Hæstiréttur íslands
Mál nr. 397/2011
Lykilorð
- Kærumál
- Málskostnaður
|
|
Föstudaginn 2. september 2011. |
|
Nr. 397/2011.
|
Exeter City Council (Ólafur Eiríksson hrl.) gegn Bayerische Landesbank Baupost Group Securities LLC Bremer Landesbank Caixa Geral de Depósito Commerzbank AG DekaBank Deutsche Girozentrale Deutsche Postbank International S.A. Deutche Hypothekenbank AG DZ Bank AG Erste Group Bank AG HSH Nordbank AG KfW Bankengruppe Landesbank Berlin AG Landesbank Baden-Würtemberg Landesbank Saar Luxembourg Branch Natixis Raiffeisenverband Salzburg Raiffeisen Zentralbank Österreich AG Sparkasse Fürstenfeldbruck Sparkasse Pforzheim Calw Sumitomo Mitsui Banking Corporation Europe Ltd. (Arnar Þór Jónsson hrl.) ACMO S.a.r.l. Bank Hapoalim Berkshire Life Insurance Company of America Black Diamond Arbitrage Offshore Ltd. Black Diamond Offshore Ltd. Burlington Loan Management Ltd. Centerbridge Credit Partners Master LP Centerbridge Credit Partners LP Centerbridge Special Credit Partners LP Conseq Invest plc CVI GVF (Lux) Master S.a.r.l. Double Black Diamond Offshore Ltd. Eton Park Fund L.P. Eton Park Master Fund LP FBC S.a.r.l. Fortelus Special Situations Master Fund Ltd. FPFO Corporates Ltd. GLG European Distressed Fund GLG Market Neutral Fund GRF Master Fund LP Guardian Life Insurance Company of America HSBC Bank Australia Limited Sidney ING Life Insurance and Annuity Company (SA) ING USA Annuity and Life Insurance Company Leonardo LP Longacre Capital Partners (QP) Ltd. Longacre Master Fund II LP Longacre Master Fund Ltd. Longacre Opportunity Fund LP Lyxor Asset Management Lyxor Third Point Fund Ltd. National Bank of Egypt (UK) Ltd. Octavian Advisors LP Octavian Special Master Fund LP Ohio National Life Assurance Corporation Pacific Life Assurance Company PCI Fund LLC Perry Partners International Inc. Perry Partners LP Ramius Enterprise Master Fund Ltd. RCG PB Ltd. ReliaStar Life Insurance Company Security Life of Denver Life Insurance Company Silver Point Capital Fund LP Silver Point Capital Offshore Fund Ltd. The City of Edmonton The Guardian Insurance and Annuity Company Inc. Third Point Offshore Master Fund LP Third Point Partners LP Third Point Partners Qualified LP Third Point Ultra Master Fund LP Tiberius OC Fund, Ltd. Varde Investment Partners LP WGZ Bank Ireland plc WGZ Bank Luxembourg og Woldwide Transactions Ltd. (Ragnar Aðalsteinsson hrl.) |
Kærumál. Málskostnaður.
Kærður var úrskurður héraðsdóms þar sem leyst var úr kröfu E um málskostnað úr hendi varnaraðila í máli hans gegn G hf., sem varnaraðilar hurfu frá að eiga aðild að. Í úrskurði héraðsdóms, sem Hæstiréttur staðfesti, var hverjum aðila gert að bera sinn kostnað af þessum þætti málsins.
Dómur Hæstaréttar.
Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Eiríkur Tómasson og Markús Sigurbjörnsson.
Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 15. júní 2011, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 23. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 1. júní 2011, þar sem leyst var úr kröfu sóknaraðila um málskostnað úr hendi varnaraðila í máli hans gegn Glitni banka hf., sem varnaraðilar hurfu frá að eiga aðild að. Kæruheimild er í 1. mgr. 179. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl. Sóknaraðili krefst þess að varnaraðilum verði í sameiningu gert að greiða sér málskostnað í héraði ásamt kærumálskostnaði.
Varnaraðilar krefjast staðfestingar hins kærða úrskurðar og kærumálskostnaðar.
Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur.
Rétt er að aðilarnir beri hver sinn kostnað af kærumáli þessu.
Dómsorð:
Hinn kærði úrskurður er staðfestur.
Kærumálskostnaður fellur niður.
Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 1. júní 2011.
I
Mál þetta var þingfest 5. október 2010 og tekið til úrskurðar 30. maí 2011 um kröfu sóknaraðila þess efnis að varnaraðilum öðrum en Glitni banka hf. verði gert að greiða honum málskostnað.
Sóknaraðili er Exeter City Council, Englandi. Varnaraðilar eru Glitnir banki hf. Sóltúni 26, Reykjavík og eftirtaldir erlendir aðilar sem hér eftir verða, til einföldunar og þegar það á við, kallaðir Bayerische Landesbank o.fl.: Bayerische Landesbank, Baupost Group Securities LLC, Bremer Landesbank, Caixa Geral de Depósitos, Commerzbank AG, DekaBank Deutsche Girozentrale, Deutsche Postbank International S.A., Deutche Hypothekenbank AG, DZ Bank AG, Erste Group Bank AG, HSH Nordbank AG, KfW Bankengruppe, Landesbank Berlin AG, Landesbank Baden-Würtemberg, Landesbank Saar, Luxembourg Branch, Natixis, Raiffeisenverband Salzburg, Raiffeisen Zentralbank Österreich AG, Sparkasse Fürstenfeldbruck, Sparkasse Pforzheim Calw, Sumitomo Mitsui Banking Corporation Europe Ltd., og eftirtaldir erlendir aðilar sem hér eftir verða, til einföldunar og þegar það á við, kallaðir ACMO Sarl o.fl.: ACMO Sarl, Bank Hapoalim, Berkshire Life Insurance Company of America, Black Diamond Arbitrage Offshore Ltd., Black Diamond Offshore Ltd., Burlington Loan Management Limited, Centerbridge Credit Partners Master LP, Centerbridge Credit Partners, LP, Centerbridge Special Credit Partners, LP, Conseq Invest plc, CVI GVF (Lux) Master Sarl, Double Black Diamond Offshore Ltd, Eton Park Fund L.P., Eton Park Master Fund LP, FBC S.a.r.l., Fortelus Special Situations Master Fund Ltd, FPFO Corporates Ltd, GLG European Distressed Fund, GLG Market Neutral Fund, GRF Master Fund LP, Guardian Life Insurance Company of America, HSBC Bank Australia Limited Sidney, ING Life Insurance and Annuity Company (SA), ING USA Annuity and Life Insurance Company, Leonardo LP, Longacre Capital Partners (QP) Ltd, Longacre Master Fund II LP, Longacre Master Fund Ltd, Longacre Opportunity Fund LP, Lyxor Asset Management, Lyxor Third Point Fund Ltd., National Bank of Egypt (UK) Limited, Octavian Advisors LP, Octavian Special Master Fund LP, Ohio National Life Assurance Corporation, Pacific Life Assurance Company, PCI Fund LLC, Perry Partners International Inc., Perry Partners LP, Ramius Enterprise Master Fund Ltd, RCG PB Ltd, ReliaStar Life Insurance Company, Security Life of Denver Life Insurance Company, Silver Point Capital Fund LP, Silver Point Capital Offshore Fund Ltd., The City of Edmonton, The Guardian Insurance and Annuity Company, Inc, Third Point Offshore Master Fund LP, Third Point Partners LP, Third Point Partners Qualified LP, Third Point Ultra Master Fund LP, Tiberius OC Fund, Ltd., Varde Investment Partners LP, WGZ Bank Ireland plc, WGZ Bank Luxembourg og Woldwide Transactions Limted.
Í þessum þætti málsins er eingöngu til úrlausnar krafa sóknaraðila um að varnaraðilum, öðrum en Glitni banka hf., verði gert að greiða honum að lágmarki 500.000 krónur í málskostnað, en kröfu þessa setti hann fram í kjölfar þess að varnaraðilar, aðrir en Glitnir banki hf., féllu frá aðild sinni að máli þessu. Varnaraðili, Glitnir banki hf., gerir ekki kröfur í þessum þætti málsins en aðrir varnaraðilar krefjast þess að kröfum sóknaraðila verði hafnað og að sóknaraðila verði gert að greiða þeim málskostnað vegna þessa þáttar málsins.
II
Samkvæmt gögnum málsins er krafa sóknaraðila á hendur varnaraðila, Glitni banka hf., til komin vegna svokallaðs heildsöluinnláns en með samningi þeirra á milli 9. ágúst 2007 veitti sóknaraðili Glitni banka hf. slíkt innlán að fjárhæð 2.000.000 sterlingspunda. Komust viðskiptin á með milligöngu miðlara og lagði sóknaraðili nefnda fjárhæð inn á reikning varnaraðila, Glitnis banka hf., hjá National Westminster Bank PLC samkvæmt skilmálum samningsins hinn 30. janúar 2008. Fjárhæðina ásamt 6,35% samningsvöxtum átti varnaraðili, Glitnir banki hf., að greiða til baka inn á reikning sóknaraðila á gjalddaga hinn 5. desember 2008. Greiðslan var hins vegar ekki innt af hendi á gjalddaga þar sem varnaraðili, Glitnir banki hf., var kominn í greiðslustöðvun en hinn 7. október 2008 ákvað fjármálaeftirlitið með heimild í 100. gr. a laga um fjármálafyrirtæki nr. 161/2002, sbr. 5. gr. laga nr. 125/2008 um heimild til fjárveitingar úr ríkissjóði vegna sérstakra aðstæðna á fjármálamarkaði o.fl., að taka yfir vald hluthafafundar varnaraðila, Glitnis banka hf., og skipa honum skilanefnd. Varnaraðila, Glitni banka hf., var veitt heimild til greiðslustöðvunar 24. nóvember 2008 sem standa átti til 13. febrúar 2009. Var greiðslustöðvunin framlengd hinn 19. febrúar 2009 til 13. nóvember 2009. Áður en sá tími var á enda, hinn 12. maí 2009, var varnaraðila, Glitni banka hf., skipuð slitastjórn samkvæmt ákvæðum 4. töluliðar ákvæðis II til bráðabirgða í lögum nr. 44/2009 um breytingu á lögum nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki.
Slitastjórn varnaraðila, Glitnis banka hf., gaf út innköllun til skuldheimtumanna sem birtist fyrra sinni í Lögbirtingablaði 26. maí 2009 og rann kröfulýsingarfrestur út sex mánuðum síðar eða 26. nóvember 2009. Frestdagur við slitameðferðina var 15. nóvember 2008 og upphafsdagur slitameðferðar var 22. apríl 2009.
Hinn 17. nóvember 2009 lýsti sóknaraðili kröfu sinni vegna áður nefndra viðskipta í bú varnaraðila, Glitnis banka hf. Krafðist sóknaraðili þess að krafa hans að fjárhæð 2.000.000 sterlingspunda auk vaxta og kostnaðar yrði viðurkennd sem forgangskrafa við slitameðferð varnaraðila, Glitnis banka hf. Slitastjórn féllst ekki á kröfuna sem forgangskröfu en það var skoðun slitastjórnarinnar að gerningurinn hefði öll einkenni lánssamnings en ekki innláns. Var fallist á að höfuðstóll kröfunnar væri almenn krafa í búið og var hún samþykkt sem slík en ekki var fallist á kröfur um vexti þar sem ekki lægju fyrir gögn sem staðfestu útreikning þeirra.
Með bréfi 14. desember 2009 mótmælti sóknaraðili afstöðu slitastjórnar um rétthæð kröfunnar. Á fundi sem slitastjórn varnaraðila, Glitnis banka hf., hélt 17. desember 2009 var fjallað um ágreining vegna afstöðu til kröfunnar og var boðað til ágreiningsfundar 4. mars 2010 þar sem sérstaklega var fjallað um kröfuna. Á þeim fundi kom fram að fjöldi breskra sveitarfélaga og skóla hefðu lýst kröfum á hendur varnaraðila, Glitni banka hf., vegna svokallaðra heildsöluinnlána og var tekin ákvörðun um að senda ákveðnar kröfur sem kröfuhafar og slitastjórn höfðu valið til úrlausnar héraðsdóms. Í kjölfar fundarins voru sex ágreiningsmál send dómnum til úrlausnar sem varða hin svokölluðu heildsöluinnlán, þ.e. mál nr. x-40-45/2010. Hafa tvö þeirra, x-40/2010 og x-45/2010 verið leidd til lykta með úrskurðum Héraðsdóms Reykjavíkur uppkveðnum 1. apríl 2011 og bíða þau niðurstöðu Hæstaréttar.
Á fundi slitastjórnar varnaraðilans, Glitnis banka hf., með kröfuhöfum 11. júní 2010 krafðist lögmaður sóknaraðila þess að hinum 47 ágreiningsmálunum, þar með talið því mál sem hér er til umfjöllunar, sem varða umbjóðendur hans vegna svokallaðra heildsöluinnlána, til viðbótar við þau 6 sem þegar hafði verið vísað til dómsins, yrði vísað til úrlausnar héraðsdóms. Hefur þannig 53 málum sem varða hin svokölluðu heildsöluinnlán sem bresk sveitarfélög og skólar höfðu veitt varnaraðilanum, Glitni banka hf., verið vísað til úrlausnar dómsins, en eins og að framan er rakið hefur dómurinn leyst úr tveimur þeirra. Í öllum þessum málum koma sömu lögmenn fram fyrir hönd aðila.
Við slitameðferð varnaraðilans, Glitnis banka hf., var kröfum sóknaraðila enn fremur mótmælt af varnaraðilum öðrum en Glitni banka hf. Þeir kröfuhafar komu fram í tveimur hópum og var annar þeirra kenndur við Bayerische Landesbank o.fl. en hinn við ACMO Sarl o.fl. Mótmæltu kröfuhafar þessir að kröfur sóknaraðila nytu forgangs við slit varnaraðila, Glitnis banka hf., og voru þannig sammála afstöðu slitastjórnar til kröfunnar. Í bréfi slitastjórnar varnaraðila, Glitnis banka hf., til dómsins sem móttekið var 21. júní 2010, þar sem úrlausnar dómsins var krafist um ágreining um kröfu sóknaraðila, var þess getið að kröfuhafar þessir krefðust aðildar að málinu. Með hliðsjón af ágreiningsefninu var það álit dómsins að þeir skyldu vera varnaraðilar málsins ásamt Glitni banka hf.
Eins og fram er komið var mál þetta þingfest hinn 5. október 2010 og fékk sóknaraðili þá frest til að skila greinargerð til 22. nóvember 2010. Í þinghaldi var málinu frestað til 2. febrúar 2011 til framlagningar greinargerða af hálfu varnaraðila. Áður en til þess kom hafði í sambærilegu máli, máli nr. x-43/2010 Solihull Metropolitan Borough Council gegn Glitni banka hf., Bayerische Landesbank o.fl. og ACMO Sarl o.fl., komið fram krafa sóknaraðila þess máls að aðild varnaraðila annarra en Glitnis banka hf. yrði vísað frá dómi og var ágreiningur um það fluttur munnlega fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur 1. febrúar 2011. Taldi dómari málsins rétt að þessu máli og öðrum sambærilegum málum yrði frestað þar til niðurstaða lægi fyrir um hvort varnaraðilar aðrir en Glitnir banki hf. gætu átt aðild að málinu. Var máli þessu því frestað utan réttar þar til niðurstaða lægi fyrir. Úrskurður um fyrrgreindan ágreining var kveðinn upp 11. febrúar 2011 og var niðurstaðan sú að aðild annarra varnaraðila en Glitnis banka hf. var vísað frá dómi. Með dómi Hæstaréttar 15. apríl 2011 í máli nr. 142/2011 var sú niðurstaða staðfest.
Í kjölfar framangreindrar niðurstöðu Hæstaréttar var boðað til þinghalds í málinu 27. maí 2011 og féllu þá allir kröfuhafar, aðrir en Glitnir banki hf., frá aðild sinni að málinu. Sóknaraðili krafðist þá málskostnaðar úr hendi þeirra kröfuhafa sem féllu frá aðild sinni að málinu og er einungis sá þáttur málsins til úrlausnar.
III
Í bréfi slitastjórnar til dómsins þar sem óskað var úrlausnar um ágreining vegna kröfu sóknaraðila á hendur varnaraðila, Glitni banka hf., kom fram að kröfuhafar þeir, sem eru varnaraðilar máls þessa ásamt Glitni banka hf., krefðust þess að eiga aðild að málinu. Með hliðsjón af því sem þá lá fyrir ákvað dómari að rétt væri að þeir ættu aðild varnarmegin ásamt Glitni banka hf. en fram kom í gögnum málsins að þeir væru sammála afstöðu Glitnis banka hf. til kröfu sóknaraðila. Hvorki við þingfestingu málsins né síðar komu fram athugasemdir af hálfu sóknaraðila við því að umræddir kröfuhafar gætu átt aðild að málinu.
Eftir þingfestingu málsins en áður en varnaraðilar áttu að leggja fram greinargerðir í málinu féll dómur í Hæstarétti í máli 638/2010 hinn 24. janúar 2011. Þar var niðurstaðan sú að ýmsir kröfuhafar, sem höfðu ekki mótmælt afstöðu slitastjórnar fjármálafyrirtækis til kröfu sem lýst hafði verið í búið, heldur þvert á móti verið sammála henni, voru ekki taldir geta átt aðild að ágreiningsmáli kröfuhafans gegn fjármálafyrirtækinu. Þessi dómur Hæstaréttar var ástæða þess að látið var reyna á hvort varnaraðilar, aðrir en Glitnir banki hf., gætu átt aðild í máli X-43/2010.
Þegar mál þetta var síðan tekið fyrir í fyrsta sinn eftir niðurstöðu Hæstaréttar í máli nr. 142/2011 féllu varnaraðilar aðrir en Glitnir banki hf. frá aðild að málinu. Verður ekki séð að fyrr en í þeirri fyrirtöku málsins hafi verið efni til þess fyrir þá að falla frá aðild að málinu. Þá er til þess að líta að varnaraðilar aðrir en Glitnir banki hf. hafa enn ekki skilað greinargerðum í málinu og verður ekki séð að sóknaraðili hafi í máli þessu orðið fyrir meiri kostnaði vegna aðildar þeirra að málinu en hann ella hefði haft.
Að öllu því virtu sem nú hefur verið rakið þykir sóknaraðili ekki hafa sýnt fram á að 131. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála eigi við í málinu heldur þykir rétt með vísan til 3. mgr. 130. gr. sömu laga að hver aðili beri sinn hluta kostnaðar af þessum þætti málsins.
Greta Baldursdóttir héraðsdómari kveður upp úrskurðinn.
Ú R S K U R Ð A R O R Ð
Málskostnaður milli sóknaraðila, Exeter City Council og varnaraðilanna, Bayerische Landesbank, Baupost Group Securities LLC, Bremer Landesbank, Caixa Geral de Depósitos, Commerzbank AG, DekaBank Deutsche Girozentrale, Deutsche Postbank International S.A., Deutche Hypothekenbank AG, DZ Bank AG, Erste Group Bank AG, HSH Nordbank AG, KfW Bankengruppe, Landesbank Berlin AG, Landesbank Baden-Würtemberg, Landesbank Saar, Luxembourg Branch, Natixis, Raiffeisenverband Salzburg, Raiffeisen Zentralbank Österreich AG, Sparkasse Fürstenfeldbruck, Sparkasse Pforzheim Calw, Sumitomo Mitsui Banking Corporation Europe Ltd., ACMO Sarl, Bank Hapoalim, Berkshire Life Insurance Company of America, Black Diamond Arbitrage Offshore Ltd., Black Diamond Offshore Ltd., Burlington Loan Management Limited, Centerbridge Credit Partners Master LP, Centerbridge Credit Partners, LP, Centerbridge Special Credit Partners, LP, Conseq Invest plc, CVI GVF (Lux) Master Sarl, Double Black Diamond Offshore Ltd, Eton Park Fund L.P., Eton Park Master Fund LP, FBC S.a.r.l., Fortelus Special Situations Master Fund Ltd, FPFO Corporates Ltd, GLG European Distressed Fund, GLG Market Neutral Fund, GRF Master Fund LP, Guardian Life Insurance Company of America, HSBC Bank Australia Limited Sidney, ING Life Insurance and Annuity Company (SA), ING USA Annuity and Life Insurance Company, Leonardo LP, Longacre Capital Partners (QP) Ltd, Longacre Master Fund II LP, Longacre Master Fund Ltd, Longacre Opportunity Fund LP, Lyxor Asset Management, Lyxor Third Point Fund Ltd., National Bank of Egypt (UK) Limited, Octavian Advisors LP, Octavian Special Master Fund LP, Ohio National Life Assurance Corporation, Pacific Life Assurance Company, PCI Fund LLC, Perry Partners International Inc., Perry Partners LP, Ramius Enterprise Master Fund Ltd, RCG PB Ltd, ReliaStar Life Insurance Company, Security Life of Denver Life Insurance Company, Silver Point Capital Fund LP, Silver Point Capital Offshore Fund Ltd., The City of Edmonton, The Guardian Insurance and Annuity Company, Inc, Third Point Offshore Master Fund LP, Third Point Partners LP, Third Point Partners Qualified LP, Third Point Ultra Master Fund LP, Tiberius OC Fund, Ltd., Varde Investment Partners LP, WGZ Bank Ireland plc, WGZ Bank Luxembourg og Woldwide Transactions Limted fellur niður.