símon Kristjánsson, Neðri-Brunnastöðum, Vogum, Ólafur Karl Brynjarsson, Vallarbyggð 4, Hafnarfirði, Guðríður Einarsdóttir, Vallarbyggð 4, Hafnarfirði, Anna S. Kristmundsdóttir, Sætúni, Vogum, Grétar I. Hannesson, Sætúni, Vogum, Sveitarfélagið Vogar, Iðndal 2, Vogum, Nesbúegg ehf., Vatnsleysuströnd, Vogum, Geir Sigurðsson, Laufrima 87, Reykjavík, Erlingur Sigurðsson, Berjarima 55, Reykjavík, Kristjana Sigurðardóttir, Brúnastöðum 22, Reykjavík, Sigurður Sigurðsson, Berjarima 55, Reykjavík, Ásta Guðrún Óskarsdóttir, Laugavegi 86, Reykjavík, Óskar Axel Óskarsson, Lækjasmára 1, Kópavogi, Jóhanna Erlingsdóttir, Maríubakka 12, Reykjavík, dánarbú Ólafar Auðar Erlingsdóttur, Þuríður Erla Erlingsdóttir, Lautasmára 1, Kópavogi, Sigríður Pálína Erlingsdóttir, Holtagerði 34, Kópavogi, Hulda Erlingsdóttir, Fljótaseli 33, Reykjavík, Sigríður Ida Úlfarsdóttir, Engihjalla 1, Kópavogi, Jakob Árnason, Miðtúni 2, Reykjanesbæ, Davíð Hafsteinsson, Goðabyggð 5, Akureyri, Ester Hafsteinsdóttir, Asparási 7, Garðabæ, Hafdís Hafsteinsdóttir, Bergstaðastræti 68, Reykjavík, Haukur Hafsteinsson, Mosprýði 9, Garðabæ, Helga Harari, Bandaríkjunum, Helgi Axel Davíðsson, Aragerði 7, Vogum, Marinó Davíðsson, Dalbraut 18, Reykjavík, Vilborg Hafsteinsdóttir, Brekkuhlíð 20, Hafnarfirði, Friðrik Hermann Friðriksson, Faxabraut 82, Reykjanesbæ, dánarbú Þóris Davíðssonar, dánarbú Guðrúnar Vilmundardóttur, Kristín Þorsteinsdóttir, Ásvallagötu 26, Reykjavík, Ólafur Þorsteinsson, Kvisthaga 4, Reykjavík, Þórhallur Vilmundarson, Ingólfsstræti 14, Reykjavík, dánarbú Guðfinnu Ólafsdóttur, Ása Ingólfsdóttir, Þinghólsbraut 24, Kópavogi, Áslaug Hulda Ólafsdóttir, Kirkjuvegi 1g, Reykjanesbæ, Baldur Ellertsson, Hrauntungu 89, Kópavogi, Bjarney Guðrún Ólafsdóttir, Safamýri 47, Reykjavík, Bjarni Ástvaldsson, Bogabraut 8, Sandgerði, Eyjólfur M. Guðmundsson, Grænahjalla 11, Kópavogi, Eyjólfur Ólafsson, Fiskakvísl 7, Reykjavík, Fjóla Jóhannsdóttir, Kóngsbakka 8, Reykjavík, Guðbergur Ólafsson, Kirkjuvegi 1b, Reykjanesbæ, Guðbjörn Elís Guðmundsson, Hvammsgötu 9, Vogum, Hrefna Ólafsdóttir, Kirkjuvegi 1b, Reykjanesbæ, Hulda Ástvaldsdóttir, Búhamri 38, Vestmannaeyjum, Hulda Klara Ingólfsdóttir, Steinahlíð 1, Hafnarfirði, Matthías Þór Hannesson, Ásabraut 8, Sandgerði, Ólafur Ástvaldsson, Norðurgötu 15, Sandgerði, Ólafur Ellertsson, Bæjargili 7, Garðabæ, Ólafur Þór Jónsson, Birkihlíð 26, Reykjavík, Sigríður Jónsdóttir, Hvassaleiti 56, Reykjavík, Ingibjörg Júlíusdóttir, Snorrabraut 58, Reykjavík, Margrét O. Svendsen, Kirkjuvegi 1f, Reykjanesbæ, dánarbú Huldu K. Ólafsdóttur, Reykjanesbæ, Ásgeir Friðþjófsson, Hlaðbrekku 21, Kópavogi, Anna Rut Sverrisdóttir, Minna-Knarrarnesi, Vogum, Birgir Þórarinsson, Minna-Knarrarnesi, Vogum, Sauðafell sf., Meistaravöllum 31, Reykjavík, Margrét Guðnadóttir, Rofabæ 29, Reykjavík, Geirlaug Þorvaldsdóttir, Stighlíð 80, Reykjavík, Katrín Þorvaldsdóttir, Háuhlíð 12, Reykjavík, Skúli Þorvaldsson, Lúxemborg, og Sæmundur Ásgeir Þórðarson, Stóru-Vatnsleysu, Vogum.
Stefndu eru Héraðsnefnd á Suðurnesjum, Fitjum, Reykjanesbæ, íslenska ríkið, Arnarhvoli, Reykjavík, Hafnarfjarðarkaupstaður, Strandgötu 6, Hafnarfirði, Heiðrún Lára Kristjánsdóttir, Bollagörðum 83, Seltjarnarnesi, Helga Elísabet Kristjánsdóttir, Bollagörðum 83, Seltjarnarnesi, Hrefna Birgitta Bjarnadóttir, Danmörku, Ingibjörg Magnúsdóttir, Skipasundi 87, Reykjavík, Laufey K. Kristjánsdóttir, Skólagerði 50, Kópavogi, Sigrún Magnúsdóttir, Melgerði 21, Kópavogi, Gísli Grétar Sigurðsson, Staðarhrauni 44, Grindavík, og Hörður Sigurðsson, Hrauni, Grindavík.
Til réttargæslu er stefnt Gunnari S. Kristjánssyni, Botnahlíð 12, Seyðisfirði, Sæmundi Erni Egilssyni, Kársnesbraut 51, Kópavogi, Sigurði Vilberg Egilssyni, Hólagötu 1, Vogum, Særúnu Jónsdóttur, Vogagerði 33, Vogum, Sveinbirni Egilssyni, Aragerði 15, Vogum, Klemens Egilssyni, Melbæ 1, Reykjavík, Guðrúnu Egilsdóttur, Austurgötu 5, Vogum, Lónakoti ehf., Klettagörðum 12, Reykjavík og Reykjaprenti ehf., Síðumúla 14, Reykjavík.
Dómkröfur stefnenda eru þær aðallega að viðurkennt verði með dómi að rétt landamerki milli jarða stefnenda, Bergskots, Breiðagerðis, Hvassahraunsspildu, Höfða, Kálfatjarnar, Narfakots, Þórustaða, Austurkots, Efri-Brunnastaða 1 og 2, Skjaldarkots, Halakots, Naustakots, Neðri-Brunnastaða, Traðarkots, Suðurkots Efra, Suðurkots Neðra, Hlöðuness, Halldórsstaða, Auðna, Ytri-Ásláksstaða, Sjónarhóls, Stóra-Knarrarness I, Stóra-Knarrarness II, Minna-Knarrarness, Hvassahrauns, Landakots, Minni-Vatnsleysu og Stóru-Vatnsleysu og jarða stefndu Krísuvíkur og Hrauns á hinu umþrætta svæði, séu: Gagnvart Krísuvík, úr Markhelluhól, (p.159,) (hnit A- 351992,77/N-389578,88) sem er hornmark frá Óttarsstöðum, Hvassahrauni og Krísuvík; í hann er klappað: Ótta, Hvass., Krv beina stefnu um Grænavatnseggjar (p.160) (hnit A-347286,34/N-383388,67) í Framfell (p.158) (hnit A-344777,99/N-380022,84) en þaðan á móti Hrauni til vesturs í Hraunsels-Vatnsfell (p.193) (hnit A-343397,97/N-381971,41) og þaðan í Vatnskatla (p.174) (hnit A-339746,88/N-384082,13). Til vara er þess krafist að rétt landamerki milli ofangreindra jarða séu þau sömu og að ofan greinir, þó þannig að línan gagnvart Krísuvík, sé úr Markhelluhól, (p.159) beina stefnu í há Trölladyngju (p.194) þaðan í Grænavatnseggjar (p.160) og svo áfram eins og í aðalkröfu. Þá krefjast stefnendur málskostnaðar.
Stefndu krefjast sýknu af kröfum stefnenda og málskostnaðar.
Réttargæslustefndu gera ekki sjálfstæðar dómkröfur.
Gengið var á vettvang 18. nóvember 2010.
Eggert Kristmundsson, Þórir Davíðsson og Guðrún Vilmundardóttir, sem voru meðal stefnenda, eru nú látin og hafa dánarbú þeirra tekið við aðild málsins. Þá var Sigurður Guðjón Gíslason meðal stefndu. Hann er nú látinn og hafa synir hans Gísli Grétar Sigurðsson og Hörður Sigurðsson tekið við aðild málsins.
I
Í máli þessu deila aðilar um landamerki á milli jarða á Vatnsleysuströnd annars vegar og jarðanna Krísuvíkur og Hrauns í Grindavík hins vegar. Óumdeilt er að hreppamörk á svæðinu fylgi jarðamörkum.
Stefnendur eru eigendur ofangreindra jarða á Vatnsleysuströnd. Stefndi íslenska ríkið er þinglýstur eigandi jarðarinnar Krísuvíkur, en beitarréttur jarðarinnar tilheyrir stefnda héraðsnefnd á Suðurnesjum. Þá er stefndi Hafnarfjarðarkaupstaður eigandi hluta Krísuvíkur og hefur eignarráð yfir hitaveituréttindum í allri Krísuvíkurtorfunni. Aðrir stefndu eru þinglýstir eigendur jarðarinnar Hrauns.
Þann 15. október 1992 sendi Sesselja Guðmundsdóttir, landfræðingur í Vogum sem hefur rannsakað örnefni og landamerki á þessum slóðum um áratugaskeið, bréf til sýslumannsins í Keflavík varðandi landamörk Grindavíkur og Vatnsleysustrandarhrepps á Selsvöllum. Tilefnið var áætlaðar girðingarframkvæmdir bænda í Grindavík á Selsvallasvæðinu, sem hún taldi mjög líklega tilheyra Vatnsleysustrandarhreppi. Taldi hún að Krísuvíkurlínan hefði færst vestar í tímans rás og Hraunsmenn í Grindavík hafi gert tilraun til að eigna sér Selsvelli. Reynt var að ná sáttum um landamerki á svæðinu, m.a. að tilstuðlan sýslumannsins í Gullbringusýslu, en án árangurs.
Við meðferð þessa landsvæðis fyrir óbyggðanefnd á árunum 2004 til 2006, kom í ljós að verulegur ágreiningur er um landamerki jarðanna Krísuvíkur og Hrauns gagnvart jörðum í Vatnsleysustrandarhreppi. Í úrskurði óbyggðanefndar í máli nr. 1/2004, frá 31. maí 2006, var landsvæðið allt talið eignarland. Landamerkjaágreiningur þessi kom ekki til skoðunar hjá óbyggðanefnd.
Stefnendur byggja kröfur sínar á eftirfarandi landamerkjabréfum:
Landamerkjalýsing Brunnastaðahverfis frá 20. maí 1890. Undir það er ritað vegna Hlöðuneshverfis og fyrir Norður-Suður Voga:
1. Landamerki milli Hlöðuness og Brunnastaðahverfis eru úr Markakletti ... þaðan beina línu norðanhalt við Brunnastaðasel og svo þaðan beina línu til fjalls, svo langt sem Vatnsleysustrandarhrepps er talið.
2. Landamerki milli Brunnastaðahverfis, Norður og Suðurvoganna eru: Úr dýpsta ós, sem til sjávar fellur í Djúpavogi, upp í vörðu sem stendur fyrir framan presthóla ..., þaðan í markhól og þaðan beina línu upp í fjall, svo langt sem Vatnsleysustrandarhreppsland er talið.“
Landamerkjabréf Hlöðuneshverfis ritað 22. maí 1890 og samþykkt vegna Brunnastaðahverfa, Hlöðuneshverfis og Ásláksstaðahverfis. Það lýsir merkjum þannig:
Milli Hlöðunes og Brunnastaðahverfa: Frá svonefndum markakletti ... þaðan beina línu norðanvert við Brunnastaðasel til fjalls svo langt sem land Vatnsleysustrandarhrepps nær.
Milli Hlöðunes og Ásláksstaðahverfa: Frá ós þeim sem lengst skerst uppá land inn úr svokölluðu Álfasundi ... og þaðan beina línu sunnan til við gamla Hlöðunessel til fjalls svo langt sem land Vatnsleysustrandarhrepps nær.“
Landamerkjalýsing jarða í Ásláksstaðahverfi (Ásláksstaða og Sjónarhóls) rituð 31. desember 1921 og samþykkt frá Sjónarhól, Innri-Ásláksstöðum, Hallandanum, Miðbæjarbúð, Ytri Ásláksstöðum, Móakoti, Knarrarnesi.
Merkjalýsingin hefst á þessum orðum: „Ásláksstaða-hverfi tilheyrir land allt, girt og ógirt á milli Hlöðuness-hverfis að sunnan og Knarrarness að innan, svo langt til heiðar eða fjalls, sem land Vatnsleysustrandarhrepps nær.“
1. Að sunnan milli Hlöðunes-hverfis annars vegar og Ásláksstaðahverfis hins vegar (að innan) eru þessi landamerki: ... í Álfshól beina stefnu í hól, sem stendur fyrir sunnan Arnarbæli sunnan til við Ásláksstaðaholt í Hrafnshóla sunnan til við gamla Hlöðunes til fjalls.
2. Að innan milli (Sjónarhóls) Ásláksstaðahverfis að sunnan og Knarraness að innan, eru þessi landa- og fjörumerki: ... beint í Knarrarnesholt, þaðan í Eldborgargreni, þaðan beint í Krísuvíkurland.“
Landamerkjabréf jarðarinnar Knarrarness (Minna-Knarrarness og Stóra-Knarrarness I og II) ritað 11. júní 1886 og lýsingin felur í sér merki jarðanna Stóra-Knarraness og Minna-Knarraness og eru mörkin þessi:
1. Að austanverðu milli Stóra-Knarraness að vestan og Breiðagerðis að austan: ... þaðan í neðri enda svonefnds Merkigarðs, er liggur fyrir austurenda Stóra-Knarrarnestúns, og er garður þessi í mörkum það sem hann nær, upp að túngarði, þaðan í nyrðri (eystri) Geldingarhól, þaðan um nyrðri Keilisbróðir beint að landi Krísuvíkur. Einungis frá þeim enda Merkjagarðs, er til heiðar snýr, er heiðin óskipt land, er eigendur Knarrarnesja eiga saman eftir jarðarhundraða tiltölu.
2. Að vestanverðu milli Knarrarness og Ásláksstaða: ... þaðan sunnan til við svonefnda Digruvörðu fyrir sunnan Hellur (bæinn) beint í Knarrarnesholt sunnanhalt, þaðan í Eldborgargren, þaðan beint í Krísuvíkurland. Hversu sunnanhöll við markalínuna að Digravarða og Knarrarnesholti eru, sést þegar bein lína er dregin frá Klöppinni í Eldborgargren.“
Landamerkjalýsing Breiðagerðis rituð 11. júní 1886. Undir það er ritað samþykki fyrir Knarrarnes, Hrólfsskála, Bergskot og Auðnahverfi, auk Höfða.
Lýsingin byrjar þannig, að jörðinni tilheyri land allt með gögnum og gæðum til lands og sjávar milli Bergskots, Höfða og Auðna að norðanverðu og Stóra-Knarrarness að sunnanverðu. Síðan er nánar farið í merki:
1. Milli Bergskots, Höfða og Auðna að norðanverðu og Breiðagerðis að sunnanverðu: ... Frá flæðarmáli til heiðar liggja mörkin eftir beinni stefnu úr Blákletti, norðanvert við efri Sundvörðuna um Þúfuhól þann, er hún stendur á, skammt fyrir austan tómthúsið Hól; þaðan eftir vörðum upp heiðina, milli Auðna, Klofinga og Breiðagerðis-Skjólgarðs, spölkorn fyrir norðan nyrðri Keilisbróðir, allt að landi Krísuvíkur í Grindavíkurhreppi.
2. Milli Stóra-Knarrarness að sunnanverðu og Breiðagerðis að norðanverðu eru þessi landamerki: ... frá efri enda merkjagarðs liggja mörkin í nyrðri Geldingarhól; þaðan í nyrðri Keilisbróðir og eftir þeirri stefnu alla leið að landi Krísuvíkur í Grindavíkurhreppi.“
Landamerkjabréf Auðnahverfis ritað 12. júní 1886. Það er samþykkt frá vissum hlutum Auðnahverfis, frá Landakoti og Bergskoti.
1. Milli Auðnahverfis og Landakots er lýst merkjum: ... þaðan er Klofa og eftir þeirri stefnu spölkorn fyrir sunnan Keili allt að landi Krísuvíkur í Grindavíkurhreppi.
2. Milli Auðnahverfis og Breiðagerðis er lýst merkjum: ... Úr Þúfuhól þessum liggja mörkin beint eftir vörðum upp á heiðina milli Auðna, Klofninga og Breiðagerðis-Skjólgarðs spölkorn fyrir norðan nyrðri Keilisbróðir (Litlahrút) alla leið að landi Krísuvíkur í Grindavíkurhreppi.
Landamerkjabréf Landakots er ritað 12. júní 1886. Það er undirritað um samþykki frá Landakoti, hálfum Þórustöðum og nokkrum hluta Auðnahverfis.
Segir í upphafi bréfsins að Landakoti á Vatnsleysuströnd tilheyri land allt með gögnum og gæðum milli Þórustaða að norðanverðu og Auðnahverfis-jarðanna, Auðna, Höfða, Bergskots að sunnanverðu.
1. Milli Þóristaða og Landakots: ... allt upp að túngarði, þaðan beina stefnu eftir vörðum upp eftir heiðinni sunnanvert í rætur Keilis alla leið að landi Krísuvíkur í Grindavíkurhreppi:
2. Milli Landakots og Auðnahverfis ... þaðan í Klofa og eftir þeirri stefnu spölkorn fyrir sunnan Keili, allt að landi Krísuvíkur í Grindavíkurhreppi.
Landamerkjabréf Þórustaða ritað 27. maí 1886 og samþykkt frá Þórustöðum, Landakoti og Kálfatjarnarkirkju.
Samkvæmt bréfinu tilheyrir jörðinni land allt með gögnum og gæðum til lands og sjávar milli Kálfatjarnar-kirkjueignar að norðanverðu og Landakots að sunnanverðu. Lýst er merkjum milli Kálfatjarnar að norðan og Þórustaðar að sunnan og eru byggðamörk glögg, en er fjær liggur byggð er þessi lýsing: ... þaðan í Sýrholt, þaðan í Hrafnafell, sem er lítið fell fyrir norðan Keili, þaðan beina stefnu alla leið að landi Krísuvíkur í Grindavíkurhreppi, eftir sjónhendingu úr Hrafnafelli í hæsta hnjúkinn á Grænavatnsengjum.
Milli Landakots að sunnanverðu og Þórustaða að norðanverðu er þessi lýsing er fjær dregur byggð ... þaðan beina stefnu eftir vörðum upp eftir heiðinni sunnanvert við rætur Keilis alla leið að landi Krísuvíkur í Grindavíkurhreppi.“
Landamerkjalýsing fyrir Kálfatjarnarhverfi rituð 30. desember 1921. Það er samþykkt fyrir Flekkuvík, Norðurkot, Litlabæ og Bakka. Í þessu merkjabréfi er vísað til ákveðinnar línu, sem liggur í Einiberjahól, en þar taki við merkjalína sú á milli Kálfatjarnar og Vatnsleysu, sem lýst sé í bréfinu 1884. Þar er að finna þessa lýsingu: „... Liggur fyrir túni Kálfatjarnarhjáleigunnar Goðhóla og hins vegar fyrir túni Norðurkots, þaðan í Þórustaðaborg, þaðan í Lynghól, þaðan að landi Krísuvíkur í Grindavíkurhreppi beina stefnu um Sýrholt.“ Segir svo síðar í bréfinu að jörðin eigi selstöðu í Sogaseli. Landamerkjum við Þórustaði er lýst í landamerkjabréfi Þórustaða sem er ritað 27. maí 1886 og samþykkt frá Þórustöðum, Landakoti og Kálfatjarnarkirkju. Lýst er merkjum milli Kálfatjarnar að norðan og Þórustaðar að sunnan og eru byggðamörk glögg, en er fjær liggur byggð er þessi lýsing: „... þaðan í Sýrholt, þaðan í Hrafnafell, sem er lítið fell fyrir norðan Keili, þaðan beina stefnu alla leið að landi Krísuvíkur í Grindavíkurhreppi, eftir sjónhendingu úr Hrafnafelli í hæsta hnjúkinn á Grænavatnsengjum.“
Milli Stóru- og Minni-Vatnsleysu og Hvassahrauns: Úr innra hraunshorninu í Fögruvík og þaðan í afstapaþúfu, og þaðan beina stefnu í Snókafell, og úr Snókafelli beina stefnu í Krísuvíkurland. Milli Kálfatjarnarhverfis og Stóru- og Minni-Vatnsleysu: Í landamerkjabréfi frá 1921 er vísað til ákveðinnar línu, sem liggur í Einiberjahól, en þar taki við merkjalína sú á milli Kálfatjarnar og Vatnsleysu, sem lýst sé í landamerkjabréfi dagsettu 9. júní 1884 og þinglýstu 15. júní 1885, þar sem segir: „þaðan í Einiberjahól, þaðan um Kolhól beina stefnu að Krísuvíkurlandi.“
Landamerkjabréf milli Óttarsstaða og Hvassahrauns ritað 26. maí 1890 og undirritað vegna Óttarsstaða, Hvassahrauns og Krísuvíkur. Lýsing merkja er svona: „Landamerki milli Óttarstaða og Hvassahrauns byrja í Mið Krossstapa, frá honum í Klofningsklett, sem er varða er hjá, sunnanvert við Einirhól. Frá Klofningskletti í Búðarvatnsstæði, frá þeim stað í Markhelluhól, sem er hornmark frá Óttarsstöðum, Hvassahrauni og Krísuvík; í hann er klappað: Ótta, Hvass., Krv.“
Landamerkjabréf milli Hvassahrauns, Lónakots og Óttarsstaða, ritað 13. júní 1890, samþykkt frá öllum þremur jörðunum. Lýsing merkja er þessi: „Merkin byrja í svonefndum Markaklett við sjóinn austanvert við Hraunsnes, úr Markakletti í Skógarhól, úr Skógarhól í Stóragrænhól, úr Stóragrænhól í Hólbrunnsvörðu úr henni í Skorásvörðu, úr henni í Miðkrosstapa, sem er hornmark á Lónakotslandi, svo heldur áfram sömu stefnu millum Hvassahrauns og Óttarstaða úr Miðkrosstapa í Klofningsklett með vörðu sunnanvert við Einirhól, úr Klofningskletti í Búðarvatnsstæði úr Búðarvatnsstæði í Markhelluhól, sem er hornmark frá Hvassahrauni, Óttarstöðum og Krísuvík.“
Landamerkjabréf milli Hvassahrauns og sameignarjarðanna Stóru- og Minni-Vatnsleysu, ritað 15. júní 1889. Merki þessi eru samþykkt af öllum hlutaðeigandi. Þar er merkjum svo lýst: „Úr innra hraunshorninu í Fögruvík og þaðan í afstapaþúfu, og þaðan beina stefnu í Snókafell, og úr Snókafelli beina stefnu í Krísuvíkurland.“
Í landamerkjaskrá fyrir Krísuvík, dags. 14. maí 1890 og lesinni á manntalsþingi fyrir Grindavíkurhrepp að Járngerðarstöðum hinn 20. júní 1890, segir [svo]: „Landamerki Krísuvíkur eru:
1. að vestan: sjónhending úr Dágon (Raufarkletti), sem er klettur við flæðarmál á Selatöngum, í Trölladyngjufjallsrætur að vestan, sem er útbrunnið eldfjall norðanvert í Vesturhálsi; þaðan bein stefna í Markhelluhól háan steindranga við Búðarvatnsstæði.
2. að norðan: Úr Markhelluhól sjónhending norðanvert við Fjallið Eina, í Melrakkagil (=Markrakkagil) í Undirhlíðum og þaðan sama sjónhending að vesturmörkum Herdísarvíkur, eða sýslumörkum Gullbringu- og Árnessýslu.
3. að austan: Samþykkt og þinglýst vesturmörk Herdísarvíkur: sjónhending úr Kóngsfelli sem er lág mosavaxin eldborg umhverfis djúpan gíg á hægri hönd við þjóðveginn úr Selvogi til Hafnarfjarðar, örskammt frá veginum, í Seljabótarnef, klett við sjó fram.
4. að sunnan nær landið allt að sjó.“
Merki jarðarinnar Hrauns í Grindavík eru samkvæmt landamerkjabréfi, dagsettu 17. júní 1890 og þinglýstu hinn 20. júní 1890, sem hér segir: „... úr miðjum ,,markabás” í fjöru er mark á klöpp er aðskilur land jarðarinnar frá landi jarðarinnar Þórkötlustaðir, þaðan liggja mörkin til heiðar vestan til við Húsafell og yfir Vatnsheiði, þaðan sem sjónhending ræður að Vatnskötlum fyrir norðan Fagradalsfjall, þaðan til austurs á Selvallafjall upp af Sogaselsdal, þá eftir Selsvallafjalli til suðurs samhliða landamerkjum jarðarinnar Krísuvíkur þar til að mið suður-öxl á Borgarfjalli ber í merktan klett við götuna á Móklettum. Skal sú sjónhending ráða merkjum frá landi jarðarinnar Ísólfsskála, þaðan til suðurs fram yfir festargnípu í fjöru ...“
Fyrir dómi gáfu skýrslu stefnendurnir Margrét Guðnadóttir, Sæmundur Þórðarson og Sigurður Heiðar Valtýsson, stefndu Gísli Grétar Sigurðsson og Hörður Sigurðsson og vitnin Sesselja Guðmundsdóttir, Ágúst Guðmundsson, Ómar Smári Ármannsson og Óskar Sævarsson.
II
Stefnendur reisa kröfur sínar á framangreindum þinglýstum landamerkjabréfum ofangreindra jarða sem og ýmsum eldri heimildum sem þau telja að styðji við túlkun sína á þeim. Á því sé byggt að landamerkjabréf Krísuvíkur frá 14. maí 1890 og landamerkjabréf Hrauns frá 17. júní 1890, bæði þinglesin 20. júní 1890, séu í raun einhliða yfirlýsingar eigenda Krísuvíkur og Hrauns um merki jarðanna, sem ekki hafi hlotið samþykki allra eigenda jarða stefnenda á sínum tíma og þau séu því óskuldbindandi fyrir þau. Sé byggt á þeirri meginreglu íslensks eignarréttar að ekki sé hægt að auka við eignarrétt sinn með einhliða landamerkjabréfi sem fari í bága við eldri heimildir.
Þá byggja stefnendur á því að við túlkun allra þeirra landamerkjabréfa sem hér eigi í hlut verði að horfa heildstætt á landamerkjabréfin í ljósi eldri heimilda, með hliðsjón af landfræðilegum aðstæðum og örnefnum. Við kortagerð af svæðinu í upphafi síðustu aldar hafi verið litið svo á að merkjalína milla deiluaðila máls þessa liggi því sem næst eftir fjallarðinum er liggi milli sveitarfélaganna, frá Dyngjum eftir Vesturhálsinum (Selsvallahálsi/Núpshlíðarhálsi) allt niður að sjó.
Aðalkrafa stefnenda gagnvart Krísuvík byggi sérstaklega á að horfa verði til eldri heimilda um landamerki Krísuvíkur. Ekki sé hægt að auka rétt sinn umfram eldri heimildir nema með samþykki allra hlutaðeigandi, en slíkt samþykki liggi ekki fyrir hér. Stefnendur telji að eldri heimildir um landamerki Krísuvíkur segi að jörðin Krísuvík hafi ekki átt land vestur fyrir Dyngju.
Í kjölfar þess að ágreiningur hafi risið um landamerki Krísuvíkur í upphafi 17. aldar hafi nokkrir aðilar vitnað um merkin síðla árs 1603 og snemma árs 1604. Tvö vitni hafi gefið samhljóða lýsingu á landamerkjum Krísuvíkur sem byggð hafi verið á vitnisburði þriðja manns 26. desember 1603. Lýsing vitnanna hafi verið svohljóðandi:„... Krísuvík ætti austur frá sér allt land að Skildi og þaðan sjónhending suður í sjó í þann stein sem stendur fyrir vestan þann hellir sem er framan í berginu við vatnsstæði eður leirtjörn, hvör leirtjörn þó uppþornar stundum, og aftur sjónhending úr Skildi í miðjan Breiðdal og vestur í Markrakkagil. Úr Markrakkagili og vestur yfir Sliturin fyrir norðan Fjallið eina. Þaðan sjónhending og í Dyngju, úr Dyngju og fram eftir miðjum Selsvallahálsi, úr hálsinum og suður í Raufarklett við Selatanga.“
Tveir menn hafi gefið nánast samhljóða vitnisburð. Sá vitnisburður hafi verið efnislega á þessa leið: “Krísuvík á land allt að steini þeim sem stendur uppá fjallinu hjá Skildi og sjónhending þaðan suður í sjó. Síðan sjónhending úr Skildi og í miðjan Breiðdal, úr Breiðdal og vestur í Markrakkagil, úr Markrakkagili og vestur yfir Sliturin fyrir norðan Fjallið eina. Þaðan sjónhending og í Dyngju, úr Dyngju og fram eftir Selsvallarhálsi [annar aðilinn segir Selsvallarhálsi en hinn segir Selsvallakálfi] og suður í Raufarklett sem stendur við Seltanga.”
Árið 1629 sé vottað, að árið 1621 hafi Skálholtsbiskupi verið afhentir vitnisburðir þriggja vitna. Séu þeir meðal kirkjuskjala Staðar í Grindavík og hljóði svo: „... að Krísivík ... ætti austur frá sér land allt að Skildi og þaðan sjónhending austur í sjó í þann stein sem stendur fyrir vestan þann hellir sem er framan í berginu við vatnsstæði eður leirtjörn, hvör leirtjörn þó uppþornar stundum. Og aftur sjónhending úr Skildi í miðjan Leirdal vestur í Markagil, úr Markagili vestur yfir Slitrin fyrir norðan Fjallið eina, þaðan sjónhending og í Dyngju, úr Dyngju þeirri og frameftir miðjum Selsvallahálsi, úr hálsinum og suður í Raufarklett við Selatanga.”
Stefnendur byggja á því að þessar fornu landamerkjalýsingar bendi eindregið til þess að landamerki Krísuvíkur gagnvart aðliggjandi jörðum í Vatnsleysustrandarhreppi sé nokkuð bein lína eftir fjallgarðinum er aðskilji sveitarfélögin á þessu svæði allt frá Dágon að Markhelluhól. Tilvísun til “Dyngju” eigi hér við um fjallið Grænudyngju þar sem hún er hærri en fjallið Trölladyngja, og einnig þar sem Grænadyngja flúttar betur í landamerkjalínuna eftir há-fjallgarðinum. Þessi lína eigi sér einnig stoð í öðrum heimildum svo sem sóknarlýsingum.
Í sóknarlýsingum Grindavíkur 1840 eftir séra Geir Bachmann, greini Geir frá því að Selsvellir séu í Strandamannalandi eða fyrir norðan Grindavíkurmerki. Línan sé sögð í Framfell (Vesturfell), en stefnendur telja að Framfell (p.158 í aðalkröfu) sé á Vesturhálsinum vestan Vigdísarvalla. Í lýsingu Selvogsþinga frá 1840 eftir Jón Vestmann segir um takmörk Krísuvíkursóknar: „....að norðan...þaðan til útsuðurs fram eftir Vigdísarhálsi fram á Núpshlíð“. Sé augljóst að hér sé átt við Vesturhálsinn. Landamerkjabréf Krísuvíkur og Hrauns séu í algeru ósamræmi við þessar lýsingar.
Í landamerkjabréfi Krísuvíkur frá 1890 segi að mörk jarðarinnar séu sjónhending úr Dágon (Raufarkletti) í Trölladyngjufjallsrætur að vestan. Með því að draga beint strik milli punktanna lendi markalínan um miðja Selsvelli og þá ætti Krísuvík en ekki Hraun að eiga hlutann næst fjallinu. Undir þess lýsingu skrifi flest allir landeigendur í Vatnsleysustrandarhreppi. Fyrir liggi þó að Sigurður Jónsson annar eigandi Stóru-Vatnsleysu hafi ekki skrifað undir og því sé merkjalínan óskuldbindandi fyrir stefnendur. Það sé hinsvegar rannsóknarefni af hverju aðrir eigendur í Vatnsleysustrandarhreppi hafi undirritað. Stefnendur benda á að engin landakort hafi verið til á þessum tíma og lýsingin „sjónhending úr Dágon í Trölladyngjufjallsrætur að vestan“ segi ekkert til um hvort línan sé utan við, um, eða ofan við Selsvelli. Stefnendur telji að ritað hafi verið undir af hálfu Strandarmanna í fullvissu þess að „sjónhendingin“ væri um Vesturhálsinn sjálfan, en ekki sléttlendið vestan hans.
Stefnendur bendi sérstaklega á að séra Oddur Gíslason á Stað í Grindavík, hafi mótmælt Krísuvíkurbréfinu hvað varði orðalagið „..úr Dágon í Trölladyngjufjallsrætur að vestan“, þar sem hann hafi aldrei annað heyrt frekar, en Krísuvík ætti land úr Dágon eftir Núpshlíð og vesturfjallgarði, áfram n-austur eftir. Þessi mótmæli styðji mörkin, sem nefnd séu í sóknarlýsingunni frá 1840 enda aðeins 50 ár á milli. Þessi mótmæli séu einnig í samræmi við hinar eldri landamerkjalýsingar frá byrjun 17. aldar. Þessi bókun í landamerkjabréfinu, og síðan herforingjaráðskort Dana útgefið 1910 og aðrir þeir uppdrættir sem gerðir hafi verið í framhaldinu, bendi eindregið til þess að heimamenn hafi talið merki milli jarðanna eftir fjallgarðinum. Annað hafi aldrei verið viðurkennt af stefnendum og forverum þeirra.
Þá sé einnig bent á að í landamerkjabréfi Þórustaða frá 1886 segi: „...úr Hrafnafelli í hæsta hnjúkinn á Grænavatnseggjum“. Þarna sé annar punktur í Vesturhálsinum (Framfell sé hinn) sem bendi til þess að þetta sé bein lína eftir fjallgarðinum í Markhelluhól. Þetta sé raunar eina örnefnið í landamerkjalýsingum Vatnsleysustrandarjarða, sem nefnt sé við efstu mörk, en engu að síður glöggt kennileiti. Lýsingar á jörðum stefnenda tiltaki yfirleitt frá síðasta örnefni og svo „..allt að landi Krísuvíkur“, eða „.. svo langt sem land Vatnsleysustrandarhrepps nær“.
Í jarðabókinni 1703 segi um Kálfatjörn: „Selstöðu á staðurinn þar sem kallað er Sogasel og er í StóruVatnsleysulandi ...“ Þessi skrif séu í andstöðu við hið umdeilda Krísuvíkurbréf frá 1890, því samkvæmt því ætti Sogasel að vera í Krísuvíkurlandi ef mörkin séu um Trölladyngjufjallsrætur.
Í landamerkjabréfi Krísuvíkur komi fram hver hafi verið ítök kirkjunnar. Einnig sé greint frá því í landamerkjabréfinu að Strandarkirkja og Kálfatjarnarkirkja eigi ítök í landi kirkjunnar, þar á meðal mánaðarselsátur í Sogum, sunnanvert við Trölladyngju, samkvæmt munnmælum og vitnisburði kunnugra manna, eign Kálfatjarnarkirkju, og að allar brennisteinsnámur á Krísuvíkur- og Herdísarvíkurlandi séu í eigu útlendinga. Þetta sé í andstöðu við lýsinguna frá 1703, er telji þessi ítök vera í Stóru-Vatnsleysulandi. Hafa beri í huga að Kálfatjarnarkirkja muni hafa átt 1/3 hlut í Stóru-Vatnsleysu um aldir, sbr. það sem rakið sé um sögu og eignarheimildir Kálfatjarnar í úrskurði óbyggðanefndar.
Landamerkjabréf Krísuvíkur sé samþykkt af eigendum Ísólfsskála, Hrauns og Vatnsleysulands, (þó ekki báðum eigendum Vatnsleysu) eigendum og umboðsmönnum Knarrarnesjarða og Ásláksstaða, eigendum og umráðamönnum Brunnastaðatorfu, eiganda Þórustaða og Landakots og eiganda og umboðsmanni Auðnahverfis og 1/3 Breiðagerðis auk umboðsmanns skólasjóðsins. Það sé einnig samþykkt af forráðamönnum Óttarsstaða og Strandarkirkju og umboðsmanni Hlöðunesstorfu svo og Garðapresti. Nokkrir þeirra, meðal annars umboðsmaður jarðanna Staðar og Húsatópta hafi gert athugasemdir við landamerkjabréfið. Eftirfarandi athugasemd hafi komið frá eigendum og umboðsmönnum Hvassahrauns: „Sem eigendur og umboðsmenn Hvassahraunshverfis leyfum við oss að gjöra þá athugasemd við framanskráð landamerki að í staðinn fyrir „Markhellu“ sje settur „Markhelluhóll“. Að öðru leyti samþykkt.“
Stefnendur bendi á að landamerkjabréf Hrauns, dags. 12. okt. 1889, sem telji sér land að sunnanverðu á móti Strandarmönnum úr: „..Vatnskötlum fyrir norðan Fagradalsfjall, þaðan til austurs á Selsvallafjall, uppaf „Sogaselsdal“, þá eftir Selsvallafjalli til suðurs samhliða landamerkjum Krísuvíkur,“ sé ekki samþykkt af forverum stefnenda. Undir þetta landamerkjabréf fyrir Hraun riti einungis einn Strandarmaður, séra Árni Þorsteinsson vegna Kálfatjarnarkirkjulands. Hraunsbréfið sé því ósamþykkt af hálfu stefnenda.
Því sé haldið fram að landamerkjabréf Hrauns sé ólöglegt enda ekki frá því gengið í samræmi við landamerkjalög. Bréfið styðjist ekki við eldri merkjalýsingu og sé í ósamræmi við eldri heimildir um merki á svæðinu. Því sé haldið fram að með bréfinu hafi eigendur Hrauns lýst einhliða merkjum jarðar sinnar, sem ekki geti bundið stefnendur á nokkurn hátt.
Þau mörk sem komi fram í landamerkjabréfi Hrauns séu vægast sagt furðuleg að mati fræðimanna er þetta hafi skoðað. Selsvallafjall sé ekki upp af „Sogaselsdal“ heldur miklu sunnar. Merkin séu líka mjög á skjön við sóknarlýsingu Grindavíkursóknar frá 1840, sem segi línuna milli sókna (og þar með jarða á þessu svæði) vera í Framfell, en Hraunsbréfið segi í Selsvallafjall.
Stefnendur telji fullvíst að Framfell (Vesturfell) sé hæsta fjallið á hálsinum milli Vigdísarvalla og Þrengsla. Ef Hraunsbréfið sé túlkað þannig að nota eigi “Sogaselsdal” sem mark færist stór þríhyrningur af landi Strandarmanna inn í Hraunslandið og þar með Selsvellirnir, sem engan veginn fái staðist miðað við eldri heimildir.
Stefnendur benda einnig á að árið 1920 hafi verið þinglýst í Grindavík yfirlýsingu frá átta bændum í Vatnsleysustrandarhrepp, þ.e. frá Knarrarnesi, Breiðagerði, Auðnum, Landakots, Þórustaðar og Kálfatjörn, þar sem þeir í samráði við hreppinn banni öll not íbúa Grindavíkur af landi samkvæmt landamerkjalýsingu Knarrarness og hinna jarðanna, sem samþykkt séu fyrir Krísuvík, en þar sé átt við Selsvelli.
Þá bendi stefnendur á að eigandi Hrauns árið 1920, Hafliði Magnússon, hafi á manntalsþingi 31. maí það ár látið lesa mótmæli við merkjalýsingu Vatnsleysustrandarjarða, og talið merki vera „lína tekin úr Sogaselsdal beint vestur í Kálffell og þaðan beina línu í þúfuna á Litla-Skógfelli.“ Þessi merkjalýsing Hrauns sleppir tilvísun til Vatnskatla, svo þarna sé um misvísun að ræða er dragi úr trúverðugleika landamerkjabréfsins.
Ef athuguð séu kort frá Landmælingum Íslands sjáist að línan milli hreppanna hafi lengi verið á flækingi og skráð sem óviss mörk. Kort frá 1910 sýni Krísuvíkurlínuna um efstu brúnir Grænudyngju, en Grindavíkurlínuna um Keili. Kort 1936 og 1940 sýni austurlínuna í dalnum milli Dyngnanna, en suðurlínu um Keili. Á sérkorti frá 1986 sé svo austurlínan komin í Trölladyngjufjallsrætur vestanverðar, raunar út fyrir rætur fjallsins að mati stefnenda, og suðurlínan í Litla Keili, en á hann sé hvergi minnst í landamerkjalýsingum.
Samkvæmt skýrslu Ágústs Guðmundsonar landmælingamanns frá 11. desember 2008 um kortagerð á þessu svæði hafa merkjalínur verið dregnar með mismunandi hætti. Þar kemur fram að í elstu kortunum séu línurnar dregnar í samræmi við kröfugerð stefnenda, en í seinni tíð hafi línan verið að færast vestar, en sé þó jafnan merkt „mörk óviss“, og því ljóst að merkjalínan hafi ekki legið fyrir ágreiningslaust. Ágúst bendi á að þegar jörðin Krísuvík hafi verið tekin eignarnámi 1936 hafi gerðardómur vitnað til svokallaðra herforingjaráðskorta Dana frá 1908 þannig um merki Krísuvíkur: „Hafa þau verið mörkuð á uppdrátt herforingjaráðs Dana af landinu og aðliggjandi löndum“.
Stefnendur byggi sérstaklega á því að í Jarðabók Árna og Páls frá 1703 segi að Staður og Húsatóftir hafi selstöðu á Selsvöllum, en um Hraun sé sagt: „selstaða langt í frá en þó sæmilega góð“. Í fyrrnefndri sóknarlýsingu Geirs Bachmanns frá 1840 segi „..litlu vestar en Selsvellir er selstaða frá Hrauni og eru landamörk milli seljanna í svokölluðum Þrengslum...“ Stefnendur telji að þetta styðji það enn frekar að mörkin séu í Framfell upp af Þrengslum. Hraun geti ekki átt land lengra en að Þrengslum, miðað við eldri heimildir. Ekki fái staðist að Selsvellirnir séu í Hraunslandi, enda hefði þá þess verið getið í eldri heimildum að Staður og Húsatóptir ættu selstöðu í Hraunslandi. Einnig væri fráleitt að Hraun, sem sjálft hefði í seli í Hraunsseli, er liggi sunnan við Þrengslin, hefði þá ekki nýtt sér sitt land sjálft á Selsvöllum. Vísist hér einnig til þess sem Sesselja Guðmundsdóttir reki um örnefni á þessu svæði í greinargerðum sínum um merki á þessum slóðum.
Verði ekki fallist á aðalkröfu stefnenda gagnvart Krísuvík sé til vara gerð sama krafa og aðalkrafa, þó þannig að merkin verði um Trölladyngju en ekki Grænudyngju. Þetta byggist á því að þann 26. júní 1790 sé gefinn vitnisburður um landamerki Krísuvíkur. Þar greini sá sem skrifi undir lýsinguna frá því að hann hafi: „... heyrt af vissum mönnum, sem hér í Krísivík hafa verið, um landamerki þau, sem heyrt hafa henni, Krísivík, til, eru svoleiðis: Úr Raufarklett á Selatöngum og í Trölladyngju, úr Trölladyngju og í Gráhellu, úr Gráhellu og í Markrakkagil, úr Markrakkagili og Mígandagröf á fjalli, úr Mígandagröf á fjalli og í stein á Herdísarvíkurfjalli, úr þeim steini og á Seljabótarnef við sjó.
Landamerkjalýsing þessi sé staðfest af tveimur mönnum. Um samskonar lýsingu sé að ræða og lýsingarnar frá 1603, 1604 og 1629, nema að nú sé miðað við Trölladyngju í stað Dyngju í eldri heimildum, sem frekar bendi til Grænudyngju svo sem fyrr sé rakið.
Á það sé sérstaklega bent að lögmaður ríkisins í þjóðlendumálinu, Ólafur heitinn Sigurgeirsson hrl. hafi teiknað merki Krísuvíkur með þessum hætti upp á kort. Sé á því sérstaklega byggt á að með þessum hætti hafi stefndi íslenska ríkið viðurkennt að merki Krísuvíkur næðu ekki lengra til vesturs en að Trölladyngju.
Stefnendur vísi til landamerkjalaga nr. 5/1882 og 41/1919, með síðari breytingum, og meginreglna íslensks réttar um gildi landamerkjabréfa og túlkun þeirra, sem og til laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Þá sé vísað til 72. gr. stjórnarskrárinnar um friðhelgi eignarréttarins. Krafa um málskostnað sé reist á XXI. kafla laga nr. 91/1991.
III
Stefndi íslenska ríkið byggir kröfu sína um sýknu á landamerkjabréfi fyrir Krísuvík frá 14. maí 1890 sem lesið hafi verið á manntalsþingi fyrir Grindavíkurhrepp að Járngerðarstöðum 20. júní 1890. Einungis eitt lögformlegt landamerkjabréf sé til fyrir Krísuvík. Um gildi þess bréfs og túlkun sé ágreiningur. Bent sé á að lýsing í landamerkjabók sé öllum kunn og sé sú heimild sem byggt sé á við skoðun á merkjum jarða. Þinglesin landamerkjabréf hafi opinbert trúgildi (publica fides). Í því felist að grandlausir kaupunautar eigi að mega treysta því, að ákvæði þinglesinna bréfa þar sem landamerki séu sett eftir kennileitum, haldi gildi sínu, sbr. t.d. dóm Hæstaréttar frá 1971, bls. 16.
Í landamerkjabréfinu segi að landamerki Krísuvíkur séu þannig:
1. að vestan: Sjónhending úr Dágon (Raufarkletti), sem er klettur við flæðarmál á Selatöngum, í Trölladyngjufjallsrætur að vestan, sem er útbrunnið eldfjall norðanvert í Vesturhálsi; þaðan bein stefna í Markhelluhól háan steindranga við Búðarvatnssstæði.
2. að norðan: Úr Markhelluhól sjónhending norðanvert við Fjallið Eina, í Melrakkagil (=Markrakkagil) í Undirhlíðum og þaðan sama sjónhending að vesturmörkum Herdísarvíkur, eða sýslumörkum Gullbringu og Árnessýslu.
3. að austan: Samþykkt og þinglýst vesturmörk Herdísarvíkur; sjónhending úr Kóngsfelli sem er lág mosavaxin eldborg umhverfis djúpan gíg, á hægri hönd við þjóðveginn úr Selvogi til Hafnarfjarðar, örskammt frá veginum, í Seljabótarnef, klett við sjó fram.
4. að sunnan nær landið allt að sjó.
Þetta landamerkjabréf sé samþykkt af öllum eigendum Hvassahraunshverfis, þó með athugasemd frá O.V. Gíslasyni vegna Staðar og Húsatófta um að landamerkin að vestan séu úr Dágon eftir Núpshlíð og vesturfjallgarði og áfram í norðaustur. Jafnframt sé athugasemd um heiti Markhelluhóls, sem hafi ekki áhrif á legu landamerkjanna. Enginn vafi hafi því leikið á þessu af hálfu þeirra sem þá hafi átt land að Krísuvík, en lýsingin sé mjög skýr og ótvíræð og þurfi ekki að velkjast í vafa um að um sé að ræða Trölladyngjufjallsrætur að vestan. Allir landeigendur í Vatnsleysustrandarhreppi skrifi undir þetta. Sú skoðun stefnenda að landamerkjabréf fyrir Krísuvík, og raunar einnig fyrir Hraun, sé óskuldbindandi fyrir stefnendur sé röng að mati stefnda, enda sé hún ekki studd neinum tilvísunum til réttarreglna.
Í lögbundnum gerðardómi 4. nóvember 1936, hafi verið fjallað um landamerki Krísuvíkur og þar vísað til landamerkjabréfs 14. maí 1890. Hafi landamerkin þar verið sögð ágreiningslaus. Á sömu landamerkjum hafi verið byggt í afsali 29. september 1941. Í dómi landamerkjadóms Gullbringu- og Kjósarsýslu og Hafnarfjarðar í málinu nr. 329/1964 uppkveðnum 14. desember 1971, sé á því byggt sem óumdeildri og óhrekjanlegri staðreynd að landamerki Krísuvíkur séu þau sem lýst sé í landamerkjabréfinu frá 1890.
Stefnendur byggi ekki síst á því að í jarðabók Árna og Páls frá 1703 segi að Kálfatjörn eigi selstöðu þar sem heiti Sogasel og sé í Stóru-Vatnsleysulandi. Samkvæmt landamerkjabréfi Krísuvíkur frá 1890 ætti Sogasel á hinn bóginn, að liggja að stærstu leyti í landi Krísuvíkur. Um eignarréttarlega þýðingu selstaðna megi vísa til almennra niðurstaðna óbyggðanefndar en einnig sérstaklega til úrskurðar óbyggðanefndar nr. 1/2004, bls. 178. Þar segi: „Heimildir um seljabúskap [...] leiða ekki heldur til afdráttarlausrar niðurstöðu um eignarréttarlega stöðu svæðisins. Af jarðabókinni 1703 er ljóst að jarðir gátu átt sel hvort heldur í eigin landi, landi annarrar jarðar eða almenningum. Í almennum niðurstöðum óbyggðanefndar er rakið að á grundvelli nýlegra rannsókna hafi þeirri kenningu verið haldið fram að seljabúskapur hafi mjög snemma orðið mikilvægur þáttur í íslenskum landbúnaði. Í þeim rannsóknum hafi verið dregin sú ályktun að selstæði hafi í fyrstu verið í heimalöndum en snemma færst yfir á svæði sem öllum var heimilt að nýta. Þessi sameiginlegu sellönd hafi síðan komist í einkaeigu eða ábúendur einstakra jarða gert tilkall til þeirra.“ Ljóst sé að upplýsingar um mögulega selstöðu breyti ekki eignarrétti, enda þekkt að menn geti átt selstöðu úr landi annars manns.
Stefndi íslenska ríkið bendir á að Krísuvíkurkirkja hafi átt hlut í Vatnsleysu á Vatnsleysuströnd samkvæmt máldaga frá 1375 og fleiri gögnum allt þar til 1525 að Ögmundur Pálsson Skálholtsbiskup hafi lagt fyrir að selja skyldi Viðeyjarklaustri eignarhlutann, en þetta megi sjá í úrskurði óbyggðanefndar nr. 1/2004 á bls. 35. Spyrja megi hvort Vatnsleysa hafi notið þessa með því að öðlast heimild til selstöðu í Sogaseli í Krísuvíkurlandi. Þá megi ímynda sér að Kálfatjörn hafi síðar komist yfir selstöðuna með jarðaskiptum eða í krafti eignarráða. Samkvæmt máldaga Kálfatjarnarkirkju frá 1379 hafi hún átt þriðjung í Vatnsleysujörð og séu ýmsar heimildir fyrir því að Kálfatjörn hafi átt eignarhluta og ítök í Vatnsleysulandi fram á 19. öld, sbr. úrskurð óbyggðanefndar nr. 1/2004, bls. 77-85.
Landfræðileg rök virðist ekki fyrir því að Sogasel sé frekar nýtt frá Vatnsleysuströnd en Krísuvík. Hér megi athuga að í mati Kálfastrandarprestakalls árið 1855 segi sbr. úrskurð óbyggðanefndar nr. 1/2004, bls. 81: „Kálfatjörn á selstödu í svonefndu Sogaseli og hefur hún í margt ár ekki verid notud, því vegur er þangad svo langur og ógreidur ad ekki væri til vinnandi, nema fyrir svo mikin fénad, sem jördin ber ekki, nema hún fengi því meiri endurbætur. Selstodur eru ad sönnu nedar í heidini en þar fæst ekkert vatn handa fénadinum, þegar þerrar ganga á sumrum.“ Við mat á Kálfastrandarprestakalli árið 1867 hafi ennfremur sagt: „... Selstada fylgir jördinni í svo nefndu Sogaseli, en er vart notandi sakir fjarlægðar og óvegs þangað.“
Í stefnu sé fjallað allítarlega um vitnisburði um landamerki Krísuvíkur frá öndverðri 17. öld. Stefndi telji rétt að þessir vitnisburðir verði gaumgæfðir nánar. Í skjalasafni stefnda sé að finna afrit frá Þjóðskjalasafni af þessum vitnisburðum sem aflað hafi verið í tengslum við ágreining um norðurmerki jarðarinnar sem hafi lyktað með landamerkjadómi Gullbringu- og Kjósarsýslu og Hafnafjarðar frá 6. nóvember 1971. Í stefnu sé tekin upp vitnisburður tveggja manna frá 1603 að lýsingu manns að nafni Árni Björnsson á því hvar hann ,,gerst til vissi” um merki Krísuvíkur. Í því afriti sé ekki að finna lýsinguna ,,í Dyngju, úr Dyngju og fram eftir miðjum Selsvallahálsi, úr hálsinum og suður í Raufarklett við Selatanga”, eins og segir í stefnu. Þess í stað segir: ,,I dyngju/ og fram epter miðjum Selsvalla Halsi: Ur Hálsinum/ og sudur í Raufarklett vid Selatanga.” Síðan sé tekinn upp vitnisburður þeirra Jóns Hávarðssonar og Björns Tómassonar sem stafi frá sama tíma. Í vitnisburði Jóns sé svofelld lýsing á merkjunum: ,,ur Dyngiu og fram Epter selsvallar halse [svo] og sudur i raufar klett vid sela tanga”. Vitnisburður Björns sé næsta samhljóða.
Í stefnu séu dregnar tvær ályktanir af þessum heimildum ásamt vitnisburðum frá árinu 1629, úr kirkjuskjölum frá Stað í Grindavík. Segir þar að lýsingarnar bendi ,,eindregið” til þess að: ,,[landamerkin] sé nokkuð bein lína eftir fjallgarðinum er aðskilur sveitarfélögin að á þessu svæði allt frá Dágon að Markhelluhól. Tilvísun til ,,Dyngju” eigi hér við um fjallið Grænudyngju þar sem hún er hærri en fjallið Trölladyngja, og einnig þar sem Grænadyngja flúttar betur í landamerkjalínuna eftir há-fjallgarðinum. Þessi lína á sér einnig stoð í öðrum heimildum svo sem sóknarlýsingum.”
Við þessa ályktun megi gera athugasemdir. Til að byrja með ,,flútti” kröfulína stefnanda ekki betur en svo við Grænudyngju að hún liggi að mestu austan við hana. Að auki sé einungis smávægilegur hæðarmunur á dyngjunum. Samkvæmt nýlegu korti Landmælinga sé Grænadyngja 393 m en Trölladyngja 375 m. Meira máli skipti að sjálfsögðu hvernig legu þessara kennileita sé hagað í landinu. Ætla verði að hið stórgerðara nafn hafi verið valið á Trölladyngju vegna þess hve einkennandi fjallið megi teljast. Það sé sama ástæða og valdi því að fjallið ráði landamerkjum. Hér megi vísa til þess að Þorvaldur Thoroddsen segir í Ferðabók sinni að Trölladyngja sé ,,á norðurendanum á Núphlíðarhálsi”. Í úrskurði óbyggðanefndar nr. 1/2004, segir ennfremur að Trölladyngja sé ,,allhár fjallshryggur (375 m) sem rís tignarlega úr flatlendinu sem umlykur það”. Raunar virðist Trölladyngja þekktari en Grænadyngja og kunni það að vera ástæða þess að forliður heitisins sé ekki nefndur í hinum eldri vitnisburðum. Hér megi loks vísa til örnefnaskrár fyrir Hraun í Grindavík þar sem segi að Trölladyngja sé venjulega nefnd Dyngja.
Benda verði á að þessir gömlu vitnisburðir feli í sér líkindi til að markalínan hafi verið talin ,,brotin”, eða sveigð, eftir Selsvallahálsi. Vísbending geti falist í rithætti eins og bent hafi verið á. Einnig megi vekja athygli á því að í gögnum komi fyrir örnefnin Selsvallafjall og Selsvallaháls. Þegar rætt sé um Selsvallaháls megi telja líklegt að átt sé við fjallshlíðina vestur með Selsvallafjalli. Merkin hafi þá legið við hraunjaðarinn við brekkurætur hálsins en þar séu skýr gróðurskil. Þessi fjallsháls virðist einnig bera heitin Vesturháls og Núpshlíðarháls. Um örnefni þessi sé fjallað á bls. 34 í úrskurði óbyggðanefndar nr. 1/2004.
Hér megi tilfæra brot úr hinni þekktu ferðalýsingu Þorvalds Thoroddsen. Hann segir: ,,Fram með vesturhlíðum Núpshlíðarháls er víðast mjög grösugt og fallegt land milli hrauns og fjalls. Komum við fyrst að Hraunsseli (155m). Það er nú í rústum en ágætt gras er í kring og dálítil vatnsdeigla er í klettunum fyrir ofan. [...] Alla leið norður á Selvelli eru stórir gígar í röð í hrauninu fyrir neðan hálsinn. Selvellir eru stórar grassléttur norður með hálsinum norðanverðum, allt norður fyrir Trölladyngju.”
Hér beri einnig að athuga að þegar rætt sé um sjónhendingu í landamerkjabréfum merki það ekki endilega bein lína. Benda megi á ummæli Ágústs Guðmundssonar landmælingamanns. Hann segi að sjónhending merki ,,stefnu en ekki endilega að hægt sé að sjá óhindrað á milli staða“. Um þetta sé Ágúst sama máls og Magnús Már Lárusson sem segi í umfjöllun um norðurmerki Krísuvíkur: ,,Það má benda á að sjónhending merkir í vitnisburðum og merkjalýsingum oft stefnu, en ekki ætíð það að hægt sé að sjá óhindrað á milli”.
Ekki verði séð að merkjalínan samkvæmt eldri heimildum og þessum skilningi gangi í bága við landamerkjabréf Krísuvíkur frá 1890. Þar sé merkjalýsingin svofelld: ,,Sjónhending úr Dágon (Raufarkletti), sem er klettur við flæðarmál á Selatöngum, í Trölladyngjufjallsrætur að vestan, sem er útbrunnið eldfjall norðanvert í Vesturhálsi; þaðan bein stefna í Markhelluhól háan steindranga við Búðavatnsstæði”.
Eins og bent sé á í stefnu séu landamerkjabréf Vatnsleysustrandajarða mjög takmörkuð þegar komi að lýsingu ofanlendis. Þar sé oftast nær sagt ,,allt að landi Krísuvíkur” eða ,,svo langt sem land Vatnsleysustrandarhrepps nær”. Frá þessu sé eitt frávik um merki Þórustaða sem lýst sé í ,,hæsta hnúkinn á Grænavatnseggjum”. Telja verði að þetta frávik sé einungis gert í því skyni að ná fram stefnu í markalínu úr byggð. Eigandi Krísuvíkur hafi ekki ritað undir landamerkjabréf Þórustaða.
Nokkuð óljósar heimildir virðist um merki Vatnsleysujarða ofan byggðar sem kunni að helgast af því að eftir siðbreytingu hafi konungur átt allar jarðir í Vatnsleysustrandarhreppi nema Kálfatjörn, Bakka og Flekkuvík, sem hafi verið eign Kálfatjarnarkirkju. Einnig kunni óljósar hugmyndir um eignarráð í ofanlendinu að hafa ráðið nokkru. Með stefnu hafi m.a. fylgt ljósrit af umfjöllun um Vatnsleysustrandarhrepp í III. bindi jarðabókar Árna og Páls frá 1703. Þar sé þrykkt neðanmáls það sem hér segi: ,,Í Jarðabókinni er seðill og á honum þetta, sem á hjer við: Það sem Suðurnesjamenn kalla Almenning tekur til suður við Hvassahrauns land og Trölladyngjur, gengur so norðan til, þar sem hann mætir Ásslandi, so sem við taglið á Kapelluhrauni. Þá kemur Garðastaðarland og selstaða. Þar fyrir norðan tekur til það, sem Innesingar kalla kóngsland, gengur það norður og austur með fjöllunum inn að Elliðám og ...”
Samkvæmt þessu virðist hafa verið álitið að almenningur hafi náð allt til Trölladyngju og geti það skýrt að nokkru leyti hvers vegna lýsingin sé svo takmörkuð í merkjabréfum Vatnsleysustrandarjarða. Í heimildum beri raunar við að almenning þessum sé lýst ennþá stærri en hér sé gert. Um legu almenningsins, eignarráð yfir honum og nýtingu sé fjallað ítarlega í úrskurði óbyggðanefndar nr. 1/2004, bls. 104-110. Benda megi á að not í almenningnum virðist hafa verið heimil víða. Til að mynda greini Jarðabókin frá því að Sigurðarhús í Selvogi eigi samkvæmt munnmælum skógarítak ,,fyrir sunnan fjall fyrir innan almenninga, þar sem enn í dag eru kallaðar Strandartorfur”. Hin óljósa staða þessa svæðis um langan tíma veiki heldur kröfur stefnenda að áliti stefnda.
Með 4. tl. 1. gr. laga nr. 11/1936, sbr. lög nr. 101/1940, hafi ríkisstjórninni verið heimilað að taka jarðirnar Krísuvík og Stóra-Nýjabæ í Grindavíkurhreppi eignarnámi til þess að afhenda Hafnarfjarðarkaupstað og Gullbringusýslu jarðirnar, þannig að sýslan fengi í sinn hlut lítt ræktanlegt beitiland jarðanna til sumarbeita fyrir sauðfé samkvæmt skiptagerð framkvæmdri af þar til kjörinni matsnefnd. Matsnefndin hafi verið skipuð þeim Sveinbirni Jónssyni, hæstaréttarmálaflutningsmanni, Einari Arnórsson þáverandi hæstaréttardómara og Steingrími Steinþórssyni þáverandi búnaðarmálastjóra. Í matsgerð þeirra dags. 4. nóvember 1936, segi um landamerki jarðanna: ,,Landamerki eru greind í landamerkjaskrá 14. maí 1890 virðast vera ágreiningslaus. Hafa þau verið mörkuð á uppdrátt herforingjaráðs Dana af landinu og aðliggjandi löndum. Að vestan eru landamerkin sjónhending úr Dagon, sem er klettur við sjó á Selatöngum, og í rætur Trölladyngju að vestan og þaðan [...]”.
Telja verði að þessi matsgerð og eftirfarandi afsal ríkisins hafi byggt á því að merkin væru ágreiningslaus. Eflaust hafi matsmennirnir gengið úr skugga um að svo væri. Á hinn bóginn vísi þeir til herforingjaráðsuppdráttar sem sýni merki Krísuvíkurlands að nokkru leyti. Þar séu vesturmerkin hins vegar ekki sýnd nema að Trölladyngju. Að auki sé línan sýnd um austanverða Dyngju. Kort herforingjaráðsins hafi síðar verið leiðrétt að þessu leyti.
Í landamerkjadómi Gullbringu- og Kjósarsýslu og Hafnafjarðar frá 6. nóvember 1971 hafi meðal annars verið ágreiningur um norðurmerki Krísuvíkur. Í dóminum hafi Markhelluhóll verið staðsettur á norðurmörkum Krísuvíkur. Þar sé um að ræða hraunhól sem ekki sé mjög hár og á austurhlið hans sé klappað í stein stafirnir “KRV”, “ÓTTA” og “HVASSA”. Samkvæmt landamerkjabréfum Óttarsstaða, Hvassahrauns og Krísuvíkur sé steinn þessi hornmark jarðanna. Stefnendur miði stefnukröfur sínar við þetta mark. Megi hér athuga að efasemdir hafi komið fram um að þessi hóll sé upphaflegt merki milli jarðanna. Þannig hafi Magnús Már Lárusson ekki verið sannfærður um að hóllinn væri upphaflegur landamerkjapunktur en til þess væri að líta að hann hefði um langan tíma, eða frá 1890, verið haldinn ágreiningslaus af öllum landeigendum.
Hvað áhræri skilning eigenda Vatnsleysustrandarjarða á landamerkjunum megi benda á að eigandi Stóru-Vatnsleysu hafi breytt skoðunum sínum á merkjum jarðar sinnar við Krísuvík, eins og greini í úrskurði óbyggðanefndar nr. 1/2004, bls. 90-91.
Þá megi geta þess að í landamerkjabréfi Krísuvíkur frá 1890 beri merkjasteinn milli Ísólfsskála og Krísuvíkur hið óvenjulega heiti ,,Dágon (Raufarklettur)”. Í gögnum með stefnu sé að finna endurrit úr landamerkjabók sýslumannsins í Keflavík frá 1996. Þar segi að Sigurður Gíslason á Hrauni hafi bent aðilum að merkjum á hvar Dágon hafi staðið ,,u.þ.b. 1934-35” þegar hann hafi verið 13-14 ára. Um hafi verið að ræða klöpp sem hafi náð honum í hné, u.þ.b. metri í þvermál. Steinninn hafi verið upp af ,,vestri hleininni” en sjáist nú ekki lengur.
Um legu Dágon í dag muni naumast ágreiningur þótt svo kunni að hafa verið áður fyrr, sbr. t.d. umfjöllun jarðabókar Árna og Páls um Ísólfsskála, þar sem segi að ágreiningur sé við Krísuvík um landamerki hvað snerti selveiði.
Í blaðagrein í Alþýðublaðinu 8. október 1970 hafi verið sagt frá tilgátu dr. Jakobs Benediktssonar málfræðings, og útgefanda fornrita, um að steinninn taki heiti eftir samnefndum guði Filista. Samkvæmt því megi vera að kletturinn hafi áður borið nafnið Raufarklettur, eins og vitnisburðir frá 17. öld beri vitni um, en Dágon sé yngra heiti sem valið hafi verið af maklegleikum eftir að hann hafi brotnað. Hér megi hugsa sér að hafi valdið hið kunna Básendaflóð sem hafi riðið yfir aðfaranótt 9. janúar 1799 og spillt víða jörðum og brotið hús, svo vitnað sé í árbækur Espólín.
Stefndi íslenska ríkið telji því af og frá að stefnendum hafi tekist að sanna að þeir eigi eignarréttindi innan Krísuvíkur eins og jörðinni sé lýst í 120 ára gömlu landamerkjabréfi og því ófært að því verði vikið til hliðar. Sönnunarbyrðin sé öll á stefnendum að mati stefnda. Þeim hafi ekki tekist að sanna að landamerkjabréfið frá 1890 sé rangt og að þeir eigi ríkari rétt en þar sé lýst. Stefnendur geti engum landamerkjabréfum framvísað um sínar jarðir sem gangi gegn landamerkjalýsingu Krísuvíkurjarðarinnar, enda markist þeirra land af mörkum Krísuvíkur. Hafi þeir engin sjálfstæð sönnunargögn um austurmörk landa sinna. Á ýmsum þeirra landakorta sem stefnendur leggi fram séu mörkin annars vegar milli Vatnsleysustrandarhrepps og Grindavíkurhrepps og hins vegar milli Krísuvíkur og Vatnsleysustrandarjarða dregin vestan megin um Trölladyngjufjallsrætur. Það sé í fullu samræmi við það sem stefndi, haldi fram í málinu um mörk jarðanna og mörk umdæma.
Stefndi hafni því sem vísað sé til í stefnu að óvissa sé um hreppamörk á svæðinu. Stefndi bendi jafnframt á að landamerki jarða stefnenda markist af lýsingu á landamerkjum Krísuvíkur, en ekki sé byggt á neinni sjálfstæðri lýsingu á landamerkjum jarða Vatnsleysustrandar austanmegin. Mörk hreppa og sveitarfélaga fylgi jafnan mörkum jarða.
Sá skilningur stefnenda að stefndu séu að reyna að auka rétt sinn með einhliða landamerkjabréfum í bága við eldri heimildir sé rangur. Landamerkjabréf séu hins vegar mjög veigamiklar heimildir og ekki síst um jarðir og þurfi mikið til að koma svo að sönnunargildi þeirra verði vefengt. Undir þeim sönnunarkröfum hafi stefnendur ekki staðið. Sú regla sem stefnendur vísi hér til eigi við um þá aðstöðu þegar landeigendur reyni að leggja undir sig afréttarlönd, en ekki um landamerki milli nágrannajarða. Ekki sé hér um að ræða einhliða landamerkjabréf heldur þvert á móti landamerkjabréf samþykkt af Vatnsleysustrandarmönnum.
Vegna vísunar stefnenda til fornra lýsinga vitna bendi stefndi á að ekki liggi fyrir hvers vegna eða hvernig þeir vitnisburðir hafi verið gefnir og hvort þeir menn hafi átt hagsmuna að gæta, en jafnframt sé óljóst hversu kunnugir þeir hafi verið staðháttum.
Stefndi mótmæli sem röngum og ósönnuðum hugmyndum stefnenda um að svokölluð Dyngja sé Grænadyngja. Telji stefndi að þar sé átt við Trölladyngju, enda mun meira áberandi fjall í landslaginu. Gildi sama um aðrar sambærilegar hugmyndir stefnenda um örnefni sem miði að landvinningum þeirra á kostnað stefndu.
Stefndi mótmæli því að teikningar þáverandi lögmanns ríkisins úr þjóðlendumáli hafi bindandi áhrif í þessu máli, enda tvö óskyld mál að ræða og ekki réttaráhrif á milli á þann hátt.
Stefndi bendi á að þegar landamerkjabréf fyrir Krísuvík hafi verið gert hafi menn talið að því tilheyrði meira land en markað hafi verið, en prestur hafi ekki talið ástæðu til að teygja það eins langt og mögulega hefði mátt gera. Þyki ljóst að bréfið tilgreini síst of mikið land.
Stefndi hafni alfarið niðurstöðum í skýrslu Ágústs Guðmundssonar og telji þær ekki gildi hafa í málinu, enda hafi hann hvorki verið með stöðu matsmanns né aðra þá stöðu sem ljáð geti skoðun hans nokkurt vægi.
Hugleiðingum Sesselju Guðmundsdóttur sem gangi gegn hagsmunum og málsástæðum stefnda sé mótmælt sem röngum, ósönnuðum og þýðingarlausum.
Sama máli gegni um hugmyndir Geirs Bachmann frá 1840, en þeim sé mótmælt sem röngum og ósönnuðum að því leyti sem þær gangi gegn hagsmunum stefnda og landamerkjabréfi Krísuvíkur.
Stefndi bendi á að allar götur frá 1890 hafi gildi landamerkjabréfs Krísuvíkur ekki verið vefengt og ekki verið gerð nein tilraun að hnekkja því. Hafi allir hlutaðeigandi unað við það og byggt á því sem réttu. Stefndi vísi því til tómlætis af hálfu stefnenda hafi þeir einhvern tíma haft rétt eða réttmætar væntingar umfram það sem landamerkjabréfið tilgreini, en á grundvelli bréfsins hafi stefndu auk þess öðlast réttmætar væntingar til þess lands sem bréfið tilgreini. Hafi landamerkjabréfið tilgreint of mikið land fyrir Krísuvík þá hafi stefndi samt sem áður unnið eignarrétt til þess fyrir fulla hefð. Bréfið hafi verið samþykkt af hlutaðeigandi og því þinglýst sem réttmætri heimild. Þessu hafi stefnendur ekki hnekkt, en þeir beri alla sönnunarbyrði um að landmerkjabréfið sé rangt. Óljós landakort og órökstuddar hugleiðingar um örnefni dugi ekki til þess. Að öðru leyti sé málatilbúnaði, málsástæðum og lagarökum stefnanda mótmælt sem röngum og ósönnuðum.
Til stuðnings kröfu um málskostnað vísi stefndi til XXI. kafla laga nr. 91, 1991.
IV
Stefndi Hafnarfjarðarkaupstaður mótmælir öllum kröfum stefnenda, hvort heldur aðal- eða varakröfu eða málskostnaðarkröfu, svo og málsástæðum og lagarökum. Byggt er á því, að kröfum stefnenda verði ekki fundin viðhlítandi stoð í gögnum málsins. Því beri að sýkna stefndu. Þvert á móti sanni gögn málsins að landamerki séu í samræmi við það sem haldið sé fram af hálfu stefnda Hafnarfjarðarkaupstaðar. Málsástæður stefnda Hafnarfjarðarkaupstaðar byggi á gögnum málsins, svo og þeim réttarheimildum sem síðar verði tilgreindar.
Merki Krísuvíkur sé samkvæmt landamerkjabréfi, dagsettu 14. maí 1890 og þinglýstu 20. júní sama ár, lögbundnum gerðardómi uppkveðnum 4. nóvember 1936, sbr. lög nr. 11/1936, afsali íslenska ríkisins til stefnda Hafnarfjarðarkaupstaðar, dagsettu 20. febrúar 1941 og þinglýstu 24. sama mánaðar, sbr. fundargerð hins lögbundna gerðardóms frá 1. maí 1939, afsali íslenska ríkisins á öllu lítt ræktanlegu landi Krísuvíkurtorfunnar til sýslunefndar Gullbringusýslu (nú meðstefnda héraðsnefndar Suðurnesja), dagsettu 29. september 1941 og þinglýstu 18. nóvember 1941, dómi landamerkjadóms Gullbringu- og Kjósarsýslu og Hafnarfjarðar uppkveðnum 14. desember 1971 í máli nr. 329/1964. Um legu merkja jarðarinnar vísist til framlagðs landakorts.
Stefndi Hafnarfjarðarkaupstaður hafi gert tilkall til beins eignarréttar, þ.e. grunneignarréttar, yfir Krísuvíkurtorfunni allri (Krísuvík og Stóra-Nýjabæ), þar með talið yfir þeim hluta landsins þar sem ríkið afsalaði 1941 til sýslunefndar Gullbringusýslu (nú meðstefnda héraðsnefndar Suðurnesja) öllu lítt ræktanlegu landi til sumarbeitar fyrir sauðfé. Um ágreining þar að lútandi hafi verið fjallað í dómi Hæstaréttar 18. júní 1999, í máli nr. 40/1999.
Landamerkjalög hafi tekið gildi árið 1882. Í kjölfarið hafi verið gert landamerkjabréf fyrir Krísuvík, þar sem merkjum jarðarinnar sé lýst. Landamerkjabréfið sé dagsett 14. maí 1890. Samkvæmt bréfinu séu merki jarðarinnar að vestan, gagnvart Hrauni og Ísólfsskála í Grindavík og jörðum í Vatnsleysustrandarhreppi, „sjónhending úr Dagon (=Raufarkletti), sem er klettur við flæðarmál á Selatöngum, í Trölladyngjufjalls rætur að vestan, sem er útbrunnið eldfjall norðanvert í Vesturhálsi; þaðan bein stefna í Markhelluhól háan steindranga við Búðarvatnssvæði.“
Óumdeilt muni vera að „sjónhending“ merki í landamerkjabréfum og vitnisburðum oft stefnu, en ekki ætíð það að hægt sé að sjá óhindrað á milli.
Landamerkjabréf Krísuvíkur sé samþykkt af hálfu allra eigenda og umráðamanna jarða í Vatnsleysustrandarhreppi, hvort sem þær eigi land að Hrauni eða Krísuvík, þ.e. vegna Brunnastaða, Hlöðuneshverfis, Ásláksstaða, Knarrarness, Breiðagerðis, Auðnahverfis, Landakots, Þórustaða, Kálfatjarnarhverfis, Vatnsleysu og Hvassahrauns, auk þess að vera áritað vegna Hrauns og Ísólfsskála í Grindavík. Það sé ennfremur samþykkt af hálfu Óttarstaða, Strandakirkju og Garðakirkju. Loks sé bréfið áritað af hálfu jarðanna Staðar og Húsatópta. Með undirritun sinni hafi hlutaðeigandi viðurkennt merkin. Landamerkjabréfið sé því samþykkt af hálfu jarða allra stefnenda í málinu.
Landamerkjabréfið sé lesið á manntalsþingi fyrir Grindavíkurhrepp, að Járngerðarstöðum 20. júní 1890 og fært í þinglýsingabók og landamerkjabók og megi ætla að á því hafi verið byggt um merki svæðisins. Þetta bendi jafnframt til þess að lýsing merkja hafi verið í samræmi við það sem almennt hafi verið talið gilda. Þá sé ljóst að rétthafar Krísuvíkur hafi um langa hríð haft réttmætar ástæður til að vænta þess að merkjum landsvæðisins væri þar rétt lýst. Í kaflanum um Krísuvík í fasteignamati 1932 komi fram að landamerki séu ágreiningslaus. Í niðurstöðu sérstaks lögbundins gerðardóms frá 4. nóvember 1936, sem hafi átti að ákvarða eignarnámsbætur fyrir Krísuvík samkvæmt lögum nr. 11/1936, hafi byggt á landamerkjabréfinu og sagt að merki virtust ágreiningslaus. Í gerðardóminum hafi átt sæti Steingrímur Steinþórsson búnaðarmálastjóri, sem ákveðinn hafi verið matsmaður samkvæmt 2. mgr. 2. gr. laganna, Sveinbjörn Jónsson hæstaréttarmálflutningsmaður, skipaður af atvinnumálaráðherra og Einar Arnórsson hæstaréttardómari, skipaður af Hæstarétti. Dæmt hafi verið um norðurmörk Krísuvíkur í máli nr. 329/1964 fyrir landamerkjadómi Gullbringu- og Kjósarsýslu og Hafnarfjarðar, uppkveðnum 14. desember 1971, þar sem meðal annars hafi verið dæmt um hornmark Óttarstaða, Hvassahrauns og Krísuvíkur, þ.e. Markhelluhól, en þar sé landamerkjabréfið lagt til grundvallar. Með dómi Hæstaréttar Íslands í máli nr. 256/1995, uppkveðnum 10. október 1996, hafi verið leyst úr ágreiningi um mörk lögsagnarumdæma sveitarfélaga á mörkum Gullbringusýslu og Árnessýslu. Sýnist þar landamerkjabréf Krísuvíkur, auk annarra gagna, lagt til grundvallar niðurstöðu Hæstaréttar og héraðsdóms. Ljóst sé því að á landamerkjabréfinu hafi verið byggt í réttarframkvæmd.
Samkvæmt landamerkjabréfi Hrauns, dagsettu 17. júní 1890 og þinglýstu 20. sama mánaðar, séu merkin, gagnvart Krísuvík: „upp af Sogaselsdal, þá eftir Selsvallafjalli, til suðurs, samhliða landamerkjum jarðarinnar Krísuvíkur þar til að mið suður-öxl á Borgarfjalli ber í merktan klett við götuna á móklettum“. Landamerkjabréf Hrauns geti samrýmst landamerkjabréfi Krísuvíkur. Í því sambandi skuli minnt á að Hraunsbréfið sé meðal annars undirritað vegna Ísólfsskála og af Árna Gíslasyni eiganda Krísuvíkur með þessari athugasemd hans: „Hinsvegar tilgreind landamerki jarðarinnar Hrauns í Grindavík samþykkjast hjermeð að því leyti sem þau ekki koma í bága við landamerkjalýsingu Krísuvíkur, sem naumast getur hugsast, þar sem allir þrír eigendur Hrauns hafa samþykkt og undirskrifað hana óbreytta“. Hraunsbréfinu sé samkvæmt því mótmælt, að því marki sem það fari í bága við Krísuvíkurbréfið.
Málatilbúnaður stefnenda byggist að stórum hluta á málflutningi Sesselju Guðmundsdóttur, sem fram hafi komið í framlögðum greinargerðum hennar í málinu frá 1992 og 1993. Umfjöllun hennar og niðurstöðum sé mótmælt sem röngum, ósönnuðum og þýðingarlausum fyrir úrlausn málsins, enda til skrifa hennar stofnað beinlínis til þess að gagnast málatilbúnaði hreppstjórnar Vatnsleysustrandarhrepps og landeigenda í Vatnsleysustrandarhreppi gagnvart Grindavíkurhreppi og landeigendum þar, vegna fyrirhugaðra girðingarframkvæmda á þessum árum. Sesselja skrifi: „Mjög mikilvægt er að landamörkum sé komið á hreint sem fyrst og að hreppsnefndin haldi vöku sinni svo land hreppsins haldist óskert“.
Stefnendur byggi á því að landamerkjabréf Krísuvíkur hafi ekki verið undirritað af öllum hlutaðeigandi, nánar tiltekið ekki Sigurði Jónssyni og Guðjóni Jónssyni vegna Stóru-Vatnsleysu, og því sé landamerkjabréfið ógilt. Þessu mótmæli stefndi Hafnarfjarðarkaupstaður. Stefndi byggi á því, að hvorki Sigurður né Guðjón hafi þurft að undirrita landamerkjabréfið, enda hafi hvorugur þeirra verið þinglýstur eigandi að landi Stóru-Vatnsleysu þegar landamerkjabréf Krísuvíkur hafi verið gert í maí 1890 og þinglýst í júní sama ár. Landamerkjabréfið fullnægi því öllum skilyrðum laga nr. 5/1882 um landamerki. Þann 15. júní 1891 sé lesinn á manntalsþingi fyrir Vatnsleysustrandarhrepp á Brunnastöðum kaupsamningur og afsal, þar sem Sigurður afsali Guðjóni 1/3 hluta úr vesturhelmingi jarðarinnar Stóru-Vatnsleysu. Kaupsamningurinn sé sagður dagsettur 4. desember 1889 en afsalið 18. október 1890. Tekið sé fram í kaupsamningnum, að kaupanda sé heimilt að nýta sér sem sína eign jarðarhlutann frá næstu fardögum, enda hafi hann lokið peningaafborgun þeirri sem áskilin hafi verið. Við þinglýsinguna hinn 15. júní 1891 er rituð svofelld athugasemd í þinglýsingarbókina: „Aths: Eignarheimild seljanda er óþinglesin“. Í raun liggi ekkert fyrir um að Sigurður og Guðjón hafi yfirleitt verið raunverulegir og löglegir eigendur að hluta Stóru-Vatnsleysu á þeim tíma sem máli skiptir og sé því mótmælt sem ósönnuðu að svo hafi verið.
Verði talið að Sigurður og/eða Guðjón hafi þurft að undirrita landamerkjabréf Krísuvíkur, sé byggt á því að Sæmundur Jónsson og Stefán Pálsson hafi gert það fyrir þeirra hönd, sem eigendur Stóru-Vatnsleysu, með eigin undirritun.
Hvað sem öðru líði gæti landamerkjabréfið ekki talist ógilt og óskuldbindandi í heild sinni, þótt undirritun vantaði, og héldi bréfið vitaskuld gildi gagnvart þeim, sem hafi undirritað bréfið. Þá sé rétt að hafa í huga, að landamerkjabréfið sé auðvitað því betri heimild um landamerkin, sem fleiri hafi undirritað. Merkin væru þá að minnsta kosti viðurkennd af hálfu þeirra, sem hafi undirritað, sem væru þá allir landeigendur utan þessara tveggja.
Stefnendur sýnist taka undir hugleiðingar Sesselju Guðmundsdóttur um að bændur í Vatnsleysustrandarhreppi hafi gert mistök með því að samþykkja landamerkjabréf Krísuvíkur. Sesselja reyni þó ekki að draga fjöður yfir þá staðreynd, að Strandarbændur hafi samþykkt Krísuvíkurbréfið. Hún segi: „Nú er staðreyndin sú að allir Strandarbændur, svo og Hraunsmenn, samþykktu Krísuvíkurbréfið með undirskrift sinni, og þar með mörkin í Trölladyngjufjallsrætur“. Hafi þeir gert mistök, sem sé mótmælt sem ósönnuðu af hálfu stefnda Hafnarfjarðarkaupstaðar, breyti það þó engu um að landamerkin samkvæmt Krísuvíkurbréfinu séu eftir sem áður þannig samþykkt og standi óhögguð.
Í stefnu sé því haldið fram að sumir þeirra, sem hafi undirritað landamerkjabréf Krísuvíkur, hafi gert athugasemdir. Séu í því efni tilteknar jarðirnar Hvassahraun, Staður og Húsatóptir. Þessari málsástæðu sé mótmælt. Um hana sé það að segja, að athugasemdin af hálfu Hvassahrauns hafi lotið að örnefninu Markhellu/Markhelluhól. Það merki sé óumdeilt í máli þessu og raunar dæmt í áðurnefndum landamerkjadómi frá 14. desember 1971. Að öðru leyti hafi landamerkjabréfið verið samþykkt vegna Hvassahrauns. Varðandi athugasemdina af hálfu Staðar og Húsatópta skuli bent á, að þær jarðir séu ekki í Vatnsleysustrandarhreppi, heldur í Staðarhverfi í Grindavík og eigi því ekki land að Krísuvík. Eigendur Staða og Húsatópta séu ekki aðilar að þessu dómsmáli. Ekki verði séð að athugasemdir þeirra geti haft þýðingu í málinu, enda séu landamerki Krísuvíkur samþykkt athugasemdalaust að því er snerti þau merki, sem gerður sé ágreiningur um í stefnu, vegna allra jarða sem séu aðilar að málinu.
Hvað sem öðru líði sé rétt að hafa í huga, að athugasemd Odds V. Gíslasonar á Krísuvíkurbréfið vegna Staðar og Húsatópta beri fremur með sér, að áliti stefnda Hafnarfjarðarkaupstaðar, að hann hafi talið merkjalínuna vestan megin við Núpshlíðarháls (Vesturháls/Selsvallaháls), þ.e. með hraunjaðrinum vestan megin. Það geti samræmst athugasemd Sesselju Guðmundsdóttur, þegar hún skrifi að hann sé „þarna líklega að reynda að vernda Selstöðu Grindvíkinga á Selsvöllum“.
Þá kunni áritun af hálfu Staðar og Húsatópta að skýrast af ítaksréttindum og/eða eftirfarandi texta Árna Gíslasonar, eiganda Krísuvíkur, í niðurlagi landamerkjabréfsins: „Af ókunnugleika mínum hef jeg látið sýna landamerkjalýsingu þessa sumum, sem engan eignarrjett hafa yfir landi við landamerkin að vestan (jeg vildi vera viss um að engum yrði sleppt, sem land ætti að), t.d. Grindavíkurpresti, eigendum Brunnastaðatorfunnar o.fl., svo ekki verður af undirskriptunum einum ráðið, að hinir undirskrifaðir eigi allir land að landamerkjum Krísuvíkur, og verður það bezt sjeð á merkjalýsingum þeirra þegar þær kom í ljós, svo hinar óþörfu undirskriptir þurfa engan vafa eða misskilning að gjöra. Á. Gíslason“.
Stefnendur haldi því fram, að byggja skuli á gömlum vitnisburðum. Þrátt fyrir það sé engin grein gerð fyrir því hvert hafi verið tilefni þeirra, hverja hagsmuni vitnin hafi haft og hvort og þá hversu staðkunnug þau hafi verið. Þeir hafi því ekkert sönnunargildi. Afrit af vitnisburðum frá 1603, 1604 og 1790 sem lögð hafi verið fram séu að mestu leyti ólæsileg. Því sé ekki hægt að taka afstöðu til þeirra. Reynist framburður vitnanna í samræmi við lýsingar í stefnu, skuli þó nefnt, að um sé að ræða lýsingu vitna árin 1603 og 1604 á landamerkjum eins og þau hafi talið þriðja mann hafa lýst þeim. Vitnisburðurinn frá 1790 byggist líka á því sem vitnið hafði heyrt eftir öðrum „... vissum mönnum, sem hér í Krísivík hafa verið...“. Þá ræði vitnið um „Trölladyngju“, og sé framburðurinn því í beinni andstöðu við aðalkröfu stefnenda, sem þó byggi á framburðinum.
Þá megi vekja athygli á því að í gögnum málsins komi fyrir örnefnin Selsvallafjall og Selsvallaháls. Sennilegt sé að þegar rætt sé um Selsvallaháls sé átt við fjallshlíðina vestur með Selsvallafjalli. Við brekkurætur hálsins sé hraunjaðar, en þar séu skýr gróðurskil. Þessi fjallsháls sýnist einnig stundum sagður heita Vesturháls og Núpshlíðarháls.
Hvað sem öðru líði verði að hafa í huga að landamerkjabréf Krísuvíkur, sem sé undirritað af öllum hlutaaðeigandi og þinglesið, sé yngra en vitnisburðirnir, sem geti því ekki raskað merkjabréfinu, ef ósamræmi verði talið vera milli þeirra og bréfsins. Þó verði ekki betur séð en að vitnisburðirnir fái samræmst landamerkjabréfi Krísuvíkur.
Mótmælt sé vangaveltum stefnenda um „Dyngju“ sem Grænudyngju og túlkunum þeirra á öðrum örnefnum og staðsetningu þeirra. Þá sé því mótmælt að Grænadyngja „flútti betur“ en Trölladyngja í landamerkjalínuna, enda liggi hún að mestu austan við hana. Hæð þessara kennileita geti heldur ekki ráðið úrslitum, Trölladyngja sé 375 metrar, en Grænadyngja 393 metrar. Meira máli skipti hvernig legu þessara kennileita sé háttað í landinu. Ætla verði að Trölladyngju hafi verið valið nafn vegna þess hve einkennandi fjallið megi teljast. Það sé sama ástæða og valdi því að fjallið ráði landamerkjum.
Hugleiðingum stefnenda um að merki Krísuvíkur liggi um Trölladyngju, en ekki í rótum hennar vestan til sé mótmælt sem ósönnuðum. Sama sé um hugleiðingar um að sjónhending úr Dágon í rætur Trölladyngju sé ekki bein stefna þar á milli og það séu ekki rétt merki. Ennfremur hugleiðingum um að Strandarmenn hafi ritað undir Krísuvíkurbréfið í þeirri fullvissu, að sjóhendingin væri um Vesturhálsinn sjálfan, en ekki sléttlendið vestan hans. Engar heimildir, sem mark sé á takandi, styðji hið gagnstæða. Mótmælt sé að meint afstaða fyrrverandi lögmanns ríkisins til einstakra kennileita skipti máli eða hafi eitthvert sönnunargildi í málinu. Gögn um meinta afstöðu hans hafi ekki verið lögð fram. Meint afstaða hans geti hvað sem öðru líði ekki bundið stefnda Hafnarfjarðarkaupstað. Þá sé mótmælt hugleiðingum stefnenda um staðsetningu Framfells.
Landamerkjabréf jarða í Vatnsleysustrandarhreppi, með einni undantekningu, tilgreini ekki ákveðin merki til suðurs, og engin merki ofarlega í landinu. Í þeim segi einungis ýmist „... svo langt sem land Vatnsleysustrandarhrepps nær“ eða „... að landi Krísuvíkur“. Landamerkjabréf Vatnsleysustrandarjarða séu óundirrituð og ósamþykkt af hálfu Krísuvíkur. Þau séu því í reynd ekki annað en einhliða lýsingar eigenda þeirra. Því sé mótmælt sem ósönnuðu að Árni Gíslason, eigandi Krísuvíkur, hafi undirritað landamerkjabréf Knarrarness, Breiðagerðis, Auðna, Landakots, Þórustaða og Kálfatjarnar árið 1891. Einhliða yfirlýsingar bænda í Vatnsleysustrandarhreppi þar um, hvort sem þær hafi verið lesnar á manntalsþingum eða ekki, sbr. einhliða yfirlýsingu þeirra frá 1920 um bann við tiltekinni landnotkun, hafi ekkert sönnunargildi í þessu sambandi eða um önnur atriði í málinu, enda beri framlögð landamerkjabréf jarðanna slíka áritun ekki með sér. Þá sé því jafnframt ranglega haldið fram í nefndri einhliða yfirlýsingu að landamerkjabréf greindra jarða hafi verið þinglesin í Grindavíkurhreppi. Jafnvel þótt hið gagnstæða yrði talið sannað, þ.e. að Árni hafi áritað bréfin og þau verið þinglesin í Grindavíkurhreppi, þá breyti það engu um að landamerkjabréf Vatnsleysustrandarjarða fari samkvæmt orðum sínum ekki í bága við landamerkjabréf Krísuvíkur. Einungis í Þórustaðabréfinu sé getið um örnefni til suðurs sem sé innan landamerkja Krísuvíkur, þ.e. Grænavatnseggjar, en það fái augljóslega ekki staðist. Ljóst sé að þar sé fremur lýst stefnu en endimarki, sbr. orðalagið „... þaðan beina stefnu alla leið að landi Krísuvíkur í Grindavíkurhreppi, eftir sjónhendingu úr Hrafnafelli í hæsta hnjúkinn á Grænavatnseggjum.“
Að því er varði landamerki Kálfatjarnar sérstaklega skuli bent á að í lögfestu fyrir Kálfatjörn frá árinu 1790 sé merkjum jarðarinnar til vesturs eingöngu lýst í Sýrholt, þ.e. frá Þórustaðaborg og í Sýrholt, og merkjum til austurs í Flekkuvíkursel. Það styrki ekki kröfur stefnenda. Athyglisvert sé að merkjum Kálfatjarnar, sem liggi að jörðinni Þórustöðum, sem í einhliða landamerkjabréfi lýsi eystri merkjum í Grænuvatnseggjar, sé ekki lýst „... að landi Krísuvíkur“ fyrr en í landamerkjabréfinu 1884, en það bréf sé óundirritað af hálfu Krísuvíkur, eins og reyndar öll landamerkjabréf Vatnsleysustrandarjarða, svo sem áður sé lýst.
Stefnendur geti ekki aukið við eignarrétt sinn með einhliða heimildum, sem fari í bága við undirrituð og þinglýst landamerkjabréf.
Sumir stefnenda virðist vera í mótsögn við sjálfa sig í málatilbúnaði sínum. Í vettvangsgöngu um jarðirnar Hvassahraun og Vatnsleysu hinn 9. október 2002 hafi verið ekið inn að Höskuldarvöllum. Settur hafi verið niður hæll á stað við Trölladyngju sem Sæmundur Þórðarson á Stóru-Vatnsleysu, einn stefnenda í máli þessu, hafi talið vera mörk við Krísuvík, en hællinn hafi verið settur niður við „suðvesturrætur fjallsins“. Í þessu felist ótvíræð viðurkenning stefnandans Sæmundar í verki á því, að lýsing merkja í landamerkjabréfi Krísuvíkur sé rétt. Með í för hafi verið umboðsmenn Hitaveitu Suðurnesja (nú stefnandans HS Orku hf.) vegna spildu úr Hvassahrauni. Þeir hafi engar athugasemdir gert vegna staðsetningar hælsins, að því er séð verði.
Sú staðreynd að landamerkjabréf stefnenda tilgreini ekki ákveðin merki til suðurs, heldur lýsi merkjum ýmist „... svo langt sem land Vatnsleysustrandarhrepps nær“ eða „... að landi Krísuvíkur“, staðfesti hið alkunna, að sveitarfélagamörk ráði merkjum Krísuvíkur og jarða í Vatnsleysustrandarhreppi. Dómkröfur stefnenda geri þrátt fyrir þetta ráð fyrir því, að land innan marka annars sveitarfélags færist til stefnenda og jarðir þeirra liggi þannig í fleiri en einu sveitarfélagi. Það standist augljóslega ekki.
Í samþykktu og þinglesnu landamerkjabréfi Krísuvíkur frá 1890 sé lýst ítökum í land annarra og ítökum annarra í land Krísuvíkur. Um hið síðarnefnda sé meðal annars tiltekið: „Mánaðar selsátur í Sogum, sunnanvert við Trölladyngju, samkvæmt munnmælum og vitnisburði kunnugra manna, eign Kálfatjarnarkirkju.“ Ljóst sé því, að ágreiningslaust hafi verið milli þeirra sem hafi undirritað landamerkjabréf Krísuvíkur, þar á meðal eigendur og umráðamenn jarða í Vatnsleysustrandarhreppi, að Sogasel („Sog“), sunnanvert við Trölladyngju, væri í landi Krísuvíkur. Þetta hafi menn viðurkennt og samþykkt með undirritun sinni. Stefndi Hafnarfjarðarkaupstaður byggi á því, að leggja beri það til grundvallar í máli þessu.
Að öðru leyti sé byggt á því, að ekki verði dregnar haldbærar ályktanir um landamerki af seljabúskap á landsvæðinu. Til þess séu heimildir of gloppóttar, reistar á minni og tilskrifum manna, sem mismikla þekkingu hafi á svæðinu, auk þess sem heimildum beri í grundvallaratriðum ekki saman. Þannig sé þekking Geirs Bachmanns, prests á Stað í Grindavík, dregin í efa, enda hafi hann einungis verið búsettur á svæðinu í skamman tíma þegar hann hafi samið sóknarlýsingu Grindavíkursóknar 1840-1841. Geir hafi fengið Staðarprestakall árið 1835, en hafi áður dvalið í Keflavík frá árinu 1832. Þá verði að hafa í huga tilefni einstakra skrifa. Þannig sé engin leið að líta á skrif Sesselju Guðmundsdóttur frá 1992 og 1993 sem hlutlausa, fræðilega umfjöllun, heldur miklu fremur sem hluta af málatilbúnaði hreppstjórnar Vatnsleysustrandarhrepps og landeigenda í Vatnsleysustrandarhreppi gagnvart Grindavíkurhreppi og landeigendum þar, vegna fyrirhugaðra girðingarframkvæmda á þessum árum, svo sem fyrr sé lýst.
Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns frá 1703 sé Sogasel sagt vera í landi Stóru-Vatnsleysu. Stefndi Hafnarfjarðarkaupstaður telji það ekki vera rétt. Hugsanlega sé um rugling að ræða, sem helgist af því að Krísuvíkurkirkja hafi um tíma átt hlut í Vatnsleysu, en hugsast geti að Vatnsleysa hafi notið þess með því að fá selstöðu í Sogaseli í Krísuvíkurlandi, sem Kálfatjarnarkirkja hafi síðar komist yfir með jarðaskiptum eða í krafti eignarráða. Hvað sem öðru líði sé því mótmælt að jarðabókin hafi eitthvert sönnunargildi um þetta tiltekna atriði. Guðrún Ólafsdóttir geri ráð fyrir því í grein sem hún hafi ritað árið 1979 í „Söguslóðir. Afmælisrit helgað Ólafi Hanssyni sjötugum“, er beri heitið „Um sel og selstöður í Grindvíkurhreppi“, að selstöður, sem Jarðabók Árna og Páls nefni og jarðir í Grindavíkurhreppi hafi nýtt, hafi verið innan marka hreppsins. Stangist það á við umsögn Geirs Bachmanns í sóknarlýsingunni 1840-1841, sem segi Selsvelli í Strandamannalandi, og greinargerðir Sesselju Guðmundsdóttur frá 1992 og 1993. Skrifum Geirs og Sesselju sé mótmælt, eins og áður sé vikið að.
Í úrskurði óbyggðanefndar í máli nr. 1/2004 sé komist að þeirri niðurstöðu, að heimildir um seljabúskap leiði ekki til afdráttarlausrar niðurstöðu um eignarréttarlega stöðu svæðisins. Af jarðabók Árna og Páls frá 1703 sé ljóst að jarðir hafi getað átt sel, hvort heldur í eigin landi, landi annarrar jarðar eða almenningum.
Samkvæmt landamerkjabréfi Krísuvíkur frá 1890 ætti Sogasel að vera í landi Krísuvíkur, ef mörkin séu við Trölladyngjufjallsrætur. Hvað sem öðru líði sé landamerkjabréf Krísuvíkur yngra en Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns og sóknarlýsing Geirs Bachmanns, samþykkt af hlutaðeigandi og þinglýst athugasemdalaust um þau merki sem fjallað sé um í þessu máli og gangi því framar jarðabókinni og sóknarlýsingunni.
Umfjöllun Geirs Bachmanns í Lýsingu Grindavíkursóknar frá 1840 um landamerki á svæðinu að öðru leyti geti af framangreindum ástæðum ekki haft neitt sönnunargildi. Mótmælt sé að lýsing Jóns Vestmanns á Selvogsþingum frá 1840 sanni eitthvað í málinu, enda ræði hann um „Vigdísarháls“. Sama gildi þótt átt væri við Vesturhálsinn. Þá sé mótmælt skrifum annarra ónefndra, sem lögð hafi verið fram í máli þessu, sem séu í andstöðu við landamerkjabréf Krísuvíkur. Í þeim komi í reynd ekkert fram, sem hnekkt geti Krísuvíkurbréfinu.
Stefnendur byggi á landakortum af svæðinu frá ýmsum tímum, en tekið sé fram í stefnu að hreppamörk hafi í þeim lengi „verið á flækingi og skráð sem óviss mörk“. Ekki verði því með vissu dregnar haldbærar ályktanir af þeim um merki milli jarða á svæðinu, í andstöðu við þinglesin landamerki Krísuvíkur. Sönnunargildi landakorta sé afar takmarkað, þar sem jafnan sé ekki fyrir að fara vitneskju um hver nákvæmlega hafi unnið þau og yfirleitt sé ekkert vitað um á grundvelli hvaða heimilda merki séu sett á kortin og hvernig. Landakortin séu auk þess gerð síðar en þinglýst landamerkjabréf Krísuvíkur, sem gert sé í samræmi við landamerkjalög, og haggi því ekki gildi þess. Hvað sem öðru líði sé rétt að hafa í huga, að sveitarfélagamörk á mörgum landakortanna, sem stefnendur hafi lagt fram í málinu, fái samræmst landamerkjabréfi Krísuvíkur, eftir að kortin hafi verið endurskoðuð og leiðrétt.
Skýrsla Ágústs Guðmundssonar virðist vera unnin einhliða fyrir stefnendur og í þágu málatilbúnaðar þeirra. Niðurstöðum hans sé mótmælt sem röngum, ósönnuðum og þýðingarlausum. Þá megi vekja athygli á, að hreppamörk á þessu landsvæði virðist engri óvissu háð samkvæmt gildandi kortum Landmælinga Íslands og styðji því að landamerkjabréf Krísuvíkur sé rétt um merki.
Þegar Krísuvík hafi verið tekin eignarnámi 1936 hafi gerðardómurinn vitnað til korts Dana um merkin, þannig: „Hafa þau verið mörkuð á uppdrátt herforingjaráðs Dana af landinu og aðliggjandi löndum“. Í beinu framhaldi lýsi gerðardómurinn merkjunum á nákvæmlega sama hátt og þeim sé lýst í landamerkjabréfi Krísuvíkur, sem gerðardómurinn hafði áður tekið fram að hafi virst vera ágreiningslaus. Gerðardómurinn sjálfur hafi því teiknað merkin inn í samræmi við lýsinguna og landamerkjabréfið. Ekkert liggi fyrir um að gerðardómurinn hafi teiknaði þessi merki inn á uppdráttinn með öðrum hætti en þeim, sem hann hafi lýst og samræmist landamerkjabréfi Krísuvíkur. Ekkert liggi heldur fyrir um til hvaða uppdráttar herforingjaráðs Dana sé þarna vísað.
Í stefnu sé því haldið fram, að líta beri heildstætt á landamerkjabréfin í ljósi eldri heimilda og taka beri tillit til landfræðilegra aðstæðna og örnefna. Því sé mótmælt af hálfu stefnda Hafnarfjarðarkaupstaðar að eldri heimildir eða landfræðilegar aðstæður og örnefni styðji kröfur stefnenda. Þvert á móti séu landfræðilegar aðstæður þannig að afar ósennilegt sé að bændur í Vatnsleysustrandarhreppi hafi getað nýtt land handan hraunbreiðanna. Þá séu engin örnefni tilgreind í landamerkjabréfum jarðanna til suðurs, eins og áður sé rakið. Samkvæmt Jarðbók Árna Magnússonar og Páls Vídalín frá 1703 hafi jarðir á Vatnsleysuströnd átt frjálsa kolagjörð í almenningum. Slíkt hefði ekki komið til ef jarðirnar hefðu átt það land, sem kröfugerð þeirra nái til. Heimildir séu ekki um nýtingu Selsvalla frá bæjum á Vatnsleysuströnd. Hraunbreiður fyrir ofan Strandarheiði og Vatnsleysuheiði hafi um aldir verið ófærar öllum og því litlar heimildir um landnot Vatnsleysustrandarjarða á því svæði. Auk þess sé ekki fyrir að fara neinum eldri heimildum, sem eitthvað hald sé í, sem réttlætt geti að samþykktu og þinglýstu landamerkjabréfi Krísuvíkur sé vikið til hliðar. Loks geti stefnendur ekki sýnt fram á að merki Krísuvíkur styðjist ekki við eldri heimildir og örnefni, en um það beri þeir sönnunarbyrði.
Lýsing Sigurðar Gíslasonar á Hrauni í Grindavík á smalamennsku í Grindavíkurhreppi, dagsett 10. nóvember 2004, styðji að merkjum sé rétt lýst í landamerkjabréfi Krísuvíkur.
Þeirri málsástæðu stefnenda að landamerkjabréf Krísuvíkur sé óskuldbindandi fyrir stefnendur sé samkvæmt framansögðu mótmælt. Slíkt eigi sér enga stoð í réttarreglum eða gögnum málsins. Almenn sönnunarregla sé að sá sem véfengi undirskrifað, þinglýst landamerkjabréf hafi sönnunarbyrðina fyrir því að merkin séu röng. Sú sönnun hafi stefnendum ekki tekist, að því er varði landamerkjabréf Krísuvíkur. Byggt sé á því, að stefnendum hafi ekki tekist að færa sönnur á kröfur sínar.
Eins og fyrr sé nefnt, beri gögn málsins ekki með sér að ágreiningur hafi verið gerður af hálfu stefnenda eða þeirra, sem þeir leiði rétt sinn frá, um landamerki Vatnsleysustrandarjarða gagnvart Krísuvík fyrr en árið 1996 og þá eingöngu gegn meðstefnda íslenska ríkinu. Fram til þess tíma hafi merkjalýsingin aldrei verið dregin í efa, hvorki í orði né verki, að því er séð verði. Í því sambandi sé rétt að hafa í huga, að ekkert liggi fyrir um að sá ágreiningur, sem risið hafi um landamerki Krísuvíkur í upphafi 17. aldar, hafi lotið að merkjum milli Vatnsleysustrandarjarða og Krísuvíkur. Ágreiningurinn sem dæmt hafi verið um í landamerkjadómi Gullbringu- og Kjósarsýslu og Hafnarfjarðar 14. desember 1971 hafi lotið að norðurmörkum Krísuvíkurlands og suðurmörkum Hafnarfjarðarkaupstaðar. Þá verði ekki séð að stefnendur hafi haldið fram kröfum sínum fyrr en með málsókn þessari, að frátöldum kröfulýsingum fyrir óbyggðanefnd á árinu 2004 og beiðnum eiganda Stóru- og Minni-Vatnsleysu árin 2006 og 2008, sem hafnað hafi verið af hálfu meðstefnda íslenska ríkisins. Engin ágreiningur hafi hins vegar verið gerður við stefnda Hafnarfjarðarkaupstað, hvað þá kröfum beint á honum, fyrr en með stefnu í máli þessu. Byggt sé á því að kröfur stefnenda og tilkall þeirra til hins umþrætta lands, svo og meint réttindi á þeim grunni, séu, hvað sem öðru líði, fallin niður fyrir langvarandi aðgerðarleysi og tómlæti.
Landsvæðin, sem stefnendur geri tilkall til úr jörðinni Krísuvík, hafi verið nýtt frá jörðinni svo lengi sem vitað sé og lengur en fullan hefðartíma. Ef svo ólíklega færi að talið yrði að landsvæði þessi hefðu tilheyrt stefnendum og að kröfur og meint réttindi stefnenda væru ekki fallin niður vegna aðgerðarleysis og tómlætis sé á því byggt, að stefndi Hafnarfjarðarkaupstaður og/eða fyrri heimildarmenn hans hafi unnið hefð á landi innan merkja Krísuvíkurlandsins með útilokandi afnotum þess. Stefnendur hafi ekki gert tilraun til þess að slíta hefðartímanum með málssókn, en frestur til þess sé nú liðinn.
Bæði aðal- og varakröfu stefnenda sé mótmælt með öllum framangreindum rökum. Á því sé byggt að með vísan til þeirra beri að sýkna stefnda Hafnarfjarðarkaupstað af dómkröfum stefnenda í máli þessu.
Um lagarök vísist til meginreglna eignaréttar, eldri laga um landamerki nr. 5/1882 og yngri laga nr. 41/1919, sönnunarreglna einkamálaréttarfars, sbr. lög nr. 91/1991 um meðferð einkamála, og eldri og yngri laga um þinglýsingar, svo og laga um hefð nr. 46/1905. Krafa um málskostnað styðst við XXI. kafla laga nr. 91/1991, einkum 1. mgr. 130. gr.
V
Stefndu Héraðsnefnd Suðurnesja, Sigurður Guðjón Gíslason, Ingibjörg Magnúsdóttir, Heiðrún Lára Kristjánsdóttir, Helga Elísabet Kristjánsdóttir og Laufey Katrín Kristjánsdóttir byggja á því að kröfur stefnenda eigi ekki rétt á sér, enda ákvarðist merki Hrauns gagnvart landi stefnenda af landamerkjabréfi jarðarinnar frá 17. júní 1890 og merki Krísuvíkur af landamerkjabréfi dagsettu 14. maí 1890 og ákvörðun lögbundins gerðardóms 4. nóvember 1938 og afsali íslenska ríkisins á landi Krísuvíkurtorfunnar til sýslunefndar Gullbringusýslu 29. september 1941 og þinglýstu 18. nóvember 1941, svo og af dómi landamerkjadóms Gullbringu- og Kjósarsýslu og Hafnarfjarðar í málinu nr. 329/1964 uppkveðnum 14. desember 1971.
Merki Hrauns séu samkvæmt landamerkjabréfi dagsettu 17. júní 1890 og þinglýstu hinn 20. júní 1890, sem hér segi: „... úr miðjum ,,markabás” (Punktur nr. 1) í fjöru er mark á klöpp er aðskilur land jarðarinnar frá landi jarðarinnar Þórkötlustaðir, þaðan liggja mörkin til heiðar vestan til við Húsafell (Punktur nr. 3) og yfir Vatnsheiðin (/Punktur nr. 4), þaðan sem sjónhending ræður að Vatnskötlum (Punktur nr. 5) fyrir norðan Fagradalsfjall, þaðan til austurs á Selvallafjall (Punktur 6) upp af Sogaselsdal, þá eftir Selsvallafjalli til suðurs samhliða landamerkjum jarðarinnar Krísuvíkur þar til að mið suður-öxl á Borgarfjalli ber í merktan klett (Punktur nr. 7) við götuna á Móklettum (Punktur nr. 8). Skal sú sjónhending ráða merkjum frá landi jarðarinnar Ísólfsskála, þaðan til suðurs fram yfir festargnípu (Punktur 9) í fjöru ...“
Landamerkjabréfið sé áritað fyrirvaralaust um samþykki, meðal annars af Kálfatjarnarprestinum Árna Þorsteinssyni fyrir Kálfatjarnarkirkjuland. Samþykki hans bendi eindregið til þess að Strandarmenn hafi almennt talið merkjum Hrauns rétt lýst í landamerkjabréfinu. Krafa Kálfatjarnar nú beinist að skerðingu bæði á landi Hrauns og Krísuvíkur.
Um legu landamerkjanna og hornpunkta vísist til framlagðs landakorts, en þar sé að finna örnefni í landamerkjabréfinu. Punktur nr. 2 á landakorti sé ekki nefndur í landamerkjabréfinu 1890, en við hann hafi verið miðað svo lengi sem elstu menn muni og sé hann í svokölluðum Leitishól, en merki milli Hrauns og Þórkötlustaða hafi svo lengi sem elstu menn muni og lengur verið miðuð við hól þennan. Þetta álitaefni skipti þó ekki máli í dómsmáli þessu og sé ekki til úrlausnar.
Í úrskurði óbyggðanefndar í máli nr. 1/2004 sé tilvísun í greinargerð í fasteignamati Gullbringusýslu 1916. Þar sé að finna lýsingu á merkjum Hrauns þar sem segi: „Landamerki að vestanverðu, svonefndur markabás á Slokatá þaðan beina línu vestan í vatnsheiði í Kálffell, þaðan í vatns katla (steinker) fyrir norðan Fagradalsfjall, þaðan að Sogaseli fyrir norðan Selsvelli í Selsvalla fjalli, þaðan til suðurs eftir háfjallinu í göngumannaskarð á Núphlíð, þaðan í götuna hjá móklettum, þaðan yfir há-Festarfjall á sjó út.“
Höfundur þessarar lýsingar hafi ekki haft landamerkjabréf jarðarinnar við höndina en lýsingunum beri að mestu saman. Landamerkjabréf Hrauns eigi sér stuðning í eldri gögnum.
Á manntalsþingi Gullbringusýslu 31. maí 1920 hafi bóndinn á Hrauni, Hafliði Magnússon, mótmælt landamerkjalýsingu fyrir Auðnahverfi 12. júní 1886 og þinglesinni yfirlýsingu um landamerki fyrir Knarrarnes, Breiðagerði, Auðna, Landakot, Þórustaði og Kálfatjörn frá maí 1920, en það séu einkum eigendur þessara jarða, sem geri tilkall til eignarréttinda yfir landi innan þinglesinna merkja jarðarinnar Hrauns, þ.e. norðurhluta landsins.
Í landamerkjaskrá fyrir Krísuvík, dags. 14. maí 1890, lesinni á manntalsþingi fyrir Grindavíkurhrepp að Járngerðarstöðum hinn 20. júní 1890, segi: „Landamerki Krísuvíkur eru: 1. að vestan: sjónhending úr Dágon (Raufarkletti), sem er klettur við flæðarmál á Selatöngum, í Trölladyngjufjallsrætur að vestan, sem er útbrunnið eldfjall norðanvert í Vesturhálsi; þaðan bein stefna í Markhelluhól háan steindranga við Búðarvatnsstæði. 2) að norðan: Úr Markhelluhól sjónhending norðanvert við Fjallið Eina, í Melrakkagil (=Markrakkagil) í Undirhlíðum og þaðan sama sjónhending að vesturmörkum Herdísarvíkur, eða sýslumörkum Gullbringu og Árnessýslu. 3) að austan: Samþykkt og þinglýst vesturmörk Herdísarvíkur s: sjónhending úr Kóngsfelli sem er lág mosavaxin eldborg umhverfis djúpan gíg á hægri hönd við þjóðveginn úr Selvogi til Hafnarfjarðar, örskammt frá veginum, í Seljabótarnef, klett við sjó fram.4) að sunnan nær landið allt að sjó.“
Landamerkjabréfið sé samþykkt af Hvassahraunshverfi með einni athugasemd um Markhellu/Markhelluhól. Merkin séu meðal annars samþykkt af eigendum Vatnsleysulands, Þórustaða, Auðnarhverfis, Knarrarness, Ásláksstaða, Hlöðunestorfunnar, Kálfatjarnarkirkjulands og Brunnastaðatorfunnar. Á þessum tíma hafi því ekki neinn vafi á því leikið, að land Krísuvíkur næði í Trölladyngjurætur að vestan og sé lýsingin afar skýr og ótvíræð að þessu leyti og engin hætta á að Strandarmenn hafi misskilið merkjalýsinguna.
Merki jarðarinnar séu einnig samkvæmt lögbundnum gerðardómi uppkveðnum 4. nóvember 1936 og afsali íslenska ríkisins á landi Krísuvíkurtorfunnar til sýslunefndar Gullbringusýslu dags. 29. september 1941 og þinglýstu 18. nóvember 1941, svo og samkvæmt dómi landamerkjadóms Gullbringu- og Kjósarsýslu og Hafnarfjarðar í málinu nr. 329/1964 uppkveðnum 14. desember 1971, sem hér segi: „Að vestan eru landamerkin sjónhending úr Dágon, (punktur 1) sem er klettur við sjó á Selatöngum, og í rætur Trölladyngju (punktur 2) að vestan og þaðan í Markhelluhól (punktur 3) svonefndan við Búðarvatns stæði. Þaðan að norðan sjónhending norðanvert við Fjallið eina í Melrakkagil í Undirhlíðum (punktur 4) og þaðan sjónhending að vesturmörkum Herdísarvíkur í punkt, sem ákveðinn er í dómi landamerkjadóms 14. desember 1971 (punktur 5). En að austan vesturmörk Herdísarvíkur, og eru þau sjónhending úr Kóngsfelli í Seljabótarnef (punktur 7), sem er klettur við í sjó fram. Að sunnan nær landið að sjó. [Síðastgreind lína er nú á korti dregin frá punkti 5 í svonefndan Sýslustein (punktur 6) og þaðan í Seljabótarnef (punktur 7).“
Samkvæmt fyrrgreindu afsali sé undanskilið land, sem íslenska ríkið hafi afsalað Hafnarfjarðarkaupstað með afsalsbréfi 20. febrúar 1941 og sé þannig afmarkað: „Að vestan, beina stefnu í norður úr Hælsvík (punktur 8) í Borgarhól (punktur 9), þar sem hann er hæstur, úr Borgarhóli eftir Sveifluhálsi í vestustu vík Kleifarvatns (punktur 10), að bera í ysta odda Hvammholtstanga. Að norðan ræður Kleifarvatn, í syðsta odda víkur þeirrar, er gengur úr vatninu vestan við Geithöfða (punktur 11) og að austan þaðan beina stefnu í réttvísandi suður til sjávar, í Keflavík (punktur 12). Að sunnan ræður sjór þó þannig, að óhindraður umferðarréttur áskilst Gullbringusýslu fyrir búpening og til annarrar umferðar, um svæði upp frá sjó, er sé a.m.k. 60 metrar á breidd, enda séu engar girðingar eða umferðarhindranir á þeirri leið.“
Landamerki þessi hafi verið ákveðin af matsnefnd samkvæmt lögum nr. 11/1936, sem skipuð hafi verið til að meta jarðirnar Krísuvík og Stóra-Nýjabæ. Ríkisstjórnin, sýslunefnd Gullbringusýslu og bæjarstjórinn í Hafnarfirði hafi óskað eftir því að nefndin ákvæði merki milli lands þess í Krísuvík sem fallið hafi til Hafnarfjarðar og þess sem fallið hafi til sýslunnar. Hafi það verið gert á fundi nefndarinnar 1. nóvember 1939. Merkjunum sé lýst með orðum nákvæmlega eins og í fyrrgreindu afsali. Jafnframt hafi nefndin afmarkað merkin á kort, sem fylgi fundargerð fundarins. Eins og kort þetta beri með sér beri að draga beina línu úr Borgarhóli í vestustu vík Kleifarvatns.
Landamerki Krísuvíkur til vesturs séu skýr og ótvíræð og ókleift að draga legu þeirra í efa. Verði nánari grein gerð fyrir sjónarmiðum eigenda Hrauns og Krísuvíkur þegar fjallað verði um rökstuðning stefnenda. Einnig þyki rétt að víkja að því hvort vafi leiki á eignarrétti stefnda, Héraðsnefndar Suðurnesja, að jörðinni Krísuvík að undanskildum þeim hluta jarðarinnar sem ríkið hafi afsalað Hafnarfjarðarbæ 20. febrúar 1941. Vakin sé á því athygli að er landamerkjabréfið fyrir Krísuvík hafi verið gert hafi verið tekið fram að ýmsir ,,eignuðu kirkjunni talsvert meira land, sem jeg ekki finn ástæðu til að taka til greina, geti hlutaðeigendur orðið ásáttir um landamerki þau, sem hjer eru talin.“ Krísuvíkurlandið hafi því verið talið víðlendara og um það verið heimildir, en presturinn hafi talið affarasælast að fara sáttaleið í stað þess að gæta ýtrustu réttinda jarðarinnar.
Enda þótt merki jarðanna Hrauns og Krísuvíkur kunni að skarast og ef til vill sé ekki fullt samræmi milli merkjalýsinga jarðanna sé sá hugsanlegi ágreiningur ekki til úrlausnar í máli þessu og hafi engin áhrif á málsástæður stefndu í dómsmáli þessu. Í málinu sé einungis deilt um það hvort stefnendum takist að sanna að þeir eigi eignaréttindi innan þinglesinna merkja jarða stefndu þannig að víkja beri frá 120 ára gömlum þinglýstum landamerkjabréfum jarðanna.
Sveitarfélögin Vatnsleysustrandahreppur og Grindavík eigi sér sameiginleg mörk og séu Krísuvík og Hraun austan merkjanna og jarðir stefnenda vestan markanna. Mörkin séu á landamerkjum jarða stefnenda og stefndu, en svo sem alkunna sé séu hreppamörk dregin þannig að hver jörð um sig eigi einungis land innan eins sveitarfélags. Hreppamörk séu því ekki dregin um lönd jarða heldur um ytri merki jarða og falli því saman sveitarfélagamörk og landamerki aðliggjandi jarða.
Stefnendur geri í máli þessu kröfur um að land innan marka Grindavíkur tilheyri jörðum í Vatnsleysustrandarhreppi. Jafnframt geri stefnendur sér grein fyrir að slík kröfugerð sé ósannfærandi og leitist því við að draga í efa að vitað sé hvar mörk sveitarfélaganna liggi. Þessu viðhorfi stefnenda sé hafnað. Í landamerkjabréfum jarða stefnenda sé iðulega sagt að land þeirra nái svo langt sem land Vatnsleysustrandahrepps nái eða að land jarðanna nái að landi Krísuvíkur í Grindavíkurhreppi. Hreppamörk ráði því merkjum Strandarjarðanna gagnvart jörðum stefndu. Sveitarfélögin eigi ekki aðild að máli þessu að öðru leyti en Grindavík sé stefnt sem eiganda Krísuvíkur. Ekki séu því gerðar kröfur um breytingu eða staðfestingu á sveitamörkum.
Sveitarfélagamörk séu mikilsvert sönnunargagn um landamerki jarða. Þegar svo standi á, eins og í máli þessu, að gögn um hreppamörk og landamerki jarða falli saman sé því sem næst útilokað að hnekkja landamerkjabréfum jarðanna. Minnt sé á að merkjum jarða stefnenda til austurs sé ekki lýst í landamerkjabréfum jarðanna, heldur sé látið nægja að treysta á merki jarða sem við taki. Merki Hrauns og Krísuvíkur og sveitarmörk ráði því merkjum jarða stefnenda, sem búi ekki við nein sjálfstæð sönnunargögn um austurmörk jarða sinna.
Íslenska ríkið hafi tekið jarðirnar Krísuvík og Stóra-Nýjabæ eignarnámi samkvæmt heimild í lögum nr. 11/1936. Matsnefnd hafi verið skipuð til að ákveða bætur og sé mat hennar dagsett 4. nóvember 1936. Segir þar meðal annars að afhenda skuli Gullbringusýslu beitiland jarðarinnar (þ.e. lítt ræktanlegt land jarðarinnar) sem afréttarland. Matsnefndin hafi metið það land sérstaklega til kaupverðs 5.000 krónur. Þann 20. febrúar 1941 hafi íslenska ríkið selt Hafnarfjarðarbæ úrskiptan hluta jarðarinnar o.fl. Þann 29. september 1941 hafi ríkið afsalað sýslunefnd Gullbringusýslu öllu beitilandi Krísuvíkur og Stóra-Nýjabæjar, að undanskildu landi sem afsalað hafði verið Hafnarfirði. Tekið sé fram að afsalað sé landi. Sýslunefndin hafi greitt fullt verð fyrir landið samkvæmt mati matsnefndar. Um heimild til sölunnar sé vísað til laga nr. 101/1940, sbr. lög nr. 11/1936. Tekið sé fram í afsali að sýslan ,,greiði alla skatta og skyldur af landinu sem falla í gjalddaga eftir 1. janúar 1941.“ Undanskilin sölunni til sýslunnar hafi verið ítök og ýmis hlunnindi. Stefndi, Héraðsnefnd Suðurnesja, hafi tekið við réttindum og skyldum sýslunefndar Gullbringusýslu, þar á meðal eignarráðum yfir Krísuvíkurjörðinni. Afsalinu hafi verið þinglýst 18. nóvember 1941 og hafi það hlotið sömu meðferð og önnur afsöl fyrir landareignum og greidd hafi verið þinglýsingar- og stimpilgjöld í samræmi við það. Héraðsnefndin sé talin eigandi landsins samkvæmt veðmálabókum. Hið afsalaða land sé talið eign sýslunnar í Fasteignabók 1942-43.
Í landamerkjadóminum frá 1971 fari bæði Jarðeignadeild ríkisins og sýslusjóður Gullbringusýslu með fyrirsvar fyrir Krísuvíkurjörðina. Íslenska ríkið hafi haft mikilsverðra hagsmuna að gæta sem eigandi hlunninda innan marka jarðarinnar og sýslunefndin sem handhafi grunneignarréttarins. Á landamerkjabréfi frá 16. febrúar 1980, undirrituðu af íslenska ríkinu, sé skýrt tekið fram að sýslunefndin sé eigandi Krísuvíkurlandsins, en íslenska ríkið sé eigandi ýmissa réttinda í Krísuvíkurlandinu. Því sé ljóst að meðstefndi, íslenska ríkið, fari ekki með hlutdeild í grunneignarréttinum að Krísuvíkurlandinu en kunni sem eigandi ýmissa réttinda að hafa lögvarða hagsmuni af aðild að dómsmáli þessu.
Hér á eftir verði gerð grein fyrir því að stefnendur sem eigendur jarða í Vatnsleysustrandarhreppi búi ekki yfir landamerkjabréfum fyrir jarðir sínar né öðrum sönnunargögnum sem styðji stefnukröfur þeirra þess efnis að þeir eigi eignartilkall til lands innan þinglesinna landamerkja jarðanna Hrauns og Krísuvíkur. Í stefnu séu raktar lýsingar á austurmerkjum jarða stefnenda. Eins og þar megi sjá séu merkin til austurs í engu tilviki staðsett t.d. með tilvísun í þekkt örnefni. Ýmist sé vísað til þess að jarðirnar nái jafnt langt og land hreppsins er talið eða að landi Krísuvíkur.
Meðal sönnunargagna sem stefnendur leggi fram séu landakort af þrætusvæðinu frá ýmsum tímum, en þó öll yngri en landamerkjabréfin fyrir Hraun og Krísuvík. Stefnendur taki fram að merkjalínur á kortunum séu breytilegar. Af því virðist ekki annað leiða en að ekkert verði á þeim byggt í málinu um landamerki jarða stefndu gagnvart jörðum stefnenda að því marki sem þau séu í andstöðu við þinglesin landamerki jarða stefndu. Hafa beri í huga, að ekki sé um ágreining að ræða milli málsaðila, sem rakinn verði til mismunandi lýsinga í landamerkjabréfum jarðanna vestan og austan hreppamarka. Engar merkjalýsingar sé að finna í landamerkjabréfum jarða stefnenda. Því sé ekki um að ræða árekstur milli jafnstæðra sönnunargagna. Að svo miklu leyti sem stefnendur byggi stefnukröfur sínar á landakortum sé sönnunargildi þeirra lítið sem ekkert í þeim tilvikum, þar sem þau séu í andstöðu við viðtekin og lögbundin sönnunargögn eins og þinglesin landamerkjabréf, sem gerð séu samkvæmt fyrirmælum laga undir eftirliti sýslumanns. Sjaldnast sé vitað eftir hvaða heimildum mörk milli sveitarfélaga séu dregin á landakort. Sönnunargildi þeirra um slík mörk séu því afar takmörkuð. Þrátt fyrir það sé rétt að vekja athygli á því að á fjölmörgum þeirra landabréfa sem stefnendur leggi fram, séu vesturmörk Grindavíkur og Krísuvíkur dregin fyrir vestan Trölladyngju, svo sem landamerkjum Krísuvíkur sé lýst í landamerkjabréfinu frá 14. maí 1890, en á því bréfi sé byggt í máli þessu af hálfu stefndu. Yngri landakort geti ekki hrundið þinglýstum landamerkjabréfum.
Hæstiréttur hafi fjallað um sönnunargildi landamerkjabréfa með þessum hætti í málinu nr. 48/2004: „Við mat á gildi landamerkjabréfa og því hvert sé inntak eignarréttar á svæði, sem þar er lýst, skiptir almennt máli hvort um er að ræða jörð eða annað landsvæði, en þekkt er að landamerkjabréf hafa ekki eingöngu verið gerð fyrir jarðir, heldur einnig til dæmis afrétti, sem ekki tengjast sérstaklega tiltekinni jörð. Felur landamerkjabréf fyrir jörð í sér ríkari sönnun fyrir því að um eignarland sé að ræða þótt jafnframt verði að meta gildi hvers bréfs sérstaklega.“ Samkvæmt þessu sjónarmiði Hæstaréttar þurfi mikið að koma til að landamerkjabréfi um jörð verði hnekkt sem sönnun um merki jarðar. Að því er best sé vitað hafi dómstólar ekki vikið landmerkjabréfi til hliðar á grundvelli upplýsinga á landabréfum. Hafna verði með öllu niðurstöðum Ágústs Guðmundssonar og sé þeim mótmælt sem röngum. Landmerkjabréf stefnenda séu ekki samþykkt af eigendum og umráðamönnum Hrauns og Krísuvíkur. Þau séu þinglesin á manntalsþingi Vatnsleysustrandahrepps.
Í stefnu komi fram að Sesselja Guðmundsdóttir sé hvatamaður að málsókn þessari og séu málsástæður stefnenda einkum sóttar í skrif hennar. Sjónarmið hennar hafi og verið borin fram í óbyggðanefndarmáli nr. 1/2004, og sé til þeirra vísað í stefnu. Sesselja telji að Grindvíkingar hafi verið að eigna sér hluta hreppslands Vatnsleysustrandarhrepps. Segi Sesselja meðal annars um Selsvelli ,,... þar með ein fegursta náttúruperla Reykjanesskagans, Selsvellir.“ Í sama skjali gangi Sesselja út frá því að líklegt sé að Krísuvíkurbréfið sé fullgilt ,,... því allir aðilar skrifuðu undir það“. Vísar Sesselja til yfirlýsingar frá 1920 þar sem umráðamenn tiltekinna jarða stefnenda hafi látið í ljósi álit (,,teljum vjer“) sitt á merkjum gagnvart Krísuvík. Þar sé því ranglega haldið fram að landamerkjabréf greindra jarða hafi verið þinglesin í Grindavíkurhreppi og að séra Árni Gíslason í Krísuvík hafi staðfest þessi merki. Þessu sé öllu mótmælt sem röngu. Ennfremur því að Knarrarnes sé fyrsti bærinn á Ströndinni sem eigi land að Krísuvíkurlandi en ekki Hraunslandi. Hugleiðingum hennar sem gangi í berhögg við landamerkjabréf Hrauns og Krísuvíkur sé mótmælt sem ósönnuðum, röngum og þýðingarlausum fyrir úrlausn máls þessa. Sama sé að segja um aðrar framlagðar greinargerðir Sesselju í málinu.
Í stefnu segi að byggt sé meðal annars á þinglýstum landamerkjabréfum stefnenda. Ekkert verði á þeim byggt um merkin þar sem í þeim sé endimörkum jarðanna ekki lýst sjálfstætt. Þá telji stefnendur að ýmsar eldri heimildir styðji túlkun þeirra á landamerkjabréfunum. Með þessari málsástæðu viðurkenni stefnendur að ekki verði við lýsingar í bréfunum stuðst heldur þurfi að túlka bréfin. Veiki það óneitanlega sönnunargildi þeirra. Þá sé á því byggt í stefnu að þinglesin landamerkjabréf Hrauns og Krísuvíkur séu einhliða yfirlýsingar eigenda jarðanna, sem hafi ekki hlotið samþykki allra eigenda jarða stefndu. Krísuvíkurbréfið sé samþykkt af öllum eða flestum umráðamönnum jarða í Vatnsleysustrandarhreppi. Hraunsbréfið sé staðfest af sóknarpresti Strandarmanna og hafi upphaflega verið litið svo á af Hraunsmönnum, að hann væri í fyrirsvari fyrir þá að þessu leyti og því ekki talin ástæða til að afla fleiri áritana. Sú kenning stefnenda, að landamerkjabréfin fyrir Hraun og Krísuvík séu óskuldbindandi fyrir stefnendur, eigi sér ekki stoð í réttarreglum. Því betur sem bréfin séu úr garði gerð því meira verði sönnunargildi þeirra. Sönnunargildi landamerkjabréfa stefnenda, sem þeir byggi málssóknina á, sé nánast ekkert samkvæmt þessu þar sem þau séu ekki samþykkt af nokkrum manni í Grindavíkurhreppi.
Þá telji stefnendur að landeigendur geti ekki aukið við land sitt með einhliða landamerkjabréfum, sem fari í bága við eldri heimildir. Án þess að tekin sé afstaða til staðhæfingar þessarar þá sé minnt á að reglan, sem stefnendur vísi til, eigi við um það er dómstólar hafi talið að eigendur jarða hafi aukið við land sitt með því að leggja undir sig afréttarlönd en ekki lönd nágrannajarða. Landamerkin séu ekki einhliða ákveðin heldur með samþykki Strandarmanna og þau séu ekki í andstöðu við eldri heimildir sem sönnunargildi hafi.
Stefnendur telji og að líta beri heildstætt á landamerkjabréfin í ljósi eldri heimilda og taka tillit til landfræðilegra aðstæðna og örnefna. Stefnendur geti ekki sýnt fram á að merki jarða stefndu styðjist ekki við eldri heimildir og örnefni. Þar sem réttindi stefndu styðjist við þinglesin og samþykkt merki hafi stefnendur sem vefengi þau sönnunarbyrðina um að þau lýsi ekki réttilega merkjum milli jarða málsaðila. Stefndu haldi því fram og byggi á því að engar eldri heimildir sem mark sé á takandi styðji við endurskoðun landamerkja Hrauns og Krísuvíkur með dómi í þágu stefnenda.
Stefnendur telji að byggja skuli á fornum lýsingum vitna. Ekki sé gerð grein fyrir því hvert hafi verið tilefni yfirlýsinga vitnanna, hverjir hafi verið hagsmunir þeirra og hvort og þá hversu staðkunnug vitnin hafi verið. Gildi vitnisburða þessara sem sönnunargagna sé því ekkert. Afrit af vitnisburðum frá 1603, 1604 og 1790 séu með öllu ólæsileg. Vakin sé athygli á að stefnendur telji aðeins að vitnisburðir þessir ,,bendi eindregið til“ þess hvernig landamerki liggi, en telji ekki um sönnun að ræða. Mótmælt sé hugleiðingum stefnenda um Dyngju sem Grænudyngju. Sama sé að segja um túlkanir stefnenda á öðrum örnefnum og staðsetningu þeirra í því skyni að færa merki Krísuvíkur til austurs og auka þannig land stefnenda.
Hugleiðingum í stefnu um misskilning Strandarmanna sé mótmælt sem röngum og bent á skýrleika landamerkjabréfs Krísuvíkur. Sú röksemd að miða beri landamerkin við hæsta hnjúkinn á Grænavatnseggjum samkvæmt landmerkjabréfi Þórustaða sé ekki á rökum reist. Orðrétt segi: ,,... þaðan beina stefnu alla leið að landi Krísuvíkur í Grindavíkurhreppi, eftir sjónhendingu úr Hrafnafelli í hæsta hnjúkinn á Grænavatnseggjum.“ Hér sé lýst stefnu merkjalínu en tekið fram að hún endi þar sem land Krísuvíkur taki við. Hnjúkurinn sé ekki landamerkjapunktur.
Upplýsingar um selstöðu breyti engu um landamerki milli jarða, enda geti menn átt rétt til selstöðu í annars manns landi til dæmis samkvæmt samningi. Jarðabókin hafi ekki sönnunargildi um að Sogasel hafi verið í landi Stóru-Vatnsleysu.
Rétt sé að vekja athygli á að landamerkjabréf Hrauns sé lesið á manntalsþingi Grindavíkurhrepps, en ekki á manntalsþingi Vatnsleysustrandarhrepps. Sama eigi við um landamerkjabréf fyrir Krísuvík. Landamerkjabréf fyrir jarðirnar í Vatnsleysustrandarhreppi séu þinglesin á manntalsþingi fyrir hreppinn að Brunnastöðum. Almennt hafi verið látið nægja að þinglýsa landamerkjum á manntalsþingi þess hrepps, sem jörð tilheyri. Ekki hafi verið algengt að afla samþykkis á merkjum hjá eigendum í öðrum hreppum, enda þótt jarðir lægju saman á hreppsmörkum. Það hafi þó verið gert í tilviki Krísuvíkur og að hluta í tilviki Hrauns. Strandarmenn hafi ekki aflað samþykkis eigenda jarða í Grindavíkurhreppi, enda þótt jarðir lægju saman. Veiki þetta mjög sönnunargildi landamerkjabréfa stefnenda, en styrki að sama skapi sönnunargildi bréfa Hrauns og Krísuvíkur.
Stefnendur dragi í efa réttmæti þeirra orða í landamerkjabréfi Hrauns þar sem segi: „... þaðan til austurs á Selsvallafjall, upp af Sogaselsdal“. Stefnendur geri ágreining um hvaða fjall beri heitið Selsvallafjall. Vilji þeir flytja fjallið til suðurs og auka þannig verulega við land sitt úr landi Hrauns. Stefnendur ásælist Selsvelli og með staðhæfingum um legu fjallsins sunnar falli Selsvellir utan merkja Hrauns. Á Selsvallafjalli séu landamerkin klöppuð í stein. Ekki sé ágreiningur um hvar Sogaselsdalur eða Sogin séu. Eina fjallið upp af Sogunum sem til greina komi sé Selsvallafjall. Útilokað sé með öllu að lýsa stað fjalls þess, sem stefnendur telji vera Selsvallafjall, sem ,,upp af Sogaselsdal“. Engin tengsl séu milli fjallsins sem stefnendur nefni til sögunnar og Sogaselsdals. Það fjall sé langt suður af Sogaselsdal. Af landamerkjabréfi Hrauns sé ljóst við hvaða fjall landamerkin miðist. Sogaselsdalur standi mun lægra en Selsvallafjall og því sé eðlilegt að segja að fjallið sé upp af dalnum. Ekki sé um áttatilvísun að ræða. Með öllu sé útilokað að minnst hefði verið á Sogaselsdal í merkjalýsingunni, ef hafi verið að lýsa Selsvallafjalli á þeim stað, sem stefnendur telji það vera. Þar sem stefnendur telji vera Selsvallafjall sé ekkert fjall, heldur Núpshlíðarháls, sem nefnist Selsvallaháls þegar norðar dragi. Punktur stefnenda virðist vera í hlíðum Núpshlíðarháls.
Með öllu sé óljóst hvar Framfell sé réttilega og sé hugleiðingum stefnenda þar um hafnað sem röngum. Engin rök hafi verið færð fram fyrir staðhæfingu stefnenda um stað Framfells. Til frekari skýringa á stöðum og örnefnum vísist til skýrslna Sigurðar Gíslasonar og sona hans á Hrauni.
Hafnað sé gildi og túlkun umsagna Geirs Bachmann frá 1840 um aðstæður á þrætusvæðinu. Hann hafi ekki verið vel kunnugur staðháttum og umsögn hans hafi ekki sönnunargildi.
Staðhæfingar um að það að Hraunsmenn hafi haft í seli í Hraunsseli, en ekki á Selsvöllum, bendi til að Selsvellir hafi ekki verið innan merkja Hrauns séu ekki réttar og val á selstöðu Hrauns eigi sér búskaparlegar skýringar.
Mótmælt sé hugleiðingum stefnenda um að merki Krísuvíkur liggi um Trölladyngju, en ekki í rótum hennar vestan til. Fyrir þessu séu engar heimildir sem máli skipti. Hugsanleg afstaða lögmanns ríkisins skipti hér engu máli.
Lögð sé á það áhersla að landsvæði þau, sem stefnendur geri tilkall til úr jörðunum Hrauni og Krísuvík hafi verið nýtt frá jörðunum svo lengi sem vitað sé og lengur en fullan hefðartíma. Stefnendur hafi ekki gert reka að því að slíta hefðartímann með málssókn og sé það nú of seint.
Samkvæmt framanrituðu byggi stefndu á því, að landamerkjum jarða þeirra sé rétt lýst í 120 ára gömlum landamerkjabréfum, sem ekki hafi verið vefengd af stefnendum eða forverum þeirra fyrir dómstólum fyrr en nú. Af því leiði að hafi þeir einhvern tíma haft réttmæta ástæðu og þar með rétt til að vefengja merkin, þá hafi aðgerðarleysi þeirra þau réttaráhrif að hafna beri kröfum þeirra þegar af þeirri ástæðu. Þá byggi stefndu á því að merkjum jarða þeirra sé skýrlega lýst í þinglesnum landamerkjabréfum og öðrum gögnum og leiki því ekki vafi á legu merkjanna. Þá hafi merkin verið samþykkt af öllum eða að minnsta kosti flestum forverum stefnenda gagnvart Krísuvík og sóknarprestinum á Ströndinni að því er merki Hrauns varði. Stefnendum hafi ekki tekist að sanna að landamerkjabréfin um Krísuvík og Hraun séu röng og að þeir hafi óyggjandi betri rétt til þrætulandsins en stefndu. Stefnendum hafi til dæmis ekki tekist að framvísa landamerkjabréfum til sönnunar um að austurmerki jarða þeirra gagnvart Hrauni og Krísuvík séu annars staðar en landamerkjabréf þeirra jarða segja til um, enda séu ekki sjálfstæðar lýsingar á austurmerkjum jarða stefnenda í landamerkjabréfum þeim sem gerð hafi verið fyrir jarðirnar samkvæmt landamerkjalögum. Sönnunarbyrðin hvíli á stefnendum um að landmerkin séu önnur en greint sé frá í landamerkjabréfum fyrir jarðir stefndu. Ekki nægi stefnendum að hugleiða um óljósar líkur þess að landmerkin kunni að liggja annars staðar en greint sé frá í landamerkjabréfum og þeim uppdráttum sem stefndu vísi til og lýsi legu merkjanna. Sönnunarkröfur á hendur þeim sem vilji vefengja landamerkjabréf jarða gagnvart nágrannajörðum sé afar ströng. Því fari fjarri að stefnendur standi undir þeirri sönnunarbyrði í máli þessu. Því beri að sýkna stefndu af öllum kröfum stefnenda. Þá þyki rétt að ítreka að hvað sem öðru líði hafi stefndu unnið hefð á landi innan merkja með útilokandi afnotum landsins.
Vísað sé til meginreglna eignarréttar, eldri og yngri landamerkjalaga, sönnunarreglna einkamálaréttafars í lögum nr. 91/1991 um meðferð einkamála, svo og til laga um þinglýsingar.
VI
Réttargæslustefndu skiluðu sameiginlegri greinargerð 16. september 2009 en tilkynntu síðar að þau myndu ekki látið málið frekar til sín taka. Fram kemur í greinargerð þeirra að þau taki undir öll helstu rök stefnenda fyrir kröfum þeirra. Landamerki aðliggjandi jarða nefni Vatnskatla sem hornpunkt og sé fullkomin sönnun fyrir því að Vatnskatlar sé hornpunktur fjögurra jarða. Engin rök séu fyrir því að fara með merkjalínuna norðar. Dómur Hæstaréttar liggi fyrir um merkjalínu milli Brunnstaðahverfis og Vogajarða að Vatnskötlum og verði þeim ekki breytt.
VII
Aðilar máls þessa deila um landamerki á milli jarðanna Bergskots, Breiðagerðis, Hvassahraunsspildu, Höfða, Kálfatjarnar, Narfakots, Þórustaða, Austurkots, Efri-Brunnastaða 1 og 2, Skjaldarkots, Halakots, Naustakots, Neðri-Brunnastaða, Traðarkots, Suðurkots Efra, Suðurkots Neðra, Hlöðuness, Halldórsstaða, Auðna, Ytri-Ásláksstaða, Sjónarhóls, Stóra-Knarrarness I, Stóra-Knarrarness II, Minna-Knarrarness, Hvassahrauns, Landakots, Minni-Vatnsleysu og Stóru-Vatnsleysu á Vatnsleysuströnd annars vegar og jarðanna Krísuvíkur og Hrauns í Grindavík hins vegar. Óumdeilt er að upphafspunktur landamerkjalínu Krísuvíkur er Markhelluhóll og lokapunktur Dágon, sem er klettur við flæðarmál á Selatöngum.
Við setningu landamerkjalaga nr. 5/1882 var eiganda eða umráðamanni hverrar jarðar gert skylt að skrásetja nákvæma lýsingu á landamerkjum jarðar sinnar, eins og hann vissi þau réttust. Skyldi þar getið þeirra ítaka eða hlunninda, sem aðrir menn áttu í landi hans, svo og þeirra sem land hans ætti í löndum annarra. Þá bar honum að sýna merkjalýsinguna hverjum þeim er land átti til móts við hann, sem og eigendum lands þess, er hann taldi jörð sína eiga ítak í, og skyldu þeir rita á lýsinguna samþykki sitt, hver fyrir sína jörð, nema þeir álitu lýsingu hans eigi rétta. Þá skyldi hann fá sýslumanni merkjalýsinguna í hendur til þinglesturs á næsta manntalsþingi.
Eins og þegar hefur komið fram voru gerðar landamerkjalýsingar fyrir jörðina Krísuvík 14. maí 1890 og jörðina Hraun 17. júní 1890. Voru þær lesnar á manntalsþingi fyrir Grindavíkurhrepp að Járngerðarstöðum 20. júní 1890. Í landamerkjalýsingu Krísuvíkur er merkjum jarðarinnar að vestan lýst svo: „sjónhending úr Dágon (Raufarkletti), sem er klettur við flæðarmál á Selatöngum, í Trölladyngjufjallsrætur að vestan, sem er útbrunnið eldfjall norðanvert í Vesturhálsi; þaðan bein stefna í Markhelluhól háan steindranga við Búðarvatnsstæði.“ Merkjum jarðarinnar Hrauns á umþrættu svæði er lýst þannig: „...þaðan sem sjónhending ræður að Vatnskötlum fyrir norðan Fagradalsfjall, þaðan til austurs á Selsvallafjall upp af Sogaselsdal, þá eftir Selsvallafjalli til suðurs samhliða landamerkjum jarðarinnar Krísuvíkur...“. Í landamerkjalýsingum Vatnsleysustrandarjarða er ekki að finna sjálfstæðar lýsingar á landamerkjum á þessu svæði, heldur er þeim ýmist lýst þannig að þau nái svo langt sem land Vatnsleysustrandarhrepps nær eða að Krísuvíkurlandi.
Stefnendur halda því fram að landamerkjabréf Krísuvíkur og Hrauns hafi ekki verið samþykkt af öllum þáverandi eigendum jarða stefnenda. Landamerkjabréf Krísuvíkur ber með sér að hafa verið samþykkt af eigendum allra aðliggjandi jarða, auk þess sem leitað var frekari undirskrifta þar sem eigandi Krísuvíkur vildi vera viss um að engum yrði sleppt, samkvæmt áritun á bréfið. Þá kemur fram í bréfinu að ýmsir hafi eignað kirkjunni talsvert meira land, sem ekki sé ástæða til að taka til greina geti hlutaaðeigendur orðið ásáttir um landamerki sem þar sé lýst. Stefnendur byggja á því að eigendur hluta jarðarinnar Stóru-Vatnsleysu hafi ekki undirritað bréfið. Hafi þar verið um að ræða Sigurð Jónsson eiganda að 1/3 hluta jarðarinnar og Guðjón Jónsson sem hafi keypt jörðina af honum samkvæmt kaupsamningi frá 4. desember 1889. Samkvæmt gögnum málsins var kaupsamningnum og afsali frá 18. október 1890 þinglýst 15. júní 1891. Var rituð athugasemd í þinglýsingarbók um að eignarheimild seljanda væri óþinglesin. Samkvæmt þessu er ljóst að hvorki Sigurður né Guðjón voru þinglýstir eigendur jarðarinnar Stóru-Vatnsleysu á þeim tíma sem landamerkjabréfi Krísuvíkur var þinglýst. Verður því ekki fallist á að skort hafi á undirritanir á bréfið.
Við undirritun landamerkjalýsingar fyrir Krísuvík gerði Oddur Gíslason á Stað í Grindavík athugasemd við landamerkjalýsinguna fyrir hönd jarðanna Staðar og Húsatópta. Hvorug þessara jarða á land að Krísuvík og engin eigenda aðliggjandi jarða tók undir þessa athugasemd. Verður því ekki talið að hún hafi þýðingu við skýringu landamerkjabréfsins. Þá skiptir athugasemd um heiti Markhelluhóls ekki máli.
Landamerkjabréf Hrauns er undirritað af Árna Þorsteinssyni vegna Kálfatjarnarkirkjulands, en hefur ekki verið samþykkt af eigendum annarra jarða á Vatnsleysuströnd. Þá hefur Árni Gíslason ritað undir bréfið fyrir hönd Krísuvíkur um samþykki, að því leyti sem merkin fari ekki í bága við landamerkjalýsingu Krísuvíkur og segir síðan „sem naumast getur hugsast, þar sem allir þeir eigendur Hrauns hafa samþykkt og undirskrifað hana óbreytta”.
Landamerkjabréf Vatnsleysustrandarjarða eru ekki undirrituð eða samþykkt af hálfu Krísuvíkur og Hrauns.
Stefnendur byggja á því að samkvæmt eldri heimildum hafi Krísuvík ekki átt land vestur fyrir Dyngju. Um þetta beri tvö vitni síðla árs 1603 og snemma árs 1604, en þau hafi lýst framburði þriðja manns, auk þess sem vottað sé árið 1629 að Skálholtsbiskupi hafi árið 1621 verið afhentir vitnisburðir þriggja vitna. Stefnendur telja að með tilvísun til Dyngju sé átt við Grænudyngju. Byggi þetta á því að Grænadyngja sé hærri en Trölladyngja og að hún flútti betur í beina línu á milli Dágon og Markhelluhóls. Við vettvangsgöngu sást gjörla að Trölladyngja er meira áberandi í landslaginu en Grænadyngja. Þá er hæðarmunurinn lítill og ekki augljós. Auk þess liggur bein lína á milli Dágon og Markhelluhóls ekki um tind Grænudyngju heldur um austurhlið fjallsins. Verður ekki fallist á með stefnendum að tilvísun vitnanna til Dyngju vísi til Grænudyngju fremur en Trölladyngju. Þá bendir vitnisburður frá árinu 1790 sem stefnendur vísa til til stuðnings varakröfu sinni fremur til þess að litið hafi verið svo á að merkin væru í Trölladyngju. Þá liggur ekki fyrir af hvaða tilefni þessir vitnisburðir voru gefnir eða hversu staðkunnug vitnin voru. Þykja þeir því ekki geta hrundið samþykktu og þinglýstu landamerkjabréfi.
Í sóknarlýsingu séra Geirs Bachmann fyrir Grindavíkursókn 1840-1841 telur hann Selsvelli vera í landi Vatnsleysustrandar. Til þess er að líta að Geir hafði einungis verið í sókninni um fárra ára skeið á þessum tíma. Árið 1844 ritaði hann bréf þar sem fram kemur að Selsvellir tilheyri Grindavík. Þykja stefnendur því ekki geta byggt á þessu atriði í sóknarlýsingunni. Þá þykir ekki verða fullyrt að lýsing Jóns Vestmanns í lýsingu Selvogsþinga frá 1840 sé í ósamræmi við landamerkjabréf Krísuvíkur og Hrauns en í samræmi við kröfugerð stefnenda, enda er þar talað um Vigdísarháls.
Stefnendur byggja á því að landamerkjabréf Þórustaða nefni Grænavatnseggjar sem landamerkjapunkt og bendi það til þess að merki Krísuvíkur séu bein lína eftir fjallgarðinum í Markhelluhól. Í landamerkjabréfi Þórustaða segir: „Þaðan í Hrafnafell sem er lítið fell fyrir norðan Keilir; þaðan beina stefnu alla leið að landi Krísuvíkur í Grindavíkurhreppi, eptir sjónhendingu úr Hrafnafelli í hæsta hnjúkinn í Grænavatnsengjum.“ Af þessari lýsingu má glöggt sjá að Grænavatnseggjar eru ekki landamerkjapunktur, heldur er um að ræða stefnu þangað allt að landi Krísuvíkur. Er ekki deilt um það í málinu að orðið sjónhending merki stefnu eða beina línu. Verður því ekki fallist á þá túlkun stefnenda að bréfið bendi til þess að landamerkjapunkt sé að finna í Grænavatnseggjum.
Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns frá 1703 kemur fram að Kálfatjörn eigi selstöðu í Sogaseli og það sé í Stóru-Vatnsleysulandi. Í landamerkjabréfi Krísuvíkur kemur hins vegar fram að Kálfatjörn eigi selstöðu í landi Krísuvíkur í Sogum. Landamerkjabréfið er undirritað um samþykki af eiganda Kálfatjarnar sem og öðrum jarðeigendum á Vatnsleysuströnd. Verður það því lagt til grundvallar að þessu leyti í málinu.
Stefnendur telja landamerki í Hraunsbréfinu ekki standast. Þar kemur fram að línan liggi í Selsvallafjall upp af Sogaselsdal. Þessi lýsing standist ekki þar sem Selsvallafjall sé ekki upp af Sogaselsdal. Þá sé þetta á skjön við sóknarlýsingu Grindavíkursóknar eins og áður er fram komið. Fram hefur komið að staðsetning Selsvallafjalls er umdeild. Stefndu Gísli Grétar Sigurðsson og Hörður Sigurðsson báru um það fyrir dómi að fjallið væri staðsett við Sogaselsdal á svipuðu svæði og Sog væri merkt á kröfulínukorti stefnenda. Við vettvangsgöngu bentu þeir á stein með óljósri áletrun sem þeir töldu merkin liggja í. Stefnendur telja fjallið hins vegar vera upp af Selsvöllum. Vitnið Ómar Smári Ármannsson bar að Selsvallafjall væri ofan Sogadals en Selsvallaháls suður með Grænavatnseggjum. Vitnið Óskar Sævarsson taldi fjallið hins vegar vera allan fjallshálsinn eins og hann leggi sig. Með vísan til þessa verður ekki talið sannað að lýsing í landamerkjabréfi Hrauns standist ekki.
Stefnendur telja landamerkjalínu jarðarinnar Hrauns liggja í svokallað Framfell. Stefndu Gísli Grétar og Hörður, sem aldir voru upp að Hrauni, kváðust fyrir dómi ekki hafa heyrt um þetta örnefni fyrr en á seinni árum. Sesselja Guðmundsdóttir lýsti því fyrir dómi að hún hefði hafið að ganga um svæðið og kynna sér hvað ritað hefði verið um það í kringum 1990. Hún hafi fundið heimildir um að línan lægi í Framfell. Vísaði hún í því sambandi til ritsins Landið þitt Ísland, þar sem er að finna lýsingu Gunnars á Kálfatjörn, og sóknarlýsingu Geirs Bachmanns. Hún sagði Lárus Kristmundsson á Efri-Brunnastöðum hafa farið með hana á Framfell. Það væri fremst á Núpshlíðarhálsinum og ætti nafnið vel við. Telja stefnendur að margar lóða þeirra liggi saman í þessum punkti. Við vettvangsgöngu í málinu var vísað á stein með holu sem stefnendur telja vera markastein. Steinn þessi er talsvert stór með stóru gati. Stefndu hafa borið því við að um svokallaðan skessuketil geti verið að ræða. Ekki verður fullyrt hér hvort um manngerða holu í steininum er að ræða eða ekki. Til þess er hins vegar að líta að ekki er minnst á Framfell, eða Vesturfell, í neinu landamerkjabréfi þeirra jarða sem sögð eru hafa mörk þangað. Vitnin Ómar Smári Ármannsson og Óskar Sævarsson báru um að staðsetning þessa fells standist ekki. Þá hefur Örnefnanefnd Íslands synjað skráningu heitisins Framfells (Vesturfells) þar sem ekki séu nægar forsendur fyrir skráningunni. Nafnið Vesturfell er hins vegar komið á landakort, en þó ekki þar sem Framfell er merkt á korti stefnenda. Verður því ekki talið sannað að landamerkjapunkt jarðarinnar Hrauns sé að finna í svokölluðu Framfelli.
Árið 1920 var þinglýst í Grindavík yfirlýsingu bænda frá jörðunum Knarrarnesi, Breiðagerði, Auðnum, Landakoti, Þórstöðum og Kálfastjörn í Vatnsleysustrandarhreppi þar sem þeir banna íbúum Grindavíkur not af Selsvöllum. Við mat á gildi yfirlýsingar þessarar verður að líta til þess að um einhliða yfirlýsingu er að ræða. Getur hún því ekki vikið til hliðar samþykktum landamerkjabréfum.
Á manntalsþingi Gullbringusýslu 31. maí 1920 mótmælti Hafliði Magnússon, bóndi á Hrauni, landamerkjalýsingu fyrir Auðnahverfi 12. júní 1886 og þinglesinni yfirlýsingu um landamerki fyrir Knarrarnes, Breiðagerði, Auðna, Landakot, Þórustaði og Kálfatjörn frá maí 1920. Lýsti hann því yfir að landamerki Hrauns og Þórkötlustaða í Grindavíkurhreppi sem lægju að landi Vatnsleysustrandarhrepps væru: „Lína tekin úr Sogaselsdal beint vestur í Kálffell og þaðan beina línu í þúfuna á Litla-Skógfelli.“ Þá vísaði hann til þess að þessum landamerkjum hefði áður verið þinglýst á manntalsþingi í Grindavíkurhreppi. Telja verður að þrátt fyrir að Vatnskatla hafa ekki verið getið í þessari lýsingu Hraunsbónda verði hún ekki talin í andstöðu við þinglýst landamerkjabréf jarðanna, enda sérstaklega til þeirra vísað við þetta tilefni.
Stefnendur öfluðu einhliða greinargerðar Ágústs Guðmundssonar landmælingamanns um landamerki Stóru- og Minni-Vatnsleysu og Krísuvíkur. Er það niðurstaða hans að innmerking á kort ætti að vera úr Markhelluhóli í Dyngjur beina stefnu í Dágon. Meðfylgjandi greinargerðinni eru kort af landsvæðinu allt frá árinu 1910 til ársins 2001. Við athugun á þessum kortum má sjá að Krísuvíkurlínan hefur í upphafi verið á milli Trölladyngju og Grænudyngju en hefur smám saman færst vestar. Ekki er ljóst af hverju þessar breytingar hafa orðið en eftir árið 1955 sýnist línan nokkurn veginn geta samræmst landamerkjabréfum stefndu. Frá árinu 1972 hefur verið skráð „mörk óviss“ við línuna á milli Grindavíkur og Vatnsleysustrandarhrepps. Með vísan til þess að margir óvissuþættir voru við upphaf kortagerðarinnar og þess að ekki er um óháða rannsókn að ræða verður ekki byggt á framangreindum niðurstöðum.
Stefnendur byggja jafnframt á því að í Jarðabókinni frá 1703 segi að Staður og Húsatóptir hafi selstöðu á Selsvöllum. Í sóknarlýsingu fyrir Grindavíkursókn frá 1840 segi að litlu vestar en Selsvellir sé selstaða frá Hrauni og séu landamörk milli seljanna í Þrengslum. Telja stefnendur þetta styðja að mörkin séu í Framfell sem sé upp af Þrengslum. Miðað við staðsetningu Framfells á kröfulínukorti frá stefnendum virðist Framfell ekki vera staðsett upp af Þrengslum. Þá er ekki að sjá í neinum öðrum heimildum að um landamerki sé miðað við Þrengsli.
Varakröfu sína byggja stefnendur einkum á vitnisburði frá árinu 1790 sem áður hefur verið minnst á. Í þeim vitnisburði kemur fram að eftir því sem viðkomandi hafi heyrt séu mörkin úr Raufarkletti (Dágon) í Trölladyngju. Getur þessi framburður því ekki stutt kröfu stefnenda um línu eftir fjallgarðinum í Grænavatnseggjar og þaðan í Trölladyngju.
Þá er ekki unnt að fallast á að merkingar þáverandi lögmanns íslenska ríkisins, Ólafs Sigurgeirssonar hrl., sem nú er látinn, á kort í máli nr. 1/2004 fyrir óbyggðanefnd feli í sér viðurkenningu stefnda íslenska ríkisins í þessu máli, enda var sú lína ekki til umfjöllunar fyrir nefndinni.
Stefndi íslenska ríkið eignaðist jörðina Krísuvík með eignarnámi á árinu 1937. Fyrir eignarnámið hafði jörðin nokkrum sinnum gengið kaupum og sölum, ýmist í heilu lagi eða að hluta svo sem sjá má á veðbókarvottorði eignarinnar. Við sölu jarða þykja kaupendur mega treysta því að lýsing í landamerkjabók, sem þinglýst hefur verið, haldi gildi sínu. Þá var byggt á landamerkjabréfinu í matsgerð lögbundins gerðardóms frá 4. nóvember 1936 sem ákvarðaði eignarnámsbætur fyrir Krísuvík samkvæmt lögum nr. 11/1936. Kemur þar fram að þau merki virðist vera ágreiningslaus. Þá þykir orðalag matsgerðarinnar um að landamerkin hafi verið mörkuð á uppdrátt herforingjaráðs Dana ekki gefa fulla sönnun fyrir því að miðað hafi verið við merkin eins og þau sjást á framlögðu korti frá árinu 1910. Í dómi landamerkjadóms Gullbringu- og Kjósarsýslu og Hafnarfjarðar 14. desember 1971 í máli nr. 329/1964 þar sem dæmt var um norðurmörk Krísuvíkur kemur fram að ekki hafi verið gerðar athugasemdir við lýsingu í landamerkjabréfinu og er það lagt til grundvallar merkjum á norðurmörkum Krísuvíkur.
Benda má á að stefnendur hafa ekki verið fyllilega samkvæmir sjálfum sér í málflutningi sínum. Má um það vísa til þess að við vettvangsgöngu vegna meðferðar óbyggðanefndar á máli nr. 1/2004 var settur niður hæll við suðvesturrætur Trölladyngju að ábendingu fulltrúa Stóru-Vatnsleysu þar sem hann taldi vera mörk við Krísuvík. Þá er í kröfulýsingu jarðanna Stóru- og Minni-Vatnsleysu frá 3. júní 2004 ekki að finna neitt um að landamerki hafi verið umdeild, heldur vísað til þess að þau séu samþykkt og þinglýst.
Með vísan til alls framangreinds þykir ósannað að landamerki milli jarða stefnenda og stefndu skuli vera þau sem stefnendur krefjast og verða stefndu því sýknuð af kröfum stefnenda í málinu.
Í samræmi við niðurstöðu málsins ber að dæma stefnendur til að greiða stefndu málskostnað, sem þykir hæfilega ákveðinn 700.000 krónur til stefnda íslenska ríkisins, 700.000 krónur til stefnda Hafnarfjarðarkaupstaðar og 700.000 krónur til stefndu Héraðsnefndar á Suðurnesjum, Heiðrúnar Láru Kristjánsdóttur, Helgu Elísabetar Kristjánsdóttur, Hrefnu Birgittu Bjarnadóttur, Ingibjargar Magnúsdóttur, Laufeyjar K. Kristjánsdóttur, Sigrúnar Magnúsdóttur, Gísla Grétars Sigurðssonar og Harðar Sigurðssonar.
Barbara Björnsdóttir settur héraðsdómari kveður upp þennan dóm.
D ó m s o r ð :
Stefndu, Héraðsnefnd á Suðurnesjum, íslenska ríkið, Hafnarfjarðarkaupstaður, Heiðrún Lára Kristjánsdóttir, Helga Elísabet Kristjánsdóttir, Hrefna Birgitta Bjarnadóttir, Ingibjörg Magnúsdóttir, Laufey K. Kristjánsdóttir, Sigrún Magnúsdóttir, Gísli Grétar Sigurðsson og Hörður Sigurðsson eru sýkn af kröfum stefnenda HS Orku hf., Aðalsteins Sigursteinssonar, Ágústs Þórs Guðbergssonar, Guðmundar Óskarssonar, Steinars Smára Guðbergssonar, Aðalsteins Jóhannssonar, TÁS ehf., Sólveigar Bragadóttur, Stefáns Árnasonar, dánarbús Eggerts Kristmundssonar, Elínar Kristmundsdóttur, dánarbús Lárusar Kristmundssonar, Magnúsar Ágústssonar, dánarbús Elínar Bjargar Gísladóttir, Guðríðar Gísladóttur, Hrefnu Gísladóttur, Lóu Guðrúnar Gísladóttur, Þorgerðar Þorleifsdóttur, Símonar Kristjánssonar, Ólafs Karls Brynjarssonar, Guðríðar Einarsdóttur, Önnu S. Kristmundsdóttur, Grétars I. Hannessonar, Sveitarfélagsins Voga, Nesbúeggja ehf., Geirs Sigurðssonar, Erlings Sigurðssonar, Kristjönu Sigurðardóttur, Sigurðar Sigurðssonar, Ástu Guðrúnar Óskarsdóttur, Óskars Axels Óskarssonar, Jóhönnu Erlingsdóttur, dánarbús Ólafar Auðar Erlingsdóttur, Þuríðar Erlu Erlingsdóttur, Sigríðar Pálínu Erlingsdóttur, Huldu Erlingsdóttur, Sigríðar Idu Úlfarsdóttur, Jakobs Árnasonar, Davíðs Hafsteinssonar, Esterar Hafsteinsdóttur, Hafdísar Hafsteinsdóttur, Hauks Hafsteinssonar, Helgu Harari, Helga Axels Davíðssonar, Marinós Davíðssonar, Vilborgar Hafsteinsdóttur, Friðriks Hermanns Friðrikssonar, dánarbús Þóris Davíðssonar, dánarbús Guðrúnar Vilmundardóttur, Kristínar Þorsteinsdóttur, Ólafs Þorsteinssonar, Þórhalls Vilmundarsonar, dánarbús Guðfinnu Ólafsdóttur, Ásu Ingólfsdóttur, Áslaugar Huldu Ólafsdóttur, Baldurs Ellertssonar, Bjarneyjar Guðrúnar Ólafsdóttur, Bjarna Ástvaldssonar, Eyjólfs M. Guðmundssonar, Eyjólfs Ólafssonar, Fjólu Jóhannsdóttur, Guðbergs Ólafssonar, Guðbjörns Elísar Guðmundssonar, Hrefnu Ólafsdóttur, Huldu Ástvaldsdóttur, Huldu Klöru Ingólfsdóttur, Matthíasar Þórs Hannessonar, Ólafs Ástvaldssonar, Ólafs Ellertssonar, Ólafs Þórs Jónssonar, Sigríðar Jónsdóttur, Ingibjargar Júlíusdóttur, Margrétar O. Svendsen, dánarbús Huldu K. Ólafsdóttur, Ásgeirs Friðþjófssonar, Önnu Rutar Sverrisdóttur, Birgis Þórarinssonar, Sauðafells sf., Margrétar Guðnadóttur, Geirlaugar Þorvaldsdóttur, Katrínar Þorvaldsdóttur, Skúla Þorvaldssonar og Sæmundar Ásgeirs Þórðarsonar.
Stefnendur greiði óskipt stefnda íslenska ríkinu 700.000 krónur í málskostnað, stefnda Hafnarfjarðarkaupstað 700.000 krónur og stefndu Héraðsnefnd á Suðurnesjum, Heiðrúnu Láru Kristjánsdóttur, Helgu Elísabetu Kristjánsdóttur, Hrefnu Birgittu Bjarnadóttur, Ingibjörgu Magnúsdóttur, Laufeyju K. Kristjánsdóttur, Sigrúnu Magnúsdóttur, Gísla Grétari Sigurðssyni og Herði Sigurðssyni 700.000 krónur.