Print

Mál nr. 212/2011

Lykilorð
  • Kærumál
  • Gæsluvarðhald. A. liður 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008

Föstudaginn 8. apríl 2011.

Nr. 212/2011.

Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu

(Jón H.B. Snorrason saksóknari)

gegn

X

(Erlendur Þór Gunnarsson hrl.)

Kærumál. Gæsluvarðhald. A. liður 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008.

Úrskurður héraðsdóms um að X skyldi gert að sæta áfram gæsluvarðhaldi, á grundvelli a. liðar 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, var staðfestur.

Dómur Hæstaréttar.

Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Ólafur Börkur Þorvaldsson, Páll Hreinsson og Viðar Már Matthíasson.

Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 7. apríl 2011, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 8. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 7. apríl 2011, þar sem varnaraðila var gert að sæta áfram gæsluvarðhaldi allt til fimmtudagsins 14. apríl 2011 klukkan 16 og einangrun meðan á gæsluvarðhaldi stendur. Kæruheimild er í l. lið 1. mgr. 192. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi en til vara að gæsluvarðhaldinu verði markaður skemmri tími.

Sóknaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði staðfestur.

Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur.

Dómsorð:

Hinn kærði úrskurður er staðfestur.

Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 7. apríl 2011.

Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur í dag krafist þess að X, kt. [...], [...], [...], verði gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til föstudagsins 15. apríl 2011, kl. 16:00. Þá er þess krafist að kærði sæti einangrun á meðan á gæsluvarðhaldinu stendur.

Í kröfu lögreglustjórans kemur fram að með bréfi barnaverndar [...], dagsettu 25. mars sl. hafi verið óskað eftir lögreglurannsókn á meintum kynferðisbrotum X og Y gegn syni þess síðarnefnda,  A sem fæddur sé árið [...].

Móðir A og Y hafi skilið árið [...] en frá árinu [...] hafi Y verið í reglulegri umgengni við A. Síðast hafi hann verið í umgengni helgina 4.-6. mars sl. Grunsemdir um kynferðisbrot Y gegn A hafi vaknað hjá móður þegar farið hafi að bera á ýmis konar andlegri og líkamlegri vanlíðan hjá honum. Í skýrslu hennar hjá lögreglu 29. mars sl. hafi hún greint frá því að A hefði fengið martraðir, magaverki og [...] í skólanum. Hafi hún gengið eftir skýringum og hafi hann greint henni smám saman frá kynferðislegri misnotkun föður síns. Lýsti hann grófu kynferðislegu ofbeldi gagnvart honum sem kærði Y hafi beitt, stundum í félagi við annan nafngreindan mann, kærða X. Einnig hafi hann lýst myndatökum sem fram hafi farið þegar ofbeldinu hafi verið beitt.

Í kjölfar þessa hafði móðir A  samband við barnavernd [...] og hafi verið tekið óformlegt viðtal við hann í skólanum 24. mars sl. Hafi hann þá greint í meginatriðum á sama veg og lýst því m.a. að Y hefði [...] [...] [...] [...] [...] [...] [...] [...] [...]. Þá kvað hann kærða X hafa tekið þátt í misnotkuninni með kærða.

Drengurinn hafi gengist undir læknisskoðun 1. apríl sl. Í læknisvottorði komi fram að sjá hafi mátt [...] [...] [...] [...] [...] [...] sem gæti hafa verið [...] um [...] út frá [...]. Ekki hafi þó verið hægt að draga frekari ályktanir út frá skoðuninni.

Skýrslutaka hafi farið fram af A 4. apríl sl. Hann hafi þá sagt frá því að kærði hefði [...] [...][...] [...] hans, [...] og ennfremur hafi hann látið [...][...][...][...]. Það sama hafi faðir hans gert. A kvaðst hafa verið nakinn og hafi eitthvað “[...] og [...]” [...] [...] [...] [...]. Þá hafi hann borið að þeir hefðu tekið myndir og myndupptökur hafi farið fram og lýst því nánar. Hann kvað þetta hafa átt sér stað í eitt skipti á heimili kærða og að hann hafi ekki mátt segja frá.

Á meðal gagna málsins séu gögn frá skólasálfræðingi drengsins frá þessu ári og því síðasta, en framkvæmt hafi verið þroskamat og sálfræðileg greining á A. Niðurstöður hafi verið þær að hann hafi sýnt [...] [...] og töluverðir [...] hafi verið í [...] en útkoma þó [...] á ákveðnum þáttum skilnings. Þá hafi drengurinn verið með [...]einkenni.

Óskað hafi verið eftir því af hálfu lögreglunnar að barnasálfræðingur framkvæmi nákvæmari greiningu á drengnum og fari sú vinna fram samhliða rannsókn þessari.

Gerð hafi húsleit á heimili kærða og hann handtekinn. Hann hafi tvívegis verið yfirheyrður og neiti sök. Þá hafi meðkærði einnig verið handtekinn og húsleit gerð á heimili hans. Á báðum stöðum hafi fundist fíkniefni sem hald hafi verið lagt á. Jafnframt hafi verið lagt hald á tölvubúnað, myndavélar og annars konar tæknibúnað sem verði nú rannsakaður. Kærðu hafa báðir setið í gæsluvarðhaldi í viku.

Meðkærði Y hafi kveðið mál þetta tilkomið vegna deilna á milli hans og móður drengsins um umgengni. Þá væri hann afar ósáttur við þá ákvörðun hennar að ætla að flytja til [...] með drenginn. Hann kvað A hafa sagt við sig að X hefði snert “einkastaði hans”. Staðfest sé af félagsráðgjafa meðkærða að hann hafi sagt sér frá því að A hafi sagt þetta. Ennfremur hafi hann borið um að sér væri kunnugt um deilur á milli kærða og móðir drengsins um að hún flytji [...] [...] með hann og að þær hafi byrjað áður en A greindi frá meintum brotum gegn sér.

Rannsókn máls þessa sé í fullum gangi en upplýsingar liggi fyrir frá tölvurannsóknardeild um að enn eigi eftir að skoða gríðarmikið magn ljósmynda. Ekkert saknæmt efni hafi fundist til þessa.

Eins og rakið hafi verið sé fram kominn rökstuddur grunur um ætluð kynferðisbrot kærða gegn A sem varði allt að 16 ára fangelsi. Hafi drengurinn greint móður sinni frá þessu, fulltrúa barnaverndarnefndar og fyrir dómi. Þá hafi einnig komið fram að brotin hafi verið framin í félagi við meðkærða og að myndir hafi verið teknar af misnotkuninni. Rannsóknarhagsmunir krefjist þess að lögreglu sé ætlaður nægur tími til þess að rannsaka það efni sem hún hafi undir höndum. Finnist saknæmt efni þurfi að yfirheyra kærðu um það og tilurð þess. Sé því nauðsynlegt að kærðu geti ekki rætt saman fyrr en sakarefnið er fyllilega afmarkað.

Með vísan til framangreinds, framlagðra gagna og a. liðar 1. mgr. 95. gr. og b. liðar 1. mgr. 99. gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008 sé þess krafist að krafan nái fram að ganga.

Með vísan til alls framanritaðs og gagna málsins er fallist á það með lögreglustjóra að kærði sé undir rökstuddum grun um að hafa framið brot sem fangelsisrefsing liggur við. Einnig er fallist á það að rannsóknarhagsmunir krefjist þess að lögreglu sé ætlaður nokkur tími til að rannsaka það efni sem hún hefur aflað við yfirstandandi rannsókn, en fyrir liggur að sakarefnið hefur ekki verið afmarkað að fullu. Haldi kærði óskertu frelsi sínu gæti hann torveldað rannsókn málsins, m.a. með því að hafa áhrif á framburð vitorðsmanna eða vitna. Með vísan til a. liðar 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála er fallist á kröfu lögreglustjóra um að kærði sæti áfram gæsluvarðhald, en rétt þykir að marka gæsluvarðhaldi tíma allt til kl. 16.00 fimmtudaginn 14. apríl nk. Þá verður með sömu rökum og rakin eru hér að framan og með vísan til b. liðar 1. mgr. 99. gr. laganna fallist á kröfu lögreglustjóra um að kærði sæti einangrun á meðan hann sætir gæsluvarðhaldi.

Jón Höskuldsson héraðsdómari kveður upp úrskurð þennan.

Ú R S K U R Ð A R O R Ð:

Kærði, X, sæti áfram gæsluvarðhaldi allt til fimmtudagsins 14. apríl 2011, kl. 16.00.

Kærði skal sæta einangrun á meðan á gæsluvarðhaldsvist hans stendur.