Hæstiréttur íslands

Mál nr. 73/2011


Lykilorð

  • Kærumál
  • Málskostnaður


Föstudaginn 18. janúar 2011.

Nr. 73/2011.

Arnarsmári ehf.

(Steinn S. Finnbogason hdl.)

gegn

Dróma hf.

(Hildur Sólveig Pétursdóttir hrl.)

Kærumál. Málskostnaður.

Kærður var úrskurður héraðsdóms þar sem mál D hf. á hendur félaginu A ehf., vegna lánssamnings í erlendri mynt, var fellt niður og D hf. gert að greiða A ehf. 75.000 krónur í málskostnað. Taldi Hæstiréttur að þegar málið væri virt í heild sinni, meðferð þess og umfang, væri hæfilegt að D hf. greiddi A ehf. 350.000 krónur í málskostnað fyrir héraðsdómi.

Dómur Hæstaréttar.

Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Ingibjörg Benediktsdóttir, Markús Sigurbjörnsson og Páll Hreinsson.

Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 31. janúar 2011, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 4. febrúar sama ár. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 19. janúar 2011, þar sem mál varnaraðila á hendur sóknaraðila var fellt niður og varnaraðila gert að greiða 75.000 krónur í málskostnað. Kæruheimild er í g. lið 1. mgr. 143. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Sóknaraðili krefst þess að varnaraðila verði gert að greiða sér hærri málskostnað en ákveðinn var í héraði, svo og kærumálskostnað.

Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar og kærumálskostnaðar.

Samkvæmt 2. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 skal stefnanda gert að greiða stefnda málskostnað ef máli er vísað frá dómi eða það fellt niður af annarri ástæðu en þeirri að stefndi efni þá skyldu, sem hann er krafinn um í máli. Þegar málið er virt í heild sinni, meðferð þess og umfang, er hæfilegt að varnaraðili greiði sóknaraðila 350.000 krónur í málskostnað fyrir héraðsdómi.

Varnaraðili verður dæmdur til að greiða sóknaraðila kærumálskostnað eins og greinir í dómsorði.

Dómsorð:

Varnaraðili, Drómi hf., greiði sóknaraðila, Arnarsmára ehf., 350.000 krónur í málskostnað í héraði.

Varnaraðili greiði sóknaraðila 150.000 krónur í kærumálskostnað.

                                                                                 

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 19. janúar 2011.

Með stefnu birtri 24. júní 2010, höfðaði stefnandi, Drómi hf., Lágmúla 6, Reykjavík, mál á hendur Arnarsmára ehf., Skútuvogi 11a, Reykjavík.

Í þinghaldi í dag krafðist stefnandi þess að málið yrði fellt niður. Ágreiningur um málskostnað var lagður í úrskurð dómsins.

Með vísan til 2. mgr. 105. gr., sbr. c-liður 1. mgr. 105. gr., laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála er mál þetta fellt niður hér fyrir dóminum.

Eftir niðurstöðu málsins verður stefnandi úrskurðaður til að greiða stefnda málskostnað sem þykir hæfilega ákveðinn 75.000 krónur.

Úrskurð þennan kveður upp Þorgerður Erlendsdóttir héraðsdómari.

Ú r s k u r ð a r o r ð:

Mál þetta er fellt niður.

Stefnandi, Drómi hf., greiði stefnda, Arnarsmára ehf., 75.000 krónur í málskostnað.